LANDSRÉTTUR Úrskurður þriðjudaginn 9. nóvember 2021. Mál nr. 450/2021 : A og Öryrkjabandalag Íslands (Daníel Isebarn Ágústsson lögmaður ) gegn Tryggingastofnun ríkisins ( Eiríkur Áki Eggertsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Frávísun frá héraðsdómi felld úr gildi. Útdráttur A og Ö höfðuðu mál gegn T til greiðslu vangreiddra bóta, viðurkenningar á skaðabótaskyldu eða til viðurkenningar á því að T hefði verið óheimilt að skerða tilgreindar greiðslur bóta umfram ákveðin mörk. Kærður var sá hluti héraðsdóms þar sem aðalkröfum A og Ö, varakröfu Ö og þrautavarakröfu A í málinu var vísað frá dómi. Í úrskurði Landsréttar kom fram að dómkröfur A og Ö væru skýrar. Deilt væri um það hvort sett ákvæði laga og reglugerðar hafi á tilgreindu tímabili gengið gegn ákvæðum stjórnarskrár þannig að ekki yrði á þeim byggt að öllu leyti. Þá breytti engu í þessu sambandi þó að einungis væri farið fram á að dómurinn liti að hluta til fram hjá reglu samkvæmt settu lagaákvæði og ákvæðum reglugerðar, enda fengist ekki séð að kröfuge rð A og Ö fæli það í sér að viðkomandi dómkröfur þeirra leiddu til þess að dómstóllinn setti nýja lagareglu og færi með því inn á svið löggjafans í andstöðu við 2. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944. Að því virtu þóttu ekki efni til að vísa aðalkröfum A og Ö frá dómi á þeim grundvelli að sakarefnið heyrði ekki undir dómstóla, sbr. 1. mgr. 24. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þá væru heldur ekki efni til að vísa þeim kröfum frá dómi á þeim grunni að þær væru svo vanreifaðar að ekki væru uppfyllt sk ilyrði d - og e - liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Í úrskurði Landsréttar kom jafnframt fram að í forsendum hins kærða dóms væri réttilega rakið að þrautavarakrafa A og varakrafa Ö væru reistar á sömu málsástæðum og lagarökum og aðalkröfur þeirra og va rakrafa A. Af þeirri ástæðu var ekki talið að þessar kröfur A og Ö væru svo vanreifaðar að það leiddi til frávísunar þeirra frá dómi, sbr. 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Ákvæði hins kærða dóms um frávísun á kröfum A og Ö frá héraðsdómi var því fellt úr gildi og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar. 2 Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Ásmundur Helgason , Jón Höskuldsson og Þorgeir Ingi Njálsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 8. júlí 2021 . Greinargerð varnaraðila barst réttinum 22. sama mánaðar . Kærður er sá hluti dóms Héraðsdóms Reykjavíkur 24. júní 2021 í málinu nr. E - 5333/2019 þar sem vísað var frá dómi aðalkröfum sóknaraði la, A og Öryrkjabandalags Íslands, varakröfu Öryrkjabandalags Íslands og þrautavarakröfu A . Kæruheimild er í c - lið 2. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 2 Sóknaraðili , A , krefst þess að ákvæði hins kærða dóms um frávísun aðal - og þrautavarakröfu hennar verði felld úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka þessar kröfur til efnismeðferðar. Þá krefst sóknaraðili kærumálskostnaðar. 3 Sóknaraðili, Öryrkjabandalag Íslands, krefst þess að ákvæði hins kærða dóms um frávísun aðal - og varakröfu hans verði felld úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka þessar kröfur til efnismeðferðar. Þá krefst sóknaraðili kærumálskostnaðar. 4 Varnaraðili , Tryggingastofnun ríkisins, krefst þess að ákvæði hins kærða dóms um að vísa frá dómi fyrrgreindum kröfum sóknaraðila verði staðfest. Þá krefst varnaraðili kærumálskostnaðar. Málsatvik 5 Samkvæmt stefnu til héraðsdóms höfðuðu sóknaraðilar mál þetta til greiðslu vangreiddra bóta, viðurkennin gar á skaðabótaskyldu eða til viðurkenningar á því að varnaraðila hafi verið óheimilt að skerða greiðslur bóta umfram ákveðin mörk, allt eins og nánar er rakið í hinum kærða dómi. Í greinargerð sinni gerði varnaraðili þá kröfu að málinu yrði vísað frá dómi . Með úrskurði héraðsdóms 6. október 2020 var þeirri kröfu hafnað. Nýr dómari tók við málinu 14. janúar 2021. Fór aðalmeðferð í því fram 27. maí sama ár. Með hinum kærða dómi var aðalkröfum sóknaraðila, varakröfu sóknaraðila, Öryrkjabandalags Íslands, og þ rautavarakröfu sóknaraðila, A , vísað frá dómi en varnaraðili sýknaður af varakröfu hennar. Fyrir liggur að munnlegur flutningur málsins við aðalmeðferð þess laut alfarið að efnislegum ágreiningi aðila. 6 Efnislegur ágreiningur aðila lýtur að stjórnskipuleg u gildi breytinga sem gerðar voru með lögum nr. 116/2016, sem tóku gildi 1. janúar 2017, á lögum nr. 100/2007 um almannatryggingar, lögum nr. 99/2007 um félagslega aðstoð og lögum nr. 125/1999 um málefni aldraðra. Breytingarnar fólu í sér að skilið var á m illi annars vegar örorkulífeyrisþega, sem fengu greiðslur samkvæmt 18. gr. laga nr. 99/2007, og endurhæfingarlífeyrisþega, sem fengu greitt samkvæmt 7. gr. sömu laga, og hins vegar ellilífeyrisþega sem fengu greitt samkvæmt 17. gr. laga nr. 100/2007. Eftir breytingarnar átti 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007 aðeins við um þá lífeyrisþega sem 3 sérstaklega voru tilgreindir í lögunum, það er örorku - og endurhæfingarlífeyrisþega, en ekki um ellilífeyrisþega. Í ákvæðinu segir að heimilt sé að greiða örorkulífeyrisþ ega sem fær greitt samkvæmt 18. gr. laga nr. 99/2007 og endurhæfingarlífeyrisþega sem fær greitt samkvæmt 7. gr. laganna sérstaka uppbót á lífeyri vegna framfærslu ef sýnt þykir að hann geti ekki framfleytt sér án þess. Um mat á möguleika til framfærslu er u í ákvæðinu tilgreind hámarksviðmið fyrir heildartekjur til framfærslu fyrir hvern mánuð. 7 Í 6. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007 er ráðherra veitt heimild til að setja reglugerð um nánari framkvæmt ákvæðisins, þar á meðal um tekju - og eignamörk. Sú heimild var nýtt með útgáfu reglugerðar nr. 1052/2009 um heimilisuppbót og frekari uppbót á lífeyri, með síðari breytingum, sem síðar var felld úr gildi með nýrri reglugerð um sama efni nr. 1200/2018. Gilti fyrrnefnda reglugerðin á þeim tíma sem mál þetta varðar. 8 Þa u ákvæði reglugerðar nr. 1052/2009 sem máli skipta fyrir úrlausnarefni málsins eru ítarlega rakin í héraðsdómi. 9 Ákvæði laga nr. 99/2007 og reglugerðar nr. 1052/2009 með síðari breytingum fólu í sér að sérstök uppbót sem örorku - og endurhæfingarlífeyrisþeg ar fengu greidda samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laganna var skert að fullu á árunum 2017 og 2018, það er A , var örorkulífeyrisþegi á árunum 2017 og 2018 og fékk greiðslur frá varnaraðila samhliða gr eiðslu úr lífeyrissjóði. Vegna tekna hennar fékk hún ekki greidda sérstaka uppbót á þessu tímabili. Hefði uppbótin verið skert í samræmi við skerðingarreglu 1. mgr. 23. gr. laga nr. 100/2007 að því er varðar skerðingu ellilífeyris, hefði sóknaraðili að eig in sögn fengið greiddar samtals 402.462 krónur í sérstaka uppbót þau tvö ár sem miðað er við í málatilbúnaði hennar. 10 Um málsatvik, málsástæður aðila og lagarök þeirra vísast að öðru leyti til hins kærða dóms. Málsástæður aðila 11 Sóknaraðil ar vísa til þess að munnlegur málflutningur við aðalmeðferð málsins hafi í engu lotið að þeim atriðum sem leitt gætu til frávísunar þess frá dómi. Þá hafi aðilar heldur ekki verið kvaddir fyrir dóm á ný eftir dómtöku málsins, sbr. 104. gr. laga nr. 91/1991, þannig að þeim gæfist kostur á að tjá sig um atriði sem leitt gætu til frávísunar þess án kröfu. 12 Leggja verði til grundvallar að héraðsdómur hafi vísað aðal - og þrautavarakröfu sóknaraðila, A , og aðal - og varakröfu sóknaraðila, Öryrkjabandalags Íslands, frá dómi að eig in frumkvæði. Úrskurði þar sem frávísunarkröfu er hrundið verði ekki breytt síðar undir rekstri málsins nema nýjar upplýsingar komi fram um þau atriði sem 4 úrskurðað var um, sbr. 3. mgr. 100. gr. laga nr. 91/1991. Ekki sé á því byggt í héraðsdómi að slíkar upplýsingar hafi komið fram og þá hafi ekki verið vísað til slíkra upplýsinga í forsendum dómsins. Ekki sé útskýrt hvaða breytingum málið hafi tekið frá uppkvaðningu fyrrnefnds úrskurðar 3. nóvember 2020 þar sem hafnað var að vísa kröfum sóknaraðila frá dó mi. 13 Eins og málið hafi legið fyrir hafi héraðsdómi borið að gefa aðilum kost á að tjá sig um atriði er varðað gætu frávísun þegar málið var tekið til aðalmeðferðar 27. maí 2021 að því marki sem slík t gat komið til greina, sbr. 1. mgr. 100. gr. laga nr. 91 /1991. Hafi dómurinn fyrst orðið var við slík atriði eftir dómtöku málsins hafi borið að kveðja aðila fyrir dóm í sama skyni eftir 104. gr. laganna og enn fremur að tilgreina ástæður þess að dómurinn breytti fyrri afstöðu sinni til frávísunar kröfu . Vísa sóknaraðilar í þessu sambandi til dóms Hæstaréttar Íslands 28. júní 2021 í máli nr. 29/2021. 14 Í forsendum héraðsdóms séu tilgreind fjögur atriði sem eru talin varða frávísun á þeim kröfum sóknaraðila sem um ræðir. Er því í fyrsta lagi slegið föstu a ð aðalkröfur sóknaraðila lúti að sakarefni sem, vegna valdmarka handhafa löggjafar - og dómsvalds samkvæmt 2. gr. stjórnarskrárinnar, falli utan lögsögu dómstóla samkvæmt 24. gr. laga nr. 91/1991. Í öðru lagi er því slegið föstu í dóminum að málatilbúnaður sóknaraðila að því er varðar þrautavarakröfu A og varakröfu Öryrkjabandalags Íslands uppfylli ekki þær kröfur sem leiði af e - og f - lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Í þriðja lagi er talið að sóknaraðilar hafi ekki fært fyrir því viðhlítandi rök að þeir hafi hagsmuni af því að leita dóms um kröfur sínar. Að endingu fullyrði r héraðsdómur að Öryrkjabandalag Íslands hafi ekki rökstutt með fullnægjandi hætti heimild sína á grundvelli 3. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 til að hafa uppi varakröfu sína . 15 Málflutni ngur u m valdbærni dómstóla til að fjalla efnislega um aðalkröfur sóknaraðila hafi farið fram 6. október 2020 þar sem aðilar hafi tjáð sig fyrir öðrum dómara en þeim, sem kvað upp hinn kærða dóm, um málsástæður sínar sem leyst hafi verið úr með úrskurði 3 . nóvember sama ár. Sá dómari sem hafi vísað þessum kröfum aðila frá dómi hafi ekki hlýtt á málflutning aðila um þetta. Samkvæmt því hafi honum borið, að því marki sem hann taldi koma til greina að víkja frá fyrri niðurstöðu í málinu , að gefa aðilum kost á a ð flytja málið munnlega á ný um þau atriði. Þá hafi verið fjallað ítarlega um skýrleika málatilbúnaðar sóknaraðila og lögvarða hagsmuni þeirra af úrlausn sakarefnisins við munnlegan flutning málsins 6. október 2020 og tekin afstaða til þeirra atriða með úr skurðinum 3. n óvember sama ár. Hafi hinn kærði dómur verið kveðinn upp án þess að dómarinn hafi hlýtt á málsástæður sóknaraðila um þessi atriði eða tekið tillit til þess við uppkvaðningu dómsins. Þá sé í engu getið um breytingu á fyrri afstöðu dómsins til sömu atriða. 16 Sóknaraðili, Öryrkjabandalag Íslands, vísar einnig til þess að það hafi ekki fengið tækifæri til að tjá sig um þá frávísunarástæðu að ekki hafi verið færð rök eða lögð fram gögn til stuðnings heimild til að höfða málið samkvæmt 3. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991, hvorki fyrir fyrri dómara né þann sem kvað upp hinn kærða dóm. 5 17 Dómurinn hafi þannig verið kveðinn upp án þess að sá dómari sem það gerði hafi hlýtt á málatilbúnað sóknaraðila um þau atriði sem hann taldi leiða til frávísunar eða gefið a ðilum kost á að tjá sig um þessi atriði og án þess að tilgreindar hafi verið í dóminum ástæður þess að dómurinn breytti fyrri afstöðu sinni til þeirra atriða sem tekin hafði verið afstaða til í úrskurðinum 3. nóvember 2020. Hafi meðferð málsins að þessu le yti verið í andstöðu við 1. og 3. mgr. 100. gr. laga nr. 91/1991 og farið á svig við rétt sóknaraðila til réttlátrar málsmeðferðar samkvæmt 70. gr. stjórnarskrárinnar. 18 Varnaraðili vísar til þess að úrskurður héraðsdóms frá 3. nóvember 2020, þar sem hafnað var kröfu um frávísun málsins, hafi ekki verið bindandi í þeim skilningi að hann útilokaði endurskoðun þeirrar niðurstöðu sem þar hafi verið komist að, sbr. 5. mgr. 112. gr. laga nr. 91/1991. Hafi frávísun á kröfum sóknaraðila snert atriði sem huga beri að án kröfu. Einnig bendir varnaraðili á að eins og vikið sé að í dóminum séu dómkröfu r sóknaraðila reistar á þeirri forsendu að örorku - og endurhæfingarlífeyrisþegar hafi átt rétt á því að njóta sama skerðingarhlutfalls og ellilífeyrisþegar njóta við skerði ngu ellilífeyris vegna tekna, sbr. 1. mgr. 23. gr. laga nr. 100/2007, þegar sérstök uppbót vegna framfærslu áranna 2017 og 2018 hafi verið reiknuð út, sbr. 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007. Kröfurnar séu því miðaðar við réttindi sem ekki sé stoð fyrir í lög um og vandséð hvernig leiði af þeim ákvæðum stjórnarskrár sem sóknaraðilar hafa vísað til. Málatilbúnaður sóknaraðila sé því vanreifaður auk þess sem ekki hafi verið færð viðhlítandi rök fyrir því að þeir hafi hagsmuni af úrlausn um þær. Einnig leiki vafi á um heimild Öryrkjabandalags Íslands til kröfugerðar í málinu. Niðurstaða 19 Í máli þessu hefur héraðsdómur fjallað um frávísun málsins með tveimur gagnstæðum niðurstöðum. Þegar lagt er mat á þá staðhæfingu varnaraðila að úrskurður héraðsdóms 3. nóvember 20 20 hafi ekki haft bindandi réttaráhrif í þeim skilningi að hann útiloki endurskoðun þeirrar niðurstöðu sem þar hafi verið komist að, sbr. 5. mgr. 112. gr. laga nr. 91/1991 , ber að líta til meginreglu 1. mgr. 116. gr. laganna um að dómur sé bindandi um úrsl it sakarefnis milli aðila og þeirra sem koma að lögum í þeirra stað um þær kröfur sem eru dæmdar þar að efni til. Jafnframt segir í 2. mgr. greinarinnar að krafa sem hefur verið dæmd að efni til verði ekki borin aftur undir sama eða hliðsettan dómstól. Af þessu verður ályktað að hafi krafa ekki verið dæmd að efni til heldur aðeins um atriði er lúta að formhlið hennar hafi slík ákvörðun ekki bindandi áhrif með sama hætti og dómur um efnishlið máls. Þrátt fyrir það getur fyrri ákvörðun dómstóls um að hafna fr ávísun haft áhrif sé hún borin upp á nýjan leik fyrir sama dómstól. Um það segir í 3. mgr. 100. gr. laga nr. 91/1991 að þegar dómari hrindir frávísunarkröfu sé hann ekki bundinn af þeim úrskurði ef nýjar upplýsingar koma fram síðar undir rekstri máls um þa u atriði sem úrskurðað var um. Af dómum Hæstaréttar Íslands 23. ágúst 2010 í máli nr. 415/2010 og 8. maí 2008 í máli nr. 194/2008 verður ráðið að túlka beri umrætt skilyrði fremur rúmt og enn fremur að dómstóll skuli tilgreina ástæður þess að hann breyti f yrri afstöðu til kröfu um frávísun 6 máls, til dæmis ef forsendur eru breyttar, nýjar frávísunarkröfur koma fram eða málatilbúnaður lýtur að öðrum atriðum en við fyrri úrlausn þess. 20 Með hinum kærðu ákvæðum í dómi héraðsdóms var tekin önnur afstaða til kröfug erðar og málatilbúnaðar sóknaraðila en í úrskurði dómsins 3. nóvember 2020 sem leiddi til gagnstæðrar niðurstöðu að því er varðaði aðrar dómkröfur sóknaraðila en varakröfu sóknaraðila, A . Í úrskurðinum kom fram að kröfur sóknaraðila tækju allar mið af því að líta bæri fram hjá skerðingarreglu sem leiddi af tilgreindum ákvæðum laga nr. 99/2007 og 5., 14. og 15. gr. reglugerðar nr. 1052/2009. Var það niðurstaða héraðsdóms að sakarefnið heyrði undir dómstóla, dómkröfur sóknaraðila væru nægilega skýrar og málsá stæður að baki þeim væru ekki svo vanreifaðar, sbr. d - og e - lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991, að það varðaði frávísun málsins. Í hinum kærða dómi segir á hinn bóginn að með aðalkröfum beggja sóknaraðila sé dómstólum ætlað að taka ákvörðun um málefni s em heyri undir löggjafarvaldið samkvæmt ákvæðum stjórnarskrárinnar um fjárstjórnarvald löggjafans, sbr. 41. og 42. gr. hennar. Gangi slíkt í berhögg við 2. gr. stjórnarskrárinnar. Dómstólar geti þannig ekki fært sóknaraðilum rétt sem ekki sé stoð fyrir í s ettum lögum og sé jafnvel í andstöðu við vilja löggjafans. Einnig segir að ákvæði 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar hafi verið skýrt svo í dómum Hæstaréttar Íslands 19. desember 2000 í máli nr. 125/2000 og 9. febrúar 2017 í máli nr. 223/2016 að skylt sé a ð lögum að tryggja rétt sérhvers einstaklings til að minnsta kosti lágmarksframfærslu eftir fyrirframgefnu skipulagi sem ákveðið sé á málefnalegan hátt og hafi almenni löggjafinn vald til að segja fyrir um það hvernig því fyrirkomulagi yrði háttað. Löggjaf inn hafi meðal annars sinnt skyldu sinni samkvæmt ákvæðinu með setningu laga nr. 100/2007 og laga nr. 99/2007. Þá hafi löggjafinn ákveðið með lögum nr. 116/2016 að ólíkar reglur skyldu gilda um örorku - og endurhæfingarlífeyrisþega annars vegar og ellilífey risþega hins vegar, þar á meðal um meðferð tekna lífeyrisþega við ákvörðun um lífeyrisgreiðslur þeirra. Loks segir að ef fallist yrði á aðalkröfu sóknaraðila, A , ætti hún betri rétt til lífeyris en lög nr. 100/2007 og nr. 99/2007 mæltu fyrir um á þeim tíma sem um ræðir og eins og þau hafi verið samþykkt af löggjafanum. Leitist sóknaraðili í reynd við að fá ákvörðun dómstóla um fjárhæð þeirrar aðstoðar sem hún telji sig eiga rétt á úr hendi varnaraðila vegna örorku sinnar sem sé umfram það sem leiði af almen num lögum þess tíma sem um ræði. Yrði því ekki hjá því komist að vísa aðalkröfu sóknaraðila frá dómi með vísan til 1. mgr. 24. gr. laga nr. 91/1991. 21 Héraðsdómur taldi hið sama eiga við um aðalkröfu sóknaraðila, Öryrkjabandalags Íslands, sem lyti að viðurk enningu á greiðsluskyldu samsvarandi fjárhæðar og sóknaraðili, A , krefðist greiðslu á í málinu gagnvart öðrum örorku - og endurhæfingarlífeyrisþegum sem voru í áþekkri stöðu og hún árin 2017 og 2018. Þannig gætu dómstólar ekki tekið ákvarðanir um atriði sem almenna löggjafanum væri ætlað að ákveða samkvæmt stjórnarskrá eða fært örorku - og endurhæfingarlífeyrisþegum betri rétt til lífeyrisgreiðslna á grundvelli laga um almannatryggingar eða laga um félagslega aðstoð en leiði af ákvæðum þeirra laga. 7 22 Áður hefu r verið vikið að því hvað ráða má af 3. mgr. 100. gr. laga nr. 91/1991 um heimild dómara til að vísa máli frá dómi í andstöðu við við fyrri úrskurð. Eins og ákvæðið er orðað áskilur það að nýjar upplýsingar komi síðar fram undir rekstri málsins. Eins og ár éttað er í dómi Hæstaréttar Íslands 28. júní 2021 í máli nr. 29/2021 verður af dómaframkvæmd ráðið að ákvæðið geri að minnsta kosti þá kröfu að dómstóll tilgreini ástæðu þess að hann breyti fyrri afstöðu sinni til kröfu um frávísun máls, svo sem ef forsend ur eru breyttar, nýjar frávísunarkröfur koma fram eða málatilbúnaður lýtur að öðrum atriðum en við fyrri úrlausn. Í hinum kærða dómi er í engu að þessu vikið og er það aðfinnsluvert. Á það sérstaklega við í ljósi þess að annar dómari, en kvað upp hinn kærð a dóm, kvað upp úrskurð í málinu þar sem tekin var afstaða til frávísunarmálsástæðna varnaraðila að loknum sérstökum málflutningi um þær. Sá dómari komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri efni til að fallast á frávísun málsins í heild eða að hluta. Varnara ðili hefur ekki mótmælt staðhæfingu sóknaraðila um að röksemdum er lutu að frávísun málsins hafi ekki verið hreyft við aðalmeðferð málsins þegar nýr dómari tók fyrst við málinu. Þess er heldur ekki getið í þingbók málsins að málflutningur hafi þá farið fra m um málsástæður er lutu að frávísun. Verður af gögnum málsins í raun ráðið að dómarinn hafi fallist að hluta á röksemdir varnaraðila fyrir frávísun málsins, sem hann tefldi fram í greinargerð, án þess að hafa hlýtt á mótrök sóknaraðila. 23 Með hliðsjón af þv í sem segir í fyrrgreindum dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 2 9 /2021 og að teknu tilliti til 4. mgr. 100. gr. laga nr. 91/1991, sem ætla verður að hinn kærði dómur taki mið af, verður þó ekki á það fallist að framangreindur annmarki á h onum valdi því að ákvörðun, sem tekin er að réttu lagi um að vísa máli frá héraðsdómi, verði felld úr gildi af þeirri ástæðu einni. Af því leiðir að óhjákvæmilegt er að meta hvort röksemdir héraðsdómara fyrir frávísun á öllum öðrum kröfum sóknaraðila en varakrö fu A fái staðist. 24 Samkvæmt 1. mgr. 24. gr. laga nr. 91/1991 hafa dómstólar vald til að dæma um hvert það sakarefni sem lög og landsréttur ná til nema það sé skilið undan lögsögu þeirra samkvæmt lögum, samningi, venju eða eðli sínu. Eigi sakarefni ekki undi r dómstóla vísar dómari því frá dómi. Samkvæmt d - og e - lið 1. mgr. 80. gr. sömu laga skal í stefnu greina svo glöggt sem verða má dómkröfur stefnanda og þær málsástæður sem hann byggir málsókn sín á. Dómkröfur sóknaraðila sem vísað var frá dómi með hinum kærða dómi eru skýrar að því leyti að þær taka, eins og fram er komið, til þess að líta beri fram hjá skerðingarreglu sem leiddi af lögum nr. 99/2007 og reglugerð nr. tímabili sem dómkrafan tekur til. Byggir málatilbúnaður sóknaraðila á því að þeirri reglu verði vikið til hliðar að hluta eða að því marki sem reglan fól í sér meiri skerðingu vegna tekna en gilti á sama tímabili um ellilífeyrisþega. Er þannig deilt um það hvort sett ákvæði laga og reglugerðar hafi á því tímabili sem um ræðir gengið gegn ákvæðum stjórnarskrár þannig að ekki verði á þeim byggt að öllu leyti. 8 25 Eins og tekið er fram í úrskurði héraðsdóms 3. nóvember 2020, þar sem kröfu varnaraðila um frávísun á kröfum sóknaraðila var hafnað, hefur verið gengið út frá því í dómum Hæstaréttar Íslands að dómstólar séu bærir til þess að líta fram hjá og víkja til hliðar ákvæðum laga sem ganga gegn stjórnarskránni. Er sakarefni málsins sambærilegt því sem var til úr lausnar Hæstaréttar Íslands 16. október 2003 í máli nr. 549/2002 þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að réttaráhrif dóms réttarins 19. desember 2000 í máli nr. 125/2000 hefðu verið að örorkulífeyrisþegar hefðu eftir uppsögu dómsins átt kröfu til að fá tekjutryggingu greidda án skerðingar vegna tekna maka. Sagði í síðarnefnda dóminum að skerðingarákvæðið gæti leitt til þess að viðkomandi bótaþegar nytu ekki þeirra lágmarksréttinda sem fælust í 76. gr. stjórnarskrárinnar á þann hátt að þau mannréttindi se m 65. gr. tryggði þeim væru ekki virt. Var þannig viðurkennt að óheimilt hefði verið að skerða tekjutryggingu örorkulífeyrisþega í hjúskap frá tilgreindu tímamarki á þann hátt sem gert var í 5. mgr. 17. gr. þágildandi laga nr. 117/1993 um almannatryggingar , sbr. 1. gr. laga nr. 149/1998. Lagaákvæðið var ekki talið standast stjórnskipunarlög og þar með var skerðingarreglu þess ekki beitt. 26 Í máli því sem hér er til úrlausnar breytir engu í þessu sambandi þó að einungis sé farið fram á að dómurinn líti að hlut a til fram hjá reglu samkvæmt settu lagaákvæði og ákvæðum reglugerðar, enda fæst ekki séð að kröfugerð sóknaraðila feli það í sér að viðkomandi dómkröfur sóknaraðila leiði til þess að dómstóllinn setji nýja lagareglu og fari með því inn á svið löggjafans í andstöðu við 2. gr. stjórnarskrárinnar. Að framangreindu virtu eru ekki efni til að vísa aðalkröfum sóknaraðila frá dómi á þeim grundvelli að sakarefnið heyri ekki undir dómstóla, sbr. 1. mgr. 24. gr. laga nr. 91/1991. Þá eru heldur ekki efni til að vísa þeim kröfum frá dómi á þeim grunni að þær séu svo vanreifaðar að ekki séu uppfyllt skilyrði d - og e - liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. 27 Með þrautavarakröfu A og varakröfu Öryrkjabandalags Íslands er leitast við að fá dóm um að varnaraðila hafi verið óheimilt að skerða greiðslu sérstakrar uppbótar, samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007, til örorku - og endurhæfingarlífeyrisþega, samkvæmt 16. gr. laga nr. 100/ 2007, meira en 45% af þeim tekjum sem voru umfram 25.000 krónur á mánuði. Taldi héraðsdómur að kröfurnar væru ekki rökstuddar sérstaklega í stefnu, ólíkt öðrum kröfum þeirra, og því lægi ekki fyrir á hvaða málsástæðum eða lagagrunni þær væru reistar umfram málsástæður og lagarök sem byggt væri á um aðrar kröfur. 28 Í forsendum hins kærða dóms er réttilega rakið að þessar kröfur sóknaraðila séu reistar á sömu málsástæðum og lagarökum og aðalkröfur sóknaraðila og varakrafa A , það er á þeirri forsendu að örorku - og endurhæfingarlífeyrisþegar hafi átt rétt á því að njóta sama skerðingarhlutfalls og ellilífeyrisþegar njóta við skerðingu ellilífeyris vegna tekna þegar sérstök uppbót vegna framfærslu á þeim árum sem um ræðir var reiknuð 9 út. Þegar það er virt fæst ekki séð að þessar kröfur sóknaraðila séu svo vanreifaðar, sbr. 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991, að það leiði til frávísunar þeirra frá dómi. 29 Sóknaraðili, Öryrkjabandalag Íslands, hefur lagt fyrir Landsrétt lög þess, sem samþykkt voru á aðalfundi 13. nóvember 2014, og yfirlit yfir aðildarfélög sem tekið er úr ársskýrslum frá árunum 2019 til 2021. Í lögunum segir að Öryrkjabandalag Íslands sé heildarsamtök fatlaðs fólks, öryrkja, einstaklinga með langvinna sjúkdóma og aðstandendur þeirra. Samkvæmt 1. mgr. 2. gr . laganna er markmið Öryrkjabandalag Íslands að íslenskt þjóðfélag verði samfélag jöfnuðar og réttlætis þar sem allir einstaklingar, óháð líkamlegu og andlegu atgervi, njóti mannsæmandi lífskjara og jafnra möguleika til sjálfstæðs lífs og virkrar samfélags legrar þátttöku. Í 2. mgr. greinarinnar segir að það sé hlutverk Öryrkjabandalags Íslands að koma fram fyrir hönd fatlaðs fólks gagnvart opinberum aðilum í hverskyns hagsmunamálum svo sem varðandi löggjöf, framkvæmd hennar og dómsmálum sem snerta rétt þess . Samkvæmt þessu hefur sóknaraðili sýnt fram á það að félagið geti á grundvelli 3. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 haft upp þær kröfur í málinu sem það gerir fyrir hönd félagsmanna sinna sem munu vera um 50 þúsund talsins í aðildarfélögum þess. 30 Samkvæmt fra mangreindu verður ákvæði hins kærða dóms um frávísun á kröfum sóknaraðila frá héraðsdómi fellt úr gildi og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar. 31 Varnaraðila verður gert að greiða sóknaraðilum kærumálskostnað eins og greinir í úrskurðarorði. Úrskurðarorð: Fellt er úr gildi ákvæði héraðsdóms um frávísun á aðalkröfum sóknaraðila, A og Öryrkjabandalags Íslands, varakröfu Öryrkjabandalags Íslands og þrautavarakröfu A og lagt fyrir héraðsdóm að taka þær til löglegrar meðferðar. Varnaraðili, Tryggi ngastofnun ríkisins, greiði sóknaraðilum hvorum um sig 300.000 krónur í kærumálskostnað. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 24. júní 2021 1 Mál þetta, sem tekið var til dóms 27. maí 2021, höfðuðu A, [...], Reykjavík, og Öryrkjabandalag Íslands, Sigtúni 9, Reykjav ík, á hendur Tryggingastofnun ríkisins, Hlíðarsmára 11, Kópavogi, til greiðslu vangreiddra bóta, viðurkenningar á skaðabótaskyldu eða til viðurkenningar á því að stefnda hafi verið óheimilt að skerða greiðslur bóta umfram ákveðin mörk. 2 Dómkröfur stefnanda A eru þær, aðallega, að stefndi verði dæmdur til að greiða henni 402.462 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 4. október 2019 til greiðsludags. Til vara krefst stefnandi þess að viðurkennd verði skaðabótaskylda stefnda gagn vart henni vegna skerðingar stefnda á greiðslu sérstakrar uppbótar samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007 til stefnanda, á tímabilinu 1. janúar 2017 til 31. desember 2018, vegna tekna stefnanda umfram 45% af tekjum stefnanda samkvæmt 16. gr. laga nr. 100 /2007 sem voru umfram 25.000 krónur á mánuði. Til 10 þrautavara krefst stefnandi þess að viðurkennt verði með dómi að stefnda hafi verið óheimilt á tímabilinu 1. janúar 2017 til 31. desember 2018 að skerða greiðslur sérstakrar uppbótar samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007 til stefnanda vegna tekna hennar samkvæmt 16. gr. laga nr. 100/2007 umfram 45% af þeim tekjum sem voru umfram 25.000 krónur á mánuði. Loks gerir stefnandi kröfu um málskostnað. 3 Endanlegar dómkröfur stefnanda Öryrkjabandalags Íslands eru þ ær, aðallega, (a) að stefnda sé skylt að greiða örorku - og endurhæfingarlífeyrisþegum sem uppfylltu skilyrði til greiðslu sérstakrar uppbótar á lífeyri samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007 á tímabilinu 1. janúar 2017 til 31. desember 2017 vangreiddar b ætur fyrir það tímabil, sem nemi mismun greiðslna sérstakrar uppbótar til hlutaðeigandi örorku - og endurhæfingarlífeyrisþega annars vegar og hins vegar fjárhæðar samkvæmt 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 1052/2009 eins og henni var breytt með reglugerð nr. 1252/2016, að frádregnum 45% tekna hlutaðeigandi lífeyrisþega samkvæmt 16. gr. laga nr. 100/2007 umfram 25.000 krónur á mánuði, (b) að stefnda sé skylt að greiða örorku - og endurhæfingarlífeyrisþegum sem uppfylltu skilyrði til greiðslu sérstakrar uppbótar á lífeyri samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007 á tímabilinu 1. janúar 2018 til 31. desember 2018 vangreiddar bætur fyrir það tímabil, sem nemi mismun greiðslna sérstakrar uppbótar til hlutaðeigandi örorku - og endurhæfingarlífeyrisþega annars vegar og h ins vegar fjárhæðar samkvæmt 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 1052/2009 eins og henni var breytt með reglugerð nr. 1191/2017, að frádregnum 45% tekna hlutaðeigandi lífeyrisþega samkvæmt 16. gr. laga nr. 100/2007 umfram 25.000 krónur á mánuði, og (c) að stef nda sé skylt að greiða vangreiddar bætur samkvæmt a - og b - lið aðalkröfu stefnanda með 5,5% ársvöxtum frá þeim degi sem skilyrði til bótanna voru uppfyllt til 4. október 2019 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til gr eiðsludags. Til vara krefst stefnandi Öryrkjabandalag Íslands þess að viðurkennt verði með dómi að stefnda hafi verið óheimilt á tímabilinu 1. janúar 2017 til 31. desember 2018 að skerða greiðslur sérstakrar uppbótar samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/200 7 til örorku - og endurhæfingarlífeyrisþega vegna tekna þeirra samkvæmt 16. gr. laga nr. 100/2007 umfram 45% af þeim tekjum sem voru umfram 25.000 krónur á mánuði. Loks krefst stefnandi málskostnaðar. Stefnandi Öryrkjabandalag Íslands féll frá varakröfu sin ni samkvæmt stefnu undir rekstri málsins, en endanleg varakrafa stefnanda var þrautavarakrafa hans samkvæmt stefnu. 4 Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnenda, auk málskostnaðar úr hendi stefnenda, en til vara að málskostnaður verði látinn niður falla . 5 Stefndi gerði í greinargerð sinni kröfu um að máli þessu yrði vísað frá dómi og var málið flutt um þann þátt málsins þann 6. október 2020. Með úrskurði dómsins, sem upp var kveðinn þann 3. nóvember 2020, var frávísunarkröfu stefnda hafnað. Ákvörðun málsk ostnaðar vegna þess hluta málsins bíður efnisdóms. I Málavextir 6 Samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007 um félagslega aðstoð, með síðari breytingum, er Tryggingastofnun ríkisins heimilt að greiða örorkulífeyrisþega sem fær greitt samkvæmt 18. gr. laga nr. 100/2007 um almannatryggingar og endurhæfingarlífeyrisþega sem fær greitt samkvæmt 7. gr. laga nr. 99/2007 um félagslega aðsto ð sérstaka uppbót á lífeyri vegna framfærslu, ef sýnt þykir að hann geti ekki framfleytt sér án þess. 7 Umrædd uppbót var fyrst tekin upp með reglugerð árið 2008, sbr. reglugerð nr. 878/2008, með síðari breytingum, en síðar lögfest árið 2009, með 12. gr. la ga nr. 120/2009, sem breytti áðurnefndri 9. gr. laga nr. 99/2007. 8 Við mat á því hvort lífeyrisþegi geti framfleytt sér án uppbótar samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007, með síðari breytingum, skal miða við að heildartekjur viðkomandi séu undir ákveðnum fjárhæðarmörkum, sem ákveðin eru í lögum á hverjum tíma. Til tekna samkvæmt ákvæðinu teljast 11 allar skattskyldar tekjur, þar á meðal bætur almannatrygginga og bætur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð, sbr. 3. mgr. 9. gr. sömu laga. 9 Samkvæmt 5. mgr. 9. gr . laga nr. 99/2007 er ráðherra heimilt að setja reglugerð um nánari framkvæmd ákvæðisins, m.a. um tekju - og eignamörk. Þá heimild nýtti ráðherra sér með setningu reglugerðar nr. 1052/2009, með síðari breytingum, sem í gildi var á þeim tíma er mál þetta var ðar, en var síðar felld úr gildi með reglugerð nr. 1200/2018. 10 Með lögum nr. 116/2016, sem tóku gildi hinn 1. janúar 2017, voru gerðar breytingar á lögum nr. 100/2007 um almannatryggingar, lögum nr. 99/2007 um félagslega aðstoð og lögum nr. 125/1999 um ald raða, í hverju tilviki með síðari breytingum. Lagabreytingin fól meðal annars í sér að skilið var á milli annars vegar örorkulífeyrisþega sem fengu greitt samkvæmt 18. gr. laga um almannatryggingar og endurhæfingarlífeyrisþega sem fengu greitt samkvæmt 7. gr. laga um félagslega aðstoð og hins vegar ellilífeyrisþega sem fengu greitt samkvæmt 17. gr. laga um almannatryggingar. Eftir lagabreytinguna átti 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007, með síðari breytingum, því aðeins við um þá lífeyrisþega sem sérstaklega v oru tilgreindir í lögunum, þ.e. örorku - og endurhæfingarlífeyrisþega, en ekki um ellilífeyrisþega, sbr. 14. gr. laga nr. 116/2016. 11 Í athugasemdum með frumvarpi til laga nr. 116/2016, sem byggðist á tillögum nefndar um endurskoðun almannatryggingalaga frá margir lífeyrisþegar sjái ekki ávinning af því að hafa greitt í lífeyrissjóð af tekjum sínum því samanlagður lífeyrir þeirra frá almannatryggingum og frá lífeyrissjóði geti alls numið sömu fjárhæð og 12 þær breytingar að sérstök uppbót til framfærslu samkvæmt lögum um félagslega aðstoð ver ði sameinuð ellilífeyri og tekjutryggingu samkvæmt lögum um almannatryggingar í einn bótaflokk almannatrygginga, ellilífeyri. Enn fremur er lagt til að 45% af öðrum tekjum ellilífeyrisþegans hafi áhrif á fjárhæð ellilífeyrisins til lækkunar án frítekjumark a. Með því móti er komið í veg fyrir að hag þess hóps og um leið vera til þess fallið að lífeyristryggingakerfi almannatrygginga verði einfaldara og gegnsærra 13 Framangreint frumvarp til laga nr. 116/2016 tók breytingum við meðferð þess á Alþingi, meðal annars á þann veg að lagt var til að innleitt yrði 25.000 króna frítekjumark við útreikning ellilífeyris miðað við hvern mánuð, í stað þess að miða við 45% sker ðingu á öðrum tekjum til lækkunar ellilífeyris án frítekjumarks, eins og áður hafði verið lagt til. Skyldi frítekjumarkið gilda um allar tekjur viðkomandi, sbr. 16. gr. laga nr. 100/2007. 14 Í samræmi við framangreint nam fullur ellilífeyrir 2.553.312 krónum á ári, sbr. 1. mgr. 23. gr. laga um almannatryggingar, sbr. 6. gr. laga nr. 116/2016. Ellilífeyri skyldi hins vegar lækka um 45% af tekjum lífeyrisþegans, sbr. 16. gr. laga um almannatryggingar, uns lífeyririnn félli niður. Ellilífeyrisþegi skyldi þó hafa 25.000 króna almennt frítekjumark við útreikning ellilífeyris. 15 Í nefndaráliti meirihluta velferðarnefndar Alþingis sagði meðal annars um framangreint frumvarp: rorku. Í frumvarpinu er því ekki kveðið á um breytingar á ákvæðum laganna um örorku og bætur vegna örorku. Þrátt fyrir það telur meiri hlutinn að sanngirnissjónarmið standi til þess að láta öryrkja einnig njóta bótahækkana og að þeir þurfi ekki að bíða þes s að frumvarp um breytingar á 16 bótaflokk, nýjan ellilífeyri, greið ist sérstök uppbót til framfærslu eingöngu til örorkulífeyrisþega eftir gildistöku laganna. Leggur meiri hlutinn því til að markmiðinu hvað varðar örorkulífeyri verði náð með því að hækka það viðmið sem greiðsla sérstakrar uppbótar til framfærslu skv. 2. m gr. 9. gr. laga um félagslega aðstoð miðast við. Þannig hækki allar bætur um 7,1% í samræmi við 69. gr. frá 2017 en að framfærsluviðmið þeirra sem halda heimili einir verði hækkað umfram það og verði 280.000 kr. 12 á mánuði. Enn fremur hækki bætur í samræmi v ið 69. gr. almannatryggingalaga 1. janúar 2018 en þá 17 Til samræmis við framangreint voru framfærsluviðmið 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007 hækkuð úr 184.140 k rónum í 280.000 krónur í tilviki lífeyrisþega sem fékk greidda heimilisuppbót og úr 157.030 krónum í 227.883 krónur í tilviki lífeyrisþega sem ekki fékk greidda heimilisuppbót, sbr. 14. gr. laga nr. 116/2016. Með 1. gr. laga nr. 97/2019 voru umrædd framfær sluviðmið hækkuð í 310.800 krónur á mánuði annars vegar og 247.183 krónur á mánuði hins vegar. Með 1. gr. laga nr. 127/2020 voru mörkin hækkuð enn frekar, í annars vegar 333.258 krónur á mánuði og hins vegar í 265.044 krónur á mánuði. 18 Með 1. gr. laga nr. 9 7/2019 voru jafnframt gerðar þær breytingar á 9. gr. laga nr. 99/2007 að inn kom skv. 2. mgr. skal telja til tekna 65% af tekjum lífeyrisþega. Bætur sam kvæmt lögum þessum og lögum um almannatryggingar skulu þó teljast að fullu til tekna við útreikning uppbótarinnar, að því undanskildu að ekki skal telja til tekna 50% af fjárhæð aldurstengdar örorkuuppbótar skv. 21. gr. laga 19 Ákvæði 4. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007, sbr. 1. gr. laga nr. 97/2019, var breytt með 1. gr. laga nr. kal telja til tekna 50% af fjárhæð aldurstengdrar örorkuuppbótar skv. 21. gr. laga um almannatryggingar og 95% af fjárhæð 20 Frekari breytingar voru sömuleiðis gerðar á 1. mgr. 23. gr. laga um almannatryggingar með 2. gr. laga nr. 75/2020 og skal fullur ellilífeyrir nú vera 3.081.468 krónur á ári. Ellilífeyri skal hins vegar lækka um 45% af tekjum ellilífeyrisþegans, sbr. 16. gr. laganna, uns lífeyririnn fellur niður. Ellilífeyrisþegi skal þó hafa 300.000 króna almennt frítekjumark miðað við útreikning ellilífeyris, sem jafngildir 25.000 krónum á mánuði. Þá skal ellilífeyrisþegi hafa 1.200.000 króna frítekjumark vegna atvinnutekna, sem jafngildir 100.000 krónum á mánuði. 21 Eins og áður segir varða dómkröfur stefnanda árin 2017 og 2018, en ekki síðara tímabil, þótt rétt þyki samhengisins vegna að rekja þróun þeirra ákvæða sem á reynir í málinu eftir það tímamark, sbr. það sem rakið var hér að framan. 22 Samkvæmt 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 1052/2009, eins og henni var bre ytt með 9. gr. reglugerðar nr. 1252/2016, sem tók gildi 1. janúar 2017, skyldi miða við að heildartekjur örorku - og endurhæfingarlífeyrisþega sem fengi greidda heimilisuppbót væru undir 280.000 krónum á mánuði við mat á því hvort hann gæti framfleytt sér á n sérstakrar uppbótar samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007, með síðari breytingum. Miða skyldi við að heildartekjur lífeyrisþega sem ekki fengi greidda heimilisuppbót væru undir 227.883 krónum. 23 Samkvæmt 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 1052/2009, eins o g henni var breytt með 3. gr. reglugerðar nr. 1191/2017, sem tók gildi 1. janúar 2018, skyldi miða við að heildartekjur örorku - og endurhæfingarlífeyrisþega sem fengi greidda heimilisuppbót væru undir 300.000 krónum á mánuði við mat á því hvort hann gæti f ramfleytt sér án sérstakrar uppbótar samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007, með síðari breytingum. Miða skyldi við að heildartekjur lífeyrisþega sem ekki fengi greidda heimilisuppbót væru undir 238.594 krónum. 24 Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. reglugerðar nr. 10 52/2009 skyldi sérstök uppbót á lífeyri nema mismun fjárhæða samkvæmt 2. mgr. 14. gr. reglugerðarinnar annars vegar og heildartekna örorku - og endurhæfingarlífeyrisþega hins vegar, eins og þær voru skilgreindar í 5. gr. reglugerðarinnar. Heildartekjur voru samkvæmt því allar skattskyldar tekjur viðkomandi, þ.á m. bætur almannatrygginga og bætur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð, sbr. þó 2. mgr. greinarinnar sem ekki á við hér. Reyndust heildartekjur jafnháar eða hærri en fjárhæðir samkvæmt 2. mgr. 14. gr. reglugerðarinnar, með síðari breytingum, skyldi ekki greidd sérstök uppbót til framfærslu. 25 Tilvitnuð ákvæði laga nr. 99/2007 og reglugerðar nr. 1052/2009, með áorðnum breytingum, leiddu til þess samkvæmt málatilbúnaði stefnenda að sérstök uppbót sem örork u - og endurhæfingarlífeyrisþegar 13 fengu greidda samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007, með síðari breytingum, var skert að fullu á árunum 2017 og 2018 þ.e. krónu fyrir krónu vegna annarra tekna viðkomandi. 26 Stefnandi A var örorkulífeyrisþegi á árunum 2017 og 2018 og þáði greiðslur frá stefnda samhliða greiðslu úr lífeyrissjóði. Á árinu 2017 fékk stefnandi greiddar 2.689.265 krónur frá stefnda og 1.248.113 krónur frá lífeyrissjóði. Á árinu 2018 fékk stefnandi greiddar 2.836.727 krónur frá stefnda og 1.2 74.302 krónur frá lífeyrissjóði. Að auki fékk stefnandi greiddar samtals 111.411 krónur í fjármagnstekjur á þessu tímabili. 27 Í ljósi framangreinds og þeirra tekna sem stefnandi hafði á árunum 2017 og 2018 átti hún ekki rétt á sérstakri uppbót samkvæmt 2. m gr. 9. gr. laga nr. 99/2007, sbr. 12. gr. laga nr. 120/2009 og 14. gr. laga nr. 116/2016, þessi tvö ár, þar sem útreikningur uppbótarinnar miðaðist við heildartekjur hennar, en ekki lægra hlutfall tekna, t.d. 45% af tekjum. Hefði þessi uppbót hins vegar ve gar tekið mið af skerðingarreglu 1. mgr. 23. gr. laga nr. 100/2007, sbr. 6. gr. laga nr. 116/2016, varðandi skerðingu ellilífeyris, hefði stefnandi, að eigin sögn, fengið greiddar samtals 402.462 krónur í sérstaka uppbót þessi tvö ár, þ.e. 217.067 krónur á árinu 2017 og 185.498 krónur árið 2018. 28 Um mitt ár 2019 varð stefnandi A 67 ára og öðlaðist þá rétt til ellilífeyris samkvæmt 17. og 23. gr. laga nr. 100/2007, með síðari breytingum. II Helstu málsástæður stefnenda 29 Stefnendur byggja mál sitt, í fyrsta lagi, á því að réttur ellilífeyrisþega og örorku - og endurhæfingarlífeyrisþega til greiðslna samkvæmt ákvæðum laga nr. 99/2007 og 100/2007, þ.m.t. til sérstakrar uppbótar samkvæmt 2. mgr. 9. gr. fyrrnefndu laganna, sé r éttur til aðstoðar í skilningi 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944. Það leiði af ákvæðum 1. mgr. 65. gr. stjórnarskrárinnar að löggjafanum sé skylt að tryggja öllum sem falli undir 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar jafnan rétt til aðstoðar. 30 Í framangreindu felist, meðal annars, að allur greinarmunur er gerður sé í lögum á rétti til aðstoðar samkvæmt 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar þurfi að byggjast á hlutlægum og málefnalegum ástæðum, sem séu þess eðlis að þær réttlæti slíkan greinarmun og a ð ekki sé gengið lengra í því að gera slíkan greinarmun en nauðsynlegt sé með vísan til þessara ástæðna. 31 Stefnendur benda á að í ákvæði 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar sé ekki gerður greinarmunur á réttindum þeirra sem hafi þörf fyrir aðstoð í skilningi ákvæðisins vegna elli annars vegar og örorku hins vegar. Stefnendur vísa einnig til þess að greiðslur samkvæmt 17. og 18. gr. laga um almannatryggingar og 2. mgr. 9. gr. laga um félagslega aðstoð séu ætlaðar til framfærslu lífeyrisþega. Þörf lífeyrisþega fyrir slíkar greiðslur sé eðli máls samkvæmt óháð því hvort hún eigi rætur að rekja til elli eða örorku. 32 Stefnendur vísa til þess að sú ástæða sem hafi legið til grundvallar ákvörðun löggjafans um að gera greinarmun á aðstoð til ellilífeyrisþega annars ve gar og örorku - og endurhæfingarlífeyrisþega hins vegar hafi ekki byggst á hlutlægu og málefnalegu mati löggjafans þess efnis að munur væri á þörf þessara tveggja hópa fyrir aðstoð af þessu tagi, eða að aðstæður þessara tveggja hópa væru ósambærilegar að ei nhverju leyti í þessu tilliti, heldur á áformum löggjafans um breytingar á ákvæðum laga um almannatryggingar um mat á örorku. 33 Stefnendur byggja á því að þótt áform séu uppi um að gera breytingar á reglum um örorkumat þá uppfylli það ekki áskilnað 1. mgr. 6 5. gr. stjórnarskrárinnar um réttlætanlegar ástæður, svo að unnt sé að gera greinarmun á réttarstöðu einstaklinga með tilliti til þeirra réttinda sem þeim ber að tryggja í lögum samkvæmt 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar. 34 Þar sem mismunandi reglur samkvæm t lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð, að því er varðar skerðingu greiðslna til ellilífeyrisþega annars vegar og örorku - og endurhæfingarlífeyrisþega hins vegar vegna tekna, séu ekki reistar á hlutlægri og málefnalegri ástæðu, sem uppf ylli kröfur jafnræðisreglu 1. mgr. 65. gr. stjórnarskrárinnar, sé sú mismunun sem af þeim leiði andstæð stjórnarskrá. 14 35 Skerðing greiðslna samkvæmt 14. og 15. gr. reglugerðar nr. 1052/2009, umfram þá skerðingu sem ellilífeyrisþegar í sambærilegri stöðu sæti á grundvelli laga nr. 100/2007, sé því ólögmæt. 36 Þá byggja stefnendur mál sitt, í öðru lagi, á því að réttur örorku - og endurhæfingarlífeyrisþega til greiðslna samkvæmt ákvæðum laga nr. 100/2007 og laga nr. 99/2007, þ.m.t. til sérstakrar uppbótar samkvæmt 2. mgr. 9. gr. síðarnefndu laganna, sé eign í skilningi 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr. 1. viðauka mannréttindasáttmála Evrópu. Af því leiði að útfærsla þessara réttinda af hálfu löggjafans þurfi að uppfylla þær kröfur sem leiði af 14. gr. sáttmálans, sbr. 1. gr. 1. viðauka hans. 37 Stefnendur byggja mál sitt á því að sá greinarmunur sem gerður sé í lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð á skerðingu greiðslna til lífeyrisþega vegna tekna tengist stöðu einstaklinga sem ellilífeyrisþega an nars vegar og örorku - eða endurhæfingarlífeyrisþega hins vegar. Því sé um að ræða stöðu í skilningi 14. gr. sáttmálans. 38 Stefnendur vísa til þess að í lögskýringargögnum að baki lögum nr. 116/2016 hafi engin tilraun verið gerð til að rökstyðja nauðsyn þess að skerða bætur örorku - og ellilífeyrisþega vegna tekna meira en bætur ellilífeyrisþega í sambærilegri stöðu. 39 Þar sem mismunandi reglur samkvæmt lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð, að því er varðar skerðingu greiðslna til ellilífeyri sþega annars vegar og örorku - og endurhæfingarlífeyrisþega hins vegar vegna tekna, feli í sér að gerður sé greinarmunur á réttarstöðu einstaklinga í sambærilegri stöðu, með tilliti til réttinda sem njóta verndar sáttmálans á grundvelli stöðu þeirra, án þes s að það helgist af lögmætu markmiði og að eðlilegt samband sé milli þess og þeirrar ráðstöfunar, sé sú mismunun sem af þeim leiði andstæð 14. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. 1. gr. 1. viðauka hans, sbr. lög nr. 62/1994. 40 Skerðing greiðslna til örorku - og endurhæfingarlífeyrisþega samkvæmt 14. og 15. gr. reglugerðar nr. 1052/2009, umfram þá skerðingu sem ellilífeyrisþegar í sambærilegri stöðu sæti á grundvelli laga um almannatryggingar, sé því ólögmæt. 41 Stefnendur byggja mál sitt, í þriðja lagi, á því, án tillits til framangreinds brots gegn 65. gr. stjórnarskrárinnar og 14. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. 1. gr. 1. viðauka sáttmálans, að fyrirkomulag skerðingar bótagreiðslna samkvæmt lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð feli í sér sjálfstætt brot gegn 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr. 1. viðauka sáttmálans af þeirri ástæðu að með þessu fyrirkomulagi séu lagðar óhóflegar byrðar á tiltekinn hóp bótaþega, þ.e. örorku - og endurhæfingarlífeyrisþega, og hagsmunir þeirra skertir umf ram það sem nauðsynlegt sé til að ná þeim markmiðum sem að kunni að vera stefnt. 42 Í fyrsta lagi uppfylli skerðingin ekki það grunnskilyrði meðalhófs sem leiði af 1. gr. 1. viðauka sáttmálans, að úrræði sé markhæft, þ.e. til þess fallið að ná lögmætu markmið i. Í öðru lagi gangi skerðingin lengra en nauðsynlegt sé á þann hátt að hún feli í sér að óhóflega íþyngjandi byrði sé lögð á afmarkaðan hóp einstaklinga, þ.e. örorku - og endurhæfingarlífeyrisþega, í stað þess að henni sé dreift á stærri hóp og hún þannig gerð léttbærari fyrir hvern þeirra einstaklinga sem hún sé lögð á. 43 Skerðing greiðslna til örorku - og endurhæfingarlífeyrisþega samkvæmt 14. og 15. gr. reglugerðar nr. 1052/2009, umfram þá skerðingu sem ellilífeyrisþegar í sambærilegri stöðu sæti á grundve lli laga um almannatryggingar, sé því einnig ólögmæt af þessum ástæðum. 44 Stefnendur kveða aðalkröfur sínar lúta að endurgreiðslu og viðurkenningu endurgreiðsluskyldu vangreiddra bóta. Aðalkrafa stefnanda A nemi þeirri fjárhæð sem bætur til hennar hafi verið skertar um á tímabilinu 1. janúar 2017 til 31. desember 2018, þ.e. umfram það sem þær hefðu verið skertar ef stefnandi hefði verið ellilífeyrisþegi á því tímabili. Stefnandi A kveðst til vara reisa aðalkröfu sína á skaðabótaskyldu stefnda vegna tjóns sem nemi fjárhæð vangreiddra bóta. 45 Stefnandi Öryrkjabandalag Íslands kveður aðalkröfu sína lúta að viðurkenningu greiðsluskyldu samsvarandi fjárhæðar og stefnandi A krefst greiðslu á í málinu gagnvart öðrum örorku - og endurhæfingarlífeyrisþegum, þ.e. þeirrar f járhæðar sem bætur til örorku - og endurhæfingarlífeyrisþega, sem uppfylltu á þessu tímabili skilyrði til bóta, voru skertar um á tímabilinu 1. janúar 2017 til 31. desember 2018 umfram það sem þær hefðu verið skertar ef hlutaðeigandi félagsmaður hefði verið ellilífeyrisþegi. 15 46 Stefnendur kveða aðalkröfur sínar reistar á þeim reglum sem giltu um greiðslu vangreiddra bóta samkvæmt lögum um almannatryggingar. Skylda til að greiða vangreiddar bætur miðist við það tímamark þegar lífeyrisþegi uppfyllir skilyrði til þeirra, sbr. 4. mgr. 55. gr. laganna. Kröfur stefnenda séu miðaðar við þetta tímamark og taki því til allra bóta sem stefndi hafi vangreitt eftir 1. janúar 2017. Stefnda sé skylt að greiða stefnanda A og félagsmönnum stefnanda hinar vangreiddu bætur með 5, 5% vöxtum, frá því að skilyrði til bótagreiðslnanna voru uppfyllt, sbr. 4. mgr. 55. gr. laga um almannatryggingar og 14. gr. laga um félagslega aðstoð, og með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi sem dómsmál þetta var höfðað , sbr. 4. mgr. 5. gr. sömu laga. 47 Stefnendur byggja sömuleiðis á því að þau réttindi sem krafist sé viðurkenningar á með aðalkröfu stefnanda Öryrkjabandalags Íslands séu kröfuréttindi og að höfðun málsins rjúfi fyrningu þessara réttinda samkvæmt 15. gr. lag a nr. 150/2007. 48 Varakröfu sína segir stefnandi A vera reista á tvenns konar grundvelli. Í fyrsta lagi á því að bætur til hennar hafi verið skertar af hálfu stefnda með saknæmum og ólögmætum hætti, sem leiði til bótaskyldu stefnda gagnvart henni vegna tjóns sem nemi fjárhæð hinna vangreiddu bóta á grundvelli sakarreglunnar. Í öðru lagi á því, ef ekki er fallist á að sýnt hafi verið fram á að skilyrði bótaábyrgðar stefnda samkvæmt sakarreglunni séu uppfyllt, að hin ólögmæta skerðing sérstakrar uppbótar hafi falið í sér ólögmæta meingerð í garð stefnanda sem stefndi beri miskabótaábyrgð á . 49 Byggir stefnandi á því að brot stefnda gegn réttindum stefnanda samkvæmt 65. gr. og 72. gr. stjórnarskrárinnar, 14. gr. mannréttindasáttmála Evrópu og 1. gr. 1. viðauka hans feli í sér ólögmæta meingerð gegn friði hennar og æru, sem stefndi beri miskabótaá byrgð á bæði eftir ákvæðum b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 og ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. 13. og 41. gr. sáttmálans. 50 Stefnendur kveða þrautavarakröfu stefnanda A og varakröfu stefnanda Öryrkjabandalags Íslands (þrautavarakr öfu samkvæmt stefnu) lúta að viðurkenningu þess að stefnda hafi verið óheimilt að skerða bætur A og félagsmanna Öryrkjabandalags Íslands með þeim hætti sem gert hafi verið á tímabilinu 1. janúar 2017 til 31. desember 2018. Kröfurnar gangi skemmra en bæði a ðalkröfur stefnenda og varakrafa A. 51 Stefnendur reisa heimild sína til að sækja mál þetta í félagi á ákvæðum 1. mgr. 19. gr. laga nr. 91/1991. Þær kröfur sem stefnendur hafi uppi í málinu eigi rætur að rekja til sömu atvika og aðstöðu í skilningi þessa ákv æðis, þ.e. til þeirrar ólögmætu skerðingar á greiðslum til örorku - og endurhæfingarlífeyrisþega sem leiða megi af lögum nr. 100/2007 og lögum nr. 99/2007 frá og með 1. janúar 2017. 52 Stefnandi Öryrkjabandalag Íslands reisir heimild sína til að leita viðurken ningar á réttindum félagsmanna sinna í eigin nafni á 3. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Viðurkenningarkrafa stefnanda lúti að tilteknum réttindum félagsmanna stefnanda. Þessi hagsmunagæsla samrýmist ótvírætt þeim tilgangi stefnanda að g æta hagsmuna félagsmanna sinna varðandi réttindi þeirra í almannatryggingarkerfinu. III Helstu málsástæður stefnda 53 Stefndi byggir mál sitt á því að kröfur stefnanda séu ekki dómtækar, þar sem þær feli í sér beiðni um að dómstólar lýsi afstöðu sinni til þe ss hvort örorkulífeyrisþegar hafi á árunum 2017 og 2018 átt rétt á að fá sérstaka uppbót vegna framfærslu greidda með tilteknu lækkunarhlutfalli og frítekjumörkum, sem giltu um greiðslu ellilífeyris til aldraðra, sem sé annar hópur lífeyrisþega. Í málatilb únaði stefnenda felist einnig beiðni um álit dómstóla á því hvort málefnalegt hafi verið af hálfu stjórnvalda að leggja til við löggjafann að bótakerfi aldraðra væri endurskoðað með þeim hætti sem gert var með lögum nr. 116/2016. Kröfugerð stefnenda sé sam kvæmt þessu miðuð við réttindi, sem engin stoð sé fyrir í settum lögum. Að mati stefnda felur kröfugerð stefnenda því ekki aðeins í sér beiðni um lögfræðilega álitsgerð heldur einnig um stefnumótun og lagasmíð. 16 54 Stefndi áréttar að dómstólar hafi talið það vera hlutverk löggjafans á grundvelli almennra valdheimilda sinna, sbr. 2. gr. stjórnarskrárinnar, og fjárstjórnarvalds, sbr. 41. og 42. gr. stjórnarskrárinnar, að setja reglur um það hvernig skipulagi bótagreiðslna almannatryggingakerfisins sé háttað, að gættu ákvæði 76. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. m.a. Hæstaréttardóma í málum nr. 223/2016, 549/2003 og 125/2000. Þó dómstólar hafi vald til að meta hvort lagasetning um skipulag bótagreiðslna almannatrygginga samrýmist stjórnarskrá hafi Hæstiréttur talið að löggjafinn sé þess betur umkominn að ákveða hvernig því skipulagi skuli háttað. 55 Stefndi telur að kröfugerð stefnenda í heild sinni sé vanreifuð þar sem hún markist af því að ætlaðar vangreiðslur stefnda og ætlað tjón stefnenda leiði af því að stefnendur ha fi ekki fengið sérstaka uppbót vegna framfærslu, sbr. 2. mgr. 9. gr. laga nr. 91/1991, reiknaða út með sama lækkunarhlutfalli og frítekjumarki og gilti um greiðslu sameinaðs ellilífeyris, sbr. 23. gr. laga nr. 100/2007, eftir breytingar sem gerðar voru með lögum nr. 116/2016. 56 Stefndi fellst ekki á að þau ákvæði stjórnarskrár sem stefnendur vísi til hafi staðið til þess að á umræddu tímabili hafi við útreikning sérstakrar uppbótar átt að beita lækkunarhlutfalli og frítekjumörkum annars bótaflokks (ellilífey ris), sem byggðust á öðrum forsendum. Telji stefnendur að tilhögun á útreikningi uppbótarinnar samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga um félagslega aðstoð hafi ekki verið í samræmi við stjórnarskrá, sbr. einkum 76. gr. um rétt til lágmarksframfærslu, fái stefndi ekk i séð hvernig kröfugerð í stefnu þjóni markmiðum slíkrar málssóknar. 57 Stefndi telur einnig að með kröfugerðinni sé falast eftir ákvörðun dómstóla um málefni, sem heyri undir almenna löggjafann að taka afstöðu til, þ.e. að ákveða að hvaða marki draga eigi úr áhrifum viðmiðunartekna við útreikning sérstakrar uppbótar, eða m.ö.o. hver eigi að vera fjárhæð þeirrar aðstoðar sem stefnendur gera tilkall til vegna örorku. Stefndi bendir á í þessu samhengi að með lögum nr. 97/2019 hafi verið gerðar breytingar á útrei kningi sérstakrar uppbótar frá 1. janúar 2019, með það að markmiði að draga úr áhrifum tekna, sem fólu m.a. í sér að í stað þess að miða við 100% af viðmiðunartekjum var miðað við 65%. 58 Stefndi áréttar að stefnendur hafi, eins og að framan greinir, ekki fæ rt nein haldbær rök fyrir því að örorkulífeyrisþegar hafi í kjölfar laga nr. 116/2016 öðlast tilkall til þess að fá uppbótina reiknaða út með sama lækkunarhlutfalli og frítekjumarki og þar var ákveðið að gilti um ellilífeyri. Varakrafa stefnanda A sé því m iðuð við hugsanlegt tjón, á tilbúnum forsendum. Með hliðsjón af því að réttindakerfi aldraðra sé byggt upp með öðrum hætti en örorkukerfið sé sömuleiðis óljóst í hverju ætlað tjón stefnenda felist og hver tengsl þess séu við ætlað skaðaverk. 59 Stefndi bendi r loks á, í tilefni af varakröfu stefnanda Öryrkjabandalags Íslands (þrautavarakröfu samkvæmt stefnu) og þrautavarakröfu stefnanda A, að umrætt lækkunarhlutfall og frítekjumark í tilviki ellilífeyris sé ekki tæk viðmiðun við útreikning sérstakrar uppbótar til öryrkja á umræddu tímabili, enda eigi hún við í öðru samhengi. Stefnendur hafi þar af leiðandi ekki afmarkað nægjanlega hvaða réttinda þeir telji sig njóta á grundvelli 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar, auk þess sem þeir hafi ekki sýnt fram á að slík viðmiðun hafi verið nauðsynleg til lágmarksframfærslu samkvæmt ákvæðinu. 60 Með vísan til þessa og með hliðsjón af svigrúmi löggjafans til að ákvarða skipulag bótagreiðslna almannatryggingakerfisins verði ekki séð að stefnendur hafi hagsmuni að lögum af því að fá sérstaklega leyst úr þrautarvarakröfum sínum og beri að vísa þeim frá dómi án kröfu, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga um meðferð einkamála. Þá feli kröfugerðin í reynd í sér að dómstólum sé ætlað að taka ákvörðun um málefni sem heyri undir handhafa löggjaf arvaldsins, sbr. t.d. dóma Hæstaréttar í málum nr. 223/2016 og nr. 595/2015. 61 Að því leyti sem ekki verði fallist á að framangreind sjónarmið leiði til frávísunar byggir stefndi einnig á þeim til stuðnings sýknukröfu sinni og áréttar að málatilbúnaður stefn enda lúti að viðurkenningu á réttindum sem ekki sé stoð fyrir í settum lögum. 62 Stefndi vísar til þess að bótaréttindi almannatrygginga fyrir aldraða og öryrkja hafi ekki með öllu verið hin sömu fyrir þá breytingu sem gerð var á réttindakerfi aldraðra með lö gum nr. 116/2016. 63 Stefndi hafnar því einnig að þær breytingar sem gerðar voru með lögum nr. 116/2016 hafi haft í för með sér skerðingu á rétti stefnanda A og annarra félaga í stefnanda Öryrkjabandalagi Íslands, sem 17 féllu undir ákvæði 2. mgr. 9. gr. laga n r. 99/2007 um greiðslu sérstakrar uppbótar. Lagabreytingin hafi lotið að réttindakerfi aldraðra og ekki lækkað greiðslur sem öryrkjar nutu samkvæmt lögum um almannatryggingar eða samkvæmt lögum um félagslega aðstoð. 64 Stefndi áréttar að sérstök uppbót vegna framfærslu sé hugsuð sem viðbót, sem nemi mismun heildartekna og greindra framfærsluviðmiða. Uppbótin bætist ofan á samanlagða fjárhæð þeirra bótagreiðslna sem viðkomandi hafi og annarra skattskyldra tekna. Ef þær tekjur viðkomandi eru samanlagt undir við miðunum sé heimilt að greiða uppbótina til viðbótar, í því skyni að viðkomandi hafi í heild a.m.k. tiltekna lágmarksfjárhæð sér til framfærslu. Uppbótin sé því ekki fyrirfram ákveðin eða áunnin fjárhæð, sem skerðist vegna annarra tekna, heldur uppbót ef he ildartekjur eru undir viðmiðunum. Því sé um að ræða félagslegan viðbótarstuðning, sem sé að fullu fjármagnaður úr ríkissjóði. 65 Að öllu virtu hafnar stefndi því að til bótaskyldu hafi stofnast á grundvelli sakarreglunnar eða b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabót alaga. Engri sök eða ólögmæti sé til að dreifa, auk þess sem ætlað tjón sé alls ósannað, sem og tengsl þess við ætlað skaðaverk. IV Niðurstöður 66 Dómkröfur stefnenda varða allar greiðslu sérstakrar uppbótar samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007 um félagslega aðstoð, með síðari breytingum. Ákvæðinu er samkvæmt orðanna hljóðan ætlað að tryggja örorku - og endurhæfingarlífeyrisþegum sérstaka uppbót á lífeyri ef sýnt þykir að þeir geti ekki framfleytt sér án þess, en samkvæmt 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar skal öllum, sem þess þurfa, tryggður réttur í lögum til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. 67 Við mat á því hvort lífeyrisþegi er talinn geta framfleytt sér án uppbótar samkvæmt áðurnefndri 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007, með síðari breytingum, ber að miða við að heildartekjur lífeyrisþegans séu undir tilteknum framfærsluviðmiðunum, sem ákveði n eru með lögum og reglugerðum á hverjum tíma, sbr. 2. mgr., sbr. 3. mgr., 9. gr. laga nr. 99/2007, með síðari breytingum, sbr. og reglugerð nr. 1052/2009, eins og henni var breytt með reglugerð nr. 1252/2016 vegna ársins 2017 og með reglugerð nr. 1191/201 7 vegna ársins 2018. 68 Dómkröfur stefnenda byggjast í raun á þeirri forsendu að ellilífeyrisþegar hafi, eftir þá kerfisbreytingu sem gerð var varðandi ellilífeyrisþega með lögum nr. 116/2016, notið betri réttinda en örorku - og endurhæfingarlífeyrisþegar, hva ð varðar rétt þeirra til lífeyris samkvæmt lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð, þ.á m. við skerðingu lífeyris vegna tekna. Örorku - og endurhæfingarlífeyrisþegar hafi að sama skapi misst af möguleikum til að njóta bættra kjara, sem elli lífeyrisþegar hafi notið eftir gildistöku nefndra laga, þ.m.t. við skerðingu hinnar sérstöku uppbótar vegna framfærslu, sbr. 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007, með síðari breytingum. 69 Vísa stefnendur sérstaklega til þess að ellilífeyrir umfram ákveðin frítek jumörk lækki um 45% af tekjum ellilífeyrisþega, sbr. 16. gr. laga um almannatryggingar, uns lífeyririnn falli niður, sbr. 1. mgr. 23. gr. sömu laga, eins og þeirri grein var breytt með 6. gr. laga nr. 116/2016. Réttur örorku - og endurhæfingarlífeyrisþega t il sérstakrar uppbótar vegna framfærslu, sbr. 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007, með síðari breytingum, hafi hins vegar áfram verið skertur um krónu á móti krónu á árunum 2017 og 2018 vegna tekna lífeyrisþegans. 70 Telja stefnendur að í þessu felist ólögmæt mi smunun af hálfu löggjafans, sem brjóti í bága við jafnræðisreglu 1. mgr. 65. gr. stjórnarskrárinnar, auk þess sem þau réttindi sem kveðið sé á um í 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007, með síðari breytingum, feli í sér rétt til aðstoðar í skilningi 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar og teljist að auki eign þeirra sem réttinn eiga, í skilningi 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr. 1. viðauka mannréttindasáttmála Evrópu. 71 Aðal - og varakröfur stefnenda, svo og þrautavarakrafa stefnanda A, byggjast nánar tiltekið a llar á þeirri forsendu að örorku - og endurhæfingarlífeyrisþegar hafi átt rétt á því að njóta sama skerðingarhlutfalls og ellilífeyrisþegar njóta við skerðingu ellilífeyris vegna tekna, sbr. 1. mgr. 23. gr. 18 laga nr. 100/2007, sbr. 6. gr. laga nr. 116/2016, þegar sérstök uppbót vegna framfærslu vegna áranna 2017 og 2018 var reiknuð út, sbr. 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007, sbr. 14. gr. laga nr. 116/2016. 72 Þannig beri að líta fram hjá orðum síðastnefndrar greinar um að miða hafi átt við heildartekjur lífeyrisþ ega við útreikning hinnar sérstöku uppbótar á umræddu tímabili, sbr. 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007, með síðari breytingum, sem feli í sér krónu fyrir krónu skerðingu, en beita í þess stað sömu skerðingarreglu og beitt er um ellilífeyrisþega við útreiknin g ellilífeyris, sbr. 1. mgr. 23. gr. laga nr. 100/2007 um almannatryggingar, með síðari breytingum. 73 Samkvæmt því skuli einungis 45% tekna örorku - og endurhæfingarlífeyrisþega koma til frádráttar við útreikning sérstakrar uppbótar á lífeyri vegna framfærsl u samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga um félagslega aðstoð, með síðari breytingum, en ekki allar tekjur viðkomandi eins og var á árunum 2017 og 2018 og umrætt lagaákvæði mælti fyrir um. 1 74 Með úrskurði dómsins, sem upp var kveðinn 3. nóvember 2020, komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að ekki væri efni til að vísa aðalkröfum stefnenda frá dómi vegna fyrirmæla 2. gr. stjórnarskrárinnar þar sem telja yrði að sakarefnið heyrði undir dómstóla, sbr. 1. mgr. 24. gr. laga nr. 91/1991. Þá yrði ekki séð að aðalkröfur stefne nda og málsástæður að baki þeim væru svo vanreifaðar, sbr. d - og e - liði 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991, að frávísun þeirra varðaði. Ljóst væri að aðalkröfur stefnenda væru þrátt fyrir það orðalag sums staðar í stefnu. Þá yrði ekki annað séð en að stefnendur, sem allir voru örorku - og endurhæfingarlífeyrisþegar á umræddu tímabili, gætu átt lögvarða hagsmuni af kröfugerð sinni í málinu. 75 Samkvæmt 5. mgr. 112. gr. laga nr. 91/1991 getur dómari breytt ákvörðun sinni um atriði sem varða rekstur máls, svo og úrskurði sem felur ekki í sér lokaniðurstöðu máls, sbr. þó 2. mgr. 105 gr. laganna sem ekki á við hér. Af framangreindu leiðir að dómurinn telst ekki bundinn af f yrrgreindri niðurstöðu sinni varðandi synjun um frávísun málsins meti hann það svo, að virtum þeim rökum sem fram komu við aðalmeðferð málsins, að réttast sé að vísa kröfum stefnenda frá dómi, að hluta eða að öllu leyti, eftir atvikum án kröfu ef það á við . 2 76 Með aðalkröfu sinni krefst stefnandi A þess að stefndi verði dæmdur til að greiða henni þá fjárhæð sem hún telur að hún hefði fengið greidda í formi sérstakrar uppbótar vegna framfærslu á árunum 2017 og 2018, ef tekjur hennar hefðu verið skertar með sama hætti og ef hún hefði verið ellilífeyrisþegi á þessu tímabili, sbr. það sem að framan var rakið, að teknu tilliti til þeirra frítekjumarka sem ellilífeyrisþegar nutu. 77 Ákvæði 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar hefur verið skýrt svo, sbr. meðal annars dóma Hæstaréttar í málum nr. 125/2000 og 223/2016, að skylt sé að lögum að tryggja rétt sérhvers einstaklings til að minnsta kosti lágmarks framfærslu eftir fyrirfram gefnu skipulagi, sem ákveðið sé á málefnalegan hátt. Hafi almenni löggjafinn vald um það hvernig því fyrirkomulagi skuli háttað. 78 Í 41. og 42. gr. stjórnarskrárinnar er kveðið á um fjárstjórnarvald löggjafans. Samkvæmt 41. gr. má ekkert gjald greiða af hendi nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum. Samkvæmt 41. gr. skal leggja f ram frumvarp til fjárlaga fyrir hvert reglulegt Alþingi, er taki til þess fjárhagsárs sem í hönd fer. Skal frumvarpið innihalda greinargerð um tekjur ríkisins og gjöld. 79 Skyldu sinni samkvæmt 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar hefur almenni löggjafinn si nnt meðal annars með setningu laga nr. 100/2007 um almannatryggingar og laga nr. 99/2007 um félagslega aðstoð. Eins og áður segir ákvað löggjafinn, með lögum nr. 116/2016, sem tóku gildi hinn 1. janúar 2017, að ólíkar reglur skyldu gilda um örorku - og endu rhæfingarlífeyrisþega annars vegar og ellilífeyrisþega hins vegar, þ.á m. varðandi meðhöndlun tekna lífeyrisþega við ákvörðun um lífeyrisgreiðslur þeim til handa. 19 80 Ef fallist yrði á aðalkröfu stefnanda ætti hún samkvæmt framansögðu betri rétt til lífeyris en lög nr. 100/2007 og 99/2007 mæltu fyrir um á þeim tíma sem hér um ræðir, eins og þau voru samþykkt af almenna löggjafanum. Þannig leitast stefnandi í reynd við að fá ákvörðun dómstóla um fjárhæð þeirrar aðstoðar sem hún telur sig eiga rétt á úr hendi st efnda vegna örorku sinnar, sbr. 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar, sem er umfram það sem leiðir af almennum lögum þess tíma sem hér um ræðir. 81 Í aðalkröfu stefnanda felst þannig, að dómstólum er ætlað að taka ákvörðun um málefni sem heyrir undir handhafa l öggjafarvaldsins samkvæmt framangreindum ákvæðum stjórnarskrárinnar. Slíkt gengur í berhögg við 2. gr. hennar. Dómstólar geta með öðrum orðum ekki fært stefnanda rétt sem ekki er stoð fyrir í settum lögum og er jafnvel í andstöðu við vilja löggjafans, eins og hér háttar til. Af þeim sökum verður ekki hjá því komist að vísa aðalkröfu stefnanda A frá dómi, með vísan til 1. mgr. 24. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. til hliðsjónar dóma Hæstaréttar í málum nr. 223/2016 og 595/2015. 3 82 Aðalkrafa stefnanda Öryrkjabandalags Íslands lýtur að viðurkenningu greiðsluskyldu samsvarandi fjárhæðar og meðstefnandi A krefst greiðslu á í málinu gagnvart öðrum örorku - og endurhæfingarlífeyrisþegum, sem voru í áþekkri stöðu og A á tímabilinu 2017 2018, þ.e. þei rrar fjárhæðar sem bætur til örorku - og endurhæfingarlífeyrisþega sem uppfylltu á þessu tímabili skilyrði til bóta voru skertar um 1. janúar 2017 til 31. desember 2018 umfram það sem þær hefðu verið skertar ef hlutaðeigandi félagsmaður hefði verið ellilífe yrisþegi. 83 Með sama hætti og sömu rökum og í tilviki stefnanda A geta dómstólar ekki tekið ákvarðanir um atriði sem almenna löggjafanum er ætlað að ákveða samkvæmt stjórnarskrá, eða fært örorku - og endurhæfingarlífeyrisþegum betri rétt til lífeyrisgreiðslna á grundvelli laga um almannatryggingar eða laga um félagslega aðstoð en leiðir af ákvæðum þeirra laga. Þegar af þeirri ástæðu ber að vísa aðalkröfu stefnanda Örorkubandalags Íslands, í stafliðum a, b og c, frá dómi, sbr. 1. mgr. 24. gr. laga nr. 91/1991 o g dóma Hæstaréttar í málum nr. 223/2016 og 595/2015. 4 84 Með varakröfu sinni leitar stefnandi A viðurkenningar á því að stefnda hafi verið óheimilt að skerða lífeyrisgreiðslur til hennar um sem nam meira en 45% af tekjum hennar samkvæmt 16. gr. laga nr. 10 0/2007 sem voru umfram 25.000 krónur á mánuði. Byggist krafan á því að löggjafinn hafi með ákvörðun sinni um að beita öðrum reglum um örorku - og endurhæfingarlífeyrisþega en ellilífeyrisþega, við skerðingu bóta vegna tekna, farið á svig við grundvallarregl ur stjórnarskrárinnar og skert stjórnarskrárvarin réttindi stefnanda. 85 Við aðalmeðferð málsins féll stefnandi Öryrkjabandalag Íslands frá sambærilegri kröfu vegna annarra örorku - og endurhæfingarlífeyrisþega. Var það gert í kjölfar úrskurðar Landsréttar í máli nr. 157/2021. Í þeim úrskurði var komist að þeirri niðurstöðu að Öryrkjabandalag Íslands gæti ekki í eigin nafni og með vísan til 3. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 haft uppi kröfu um greiðslu skaðabóta vegna félagsmanna sinna, enda yrði dómur um viðurk enningu á bótaábyrgð ekki felldur nema einstök tjónstilvik yrðu skoðuð, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar í máli nr. 520/1997, sem birtur er á bls. 18 og áfram í dómasafni réttarins árið 1998. Kemur krafa stefnanda Öryrkjabandalags Íslands um viðurkennin gu bótaskyldu af þessum sökum ekki til frekari skoðunar í máli þessu. 86 Þótt dómstólar hafi samkvæmt framansögðu ekki talið sér fært að taka ákvörðun um málefni, sem heyrir undir handhafa löggjafarvaldsins samkvæmt ákvæðum stjórnarskrárinnar, þá hafa þeir ei gi að síður talið sér fært að meta hvort ákvarðanir löggjafans í þeim efnum samrýmist grundvallarreglum stjórnarskrárinnar, sbr. meðal annars dóma Hæstaréttar í málum nr. 125/2000 og 223/2016. 87 Að framangreindu virtu verður stefnandi A talin eiga lögvarða hagsmuni af því að fá úrlausn dómsins um varakröfu sína, sbr. 1. mgr. 24. gr. og 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991. 88 Varakrafa stefnanda byggist aðallega á sakarreglu íslensks skaðabótaréttar en til vara á því að hin ólögmæta skerðing sérstakrar uppbótar sam kvæmt 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007, með síðari 20 breytingum, hafi falið í sér ólögmæta meingerð í garð stefnanda, sem stefndi beri ábyrgð á, sbr. b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 og 13. og 41. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 6 2/1994. 89 Vísar stefnandi einkum til þess, sem fyrr segir, að jafnræðis hafi ekki verið gætt við skerðingu bóta vegna tekna og eignarréttur hennar hafi verið skertur með ólögmætri skerðingu bóta vegna tekna, sbr. 1. mgr. 65. gr. og 72. gr. stjórnarskrárinna r, 14. gr. mannréttindasáttmála Evrópu og 1. gr. 1. samningsviðauka sáttmálans. 90 Varakrafan byggir á þeirri forsendu að örorku - og endurhæfingarlífeyrisþegar annars vegar og ellilífeyrisþegar hins vegar hafi verið í sömu stöðu, þ.m.t. hvað varðaði sérstaka uppbót vegna framfærslu, sbr. 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007, allt fram til 1. janúar 2017, er lög nr. 116/2016 tóku gildi. Frá og með þeim tíma hafi hins vegar ólíkar reglur gilt um þessa tvo hópa lífeyrisþega og rétt þeirra til lífeyris, þ.á m. um vægi tekna við útreikning lífeyris. 91 Telur stefnandi að eftir sem áður sé um sambærilega hópa að ræða. Réttindi annars þeirra, ellilífeyrisþega, hafi verið bætt með lögum nr. 116/2016, sem geri meðal annars ráð fyrir skerðingu bóta um sem nemur 45% af tekjum vi ðkomandi sem eru umfram tiltekin frítekjumörk. Réttindi örorku - og endurhæfingarlífeyrisþega hafi hins vegar að mestu haldist óbreytt eftir gildistöku áðurnefndra laga, þ.m.t. hvað varðar vægi tekna við skerðingu lífeyrisgreiðslna. Þar sé um að ræða mismun un sem brjóti í bága við 1. mgr. 65. gr. stjórnarskrárinnar, auk þess sem skerðing umfram 45% af þeim tekjum samkvæmt 16. gr. laga nr. 100/2007 sem umfram eru 25.000 krónur á mánuði, feli í sér brot á stjórnarskrárvörðum eignarrétti stefnanda, sbr. 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr. 1. viðauka við sáttmálann. 92 Byggir stefnandi í raun á því, að þar sem örorku - og endurhæfingarlífeyrisþegar annars vegar og ellilífeyrisþegar hins vegar séu sambærilegir hópar, sem hafi verið í nákvæmlega sömu stöðu fram til lo ka árs 2016 hvað varðaði rétt þeirra til sérstakrar uppbótar vegna framfærslu, þá hafi löggjafinn ekki mátt með lögum nr. 116/2016 breyta fyrirkomulagi mála varðandi annan hópinn, ellilífeyrisþega, án þess að breyta samhliða og með nákvæmlega sama hætti fy rirkomulagi mála varðandi örorku - og endurhæfingarlífeyrisþega, nema því aðeins að unnt væri að réttlæta slíka breytingu á málefnalegan hátt. 5 93 Hendur almenna löggjafans til breytinga á lögum verða ekki bundnar við það eitt að löggjafinn hafi áður ákveðið að sömu reglur skuli gilda um tiltekna aðila. Á hinn bóginn verða mismunandi skilyrði fyrir réttindum eða skyldum að byggjast á málefnalegum forsendum þegar um sambærileg tilvik er að ræða. Ef ekki er um sambærileg tilvik að ræða er aftur á móti alla jafn a ekki þörf fyrir frekari rannsókn á því hvort málefnaleg rök séu fyrir mismunun. 94 Almennt séð er ekki hægt að fullyrða að staða örorku - og endurhæfingarlífeyrisþega sé í öllu tilliti hin sama eða sambærileg stöðu ellilífeyrisþega, hvorki fyrir né eftir gildistöku laga nr. 116/2016, t.d. hvað lífeyrisréttindi varðar, sbr. til að mynda eftirfarandi ummæli í dómi Hæstaréttar í máli nr. 125/2000, að margi r þeirra greiða ekki í sama mæli í lífeyrissjóð og geta því ekki öðlast sams konar réttindi úr 95 Í nefndu frumvarpi til laga nr. 116/2016 voru meðal annars lagðar til þær breytingar að sérstök uppbót til framfærslu samkvæmt lögum um fé lagslega aðstoð yrði sameinuð ellilífeyri og tekjutryggingu samkvæmt lögum um almannatryggingar í einn bótaflokk almannatrygginga, ellilífeyri. Ennfremur var lagt til að einungis 45% af öðrum tekjum ellilífeyrisþegans hefðu áhrif á fjárhæð ellilífeyrisins til lækkunar. Við meðferð málsins á Alþingi kom sömuleiðis fram tillaga um að tekið yrði upp almennt frítekjumark við útreikning ellilífeyris, sem nam 25.000 krónum fyrir hvern mánuð. 96 Framangreind kerfisbreyting tók sem fyrr segir einungis til ellilífeyris en ekki til örorku - og endurhæfingarlífeyris, en ekki mun hafa náðst sátt í áðurnefndri nefnd um endurskoðun almannatryggingalaga um að breytingarnar skyldu einnig ná til síðarnefnda hópsins. Skýrir það að 21 einhverju leyti hvers vegna lög nr. 116/2016 tóku aðeins til ellilífeyris en ekki jafnframt til örorku - og endurhæfingarlífeyris. 97 Upplýst er að stefnandi A var örorkulífeyrisþegi á árunum 2017 og 2018. Fékk hún sem slík greiddan gr unnlífeyri, tekjutryggingu, heimilisuppbót, aldurstengda örorkuuppbót, uppbót vegna reksturs bifreiðar og orlofs - og desemberuppbót samkvæmt lögum nr. 100/2007 og 99/2007. 98 Óumdeilt er einnig að staða stefnanda á umræddu tímabili var ekki þess eðlis að ski lyrði nefndrar 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007, sbr. 14. gr. laga nr. 116/2016, til að fá greidda sérstaka uppbót vegna framfærslu teldust uppfyllt í tilviki stefnanda, eins og þeim skilyrðum var lýst í lögum og reglugerð á þeim tíma. 99 Ástæða þess að stef nandi uppfyllti ekki skilyrði áðurnefndrar greinar til að fá greidda sérstaka uppbót vegna framfærslu var sú að heildartekjur hennar á árunum 2017 og 2018 voru yfir þeim viðmiðunarmörkum sem lýst var í 2. mgr. 9. gr. laga um félagslega aðstoð, með síðari b reytingum, og áðurnefndri reglugerð nr. 1052/2009, með síðari breytingum. Stefnandi átti þar af leiðandi ekki rétt á sérstakri uppbót vegna framfærslu, þar sem hún uppfyllti ekki skilyrði lagaákvæðisins. Hún tilheyrði því ekki þeim afmarkaða hópi örorku - o g endurhæfingarlífeyrisþega sem ákvæðið tók til. 100 Frá og með gildistöku laga nr. 116/2016 þann 1. janúar 2017 féllu ellilífeyrisþegar sem fyrr segir utan þess hóps sem gat átt rétt á sérstakri uppbót vegna framfærslu, sbr. 2. mgr. 9. gr. laga um félagsleg a aðstoð, sbr. 14. gr. laga nr. 116/2016. Ellilífeyrisþegar áttu þar af leiðandi ekki rétt á sérstakri uppbót á lífeyri samkvæmt umræddri lagagrein. Átti það við um alla ellilífeyrisþega óháð tekjum hvers og eins. Um þá giltu aðrar reglur samkvæmt því sem rakið er hér að framan. 101 Eigi að síður er ljóst af framansögðu, að stefnandi var í nákvæmlega sömu stöðu og ellilífeyrisþegar eftir gildistöku laga nr. 116/2016, að því er varðaði rétt hennar til sérstakrar uppbótar á lífeyri vegna framfærslu, þar sem hvoru gur þessara aðila uppfyllti skilyrði 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007, sbr. 14. gr. laga nr. 116/2016, til að fá slíka uppbót greidda, þótt af ólíkum ástæðum væri og þótt aðstæður þessara aðila væru ósambærilegar að öðru leyti. 102 Þar sem hvorki stefnandi né ellilífeyrisþegar uppfylltu skilyrði 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007 til að njóta sérstakrar uppbótar vegna framfærslu eftir gildistöku laga nr. 116/2016 er þegar af þeirri ástæðu ljóst að ekki var um að ræða mismunun, hvað varðaði rétt stefnanda til sérst akrar uppbótar samkvæmt nefndri lagagrein, ellilífeyrisþegum til hagsbóta en stefnanda til tjóns. 103 Því til viðbótar og óháð öðru verður ekki séð að hægt sé að leggja ákvæði 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007, með síðari breytingum, að jöfnu við ákvæði 23. gr. laga nr. 100/2007, með síðari breytingum. Efni þessara ákvæða er frábrugðið, tilgangur þeirra er ólíkur og þau taka til mismunandi hópa lífeyrisþega, í öðru tilviki afmarkaðs hóps örorku - og endurhæfingarlífeyrisþega, en í hinu tilvikinu allra ellilífeyri sþega. Ákvæðin eru samkvæmt því ólík í eðli sínu, svo og hvað varðar uppbyggingu og efni. 104 Ákvæði 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007, sbr. 3. mgr. sömu greinar, með síðari breytingum, felur ekki í sér skerðingu bóta, ólíkt því sem stefnandi hefur haldið fram í máli þessu, heldur útlistun á skilyrðum þess að skapast geti réttur til sérstakrar uppbótar vegna framfærslu, þ.e. réttur til viðbótarstuðnings ef þörf er á svo að viðkomandi geti framfleytt sér, sbr. 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar. Þótt miða skyldi v ið heildartekjur, krónu fyrir krónu, við þann útreikning á árunum 2017 og 2018 var eftir sem áður um að ræða skilyrði þess að bótaréttur stofnaðist, en ekki skerðingu bótaréttar sem þegar hafði stofnast, ólíkt því sem er samkvæmt 1. og 2. mgr. 23. gr. laga nr. 100/2007, með síðari breytingum. 105 Að því virtu og með hliðsjón af öðru sem rakið hefur verið hér að framan telur dómurinn að hér sé ólíku saman að jafna og alls ekki um sambærileg tilvik að ræða. Ekki er þar af leiðandi hægt að fallast á með stefnand a að einungis skuli reikna með 45% af tekjum örorku - og endurhæfingarlífeyrisþega, í þessu tilviki stefnanda, við útreikning sérstakrar uppbótar vegna framfærslu, sbr. 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007, sbr. 14. gr. laga nr. 114/2016. Slík skýring á sér hvor ki stoð í ákvæðinu sjálfu né heldur í öðrum lögum, heldur er hún þvert á móti í andstöðu við orðalag ákvæðisins og vilja löggjafans. Þá verður hún heldur ekki leidd af þeirri staðreynd að ólíkar reglur gildi annars vegar um ellilífeyrisþega og hins vegar u m örorku - og endurhæfingarlífeyrisþega. 22 106 Almenni löggjafinn virðist auk þess samkvæmt framansögðu hafa gripið til ákveðinna mótvægisaðgerða þegar frá árinu 2017, til að bæta örorku - og endurhæfingarlífeyrisþegum upp þann mun sem var á stöðu þeirra og ellil ífeyrisþega eftir þær kerfisbreytingar sem lög nr. 116/2016 fólu í sér. Má í því samhengi vitna til þess sem rakið var hér að framan varðandi nefndarálit og breytingartillögur meirihluta velferðarnefndar við meðferð málsins á Alþingi, svo og eftirfarandi h ækkun á framfærsluviðmiðunum samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007, með síðari breytingum, sem hugsuð var til að koma til móts við örorku - og endurhæfingarlífeyrisþega í tengslum við gildistöku laga nr. 116/2016. 107 Að framangreindu virtu er ekki unnt a ð fallast á þá málsástæðu stefnanda að fyrirkomulag ákvörðunar um sérstaka uppbót á lífeyri vegna framfærslu, sbr. 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007, sbr. 14. gr. laga nr. 116/2016, hafi falið í sér ólögmæta mismunun gagnvart stefnanda og þar með brot gegn 1 . mgr. 65. gr. stjórnarskrárinnar. Þarf því þegar af þeirri ástæðu ekki að taka afstöðu til þess hvort sá mismunur hafi átt sér hlutlægar, málefnalegar og hófsamar forsendur. 108 Ekki er heldur hægt að fallast á það með stefnanda að eignarréttindi hennar ha fi verið skert, sbr. 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr. 1. samningsviðauka mannréttinda - sáttmála Evrópu, enda er ekki fallist á að stefnandi hafi átt rétt á sérstakri uppbót vegna framfærslu á árunum 2017 og 2018, að virtum gögnum málsins og því sem raki ð hefur verið hér að framan. Þar af leiðandi var hvorki um að ræða eign í skilningi nefndra lagaákvæða né skerðingu eignar. Þarf því þegar af þeirri ástæðu ekki að taka afstöðu til þess hvort meint skerðing eignarréttinda stefnanda hafi gengið lengra en na uðsyn krefji, sbr. nefnd lagaákvæði. 109 Af framangreindu leiðir að ákvörðun löggjafans um það hvernig fyrirkomulag greiðslu sérstakrar uppbótar vegna framfærslu, sbr. 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007, sbr. 14. gr. laga nr. 116/2016, skyldi háttað, þ.m.t. að ól íkar reglur skyldu gilda um ellilífeyrisþega annars vegar og örorku - og endurhæfingarlífeyrisþega hins vegar, gat hvorki talist saknæm, né heldur gat hún falið í sér ólögmæta meingerð í garð stefnanda, sbr. b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga. 110 Því til við bótar verður ekki séð hvernig stefndi geti borið ábyrgð á ákvörðun löggjafans um breytingu á fyrirkomulagi lífeyrisgreiðslna til ellilífeyrisþega annars vegar og örorku - og endurhæfingarlífeyrisþega hins vegar, sbr. lög nr. 116/2016, eða á afleiðingum þeir rar ákvörðunar. 111 Ágreiningslaust er að greiðslur stefnda til stefnanda A á árunum 2017 og 2018 voru byggðar á ákvæðum þágildandi laga og í samræmi við texta þeirra, eins og hann hafði verið samþykktur af löggjafanum, sbr. meðal annars lög nr. 100/2007 og 9 9/2007, með síðari breytingum. Sú háttsemi stefnda og starfsmanna hans, að framfylgja í góðri trú lögum landsins, eins og þau voru á þeim tíma sem mál þetta varðar, getur hvað sem öðru líður hvorki talist saknæm né ólögmæt né falið í sér ólögmæta meingerð í garð stefnanda, sbr. b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga. 112 Að öllu framangreindu virtu ber að sýkna stefnda af varakröfu stefnanda A. 6 113 Með þrautavarakröfu stefnanda A og varakröfu stefnanda Öryrkjabandalags Íslands (þrautavarakröfu samkvæmt stefnu) l eitast stefnendur við að fá dóm um að stefnda hafi verið óheimilt, á tímabilinu 1. janúar 2017 til 31. desember 2018, að skerða greiðslur sérstakrar uppbótar samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007, með síðari breytingum, til örorku - og endurhæfingarlífey risþega vegna tekna þeirra samkvæmt 16. gr. laga nr. 100/2007 umfram 45% af þeim tekjum sem voru umfram 25.000 krónur á mánuði. 114 Framangreindar kröfur stefnenda eru ekki rökstuddar sérstaklega í stefnu, ólíkt öðrum kröfum þeirra. Ekki liggur þannig fyrir á hvaða málsástæðum eða lagagrunni kröfurnar byggjast, eftir atvikum umfram þær málsástæður og lagarök sem byggt er á varðandi aðrar kröfur stefnanda, sbr. það sem að framan var rakið. 115 Samkvæmt 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 skal í stefnu greina svo glöggt sem verða má þær málsástæður sem stefnandi byggir málsókn sína á, svo og önnur atvik sem þarf að greina til þess að samhengi málsástæðna verði ljóst, sbr. e - lið 1. mgr. 80. gr. laganna. Skal þessi lýsing vera gagnorð og 23 svo skýr að ekki fari milli mála hv ert sakarefnið er. Samkvæmt f - lið sömu málsgreinar sömu greinar ber jafnframt í stefnu að vísa til helstu lagaákvæða og réttarreglna sem stefnandi byggir málatilbúnað sinn á. 116 Samkvæmt 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 getur aðili leitað viðurkenningardóms um kröfur sínar, að því tilskildu að hann hafi lögvarða hagsmuni af því að fá skorið úr um tilvist eða efni réttinda eða réttarsambands. Dómstólar verða hins vegar ekki krafðir álits um lögfræðileg efni eða hvort tiltekið atvik hafi gerst nema að því leyti sem er nauðsynlegt til úrlausnar um ákveðna kröfu í dómsmáli, sbr. 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991. 117 Samkvæmt 3. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 getur félag eða samtök manna í eigin nafni rekið mál til viðurkenningar á tilteknum réttindum félagsmanna eða til lausnar undan tilteknum skyldum þeirra, enda samrýmist það tilgangi félagsins eða samtakanna að gæta þeirra hagsmuna sem dómkrafan tekur til. 118 Málatilbúnaður stefnenda hvað varðar þrautavarakröfu stefnanda A og varakröfu Öryrkjabandalags Íslands er samkvæmt framansögðu ekki í samræmi við áskilnað e - og f - liða 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um skýran og ótvíræðan málatilbúnað. Verður að telja að þeir annmarkar sem á málatilbúnaði stefnenda eru hvað þessar kröfur varðar komi niður á möguleikum stefnda til að grípa til viðeigandi varna, sem og möguleikum dómsins til að semja dóm í málinu, sbr. 1. og 2. mgr . 111. gr. laga nr. 91/1991. 119 Þá verður eigi heldur séð að stefnendur hafi fært fyrir því viðhlítandi rök að þeir hafi hagsmuni af því að leita dóms um þessar kröfur sínar, sbr. 1. og 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991, þ.á m. að teknu tilliti til þess sem að framan var rakið um valdmörk almenna löggjafans og dómstóla, sbr. 1. mgr. 24. gr. laga nr. 91/1991 og 2. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. og dóma Hæstaréttar í málum nr. 223/2016 og 595/2015. 120 Stefnandi Öryrkjabandalag Íslands hefur eigi heldur, að mati dómsi ns, rökstutt með fullnægjandi hætti að hann geti haft uppi þá kröfu sem um ræðir, sbr. 3. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991. Aðild stefnanda að málinu og kröfugerð er ekki studd nokkrum gögnum, svo sem samþykktum samtakanna eða öðrum gögnum sem rennt geta stoð um undir aðild stefnanda og heimild til kröfugerðar í málinu fyrir hönd félagsmanna sinna, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar í máli nr. 520/1997, sem birtur er á bls. 18 og áfram í dómasafni réttarins frá árinu 1998, og úrskurð Landsréttar í málinu nr. 1 57/2021. 121 Í því samhengi er ekki hægt að horfa fram hjá því að kröfugerð stefnanda Öryrkjabandalags Íslands er opin og almenn, en óhjákvæmilegt er að leggja mat á aðstæður hvers og eins lífeyrisþega við mat á því hvort viðkomandi eigi rétt á sérstakri uppb ót vegna framfærslu samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007, með síðari breytingum. 122 Að þessu virtu og með hliðsjón af öðru því sem að framan hefur verið rakið verður ekki hjá því komist að vísa þrautavarakröfu stefnanda A og varakröfu stefnanda Öryrkja bandalags Íslands frá dómi vegna vanreifunar. 7 123 Með hliðsjón af atvikum öllum og 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 þykir rétt að hvor aðili um sig beri sinn kostnað vegna málsins. 124 Af hálfu stefnenda flutti málið Flóki Ásgeirsson lögmaður. 125 Af hálfu stefnda flutti málið Eiríkur Áki Eggertsson lögmaður. 126 Jóhannes Rúnar Jóhannsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómarinn tók við málinu þann 14. janúar 2021 en hafði ekki haft afskipti af því fyrir þann tíma. Dómsorð: Aðalkröfum stefnenda, A og Öryrkjabanda lags Íslands, varakröfu Öryrkjabandalags Íslands (þrautavarakröfu samkvæmt stefnu) og þrautavarakröfu A er vísað frá dómi. Stefndi, Tryggingastofnun ríkisins, er sýkn af varakröfu stefnanda, A. Málskostnaður fellur niður. 24