LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 18. júní 2021. Mál nr. 99/2021 : Ákæruvaldið (Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari ) gegn X (Arnar Kormákur Friðriksson lögmaður) Lykilorð Manndráp. Sönnun. Sýkna. Útdráttur X var ákærður fyrir manndráp samkvæmt 211. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa veist með ofbeldi að A á svölum íbúðar og í kjölfarið kastað honum fram af svölunum þannig að A féll 6,96 metra niður á steypta stétt og lést skömmu síðar af áverkum sínum. Í dómi Landsréttar kom fram að ekkert vitni bæri um það sem X væri gefið að sök og sýnileg sönnunargögn sönnuðu ekki háttsemina. Byggði Á á því að sérfræðileg sönnunargögn, annars vegar réttarmeinafræðileg gögn og hins vegar raunvísindaleg gögn um ferla við fall fram af svölum, sönnuðu háttsemi X. Landsréttur, sem skipaður var sérfróðum meðdómendum, fór yfir hin réttarmeinafræðilegu gögn og taldi þau ekki sanna háttsemi X. Þá útilokuðu hin raunvísindalegu gögn ekki að A hefði getað stokkið fram af svölunum og lent með þeim hætti sem hann gerði. Talið var að þeir áverkar sem greindust á iljum brotaþola rímuðu ekki sérstaklega við þá atburðarás sem Á byggði á í málinu. X hefði byggt á því að A kynni að hafa verið að reyna stökk fram af svölunum sem þeir hefðu lært í herþjónustu, en X sýndi við vettvangsgöngu tvívegis slíkt stökk fram af vegg og lýsti stökkinu nánar í skýrslu sinni fyrir Landsrétti. Stökk í þessa veru gæti hafa orðið til þess að brotaþoli lenti þar sem hann lenti, í þeirri stellingu sem hann endaði í, auk þess sem þa ð gæti skýrt áverkana á iljum brotaþola. Slíkt stökk væri hvorki að finna í greiningu sérfræðings lögreglu né dómkvadds matsmanns og lögregla virtist ekkert hafa rannsakað þennan möguleika frekar. Taldi Landsréttur ekki sannað, svo að hafið væri yfir skyns amlegan vafa, að X hefði gerst sekur um þá háttsemi sem lýst væri í ákæru. Var X því sýknaður af kröfum Á. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson , Eiríkur Jónsson og Jón Höskuldsson og Snorri Þ. Ingvarsson, pr ófessor í eðlisfræði, og Þóra S. Steffensen réttarmeinafræðingur. 2 Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 11. febrúar 2021 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 29. janúar 2021 í málinu nr. S - /2020 . 2 Ákæruvaldið krefst þess að ákærði verði sakfelldur í samræmi við ákæru og refsing hans staðfest. 3 Ákærði krefst þess aðallega að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferð ar og dómsálagningar að nýju. Til vara krefst ákærði sýknu en að því frágengnu vægustu refsingar sem lög leyfa og að gæsluvarðhald sem ákærði hefur sætt, fyrst frá 9. desember 2019 til 21. janúar 2020 og síðan óslitið frá 29. janúar 2021, komi til frádrátt ar dæmdri fangelsisrefsingu. 4 Við aðalmeðferð fyrir Landsrétti gáfu ákærði og vitnið Y viðbótarskýrslu auk þess sem spiluð var upptaka af skýrslum þeirra fyrir héraðsdómi. Vitnin Z , Þ , F og E gáfu einnig viðbótarskýrslu fyrir réttinum auk þess sem spiluð va r upptaka af skýrslu vitnisins B fyrir héraðsdómi. Þá gengu dómendur á vettvang 11. maí 2021. Málsatvik og sönnunarfærsla 5 Í málinu er ákærða gefið að sök manndráp með því að hafa sunnudaginn 8. desember 2019, í íbúð að í Reykjavík, veist með ofbeldi að A á svölum íbúðarinnar, slegið hann hnefahöggum og sparkað í líkama hans og höfuð auk þess að slá hann þungu höggi í höfuðið með óþekktu áhaldi og í kjölfarið kastað honum fram af svölunum þannig að A féll 6,96 metra niðu r á steypta stétt og lést skömmu síðar af áverkum sem hann hlaut á heila, brjóstkassa og brjóstholslíffærum. Telst þetta varða við 211. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 6 Líkt og rakið er í hinum áfrýjaða dómi greindi ákærði ítrekað frá því í fyrstu s kýrslum sínum hjá lögreglu að brotaþoli hefði farið með honum út á svalir en þegar ákærði hefði snúið sér við eftir að hafa kveikt í sígarettu hefði hann verið horfinn. Fyrir héraðsdómi bar ákærði aftur á móti að hann myndi ekki eftir brotaþola á svölunum. Honum hafi þó fundist, er hann stóð upp til að fara út að reykja, sem brotaþoli hefði verið að gera eins, það er að standa upp og fara í sömu átt og ákærði. Hann kannaðist við að hafa slegið brotaþola utan undir með lófa inni í íbúðinni. Skýrði hann það m eð því að brotaþoli hefði viljað hlusta á rússneska tónlist frá , sem hafi gert brotaþola leiðan og ákærði ekki verið sáttur við. Þeir hafi ekki farið að rífast og brotaþoli bara tekið þessu vel. Sagði ákærði að þeir hefðu meðal annars talað um herþjónu stu sem þeir hefðu sinnt, hvernig fólk þar væri þjálfað til þess að stökkva úr mikilli hæð og tækni í því sambandi. Kvaðst ákærði hafa sagt brotaþola frá því að hann hefði nýlega framkvæmt slíkt stökk sjálfur á vinnusvæði á Íslandi. Vitnið Æ bar fyrir héra ðsdómi brotaþola ofbeldi eða kastað honum fram af svölunum, líkt og hann hefur gert frá 3 upphafi. Við v ettvangsgöngu Landsréttar sýndi ákærði tvívegis stökk fram af vegg sem hann telur að brotaþoli hafi verið að reyna og lýsti stökkinu nánar í skýrslu sinni fyrir dóminum. Það væri framkvæmt með þeim hætti að hangið væri fram af veggnum, með andlitið að honu m, spyrnt aftur á bak með báðum fótum og snúið sér við í loftinu. Kvað hann síðara stökkið sem hann sýndi við vettvangsgönguna, þar sem hann endaði liggjandi, hafa mistekist vegna þess að annar fóturinn hefði verið laus og hann ekki náð að festa hann eins og gera ætti. 7 Ákærði bjó í íbúðinni er atvik gerðust en brotaþoli var þar gestkomandi. Með þeim voru í íbúðinni umrætt sinn vitnin Z , Þ , Æ og Y . Í skýrslum þeirra fyrir héraðsdómi vísuðu þeir allir til ölvunar umrætt sinn en áfengismagn í blóði þeirra mældist á bilinu 1,98 til 3,33 prómill og 2,95 prómill hjá ákærða. Gátu vitnin lítið borið um málsatvik sem þýðingu hafa við úrlausn málsins, ef fr á er talinn Y . Y hefði orðið milli ákærða og brotaþola. Einhverjar ýtingar hefðu orðið þeirra á milli og brotaþoli verið sleginn nokkrum sinnum. Átökin hefðu færst út á svalir, þangað sem brotaþoli og ákærðu hefðu farið. Vitnið h efði ekki séð átök á svölunum eða hvað gerðist þar en hafi í kjölfarið séð ákærða einan á svölunum. Spurður hvernig ákærði hefði verið þegar hann kom inn af svölunum kvað vitnið hann hafa verið eins og eitthvað hefði gerst og hann verið að slást eða eitthv að svoleiðis. Vitnið hefði, vegna útlits ákærða, strax áttað sig á því að eitthvað hefði gerst úti á svölunum og farið eftir smástund út á svalirnar og séð brotaþola liggjandi á jörðinni. Nánar spurður út í átökin inni í íbúðinni kvaðst vitnið hafa séð ákæ rða slá brotaþola með lófa í andlitið. Fyrir Landsrétti staðfesti vitnið framburð sinn fyrir héraðsdómi. Nánar spurður út í hvernig ákærði hefði slegið brotaþola inni í íbúðinni kvaðst hann halda að ákærði hefði slegið hann tvívegis með hægri lófa. 8 Vitnið B , sem býr í íbúð að , bar fyrir héraðsdómi að hún hefði heyrt kjaftagang í hærri kantinum af svölunum á íbúð , litið út um þann glugga sem er næstur svölunum og séð mann þar úti. Maðurinn hefði verið með hönd ofan á handriðinu og stutt sig við það eða hallað sér upp að því og horft yfir öxlina á sér. Hún hefði einungis séð einn mann á svölunum en ekki séð allar svalirnar. Eitthvað hefði orðið þess valdandi að hún hafi alveg misst sig og orðið svo hrædd að hún kallaði í eiginmann sinn og hljóp út úr herberginu. Henni fyndist hún síðan hafa heyrt einhvern dynk er hún kom fram á gang íbúðar sinnar. Kvað hún hljóðið ekki hafa verið eins og hurð að skella og tengdi það við fall brotaþola af svölunum. Hún hefði síðan farið inn í hjónaherbergið, litið ú t um gluggann, séð mann liggjandi þar fyrir neðan og hringt í 112. Spurð út í hvað hafi valdið hræðslu hennar sagðist hún eftir allan þennan tíma ekki vita það. Hún væri mikið búin að reyna að rifja þetta upp en það væri alveg ómögulegt. Í skýrslu sem teki n var af henni hjá lögreglu daginn sem atvik gerðust hvort að hann væri að gera sig til að klifra eða hvað eða bara missa jafnvægið eða n þó neitandi þeirri spurningu hvort henni hefði fundist maðurinn líklegur til að fara að klifra. Þar tók hún einnig fram að henni hefði 4 fundist maðurinn vera einhvern veginn hokinn og hangið svolítið yfir svalahandriðið. Við skýrslutöku hjá lögreglu sagði st hún ekki hafa séð þennan mann áður en að hún þekkti þrjá mannanna í íbúð í sjón. Fyrir dómi sagðist hún ekki muna hvort hún hafi þekkt manninn en að hún hefði sagt satt hjá lögreglunni og munað þetta svona þá. Eiginmaður B , G , bar fyrir dómi að hún hefði sagt honum að henni litist ekkert á það sem væri að gerast og hefði beðið hann um að líta út um gluggann. Henni hefði verið töluvert mikið brugðið. Hann kvaðst ekki muna hvað B nákvæmlega sagði við hann en í skýrslutöku hjá lögreglu 21. janúar 2020, er hann var spurður hvers vegna B hefði B e kki talið sig geta horft á það lengur. 9 Í skýrslu D réttarmeinafræðings um útvíkkaða réttakrufningu kemur fram að rannsóknarniðurstöður bendi sterklega til þess að dánarorsök brotaþola hafi verið áverkar á heila, brjóstkassa og brjóstholslíffæri. Tengir D flesta áverkana við fall á harðan flöt. Þar er á hinn bóginn lýst innkýldu broti á höfuðkúpu sem D telur ekki samræmast því að hafa orðið við fall úr hæð með lendingu á hart, flatt yfirborð. Útlit og staðsetning innkýlda þáttar brotakerfisins bendi möguleg a til þess að hann hafi komið til við högg annars manns með sljóu áhaldi. Fyrir héraðsdómi kvað D hlutinn sem um ræðir þó alveg geta verið ávalan stein eða gaddfreðinn klaka. Í skýrslu D er jafnframt lýst því mati að útlit og staðsetning áverka á hægra eyr nasvæði, ytri hluta hægra augnsvæðis og nefi bendi til þess að þeir hafi komið til við högg eða spörk annars manns. Þá er lýst sári á vinstri il en brotaþoli var berfættur er hann fannst eftir fallið. Telur D útlit sársins á ilinni benda til þess að það ha fi orðið fyrir skarpan skerandi kraft, annaðhvort í formi endurtekinna skurða með egghvössu áhaldi eða þrýstings eftir endilöngu yfirborði með marga hvassa, skerandi þætti. Kröftug skáhöll snerting við þann steinda vegg sem veit inn á svalir vettvangsins o g þekur handrið þeirra að utan gæti mögulega skýrt áverkann. Fyrir héraðsdómi nefndi D að slíkur eða utanverðu svalahandriðinu gæti gefið þessa áverkamynd og það án þess að blóð hefði orðið eftir atvik: þess með hvaða hætti [brotaþoli] féll af svölunum. Við sjálfsvíg með falli úr hæð er vanalegast að hæðin sé töluvert meiri og staðarvalið annað (eigið heimili, afske kkt utanhúss) en í tilfelli [brotaþola]. Handrið svalanna er hátt (121 cm) og nær yfir þyngdarmiðju líkama [brotaþola] sem gerir hras á svalagólfinu fyrir slysni með kjölfarandi falli yfir handriðið ólíklegt. Með vaxandi hliðlægri fjarlægð frá byggingunni má þá draga þá ályktun að sérstakur hliðlægur kraftur hafi komið til, t.d. 5 þvagi brotaþola hefði reynst 1,81 prómill og í útæðablóði 1,50 prómill. Engin lyf hefðu komið fram. 10 Undir rekstri málsins var E , sérfræðilæknir í réttarmeinafræði, dómkvaddur til að svara nánar tilteknum spurningum. Í matsgerð hans kemur meðal annars fram að unnt sé að útiloka með vissu að innkýlda höfuðkúpubrotið á brotaþola hafi orsakast af falli á al gjörlega sléttan flöt. Hins vegar gæti steinn eða annað upphleypt form á annars sléttum fleti hafa valdið brotinu í tengslum við fallið. Ætla mætti að stærð slíks hlutar þyrfti að lágmarki að vera um það bil 1,3 x 0,7 x 0,5 cm og ekki gæti talist líklegt a ð hann væri stærri en 4 x 4 cm. Í skýrslu fyrir Landsrétti kvað E þennan hlut hafa getað verið steinv ölu eða ísklump sem frosinn hefði verið fastur við jörðina. Fyrir héraðsdómi sagði hann meðal annars ið skoðun á höfuðkúpunni fundust engin engar ví sbendingar um að að um hafi verið að ræða tvö tvo brotaáverka, tvö brota a tvik. Þetta útilokar kannski ekki algjörlega að um hafi verið að ræða tvö tvö brotaatvik en en gerir þau Um áverka á il segir meðal annars í matsmanni er aðeins unnt að tengja áverkana á fótunum við smágerðu steinana á [brotaþoli] hafi þurft að vera staddur utan við svalir nar og með fæturna við ytri hlið þeirra. Áverkinn á vinstri ilinni vísar frekar til skástefnu og hefði t.d. getað orðið til ef fóturinn hefði runnið til á þessum fleti sem er alsettur smágerðum hvössum steinum. Á hægri fætinum eru aðeins stakir áverkar sem unnt er að skýra með þrýstingi á eða frá þessum f leti matsmaðurinn sú að hinn látni hafi fyrst runnið með iljarnar utan á svölunum, runnið eða fallið. Fallið hefur hafist með því að hann r ennur niður með utanverðum svölunum, snýst síðan í E að stefnan á á verkunum á vinstri il benti klárlega til þess að þeir hafi orðið til frekar við að renna, með að renna, eða hvað á maður að segja já skransa eða renna eða Fyrir Landsrétti bar hann að hreyfistefnan á áverkanum væri frá hæl eða il og í átt að tánum. Í matsgerðinni segir að á verka á nefi, hægri hlið andl itsins og hálsins sem og á hægra eyra sé ekki sjálfkrafa hægt að skýra með fallatvikinu. Þessir áverkar hljóti því að hafa orðið til fyrr. Staðsetning blóðkáms, sem var á svalahandriðinu, bendi enn fremur til þess að blæðandi áverki hafi orðið til rétt fyr ir fallið. 11 C , prófessor í vélaverkfræði, vann greiningu á falli brotaþola fyrir lögreglu. Við greininguna var stuðst annars vegar við hreyfifræðileg líkön sem sett hafa verið fram í fræðiritum og hins vegar tæknilega sviðsetningu sem lögreglan framkvæmdi. Í greiningu C er í fyrsta lagi komist að þeirri niðurstöðu að útilokað sé að brotaþoli hafi oltið eða fallið fram yfir svalahandriðið af slysni, enda nái manneskja sem falli með þeim hætti ekki þeirri fjarlægð frá brún svalahandriðsins sem brotaþoli lá í, sem var 3,31 metri. Í öðru lagi er þeirri niðurstöðu lýst að ef brotaþoli hefði staðið á handriðinu og stokkið fram af hefði hámarksfjarlægðin frá svalabrún að þeim stað þar sem hann 6 lenti verið 2,45 metrar. Samkvæmt þeirri niðurstöðu væri ólíklegt að han n hefði stokkið fram af brún svalahandriðsins. Í þriðja lagi segir í niðurstöðum C að einstaklingur eins og sá lögreglumaður sem tók þátt í sviðsetningunni geti kastað brotaþola 3,31 metra. Þá bendi áverkar á brotaþola til þess að hann hafi ekki verið viðb úinn því að falla fram af svölunum eða hann hafi verið meðvitundarlaus þegar hann féll. Fyrir héraðsdómi bar C að miðað við sviðsetninguna teldi hann líklegast að brotaþola hefði verið kastað fram af svölunum. Spurður um þá sviðsmynd að brotaþoli hafi svei flað sér upp á svalahandriðið og spyrnt sér frá því með iljum og jafnvel svölunum til þess að ná ákveðinni vegalengd. Það er í rauninni eina sem að ég get sagt og það er bara spurningin, ef maðurinn getur með einhverjum einhverjum aðferðum sko náð þessum hraða sem er sem þarf til þess að fara þessa vegalengd, þá nær hann 12 Undir rekstri málsins var F , dósent í verkfræði , dómkvaddur til að svara nánar tilteknum spurni ngum er lúta að falli brotaþola. Í matsgerð hans kemur fram að telja megi afar ósennilegt að brotaþoli hafi oltið fram af svölunum þar sem enginn utanaðkomandi kraftur verkaði. Ekki sé hægt að útiloka að hann hafi farið sjálfur fram af svölunum og myndi þá líklegasta atvikið vera eftir fall klofvega eða stökk af sjálfsdáðum. Mögulega hefði hann getað notað svalavegginn til að búa til þann lárétta kraft sem til þurfi til að enda 3,31 metra frá svalaveggnum. Þá segir í matsgerðinni að telja megi mjög líklegt að brotaþoli hafi fallið aftur fyrir sig þar sem láréttum krafti sem gæti hraðað brjóstholinu frá kyrrstöðu og upp í hraða af stærðargráðunni 13 - 15 m/s verkaði á módelið. Erfitt sé að útskýra slíkan kraft sem verki á brjóstholið öðruvísi en að hann hafi ko um hvort ein framangreindra sviðsmynda sé líklegri en önnur er svarað svo í matsgerðinni að líklegast sé að brotaþoli hafi fallið aftur fyrir sig vegna ytri lárétts krafts. Einnig sé mögule gt að hann hafi oltið klofvega af svalahandriðinu en það sé öllu ólíklegra. Þá sé ekki heldur hægt að útiloka stökk af svalahandriðinu þar sem sá kraftur sem þurfi til að spyrna sér frá svalahandriðinu sé sambærilegur þeim að stökkva tæpan einn metra án at rennu. 13 Líkt og áður er vikið að bar ákærði strax í upphafi að brotaþoli kynni að hafa verið að reyna stökk fram af svölunum sem þeir hafi lært í herþjónustu. Í tölvupósti verjanda ákærða til lögreglu 3. janúar 2020, sem sendur var í aðdraganda fyrrnefndrar greiningar C , var vísað til þessa framburðar og að hann gæfi tilefni til þess að þeir sérfræðingar sem skila myndu áliti tækju kenningu ákærða til skoðunar. Við skýrslutöku hjá lögreglu 13. mars 2020 lýsti ákærði því meðal annars að hann væri ósáttur við að hafa ekki fengið að taka þátt í sviðsetningu atburðarins því hann hafi endilega viljað sýna hvernig hægt væri að hoppa niður af svölunum. Sá lögreglumaður er stýrði rannsókninni kvað lögregluna hins vegar ekki geta borið ábyrgð á því að ákærði slasaðist eða hálsbrotnaði. Hvorki í greinargerð C né í matsgerð F er að finna greiningu á stökki af þeim toga sem ákærði sýndi við vettvangsgöngu Landsréttar. Þá 7 liggur fyrir að slökkvilið skolaði samdægurs stéttina þar sem brotaþoli lenti og samkvæmt framburði lö greglumanns fyrir héraðsdómi var ekki leitað sérstaklega að litlum steinum á stéttinni. Loks liggur fyrir að ekkert blóð úr brotaþola fannst á fötum ákærða en blóðkám á svalahandriðinu reyndist vera úr brotaþola. 14 Um nánari málsatvik og skýrslur fyrir hér aðsdómi vísast til lýsingar í hinum áfrýjaða dómi. Þar var ákærði sýknaður af því sem greinir í fyrri hluta ákæru, það er af því að hafa slegið brotaþola hnefahöggum og sparkað í líkama hans og höfuð auk þess að slá hann þungu höggi í höfuðið með óþekktu á haldi. Hann var hins vegar sakfelldur fyrir að hafa kastað brotaþola fram af svölunum þannig að bani hlaust af og dæmdur til 16 ára fangelsisvistar. Fyrir Landsrétti krefst ákæruvaldið þess að ákærði verði sakfelldur að öllu leyti samkvæmt ákæru en ákærði krefst sýknu, að frágenginni aðalkröfu um ómerkingu. Niðurstaða 15 Kröfu sína um ómerkingu byggir ákærði á því að ekki hafi verið þörf á að kveðja til tvo sérfróða meðdómsmenn í héraði, að héraðsdómurinn fari í bága við 1. mgr. 111. gr. laga nr. 88/2008 u m meðferð sakamála og að nauðsynlegt hefði verið að vitnið Y kæmi í dómsal til skýrslugjafar en hann gaf skýrslu í gegnum fjarfundabúnað. Líkt og að framan greinir liggja fyrir í málinu gögn og matsgerðir af sviði réttarmeinafræði og verkfræði. Um efni þei rra er deilt og sérkunnáttu er þörf til að leysa úr. Var héraðsdómi því rétt og skylt að kveðja til hina sérfróðu meðdómsmenn sem voru annars vegar réttarmeinafræðingur og hins vegar verkfræðingur. Þá fer hinn áfrýjaði dómur ekki í bága við 1. mgr. 111. gr . laga nr. 88/2008 þótt ákærði telji að mat dómsins á sönnun í málinu hafi ekki verið rétt. Loks er ljóst að skýrsla Y 4. desember 2020, sem gefin var í gegnum fjarfundabúnað með hljóði og mynd, var í fullu samræmi við ákvæði til bráðabirgða X í lögum nr. 88/2008, sbr. lög nr. 32/2020 og 121/2020. Samkvæmt þessu er ómerkingarkröfu ákærða hafnað. 16 Með vísan til framburðar vitnisins Y , sem fær nokkurn stuðning í framburði ákærða sjálfs, verður að telja sannað að ákærði og brotaþoli hafi verið að rífast o g ákærði slegið hann tvisvar flötum lófa í andlitið. Með framburði Y verður jafnframt að telja sannað að ákærði og brotaþoli hafi farið saman út á svalir í kjölfarið og ákærði komið einn til baka. Ákærði bar raunar í fyrstu sjálfur skýrlega og ítrekað á þann veg hjá lögreglu að hann og brotaþoli hefðu farið saman út á svalir og brotaþoli síðan verið horfinn er ákærði snéri sér við. Þá er sannað, með niðurstöðu DNA - ran nsóknar, að blætt hafi úr brotaþola á svölunum. Loks verður að telja sannað , með framburð i vitnisins B , að brotaþoli hafi verið í einhvers konar slæmu ástandi á svölunum stuttu áður en hann fór fram af þeim . Þá er fyrir hendi nokkurt misræmi í framburð i ák ær ð a , svo sem um það hvort hann og brotaþoli fóru saman út á svalirnar og hvenær hann áttaði sig á því að brotaþoli fór fram af svölunum. Gerir þetta framburð hans ótrúverðugri en ella en framburð Y og B verður að telja staðfastan og trúverðugan. 8 17 Ekkert af framangreindu sannar hins vegar það sem ákærða er gefið að sök, sem er að hafa veist með ofbeldi að brotaþola á svölum íbúðarinnar, slegið hann hnefahöggum og sparkað í líkama hans og höfuð auk þess að slá hann þungu höggi í höfuðið með óþekktu áhaldi o g í kjölfarið kastað honum fram af svölunum. Um þetta ber ekkert vitni. Þannig er ljóst að jafnvel þótt framburður Y og B væri að öllu leyti lagður til grundvallar er hann ekki um framangreint og ekkert annað vitni ber um að ákærði hafi viðhaft nefnda hátt semi. Þá sanna sýnileg sönnunargögn ekki háttsemina og fyrir liggur meðal annars að ekkert blóð úr brotaþola fannst á fatnaði ákærða. Ákæruvaldið telur hins vegar að af hinum sérfræðilegu gögnum sem fyrir liggja leiði að sannað sé, svo að hafið sé yfir sky nsamlegan vafa, að ákærði hafi framið þann verknað sem lýst er í ákæru. Er þar annars vegar um að ræða réttarmeinafræðileg gögn og hins vegar raunvísindaleg gögn um ferla við fall fram af svölum. 18 Að því er varðar hin réttarmeinafræðilegu gögn byggir ákæru valdið á því að þau styðji það að ákærði hafi, áður en brotaþoli fór fram af svölunum, veitt brotaþola þá áverka sem greinir í ákæru. Er þar einkum vísað til innkýlda höfuðkúpubrotsins sem greindist við krufningu. Eins og rakið er að framan hefur dómkvaddu r matsmaður, E , hins vegar komist að þeirri niðurstöðu, í matsgerð sem ekki hefur verið hnekkt, að líklegast sé að um eitt áverkaatvik hafi verið að ræða. Steinn eða annað upphleypt form á annars sléttum fleti hefði getað valdið höfuðkúpubrotinu í tengslum við fall brotaþola, til dæmis steinvala eða ísklumpur sem hafi ekki þurft að vera nema 1,3 x 0,7 x 0,5 cm. Myndir af vettvangi, teknar eftir að brotaþoli var fluttur burt, sýna mikið traðk í snjóföl umhverfis lendingarstaðinn. Ekki er hægt að útiloka að s teinvala hafi verið til staðar á planinu þegar fallið átti sér stað eða upphleypt ísmyndun. Gæti slíkt hafa sparkast í burtu í tengslum við endurlífgunartilraunir og flutning yfir á börur og bráðnað eða skolast ofan í niðurfallið á planinu þegar slökkvilið ið hreinsaði það skömmu síðar. Tilvist innkýlda brotsins verður þannig ekki talin sanna þá árás sem lýst er í ákæru. Hinn dómkvaddi matsmaður taldi, líkt og áður er rakið, að tilteknir áverka r yrðu ekki sjálfkrafa s kýr ðir með fallatvikinu auk þess sem fyri r liggur að blóð úr brotaþola greindist ofan á svalahandriðinu. Nefndir áverkar geta vissulega bent til átaka en ekkert blóð fannst þó annars staðar á svölunum og ekkert blóð úr brotaþola á fatnaði ákærða. Þá voru þeir áverkar sem greindust á ákærða minni háttar og ósértækir og ekki hægt að tengja þá sérstaklega við handalögmál við annan mann, en ákærði vann í byggingarvinnu er atvik gerðust. Samkvæmt framangreindu verða hin réttarmeinafræðilegu gögn sem fyrir liggja ekki talin sanna þá háttsemi sem lýst er í ákæru. 19 Að því er varðar hin raunvísindalegu gögn um fall fram af svölum byggir ákæruvaldið á því að þau styðji það að ákærði hafi kastað brotaþola fram af svölunum. Í matsgerð dómkvadds matsmanns, F , sem áður er lýst, segir hins vegar að þótt líklega st sé að brotaþoli hafi fallið aftur fyrir sig vegna ytri lárétts krafts sé ekki hægt að útiloka stökk af svalahandriðinu þar sem sá kraftur sem þurfi til að spyrna sér frá svalahandriðinu sé sambærilegur þeim að stökkva tæpan einn metra án atrennu. Matsge rð hins 9 dómkvadda matsmanns hefur ekki verið hnekkt. Þá er til þess að líta að það stökk sem lýst er í greiningu C fyrir lögreglu, þar sem hann taldi stökk ekki geta náð lengra en 2,45 metra frá svalabrún, er allt öðruvísi en það stökk sem ákærði hefur vís að til að brotaþoli kunni að hafa verið að reyna umrætt sinn. Þegar C var spurður um stökk í sko hvað þarf hraðinn að vera frá svölunum til þess að ná ákveðinni vegaleng d. Það er í rauninni eina sem að ég get sagt og það er bara spurningin, ef maðurinn getur með einhverjum einhverjum aðferðum sko náð þessum hraða sem er sem þarf til þess 20 Samkvæmt framangreindu sanna hin réttarmeinafræðilegu gögn ekki þá háttsemi sem lýst er í ákæru og hin raunvísindalegu gögn um fall fram af svölum útiloka ekki að brotaþoli hefði getað stokkið fram af svölunum og lent með þeim hætti sem hann gerði. Þá ríma þeir áverkar sem greindust á ilj um brotaþola, sem var berfættur er hann kom niður á jörðina, ekki sérstaklega við þá atburðarás sem ákæruvaldið byggir á í málinu. Líkt og áður er rakið taldi D að kröftug skáhöll snerting við þann steinda vegg sem veit inn á svalir vettvangsins og þekur h andrið þeirra að utan gæti mögulega skýrt áverkann og það án þess að blóð hefði orðið eftir á steiningunni. Þá taldi hinn dómkvaddi matsmaður, E , að aðeins væri hægt að tengja umrædda áverka við smágerðu steinana á utanverðum svölunum. Brotaþoli hafi þanni g þurft að vera staddur utan við svalirnar og með fæturna við ytri hlið þeirra. Líklegasta atburðarásin væri sú að brotaþoli hefði fyrst runnið með iljarnar utan á svölunum. 21 Ákærði hefur líkt og áður greinir byggt á því að brotaþoli kunni að hafa verið að reyna stökk fram af svölunum sem þeir hafi lært í herþjónustu. Við vettvangsgöngu Landsréttar sýndi ákærði tvívegis slíkt stökk fram af vegg og virðist hafa gert það einnig á vettvangi í héraði. Ákærði lýsti stökkinu síðan nánar í skýrslu sinni fyrir Land srétti . Það væri framkvæmt með þeim hætti að hangið væri fram af veggnum , með andlitið að honum, spyrnt aftur á b ak með fótum og snúið sér við í loftinu. Að mati hinna sérfróðu meðdómenda gæti stökk í þessa veru hafa orðið til þess að brotaþoli lenti þar s em hann lenti, í þeirri stellingu sem hann endaði í. Það gæti að auki skýrt áverkana á iljum brotaþola og komið saman við áður rakta niðurstöðu hins dómkvadda matsmanns um að brotaþoli hafi verið utan við svalirnar og með fæturna við ytri hlið þeirra. Þess i sviðsmynd væri nánar tiltekið með þeim hætti að brotaþoli hefði hangið utan á svölunum líkt og baksundsmaður við ræsin g u sunds, spyrnt sér frá en vinstri fótur hans skrikað á steinuðum ytri vegg svalanna, sem hafi valdið því að spyrnan hafi orðið meiri a f hægri fæti. Það hafi valdið snúningi þannig að hann hafi lent samsíða svölunum. Ekki er erfitt að skapa kraftinn og hröðunina sem til þarf með þessum hætti. Með því að hanga utan á svölunum má ætla gróflega að hann hefði þá þegar verið búinn að stytta lá rétta veg a lengd að lendingarstað um hálfan metra, jafnvel áður en spyrnt væri frá og allt að einn metra er hann rétti úr sér við spyrnu. Sú stytting gerir stökkið enn auðveldara, það er það þarf enn minni kraft en ef stokkið er beint af svölunum. Stökk með þessum hætti er hvorki að finna í greiningu C né F og 10 lögreglan virðist ekkert hafa rannsakað þennan mögu leika frekar. Þó liggur fyrir að í aðdraganda sviðsetningar lögreglu og greiningar C lýsti verjandi ákærða því að framburður ákærða um stökk gæfi tilefni til þess að þeir sérfræðingar sem skila myndu áliti tækju kenningu hans til skoðunar auk þess sem ákær ði lýsti vilja til að sýna lögreglu slíkt stökk . Þá rannsakaði lögreglan ekki heldur , þrátt fyrir áskoranir verjanda ákærða, hver ætti skó sem stillt hafði verið upp á svölunum. Við mat á því hvort stökk í framangreinda veru sé hugsanlegt er jafnframt til þess að líta að í fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu nefndi B að hún hefði haft þá tilfinningu að maðurinn á svölunum hefði en mundi síðan ekki í síðari skýrslutökum fyrir lögreglu og dómi hvað nákvæmlega hún h efði séð. Þá b ar hún alltaf um aðeins einn mann á svölunum og ætla má að ef atburðarásin hefði verið sú sem lýst er í ákæru þá hefði hún orðið v ö r við einhvern hávaða eða átök eftir að hún sá brotaþola og þar til að hann fór fram af svölunum. H ún bar hins vegar ekki um neitt slíkt , heldur að hún hafi einfaldlega heyrt dynk stuttu eftir að hún sá brotaþola á svölunum og tengdi dynkinn við fall brotaþola af svölunum og kvað hann ekki hafa verið eins og hurð að skella. 22 Samkvæmt öllu framansögðu eru engin vitni eða bein sön nunargögn fyrir hendi sem sanna það sem borið er á ákærða í ákæru. Þá sanna þau sérfræðilegu gögn sem fyrir liggja ekki heldur að atburðarásin hafi verið með þeim hætti sem í ákæru greinir og fyrir hendi er annar möguleiki sem hinir sérfróðu meðdómendur te lja koma til greina og áður er lýst . Telst því ekki sannað, svo að hafið sé yfir skynsamlegan vafa, sbr. 108. gr. og 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008, að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem lýst er í ákæru. Verður hann því sýknaður af kröfum ákæruv aldsins . 23 Sakarkostnaður eins og hann var ákveðinn í hinum áfrýjaða dómi verður felldur á ríkissjóð. 24 Allur áfrýjunarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, sem eru ákveðin að meðtöldum virðisaukaskatt i eins og greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, X , er sýkn af kröfum ákæruvaldsins. Sakarkostnaður eins og hann var ákveðinn í héraði greiðist úr ríkissjóði. Áfrýjunarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun verjanda ákærða, Ar nars Kormáks Friðrikssonar lögmanns, 4.211.350 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 29. janúar 2021 Mál þetta, sem dómtekið var 4. desember sl., er höfðað með ákæru, útgefinni af Héraðssaksóknara 11 íbúðarinnar, slegið hann hnefahöggum og sparkað í líkama hans og höfuð auk þess að slá hann þungu höggi í höfuðið með óþekktu áhaldi og í kjölfarið kastað honum fram af svölunum þannig að A féll 6,96 metra niður á steypta stétt og lést skömmu síðar af áverkum sem hann hlaut á heila, brjóstkassa og brjóstholslíffærum. Telst þetta varða við 211. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Verjandi ákærða krefst þess aðallega að ákærði verði sýknaður en til vara krefst hann vægustu refsingar sem lög leyfa og þess að gæsluvarðh ald sem ákærði sætti verði dregið frá refsingu. Þá krefst hann hæfilegra málsvarnarlauna sér til handa sem greiðist úr ríkissjóði. Málsatvik Samkvæmt skýrslu lögreglu barst henni tilkynning, sunnudaginn 8. desember 2019 kl. 14:13, um að maður hefði falli og sáu þar lífshættulega slasaðan karlmann á steyptri stétt fyrir neðan svalirnar. Maðurinn lá á bakinu og blóðpollur var um höfuð hans. Hann var meðvitundarlaus, með púls en andaði ekki. Á meðan lífsmörk voru könnuð fylltist munnur hans af blóði og hann virtist reyna að taka andköf. Sjúkraflutningamenn komu á vettvang skömmu síðar og hófu endurlífgunartilraunir. Á meðan verið var að huga að manninum kom maður í annarlegu á staðinn til að fara inn í íbúðina og tryggja að sönnunargögnum yrði ekki spillt. Slasaði maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítala en var úrskurðaður l átinn fljótlega eftir komuna þangað. Kom Lík brotaþola lá 3,31 metra lárétt frá brún svalanna. Hæð frá svalahandriðinu niður á stétt er 6,96 metrar. staddir. Mennirnir voru allir handteknir en ákærði var handtekinn skömmu fyrr við inngang fjölbýlishússins. Hann var einnig mjög ölvaður og með áverka á höndu m og í andliti. Erfitt reyndist að og erfiður viðureignar í fangaklefa og þurfti nokkra lögreglumenn til að halda honum á meðan gerð var á honum bráðab irgðalíkamsrannsókn. Þegar túlkur kom talaði ákærði mikið um að hann hefði verið að halda afmælisfagnaðinn. Spurður um samskipti við brotaþola á svölunum sagði á kærði að brotaþoli hefði spurt hvort hann ætti að hoppa fram af og hann hefði játt því. Brotaþoli hefði þá fleygt sér fram af svölunum. Hefði lögreglu fundist það koma ákærða á óvart að brotaþoli hefði látist vegna þessa. Var þó erfitt að skilja ákærða veg na ástands hans og hann fór aftur að æsast upp þannig að hætta þurfti viðræðum við hann. Í samtali við Y með aðstoð túlks kom fram að hann hefði séð átök og rifrildi á milli ákærða og brotaþola skömmu áður en þeir hefðu farið út á svalir. Skömmu síðar hefð i ákærði komið einn inn af svölunum og brotaþoli ekki verið sjáanlegur. Ákærði hefði virst mjög stressaður, gengið fram og til baka í stofunni og síðan náð í áfengisflösku. Honum hefði virst eins og eitthvað hræðilegt hefði gerst og ákærði hefði hegðað sér eins og hann hefði gert eitthvað. Hann hefði þá farið út á svalir og litið yfir handriðið og séð hvar brotaþoli hefði legið á bakinu og blóðpollur þar í kring. Aðrir sem voru handteknir voru mjög ölvaðir og virtust lítið vita hvað hefði gerst. Á þessum gr undvelli beindist grunur að því að ákærði hefði átt þátt í því að brotaþoli fór fram af svölunum. Í málinu liggja frammi upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem komu á vettvang. Má handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Frammi liggur endurrit símtals nágranna ákærða, B, við Neyðarlínuna, en þar kemur fram að maður hafi fallið af svölum á þriðju hæð niður á steyptan pall og hún sjái hreyfingarlausa fætur hans út um gluggann. 12 Tæknide ild lögreglunnar kom á vettvang samdægurs auk þess sem frekari rannsóknir á vettvangi fóru fram nokkrum dögum síðar og liggja gögn fyrir um þær rannsóknir. Þá fór fram mannerfðafræðileg rannsókn á fatnaði og lífsýnum og tæknilegar rannsóknir á haldlögðum m unum. Réttarlæknisfræðileg skoðun var gerð á ákærða og voru teknar myndir af honum og öðrum sem voru í íbúðinni. Við skoðun á ákærða kom m.a. í ljós nýlegur línulegur áverki á hægri síðu sem lögregla taldi geta samsvarað hæðinni á svalahandriðinu og bent til þess að hann hefði rekist utan í það við að koma brotaþola fram af svölunum. Við blóðrannsókn kom í ljós að etanólstyrkur í blóði ákærða skömmu eftir Við rannsókn máls ins var vettvangurinn sviðsettur og C, prófessor í vélaverkfræði, fenginn til að gera greiningu á falli brotaþola fram af svölunum. Hann notaði hreyfifræðileg líkön og studdist við sviðsetninguna. Í álitsgerð hans, frá 28. febrúar 2020, kemur fram að útilo kað sé að brotaþoli hafi oltið eða fallið yfir svalahandriðið fyrir slysni. Einnig sé ólíklegt að hann hafi stokkið fram af svölunum. Þá sýni niðurstöður sviðsetningarinnar að maður sambærilegur í vexti og ákærði geti hafa kastað brotaþola fram af svölunum . Réttarlæknisfræðileg krufning á brotaþola fór fram 11. desember 2019. Komu í ljós ýmiss konar áverkar af völdum fallsins og að auki innkýlt brot í höfuðkúpu. Var það niðurstaða krufningarinnar að réttarlæknisfræðilegar niðurstöður einar og sér leiddu e kki í ljós örugga afstöðu til þess með hvaða hætti brotaþoli féll fram af svölunum. Fram kemur að sé um sjálfsvíg að ræða sé ýmislegt óvanalegt við fallið þar sem fall sé yfirleitt úr meiri hæð og val á staðsetningu annars konar. Ólíklegt sé að brotaþoli h afi fallið fyrir slysni þar sem hæð handriðsins sé 121 cm. Þá megi draga þá ályktun að sérstakur hliðlægur kraftur hafi komið til, t.d. stökk eða íhlutun annars manns, vegna staðsetningar og legu brotaþola. Við krufninguna kom fram innkýlt brot á höfuðkúpu sem að mati D réttarlæknis er ótengt áverkum vegna fallsins af svölunum. Það geti bent til þess að brotaþoli hafi verið sleginn í höfuðið skömmu áður með einhverju áhaldi. Undir meðferð málsins fyrir dómi voru dómkvaddir annars vegar réttarlæknir og hin s vegar verkfræðingur til að leggja mat á nánar tilgreind atriði. Dómkvaddir voru annars vegar E, sérfræðingur í réttarmeinafræði og taugalækningum, til þess að meta áverka á líki brotaþola og tilurð þeirra, og hins vegar F verkfræðingur, til þess að gera hreyfifræðilega greiningu á falli brotaþola. Helstu niðurstöður matsgerðar E, sérfræðings í réttarmeinafræði og taugalækningum, frá september 2020, eru þær að flestir áverkar brotaþola virðist hafa komið til á dánardegi. Matsmaðurinn telur útilokað að inn kýlda brotið á höfuðkúpu brotaþola hafi komið til við fall á algjörlega sléttan flöt. Sá áverki gæti hafa leitt til doða eða meðvitundarleysis en svo þurfi þó ekki nauðsynlega að vera. Hluturinn sem hafi valdið þessum áverka hafi verið ávalur fremur en kan taður. Ætla megi að hann hafi verið að lágmarki um 1,3 x 0,7 x 0,5 cm og ekki stærri en 4 x 4 cm. Steinn eða annað upphleypt form á annars sléttum fleti geti hafa valdið innkýlda brotinu í tengslum við fallið. Á grundvelli áverka á líkama brotaþola sé nært ækast að ganga út frá því að hann hafi lent fyrst með vinstri hlið höfuðsins á jörðinni. Ekkert bendi til þess að fæturnir hafi fyrst snert jörðina. Þetta samræmist vel alvarleika heilaáverkanna. Til að slíkt brot eigi sér stað þurfi að koma til verulegur kraftur. Ljóst sé að einungis eitt fall hafi átt sér stað en áverkarnir hafi verið það alvarlegir að útilokað hafi verið að brotaþoli hefði risið upp af eigin rammleik og fallið að nýju. Áverkar á vinstri öxl og viðbeinsbrot geti skýrst af falli á höfuðið. Ekki sé hægt að skýra alla áverkana með fallinu, til að mynda áverka á nefi, hægri hlið andlitsins og hálsins og á hægra eyra. Þessir áverkar hafi komið til fyrr. Ekki sé unnt að tengja rauðleita litabreytingu á vinstri hlið brjóstkassans með vissu við fa llatvikið. Hann gæti hafa myndast við björgunaraðgerðir eða við fall á beinan hlut, eins og t.d. svalahandriðið eða eitthvað ámóta. Á grundvelli mynstursins á áverkanum á eyranu gæti verið um skófar að ræða en ekki hafi verið mynd af skóm til samanburðar í gögnum málsins. Blóðkámið á svalahandriðinu bendi til þess að blæðandi áverki hafi orðið til rétt fyrir fallið. Áverkana á vinstri hlið höfuðsins og andlitsins megi skýra út frá einu fallatviki. Innkýlda brotið hafi getað orðið við árekstur við upphleypt yfirborð en að öðru leyti sé aðeins unnt að skýra áverkann út frá sljóum viðbótarkrafti á höfuðkúpuna fyrir fallið. 13 Í matsgerð F verkfræðings, frá september 2020, kemur fram að afar ósennilegt sé að brotaþoli hafi oltið fram af svölunum án utanaðkomandi krafts, enda hefði hann þá lent nær svölunum. Ekki sé hægt að útiloka að brotaþoli hafi farið sjálfur fram af svölunum, en þá hefði sviðsmyndin líklegast orðið sú að um væri að ræða fall klofvega eða stökk af sjálfsdáðum. Í fyrra tilvikinu hefði hann mögul egt lent á neðri svölum og kastast áfram og það hefði komið honum í rétta fjarlægð frá svalaveggnum. Einnig sé möguleiki að komast í þessa fjarlægð með stökki af svölunum, en þá hefði hann átt að lenda á fótunum og enda á grúfu. Mjög líklegt sé að brotaþol i hafi fallið aftur fyrir sig þar sem láréttur kraftur sem hraðaði brjóstholinu frá kyrrstöðu upp í hraðann 13 15 m/s verkaði á líkanið. Erfitt sé að útskýra slíkan kraft sem verkaði á brjóstholið öðruvísi en að hann hafi komið frá þriðja aðila með höggi á framanvert brjósthol. Það sé líklegast af ofangreindum kostum að brotaþoli hafi fallið aftur fyrir sig vegna ytri lárétts krafts. Ólíklegt sé að sú orka sem myndaðist þegar líkaminn lenti á stéttinni hafi verið næg til að kasta líkama hins látna áfram þan nig að lokastaðurinn yrði fjær en lendingarstaðurinn. Þá telur matsmaðurinn að einhver munur sé á hreyfingu gínu og líkama manns vegna massadreifingar en áhrifin yrðu einkum á snúning gínunnar. Matsmaður telur að veðurfar geti ekki hafa haft áhrif á fallið en hreyfing útlima hafi hugsanlega breytt smávægilega snúningi og lokastöðu. Þá telur hann að líkamlegt atgervi þess sem kastar gínunni hafi áhrif á niðurstöðu fallsins. Framburður ákærða og vitna fyrir dómi Ákærði greindi frá því að hann hefði verið að fagna afmæli sínu kvöldið fyrir atvikið. Það hefði verið mikil gleði og hann hefði haldið fagnaðinum áfram þegar hann hefði vaknað morguninn eftir. Hann hefði verið vel drukkinn eins og allir aðrir þarna. Einn þeirra hefði jafnvel sofnað við borðið. Svo h efði hitabrúsa með sér sem hann hefði gefið honum í afmælisgjöf. Það hefði verið einhver vökvi í honum sem hann vissi ekki hvað var. Hann hefði smakkað ha nn og kólnað í munninum við það. Hann kvaðst halda að brotaþoli hefði einnig drukkið af brúsanum en þó ekki vera viss. Brotaþoli hefði verið undir áhrifum áfengis en ákærði kvaðst ekki gera sér grein fyrir því af hverju brotaþoli hefði komið þarna á sunnud agsmorgni, hvort það hefði verið að hans eigin frumkvæði eða hvort einhver hefði boðið honum, en brotaþoli hefði vitað af partíinu. Þeir hefðu rætt í bróðerni um daginn og veginn. Hann mundi þó eftir því að hafa slegið brotaþola utan undir þar sem hann hef ði verið ósáttur við að hann hefði viljað hlusta á viljað að allir væru glaðir í afmælisveislunni hans. Ekkert ósætti hefði verið á milli þeirra þrá tt fyrir þetta. hæð. Hann hefði sagt brot aþola frá því að hann hefði sjálfur nýlega stokkið úr mikilli hæð á vinnusvæði, en Æ hefði verið vitni að því. Ákærði kvaðst svo hafa farið út að reykja. Brotaþoli hefði þá einnig staðið á fætur og honum hefði fundist hann fara í sömu átt. Hann hefði ekki séð hann á svölunum en gæti ekki útilokað að hann hefði komið út á svalirnar. Hann lokaði alltaf á eftir sér þegar hann færi út að reykja en myndi ekki eftir því í þetta skipti. Það hefði verið mikið rok og kalt úti og þess vegna verið erfitt að kveikja el d á kveikjaranum. Hann hefði því snúið sér undan og lyft skyrtunni til að fá skjól fyrir rokinu. Þegar hann hefði lokið við að reykja hefði hann snúið sér við og farið aftur inn. Hann hefði þá ekki séð brotaþola og ekki heyrt neitt. Hann hefði fengið sér g las af áfengi en liðið illa og farið inn á baðherbergi og kastað upp. Því næst hefði hann farið inn í herbergið sitt og lagt sig. Hann vissi ekki hvað hann hefði verið lengi eða hvort hann hefði sofnað. Eftir nokkra stund hefði hann hringt í vinkonu sína s em átti afmæli þennan dag og óskað henni til hamingju. Hann hefði svo lagt sig aftur og þegar hann hefði komið fram hefði hann heyrt hjá þeim Þ, Z og Y að brotaþoli hefði stokkið niður af svölunum. Hann hefði þá farið í hlýja skyrtu og ætlað niður en hann hefði mætt lögreglunni frammi á gangi, sem hefði handtekið hann. Hann hefði verið handjárnaður og það hefði verið erfitt að komast inn í lögreglubifreiðina. Hugsanlega hefði hann veitt einhvern mótþróa. Ákærði skýrði áverka á augabrún og augnloki sem hann hafði við handtökuna þannig að hann hefði rekist í gleraugu Z og blætt hefði úr honum. Þá taldi hann áverka á síðunni vera vegna 14 vinnuslyss í hálku tveimur til þremur dögum fyrr, en hann fengi oft áverka í vinnunni. Hann kannaðist ekki við að hafa séð áver ka á brotaþola. Borinn var undir ákærða framburður hans hjá lögreglu þar sem hann greindi m.a. frá því að hafa farið með brotaþola út á svalirnar, að hann hefði haldið að hann hefði séð hann ganga út á svalirnar á eftir sér, hann hefði sjálfur lokað sval adyrunum og hann hefði farið inn að leita að brotaþola. Ákærði kvað þetta ekki rétt, heldur hefði hann farið inn og fengið sér í glas en fljótlega farið að líða illa og farið inn á baðherbergi og kastað upp. Hann taldi að hann hefði ekki sagt frá með þeim hætti sem greini í skýrslunum. Spurður um framburð sinn hjá lögreglu um að hafa mögulega verið á leiðinni að kaupa sígarettur kvaðst hann hafa verið á inniskóm og því ekki farið að kaupa sígarettur. Skýringu á framburði sínum taldi hann vera að hann hefði verið of fullur eða þunnur. Hann hefði verið að fara út til að athuga með brotaþola. Vitnið Y greindi frá því að þeir félagarnir hefðu verið með gleðskap og verið búnir að vera við drykkju í nokkra sólarhringa þannig að þeir hefðu allir verið undir miklum áfengisáhrifum. Hann hefði sjálfur verið nokkuð drukkinn. Brotaþoli, félagi ákærða sem hann hefði kannast við, hefði komið á sunnudeginum. Brotaþoli hefði virst eðlilegur og ekki verið með neina áverka. Hann hefði drukkið áfengi með þeim og reykt á svölunum. Einhvers konar átök hefðu orðið á milli ákærða og brotaþola, en hann hefði ekki heyrt orðaskil. Þeir hefðu ýtt hvor á annan og ákærði hefði slegið brotaþola nokkrum sinnum með flötum lófa. Hann hefði svo séð þá báða fara út á svalir en hann hefði ekki séð hvað hefði átt sér stað þar. Hann hefði setið við borð fyrir innan og það hefði verið mjög hávær tónlist í gangi þannig að hann hefði heldur ekki heyrt neitt. Aðrir í íbúðinni hefðu verið sofandi, Þ við borðið, Z á dýnu á gólfinu og Æ inni í herb erginu sínu. Ákærði hefði svo komið einn inn af svölunum nokkrum mínútum síðar og litið út fyrir að hafa verið í ryskingum eða einhverju slíku. Hann hefði sótt nýja áfengisflösku og sest við borðið hjá þeim. Allir hefðu farið að spyrja hvað hefði gerst. Ha nn hefði þá farið út á svalir og séð brotaþola liggjandi á jörðinni fyrir neðan. Hann kvað sig minna að hann hefði séð nágranna í glugga og heyrt öskur. Þeim hefði brugðið og það hefðu verið mikil læti hjá þeim. Hann hefði klætt sig í skó og farið niður ti l að veita brotaþola fyrstu hjálp en þá hefði einhver verið búinn að hringja á neyðarlínuna. Hann hefði verið í áfalli og hlaupið upp í íbúðina til að láta félaga sína vita að brotaþoli væri hreyfingarlaus. Hann hefði ekki séð ákærða þegar hann hefði komið aftur upp í íbúðina. Skömmu síðar hefði lögreglan komið upp til þeirra. Vitnið Æ kvaðst hafa búið í íbúðinni þar sem gleðskapurinn var ásamt ákærða og vitninu Y. Auk þeirra hefðu þeir Þ og Z verið að skemmta sér þar þessa helgi. Þeir hefðu drukkið á lau gardeginum og þegar þeir hefðu vaknað á sunnudeginum hefðu þeir haldið áfram að skemmta sér og drekka áfengi. Hann taldi að hann hefði vaknað um kl. átta þennan sunnudagsmorgun, sofnað aftur og vaknað kl. 11. Brotaþoli hefði komið í íbúðina eftir það. Hann hefði kannast við hann en ákærði hefði þekkt hann best. Brotaþoli hefði einnig verið drukkinn en virst eðlilegur í háttum og skapi og engir áverkar hefðu sést á honum. Hann hefði ekki rætt neitt sérstaklega við hann heldur hefðu allir spjallað við alla og margir hefðu farið út á svalir að reykja. Einhverjir hefðu sofnað við borðið og á dýnu á gólfinu. Hann hefði ekki tekið sérstaklega eftir neinum og ekki orðið var við neinar deilur. Hann hefði verið í stofunni í um hálftíma eftir að brotaþoli kom en síðan farið að leggja sig í herberginu sínu þar sem hann hefði verið er lögreglan kom í íbúðina. Vitnið greindi einnig frá því að ákærði hefði sagt honum að hann hefði lært að stökkva úr mikilli hæð í hernum og sýnt honum stökk úr um sex metra hæð á byggingarsv æði. Ákærði hefði lent á fótunum eins og ekkert væri. Vitnið Z kvaðst hafa komið í íbúðina á föstudegi. Þar hefði verið partí alla helgina og mikið drukkið af bjór og vodka. Þegar hann hefði vaknað á sunnudagsmorgni á dýnu á stofugólfinu hefði verið miki l ringulreið í kringum hann og einhver hefði öskrað að maður hefði dottið niður af svölum. Hann hefði hlaupið út á svalirnar og litið niður. Hann hefði þá séð mann liggjandi á jörðinni og einhver hefði verið nálægt honum, hugsanlega lögregla eða sjúkraflut ningamaður. Hann hefði í fyrstu ekki áttað sig á hver það væri sem hefði fallið af svölunum en honum hefði virst allir vera í stofunni. Hann hefði ekki þekkt brotaþola vel. Hann hefði komið til þeirra þessa helgi en hann myndi bara óljóst eftir því að hann hefði 15 setið við borðið með þeim. Vitnið kvaðst hafa verið undir miklum áhrifum áfengis og það sama hefði gilt um aðra í íbúðinni. Hann kvaðst muna eftir að hafa farið að opna dyr íbúðarinnar fyrir lögreglunni. Hann hefði reynt að taka úr lás en það hefði ekki gengið og hann þá farið aftur inn í íbúðina og lagst á dýnuna. Spurður hvort ákærði gæti hafa rekist í gleraugu hans kvaðst hann hugsanlega hafa lánað honum gleraugun sín en ekki muna alveg hvaða kvöld. föstudags - eða laugardagskvöldi. Hann kvaðst þekkja Y og Æ en einungis kannast við ákærða. Hann kvað þá hafa drukkið áfengi saman í tvo daga. Á sunnudeginum hafi þeir vaknað og haldið áfram að drekka. Hann hefði sofnað aftur og vaknað við þær fréttir að ma ður hefði fallið fram af svölunum. Hann hefði séð brotaþola í fyrsta skipti þennan dag. Hann hefði virst eðlilegur í háttum og allsgáður. Hann mundi ekki eftir að hafa orðið var við neinn ágreining. Y og ákærði hefðu greint honum frá því að maðurinn hefði Lögreglan hefði verið mætt nokkrum mínútum síðar en hann hefði þá verið sofnaður fram á borðið. út á svalirna r hjá honum. Hún hefði farið inn í herbergi og verið við glugga þar sem sjáist yfir á svalir þeirrar íbúðar. Hún hefði heyrt hávært tal, litið út og þá séð mann á svölunum sem hefði stutt sig við handriðið, hangið svolítið yfir það og litið yfir öxlina á s ér í áttina að húsveggnum. Hún hefði ekki séð andlitssvipinn og gæti ekki sagt til um hvort hann hefði verið með meðvitund eða ekki. Eitthvað hefði orðið þess valdandi að henni hefði brugðið. Hún kvaðst ekki muna hvernig maðurinn leit út, heldur sjá bara f yrir sér gráa mannsmynd, og eitthvað við hann hefði valdið henni mikilli ónotatilfinningu. Hún hefði orðið hrædd og kallað í manninn sinn. Hún vissi það þó ekki enn í dag hvað hefði valdið þessari tilfinningu. Hún hefði aldrei fyrr orðið hrædd við mennina í þessari íbúð og í raun varla vitað af þeim. Því næst hefði hún flýtt sér út úr herberginu. Þegar hún hefði verið komin fram á gang hefði henni fundist hún heyra dynk. Hún hefði svo farið inn í hjónaherbergi, litið út um gluggann þar og þá séð mann liggja þar fyrir neðan. Hún hefði einungis séð frá mitti og niður og því ekki getað greint hvort þetta væri sá sami og hún hefði séð á svölunum. Hún teldi að dynkurinn sem hún heyrði hefði verið þegar maðurinn lenti á jörðinni. Hún hefði síðan hringt á Neyðarlín una. Hún lýsti því nánar hvernig hún sæi svalirnar frá herbergisgluggum íbúðar sinnar. Hún kvaðst ekki sjá allar svalirnar, til að mynda sæi hún ekki inn í hornið þar sem svaladyrnar eru. Hún hefði ekki séð nema þennan eina mann á svölunum en það útilokaði ekki að einhver annar hefði verið þar. Hún taldi að maðurinn sem hún sá hefði ekki verið ákærði. Hún kvaðst ekki hafa getað hleypt lögreglunni inn þar sem ákærði og mennirnir úr íbúðinni á móti hefðu verið á ganginum þegar hún hefði ætlað fram og hún hefð i ekki þorað að fara fram. Vitnið G greindi frá því að B, eiginkona hans, hefði verið inni í herbergi þegar hún hefði kallað á hann og beðið hann að koma og líta út um gluggann. Hún hefði sagt eitthvað um að henni litist ekkert á þetta og henni hefði ver ið töluvert brugðið. Hann hefði farið að glugganum í hjónaherberginu og séð hvar brotaþoli hefði legið þar fyrir neðan, en hann hefði einungis séð neðri hluta líkama hans. Hann hefði síðan sagt henni að hringja í Neyðarlínuna. Þetta hefði allt gerst á mjög skömmum tíma. Hann hefði fyrr þennan sama dag litið út um gluggann í hinu herberginu og séð þá nokkra menn á svölunum en þá hefði allt verið í lagi. Hann kvaðst ekki viss um hvort hann hefði séð einhvern á svölunum eftir að hann hefði séð manninn liggja f yrir neðan og mundi ekki eftir að hafa heyrt óp eða öskur. Hann mundi ekki til þess að hafa séð mann á svölunum en taldi að hann hefði sagt rétt til um það hjá lögreglu. Vitnið H kvaðst hafa verið heima hjá sér í íbúðinni fyrir ofan ákærða þennan sunnuda g. Hann hefði rekist á þá félagana í húsinu annað slagið og þeir alltaf verið mjög almennilegir. Þeir væru vanir að fá sér bjór á föstudagskvöldum og þá heyrði hann í þeim. Hann hefði heyrt mikið í þeim þessa helgi. Einhverjir hefðu rifist og hann hefði he yrt öskur. Hann hefði ekki velt því mikið fyrir sér. Hann hefði verið að ryksuga þegar hann hefði heyrt skell, sem hljómaði eins og hurðarskellur, og síðan hátt öskur frá karlmanni, en haldið að þetta væru krakkar að leika sér. Skömmu síðar, hugsanlega um 15 til 20 mínútum, 16 hefði honum orðið litið út um glugga og séð lögreglumenn hlaupa bak við hús. Hann hefði þá farið út á svalir og séð mann liggja á jörðinni og lögreglumenn í kringum hann. Vitnið D réttarlæknir greindi frá krufningu á brotaþola. Hann kv að dánarorsökina hafi verið áverka á heila, brjóstkassa og brjóstholslíffæri. Áverkar á líkinu hafi verið mjög umfangsmiklir og á flestöllum líkamssvæðum, einkum á höfðinu og á bolnum. Það hafi verið áverkar á höfuðleðrinu, mar og skrámur, og undirliggjand i höfuðkúpubrot. Síðan hafi verið áverkar á heilanum, heilamar beggja vegna á heilanum. Marblettir af ýmsum stærðum og gerðum og skrámur hafi verið á báðum hliðum andlitsins, á nefinu og á enninu. Minna hefði verið um smásár og skrámur á griplimum og gangl imum, en markverðast væri sár á vinstri il. Einnig hafi verið brot á brjóstkassanum á fjölmörgum rifjum og á brjósthryggjarliðum. Blæðing hafi verið inn í brjóstholið og talsverður slitáverki á lunga. Svo hafði orðið loftbrjóst í báðum pörtum brjóstkassans . Sljór áverki hafi komið á vinstri hlið höfuðsins. Áverkinn sé þannig gerður að hann hafi tvo mjög klára þætti. Annar þeirra sé sértækari, en það sé innkýlt brot sem sé tilkomið fyrir steyt gagnvart hörðum hlut með lítið ákomuyfirborð, markaðan mótaðan hl ut eða yfirborðsþátt. Brotið sé algjörlega klassískt fyrir ákomu með áhaldi eða hlut sem sé mótaður. Þetta brot komi ekki við högg gegn sléttum fleti. Áverkamyndin hvað varði höfuðið og höfuðkúpubrotin sé samt umfangsmeiri en svo þar sem annar þáttur áverk ans á höfuðkúpunni geti verið tilkominn fyrir högg gagnvart flötu yfirborði. Tveir möguleikar séu á því hvernig þessir áverkar hafi komið til. Annars vegar að innkýlda brotið hafi komið í sama vetfangi og brotaþoli hafi fallið á sléttan flöt eða að um tvo aðskilda atburði sé að ræða þannig að innkýlda brotið hafi komið til á undan falli á sléttan flöt, Það er að segja, þá er það fall, annaðhvort á sléttan flöt með útstandandi þætti, þá er flöturinn sem sagt ekki alveg sléttur, eða þá að það er högg með hörð um sljóum hlut áður en brotaþoli fellur á sléttan flöt. Hann hallist sjálfur að því að brotaþoli hafi orðið fyrir höggi áður en hann féll. Hann hafi ekki getað sagt neitt til um röð áverkanna með hliðsjón af lögmáli Puppe. Ef innkýlda brotið hefur komið ti l við mjög lítinn hlut, að stærð um einn til tveir sentimetrar, ætti það að endurspeglast í höfuðleðrinu í formi sárs. Svo lítill hlutur myndi hafa stimplast inn í húðina miklu frekar en steinn eða hlutur sem væri til dæmis um fjórir sentimetrar. Margir á verkanna á húðinni, yfir eyranu, á vinstri kinn o.fl. gætu líka skýrst af höggi gagnvart flötu yfirborði eða falli á flatt yfirborð. Áverkarnir hafi tilhneigingu til ákveðinnar mynstrunar sem skýrist oftast betur af höggi gagnvart munstruðu yfirborði, eins og sjáist stundum eftir spörk eða þvíumlíkt. Svo sé áverkakerfi hægra megin á andlitinu sem samanstandi fyrst og fremst af yfirborðskenndum marblettum, einkum svokölluðum leðurhúðarblæðingum sem hafi sumar hverjar tilhneigingu til þess að sýna mynstur. Þa ð sé dæmigert við högg sem séu veitt með spörkum eða einhverju slíku og sjáist oft við árásir. Hluta af áverkum væri hægt að taka út sérstaklega og skýra af eigin steytum eða slysförum við að falla eða reka sig í. Þetta eigi t.d. sérstaklega við um áverka sem birtist á vinstri hlið brjóstkassans og sé aflangur marblettur sem skeri sig eilítið úr. Þessi áverki hljóti að hafa komið til við einhvers konar högg eða steyt gagnvart hörðum kanti. Skrámur séu á hálsinum og litabreyting sem líklegast sé leðurhúðarbl æðing sem hafi komið fram við þrýsting. Auk þessa hafi brotaþoli verið með punktblæðingar í slímhúðum augnanna sem geti hafa komið til við tak eða kraft gagnvart hálsinum sem hafi skert blóðflæði um stund að minnsta kosti. Þá séu sár á vinstri il sem séu n okkuð sérstök, margþátta og líklegast komið til fyrir skarpan kraft og með skerandi þáttum. Hægt væri að sjá fyrir sér t.d. að stíga á glerbrot og renna til eða eitthvað í þá veruna. Hann hafi farið á vettvang og skoðað aðstæður eftir atburðinn og séð stei ndan vegg inni á svölunum og framan á svalavegg og velt því fyrir sér hvort áverkinn hefði komið við skrap við eitthvert slíkt yfirborð þar sem ekkert annað hefði sést sem átt gæti við. Ekki sé útilokað að sárin hafi komið eftir skrap við vegginn og ekki v íst að blóð hefði þurft að koma á vegginn hafi svo verið. Jafnframt séu skarpir áverkar á fótum sem séu mjög grunnt ristandi og sár á handarbökunum sem hafi komið til við sljóan kraft, líklegast snertingu við hrjúft yfirborð og marblettir á vinstri framhan dlegg og hægri fótlegg sem ekki sé hægt að segja neitt meira um. Þetta séu sljóir áverkar sem hafi komið til fyrir smávægileg högg. Skráma á vinstri rist hafi orðið til við skrap gagnvart hörðu, hrjúfu yfirborði og svo séu sár á vinstri hendi og vinstri úl nlið sem hafi myndast af sljóum krafti, líklegast í formi snertingar við harðan kant eða odd. Langflestir áverkanna séu ferskir og samræmist því að hafa orðið skömmu fyrir atburðinn 8. desember 2019. 17 Þeir áverkar sem passi ekki við fall á sléttan flöt séu hægra megin á andlitinu og á nefinu vegna þess að brotaþoli hafi lent vinstra megin á efri hluta líkamans og fallið sé ekki það hátt að hann hefði átt að skoppa og lenda aftur. Við það sé ekki að vænta svo flókins áverkakerfis á hægri hluta andlitsins. Þá passi innkýlda brotið á hvirflinum, um 4,5 sentimetrar eða svo, ekki heldur við fall á sléttan flöt. Það sama eigi við um sérstaka skurðinn á ilinni. Einnig sé hæpið en ekki útilokað að áverki vinstra megin á brjóstkassann, sem samrýmist því að hafa orðið fyrir höggi eða steyt við harðan kant, hafi komið til við fallið. Undir hafi verið mjúk kviðarblæðing. Sá áverki samrýmist því t.d. að brotaþoli hafi lent harkalega utan í svalahandriðinu en þó sé ekki útilokað að hann hafi komið til þegar líkaminn hafi b ögglast saman í fallinu. Rifbein brotaþola hafi verið brotin báðum megin. Það geti að einhverju leyti skýrst af endurlífgunartilraunum, en þó ekki öll rifbeinsbrotin. Rifbeinsbrot hafi einnig komið til við lendingu á axlarsvæðið og höfuðið, og jafnframt áv erkar á brjóstkassa, lungum og stærri hluti brotakerfisins á höfðinu. Áverki sem hafi blætt úr og samrýmist ekki fallinu sé t.d. áverkinn á ilinni og lítillega gæti hafa blætt úr skrámum í andlitinu. Þá sé mögulegt að blætt hafi úr áverkanum á hvirflinum og eins kunni brotaþoli að hafa fengið blóðnasir. Blóðrannsókn hafi leitt í ljós að brotaþoli væri með áfengi í blóðinu en engin lyf hafi fundist þótt skimað hefði verið fyrir ótal mörgum lyfjum, sérstaklega róandi lyfjum, sterkum verkjalyfjum og ávanabind andi lyfjum. Leitin sé mjög umfangsmikil og m.a. eigi að koma fram hvort viðkomandi hafi verið að taka róandi lyf eða þunglyndislyf. Vitnið kvaðst eiga erfitt með að taka afstöðu til þess hvernig brotaþoli hefði fallið af svölunum en sér hefði fundist óva nalegt hvað hann hefði legið langt frá svölunum og hugsað hvort það þyrfti ekki einhvern aukalegan kraft til. Ef um stökk hefði verið að ræða væri líklegra að brotaþoli hefði lent á fótunum. Vegna hæðar handriðsins á svölunum sé ólíklegt að brotaþoli gæti hafa slysast yfir það. Þá greindi vitnið frá skoðun sinni á ákærða. Hann hefði verið með ferskan áverka á síðunni. Mjög langsótt væri að hann hefði myndast nokkrum dögum fyrr. Þessi áverki gæti vel hafa komið til við skröpun við handrið en það gæti líka ý mislegt annað hafa gerst. Ólíklegt væri að þetta hefði komið við það að ákærði væri færður inn í lögreglubifreið. Áverkar ákærða hefðu ekki endilega verið sértækir fyrir neitt. Sár við auga hafi til að mynda ekki verið eftir mjög hart högg. Þá hafi marblet tir verið að myndast. Einhverjir þessara áverka gætu hæglega skýrst af verklegri vinnu. Vitnið E, réttarmeinafræðingur og dómkvaddur matsmaður, staðfesti matsgerð sína fyrir dóminum. Hann kvaðst hafa lagt mat á aldur áverkanna á hinum látna og það hvernig áverkarnir hefðu orðið til á grundvelli ljósmyndagagna. Hann hefði verið beðinn að svara því hvort þrýstingsbrot vinstra megin á ofanverðri höfuðkúpu og áverkar, sem hefðu verið á hinum látna, hefðu orðið til vegna falls á sléttan flöt eða vegna höggkrafts. Það sé algjörlega ótvírætt að þessi áverki á höfuðkúpunni hafi ekki getað orðið til vi ð fall á sléttan, harðan flöt. Vitnið sýndi þrívíddarprentaða höfuðkúpu byggða á myndgögnunum sem hann vann úr og sýndi áverkann. Hann hefði einnig verið spurður um það hversu stór laus hlutur eða útstandandi hlutur á jörðinni, á fletinum þar sem hinn látn i hefði lent, hefði þurft að vera til þess að framkalla þetta brot. Hann telji lágmarksstærð slíks hlutar hafa þurft að vera 1,3×0,7×0,5 cm. Brotið hefði getað komið til annars vegar vegna höggs með ákomu þarna á höfuðkúpuna eða þá við fall á sléttan flöt þar sem fyrir hefði verið einhver útstandandi hlutur. Áverkarnir séu nánast alfarið vegna sljórrar kraftákomu. Ekki sé unnt með algjörri vissu að ákvarða aldur mars þegar um sé að ræða nýja eða ferska áverka. Mar geti verið frá því að vera algjörlega nýtt yfir í að vera tveggja eða þriggja daga gamalt án þess að hægt sé að greina það nákvæmlega. Hægra megin á höfðinu hafi einnig greinst nýir yfirborðsáverkar, þ. á m. húðrifa ofan við hægra eyra sem virðist hafa orðið til á dánardegi. Áverkarnir hægra megin á höfðinu, bæði ofan við eyrað og á augnsvæðinu, verði ekki skýrðir með fallinu. Útlit áverkans við hægra eyrað bendi til þess að hann hafi orðið til við kraftáverka með einhverjum mótuðum hlut. Áverkarnir á vinstri líkamshelmingi, á brjóstholssvæði, hrygg jarsúlusvæði og höfuðbeinum, verði auðveldlega útskýrðir með háu falli á sléttan flöt. Á vinstri il hafi sést ummerki um skarpan eða hálfskarpan áverka. Einnig séu ummerki á hægra fæti, en ógreinilegri. Líklegasta skýringin á þessum áverkum á fótum sé sú að þeir hafi orðið til við snertingu á ytri hlið svalanna. Blóðkám hafi fundist ofan á svalahandriðinu sjálfu, en það gefi sterklega til 18 kynna að brotaþola hafi blætt áður en hann féll fram af svölunum. Hann telji því líklegustu atburðarásina vera þá að br otaþoli hafi fyrst runnið með iljarnar utan á svölunum og snúist síðan í loftinu þannig að hann hafi lent vinstra megin á höfðinu á jörðinni. Við fallið hafi síðan neðri hluti líkamans væntanlega sveigst harkalega yfir miðjan líkamann í átt að höfuðstefnu og við það hafi orðið beinbrot bæði á rifbeinum og hryggjarsúlu. Loks hafi líkaminn lent á bakinu og það útskýri frekari rifbeins - og hryggjarsúluáverka. Ef horft er á stóru beinbrotin á höfuðkúpunni sjáist hringlaga, miðlægt, innkýlt brot sem sé meginbrot ið og í kringum það frekari brotasvæði. Síðan sjáist einnig í beinni stefnu fleiri brotasprungur sem allar gangi út frá hinu miðlæga, innkýlda broti og séu í rauninni sprungur út frá því. Um sé að ræða eitt samhangandi brotakerfi. Ef um er að ræða tvö högg á höfuðkúpuna finnist miðlægt aðalbrot, en geislabrotin út frá því stöðvist við geislabrotin frá fyrra brotinu. Þau nái ekki út fyrir þá geisla heldur staðnæmist við þá. Þetta samhengi er kallað lögmál Puppe. Við skoðun á höfuðkúpunni hafi engar vísbendin gar fundist um tvo brotaáverka. Þetta útiloki ekki algjörlega að um hafi verið að ræða tvö brotaatvik en geri það afskaplega ólíklegt. Þá geti rifbeinsbrot að einhverju leyti hafa orðið til við endurlífgunartilraunir. Varðandi blóð í nösum sé mögulegt að b rotaþoli hafi fengið blóðnasir fyrir fallið en það hafi einnig geta komið til vegna fallsins. Áverkar við hægra eyra og augnsvæði séu þess eðlis að líklega hafi blætt úr þeim og það sé vel hugsanlegt að blóð frá þeim hafi smurst ofan á svalahandriðið. Vi tnið C, prófessor í vélaverkfræði, greindi frá vinnu sinni við málið fyrir lögreglu. Hann lýsti nánar sviðsetningu á mögulegum atvikum málsins. Hann hefði skoðað þrjár mögulegar sviðsmyndir þess sem hefði getað gerst. Við sviðsetninguna hefði það annars ve gar verið athugað að manni væri kastað fram af handriði í þeirri hæð þar sem svalirnar voru og hin sviðsmyndin hefði verið að maður félli fram af handriðinu. Að auki hafi hann kynnt sér rannsóknir um föll úr ákveðinni hæð og teiknað upp þriðju sviðsmynd út frá rannsóknum sem miðaðist við að brotaþoli hefði stokkið. Af sviðsetningunni að dæma sé það líklegasta sviðsmyndin að brotaþola hafi verið kastað. Ástæður þess séu nokkrar; hversu langt hann hafi farið við þröngar aðstæður, hvernig hann hafi lent og hve rnig áverkarnir hafi verið. Hann hafi byggt á lýsingu á áverkum og rannsóknum á líklegum hraða manns sem stekkur fram af svölum miðað við lengstu fjarlægð sem hann hafi farið. Hraðinn sé miðaður við íþróttamann sem geti tekið eitt til tvö skref í stökkinu. Niðurstaðan hafi verið sú að hann hefði getað farið rúma tvo metra miðað við að hann stæði uppi á svalahandriði og spyrnti sér frá. Fyrir fram hefði hann talið að hægt væri að ná lengri vegalengd með stökki en með því að manni væri kastað. Í sviðsetningun ni hafi komið í ljós að hægt sé að nýta sér það að fylgja eftir búknum þegar honum sé kastað. Brúðu í sömu þyngd og brotaþoli hefði verið kastað fjórum sinnum af öllu afli af lögreglumanni. Hann hefði sveiflað henni og fylgt eftir og þar af leiðandi náð me iri hraða og krafti en hann hefði gert ráð fyrir. Hann hefði náð sambærilegri vegalengd við fjarlægð brotaþola frá svölunum í öllum köstunum. Þá hafi komið fram í þeim rannsóknum sem vitnið hafi kynnt sér að þegar stokkið sé fram af sé algengast að lenda á fótunum. Þegar kastað sé með afli sveiflist búkurinn til. Þetta hafi komið í ljós í sviðsetningunni, en hún hafi verið mynduð úr öllum áttum. Þá hafi brúðan lent nokkurn veginn samsíða veggnum. Þegar hún hafi verið látin fara fram af, en ekki verið kastað , hafi hún lent hornrétt frá veggnum. Hefði henni verið hrint teldi hann að hún hefði farið styttra. Samkvæmt þeim fræðigreinum sem hann hefði kynnt sér væru mestar líkur á að fólk sem félli úr þessari hæð myndi lifa það af. Talað sé um að fólk setji fætur na fyrir sig og lendi á þeim. Sé það hins vegar ekki viðbúið geti það lent hvernig sem er. Útreikningar hans hafi lotið að því hve miklum hraða þyrfti að ná til þess að ná ákveðinni vegalengd frá svölunum. Lengst sé hægt að ná með því að taka tilhlaup og s tökkva. Hann hefði hins vegar ekki rannsakað sérstaklega fleiri sviðsmyndir en þessar tilgreindu. Hann hefði byggt á rannsóknum sem hefðu sagt að góður íþróttamaður sem tæki eitt eða tvö skref og stykki gæti náð tveimur til þremur metrum á sekúndu. Ef ekke rt skref hafi verið tekið miði hann við minni hraða og skoði hámarkið sem hann hefði getað náð. Af sviðsetningu atburðarins sé hægt að draga þá ályktun að sveifla hafi myndast sem hafi valdið því að brotaþoli hafi lent samsíða veggnum sem hann kom frá. Han n hefði hins vegar ekki kannað nógu vel hvort hægt væri að draga ályktanir af því hvaða líkamshluti snerti fyrst jörðina. En því meiri sem fallhæðin sé, þeim mun fleiri möguleikar séu á því hvernig líkaminn geti lent þar sem ferillinn sé svo langur. Þá far i að koma viðnám, loftmótstaða og annað slíkt inn í þetta, en í innan við tíu metra hæð sé það 19 algengast ef menn stökkva fram af að þeir lendi á fótunum. Til þess að ná þessari vegalengd hafi stökkið þurft að vera kröftugt. Þarna hafi ekki verið aðstæður t il þess auk þess sem lendingarstaðan passi ekki við slíkt stökk. Vitnið F verkfræðingur, dósent í heilbrigðisverkfræði og dómkvaddur matsmaður, gerði grein fyrir matsgerð sinni í málinu. Búið hefði verið til líkan af manneskju þar sem reynt hafi verið að hafa massadreifinguna sem líkasta raunverulegri manneskju eftir formúlum sem taki tillit til hæðar og þyngdar einstaklings. Líkanið hafi samanstaðið af 15 hlutum sem hafi verið tengdir saman þannig að það hafði liðamót. Líkanið hafi getað hreyft liðamótin en það hafi ekki verið neinir vöðvar í því. Þyngdarpunktarnir hafi verið eins nákvæmir og mögulegt sé. Líkönin hafi bent til þess að það hefði þurft einhvern utanaðkomandi kraft til þess að koma einstaklingnum í þá stöðu sem hann hafi legið í þessa 3,3 me tra frá svalahandriðinu. Vitnið hafi framkvæmt hermanir þar sem byggt hafi verið á því að brotaþoli hefði oltið eða staðið uppi á svalahandriðinu og dottið. Þær hermanir hafi ekki bent til þess að þetta væri líklegt þar sem líkanið hafi endað töluvert lang t frá þeim stað sem brotaþoli fannst á. Hann hafi einnig skoðað fall þar sem einstaklingurinn hafi horft fram fyrir sig og hraði verkaði á bakið. Hermanirnar fyrir fall fram á við hafi bent til þess að hægt væri að setja kraft á og koma einstaklingnum á sv ipaðan stað, en líkönin hafi þó flest bent til þess að einstaklingurinn lenti á grúfu, þótt sumar hermanirnar bentu til þess að hann hefði lent á fótunum Þetta skipti máli þar sem einstaklingurinn liggi uppi við svalahandriðið sem sé 1,2 metrar á hæð. Átak spunkturinn komi þar fyrir ofan og valdi þessum snúningi sem geti fengið einstaklinginn til þess að snúast yfir svalahandriðið og búi til þennan kraft sem fari áfram. Þá hafi einnig verið hermt fall aftur á bak. Miðað við þá stellingu sem brotaþoli hafi fu ndist í, á bakinu samsíða svalabrúninni, hafi hermanirnar bent til þess að fall aftur á bak væri möguleg eða jafnvel líkleg skýring. Krafturinn sem hafi þurft til að koma brotaþola þessa vegalengd sé ekki verulega mikill. Matsmaðurinn taldi auðvelt að ná þ eirri vegalengt sem um ræði með stökki án atrennu en það sé sambærilegt og að stökkva rúman metra lárétt út af því að fallið sé um sjö metrar hæð. Þeir tveir metrar sem upp á vanti komi sjálfkrafa í fallinu. Aðspurður kvaðst hann ekki sjá neina snertingu á il í sviðsmyndunum. Matsmaðurinn taldi fall aftur fyrir sig líklegustu niðurstöðuna, en ekki væri hægt að útiloka stökk. Vitnið I lögreglumaður greindi frá komu sinni á vettvang eftir tilkynningu um að maður hefði farið fram af svölum. Hann hefði fyrst farið bak við hús og séð hvar brotaþoli hefði legið þar sem blóðpollur var á jörðinni. Svo hafi verið farið upp í íbúðina þar sem talið hafi verið að brotaþoli hefði farið fram af. Þeim hafi fundist einkennilegt hvað blóðpollurinn hefði verið langt frá sv ölunum og viljað skoða þetta vel með hliðsjón af því hvort um fall eða stökk eða eitthvað saknæmt hefði verið að ræða. Ákveðið hefði verið að kalla til frekari mannskap til að vinna í málinu. Það hafi verið snjóföl úti og lögreglumenn hafi gætt sundsins þa r sem brotaþoli hafi legið, en það sé þakið á bílastæðakjallara. Aðrir lögreglumenn hafi verið uppi að passa íbúðina. Hann hafi ákveðið að byrja á því að varðveita þau gögn sem hafi verið fyrir hendi með því að gera þrívíddarskann af svæðinu. Skanninn sé n otaður til þess að ljósmynda og varðveita mögulegar mælingar. Að því loknu hafi verið teknar nokkrar ljósmyndir til þess að festa aðstæðurnar á mynd. Þakið hafi verið mjög slétt steypt og mætti líklega kalla það vélslípað. Í horninu þar sem blóðið hafi ver ið hafi verið smá snjóföl. Það hafi verið hvasst nema í horninu sem hafi orðið til þess að snjórinn hafi fokið þangað. Lögreglumenn á vettvangi hafi bent á að brotaþoli hefði legið með höfuðið í blóðpolli samsíða svölunum. Snjórinn þarna á staðnum hafi all ur verið traðkaður af björgunaraðilum sem hafi verið að sinna honum. Annars hafi þakið verið steypt hornanna á milli og engin beð, gras eða möl að finna. Ákveðið hafi verið að skoða íbúðina og svalirnar. Leitað hafi verið mjög vel á planinu að munum frá br otaþola, eins og gleraugum eða síma. Einungis hafi fundist smella af úri brotaþola og einn inniskór sem ekki hafi verið vitað hvort tengdist málinu. Ekkert hafi staðið upp úr að sjá, svona í minningunni, á planinu. En á þessum tímapunkti hafi svo sem ekki verið horft eftir einhverri möl eða öðru slíku á planinu. Snjórinn hafi einungis verið nokkrir millimetrar. Notaður hafi verið þrívíddarskanni fyrir vettvanginn, en þar sem snjórinn hafi slæm áhrif á hann virki myndin eins og það séu skellur á henni og hún verði ekki áreiðanleg. Ekkert hafi staðið upp úr jörðinni við skoðun á myndinni, en hún sé ekki nægilega skýr. Vegna þessa hafi 20 líka verið teknar myndir með hefðbundinni myndavél og ekkert sjáist á þeim myndum heldur. Hann hafi ekki verið viðstaddur þegar slökkviliðið þreif planið, en hann viti til þess að þeir hafi gert það með úða úr dælubíl. Lítill kraftur sé í vatninu. Öllu hafi verið sprautað í átt að niðurfallinu en hefði eitthvað fundist þar hefði slökkviliðið látið vita. Vitnið greindi frá skoðun á svölunum. Sagði hann þær hafa verið ljósmyndaðar ítarlega og því næst skoðaðar með fjölbylgjuljósgjafa samdægurs. Svalirnar hafi verið skoðaðar að utan en ekkert hafi fundist. Framhaldsrannsókn hafi farið fram nokkrum dögum síðar. Steinaðir veggir hafi sé rstaklega verið skoðaðir vegna áverka á il brotaþola en ekkert hafi fundist. Ýmsa muni hafi verið að finna á svölunum en einungis gaskútur hafi ekki virst vera á sínum stað. Hamrar í eigu ákærða hafi verið haldlagðir til að leita lífsýna en ekkert hafi kom ið út úr því. Vitnið J lögreglumaður greindi frá því að hann hefði skoðað þá sem hefðu verið handteknir í málinu auk þess sem hann hefði farið á vettvang og tekið ljósmyndir. Myndirnar af mönnunum hefðu verið teknar sama dag og þeir voru handteknir og þ að hefði gengið misvel. Ákærði hefði til að mynda veitt mikla mótspyrnu þannig að þurft hefði að halda honum niðri. Sérstaklega hefði verið mæld hæðin upp í áverka á síðu ákærða til að sjá hvort áverkinn gæti hugsanlega verið tilkominn vegna núnings við ef ri brún handriðs á svölunum. Honum hefði virst áverkinn vera nýr, en hann væri þó ekki sérfræðingur í því. Hann gæti vel ímyndað sér að ef þetta hefði komið til við einhver átök á svölunum hefðu menn ekki alltaf staðið alveg uppréttir þannig að það væri ek ki óeðlilegt að áverkinn væri hærra á líkamanum en næmi hæð handriðsins. Hann kvaðst hafa komið að sviðsetningu atburða. Áður en farið hafi verið í það hafi verið fundað með réttarmeinafræðingi, verkfræðingi og rannsakara málsins til þess að leggja á ráðin um hvernig væri hægt að framkvæma þetta. Það hafi komið í ljós miðað við hæð handriðsins að það hefði þurft að lyfta brotaþola með einhverjum hætti, þar sem svalahandriðið væri það hátt að erfitt hefði verið að komast yfir það. Það hafi virst þurfa einhve rs konar lyftingu og eitthvert afl frá öðrum til þess að lenda svona út frá svölunum eins og brotaþoli hafi gert. Markmiðið með sviðsetningunni hafi verið að kanna kraftinn á því hvort einhver gæti fræðilega kastað manni þessa vegalengd. Reynt hafi verið a ð varpa ljósi á hvort það væri erfitt að koma einhverjum þetta langt frá svölunum eða hvort þetta gæti komið til vegna slysafalls fram af eða þess háttar. Vitnið kvaðst hafa farið aftur á vettvang síðar ásamt mönnum úr tæknideild og réttarmeinafræðingi. Þá hefði verið leitað í herbergjum og einhver áhöld haldlögð. Vitnið K, sérfræðingur við tæknideild Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, rannsakaði muni af vettvangi. Hann kvað blóð á inniskó sem fannst utanhúss hafa smitast af úlpu hins látna en fullyrt hefði verið við hann að ekkert blóð hefði verið á honum þegar hann fannst. Sýni hafi verið tekin af nöglum ákærða og brotaþola en ekkert hafi fundist. Blóð hefði fundist úr ákærða á buxum hans og á buxum Z. Blóðið á svalahandriðinu hefði verið úr brotaþol a, en þar væri einungis um að ræða kám eftir að blóðugur hlutur hefði verið settur á eða komið við svalahandriðið. Ekki hefði fundist blóð úr brotaþola á fatnaði ákærða. Hann hefði einnig rannsakað verkfæri sem hefðu verið haldlögð við rannsókn málsins en ekki hefði verið hægt að finna þar DNA eða það hefði ekki verið nægilegt til greiningar. Á skefti á hamri hefði komið fram DNA frá ákærða ásamt einhverju viðbótar DNA sem ekki hefði verið nægilegt til að samkenna. Vitnið L lögreglumaður greindi frá komu sinni á vettvang. Hún kvaðst hafa verið í annarri lögreglubifreiðinni sem mætti á staðinn. Tilkynning hefði borist um að maður hefði fallið þrjár hæðir á jörðinni fyrir neðan svalirnar. Við inngang hússins hefði einn maður, sem hefði verið undir áhrifum áfengis, komið á móti þeim og verið handtekinn. Hún hefði tekið eftir áverkum á höndum hans og hnúum. Hann hefði verið handjárnaður og færður inn í lögreglu bíl en hefði veitt mótspyrnu við það og því hefði þurft að beita valdi. Hann hefði ekki getað rætt mikið við þau í bifreiðinni á leiðinni vegna tungumálaörðugleika. Vitnið M lögreglumaður stýrði rannsókn málsins og gerði grein fyrir henni. Borist hefði t ilkynning um að maður hafi farið fram af svölum og væri vart hugað líf. Þegar hann hefði komið á vettvang 21 hefðu margir lögreglumenn verið þar fyrir og verið að handtaka þá sem voru þar innandyra. Þegar um hægðist hefði vettvangurinn verið rannsakaður. Snjó fjúk hafi verið en ekki ísing. Stór blóðpollur hefði verið fyrir neðan svalirnar og þegar málið hefði verið skoðað betur hefði þetta litið undarlega út þar sem lega brotaþola hefði verið ódæmigerð miðað við það sem sæist oft þegar fólk detti fram af. Þá he fði ákærði verið á leiðinni út þegar lögregla hefði komið á vettvang og virst ætla að flýja. Mikið ölvunarástand hafi verið á mönnunum. Hann hefði í kjölfarið farið á slysadeild þar sem lík brotaþola hefði verið skoðað betur. Þá hefðu komið í ljós áverkar sem hefðu litið út fyrir að tengjast fallinu ekki beint. Við skoðun réttarmeinafræðings hefði auk þess komið í ljós innkýlt brot á höfuðkúpu sem virtist ekki samsvara fallinu niður á gangstétt. Erfitt hefði reynst að fá heildstæða mynd af því sem hefði ger st vegna mikillar ölvunar viðstaddra. Rannsóknin hefði leitt í ljós að ákærði hefði verið úti á svölum með brotaþola skömmu áður og einhver átök hefðu átt sér stað á milli þeirra. Einn hinna fjögurra sem hefðu verið í íbúðinni hefði getað borið vitni um þa ð. Ákærði hefði verið nokkuð reikull í framburði varðandi ýmislegt en reyndar nokkuð stöðugur um það sem gerðist úti á svölum. Vettvangurinn hafi verið sviðsettur og hafi þá verið leiddar líkur að því að brotaþola hefði verið kastað fram af svölunum. Niður staðan hefði verið sú að það hefði þurft aukakraft til að koma brotaþola þessa vegalengd frá svölunum þangað sem hann hefði fundist liggjandi. Vitnið greindi nánar frá ákveðnum atriðum varðandi rannsóknina. Hann lýsti því m.a. að reynt hefði verið að fá ná nari upplýsingar um herþjónustu ákærða og brotaþola en þar hefðu þeir komið að lokuðum dyrum. Vitnið N lögreglumaður greindi frá aðkomu sinni á vettvang. Borist hefði útkall um að hugsanlega hefði maður fallið af svölum í íbúðarblokk. Hún og félagi henna r hefðu verið fyrst á vettvang. Þau hefðu farið bak við húsið og séð mann liggjandi í jörðinni hreyfingarlausan og engan annan þar í grennd í fyrstu. Engin ummerki hefðu verið um hreyfingu mannsins eða nokkurs þar í kring. Þau hafi athugað lífsmörk brotaþo la og fundið smá lífsmörk. Svo hafi farið að korra í honum. Stuttu seinna hefðu sjúkraflutningamenn komið og rétt áður hefði hún heyrt í mönnum á þriðju hæð og litið upp. Hún hefði þá séð erlenda menn þar og spurt hvort þeir þekktu manninn á jörðinni. Þeir hefðu sagt að þeir þekktu hann. Svo hefði maður komið út á svalir á fjórðu hæð en hann hefði ekki þekkt brotaþola. Skömmu síðar hefðu fleiri lögreglumenn komið og þau þá ákveðið að fara inn í húsið. Þá hefði maður verið að koma út og aðrir lögreglumenn he fðu handtekið hann. Þau hefðu farið upp á þriðju hæð í íbúðinni þar sem erlendu mennirnir hefðu verið úti á svölum. Heyrst hefði skvaldur þar innandyra og reynt hefði verið að opna dyrnar. Þar sem málið hefði verið álitið alvarlegt hefðu þau ekki getað beð ið og ruðst inn í íbúðina með því að brjóta upp hurðina. Allir sem voru innandyra hefðu verið handteknir. Hún hefði síðan farið upp á fjórðu hæð og talað við vitnið þar sem hefði komið út á svalirnar auk þess sem hún hefði rætt við vitni í íbúðinni á móti sem hefði tilkynnt atvikið. Konan á móti hefði verið í miklu áfalli. Vitnið O lögreglumaður kvaðst hafa komið fyrstur á vettvang ásamt N og farið aftur fyrir húsið og séð manninn á jörðinni. Hann hefði kannað lífsmörk og bráðaliðar hefðu komið fljótlega og byrjað endurlífgunaraðgerðir. Brotaþoli hefði verið með púls en ekki andað. Skömmu síðar hefði munnur hans fyllst af blóði. Staða brotaþola hefði vakið athygli hans, hvernig hann hefði legið með hendur niður með síðum og í mikilli fjarlægð frá svölunum. Það hefði komið út maður á svölunum á þriðju hæð og litið niður og svo hefði maður komið út á svalirnar á fjórðu hæð og sagt að það hefðu verið einhver læti þarna fyrir neðan og talið þetta tengjast því. Þegar bráðaliðar hefðu komið hefðu þau farið fram f yrir húsið. Þar hefði verið komin áhöfn af annarri lögreglubifreið og hún hefði verið búin að stöðva ákærða fyrir framan innganginn á húsinu. Sér hefði verið bent á áverka á ákærða og hann hefði handtekið hann og flutt á lögreglustöð. Viðbrögð ákærða hefðu vakið grunsemdir auk staðsetningar og legu brotaþola. Þau hefðu svo farið upp í íbúðina og heyrt í fólki fyrir innan. Maður hefði komið að hurðinni, hreyft hurðarhúninn en ekki opnað. Hann hefði þá ákveðið að láta sparka upp hurðinni og þau hefðu farið in n og handtekið alla sem voru inni. Allir mennirnir hefðu verið ölvaðir. 22 Vitnið hafi ekki þekkt hann mikið en hún hafi starfað hjá fyrirtækinu við að senda launaútreikninga til endurskoðanda. Brotaþoli hafi unnið 29. ágúst til 28. september 2019, en þá farið heim í mánuð, en þá hefði annar tekið við sem hefði unnið á móti honum í mánuð í senn. Brotaþoli hafi komið aftur 2. nóvember. Honum hafi verið sagt upp tveimur dögum seinna en verið á launum til 18. nóvember. Ástæða uppsagnarinnar hafi verið dryk kja í vinnu en hann hafi einnig tekið bíl úr vinnunni í leyfisleysi undir áhrifum áfengis. Þessi hegðun hafi verið metin þannig að þau hafi ekki viljað hafa hann lengur í vinnu. Þessi hegðun hafi verið breyting frá því sem verið hefði í september. Þeir sem bjuggu með honum hefðu á þeirra vegum en hefði þurft að fara úr henni þar sem hún hefði fylgt starfinu. Vitnið Q kvaðst hafa starfað með brotaþola í tvo mánuði. Fyrst hefði allt verið eðlilegt en þegar illa vegna skilnaðar. Hann hefði lítið unnið og verið upptekinn í símanum. Þá hefði brotaþoli far ið að drekka mikið og hann hefði heyrt hann tala við móður sína um lyf sem hann hefði tekið með sér en hann vissi ekki um hvernig lyf var að ræða. Brotaþoli hefði svo misst íbúðina þar sem hann hefði misst vinnuna. Hann hefði reiðst yfir því og gengið svo langt að hóta vitninu. Vitnið R kvaðst hafa unnið með brotaþola þangað til hann hefði misst vinnuna. Brotaþoli hefði breytingar á brotaþola. Hann hefði ge fið þá skýringu að konan hefði farið frá honum og honum liði illa. Hann hefði fundið fyrir því að brotaþoli hefði verið pirraður, en hann hefði þó ekki séð hann mikið þar sem þeir hefðu unnið á móti hvor öðrum. Brotaþola hefði verið sagt upp og hann hefði átt að fara heim fyrir jólin. Vitnið S, sviðstjóri Rannsóknarstofu í lyfja - og eiturefnafræði, greindi frá mælingum á etanólstyrk talið ölvun eða talað rauninni leitt til meðvitundarleysis og jafnvel gæti það leitt til dauða, en þó sé það svo að áhrifin séu misjöfn milli einstaklinga. Samkvæmt þessu sé um að ræða háar tölur hjá ákærða og félögum hans, sem og skyldum efnum og þar með kódíni, morfíni og etanóli, en annars ekki leitað að lyfjum. Ekki komi fram í þessum niðurstöðum hvort annarra efna hafi verið neytt svo sem sveppa og LSD. Ekki sé hægt að greina það með blóðprufum. Sömu aðferðir séu notaðar við leit og mælingu á öllum lyfjum og ólöglegum ávana - og fíkniefnum hvort sem um er að ræða lifandi einstaklinga eða sýni úr réttarkrufningu. Í tilfelli brotaþola hafi þó verið óskað eftir aðeins víðtækari leit að lyfjum, sem oft sé gert við krufningu. Vitnið T, lyfja - og eituref nafræðingur, greindi frá rannsókn á blóði og þvagi brotaþola. Hún kvað víðtæka leit hafa verið gerða að lyfjum og efnum en erfitt væri að leita að ótilteknum efnum því til viðbótar nema einhver sýni fyndust á vettvangi sem bentu til einhvers konar neyslu. Væri til dæmis verið að leita að hugvíkkandi efnum væri nauðsynlegt að vita nákvæmlega að hverju verið væri að leita. Þá geti efnin horfið úr blóði sem geymt hafi verið í einhvern tíma. Niðurstaða Ákærða er gefið að sök að hafa sunnudaginn 8. desember 20 19 veist með ofbeldi að A á svölum slá hann þungu höggi í höfuðið með óþekktu áhaldi og í kjölfarið kastað honum fram af svölunum þannig að A féll 6,96 met ra niður á steypta stétt og lést skömmu síðar af áverkum sem hann hlaut á heila, brjóstkassa og brjóstholslíffærum. 23 Ákærði neitar sök. Hann greindi frá því fyrir dóminum að hann hefði ekki séð brotaþola koma á eftir sér út á svalirnar en hefði séð hann st efna þangað. Hann hefði snúið sér undan til að kveikja sér í sígarettu en þegar hann hefði snúið sér við hefði brotaþoli ekki verið þar og ekki heldur sjáanlegur inni. Hann kvaðst ekki vita hvernig fall brotaþola hefði komið til en hefur vísað til þess að þeir hafi rætt um að hafa lært að stökkva úr mikilli hæð er þeir gegndu herskyldu í kringum árið 1990. Þegar lögregla og sjúkralið kom á vettvang lá brotaþoli á bakinu fyrir neðan svalir á íbúðinni sem ákærði bjó í og var líkami hans í láréttri stöðu á mó ts við brún svalanna 3,31 metra frá en hæðin niður af svölunum er 6,96 metrar. Brotaþoli var fluttur á slysadeild þar sem hann lést skömmu síðar af sárum sínum. Grunur virðist hafa vaknað strax á vettvangi um að fallið hefði borið að með voveiflegum hætti. Leitað var álits réttarlæknis sem skoðaði lík brotaþola. Kom fram að brotaþoli hefði lent á vinstri hlið höfuðs og öxl. Auk áverka af völdum fallsins hafi hann síðan haft aðra áverka, m.a. innkýlt brot á höfuðkúpu og áverka á vinstri hlið höfuðs sem virð ist hafa komið til fyrir fallið. Talið var líklegast að utanaðkomandi kraftur hefði komið til í ljósi áverkanna og staðsetningar líksins fyrir neðan svalirnar. Þá er það jafnframt niðurstaða E, sérfræðings í réttarlækningum og dómkvadds matsmanns, að útil okað sé að innkýlda brotið hafi komið til við fall á sléttan flöt. Annaðhvort hafi eitthvað upphleypt verið á yfirborðinu eða brotið hafi komið til við utanaðkomandi kraft áður en brotaþoli féll. Þá séu fleiri áverkar á brotaþola sem ekki verði skýrðir með fallinu. Framangreindir sérfræðingar eru sammála um að innkýlda brotið á höfuðkúpu brotaþola geti einungis hafa komið til með tvennum hætti en eru ekki á sama máli um hvort er líklegra. Brotaþoli lenti á steyptum sléttum fleti. Þeir sem komu á vettvang u rðu ekki varir við neitt á jörðinni er hann hafði verið fjarlægður og á myndum af vettvangi sést ekkert sem gæti skýrt brotið. Ekki er að sjá ísingu á jörðinni heldur einungis snjófjúk. Þá verður að telja að hefði brotaþoli lent á einhverju sem hefði orsak að brotið hefði það sést á höfuðleðrinu eða jafnvel setið þar í. Dómurinn, sem skipaður er sérfróðum meðdómendum, telur um tvær ákomur að ræða, þannig að innkýlda brotið hafi komið til fyrir fallið. Ekkert fannst á svölunum eða í íbúðinni sem með vissu er talið að hafi getað valdið áverkanum. Verður því ekki fullyrt að ákærði hafi slegið brotaþola með þungu áhaldi, en ekki er útilokað að brotaþoli hafi lent utan í einhverju, svo sem hurðarhúni eða gaskút, í átökum. Áverkar á höfði og andliti brotaþola benda jafnframt til þess að um fleiri ákomur sé að ræða, t.d. eftir átök, en þeir áverkar eru dæmigerðir fyrir högg eða spörk og verða ekki skýrðir með fallinu. Þá er til þess að líta að blóðkám úr brotaþola sem fannst á svalahandriði bendir til þess að eitthva ð hafi gerst fyrir fallið sem hafi valdið því að honum hafi blætt. Við handtöku komu í ljós ýmsir áverkar á ákærða. Þótt áverkarnir geti bent til þess að hann hafi átt í átökum verður það ekki fullyrt í ljósi þess að um ósértæka áverka er að ræða og ákærð i starfaði við byggingarvinnu og var iðulega með sár og rispur vegna þess. Lögreglan leitaðist við að endurskapa atvikið með aðstoð C, prófessors í verkfræði. Voru gerðar átta tilraunir til að líkja eftir fallinu með gínu sem var að sömu stærð og þunga og brotaþoli. Í ljós kom að væri gínunni velt fram af svölunum komst hún ekki þá vegalengd sem um er að ræða og var því talið útilokað að brotaþoli hefði fallið eða oltið fram af svölunum. Þá var ekki talið að brotaþoli gæti hafa stokkið svo langt, auk þess sem hann hefði lent á fótunum hefði verið um það að ræða. Áverkar á brotaþol a bentu til þess að hann hefði ekki verið viðbúinn og ekki virtust vera varnaráverkar á honum. Við athugunina kom í ljós að hægt var að kasta manni þessa vegalengd og ná fram sambærilegri lendingu. Var það niðurstaða C að það væri líklegasta sviðsmyndin af því sem hefði gerst. Matsmaðurinn F verkfræðingur gerði síðan hreyfifræðilega greiningu á falli brotaþola. Hann komst að þeirri niðurstöðu að fall af sjálfsdáðum væri ólíklegt. Mögulegt væri að komast þessa vegalengd með ákveðnum stökkum en þau samræmdus t ekki áverkum eða stöðu í lendingu brotaþola. Miðað við þær sviðsmyndir sem hann setti upp er líklegast að annar aðili hafi beitt krafti á brotaþola. Hann taldi líklegustu sviðsmyndina vera fall aftur fyrir sig þar sem ytri krafti hefði verið beitt. Samk væmt framangreindu er það niðurstaða beggja fyrrgreindra sérfræðinga að nánast útilokað sé að brotaþoli hafi oltið fram af handriði svalanna. Of mikil fjarlægð sé í lendingarstaðinn til þess. Til þess að brotaþoli hafi getað komist jafn langt frá svalavegg num og raunin varð hafi þurft að beita nokkrum krafti. Víxlverkun við ytra byrði svala, eða þær neðri, hefði getað ýtt viðkomandi áleiðis en vegalendin 24 sem um ræðir sé of mikil nema með verulegri og ákveðinni kraftverkun. Dómurinn, sem skipaður er sérfróðu m meðdómendum, telur því ekki varhugavert að útiloka þennan möguleika. Ekki er hins vegar hægt að útiloka að hægt sé að stökkva þessa vegalengd af eigin rammleik. Sérfræðingarnir eru þó sammála um að stökk frá svalabrún myndi leiða til annarar ákomu við jö rðu, en lending á fótum væri lang líklegust í því samhengi. Ljóst er af sviðsetningu lögreglu að hægt er að varpa manni þessa vegalengd, miðað við þessa fallhæð, sé krafti beitt á tiltekinn hátt. Sú sviðsetning gaf mestu líkindi við lendingu brotaþola af þ eim sem fram hafa komið. Þá er sú atburðarás möguleg sem dómkvaddur matsmaður bendir á að brotaþola hafi verið hrint aftur á bak. Til þess að það náist þarf að beita verulegum krafti en dómurinn telur kraftinn þurfa að vera meiri en svo að það teljist raun hæft frá manni sem ýtir á annan standandi á svölum, auk þess sem ákoma við handriðið yrði veruleg. Telja verður þá atburðarrás líklegri að líkama brotaþola hafi verið velt yfir og kastað, og svo snúist í frjálsu falli. Erfitt er að ná þeim hraða frá sval aveggnum sem þarf til að komast þá vegalengd sem um ræðir við fall eða stökk úr stöðu þar sem hangið er á svölunum eins og kemur fram í matsgerð dómkvadds matsmanns, E. Stökkkrafturinn er þá minni auk þess sem þyngdarpunkturinn er neðar í upphafi. Fall eða stökk úr slíkri stöðu, rétt eins og fall úr stöðu af handriði er afar ólíklegt með hliðsjón af stöðu brotaþola í lendingu og því að ljóst er að töluverðan hraða þarf frá vegg í upphafi til að ná umræddri vegalengd. Ákærði hefur bent á sem mögulega atburð arrás fyrir dóminum stökk klofvega yfir svalahandrið eða að hangið hafi verið utan á svalaveggnum og sýndi hann dómendum í vettvangsgöngu hvernig það væri gert. Dómurinn telur mögulegt að ná nægilegum hraða með stökki yfir handriðið, en til þess að viðkoma ndi lendi í þeirri stöðu sem brotaþoli var í verði ytri áhrif að koma til. Snúningur brotaþola í loftinu þannig að hann lenti á höfðinu gæti ekki hafa komið til nema mjög ákveðinn kraftur eða kraftvægi hefði verkað á líkamann í upphafi hreyfingarinnar. Sam kvæmt öllu framangreindu telur dómurinn ljóst að utanaðkomandi kraftur hafi þurft að koma til svo brotaþoli hefði getað fallið með þeim hætti sem raun bar vitni. litast framburður þeirra af því. Þeir muna þó flestir eftir komu brotaþola í íbúðina og bera allir um að þeir hafi ekki séð neina áverka á honum. Þegar ákærði fór ásamt brotaþola út á svalirnar virðist Æ hafa verið sofandi inni í svefnherbergi, Þ sofandi við borðstofuborðið og Z sofandi á dýnu á stofugólfinu, en Y virðist hafa setið við borðstofuborðið og snúið baki í svalirnar. Þeir Þ og Z hafa báðir lýst því að þeir hafi vaknað upp við mikil læti og heyrt að maður hefði farið fram af svölunum. Z greindi frá því að hafa farið út á svalirnar og litið niður og séð einhvern hjá brotaþola. Þessi framburður hans samræmist framburði lögreglumanns sem stóð fyrir neðan svalirnar auk lýsingar Y af atvikum. Y kvaðst hafa orðið vitni að átökum milli ákærða og brotaþo la og séð hvar ákærði sló til brotaþola, en ákærði hefur gengist við því að hafa slegið brotaþola með flötum lófa inni í íbúðinni. Y kvaðst hafa séð þá fara saman út á svalirnar og ákærða koma einan inn skömmu síðar. Hann kvað ákærða hafa verið í uppnámi o g hann hefði því farið út á svalirnar og séð brotaþola liggja fyrir neðan. dag. Vitni úr íbúð á sömu hæð var við glugga þar sem sést yfir á hluta af svölum íbúð arinnar. Hún varð þar vör við mann og virðist hafa verið mjög brugðið án þess að hún geti gert sér grein fyrir orsök þess. Hún kvaðst aldrei fyrr hafa orðið fyrir neinni truflun úr þessari átt, en eitthvað við manninn á svölunum virðist hafa valdið henni m þegar farið fram og kallað á eiginmann sinn. Hún hefði þá heyrt dynk og síð an hefðu þau hjónin séð fætur manns liggjandi á jörðinni fyrir neðan. Dómendur gengu á vettvang atburðanna og sáu meðal annars að útsýni úr umræddum glugga nær ekki yfir allar svalirnar. Það er því ekki útilokað að annar maður hafi verið á svölunum þótt vi tnið hafi ekki séð hann. Samkvæmt framburði hennar gerðust þessi atvik tiltölulega hratt. Eiginmaður hennar greindi einnig frá því að hafa séð og heyrt viðbrögð hennar og í framhaldinu séð í brotaþola liggjandi á jörðinni. Þá bar nágranni á hæðinni fyrir o fan um að hafa heyrt rifrildi, háan skell og öskur. 25 Eins og rakið var hér að framan neitar ákærði sök og kvaðst fyrir dómi ekki hafa orðið var við að brotaþoli hefði farið út á svalirnar með sér. Hann greindi frá því að þeir hefðu rætt um stökk sem þeir h efðu Ákærði gaf skýrslu hjá lögreglu nokkrum sinnum. Í fyrstu skýrslutökunni, daginn eftir atburðinn, greindi hann frá því að brotaþoli hefði komið í íbúðina til að gleð jast með honum og félögum hans. Brotaþoli hefði verið ölvaður og hann teldi að hann hefði einnig tekið inn einhver fíkniefni. Brotaþoli hefði hann hefði spurt hvort hann ætti að stökkva yfir svalirnar. Ákærði kvaðst hafa svarað honum játandi í gríni. Síðar hafi þeir farið saman út á svalir að reykja en ákærði hefði snúið baki í brotaþola til að mynda skjól til að kveikja á sígarettunni. Þegar það hefði tek ist hefði hann áttað sig á að brotaþoli væri ekki lengur á svölunum. Hann hefði þá farið inn að leita að honum en hvergi séð hann og þá farið inn í herbergi til að leggja sig. Hann hefði ekki áttað sig á hvað hefði gerst fyrr en hann hefði verið kominn á l ögreglustöðina. Í skýrslutöku 13. desember 2019 greindi ákærði frá því með sama hætti að hann hefði farið út á svalir með brotaþola að reykja. Brotaþoli hefði verið horfinn þegar honum hefði tekist að kveikja í sígarettunni. Hann hefði talið mögulegt að b rotaþoli væri eitthvað fúll út í hann og hefði farið aftur inn. Hann hefði svo farið inn þar sem honum hefði verið óglatt. Hann hefði kastað upp og síðan farið inn í herbergið sitt og lagt sig. Þegar hann hefði vaknað hefði hann farið fram þar sem félagar hans hefðu setið við drykkju. Hann hefði spurt um brotaþola og honum þá verið greint frá því að hann hefði fallið fram af svölunum. Hann hefði ætlað út að athuga með brotaþola en lögreglan handtekið hann þegar hann hefði verið á leiðinni. Hann kvaðst telja að brotaþoli hefði verið þunglyndur undanfarið og telja mögulegt að hann hefði fleygt sér fram af svölunum. Hann neitaði því að hafa rifist við brotaþola og taldi um misskilning félaga síns að ræða varðandi það. Hann hefði verið orðinn leiður á tali brota herinn, beðið hann að hætta og slegið hann léttan löðrung til að leggja áherslu á orð sín. Í skýrslu 30. desember 2019 kvaðst ákærði hafa farið einn út að reykja, brotaþoli hefði komið á eftir en hann svo lokað hurðinni á eftir honum. Hann lýs ti því með sama hætti og áður hvernig hann hefði myndað skjól til að kveikja í sígarettunni. Það hefði tekið langan tíma en svo hefði hann farið inn, kastað upp og lagt sig í góða stund. Hann hefði svo farið fram að leita að brotaþola og síðan niður þar se m lögregla hefði handtekið hann. Brotaþoli hefði verið að tala um að hann gæti stokkið eins og í hernum áður fyrr en hann kvaðst ekki vita hvers vegna hann hefði gert það þennan dag. Hann hefði kannski ætlað að sýna honum að hann gæti það ennþá. Hann hefði sjálfur sagt við brotaþola að ef hann vildi gera þetta væri sér alveg sama. Eftir að hafa skoðað myndir af vettvangi kvaðst ákærði telja að stökkið hefði misheppnast hjá brotaþola. Sjálfur gæti hann auðveldlega stokkið niður þessa hæð. Í skýrslutöku 15. janúar 2020 greindi ákærði frá samtali á samskiptaforritinu Whatsapp við vinkonu sína eftir að hafa kastað upp. Hann kvaðst hafa farið einn út á svalir og ekki tekið eftir því að brotaþoli hefði fylgt honum. Hann hefði myndað skjól til að kveikja í sígaret tunni en ekki vitað af brotaþola á svölunum þá. Eftir að hafa reykt hefði honum orðið flökurt og farið inn í eldhús til að fá sér að drekka. Honum hefði ekki liðið betur og því farið inn á klósett og kastað upp. Þá hefði hann farið inn í herbergi, lagt sig stutta stund og síðan hringt í vinkonu sína á Whatsapp. Hann hefði svo lagt sig aftur en síðan farið fram í partíið sem hefði enn verið í gangi. Á einhverjum tímapunkti hefði einhver sagt að brotaþoli hefði fallið fram af svölunum. Hann hefði svo farið út úr íbúðinni og mætt lögreglumönnum á ganginum. Í skýrslutöku 13. mars 2020 lýsti ákærði því að hann gæti stokkið úr meiri hæð en þetta eftir stoltur a f því, en líklega hefði honum mistekist eitthvað við stökkið. Af framangreindu er ljóst að ýmiss konar misræmi er í framburði ákærða um málsatvik. Til að mynda greindi hann ítrekað frá því hjá lögreglu að brotaþoli hefði farið með honum út á svalir en þeg ar hann hefði snúið sér við eftir að hafa kveikt í sígarettunni hefði hann verið horfinn. Fyrir dóminum greindi hann aftur á móti frá því að hann hefði ekki orðið var við að brotaþoli hefði fylgt sér. Við vettvangsgöngu sýndi ákærði dómendum hvar lögreglan hefði handtekið hann í stigaganginum fyrir framan íbúðina. Á upptökum úr búkmyndavélum og framburði lögreglumanna sést hins vegar að ákærði var handtekinn utan 26 við húsið. Ákærði hefur engar skýringar getað gefið á breytingum á framburði sínum. Þykir framb urður hans af framangreindum sökum vera ótrúverðugur og ekki hægt að byggja á honum. Ekkert er fram komið í málinu sem bendir til þess að einhver annar en ákærði geti hafa verið að verki. Ákærði verður hins vegar sýknaður af því að hafa slegið brotaþola h nefahöggum og sparkað í líkama hans og höfuð auk þess að slá hann þungu höggi í höfuðið með óþekktu áhaldi þar sem ekki er sannað að hann hafi veitt brotaþola áverka með þeim hætti. Samkvæmt öllu framangreindu telur dómurinn, sem skipaður er tveimur sérfr óðum meðdómsmönnum, verkfræðingi og réttarlækni, sannað svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa, sbr. 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, að ákærði hafi orðið þess valdandi að brotaþoli féll af sú háttsemi að kasta manni fram af svölum úr tæplega sjö metra hæð hefur mikla hættu í för með sér. Háttsemi ákærða var því stórhættuleg og gat honum ekki dulist að langlíklegasta afleiðing hennar væri að hún myndi leiða til dauða brotaþola. Verður ákærði því sakfelldur og varðar brot hans við 211. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. er að ákærði var mjög ölvaður er atvikið átti sér stað. Það leysir hann e kki undan refsiábyrgð, sbr. 17. gr. almennra hegningarlaga. Ákærða mátti engu að síður vera ljóst að langlíklegast væri að dauði myndi hljótast af því að kasta manni tæplega sjö metra niður á steyptan pall. Erfitt er að fullyrða hvað ákærða gekk til með at hæfi sínu og er ekki hægt að byggja á öðru en að ásetningur hafi ekki myndast fyrr en við atvikið sjálft. Við broti gegn 211. gr. almennra hegningarlaga liggur fangelsi ekki skemur en 5 ár, eða ævilangt. Ákærði á sér engar málsbætur. Þykir refsing hans hæf ilega ákveðin fangelsi í 16 ár. Gæsluvarðhald ákærða frá 9. desember 2019 til 21. janúar 2020 kemur til frádráttar refsingu. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Arnars Kormáks Friðrikssonar lögmanns, 8.619.705 krónur, að meðtöldum virðisau kaskatti, auk 46.200 króna í útlagðan kostnað, og 2.873.888 krónur í annan sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari. Dómsuppkvaðning hefur dregist fram yfir frest samkvæmt 1. mgr. 184. gr. laga nr. 88 /2008. Dómari og aðilar töldu ekki þörf á því að málið yrði flutt að nýju . Barbara Björnsdóttir héraðsdómari, Ármann Gylfason vélaverkfræðingur og Snjólaug Níelsdóttir réttarlæknir kveða upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, X, sæti fangelsi í 16 ár. Gæsluvarðhald ákærða frá 9. desember 2019 til 21. janúar 2020 kemur til frádráttar refsingu. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Arnars Kormáks Friðrikssonar lögmanns, 8.619.705 krónur, auk 46.200 króna í útlagðan kostnað, og 2.873.888 krónur í annan sakarkostnað.