LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 18. nóvember 2022 . Mál nr. 646/2021 : Neytendastofa ( Ólafur Helgi Árnason lögmaður ) gegn eCommerce 2020 Aps ( Haukur Örn Birgisson lögmaður) Lykilorð Lagaskil. Lögskýring. Neytendalán. Lánssamningur. Útdráttur E Aps, félag skráð í Danmörku sem veitti svokölluð smálán hér á landi, höfðaði mál til að fá felldan úr gildi úrskurð áfrýjunarnefndar neytendamála þess efnis að íslensk lög um neytendalán ættu við um lánssamninga E Aps við íslenska neytendur með vísan til 5. gr. laga nr. 43/2000 um lagaskil á sviði samningaréttar. Í dómi Landsréttar var rakið að samkvæmt 1. mgr. 3. gr. laga nr. 43/2000 sé meginreglan sú að þegar samningsskuldbindingar tengjast fleiri en einu landi skuli beita þeim lögum sem samningsaðilar hafa ko mið sér saman um. Í 2. mgr. 5. gr. laganna sé að finna undantekningu frá því þar sem fram komi að ákvæði um lagaval í samningi geti, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, aldrei takmarkað þá vernd sem neytandi nýtur samkvæmt ófrávíkjanlegum reglum í lögum þess ríkis þar sem hann býr. Eins og ákvæði 1. mgr. þeirrar lagagreinar er orðað, og með hliðsjón af athugasemdum í frumvarpi sem varð að lögum nr. 43/2000, hafi lánssamningar sem E Aps gerði við neytendur hér á landi þó ekki fallið undir gildissvið greinarinn ar heldur gilti um þá meginregla 1. mgr. 3. gr. laganna. Þá væri ljóst að markmið laga nr. 163/2019, um breytingu á lögum nr. 33/2013 um neytendalán, hefði meðal annars verið að bæta úr þeim annmarka sem talinn hafi verið á ákvæðum þágildandi laga um lagas kil vegna neytendalána, einkum með hliðsjón af lánastarfsemi á borð við þá sem E Aps rak hér á landi. Rekstur E Aps hefði þó verið starfræktur fyrir gildistöku breytingarlaganna og hrófluðu ákvæðin því ekki við ákvæðum eldri lánssamninga E Aps. Með hliðsjó n af framangreindu var staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um að fella úr gildi úrskurð áfrýjunarnefndar neytendamála í máli aðila. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Davíð Þór Björgvinsson , Oddný Mjöll Arnardóttir og Ragnheiðu r Harðardóttir . 2 Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 7. september 2021 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 11. ágúst 2021 í málinu nr. E - 5637/2020 . 2 Áfrýjandi krefst sýknu af kröfum stefnda auk málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Landsrétti. Niðurstaða 4 Eins og rakið er í hinum áfrýjaða dómi er stefndi félag, skráð í Danmörku, sem veitti svokölluð smálán hér á landi. Félagið hefur nú hætt að veita lán til íslenskra neytenda og hefur enga starfsemi á Íslandi. Ágreiningur málsins varðar það hvort lán sem st efndi veitti neytendum hér á landi falli undir gildissvið 5. gr. laga nr. 43/2000 um lagaskil á sviði samningaréttar. Verði svo talið fer um lánssamninga sem stefndi gerði við íslenska neytendur eftir íslenskum lögum. Ef lánin verða ekki talin falla undir ákvæðið myndi á hinn bóginn fara um þau eftir dönskum lögum, eins og kveðið var á um í lánssamningum. Með ákvörðun áfrýjanda 21. ágúst 2019 var, með vísan til 5. gr. laga nr. 43/2000, talið að íslensk lög um neytendalán ættu við um samninga stefnda við ísl enska neytendur. Stefndi kærði ákvörðunina til áfrýjunarnefndar neytendamála sem staðfesti niðurstöðu áfrýjanda með úrskurði 29. apríl 2020. Í máli þessu krefst stefndi þess að úrskurður áfrýjunarnefndarinnar verði felldur úr gildi. 5 Grundvöllur laga nr. 4 3/2000 er svonefndur Rómarsamningur, sem aðildarríki Evrópubandalagsins undirrituðu 19. júní 1980. Rómarsamningurinn hefur að geyma lagaskilareglur um samningsskuldbindingar sem tengjast fleiri en einu landi og eru ákvæði laga nr. 43/2000 nær alfarið samhl jóða þeim. Í 1. mgr. 3. gr. laganna er að finna meginreglu þeirra um lagaskil en samkvæmt því ákvæði skal um samninga beita þeim lögum sem samningsaðilar hafa komið sér saman um. Ákvæði 5. gr. laganna hefur að geyma sérstakar lagaskilareglur um neytendasam ninga. Í 2. mgr. þeirrar greinar er að finna undantekningu frá framangreindri meginreglu þar sem segir að þrátt fyrir ákvæði 3. gr. geti ákvæði um lagaval í samningi , að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, aldrei takmarkað þá vernd sem neytandi nýtur samkvæmt ó frávíkjanlegum reglum í lögum þess ríkis þar sem hann býr. 6 Í 1. mgr. 5. gr. laga nr. 43/2000 er gildissvið ákvæðisins um neytendasamninga afmarkað svo: Grein þessi á við um samninga sem maður (neytandi) gerir um afhendingu vöru eða þjónustu í tilgangi sem telja verður að varði ekki atvinnu hans eða samning um lán til að fjármagna kaupin. Samkvæmt orðanna hljóðan tekur ákvæðið til samninga um afhendingu vöru og þjónustu og samninga um lán til að fjármagna slík kaup. Með því er einvörðungu vísað til lánssamn inga sem gerðir eru í tengslum við kaup á vöru og þjónustu. Sú skýring er 3 jafnframt í samræmi við athugasemdir í frumvarpi sem varð að lögum nr. 43/2000 en þar segir að ákvæðið eigi jafnt við um staðgreiðsluviðskipti og samninga um lánsviðskipti sem gerðir séu í tengslum við kaup á vöru og þjónustu. Samkvæmt framangreindu féllu lánssamningar sem stefndi gerði við neytendur hér á landi ekki undir gildissvið 5. gr. laga nr. 43/2000 heldur gilti um þá meginregla 1. mgr. 3. gr. laganna. Í því felst að dönsk lög giltu um neytendalán sem stefndi veitti hér á landi, eins og kveðið var á um í lánssamningum. 7 Einnig er til þess að líta að með lögum nr. 163/2019, sem tóku gildi 4. janúar 2020, var lögum nr. 33/2013 um neytendalán breytt þannig að tekið var upp í þau ný tt ákvæði, 4. gr. a, en í 1. mgr. þeirrar greinar segir að ef neytandi búsettur á Íslandi gerir samning við lánveitanda sem hefur staðfestu í öðru ríki skuli íslensk lög gilda um samninginn að uppfylltum nánari skilyrðum. Í athugasemdum við frumvarp að bre ytingarlögunum var sérstaklega vísað til smálánafyrirtækis sem staðsett væri í Danmörku og kom þar fram að ekki væri hægt að ætlast til þess að hinn almenni neytandi þekkti réttarstöðu sína að því er varðaði lagaval samninga sem gerðir væru yfir landamæri. Rétt þætti að taka upp ákvæði í lögin sem skýrði betur réttarstöðu neytenda og sem leiddi sjálfkrafa til þeirrar niðurstöðu að íslensk lög giltu um lánssamning. Af þessu verður ráðið að markmið lagabreytingarinnar hafi verið að bæta úr þeim annmarka sem t alinn hafi verið á ákvæðum þágildandi laga um lagaskil vegna neytendalána, einkum með hliðsjón af lánastarfsemi á borð við þá sem stefndi rak hér á landi. Sá rekstur var þó starfræktur fyrir gildistöku breytingarlaganna og hrófla ákvæði þeirra því ekki við ákvæðum eldri lánssamninga stefnda um að dönsk lög skyldu um þá gilda. 8 Samkvæmt framangreindu verður staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um að fella úr gildi úrskurð áfrýjunarnefndar neytendamála í máli aðila frá 29. apríl 2020. 9 Ákvæði hins áfrýjaða d óms um málskostnað er staðfest. Áfrýjanda verður gert að greiða stefnda málskostnað fyrir Landsrétti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Neytendastofa, greiði stefnda, eCommerce 2020 ApS, 1.000.000 króna í málskostnað fyrir Landsrétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, miðvikudaginn 11. ágúst 2021 Þetta mál, sem var tekið til dóms 23. júní 2021, höfðar eCommerce 2020 ApS, fyrirtækisnúmer (cvr.) , , Kaupmannahöfn, með stefnu birtri 9. sept ember 2020 á hendur Neytendastofu. 4 Stefnandi krefst þess að úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála nr. 6/2019, dags. 29. apríl 2020, verði felldur úr gildi. Hann krefst einnig málskostnaðar úr hendi stefnda að skað lausu. Stefndi, Neytendastofa, krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda svo og að hann verði dæmdur til þess að greiða stefnda málskostnað. Málsatvik Ágreiningur þessa máls varðar það hvort lán sem stefnandi veitti Íslendingum falli undir gild is - svið 5. gr. laga nr. 43/2000 um lagaskil á s viði samningaréttar. Geri þau það eiga íslensk lög við um samning lántaka og lánveitanda og starfsemi stefn anda hér á landi lýtur eftirliti Neytendastofu. Falli lánin ekki undir ákvæðið ráð ast lög skipti lántaka og lánveitanda af dönskum lögum eins og sa mið er um í lánssamn ingnum. Stefnandi er félag sem veitir neytendalán og hóf starfsemi sína árið 2017. Félagið er danskt og heimilisfesti þess er skráð í Kaupmannahöfn, Danmörku. Það hefur skrifstofu þar í borg og tilskilin leyfi frá danska fjármálaefti rlitinu. Í upphafi bauð félagið dönskum ríkisborgurum neytendalán en ákvað síðar að færa starf semi sína út til Íslands. Stefnandi keypti árið 2018 íslenska félagið E - content ehf. og veitti Íslend ingum eftir það smálán fyrir milligöngu fjögurra vörumerkja svokallaðra, sem voru Hrað peningar, 1909, Smá lán og Múlalán. Neyt endalán geta numið 1 kr. til 2.000.000 kr. Starfsemi félagsins fór að nær öllu leyti fram á internetinu eins og nafn þess bendir til. Að sögn stefnanda er umtalsvert betra fyrir fyrirtæ ki í alþjóðlegum rekstri að reksturinn sé háður lagaumhverfi eins lands fremur en margra. Því hafi verið ákveðið að neyt endalán félagsins yrðu öll háð dönskum lögum og danskri lögsögu, án til lits til þess hvort við skipta vin urinn væri danskur eða íslen skur enda hefðu bæði danska og íslenska ríkið leitt í lög sín nýjustu tilskipun Evrópusambandsins um neyt enda lán nr. 2008/48/EB. Lánaviðskipti stefnanda fóru fram, eins og áður greinir, á internetinu. Undan fari láns var rafræn umsókn sem stefnandi fór yfir með tilliti til viðeigandi atriða, svo sem láns hæfis, peningaþvættisathugunar og fleira. Hann hafi að því loknu sent umsækj and anum raf rænan lánssamning ásamt stöðluðu upplýsingablaði. Ef umsækj and inn sam þykkti skjölin, sem hann gerði rafrænt, millifærði stefnandi lánsfjárhæðina á reikning umsækj andans. Lántakinn end ur greiddi hana síðan í samræmi við ákvæði láns - samn ings ins sem hann hafði samþykkt. Að sögn stefnanda var íslenskum viðskiptavinum félagsins skilmerkilega gerð grein fyrir því að samn ingar félagsins væru háðir dönskum lögum. Í lánssamningum hefði verið vísað til danskra laga sem og danskra eftirlitsyfirvalda. Stefnandi sé enn fremur danskt félag og berum orðum hafi staðið í samningunum að dönsk lög giltu um samn ing ana. Þar e ð bæði Danmörk og Ísland hafi innleitt nýjustu neytenda lána til skipun Evrópu sam bands ins, nr. 2008/48/EB, hafi stefnandi talið ljóst að íslenskir neyt endur nytu sam bærilegrar verndar, hvort heldur íslensk eða dönsk lög giltu um samn ing ana. Í 26. gr. laga um neyt enda lán nr. 33/2013 sé sett þak á þann kostnað sem þeir sem veita neyt enda - lán megi leggja á lán innan tiltekins árs. Í dönskum lögum um neyt enda lán sé ekki sambærilegt ákvæði. Kostn aður lána stefnanda hafi af þeim sökum verið hærri e n 26. gr. íslenskra laga um neyt enda lán gerði ráð fyrir, en þó að öllu leyti innan marka dönsku neyt enda lána lag anna. Stefnanda barst bréf frá stefnda 27. maí 2019 þar sem gerðar voru athuga semdir við framsetningu upplýsinga í lánssamningum félags ins sem og kostnað af lán töku. Megin atriði bréfsins var þó það álit stefnda að íslensk lög ættu að gilda að hluta til um samn inga félagsins í stað danskra laga og tengdust allar athugasemdir bréfsins þeirri grund vallarforsendu. Stefn andi svar aði bréf inu 2. júlí 2019 þar sem þeim skiln ingi stefnda var hafnað að íslensk lög giltu um lánssamninga stefnanda. Enn fremur var stefndu gerð grein fyrir því að stefn andi hefði, þótt honum væri það ekki skylt, lækkað kostnað lána sinna þannig að hann sam ræmdis t 26. gr. íslensku laganna um neyt endalán. Þá breytingu hefði hann gert áður en bréf stefnda hefði borist stefnanda. Enn fremur voru lánssamningarnir uppfærðir í samræmi við athuga semdir 5 stefnda um upp lýs inga gjöf til við skiptavina. Á svipuðum tíma fundaði fyrirsvarsmaður stefnanda með starfsmönnum stefnda. Stefnandi lýsti því yfir að hann vildi eiga gott samstarf við stefnda og reyna eftir bestu getu að mæta öllum kröfum stofn - unarinnar. Það væri eftir sem áður álit stefn anda að dönsk lög ættu að g ilda um láns samninga félagsins að öllu leyti. Þann 29. júlí 2019 tilkynnti stefndi að gagnaöflun væri lokið og að málið yrði tekið til afgreiðslu. Tæpum mánuði síðar, 21. ágúst, lauk stefndi afgreiðslu máls ins og til kynnti ákvörðun sína. Hún var í sam ræmi við fyrsta bréf stefnda, þ.e. að íslensk lög giltu að hluta til um lánssamninga félagsins og gerðar voru athuga semdir við láns samn inga stefnanda í samræmi við þá forsendu. Stefnandi kærði niðurstöðu stefnda til áfrýjunar nefndar neytendamála 25. sept em ber 2019. Áfrýjunarefndin staðfesti niðurstöðu stefnda með úrskurði, dags. 29. apríl 2020. Að mati stefnanda var ekki svarað meginrökum hans um það hvers vegna íslensk lög gætu ekki gilt um lánssamninga félagsins. Stefnandi hefur hætt að veita ís lenskum neyt endum neytenda lán og hefur enga starf semi lengur hér á landi. Með stefnu birtri 9. september 2020 höfðaði hann þetta mál á hendur stefnda því hann telur sig hafa lög varða hagsmuni af því að fá skorið úr því álitaefni lög hvaða lands gildi u m lánssamninga hans. Niðurstaða um það hvort láns samningar félagsins hafi fallið undir gildissvið íslenskra laga hafi umtalsverða fjár hags lega þýðingu fyrir hann. Með stefnu birtri 18. september 2020 höfðaði stefnandi mál á hendur Neyt enda samtökunum og formanni þeirra til ógildingar á tilteknum ummælum formanns ins og til greiðslu miskabóta. Á dómþingi 29. október 2020 gagnstefndu Neytenda sam tökin stefnanda og kröfðu hann um greiðslu tiltekinnar fjárhæðar. Viðskiptavinur stefn anda hafði reynt að h öfða mál gegn honum í Kaupmannahöfn en ekki tekist að birta fyrirsvarsmanni hans stefnu. Samtökin keyptu þá af honum kröfuna og komu henni að sem gagnkröfu í meiðyrðamálinu. Málsástæður og lagarök stefnanda Aðilum er almennt heimilt að semja um lagaval Stefnandi vísar fyrst til þess að í 3. gr. laga nr. 43/2000 um lagaskil á sviði samn inga réttar sé lögfest meginregla þess efnis að um samninga skuli beita þeim lögum sem samningsaðilar hafi valið berum orðum eða þeim lögum sem með vissu verða talin leið a af samningnum sjálfum eða öðrum atvikum. Í samræmi við þessa reglu beri almennt að beita þeim lögum sem aðilar hafi samið um að gildi um samninginn. Stefnandi byggi á því að um lánssamninga sem hann geri við viðskiptavini sína gildi dönsk lög samkvæmt skýrum ákvæðum lánssamninga stefnanda. Stefn andi sé danskt fyrirtæki sem starfi samkvæmt starfsleyfi danska fjármála eftir litsins. Vef síða stefn anda sé skráð í Danmörku og félagið hafi skrifstofu þar. Þegar við skipta vinur taki lán hjá stefnanda sé ho num skilmerkilega gerð grein fyrir því að dönsk lög gildi um samn inginn. Fyrir utan skýrt samningsákvæði þess efnis að dönsk lög gildi, beri allur láns samningurinn það með sér að dönsk lög gildi um hann. Þannig sé ítrekað vísað til danskra laga, en viðsk iptavinum sé einnig vísað til dönsku áfrýjun ar nefnd ar innar um neyt endamál sem og danska umboðsmanns neytenda (d. for brug - er ombuds man). Það fari því ekki fram hjá neinum viðskiptavini stefnanda sem hafi kynnt sér láns samn inginn, þótt hann hafi ekk i gert það nema lítillega, að dönsk lög gildi um við skipta sam bandið. Undantekningarreglan um beitingu annarra laga en samið er um Frá fyrrgreindri meginreglu um samningsfrelsi sé undantekning í 5. gr. laga um laga skil og hana beri skv. almennum lögskýringarreglum að skýra þröngt. Hún varði það að neyt endur geti, að tilteknum þröngum skilyrðum uppfylltum, beitt fyrir sig ófrá víkj an legum reglum í neytendalögum heimaríkis síns. Samkvæmt ákvæði 2. mgr. 5. gr. laga um lagaskil þurfi auk almenns skilyrðis 1. mgr. 5. gr. laganna að uppfylla eitt af sértækum skilyrðum ákvæðisins: a. ef undanfari samningsins var sérstakt tilboð til neytandans eða almenn aug lýs ing og allar nauðsynlegar ráðstafanir til samningsgerðarinnar af hans hálfu fóru fram í því l andi eða b. ef gagnaðilinn, eða umboðsmaður hans, tók við pöntun neytandans í því landi eða 6 c. ef samningur er um sölu vöru og neytandinn ferðaðist frá því landi til annars lands og gerði pöntun sína þar, að því tilskildu að ferðin hafi verið skipulögð af seljan danum í þeim tilgangi að hvetja neytandann til kaupanna. Af orðanna hljóðan sé ljóst að b - og c - liður ákvæðisins eigi ekki við um starf semi stefnanda enda byggi stefndi ekki á því að þeir stafliðir eigi við í ákvörðun sinni. Stefndi byggi á því að a - li ður eigi við um starfsemi stefn anda í ákveðnum til vikum. Þannig segi í ákvörðuninni að smáskilaboð og tölvu póstar til íslenskra neytenda, á íslensku og gjarnan með tilliti til sérstakra aðstæðna á Íslandi, sé mark aðs setning sem virki gildissvið a - liða r 2. mgr. 5. gr. lagaskilalaga. Þannig komist stefndi að þeirri niður stöðu að ákvæði laga nr. 33/2013 um neytendalán eigi við að hluta til, þ.e. að því leyti sem þau gangi lengra en dönsk lög um neytendalán, um samninga stefn anda og samn ings gerð þegar lán taki er Íslendingur og er staddur á Íslandi. Stefn andi telur ljóst að ákvörðun stefnda sé röng og því beri að ógilda hana með vísan til eftir far andi umfjöll - unar: Starfsemi stefnanda er undanskilin 1. mgr. 5. gr. laga um lagaskil Í fyrsta lagi by ggi stefnandi á því að gildissvið 1. mgr. 5. gr. laga um lagaskil nái ekki til starf semi stefnanda sem lánveitanda. Fram komi í frumvarpi til laga um lagaskil á sviði samningaréttar að lögin séu grund völluð á Rómarsamningnum (e. The Rome Convention), s em var undirritaður 19. júní 1980. Nær öll lögin, þ.m.t. 5. gr. þeirra, séu bein þýðing á Rómarsamningnum. Í 1. mgr. 5. gr. sé fjallað um gildissvið ákvæðisins sem varði neytenda samn inga. Frá þeirri umfjöllun megi gagnálykta að sú starfsemi sem sé ekki n efnd í ákvæð inu falli utan gildis svið þess. Fram komi í 1. mgr. 5. gr. að ákvæðið eigi við um samninga sem neytandi geri um afhendingu á vöru eða þjónustu í tilgangi sem telja verði að varði ekki atvinnu hans eða samninga um lán til að fjármagna kaupin . Í enskri útgáfu Rómarsamningsins sé 5. gr. orðuð þannig: This Article applies to a contract the object of which is the supply of goods or services to a person (the consumer) for a purpose which can be regarded as being outside his trade or profession, or a contract for the provision of credit for that object. Gildissvið 5. gr. laga um lagaskil og 5. gr. Rómarsamningsins sé hið sama, enda hafi það verið mark miðið með lögum um lagaskil á sviði samningaréttar að samræma reglur Evrópu ríkja um laga skil. A f 5. gr. laganna og 5. gr. Rómarsamningsins megi ótví rætt álykta að þrenns konar starfsemi falli undir gildissvið ákvæðanna: 1) samningar um afhendingu á vörum; 2) samningar um veitingu á þjónustu; og 3) samningar um lán til þess að fjármagna 1. og 2. lið. Einungis lánssamningar sem að hluta til eða öllu leyti hafi það markmið að fjár magna kaup á vörum og þjónustu falla undir gildissvið 5. gr. laga um lagaskil og 5. gr. Rómar samn ings ins. Ákvæðinu sé því ætlað að ná til lána sem hafi nána tengingu við kau p á vörum og þjónustu. Dæmi um lán af þessu tagi væru raðgreiðslur sem verslun veitir neytanda eða önnur lán af því tagi. Lánssamningar sem séu veittir án þess að tengjast kaupum á vöru og þjónustu falli því hvorki undir gildissvið 5. gr. laga um lagaski l né Rómarsamningsins. Með öðrum orðum nái 5. gr. laganna og 5. gr. Rómarsamningsins ekki til þeirra tilvika þar sem lán tak inn hafi fullt vald yfir því hvernig hann ráðstafi láninu. Lánssamningar stefn anda séu ekki veittir í tengslum við kaup á vörum og þjónustu. Þvert á móti sé lántökum stefn anda í sjálfs vald sett hvernig þeir verji fjárhæðinni sem þeir fá að láni hjá stefn anda. Þegar af þess ari ástæðu geti neytendur ekki borið fyrir sig 5. gr. laga um lagaskil í tengslum við láns samn inga stefn an da, enda uppfylli starfsemi stefnanda ekki almenn skil yrði 5. gr. laganna, sem fram koma í 1. mgr. ákvæðisins. Þessi túlkun stefnanda eigi sér stoð í lögskýringargögnum sem voru undirbúin við gerð 7 Rómarsamningsins sem og fræðiskrifum evrópskra fræðimann a. Það sé ljóst að við gerð Rómarsamningsins, sem sé grundvöllur laga um lagaskil, hafi verið litið svo á að fjármálastarfsemi, þ.m.t. neyt endalán, væru undanskilin nema þau væru sérstaklega tengd kaupum á vöru og þjón ustu. Þá byggi stefnandi á því að tú lka eigi íslensk lög í sam ræmi við alþjóða skuld bind ingar, en með lögum um lagaskil á sviði samningaréttar hafi einmitt verið stefnt að því að sam ræma lög gjöf Íslands um lagaval löggjöf annarra Evrópu ríkja. Sá túlkunarkostur stefnda, sem og áfrýju narnefndar neytendamála, að beita ytri sam ræm is skýringu við túlkun á 5. gr. laganna, sé ekki tækur. Ástæða þess sé sú, að við túlkun á ákvæðinu sé rétt að horfa til þess hvaða merking lá að baki því þegar Alþingi und ir bjó og samþykkti löggjöfina. Í lj ósi þess að löggjöfin sé nær samhljóða evrópskri lög gjöf sé nauðsynlegt að horfa til lögskýringargagna og fræðiskrifa um hina evrópsku lög gjöf. Þau gögn renni stoðum undir þann skilning stefnanda að ein ungis lán sem höfðu það að markmiði að fjármagna ka up á vöru og þjónustu falli undir gildis svið 5. gr. laganna. Öll umfjöllun stefnda og áfrýjunarnefndar neytendamála um það að líta megi á lán veit ingar sem sam hengi ákvæðisins sé skoðað. Engu máli skipti hvort lánveitingar geti talist til þjón ustu við túlkun á ákvæðinu. Samkvæmt orðanna hljóðan segi í ákvæðinu að það eigi við um samn inga sem séu gerðir um afhendingu á vöru eða þjónustu sem telja verði að varði ekki atvinnu hans e ða samning um lán til að fjármagna kaupin. samhengis. Sé hugtakið hins vegar túlkað í samhengi við orðalag 1. mgr. 5. gr. laganna sé ljóst að þegar það var samið hafi ekki verið litið svo á að almenn lán féllu undir gildis svið ákvæð is ins enda sérstaklega tiltekið að lán sem séu veitt í ákveðnum tilgangi falli undir gildissvið þess, en lán stefnanda séu ekki af því tagi. Með orðalagi ákvæð isins sé vísa ð til þess að tiltekin lán, aðallega raðgreiðslur, sem tengj ast kaupum á vöru og þjón ustu falli undir ákvæðið. Á þeim tíma þegar Rómarsamningurinn var ritaður, seint á áttunda áratug síð ustu aldar, hafi rafræn viðskipti ekki verið til. Enn fremur hafi lán þá nær alltaf verið veitt með skuldabréfum og víxlum. Í Rómarsamningnum, sem og lögum um lagaskil, séu skuld bind ingar sem byggist á víxlum, tékkum og skuldabréfum undanskildar gildis sviði laganna. Það renni stoðum undir þau rök stefnanda að það haf i aldrei verið ætlun lög gjafans að almenn lán féllu undir gildis svið laganna, nema þau væru bundin kaupum á vörum eða þjón ustu (t.d. rað greiðslu lán). Staðreyndin sé sú að neytendalán þess tíma hafi almennt verið veitt með víxlum, tékkum eða skuldabréf um og þau verið undan skilin lög unum, sbr. c - lið 2. mgr. 1. gr. lag anna. Þá hafi verið farin sú leið að tiltaka að lán sem væru veitt í beinum tengslum við kaup á vöru á þjónustu skyldu þó falla undir gild is svið lag anna, en það tíðk að ist að versl an ir veittu raðgreiðslulán og ekki var talið fært, með til liti til lagavals, að aðskilja þau frá sjálfum kaup unum sem þau áttu að fjár magna ef upp kæmi ágrein ingur. Nú, fjörutíu árum síðar, hafi lánastarfsemi þróast umtalsvert og lánaframboð auk ist. H vað sem því líði hafi gildissviði laga um lagaskil ekki verið breytt og verði stefndi að bera hall ann af því. Samkvæmt orðanna hljóðan sé ljóst að 1. mgr. 5. gr. lag anna und an skilji neyt enda lán nema í ákveðnum tilvikum og falli lán stefnanda ekki und ir þau til vik. Með vísan til framangreinds séu lánssamningar stefnanda því háðir dönskum lögum að öllu leyti í samræmi við 3. gr. laga um lagaskil. Þegar af þessari ástæðu beri að ógilda ákvörðun stefnda enda byggi hún á rangri túlkun á 1. mgr. 5. gr. l aganna. Skilyrði a - liðar 2. mgr. 5. gr. laganna ekki uppfyllt tilboð og auglýsingar Fari svo ólíklega að talið verði að starfsemi stefnanda falli undir gild is svið 1. mgr. 5. gr. laganna, byggi stefnandi í öðru lagi á því að ekki séu uppfyllt önnur s kilyrði ákvæð isins, þ.e. sértæk skilyrði 2. mgr. 5. gr. Það sé rangt hjá stefnda að smáskilaboð og tölvupóstar sem stefnandi sendi við skipta vinum sínum - liðar 2. mgr. 5. gr. laganna. Í athu gasemdum við 5. gr. í frumvarpi til laga um laga skil á sviði samn inga réttar, sé nánari afmörkun á því hvað sé sérstakt tilboð eða almenn aug lýs ing í skiln ingi ákvæðisins. Þar segi orðrétt: Í þessu felst skilyrði um að seljandinn hafi boðið fram vöru sína, svo sem með sérstöku tilboði eða auglýsingu í blöðum, útvarpi eða sjónvarpi, eða á annan hátt í því landi þar sem neytandinn á heima. Til 8 nánari skýringar má taka sem dæmi að seljandinn birtir auglýsingu í íslensku blaði eða tímariti. Samningar sem g erðir yrðu í framhaldi af því falla undir sérreglu greinar innar. Ef slík auglýsing birtist í dönsku blaði, sem ætlað er fyrir danskan markað, gæti Íslendingur búsettur hér á landi ekki borið ákvæðið fyrir sig. Gera verði greinarmun á því þegar neytandi fái sendan (tölvu)póst og smá skila boð í formi auglýsingar til sín, eins og lögin vísa til, og þess þegar neytandi biðji sér stak lega um að fá sendan (tölvu)póst og smáskilaboð. Stefnandi sendi einungis smá skila boð og tölvupóst þeim viðskiptavinum sem hafi beðið um að fá slík skeyti send. Ein ungis þeir viðskiptavinir sem hafi óskað eftir því á vefsíðu stefn anda fái slík skeyti send. Ekki sé með nokkru móti hægt að jafna því við það þegar aug lýs ingar séu sendar, óum beðið, heim til neytenda eða birti ngu auglýsinga í blöðum, eins og vísað sé til í grein ar gerð með lögunum. Væri fallist á þessa lagatúlkun stefnda gæti neyt andi t.d. beðið erlent fyrirtæki um að senda sér upplýsingar um vörur sínar og í kjöl farið komið á samn ingi sem yrði bundinn af í slenskum lögum. Í tilvikum sem þessum sé auglýsing - unum ekki þvingað upp á neyt andann heldur hafi hann frumkvæði að því að fá þær sendar sér. Það geti að sjálfsögðu ekki verið grundvöllur þess að a - lið 2. mgr. 5. gr. lag anna sé beitt. Auk þess þurfi að hafa í huga að fjölmargir viðskiptavinir stefnanda nýti sér þjón ustu félagsins án þess að auglýsing tengist því. Sumir heyri af vörum stefn anda frá kunn ingjum á meðan aðrir finni fyrirtækið einfaldlega með leitarvél á net inu. Ekki þurfi að gera annað internetinu til þess að finna vef síðu stefnanda. Gildissvið 2. mgr. 5. gr. laganna nái ekki til slíkra til vika, enda sé þess krafist að undanfari viðskiptanna sé almenn auglýsing eða sérstakt til boð, eins og áður greini. Í greinargerð með frumvarpi að lögum um lagaskil á sviði samn ing ar éttar segi: Hér undir falla einstök tilboð sem seljandi kann að hafa gert viðkomandi neyt anda, annaðhvort fyrir tilstilli umboðsmanns eða sérstakra sölumanna, eða sérstök ti lboð sem berast honum í pósti, gegnum síma eða á annan hátt. Til nánari skýringar má taka sem dæmi að seljandinn birtir auglýsingu í íslensku blaði eða tímariti. Samningar sem gerðir yrðu í framhaldi af því falla undir sérreglu greinarinnar. Samkvæmt fra mangreindu gildi dönsk lög um talsverðan fjölda þeirra láns samn inga sem stefnandi hafi gert við viðskiptavini sína. Það sé niðurstaðan jafnvel þótt fall ist yrði á rökstuðning stefnda. Það sé óumdeilt að stefnandi geti ekki vitað hver hafi verið und an f ari þess að viðskiptavinur ákvað að gera láns - samn ing við félagið. Þótt stefn andi hefði þá vitneskju þyrfti félagið engu að síður að afla upp lýs inga um ríkis borg ara rétt neyt andans sem og landfræðilega stöðu hans þegar rafræn umsókn um lán berst. Þa ð liggi í augum uppi að þessi niðurstaða stefnda standist ekki skoðun og það sé ómögu legt fyrir stefnanda að framfylgja niðurstöðunni, enda sé ekki með nokkru móti hægt að vita hver var undanfari þess að viðskiptavinur hóf samn ings sam band við stefn and a. Auk framangreinds auglýsi stefnandi ekki á íslenskum miðlum. Um það séu engin dæmi. Auglýsingar stefnanda birtast ekki í miðlum sem eru sér stak lega ætlaðir íslenskum neytendum. Miðlarnir séu alþjóðlegir og markaðs svæði hans sé í eðli sínu ekki sérí slenskt. Samkvæmt framangreindu beri að ógilda ákvörðun stefnda. Skilyrði a - liðar 2. mgr. 5. gr. laganna ekki uppfyllt Í þriðja lagi rökstyðji stefndi ekki hvernig uppfyllt sé það skilyrði a - liðar 2. mgr. 5. gr. laga um lagas and ans] hálfu fóru fram í því stöðu stefnda að hann líti til þessa skilyrðis, en niðurstaða hans sé einmitt bundin við Í slend inga sem taki lán hjá stefnanda á meðan þeir séu staddir á Íslandi. Þó sé með öllu óljóst hvernig eigi að skýra þetta skilyrði fyrir beitingu ákvæðisins. Stefn andi geti trauðla staðreynt hvaða lánsumsækjendur hafi íslenskan ríkisborgararétt og hvar þeir séu nákvæm lega staddir þegar lánið sé tekið. Þetta séu einfaldlega upp lýs ingar um viðskiptavini stefnanda sem honum komi ekki við og ekki hlutverk hans að safna þeim um þá. Verði þessi skilningur ofan á séu lagðar ólögmætar og óeðlilegar kröfur á s tefn anda. gerð ar nútímaviðskiptaháttum. Fyrir tíma internetsins hafi þetta orðalag haft raun hæfa skír skotun. Þá hafi það vísað til þess að neytandi hefði ritað und ir samning og lagt hann síðan í póst til erlends fyrirtækis. Í umhverfi 9 rafrænna viðskipta sé ákvæðið að mestu mark laust. Hinn hefðbundni viðskiptavinur stefnanda sæki um lánið rafrænt, oft ast með erlendu tölvupóstfangi, eftir að hafa heyrt frá vini eða kunningja um þjón ust una, ell egar séð auglýsingu á erlendum miðli. Vandséð sé hvernig viðskiptavinurinn geri í slíkum til vikum allar nauðsynlegar ráðstafanir til samningsgerðarinnar í heima landi sínu. Orðalag a - liðar 2. mgr. 5. gr. laga um lagaskil s é í raun ósamræmanlegt raf rænum við skiptum. Orðalag ákvæðisins sé þýðing á Rómarsamningnum (e. The Rome Con vention) en ákvæði þess sáttamála um lagaskil séu frá árinu 1980, löngu fyrir til komu raf rænna viðskipta. Vegna þess ósamræmis hafi Evrópusamban dið innleitt Róm ar reglu gerð ina 1, (e. Rome Regulation 1) sem felli brott úr orðalagi a - liðar 2. mgr. 5. gr. laganna þann þátt ákvæðisins sem varði nauðsynlegar ráðstafanir. Ljóst sé að vegna orða lags ákvæð isins í íslenskum lögum sé ekki hægt að beita því um starfsemi stefn anda. Sér stak lega verði að horfa til þess að beita þurfi þrengjandi lögskýringu við túlkun ákvæð isins, enda feli það í sér undantekningu frá skýrri meginreglu um samn ings frelsi. Stefndi hafi í raun beitt rýmkandi lögskýringu ti l þess að komast að niður stöðu sinni, sem að mati stefn anda sé ekki lögfræðilega rétt aðferð. Samkvæmt framan greindu beri að ógilda ákvörðun stefnda. Ákvæði 5. gr. laganna er heimildarákvæði neytandinn ber sönnunarbyrðina Í fjórða lagi verði að ger a verulegar athugasemdir við ákvörðun stefnda í heild sinni. Í ákvörðuninni sé því slegið föstu að stefnandi hafi brotið gegn íslenskum lögum um neyt enda lán á grundvelli þess að íslensk lög gildi um samningana að hluta til, þ.e. að því leyti sem íslensk lög um neytendalán veiti meiri vernd en sambærileg dönsk lög. Í ákvörð uninni sé svo meint lögbrot stefnanda þrengt þannig að þau lán sem stefnandi hafi veitt öðrum en Íslendingum, sem voru staddir á Íslandi þegar þeir veittu lánið, hafi verið lög mæt. Ste fndi nefni samt engin dæmi um að þessi skilyrði hafi verið uppfyllt. Lík lega skýr ist það af því að rannsókn stefnda á starfsemi stefnanda hafi ekki byggst á kvörtun heldur hafi þetta verið frumkvæðisathugun. Í öllu fallist sé ljóst að ótækt sé að slá því föstu að stefnandi hafi gerst brotlegur við lög gagnvart neytendum án þess að til greint sé eitt dæmi þar sem neytandi uppfylli öll þau fjölmörgu skilyrði sem liggi að baki því að íslensk lög verði virk, framar þeim dönsku. Óljóst sé hvernig stefndi geti full yrt að stefn andi hafi brotið gegn lögum um neytendalán án þess að tiltaka nokkurt til vik því til stuðn ings. Jafnvel þótt framangreind skilyrði kynnu að vera uppfyllt í tilviki einhvers neyt anda þurfi neytandinn að bera fyrir sig íslensk lög um n eytendalán og færa rök fyrir því að skilyrði 1. og 2. mgr. 5. gr. laga um lagaskil séu uppfyllt, séu þau það yfir höfuð. Stefn andi taki fram að umtalsvert hlutfall lána stefnanda sé veitt aðilum sem hafi hvorki íslenskan ríkisborgarétt né hafi verið stadd ir á Íslandi þegar lánin voru tekin. Stefn andi geti ekki með nokkru móti vitað í hvaða landi viðskiptavinir hans voru þegar þeir nýttu sér þjónustu fyrirtækisins. Það sama gildi, eðli málsins sam kvæmt, um undan fara þess að neytandi ákvað að taka lán hjá stefnanda. Í sumum til vikum hafi t.d. erlendir verka menn tekið slík lán á meðan þeir voru staddir hér á landi. Þá séu einnig dæmi þess að Íslend ingar hafi tekið slík lán án þess að vera þó staddir á Íslandi. Enn fremur sé ljóst að í þeim tilvikum þar s em neytandi hafi tekið lán hjá stefnanda án þess að hafa fengið sér stakt tilboð eða séð almenna auglýsingu hafi lögbrot ekki heldur verið framið. Taka megi sem dæmi viðskiptavin sem heyrði af lánum stefnanda frá ættingja eða not aði leitar vél á net inu t il þess að finna vefsíðu stefnanda. Í þeim tilvikum séu skil yrði a - liðar 2. mgr. 5. gr. laganna ekki upp fyllt og dönsk lög gildi fullum fetum um þá láns - samn inga. Eðli málsins samkvæmt standi það neytandanum nær að sanna hvort skilyrði a - liðar 2. mgr . 5. gr. laganna hafi verið uppfyllt í hverju tilviki fyrir sig. Ljóst sé að í fjöl mörgum tilvikum, jafnvel meirihluta, séu skilyrði ákvæðisins ekki uppfyllt. Þannig þurfi neyt andinn að sanna að hann hafi fengið sérstakt tilboð eða almenna auglýsingu í s kiln ingi a - liðar 2. mgr. 5. gr. laganna og að önnur skilyrði ákvæðisins hafi verið uppfyllt. Það hafi ekki verið gert, heldur hafi stefndi gefið sér forsendur þess efnis. Nið ur staða stefnda sé því með öllu ótæk enda gangi hún mun lengra en heimildir ste fnda geri ráð fyrir. Jafn vel þótt sumir neytendur kynnu að eiga rétt á að bera fyrir sig íslensk neyt enda lána lög felist ekki í því að rétt hafi verið hjá stefnda að fullyrða án fyrirvara að stefn andi hafi gerst brotlegur við þau, eins og gert sé í ákv örð un inni. Þá sé ljóst að sú krafa stefnda að stefnandi vísi til íslenskra eftir lits yfir valda standist ekki heldur skoðun, enda gildi íslensk lög að engu leyti um samninga félags ins í mörgum tilvikum. Þess utan sé ljóst að dönsk lögsaga gildi í öllum 10 tilfellum um samn inga félagsins þótt íslensk neyt enda vernd kunni að einhverju leyti að koma til skoð unar. Lengra hafi verið gengið í ákvörð uninni en nauðsyn var til og lög leyfa. Enginn kvartandi hafi staðið á bak við ákvörðun stefnda en það hafi verið nauð syn leg forsenda þess að hægt væri að ætla að brot gegn neytendalánalögum hefði átt sér stað í þessu til tekna máli. Því aðeins megi telja brotið gegn íslenskum lögum að aðstæður við skipta vinar upp fylli öll skil yrði 5. gr. laga um lagaskil o g viðkomandi beri ákvæðið fyrir sig. Ákvæðið verði ekki virkt sjálf krafa, en það sé grundvallarforsenda fyrir ákvörðun stefnda. Stefndi hefði í raun þurft að byggja ákvörðun sína á við skipta vini sem hefði upp fyllt eftir - farandi þrjú skil yrði: 1. uppf ylli öll skilyrði a - liðar 2. mgr. 5. gr. laga um lagaskil, 2. beri fyrir sig íslensk neytendalánalög, og 3. hafi verið neitað um vernd samkvæmt íslenskum lögum um neytendalán. Stefndi hafi ekki haft nein slík fordæmi í forgrunni þegar hin umdeilda ákvö rðun nr. 31/2019 var birt. Að því gefnu að túlkun stefnda á 5. gr. laganna sé rétt hvað varðar gild is svið, hefði verið rétt að komast að þeirri niðurstöðu að viðskiptavinir stefnanda geti í ein hverjum tilvikum borið fyrir sig íslensk neytendalánalög. Þa ð hafi ekki verið gert, heldur hafi verið gengið mun lengra sem hafi valdið félaginu umtalsverðu tjóni. Ákvörð unin sé því röng og ólögmæt og hana beri að ógilda. Stefnandi vísar til laga nr. 43/2000 um lagaskil á sviði samningaréttar, einkum 5. gr. la ganna. Einnig er vísað til laga nr. 33/2013 um neytendalán, einkum 26. gr. og 29. gr. laganna. Varðandi málskostnað er vísað 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991 um með ferð einkamála. Málsástæður og lagarök stefnda, Neytendastofu Stefndi vísar til þess að e ftir að stefnandi keypti rekstur íslensku smálána fyrir tækj anna hafi hann haldið áfram að veita íslenskum neytendum smálán í gegnum vef síður smálánafyrir tækj anna. Eina breytingin sem hann hafi gert hafi verið að færa hýs ingu vef síðnanna til Dan me rkur og hafi lénin því borið .dk endingu í stað .is áður. Engar aðrar sjá an legar breytingar hafi verið gerðar á útliti vefsíðnanna eða fyrir komu lagi lán veit inga. Vef síðurnar hafi áfram verið á íslensku og auglýsingum, í nafni smá lána fyrir - tækj ann a, hafi áfram verið beint að íslenskum neyt endum í formi smá skila boða o.fl. auglýsinga á íslensku, meðal annars auglýsinga í net leikjum. Stefnandi hafi keypt rekstur smálánafyrirtækjanna Hraðpeninga, 1909, Smá lána og Múla lána. Árétta verði að þess i fyrirtæki hafi um ára bil, fyrir kaupin, veitt íslenskum neytendum smálán og hafi því verið þekkt vöru merki á íslenskum smá lána mark aði. Því megi reikna með að íslenskir neyt endur hafi staðið í þeirri trú að þeir væru áfram að taka lán hjá íslensku f yrirtæki þótt eign ar hald þess hafi færst til Dan - merkur. Stefndi telji þetta styðja það álit stofn un ar innar að um lánin gildi ófrá víkj an leg ákvæði í íslenskum lögum nr. 33/2013, um neyt enda lán, sbr. ákvæði 5. gr. laga nr. 43/2000, um lagaskil á s viði samn ingaréttar. Stefnandi vísi til þess að hann sé í alþjóðlegum rekstri og það sé umtals verður ábati af því fyrir hann að reksturinn sé einvörðungu háður einu laga um hverfi og því hafi verið ákveðið að neytendalán hans yrðu öll háð dönskum lögum , án til lits til þess hvort viðskiptavinur væri danskur eða íslenskur eða hvort lánin væru veitt á Íslandi eða annars staðar. Stefnandi ítreki jafnframt að íslenskum við skipta vinum hafi skil merki lega verið gerð grein fyrir því að samningar stefnanda v æru háðir dönskum lögum. Það sé skoðun stefnanda að gildissvið 1. mgr. 5. gr. laga nr. 43/2000 nái ekki til starfsemi hans sem lánveitanda. Hann fari yfir gildissvið ákvæð isins meðal annars með vísun til Rómarsamningsins og komist að þeirri niðurstöðu me ð gagn ályktun að sú starf semi sem ekki sé nefnd í ákvæðinu falli utan gildissviðs þess. Stefndi andmæli þess ari lagatúlkun stefnanda og vísar til ákvörð unar stefnda og úrskurðar áfrýjunar nefndar neytendamála. Stefnandi skýri 5. gr. laga nr. 43/2000 og 5. gr. Rómar samn ings ins þannig að ákvæðið taki einungis til lána sem hafi nána tengingu við kaup á vöru eða þjón ustu. Stefndi telji stefnanda túlka ákvæðin of þröngt og endur spegli hún ekki vilja löggjafans. Stefndi vísar til nið ur - stöðukafla úrskur ðar áfrýjunar nefndar neyt enda mála. Þar sé meðal annars umfjöllun um athuga semdir í frum varpi því er varð að lögum nr. 43/2000 og tengingu framan greinds ákvæðis við Lúganó - samn ing inn 11 um dóms vald og um viðurkenningu og full nustu dóma í einka málum. Áfrýjunar nefndin kom ist að þeirri niðurstöðu að líta beri til hefð bund inna sjón ar miða um túlkun laga nr. 43/2000, svo sem að skýring samræmist öðrum þeim mark miðum sem bjuggu að baki laga setn ing unni og túlkun á öðrum sam bæri legum hug tökum og reglum sem fram koma í íslenskum lögum. Það sé ein af málsástæðum stefnanda að það hafi aldrei verið ætlun löggjafans að almenn lán féllu undir gildissvið laga nr. 43/2000, nema þau væru bundin við kaup á vörum eða þjónustu. Þessu til stuðnings vísi stef nandi til þess að þegar Róm ar samn ing urinn var ritaður, fyrir um 40 árum, hafi rafræn viðskipti ekki verið til og á þeim tíma hafi lánastarfsemi nær alltaf farið fram í formi skuldabréfa og víxla en þau við skipti séu undanþegin lögunum, sbr. c - lið 2. m gr. 1. gr. laga nr. 43/2000. Þegar af þeirri ástæðu sé ljóst að samkvæmt orðanna hljóðan séu neytenda lán stefnanda undan skilin 1. mgr. 5. gr. laga nr. 43/2000. Að mati stefnda byggist túlkun stefnanda á misskilningi. Sú staðreynd að raf ræn viðskipti, rafræn neytendalán þar með talin, hafi ekki verið í boði þegar Rómar samn ing urinn var ritaður, gefi einmitt tilefni til að túlka ákvæðin með hliðsjón af vilja lög gjafans. Betur sé farið yfir það í ákvörðun Neytendastofu og bréfi frá áfrýjun ar nefnd ney tendamála, dags. 13. nóvember 2019. Stefnandi byggi á því að skilyrði a - liðar 2. mgr. 5. gr. laga nr. 43/2000 varð andi tilboð og auglýsingar sé ekki upp fyllt. Það sé álit félagsins að smá skila boð og tölvu póstar sem stefnandi sendi viðskiptavinum sín að gera verði greinarmun á því þegar neytandi fái sendan tölvupóst og smáskilaboð með aug lýs ingu og þegar neyt andi biðji sérstaklega um að fá sendan tölvupóst eða sm á skila boð með aug lýs ingum. Þá telji stefnandi að í þeim tilvikum sé auglýsingu ekki þvingað upp á neytanda heldur hafi hann frumkvæði að því að fá auglýsingar sendar sér. Það geti ekki verið grund völlur þess að a - lið 2. mgr. 5. gr. laga nr. 43/2000 sé beitt. Stefndi geti ekki fallist á þessa túlkun stefnanda á ákvæðinu. skipta vinum sínum auglýsingar heldur hafi hann sent þær mun breiðari hópi. Ferðamála - , iðnaðar - og nýsköpunarráðherr a hafi 11. júlí 2018 skipað starfs hóp um starfs umhverfi smá lána fyrirtækja á Íslandi. Hópnum hafi verið ætlað að kort - leggja umhverfi smá lána fyrir tækja og bera það saman við lagaumhverfi í nágranna löndum. Í skýrslu starfs - hóps ins sé fjallað um mark aðs setn ingu stefn anda á Íslandi og m.a. vísað til þess að hluti þeirra sem sátu í hópnum hafi fengið nokkur smá skila boð frá stefnanda þann stutta tíma sem hópurinn starf aði. Auglýsingar stefnanda séu einnig í hinum ýmsu net leikjum, t.d. á Face book . Öll markaðssetning stefnanda sé á íslensku, smá skila boð og tölvu póstar sem og vef síður félagsins. Einnig verði að líta til þess að við kaup stefn anda á rekstri íslenskra smá lánafyrirtækja hafi verið teknar yfir upp lýsingar um þáver andi viðskipta vini og haldið áfram að senda þeim aug lýs ingar þótt þeir hafi aldrei skráð sig hjá stefn anda. Það sé því skoðun stefnda að þar eð allri mark aðs setn ingu stefn anda hér á landi sé beint að íslenskum neytendum fari um neyt enda lán stefn anda eftir ófrá víkj anlegum ákvæðum íslenskra laga. Sama niður staða komi fram hjá áfrýj un ar nefnd neyt enda mála svo og í skýrslunni. Stefnandi mótmæli því enn fremur að uppfyllt sé það skilyrði a - liðar 2. mgr. 5. gr. laga nr. því landi þar sem hann býr. Með vísan til umfjöll unar í niðurstöðukafla ákvörð unar hafni stefndi þeirri málsástæðu stefnanda að ekki sé rökstutt nægjanlega hvernig skilyrði a - liðar 2. m gr. 5. gr. sé uppfyllt. Einnig megi vísa til niður stöðu kafla í úrskurði áfrýjunarnefndar neytendamála þar sem sé ítar lega fjallað um afstöðu stefnda varðandi það að allar nauðsynlegar ráð staf anir vegna samn inga gerð ar innar fari fram á Íslandi. St efnandi vísi einnig til þess að lagðar séu ólög mætar og óeðli legar kröfur á stefn anda um að hann sann reyni hvort lán takar hafi íslenskan ríkis borg ara rétt eða séu staddir hér á landi þegar þeir taki lán hjá stefn anda. Sú full yrðing stefn anda stan gist á við hans eigin gögn og þá láns samninga þar sem kveðið sé á um í 6. gr. varðandi samn ingsbrot lán taka, að lán taki fallist á að tilkynna stefn anda flytji hann til útlanda lengur en í sex mán uði. Stefn andi telji sig hafa hag af því að vita um bú ferla flutn inga yfir landa mæri. Vegna tilvísunar stefn anda til ríkisborgararéttar taki stefndi fram að ekki sé á því byggt að ákvæði a - liðar 2. mgr. 5. gr. laga nr. 43/2000 gildi ein vörð ungu um íslenska ríkis borgara heldur neyt endur á Íslandi, óháð þjóð erni eða ríkis borg ara rétti. Það að lán stefn anda séu einungis veitt þeim sem hafi íslenska kennitölu og 13 Það er óumdeilt að stefnandi veitir lán í atvinnuskyni og jafnframt virðast máls aðilar ganga út frá því að þeir se m taka lán hjá honum nýti féð ekki í atvinnu skyni. Þótt þetta mál sé komið til vegna frumkvæðisathugunar Neytendastofu en ekki að kröfu tiltekins lántaka er gengið út frá því að lán veit andi og lántaki séu í þeirri rétt ar stöðu sem ákvæðið tekur til. Álitaefnið er hvort samningurinn sem þeir tveir gera falli undir ákvæðið. Það var niðurstaða áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 6/2019 að lán sem stefn andi veitti féllu undir hugtakið þjónusta í 1. mgr. 5. gr. laga nr. 43/2000. Að mati dómsins le ikur varla nokkur vafi á því að þótt notað sé orðið afhend ing sé í ákvæðinu átt við afhendingu gegn gjaldi, þ.e.a.s. kaup á vöru eða þjónustu. Orðalag b - liðar 4. mgr. 5. gr. gefur skýra vísbendingu um það. Umfjöllun um ákvæðið í frumvarpi til laga nr. 43/ 2000 segir það einnig berum orðum. neyt Enn fremur segir í frumvarpinu að ákvæði 5. gr. eigi jafnt við um staðgreiðs lu við skipti og um samning um lánsviðskipti sem sé gerður í tengslum við kaupin. Að mati dóms ins má af þessum orðum löggjafans ráða að þeir lánssamningar sem ákvæðið tekur til séu lán sem séu tekin í tengslum við kaup á vörum og þjónustu. Að mati dómsi ns má lesandi við fyrstu sýn telja að undir ákvæðið falli a) samn ingar sem neytandi gerir um kaup á vöru eða b) samn ingar sem hann gerir um kaup á þjón ustu, eða c) samn ingar sem hann gerir um lán til þess að fjármagna kaup á vöru eða þjónustu. Texti laganna veitir ekki vísbendingu um það að tilefni sé til þess að vefengja þessa merkingu ákvæðisins. Lög nr. 43/2002 um lagaskil á sviði samningaréttar eru, eins og áður segir, grund völluð á Rómar - samn ingnum frá 1980. Einungis þremur ákvæðum samnings ins var sleppt við setn ingu laganna og eru allar efnisreglur samningsins óbreyttar í lög unum. Í frumvarpi til laga um lagaskil segir að álitamál kunni að rísa um merkingu hug taka. Inntak þeirra verði að ráðast af Evrópuréttinum en ekki af lögum ein st akra aðild ar ríkja samningsins. Í frumvarpinu er enn fremur tekið fram að í 18. gr. Róm ar samn ingsins sé ákvæði um túlkun ákvæða hans. Þar segi að við túlkun og beit ingu ákvæð anna skuli taka tillit til alþjóðlegs eðlis þeirra og þarfarinnar fyrir eins leita túlkun og beitingu í öllum þeim ríkjum þar sem sömu reglur gilda. Í bókun við samn ing inn sé gert ráð fyrir því að EB - dómstóllinn hafi vald til þess að túlka ákvæði hans. Það sé liður í að ná fram þeirri samræmingu sem 18. gr. geri ráð fyrir. Að a uki segir í frumvarpinu að með lögfestingu þess verði þær efnisreglur Róm ar samningsins sem séu teknar upp í frumvarpið, hluti af íslenskum rétti og hafi þar stöðu sem almenn lög. Um túlkun þeirra og beitingu fari því samkvæmt þeim aðferðum og sjónarmiðum sem tíðkast í íslenskum rétti almennt. Áréttað er að lög fest ing þessara reglna sé liður í því að samræma íslenska löggjöf á þessu sviði lög gjöf og lagaframkvæmd í ríkjum EB. Af þeim sökum verði að telja heppilegt að túlkun þeirra og framkvæmd sé einnig samræmd Rómarsamningnum. Við túlkun ákvæða frum varps ins og framkvæmd hér á landi sé nauðsynlegt að hafa þetta í huga Að öðrum kosti sé hætta á að markmiðin með lögfestingu þessara reglna náist ekki. Af þessu leiði að telja verði heppilegt að tillit ve rði tekið til dóma fram kvæmdar EB - dómstólsins um túlkun og beitingu samningsins, auk dómaframkvæmdar í einstökum ríkjum EB. Því eigi við svipuð sjónarmið og gildi yfirleitt um EES - samn ing inn, sbr. einkum 6. gr. hans, og þau sjónarmið sem gilda um túlkun og beit ingu Lúganó - samningsins, sbr. bókun 2 við þann samning. Sömu sjónarmið eigi einnig við um túlkun og beitingu allra alþjóðasamninga sem hafi verið lögfestir hér á landi. Íslenskir dóm stólar séu að sjálfsögðu hvorki bundnir af þeim dómsúrlausnum EB - dóm stóls ins né úrlausnum dómstóla aðildarríkja sem varða Rómarsamninginn. Engu að síður sé eðlilegt að tillit verði tekið til þeirra eigi markmiðin með lögfestingu frum varps ins að nást. Í frumvarpinu er því lögð áhersla á það að túlkunin eigi að ver a samræmd innan þeirra ríkja sem 14 hafa annað hvort gerst aðilar að samningnum eða leitt hann í lög sín þannig að þeir sem gera einkaréttarlega samninga, þar með taldir neytendur, njóti sömu réttarstöðu í öllum þessum löndum. Við túlkun lag anna skuli beita aðferðum sem ná fram einsleitri og samræmdri framkvæmd. Þessu til viðbótar segir í athugasemdum með 1. mgr. 5. gr. að það sé til gangur ákvæð isins að vernda neytendur og beri að skýra ákvæðið í samræmi við þann til gang. Að lokum segir í athugasemdum við ákvæðið að dæmi um íslenskar reglur sem ekki sé hægt að víkja frá með samningi neytanda í óhag, séu ákvæði laga um neyt enda lán sem voru þá lög nr. 121/1994 en eru nú lög nr. 33/2013. Ekki verður annað séð en að áfrýjun ar nefnd neytendamála láti þett a markmið stýra túlkun sinni á efnis legu inn taki 1. inu ætti við fjármálaþjónustu, þar með talið lánveitingu. Hugtakið vörur og þjónusta/vörur eða þjónusta Það er alkunna að undir hugtakið þjónustu má fella nánast hvað sem er. Það á einnig við um enska Þótt það lagaákvæði sem þurfi að túlka sé lagaskilaregla varðar það tiltekna rét t ar stöðu þar sem annar samningsaðilinn er neytandi en hinn er seljandi vöru eða þjón ustu í atvinnuskyni eða lánveitandi. Því er fylli lega eðlilegt að áfrýjunarnefndin hafi leitað í efnis reglur neyt endaréttar til þess að finna viðmið við að afmarka ef nislegt inntak ákvæðis ins. Auk þess eru þau fyrirmæli í frum varpi til laga um lagaskil að skýra beri ákvæðið í sam ræmi við þann til gang þess að vernda neyt endur. Jafnframt er þar tekið fram að ekki megi með samningi víkja frá ákvæðum laga um neytendal án neyt anda í óhag. Um neytendavernd hafa Efnahagsbandalag Evrópu og síðar Evrópu sam bandið (Evrópubandalagið) sett fjölda margar tilskipanir. Þeirra á meðal má nefna til skipun 87/102/EBE um sam - ræmingu á lögum og stjórn sýslu fyrir mælum aðildar ríkj anna varð andi neytendalán, 93/13/EBE um órétt - mæta skil mála í neytendasamningum, 97/7/EB um neyt enda vernd að því er varðar fjarsölu samn inga, 2007/64/EB um greiðslu þjón ustu á innri mark aðnum og 2008/48/EB um lána samn inga fyrir neyt endur og um n ið ur fellingu tilskipunar ráðsins 87/102/EB. Í þessum tilskipunum er, eins og heiti þeirra gefa til kynna, fjallað um kaup neyt enda á vörum og þjón ustu og lán til þeirra kaupa. Stundum er talað um veitingu þjón ustu og afhend ingu vöru. Ljóst er þó að umfjöllunin varðar kaup neytanda á þessu tvennu hvort heldur hann greiðir með reiðufé eða láni. til skip unum er ljóst að þegar orðin vörur og þjón usta st anda saman mynda þau einingu eða sérstakt hug tak. Á ensku er sam Þessu til stuðnings má vísa til inngangsorða tilskipunar 2008/48/EB um láns samn inga fyrir neytendur. Í 4. efnis grein segir að ólík l ög í löndum Evrópusambands ins skapi hindranir á innri markaðnum. Þær hindranir tak enda að nýta sér beint síaukið framboð á lánum yfir landa mæri. Þessi röskun og tak mark anir geti svo aftur haft áhrif á eftirspurn eftir vörum og þjón Í 9. efnisgrein er rætt um innlenda löggjöf sem aðildarríkjum er frjálst að við halda og að þeirra á and inn nýtir sér rétt sinn til að falla frá lánssamningnum og lánssamningur, sem er gerður vegna þessara kaupa, gagnkvæmt háð hvort öðru. Þess vegna skal neytandi, sem nýtir sér rétt sinn til að falla frá kaup samn ingi, sem byggður er á lögum Bandalagsins, ekki lengur vera bundinn af tengda láns samningnum. [...] Þetta skal ekki heldur hafa áhrif á rétt neytenda, sem veittur er sam kvæmt innlendum ákvæðum, þar sem kveðið er á um að ekki megi stofna til neinna skuld bindinga milli neytandans og veitanda vöru eða þjónustu, og ekki heldur eiga sér stað greiðslur á milli þessara aðila, á meðan neytandinn hefur ekki undirritað láns samning til að fjármagna kaup á vöru Af þessum texta í inngangsorðum tilsk ipunarinnar er ljóst að þegar orðið þjón usta er í þessu 16 Nýja tilskipunin tekur bæði til fjarsölusamninga (áður tilskipun 97/7/EB) og samn inga sem eru gerðir utan fastrar starfsstöðvar (áður tilskipun 85/577/EBE). Í d - lið 3. mgr. 3. gr. hennar er tekið fram að hún gildi ekki um samn inga um fjár mála þjón ustu. Sam kvæmt 12. tölulið 2. gr. eru lán þar með talin. Þessi tilskipun var leidd í íslenskan rétt með lögum nr. 16/2016 um neytendasamninga. Í þeirri tilskipun sem tók við af tilskipun 85/ 577/EBE hefur gildissviðinu því verið breytt frá því að dómur EB - dómstólsins frá 17. mars 1998 í máli nr. C - 45/1996 var kveð inn upp og fjármálaþjónusta felld undan gildissviði hennar. Að mati dómsins getur sá dómur því ekki haft neitt gildi við mat á efni s legu inn taki orðsins þjónusta í 1. mgr. 5. gr. laga nr. 43/2000. Áfrýjunarnefndin vísar einnig til dóms EB - dómstólsins 14. nóvember 1995 í máli nr. C - 484/93 ome). Það ákvæði fjallar um þjónustu í þeirri víðtækustu merk ingu sem það orð getur haft í Evrópurétti. Þótt lánveiting og fjármálaþjónusta falli undir hugtakið þjón usta í víðtækustu merkingu þess orðs verður ekki af því dregin sú ályktun að hvar sem orð ið þjónusta er notað í tilskipun sé vísað til fjár mála þjón ustu eða lánveitingar. Eins og áður segir ræðst merking orðsins alfarið af því sam hengi sem það stendur í. Að mati dómsins nýtist þessi dómur EB - dómstólsins ekki heldur við mat á efnislegu innta ki orðsins þjónusta í 1. mgr. 5. gr. laga nr. 43/2000. Það er því mat dómsins að með þeirri aðferð sem áfrýjunarnefndin notar við að túlka orðið þjónusta í 1. mgr. 5. gr. laga nr. 43/2000 komist hún að niðurstöðu sem sam rýmist ekki efnisinntaki hugtaks ins þjónusta í neytendarétti þegar það orð helst í hendur við orðið vara og alveg sérstaklega ekki þegar í sömu efnis grein er rætt um láns samning vegna kaupanna. Sú túlkun sé efnislega ósamrýmanleg ákvæðinu. Í túlkun áfrýjunarnefndarinnar verður efni á kvæð is ins á þá leið að það eigi við um samninga sem neytandi geri um kaup á vöru eða um kaup á láni eða samninga um lán til að fjármagna kaupin. Þegar ákvæðið er þannig túlkað verður inntak þess, að mati dómsins, vand skilið. Má jafnvel segja að merki ng þess verði mótsagnakennd. Dómurinn telur því að áfrýj unarnefndin hafi ekki valið tæka lögskýringarleið við túlkun ákvæðisins. Í ákvæðinu er berum orðum vísað í samning um lán. Það er samningur um lán sem eru veitt til anda ekki. Samræmd túlkun Eins og rakið hefur verið er í frumvarpi til laga nr. 43/2000 mjög sterkt kveðið á um að túlkun ákvæða laganna samræmist túlkun aðildarríkja Rómar samn ings ins um laga skil á sviði samningar éttar á þeim samningi þannig að framkvæmd hans og laga þeirra ríkja sem hafa leitt hann í lög verði einsleit og allir Evrópubúar sem gera samn ing sem tengist tveimur löndum njóti sama réttar. Stefnandi leggur áherslu á að í þeim ríkjum sem séu aðilar a ð samningnum sé ákvæðið túlkað þannig að það eigi einvörðungu við um lán sem séu tekin til þess að fjár magna kaup á vöru og þjónustu. Máli sínu til stuðnings hefur stefnandi lagt fram skrif erlendra fræðimanna, sér fræðinga í neytendavernd innan Evrópurét tar. Í þeim skrifum, sem mörg hver eru nýleg, er sérstaklega fjallað um túlkun á 1. mgr. 5. gr. Róm ar samningsins sem var, eins og áður segir, leidd í íslenskan rétt með 1. mgr. 5. gr. laga nr. 43/2000. Í skrifum þessara fræðimanna er tekið fram að meða l þeirra galla sem séu á ákvæð inu sé að það rétta r Þýskalands (Bund es gerichts hof) og Hæstaréttar Frakk lands (Cour de Cassation). Þessir fræðimenn taka hins vegar fram að þessi van kantur, ásamt mörgum öðrum, hafi verið sniðinn af þegar samin var svokölluð Rómarreglugerð (Regulation (EC) No 593/2008 ). Hún tók gildi fyrir meira en tíu árum, 17. desember 2009. Í 6. gr. hennar er ákvæði um lagaskil þegar neytendasamningur tengist tveimur löndum. Að mati þessara fræðimanna tókst með breyttu orðalagi að fella mun fleiri samninga undir gildis svið 6. gr. h ennar en hægt var að fella undir gild is svið 5. gr. Rómarsamningsins um 17 lagaskil á sviði samningaréttar. Meðal þeirra samninga sem þeir telja upp að falli nú ótvírætt undir 6. gr. eru lánssamningar sem eru ekki gerðir í því skyni að fjármagna kaup á vörum eða þjónustu. Ný regla um lagaskil í 4. gr. a í lögum nr. 33/2013 um neytendalán Alþingi samþykkti 17. desember 2019 með lögum nr. 163/2019 breytingu á nokkrum lögum. Með þeirri breytingu bættist nýtt ákvæði í lög um neytendalán, 4. gr. a. Það er orðað svona: Hafi neytandi búsettur á Íslandi gert samning við lánveitanda sem hefur staðfestu í öðru ríki skulu íslensk lög gilda um samninginn ef: a. undanfari samningsins var sérstakt tilboð til neytandans eða almenn auglýsing og nauð syn - legar ráðstafanir t il samningsgerðarinnar af hans hálfu fóru fram hér á landi, b. gagnaðilinn, eða umboðsmaður hans, tók við pöntun neytandans hér á landi, eða c. samningur er um sölu vöru og neytandinn ferðaðist frá Íslandi til annars lands og gerði pöntun sína þar, að því tilski ldu að ferðin hafi verið skipulögð af seljandanum í þeim tilgangi að hvetja neytandann til kaupanna. Samkvæmt frumvarpi til laganna taldi löggjafinn rétt að skýra betur réttarstöðu neytenda með því að setja í lögin ákvæði sem leiddi sjálfkrafa til þeirra r niðurstöðu að íslensk lög giltu um lánssamning. Af þessu má að mati dómsins ráða að löggjafinn hafi ekki talið ótvírætt að 1. mgr. 5. gr. laga nr. 43/2000 um lagaskil gilti um alla lánssamninga, þ.e.a.s. einnig þá sem ekki væru teknir í þeim tilgangi a ð greiða fyrir kaup á vöru eða þjónustu. Annars hefði vart verið nauðsynlegt að setja nýtt ákvæði um lagaskil Inngangi nýja ákvæðisins, 4. gr. a, svipar til up phafs 1. mgr. 6. gr. Rómarreglugerðarinnar þar sem segir að lög þess lands þar sem neytandi býr skuli gilda um samning sem hann gerir. Engu að síður kaus löggjafinn að orða stafliði nýja ákvæðisins eins og stafliði 2. mgr. 5. gr. laga nr. 43/2000. Samandr egið Það er því niðurstaða dómsins að af lestri 1. mgr. 5. gr. laga nr. 43/2000 um laga skil á sviði samningaréttar megi ráða að ákvæðið taki einungis til lána sem eru tekin í því skyni að fjármagna kaup á vöru eða þjónustu. Sömu ályktun megi draga af le stri frumvarps til laganna. Lán stefnanda séu ekki þess eðlis. Því taki ákvæðið ekki til þeirra. Það er einnig mat dómsins að með tilliti til orðalags og efnis evrópskra til skip ana um neyt enda rétt, svo og laga sem leiða þessar tilskipanir í íslenskan rétt, svo sem laga nr. 33/2013, sé ekki unnt að túlka 1. mgr. 5. gr. laga nr. 43/2000 á þann hátt sem áfrýjun ar nefnd neytendamála gerir í úrskurði sínum í máli nr. 6/2019. Túlkunin rúm ist einfaldlega ekki innan efnis ákvæðisins og það verði afar vandsk ilið þannig túlkað. Að mati dóms ins er úrskurður nefndarinnar í máli nr. 6/2019 af þessum sökum efnislega rangur. Það telst veru legur annmarki á stjórnvaldsákvörðun og því verður að ógilda úrskurðinn. Dómurinn telur einnig að skrif evrópskra fræðiman na á sviði neytendaréttar um efni 1. mgr. 5. gr. Rómarsamningsins frá 1980, svo og lagaskilaákvæði sem Alþingi bætti nýlega í lög nr. 33/2013 um neytendalán, styðji þessa niðurstöðu dóms ins. Þar eð dómurinn telur lánssamninga sem íslenskir lántakar gera við stefnanda ekki falla undir 1. mgr. 5. gr. laga nr. 43/2000 þarf ekki að taka afstöðu til máls ástæðna sem byggj ast á skil yrðum í stafliðum 2. mgr. 5. gr. þeirra. Dómurinn hefur því fallist á kröfu stefnanda. Með vísan til þess og 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, ber að dæma stefnda til þess að greiða stefnanda máls kostnað. Með hliðsjón af umfangi málsins þykir málskostnaður hæfilega ákveðinn 1.000.000 kr. og er virðisaukaskattur þá meðtalinn. Ingiríður Lúðvíksdóttir héraðsdómari kveður upp þennan dóm. 18 D Ó M S O R Ð Felldur er úr gildi úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála nr. 6/2019, dags. 29. apríl 2020. Stefndi, íslenska ríkið, greiði stefnanda, eCommerce 2020 ApS, 1.000.000 kr. í máls kostnað.