LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 17. desember 2021. Mál nr. 538/2020 : Í slenska ríkið ( Einar Karl Hallvarðsson lögmaður, Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir lögmaður, 4. prófmál ) gegn A persónulega og fyrir hönd B og C og D ( Erlendur Þór Gunnarsson lögmaður) og gagnsök Lykilorð Miskabætur. Rannsókn. Handtaka. Húsleit. Friðhelgi einkalífs. Gjafsókn. Útdráttur A krafði Í um miskabætur, bæði persónulega og fyrir hönd barna sinna B og C, og D, vegna aðgerða lögreglu í tengslum við handtöku E og aðgerð a í og við heimili þeirra 22. nóvember 2018 vegna rannsóknar á fíkniefnalagabroti sem E var síðar dæmdur til refsingar fyrir. E var þáverandi maki A og faðir B, C og D. Byggðu A, B, C og D á því að þau ættu rétt til bóta vegna húsleitar á heimili þeirra au k þess sem þau hefðu verið handtekin meðan á húsleitinni stóð. D byggði til viðbótar á því að hann ætti rétt til bóta þar sem hann hefði verið handtekinn og sætt líkamsrannsókn eða líkamsleit er hann kom akandi að heimili þeirra. Í dómi Landsréttar kom fra m að húsleit fæli óhjákvæmilega í sér röskun á friðhelgi einkalífs, bæði húsráðenda og annarra heimilismanna. Var talið að A, B, C og D hefðu öll þolað húsleit á heimili sínu umrætt sinn og hefðu þegar af þeirri ástæðu orðið fyrir miskatjóni sem Í bæri hlu tlæga bótaábyrgð á samkvæmt 3. mgr., sbr. 2. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ekkert væri upplýst í málinu um að A, B, C og D hefðu sjálf valdið eða stuðlað að húsleitinni. Því var hins vegar hafnað að A, B, C og D hefðu verið handtekin við húsleitina og að D hefði verið handtekinn og sætt líkamsrannsókn eða líkamsleit er hann kom akandi að heimili þeirra. Var Í dæmt til að greiða A, B, C og D hverju fyrir sig 50.000 krónur í miskabætur. 2 Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Arnfríður Einarsdóttir , Jóhannes Sigurðsson og Oddný Mjöll Arnardóttir . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Aðaláfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 1 6 . september 2020 að fengnu áfrýjunarleyfi. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 10. júní 2020 í málinu nr. E - /2019. 2 Aðaláfrýjandi krefst þess að allega að hann verði sýknaður af kröfum gagnáfrýjenda og að þeim verði gert að greiða honum málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti . T il vara er þess krafist að fjárhæð dæmdra bóta verði lækkuð og að málskostnaður fyrir Landsrétti falli niður. 3 Gagnáfrýj e nd ur áfrýj u ð u málinu fyrir sitt leyti 24. nóvember 2020. 4 Gagnáfrýj e nd ur krefjast þess aðallega að aðaláfrýjanda verði gert að greiða hverju þeirra fyrir sig 350.000 krónur ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 22. nóvember 2018 til 26. september 2019 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1 . mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Til vara krefjast gagnáfrýjendur staðfestingar hins áfrýjaða dóms. Þá krefjast þei r málskostnaðar fyrir Landsrétti eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. Niðurstaða 5 Helstu málavöxtum og málsástæðum a ðila er lýst í hinum áfrýjaða dómi. Svo sem þar greinir má rekja atvik málsins til rannsóknar lögreglu á afbrotum E , þáverandi maka gagnáfrýjanda A og föður annarra gagnáfrýjenda, B , C og D . E var handtekinn 22. nóvember 2018 og heimilaði lögreglunni leit á heimili sínu og gagnáfrýjenda sem fór fram síðar sama dag. Við þá leit fannst 21 kannabisplanta og búnaður til ræktunar í skúr við heimilið. Var E í kjölfarið ákærður fyrir fíkniefnalagabrot og dæmdur til refsingar með dómi Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S - /2019. 6 Af hálfu allra gagnáfrýjenda er krafist miskabóta úr hendi aðaláfrýjanda vegna aðgerða lögreglu í tengslum við handtöku E og aðgerða í og við heimili þeirra 22. nóvember 2018 vegna rannsóknar á fíkniefnalagabroti E . Kröfur allra gagnáfrýjen da vegna framangreindrar húsleitar og ætlaðrar handtöku og frelsissviptingar þeirra eru aðallega reistar á hlutlægri bótareglu 3. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sbr. 2. og 5. mgr. lagagreinarinnar, en til vara á b - lið 26. gr. skaðabóta laga nr. 50/1993 svo sem nánar er lýst í hinum áfrýjaða dómi. Krafa gagnáfrýjanda D vegna ætlaðrar handtöku og líkamsrannsóknar eða líkamsleitar er aðallega reist á 1. og 2. mgr. 246. gr., til vara á 3. mgr. sömu lagagreinar verði ekki talið að hann hafi v erið sakborningur í málinu en að því frágengnu er byggt á ákvæðum b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga eins og gerð er nánari grein fyrir í héraðsdómi. Loks eru miskabótakröfur allra gagnáfrýjenda byggðar á því að með aðgerðum lögreglu hafi 3 verið brotið g egn stjórnarskrárvörðum rétti þeirra til frelsis og friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu samkvæmt 5. mgr. 67. gr. og 71. gr. stjórnarskrárinnar. Af hálfu aðaláfrýjanda er því mótmælt að gagnáfrýjendur geti átt rétt á miskabótum samkvæmt framangreind um lagaákvæðum. Þá mótmælir aðaláfrýjandi dæmdum miskabótum sem of háum. 7 Með hinum áfrýjaða dómi var fallist á það með gagnáfrýjendum að þeir ættu allir rétt á bótum úr hendi aðaláfrýjanda á grundvelli hlutlægrar bótaábyrgðar samkvæmt 3. mgr. 246. gr. lag a nr. 88/2008 vegna þess miska sem þau hefðu orðið fyrir vegna óhjákvæmilegrar röskunar á friðhelgi einkalífs og heimilis við húsleit á heimili þeirra 22. nóvember 2018. Þá taldi héraðsdómur að gagnáfrýjandi D hefði jafnframt sætt handtöku, grunaður um ref siverða háttsemi sem sakborningur, þegar hann var færður í lögreglubifreið til munnvatnssýnatöku sama dag og haldið þar í skamma stund meðan beðið var niðurstöðu rannsóknar á sýninu. Hefði hann síðan verið látinn laus og mál hans verið fellt niður í skilni ngi 1. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008. Komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að D hefði ekki sætt líkamsleit samkvæmt 76. gr. sömu laga en aftur á móti var talið að taka munnvatnssýnis og rannsókn þess hefði verið líkamsrannsókn í skilningi 1. mgr. 77. gr . laganna. Var D því talinn eiga rétt til bóta á grundvelli 2. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008 vegna miska af handtöku og líkamsrannsókn. 8 Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður fallist á að lögreglu hafi verið rétt að meina E að aka með son þeir ra A , C , á brott frá skóla drengsins 22. nóvember 2018 eftir að ljóst var að munnvatnssýni sem E gaf vegna gruns um fíkniefnanotkun hans gaf jákvæða svörun. Jafnframt verður, með vísan til forsendna héraðsdóms, fallist á að atvik og aðstæður hafi þá ekki v erið með þeim hætti að C og A hafi hlotið miska af aðgerðum lögreglu við skóla drengsins, sem aðaláfrýjanda beri að bæta, enda beindust þær ekki að þeim tveimur. Loks verður með vísan til forsendna héraðsdóms staðfest sú niðurstaða hans að hvorki A , B né C eigi rétt til miskabóta á þeim grundvelli að þau hafi verið áhorfendur að því þegar lögregla athafnaði sig á lóð við heimili þeirra sama dag og kannaði ástand D sem kom akandi þar að. 9 Í skýrslu sinni í héraði kvaðst A hafa fengið misvísandi svör hjá lögre glumönnum sem voru á vettvangi þegar atvik urðu um það hvort henni væri heimilt að fara með gagnáfrýjanda B burt af lóðinni áður en húsleitin fór fram. Spurð að því hvort hún hefði óskað eftir því að fara, kvaðst hún ekki hafa gert það, enda hefði hún veri ð hrædd gagnáfrýjenda umrætt sinn báru aftur á móti á einn veg um að hvorki A né öðrum gagnáfrýjendum hefði verið meinað að fara í burtu. Hefði gagnáfrýjendum verið frjálst að yfirgefa svæðið hvenær sem þau vildu. Að þessu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður að telja ósannað að gagnáfrýjendur hafi sætt einhvers konar frelsissviptingu í aðdraganda eða við framkvæmd húsleitarinnar með þeim hætti að þei m hafi verið meinuð brottför af heimili sínu eða lóð. Í samræmi 4 við framangreint verður lagt til grundvallar að gagnáfrýjendum hafi verið frjálst að fara burt áður en húsleit fór fram en fyrir liggur að þau yfirgáfu heimilið áður en lögreglan hóf húsleitin a. Verður miskabótakrafa gagnáfrýjenda því ekki reist á þeirri málsástæðu að þau hafi verið handtekin og svipt frelsi sínu með því að lögregla hafi meinað þeim að yfirgefa heimili sitt umrætt sinn. 10 Af hálfu gagnáfrýjanda D er jafnframt krafist miskabóta ve gna handtöku og líkamsleitar eða líkamsrannsóknar sem hann hafi sætt þegar hann kom akandi að heimili sínu 22. nóvember 2018. Er á því byggt að hann hafi í raun sætt handtöku í skilningi XIII. kafla laga nr. 88/2008 þegar hann var færður í lögreglubifreið og þá hafi taka munnvatnssýnis falið í sér líkamsrannsókn eða líkamsleit í skilningi X. kafla laganna. Aðaláfrýjandi mótmælir kröfugerðinni með þeim rökum að ósannað sé að D hafi sætt handtöku eða líkamsleit í skilningi laga nr. 88/2008. Þá hafi ekkert mál verið stofnað á hendur honum sem hafi verið fellt niður og því hafi hann ekki verið borinn sökum í skilningi 246. gr. laganna. Jafnframt hafi allar aðgerðir lögreglu vegna málsins verið lögmætar og hafi ekki verið sýnt fram á að þær hafi falið í sér ólögm æta meingerð gegn D . 11 Í upphafi skýrslugjafar sinnar við aðalmeðferð málsins í héraði lýsti D atvikum þannig að þegar hann hefði komið akandi heim til sín umrætt sinn hefði lögreglumaður tekið á móti honum, opnað dyrnar og beðið hann um að sýna skilríki. D kvaðst hafa svarað því játandi og þá hefði lögreglumaðurinn beðið hann um að koma yfir í lögreglubifreið ekki geta upplýst um það eins og væri. Lýsti D því að síðan hefði l ögreglumaðurinn annars um skúrinn við hliðina á heimili hans. Þeir hefðu sagt að þeir gætu tekið úr honum munnvatnssýni án þess að biðja hann um leyfi til þess. D kvað sér þá hafa liðið Síðar í skýrslutökunni kvaðst D þó hafa svarað því játandi þegar hann var beðinn um að koma yfir í lögreglubifreiðina og kvaðst aldrei hafa sagt að hann vildi það ekki. Þá lýsti hann því að inni í lögreglubifreiðinni hefðu verið tveir lögreglumenn og hefði annar þeirra sagt að hann mætt i ekki upplýsa hann um málið en hinn hefði 12 Annar tveggja lögreglumanna, sem höfðu afskipti af D á vettvangi, bar í héraði á sama veg um að D hefði þegið boð um að koma yfir í lögreglubifreiðina og jafnframt játað bei ðni lögreglu um að gefa þar munnvatnssýni. Að þessu loknu hefði hann yfirgefið bifreiðina. Neitaði lögreglumaðurinn því að D hefði við þetta tækifæri verið handtekinn eða þvingaður til að gefa munnvatnssýni. Báðir lögreglumennirnir kváðu afskipti þeirra af D hafa lotið að því að athuga hvort hann væri undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og fá hjá honum munnvatnssýni. Því hefði D verið boðið að koma yfir í lögreglubifreiðina til að gefa sýni og það hefði hann þegið. Meðan á aðgerðum 5 lögreglu stóð hefði bæði D og öðrum gagnáfrýjendum verið heimilt að fara burt af svæðinu og hefði þeim aldrei verið sagt að það mættu þau ekki gera. Þá tók annar lögreglumannanna fram að uppi hefði verið staðfestur grunur um að við heimili gagnáfrýjenda færi fram fíkniefnaframleið sla. Á þessum tímapunkti hefði þó hvorki verið vitað hver stæði að henni né hver notaði efnin en afskiptin af D hefðu verið í tengslum við umferðareftirlit. 13 Ákvæði um handtöku er að finna XIII. kafla laga nr. 88/2008. Í handtöku er einkum talið felast tve nnt, í fyrsta lagi að svipta mann frelsi og í öðru lagi að viðhalda þeirri frelsissviptingu uns hann er annað hvort látinn laus eða færður í gæsluvarðhald samkvæmt úrskurði dómara. Af framangreindum framburði D og þeirra lögreglumanna sem voru á vettvangi umrætt sinn verður ekki annað ráðið en að lögregla hafi beðið D um að koma með sér í lögreglubifreiðina til töku munnvatnssýnis og að það hafi hann gert sjálfviljugur. Af framburði lögreglumannanna verður jafnframt ráðið að D hafi verið frjáls ferða sinna þegar hann hafði gefið sýnið sem tekið hafi verið í tengslum við umferðareftirlit. Ekkert í öðrum gögnum rennir stoðum undir að D hafi verið grunaður um þá kannabisræktun í skúr við heimili hans sem rannsókn lögreglu laut að þennan dag. Við framangreindar aðstæður er ekkert komið fram í málinu sem bendir til þess að D hafi verið tekinn höndum eða beittur valdi við að koma honum inn í lögreglubifreiðina umrætt sinn. Að öllu framangreindu gættu verða þessi afskipti lögreglu af D hvorki talin vera handtaka í s kilningi 1. mgr. 90. gr. laga nr. 88/2008 né önnur sambærileg aðgerð. 14 Samkvæmt ákvæðum a - og d - liðar 1. mgr. 47. gr. þágildandi umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 1. mgr. 52. gr. núgildandi umferðarlaga nr. 77/2019, er ökumanni vélknúins ökutækis skylt að krö fu lögreglu að gangast undir öndunarpróf og láta í té sýni, meðal annars munnvatnssýni, með þeim hætti sem lögregla ákveður ef ástæða er til að ætla að hann hafi brotið gegn ákvæðum laganna sem leggja bann við akstri undir áhrifum áfengis eða annarra ávan a - og fíkniefna eða ef hann hefur verið stöðvaður við umferðareftirlit. 15 Hér að framan er atvikum lýst þegar D gaf munnvatnssýni að beiðni lögreglu og jafnframt gerð grein fyrir framburði lögreglumanna á vettvangi um að afskipti þeirra af honum hafi miðað að því að ganga úr skugga um hvort hann hefði verið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna við akstur umrætt sinn. Framburður lögreglumannanna er að þessu leyti nægilega skýr svo unnt sé að líta til hans við úrlausn málsins. Að því gættu verður að líta svo á að aðstæður hafi verið með þeim hætti að öflun munnvatnssýnis frá D hafi verið lögreglu heimil á grundvelli áðurnefndra ákvæða umferðarlaga. Af þeim sökum verður ekki fallist á að leitt sé í ljós að sýnatakan hafi verið líkamsrannsókn í skilningi 1. mgr. 7 7. gr. laga nr. 88/2008. Með sömu rökum og að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður staðfest sú niðurstaða hans að munnvatnssýnatakan teljist ekki vera líkamsleit í skilningi 76. gr. sömu laga. Í þessu ljósi er ekki unnt að líta svo á að aðgerðirnar falli undir IX. til XIV. 6 kafla laganna. Verður bótakrafa D því ekki reist á þeim grunni. Þá verður ráðið af gögnum málsins að aðgerðir lögreglu umrætt sinn hafi í heild sinni verið lögmætar og að gætt hafi verið meðalhófs. Samkvæmt því ver ður bótaréttur D vegna töku munnvatnssýnis ekki reistur á ákvæðum b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga . 16 Svo sem greinir í hinum áfrýjaða dómi felur húsleit óhjákvæmilega í sér röskun á friðhelgi einkalífs, bæði húsráðenda og annarra heimilismanna. Með vís an til forsendna hins áfrýjaða dóms verður fallist á þá niðurstöðu hans að allir gagnáfrýjendur verði taldir hafa þolað húsleit á heimili sínu umrætt sinn og verði þegar af þeirri ástæðu taldir hafa orðið fyrir miskatjóni. Aðaláfrýjandi ber hlutlæga bótaáb yrgð á því tjóni samkvæmt 3. mgr., sbr. 2. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður fallist á þá niðurstöðu hans að ekkert sé upplýst í málinu um að gagnáfrýjendur hafi sjálfir valdið eða stuðlað að húsleitinni . Að fenginni þeirri niðurstöðu eru engin efni til að fjalla um þá málsástæðu gagnáfrýjenda, sem þau byggja á til vara, að aðaláfrýjandi beri skaðabótaábyrgð á húsleitinni á grundvelli b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga. 17 Í samræmi við framangreint verður að aláfrýjanda gert að greiða gagnáfrýjendum miskabætur vegna húsleitarinnar 22. nóvember 2018 og þykir fjárhæð bótanna hæfilega ákveðin 50.000 krónur til hvers gagnáfrýjanda um sig. 18 Ákvæði hins áfrýjaða dóms um vexti og dráttarvexti, gjafsóknarkostnað gagná frýjenda og niðurfellingu málskostnaðar verða staðfest með vísan til forsendna hans. 19 Rétt er að málskostnaður milli aðila fyrir Landsrétti falli niður. 20 Með bréfum dómsmálaráðuneytisins 11. febrúar 2020 var gagnáfrýjendum veitt gjafsókn í málinu sem takmörk uð var við rekstur þess fyrir héraðsdómi. Með vísan til 5. mgr. 127. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála nær gjafsóknin einnig til málskostnaðar gagnáfrýjenda fyrir Landsrétti. Allur gjafsóknarkostnaður gagn áfrýj e nda greiðist úr ríkissjóði eins og ná nar greinir í dóms orði, þar með talin þóknun lögmanns þeirra sem tilgreind er án virðisaukaskatts í samræmi við venju. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, íslenska ríkið, greiði gagnáfrýjendum, A , B , C og D , hverju fyrir sig 50.000 krónur ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 22. nóvember 2018 til 26. september 2019 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Hinn áfrýjað i dóm ur skal vera óraskaður um málskostnað og gjafsóknarkostnað . Málskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður. 7 Allur gjafsóknarkostnaður gagnáfrýjenda fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns þeirra, Erlends Þórs Gunnarssonar, 800.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 10. júní 2020 með fyrirsvar og ráðst afar sakarefninu fyrir stefnendur B og C sem móðir þeirra og lögráðamaður, sbr. 3. mgr. 17. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Af hálfu stefnenda hvers og eins er gerð sjálfstæð dómkrafa á hendur stefnda um að stefndi verði dæmdur til að greiða s tefnanda skaðabætur að fjárhæð 2.000.000 króna ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr., sbr. 1. málslið 4. gr., laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 22. nóvember 2018 til 26. september 2019, en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr., sömu laga, til greiðsludags. Þá er þess krafist að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnendum málskostnað að teknu tilliti til virðisaukaskatts með hliðsjón af málskostnaðaryfirliti eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. Stefndi krefst a ðallega sýknu af öllum kröfum stefnenda og að þau verði dæmd til greiðslu málskostnaðar að mati dómsins. Til vara er krafist verulegrar lækkunar á dómkröfum stefnenda og að málskostnaður verði látinn niður falla. Yfirlit málsatvika og ágreiningsefna Atvik málsins er að rekja til rannsóknar lögreglu á afbrotum E, sem þá var maki stefnanda A og er faðir annarra stefnenda. Krefjast stefnendur skaðabóta vegna tjóns sem þau hafi orðið fyrir sökum rannsóknaraðgerða lögreglu þann 22. nóvember 2018. Rannsókn lögre glu leiddi til þess að E var í kjölfarið ákærður og dæmdur til refsingar fyrir fíkniefnaframleiðslu, sem hann hafði játað. Samkvæmt því sem nánar greinir í stefnu, greinargerð, gögnum málsins og skýrslum fyrir dómi voru atvik þau að E var handtekinn eftir að lögregla hafði afskipti af honum vegna gruns um fíkniefnabrot og hafði munnvatnssýni þá gefið jákvæða svörun. E var handtekinn fyrir utan grunnskóla, en þangað var hann kominn til að sækja son sinn, stefnanda C. Hringdi E þá í stefnanda A sem kom að skó lanum og sótti drenginn, en dóttir þeirra, stefnandi B, var heima á meðan. Lögregla hafði haft grun um að E ræktaði kannabisplöntur og færðu tveir lögreglumenn hann í lögreglubíl að sumarhúsi því sem þá var heimili hans og stefnenda. Þar synjaði hann lögre glu um heimild til húsleitar og kvaðst ekki hafa umráð skúrs við húsið. Stefnandi A kvaðst þar ekki heldur hafa umráð skúrsins eða lykil að honum og bað lögreglu að fara af lóðinni. Tveir lögreglumenn í öðrum lögreglubíl komu að sumarhúsinu og tóku við vök tun skúrsins, en E var fluttur á lögreglustöð þar sem tekið var úr honum blóðsýni, sem síðar leiddi í ljós að jákvæð svörun fíkniefnaprófs tengdist ekki kannabis heldur lyfseðilsskyldu lyfi. E veitti lögreglu heimild til húsleitar í sumarhúsinu sem fjölsky ldan bjó í og í skúrnum, sem hann reyndist hafa lykla að, eftir að lögreglumaður sem vaktaði eignina hafði upplýst um megna kannabislykt frá skúrnum. Stefnandi A og yngri börnin, C og B, voru þá heima við en stefnandi D, sem einnig var þar búsettur kom þan gað akandi eftir að E hafði verið fluttur á lögreglustöðina og eftir að lögreglumaður á staðnum hafði látið vita af vísbendingum um að framleiðsla fíkniefna færi fram á eigninni. Munnvatnssýni vegna fíkniefnaprófs var tekið af D í lögreglubifreið þegar han n kom í hlað og gaf prófunin neikvæða svörun um fíkniefna - eða áfengisneyslu. E upplýsti A í símtali frá lögreglustöðinni um að hann hefði heimilað leit á eigninni og bað hana að fara að heiman með börnin, sem hún gerði ásamt D. Við leit á eigninni í framh aldinu, að viðstöddum E og lögmanni hans, fundust kannabisplöntur í skúrnum og tæki og áhöld til ræktunar, en stjórnbúnaður fyrir hita, raka og lýsingu fannst inni í sumarhúsinu. A kvaðst fyrir dómi ein hafa verið leigutaki sumarhússins, en eigandi þess he fði einn haft umráð skúrsins og hann hefði oft komið og farið í skúrinn. E kvaðst fyrir 8 dómi í raun hafa haft umráð skúrsins samkvæmt samkomulagi sínu við eiganda eignarinnar og hafa hafið ræktun kannabis þar í ágúst 2018 án þess að stefnendur vissu um það . Stefnendur telja að stefnda beri að greiða þeim bætur vegna miska sem aðgerðir lögreglu hafi valdið þeim, en stefndi telur skilyrði bótaskyldu ekki vera fyrir hendi. Við aðalmeðferð málsins gáfu skýrslur stefnendur A og D. Vitni báru E, fyrrum maki A og faðir annarra stefnenda, F sálfræðingur og fjórir lögreglumenn sem komu að rannsókn málsins. Málsástæður og lagarök stefnenda Stefnendur kveða aðgerðir lögreglu hafa verið gerðar þeim að ósekju og að þeir eigi allir rétt á miskabótum vegna þeirra. S tef nandi A hafi þurft að þola húsleit og nauðsynjalausa frelsissviptingu, þar sem henni og börnum hennar hafi verið meinað að yfirgefa heimili sitt. Bótaréttur A byggist aðallega á hlutlægri bótareglu 3. mgr. 246. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008, þar sem fram komi að þótt maður hafi ekki verið borinn sökum í sakamáli þá eigi viðkomandi samt sem áður rétt til bóta ef hann hefur beðið tjón af þeim aðgerðum sem taldar eru upp í 2. mgr. sömu greinar. Krafist sé miskabóta samkvæmt 5. mgr. 246. gr. sakamála laga en til vara byggist krafan á b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Aðgerðir lögreglu hafi falið í sér meingerð gegn frelsi A, friði, æru og persónu. Einnig eigi bótakrafan sér stoð í 5. mgr. 67. gr. stjórnarskrárinnar, þar sem segi að hafi maður verið sviptur frelsi að ósekju skuli hann eiga rétt til skaðabóta. Miski stefnanda A sé umtalsverður en hún hafi að ósekju og án hennar samþykkis verið látin sæta húsleit á heimili sínu og verið svipt frelsi. Henni hafi verið meinað að yfirgefa húsið og teljist því sæta handtöku lögreglu frá því tímamarki og þar til hún hafi fengið heimild til að yfirgefa heimili sitt kl. 17:15. Lögreglu sé heimilt að handtaka mann ef hann hefur framið brot sem gæti sætt ákæru, enda sé handtaka nauðsynleg til að koma í veg fyrir áframhaldandi brot, til að tryggja návist hans eða öryggi hans eða annarra ellegar til að koma í veg fyrir að hann spilli sönnunargögnum, sbr. 1. mgr. 90. gr. sakamálalaga. A hafi verið með öllu grandlaus um ræktun fyrrverandi maka síns og því séu skilyrðin ekki uppfyllt og handtakan því ólögmæt og óþörf. Samskipti lögreglunnar við A hafi einkennst af skeytingarleysi þar sem hún hafi ítrekað óskað eftir því að lögreglan yfirgæfi lóðina en hafi verið hunsuð. Henni hafi verið mjög brugðið og fundi st þessar aðstæður bæði erfiðar og íþyngjandi. Einnig hafi henni verið þungbært að sjá lögregluna handtaka fyrrverandi maka sinn og son sinn, stefnanda D. Allt hafi þetta valdið henni hræðslu, hugarangri og miska. Samkvæmt 1. mgr. 75. gr. sakamálalaga skul i leit samkvæmt 74. gr. laganna aðeins ákveðin með dómsúrskurði eða með ótvíræðu samþykki eiganda eða umráðamanns. Þetta skilyrði hafi ekki verið uppfyllt fyrr en húsleitarheimild hafi verið undirrituð kl. 17:29. Skilyrði undanþágu 2. og 3. mgr. 75. gr. ha fi ekki heldur verið uppfyllt og hafi könnun utanhúss á lóð stefnanda A, áður en húsleitarheimild var gefin út, því verið með öllu ólögmæt. Lögreglumaður hafi um kl. 15:00 gengið um lóðina, leitað, tekið í húna og ekki virt tilmæli hennar um að yfirgefa ei gnina og um tuttugu mínútum síðar hafi fjórir til sex lögreglumenn gengið um lóðina, leitað og tekið myndir. Samkvæmt munaskýrslu hafi nánar tilgreindir munir verið haldlagðir kl. 16:45 þó að húsleitarheimild hafi ekki verið undirrituð fyrr en kl. 17:29. G erð hafi verið ítarleg húsleit, þar sem lögreglumenn hafi farið um húsið, grandskoðað öll herbergi, farið m.a. í gegn um muni A, og skoðað í allar skúffur og skápa á heimilinu. Með þessum aðgerðum hafi verið gengið harkalega á friðhelgi A sem varin sé í 71 . gr. stjórnarskrárinnar. Bótaréttur stefnenda B og C sé aðallega reistur á hlutlægri bótareglu 3. mgr. 246. gr. sakamálalaga, sem eigi við þar sem lögregla hafi leitað á heimili þeirra og svipt þau frelsi sínu er þeim hafi verið meinað að yfirgefa heimili sitt. Krafist sé miskabóta samkvæmt 5. mgr. 246. gr. sakamálalaga en til vara byggist krafan á b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga og eigi bótakrafa þeirra sér einnig stoð í 5. mgr. 67. gr. stjórnarskrárinnar um skaðabótarétt þess sem sviptur hefur verið frelsi að ósekju . Í aðgerðum lögreglu hafi falist ólögmæt meingerð gegn frelsi þeirra, friði, æru og persónu og sé miski þeirra umtalsverður. Þau hafi barnung að ósekju verið látin sæta húsleit og lögregluafskiptum á heimili sínu og verið meinað að yfirgef a það. Lögreglumenn hafi farið um heimili þeirra, grandskoðað öll herbergi, farið í gegn um muni þeirra og skoðað í allar skúffur og skápa. B hafi séð að farið hefði verið í gegnum skúffur og skápa í herbergi hennar 9 og C hafi vel gert sér grein fyrir því þ ar sem búið hafi verið að raða leikföngum hans upp með öðrum hætti en var þegar hann fór að heiman. Hann að verkum að öll ófyrirsjáanleg atvik séu honum einstaklega þungbær og íþyngjandi. Hann hafi verið viðstaddur þegar lögreglan hafi handtekið föður hans fyrir utan grunnskólann og hafi þegar orðið mjög hræddur. Hann hafi beinlínis verið óttasleginn og haft áhyggjur af því að lögreglan væri vopnuð og myndi jafnvel skjóta á sig eða föður sinn. M eð þessum aðgerðum hafi verið gengið harkalega á friðhelgi einkalífs stefnenda B og C sem varin sé í 71. gr. stjórnarskrárinnar. Allt hafi þetta valdið þeim báðum miklu hugarangri, ónotum og miska og C einnig kvíða. Minningin um þessi atvik valdi þeim báðu m enn hugarangri. Bæði hafi þau orðið mjög óttaslegin og ringluð þegar lögreglan hafi leitt bróður þeirra, stefnanda D, inn í lögreglubíl. C hafi verið mjög smeykur í þessum aðstæðum, eins og vænta megi þegar barn er skyndilega lent í umfangsmiklum lögregl uaðgerðum, og hafi engan veginn áttað sig á því hvers vegna heimili þeirra var skyndilega umkringt lögreglubílum og þeim meinað af lögreglunni að yfirgefa heimili sitt. B hafi orðið mjög hrædd og óörugg á eigin heimili þegar hún hafi fengið að snúa aftur h eim eftir húsleitina. C hafi ekkert viljað borða eftir húsleitina og ekki tala, hann hafi setið stjarfur og horft út í loftið. Hann hafi endurtekið með reglulegu eim kom hafi móðir hans orðið að ganga úr skugga um að enginn væri inni í húsinu og hann hafi ekki þorað að hreyfa sig eða fara á milli herbergja öðruvísi en að spyrja móður sína hvort það væri óhætt. C glími enn við vanlíðan og kvíða vegna atvikanna. Hann hafi meðal annars gengið til sálfræðings og fengið stuðning til þess að vinna úr tilfinningum og eftirköstum tengdum áfallinu sem hann hafi orðið fyrir við aðgerðir lögreglu. Bótakrafa stefnanda D byggist aðallega á hlutlægum bótareglum 1. 3. mgr. 246. gr . sakamálalaga. Sá hluti bótakröfu sem eigi rætur sínar að rekja til aðgerða lögreglu gegn honum í tengslum við rannsókn máls nr. 313 - 2018 - gr. sakamálalaga. Samkvæm t 1. mgr. 246. gr. laganna eigi maður sem sé borinn sökum í sakamáli rétt til bóta samkvæmt 2. mgr. hafi mál hans verið fellt niður eða hann verið sýknaður með endanlegum dómi án þess að það hafi verið gert vegna þess að hann væri talinn ósakhæfur. Samkvæm t 2. mgr. 246. gr. sakamálalaga skuli dæma bætur vegna aðgerða samkvæmt IX. XIV. kafla laganna ef skilyrði 1. mgr. eru fyrir hendi. Sá hluti bótakröfu sem eigi rætur sínar að rekja til aðgerða lögreglu gegn stefnanda D í tengslum við rannsókn máls nr. 313 - 2018 - 246. gr. sakamálalaga. Til þess ákvæðis sé einnig vísað til vara um aðgerðir lögreglu í tengslum við rannsókn máls nr. 313 - 2018 - u. Samkvæmt 3. mgr. 246. gr. sakamálalaga eigi maður sem ekki hefur verið borinn sökum í sakamáli rétt til bóta ef hann hefur beðið tjón af þeim aðgerðum sem taldar séu upp í 2. mgr. sömu greinar. Því sé gerð krafa um miskabætur, sbr. 5. mgr. 246. gr. laga nna. Miskabótakrafa stefnanda D sé til vara reist á b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga verði miski hans ekki talinn bótaskyldur á grundvelli 246. gr. sakamálalaga. Aðgerðir lögreglu hafi falið í sér meingerð gegn frelsi hans, friði, æru og persónu. Einnig eigi bótakrafan sér stoð í 5. mgr. 67. gr. stjórnarskrárinnar um að hafi maður verið sviptur frelsi að ósekju skuli hann eiga rétt til skaðabóta. Miski D sé umtalsverður. Hann hafi að ósekju og án hans samþykkis verið látinn sæta húsleit á heimili sínu og verið sviptur frelsi. Fjórir til sex lögreglumenn hafi farið um húsið, grandskoðað öll herbergi, farið í gegnum muni hans og skoðað í allar skúffur og skápa á heimilinu. Með þessum aðförum hafi verið gengið harkalega á friðhelgi einkalífs hans, sem varin sé af 71. gr. stjórnarskrárinnar. Allt hafi þetta valdið honum miklu hugarangri, ónotum og miska. Stefnandi D hafi verið handtekinn og færður í lögreglubifreið og hafi þurft að þola frelsissviptingu allt þar til hann hafi fengið heimild frá lögreglu til að yfirgefa heimili sitt kl. 17:15. Lögreglu sé heimilt að handtaka mann hafi hann framið brot sem gæti sætt ákæru, enda sé handtaka nauðsynleg til að koma í veg fyrir áframhaldandandi brot, til að tryggja návist hans eða öryggi hans eða annarra ellegar til að koma í veg fyrir að hann spilli sönnunargögnum, sbr. 1. mgr. 90. gr. sakamálalaga. Þau skilyrði séu ekki uppfyllt og handtakan því bæði ólögmæt og óþörf. Honum hafi fundist að sér vegið með þessum tilefnislausu 10 aðgerðum og hafi liðið bæði illa og ónotal ega í haldi lögreglu þar sem þjarmað hafi verið að honum til að gefa líkamssýni án nokkurrar ástæðu. Líkamsleit lögreglunnar hafi valdið honum miska. Á honum hafi bæði verið þreifað og þuklað og með því gengið harkalega á friðhelgi einkalífs hans. Tilhæful aus líkamsrannsókn lögreglu vegna máls nr. 313 - 2018 - með henni hafi verið gengið eins nálægt friðhelgi einkalífs hans og líkama og unnt sé. Það hafi fengið mjög á hann að þurfa að gangast undir slíkar rannsók nir að tilhæfulausu. Við mat á miska stefnanda D sé einnig á því byggt að aðgerðirnar hafi í reynd verið ólögmætar. Viðhlítandi rökstuddur grunur um brot hafi ekki verið fyrir hendi, nauðsyn hafi ekki staðið til aðgerðanna og lagaskilyrði aðgerðanna hafi þ ví ekki verið uppfyllt, sbr. einkum, 76. og 77. gr. sakamálalaga. Ólögmæti aðgerðanna í heild sinni hafi verið til þess fallið að auka enn frekar á miska stefnanda D. Miskabætur í málum sem þessum séu jafnan metnar að álitum og ákveðnar í einu lagi þó að u m margar einstakar lögregluaðgerðir hafi verið að ræða. Við slíkt heildarmat á miska stefnenda verði auk framangreinds að líta til þess að með aðgerðunum hafi verið brotið gegn skráðum og óskráðum meðalhófsreglum, sbr. m.a. 3. mgr. 53. gr. og 2. mgr. 93. g r. sakamálalaga og 2. mgr. 13. gr. og 14. gr. lögreglulaga nr. 90/1996, en með aðgerðunum hafi verið gengið miklu lengra en þörf hafi verið á. Auk þess hafi verið gengið of harkalega fram við aðgerðirnar. Óútskýrt sé hvers vegna hefja hafi þurft leit á eig ninni áður en leyfi til húsleitar hafi sannarlega verið undirritað og hvers vegna halda hafi þurft stefnendum á heimili þeirra í rúmar tvær klukkustundir. Aldrei hafi staðið raunveruleg nauðsyn til að ganga á rétt stefnenda, hefja aðgerðir áður en skilyrði fyrir húsleit hafi verið uppfyllt og hindra för þeirra, en með því hafi verið gengið lengra en nauðsynlegt hafi verið. Enn fremur hafi vistun í lögreglubifreið, líkamsleit og líkamsrannsókn á stefnanda D falið í sér skýrt brot á meðalhófi. Við heildarmat á miska stefnenda allra verði einnig að hafa í huga að með aðgerðum lögreglu hafi verið gengið gegn grundvallarréttindum þeirra, bundnum í stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Þar sé m.a. um að ræða rétt þeirra til að vera ekk i svipt frelsi, sbr. 67. gr. stjórnarskrárinnar og 5. gr. MSE, og rétt til friðhelgi einkalífs, sbr. 71. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. MSE. Varðandi stefnendur B og C beri einnig að horfa sérstaklega til ákvæða samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi ba rnsins, sbr. lög nr. 19/2013. Einkum sé í því sambandi vísað til 1. mgr. 16. gr. samningsins um að ekki megi láta barn sæta gerræðislegum eða ólögmætum afskiptum af einkalífi þess. Um slík ólögmæt afskipti af einkalífi þeirra hafi hér verið að ræða, enda h afi aðgerðirnar bæði verið ónauðsynlegar og brotið gegn meðalhófi. Í 1. mgr. 18. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 sé kveðið á um tilkynningarskyldu lögreglu og sambærilegt ákvæði sé í 18. gr. lögreglulaga. Í 1. mgr. 18. gr. barnaverndarlaga, sem gangi leng ra, komi fram að lögregla eigi að tilkynna ef grunur leikur á að refsiverður verknaður hafi átt sér stað, annaðhvort framinn af barni eða gegn því, ef verknaðurinn getur varðað þyngri refsingu en tveggja ára fangelsi. Af þessu leiði að á lögreglunni hvíli skylda til að tilkynna öll mál þar sem grunur leikur á að aðstæður barna séu óviðunandi eða að þessar aðstæður kunni að vera uppi, og skuli barnið ávallt njóta vafans í samræmi við meginreglu barnaréttar. Heildarmat á aðstæðum og það meinta sakarefni sem r annsóknin hafi beinst að hafi gefið fullt tilefni til að tilkynna til barnaverndar og gefa fulltrúa frá barnavernd tækifæri til að fylgjast með rannsókn lögreglu að því leyti sem aðgerðir beindust gegn börnunum og til að gæta hagsmuna þeirra, meðan á ranns ókn stæði og eftir hana. Stefnendur hafi allir sætt aðgerðum samkvæmt IX. XIV. kafla sakamálalaga og hafi aðgerðirnar valdið þeim miska. Eigi þau því hlutlægan rétt til bóta nema sýnt sé fram á að þau hafi á einhvern hátt valdið eða stuðlað að aðgerðunum, eins og fram komi í síðasta málslið 2. og 3. mgr. 246. gr. sakamálalaga. Stefnendur hafi ekkert gert til þess að stuðla að aðgerðunum. Þau hafi ekki vitað að E, maki stefnanda A og faðir annarra stefnenda, hefði umræddan skúr til umráða en eigandi húsnæðis ins hafi upphaflega verið með hann til umráða og nýtt hann. Allir stefnendur hafi verið grandlausir um meinta ræktun og þær plöntur sem verið hafi í skúrnum og hafi ekki vitað um þær fyrr en lögreglan hafi lagt hald á þær við húsleit umræddan dag. Stefndi beri sönnunarbyrði fyrir því að þau hafi stuðlað að aðgerðunum með þeim afleiðingum að þau missi bótarétt. Samkvæmt almennum lögskýringarreglum beri að túlka undanþágu frá hlutlægum bótarétti þröngt og 246. gr. sakamálalaga feli í sér hlutlæga bótaábyrgð. Engu breyti um bótarétt stefnenda samkvæmt 246. gr. laganna þótt talið verði að lögreglu hafi verið heimilt að krefjast 11 munnvatnssýnis eða gera leit. Að sama skapi breyti engu um bótarétt þeirra þótt talið verði að fullt tilefni hafi verið til aðgerðanna í heild. Þá breyti engu um bótarétt stefnenda þótt rökstuddur grunur hafi verið um það að fyrrverandi maki stefnanda A og faðir annarra stefnenda stundaði kannabisræktun á heimilinu eða þótt hann hafi verið sakfelldur í málinu með dómi Héraðsdóms Vesturland s nr. S - mæli ekki fyrir um brottfall bótaréttar stefnenda á þeim grundvelli að maki eða faðir stefnenda kunni að hafa stuðlað að aðgerðunum. Bótaréttur stefnenda sé sjálfstæður og óháður bótarétti hans og verði þau því ekki samsömuð h onum á þann hátt að athafnir hans leiði til brottfalls bótaréttar stefnenda. Stefnendur krefjist almennra vaxta frá og með þeim degi er hin bótaskyldu atvik áttu sér stað, þ.e. frá 22. nóvember 2018 , sbr. 1. mgr. 8. gr., sbr. 1. málslið 4. gr., laga um vex ti og verðtryggingu nr. 38/2001. Þau krefjist dráttarvaxta frá 26. september 2019 , þ.e. mánuði eftir að þau hafi lagt fram þær upplýsingar sem þörf var á til að meta tjónsatvik og fjárhæð bóta, sbr. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga, til greiðsludags. Málskostnaðar sé krafist úr hendi stefnda samkvæmt XXI. kafla laga um meðferð einkamála, sérstaklega 130. gr., en stefnendur hafi reynt að semja um málið utan réttar og hafi í því skyni sent ítarleg kröfubréf 26. ágúst 2019. Stefndi hafi hafnað bótakröfu í málinu með vísan til þess að fullt tilefni hafi verið til aðgerðanna. Ekki hafi verið á því byggt að stefnendur kynnu að hafa stuðlað að aðgerðunum og hafi svör stefnda því ekki tekið mið af þeim hlutlæga bótagrundvelli sem kröfurnar séu reistar á. Þetta hafi þvingað stefnendur til þess að sækja rétt sinn fyrir dómi með tilheyrandi auknum kostnaði. Stefnendur vísi til meginreglna skaðabóta - og refsiréttar auk meginreglna opinbers réttarfars og stjórnarskrárinnar um þvingunaraðgerðir. Þau vísi í heild til l aga um meðferð sakamála, sérstaklega til 53. gr., 74. gr. 77. gr., 90. gr., 93. gr. og 246. gr. laganna. Þá sé vísað til skaðabótalaga, einkum 26. gr. Einnig sé vísað til lögreglulaga, einkum 13. gr., 14. gr. og 18. gr. laganna, og barnaverndarlaga, einkum 18. gr. Þá vísi þau til stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, sérstaklega 67. gr. og 71. gr., og mannréttindasáttmála Evrópu, sérstaklega 5. gr. og 8. gr. Einnig vísi þau til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sérstaklega 16. gr., og til laga um meðferð einkamála um málskostnað, varnarþing og fyrirsvar. Um virðisaukaskatt sé vísað til laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt og um dráttarvexti til III. og IV. kafla vaxtalaga. Málsástæður og lagarök stefnda Stefndi hafni öllum málsástæð um stefnenda til stuðnings kröfu þeirra um rétt til miskabóta. Stefnendur geti ekki byggt rétt sinn á 1. 3. mgr. 246. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 og miskabótakrafa verði ekki byggð á b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 þar sem aðge rðir lögreglu geti í engu talist hafa verið ólögmætar. Ekki verði byggt á ákvæðum stjórnarskrár um bótarétt vegna frelsissviptingar að ósekju, enda sé alls ósannað að stefnendur hafi þurft að sæta nokkurri frelsisskerðingu. Því sé jafnframt hafnað að aðger ðir lögreglu þann 22. nóvember 2018 hafi brotið gegn skráðum og óskráðum meðalhófsreglum, ákvæðum samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins eða ákvæðum barnaverndarlaga um tilkynningarskyldu lögreglu. Stefndi hafni því að hann sé bótaskyldur gagnvar t stefnanda A vegna húsleitarinnar á grundvelli 3. mgr. 246. gr. sakamálalaga. Hún hafi í fyrsta lagi ekki sýnt fram á tjón sitt og í öðru lagi verði að telja að hún hafi valdið eða stuðlað að þeim aðgerðum sem hún byggi kröfu sína á. Bótaréttur samkvæmt á kvæðinu sé bundinn þeim skilyrðum að sá sem telji sig eiga rétt á bótum samkvæmt því sýni fram á að tjón hafi orðið og að orsakatengsl séu milli þess tjóns og þeirra aðgerða sem krafist er bóta fyrir. Bótareglan sé því ekki hlutlæg gagnvart þeim sem ekki s é borinn sökum í máli, andstætt því sem haldið sé fram í stefnu. Stefndi hafni því að húsleit á heimili A og í skúrum við heimili hennar hafi valdið henni nokkru tjóni. Jafnvel þó að henni takist að sýna fram á tjón sitt þá séu ekki orsakatengsl milli húsl eitarinnar og þess miska sem hún telji sig hafa orðið fyrir. Þrátt fyrir að ganga megi út frá því að í þeim tilvikum sem aðili sé saklaus borinn sökum í máli sé húsleit það íþyngjandi að hún valdi þeim sem hana þurfi að þola miska sé ekki hið sama uppi á t eningnum í málum sem þessu. Húsleitin hafi ekki beinst gegn A persónulega og sé ekki til komin vegna þess að hún væri grunuð um refsivert athæfi. Ekki sé tilefni til að slaka á kröfum um að tjón sé sannað þegar dæma skuli bætur á grundvelli 3. mgr. 246. gr . sakamálalaga. Ákvæðið verði ekki túlkað með þeim hætti að allir þeir sem hafi dvalarstað eða lögheimili þar sem húsleit fari fram öðlist 12 ósjálfrátt rétt til miskabóta með sama hætti og sakborningur í þeim tilvikum þar sem mál á hendur honum hafi verið fe llt niður eða hann sýknaður. Stefnandi A hafi ekki lagt fram nein gögn til stuðnings fullyrðingum um að framangreind húsleit hafi valdið henni miska og sé það ósannað að húsleitin hafi verið til þess fallin að valda henni miska. Stefnandi A telji sig jafnframt eiga rétt á miskabótum vegna þess að hún hafi verið svipt frelsi sínu. Henni hafi verið meinað að yfirgefa heimili sitt og verði hún því talin hafa sætt handtöku lögreglu. Stefndi hafni því að henni hafi verið meinað að yfirgefa heimili sitt frek ar en að henni hafi verið gert að koma þangað á annað borð. Hún hafi ekki lagt fram nein gögn sem styðji þessa fullyrðingu og ekkert í gögnum málsins hjá lögreglu bendi til þess að hún hafi með nokkrum hætti verið svipt frelsi sínu. Fullyrðingar A um það s éu ósannaðar og verði henni því ekki dæmdar bætur á grundvelli 3. mgr. 246. gr. laganna vegna þess að hún hafi þurft að sæta handtöku. Af sömu ástæðu geti hún ekki byggt rétt sinn til bóta á ákvæði 5. mgr. 67. gr. stjórnarskrárinnar um bótarétt vegna frels issviptingar að ósekju, enda hafi hún ekki verið svipt frelsi. Stefnandi A hafi sjálf stuðlað að þeim aðgerðum sem hún krefjist nú bóta fyrir. Hún hafi verið ósamvinnuþýð á vettvangi. Þá verði að teljast ótrúverðugt að hún hafi ekki vitað eða mátt hafa gru n um umfangsmikla ólöglega ræktun maka í skúr við dvalarstað þeirra. Svo sem gögn málsins beri með sér hafi ræktunartjöldin fyllt skúrinn alveg, auk þess sem megna kannabislykt hafi lagt úr skúrnum. Þá hafi rafmagnsmælir vegna ræktunarinnar verið utan á íb úðarhúsinu og búið hafi verið að líma svart límband yfir mælinn svo ekki sæist á hann. Stjórnbúnaður fyrir lýsingu á ræktuninni hafi verið inni í sumarhúsinu, þ.e. á heimili stefnanda A. Skilyrði bótaskyldu samkvæmt b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga séu ekki fyrir hendi. Í ákvæðinu sé mælt fyrir um að heimilt sé að láta þann sem ábyrgð ber á ólögmætri meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu annars manns greiða miskabætur til þess sem misgert var við. Aðgerðir lögreglu hafi verið fyllilega lögmætar, e nda hafi legið fyrir skýrt samþykki til leitarinnar og hún farið fram í fyllsta samræmi við meðalhóf. Því sé ekki um neina ólögmæta meingerð í skilningi ákvæðisins að ræða. Með sömu rökum verði ekki talið að harkalega hafi verið gengið á friðhelgi stefnand a sem varin er af 71. gr. stjórnarskrárinnar. Þá hafi hún ekki sýnt fram á þann miska sem hún telji sig hafa orðið fyrir vegna aðgerðanna. Jafnvel þó að stefnandi teljist hafa sýnt fram á að aðgerðir lögreglu hafi verið ólögmætar og að hún hafi orðið fyrir miska, þá hafi ekki verið sýnt fram á að miski hennar sé til kominn vegna hinna ólögmætu aðgerða eða að hann hefði verið minni ef aðgerðirnar hefðu verið lögmætar. Ekki sé óeðlilegt að það sé þungbært að upplifa að maki hafi orðið uppvís að refsiverðu ath æfi eða að leita þurfi á heimili manns í tengslum við rannsókn sakamáls. Hafi stefnandi fundið fyrir hugarangri og ónotum eftir aðgerðirnar megi allt eins rekja það til þeirrar staðreyndar að maki hennar hafi verið sakborningur í sakamáli. Þá verði að líta til eigin sakar stefnanda. Hún hafi annars vegar ákveðið að koma á vettvang og dvelja þar með börn sín þrátt fyrir að lögreglan væri á staðnum, og hins vegar að fara ekki af vettvangi. Henni hafi verið í lófa lagið að fara af vettvangi ef aðstæður ollu he nni eða börnum hennar óþægindum og þannig takmarka meint miskatjón þeirra. Stefndi hafni því að stefnendur, B og C, geti átt bótakröfu á hendur honum á grundvelli 3. mgr. 246. gr. sakamálalaga með sömu rökum og eigi við um kröfu A. B og C hafi aldrei verið svipt frelsi sínu auk þess sem húsleitin hafi ekki verið til þess fallin að valda þeim miska. Ekki hafi verið sýnt fram á miskatjón þessara stefnenda. Þau geti ekki átt bótarétt vegna húsleitar þar sem þau séu ekki eiginlegir þolendur hennar. Þau séu ólög ráða og búi hjá foreldrum sínum sem hafi umráð yfir húsnæðinu og eigum þeirra. Rétt eins og þau hafi hvorki heimild til að hafna eða samþykkja leit á heimili sínu geti þau ekki byggt bótarétt á ákvæði 246. gr. um bætur vegna húsleitar. Um sýknu af kröfu st efnenda, B og C, á grundvelli 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga eigi öll sömu rök við og um sambærilega kröfu stefnanda A . Stefnandi D byggi bótakröfu sína aðallega á hlutlægri bótareglu í 1. og 2. mgr. 246. gr. sakamálalaga. Stefndi hafni því að skilyrði bótaréttar á þeim grundvelli séu uppfyllt enda sé þar annars vegar gert ráð fyrir að sakamál á hendur bótakrefjanda hafi ve rið fellt niður eða hann sýknaður í dómsmáli og hins vegar að hann hafi verið beittur þvingunaraðgerðum á grundvelli sakamálalaga, en hvorugt skilyrðið sé uppfyllt. Því sé mótmælt að D geti talist hafa þurft að sæta handtöku eða öðrum 13 þvingunaraðgerðum, sv o sem líkamsleit, á grundvelli sakamálalaganna. Hann hafi ekki sýnt fram á að svo hafi verið og ekkert í framlögðum gögnum styðji þá fullyrðingu. Hann geti ekki heldur byggt bótarétt sinn á 5. mgr. 67. gr. stjórnarskrárinnar enda hafi hann aldrei verið svi ptur frelsi. Þá hafi ekkert mál verið stofnað á hendur honum sem fellt hafi verið niður og hann því aldrei verið borinn sökum í máli í skilningi 246. gr. sakamálalaga. Hann hafi verið beðinn um öndunarsýni í samræmi við heimildir lögreglu samkvæmt 47. gr. þágildandi umferðarlaga nr. 50/1987. Sýnið hafi ekki gefið til kynna að hann væri undir áhrifum áfengis eða fíkniefna við aksturinn og hafi þá ekki verið aðhafst frekar. Slík rannsókn á grundvelli umferðarlaga geti ekki við þessar aðstæður verið grundvöllu r bótaskyldu stefnda. Með fyrrgreindum rökum sé því hafnað að stefnandi D geti átt bótakröfu á hendur stefnda á grundvelli 3. mgr. 246. gr. sakamálalaga. Hann hafi aldrei verið sviptur frelsi sínu auk þess sem húsleitin hafi ekki verið til þess fallin að v alda honum nokkrum miska og ekki hafi verið sýnt fram á miskatjón hans. Stefnandi D geti ekki átt bótarétt vegna húsleitarinnar þar sem hann sé ekki eiginlegur þolandi hennar. Hann hafi búið hjá foreldrum sínum sem haft hafi umráð yfir húsnæðinu. Engar tak markanir hafi verið á leitarheimild lögreglu vegna umráðaréttar D og engar athugasemdir verið gerðar við leitina um hann. D geti því ekki byggt bótarétt á ákvæði 246. gr. laganna um bætur vegna húsleitar. Hann hafi, á sama hátt og stefnandi A, sjálfur stuð lað að þeim aðgerðum sem hann krefjist nú bóta fyrir. Ótrúverðugt sé að hann hafi ekki vitað eða mátt hafa grun um umfangsmikla ólöglega ræktun í skúr við dvalarstað hans. Allar aðgerðir lögreglu í tengslum við málið hafi verið lögmætar og sýkna beri stefn da af kröfu stefnanda D á grundvelli 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga. Lögregla hafi haft fullnægjandi heimildir til að afla öndunarsýnis frá honum á grundvelli umferðarlaga. Húsleit hafi farið fram að fengnu samþykki föður hans, sem jafnframt hafi verið húsr áðandi. Engar takmarkanir hafi verið gerðar á leitarheimild eða þegar leitin hafi farið fram. Stefnandi D hafi ekki sýnt fram á að skilyrði skaðabótalaga um ólögmæta meingerð sé fullnægt og eigi að öðru leyti öll sömu rök við og um sambærilega kröfu stefne nda, A, B og C. Verði það niðurstaða dómsins að ekki beri að sýkna stefnda og/eða fella niður bætur byggist varakrafa stefnda um verulega lækkun dómkrafna á framangreindum málsástæðum og sjónarmiðum vegna sýknu - og lækkunarkröfu. Sýnt hafi verið fram á að stefnendur, A og D, hafi án vafa valdið eða stuðlað að þeim aðgerðum sem kröfur stefnenda séu reistar á. Jafnvel þó að bætur verði ekki lækkaðar vegna eigin sakar þá séu dómkröfur stefnenda allt of háar og í engu samræmi við dómaframkvæmd í sambærilegum má lum. Engin matsgerð eða önnur gögn liggi fyrir í málinu sem styðji þá fullyrðingu stefnenda að þeir hafi orðið fyrir vanlíðan, þjáningum og óþægindum í kjölfar atburðanna. Bætur verði því aðeins dæmdar að álitum og engin dómafordæmi séu fyrir þeirri fjárhæ ð sem stefnendur krefjist. Til stuðnings kröfum stefnda um málskostnað vísist til XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, einkum 129. og 130. gr. Niðurstaða Í 1. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála segir að maður, sem borinn hefur verið sökum í sakamáli, eigi rétt til bóta eftir 2. mgr. sömu lagagreinar, meðal annars ef mál hans hefur verið fellt niður. Samkvæmt fyrri málslið 2. mgr. greinarinnar má dæma bætur vegna aðgerða eftir IX. til XIV. kafla laganna ef skilyrði 1. mgr. eru f yrir hendi. Þá segir í 3. mgr. sömu lagagreinar að hafi maður ekki verið borinn sökum í sakamáli eigi hann þó engu að síður rétt til bóta ef hann hefur beðið tjón af þeim aðgerðum sem taldar eru upp í 2. mgr. Eftir síðari málslið bæði 2. og 3. mgr. má þó f ella bætur niður eða lækka þær ef sakborningur samkvæmt 2. mgr. eða annar maður samkvæmt 3. mgr. hefur valdið eða stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisir kröfu sína á. Ekki eru sett frekari skilyrði fyrir hinni hlutlægu bótaábyrgð, sem gildir um báðar mál sgreinar, samkvæmt XXXIX. kafla sakamálalaga. Samkvæmt 5. mgr. sömu lagagreinar skal bæta fjártjón og miska samkvæmt henni ef því er að skipta. Í máli þessu krefjast allir stefnendur miskabóta vegna aðgerða lögreglu þann 22. nóvember 2018 og hafa ekki sýnt fram á að hafa hlotið af þeim tjón af öðrum toga. Ekkert er upplýst um að stefnendur hafi sjálfir valdið eða stuðlað að þessum aðgerðum. Eru kröfur stefnanda A og ólögráða barna hennar byggðar á 3. mgr. 246. gr. m.a. vegna húsleitar á heimili þeirra. Kröf ur stefnanda D byggjast annars vegar á sömu lagaheimild vegna húsleitar á heimili hans og hins vegar á 2. mgr. ákvæðisins vegna afskipta lögreglu af 14 rökstud ds gruns um fíkniefnaframleiðslu í skúr við heimili hans. Samkvæmt 52. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 er ö kumanni vélknúins ökutækis skylt að kröfu lögreglu að gangast undir öndunarpróf og láta í té svita - og munnvatnssýni með þeim hætti sem lögregla ákveður ef tilteknar ástæður eru fyrir hendi, þ. á m. við reglubundið umferðareftirlit, eða ef ástæða er til að ætla að brotið hafi verið gegn banni við ölvunar - eða fíkniefna akstri, og annast lögregla töku munnvatnssýnis. Framburður lögreglumanna fyrir dómi var ekki skýr um ástæðu sýnatöku við heimkomu D, en þar kom annars vegar fram að um hefðbundið umferðareftirlit hefði verið að ræða og hins vegar sú ástæða að lögreglumenn hefðu þá þegar haft rökstuddan grun um að fíkniefnaframleiðsla færi fram á lóðinni, en ekki væri vitað hverjir heimilismanna stæðu að henni eða neyttu efnanna. Við þessar aðstæður var lögreglu á grundvelli umferðarlaga heimilt að krefja D um munnvatnssýni þótt ekki væri um reglubundið umferðareftirlit að ræða. Þó að ekki kæmi til valdbeiting ar var D færður í lögreglubifreið til sýnatöku og haldið þar í skamma stund meðan niðurstöðu var beðið. Sætti hann því í raun handtöku á meðan í skilningi 90. gr. sakamálalaga, grunaður um refsiverða háttsemi sem sakborningur, sbr. 27. gr. laganna. Var han n að þessu loknu látinn laus og var mál hans því fellt niður í skilningi 1. mgr. 246. gr. laganna. Ekkert sem fram er komið í málinu, þar með talinn framburður D fyrir dómi, styður fullyrðingu í stefnu um að líkamsleit hafi farið fram samkvæmt 76. gr. saka málalaga, en óumdeilt er að tekið var munnvatnssýni og að það var rannsakað af lögreglu, sem telst líkamsrannsókn í þágu rannsóknar gerð honum að meinalausu, sbr. 1. mgr. 77. gr. sömu laga. Samkvæmt þessu, og m.a. með hliðsjón af dómum Hæstaréttar í málum nr. 451/2015 og nr. 191/2017, á stefnandi D rétt til bóta á grundvelli 2. mgr. 246. gr. laganna vegna miska af handtöku og af sýnatöku sem leiddi til niðurfellingar rannsóknar, sem að álitum verða ákveðnar 75.000 krónur. Samkvæmt því sem upplýst þykir í gö gnum málsins og í framburði fyrir dómi um atburði þennan dag við grunnskóla stefnanda C hafði E faðir hans gefið lögreglu munnvatnssýni vegna gruns um fíkniefnanotkun áður en hann fór inn í skólann til þess að sækja son sinn. Sýnið hafði gefið jákvæða svör un og var lögreglu því rétt að meina E að aka brott með drenginn. Drengurinn var inni í bifreið föður síns þar til móðir hans kom til að sækja hann og hélt lögregla sig til hlés á meðan að beiðni E vegna viðkvæmni drengsins, enda þótt E væri í raun handtek inn á þeim tíma. Þó að lögreglubifreiðinni væri lagt við skólann á meðan verður ekki fallist á að atvik og aðstæður hafi verið með þeim hætti að drengurinn eða móðir hans hafi hlotið miska af sem stefnda beri að bæta og beindust aðgerðir lögreglu ekki að þ eim. Ekki er annað upplýst en að stefnandi A hafi verið frjáls ferða sinna daginn sem atvik málsins urðu og hafi aldrei sætt handtöku eða öðrum afskiptum lögreglu en þeim að vera innt eftir lyklum að skúr á lóðinni við hlið heimilis hennar. Kvaðst hún engi n umráð hafa yfir skúrnum og beindust því ekki að henni aðgerðir og athafnir lögreglu á lóð við skúrinn sem fólust í athugun skúrsins utanhúss og vöktun hans sem vettvangs brots sem til rannsóknar var þar til leit hófst að fenginni heimild. Hvorki A né yng ri börn hennar, sem hún hafði heima við þannig að þau gátu séð lögreglu athafna sig á lóðinni og kanna ástand ökumannsins D, eiga rétt til bóta vegna miska af þeim sökum. Þá verður ekki fallist á að lögreglu hefði borið að kalla fulltrúa barnaverndaryfirva lda til við þessar aðstæður, enda ekkert komið fram um að lögregla hefði fengið ástæðu til að óttast um velferð barnanna í umsjón móður á heimili þeirra. Húsleit felur óhjákvæmilega í sér röskun á friðhelgi einkalífs og heimilis, sem allir eiga stjórnarskr árvarinn rétt til, burtséð frá aldri, og breytir í því efni engu hvort um húsráðendur er að ræða eða aðra heimilismenn. Allir stefnendur máttu þola húsleit á heimili sínu og verða þegar af þeirri ástæðu taldir hafa orðið fyrir miskatjóni sem ekki þarf frek ar að sanna og stefndi ber hlutlæga bótaábyrgð á samkvæmt 3. mgr. 246. gr. sakamálalaga. Við mat á fjárhæð bóta hvers og eins vegna húsleitar, sem ákveðnar verða að álitum, er m.a. til þess að líta að stefnendur fóru af heimilinu áður en leitin hófst og af því tilefni að hún stóð fyrir dyrum. Máttu þau fullorðnu, A og D, þá gera sér grein fyrir því hvað til stóð og hvað í leit fælist. Miskabætur til þeirra vegna húsleitar verða ákveðnar með 75.000 krónum til hvors um sig. Verður að ætla að börnin C og B, se hvað í leit fælist og því verið brugðið við heimkomu, svo sem lýst er í stefnu, þótt ekkert sé fram komið 15 sem bendi til annars en að meðalhófs og tillitssemi hafi verið gæt t við leitina. Verður stefnda gert að bæta börnunum miskatjón hvors þeirra um sig með 150.000 krónum vegna húsleitar á heimili þeirra. Aðgerðir lögreglu við rannsókn á afbrotum E þennan dag, sem bitnuðu á stefnendum með framangreindum hætti, voru í heild sinni lögmætar og meðalhófs gætt. Ekki var unnin ólögmæt meingerð gegn frelsi og friði stefnenda þannig að réttur til bóta vegna þeirra atvika verði byggður á b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 eða öðrum réttarheimildum sem byggt er á til vara í stefnu. Kröfur stefnenda um vexti og dráttarvexti hafa ekki sætt sérstökum andmælum stefnda og verður á þær fallist svo sem nánar greinir í dómsorði. Stefnendur njóta gjafsóknar í málinu samkvæmt tveimur gjafsóknarleyfum, annars vegar veittu stefnanda D og hins vegar veittu stefnanda A og yngri börnum hennar. Verður málskostnaður að þessu virtu felldur niður milli aðila, en allur gjafsóknarkostnaður stefnenda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns þeirra allra, Flosa Hrafns Sigurðssonar, s em ákveðin er án virðisaukaskatts og í einu lagi, samtals 1.200.000 krónur. Kristrún Kristinsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, íslenska ríkið, greiði stefnanda, A, 75.000 krónur, stefnanda, B, 150.000 krónur, stefnanda, C, 150.0 00 krónur og stefnanda, D, 150.000 krónur, ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr., sbr. 1. málslið 4. gr., laga nr. 38/2001, frá 22. nóvember 2018 til 26. september 2019, en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga, til greiðsludags. Málskostnaður fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður stefnenda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun Flosa Hrafns Sigurðssonar lögmanns, 1.200.000 krónur.