LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 17. desember 2021. Mál nr. 638/2020 : Dánarbú Kristjáns Viðars Júlíussonar ( Arnar Þór Stefánsson lögmaður, Halldór Kristján Þorsteinsson lögmaður, 3. prófmál) gegn íslenska ríkinu ( Andri Árnason lögmaður) Lykilorð Miskabætur. Skaðabætur. Rannsókn sakamáls. Gæsluvarðhald. Einangrun. Stjórnarskrá. Mannréttindasáttmáli Evrópu. Alþjóðasamningar. Lagaskil. Fyrningarfrestur. Fyrning. Gjafsókn. Aðfinnslur. Vanreifun. Frávísun frá héraðsdómi að hluta. Útdráttur Með dómi Hæstaréttar árið 1980 var K sakfelldur fyrir tvö manndráp af gáleysi og gert að sæta fangelsi í 16 ár. Árið 2017 var mál K endurupptekið í Hæstarétti og hann í kjölfarið sýknaður af framangreindum brotum með dómi Hæstaréttar 2018. K höfðaði mál ge gn Í og krafðist miskabóta vegna sakfellingar að ósekju, frelsissviptingar sem hann hefði sætt vegna gæsluvarðhalds og afplánunar, tímabils reynslulausnar auk ólögmætra rannsóknaraðferða, galla á málsmeðferð og opinberra yfirlýsinga um sekt hans á rannsókn artíma. Þá krafðist K skaðabóta vegna fjártjóns sem hann taldi sig hafa orðið fyrir við það að möguleikar hans til tekjuöflunar ónýttust. Í dómi Landsréttar kom fram að í ákvæðum 246. til 248. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og áður ákvæðum 150. t il 157. gr. laga nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála væri mælt fyrir um hlutlæga bótaskyldu ríkisins að uppfylltum nánar tilgreindum skilyrðum og með því hefði löggjafinn sett reglur sem ætlað væri að tryggja rétt manna til bóta vegna frelsissviptingar o g sakfellingar að ósekju samkvæmt ákvæðum 67. gr. stjórnarskrárinnar, 5. mgr. 5. gr. mannréttindasáttmála Evrópu og 3. gr. samningsviðauka nr. 7 við sáttmálann. Komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að ákvæðum 246. til 248. gr. laga nr. 88/2008 yrði beitt við úrlausn á bótakröfum K sem byggðu beinlínis á sýknudómi Hæstaréttar, það er kröfum hans vegna sakfellingar, gæsluvarðhalds og afplánunar, sbr. 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða VI í lögunum, enda hefði það atvik sem væri skilyrði bótaskyldu samkvæmt ákv æðunum, sýkna með dómi, átt sér stað eftir að lög nr. 88/2008 tóku gildi. Þar sem K hefði með dómi Hæstaréttar verið sýknaður af tveimur ákærum um manndráp sem hann hafði áður verið sakfelldur fyrir með dómi réttarins og verið gert að sæta refsingu vegna s akfellingarinnar voru skilyrði 4. mgr. 246. gr. laganna fyrir 2 hlutlægri bótaábyrgð Í á miska og fjártjóni K talin uppfyllt. Ekki var talið að háttsemi K við rannsókn málsins og meðferð þess fyrir dómi hefði leitt til sakfellingar hans með dómi Hæstaréttar árið 1980 þannig að Landsréttur nýtti heimild ákvæðisins til að lækka bótakröfur hans vegna eigin sakar. Þá taldi Landsréttur að beita ætti almennum reglum skaðabótaréttar við úrlausn á bótakröfum K vegna ólögmætra rannsóknaraðferða, galla á málsmeðferð og opinberra yfirlýsinga um sekt hans á rannsóknartíma. Með vísan til laga nr. 14/1905 um fyrning skulda og annarra kröfuréttinda, sem voru í gildi þegar sakfellingardómur Hæstaréttar yfir K var kveðinn upp og afplánun og reynslulausn hans lauk, byggði Lands réttur á því að kröfur K vegna þessa þátta hefðu stofnast og orðið gjaldkræfar í síðasta lagi þegar afplánun eða reynslulausn lauk og væru því fallnar niður fyrir fyrningu. Við mat á fjárhæð bóta var lagt til grundvallar að tímalengd og aðstæður í einangru narvist hans hefðu falið í sér vanvirðandi meðferð í skilningi núgildandi 68. gr. stjórnarskrárinnar og 3. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Að virtum þeim rannsóknaraðferðum sem beitt var við rannsókn málsins var einnig litið til þess að með sakfellingardó minum hefði K orðið fyrir alvarlegum réttarspjöllum, sbr. 3. gr. 7. viðauka við mannréttindasáttmálann, auk þess að opinber umræða sem málið hefði hlotið hefði litað líf hans frá því að hann stóð á tvítugu þar til að hann hefði verið kominn á sjötugsaldur. K hefði þannig til viðbótar við miska vegna frelsissviptingar þurft að þola umtalsvert miskatjón vegna sakfellingarinnar sjálfrar. Á hinn bóginn var tekið tillit til þess að með sakfellingardómi Hæstaréttar hefði K einnig verið dæmdur fyrir brot sem hann hefði sætt fangelsisrefsingu fyrir þó að ekki hefði verið ákært fyrir manndráp í málinu. Þá var að nokkru leyti horft til eldri dómafordæma sem tengdust rannsókn sama máls en einnig til seinni tíma þróunar í dómaframkvæmd um fjárhæð miskabóta. Var Í því dæ mt til að greiða K miskabætur sem þóttu hæfilega ákvarðaðar 350.000.000 króna en frá þeirri fjárhæð skyldi draga 204.000.000 króna sem Í hafði þegar greitt K á grundvelli laga nr. 128/2019. Þar sem K lagði ekki fram nein gögn til stuðnings kröfu sinni um s kaðabætur vegna tekjumissis var þeirri kröfu vísað frá héraðsdómi sökum vanreifunar. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Arnfríður Einarsdóttir , Jóhannes Sigurðsson og Oddný Mjöll Arnardóttir . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrý jandi skaut málinu til Landsréttar 11. nóvember 2020 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 20. október 2020 í málinu nr. E - 1081/2020 . 2 Áfrýjandi krefst þess að stefnda verði gert að greiða honum 1.654.854.720 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. september 2019 til greiðsludags, allt að frádreginni greiðslu stefnda til Kristjáns 3 Viðars að fjárhæð 204.000.000 króna 29. janúar 2020. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. 3 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms auk málskostnaðar fyrir Landsrétti. 4 Kristján Viðar Júlíu sson lést 7. mars 2021 og hefur dánarbú hans tekið við aðild málsins, sbr. 2. mgr. 22. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Málsatvik og sönnunarfærsla 5 Með dómi Hæstaréttar 22. febrúar 1980 í máli nr. 214/1978 var Kristján Viðar sakfelldur fyrir tvö manndráp af gáleysi, sbr. 218. gr. og 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, og rangar sakargiftir, sbr. 1. mgr. 148. gr. sömu laga. Var hann dæmdur fyrir að hafa, ásamt öðrum, orðið Guðmundi Einarssyni að bana að Hamarsbraut 11 í Hafnarfirði 27. janúar 1974 og fyrir að hafa, ásamt öðrum, orðið Geirfinni Einarssyni að bana aðfaranótt 20. nóvember 1974 í Keflavík. Þá var hann dæmdur fyrir að hafa á árinu 1976, ásamt öðrum, gerst sekur um rangar sakargiftir með því að bera á fjóra n afngreinda menn að þeir hefðu átt hlut að dauða Geirfinns, auk þess sem hann var dæmdur fyrir þjófnaðarbrot. Kristján Viðar var dæmdur í 16 ára óskilorðsbundið fangelsi. Í kjölfar dómsins hóf hann afplánun sem stóð í 1188 daga þar til henni lauk með því að honum var veitt reynslulausn 30. júní 1983 sem var skilorðsbundin í fjögur ár. 6 Með úrskurði 24. febrúar 2017 í máli nr. 15/2015 féllst endurupptökunefnd á að uppfyllt væru skilyrði þágildandi a - , c - og d - liðar 1. mgr. 211. gr. laga nr. 88/2008 til þess að mál Hæstaréttar nr. 214/1978 yrði tekið á ný til meðferðar og dómsuppsögu á grundvelli 1. mgr. 215. gr. sömu laga að því er varðaði aðild Kristján s Viðar s að atlögu að Guðmundi 27. janúar 1974 og Geirfinni 20. nóvember sama ár. Beiðni um endurupptöku vegn a rangra sakargifta, sbr. 1. mgr. 148 gr. almennra hegningarlaga, var hins vegar hafnað. Atvikum máls Kristján s Viðar s er ítarlega lýst á blaðsíðum 2 til 894 í úrskurði endurupptökunefndar sem liggur fyrir í málinu. Sú atvikalýsing er óumdeild þótt aðila g reini á um réttmæti og grundvöll ályktana sem nefndin hefur dregið í forsendum fyrir úrskurðinum. 7 Upphaf málsins er að rekja til þess að Kristján Viðar var færður til yfirheyrslu 23. desember 1975 í Síðumúlafangelsinu frá Litla - Hrauni, þar sem hann var í a fplánun, vegna hugsanlegrar aðkomu hans að hvarfi Guðmundar. Tvær skýrslur voru teknar af honum þann dag, annars vegar í Síðumúlafangelsinu og hins vegar fyrir Sakadómi Reykjavíkur. Hann neitaði í báðum tilvikum vitneskju um málið. Fyrir sakadómi var hann úrskurðaður í allt að 90 daga gæsluvarðhald og til að sæta geðrannsókn. 8 Þriðja skýrslutaka fór fram 28. desember 1975 og tók um sex klukkustundir en Kristján Viðar hafði einnig fyrr um daginn verið yfirheyrður í tæpa eina og hálfa klukkustund. Í framangre indri skýrslutöku játaði Kristján Viðar aðkomu sína sem sjónarvottur að átökum að Hamarsbraut 11 í Hafnarfirði og flutningum á poka úr íbúðinni inn í gula bifreið sem ekið hefði verið í Hafnarfjarðarhraun. Í fjórðu 4 skýrslutöku 3. janúar 1976 bar Kristján V iðar fyrst um að hafa tekið þátt í átökum að Hamarsbraut 11 þar sem maður hefði látið lífið. Þar játaði hann að hafa verið í íbúðinni er átök hafi brotist út á milli Sævars Marinós Ciesielski og manns sem hann gæti ekki komið fyrir sig hver hefði verið. Sæ var hefði orðið undir í átökunum og hann því brugðist við ásamt Tryggva Rúnari Leifssyni og komið Sævari til hjálpar. Hann hefði togað í útlim á manninum, sem hann fullyrti síðar í yfirheyrslunni að væri Guðmundur, en hefði ekki átt annan þátt í atlögunni. Í þeirri skýrslu bar hann um að bifreiðin sem pokinn hefði verið settur í hefði verið svört. Kristján Viðar var næst yfirheyrður 6. janúar 1976 og aftur 8. sama mánaðar og var þá farið með hann í r yfirheyrslur eða ökuferðina. Því næst var Kristján Viðar yfirheyrður í sakadómi 11. janúar og taldi hann þá að hann hefði eitthvað flækst inn í átökin en líklega fengið högg á höfuðið og misst úr einhverja stund. Kvaðst hann hafa séð Sævar sparka í síðu og höfuð Guðmundar þar sem hann lá á gólfinu. Þá staðfesti hann að rétt hefði verið haft eftir honum í skýrslunni frá 3. janúar. Jafnframt er bókað í dagbók Síðumúlafangelsisins að Kristján Viðar hafi verið tekinn til yfirheyrslu 16. og 22. janúar 1976 en ekki liggja fyrir rannsóknargögn um þessar yfirheyrslur. Í skýrslu fyrir sakadómi 22. mars 1976 bar Kristján Viðar með svipuðum hætti um þátt sinn í aðför að Guðmundi og hann hafði gert 3. janúar 1976. 9 Við yfirheyrslu 7. apríl 1976 breytti Kristján Viðar f ramburði sínum um aðförina að Guðmundi og vildi skýra frá öllum sannleikanum eins og hann myndi hann örugglega. Játaði hann þá að hafa stungið Guðmund til bana með byssusting sem hefði verið 20 til 22 cm að lengd. Hann skýrði ítarlega frá átökunum að Hamar sbraut 11 og flutningi á líki Guðmundar í Hafnarfjarðarhraun. Á þeim tíma hafði Kristján Viðar verið samfleytt í 106 daga í einangrun í Síðumúlafangelsi. 10 Fyrsta skýrslutaka af Kristjáni Viðari vegna hvarfs Geirfinns fór fram 23. janúar 1976. Hún stóð yfir í fimm klukkustundir og neitaði Kristján Viðar því að vita nokkuð um hvarf Geirfinns. Frá 23. til 27. janúar 1976 var Kristján Viðar yfirheyrður nokkrum rannsakenda við hann í þessi skipti. Í fjögurra klukkustunda langri skýrslutöku 27. janúar játaði Kristján Viðar að hafa verið sjónarvottur að hvarfi Geirfinns. Hinn 2. mars sama ár var Kristján Viðar yfirheyrður þrisvar sinnum. Ekki liggja fyrir frekari rannsóknargögn um fyr ri tvær yfirheyrslurnar . Í þeirri síðustu dró Kristján Viðar allan framburð sinn til baka og sagðist ekki hafa verið sjónarvottur að átökum við Geirfinn og aldrei litið hann augum. Kristján Viðar var svo yfirheyrður dagana 5., 7. og 8. mars 1976 og síðastn Kristján Viðar svo framburði sínum á ný og kvaðst hafa verið í Dráttarbrautinni í Keflavík umrætt kvöld en kannaðist hvorki við Geirfinn né hvarf hans. 5 11 Í skýrslutöku í sakadómi 31. mars sama ár sagði Kristján Viðar framburð sinn frá 23. og 27. janúar hafa verið skáldaðan til að hann fengi frið frá fangavörðum og lögreglumönnum. Degi síðar, 1. apríl, bar hann við skýrslugjöf að ýmislegt hefði rifjast upp fyrir sér og skýrði frá átökum sem hefðu átt sér stað í Dráttar brautinni í Keflavík en kvaðst sjálfur ekki hafa átt beinan þátt í þeim. Í kjölfarið voru teknar fjölmargar skýrslur af Kristján i Viðar i þar sem hann skýrði nánar frá atburðarás í báðum málunum en framburðir hans voru mjög á reiki og tóku sífelldum breytin gum. 12 Kristján Viðar bar ekki um aðild sína að atlögu að Geirfinni fyrr en 9. og 10. nóvember 1976. Í fyrri yfirheyrslunni bar hann um að hann hefði slegið Geirfinn með planka og í þeirri síðari að annar maður hefði skotið á Geirfinn með skammbyssu. Þegar Kristján Viðar játaði aðild að hvarfi Geirfinns hafði hann verið samfleytt í tíu mánuði og 17 daga í gæsluvarðhaldi og einangrun. Í skýrslutökum 8. desember sama ár og 27. janúar 1977 kvaðst Kristján Viðar hafa orðið tveimur mönnum til viðbótar að bana og sagði ömmu sína hafa tekið þátt í að hluta annað líkið í sundur. Þá liggur fyrir að Kristján Viðar gerði tvívegis tilraun til að svipta sig lífi meðan hann sætti gæsluvarðhaldi og einangrun, fyrst 24. desember 1976 og aftur 5. janúar 1977. 13 Kristján Viðar d ró framburð sinn um aðild að hvarfi Geirfinns til baka á ný fyrir dómi 6. júlí 1977. Á þeim tíma hafði hann dvalið á Litla - Hrauni frá 17. maí sama ár og einangrun hans verið aflétt. Þann 12. júlí var hann fluttur á ný í einangrunarvist í Síðumúlafangelsinu . 14 Í yfirheyrslu fyrir dómi 27. september 1977 óskaði Kristján Viðar eftir leiðréttingu á framburði sínum frá 6. júlí 1977 varðandi hvarf Geirfinns og óskaði jafnframt eftir því að bókað yrði að hann vissi ekkert um hvarf Guðmundar. Þá tók hann fram að hann hefði farið fram á það 12. maí 1977 í Hegningarhúsinu og 6. júlí 1977 í þinghaldi í máli vegna hvarfs Geirfinns að þetta yrði bókað en að því hefði verið hafnað. Í skýrslutöku fyrir dómi 29. september 1977 dró Kristján Viðar formlega til baka framburði sí na um aðild að hvarfi Guðmundar og Geirfinns. 15 Verjandi Kristjáns Viðars ritaði bréf til ríkissaksóknara 10. september 1979 þar sem hann kvað Kristján Viðar hafa kvartað yfir ýmsu í sambandi við meðferð sína. Vildi verjandi hans að það yrði gert að sérstöku athugunarefni í rannsókn lögreglu á harðræði gagnvart sakborningum í málinu að Kristjáni Viðari hefðu verið gefin mjög sterk lyf áður en hann hafi verið látinn ganga undir afdrifaríkar yfirheyrslur í málinu. Í bréfinu rakti hann sérstaklega frásögn Kristj áns Viðars af því að í kjölfar sjálfsvígstilraunar í janúar 1977 hafi hann verið látinn taka mikið magn af sterku geðlyfi sem hafi breytt öllu framferði hans og hugsanagangi. Í lok bréfsins óskaði verjandinn eftir upplýsingum um lyfjanotkun hans á tímabili nu janúar til og með maí 1977, hvað sérfræðingar teldu um afleiðingar slíkrar lyfjaneyslu og hvers vegna lyfjagjöfinni hafi verið beitt fyrst Kristján Viðar hafi ekki sjálfur óskað hennar og ekki verið talið að hann væri geðbilaður. 6 16 Meðan á rannsókn málann a stóð bar Kristján Viðar meðal annars, ásamt öðrum, sakir á fjóra nafngreinda menn sem hann kvað hafa átt aðild að hvarfi Geirfinns. Vegna þeirra framburða sættu fjórmenningarnir gæsluvarðhaldi frá 26. janúar og 11. febrúar 1976 til 9. maí sama ár þegar þ eim var sleppt og þeir hreinsaðir af sök um aðild að málinu. 17 Í samantekt í skýrslu starfshóps innanríkisráðherra 21. mars 2013 kemur fram að á tímabilinu frá 23. desember 1975 til 29. september 1977 hefði Kristján Viðar verið yfirheyrður eða rætt við hann vegna málanna um það bil 160 sinnum meðan hann var vistaður í gæsluvarðhaldi í Síðumúlafangelsinu og Hegningarhúsinu. Af þeim skiptum hafi farið fram 58 skýrslutökur, 71 yfirheyrsla án skýrslutöku og 30 viðtöl. Viðtölin og yfirheyrslurnar hefðu farið fram í yfirheyrsluherbergi í Síðumúlafangelsinu eða í klefa hans, hjá Sakadómi Reykjavíkur og hjá lögreglunni. Hann hefði 18 sinnum verið tekinn til samprófunar á þessu tímabili og fjórum sinnum í sakbendingu auk þess sem farið var með hann í 22 ferðir út úr f angelsinu. Samanlögð skráð tímalengd viðtala og yfirheyrslna á þessum tíma eru rúmlega 215 klukkustundir en því til viðbótar voru skýrslutökur, viðtöl og yfirheyrslur þar sem tímalengd var ekki skráð. 18 Vegna rannsóknar málanna sætti Kristján Viðar gæsluvarð haldi í samtals 1522 daga, frá 23. desember 1975 og þar til dómur féll í Hæstarétti 22. febrúar 1980. Hann sætti óslitinni einangrunarvist í Síðumúlafangelsi frá 23. desember 1975 til 1. desember 1976 þegar hann var fluttur í Hegningarhúsið þar sem hann va r vistaður í einangrun til 17. maí 1977. Þann dag var hann fluttur að Litla - Hrauni og einangrunarvist hans aflétt tímabundið. Kristján Viðar var aftur fluttur í Hegningarhúsið 5. júlí 1977 þar sem hann var vistaður til 12. sama mánaðar en þann dag var hann fluttur í einangrunarvist í Síðumúlafangelsinu sem var aflétt með ákvörðun sakadómara 21. desember 1977. Kristján Viðar var fluttur úr Síðumúlafangelsinu að Litla - Hrauni 23. desember 1977. Samanlagt sætti hann einangrunarvist í 682 daga, þar af 508 daga í fangelsinu við Síðumúla. 19 Með bréfi 25. ágúst 2015 beindi endurupptökunefnd því til ríkissaksóknara að taka afstöðu til þess hvort grundvöllur væri fyrir því að mál Kristján s Viðar s kæmi til skoðunar fyrir nefndinni. Með bréfi 17. desember 2015 óskaði sett ur ríkissaksóknari eftir því, til hagsbóta fyrir Kristján Viðar , að mál Hæstaréttar nr. 214/1978 yrði endurupptekið, sbr. 4. mgr. 211. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Eins og áður greinir komst endurupptökunefnd að þeirri niðurstöðu að málið skyl di tekið á ný til meðferðar og dómsuppsögu í Hæstarétti að því er varðaði aðild Kristján s Viðar s að atlögu að Guðmundi og Geirfinni. 20 Í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar var mál Kristján s Viðar s endurupptekið í Hæstarétti. Við meðferð málsins þar krafði st ákæruvaldið þess að Kristján Viðar yrði sýknaður af þeim sakargiftum sem enduruppteknar voru í málinu og hann hafði verið sakfelldur fyrir með dómi Hæstaréttar í máli nr. 214/1978. Til stuðnings sýknukröfu sinni vísaði ákæruvaldið til niðurstöðu endurup ptökunefndar í máli Kristján s Viðar s. 7 Byggði ákæruvaldið á því að verulegar líkur hefðu verið leiddar að því að sönnunarmat í máli Kristján s Viðar s hefði ekki verið í samræmi við þá meginreglu sakamálaréttarfars, sbr. 108. gr. laga nr. 74/1974 um meðferð o pinberra mála, að fram hefði verið komin sönnun um sekt dómfelldu sem ekki yrði vefengd með skynsamlegum rökum. 21 Með dómi Hæstaréttar 27. september 2018 í máli nr. 521/2017 var komist að þeirri niðurstöðu að skilyrðum þágildandi a - liðar 211. gr. laga nr. 8 8/2008 hefði verið fullnægt fyrir endurupptöku málsins að hluta en ekki var tekin afstaða til þess hvort uppfyllt hefðu verið skilyrði annarra stafliða ákvæðisins. Þá var krafa ákæruvaldsins tekin til greina og Kristján Viðar sýknaður af 1. lið I. kafla ák æru 8. desember 1976 og I. kafla ákæru 16. mars 1977 um brot gegn 211. gr. almennra hegningarlaga en með dómi Hæstaréttar í máli nr. 214/1978 hafði háttsemin verið heimfærð undir 218. gr. og 215. gr. sömu laga. 22 Hinn 12. desember 2019 tóku gildi lög nr. 12 8/2019 um heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 521/2017. Á grundvelli þeirra laga voru Kristján i Viðar i greiddar bætur 29. janúar 2020 að fjárhæð 204.000.000 króna auk 10.200.000 króna vegna lögmannsþóknunar. 23 Með hinum áfrýjaða dó mi var stefndi sýknaður af öllum kröfum Kristjáns Viðars í málinu. Málsástæður aðila Málsástæður áfrýjanda 24 Áfrýjandi krefst annars vegar miskabóta að fjárhæð 1.629.323.810 krónur fyrir brot gegn friði, persónu og æru Kristján s Viðar s og hins vegar skaðabóta að fjárhæð 25.530.910 krónur vegna þess fjártjóns sem hann hafi orðið fyrir við það að möguleikar hans til tekjuöflunar ónýttust. Frá bótakröfu sinni dregur áfrýjandi greiðslu ríkisins 29. janúar 2020 að fjárhæð 204.000.000 króna. Miskabætur vegna gæsluvarðhalds og afplánunar 25 Áfrýjandi byggir á því að Kristján Viðar hafi sætt frelsissviptingu í 2710 daga. Frá 23. desember 1975, þegar hann var fyrst færður til yfirheyrslu í Síðumúlafangelsi, hafi hann sætt gæsluvarðhaldi í samtals 1522 daga vegna rannsóknar á hvarfi Guðmundar og Geirfinns og þar af hafi hann setið í einangrunarvist í samtals 682 daga. Í kjölfar sakfellingardóms Hæstaréttar 22. febrúar 1980 í máli nr. 214/1978 hafi hann svo hafið afplánun sem hafi staðið yfir þar til honum var veitt reynslulausn 30. júní 1983. Á því er byggt að stefndi beri hlutlæga bótaábyrgð vegna þessa, sbr. 1. og 2. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008 eða samsvarandi ákvæði laga nr. 74/1974. 26 Gæsluvarðhaldsvistin og yfirheyrslur hafi verið Kristján i Við ar i afar þungbærar en meðan á gæsluvarðhaldsvistinni stóð hafi hann sætt bæði andlegum og líkamlegum pyndingum. Hann hafi ekki getað tekist á við yfirheyrslurnar og einangrunina og játað 8 aðild sína að málunum til þess að losna undan þeim þrýstingi sem á ho num hafi hvílt. Þá hafi hann gert tvær sjálfsvígstilraunir meðan á gæsluvarðhaldinu stóð. 27 Áfrýjandi telur að við mat á fjárhæð bóta verði að hafa í huga að ekki sé hægt að meta tjón Kristján s Viðar s með fullnægjandi hætti, enda vart hægt að setja verðmiða á það hvers virði mannslíf séu. Frá því að Kristján Viðar hafi fyrst verið færður til yfirheyrslu 23. desember 1975 og þar til hann var sýknaður með dómi Hæstaréttar 27. september 2018 hafi liðið r úmlega fjórir áratugir þar sem hann hafi verið talinn sekur að ósekju. 28 Við mat á fjárhæð miskabóta vegna gæsluvarðhalds og afplánunar beri að hafa hliðsjón af þeim bótum sem dæmdar hafi verið í dómum Hæstaréttar 3. mars 1983 í málum nr. 124/1980, 125/198 0, 126/1980 og 127/1980. Meðaltalsfjárhæð dæmdra bóta í málunum fyrir hvern dag í varðhaldi reiknuð til núvirðis sé 551.411 krónur. Framangreindir dómar hafi fullt sönnunargildi um þau málsatvik sem í þeim greini, sbr. 4. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991, og þar sem þeir varði miskabætur fyrir gæsluvarðhald að ósekju í tengslum við sömu atvik og liggi máli Kristján s Viðar s til grundvallar standi ekki rök til annars en að taka að fullu mið af dæmdum fjárhæðum í þeim málum. Í samræmi við það sé krafa áfrýjanda samkvæmt þessum kröfulið 1.494.323.810 krónur eða 551.411 krónur í miskabætur fyrir hvern þeirra 2710 daga sem hann sætti afplánun og gæsluvarðhaldsvist . 29 Til vara megi líta til nýlegs dóms Landsréttar í máli nr. 589/2018 þar sem lagt hafi verið til grundva llar að bætur vegna frelsissviptingar að ósekju skyldu miðast við 200.000 krónur á dag, sbr. einnig til hliðsjónar dóma Hæstaréttar í málum nr. 345/2016 og 818/2013 þar sem svipaðar fjárhæðir hafi verið lagðar til grundvallar. Engin efni séu til að skerða fjárhæð bóta vegna fjölda daga í málinu heldur eigi það frekar að leiða til hækkunar bóta fyrir hvern dag. Sé nærtækt í því efni að miða við 50% álag fyrir hvern dag, sbr. til hliðsjónar 2. málslið 3. mgr. 4. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Miskabætur vegn a sakfellingar 30 Áfrýjandi krefst einnig sjálfstætt miskabóta vegna sakfellingar Kristjáns Viðars að ósekju og þeirra réttarspjalla sem hafi orðið með sakfellingardómi Hæstaréttar í máli nr. 214/1978. Í kjölfar endurupptöku máls Kristján s Viðar s hafi hann me ð dómi Hæstaréttar í máli nr. 521/2017 verið sýknaður af alvarlegustu sakargiftunum í málinu. 31 Kristján Viðar hafi verið talinn sekur að ósekju í um 40 ár og fáir, ef einhverjir, aðrir en meðdæmdu í þessu máli, hafi verið jafn illa leiknir af íslensku rétta rkerfi. Í því samhengi verði að hafa í huga þá vernd sem eigi að vera tryggð með 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og banni 1. mgr. 68. gr. hennar við beitingu pyndinga eða annarrar ómannúðlegrar eða vanvirðandi meðferðar eða refsingar. Þá beri að horfa t il 3. gr. samningsviðauka nr. 7 við mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994 um 9 mannréttindasáttmála Evrópu, þar sem segi að hafi maður verið fundinn sekur um afbrot í lokadómi en síðar verið sýknaður eða náðaður vegna þess að ný eða nýupplýst sta ðreynd sýni ótvírætt að réttarspjöll hafi orðið, skuli sá sem hafi þolað refsingu vegna slíkrar sakfellingar fá bætur samkvæmt lögum eða réttarvenjum viðkomandi ríkis, nema sannað sé að honum sjálfum hafi að öllu eða nokkru leyti verið um að kenna að hin ó þekkta staðreynd var ekki látin upp í tíma. 32 Áfrýjandi byggir á því að stefndi beri hlutlæga bótaábyrgð vegna þessa, sbr. 4. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008 og framangreind ákvæði stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu. Í þessu framferði ríkisvaldsins hafi auk annars falist ólögmæt meingerð, sbr. núgildandi 26. gr. skaðabótalaga, sbr. einnig áður gildandi ákvæði 264. gr. almennra hegningarlaga. Þá beri stefndi einnig bótaskyldu samkvæmt hinni almennu skaðabótareglu. Með hliðsjón af alvarleika þeirra bro ta sem Kristján Viðar hafi verið sakfelldur fyrir og vegna þess að hann hefur, vegna athafna stefnda, verið talinn sekur maður að ósekju um 2/3 hluta ævi sinnar, sem og vegna þeirra réttarspjalla sem hafi orðið í málinu og bitnuðu á Kristjáni Viðari, sé kr afa hans um miskabætur sjálfstætt vegna þessa kröfuliðar 50.000.000 króna. Miskabætur vegna ólögmætra rannsóknaraðferða og galla á málsmeðferð 33 Áfrýjandi byggir á því að við rannsókn lögreglu hafi ólögmætum rannsóknaraðgerðum verið beitt og að gallar hafi verið á allri málsmeðferðinni. Með því hafi verið brotið gegn meginreglum réttarfars um réttláta málsmeðferð sem hafi verið í gildi á þeim tíma sem rannsókn fór fram og gildi enn, sem og þeim réttindum sem Kristján Viðar átti að njóta sem sakaður maður. 34 Í sakfellingardómi Hæstaréttar í máli nr. 214/1978 hafi að nokkru leyti verið fallist á að brotið hafi verið gegn rétti sakborninga til aðgengis að réttargæslumanni og verjanda, yfirheyrslur hafi staðið lengur en sex klukkustundir og sakborningum ekki allta f kynntur réttur sakaðs manns. Þá megi sjá af úrskurði endurupptökunefndar í máli nr. 15/2015 að brot á málsmeðferðarreglum við rannsókn málanna hafi verið mun víðtækari en forsendur Hæstaréttar bentu til. Þar komi meðal annars fram að allir sem vettlingi gátu valdið hefðu verið virkjaðir til að ná upplýsingum upp úr sakborningum með óformlegum yfirheyrslum, viðtölum, vettvangsferðum og fleiru. Hafi virst sem engu máli skipti hver hefði verið í hlutverki rannsakanda en það hafi verið lögreglumenn, fangaverð ir, þýskur rannsóknarlögreglumaður á eftirlaunum og sálfræðinemar. Þá hafi aðgengi Kristján s Viðar s að réttargæslumönnum og verjendum verið verulega skert og lengst af hafi honum og öðrum sakborningum verið meinað að ræða einslega við verjendur sína. 35 Loks sé í skýrslu starfshóps um Guðmundar - og Geirfinnsmál fjallað almennt um rannsókn lögreglu í tengslum við málin. Í skýrslunni komi fram ýmsar athugasemdir við rannsóknina og sé þar að finna upptalningu á dæmum um veikleika á rannsókn lögreglu. Fjallað sé u m rannsóknaraðgerðir á hendur Kristján i Viðar i í sérstökum kafla skýrslunnar og þar komi jafnframt fram að framin hafi verið margháttuð og ítrekuð 10 brot gegn honum. Beri þar sérstaklega að nefna óbókuð samtöl í aðdraganda þess að bókað hafi verið um yfirhey rslur. 36 Áfrýjandi byggir á því að hinar ólögmætu rannsóknaraðferðir lögreglu sem greint hefur verið frá og brot gegn málsmeðferðar - og réttarfarsreglum hafi falið í sér ólögmæta meingerð gegn Kristjáni Viðari og að stefndi beri bótaábyrgð vegna þess. Áfrýj andi krefst miskabóta úr hendi stefnda að fjárhæð 30.000.000 króna vegna framangreindrar misgerðar. Miskabætur vegna yfirlýsinga á blaðamannafundi 2. febrúar 1977 37 Áfrýjandi gerir sjálfstæða kröfu um miskabætur úr hendi stefnda vegna þeirrar misgerðar sem h afi falist í yfirlýsingum á blaðamannafundi hjá Sakadómi Reykjavíkur 2. febrúar 1977. Á fundinum hafi því verið slegið föstu af hálfu handhafa ríkisvalds og aðila sem fyrir tilstuðlan ríkisins hafi komið að rannsókn á málinu, þýska rannsóknarlögreglumannsi Kristján Viðar væri einn gerenda í málinu. Á þessum tímapunkti hefðu ákærur í málunum enn ekki verið gefnar út og enginn dómur verið fallinn. Mikið og ítarlega hefði verið fjallað um málin í fjölmiðlum með til heyrandi afleiðingum fyrir Kristján Viðar . Í kjölfarið hafi svo Ólafur Jóhannesson, þáverandi dómsmálaráðherra, lýst því yfir í 38 Áfrýjandi byggir á því að framangreindar yfirlýsingar hafi verið ótímabærar og verulega meiðandi. Þá hafi með þeim verið brotið gegn meginreglum réttarfars um að menn skulu teljast saklausir uns sekt sé sönnuð með dómi. Beri stefndi bótaábyrgð á því samkvæmt hinni almennu skaðabótareglu, auk þess sem í þessu framferði hafi falist ól ögmæt meingerð, sbr. núgildandi 26. gr. skaðabótalaga, og nemur krafa áfrýjanda vegna þessa 30.000.000 króna. Miskabætur fyrir tímabil reynslulausnar 39 Áfrýjandi krefst miskabóta fyrir það tímabil er Kristján Viðar sætti skilyrðum reynslulausnar. Afplánun ha ns hafi staðið til 30. júní 1983 en þá hafi honum verið veitt reynslulausn á eftirstöðvum þriggja dóma, þar á meðal dómi Hæstaréttar í máli nr. 214/1978, og hafi sú reynslulausn verið skilorðsbundin í fjögur ár. Þó að skilorðsbundin reynslulausn sé ekki ja fn íþyngjandi og sú frelsissvipting sem felist í gæsluvarðhaldi og fangelsisvist sé engu að síður um að ræða tímabil þar sem einstaklingur er ekki fyllilega frjáls. Í því samhengi beri meðal annars að líta til 5. mgr. 67. gr. stjórnarskrárinnar en samkvæmt ákvæðinu skal maður sem hefur verið sviptur frelsi að ósekju eiga rétt til skaðabóta. Beri stefndi bótaábyrgð samkvæmt hinni almennu skaðabótareglu, auk þess sem í þessu framferði hafi falist ólögmæt meingerð, sbr. 26. gr. skaðabótalaga. Krafa áfrýjanda u m miskabætur vegna framangreinds tímabils nemur 25.000.000 króna . 11 E igin sök Kristjáns Viðars 40 Áfrýjandi telur ekki standast að leggja til grundvallar að Kristján Viðar hafi sýnt af sér eigin sök sem haft geti áhrif á bótarétt hans. Samkvæmt 2. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008 megi fella niður eða lækka bætur vegna þvingunarráðstafana ef sakborningur hefur valdið eða stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisir kröfu sína á en samkvæmt 4. mgr. sama ákvæðis megi hins vegar aðeins lækka bætur ef maður hefur átt sök á því að vera ranglega dæmdur en ekki fella þær niður. Sömu efnisreglur hafi að meginstefnu gilt í gildistíð eldri laga nr. 74/1974. Áfrýjandi byggir í fyrsta lagi á þ ví að ekki sé tækt að leggja til grundvallar eigin sök þær breytingar sem hafi orðið á framburði Kristján s Viðar s enda hafi orsök þess verið sú að hann sætti ómannúðlegri meðferð af hálfu rannsakenda og langri einangrunarvist í Síðumúlafangelsi sem eigi sé r vart hliðstæðu hér á landi. Í því umhverfi hafi andleg veikindi hans ágerst og beri framburðir hans í málum Guðmundar og Geirfinns þess skýr merki. Í öðru lagi byggir hann á því að persónulegir hagir Kristjáns Viðars hafi verið þess eðlis að hann hafi át t erfitt með að takast á við einangrunarvistina og að rannsakendur í málinu hafi nýtt sér það. Gögn málsins sýni að rannsakendum hafi verið fullljóst hvert andlegt ástand hans hafi verið á þessum tíma en engu skeytt um það. Í þriðja lagi byggir hann á því að framkvæmd gæsluvarðhaldsins og einangrunarinnar, sem og þær pyndingar og vanvirðandi meðferð sem Kristján Viðar hafi sætt þar, valdi því að hann geti ekki talist hafa sýnt af sér eigin sök. Í fjórða lagi byggir hann á því að við rannsókn málanna hafi ít rekað verið brotið gegn réttindum Kristjáns Viðars sem sakbornings, meðal annars gegn rétti hans til aðgangs að réttargæslumanni og verjanda. 41 Til vara byggir áfrýjandi á því að komi til álita að leggja til grundvallar að Kristján Viðar hafi sýnt af sér ei gin sök verði að telja að hún hafi aðeins varað skamman tíma og ekki eftir að hann dró játningar sínar til baka. Skaðabætur vegna tekjumissis 42 Auk miskabóta gerir áfrýjandi kröfu um greiðslu skaðabóta vegna þess fjártjóns sem Kristján Viðar hafi orðið fyri r við það að möguleikar hans til tekjuöflunar ónýttust vegna ólögmætrar frelsissviptingar. Fyrir liggi að meðan á varðhaldi og afplánun hafi staðið hafi hann ekki átt kost á því að stunda vinnu og afla sér þannig tekna. Beri stefndi hlutlæga ábyrgð á fjárt jóni hans samkvæmt 246. gr. laga nr. 88/2008. 43 Þrátt fyrir að sönnun á fjárhæð tjóns Kristján s Viðar s sé vandkvæðum bundin þar sem langt sé um liðið sé ótækt að láta hann bera hallann af því. Við útreikning bótakröfu sinnar taki áfrýjandi mið af þeim viðmið um sem fram koma í 3. mgr. 7. gr. skaðabótalaga þar sem sé að finna lágmarksviðmið fyrir árslaun til ákvörðunar bóta vegna varanlegrar örorku. Samkvæmt ákvæðinu skuli miða lágmarkslaun við 1.200.000 krónur fyrir þá sem eru 66 ára og yngri og taki sú fjárhæ ð breytingum í hlutfalli við breytingar á lánskjaravísitölu. Í ágúst 2019, þegar Kristján Viðar sendi kröfubréf til setts ríkislögmanns og setti fram bótakröfu sína, hafi fjárhæð árslauna numið að lágmarki 3.391.500 krónum, eða 9.421 krónu fyrir hvern dag ársins. Í 12 samræmi við það sé krafa áfrýjanda 9.421 króna í skaðabætur fyrir hvern dag sem afplánun og gæsluvarðhaldsvist hans hafi staðið yfir, samtals 2710 daga, eða samtals 25.530.910 krónur. Lagagrundvöllur, lagaskil og fyrning 44 Kröfur áfrýjanda um skaða bætur byggja einkum á bótareglum XXXIX. kafla laga nr. 88/2008. Kristján Viðar hafi fyrst átt kost á að bera fram þær kröfur sem sakarefni málsins lýtur að í kjölfar uppkvaðningar dóms Hæstaréttar 27. september 2018 í máli nr. 521/2017 og þau atvik sem mál þetta varði hafi þannig átt sér stað eftir gildistöku laga nr. 88/2008, sbr. VI. bráðabirgðaákvæði laganna og fyrirmæli XXXIX. kafla þeirra. Verði talið að kröfur áfrýjanda verði ekki byggðar á hinum hlutlægu bótaábyrgðarreglum XXXIX. kafla laga nr. 88/20 08, byggir hann á því að bótaábyrgð hans grundvallist á eldri lagaákvæðum um sama efni sem og sakarreglunni og 26. gr. skaðabótalaga og forvera þess ákvæðis. 45 Þá byggir áfrýjandi á því að uppkvaðning dóms Hæstaréttar 27. september 2018 í máli nr. 521/2017 marki upphaf fyrningarfrests allra bótakrafna hans. Eigi það við um allar bótakröfur hans óháð lagagrundvelli þeirra enda hafi Kristján Viðar engan kost átt á því að bera fram neina kröfu fyrr en á því tímamarki, sbr. nú 1. mgr. 9. gr. laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda. Þá hafi sáttaumleitan stefnda gagnvart Kristjáni Viðari frá 18. janúar 2019 og greiðsla bóta til hans 29. janúar 2020 slitið fyrningu enda hafi í því falist viðurkenning á bótarétti hans, sbr. 14. gr. laga nr. 150/2007 og forvera þess ákvæðis í 6. gr. eldri laga nr. 14/1905 um fyrningu skulda og annarra kröfuréttinda. Hafi þá hafist nýr fyrningarfrestur, sbr. 20. gr. laga nr. 150/2007. 46 Loks byggir áfrýjandi á því að í hinum áfrýjaða dómi hafi verið gengið lengra í umfjöllun og niðurstöðu um fyrningu en leiddi af málatilbúnaði stefnda í málinu sem sé í andstöðu við 2. mgr. 111. gr. laga nr. 91/1991. Af málatilbúnaði stefnda í héraði megi ráða að stefndi telji aðeins fyrndar þær fjárkröfur sem varða ætlaðar ólögmætar rannsóknaraðferðir, galla á málsmeðferð, opinberar yfirlýsingar um sekt Kristjáns Viðars á rannsóknartíma, ætlaðar pyndingar, vanvirðandi meðferð í gæsluvarðhaldsvist og aðbúna ð í gæsluvarðhaldsfangelsi. Af þeim málatilbúnaði leiði að stefndi telji aðrar skaðabótakröfur ófyrndar og séu stefndi og dómstólar bundnir af honum. S önnunargildi dóma Hæstaréttar, úrskurð ar endurupptökunefndar og skýrslu vinnuhóps 47 Áfrýjandi byggir á því að þegar dómur Hæstaréttar 27. september 2018 í máli nr. 521/2017 hafi verið kveðinn upp hafi dómur Hæstaréttar 22. febrúar 1980 í máli nr. 214/1978 fallið úr gildi að því er varðar þá ákæruliði sem Kristján Viðar var sýknaður af og þar með allar forsendu r þess hluta dómsins. Ákvæði 4. mgr. 186. gr. laga nr. 88/2008, um að dómur hafi fullt sönnunargildi um málsatvik þar til hið gagnstæða sé sannað, geti ekki átt við þar sem engum dómi sé fyrir að fara um þær sakargiftir sem sýknað var af með dómi Hæstarétt ar árið 2018. Jafnframt hafi komið fram í 231. gr. 13 sömu laga að tæki endurupptökunefnd ákvörðun um endurupptöku máls skyldi fyrri dómur í málinu halda gildi sínu þar til nýr dómur hefði verið kveðinn upp. Þar sem nýr dómur hafi verið kveðinn upp árið 2018 um þær sakargiftir sem þar greinir og Kristján Viðar verið sýknaður af þeim hafi eldri dómurinn fallið úr gildi hvað þær varðaði. 48 Þá byggir áfrýjandi á því að í máli sem stefndi eigi aðild að verði að leggja til grundvallar að þau málsatvik sem fjallað er um í úrskurði endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 í máli nr. 15/2015 séu rétt enda sé endurupptökunefnd einn angi stefnda, íslenska ríkisins. Eigi það einkum við þegar Hæstiréttur hafi fallist á að niðurstaða nefndarinnar leiddi til þess að endurupptaka skyldi mál Kristjáns Viðars, sbr. til hliðsjónar 3. mgr. 71. gr. laga nr. 91/1991. Sömu sjónarmið eigi við um skýrslu starfshóps innanríkisráðuneytisins um Guðmundar - og Geirfinnsmál 21. mars 2013. Málsástæður stefnda 49 Stefndi mótmælir málsástæðum áfrýjand a og byggir á því að Kristján Viðar hafi fengið mögulegt miska - og fjártjón sitt að fullu bætt með eingreiðslu 29. janúar 2020. Lagaskil og fyrning 50 Stefndi byggir á því að um rétt áfrýjanda til bóta fari eftir fyrirmælum laga nr. 74/1974 þar sem hann krefj ist bóta vegna atburða sem hafi átt sér stað í gildistíð þeirra laga. Samkvæmt lögum nr. 88/2008 gildi fyrirmæli XXXIX. kafla laganna um skaðabætur vegna atvika sem gerast eftir gildistöku laganna, sbr. 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða VI. Jafnframt sé kveð ið á um að reglum eldri laga skuli beitt um bætur fyrir það sem gerst hefur fyrir þann tíma. Verði ekki fallist á það byggir stefndi til vara á því að um bætur fari samkvæmt lögum nr. 88/2008. 51 Af hálfu stefnda er á því byggt að kröfur áfrýjanda sem hafi o rðið gjaldkræfar án tillits til niðurstöðu dóms Hæstaréttar í máli nr. 521/2017 teljist vera fyrndar, sbr. 2. tölulið 4. gr. laga nr. 14/1905, sbr. 5. gr. sömu laga. Hafi fyrningarfrestur slíkra krafna hafist í síðasta lagi þegar Kristján Viðar hafi lokið afplánun sinni 30. júní 1983 eða eftir atvikum á árinu 1987 þegar reynslulausn hans hafi lokið. Eigi það við um hvers konar fjárkröfur áfrýjanda sem tengist ætluðum ólögmætum rannsóknaraðferðum, galla á málsmeðferð, opinberum yfirlýsingum um sekt Kristján s Viðar s á rannsóknartíma, ætluðum pyndingum, vanvirðandi meðferð í gæsluvarðhaldsvist og aðbúnaði í gæsluvarðhaldsfangelsi. Af því leiði að kröfur áfrýjanda sem reistar eru á reglum mannréttindasáttmála Evrópu eða öðrum alþjóðlegum skuldbindingum sem íslen ska ríkið kunni að hafa undirgengist, að því marki sem slíkar reglur giltu við úrlausn málsins á sínum tíma, teljist einnig fyrndar. Mannréttindasáttmáli Evrópu hafi verið leiddur í lög á árinu 1994, sbr. lög nr. 62/1994, og beri því í síðasta lagi að miða við það tímamark. 52 Að mati stefnda eru aðstæður í málinu ekki með þeim hætti að upphafi fyrningarfrests verði seinkað af þeim sökum að Kristján Viðar hafi fyrst fengið vitneskju um kröfu 14 sína á síðari stigum enda verði að telja að framangreindar kröfur áf rýjanda hefðu átt að vera honum ljósar við það tímamark er þau atvik áttu sér stað sem áfrýjandi reisir bótarétt sinn á. Þá mótmælir stefndi því sérstaklega að greiðsla hans til Kristján s Viðar s á grundvelli laga nr. 128/2019 hafi slitið fyrningu enda ljóst af athugasemdum í frumvarpi því sem varð að lögunum að greiðslan hafi verið ívilnandi og ekki falið í sér afstöðu stefnda til mögulegra varna í dómsmáli, svo sem varðandi fyrningu. Þá verði fyr ndar kröfur almennt ekki endurvaktar. 53 Að því marki sem kröfur áfrýjanda teljast ekki fyrndar mótmælir stefndi þeim sem ósönnuðum og órökstuddum. Þó að tilteknar aðgerðir við rannsókn sakamáls yrðu taldar hafa farið gegn alþjóðlegum skuldbindingum eða stjó rnarskrá verði það ekki talið leiða til frekari bótaréttar en samkvæmt lögum nr. 88/2008 eða eldri lögum um sama efni. Sönnunarfærsla og sönnunarbyrði 54 Stefndi byggir á því að í málinu gildi almennar sönnunarreglur að því er varði málsatvik og mat á eigin s ök Kristján s Viðar s og þýðingu hennar varðandi bótarétt áfrýjanda, sbr. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 91/1991. Dómur Hæstaréttar í máli nr. 521/2017 teljist eingöngu bindandi þar til hið gagnstæða er sannað um þau atriði sem þar voru dæmd að efni til, sbr. 1. o g 4. mgr. 186. gr. laga nr. 88/2008, sbr. einnig 4. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991. Dómurinn teljist því bindandi um úrslit sakarefnisins, það er sýknu Kristján s Viðar s af sakargiftum, en hafi ekki sönnunargildi um málsatvikin þar sem hvorki hafi verið fja llað um né tekin afstaða til þeirra. Að því er málsatvikin varði, að því marki sem þau hafi þýðingu fyrir málið, beri því að líta til sakfellingardóms Hæstaréttar í máli nr. 214/1978. Þá bindi yfirlýsing aðila fyrir dómi, sem felur í sér ráðstöfun sakarefn is, hendur hans eftir reglum um gildi loforða, sbr. 45. gr. laga nr. 91/1991, og beri áfrýjandi sönnunarbyrði fyrir öðru, sbr. 44. gr. sömu laga. 55 Hvað varðar sönnunargildi forsendna úrskurðar endurupptökunefndar byggir stefndi á því að hann geti ekki tali st sönnunargagn að því er varðar málsatvik, sem gangi framar dómi í máli í skilningi 4. mgr. 186. gr. laga nr. 88/2008, sbr. og 4. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991, né heldur verði honum jafnað til matsgerðar dómkvaddra matsmanna. Hefur að mati stefnda ekki þýðingu í þessu sambandi að endurupptökunefnd sé einn angi stefnda eins og áfrýjandi byggir á og hafnar stefndi því að sönnunarbyrði í málinu hafi snúist við með þeim hætti að stefnda beri að sanna að það sem komi fram í úrskurði endurupptökunefndar sé ran gt. Sömu sjónarmið eigi við um skýrslu starfshóps innanríkisráðuneytisins frá 21. mars 2013. Þá geti einstök gögn sem slíkar nefndir afli eða leiti eftir ekki verið bindandi fyrir stefnda. Stefndi mótmælir þó ekki þeirri lýsingu atvika sem fram kemur í úrs kurði endurupptökunefndar. Eigin sök Kristjáns Viðars 56 Stefndi byggir á því að við mat á rétti áfrýjanda til bóta beri að líta til atvika og aðstæðna eins og þær voru á þeim tíma er atburðirnir áttu sér stað, það er á árunum 15 1976 til 1985. Með hliðsjón af atvikum málsins verði að líta svo á að Kristján Viðar hafi átt sök að máli í skilningi 153. gr. laga nr. 74/1974, sbr. og 2. málslið 4. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008, að minnsta kosti að því marki að taka beri tillit til þess við mat á bótarétti og eftir atvikum fjárhæð bóta úr hendi stefnda. Sama gildi um ætlaðan bótarétt áfrýjanda á grundvelli almennra skaðabótareglna enda gildi þar sömu eða sambærileg sjónarmið um eigin sök. Þá mótmælir stefndi því að eigin sök á grundvelli framangreindra ákvæða geti að eins leitt til lækkunar en ekki niðurfellingar bóta. 57 Við mat á eigin sök verði einkum að horfa til frásagna Kristján s Viðar s í fyrstu yfirheyrslum hjá lögreglu, einkum að því er varðar hvarf Guðmundar, sem ekki hafi verið dregnar til baka fyrr en um einu og hálfu ári síðar. Frásagnir hans hafi leitt til þess að nauðsynlegt hafi verið fyrir lögreglu að kanna sannleiksgildi þeirra með tilheyrandi rannsóknaraðgerðum. Stefndi mótmælir því að ómannúðleg meðferð á Kristjáni Viðari auk langrar einangrunarvistar h afi gert það að verkum að framburður hans tók sífelldum breytingum eins og áfrýjandi byggi á. Þá verði ekki ráðið af atvikalýsingu að Kristján Viðar hafi sætt óeðlilega löngum yfirheyrslum eða einangrun, umfram það sem efni stóðu til og tíðkaðist, fram til þess að hann gaf lýsingu á atburðarás sem lögð hafi verið til grundvallar áframhaldandi rannsókn málsins. Þá sé öllum aðdróttunum gagnvart lögreglu og dómstólum, svo og ásökunum um ætlaða saknæma háttsemi lögreglu, ákæruvalds og dómstóla, hafnað sem ósönn uðum. F járhæðir bótakrafna 58 Stefndi byggir á því að framangreind sjónarmið, þar með talið um eigin sök Kristján s Viðar s og fyrningu, eigi við um allt ætlað tjón, hvort sem um sé að ræða miska eða fjárhagslegt tjón. Eigi þau að leiða til verulegrar lækkunar á fjárkröfu áfrýjanda ef ekki verði fallist á sýknu. 59 Verði talið að áfrýjandi eigi rétt á bótum er fjárkröfu hans hafnað enda hafi Kristján Viðar fengið fullar bætur með eingreiðslu frá stefnda 29. janúar 2020. Verði talið að áfrýjandi eigi rétt á frekar i bótum en þegar hafi verið greiddar krefst stefndi þess að þær verði stórlega lækkaðar enda sé fjárkrafa áfrýjanda ekki í samræmi við dómaframkvæmd í sambærilegum málum. Er því sérstaklega mótmælt að dómar Hæstaréttar í málum nr. 124, 125, 126 og 127/1980 hafi fordæmisgildi í málinu. 60 Þá byggir stefndi á því að Kristján Viðar hafi með dómi Hæstaréttar í máli nr. 214/1978 einnig verið dæmdur fyrir ýmis þjófnaðarbrot, sbr. 244. gr. almennra hegningarlaga, og fyrir rangar sakargiftir, sbr. 148. gr. sömu laga. Brot Kristján s Viðar s hafi verið dæmd saman og refsing hans ákveðin fangelsi í 16 ár. Telja verði hafið yfir vafa, með tilliti til ákvörðunar refsingar Erlu Bolladóttur í sama máli, að Kristján i Viðar i hefði verið gerð eigi skemmri en þriggja ára fangelsi srefsing fyrir rangar sakargiftir þótt hann hefði verið sýknaður af ákæru um brot gegn 218., sbr. 215. gr. almennra hegningarlaga, auk þess sem honum hefði verið gerð refsing fyrir þjófnaðarbrotin. 16 61 Stefndi byggir á því að við ákvörðun bóta beri að líta til lækkunarviðmiða 246. gr. laga nr. 88/2008 og sambærilegra ákvæða laga nr. 74/1974, auk persónulegra haga Kristjáns Viðars. Þá verði að líta til þess við mat á bótafjárhæðum vegna frelsisskerðingar að mestur miski komi til við frelsissviptingu sem slíka og komi þannig fram í upphafi og taki fjárhæðir miskabóta samkvæmt dómaframkvæmd mið af því. Því hafni stefndi því að bætur vegna lengri frelsissviptingar, þar með talið afplánunar, reiknist hlutfallslega þær sömu og vegna skammvinns gæsluvarðhalds. 62 Að því er varðar kröfu áfrýjanda vegna fjárhagslegs tjóns sökum tekjumissis meðan á frelsissviptingu stóð byggir stefndi á því að það sé ósannað og áfrýjandi verði að bera hallan n af þeim sönnunarskorti. Auk þess teljist tímabundið atvinnutjón hafa verið að fullu bætt með eingreiðslu frá stefnda 29. janúar 2020. 63 Loks er kröfu áfrýjanda um dráttarvexti af dómkröfum mótmælt. Málskostnaðarkrafa áfrýjanda 64 Stefndi byggir á því að Kristján Viðar hafi þegar fengið málskostnaðarframlag frá stefnda samhliða eingreiðslu til hans 29. janúar 2020 og beri að draga það frá ákvörðun um málskostnað, komi til hennar. Niðurstaða Lagagrundvöllur bótakrafna og lagaskil 65 Áfrýjandi vísar um stjórnskipulegan grundvöll krafna sinna til ákvæða 5. mgr. 67. gr., 1. mgr. 68. gr. og 70. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. lög nr. 97/1995, en til vara vísar hann til stjórnskipulegra meginregl na sama efnis sem giltu fyrir gildistöku laga n r. 97/1995. Þá styður hann kröfur sínar við ákvæði 246. gr. laga nr. 88/2008, meginreglur skaðabótaréttar, þar á meðal sakarregluna, og 26. gr. skaðabótalaga, en til vara við ákvæði 150. til 155. gr. laga nr. 74/1974 og eldra ákvæði 1. mgr. 264. gr. almenn ra hegningarlaga , sem fellt var úr gildi með 29. gr. skaðabótalaga . Þá vísar áfrýjandi til m annréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, sbr. einkum 3. og 5. gr. sáttmálans, 3. gr. samningsviðauka nr. 7 og þeirra grunnreglna sem þessi ákvæði séu reist á. Jafnframt vísar hann til 14. gr. alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi sem íslenska ríkið sé þjóðréttarlega skuldbundið af. 66 Í 1. mgr. 67. gr. stjórnarskrárinnar er mælt fyrir um að ekki megi svipta menn frelsi nema samkvæmt heimild í lögum. Jafnframt er kveðið á um það í 5. mgr. greinarinnar að hafi maður verið sviptur frelsi að ósekju skuli hann eiga rétt til skaðabóta. Þá er mælt fyrir um það í 1. mgr. 5. gr. mannréttindasáttmála Evrópu að ekki megi svipta mann frelsi nema í nánar t ilteknum tilvikum sem skilgreind eru í a - til f - lið ákvæðisins. Í 5. mgr. 5. gr. sáttmálans segir að hver sá sem tekinn hefur verið höndum eða settur í gæslu gagnstætt ákvæðum 5. gr. sáttmálans skuli eiga bótarétt sem unnt sé að koma fram. Í 3. gr. samning sviðauka nr. 7 við sáttmálann kemur fram að ef maður hefur verið fundinn sekur um afbrot í lokadómi en síðar verið sýknaður eða náðaður vegna þess að ný eða nýupplýst staðreynd sýni ótvírætt að réttarspjöll hafi orðið skuli sá sem 17 hefur þolað refsingu vegn a slíkrar sakfellingar fá bætur samkvæmt lögum eða réttarvenjum viðkomandi ríkis, nema sannað sé að honum sjálfum var að öllu eða nokkru leyti um að kenna að hin óþekkta staðreynd var ekki látin uppi í tíma. Með ákvæðum 246. til 248. gr. laga nr. 88/2008 o g áður með ákvæðum 150. til 157. gr. laga nr. 74/1974 hefur löggjafinn mælt fyrir um það á hverjum tíma hvaða reglur gildi um bótarétt manna sem hafa verið sakfelldir að ósekju eða hafa sætt tilteknum þvingunarráðstöfunum vegna rannsóknar sakamáls. Framang reindar reglur hafa mælt fyrir um hlutlæga bótaskyldu ríkisins að uppfylltum nánar tilgreindum skilyrðum. Með því hefur löggjafinn sett reglur sem ætlað er að tryggja rétt manna til bóta vegna frelsissviptingar og sakfellingar að ósekju samkvæmt ákvæðum 67 . gr. stjórnarskrárinnar, 5. mgr. 5. gr. mannréttindasáttmálans og 3. gr. samningsviðauka nr. 7 við sáttmálann. 67 Í 246. gr. laga nr. 88/2008 eru settar fram þrjár hlutlægar bótareglur. Í 1. og 2. mgr. greinarinnar er að finna reglur um bótarétt sakbornings ef mál hans hefur verið fellt niður eða hann verið sýknaður með endanlegum dómi án þess að það hafi verið gert vegna þess að hann var talinn ósakhæfur . Í þeim tilvikum getur sakborningur sótt bætur vegna rannsóknaraðgerða sem fram hafa farið á grundvelli I X. til XIV. kafla laganna svo sem haldlagningar, leitar, hlustana, læknisrannsóknar, handtöku, gæsluvarðhalds og farbanns. Þá er í öðru lagi að finna reglu um bótarétt annarra en sakborninga í 3. mgr. greinarinnar ef aðili hefur beðið tjón af þeim aðgerðum sem taldar eru upp í 2. mgr. ákvæðisins. Þegar bætur eru ákvarðaðar samkvæmt framangreindum bótareglum má fella þær niður eða lækka ef tjónþoli hefur valdið eða stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisir kröfu sína á. Þriðja bótareglan kemur fram í 4. mgr. 246. gr. en þar er mælt fyrir um að maður sem hlotið hefur saklaus dóm í sakamáli, þolað refsingu eða refsikennd viðurlög eigi rétt til bóta. Í ákvæðinu er tekið fram að lækka megi bætur ef tjónþoli hefur átt sök á því að hann var ranglega dæmdur en ekki e r heimilt að fella þær niður að fullu eins og í fyrrnefndu bótareglunum. 68 Til viðbótar þeim rétti sem menn eiga til bóta samkvæmt þessum hlutlægu bótareglum vegna rannsóknaraðgerða, sakfellingar og refsingar eða refsikenndra viðurlaga geta menn sótt bætur á grundvelli almennra reglna skaðabótaréttarins ef sannað er að þeim hafi verið valdið tjóni við meðferð sakamáls með saknæmum og ólögmætum hætti, sbr. hér til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 16. mars 2017 í máli nr. 345/2016. 69 Svo sem að framan er rakið byggir áfrýjandi aðallega á því að ákvæði 246. gr. laga nr. 88/2008 gildi um rétt Kristjáns Viðars til bóta vegna gæsluvarðhalds, sakfellingar og afplánunar, en til vara ákvæði 150. til 155. gr. laga nr. 74/1974 og eldra ákvæði 1. mgr. 264. gr. almennra hegningar laga. Stefndi byggir á því að beita beri ákvæðum laga nr. 74/1974 við úrlausn á þessum kröfum áfrýjanda. 70 Kröfugerð áfrýjanda á grundvelli 264. gr. laga nr. 88/2008 lýtur í fyrsta lagi að þáttum sem tengjast sviptingu á frelsi Kristjáns Viðars í tengslum v ið rannsókn málsins allt frá 23. desember 1975 er hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til þess tíma er hann 18 hafði lokið afplánun. Við ákvörðun bóta í þessum þætti telur áfrýjandi að taka beri tillit til þess að Kristján Viðar hafi sætt bæði andlegum og lí kamlegum pyndingum meðan á gæsluvarðhaldsvistinni stóð. Þá er í öðru lagi með vísan til 264. gr. laga nr. 88/2008 gerð sérstök krafa um miskabætur vegna sakfellingar Kristjáns Viðars. 71 Samkvæmt 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða VI í lögum nr. 88/2008 gilda r eglur XXXIX. kafla laganna um skaðabætur vegna sakamála einungis um atvik sem gerast eftir gildistöku þeirra . Þá segir að reglum eldri laga skuli beitt um bætur fyrir það sem gerst hefur fyrir þann tíma. Eins og að framan greinir er það skilyrði fyrir bóta rétti samkvæmt ákvæði 1. , sbr. 2. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008 að rannsókn máls hafi verið felld niður eða maður sýknaður með endanlegum dómi án þess að það hafi verið gert vegna þess að hann var talinn ósakhæfur. Þá er það skilyrði bótaréttar samkvæmt 4 . mgr. lagagreinarinnar að fyrir liggi að maður hafi saklaus hlotið dóm í sakamáli. Dómur Hæstaréttar í máli nr. 214/1978 þar sem Kristján Viðar var dæmdur til að sæta fangelsi í 16 ár, meðal annars fyrir tvö manndráp af gáleysi, var kveðinn upp 22. febrúa r 1980. Honum var veitt reynslulausn 30. júní 1983 sem var skilorðsbundin til fjögurra ára. Með dómi Hæstaréttar 27. september 2018 í máli nr. 521/2017 var Kristján Viðar sýknaður af þeim tveimur manndrápum sem hann hafði verið sakfelldur fyrir með fyrrnef ndum dómi. Þar sem sýknudómur Hæstaréttar var ekki kveðinn upp fyrr en 27. september 2018 er ljóst að það atvik sem er skilyrði bótaskyldu samkvæmt framangreindum ákvæðum, sýkna með dómi, átti sér stað eftir að lög nr. 88/2008 tóku gildi og verður ákvæðum þeirra laga því beitt við úrlausn á bótakröfum áfrýjanda sem byggja beinlínis á sýknudóminum. Í þessu samhengi er einnig til þess að líta að áhrifum sakfellingardómsins á líf Kristjáns Viðars lauk ekki fyrr en við uppkvaðningu sýknudóms Hæstaréttar og að f yrir það tímamark átti hann þess ekki kost að láta reyna á bótarétt sinn samkvæmt framangreindum reglum. 72 Áfrýjandi byggir einnig á því að hann eigi rétt til bóta á grundvelli almennra reglna skaðabótaréttar og 5. mgr. 67. gr. stjórnarskrárinnar vegna tíma bils reynslulausnar sem Kristjáni Viðari var að ósekju gert að sæta eftir að hann var látinn laus úr fangelsi. Samkvæmt 5. mgr. 67. gr. stjórnarskrárinnar á maður rétt til skaðabóta hafi hann verið úrræði og felur í sér skilorðsbundna eftirgjöf refsivistar, verður ekki talin falla undir ákvæðið. Verður þegar af þeirri ástæðu hafnað þeirri málsástæðu að áfrýjandi eigi bótakröfu vegna reynslulausnar sem veitt var Kristjáni Viðari. 73 Loks gerir áfrýjandi kröfu um bætur vegna ólögmætra rannsóknaraðferða, galla á málsmeðferð og opinberra yfirlýsinga um sekt Kristjáns Viðars á rannsóknartíma á grundvelli almennra reglna skaðabótaréttar. Framangreindir þættir í bótakröfu áfrýjanda byggjast ekki með beinum hæt ti á sýknudómi Hæstaréttar. Við úrlausn á þeim verður almennum reglum skaðabótaréttar beitt, sbr. hér til hliðsjónar dóma Hæstaréttar 1. mars 2001 í máli nr. 269/2000, 6. mars 2019 í máli nr. 27/2018 og 25. maí 2020 í máli nr. 52/2019. 19 Fyrning 74 Áfrýjandi b yggir á því að uppkvaðning dóms Hæstaréttar 27. september 2018 í máli nr. 521/201 7 marki upphaf fyrningarfrests allra bótakrafna hans. Þá t elur áfrýjandi að í greiðslu stefnda á bótum 29. janúar 2020 á grundvelli laga nr. 128/2019 hafi falist viðurkenning á bótakröfum, sbr. 14. gr. laga nr. 150/2007 og 6. gr. laga nr. 14/1905. Stefndi mótmælir því að í greiðslunni hafi falist viðurkenning á bótarétti enda hafi greiðsla verið ívilnandi og ekki falið í sér afstöðu ríkisins til mögulegra varna ef á frekari bót akröfur reyndi fyrir dómi. Í yfirlýsingu stefnda um greiðslu umræddra fjárbóta 17. janúar 2020 er skýrlega tekið fram að greiðslan sé innt af hendi á grundvelli 3. og 4. gr. laga nr. 128/2019 og að henni sé ætlað að mæta mögulegu fjártjóni, hvers kyns misk a og öðru tjóni sem Kristján Viðar hafi orðið fyrir vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 214/1978. Þá er sérstaklega tekið fram í yfirlýsingunni að þótt Kristján Viðar veiti greiðslunni viðtöku hafi það ekki áhrif á rétt hans til að bera frekari kröfur undir dóm samkvæmt öðrum lögum eða réttarreglum. Jafnframt segir að í greiðslunni felist ekki afstaða af hálfu ríkisins til mögulegra varna í slíku dómsmáli. Af þessum forsendum yfirlýsingarinnar er ljóst að greiðslan er ekki viðurkenning á bótaskyldu sem hafi s litið fyrningu á kröfu áfrýjanda og verður þessari málsástæðu áfrýjanda því hafnað. 75 Stefndi byggir á því að þær kröfur áfrýjanda, sem urðu gjaldkræfar án tillits til niðurstöðu dóms Hæstaréttar 27. september 2018 í máli nr. 521/2017, séu fyrndar. Áfrýjandi hefur ekki með sjálfstæðum hætti uppi kröfu á þeim bótagrundvelli að Kristján Viðar hafi sætt pyndingum eða vanvirðandi meðferð en byggir þess í stað á því að hann hafi þurft að þola slíka meðferð í gæsluvarðhaldi og að líta beri til þess við ákvörðun bóta samkvæmt 246. gr. laga nr. 88/2008. Kröfur áfrýjanda samkvæmt því lagaákvæði urðu ekki gjaldkræfar fyrr en við uppkvaðningu sýknudóms Hæstaréttar í máli nr. 521/2017. Samkvæmt því kemur málsástæða stefnda um fyrningu ekki til frekari skoðunar í tengslum við þe nnan þátt í bótakröfu áfrýjanda. Málsástæða stefnda um fyrningu á aftur á móti við um þær fjárkröfur áfrýjanda sem tengjast ætluðum ólögmætum rannsóknaraðferðum, göllum á málsmeðferð og opinberum yfirlýsingum um sekt Kristjáns Viðars á rannsóknartíma. Þá byggir stefndi á því að kröfur áfrýjanda sem reistar eru á reglum mannréttindas áttmála Evrópu sérstaklega, eða öðrum alþjóðlegum skuldbindingum sem íslenska ríkið kunni að hafa undirgengist, að því marki sem slíkar reglur giltu við úrlausn málsins á sínum tíma, teljist einnig fyrndar. 76 Stefndi telur að fyrningarfrestur þessara krafna hafi byrjað að líða er Kristján Viðar lauk afplánun 30. júní 1983 samkvæmt dómi Hæstaréttar í máli nr. 214/1978 eða í síðasta lagi er reynslulausn lauk á árinu 1987. Til stuðnings þessari málsástæðu vísar stefndi til þess að í 2. tölulið 4. gr. laga nr. 1 4/1905, sem í gildi var þegar framangreindur sakfellingardómur var kveðinn upp og afplánun og reynslulausn Kristjáns Viðars lauk, komi fram að aðrar kröfur en þær, sem hafa sérstakan fyrningarfrest samkvæmt lögunum, fyrnist á tíu árum. Í lögunum sé ekki ti lgreindur 20 sérstakur fyrningarfrestur fyrir skaðabótakröfur og falli því kröfur um bætur vegna miska og fjártjóns undir tíu ára fyrningarfrestinn samkvæmt framangreindu ákvæði. Þá sé kveðið á um það í 1. mgr. 5. gr. laganna að fyrningarfrestur teljist frá þ eim degi er krafa varð gjaldkræf. Loks hafi mannréttindasáttmáli Evrópu verið leiddur í lög á árinu 1994 og beri því í síðasta lagi að miða upphaf fyrningarfrests við það tímamark. 77 Í gildistíð laga nr. 14/1905 var almennt miðað við að krafa yrði gjaldkræf við tjónsatburð. Ef ekki var unnt að staðreyna umfang tjóns eða ef tjónið kom fram síðar var upphaf fyrningarfrestsins þó miðað við það tímamark þegar tjónþoli fékk nægilega vitneskju um tjónið til að gera kröfu, sbr. hér til hliðsjónar dóma Hæstaréttar 7. desember 2000 í máli nr. 197/2000 og 15. maí 2008 í máli nr. 458/2007. Upplýsingar um hinar ætluðu ólögmætu rannsóknarað ferðir og ágalla á málsmeðferð sem áfrýjandi byggir mál sitt á lágu fyrir þegar sakfellingardómur Hæstaréttar í máli nr. 214/1978 var k veðinn upp 22. febrúar 1980 en í dóminum var sérstaklega tekin afstaða til athugasemda sakborninga um að þess hafi ekki ávallt verið gætt að þeim væri kynntur réttur sakbornings við yfirheyrslur, yfirheyrslur hafi staðið lengur en í sex klukkustundir og að ekki hafi alltaf verið gætt að því að kalla til réttargæslumenn og verjendur við skýrslutökur. Þótt vísbendingar megi finna um það í úrskurði endurupptökunefndar nr. 15/2015 og í skýrslu starfshóps um Guðmundar - og Geirfinnsmál til innanríkisráðherra 21. mars 2013 að gallar á rannsókn og málsmeðferð haf i verið víðtækari en gengið var út frá í sakfellingardómi Hæstaréttar , verður á því byggt að Kristján Viðar hafi án tillits til dómsins þá haft fullnægjandi upplýsingar um þau atvik sem hann byggir bótakröfu sína á að þessu leyti. Hið sama gildir um bótakröfu sem byggir á yfirlýsingum sem fram komu á áðurnefndum blaðamannafundi. Kröfur áfrýjanda vegna þessara þátta höfðu því stofnast og voru gjaldkræfar í síðasta lagi er afplánun eða reynslulausn lauk . Samkvæ mt þessu eru miskabótakröfur áfrýjanda vegna ólögmætra rannsóknarað ferða og á galla á málsmeðferð, svo og vegna yfirlýsinga á blaðamannafundi 22. febrúar 1977 fallnar niður fyrir fyrningu. Bótaskylda 78 Fyrir liggur að Kristján Viðar var með dómi Hæstaréttar í máli nr. 521/2017 sýknaður af tveimur ákærum um manndráp sem hann hafði áður verið sakfelldur fyrir með dómi réttarins í máli nr. 214/1978. Með síðarnefnda dóminum var honum gert að sæta fangelsi í 16 ár en til frádráttar refsingunni skyldi koma gæsluva rðhaldsvist hans frá 23. desember 1975. Frelsissvipting sú sem hann sætti í gæsluvarðhaldi var þannig með sakfellingardóminum tengd við þá refsingu sem honum var gert að sæta. Að því virtu eru uppfyllt skilyrði 4. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008 fyrir hlutl ægri bótaábyrgð ríkisins á miska og fjártjóni sem Kristján Viðar varð fyrir vegna sakfellingarinnar sjálfrar og vegna frelsissviptingar sem hann sætti samkvæmt úrskurðum um gæsluvarðhald og sakfellingardóminum. Samkvæmt 5. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008 sk al stefndi bæta bæði fjártjón og miska sem áfrýjandi hefur orðið fyrir af framangreindum sökum. 21 Eigin sök Kristjáns Viðars 79 Stefndi reisir kröfur sínar á því að fella eigi niður bætur til áfrýjanda í heild eða að hluta og vísar um það til efnisreglna 246. gr. laga nr. 88/2008. Í 2. mgr. greinarinnar er kveðið á um heimild til að fella niður bætur eða lækka þær ef sakborningur hefur valdið eða stuðlað að þeim rannsóknaraðgerðum sem hann reisir kröfu sína á. Samkvæmt 4. mgr. 246. gr. er aftur á móti aðeins k veðið á um heimild til lækkunar bóta að uppfylltu því skilyrði að sakborningur hafi átt sök á því að hann var ranglega dæmdur. 80 Stefndi byggir á því að eigin sök Kristján s Viðar s felist í því að hann hafi við yfirheyrslur vegna rannsóknar á hvarfi Guðmunda r og atburðum aðfaranætur 27. janúar 1974 að Hamarsbraut 11 í Hafnarfirði gefið upplýsingar sem hafi verið til þess fallnar að afvegaleiða rannsóknarlögreglumenn og að honum hefði mátt vera ljóst að þær upplýsingar gætu verið lagðar til grundvallar við sak fellingu hans sjálfs og annarra sakborninga. Hann hefði ekki dregið játningar í málinu til baka fyrr en í lok september 1977 við meðferð sakamálsins fyrir dómi eða ríflega einu og hálfu ári eftir að þær komu fram. Þá liggi jafnframt fyrir að hann hefði við yfirheyrslur í tengslum við rannsókn á hvarfi Geirfinns og atburðum í Dráttarbrautinni í Keflavík 19. nóvember 1972 gefið upplýsingar sem leiddu til sakfellingar. Það komi glögglega fram í sakfellingardómi Hæstaréttar í máli nr. 214/1978 að til grundvalla r sakfellingu hans hafi legið upplýsingar sem hann hafi gefið við rannsókn málsins. Samkvæmt 4. mgr. 186. gr. laga nr. 88/2008 hafi sakfellingardómurinn fullt sönnunargildi um þau málsatvik sem í honum greini þar til hið gagnstæða sé sannað. Því verði að l eggja til grundvallar að Kristján Viðar hafi með upplýsingum sem hann gaf hjá lögreglu og fyrir dómi átt sök á því að hann var dæmdur. Sýknudómur Hæstaréttar í máli nr. 521/2017 breyti ekki þessari stöðu þar sem settur ríkissaksóknari hafi gert kröfu um sý knu af þeim dómi og því engin efnisleg afstaða tekin til atvika málsins í dóminum. 81 Áfrýjandi telur að dómur Hæstaréttar í máli nr. 214/1978 hafi ekkert sönnunargildi um atvik sem snúa að ákærum fyrir manndráp. Þeir sem sakfelldir voru fyrir manndráp í dóminum hafi allir verið sýknaðir með dómi Hæstaréttar í máli nr. 521/2017. Sakfellinga rdómurinn hafi að þessu leyti í raun verið felldur úr gildi og hafi hann því ekkert sönnunargildi hvað það varðar. Í málinu liggi fyrir úrskurður endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 í máli Kristján s Viðar s nr. 15/2015 þar sem atvik málsins eru rakin með í tarlegum hætti og þar komi fram mun fleiri upplýsingar um ágalla á rannsókn málsins, framkvæmd á skýrslutökum og meðferð málsins fyrir dómi en lágu fyrir þegar Hæstiréttur kvað upp sakfellingardóminn. Forsendur og niðurstöður nefndarinnar fyrir samþykkt á endurupptökubeiðni Kristján s Viðar s séu þar raktar með skilmerkilegum hætti. Áfrýjandi byggir á því að við mat á eigin sök Kristján s Viðar s beri að horfa til úrskurðar endurupptökunefndarinnar og skýrslu starfshóps um Guðmundar - og Geirfinnsmál. Þau gögn varpi allt öðru ljósi á það hvernig rannsókn málsins hafi farið fram og hvernig yfirheyrslum sakborninga var háttað heldur en fram komi í s akfellingardómi Hæstaréttar. 22 82 Áfrýjandi byggir í fyrsta lagi á því að ástæða þess að framburður Kristján s Viðar s hafi tekið breytingum við rannsókn málanna hafi verið sú að hann hafi sætt ómannúðlegri meðferð af hálfu rannsakenda og mjög langri einangrunar vist . Fyrstu upplýsingar sem hann hafi gefið við rannsókn á hvarfi Guðmundar hafi ekki falið í sér játningu á aðild hans að atlögu að Guðmundi. Hann hafi eftir því sem leið á einangrunarvistina farið að játa á sig ýmsa glæpi og í yfirheyrslu 7. apríl 1976 hafi hann játað að hafa stungið Guðmund með byssusting en síðar hafi komið í ljós að sú frásögn gat ekki staðist. Þegar framangreind yfirheyrsla hafi farið fram hafði Kristján Viðar setið í einangrun í 106 daga. Játning hans á þátttöku í atlögu að Geirfinn i hafi ekki komið fram fyrr en 9. og 10. nóvember 1976 eftir að hann hafði setið í einangrun í tíu mánuði og 17 daga. Þá sé í úrskurði endurupptökunefndar komist að því að sterkar vísbendingar séu um að Kristján Viðar hafi sætt harðræði á fyrstu vikum gæsl uvarðhaldsins. Í úrskurðinum sé auk þess meðal annars sett út á yfirheyrslutækni rannsóknarmanna. 83 Áfrýjandi byggir í öðru lagi á því að persónulegir hagir Kristján s Viðar s hafi verið þannig að hann hefði átt gríðarlega erfitt með að takast á við einangruna rvistina. Gögn málsins sýni að andlegri heilsu hans hafi verið ábótavant á rannsóknartímanum og honum hafi verið gefið mikið magn lyfja vegna þess. Kristján Viðar hafi búið við erfiðar félagslegar aðstæður og geðrannsókn sýni að starfhæf greind hans hafi v erið í löku meðallagi. Hann hafi átt við áfengis - og vímuefnafíkn að stríða og sýnt af sér andfélagslega hegðun. Þegar á einangrunarvistina leið hefði ástand hans verið orðið svo slæmt að hann hefði tvívegis reynt sjálfsvíg. 84 Í þriðja lagi byggir áfrýjandi á því að framkvæmd gæsluvarðhaldsins og einangrunarinnar og þær þvinganir sem Kristján Viðar hafi sætt þar valdi því að hann geti ekki talist hafa sýnt af sér eigin sök. Hann hafi hlotið grimmilega meðferð sem hafi meðal annars falist í því að haldið var f yrir honum vöku með barsmíðum á klefahurð hans og hávaða frá þaki fangelsisins. Hann hafi að auki sætt ýmsu öðru harðræði og niðurlægingu við rannsóknina. 85 Áfrýjandi bendir í fjórða lagi á að við rannsókn málsins hafi ítrekað verið brotið á réttindum Kristj án s Viðar s sem sakbornings. Þannig hafi réttur hans til aðgangs að réttargæslumanni og verjanda verið takmarkaður. Þá hafi verjendum hans ekki verið gefinn kostur á að vera viðstaddir skýrslutöku af lykilvitnum og spyrja þau spurninga fyrir dómi. 86 Með dómi Hæstaréttar í máli nr. 521/2017 var Kristján Viðar sem fyrr greinir sýknaður af ákærum um tvö manndráp sem hann hafði verið sakfelldur fyrir með dómi Hæstaréttar í máli nr. 214/1978. Í 4. og 5. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008, eins og þær voru orðaðar þegar úrskurður endurupptökunefndar í máli hans var kveðinn upp 24. febrúar 2017, var mælt fyrir um að frá því tímamarki sem endurupptaka væri heimiluð skyldi málið vera rekið eins og áfrýjunarstefna hefði verið gefin út á þeim tíma þegar endurupptaka var ráðin . Að því leyti sem endurupptaka máls hefði verið heimiluð skyldi nýr dómur ganga í því fyrir Hæstarétti án tillits til þess hvort niðurstöðu yrði 23 breytt frá fyrri dómi. Með sýknudóminum í máli nr. 521/2017 var sakfelling Kristján s Viðar s í máli nr. 214/197 8 felld úr gildi. Af framangreindu leiðir að forsendur sakfellingardómsins um atvik og sönnunarmat vegna manndrápanna, þar með talið um játningar og aðrar frásagnir Kristján s Viðar s við rannsókn málsins og fyrir dómi, eru ekki bindandi við úrlausn þess ágr einings sem hér er til umfjöllunar. 87 Í úrskurði endurupptökunefndar í máli Kristján s Viðar s nr. 15/2015 sem liggur frammi í málinu eru málsatvik að því er varðar rannsókn og málsmeðferð sakamálsins skilmerkilega rakin. Ekki er ágreiningur um það í málinu a ð lýsingar nefndarinnar á þeim gögnum sem þar er vísað til séu réttar og verður því byggt á þeim lýsingum um atvik málsins. Af atvikalýsingu nefndarinnar má ráða að Kristján Viðar hafi verið yfirheyrður og við hann rætt vegna sakamálanna mun oftar en séð v erður að tilefni hafi verið til, eða í vel á annað hundrað skipta. Þá var ekkert skráð um efni fjölda yfirheyrslna og viðtala. Jafnframt naut hann ekki alltaf aðstoðar lögmanns við skýrslutökur auk þess sem samskipti hans við lögmann voru að öðru leyti háð umtalsverðum takmörkunum. Loks sættu möguleikar Kristjáns Viðars til að halda uppi vörnum í málinu ýmsum takmörkunum. Af þeim skráðu upplýsingum sem liggja fyrir um efni yfirheyrslna er ljóst að framburður Kristjáns Viðars um þátt hans í andláti og hvarfi Guðmundar og Geirfinns var mjög á reiki og breyttist eftir því sem á rannsóknina leið. 88 Kristján Viðar var fyrst hnepptur í gæsluvarðhald 23. desember 1975 og var látinn sæta einangrun frá þeim degi til 17. maí 1977. Þá sætti hann einangrun að nýju frá 12 . júlí 1977 til 21. desember sama ár. Hann sætti þannig einangrunarvist vegna rannsóknar á hvarfi Guðmundar og Geirfinns í samtals 682 daga, eða í rúma 22 mánuði, en þar af mun hann hafa dvalið 508 daga í Síðumúlafangelsi. Ljóst er að einangrunarvist getur haft neikvæð áhrif á andlega heilsu fanga og eru áhrifin þeim mun meiri sem einangrunarvistin varir lengur, sbr. til hliðsjónar efnisgrein 97 í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu 21. júlí 2005 í máli Rohde gegn Danmörku og efnisgrein 104 í dómi Mannréttinda dómstóls Evrópu 3. júlí 2012 í máli Razvyazkin gegn Rússlandi. Gögn málsins bera einnig vitni um það en fyrir liggur að Kristján Viðar reyndi tvívegis að svipta sig lífi meðan á einangrunarvistinni stóð, fyrst 24. desember 1976 og aftur 5. janúar 1977. Jaf nframt liggur fyrir að aðstæður í Síðumúlafangelsinu, á þeim tíma sem Kristján Viðar sætti þar einangrunarvist, hafi ekki verið forsvaranlegar þar sem húnæðið hentaði ekki til svo langrar vistunar, sbr. dóma Hæstaréttar 3. mars 1983 í málum nr. 124, 125, 1 26 og 127/1980. Samkvæmt öllu framangreindu verður lagt til grundvallar við úrlausn málsins að tímalengd og aðstæður í einangrunarvist Kristjáns Viðars hafi falið í sér vanvirðandi meðferð í skilningi núgildandi 68. gr. stjórnarskrárinnar og 3. gr. mannrét tindasáttmála Evrópu sem Ísland fullgilti árið 1953, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 16. mars 2017 í máli nr. 345/2016. 24 89 Eins og að framan greinir bar Kristján Viðar fyrst um það í skýrslutöku 28. desember 1975 að hafa verið sjónarvottur að átökum að Ha marsbraut 11 í Hafnarfirði og flutningi á einhverju þungu þaðan. Hinn 3. janúar 1976 bar hann aftur á móti um að hafa að einhverju marki tekið þátt í átökunum. Hélst framburður hans eftir þetta lítið breyttur allt til 7. apríl 1976 er hann kvaðst hafa stun gið Guðmund til bana með byssusting. Hafði hann þá sætt einangrunarvist samfleytt í 105 daga. Hinn 27. janúar 1976, eftir rúmlega eins mánaðar einangrunarvist, játaði Kristján Viðar einnig að hafa verið sjónarvottur að hvarfi Geirfinns. Hann dró þann framb urð til baka 2. mars sama ár. Hann bar aftur á móti ekki um að hafa átt aðild að því að hafa banað Geirfinni fyrr en 9. nóvember 1976, en þá hafði hann sætt einangrunarvist samfleytt í rúma 10 mánuði. 90 Í úrskurði endurupptökunefndar var komist að þeirri ni ðurstöðu að ný gögn sem nefndin hafði undir höndum hefðu getað skipt verulegu máli ef þau hefðu legið fyrir við meðferð málsins fyrir Hæstarétti sem lauk með sakfellingu Kristjáns Viðars. Taldi nefndin meðal annars að verulegar líkur væru á því að áhrif la ngrar og harðneskjulegrar einangrunar dómfelldu, rannsóknaraðferða, ónákvæmra skráninga framburða, takmarkaðs aðgengis dómfelldu að verjendum og annarra brota á málsmeðferðarreglum hafi ekki verið metin með réttum hætti í dómi Hæstaréttar. Þá hefði Kristjá n Viðar í mörgum tilvikum ekki notið þess margvíslega vafa sem uppi var um atvik málsins. Settur ríkissaksóknari gerði framangreindar niðurstöður endurupptökunefndar að sínum og taldi að ýmsar forsendur sem Hæstiréttur hafði gefið sér um áreiðanleika játni nga sakborninga hefðu verið nokkuð veikar. Á þeim grundvelli krafðist hann þess að Kristján Viðar yrði sýknaður af ákærum fyrir manndráp. Var Kristján Viðar þegar á grundvelli þeirrar kröfugerðar ákæruvaldsins sýknaður af þeim sakargiftum. Þrátt fyrir fyrs tu frásagnir Kristjáns Viðars um að hafa átt þátt í átökum við Guðmund og að hafa verið viðstaddur er Geirfinnur hvarf verður á engan hátt ályktað að hann eigi sök á því að rannsókn á hvarfi þeirra hafi farið í þann farveg og verið framkvæmd með þeim hætti sem raun varð. Að teknu tilliti til þeirra rannsóknaraðferða sem beitt var, aðstæðna í Síðumúlafangelsi og lengdar þeirrar einangrunarvistar sem Kristján Viðar sætti verður ekki talið að við hann sé að sakast um það að framburður hans hafi tekið miklum br eytingum er leið á rannsóknina. 91 Sönnunarbyrði um það hvort Kristján Viðar hafi átt sök á því að hann hafi verið ranglega sakfelldur með dómi Hæstaréttar í máli nr. 214/1978 hvílir á stefnda. Þá er til þess að líta að ákvæði 4. mgr. 246. gr. laga nr. 88/200 8 um lækkun bóta felur í sér heimild til lækkunar þeirra en ekki skyldu. Að öllu framangreindu virtu hefur stefndi ekki fært nægjanleg rök fyrir því að háttsemi Kristján s Viðar s við rannsókn málsins og meðferð þess fyrir dómi hafi leitt til þess að hann ha fi verið sakfelldur með dómi Hæstaréttar í máli nr. 214/ 1978. Verður því ekki fallist á kröfu stefnda um að dómurinn nýti heimild sína til að lækka bótakröfur áfrýjanda af þessum sökum. 25 Miskabætur 92 Áfrýjandi krefst bóta fyrir frelsissviptingu meðan á gæsluvarðhaldi og afplánun Kristján s Viðar s stóð í samtals 2710 daga. Krefst hann 1.494.323.810 króna í miskabætur fyrir þennan þátt en þá fjárhæð kveður hann fengna með því að framreikna bætur sem dæmdu r voru málsaðilum í dómum Hæstaréttar 3. mars 1983 í málum nr. 124, 125, 126 og 127/1980 til verðlags í ágústmánuði 2019 þegar Kristján Viðar krafði stefnda fyrst um bætur. Áfrýjandi kveður framreiknaðar miskabætur vegna frelsissviptinga samkvæmt þeim dómu m að meðaltali nema 551.411 krónum fyrir hvern dag og byggir framangreinda fjárkröfu á því að áfrýjanda beri sama fjárhæð fyrir hvern þann dag sem hann var frelsissviptur. Þá krefst áfrýjandi sérstaklega miskabóta að fjárhæð 50.000.000 króna vegna sakfelli ngar Kristján s Viðar s með dómi Hæstaréttar í máli nr. 214/1978 og 25.000.000 króna í miskabætur vegna reynslulausnar sem hann þurfti að sæta í fjögur ár. 93 Stefndi byggir á því að með bótum sem hann hefur þegar greitt hafi hann að fullu gert upp allar bætur sem áfrýjandi kunni að eiga rétt á vegna rannsóknar málsins, málsmeðferðar fyrir dómi, frelsissviptingar og sakfellingarinnar. Bæturnar, að fjárhæð 204.000.000 króna auk 10.200.000 króna í málskostnað, séu meira en tvöföld sú fjárhæð sem dæmd hafi verið s em bætur fyrir frelsissviptingu og sakfellingu með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 25. nóvember 2015 í máli nr. E - 823/2014. 94 Í málinu er óumdeilt að Kristján Viðar var sviptur frelsi í 2710 daga vegna rannsóknar málsins og vegna afplánunar. Þá er ekki deilt um að hann hafi setið í gæsluvarðhaldi í 1522 daga og þar af 682 daga í einangrun sem að miklu leyti fór fram í Síðumúlafangelsi. Þá liggur fyrir að hann var í fjögur ár á reynslulausn í kjölfar afplánunar. Sýknudómur Hæstaréttar var kveðinn upp rúmlega 38 á rum eftir sakfellingu Kristján s Viðar s og tæpum 43 árum eftir að hann var hnepptur í gæsluvarðhald vegna rannsóknar málsins. Kristján Viðar var tvítugur þegar hann var hnepptur í gæsluvarðhald en 63 ára þegar hann var sýknaður með dómi Hæstaréttar 27. sept ember 2018. Kristján Viðar var 65 ára þegar hann lést 7. mars 2021. 95 Svo sem rakið er að framan sætti Kristján Viðar einangrun í rúmlega 22 mánuði meðan á gæsluvarðhaldi hans stóð. Er þar um að ræða fádæma langan tíma sem ekki verður séð að hafi verið réttl ætanlegur í ljósi rannsóknarhagsmuna. Svo sem áður er vikið að getur langvarandi einangrunarvist haft alvarleg neikvæð áhrif á heilsu sakbornings. Með dómum Hæstaréttar 3. mars 1983 í málum nr. 124, 125, 126 og 127/1980 voru fjórum mönnum sem sátu í gæsluv arðhaldi vegna rannsóknar á hvarfi Geirfinns dæmdar bætur vegna frelsissviptingar. Í forsendum Hæstaréttar í máli nr. ákvörðun miskabóta til gagnáfrýjanda ber einkum að líta til þess, að honum var haldið saklausum í gæsluvarðhaldi um 3 ½ mánaðarskeið vegna gruns um, að hann væri viðriðinn stórfelldar misgerðir, þar á meðal það alvarlegasta afbrot, sem um ræðir. Húsakynni þau, sem hann var vistaður í, voru ekki forsvaranleg ti l svo langrar 26 vistunar, og tók sig þar upp sjúkdómur, sem áður hafði orðið vart. Á meðan á gæsluvarðhaldi stóð og í framhaldi af því, varð gagnáfrýjandi síðan fyrir barðinu á einstæðri umræðu í ýmsum fjölmiðlum, er vógu að mannorði hans og annarra með gets ökum og hleypidómum. Í kjölfar gæsluvarðhaldsins fylgdi skerðing á ferðafrelsi og grunsemdir, uns hið sanna í málinu var í ljós leitt. Þegar ákveða skal miskabætur, er ekki eingöngu á hina óvenjulangvinnu gæsluvarðhaldsvist að líta, heldur einnig þá fáheyr ðu andlegu og líkamlegu raun, sem henni var samfara, þótt gagnáfrýjandi hafi áfrýjanda á meðaltali bótafjárhæða í framangreindum dómum til ágústmánaðar 2019, sem kröfugerð hans er reist á, sa msvara bætur fyrir 105 daga einangrunarvist 57.898.155 krónum. Ljóst er að 682 daga einangrunarvist Kristjáns Viðars við sambærilegar aðstæður hefur verið honum mun þungbærari en þeim sem sætti framangreindri 105 daga frelsissviptingu . Á hinn bóginn athuga st að ljóst er af rökstuðningi Hæstaréttar að fjárhæð bóta tók ekki einungis mið af dagafjölda einangrunarvistar heldur einnig þeim miska sem mennirnir fjórir urðu fyrir vegna eftirfarandi skerðingar á ferðafrelsi og mikillar og óvæginnar opinberrar umfjöl lunar um málið. Þótt fallast megi á það með áfrýjanda að framangreindir dómar hafi nokkurt fordæmisgildi við ákvörðun bóta í máli þessu verður ekki litið fram hjá framangreindum þáttum. Verður þeirri málsástæðu áfrýjanda því hafnað að miða beri bætur vegna frelsissviptingar hans, hvort sem var í einangrunarvist eða annars konar gæslu, við 551.411 krónur á dag. 96 Af ummælum í framangreindum dómi Hæstaréttar má ráða að við ákvörðun miskabóta fyrir frelsissviptingu beri, auk tímalengdar vistunar, að taka tillit til aðstæðna í fangelsi þar sem frelsissviptingin fer fram. Að auki beri við bótaákvörðun að taka tillit til þess hvaða áhrif vistin hefur haft á líf sakbornings en í dóminum var talið að einangrunarvistin hefði valdið sakborningi í málinu fáheyrðri andlegri og líkamlegri raun og að hann hafi orðið fyrir barðinu á einstæðri umræðu í ýmsum fjölmiðlum er vógu að mannorði hans með getsökum og hleypidómum. Í dómi Hæstaréttar 26. mars 2013 í máli nr. 601/2012 var jafnframt talið að við ákvörðun fjárhæðar m iskabóta vegna frelsissviptingar á grundvelli þágildandi 2. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008, sem var samhljóða núgildandi 2. mgr. 246. gr. laganna, yrði að líta til þess að aðbúnaður vegna læknisaðstoðar og lyfjagjafar hefði verið ófullnægjandi í gæsluvarðh aldsvistinni. Í dómi Hæstaréttar 16. mars 2017 í máli nr. 345/2016 voru manni meðal annars dæmdar miskabætur vegna einangrunarvistar á grundvelli bótareglu þágildandi 2. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 en einnig á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga vegna þess að vistun hans á lögreglustöðinni við Hverfisgötu hefði farið fram við óverjandi aðstæður sem brytu í bága við 68. gr. stjórnarskrárinnar. Við mat á fjárhæð bóta, sem ákveðnar voru í einu lagi, var litið til tímalengdar einangrunarvistar og framangreindra aðstæðna við vistunina. 97 Samkvæmt 246. gr. laga nr. 88/2008 skal greiða bætur fyrir fjártjón og miska. Engir þættir miskatjóns eru þar undanskildir . Þegar miski er metinn samkvæmt bótareglu 4. mgr. 246. gr. verður því að leggja mat á það hve þungbær sakfel ling og frelsissvipting 27 eða önnur refsing eða refsikennd viðurlög eru viðkomandi manni. Ræðst það af aðstæðum í hverju máli. Að því gættu og að virtri framangreindri dómaframkvæmd Hæstaréttar verður við ákvörðun bótafjárhæðar í málinu ekki eingöngu horft t il tímalengdar frelsissviptingar heldur einnig til þeirra aðstæðna sem voru í gæsluvarðhaldsvistinni, svo og þeirra áhrifa sem frelsissviptingin hafði almennt á líf og heilsu Kristjáns Viðars . Í því sambandi verður ekki fram hjá því litið að óhófleg tímale ngd einangrunarvistar Kristján s Viðar s og aðstæður í henni, einkum í Síðumúlafangelsi, fólu í sér að hann sætti vanvirðandi meðferð í skilningi núgildandi 68. gr. stjórnarskrárinnar og 3. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. 98 Kristján Viðar beið einnig miskat jón vegna sakfellingarinnar sjálfrar. Í því sambandi athugast að þegar þær rannsóknaraðferðir sem beitt var við rannsókn Guðmundar - og Geirfinnsmála eru virtar ásamt þeirri afstöðu setts ríkissaksóknara, sem birtist í greinargerð hans til Hæstaréttar í mál i réttarins nr. 521/2017 að fjölmargar brotalamir hafi verið á rannsókninni og sönnunarmati Hæstaréttar í máli nr. 214/1978, verður að líta svo á að Kristján Viðar hafi með sakfellingardóminum orðið fyrir alvarlegum réttarspjöllum, sbr. 3. gr. 7. viðauka v ið mannréttindasáttmálann. Verður lagt til grundvallar við mat á fjárhæð miskabóta að sakfelling manns á slíkum grunni valdi honum umtalsverðum andlegum þjáningum. Svo sem ráða má af lýsingu á atvikum í úrskurði endurupptökunefndar í máli Kristján s Viðar s var einnig mikil fjölmiðlaumfjöllun um rannsókn Guðmundar - og Geirfinnsmál a . Málsmeðferð fyrir dómi vakti mikla athygli og var mikið fjallað um hana og sakfellinguna í opinberri umræðu á þeim tíma. Ljóst er að sakfellingardómur þar sem Kristján Viðar var d æmdur fyrir tvö manndráp og sú opinbera umræða sem málið hlaut litaði líf hans allt frá því að hann stóð á tvítugu þar til hann var kominn á sjötugsaldur. Af öllu framangreindu er ljóst að málið varpaði miklum skugga á líf Kristjáns Viðars. Hefur hann þann ig til viðbótar við miska vegna frelsissviptingar þurft að þola umtalsvert miskatjón vegna sakfellingarinnar sjálfrar sem reist var á rannsókn og málsmeðferð sem ekki var að öllu leyti í samræmi við þágildandi lög nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála eins og nánar er rakið í efnisgrein 87 hér að framan. 99 Að öllu framangreindu virtu er fallist á það með áfrýjanda að hann eigi á grundvelli 4. mgr. 246. gr. laga nr. 88/ 2008 rétt á miskabótum vegna gæsluvarðhaldsvistar, sakfellingar og afplánunar vegna málsins . 100 Stefndi byggir á því að við ákvörðun fjárhæðar miskabóta vegna frelsissviptingar hafi í dómaframkvæmd verið miðað við að fjárhæð miskabóta sé hæst fyrir fyrstu daga frelsissviptingar en fari síðan lækkandi. Í því máli sem hér er til umfjöllunar er um að ræða mjög sérstök atvik með mun lengri einangrunarvist en þekkt er í seinni tíma réttarframkvæmd. Svo löng einangrunarvist er líklegri til þess að hafa meiri og varanlegri sálræn og líkamleg áhrif en styttri frelsissvipting. Á hinn bóginn verður talið að í þeirri réttarframkvæmd sem stefndi vísar til felist það sjónarmið, sem að sínu leyti á einnig við í máli þessu, að ákveðinn hluti miskatjóns vegna frelsissviptingar 28 komi til við það eitt að vera saklaus sviptur frelsi í þágu rannsóknar sakamáls. Ljóst er að atvik þessa máls eru um margt sérstök og gildir það sama að nokkru leyti um atvik í dómum Hæstaréttar í málum nr. 124, 125, 126 og 127/1980. Þótt meta verði atvik í hverju máli fyrir sig verður ekki horft fram hjá því að í seinni tíma réttarframkvæmd h afa miskabætur á grundvelli ákvæða 246. gr. laga nr. 88/2008 verið ákvarðaðar nokkuð lægri en þær bætur sem dæmdar voru í framangreindum málum. 101 Við ákvörðun miskabóta til áfrýjanda verður einnig að taka tillit til þess að með dómi Hæstaréttar í máli nr. 21 4/1978 var Kristján Viðar dæmdur fyrir rangar sakargiftir samkvæmt ákvæðum 148. gr. almennra hegningarlaga. Lagt verður til grundvallar að hann hefði sætt fangelsisrefsingu fyrir þær sakir þótt ekki hefði verið ákært fyrir manndráp í málinu. Horfir það til lækkunar á miskabótakröfu hans. Þjófnaðarbrot sem Kristján Viðar var dæmdur fyrir í áðurnefndum dómi hafa aftur á móti ekki sérstaka þýðingu í þessu samhengi. 102 Að öllu framangreindu virtu þykja miskabætur vegna sakfellingar og frelsissviptingar Kristjáns V iðars Júlíussonar hæfilega ákveðnar 3 5 0.000.000 krón a . Fjártjón vegna tekjumissis 103 Á grundvelli 246. gr. laga nr. 88/2008 gerir áfrýjandi einnig kröfu um bætur vegna fjártjóns. Byggir hann kröfuna á því að Kristján Viðar hafi ekki getað aflað tekna meðan á frelsissviptingu hans stóð. Sönnun tjónsins sé vandkvæðum bundin þar sem langt sé liðið frá tjónsatburðinum. Krafa áfrýjanda að þessu leyti er reist á lágmarkstekjuviðmiðum samkvæmt 3. mgr. 7. gr. skaðabótalaga. Á því er byggt að þótt sönnun á fjárhæð tjó ns sé erfiðleikum háð sé ótækt að láta hann bera hallann af því. Samkvæmt lagaákvæðinu skuli miða lágmarkslaun við 1.200.000 krónur fyrir þá sem eru 66 ára og yngri og taki sú fjárhæð breytingum í hlutfalli við breytingar á lánskjaravísitölu. Í ágúst 2019, þegar Kristján Viðar setti fram bótakröfu sína í bréfi til setts ríkislögmanns, hafi fjárhæð árslauna numið að lágmarki 3.391.500 krónum, eða 9.421 krónu fyrir hvern dag ársins. Í samræmi við það sé krafa áfrýjanda 9.421 króna í skaðabætur fyrir hvern dag sem afplánun og gæsluvarðhaldsvist Kristjáns Viðars stóð yfir, samtals 2710 daga, eða samtals 25.530.910 krónur. 104 Almennt má miða við að menn verði fyrir tekjutapi ef þeir eru sviptir frelsi um langan tíma. Málatilbúnaður áfrýjanda um bætur vegna tekjumissis Kristjáns Viðars er ekki studdur neinum gögnum sem sýna fram á raunverulegan tekjumissi. Áfrýjandi hefur til að mynda ekki lagt fram nein gögn í málinu sem sýna hvaða störfum Kristján Viðar gegndi áður en til frelsissviptingarinnar kom og hversu miklar tekjur hann hefði haft vegna þeirra. Þá eru engin gögn í málinu um það hvernig högum Kristjáns Viðars var háttað e ftir að hann losnaði úr afplánun, til dæmis um það hvort hann hafi sinnt einhverjum störfum eftir afplánun eða hvort hann hafi haft af þeim einhverjar tekjur. Að teknu tilliti til þess hvernig kröfugerð áfrýjanda er úr garði gerð og skorts á því að gerð sé grein fyrir högum Kristjáns Viðars bæði fyrir og eftir frelsissviptinguna verður talið að bótakrafa áfrýjanda að þessu leyti sé vanreifuð. Af þeirri ástæðu verður ekki 29 hjá því komist að vísa kröfu hans um bætur fyrir fjártjón vegna atvinnumissis frá hérað sdómi. Frádráttur vegna greiðslu bóta, málskostnaður og fleira. 105 Fyrir liggur að stefndi greiddi Kristjáni Viðari 204.000.000 króna 29. janúar 2020 vegna tjóns þess sem hann varð fyrir vegna frelsissviptingar og sakfellingar. Kemur þessi fjárhæð til frádrát tar þeirri bótafjárhæð sem ákvörðuð hefur verið í málinu. Eftir atvikum þykir rétt að dráttarvextir reiknist á kröfu áfrýjanda frá þingfestingardegi málsins í héraði. 106 Rétt þykir að málskostnaður í héraði og fyrir Lands rétti falli niður. 107 Allur gjafsóknark ostnaður áfrýjanda í héraði og fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hans sem tilgreind er í dómsorði án virðisaukaskatts . Í tengslum við ákvörðun þóknunar lögmanns áfrýjanda athugast að s tefndi greiddi Kristjáni Viðari 10. 200 .000 krónur vegna lögmannskostnaðar í tengslum við hagsmunagæslu vegna þeirra bóta sem greiddar honum v oru 2 9 . janúar 2020. Sú greiðsla hefur áhrif við ákvörðun lögmannsþóknunar í málinu en lagt er til grundvallar að vinna lögmann s Kristjáns Viðars v egn a þeirrar hagsmunagæslu hafi að nokkru marki nýst við undirbúning á kröfugerð áfrýjanda og málatilbúnaði fyrir dómi. 108 Í hinum áfrýjaða dómi var komist að þeirri niðurstöðu að samkvæmt ákvæðum eldri fyrningarlaga nr. 14/1905 hafi allar hugsanlegar kröfur áf rýjanda verið fyrndar. Stefndi bygg ir hins vegar eingöngu á því í málinu að kröfur sem ekki urðu gjaldkræfar við sýknudóm Hæstaréttar í máli nr. 521/2017 væru fyrndar. Var þessi niðurstaða héraðsdóms í andstöðu við 2. mgr. 111. gr. laga nr. 91/1991 og er þ ví aðfinnsluverð. Í dóminum var á hinn bóginn jafnframt tekin efnisleg afstaða til annarra málsástæðna og komist að þeirri niðurstöðu að sýkna bæri stefnda af kröfu áfrýjanda vegna eigin sakar áfrýjanda. Þykja því ekki næg efni til að ómerkja hinn áfrýjaða dóm þrátt fyrir þennan ágalla á samningu hans. Dómsorð: Kröfu áfrýjanda, dánarbús Kristjáns Viðars Júlíussonar , um bætur fyrir fjártjón er vísað frá héraðsdómi. Stefndi , íslenska ríkið, greiði áfrýjanda, 350.000.000 króna auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 13. febrúar 2020 til greiðsludags allt að frádregnum 204.000.000 króna 29. janúar 2020. Málskostnaður í héraði og fyrir Landsrétti fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda í héraði og fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hans, Arnars Þórs Stefánssonar, 6.000.000 króna . 30 Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 20. október 2020 Mál þetta, sem dómtekið var 5. október sl., er höfðað fyrir Hérað sdómi Reykjavíkur af Kristjáni Viðari Júlíussyni, Kleppsvegi 70, Reykjavík, á hendur íslenska ríkinu, með stefnu birtri 10. febrúar 2020. Stefnandi krefst þess að stefnda verði gert að greiða stefnanda 1.654.854.720 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. september 2019 til greiðsludags, allt að frádreginni innágreiðslu stefnda til s tefnanda að fjárhæð 204.000.000 króna miðað við 29. janúar 2020. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda eins og mál þetta væri ekki gjafsóknarmál. Stefndi krefst aðallega sýknu af dómkröfum stefnanda en til vara er þess krafist að dómkröfur st efnanda verði stórlega lækkaðar. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi stefnanda en til vara að málskostnaður falli niður. I 1 Upphaf málsins er að rekja til þess að stefnandi var hinn 23. desember 1975 færður til yfirheyrslu í Síðumúlafangelsinu frá Litla - Hrauni, þar sem hann var í afplánun. Var þetta vegna hugsanlegrar aðkomu að hvarfi Guðmundar Einarssonar. Neitaði hann þá vitn eskju um málið. Var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald. Í næstu skýrslutökum 28. desember 1975 lýsti hann átökum í íbúð að Hamarsgötu 11 um helgi seinast í janúar 1974. Kvaðst hann hafa verið í för með tveimur nafngreindum mönnum og þriðja aðila sem hann mun di ekki hver var. Lýsti hann átökum í íbúðinni en vissi ekki hvernig þeim lyktaði. Kvað stefnandi að að átökunum loknum hefði verið farið í bílferð og er komið var að Hamarsbraut 11 á ný hafi æstu skýrslutöku 3. janúar 1976 kvaðst skýrði stefnandi sjálfstætt frá málsatvikum og staðfesti réttan framburð sinn hinn 3. jan. s.m. Í næstu skýrslut ökum skýrði stefnandi nánar frá atburðarásinni og staðfesti framburði sína fyrir dómi á árunum 1976 og 1977. Á dómþingi 27. september 1977 dró stefnandi til baka framburði sína. Um afturkallanir fram í skýrslum þeirra í janúar 1976 og voru endurteknar síðar bæði fyrir rannsóknarlögreglu og á dómþingum að viðstöddum verjendum þeirra Ákærði [stefnan di] hélt fast við játningu sína, þegar hann var samprófaður við ákærða [X] og ákærða [Y] 2 Hinn 23. jan. 1976 var stefnandi fyrst yfirheyrður vegna gruns um að hann væri viðriðinn hvarf Geirfinns Einarssonar í Keflavík 19. nóv. 1974. Stefnandi kvað sig hvorki viðriðinn hvarfið né vita um það. Við yfirheyrsluna kom þó fram að stefnandi taldi að hann hefði einhvern tíma að kvöldlagi verið í Keflavík ásamt hópi manna niður við sjó og n afngreindi hann m.a. tiltekna aðila. Stefnandi var næst yfirheyrður vegna málsins 27. jan. s.á. Kvaðst hann þá muna betur eftir málsatvikum, m.a. um eigin þátttöku í sjóferð, auk annarra nafngreindra aðila og manns sem hann taldi hafa verið Geirfinn, út að bauju sem áfengi hafi verið bundið við. Komið hafi til átaka í bátnum milli Geirfinns og nafngreindra aðila. Kvaðst stefnandi hafa blandað sér í átökin til varnar Geirfinni. Til átaka hafi komið en er í land var komið hafi varningurinn úr sjóferðinni veri sína til baka. Hafi hann farið með rangt mál og hvorki farið í ferð til K eflavíkur né orðið vitni að átökum tengdum hvarfi Geirfinns. Viku síðar, eða 9. mars s.á., kvaðst hann þó að nýju kannast við ferð til Keflavíkur umrætt kvöld ásamt hópi manna. Stefnandi bar síðan um ferð til Keflavíkur og atburði þar, fyrir dómi 1., 8. og 28. apríl 1976. Hinn 6. júlí 1977 dró stefnandi yfirlýsingar og fram komnar upplýsingar um aðild að hvarfinu til baka. 31 3 Meðan á rannsókn á mannsláti í Keflavík stóð, eða frá lokum janúar 1976 að telja, bar stefnandi sakir á fjóra menn, sem áttu að hafa tekið þátt í atburðum þar. Vegna framburðarins sættu fjórmenningarnir gæsluvarðahaldi frá 26. jan. og 11. feb. 1976, til 9. maí s.á. Stefnandi var fundinn sekur um rangar sakargiftir, sbr. 1. mgr. 148. gr. alm. hgl., en fram kemur í dómi Hæstaréttar, að f ramburður stefnanda o.fl. hafi leitt til þess að þeir menn er bornir voru sökum sættu alllangri gæsluvarðhaldsvist. 4 Með dómi Hæstaréttar frá 22. febrúar 1980 í máli nr. 214/1978 var stefnandi sakfelldur fyrir tvö manndráp af gáleysi, sbr. 218. gr. og 2 15. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og rangar sakargiftir, sbr. 1. mgr. 148. gr. almennra hegningarlaga. Var hann dæmdur fyrir að hafa, ásamt öðrum, orðið Guðmundi Einarssyni að bana að Hamarsbraut 11 í Hafnarfirði hinn 27. janúar 1974. Einnig var h ann dæmdur fyrir að hafa, ásamt öðrum, aðfaranótt 20. nóvember 1974 orðið Geirfinni Einarssyni að bana í Dráttarbrautinni í Keflavík. Þá var stefnandi dæmdur fyrir að hafa á árinu 1976, ásamt öðrum, gerst sekur um rangar sakargiftir með því að bera á fjóra nafngreinda menn, að þeir hefðu átt hlut að dauða Geirfinns Einarssonar. Var hann jafnframt dæmdur fyrir þjófnaðarbrot. Stefnandi var dæmdur í 16 ára óskilorðsbundið fangelsi. 5 Stefnandi kveður að vegna rannsóknar málanna hafi hann sætt gæsluvarðhaldi í samtals 1522 daga, frá 23. desember 1975 og þar til dómur féll í Hæstarétti hinn 22. febrúar 1980. Hann hafi sætt óslitinni einangrunarvist í Síðumúlafangelsi frá 23. desember 1975 til 1. desember 1976. Þann dag hafi hann verið fluttur í Hegningarhúsið þa r sem hann hafi verið vistaður í einangrun til 17. maí 1977, en þá hafi hann verið fluttur á Litla - Hraun og einangrunarvist hans þar með verið aflétt tímabundið. Stefnandi hafi aftur verið fluttur í Hegningarhúsið 5. júlí 1977 þar sem hann hafi verið vista ður til 12. júlí 1977. Þann dag hafi hann verið fluttur í einangrunarvist í Síðumúlafangelsinu sem hafi ekki verið aflétt fyrr en með ákvörðun sakadómara 21. desember 1977 þegar hann tilkynnti um það bréfleiðis til dóms - og kirkjumálaráðuneytisins að rétt væri að verða við ósk verjenda um afléttingu einangrunar. Stefnandi hafi verið fluttur úr Síðumúlafangelsinu á vinnuhælið að Litla - Hrauni 23. desember 1977. Samanlagt hafi stefnandi verið í einangrunarvist í 682 daga, eða í eitt ár, tíu mánuði og 17 daga, þar af 508 daga í fangelsinu við Síðumúla. Í kjölfar dóms Hæstaréttar hafi stefnandi hafið afplánun. Hafi honum verið veitt reynslulausn 30. júní 1983, skilorðsbundið í fjögur ár. 6 Með bréfi, dags. 25. ágúst 2015, beindi endurupptökunefnd því til ríkissaksóknara að taka afstöðu til þess hvort grundvöllur væri fyrir því að mál stefnanda kæmi til skoðunar fyrir nefndinni. Með bréfi, dags. 17. des. 2015, óskaði settur ríkissaksóknari, D avíð Þór Björgvinsson, eftir því, til hagsbóta fyrir stefnanda, að hæstaréttarmálið nr. 214/1978 yrði endurupptekið. Með úrskurði nr. 15/2015 féllst nefndin á endurupptöku hvað varðar sakfellingu fyrir tvö brot gegn 218. og 215. gr. alm. hgl. Beiðni um end urupptöku hvað varðar sakfellingu fyrir brot á 1. mgr. 148 gr. alm. hgl., rangar sakargiftir, var hins vegar hafnað. 7 Hinn 27. september 2017, sbr. dóm Hæstaréttar í málinu nr. 521/2017, var stefnandi sýknaður af kröfum af þeim sökum sem enduruppteknar höfðu verið. Í málinu var hins vegar ekki tekin afstaða til efnisatriða málsins, svo sem nánar er gerð grein fyrir hér á eftir. Samkvæmt lögum nr. 128/2019 um heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 521/2017 greiddi stefndi stefnanda hinn 29. janúar 2020 bætur að fjárhæð 204.000.000 kr. Þá voru greiddar 10.200.000 kr. vegna lögmannsþóknunar. 32 II Stefnandi kveður kröfu sína vera tvíþætta; annars vegar miskabótakröfu að fjárhæð 1.629.323.810 kr. fyrir brot gegn friði, persónu og æru ha ns. Hins vegar kröfu að fjárhæð 25.530.910 kr. vegna þess fjártjóns sem hann hafi orðið fyrir við það að möguleikar hans til tekjuöflunar ónýttust. Kröfur stefnanda, hvað varðar stjórnskipulegan grundvöll, styðjast aðallega við 5. mgr. 67. gr., 68. gr. og 70. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944, sbr. lög nr. 97/1995, en til vara við stjórnskipulegar meginreglur sama efnis sem giltu fyrir gildistöku laga nr. 97/1995; en hvað varðar grundvöll almennra laga, aðallega við 246. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sak amála, meginreglur skaðabótaréttar, þar á meðal sakarregluna, og 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993; en til vara við forvera þessara ákvæða í eldri lögum, þ.e. 150. - 155. gr. laga nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála og 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarla ga nr. 19/1940. Þá sé vísað til laga nr. 62/1994 um mannréttindasáttmála Evrópu, einkum 3. og 5. gr. þeirra laga, sem og 3. gr. samningsviðauka nr. 7, og þeirra grunnreglna sem þessi ákvæði séu reist á. Loks sé vísað til 14. gr. alþjóðasamnings um borgaral eg og stjórnmálaleg réttindi, sem íslenska ríkið er þjóðréttarlega skuldbundið af, sbr. lög nr. 10/1979. Stefnandi kveður að frá bótakröfu dragist greiðsla ríkisins 29. janúar 2020 að fjárhæð 204.000.000 kr. miðað við stöðu kröfunnar þann dag. Miskabætu r vegna gæsluvarðhalds og afplánunar Stefnandi byggir á því að hann hafi aðeins verið tvítugur að aldri þegar hann hafi verið færður til yfirheyrslu í Síðmúlafangelsi 23. desember 1975. Frá þeim degi hafi stefnandi sætt gæsluvarðhaldi í samtals 1522 daga v egna rannsókna á hinum svokölluðu Guðmundar - og Geirfinnsmálum, og setið samanlagt í einangrunarvist í 682 daga. Í kjölfar dóms Hæstaréttar, 22. febrúar 1980, hafi stefnandi hafið afplánun sem staðið hafi yfir þar til honum var veitt reynslulausn 30. júní 1983. Samanlagt hafi frelsissvipting stefnanda því verið í 2710 daga. Í gæsluvarðhaldsvistinni hafi stefnandi upplifað pyndingar og vanvirðandi meðferð sem hafi haft gífurleg áhrif á allt hans líf. Gæsluvarðhaldsvistin og stanslausar yfirheyrslur hafi veri ð afar þungbærar. Stefnandi hafi sætt bæði andlegum og líkamlegum pyndingum á meðan á gæsluvarðhaldsvist hans hafi staðið. Hafi stefnandi gert tvær sjálfsvígstilraunir eftir að hann var færður í Hegningarhúsið. Hafi stefnandi ekki getað tekist á við yfirhe yrslurnar og einangrunina og játaði hann aðild sína að málunum einfaldlega til þess að losna undan þeim þrýstingi sem á honum hafi hvílt. Augljóst sé að mikið hljóti að þurfa til svo rúmlega tvítugur einstaklingur grípi til þess að reyna að fyrirfara sér, og játa svo á sig tvö manndráp, til þess eins að losna undan yfirheyrslum lögreglu og einangrunarvist. Við mat á fjárhæð bóta verði að hafa það í huga að með engu móti sé hægt að meta tjón stefnanda með fullnægjandi hætti, enda vart hægt að setja verðmiða á það hvers virði mannslíf séu. Atburðarásin hafi hafist 23. desember 1975 og henni lokið með sýknudómi Hæstaréttar frá 27. september 2018. Stefnandi hafi því verið talinn sekur að ósekju í rúmlega fjóra áratugi. Varðandi fjárhæð bóta telur stefnandi að hafa beri hliðsjón af þeim bótum sem dæmdar hafi verið í dómum Hæstaréttar í málunum nr. 124/1980, 125/1980, 126/1980 og 127/1980. Séu þær bætur reiknaðar til núvirðis þá sé krafa stefnanda 551.411 krónur í miskabæt ur fyrir hvern dag sem afplánun og gæsluvarðhaldsvist stefnanda hafi staðið yfir, eða samtals 1.494.323.810 krónur. (551.411 x 2710). Til vara megi líta til nýlegs dóms Landsréttar í máli nr. 589/2018, þar sem lagt hafi verið til grundvallar að bætur vegn a frelsissviptingar að ósekju skyldu miðast við 200.000 kr. á dag, sjá og til hliðsjónar dóma Hæstaréttar í málum nr. 345/2016 og 818/2013 þar sem ekki ósvipaðar fjárhæðir hafa verið lagðar til grundvallar. Engin efni séu til að skerða fjárhæð bóta vegna m ikils fjölda daga í þessu máli. Þvert á móti eigi sá gríðarlegi dagafjöldi að leiða til hækkunar bótaréttar á dag. Sé nærtækt í því efni að beita 50% álagi á dag, sbr. til hliðsjónar 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. skaðabótalaga. Miskabætur vegna sakfellingar M eð dómi Hæstaréttar 22. febrúar 1980, í mál i nr. 214/1978, hafi stefnandi verið sakfelldur fyrir tvö manndráp af gáleysi, sbr. 218. gr. og 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, rangar sakargiftir, 33 sbr. 1. mgr. 148. gr. almennra hegningarlaga , og þjó fnaðarbrot. Mál stefnanda hafi síðar verið endurupptekið og með dómi Hæstaréttar 27. september 2018, í máli nr. 521/2017, hafi stefnandi verið sýknaður af 1. lið I. kafla ákæru 8. desember 1976 og I. kafla ákæru 16. mars 1977 hvað varðar alvarlegustu sakar giftirnar. Það liggi því fyrir að stefnandi hafi saklaus hlotið dóm í alvarlegu sakamáli og hafi þolað refsingu af þeim sökum. Þá verði að horfa til þess að stefnandi hafi verið talinn sekur að ósekju í um 40 ár, og megi til sanns vegar færa að fáir, ef e inhverjir, aðrir en meðdæmdu í þessu máli, hafa verið jafn illa leiknir af íslensku réttarkerfi. Í þessu samhengi verði að hafa í huga þá vernd sem á að vera tryggð með 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og banni 1. mgr. 68. gr. stjórnarskrárinnar við beit ingu pyndinga eða annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Loks beri að horfa til 3. gr. samningsviðauka nr. 7 við mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, en í þeirri grein segir að hafi maður verið fundinn sekur um afbrot í lo kadómi en síðar verið sýknaður eða náðaður vegna þess að ný eða nýupplýst staðreynd sýni ótvírætt að réttarspjöll hafa orðið, skuli sá sem hafi þolað refsingu vegna slíkrar sakfellingar fá bætur samkvæmt lögum eða réttarvenjum viðkomandi ríkis, nema sannað sé að honum sjálfum hafi að öllu eða nokkru leyti verið um að kenna að hin óþekkta staðreynd var ekki látin upp í tíma. Með vísan til þessa sé einnig og sjálfstætt krafist miskabóta vegna sakfellingar stefnanda að ósekju og þeirra réttarspjalla sem hafi o rðið með dómi Hæstaréttar í máli nr. 241/1978, en síðar komu í ljós. Stefndi ber hlutlæga bótaábyrgð vegna þessa, sbr. 4. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008 og áður rakin ákvæði stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu. Í þessu framferði ríkisvaldsins hafi auk annars falist ólögmæt meingerð, sbr. núgildandi 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 (sbr. og þágildandi 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940). Þá sé einnig fyrir að fara bótaskyldu samkvæmt hinni almennu skaðabótareglu. Með hliðsjón af alvarleika þeirra brota sem stefnandi hafi verið sakfelldur fyrir, þess að hann hefur verið, vegna athafna stefnda, talinn sekur maður að ósekju um 2/3 hluta ævi sinnar, sem og vegna þeirra réttarspjalla sem hafi orðið og bitnuðu á stefnanda, sé krafa hans um miskab ætur sjálfstætt vegna þessa 50.000.000 króna. Miskabætur vegna ólögmætra rannsóknaraðferða og galla á málsmeðferð Stefnandi byggir á því að við rannsókn lögreglu hafi verið beitt ólögmætum rannsóknaraðgerðum og að fjölmargir gallar hafi verið á allri mál smeðferðinni. Með því hafi verið brotið gegn meginreglum réttarfars um réttláta málsmeðferð, sem bæði hafi verið í gildi á þeim tíma sem rannsókn fór fram og gilda enn, og þeim réttindum sem stefnandi átti að njóta sem sakaður maður. Í dómi Hæstaréttar 22 . febrúar 1980 í máli nr. 214/1978 sé að nokkru leyti fallist á að brotið hafi verið gegn rétti sakborninga til aðgengis að réttargæslumanni og verjanda og öðrum málsmeðferðar - og réttarfarsreglum sem ætlað var að tryggja réttarstöðu sakborninga, en í fors endum Hæstaréttar segir m.a.: rannsóknarlögreglu, á ákvæði 1. málsgr. 40. gr. laga nr. 74/1974, og við hefur borið, að yfirheyrsla hafi staðið samfel lt lengur en 6 klukkustundir, sbr. 3. málsgr. 40. gr. sömu laga. Stöku sinnum bera bókanir ekki með sér, að reynt hafi verið að kveðja til réttargæslumenn eða verjendur við yfirheyrslu, þar sem slíkt Eins og sjá megi á úrskurði enduruppt ökunefndar hafi brot á málsmeðferðarreglum við rannsókn málanna verið mun víðtækari en framangreindar forsendur Hæstaréttar benda til (sjá einkum kafla V.5.2.d., Rannsóknar - og yfirheyrsluaðferðir ). Þá sé í 18. kafla skýrslu starfshóps um Guðmundar - og Gei rfinnsmál fjallað almennt um rannsókn lögreglu í tengslum við málin. Í þeim kafla komi fram ýmsar athugasemdir við rannsóknina, og sé þar að finna upptalningu á dæmum um veikleika á rannsókn lögreglu. Í kafla 18.1.3 sé fjallað um rannsóknaraðgerðir á hendu r stefnanda. Eins og sést á því sem þar komi fram þá voru framin margháttuð og ítrekuð brot gegn stefnanda. Ber þar sérstaklega að nefna óbókuð samtöl í aðdraganda þess að bókað sé um yfirheyrslur. Sem dæmi megi nefna skráningu í fangelsisdagbók um að stef nandi hafi verið yfirheyrður 28. desember 1975 kl. 17:55 - 19:15, en engar upplýsingar sé að finna um yfirheyrsluna. Því næst sé bókað um framburðarskýrslu, sem sé sögð tekin þann sama dag kl. 19:45 - 01.42. Sé þar að finna gjörbreyttan framburð frá þeim sem s tefnandi hafði gefið í fyrstu yfirheyrslunni 23. desember. Þá komi 34 fram í úrskurði endurupptökunefndar að allir sem vettlingi gátu valdið hafi verið virkjaðir til að ná upplýsingum upp úr sakborningum, m.a. stefnanda, með óformlegum yfirheyrslum, viðtölum, vettvangsferðum o.fl. Engu máli virðist hafa skipt hver hafi verið í hlutverki rannsakanda, en það hafi verið m.a. lögreglumenn, fangaverðir, vestur - þýskur rannsóknarlögreglumaður á eftirlaunum og sálfræðinemar. Þá hafi aðgengi stefnanda að réttargæslumön num og verjendum verið verulega skert, og lengst af hafi stefnanda og öðrum sakborningum verið meinað að ræða einslega við verjendur sína. Byggir stefnandi á því að ólögmætar rannsóknaraðferðir lögreglu og brot gegn málsmeðferðar - og réttarfarsreglum hafi falið í sér ólögmæta meingerð gegn stefnanda og að stefndi bera bótaábyrgð vegna þess. Stefnandi krefst miskabóta úr hendi stefnda að fjárhæð 30.000.000 króna vegna framangreindrar misgerðar. Miskabætur vegna yfirlýsinga á blaðamannafundi 2. febrúar 1977 Stefnandi byggir á því að 2. febrúar 1977 hafi verið haldinn blaðamannafundur hjá Sakadómi Reykjavíkur. Þar hafi því verið slegið föstu af hálfu handhafa ríkisvalds og aðila sem fyrir tilstuðlan ríkisins hafi verið fenginn erlendis frá að málinu, þ.e. Kar ls Schütz, þýsks rannsóknarlögreglumanns, að málið væri ekki verið gefnar út, og var fjarri því að fallið hefði dómur um málin. Eðli máls samkvæmt hafi mik ið og ítarlega verið fjallað um þetta í fjölmiðlum á þessum tíma með tilheyrandi afleiðingum fyrir stefnanda. Í Allar þessa r yfirlýsingar hafi algerlega verið ótímabærar og verulega meiðandi. Þá hafi með þeim verið brotið gegn meginreglum réttarfars um að menn skulu teljast saklausir uns sekt sé sönnuð með dómi. Ber stefndi bótaábyrgð samkvæmt hinni almennu skaðabótareglu, auk þess sem í þessu framferði hafi falist ólögmæt meingerð, sbr. núgildandi 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Stefnandi krefst því sjálfstætt miskabóta úr hendi stefnda að fjárhæð 30.000.000 króna vegna þeirrar misgerðar sem í framangreindu fólst. Miskabæ tur fyrir tímabil reynslulausnar Þá krefst stefnandi miskabóta fyrir það tímabil er hann sætti skilyrðum reynslulausnar. Afplánun stefnanda hafa staðið til 30. júní 1983, en þá hafi honum verið veitt reynslulausn á eftirstöðvum þriggja dóma, þar á meðal dómi Hæstaréttar nr. 241/1978, og h afi sú reynslulausn verið skilorðsbundin í fjögur ár. Þó að skilorðsbundin reynslulausn sé ekki jafn íþyngjandi og sú frelsissvipting sem felst í gæsluvarðhaldi og fangelsisvist þá sé engu að síður um að ræða tímabil þar sem einstaklingur sé ekki fyllilega frjáls. Í því samhengi verði m.a. að líta til 5. mgr. 67. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944, en samkvæmt ákvæðinu skuli maður sem hafi verið sviptur frelsi að ósekju eiga rétt til skaðabóta. Ber stefndi bótaábyrgð samkvæmt hinni almennu skaðabótareglu, a uk þess sem í þessu framferði fólst ólögmæt meingerð, sbr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Krafa stefnanda um miskabætur vegna þessa tímabils nemur 25.000.000 króna . Lækkun bóta á grundvelli sjónarmiða um að eigin sök geti ekki komið til álita Stefnandi telur að ekki geti komið til álita að lækka bætur til hans vegna sjónarmiða um eigin sök eða tengdra sjónarmiða, sbr. t.d. 2. málsl. 2. og 2. málsl. 4. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008, eða á grundvelli eldri lagaákvæða er að slíku lýtur, m.a. af þ eirri ástæðu að ólögmætar rannsóknaraðferðir, galli á málsmeðferð, langvarandi einangrun, ólögmæt frelsissvipting, pyndingar, önnur vanvirðandi meðferð og óforsvaranlegar aðstæður í Síðumúla hafi orðið til þess að hann játaði framan af ranglega á sig sök í málinu. Frá þeirri játningu hvarf hann síðar þegar aðstæður allar voru eðlilegri en var engu að síður ranglega dæmdur. 35 Samandregið Með vísan til alls framangreinds er krafa stefnanda um miskabætur samtals 1.629.323.810 krónur (1.494.323.810 + 50.000.0 00 + 30.000.000 + 30.000.000 + 25.000.000). Krafa um skaðabætur vegna tekjumissis Stefnandi krefst fébóta vegna þess fjárhagstjóns sem hann hefur orðið fyrir við það að möguleikar hans til tekjuöflunar hafi ónýst vegna ólögmætrar frelsissviptingar í fjöl mörg ár. Fyrir liggi að á meðan á varðhaldi og afplánun hafi staðið hafði stefnandi ekki kost á því að stunda vinnu og afla sér þannig tekna. Þar sem langt sé um liðið sé sönnun á fjárhæð tjóns vandkvæðum bundin. Hins vegar sé ótækt að láta stefnanda bera hallann af því. Í 3. mgr. 7. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 sé að finna lágmarksviðmið fyrir árslaun til ákvörðunar bóta vegna varanlegrar örorku. Fyrir þá sem eru 66 ára og yngri skal miða lágmarkslaun við 1.200.000 kr., og taki sú fjárhæð breytingum í hlu tfalli við breytingar á lánskjaravísitölu. Miðað við ágúst 2019 nemur fjárhæð árslauna að lágmarki 3.391.500 kr., eða 9.421 kr. ef henni er deilt niður á daga ársins. Hér verður tekið mið af framangreindum viðmiðum, þ.e. miðað við að bætur nemi 9.421 kr. f yrir hvern dag sem stefnandi sætti frelsissviptingu, í ljósi þess að á meðan á hinni óréttmætu frelsissviptingu stóð voru möguleikar stefnanda til tekjuöflunar engir. Með vísan til framangreinds nemur bótakrafa stefnanda vegna fjárhagstjóns 25.530.910 kr. (2710 x 9421). Ber stefndi hlutlæga ábyrgð á fjártjóni stefnanda, sbr. 246. gr. laga nr. 88/2008. Lagagrundvöllur, lagaskil og fyrning Eins og greinir hér að framan byggjast kröfur stefnanda um miska - og skaðabætur fyrst og fremst á bótareglum XXXIX. kafl a laga nr. 88/2008. Með dómi Hæstaréttar nr. 521/2017, sem kveðinn hafi verið upp 27. september 2018, hafi stefnandi verið sýknaður af alvarlegustu sakargiftunum sem hann hafði verið sakfelldur fyrir með dómi Hæstaréttar 22. febrúar 1980 í máli nr. 214/197 8. Fram að þeim tíma hafði dómur Hæstaréttar í máli nr. 214/1978 réttaráhrif að öllu leyti efni sínu samkvæmt. Stefnandi átti því fyrst kost á að bera fram þær kröfur sem sakarefni þessa máls lýtur að í kjölfar uppkvaðningar á dómi Hæstaréttar nr. 521/2017 . Þau atvik sem mál þetta varðar áttu sér þannig stað eftir gildistöku laga nr. 88/2008, sbr. VI. bráðabirgðaákvæði laganna, og fyrirmæli XXXIX. kafla laganna um skaðabætur eiga við um atvik þessa máls. Stefnandi tekur fram að ef talið verður að einhverja r kröfur, eða hluti krafna, stefnanda verði ekki byggðar á hinum hlutlægu bótaábyrgðarreglum XXXIX. kafla laga nr. 88/2008, byggir hann á því að bótaábyrgð stefnda grundvallist á eldri lagaákvæðum um sama efni, sem og sakarreglunni og 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, og forvera þess ákvæðis. Þá telur stefnandi að uppkvaðning dóms Hæstaréttar nr. 521/2017, hinn 27. september 2018, marki upphaf fyrningarfrests allra bótakrafna stefnanda. Eigi það við um allar bótakröfur stefnanda, óháð lagagrundvelli þeirr a, enda hafi stefnandi engan kost átt á því að bera fram neina kröfu sína fyrr en á því tímamarki, sbr. nú 1. mgr. 9. gr. laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda. Þá sé ljóst að sáttaumleitan stefnda gagnvart stefnanda frá 18. janúar 2019 að telja, sem og greiðsla ríkisins á bótum til stefnanda 29. janúar 2020, sleit hvað sem öðru líður fyrningu, enda hafi í þessu atferli falist viðurkenning á bótarétti stefnanda, sbr. 14. gr. laga nr. 150/2007 og forvera þess ákvæðis í 6. gr. eldri laga um sama efni nr . 14/1905. Hafi þá hafist nýr fyrningarfrestur, sbr. 20. gr. núgildandi laga. Að fyrningu sé vikið hér þar eð stefndi hefur byggt á henni í öðru dómsmáli sem rekið er um sömu atvik. III Stefndi hafnar málatilbúnaði stefnanda og krefst sýknu af öllum kröfum hans. Helstu málsástæður stefnda eru eftirfarandi. 36 Lagaskilin Samkvæmt lögum nr. 88/2008, ákvæði til bráðabirgða VI, 2. mgr., gildi fyrirmæli XXXIX. kafla ið á um að krefjast bóta vegna atvika sem áttu sér stað í gildistíð laga nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála, þ.e. vegna meintrar óheimillar frel sissviptingar, óheimilla rannsóknaraðgerða o.fl. Verði því að líta þannig á að um rétt stefnanda til bóta, sem slíkan, fari eftir fyrirmælum laga nr. 74/1974. Í lögum nr. 74/1974 hafi verið kveðið á um bætur til handa sökuðum mönnum o.fl. í XVIII. kafla. Í 153. gr. hafi verið kveðið á um að hefði saklaus maður hlotið refsidóm og þolað refsingu bæri að dæma honum bætur fyrir miska og fjártjón, þ. á m. fyrir stöðu - og atvinnumissi, jafnvel þó að hann hefði valdið þeim aðgerðum, sem hann reisti kröfu sína á, með vísvitandi eða stórvægilega gáleysislegu framferði, en lækka mætti þó bætur eftir sök aðila á því að hann var ranglega dæmdur. Í 152. gr. hafi verið kveðið á um bætur fyrir gæsluvarðhald, en um það hafi farið, eins og hér stóð á, eftir 150. gr., sbr. 2 . mgr. 152. gr. Í 150. gr. hafi m.a. verið kveðið á um að kröfu um bætur skyldi því aðeins taka til greina, að sökunautur hefði ekki með vísvitandi eða stórvægilega gáleysislegu ólögmætu framferði valdið þeim aðgerðum sem hann reisti kröfu sína á, sbr. nán ar 1. tl., og, hann hefði verið sýkn dæmdur, með óáfrýjanlegum dómi, þar sem sönnun hefði ekki tekist, enda hefði fremur mátt telja hann hafa verið líklegan til að vera sýknan en sekan, sbr. 2. tl. Í 151. gr. hafi verið kveðið á um bætur fyrir handtöku, le it, líkamsrannsóknir o.fl., ef lögmæt skilyrði hefði brostið til slíkra aðgerða, sbr. 1. tl., eða ef ekki hefði verið nægilegt tilefni til aðgerðanna, eins og staðið hafi á, eða þær framkvæmdar á óþarflega hættulegan, særandi eða móðgandi hátt, sbr. 2. tl. Verði ekki fallist á framangreind lagaskil sé til vara á því byggt að um bætur fari samkvæmt lögum nr. 88/2008. Um sönnunargildi dóma o.fl. Í 1. mgr. 186. gr. laga nr. 88/2008 sé kveðið á um að dómur í sakamáli sé bindandi um úrslit sakarefnis um þau Sambærileg ákvæði hafi verið í lögum nr. 74/1974, sbr. 2. mgr. 168. g r., og þau sé einnig að finna í 4. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. og 196. gr. eldri laga nr. 85/1936. Í dómi Hæstaréttar í máli nr. 214/1978, sbr. dóm Sakadóms Reykjavíkur í málum nr. 544 550/1977, hafi verið fjallað ítarlega um málsatvik sem talin hafi verið skipta máli varðandi aðdraganda atvika hinn 19. 20. nóvember 1974. Teljast þau málsatvik hafa sönnunargildi í samræmi við tilvísað ákvæði 4. mgr. 186. gr. laga nr. 88/2008, dæmd að efni til. Í dómi réttarins hafi á hinn bóginn ekki, með vísan til kröfugerðar ákæruvalds ins, verið fjallað um málsatvik, en af því leiði að dómurinn teljist ekki hafa sönnunargildi í skilningi 4. mgr. sömu greinar um þau sérstaklega. Að því er málsatvik varðar beri því að líta til fyrrnefnds dóms Hæstaréttar í máli nr. 214/1978, nema að því l Í 1. mgr. 44. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála sé hins vegar kveðið á um að dómari skeri úr um það, eftir mati á þeim gögnum sem fram hafa komið, hvort tiltekið atriði teljist sannað, enda bindi fyrirmæli laga hann ekki að því leyti. Af þessu leiði að í einkamáli þessu gildi almennar sönnunarreglur, þ.m.t. að því er varðar málsatvik sem hér skipta máli og við mat á því hvort sá sem saklaus hafi hlotið dóm hafi átt sök á að hann var ranglega dæmdur. Í 45. gr. lag a nr. 91/1991 teljist yfirlýsing aðila fyrir dómi, sem feli í sér ráðstöfun sakarefnis, binda hendur hans eftir reglum um gildi loforða. Sérstaklega sé áréttað að skýrsla starfshóps um Guðmundar og Geirfinnsmál til innanríkisráðherra, telst ekki til sönnu nargagna í máli þessu. Þá verði álitum sem þar koma fram ekki jafnað til matsgerðar dómkvaddra matsmanna eða sambærilegrar sönnunar í einkamáli. Sé þá jafnframt litið til ætlaðs vanhæfis sálfræðiráðgjafa, sem þar var vísað til, sbr. nánar úrskurð enduruppt ökunefndar, mgr. 2231 - 2242 . Með sama hætti verði ekki talið að úrskurður endurupptökunefndar teljist sönnunargagn 37 að því er varðar málsatvik, sem gangi framar dómi í máli í skilningi 4. mgr. 186. gr. laga nr. 88/2008, sbr. og 4. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1 991, enda um að ræða stjórnvald en ekki dómstól. Um fyrningu Samkvæmt 2. tl. 4. gr. laga nr. 14/1905 um fyrningu skulda og annarra kröfuréttinda fyrnast skaðabótakröfur, sem falla undir lögin, á tíu árum. Samkvæmt 5. gr. laganna hefst fyrningarfrestur er krafa varð gjaldkræf. Af hálfu stefnda sé á því byggt að kröfuliðir í stefnu, sem hafi orðið gjaldkræfir án tillits til niðurstöðu dóms Hæstaréttar í máli nr. 521/2017, teljist vera fyrndir. Hafi fyrningarfrestur slíkra krafna hafist í síðasta lagi er ste fnandi lauk afplánun sinni hinn 30. júní 1983, eða eftir atvikum á árinu 1987, er reynslulausn lauk. Af þessum ástæðum teljast hvers konar fjárkröfur, sem raktar séu í stefnu, og tengjast ætluðum ólögmætum rannsóknaraðferðum, galla á málsmeðferð, opinberum yfirlýsingum um sekt stefnanda á rannsóknartíma, ætluðum pyndingum, vanvirðandi meðferð í gæsluvarðhaldsvistinni, og aðbúnaði í gæsluvarðhaldsfangelsi, fyrndar. Ljóst væri, ef rétt reyndist, að brotið hefði verið gegn stefnanda með nefndum aðgerðum, að st efnandi hefði getað krafist bóta vegna þeirra í síðasta lagi miðað við framangreind tímamörk, er ástandi létti, óháð því hvort hann væri þá sekur talinn. Þá sé og til þess vísað að kröfur sem reistar eru á reglum mannréttindasáttmála Evrópu sérstaklega, eð a öðrum alþjóðlegum skuldbindingum sem íslenska ríkið kann að hafa undirgengist, að því marki sem slíkar reglur giltu við úrlausn málsins á sínum tíma, teljast einnig fyrndar. Mannréttindasáttmáli Evrópu hafi verið leiddur í lög á árinu 1994, sbr. lög nr. 62/1994, og ber því í síðasta lagi að miða við það tímamark. Að því marki sem nefndir kröfuliðir teljast ekki fyrndir, sé þeim mótmælt sem ósönnuðum og órökstuddum. Rétt sé að benda á að þó að tilteknar aðgerðir við rannsókn sakamáls væru taldar hafa farið gegn nefndum sáttmálum, eða stjórnarskrá, sé ekki talið að það leiði til frekari bótaréttar en leiðir af lögum nr. 88/2008, eða eldri lögum um sama efni, sbr. m.a. Hrd. nr. 175/2000. Nánar um kröfugerð stefnanda Stefndi byggir á því að í ljósi málatilbú naðar stefnanda verði að líta svo á að réttur til bóta skerðist á lögmæti einstakra aðgerða fari hins vegar eftir lögum nr. 74/1974, enda teljast atv ik, sem bótaréttur er reistur á, hafa orðið á árunum 1976 til 1985. Óumdeilt sé að stefnandi sætti frelsissviptingu vegna gæsluvarðhaldsúrskurða frá 1976 til 1980, og vegna fangelsisdóms frá því ári til 1983, en fékk reynslulausn eftir það. Á hinn bóginn verði að meta það svo að upplýsingar, skýrslur o.þ.u.l., sem stefnandi hafi gefið við upphaf rannsóknar, einkum að því er varðar mannshvarfið í Hafnarfirði, hafi óhjákvæmilega haft talsverða þýðingu við afmörkun rannsóknaraðgerða lögreglu og sakadóms gagnv art stefnanda, a.m.k. meðan þær voru ekki dregnar til baka. Af atvikum málsins verði ekki sérstaklega ráðið að stefnandi hafi sætt óeðlilega löngum yfirheyrslum eða einangrun, umfram það sem efni stóðu til og tíðkaðist, fram til þess að hann gaf lýsingu á atburðarás, sem lögð hafi verið til grundvallar áframhaldandi rannsókn málsins. Mátti stefnanda því vera ljóst að upplýsingagjöf hans, þegar í upphafi, kynni að styrkja rannsóknaraðila í vissu um að rannsóknaraðgerðir væru nauðsynlegar með tilliti til alva rleika málsins, og síðar dómendur um að réttir dómar væru kveðnir upp. Af framangreindu ber stefnandi halla í máli þessu. Ekki verði fram hjá því litið, hlutlægt og huglægt séð, að stefnandi teljist hafi glatað, sbr. ákvæði 150. gr. laga nr. 74/1974, eða í öllu falli takmarkað rétt sinn til bóta í skilningi 153. gr. laga nr. 74/1974, sbr. og ákvæði 2. ml. 4. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008. Hafi stefnandi vitað eða mátt vita að svo gæti farið. Eins og á stendur verði að líta svo á að umrædd takmörkun á bótar étti taki til allra bótaliða í stefnu, hvort sem sé vegna gæsluvarðhalds, afplánunar dóms eða meðan á reynslulausn stóð. Við mat á því hvort og að hvaða marki aðili kann að eiga að einhverju leyti sök á því að vera ranglega dæmdur verði að líta til atvika og aðstæðna í viðkomandi tilviki. Það verði að telja hafið yfir vafa að sakfelling sakadóms hinn 19. des. 1977 hafi verið reist á því að stefnandi hafi gefið yfirlýsingar og veitt upplýsingar þegar skammt var liðið á rannsókn í jan. 1976, um að hafa verið að Hamarsbraut 11 umrætt kvöld þar sem komið hafi til átaka og mannsbani af hlotist. Hafi stefnandi ítrekað þann framburð fyrir 38 dómi, allt þar til hann afturkallaði framburð sinn í lok sept. 1977. Verði að líta svo á að stefnandi hafi því, a.m.k. að einhverju marki, vísvitandi eða með stórfelldu gáleysi, átt hlut að máli í framangreindum skilningi 2. ml. 4. mgr. 246. gr. lag a nr. 88/2008, sbr. 153. gr. laga nr. 74/1974, sem hafi áhrif til niðurfellingar eða a.m.k. lækkunar bóta. Sama gildir og að því er varðar ætlaðan bótarétt á grundvelli almennra skaðabótareglna, enda gildi þar sömu, eða sambærileg, sjónarmið, um eigin sök. Sé því andmælt að framburðir stefnanda í janúar 1976 hafi verið fengnir fram með ólögmætum aðgerðum lögreglu eða annarra, eða stefnandi verið á einhvern hátt þvingaður til yfirlýsingagjafar. Í þessu sambandi sé þó tekið fram að ekki skal dregin dul á erfi ðar aðstæður stefnanda á gæsluvarðhaldstíma og sérstaklega að lengd einangrunar hafi verið löng og afar íþyngjandi fyrir stefnanda og raunar hvern sem fyrir varð. Af hálfu stefnda sé öllum ávirðingum gagnvart lögreglu og dómstólum, svo og ásökunum um meint a saknæma háttsemi lögreglu, ákæruvalds og dómstóla, hafnað, enda ósannaðar með öllu. Sérstaklega sé mótmælt sem ósönnuðu að þágildandi fyrirkomulag um samskipti sakborninga við réttargæslumenn teljist í orsakasamhengi við framangreinda skýrslugjöf stefnan da frá jan. 1976 að telja, en ljóst er að réttargæslumenn voru að jafnaði viðstaddir skýrslugjöf fyrir dómi á þeim tíma sem hér skiptir máli. IV 1 Mál þetta var höfðað með stefnu birtri 10. febrúar 2020. Áður, eða hinn 29. janúar 2020, greiddi stefndi stefnanda svokallaðar sanngirnisbætur að fjárhæð 204.000.000 kr. á grundvelli laga nr. 128/2019, ásamt 10.200.000 kr. í lögmannsþóknun. Í athugasemdum með frumvarpi sem varð að lögum nr. 128/2019 segir: lagt til að Alþingi heimili gre iðslu bóta til aðila. Þeim er ætlað að bæta fyrir sama tjón og bætur sem aðilar kunna að eiga lögvarinn rétt til. Jafnframt er kveðið á um að dómstólar skuli draga verðmæti bóta, sem greiddar hafa verið, frá við ákvörðun bótafjárhæðar ef aðilar láta á reyn a á rétt sinn. Af þessu má ljóst vera að frumvarpið er fyrst og fremst ívilnandi fyrir aðila máls. Réttur þeirra til að fara með kröfur sínar fyrir dóm er ekki á neinn hátt fyrir borð borinn, jafnvel þótt þeir taki við greiðslum á grundvelli laganna. Líta má á frumvarpið, ef það verður að lögum, sem heimild til að greiða bætur til aðila með sanngirnissjónarmið að leiðarljósi. Það verður svo að vera mat dómstóla, ef á reynir, hvort krafan hafi verið greidd að fullu eða að hluta. Frumvarpið er enn fremur ívil nandi að því leyti að gert er ráð fyrir bótagreiðslum á grundvelli nr. 128/2019, er ætlað að mæta mögulegu fjártjóni, hver s kyns miska og öðru tjóni sem hinn sýknaði kann að hafa orðið fyrir vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 214/1978, þ.m.t. rannsóknaraðgerða og/eða þvingunarráðstafana í aðdraganda hans. Sama á við um vaxtakröfur og hvers kyns annan kostnað. 12% af fjárhæð gr að í greiðslunni felist ekki afstaða íslenska ríkisins til mögulegra varna í slíku dómsmáli. Með greiðslunni er verið að bæta hugsanlegt fjártjón, miska og annað tjón og um fullnaðarbætur er að ræða af hálfu stefnda. Til grundvallar greiðslunni er lagaheimild og greiðslan er innt af hendi umfram skyldu og á grundvelli sanngirnissjónarmiða eins og segir í frumvarpinu. Greiðslan bindur ekki hendur stefnanda til að fara með málið fyrir dóm svo sem hann gerir hér, og hún bindur ekki heldur hendur stefnda til að halda uppi vörnum í málinu. 2 Stefnandi gerir kröfur um miskabætur vegna gæsluvarðhalds og afplánunar, vegna sakfellingar, vegna ólögmætra rannsóknaraðfe rða og galla á málsmeðferð, vegna yfirlýsinga á blaðamannafundi 2. febrúar 1977 og fyrir tímabil reynslulausnar. Þá er gerð krafa vegna tekjumissis. Stefnandi ber sönnunarbyrði fyrir því að hann eigi rétt til hærri bóta en hann hefur þegar þegið. Háttsemi sú er krafist er bóta fyrir, átti sér stað á síðustu öld eða nánar tiltekið frá 23. desember 1975 er stefnandi var færður í Síðumúlafangelsið og allt til 30. júní 1983 er afplánun lauk, en þá var honum 39 veitt reynslulausn á eftirstöðvum þriggja dóma, þar á meðal dómi Hæstaréttar nr. 241/1978, og var sú reynslulausn skilorðsbundin í fjögur ár. Stefnandi byggir bótakröfur sínar aðallega á 246. gr. sakamálalaga nr. 88/2008, en til vara á ákvæðum eldri laga um meðferð opinberra mála nr. 74/1974, þ.e. 150. - 155. g r. Stefnandi vísar til þess að það hafi fyrst verið með dómi Hæstaréttar í máli nr. 521/2017 sem stefnandi hafi verið sýknaður og fyrr hafi ekki verið unnt að setja fram bótakröfu. Stefndi byggir hins vegar aðallega á því að um ágreining þennan fari eftir eldri lögum nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála. Samkvæmt 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða VI í sakamálalögum nr. 88/2008 gilda fyrirmæli XXXIX. kafla um skaðabætur vegna atvika sem gerast eftir gildistöku laganna. Reglum eldri laga skuli beitt um bætur fyrir það sem gerist fyrir þann tíma og miðað er við 1. janúar 2009. Við ákvörðun lagaskila ber því að miða við það hvenær hinir ætluðu bótaskyldu atburðir áttu sér stað, samanber einnig Hrd. í máli nr. 496/2010 og 445/2012. Hefur því ekki þýðingu varðandi lagaskilin að miða við það hvenær sýknudómur Hæstaréttar í málinu nr. 521/2017 hafi verið kveðinn upp. Við mat á því hvort stefnandi eigi rétt til bóta ber því að leggja til grundvallar ákvæði XVIII. kafla laga nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála en þar er kveðið á um bætur handa sökuðum mönnum. Þær réttarreglur sem stefnandi vísar til í stefnu gefa stefnanda ekki ríkari rétt til skaðabóta en mælt er fyrir um í framangreindum ákvæðum. Þá verður eðli máls samkvæmt ekki byggt á lögum sem tóku gildi eftir að atvik málsins áttu sér stað. 3 Samkvæmt 28. gr. laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda gilda þau lög eingöngu um þær kröfur sem stofnast eftir gildistöku þeirra laga, sem var 1. janúar 2008. Eldri fyrningarlög nr. 14/1905 gilda um kröfur sem stof nast fyrir þann tíma. Samkvæmt 5. gr. laga nr. 14/1905 telst fyrningarfrestur frá þeim degi er krafan varð gjaldkræf. Samkvæmt meginreglum skaðabótaréttar stofnast skaðabótakrafa þegar hin bótaskylda háttsemi átti sér stað og miðast gjalddagi kröfunnar við sama tímamark. Fyrningarfrestur skaðabótakrafna er tíu ár samkvæmt 2. mgr. 4. gr. fyrningarlaga nr. 14/1905 frá því að hinn bótaskyldi atburður átti sér stað. Jafnvel þótt miðað væri við uppkvaðningu dóms Hæstaréttar í málinu nr. 214/1978 eða þegar stefna ndi lauk afplánun að fullu þá eru allar hugsanlegar kröfur fyrndar. Dómur Hæstaréttar í málinu nr. 521/2017 breytir engu um það hvenær málsatvikin áttu sér stað. Þar fyrir utan er ekki í dóminum fjallað um málsatvikin, samanber hér síðar. Dómur í málinu nr . 521/2017 hefur því ekki þýðingu við mat á því hvenær upphaf fyrningarfrests atvika málsins var. 4 Stefnandi byggir málatilbúnað sinn á dómi Hæstaréttar í málinu nr. 521/2017, þar sem hann var sýknaður af 1. lið I. kafla ákæru, dags 8. desember 1976, og I. kafla ákæru, dags. 16. mars 1977, svo sem greini í dómsorði. Í dómi Hæstaréttar var ekki tekin ef nisleg afstaða til málsatvika. Helgast það af kröfugerð setts ákæruvaldsins er þess krafist að dómfelldu verði sýknaðir af þeim sakargiftum, sem þeir voru sak felldir fyrir í áðurnefndu hæstaréttarmáli og endurupptaka málsins tekur til. Leiðir af lögum að dómfelldu verða þegar á grundvelli kröfugerðar ákæruvaldsins sýknaðir af þessum sakargiftum eins og nánar greinir í Þar sem settur ríkissaksóknari og stefnandi kröfðust báðir sýknu fyrir Hæstarétti, eru hendur réttarins bundnar og Hæstarétt skortir lagaheimild til þess að fjalla efnislega um málið. Af þessu leiðir að Hæstiréttur hefur hvorki fjallað um málsatvikin né heldur sönnunarfærsluna eða önnur atriði í hinum fyrri dómi réttarins í málinu nr. 214/1978. Vegna kröfugerðar ákæruvaldsins í málinu þykir rétt að benda á ummæli í greinargerð setts ríkissaksóknara til Hæstaréttar á bls. 76, sem skýra að nokkru kröfugerð hans, en þar segir: ríki ssaksóknari bendir á að endurupptökunefnd telur að vísbendingar séu um að játningar Sævars Marinós, Kristjáns Viðars, Tryggva Rúnars og Alberts Klahn sem lúta að því að þeir hafi átt saknæman þátt í hvarfi Guðmundar Einarssonar annars vegar og þeir tveir f yrstnefndu, ásamt Guðjóni, í hvarfi Geirfinns 40 Einarssonar hins vegar, hafi átt við rök að styðjast. Ætla mætti að til undantekninga heyri að svo margir einstaklingar játi ranglega aðild að atlögu að manni eða mönnum sem leitt hafi hann eða þá til dauða og einnig að vitni styðji við þær játningar. Fyrir liggur að sakfellingin í báðum þáttum málsins var fyrst og fremst studd við játningar dómfelldu sem og annan framburð hvers þeirra um sig, um þátt hinna í atlögu að mönnum þessum. Framburðir vitna styðja einn ig út af fyrir sig með beinum eða óbeinum hætti við þá atburðarás sem lögð var til grundvallar sakfellingu. Á hinn bóginn hafa lík hinna horfnu manna aldrei fundist, ekkert er vitað um dánarorsök, engin ummerki fundust um átök eða mannslát á meintum brotav ettvangi og engum áþreifanlegum sönnunargögnum er til að dreifa um að mönnum þessum hafi yfirhöfuð verið ráðinn bani. Þá er þess að geta að dómfelldu þeir Sævar Marinó, Kristján Viðar og Tryggvi Rúnar afturkölluðu játningar sínar eftir að dómsmeðferð málsi ns hófst, sem og lykilvitni í Geirfinnsmálinu, Af þessu má ráða að kröfu ákæruvaldsins í málinu sé að rekja til þess að hlutlæg sönnunargögn skorti í málinu. Það hafa engin lík fundist og engin áþreifanle g sönnunargögn um að þeim hafi verið ráðinn bani. Þá hafi engin ummerki fundist um átök eða mannslát á ætluðum brotavettvangi. Því lágu einungis fyrir játningar og á þeim var dómur Hæstaréttar í málinu nr. 214/1978 byggður. 5 Samkvæmt 1. mgr. 186. gr. sa kamálalaga nr. 88/2008 er dómur bindandi um úrslit sakarefnis fyrir ákærða, ákæruvaldið og aðra um þau atriði sem þar eru dæmd að efni til. Samkvæmt 4. mgr. 186. gr. sömu laga hefur dómur fullt sönnunargildi um þau málsatvik sem í honum greinir þar til það gagnstæða er sannað. Samkvæmt dómsorði í Hæstaréttardómi í málinu nr. 521/2017 var stefnandi sýknaður af 1. lið I. kafla ákæru 8. desember 1976 og I. kafla ákæru 16. mars 1977. Er dómurinn bindandi um úrslit sakarefnis fyrir stefnanda í skilningi 1. mgr. 186. gr. um þau atriði sem þar voru dæmd að efni til. Vegna kröfugerðar setts ríkissaksóknara var ekki fjallað efnislega um málsatvik. Af því leiðir að dómurinn telst ekki hafa sönnunargildi í skilningi 4. mgr. 186. gr. um málsatvikin. Um málsatvik var hi ns vegar dæmt í dómi Hæstaréttar í máli nr. 214/1978 og ber því að líta til þess dóms varðandi málsatvikin, nema að því leyti 6 Í bótamáli þessu fer um sönnun eftir 44. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 og sker dóma ri úr því hverju sinni eftir mati á þeim gögnum sem hafa komið fram í máli, hvort staðhæfing um umdeild atvik teljist sönnuð. Það hvílir á stefnanda að sanna að hann eigi rétt til bóta. Í málatilbúnaði sínum hefur stefnandi vísað til úrskurðar endurupptöku nefndar í málinu nr. 15/2015 um beiðni setts ríkissaksóknara um endurupptöku Hæstaréttarmálsins nr. 214/1978 til hagsbóta fyrir stefnanda. Er það gert til sönnunar því að stefnandi eigi rétt til bóta. Í úrskurðinum er gerð ítarleg grein fyrir málinu. Tilga ngurinn með úrskurðinum var að leggja mat á það hvort uppfyllt væru þágildandi lagaskilyrði 1. mgr. 211. gr. sakamálalaga nr. 88/2008 um endurupptöku málsins. Væri svo var veitt leyfi á grundvelli þágildandi 1. mgr. 215. gr. sömu laga til þess að málið vær i tekið til meðferðar og dómsuppsögu að nýju í Hæstarétti. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu sinni í máli nr. 521/2017 að hvorki væru annmarkar á málsmeðferð hjá endurupptökunefnd né á mati hennar á þýðingu nýrra gagna. Hins vegar fjallaði Hæstiréttur aldrei efnislega um málsatvikin. Úrskurði endurupptökunefndar verður ekki jafnað til matsgerðar dómkvaddra matsmanna. Þá verður ekki talið að úrskurðurinn teljist sönnunargagn að því er varðar málsatvik, sem gangi framar dómi í máli í skilningi 4. mgr. 18 6. gr. laga nr. 88/2008. Þá liggur fyrir skýrsla starfshóps innanríkisráðuneytisins um Guðmundar - og Geirfinnsmál. Skýrslunnar var aflað utan réttar og skiptir ekki máli hvor aðili hafði forgöngu um skipun starfshópsins. Ekki er um matsgerð að ræða sem s amin er af dómkvöddum matsmönnum og ekki verður sálfræðimatinu, sem er hluti skýrslunnar, jafnað til álitsgerðar dómkvaddra matsmanna. Því verður ekki byggt á skýrslu þessari í málinu. 7 41 Bætur þær sem stefnandi hlaut að fjárhæð 204.000.000 kr. voru svokallaðar sanngirnisbætur, greiddar út á grundvelli heimildar í lögum nr. 128/2019. Þótt svo hafi verið gert hamla þessar bótagreiðslur ekki rétti stefnda til að hafa uppi allar þær málsástæðu r til varnar frekari greiðslu, svo sem fram kemur í yfirlýsingu stefnda frá 17. janúar 2020. Í kafla I, 1 eru raktar upphafsaðgerðir lögreglu gagnvart stefnanda vegna hvarfs Guðmundar Einarssonar og hugsanlegrar aðkomu stefnanda að því, en stefnandi var fyrst yfirheyrður 23. desember 1975. Skýrði stefnandi fljótlega frá atvikum og átökum er átt höfðu sér stað að Hamarsbraut 11 og með hverjum hann hefði verið. Staðfesti stefnandi framburði sína fyrir dómi allt þar til hann dró framburð sinn til baka 27. se ptember 1977. Varðandi hvarf Geirfinns Einarssonar þá er upphafi málsins lýst í kafla I, 2 hér að framan. Þar kemur m.a. fram að stefnandi kannaðist við þátt sinn í sjóferð ásamt Geirfinni og fleiri mönnum, átök sem áttu sér stað í bátnum, og að Geirfinni hefði verið pakkað inn í plast og settur inn í sendiferðabifreið. Framburði sína staðfesti stefnandi fyrir dómi í apríl 1976. Hinn 6. júlí 1977 dró hann yfirlýsingar sínar til baka. Dómur Hæstaréttar í máli nr. 214/1978, um sakfellingu stefnanda, er byggðu r á framburðum stefnanda og játningum hans og meðákærðu hans. Hafi játningar stefnanda og þeir framburðir sem hann gaf við rannsókn málsins og fyrir dómi ekki verið sannleikanum samkvæmt, þá skiptir það í raun ekki máli varðandi rétt stefnanda til bóta. Me ð því að gefa rangan framburð við rannsókn máls er rannsóknin afvegaleidd, sem leiðir til lengri rannsóknartíma sem og þess að kveðinn verður upp rangur dómur. Auk þess getur það verið refsivert, samanber 142. gr. almennra hegningarlaga, að skýra rangt frá fyrir dómi og að taka á sig sök. Með vísan til framburða þeirra sem stefnandi gaf fyrir dómi hefur hann sjálfur valdið þeim aðgerðum sem hann reisir kröfur sínar á. Því hefur stefnandi fyrirgert rétti sínum til bóta. Í kafla IV, 4 hér að framan eru rakta r ástæður þess að Hæstiréttur í máli nr. 521/2017 tók ekki efnislega afstöðu til málsatvika þeirra er lágu fyrir í dómi réttarins í máli nr. 214/1978. Í kafla IV, 5 hér að framan var komist að þeirri niðurstöðu að dómur Hæstaréttar í máli nr. 521/2017 telj ist ekki hafa sönnunargildi í skilningi 4. mgr. 186. gr. sakamálalaga nr. 88/2008 um málsatvikin. Um málsatvik hafi hins vegar verið dæmt í dómi Hæstaréttar í máli nr. 214/1978 og beri því að líta til þess dóms varðandi Þannig standa málsatvikin í dómi Hæstaréttar frá 214/1978 óhögguð og hefur málið ekki sætt endurmati Hæstaréttar þótt sýknudómur í máli nr. 521/2017 hafi verið kveðinn upp. Af þessu leiðir að stefnandi getur ekki átt rétt bóta, auk þess sem stefnandi hefur þegar þegið bætur að fjárhæð 204.000.000 kr. Sem, eins og áður segir, voru ætlaðar til að mæta mögulegu fjártjóni, hvers kyns miska og öðru tjóni sem stefnandi kann að hafa orðið fyrir. Stef nandi hefur ekki sannað að hann eigi rétt á hærri greiðslu, auk þess sem fjárhæðir bótakröfu, annarra en vegna gæsluvarðhalds og afplánunar, eru í engu rökstuddar. Af þessu leiðir að stefndi er þegar af þessum ástæðum sýknaður af öllum kröfum stefnanda. S amkvæmt 1. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála ber stefnanda að greiða stefnda málskostnað sem þykir hæfileg ákveðinn 1.500.000 kr. Stefnandi er með gjafsókn í máli þessu, samanber gjafsóknarleyfi dags. 17. september 2019. Allur kostnaður greiðist því úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns stefnanda, svo sem greinir í dómsorði. Við ákvörðun gjafsóknarkostnaðar verður að taka tillit til þess að við greiðslu sanngirnisbótanna hinn 29. janúar 2020 fékk lögmaðurinn greiddar 10.200.000 kr. í þóknun. Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, íslenska ríkið, er sýknað af öllum kröfum stefnanda, Kristjáns Viðars Júlíussonar. Stefnandi greiði stefnda, íslenska ríkinu, 1.500.000 krónur í málskostnað. Allur gj afsóknarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. málflutningsþóknun lögmanns stefnanda, Arnars Þórs Stefánssonar, 1.500.000 krónur.