LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 18. desember 2020. Mál nr. 195/2019 : Ákæruvaldið (Guðrún Sveinsdóttir, settur saksóknari ) gegn Brynjari Kristenssyni og (Karl Georg Sigurbjörnsson lögmaður) X (Jón Egilsson lögmaður) ( Þorbjörg I. Jónsdóttir , lögmaður einkaréttarkröfuhafa) Lykilorð Líkamsárás. Samverknaður. Sönnun. Útdráttur B var ákærður fyrir þrjár líkamsárásir í félagi við aðra með nokkurra mínútna millibili, meðal annars eina stórfellda líkamsárás í félagi við X. B var í héraði sakfelldur fyrir líkamsárás samkvæmt einum ákærulið en B og X voru sýknaðir af öðrum ákæruliðum þar sem ekki þótti sannað gegn neitun þeirra að þeir hefðu verið þátttakendur í umræddum líkamsárásum. Í dómi Landsréttar var rakið að sönnun um málsatvik hefði fyrst og fremst byggst á myndbandsupptöku af vettvangi en að einnig hefði að einhverju leyti má tt styðjast við framburð brotaþola og fyrirliggjandi læknisvottorð. Þá segir að hvað skýrast megi merkja B í lok myndbandsupptökunnar og tiltekin smáatriði varðandi útlit hans. Væru þau höfð til hliðsjónar væri hægt að fylgja B eftir á myndbandsupptökunni þótt andlit hans væri ekki alltaf greinilegt. Með vísan til þess þótti hafið yfir skynsamlegan vafa að B væri árásarmaður í öllum þremur líkamsárásum sem hann var ákærður fyrir. Þótt ekki væri hægt að greina þátt hans í stórfelldri líkamsárás samkvæmt öðru m lið ákæru umfram tvö hnefahögg í upphafi árásarinnar væri ljóst að hann væri ásamt öðrum aðalmaður í henni og hefði honum mátt vera ljóst að hún myndi hafa alvarlegar afleiðingar fyrir brotaþola eins og raun varð. Var B því sakfelldur samkvæmt öllum þrem ur ákæruliðum. Þrátt fyrir að Landsréttur teldi að greina mætti X á myndbandsupptökunni væri ekki unnt að sjá hvort hann hefði átt þátt í þeirri líkamsárás sem hann var ákærður fyrir þar sem brotaþoli hefði á þeim tíma legið á bak við bifreið út frá sjónar horni myndbandsupptökunnar. Var X því sýknaður af kröfum ákæruvaldsins. Var refsing B ákveðin fangelsi í tvö ár. Þá var staðfest niðurstaða héraðsdóms um að B skyldi greiða einum þriggja brotaþola miskabætur. 2 Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttar dómararnir Ásmundur Helgason , Davíð Þór Björgvinsson og Ragnheiður Bragadóttir . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 11. febrúar 2019 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 21. janúar 2019 í málinu nr. S - 524/2018 . 2 Ákæruvaldið krefst þess að ákærðu Brynjar Kristensson og X verði sakfelldir samkvæmt ákæru, að refsing ákærða Brynjars verði þyngd og að ákærði X verði dæmdur til refsingar. 3 Ákærði Brynjar krefst aðallega sýknu af kröfum ákæruvaldsins, til vara að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og til þrautavara að honum verði dæmd vægasta refsing sem lög leyfa. Þá krefst hann þess að einkaréttarkröfum verði vísað frá dómi, til vara að hann verði sýknaður af þeim en til þrautavara að þær verði lækkaðar. 4 Ák ærði X krefst aðallega staðfestingar hins áfrýjaða dóms en til vara að hann verði dæmdur til vægustu refsingar sem lög leyfa og að refsing verði skilorðsbundin að öllu leyti. 5 Brotaþoli A krefst þess að ákvæði hins áfrýjaða dóms um greiðslu skaðabóta til ha ns verði staðfest. Málsatvik og sönnunarfærsla 6 Í hinum áfrýjaða dómi er gerð grein fyrir framburði ákærðu og vitna við aðalmeðferð málsins í héraði. Við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti var spilað myndskeið af upptöku úr eftirlitsmyndavél sem sýnir þau atvik sem ákæran lýtur að utandyra við Hafnarstræti 4 - 10 í Reykjavík aðfaranótt sunnudagsins 19. febrúar 2017 milli klukkan 4:55 og 5:03 og var skýrsla tekin jafnóðum af ákærðu, Brynjari Kristenssyni og X , og þeir spurðir út í það sem á upptökunni sást. Þ á voru spilaðar myndupptökur af framburði ákærðu og vitnanna D og E . Sönnun um málsatvik byggist nánast einvörðungu á því sem sjá má á framangreindri myndbandsupptöku af vettvangi en einnig má að einhverju leyti styðjast við framburð brotaþola og fyrirligg jandi læknisvottorð. Niðurstaða Fyrsti liður ákæru 7 Ákærða Brynjari er í fyrsta lið ákærunnar gefið að sök að hafa í félagi við Y ráðist á B þar sem ákærði Brynjar hrinti henni á vegg og í beinu framhaldi hafi Y hrint henni þannig að hún féll í jörðina, allt með þeim afleiðingum að B hlaut eymsli yfir hnakka, roða í lófum og hrufl á fingrum, þreyfieymsli fyrir neðan hægri hnéskel og tognun eða yfirborðsáverka á vinstra hné og eru brot þeirra heimfærð til 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. B bar um það vitni í héraði að hún hefði verið tekin upp við vegg og síðan fallið og að einn eða tveir menn hefðu ráðist á hana. B hefur borið 3 kennsl á sig á myndbandsupptöku af vettvangi sem sýnir einn mann hri nda henni á vegg og annan, í beinu framhaldi, hrinda henni á jörðina. Með hliðsjón af framurði hennar og fyrirliggjandi læknisvottorði þykir sannað að hún hafi við þetta hlotið þá áverka sem í ákæru greinir. 8 Ákærði Brynjar hefur neitað sök fyrir héraðsdómi og Landsrétti . Í skýrslutöku hjá lögreglu neitaði ákærði Brynjar því ekki að hafa verið á vettvangi á umræddum tíma en hefur síðar neitað því fyrir héraðsdómi . Fyrir Landsrétti neitaði ákærði Brynjar að tjá sig um sakarefnið. Y var sakfelldur fyrir framan greinda háttsemi í hinum áfrýjaða dómi en ekki þótti sannað gegn neitun ákærða Brynjars að hann væri maðurinn sem ýtti B á vegg í fyrrgreindri upptöku. 9 Myndbandsupptakan í heild varir í 7 mínútur og 43 sekúndur. Að mati Landsréttar er unnt að greina ákærða Brynjar á fyrstu sekúndum upptökunnar en hvað skýrast í lok hennar, þegar hann gengur frá vettvangi í átt að myndavélinni, klukkan 5:03. Sést þá vel hvernig dökkt hár ákærða Brynjars er rakað hátt upp með hliðum fyrir ofan eyru og að hann klæðist dökkri h ettupeysu með ljósu merki á vinstra brjósti og er í dökkum skóm með ljósum sólum. Ef þessi atriði eru höfð til hliðsjónar má vel greina ákærða Brynjar í myndbandinu og fylgja honum eftir þrátt fyrir að andlit hans sé ekki alltaf greinilegt. Klukkan 4:57 á upptökunni sést hvar B gengur að ákærða Brynjari og þykir hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði Brynjar er sá sem í kjölfarið hrindir henni á húsvegg áður en Y hrindir henni á jörðina. Þykir með upptökunni sannað gegn neitun ákærða Brynjars að hann framdi brotið sem tilgreint er í fyrsta lið ákæru og er brot hans rétt heimfært til refsiákvæðis enda mátti hann vita að yfirgnæfandi líkur væru á að brotaþoli hlyti meiðsl af háttsemi hans. Annar liður ákæru 10 Í öðrum lið ákæru er ákærðu Brynjari og X gefið að sök að hafa í félagi hvor við annan , skömmu eftir þau atvik sem í fyrsta ákærulið greinir, ráðist á C . Ákærði Brynjar hafi veitt C tvö hnefahögg í höfuðið, tekið hann svo taki og hent honum á vegg, þannig að C skall á veggnum og féll svo á jörðin a og ákærði X hafi fylgt á eftir með því að traðka á eða sparka í líkama hans eða höfuð, allt með þeim afleiðingum að C hlaut stóran skurð á hnakka hægra megin og yfir eyrnasvæði sem sauma þurfti með fimm sporum, merki um heilamar, innanbastblæðingu í og k ringum heila sem var annars vegar 10 mill i metra þykk á um 50 mill i metra löngu svæði og sjö mill i metra þykk á um 45 mill i metra löngu svæði, blæðingu bak við hljóðhimnu hægra megin, stöðubundin n steinasvima, heilahristing, yfirborðsáverka á bakvegg brjóstkas sa og streituröskun í kjölfar áfalls. Brot þessi eru heimfærð til 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga. 11 Af endurriti framburðar B fyrir héraðsdómi verður ráðið að hún hafi átt erfitt með að horfa á árásina á C en að sex eða sjö menn hið minnsta hefðu v erið þar í kring og að sparkað hefði verið í hann, meðal annars í höfuðið. Mikið hafi blætt úr C og hún hafi talið hann látinn. A bar um það í héraði að C hefði lent í ýtingum við aðra menn, hann 4 myndi eftir honum upp við vegg og því næst að hann hefði leg ið í jörðinni. C bar um það í héraði að hann m yndi ekki hvað gerðist. Hann m yndi fyrst eftir sér á miðvikudeginum eftir atburðinn. C hefur borið kennsl á sig á myndbandsupptöku af vettvangi sem sýnir að klukkan 5:01 nálguðust nokkrir menn hann skyndilega. Um leið kemur einn maður hlaupandi að, inn í þvöguna, lyftir hnefa á loft og reiðir tvisvar til höggs í efri hluta líkama C . Við það virðist C kastast til og lenda svo í jörðinni. Liggur hann eftir það á jörðinni á bak við bifreið út frá sjónarhorni upptök unnar og er því ekki hægt að greina hver veitir honum hvaða áverka en menn virðast sparka í hann og traðka á honum í stutta stund og gengur sá sem veitti honum upphaflegu höggin þá í burtu, í átt að myndavélinni. Hinir fylgja fljótt á eftir en C liggur eft ir. Með hliðsjón af framangreindu og fyrirliggjandi læknisvottorði þykir sannað að C hafi við þetta hlotið þá áverka sem í ákæru greinir. 12 Ákærðu Brynjar og X hafa neitað sök. Í skýrslutöku hjá lögreglu neitaði ákærði Brynjar því ekki að hafa verið á vettva ngi á umræddum tíma en hefur síðar neitað því fyrir héraðsdómi. Fyrir Landsrétti neitaði ákærði Brynjar að tjá sig um sakarefnið. Ákærði X bar fyrir héraðsdómi að hann þekkti sig á upptökunni en neitaði að tjá sig um hvort hann bæri kennsl á sig á upptökun ni við skýrslutöku af honum fyrir Landsrétti. Í hinum áfrýjaða dómi þótti ekki sannað gegn neitun ákærðu að þeir hefðu framið þá háttsemi sem greinir í öðrum lið ákæru þar sem ekki væri unnt að greina af myndbandsupptöku af vettvangi hvort þeir hefðu verið meðal þeirra sem réðust á C . 13 Með vísan til þess sem að framan greinir um fyrsta lið ákæru er að mati Landsréttar unnt að greina ákærða Brynjar í myndbandsupptökunni af vettvangi og fylgja honum þar eftir. Með sambærilegum hætti er að mati Landsréttar unnt að greina ákærða X í upptökunni en mynd af honum er hvað greinilegust í lok hennar. Þykir hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði Brynjar er sá sem klukkan 5:01 í upptökunni veitir C tvö hnefahögg í efri hluta líkama hans með þeim afleiðingum sem að f raman greinir. Þó er ekki hægt að greina hver þáttur ákærða Brynjars er í árásinni eftir það eða hvort ákærði X á þá þátt í árásinni þar sem C liggur bak við bifreið út frá sjónarhorni upptökunnar. 14 Með hliðsjón af því sem að framan er rakið þykir ekki sann að gegn neitun ákærða X að hann hafi traðkað á eða sparkað í C þar sem hann lá á jörðinni eins og lýst er í ákæru. Ber því að staðfesta niðurstöðu héraðsdóms um sýknu hans af þessum lið ákærunnar. 15 Á hinn bóginn þykir sanna ð að ákærði Brynjar hafi ráðist á C og veitt honum tvö hnefahögg í efri hluta líkamans með þeim afleiðingum að hann féll í jörðina og hlaut áverka af eins og í öðrum ákærulið greinir. Ekki verður þó séð að Brynjar hafi hent C á vegg. Af myndbandsupptökunni má sjá að árásarmenn voru fleiri og er ekki hægt að greina þátt hvers og eins í árásinni eða þeim afleiðingum sem af henni hlaust. Hins vegar er ljóst að ákærði Brynjar átti þátt í árásinni og var meðal hinna aðalmaður í henni. Sú háttsemi að hlaupa að manni og reiða tvisvar til höggs í á tt að höfði hans 5 var stórháskaleg og mátti ákærða Brynjari vera ljóst að hún myndi hafa alvarlega r afleiðingar fyrir C svo sem í ákæru greinir. Er brot hans því réttilega heimfært í ákæru til 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga. Þriðji liður ákæru 16 Í þr iðja lið ákæru er ákærða Brynjari gefið að sök að hafa í félagi við Z , í framhaldi af þeim atvikum sem lýst er í öðrum ákærulið, ráðist á A eins og nánar er rakið í hinum áfrýjaða dómi. Ákærði Brynjar hefur neitað sök og að hafa verið á vettvangi líkt og a ð framan greinir. 17 Með vísan til þess sem að framan er rakið um hvernig unnt er að greina ákærða Brynjar á myndbandsupptöku af vettvangi en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms um niðurstöðu varðandi þriðja lið ákæru verður hún staðfest um sakfellingu ákærða Brynjars og heimfærslu til refsiákvæðis . Ákvörðun refsingar og fleira 18 Ákærði Brynjar á að baki sakaferil sem nær aftur til ársins 2012 eins og nánar er rakið í hinum áfrýjaða dómi. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 16. júní 2017 var ákærða gert að sæta fangelsi í fjóra mánuði skilorðsbundið í tvö ár fyrir brot gegn 1. mgr. 218. gr. almennra hegningar laga. Var sú refsing dæmd upp með hinum áfrýjaða dómi og ákærða gerð refsing í einu lag i fyrir bæði málin . Þá var refsing ákærða samkvæmt hinum áfrýjaða dómi tekin upp, auk þess sem honum var dæmdur hegningarauki, og honum gerð refsing í einu lagi fyrir bæði málin með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 25. mars 2020 þar sem hann var fundinn sekur u m umferðarlagabrot. Var honum þá gert að sæta fangelsi í sjö mánuði þar af sex mánuði skilorðsbundið í tvö ár. 19 Með vísan til 60. gr. almennra hegningarlaga verður sá hluti refsingar ákærða sem bundin n er skilorði samkvæmt dómi num frá 25. mars 2020 , sex mán aða fangelsisrefsing, nú tekin upp og refsing ákærða ákveðin í einu lagi samkv æmt 77. og 78. gr. sömu laga. Við ákvörðun refsingar nú ber með vísan til 2. mgr. 70. gr. laga nna að horfa til þess að ákærði Brynjar réðst á B , C og A í félagi við aðra. Einnig er að líta til 1., 2. og 6. töluliða r 1. mgr. sömu lagagreinar og þess að samkvæmt fyrirliggjandi læknisvottorði hlaut C lífshættulega höfuðáverka við árásina . Með hliðsjón af því þykir refsing ákærða Brynjars hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár. Ekki þykja efni til að skilorðsbinda refsinguna að neinu leyti. 20 Staðfest eru ákvæði hins áfrýjaða dóms um greiðslu miskabóta til brotaþola A og málskostnað hans í héraði. Einnig eru staðfest ákvæði héraðsdóms um greiðslu sakarkostnaðar að öðru leyti en því að ákærði Brynjar skal greiða málsvarnarlaun verjanda síns í héraði að fullu eins og þau eru ákveðin að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. 21 Ákærða Brynjari verður gert að greiða áfrýjunarkostnað vegna málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns sem ákveðin eru að meðtöldum virðisaukaskatti 6 eins og í dómsorði greinir. Þá verður honum gert að greiða málskostnað brotaþola vegna þj ónustu lögmanns hans fyrir Landsrétti. 22 Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða X fyrir Landsrétti greiðast úr ríkissjóði. Dómsorð: Ákærði Brynjar Kristensson sæti fangelsi í tvö ár. Ákærði Brynjar greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns í héraði, Karls Georgs Sigurbjörnssonar lögmanns, 1.054.000 krónur. Ákvæði hins áfrýjaða dóms skulu vera óröskuð um sýknu ákærða X , um að ákærði Brynjar greiði A óskipt með Z 400.000 krónur auk tilgreindra vaxta og málskostnað, um greiðslu ákærða Brynjars á útlögðum sakar kostnaði og um greiðslu málsvarnarlauna skipaðs verjanda ákærða X í héraði, Jóns Egilssonar lögmanns, úr ríkissjóði. Ákærði Brynjar greiði brotaþola A 389.980 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti. Ákærði Brynjar greiði áfrýjunarkostnað málsins, 976.199 kr ónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Landsrétti, Karls Georgs Sigurbjörnssonar lögmanns, 917.600 krónur. M álsvarnarlaun skipaðs verjanda X í Landsrétti, Jóns Egilssonar lögmanns, 688.200 krónur, greið a st úr ríkissjóði. Dómur Héra ðsdóms Reykjavíkur 21. janúar 2019 Árið 2019, mánudaginn 21. janúar, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Guðjóni St. Marteinssyni héraðsdómara, kveðinn upp dómur í málinu nr. S - 524/2018: Ákæruvaldið gegn Z , Y , Br ynjari Kristenssyni og X , en málið var dómtekið samdægurs. Málið er höfðað með ákæru héraðssaksóknara, dagsettri 16. ágúst 2018, á hendur: Z , kennitala , , [...] , Y , kennitala , , [...] , Brynjari Kristenssyni, kennitala , , Kópavogi, og X , kennitala , , , 7 fyrir eftirtaldar líkamsárásir, aðfaranótt sunnudagsins 19. febrúar 2017, utandyra við Hafnarstræti 4 - 10, Reykjavík: 1. Á hendur ákærðu Y og Brynjari fyrir líkamsárás, með því að hafa í félagi ráðist á B þar sem ákærði Brynjar hrinti henni á vegg og í beinu framhaldi hrinti ákærði Y henni þannig að hún féll í jörðina, allt með þeim afleiðingum að B hlaut eymsli yfir hnakka, roða í lófum og hrufl á fingrum, þreifieymsli fyrir neðan hægri hnéskel og tognun eða yfirborðsáverka á vinstra hné. Telst þetta varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2. Á hendur ákærðu Brynjari og X fyrir stórfellda líkamsárás, með því að hafa í félagi, skömmu eftir þau atvik sem lýst er í fyrsta ákærulið, ráðis t á C þar sem ákærði Brynjar veitti honum tvö hnefahögg í höfuðið, tók hann svo taki og henti honum á vegg, þannig að C skall á veggnum og féll svo í jörðina, og ákærði X fylgdi á eftir með því að traðka á eða sparka í líkama hans eða höfuð þar sem C var í jörðinni, allt með þeim afleiðingum að C hlaut stóran skurð á hnakka hægra megin og yfir eyrnasvæði sem sauma þurfti með fimm sporum, merki um heilamar, innanbastblæðingu í og í kringum heila sem var annars vegar 10 millímetra þykk á um 50 millímetra löng u svæði og 7 millímetra þykk á um 45 millímetra svæði, blæðingu bak við hljóðhimnu hægra megin, stöðubundin steinasvima, heilahristing, yfirborðsáverka á bakvegg brjóstkassa og streyturöskun í kjölfar áfalls. Telst þetta varða við 2. mgr. 218. gr. almennr a hegningarlaga nr. 19/1940. 3. Á hendur ákærðu Z og Brynjari fyrir líkamsárás, með því að hafa í félagi, í framhaldi af þeim atvikum sem lýst er í öðrum ákærulið, ráðist á A þar sem ákærði Z sló hann nokkrum sinnum í bakið er ákærði Brynjar togaði í jakka A sem féll við það í jörðina og þar sem hann lá veitti ákærði Z honum ítrekuð hnefahögg í höfuð og efri hluta líkama hans og samtímis veitti ákærði Brynjar honum eitt högg með hægri handlegg í höfuð hans, en A reyndi að bera hendur fyrir höfuð sér meðan á á rásinni stóð, allt með þeim afleiðingum að hann hlaut eins og hálfs sentímetra skurð lárétt í gegnum vinstri augabrún sem var tætt svo að sauma þurfti með fjórum sporum og töluvert mar á höfði ofan við augabrúnir og að hnakka og mar í andliti fyrir neðan a ugabrúnir. Telst þetta varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkröfur: Af hálfu C , kt. , er þess krafist að ákærðu Brynjar Kristensson og X verði dæmdir til að greiða honum miskabætur in solidum að fjárhæð kr. 5.000.000, - með vöxtum skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 19. febrúar 2017 til þess dags er mánuður e r liðinn frá því að krafa þessi verður birt þeim, en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Þá er þess krafist að þeir sömu ákærðu verði dæmdir til að greiða bótakrefjanda in solidum þann sjúkrakostnað sem hann hefur orðið fyrir, samtals að fjárhæð kr. 55.407, - , með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá og með þeim degi er mánuður er liðinn frá því að krafa þessi verður birt þeim. Nemur krafan því samtals kr. 5.055.407, - . Þá er þess krafist að þe im sömu ákærðu verði gert að greiða bótakrefjanda málskostnað vegna lögmannsaðstoðar við að hafa þessa kröfu uppi, og fylgja henni eftir fyrir dómi, en málskostnaðaryfirlit verður lagt fram við meðferð málsins. Af hálfu A , kt. , er krafist miskabóta in solidum úr hendi ákærðu Z og Brynjars Kristenssonar að fjárhæð kr. 500.000, - . Krafist er vaxta af ofangreindri fjárhæð skv. 8. gr. laga um vexti og 8 verðtryggingu nr. 38/2001, frá 19. febrúar 2017, en síðan dráttarvaxta skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr., söm u laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar að mati dómara eða samkvæmt síðar framlögðum reikningi, auk virðisaukaskatts á málskostnað. Af hálfu B , kt. , er krafist miskabóta in solidum úr hendi ákærðu Y og Brynjars Kristenssonar að fjárhæð kr. 400.000, - . Krafist er vaxta af ofangreindri fjárhæð skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 19. febrúar 2017, en síðan dráttarvaxta skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr., sömu laga að liðnum mánuði fr á birtingu kröfunnar til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar að Verjandi ákærða Z krefst sýknu og að bótakröfu verði vísað frá dómi. Málsvarnarlauna er krafist að mati dómsins. Verjandi ákærða Y krefst aðallega sýknu og að bótakröfu verði vísað frá dómi, en til vara vægustu refsingar sem lög leyfa og að bótakrafa sæti lækkun. Málsvarnarlauna er krafist samkvæmt framlagðri tímaskýrslu. Verjandi ákærða Brynjars kr efst aðallega sýknu og að bótakröfum verði vísað frá dómi, en til vara vægustu refsingar sem lög leyfa og að bótakröfur sæti lækkun. Málsvarnarlauna er krafist að mati dómsins. Verjandi ákærða X krefst krefst aðallega sýknu og að bótakröfu verði vísað frá dómi, en til vara vægustu refsingar sem lög leyfa og aðallega að sýknað verði af bótakröfu en til vara að hún sæti lækkun. Málsvarnarlauna er krafist að mati dómsins. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu barst tilkynning um mann með skerta meðvitund eftir líkams árás í Hafnarstræti á þeim tíma sem í ákæru greinir. Í skýrslunni er því lýst er lögreglan kom að C liggjandi í götunni og var hann fluttur á slysadeild til skoðunar. Haft er eftir A að þrír til fjórir menn hefðu komið og byrjað að hafa orðaskipti við C og enduðu samskipti þeirra á því að mennirnir ýttu C á glugga með þeim afleiðingum að hann datt í gangstéttina og skall með höfuðið í stéttina, eða eitthvað annað, svo hann vankaðist eins og segir í skýrslunni. A kvaðst hafa gengið inn í hópinn en fengið högg í andlitið svo hann féll í götuna. A kvaðst ekki þekkja árásarmenn og ekki geta lýst þeim. Rætt var við B , kærustu C , og kvaðst hún ekki hafa séð það sem gerðist og ekki geta lýst árásaraðilum. Þá er í skýrslunni og í öðrum rannsóknargögnum lýst vinnu lögreglu og skoðun myndefnis úr eftirlitsmyndavélum og tilraunum til að bera kennsl á þá sem voru á vettvangi á þessum tíma. Vikið verður að þessu síðar . Við skýrslutökur af ákærðu hjá lögreglu neituðu allir sök. Nú verður rakinn framburður ákærðu fyrir dómi og vitnisburður. Málavextir verða reifaðir í einu lagi vegna allra töluliða ákærunnar, enda tengjast einstakir ákæruliðir innbyrðis. Ákærði Z neitar sök og kveðst ekki hafa verið á vettvangi á þessum tíma og ekkert þekkja A og því hvorki hafa orðið v itni að árás á hann né aðra sem í ákærunni greinir. Hann kvaðst hafa verið í miðbænum ásamt kærustu sinni og einhverjum félögum þetta kvöld. Hann hafi ekki verið með meðákærðu Y , Brynjari eða X um kvöldið. Hann hefði ekki verið staddur í Hafnarstræti um kl ukkan 5 að morgni og taldi að hann hefði þá verið kominn heim til sín. Borin var undir ákærða ljósmynd meðal gagna málsins, en myndirnar voru unnar úr eftirlitsmyndavél í Hafnarstræti á þessum tíma. Ákærði kvaðst ekki vera maðurinn á myndinni og þekkti eng a aðila á myndum sem bornar voru undir hann. Upptaka úr eftirlitsmyndavél var borin undir ákærða og sýnir atburð klukkan 06:35 samkvæmt upptökunni og sýnir þá árásina á A . Ákærði kvaðst ekki vera á myndinni og engan þekkja þar. Ákærði Y neitar sök. Ákærði kvaðst ekki muna með hverjum hann var þetta kvöld en hann þekkti sjálfan sig af upptöku úr eftirlitsmyndavél. Hann myndi ekki eftir kvöldinu en hann sjái á upptökunni 9 að B hafi fallið á hann og hann hafi ýtt henni frá sér af því tilefni. Hann hefði ekki rá ðist á hana eins og honum er gefið að sök og ekki átt í neinum útistöðum við B , sem hafi fallið á ákærða fyrir tilviljun. Hann mundi ekki eftir því að meðákærði Brynjar hefði hrint B á vegg skömmu áður en hún féll á ákærða. Spurður hvort hann hefði orðið v itni að líkamsárásum á þessum stað og tíma kvaðst ákærði ekkert muna frá þessum tíma. Hann staðfesti að hann væri maðurinn á mynd sem borin var undir hann en kannaðist ekki við aðrar myndir sem bornar voru undir hann. Borin var undir ákærða upptaka eftirli tsmyndavélar frá þessum tíma. Ákærði ítrekaði það sem rakið var og hann kvað sjást á upptökunni að hann snúi baki í B er hún kemur að. Hann kvað B hafa dottið á sig og hann brugðist við eins og lýst var. Ákærði Brynjar neitar sök samkvæmt öllum liðum ákæru nnar. Hann kvaðst ekki hafa verið staddur í Hafnarstræti á þessum tíma, um klukkan fimm þessa nótt, þegar þessir atburðir áttu sér stað samkvæmt eftirlitsmyndavélum. Kvaðst ákærði hafa verið að loka vinnustað sínum, sem var við á sama tíma. Hann kv aðst hafa verið að vinna þetta kvöld og ekki hafa verið með neinum meðákærðu. Borin var undir ákærða ljósmynd meðal gagna málsins, en myndirnar voru unnar úr eftirlitsmyndavélum í Hafnarstræti frá þessum tíma. Ákærði kvaðst ekki vera maðurinn á myndinni og hann þekki enga aðila á myndum sem bornar voru undir hann. Upptökur eftirlitsmyndavéla sem sýna allar líkamsárásirnar sem ákært er fyrir voru bornar undir ákærða og kvaðst hann ekki vera á neinum af upptökunum og þekkti ekki fólkið sem þar sést. Ákærði X neitar sök. Hann kvaðst þekkja sig á upptöku eftirlitsmyndavélar, haldandi á flösku, en hann hefði verið að skemmta sér ásamt vinkonu sinni, en hann hefði ekki verið með neinum hinna meðákærðu þetta kvöld. Hann kvaðst hvorki hafa ráðist á neinn né beitt n okkurn ofbeldi og neitaði að hafa framið þá háttsemi sem lýst er í ákærulið 2. Hann kvaðst ekki hafa orðið vitni að neinum líkamsárásum þetta kvöld, nema því að ráðist hefði verið aftan á hann á þessum tíma. Hann lýsti því að stúlka hefði verið mjög æst á vettvangi og ákærði hefði reynt að róa hana. Hann hefði þá séð hóp sem hann fór í áttina að en kvaðst ekkert annað hafa séð, hvorki mann liggjandi né mann sleginn niður. Er hann gekk frá reyndi hann að róa mann sem var mjög æstur og hélt síðan áfram göngu sinni, en maðurinn hefði stuttu síðar ráðist aftan að ákærða. Ákærði hefði staðið á fætur eftir það, tekið utan um vinkonu sína og gengið í burtu. Ákærði þekkti sig á upptökum eftirlitsmyndavélar. Hann þekki ekki aðra einstaklinga á ljósmyndum sem bornar v oru undir hann. Við skýrslutöku hjá lögreglu kannaðist ákærði við einn aðila sem Adda á myndum sem bornar voru undir hann. Spurður um þetta fyrir dómi kvaðst hann ekki geta fullyrt að um væri að ræða þann aðila. Þá þekkti ákærði ekki aðra einstaklinga á my ndunum sem bornar voru undir hann fyrir dóminum, en suma hafði hann kannast við hjá lögreglunni. Spurður um breyttan framburð um þetta fyrir dómi kvaðst hann ekki geta fullyrt að hann þekkti þessa einstaklinga. Upptaka eftirlitsmyndvélar sem sýnir líkamsár ásina í 2. lið ákæru var borin undir ákærða og hann spurður hvað hann væri að gera í þvögu sem sést hafi myndast. Hann kvaðst hafa verið að reyna að sjá en ekkert séð eins og rakið var og engin átök hafa séð og engan þekkja á upptökunni. Við skýrslutöku hj á lögreglu kvaðst ákærði telja að hann hefði lamið einhvern niður. Spurður um þetta fyrir dómi kvaðst ákærði hafa ruglast og hann hefði í skýrslunni hjá lögreglu neitað sök. Vitnið B kvað þau C , kærasta sinn, hafa verið að skemmta sér í miðbænum á þessum t íma. Þau hafi verið á heimleið og hún gengið á undan eftir Hafnarstræti þar sem ókunnugt fólk byrjaði að tala við hana og taldi hún að hún hefði getað rekist utan í einhvern. Spurð hvort hún hefði orðið fyrir líkamsárásinni sem lýst er í 1. lið ákæru kvaðs t hún muna að hafa verið tekin upp við vegg og síðan fallið, eftir því sem skilja mátti á vitnisburðinum. Aðspurð kvað hún einn eða tvo menn hafa ráðist á sig. Hún hefði ekki fundið fyrir neinum áverkum á þessari stundu og ekki veitt þeim athygli fyrr en d aginn eftir, en hún tók fram að öll athyglin hefði snúist um ástand C . Farið var yfir upptöku eftirlitsmyndavélar og greindi vitnið frá því hvar þau C væru á upptökunum. Á upptökunni sést ákærði Z snúa baki í vitnið á tilteknu tímabili. Hún vissi ekki hvor t ákærði Z átti í útistöðum við vitnið. Vitnið B kvaðst hafa staðið á tali við stelpu er C kom og gengu þau í burtu eftir það. Hún lýsti því að síðan hefði allt orðið svart, eins og vitnið lýsti, og kvað hún mikið hafa blætt úr C sem lá í 10 götunni. Hún kvaðst ekki hafa séð árásina sem C varð fyrir en hún taldi sex eða sjö menn hafa ráðist á hann. Spurð um það hvað mennirnir gerðu C kvað hún hafa verið sparkað í hann og hún hefði séð sparkað í höfuð hans. Hún kvaðst hafa talið C látinn. Hann hefði verið meðvitundarlaus og lýsti hún ástandi hans. Hún þekki engan sem var á vettvangi en kvað margt fólk hafa verið þar. B lýsti miklum áhrifum atburðarins á líf þeirra C og tilraunum þeirra til að ná bata. Vitnið C kvaðst ekki geta borið um það sem g erðist. Hann kvaðst fyrst muna eftir sér á miðvikudeginum eftir atburðinn. Hann kvað lækni hafa greint sér frá því að ekki væri óeðlilegt að minni hans væri eins og það var frá þessum tíma vegna áverkanna sem hann hlaut. Upptakan var borin undir vitnið. Ha nn mundi ekki eftir þessu og þekkti þau B , unnustu hans, á upptökunni. Ekkert rifjaðist upp og mundi vitnið ekki eftir þessum atburðum og þekkti aðeins þau B á upptökunni. C lýsti áverkum sem hann hlaut og miklum afleiðingum árásarinnar á sig og endurhæfin gu sem hann hefur stundað til að ná bata. Vitnið A kvaðst hafa verið með C og B í Hafnarstræti á þessum tíma. Eitthvert orðaskak hófst milli B og annarrar stúlku, en hann kvaðst ekki hafa fylgst með því og gengið áfram. Hann geti ekki borið um líkamsárásin a sem B varð fyrir, en komið hefði verið undir morgun og minningar um þetta ekki allar skýrar. Hann kvað síðan hafa byrjað stympingar og C hefði lent í ýtingum við aðra menn. Hann mundi eftir C upp við vegg og það næsta sem hann vissi var að C lá í jörðinn i en A hefði ekki áttað sig á því sem gerðist og hann kvaðst ekki hafa séð C sleginn eða því um líkt, eins og hann bar. Hann kvaðst jafnvel hafa talið C ofurölvi og hann dottið þess vegna. Síðar kom í ljós að C hefði fengið högg og verið rotaður. A lýsti tilraunum sínum til að taka upp á síma sinn það sem gerðist. Síminn glataðist í árásinni og þar með upptakan. Er hann áttaði sig á því sem gerðist og að það væri til á upptöku hafi verið veist að honum og hann sleginn niður og sparkað í hann liggjan di. Hann mundi ekki hvort líkamsárásin sem hann varð fyrir var eins og henni er lýst í ákærunni en A kvaðst hafa dottið út eftir fyrsta höggið. Hann taldi árásarmennina fremur hafa verið tvo en einn. Hann hefði hniprað sig saman og mennirnir hefðu hlaupið í burtu og hann ekki séð til ferða þeirra. Hann lýsti áverkum sem hann hlaut við líkamsárásina og afleiðingum árásarinnar á sig, bæði á nám og vinnu. Hann kvaðst ekki þekkja þá sem voru á vettvangi og sjást á upptöku öryggismyndavélar og ekki geta nafngrei nt þá. Vitnið F , móðir C , lýsti áhrifum líkamsárásarinnar á daglegt líf C og B og tilraunum C við að ná bata. Vitnið D lögreglumaður var stjórnandi rannsóknar málsins. Spurður um það hvenær grunur fór að beinast að tilteknum aðilum hefði það verið eftir að sendar voru út ljósmyndir af sjö einstaklingum sem unnar voru úr upptöku öryggismyndavélar og þær hafi verið sendar á alla lögreglumenn sem svöruðu og gátu nafngreint einstaka aðila. Spurður um það hvort vafi hefði verið um það hverjir árásarmenn væru, ef tir því sem leið á rannsóknina, kvað hann missterkan grun hafa verið byggðan á gæðum myndanna og myndskeiðsins sem voru aðalsönnunargagnið í málinu. Hann kvað E hafa verið fenginn til að vinna úr upptökunni. Hann kvað hafa verið nefnda einstaklinga sem ekk i reyndust hafa verið á staðnum. Vitnið G lögreglumaður ritaði frumskýrslu sem vísað var til að framan og staðfesti skýrsluna fyrir dómi. Hún var ein þeirra sem sendi rannsakara póst þar sem hún kvaðst þekkja einstaklinga á myndum sem unnar voru úr öryggis myndavélinni. Aðspurð kvað hún hafa byggt svarið á því að hafa haft afskipti af viðkomandi áður og einnig eftir að hafa skoðað internetið. Vitnið H lögreglumaður lýsti vinnu sinni við rannsókn málsins, m.a. að skoða upptökur úr öryggismyndavél og rita skýr slu um vinnu sína. Í skýrslu vitnisins eru nafngreindir þeir einstaklingar sem lögreglan þekkti eftir vinnslu mynda úr öryggismyndavél og eru þar nafngreindir sjö einstaklingar, þ. á m. ákærðu Brynjar og X . Þessi vinna fór fram áður en E vann skýrslu sem s íðar verður rakin . Vitnið I lögreglumaður sendi rannsakara málsins svarbréf þar sem hún kvaðst þekkja Brynjar Kristensson og Z á myndum sem unnar voru úr öryggismyndavél. Hún kvaðst þekkja mennina vegna lögregluafskipta sem hún hafi haft af þeim áður og staðfesti hún póstinn sem um ræðir. 11 Vitnið J lögreglumaður sendi rannsakanda málsins svarbréf þar sem hann kvaðst þekkja Brynjar Kristenss., K og Z á myndunum úr öryggismyndavélinni. Hann kvaðst hafa þekkt Brynjar m.a. vegna fyrri lögregluafskipta af honum, en hin svörin byggist á grúski sem og á Facebook. Vitnið L lögreglumaður sendi rannsakara málsins svarbréf þar sem hann kvaðst þekkja Brynjar Kristensson og Z og einn aðila óviðkomandi málinu á myndunum sem unnar voru úr öryggismyndavél. Hann kvaðst þekkja mennina vegna fyrri lögregluafskipta af þeim. Vitnið M lögreglumaður staðfesti að hafa sent rannsakanda tölvupóst þar sem han n kvaðst þekkja ákærðu Brynjar, Z og X á myndum úr öryggismyndavélinni. Hann kvað svar sitt byggjast á fyrri lögregluafskiptum sínum af þessum mönnum. Vitnið E vann skýrslu sem ber heitið Atvikalýsing eftir greiningu myndefnis . Hann lýsti vinnu sinni við a ð greina atburðarás eftir skoðun á upptökum úr öryggismyndavélum. Hann lýsti hvernig myndgreiningin var unnin, forriti sem notað var og fleiru. Hann kvað atvikalýsingu hafa verið hlutlausa og hann hafi lýst því sem fram fer eftir bestu getu. Tímasetning ha fi verið sett inn og það sem hann skrifar niður hafi verið sitt mat. Vitnið N kvaðst ekki hafa verið á vettvangi á þessum tíma og ekkert geta borið um atvik máls. Hún kvaðst ekki vera á ljósmynd sem unnin var úr öryggismyndavél og liggur frammi meðal gagna málsins. Vitnið O , ákærða Brynjars, kvaðst ekki hafa verið á vettvangi á þessum tíma og kvað ljósmynd, sem unnin var úr öryggismyndavél og liggur frammi meðal gagna málsins, ekki vera af sér. Meðal gagna málsins er sálfræðivottorð fyrir B , dagsett 7. nóvember 2018. P sálfræðingur ritaði vottorðið sem hún skýrði og staðfesti fyrir dómi. Hún lýsti aðstoð sem B hefur hlotið vegna atviksins sem í ákæru greinir. Meðal gagna málsins er læknisvottorð fyrir C , dagsett 24. október 2017, vegna komu hans á bráðam óttöku Landspítalans 19. febrúar 2017. Q sérfræðilæknir ritaði vottorðið sem hann staðfesti og skýrði fyrir dómi. Í læknisvottorðinu segir m.a. að sparkað hafi verið endurtekið í höfuð C . Spurður um þetta, hvaðan þessi lýsing kæmi, kvað hann þetta samansaf n þess sem hann heyrði á deildinni og þannig að hluta frá sjúkraflutningamönnum og að hluta frá C , en í ljós kom að atburðarásin hefði verið mjög óljós. Hann kvað áverka á C vera samrýmanlega atburðarásinni sem tekin er upp í ákærulið 2. Hann lýsti hugsanl egum afleiðingum áverkanna. Hann kvað áverka C geta hafa verið lífshættulega. Meðal gagna málsins er læknisvottorð B , dagsett 25. mars 2017, vegna komu hennar á bráðamóttöku Landspítalans 19. febrúar 2017. R sérfræðilæknir ritaði vottorðið sem hún staðfest i og skýrði fyrir dómi. Hún lýsti áverkum sem greindust á B og kvað áverkana geta samrýmst því að B hefði verið hrint á vegg og í jörðina í framhaldinu. Meðal gagna málsins er læknisvottorð fyrir A , dagsett 1. nóvember 2017, vegna komu hans á bráðamóttöku Landspítalans 19. febrúar 2017. Q sérfræðilæknir ritaði vottorðið sem hann staðfesti og skýrði fyrir dómi. Hann kvað áverkana sem greindust hjá A geta samrýmst því að honum hefði verið veitt ítrekuð hnefahögg í höfuð og líkama. Niðurstaða Ákærðu neita allir sök. Enginn vitnisburður er um að ákærðu hafi framið háttsemina sem þeim er gefin að sök. Niðurstaða einstakra ákæruliða ræðst af því sem með vissu er hægt að sjá af upptöku öryggismyndavélar. Vitnisburður lögreglumanna sem töldu sig þekkja suma hinn a ákærðu á upptökunum duga ekki til sakfellingar gegn neitun ákærðu enda komu fram við rannsóknina nöfn fleiri einstaklinga en ákærðu. Greining annarra á upptöku eftirlitsmyndavélanna í sérstökum tækjabúnaði verður ekki lögð til grundvallar niðurstöðunni. Ákærði Y og X þekkja sig báðir á upptökunni sem borin var undir þá en ákærðu Z og Brynjar segjast hvorugur hafa verið á vettvangi á þessum tíma. Ákæruliður 1 12 Ákærði Y neitar sök. Á upptökunni sést er B kemur gangandi aftan að ákærða og hefur stuttu síðar a fskipti af manni sem stendur á tali við konu sem stendur upp við húsvegg. Sá maður sýnist ýta B á húsvegginn og í framhaldinu hrindir ákærði Y B þannig að hún féll í götuna. Ákærði Brynjar neitar sök, eins og rakið var. Ekki verður með vissu ráðið af upptö kunni að ákærði Brynjar sé maðurinn sem ýtir B á vegginn. Engin vitni hafa borið um þetta né eru í málinu önnur þau gögn sem duga til sakfellingar, gegn neitun ákærða Brynjars. Hann er samkvæmt þessu sýknaður af þessum ákærulið. Sannað er með læknisvottorð i og vitnisburði að B hlaut við þetta áverkana sem í ákærunni greinir. Samkvæmt þessu er sannað gegn neitun ákærða B að hann framdi háttsemina sem í þessum ákærulið greinir og er brot hans rétt fært til refsiákvæðis í ákærunni. Ákæruliður 2 Ákærðu neita sö k. Af upptökunni má ráða að í framhaldi af atburðinum sem lýst er í ákærulið 1 er fjöldi manns á vettvangi og virðast allir eða mjög margir eiga í útistöðum eða deilum og er sumum haldið að því er virðist til að forðast átök. Ekkert verður þó með vissu ráð ið um þetta. Á andartaki sýnist sjóða upp úr og eru fjölmargir staddir þar sem byggt er á að ráðist hafi verið á C . Að mati dómsins er útilokað að ráða með vissu af upptökunni að ákærðu Brynjar og X hafi verið meðal þeirra sem þarna voru og að þeir hafi rá ðist á C eins og lýst er í ákærunni. Að mati dómsins verður ekki ráðið af upptökunni hverjir áttu í átökunum eða hverjir réðust á C og ekki verður betur séð en að hluti árásarinnar hafi átt sér stað utan sjónarhorns öryggismyndavélarinnar á bak við bifreið . Eins og rakið var liggur ekki fyrir vitnisburður um þetta sem dugir til sakfellingar ákærðu gegn neitun þeirra beggja. Samkvæmt þessu er ósannað gegn neitun ákærðu að þeir hafi framið háttsemina sem í þessum ákærulið greinir og eru báðir sýknaðir. Ákæruliður 3 Á upptökunni sést óþekkur karlmaður ráðast á A , fella hann í götuna og ganga í skrokk á honum liggjandi. Árásarmaðurinn hleypur síðan í burtu. A stendur síðan á fætur og virðist ætla á eftir árásarmanni en er stöðvaður af tveimur mönnum sem ga nga í skrokk á honum eins og lýst er í ákærunni. Ákærðu, sem hvorugur kvaðst hafa verið á vettvangi á þessum tíma, neita sök. Enginn vitnisburður liggur fyrir sem dugir til sakfellingar gegn neitun ákærðu en ekki verður betur séð en að fólk á vettvangi haf i rætt við árásarmenn en enginn þessara aðila kom fyrir dóm eða gaf skýrslu hjá lögreglu. Niðurstaðan ræðst því alfarið af því sem ráða má með vissu af upptökunni og hvort mennirnir sem sjást ráðast á A hafi verið ákærðu. Þetta verður ekki með vissu ráðið af upptökunni sem sýnir atburðinn sjálfan. Hins vegar er að mati dómsins hægt að ráða það með vissu af upptökunni þar sem ákærðu Brynjar og Z ganga af vettvangi að þeir voru árásarmennirnir. Það er því sannað með upptöku öryggismyndavélarinnar, gegn neitun ákærðu, að þeir hafi gerst sekir um háttsemina sem í þessum ákærulið greinir og með læknisvottorði A er sannað að afleiðingar árásarinnar urðu þær sem í ákæru greinir. Brot ákærðu er rétt fært til refsiákvæðis í ákærunni. Ákærði Brynjar hefur frá árinu 2 016 hlotið tvo refsidóma fyrir líkamsárásir samkvæmt 1. mgr. 217. gr. og 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga. Þá hefur hann frá árinu 2012 gengist undir fimm viðurlagaákvarðanir fyrir umferðarlagabrot og gengist undir þrjár lögreglustjórasáttir fyrir u mferðar - og vopnalagabrot. Síðari refsidómur ákærða er frá 16. júní 2017, fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Nú ber að dæma hegningarauka við framangreindan dóm og er hann dæmdur upp og refsing ákærða ávörðuð í einu lagi með hliðsjón af 60., 77. og 78. gr. almennra hegningarlaga. Refsing ákærða Brynjars þykir að teknu tilliti til sakaferils hans hæfilega ákvörðuð fangelsi í 6 mánuði sem skilorðsbinda skal svo sem í dómsorði greinir. Ákærði Y hefur ekki áður gerst sekur um brot gegn al mennum hegningarlögum og hefur ekki áður hlotið dóm. Hann hefur frá árinu 2014 gengist undir fjórar lögreglustjórasáttir fyrir fíkniefna - og umferðarlagabrot. Eins og broti ákærða er háttað þykir refsing hans hæfilega ákvörðuð 100.000 sekt í ríkissjóð og k omi 8 daga fangelsi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd inna fjögurra vikna frá uppsögu dómsins að telja. 13 Ákærði Z hlaut á árinu 2012 skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir líkamsárás. Þá hefur hann frá árinu 2011 gengist undir fimm lögreglustjórasáttir f yrir umferðar - og fíkniefnalagabrot og eina viðurlagaákvörðun fyrir umferðarlagabrot. Refsing ákærða Z þykir hæfilega ákvörðuð fangelsi í 30 daga sem skilorðsbinda skal svo sem í dómsorði greinir. Í samræmi við niðurstöðu ákæruliðar 2 ber að vísa bótakröf u C frá dómi. Ríkissjóður greiði 421.600 króna réttargæsluþóknun Braga Dórs Hafþórssonar lögmanns, skipaðs réttargæslumanns C . B á rétt á miskabótum úr hendi ákærða Y á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Þykja miskabæturnar hæfilega ákvarðaðar 200.000 krónur auk vaxta svo sem í dómsorði greinir. Dráttarvextir reiknast frá 1. nóvember 2018 er mánuður var liðinn frá birtingu bótakröfunnar fyrir ákærða. Þá grei ði ákærði Y 250.000 krónur í málskostnað vegna bótakröfunnar. A á rétt á miskabótum úr hendi ákærðu Z og Brynjars á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Þykja miskabæturnar hæfilega ákvarðaðar 400.000 krónur og eru ákærðu Z og Brynjar dæmdir til a ð greiða A þá fjárhæð óskipt auk vaxta svo sem í dómsorði greinir en dráttarvextir reiknast frá 1. nóvember 2018 er mánuður var liðinn frá birtingu bótakröfunnar fyrir ákærðu. Ákærðu Z og Brynjar greiði óskipt 250.000 krónur í málskostnað vegna bótakröfunn ar. Ákærði Y greiði 42.000 krónur vegna útlagðs sakarkostnaðar ákæruvaldsins. Ákærðu Z og Brynjar greiði óskipt 43.900 króna vegna útlagðs sakarkostnaðar ákæruvaldsins. Ákærðu Y , Z og Brynjar greiði óskipt 49.600 krónur vegna útlagðs sakarkostnaðar ákæruva ldsins. 843.200 króna málsvarnarlaun Jóns Egilssonar lögmanns, skipaðs verjanda ákærða X , greiðast úr ríkissjóði. Ákærði Z greiði 843.200 króna málsvarnarlaun Gísla Kr. Björnssonar lögmanns. Ákærði Y greiði 843.200 króna málsvarnarlaun Stefáns Kals Kristjá nssonar lögmanns . Ákærði Brynjar greiði 1/3 1.054.000 króna málsvararlaun Karls Georgs Sigurbjörnssonar lögmanns á móti 2/3 hlutum sem greiðist úr ríkissjóði. Þóknun lögmanna er ákvörðuð með virðisaukaskatti. Pétur Hrafn Hafstein saksóknarfulltrúi flutti m álið fyrir ákæruvaldið. Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari kveður upp dóminn. Dómsorð : Ákærði, X , er sýknaður af kröfum ákæruvaldsins. Ákærði, Brynjar Kristensson, sæti fangelsi í 6 mánuði. Ákærði, Z , sæti fangelsi í 30 daga. Fullnustu refsingar ákærðu Brynjars og Z skal fresta skilorðsbundið í 2 ár frá birtingu dómsins að telja og falli refsing hvors um sig niður að þeim tíma liðnum, haldi hvor um sig almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði, Y , greiði 100.000 króna sekt í sekt í ríkissjóð og komi 8 daga fangelsi í stað sektarinnar veri hún ekki greidd inna fjögurra vikna frá uppsögu dómsins að telja. Bótakröfu C er vísað frá dómi. Ríkissjóður greiði 421.600 króna réttargæsluþóknun Braga Dórs Hafþórssonar lögmanns, skipaðs réttargæslumanns C . Ákærði Y greiði B , kt. , 200.000 krónur auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 19. fe brúar 2017, til 1. nóvember 2018 en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sömu laga til greiðsludags. Þá greiði ákærði Y B 250.000 krónur í málskostnað. Ákærðu Z og Brynjar greiði A , kt. , óskipt 400.000 krónur auk vaxta samkvæmt 8. g r. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 19. febrúar 2017, til 1. nóvember 2018 en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sömu laga tilgreiðsludags. Ákærðu Z og Brynjar greiði A óskipt 250.000 krónur í málskostnað. Ákærði Y gre iði 42.000 krónur vegna útlagðs sakarkostnaðar ákæruvaldsins. Ákærðu Z og Brynjar greiði óskipt 43.900 krónur vegna útlagðs sakarkostnaðar ákæruvaldsins. 14 Ákærðu Y , Z og Brynjar greiði óskipt 49.600 krónur vegna útlagðs sakarkostnaðar ákæruvaldsins. 843.200 króna málsvarnarlaun Jóns Egilssonar lögmanns, skipaðs verjanda ákærða X greiðast úr ríkissjóði. Ákærði Z greiði 843.200 króna málsvarnarlaun Gísla Kr. Björnssonar lögmanns. Ákærði Y greiði 843.200 króna málsvarnarlaun Stefáns Kals Kristjánssonar lögmanns . Ákærði Brynjar greiði hluta 1/3 1.054.000 króna málsvararlauna Karls Georgs Sigurbjörnssonar lögmanns á móti 2/3 hlutum sem greiðist úr ríkissjóði.