LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 24. júní 2022. Mál nr. 547/2021 : Ákæruvaldið (Hulda María Stefánsdóttir saksóknari ) gegn Daníel Christensen og (Stefán Karl Kristjánsson lögmaður) Víði Erni Ómarssyni (Gísli M. Auðbergsson lögmaður) (Arnar Kormákur Friðriksson réttargæslumaður) Lykilorð Líkamsárás. Hótanir. Hlutdeild. Frelsissvipting. Skilorð. Miskabætur. Útdráttur DC var sakfelldur fyrir að hafa ráðist að A og B með ofbeldi og hótunum um ofbeldi í því skyni að fá A til að draga ti l baka og/eða breyta framburði sínum í öðru sakamáli og fyrir að hafa slegið A ítrekað í andlitið, tekið hann hálstaki og hótað þeim báðum ofbeldi og lífláti með því meðal annars að ógna þeim með hnífi. Þá var DC einnig sakfelldur fyrir að hafa veitt A hög g í höfuð með hnénu. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms var staðfest sú niðurstaða hans að heimfæra brotin undir 108. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, nema hvað varðar höfuðhögg með hné, en sú háttsemi var færð undir 2. mgr. 218. gr. laganna . Þá var DC sakfelldur fyrir að hafa í félagi við H, D og E svipt C frelsi sínu í meira en fimm klukkustundir í því skyni að knýja á um greiðslu peningaskuldar við DC. DC var einnig sakfelldur fyrir líkamsárás og hótanir með því að hafa í félagi við H, D o g E veist að C með ofbeldi meðan á frelsissviptingunni stóð. Í dómi Landsréttar var ekki fallist á ómerkingarkröfu DC. V var sakfelldur fyrir hlutdeild í brotum DC og dómfelldu H, D og E í málinu, sbr. 22. gr. almennra hegningarlaga, með því að hafa ekið C frá einum stað til annars, sbr. 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008. Aðrir en DC og V undu héraðsdómi og áfrýjuðu ekki til Landsréttar. Var refsing DC ákveðin fangelsi í tvö ár en til frádráttar refsingunni komi gæsluvarðhald sem hann sætti. Var refsing V á kveðin fangelsi í níu mánuði en fullnustu refsingarinnar var frestað skilorðsbundið í tvö ár. Þá var DC og V gert að greiða C miskabætur. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Arnfríður Einarsdóttir , Oddný Mjöll Arnardóttir og Ragnheiður Bragadóttir . 2 Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 10. ágúst 2021 í samræmi við yfirlýsingu ákærðu um áfrýjun. Málsgögn bárust réttinum 28. janúar 2022. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra 30. júní 2021 í málinu nr. S - /2019 . 2 Ákæruvaldið krefst þess að refsing ákærðu verði þyngd og hinn áfrýjaði dómur staðfestur um upptöku á munum og fíkniefnum. Þá krefst ákæruvaldið þess að ómerkingarkröfu ákærða Daníel s Christensen verði hafnað. 3 Ákærði Daníel Christensen krefst aðallega sýknu af sakargiftum í ákærulið 1 í ákæru héraðssaksóknara 28. nóvember 2019, sem beindist að honum og J , og af ákæruliðum 1 og 2 í ákæru héraðssaksóknara 28. nóvember 2019, sem beindist að honum, meðákærða Víði Er ni Ómarssyni og fleiri ákærðum. Til vara krefst hann þess að refsing verði bundin skilorði að öllu leyti eða að hluta en að því frágengnu að héraðsdómur verði ómerktur og málinu vísað heim í hérað. Þá krefst hann þess að einkaréttarkröfu verði vísað frá dó mi. Loks er þess krafist að gæsluvarðhald ákærða frá 8. febrúar 2018 komi til frádráttar refsingu. 4 Ákærði Víðir Örn Ómarsson krefst sýknu og þess að einkaréttarkröfu verði vísað frá dómi en til vara að refsing verði milduð og skaðabætur lækkaðar. 5 Brotaþol i C krefst þess aðallega að ákærðu verði óskipt gert að greiða honum skaðabætur að fjárhæð 4.000.000 króna ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 8. febrúar 2018 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags. Til vara krefst brotaþoli þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur um bótakröfu hans. 6 Mál þetta var fyrst tekið til aðalmeðferðar í héraði 8. til 15. júní 2020, en ekki dæmt í kjölfar hen nar heldur tekið til aðalmeðferðar að nýju 26. maí til 16. júní 2021, sbr. 1. mgr. 184. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Málsatvik og sönnunarfærsla 7 Ákæruatriðum, atvikum málsins og framburði ákærðu og vitna hjá lögreglu og fyrir dómi er skilmerki lega lýst í hinum áfrýjaða dómi og vísast til hans að öðru leyti en því sem nánar greinir hér á eftir. Þá athugast að I gaf skýrslu hjá lögreglu 11. desember 2018 sem vitni. 8 Ákærðu gáfu viðbótarskýrslu við aðalmeðferð málsins í Landsrétti en áður voru spi laðar í hljóði og mynd upptökur af framburði þeirra við síðari aðalmeðferð málsins í héraði. 9 Ákærði Daníel kvaðst hafa neitað að tjá sig í héraði um þær sakargiftir sem áfrýjun málsins lýtur að vegna þess að hann hefði áður gefið skýrslur hjá lögreglu og ekki viljað eiga á hættu að framburður hans fyrir dómi yrði í ósamræmi við þann framburð. Kvaðst hann ekki hafa dregið framburð sinn hjá lögreglu til baka og vilja standa við 3 hann. Ákærði Víðir Örn kvað framburð sinn í héraði hafa verið réttan en hann hefð i neitað að tjá sig umfram það sem þar kom fram þar sem hann hefði ekki viljað vera eini sakborningurinn sem tjáði sig um atvik. Nánar verður vikið að framburði þeirra fyrir Landsrétti hér á eftir. 10 D , H og E voru sakfelldir í máli þessu og una héraðsdómi. Við aðalmeðferð málsins í Landsrétti gáfu þeir skýrslu sem vitni um þátt ákærða Víðis Arnar í atburðum 8. febrúar 2018, en áður las sækjandi upp reifun á framburði þeirra við síðari aðalmeðferð málsins í héraði. Nánar verður vikið að framburði þeirra fyrir Landsrétti hér á eftir. 11 Við aðalmeðferð málsins í Landsrétti voru spilaðar í hljóði og mynd upptökur af framburði brotaþolanna A , B og C við síðari aðalmeðferð málsins í héraði. 12 Uppritun af skýrslutökum við fyrri aðalmeðferð málsins í héraði er meðal gagna málsins. Niðurstaða Ómerkingarkrafa 13 Ákærði Daníel krefst ómerkingar hins áfrýjaða dóms á þeim grundvelli að verjandi hans hafi verið boðaður til þinghalds klukkan 14 miðvikudaginn 26. maí 2021 en þann dag hafi verið teknar skýrslur af dómfelldu H , D og E . Samkvæmt þingbók var þinghaldið háð á grundvelli 5. mgr. 165. gr. laga nr. 88/200 8 til að taka skýrslur af þessum mönnum og brotaþola A þar sem þeir ættu ekki heimangengt í boðaða aða lmeðferð málsins sem hefjast skyldi 31. sama mánaðar. Samkvæmt þingbókinni voru verjandinn og verjendur tveggja sakborninga í öðrum þáttum málsins ekki mættir voru verje ndur framangreindra dómfelldu og ákærða Víðis Arnar mættir. Skýrslutökur af dómfelldu hófust klukkan 13.05 og lauk klukkan 13.42. Þá var bókað að verjandi ákærða Daníels, ásamt hinum tveimur verjendunum, hefðu mætt til þinghaldsins klukkan 14. Verjandi nn k veður hafa verið gerðar athugasemdir við þetta í þinghaldinu án þess að það hafi verið bókað. 14 Eins og bókun í þingbók er háttað verður að leggja til grundvallar að aðeins hluti verjenda í málinu hafi verið boðaðir til framangreinds þinghalds á réttum tíma og að héraðsdómara hafi því borið að fresta þinghaldinu, sbr. 3. mgr. 36. gr. laga nr. 88/2008. Til þess er á hinn bóginn að líta að aðalmeðferð í málinu hófst 31. maí 2021 og var fram haldið 1. og 2. og 16. júní sama ár. Þá kveður verjandi ákærða Daníels skýrslur dómfelldu, sem teknar voru að honum fjarstöddum, hafa verði ritaðar upp fyrir verjendur. Staðfesti hann jafnframt fyrir Landsrétti að ekki hefði verið óskað eftir því að dómfelldu kæmu aftur fyrir dóm til skýrslugjafar við aðalmeðferðina. Að þess u gættu verður ekki talið að í framangreindri málsmeðferð hafi falist brot gegn ákvæðum 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar eða 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Verður því ekki fallist á ómerkingarkröfu ákærða Daníels. 4 Ákæra vegna b rota gegn A og B 15 Með hinum áfrýjaða dómi var ákærði Daníel sakfelldur samkvæmt fyrsta lið í ákæru 28. nóvember 2019 fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og brot gegn valdstjórninni með því að hafa ítrekað á tímabilinu frá fimmtudagskvöldi 6. desember ti l mánudagsmorguns 10. desember 2018, í íbúð að á Akureyri, veist að A og B með ofbeldi og hótunum um ofbeldi og líflát í því skyni að fá A til að draga til baka og/eða breyta framburði sínum í öðru sakamáli, en ákærði hafi meðal annars veitt A hnéspark í höfuðið, slegið hann ítrekað í andlitið, tekið hann háls - eða kverkataki, hrint honum í nokkur skipti þannig að hann féll, ýtt við B nokkrum sinnum og hótað henni og A ítrekað ofbeldi og lífláti, meðal annars með því að ógna þeim með hnífi, exi og skóflu. Af þessu hafi A hlotið skurð fyrir ofan vinstra eyra sem sauma þurfti með fimm sporum. Ákærða Daníel var í framangreindum ákærulið einnig gefið að sök að hafa umrætt si nn veist að I með hótunum um ofbeldi og líflát í því skyni að fá hann til að draga til baka og/eða breyta framburði sínum í öðru sakamáli en ekki var tekin afstaða til þeirra sakargifta í héraði. Ákæruvaldið unir héraðsdómi að þessu leyti . Í öðrum ákærulið sömu ákæru var J gefin að sök hlutdeild í framangreindum brotum en hann var sýknaður í héraði. Hefur þeim þætti málsins ekki verið áfrýjað til Landsréttar. 16 Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms er staðfest sú niðurstaða hans að sannað sé að ákærði D aníel hafi, ásamt meðákærða J , farið fjórum sinnum á tímabilinu frá 6. til 10. desember 2018 að og hitt þar fyrir brotaþolann A , og að brotaþolinn B hafi þar einnig verið stödd í sum skipti n . Fyrir Landsrétti gekkst ákærði Daníel við því að hafa hrint brotaþolunum A og B , tekið um hálsinn á A og slegið hann utan undir. Hann kvaðst þó ekki hafa veitt honum hnéspark. Jafnframt kvaðst hann vilja standa við framburð sinn hjá lögreglu en þar gekkst hann við því að hafa verið reiður og ógnandi í þau skipti se m hann kom að og kvaðst í því sambandi í fyrstu þremur heimsóknunum hafa reynt að fá A til að draga framburð sinn í öðru sakamáli til baka. Jafnframt játaði hann að hafa slegið A utan undir nokkrum sinnum og að hafa hent honum til og frá. Þá kvaðst han n hafa komið með hníf með sér í eitt sinn, sem hugsan lega hafi verið ógnandi í ljósi ástands hans að öðru leyti. Loks gekkst ákærði við því hjá lögreglu að hafa tekið A hálstaki og að hafa kastað B í rúm A einu sinni. Samkvæmt öllu framangreindu verður ákæ rði Daníel sakfelldur samkvæmt ákæru fyrir að hafa ráðist að A og B með ofbeldi og hótunum um ofbeldi í því skyni að fá A til að draga til baka og/eða breyta framburði sínum í öðru sakamáli og fyrir að hafa slegið A ítrekað í andlitið, tekið hann hálstaki og hótað þeim báðum ofbeldi og lífláti með því meðal annars að ógna þeim með hnífi. 17 Ákærði Daníel gekkst hvorki við því hjá lögreglu né fyrir dómi að hafa ýtt oftar við B en að framan greinir né að hafa ógnað þeim A með exi og skóflu. A bar hjá lögreglu að Daníel hefði hótað þeim B lífláti en lét þess ekki getið að hann hefði ógnað þeim með exi og skóflu. Hjá lögreglu gat B aftur á móti ekki um líflátshótun en bar að Daníel hefði ógnað þeim A með exi og skóflu. Þá gr eindu A og B bæði svo frá hjá lögreglu að Daníel hefði ýtt við B . Meðákærði J bar hjá lögreglu að Daníel hefði 5 öskrað eitthvað á A og B en kvaðst ekki skilja íslensku. Þá kvað hann Daníel hafa ýtt ítrekað við B auk þess sem hann hefði ógnað þeim A með exi og snjóskóflu. Við síðari aðalmeðferð málsins í héraði greindi A svo frá að Daníel hefði kastað B á rúmið og auk þess kýlt hana eða hrint henni þannig að hún skall á vegginn. Þá hefði hann hótað að drepa þau bæði og ógnað A með exi og hníf i . Við sömu aðalm eðferð kvaðst B lítið muna um atvik en vilja standa við framburð sinn hjá lögreglu auk þess sem J staðfesti að hann hefði greint frá því sem hann mundi um atvik er hann gaf skýrslu hjá lögreglu. Að öllu framangreindu virtu verður talið sannað svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa að ákærði Daníel hafi ýtt nokkrum sinnum við B og hótað þeim A ofbeldi og lífláti, meðal annars með því að ógna þeim með exi og skóflu. 18 Ákærða Daníel er í framangreindum ákærulið einnig gefið að sök að hafa hrint A í nokkur skipti þannig að hann féll og að hafa veitt A hnéspark í höfuð. A bar hjá lögreglu að Daníel hefði fellt hann í gólfið oftar en einu sinni og að hann hefði, þegar A lá á gólfinu, látið sig falla með annað hnéð á vinstri vanga A með þeim afleiðingu m að skurður opnaðist við vinstra eyra. B bar hjá lögreglu að Daníel hefði skellt A í gólfið nokkrum sinnum og gefið A hnéspark í höfuð er hann sat í stofusófa. Auk þess hefði farið að blæða við eyra A eitt sinn eftir að Daníel skellti honum í gólfið en hú n kvaðst ekki hafa séð nákvæmlega hvað varð til þess að það gerðist. Meðákærði J bar hjá lögreglu að Daníel hefði snúið A niður í gólfið. Hann kvaðst ekki hafa séð Daníel veita A hnéspark en tók fram að hann hefði verið mikið í símanum og gæti því hafa yfi rsést það. A greindi svo frá við síðari aðalmeðferð málsins í héraði að Daníel hefði fellt hann og sparkað honum í gólfið. Þá hefði Daníel, er A lá á gólfinu, látið sig falla með hnéð á höfuð A . Kvað hann það hafa verið mjög þungt högg sem valdið hefði töl uverðum áverkum. Eins og að framan greinir vísuðu B og J bæði til framburðar síns hjá lögreglu við síðari aðalmeðferð málsins í héraði. Samkvæmt gögnum málsin s leitaði A á bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri 9. desember 2018 og kvaðst hafa verið felldur auk þess sem hné hefði sett af fullum þunga vinstra megin á höfuð hans. Var hann með skurð ofan við vinstra eyra sem saumaður var saman með fimm sporum. 19 Framburður A um að ákærði Daníel hafi fellt hann í gólfið nokkrum sinnum og í eitt sinn keyrt hnéð í höfuð hans hefur verið stöðugur við meðferð málsins. Þá fær hann stoð í gögnum um komu hans á bráðamóttöku og að nokkru leyti í framburði B . Að öllu framangreindu virtu verður talið sannað svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa að ákærði Daníel hafi hrint A í nokkur skipti þannig að hann féll og að hafa einu sinni keyrt hné sitt af fullum þunga í höfuð A er hann lá á gólfinu, með þeim afleiðingum að A hlaut þá áverka er í á kæru greinir. 20 Í ákæru er ákærða Daníel gefið að sök að hafa veitt A Samkvæmt 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008 má ekki dæma ákærða fyrir aðra hegðun en þá sem í ákæru greinir. Þó má sakfella ákærða þótt aukaatriði brots, svo sem staðu r og stund þess, séu ekki skýrt eða rétt greind, enda telji dómari að vörn hafi ekki verið áfátt þess vegna. Með háttsemi sinni veitti ákærði Daníel A þungt högg í höfuð með 6 ákær una að þessu leyti enda verður ekki séð að vörn hafi verið áfátt af þessum sökum, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 1. júní 2011 í máli nr. 724/2009. 21 Að öllu framangreindu virtu verður ákærði Daníel sakfelldur fyrir þá háttsemi gagnvart A og B sem í ákæ ru greinir, þó þannig að hann hafi veitt A högg í höfuð með hnénu. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms er staðfest sú niðurstaða hans að brotin verði heimfærð undir 108. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 , nema hvað varðar höfuðhögg með hné, en sú háttsemi verður heimfærð undir 2. mgr. 218. gr. laganna. Í tengslum við heimfærslu brots Daníels til 108. gr. almennra hegningarlaga breytir engu þótt hann hafi með hinum áfrýjaða dómi verið sýknaður af sakargiftum um það brot sem skýrslugjöf brotaþola A hjá lögreglu laut að. Ákæra vegna brota gegn C 22 Með hinum áfrýjaða dómi voru ákærðu Daníel og Víðir Örn sakfelldir samkvæmt fyrsta lið í ákæru 28. nóvember 2019 fyrir frelsissviptingu fimmtudaginn 8. febrúar 2018 með því að hafa, í félagi við H , D og E , svipt brotaþolann C frelsi sínu í meira en fimm klukkustundir í því skyni að knýja á um greiðslu peningaskuldar við ákærða Daníel. Að undirlagi ákærða Daníels hafi E fengið brotaþola til að koma að þar sem allir ákærðu hefðu, er C kom þangað klukkan rúm lega hálf þrjú, ráðist að honum með þeim afleiðingum að C og D féllu út á götu. Hafi allir ákærðu síðan látið C setjast gegn vilja hans inn í bifreið ákærða Víðis Arnar, , sem hann ók, og farið með hann að . Er þangað var komið hafi C lagt á flótta en ákærðu elt hann uppi og fært hann inn í húsið þar sem þeir hafi haldið honum, gegn vilja hans, og haldið frá honum síma hans og öðrum munum, en C hafi ekki verið frjáls ferða sinna fyrr en um klukkan átta um kvöldið. H , D og E voru sakfel ldir fyrir sinn þátt í framangreindri háttsemi í héraði og una dómi. 23 Ákærði Daníel var einnig sakfelldur samkvæmt öðrum lið sömu ákæru fyrir líkamsárás og hótanir með því að hafa, í félagi við H , D og E , meðan á frelsissviptingunni að stóð, veist að C með því að kýla hann og slá margsinnis í andlit, en ákærði Daníel hafi veitt honum flest höggin, og beita hann margvíslegu ofbeldi, en ákærði Daníel hafi slegið hann með hamri á vinstri kjálka og utanvert vinstra hné og sparkað í líkama hans, ásamt því se m ákærðu hefðu hótað honum margítrekað frekari líkamsmeiðingum. Af aðförum ákærðu hafi C hlotið þá áverka sem í ákæru greinir að undanskildum mjúkpartaáverka á vinstra hné. Ákæruvaldið unir þeirri niðurstöðu. H , D og E voru sakfelldir fyrir sinn þátt í fra mangreindri háttsemi í héraði og una dómi. 24 Við fyrstu skýrslutöku af brotaþola C hjá lögreglu 8. febrúar 2018 lýsti hann atvikum þannig að allir ákærðu nema Víðir Örn hefðu verið í íbúðinni að og veist að honum þar með þeim afleiðingum að C og dómfelld i D féllu út um glugga. Eftir það hefðu þeir þvingað hann inn í bifreið sem Víðir Örn ók heim til ákærða Daníels að og hafi Daníel sagt að nú væri C í vondum málum. Eftir að komið var að 7 kvaðst hann hafa reynt að flýja en dottið og þeir þá náð honu m og þvingað hann inn í húsið og tekið allt af honum, þar á meðal síma. C kvaðst hafa verið látinn krjúpa á stofugólfinu en síðan setjast í stofusófann. Hann kvað ákærðu hafa veitt sér högg í andlit og líkama og beitt sig ýmis s konar ofbeldi, alla nema Víð i Örn. Hefði Daníel strax í upphafi veitt honum þungt högg í andlitið þannig að blæddi úr nefinu og aftur veitt honum högg á nefið þegar hann var nýlega sestur í sófann. Fljótlega hefðu allir mennirnir nema D einnig sett upp hvíta , einnota hanska. Kvað hann flest höggin hafa komið frá Daníel en hann hefði einnig sparkað í öxl og mjöðm C . Þá hefði Daníel slegið C í vinstri kjálkann með hamri, en höggið hefði ekki verið þungt. Einnig hefði hann látið nokkur léttari högg falla með hamr inum á höfuð C og slegið hann með hamrinum í vinstra hné og hótað að negla skrúfu í hnéð. Jafnframt hefði Daníel hótað að illa myndi fara fyrir C ef hann greiddi ekki skuldina. Þá hefðu mennirnir rætt hvað þeir gætu gert við C og hótað margvíslegu ofbeldi í því sambandi. Seinni part dags hefði sambýliskona C hringt í farsíma E og mennirnir farið að óttast að hringt yrði á lögregluna. Hefðu þeir því hringt á leigubíl og ætlað að færa C til en síðan hætt við það og afpantað leigubílinn. Jafnframt hefði É , fræ ndi sambýliskonu C , hringt í D en honum tekist að sannfæra hann um að allt væri í lagi. Þá hefði Daníel rætt um að C ætti að koma daginn eftir til að skrifa undir samning um greiðslu skuldarinnar. Undir lokin hefði C verið gefinn bjór og hafi honum síðan v erið sleppt rétt upp úr klukkan 20. Við aðra skýrslutöku hjá lögreglu 9. febrúar 2018 kvað C Daníel hafa reist hann á fætur eftir að hann féll út um gluggann að og hafa leitt hann að útidyrunum þar sem beðist hefði verið afsökunar á því að brjóta rúðun a. Eftir það hefði hann verið leiddur að bíl Víðis Arnar. C kvað Daníel og E einnig hafa verið lengst í húsinu að . Ákærði Víðir Örn hefði farið innan tveggja klukkustunda en síðan komið aftur, stoppað stutt og ekið dómfellda D á sjúkrahús til að láta g era að áverkum hans. Við þriðju skýrslutöku hjá lögreglu 15. febrúar 2018 greindi C svo frá að ákærðu hefðu allir verið viðstaddir að verið að hjálpa D að búa um sár á baki hans . C kvað Daníel hafa kýlt hann á löngu tímabili og margoft á nefið en einnig hefði Daníel slegið hann með opnum lófa. Ofbeldið hefði verið mest í upphafi en minnkað eftir því sem á leið og loks stöðvast, en þá hefði verið rætt um skuldasamning og tekið upp my ndskeið. Spurður um símtal frá sambýliskonu sinni klukkan 20.13 umræddan dag kvað hann það hafa átt sér stað stuttu eftir að hann kom heim en aðeins tæki nokkrar mínútur að ganga þangað frá . 25 Við fyrri aðalmeðferð málsins í héraði kvað C E hafa platað sig heim til A , en atburðir dagsins hefðu snúist um skuld við ákærða Daníel. Eftir að C og D hefðu dottið út um gluggann hefði Daníel haldið í C , sagt að hann væri að koma með þeim og leitt hann út í bíl. Þegar að heimili Daníels var komið hefði C reynt að hlaupa í burtu en dottið setjast í stofusófa. Er inn var komið hefði hann verið beittur ýmiss konar ofbeldi. Kvað C Daníel meðal annars hafa kýlt hann marg oft á nefið. Þá hefði hann barið í C og 8 meðal annars danglað nokkrum sinnum með hamri í höfuðið eða kinnarnar á honum C kvað Daníel, H og E hafa hótað sér ýmsum óförum og lýsti atburða rásinni þannig að hún n darlausar hótanir og ofbeldi inn i H hefði farið af vettvangi hefði andrúmsloftið róast og þá hefði Daníel látið C skrifa undir skuldayfirlýsingu og taka upp myndskeið. Hefði atburðarásin staði ð yfir frá klukkan 14 eða 14.30 til um það bil klukkan 20. C kvað ákærða Víði Örn hafa verið bílstjóra sem ók milli staða en kvað hann ekkert illt hafa gert að öðru leyti en því að hafa verið með í hópnum sem var að beita sér gegn og hóta C , auk þess sem Víðir Örn hefði rætt málin við aðra ákærðu inni í eldhúsi að . Nánar spurður um hvernig það kom til að hann fór inn í bílinn við kvaðst hann minna að Daníel hefði leitt hann þangað inn. Hann hefði í öllu falli vitað hvað væri að fara að gerast og ekki talið sig geta sloppið og því farið með. Þá kvaðst hann ekki vita hvort Víðir Örn hefði í byrjun gert sér grein fyrir því að um þvingun væri að ræða. Kvað hann Víði Örn eiginlega vera nn minnast þess að það hefði verið einn hundur á vettvangi við og kvað Víði Örn hafa getað verið að passa hunda meðan aðrir, sem hann minnti að hefðu verið Daníel og D , hefðu leitt hann inn í húsið. Víðir Örn hefði ekki beitt C hann. Á einhverjum tímapunkti hefði Víðir Örn farið með D á spítalann. 26 Við síðari aðalmeðferð málsins í héraði bar C á sama veg og áður um að E hefði lokkað hann að og að hann hefði verið leiddur út í bíl eftir að hafa dottið út um glugga ásamt D . Þegar komið hafi verið að hafi C reynt að hlaupa burt en dottið og verið leiddur inn í húsið. Þar hafi hann verið settur í sófa og Daníel, H , D og E beitt hann ýmiss konar ofbeldi auk þess sem rætt hafi verið um að hann ætti að bo rga skuld sína við Daníel. Daníel hefði ítrekað veitt C hnefahögg í andlit, þar með talið beint á nefið , og danglað með hamri í andlitið. Einnig hafi hann danglað með hamri í lappirnar á honum , C kvaðst þó ekki muna hvort Daníel hefði sparkað í hann. Þá hafi allir ákærðu og dómfelldu haft uppi hótanir við C og Daníel látið hann skrifa undir skuldaviðurkenningu. C bar um að fyrir utan kvaðst ekki muna nákvæmlega hvernig það atvikaðist að hann fór inn í bílinn sem Víðir Örn ók. Hann sagðist jafnframt minna að Daníel og H hefðu leitt hann inn í húsið við , en kvaðst þó ekki geta fullyrt um það. Hvað þátt Víðis Arnar varðar greindi C s vo frá að þeir þátt í hótunum, en síðan mest haldið til í eldhúsinu. Nánar spurður um hótanir frá Víði Erni kvaðst C ekki geta rifjað upp tiltekin orð sem Víðir Örn hef ði látið falla í því sambandi. Jafnframt kvaðst hann ekki muna hvort Daníel hefði haldið í hann og leitt hann út í bíl við en kvað sér á þeirri stundu h afa verið ógnað af fimm mönnum. Þá kvaðst hann ekki muna hverjir hefðu klætt sig í einnota hanska eð a hvort Víðir Örn hefði komið með hamar inn í stofurýmið. Loks kvaðst hann hafa munað atvik betur þegar hann gaf skýrslur hjá lögreglu, sem og við fyrri aðalmeðferð málsins. 9 27 Við meðferð málsins í héraði neitaði ákærði Daníel að tjá sig um sakargiftir en f yrir Landsrétti greindi hann svo frá að hann hefði hjálpað C eftir að hann datt út um glugga að og hafi C síðan komið með heim til Daníels að . C hefði dottið þar fyrir utan en verið reistur upp og þeir síðan gengið inn og C sest inn í stofu. Þeir h afi þá pendúlshreyfingu í C . Hann kvaðst skilja að C hefði mátt vera hræddur í þessum aðstæðum. Hann kvað fíkniefnaskuld ekki hafa verið ástæðu þess að þeir C hittust umrætt sinn en skuldin hefði vissulega verið rædd og hann sjálfur verið reiður og sár. Daníel staðfesti að C hefði verið á í um fimm klukkustundir en kvað hann ekki hafa verið frelsissviptan. Hann hefði mátt fara og kvaðst Daníel ekki myndu hafa stöðvað það nema til að klára að ræða við hann. Stærstan hluta tímans hefðu þeir þó verið í vinsamlegum samskiptum. Þá kannaðist Daníel ekki v ið að hafa hótað C . Loks greindi Daníel svo frá að meðákærði Víðir Örn hefði lítinn sem engan þátt átt í atburðum umræddan dag. 28 Fyrir Landsrétti staðfesti ákærði Daníel einnig skýrslur sem hann gaf hjá lögreglu. Þegar tekin var af honum skýrsla hjá lögregl u öðru sinni 16. febrúar 2018 gekkst hann við því að hafa verið að reyna að hitta á C síðustu átta ár vegna fíkniefnaskuldar. Hann kvað E hafa sent C skilaboð um að hitta sig að og að ákærðu hefðu allir farið þangað. Hann kvaðst hafa hjálpað D og C á fæ tur eftir að þeir féllu út um glugga þar og sagt að þeir C þyrftu að ræða skuldina. C hefði ekki verið þvingaður inn í bílinn en líklega áttað sig á því að það þyrfti að ræða þessi skuldamál. Þegar komið var að hefði C dottið og Daníel hjálpað honum á fætur. Enginn hefði þó þvingað hann inn í húsið. Þar hefði C verið beðinn um að tæma vasa sína. Við þriðju skýrslutöku hjá lögreglu 17. febrúar 2018 kvaðst Daníel hafa séð tækifæri til þess að hitta C vegna skuldarinnar þar sem félagi hans hefði verið í sa mskiptum við hann umræddan dag auk þess sem hann staðfesti að C C ekki beinlínis verið sagt að fara inn bílinn við C hefði get að gengið í burtu eftir að þeir komu að kvað Daníel svo hafa verið en að þá hefði hann fylgt honum eftir til að ræða málin. Þá kvaðst hann hafa rekið C sinnum og danglað einu sinni með hamri í vinstri kál fann á honum. Einnig staðfesti hann að hafa, ásamt E , sett upp einnota hanska að , en það hefði verið til að þrífa sár á D . Þá hefði C verið hræddur í um eina og hálfa klukkustund að en allir el greindi loks svo frá að meðákærði Víðir Örn hefði ekkert gert á hlut C umrætt sinn, nema hreyta einhverjum fúkyrðum í hann. Þá gekkst hann við því að ýmsir munir hefðu verið teknir af C , þar á meðal síminn hans. 29 Ákærði Víðir Örn Ómarsson lýsti því við fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu 10. febrúar 2018 að er C hefði komið að hefði D tekið í úlpuna hjá honum og kippt honum inn í íbúðina en í kjölfarið hefðu þeir dottið út um glugga þar . Eftir það hefðu allir 10 heim til A Kvaðst Víðir Örn þó hafa verið kominn út í bíl fyrstur og ekki séð þegar hinir komu í bílinn. Eftir þetta hefðu þeir allir ekið að og farið þar út úr bílnum. Hann kvað aðra viðstadda hafa umkringt C þannig að hann gat ekki gengið í burtu og farið með hann inn í húsið. Hefði C kvaðst Víðir Örn hafa gert sér grein fyrir því hvað væri að fara að gerast. Þegar inn var kom ið kvaðst Víðir Örn hafa farið að búa um sár á baki D og losa kort úr farsíma jafnframt verið beðinn um að ná í hamar í eldhúsinu, sem hann h efði gert og farið með hann fram í stofu. Hann kvaðst síðan hafa ekið H í miðbæinn og farið heim til sín. Eftir það hafi hann ekið aftur að og farið þaðan með D á bráðamóttöku. Kvaðst hann hafa haldið sig í eldhúsinu meðan hann var á staðnum vegna þess að hann grunaði að beita ætti C ofbeldi til að knýja á um greiðslu gamallar skuldar. Við þriðju skýrslutöku hjá lögreglu 20. febrúar 2018 kvað Víðir Örn ekki hafa verið skipulagt fyrirfram að sitja fyrir C heima hjá A að en hann kvaðst þó hafa heyrt talað um skuld C þegar ákærðu voru staddir þar. Hann minnti að þegar í ljós hefði komið að C væri á leið til A hefði, að undirlagi ákærða Daníels, verið ákveðið að bíða eftir honum þar. Þegar ákærðu hefðu komið með C í bílinn hefði Víðir Örn kvaðst ekki hafa séð hann beittan líkamlegri þvingun til að koma inn í bílinn. Þegar að kom kvaðst Víðir Örn hafa hleypt hundum þeirra Daníels úr skotti bifreiðarinnar og síðan farið aftur fyrir húsið á eftir sínum hundi. Á meðan kvaðst hann hafa heyrt einhvern skarkala en ekki séð hvað átti sér stað. Þegar hann hefði komið fram fyrir húsið h efði hann séð C teymdan áfram af tveimur mönnum, sem hann minnti að hefðu verið Daníel og H . Kvaðst hann ekki telja að C hefði verið frjáls ferða sinna í . 30 Við fyrri aðalmeðferð málsins í héraði neitaði Víðir Örn að tjá sig um sakargiftir. Við síðari að almeðferðina kvaðst hann aldrei hafa gert sér grein fyrir að C hefði sætt þvingun. Kvaðst Víðir Örn einungis hafa ætlað að forða sér þegar C og D duttu út um glugga að og ekki hafa átt von á því að C fylgdi hinum upp í bílinn. Kvaðst hann ekki hafa ger t sér grein fyrir því að C væri í bílnum fyrr en ökuferðin, sem ekki hafi verið meira en 3 - 400 metra löng, hefði verið hálfnuð. Þá kvaðst hann ekki hafa séð C fara inn í húsið að þar sem hann hefði verið staddur að húsabaki að sinna hundum . A uk þess he fði hann ekki verið inni í húsinu nema í einn til tvo tíma og hafst við í eldhúsinu við að binda um sár á D . Jafnframt kvaðst hann hafa munað verr eftir atburðum þegar hann gaf skýrslur hjá lögreglu. Fyrir Landsrétti bar hann í megindráttum á sama veg og k vaðst telja að ef um frelsissviptingu hefði verið að ræða hefði hún fyrst átt sér stað við eða þegar þangað inn var komið. Kvaðst hann í skýrslutöku hjá lögreglu hafa notað orðalagið að C með frá í yfirfærðri merkingu . Þegar önnur atriði úr skýrslum sem ákærði Víðir Örn gaf hjá lögreglu voru borin undir hann kvaðst hann ekki muna eftir þeim. Hann kvaðst hafa verið í neyslu 11 og í haldi lögreglu þegar hann gaf skýrslurnar og taldi sig hafa sagt það sem lögreglan vildi heyra til að sle ppa og geta haldið áfram neyslu nni . 31 Við aðalmeðferð í Landsrétti gáfu dómfelldu H , D og E sem fyrr greinir vitnaskýrslur. Þeir höfðu allir neitað að tjá sig um sakargiftir í héraði, utan D , sem játaði við síðari aðalmeðferðina að hafa slegið C með vírburs ta og stungið opnum skærum í nasir hans. 32 H greindi svo frá fyrir Landsrétti að hann myndi ekkert frá þessum tíma og gæti ekki tjáð sig um þátt Víðis Arnar í málinu. Auk þess kvaðst hann ekki hafa verið með réttu ráði þegar hann gaf skýrslur hjá lögreglu o g ekkert geta sagt til um hvort þær væru réttar. Framburður H hjá lögreglu er reifaður í hinum áfrýjaða dómi. Er hann í nokkuð góðu samræmi við framburð brotaþola. 33 Fyrir Landsrétti greindi D svo frá að C hefði ekki verið frelsissviptur og að Víðir Örn hefð að Víðir Örn hefði ekið bílnum, en kvaðst ekki muna hvort C hefði sætt þvingun í þeirri ökuferð. Víðir Örn hefði síðan verið örstutt inni í húsinu en þá farið af vettvangi. Hann rak ekki minni til að það hefðu verið hundar á vettvangi en staðfesti að Daníel og Víðir Örn hefðu báðir átt hunda á þeim tíma sem um ræðir. Framurði D hjá lögreglu er lýst í hinum áfrýjaða dómi og er hann í nokkuð góðu samræmi við framburð brotaþola. 34 E greindi svo frá fyrir Landsrétti að hann myndi lítið frá atvikum umrætt sinn. Hann kvaðst þó muna að Víðir Örn hefði ekki átt þátt í þeirri frelsissviptingu sem E hefði verð dæmdur fyrir. Engin frelsissvipting hefði verið undirbúin og ekkert slíkt gerst þe gar C kom að . Þá kvað hann Víði Örn einungis hafa verið bílstjóra , auk þess sem C hefði ekki verið þvingaður í bílinn og allt verið rólegt þegar þeir óku á milli húsa. Fyrir utan kvaðst hann muna eftir því að Víðir Örn hefði verið að passa hund ákærða Daníels en að öðru leyti hefði hann ekki haft neitt sérstakt fyrir stafni . C hefði hlaupið í burtu fyrir utan húsið og dottið. Kvaðst E hafa farið á eftir honum en ekki muna hver hefð i farið með honum í það, þó hefði það ekki verið Víðir Örn. Framburði E hjá lögreglu er lýst í hinum áfrýjaða dómi, en þar kvaðst hann nánast ekkert muna eftir að hann hitti C í . 35 A gaf skýrslu sem sakborningur hjá lögreglu og greindi svo frá að ákær ðu Daníel og Víðir Örn, ásamt dómfelldu D og E , hefðu komið heim til hans umrætt sinn. Jafnframt kvað hann Daníel eða D hafa sagt E E þá sent textaskilaboð og C komið stuttu síðar. Eftir að C og D hefðu fallið út um glugga hefði Daníel hjálpað þeim á fætur. Hefðu þeir svo allir kvatt og farið og Víðir Örn beðist innilega afsökunar á rúðubrotinu. Við fyrri aðalmeðferð málsins í héraði gaf A skýrslu sem vitni og greindi svo frá að rétt áður en C hefði birst hefði E ominn, hann er A E hafa verið á tali við einhvern og hefði A haft á tilfinningunni að ákærðu og dómfelldu hygðust lokka C á staðinn. A kvaðst einnig hafa orðið reiður vegna þess að rúða brotnaði og ekki hafa tekið eftir 12 því hvort C hefði farið sjálfviljugur með ákærðu og dómfelldu. Við skýrslutökur fyrir dómi kvaðst A jafnframt hafa munað atvik betur er hann gaf skýrslu hjá lögreglu. Vitn ið P gaf einnig skýrslu við fyrri og seinni aðalmeðferð í héraði og kvað Daníel ásamt fleiri mönnum hafa komið til þeirra A umræddan dag til að hitta einhvern sem ætlaði að koma við hjá þeim. Það hefði greinilega ekki verið gott á milli þeirra og endað með því að D féll út um glugga. Hjá lögreglu hafði hún kannast við komu Daníels og fleiri manna á staðinn en ekki við að rúða hefði brotnað í átökum. 36 Á , sambýliskona C , gaf skýrslu við seinni aðalmeðferð málsins í héraði og kvað hún C aldrei mundu hafa farið sjálfviljugan með ákærða Daníel vegna þess að á milli þeirra hefðu lengi verið deilur. Hún kvaðst ekki muna nákvæmlega hvað C hefði sagt sér þegar hann kom heim um þátt hvers og eins í atlögunni að honum nema það að Daníel hefði kýlt hann. Jafnframt hefði hann sag st hafa verið laminn með hamri og klipinn með töngum. Kvaðst hún hafa beðið systur sína að fara með þau á sjúkrahúsið í kjölfarið. Við seinni aðalmeðferð málsins í héraði kvaðst vitnið Í , systir Á , hafa ekið C og Á á sjúkrahús sama kvöld. 37 Samkvæmt rannsóknargögnum málsins áttu ákærði Daníel og C í óvinsamlegum rafrænum samskiptum á árunum 2016 og 2017 þar sem Daníel rukkaði C um greiðslu skuldar en sá síðarnefndi neitaði að greiða , meðal annars vegna þess að Daníel hefði ráðist á hann og nefbrotið hann án þess að C hefði kært það til lögreglu. 38 Samkvæmt rannsóknargögnum voru dómfelldi E og C í töluverðum samskiptum með texta skilaboðum á tímabilinu frá klukkan 14 . 27 til 14 . 33 umræddan dag, 8. febrúar 2018, þar sem C var beint að vegna fíkniefnavið skipta en áður þann dag hafði E sagst mundu koma með efnin til hans . Þá hringdu þeir hvor í annan einu sinni í kringum klukkan 14 . 33 þann dag. Upptökur úr eftirlitsmyndavél kaffihússins á Akureyri staðfesta að dómfelldi H hafi sama dag meira og minna dvalið á frá um klukkan fimm eða hálf sex þennan dag. Samkvæmt lögregluskýrslu um símtöl É umræddan dag sendi Á , sambýliskona C , honum símanúmer skráð á E . Var hringt ú r síma É í það númer klukkan 17.58 og varði símtalið í tæpar fjórar mínútur. Samkvæmt lögregluskýrslu sem lögð hefur verið fram í málinu var leigubíll sendur að þennan dag en ferðin var afturkölluð áður en bíllinn kom á staðinn. Mun þetta hafa gerst á milli k lukkan 18.10 og 18.30. Upptökur úr eftirlitsmyn davél á Sjúkrahúsinu á Akureyri staðfesta að ákærði Víðir Örn og dómfelldi D hafi komið þangað 8. febrúar 2018 kl ukkan 18.42 og jafnframt að Víðir Örn hafi farið þaðan kl ukkan 18.50 en D kl ukkan 20 . 03. Samkvæmt lögregluskýrslu um notkun á síma C umræddan d ag var margoft hringt í hann úr númeri Á án árangurs, þar til svarað var klukkan 20.13. 39 Samkvæmt gögnum málsins sendi ákærði Daníel öðrum manni texta skilaboð 6. E er búinn að finna Þá er meðal gagna málsins að finna texta skilaboð frá 9. febrúar 2018 frá ákærða Daníel til Ó þar sem hann b i vant við látinn. Síðan s egir fiflinu og hann tok megnið af deginu . 13 40 Ljósmyndum af áverk um C , rannsókn á klæðnaði hans og munum sem fundust við húsleit að er lýst í hinum áfrýjaða dómi. Meðal gagna málsins er einnig afrit úr bráðamóttökuskrá 8. febrúar 2018 þar sem fram kemur að C hafi komið á bráðamóttöku þann dag og greint frá því að hafa verið tekinn í gíslingu vegna fíkniefnaskuldar. Áverkar sem lýst er í ákæru samsvara lýsingu í framangreindri bráðamóttökuskrá eða koma fram á framangreindum ljósmyndum. Þá liggur fyrir í málinu vottorð V geðlæknis 30. október 2018 þar sem fram kemur að C hafi notið þjónustu geðdeildar Sjúkrahússins á Akureyri vegna afleiðinga frelsissviptingar og líkamsárásar 8. febrúar 2018, en hann hafi meðal annars lýst stöðugum ótta og aðsóknarkennd vegna ha ndrukkunar af hálfu ákærðu og dómfelldu. Hann glími við en atvikið 8. febrúar 2018 hafi vegið þungt í veikindum hans síðustu mánuði. Læknirinn staðfesti vottorðið við síðari aðalmeðferð í héraði. Meðal gagna málsins er einnig vottorð RR geðlæknis 1. ap ríl 2020 þar sem fram kemur að C njóti enn þjónustu geðdeildar Sjúkrahússins á Akureyri og glími við sama ótta og aðsóknarkennd og að framan greinir. 41 Frásögn brotaþola C af því hvernig hann hitti ákærða Daníel og kom að umræddan dag breyttist á milli fyrstu og annarrar skýrslutöku hjá lögreglu. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms er staðfest sú niðurstaða hans að þetta atriði sé ekki til þess fallið að rýra trúverðugleika framburðar hans að öðru leyti. Hefur sá framburður í öllum meginatriðum ve rið skýr, ýkjulaus og stöðugur við meðferð málsins og er hann metinn trúverðugur. Þá fær hann meðal annars stoð í gögnum málsins um tilraunir Daníels til að innheimta skuld hjá C og samskiptagögnum um að C 8. febrúar 2018 og það tekið al lan daginn. Jafnframt fær hann stoð í rannsóknargögnum um muni sem fundust á vettvangi og rannsókn á símnotkun og upptökum úr eftirlitsmyndavélum á þeim tíma er atvik áttu sér stað , í gögnum frá heilbrigðisstarfsmönnum um afleiðingar atburðanna sem ákært e r fyrir sem og í framburði vitnisins A og dómfellda D við síðari aðalmeðferð málsins fyrir dómi. Ákærði Daníel hefur auk þess fyrir dómi gengist við því að hafa verið með C í um fimm klukkustundir umrætt sinn og sagt við hann við að þeir þyrftu að fara heim til Daníels að til að ræða skuldina , auk þess sem Daníel gekkst við því að hann hefði fylgt C eftir ef hann hefði reynt að ganga á brott við . Þá gekkst hann við því að hafa tekið af C síma og aðra muni. Jafnframt staðfesti hann að hafa verið reiður og að C hafi mátt vera hræddur, að minnsta kosti í upphafi atburðarásarinnar. Auk framangreinds liggur fyrir að dómfelldi E staðfesti fyrir Landsrétti að C hefði hlaupið í burtu fyrir utan húsið að og dottið. Kvaðst E hafa farið á eftir honum ásamt einhverjum öðrum sem voru á vettvangi, þó ekki ákærða Víði Erni. Enn fremur gekkst ákærði Daníel við því fyrir dómi að hafa gefið C nokkrum sinnum utan undir með flötum lófa og danglað í hann með hamri, þótt hann hefði hvork i játað að hafa kýlt hann með krepptum hnefa né sparkað í hann eða hótað frekari líkamsmeiðingum. Loks verður við úrlausn málsins litið til þess að dómur héraðsdóms um þátt dómfelldu H , 14 D og E í atlögunni að C er endanlegur og verður lagður til grundvallar um þátt þeirra í henni nema annað teljist sannað, sbr. 4. mgr. 186. gr. laga nr. 88/2008. 42 Samkvæmt öllu framangreindu verður framburður brotaþola C lagður til grundvallar niðurstöðu um þátt ákærða Daníels í brotum gegn honum. C bar aftur á móti ekki um þa ð fyrir dómi að ákærði Daníel hefði sparkað í hann. Þá bar hann á þann veg fyrir dómi að ákærði Daníel h efði atlöguna voru engir áverkar á höfði C aðrir en bólga á nefhrygg, skurður á miðnesi og mjúkvef jaáverkar á nösum. Verður það því hvorki talið sannað í málinu að ákærði C með hamri á kjálkann né að hann hafi sparkað í hann. Þá unir ákæruvaldið sem fyrr greinir þeirri niðurstöðu hins áfrýjaða dóms að mjúkpartaáverkar á vinstra hné stafi ekki af atlögu ákærða Daníels og dómfelldu H , D og E umrætt sinn. Að framangreindum atriðum frátöldum verður ákærði Daníel sakfelldur fyrir þá háttsemi gagnvart C sem honum er gefin að sök í ákæru 28. nóvember 2019, þar með talið að hafa unnið verkn aði sína í félagi við dómfelldu H , D og E . 43 Enginn vafi þykir vera uppi um það í málinu að frelsissvipting brotaþola C hafi verið að undirlagi ákærða Daníels og að hann hafi bæði haft einbeittan ásetning til verksins og staðið að frelsissviptingunni allan þ ann tíma sem hún varði. Að því gættu að frelsissviptingin varði í meira en fimm klukkustundir verður fallist á það með héraðsdómi að brot ákærða Daníels samkvæmt fyrsta lið framangreindrar ákæru sé rétt heimfært til refsiákvæða í ákæru. Að sama skapi verðu r ákærði Daníel talinn hafa haft einbeittan ásetning til líkamsárásar og hótana í garð C og hafa haft sig mest í frammi í því sambandi. Með hliðsjón af þeim áverkum sem C hlaut og því sem sannað er um aðferðina sem beitt var verður háttsemi ákærða Daníels samkvæmt öðrum lið framangreindrar ákæru heimfærð til 1. mgr. 217. gr. og 233. gr. almennra hegningarlaga. 44 Verður þá fjallað um þátt ákærða Víðis Arnar í sakargiftum um frelsissviptingu. Framburður brotaþola C um að Víðir Örn h afi ekið bílnum frá að ] og verið með í atlögunni gegn sér hefur verið stöðugur við meðferð málsins og telst eins og áður greinir trúverðugur. Hann gat þess þó einnig við fyrri aðalmeðferð málsins í en að vera með í hópnum. Inntur sérstaklega eftir því við seinni aðalmeðferðina í héraði kvað C Víði Örn þó hafa tekið þátt í hótunum gegn sér við upphaf dvalarinnar að . Fær sá framburður hans þá stoð í framburði ákærða Daníels hjá lögreglu, sem hann staðfesti fyrir Landsrétti, að Víðir Örn hefði hreytt einhverjum fúkyrðum í C umrætt sinn. 45 Víðir Örn gaf skýrslu fyrir Landsrétti og gekkst við því að hafa ekið C frá að og að hafa verið viðstaddur þar í allt að tvær klukkustundir. Hann kvaðst þó aldrei hafa gert sér grein fyrir því að C hefði sætt þvingun. Hvað skýringar Víðis Arnar fyrir dómi á framburði sínum hjá lögreglu varðar athugast að í gögnum málsins kemur f ram 15 að er þriðja skýrsla var tekin af honum hjá lögreglu 20. febrúar 2018 var hann mættur á lögreglustöðina samkvæmt boðun. Verða skýringar hans á framburði sínum hjá lögreglu því taldar afar ótrúverðugar. Aftur á móti styrkir framburður Víðis Arnar hjá lö greglu framburð C , Daníels og vitnisins A fyrir dómi um það hvernig það atvikaðist að C fór með ákærðu frá að og var haldið þar. 46 Til þess að ákærði Víðir Örn verði sakfelldur fyrir brot gegn 226. gr. almennra hegningarlaga eða hlutdeild í slíku br oti, sbr. 22. gr. laganna, nægir að hann hafi að minnsta kosti haft grun um að C væri frelsissviptur en látið sér það í léttu rúmi liggja, sbr. 18. gr. laganna. Fallist er á það með héraðsdómi að fráleitt verði að teljast að brotaþoli hefði sjálfviljugur t ekið sér far með ákærðu og dómfelldu, eftir að hafa fallið út um glugga í átökum við einn þeirra. Að því og öllu framangreindu gættu verður ákærði Víðir Örn talin n hafa látið sér í léttu rúmi liggja hvort C var frelsissviptur þegar hann ók honum frá að og var þar í kjölfarið viðstaddur hluta tímans meðan C var haldið þar og aðrir viðstaddir gengu í skrokk á honum. Til að ákærði Víðir Örn verði sakfelldur fyrir samverknað með öðrum ákærðu umrætt sinn þarf ákæruvaldið aftur á móti að sanna að Víðir Örn hafi sammælst við aðra gerendur eða átt með þeim samtök um frelsissviptinguna. Að virtum framburði brotaþola C , ákærða Daníels og dómfelldu D og E Snæs fyrir dómi , þykir ákæruvaldinu ekki hafa tekist sú sönnun svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa, sbr. 108. gr. og 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008. Verður ákærði Víðir Örn því aðeins sakfelldur fyrir að hafa átt hlutdeild í brotum ákærða Daníels og dómfelldu í málinu, sbr. 22. gr. almennra hegningarlaga , með því að hafa ekið C frá að í bifreið Víðis Arnar með skráningarnúmerið , sbr. 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008. 47 Ákærði Daníel lagði fram fyrir Landsrétti ýmis gögn sem sýna að hann hafi unnið að því að br eyta lífi sínu til betri vegar. Framburður hans við fyrri og síðari aðalmeðferð málsins í héraði gefur ekki til kynna að hann hafi þar staðfest þær skýrslur sem hann gaf hjá lögreglu, eins og hann heldur nú fram fyrir Landsrétti, en hann gekkst þó við hlut a brota sinna fyrir Landsrétti. Að framangreindu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms þykir refsing ákærða Daníels hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár og hefur þá verið tekið tillit til þeirra óréttmætu tafa sem orðið hafa á mál smeðferðinni. Til frádráttar refsingunni kemur sjö daga gæsluvarðhaldsvist sem Daníel sætti frá 10. til 17. febrúar 2018 . 48 Ákærði Víðir Örn hefur með dómi þessum verið sakfelldur fyrir hlutdeildarverknað og verður því ekki litið til 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga við ákvörðun refsingar hans. Með vísan til þess en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í níu mánuði, og verður hún skilorðsbundin eins og nánar greinir í dómsorði. 49 Samkvæmt fr amangreindu er þáttur ákærða Víðis Arnar í brotum gegn brotaþola C minni en þáttur ákærða Daníels og dómfelldu H , D og E . E i g i að síður leiðir af almennum reglum fjármunaréttar að þeir bera óskipta skaðabótaábyrgð á brotum 16 sínum gagnvart honum, sbr. til hl iðsjónar dóm Hæstaréttar 31. janúar 2013 í máli nr. 521/2012. Að þessu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur um skaðabótakröfu C . 50 Ákæruvaldið krefst í málinu staðfestingar á ákvæði hins áfrýjaða dóms um upptöku á munum og fíkniefnum . Málinu var áfrýjað í samræmi við yfirlýsingu ákærðu um áfrýjun og gera þeir ekki kröfu um breytingu á héraðsdómi að þessu leyti. Eru því engin efni til að taka afstöðu til framangreindrar kröfu ákæruvaldsins, sbr. 4. mgr. 199. gr. laga nr. 88/2008 . 51 Ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað í héraði verða staðfest. 52 Ákærðu verður gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, sem samtals nemur 3.692.047 k rónum, þar með talin málsvarnarlaun skipaðra verjenda sinna og þóknun réttargæslumanns brotaþola sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Ákærði Daníel Christensen sæti fangelsi í tvö ár. Til frádráttar refsingunni komi gæsluvarðhald sem hann sætti frá 10. til 17. febrúar 2018. Ákærði Víðir Örn Ómarsson sæti fangelsi í níu mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði alme nnt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um skaðabætur til brotaþola C skulu vera óröskuð. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað í héraði skulu vera óröskuð. Ákærði Daníel Christensen greiði málsvarnarlaun skip aðs verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns, 1.534.500 krónur. Ákærði Víðir Örn Ómarsson greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Gísla M. Auðbergssonar lögmanns, 1.255.500 krónur og útlagðan kostnað verjandans , 120.202 krónur. Ákærðu grei ði óskipt annan áfrýjunarkostnað málsins, 781.845 krónur, þar með talda þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola , C , Arnars Kormáks Friðrikssonar lögmanns, 641.700 krónur. Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra 30. júní 2021 Mál þetta var þingfest 4. febr úar 2020 og dómtekið 15. júní sama ár. Því var endurúthlutað 8. apríl 2021, endurupptekið 19. apríl og dómtekið að nýju 16. júní sl. Málið er höfðað með fjórum ákærum Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, útgefnum 19. og 20. nóvember 2019, 19. desember 20 19 og 28. febrúar 2020 og þremur ákærum Héraðssaksóknara, útgefnum 27. og 28. nóvember 2019, á hendur Daníel 17 H , Akureyri, fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, umferðarlögum og fíkniefnalögum, framin á árunum 2017 - 2019, sem hér segir: I. - Ákæra lögreglustjóra 20. nóvember 2019. Með nefndri ákæru er málið höfðað á hendur ákærðu Daníel Christensen, J og B fyrir eftirtaldar líkamsárásir að á Akureyri fimmtudaginn 29. nóvember 2018 og gegn ákærða Daníel fyrir neðangreint fíkniefnalagabrot: 1. Gegn ákærðu Daníel og J, með því að hafa aðfaranótt fimmtudags eða snemma fimmtudagsmorguns ruðst inn á ofangreint heimili og inn í svefnherbergi þar sem A lágu sofandi og barið þá með ryksuguröri víðsvegar um líkama. 2. Gegn ákærðu öllum, með því að hafa síðar sama dag ráðist inn á sama heimili, vakið A og G, sem enn lágu sofandi í herberginu, og barið þá víðsvegar um líkama með klaufhamri og hnefum en ákærðu Daníel og J veittust að A og G á meðan ákærði F stóð fyrir utan herbergið o g varnaði félögum brotaþola að koma þeim til aðstoðar. Af þessu hlaut A bólgu og mar á hægra handarbaki, áverka sem lá frá hægra eyra og niður á hnakka, áverka/mar á hvirfli, áverka á hægri framhandlegg, áverka/mar á vinstri hönd, sár á vinstra mjaðmabeini , bólgu og marblett á vinstri fótlegg, marblett og bólgu á hægra læri, marbletti á báðum rasskinnum og mar á vinstri nára. G hlaut áverka við vinstra eyra og á vinstra kinnbeini, áverka/mar á vinstri upphandlegg, áverka/mar á báðum framhandleggjum og áverk a/mar á hægri baugfingri. Er háttsemi ákærðu talin varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en háttsemi ákærða F til vara við 1. mgr. 217. gr., sbr. 1. mgr. 22. gr. sömu laga. 3. Gegn ákærða Daníel fyrir brot á 2. gr., sbr. 5. og 6. g r. laga nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni og 2. gr., sbr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni, með því að hafa sama dag haft í vörslum sínum 3,59 grömm af amfetamíni sem fundust á ákærða í kjölfar handtöku að Eiðsvallagötu 22. II. - Ákæra Héraðssaksóknara 28. nóvember 2019. Með nefndri ákæru er málið höfðað á hendur ákærðu Daníel Christensen og J fyrir eftirgreind brot: 1. Gegn ákærða Daníel fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og brot gegn valdstjórninni, með því að hafa ítrekað á tímabilinu frá fimmtudagskvöldi 6. desember til mánudagsmorguns 10. desember 2018, A B A , ásamt því num um ofbeldi og líflát í því skyni að fá A og I til að draga til baka og/eða breyta framburði sínum í öðru sakamáli. Ákærði Daníel veitti A meðal annars hnéspark í höfuðið, sló hann ítrekað í andlitið, tók hann háls - eða kverkataki, hrinti honum í nokkur skipti þannig hann féll, ýtti við B nokkrum sinnum og hótaði henni og A ítrekað ofbeldi og lífláti, meðal annars með því að ógna þeim með hnífi, exi og skóflu. Af þessu hlaut A skurð fyrir ofan vinstra eyra sem sauma þurfti með 5 sporum. 2. Gegn ákærða J fyrir hlutdeild í brotum ákærða Daníels, með því að hafa í umrædd skipti farið með ákærða Daníel í íbúðina og þannig veitt honum liðsinni í verki. Er ofangreind háttsemin talin varða við 108. gr. og 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga, allt sbr. 1. mg r. 22. gr. sömu laga að því er ákærða J varðar. 18 III. - Ákæra lögreglustjóra 19. nóvember 2019. Með nefndri ákæru er málið höfðað á hendur ákærða Daníel Christensen fyrir brot á 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100 gr. umferðarlaga nr. 50/1987, með því að hafa miðvikudaginn 24. júlí 2019 ekið s lögregla stöðvaði aksturinn á mótum Hringteigs og Miðteigs. IV. - Ákæra lögreglustjóra 28. febrúar 2020. Með nefndri ákæru er málið höfðað á hendur ákærða Daníel Christensen fyrir brot á 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr . umferðarlaga nr. 77/2019, sbr. áður 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a. og 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, með því að hafa þriðjudaginn 19. mældist tetrahýdrókannabínól 1,9 ng/ml) um Teigasíðu og Keilusíðu á Akureyri. V. - Ákæra Héraðssaksóknara 28. nóvember 2019. Með nefndri ákæru er málið höfðað á hendur ákærðu Daníel Christensen, H , D, E og Víði Erni Ómarssyni fyrir hegningarlagabrot á Akureyri gegn C greinir: 1. Gegn ákærðu öllum fyrir frelsissviptingu, með því að hafa í félagi svipt C frelsi sínu í meira en fimm klukkustundir í því s kyni að knýja á um greiðslu hans á peningaskuld við ákærða Daníel. Ákærði E fékk C C kom þangað klukkan rúmlega hálf þrjú réðust ákærðu að honum með þe im afleiðingum að C og ákærði D féllu út á götu. Létu ákærðu C hann ók og fóru þeir með C að heimili ákærða Daníels við . Er þangað kom lagði C á flótta en ákærðu eltu hann uppi o g færðu inn í húsið. Þar héldu ákærðu honum gegn vilja hans, og héldu frá honum síma og öðrum munum, og var hann ekki frjáls ferða sinna fyrr en um klukkan átta um kvöldið. 2. Gegn ákærðu Daníel, H , D og E fyrir líkamsárás og hótanir, með því að hafa í fé lagi, meðan á frelsissviptingu stóð að , veist að C með því að kýla hann og slá margsinnis í andlit, en ákærði Daníel veitti honum flest höggin, og beita hann margvíslegu ofbeldi, meðal annars kleip ákærði H þrjá fingur á hægri hönd C með töng og sló ha nn í kviðinn, ákærði D sló hann með vírbursta á aftanvert höfuð og hnakka og stakk opnum skærum inn í nasir hans, ákærði Daníel sló hann með hamri á vinstri kjálka og utanvert vinstra hné og sparkaði í líkama hans, og ákærði E brenndi hann með sígarettu á vinstra handarbaki, og að hafa hótað honum margítrekað frekari líkamsmeiðingum. Af þessu hlaut C bólgu á nefhrygg, mjúkvefjaáverka í nösum, skurð á miðnesi, punktblæðingar aftan á hálsi, eymsli um ofanverðan kvið, mjúkpartaáverka á vinstra hné og roðablett á vinstra handarbaki. Er háttsemin í 1. ákærulið talin varða við 2. mgr., sbr. 1. mgr. 226. gr. almennra hegningarlaga og háttsemin í 2. ákærulið við 2. mgr. 218. gr. og 233. gr. sömu laga. VI. - Ákæra Héraðssaksóknara 27. nóvember 2019. Með nefndri ákær u er málið höfðað á hendur ákærðu D og E fyrir tilraun til manndráps en til vara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa aðfaranótt þriðjudagsins 31. október 2017, utandyra við og , í félagi veist að K, kt. , með hnífum og stungið hann og skorið í líkama með þeim afleiðingum að hann hlaut 3 cm langan skurð utanvert vinstra megin á brjóstkassa, 2 - 3 cm langan skurð rétt hægra megin við hryggjarsúlu í hæð við neðri brún herðablaða, loftbrjóst og vökva í vinstri hluta brjóstkassa og mj úkvefja áverka vinstra megin í brjóstkassa og í baki, auk þess sem K hlaut skurð á utanverðum litla fingri hægri handar. Er háttsemin talin varða við 211. gr., sbr. 1. mgr. 20. gr. almennra hegningarlaga en til vara við 2. mgr. 218. gr. sömu laga. 19 VII. - Ákæra lögreglustjóra 19. desember 2019. Með nefndri ákæru er málið höfðað á hendur ákærðu D og E fyrir líkamsárás og stórfelld eignaspjöll að morgni sunnudagsins 4. febrúar 2018, með því að hafa staðið saman að því að ryðjast inn í hann hálstaki og herti að þannig að brotaþoli var við það að missa meðvitund, en þegar félagi brotaþola, a, réðist meðákærði E á M og henti honum í gólfið. Af þessu hlaut brotaþolinn L glóðarauga hægra megin, eymsli yfir brjóstkassa, verki í miðhandarbeinum 4 og 5 á hægri hendi og bólgu þar yfir, mar á sköflungi vinstra megin og mar á hægra læri. Eftir árási na fóru ákærðu báðir um íbúðarhúsið, sem brotaþoli L hafði leigt þessa nótt, og brutu diska, glös og skrautmuni, hentu hnífapörum í gólfið, brutu stóla og borð, rispuðu eldhúsinnréttingu, tóku slökkvitæki og sprautuðu úr því yfir íbúðina, gerðu gat á vegg í stofunni, rifu niður vegghillur, brutu skóhillu, skemmdu innréttingu á baði, ollu skemmdum á gólfefnum og brutu upp baðherbergishurð og rispuðu hana. Áætlaðar skemmdir á íbúðarhúsnæðinu námu að sögn eiganda 6.300.000 krónum. Er háttsemi ákærðu beggja ta lin varða við 1. mgr. 217. gr. og 2. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga. Ákærurnar voru þingfestar í þeirri röð sem að framan greinir og sameinaðar í eitt mál á dómþingi 13. mars 2020. Verður sömu röð fylgt við úrlausn ákæranna og hefur dómurinn til hagræðis gefið ákærunum númer frá I - VII. Af hálfu ákæruvaldsins er þess krafist að sakborningarnir sjö verði dæmdir til refsingar samkvæmt ákærum I - VII og til greiðslu sakarkostnaðar. Þá er þess krafist að ákærði Daníel sæti upptöku á 3,59 grömmum af amfet amíni samkvæmt 3. lið ákæru I á grundvelli 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001. Einnig er þess krafist að ákærðu Daníel og J sæti upptöku á hnífi samkvæmt ákæru II á grundvelli 1. mgr. 69. gr. a. almennra hegningarla ga. Þá sæti ákærðu Daníel, H , D, E og Víðir Örn upptöku á skærum, vírbursta og klaufhamri samkvæmt ákæru V á grundvelli a. liðar 1. mgr. 69. gr. a. sömu laga. Loks verði ákærði Daníel sviptur ökurétti samkvæmt 99. gr. og 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, sbr. áður 101. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, fyrir brot samkvæmt ákæru IV. Í ákæru V er tekin upp einkaréttarkrafa C . Hann krefst þess að ákærðu Daníel, H , D, E og Víðir Örn verði dæmdir óskipt til greiðslu 4.000.000 króna miskabóta með vöxtum samk væmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 8. febrúar 2018 til þess dags er mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfunnar en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Þá greiði á kærðu óskipt þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola. Í ákæru VI er tekin upp einkaréttarkrafa K. Hann krefst endanlega að ákærðu D og E verði dæmdir óskipt til greiðslu 2.500.000 króna miskabóta með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um ve xti og verðtryggingu frá 31. október 2017 til þess dags er mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfunnar en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Þá greiði ákærðu óskipt þóknun skipaðs réttargæsluma nns brotaþola. Loks eru í ákæru VII teknar upp eftirgreindar einkaréttarkröfur: L krefst þess að ákærðu D og E verði dæmdir óskipt til greiðslu 1.500.000 króna miskabóta með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 4. febrúar 2018 til þess dags er mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfunnar en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Þá er krafist greiðslu málskostnaðar að skaðlausu við að halda kröfunni fram. króna skaðabóta með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 4. febrúar 2018 til þess dags er mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfunnar en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Þá verði ákærðu dæmdir til greiðslu málskostnaðar að skaðlausu við að halda kröfunni fram. 20 Ákærði Daníel játar sök samkvæmt 3. lið ákæru I. Þá játar hann s ök samkvæmt ákærum III og IV og krefst að því leyti vægustu refsingar sem lög leyfa en mótmælir frekari sviptingu ökuréttar. Ákærði neitar sök að öðru leyti og krefst þess aðallega að hann verði sýknaður af öðrum ákæruliðum og bótakröfum gegn honum vísað f rá dómi en til vara verði hann dæmdur til vægustu refsingar sem lög leyfa og bætur stórlega lækkaðar. Þá verði málsvarnarlaun verjanda og annar sakarkostnaður felldur á ríkissjóð. Ákærði hreyfir ekki andmælum við upptökukröfum ákæruvaldsins. Ákærðu J og F neita sök og krefjast aðallega sýknu af kröfum ákæruvaldsins en að því frágengnu verði þeir dæmdur til vægustu refsingar sem lög leyfa. Þá verði málsvarnarlaun verjenda og annar sakarkostnaður felldur á ríkissjóð. Ákærði J hreyfir ekki andmælum við upptöku kröfu samkvæmt ákæru II. Ákærðu H , E og Víðir Örn neita sök og krefjast sýknu af kröfum ákæruvaldsins og að bótakröfum gegn þeim verði vísað frá dómi. Til vara krefjast ákærðu vægustu refsingar sem lög leyfa og að dæmdar bætur verði lækkaðar verulega. Þá v erði málsvarnarlaun verjenda og annar sakarkostnaður felldur á ríkissjóð. Ákærðu hreyfa ekki andmælum við upptökukröfu samkvæmt ákæru V. Ákærði D játar hluta sakargifta sér á hendur samkvæmt ákærum V - VII og krefst vægustu refsingar sem lög leyfa fyrir hina játaðu háttsemi. Hann viðurkennir bótaskyldu gagnvart C , K og L en krefst verulegrar lækkunar á tildæmdum bótum. Ákærði hafnar bótaskyldu gagnvart N og krefst frávísunar eða sýknu af þeirri kröfu. Þá verði málsvarnarlaun verjanda hans og annar sakarkostnaður felldur á ríkissjóð. Ákærði hreyfir ekki andmælum við upptökukröfu samkvæmt ákæru V. A. - Sakarefni máls. I. - Ákæra lögreglustjóra 20. nóvember 2019. Málsatvik. 1. Samkvæmt frumskýrslu O lögreglumanns, sem hann staðfesti fyrir dómi, var l ögregla kvödd að Eiðsvallagötu 22 kl. 16:17 fimmtudaginn 29. nóvember 2018 vegna tilkynningar P um að þar væru tveir menn slasaðir eftir líkamsárás með hamri. Er lögreglumenn komu á staðinn hleypti P þeim inn. Hún sagði ákærðu Daníel, J og F hafa ruðst inn í íbúðina með því að ákærði J skreið inn um glugga og opnaði svo útidyr fyrir hinum tveimur. Í stofunni stóð ákærði Daníel með klaufhamar í hægri hendi og fyrir aftan hann ákærðu J og F . Munu ákærðu hafa verið æstir, J neitað að hlýða skipunum lögreglu og hann því færður í handjárn. Í stofunni var einnig húsráðandi, I og sat hann pollrólegur í sófa með svartan hund í fanginu. Í svefnherbergi hitti lögregla fyrir A og G. Segir í skýrslunni að þeir hafi setið á rúmi, aumir að sjá, illa áttaðir og borið sig i lla. Í viðræðum við P kom fram að ákærðu Daníel og J hafi einnig ruðst inn í íbúðina aðfaranótt fimmtudagsins og stolið farsíma I. P hafi í kjölfar þess atviks hringt í síma I, ákærði Daníel svarað og samþykkt að skila símanum og því hafi verið búist við a ð hann og ákærði J kæmu til baka. Líkt og í fyrra skiptið hafi ákærðu hins vegar brotið sér leið inn í íbúðina, ákærði Daníel í seinna skiptið birst með klaufhamar í hendi og P þá hringt í Neyðarlínuna. Hún sagði ákærðu Daníel og J hafa farið inn í svefnhe rbergið til A A voru handteknir og færðir á lögreglustöð. A og G voru færðir til læknisskoðunar á 2. Í málinu liggur fyrir 1:04 mínútna hljóðupptaka af símtali P við Neyðarlínuna og 5:09 mínútna upptaka af tengisímtali við lögreglu. Í þeirri upptöku má heyra læti í kringum P, sem virðist sjálf róleg og segist hringja frá baðherbergi íbúðarinnar. Ein karlm annsrödd er fyrirferðarmest og öskrar sá maður að 3. Samkvæmt læknisvottorði Q, sem hún staðfesti fyrir dómi, var A aumur í líkamanum við komu á 21 hafi sést sár á vinstri mjöðm og bólga og mar á hægra handarbaki sem valdið hafi miklum verkjum við að kreppa hnefa. Hann hafi einnig kvartað undan verkjum í baki og hægri öxl. Þótt ekki sé því lýst í vottorðinu fylgja litmyndir af áverka aftan við hægra eyra sem liggur að hnakka, áverka á hvirfli, áverka aftan við vinstra eyra, áverka á hægri framhandlegg, bólguáverka á vinstri hendi og bólgu/mari á framanverðum lærum og á rasskinnum. A var útskrifaður með verkjalyf og mun ekki hafa leitað aftur á vegna áverka sinna. Þá liggur fyrir staðfest vottorð sama læknis vegna skoðunar á G við komu á SAK. Hann kvaðst hafa drafandi í tali. Við skoðun hafi sést rauður ble ttur á vinstri framhandlegg sem samrýmdist höggi eftir hamar, blettur á hægri kálfa sem gæti verið eftir högg og skráma við vinstra eyra sem blætt hafði lítillega úr. Þá kvartaði hann undan eymslum í vinstri upphandlegg, líklega tengt mari og eymslum í bak i og sáust þar skrámur og roðablettir. G hafi beðið um sterk verkjalyf á borð við oxycontin og verið ósáttur að fá þau ekki. Þótt ekki sé því lýst í vottorðinu fylgja litmyndir af rispuáverka á vinstri kinn G, roða/áverka á hægri framhandlegg og áverka á n ögl hægri baugfingurs. G var útskrifaður og mun ekki hafa leitað aftur á vegna áverka sinna. 4. Lögregla tók skýrslu af A á kl. 18:32 sama dag. Hann kvaðst hafa farið með P og G á að kvöldi miðvikudagsins 28. nóvember, hitt ákærða Daníel og þau verið að útkljá einhvern misskilning á milli G og ákærða. Eftir þetta hafi þau öll farið heim til A A kvaðst svo hafa verið í sjónvarp í rúminu með henni og G þegar ákærðu Daníel, J og F ruddust inn og gengu í skrokk á þeim. Ákærðu Daníel og J hafi barið þau með járnröri en ákærði F kýlt þau með hnefum. A breytti svo síðastgreindum framburði og kvaðst ekki viss hvort ákærði F ha fi verið með í þetta skipti. Hann kvaðst hafa fengið högg á hægri síðu, bak og hægri öxl og hann séð ákærða Daníel slá G ítrekað í fæturna. P hafi reynt að koma þeim G til hjálpar og verið lamin með rörinu í hægri handlegg. Ákærðu hafi svo horfið á braut, hin þrjú haldið áfram að horfa á sjónvarp og sofnað í rúminu. A kvaðst hafa vaknað um kl. 16 við það að ákærðu Daníel, J og F voru komnir inn í svefnherbergið. Ákærði Daníel hafi haldið á klaufhamri og barið A og G margítrekað með hamrinum. Þá hafi ákærði J slegið G með hnefum og gripið um framanverðan háls A og kreist barkakýlið svo hann náði ekki andanum og hélt að hann væri að deyja. Hann sagði höggin frá hamrinum hafa komið neðst á mjóbak sitt, vinstri síðu, hægri öxl, báðar rasskinnar, aftan og framan á bæði læri, framan á vinstri sköflung og í höfuð. Höggin í höfuð hafi verið nokkur og sýndi A áverka aftan við sitthvort eyra því til sönnunar. Hann kvaðst hafa borið hendur fyrir höfuð til að verjast þeim höggum og þá hlotið högg á báðar hendur. Hann sag ði ákærða Daníel einnig hafa stigið upp á rúmið, sparkað ítrekað í G og ákærðu skipst á að berja bæði G og hann. A taldi að P hafi komist út úr herberginu og að ákærði F hafi gætt hennar frammi. Hann tengdi atlöguna við óuppgerð fíkniefnaviðskipti og taldi hana hafa varað í 10 - 15 mínútur áður en lögregla kom á staðinn. Í viðbótarskýrslu A 3. desember kom fram að hann og G hafi legið í rúmi P þegar ákærðu Daníel og J ruddust inn í fyrra skiptið og börðu þá af alefli með ryksuguröri. P hafi komið þeim til var nar og við það hlotið nokkur högg. Þegar atlögunni linnti hafi ákærðu neytt hann og G heim til A og ákærði J fundið þar farsíma sína frá því fyrr um kvöldið er þeir voru allir staddir í íbúðinni. Í framhaldi hafi ákærðu farið burt, P komið á staðinn, þau þr jú farið heim til hennar og A sofnað. Hann hafi svo vaknað við hamarshögg í annan fótinn og séð að ákærðu Daníel og J voru mættir aftur, nú með ákærða B. Þar sem lítið pláss hafi verið í svefnherberginu hafi ákærði F fljótlega farið fram, ákærði Daníel í fr amhaldi látið hamarshöggin dynja á A og ákærði J gert hið sama við G. Þeir hafi báðir öskrað undan höggunum og óttast um líf sitt. 5. G gaf lögregluskýrslu á kl. 17:52 fimmtudaginn 29. nóvember. Hann kvaðst hafa verið heima hjá P ásamt A þegar ákærðu D aníel og J ruddust inn og ákærði Daníel sakaði G um stuld á fíkniefnum. Í framhaldi hafi ákærðu látið dynja á þeim og P högg með járnröri. Kvaðst G hafa verið barinn í bak og fætur og hann séð ákærðu berja A ðu hafi svo neytt G og F til að fara með þeim heim til A , ákærðu rústað íbúð hans og svo horfið á braut. Eftir þetta hafi G, P og A farið aftur heim til P, sofnað þar og vaknað við það að ákærðu Daníel og J ruddust inn í svefnherbergið við þriðja mann. 22 Ákæ rði Daníel hafi haldið á klaufhamri, hann barið G og A margítrekað með hamrinum, því næst afhent ákærða J hamarinn og sá látið hamarshögg dynja á þeim báðum. Kvaðst G hafa fengið högg í andlit, fætur, bak, aftan á upphandleggi og víðar um líkamann og sýndi áverka á baugfingri hægri handar því til sönnunar. Þess utan hafi ákærðu lamið G og A með hnefum, gert hið sama við P og barið hana með hamrinum. Í viðbótarskýrslu G 4. desember kom fram að hann, A og P hafi hitt ákærða Daníel á að kvöldi miðvikudagsi ns 28. nóvember til að útkljá mál milli G og ákærða, þau neytt áfengis og síðan farið heim til A . Þaðan hafi G, A og P farið heim til hennar og sofnað og vaknað við það að ákærði Daníel var að berja þau með ryksuguröri. G kvaðst halda að ákærði hafi verið einn á ferð, ekki muna vel hvað gerðist og taldi að hann hafi hlotið um 10 högg víðsvegar um líkamann. G kvaðst halda að ákærði hafi svo farið einn á brott en þó gæti verið að G og A hafi farið með honum heim til A og snúið aftur heim til P án ákærða. Þar hafi G sofnað og vaknað við komu ákærðu Daníels, J og F . Ákærði Daníel hafi haldið á hamri og lamið G og A 20 - 40 sinnum með hamrinum víðsvegar um líkama, þ.á.m. nokkrum sinnum í andlit. Ari kvað ákærða J ekki hafa beitt hamri gegn þeim en J kýlt G í andlitið og einnig kýlt A . Að sögn G öskruðu þeir báðir meðan á árásinni stóð og óttuðust um líf sitt, enda hafi ákærði Daníel sagst ætla með þá upp í sveit og drepa þá. G kvað ákærða F ekkert hafa gert á hlut hans eða A , hann ekki verið í herberginu meðan á árás stóð og vissi G ekki um ferðir hans frammi. Þegar leið á skýrslugjöfina kvaðst G muna að eftir fyrri atl ögu með ryksuguröri hafi hann og A farið með ákærðu Daníel og J heim til A í leit að farsímum ákærða J og fíkniefnum sem ákærðu töldu sig eiga þar. 6. P gaf lögregluskýrslu 29. nóvember. Hún kvaðst kvöldið áður hafa farið með G og A til fundar við ákærða Daníel á , ákærði og G þurft að ræða einhver mál og hópurinn fengið sér í glas. Að sögn P fór A við sitthvora hlið. Ákærði Daníel hafi verið inni í svefnherberginu, hann haldið á r yksuguröri, byrjað að lemja vini hennar með rörinu, hún borið hendur sínar fyrir og þá fengið högg á þær. Ákærði hafi rætt um að fara með mennina út í sveit og síðan horfið á braut. Þegar P vaknaði næsta dag hafi hún reynt að vekja G og A en það ekki tekis t. I umráðamaður íbúðarinnar hafi verið vakandi, setið frammi í stofu og ekki fundið farsíma sinn. P hafi því hringt í símann, ákærði Daníel svarað og sagst myndu koma með símann. Eftir þetta hafi hún heyrt umgang frammi á gangi, séð ákærða J skríða inn um glugga og opna útidyrnar. Þar hafi ákærði Daníel staðið með klaufhamar í hendi og með honum ákærði F . Ákærðu Daníel og J hafi farið rakleitt inn í svefnherbergi hennar, hún séð ákærða Daníel reiða hamarinn til höggs og heyrt öskrin í G og A . Ákærði F hafi hins vegar tekið sér stöðu fyrir utan herbergisdyrnar, varnað P inngöngu og hrint henni frá. Hún hafi því ekki séð hvað gerðist í svefnherberginu en heyrt hamarshögg lenda á vinum hennar, ákærði Daníel öskrað að hann ætlaði með þá út í sveit og P þá hring t í Neyðarlínuna. Í viðbótarskýrslu P 4. desember kom fram að ákærði J hafi verið með ákærða Daníel þegar sá ruddist inn í íbúðina aðfaranótt fimmtudagsins 29. nóvember, ákærði Daníel verið sturlaður af bræði, öskrað á G og A P reynt að hjálpa þeim og uppskorið mörg högg ákærða með rörinu, aðallega í hendur. Hann og ákærði J hafi svo horfið á braut. Þegar ákærðu ruddust síðan þrír inn í íbúðina laust eftir k l. 16 hafi P séð ákærða Daníel berja G og A nokkrum sinnum með hamri áður en svefnherbergisdyrnar lokuðust og sagði þau högg hafa lent á höndum og fótum mannanna. Ákærði Daníel hafi verið enn sturlaðri en áður og hótað að fara með G og A út í sveit og pynt a þá. Sem fyrr kvaðst P ekki hafa séð ákærða J veitast að mönnunum tveimur. Hún tengdi seinni atlöguna við deilur ákærða Daníels við G og A um meintan stuld þeirra á fíkniefnum. 7. I gaf lögregluskýrslu 29. nóvember. Hann kvaðst hafa verið heima hjá sér a ákærði Daníel ruddist inn, tók rör af ryksugu í eldhúsi íbúðarinnar, kom inn í stofu og sló I þrívegis í magann með rörinu, æddi því næst inn í svefnherbergi P og lokaði að sér. Á þeim tímapunkti hafi I ekki vitað að G og A væru þa r og kvaðst ekki hafa séð hvað síðan gerðist en um 20 mínútum síðar hafi ákærði komið fram, rokið á dyr og líklega tekið farsíma I með sér, að minnsta kosti hafi ákærði svarað í þann síma þegar P hringdi í hann einhverju síðar. Ákærði Daníel hafi svo ruðst öðru sinni inn og þá með tvo menn með sér sem I vissi ekki deili á en taldi annan þeirra útlending. Ákærði Daníel hafi haldið á hamri og hann og sá útlenski farið 23 rakleitt inn í svefnherbergi P og ráðist á G og A . P hafi verið sett fram, dyrunum lokað og þriðji maðurinn staðið við dyrnar og varnað því að P og I færu inn. I kvaðst hafa heyrt ákærða Daníel saka G og A um stuld á fíkniefnum og hann skipað þeim að klæða sig því þeir væru á leið út í sveit. I taldi mennina hafa verið um 30 mínútur inni í íbúðinn i og mestmegnis í svefnherberginu. Á leiðinni út hafi ákærði Daníel skilað I símanum sínum. I gaf viðbótarskýrslu 4. desember. Hann kvaðst hafa verið drukkinn þegar ákærði Daníel ruddist áréttaði að ákærði Daníel hafi haldið á klaufhamri þegar hann ruddist inn í seinna skiptið, þá með tveimur félögum sínum, ákærði farið með hamarinn inn í herbergi til P, G og A og I ekki séð hvað þar gerðist. Þann 11. desember mætti I ótilkvaddur á lögre glustöð, kvaðst vilja draga fyrri framburð til baka, bar fyrir sig langvarandi drykkju og alvarlegt áfengisvandamál, sagði minni sitt ótraust af þeim sökum og hann ekki skýrt satt og rétt frá atvikum. I var með glóðarauga sem hann sagði málinu ótengt og þv ertók fyrir að einhver væri að þvinga hann til að draga framburð sinn til baka. 8. Ákærðu var dregið blóð til alkóhól - og lyfjarannsókna 29. nóvember. Samkvæmt niðurstöðum sýna úr ákærða Daníel mældist ekkert áfengi í blóði hans og styrkur lyfja var lágur . Í blóðsýni sem ákærða J var dregið kl. 19:52 greindust flogaveikislyf og svefnlyf í lækningalegum skömmtum og alkóhólmagn - og eiturefnafræðum að samverkun alkóhóls í blóði og nefndra lyfja hafi aukið á ölvunaráhrif ákærða. Þann 30. nóvember voru ákærðu úrskurðaðir í gæsluvarðhald. F var leystur úr haldi 5. desember og Daníel og J 6. desember. 9. G, A , P eða I ofbeldi af neinu tagi. Hann kvaðst hafa hitt þrjú þau fyrsttöldu á Blá könnunni að kvöldi 28. nóvember, boðið þeim upp á drykki og þau síðan farið heim til A . Meðákærði J hafi komið þangað, þeir tveir sofnað, líklega eftir að hafa verið byrlað ól yfjan af einhverjum hinna, sem voru farin þegar ákærðu vöknuðu. Ákærði hafi þá uppgötvað að búið var að taka húslykil hans og peninga og grunaði hann þremenningana um stuldinn. Í kjölfarið hafi hann farið að til að sækja farsíma sinn, sagðist ekki muna hvernig hann komst inn í húsið en þar hafi A hótað að stinga hann með smitaðri sprautunál og sigað á hann hundi sem glefsaði í buxur hans. Ákærði hafi svo farið aftur í , þá ætlað að endurheimta húslykilinn og peningana, meðákærði J farið með í leit að farsíma sínum og meðákærði F slegist með í för. Þar hafi ákærðu. Máli sínu til áherslu hafi hann slegið G og A með flötum lófa og gripið í fatnað þeirra og meðákærði J gripið í fatnað G. Annað hafi þeir ekki gert á hlut þessa fólks og meðákærði F alls ekkert gert. Aðspurður þvertók ákærði fyrir að hafa beitt hamri gegn G og A , benti á að hann væri illa slasaður á hægri hendi og gæti því ekki beitt hamri þótt hann vildi. Hann kvað A hins vegar enn hafa hótað honum með sprautunál og aftur sigað hundi á hann sem bitið hafi í buxur ákærða. Ákærði Daníel var yfirheyrður að nýju 6. desember og kvaðst ekkert hafa við fyrr i framburð að bæta. Hann sagðist ekki minnast þess að meðákærði J hafi komið heim til A fyrr en síðar, meðákærði þá vakið ákærða og þeir farið að ásamt meðákærða F sem var á bíl. Hann kvaðst ekki minnast þess að hafa farið tvisvar í og þvertók síðan fyrir að hafa farið þangað áður en hann og meðákærðu voru handteknir á staðnum. Hann kvaðst muna eftir að hafa einhverra hluta vegna verið með farsíma I í sínum fórum og svarað símtali frá P en þvertók fyrir að hafa stolið símanum. Ákærða minnti að I hafi hleypt honum og meðákærðu inn í íbúðina, ákærðu síðan farið inn í svefnherbergi, rætt við G og A og ákærði séð húslykil sinn á kommóðu. Ákærði þvertók fyrir að hafa beitt mennina eða P ofbeldi en játti rétt að hann hafi verið æstur og bæði hann og meðákær ði J öskrað á fólkið. Þá þvertók ákærði fyrir að hafa tekið með sér hamar á staðinn. Hann hafi hins vegar séð hamar í íbúðinni, tekið hann sér í hönd til að geta varist árás hundsins og þess vegna haldið á hamri þegar lögregla kom á staðinn. 10. 24 Ákærði J var yfirheyrður 30. nóvember. Hann kvaðst hafa farið tvívegis að og meðákærði Daníel farið með honum. Í fyrra skiptið hafi þeir verið að leita að farsímum ákærða, sem þá grunaði að G, P og A hefðu tekið af heimili þess síðastnefnda eftir að ákærðu sofnu ðu þar fyrr um kvöldið. Í þeirri ferð hafi ekkert gerst annað en að ákærði bað þremenningana um skil á símunum og varð úr að þau fóru öll heim til A og fundu símana þar. Þannig hafi það mál verið leyst og þau haldið áfram að skemmta sér á heimili A . Þar ha fi ákærðu aftur sofnað, vaknað einir í íbúðinni, ákærði í þetta skipti saknað annars af tveimur farsímum, í framhaldi farið aftur í ásamt meðákærða Daníel og meðákærði F skutlað þeim. Er þangað kom hafi ákærði skriðið inn um glugga, opnað fyrir meðákærð u, þeir farið inn í svefnherbergi til P og séð hana, G og A sofandi. Ákærði hafi krafið þau um símann og einhver rekistefna orðið út af því en síminn síðan fundist í einhverri úlpu án þess að hendi væri lyft í ofbeldisskyni. Ákærði J var yfirheyrður að nýj u 6. desember og kvaðst ekkert hafa við fyrri framburð að bæta. Hann sagði engu ofbeldi hafa verið beitt og engin ryksugurör komið við sögu í fyrri ferðinni að , hann aðeins spurt um farsímana sína, meðákærði Daníel krafið þremenningana um einhver lyf s em hann saknaði og hópurinn í framhaldi farið heim til A og ákærði fundið símana sína. Þau hafi svo setið þar í langan tíma, neytt áfengis, ákærðu sofnað og vaknað einir í íbúðinni. Ákærði sagði seinni ferðina í eingöngu hafa helgast af leit að öðrum fa rsíma hans. Er þangað kom hafi P verið að koma út úr svefnherberginu, ákærði farið þangað inn til viðræðna við G og A , krafið þá um símann og gripið í fatnað G. Ákærði kvaðst hafa verið hvass í orði við mennina tvo en hvorki slegið né sparkað í þá og engu áhaldi beitt gegn þeim. Meðan á þessu stóð hafi meðákærðu staðið einhvers staðar fyrir aftan ákærða. Hann hafi svo farið fram til að leita að símanum og því ekki vita hvað gerðist á meðan. Þegar hann sneri til baka hafi annar hvor meðákærðu fundið farsíman n í úlpu og lögregla strax í kjölfarið mætt á staðinn. 11. Ákærði F var yfirheyrður 30. nóvember. Hann kvaðst hafa verið allsgáður og á bíl og kíkt í heimsókn til meðákærða Daníels. Þar hafi meðákærði J verið fyrir, þeir tveir verið æstir út í A fyrir stul d á síma og peningum og ákærði skutlaði þeim að . Þar hafi meðákærði J skriðið inn um glugga og opnað fyrir ákærða og meðákærða Daníel. Í stofu íbúðarinnar hafi verið ókunn stelpa og eldri maður og í svefnherbergi A og annar maður. Meðákærðu hafi farið þangað inn og í framhaldi komið til einhverra ryskinga, sem ákærði kvaðst ekki hafa séð og því ekki vita nánar um. Hann kvaðst sjálfur rétt hafa kíkt inn í svefnherbergið, hrist þar úlpu á gólfinu, týndi farsíminn þá hrokkið úr vasa og ákærði sagt meðákærð u að við svo búið gætu þeir farið. Áður en til þess kom hafi lögregla mætt á staðinn og handtekið ákærðu. Ákærði F var yfirheyrður að nýju 3. desember. Hann kvaðst ekki hafa orðið var við að meðákærðu bæru hamar er þeir fóru inn í svefnherbergið til G og A . Meðákærðu hafi gengið inn í herbergið, gargað á mennina og vakið þá með látum, allt án þess að ofbeldi væri beitt svo ákærði sæi. Fyrir ákærða var spiluð upptaka af símtali P við lögreglu, sem frá er greint í 2. kafla, og gekkst hann við því að hafa ös hreinum asnaskap. Ákærði F var yfirheyrður þriðja sinni 5. desember. Hann kannaðist ekki við að hafa meinað P og I inngöngu í svefnherberg ið, sagði þau hafa verið með risastóran varðhund og hefðu getað sleppt honum lausum ef þau vildu. 12. Ákærðu komu fyrir dóm í júní 2020 við fyrri aðalmeðferð, neituðu allir sök og færðust ákærðu Daníel og F undan því að tjá sig um málið. Auk ákærðu báru v itni O lögreglumaður, Q læknir, A , P og I. Endurrit þessara dómsframburða liggja frammi í málinu. Samkvæmt dómsvætti A 12. júní 2020 kannaðist hann ekki við að hafa verið barinn með ryksuguröri, sagðist hafa verið í annarlegu ástandi á heimili P umræddan d ekki hafa hlotið áverka heima hjá P heldur lent í átökum við óskyldan aðila 27. nóvember 2018, dottið á reiðhjóli 28. n óvember og leitað á slysadeild vegna þess, við þetta tvennt hlotið sína áverka og hann reynt að segja frá því á 29. nóvember. Í framhaldi kvað A ákærðu Daníel og J ekkert hafa gert á sinn 25 hlut annað en að vekja hann með látum, öskra og rífast og ka nnski slá laust til hans án þess að áhaldi væri beitt. Hann sagði ákærða F bara hafa talað við einhvern frammi. 13. Ákærði Daníel kom fyrir dóm 31. maí sl., neitaði sök og kvaðst ekki myndu svara spurningum um sakarefni máls. Ákærði J neitaði sök fyrir dóm i 2. júní sl. Hann sagði langt um liðið og hann muna lítið eftir málinu en þó væri hann fullviss um að hafa ekki beitt nokkurn mann ofbeldi að . Hann kvaðst muna eftir að hafa gefið skýrslur hjá lögreglu vegna málsins og sagðist að sjálfsögðu hafa munað betur eftir atvikum þá. Hann kvaðst einnig muna eftir að hafa gefið skýrslu fyrir dómi 12. júní 2020 og hafa skýrt satt og rétt frá. Við þá skýrslugjöf kom fram að ákærði og meðákærði Daníel hafi farið tvívegis að , ákærði í bæði skiptin verið að leita að síma, hann engu ofbeldi beitt og ekki séð eða vitað um hamar á staðnum. Ákærði F að skutla meðákærðu að . Hann sagði aðkomu sína að málinu vera þá eina að haf a hrist úlpu með þeim afleiðingum að farsími datt úr henni. Ákærði þrætti fyrir að hafa meinað P og I inngöngu í herbergi P, sagði þau hafa verið með hund á staðnum og aðeins hafa þurft að sleppa honum lausum til að málinu lyki. 14. A bar yfir dómi 26. m aí sl. að hann hafi verið sofandi uppi í rúmi ásamt P og G þegar ákærðu Daníel og J ruddust inn í herbergið. Ákærði Daníel hafi haldið á hamri, lamið hann nokkrum sinnum í höfuð og sköflung vinstri fótleggs og einnig lamið G með hamrinum. Hann minnti að ák ærðu J og F hafi ekki tekið þátt í atlögunni en þeir hjálpað ákærða Daníel að halda honum og G inni í svefnherberginu og ákærði F öskrað og gætt þess að enginn færi inn eða út úr herberginu. Aðspurður kvaðst A muna vel eftir ofangreindum atvikum. Hann kvað st ekki minnast þess að ákærðu Daníel og J hafi fyrr um daginn ruðst inn í svefnherbergi P og barið hann og G með ryksuguröri. 15. fíkniefnaviðskiptum, þei r því hist - kvaðst muna eftir að hafa rifist við ákærða en verið sjálfur í svo mikilli vímu að hann myndi ekki eftir atvikum að öðru leyti. Hann kvaðst hafa hlotið einhverja áverka en muna lítið eftir þeim, kannaðist við að hafa gefið skýrslur hjá lögreglu vegna málsins, ekki muna hvað hann sagði og ekki eiga minningu um að hafa farið á 29. nóvember 2018. Hann sagði ekkert að marka það sem fram kom við skýrslugjöf hjá lögreglu þann dag þ skýrslugjöf 4. desember kvaðst G muna lítið eftir þeirri skýrslu og taldi sig hafa greint frá því að þetta væri i þurft að verða að lögreglumáli. 16. P mætti ekki fyrir dóm 2. júní sl. þrátt fyrir staðfesta boðun og lét ekki ná í sig. Var því sá háttur hafður á að skýrsla hennar fyrir dómi 12. júní 2020 var spiluð í hljóði og mynd og sammæltust sakflytjendur um að sá framburður yrði lagður til grundvall ar í málinu. Við þá skýrslugjöf kvaðst P muna lítið eftir atvikum, ekki muna eftir skýrslugjöf sinni hjá lögreglu og ekki geta staðfest þær skýrslur, á greindum tíma ekki hafa áttað sig á því sem gerðist að , hún síðan reynt að raða því púsluspili saman og vera engu nær um raunverulega atburðarás. Hún kvaðst ekki minnast þess að hafa hlotið áverka af völdum eins eða fleiri ákærðu og ekki hafa orðið vitni að ofbeldi í garð A og G. Þá kvaðst hún ekki minnast þess að ákærði F hafi varnað henni eða öðrum að fara inn í svefnherbergi hennar. 17. I bar vitni fyrir dómi 2. júní. Hann sagði langt um liðið og því myndi hann ekkert eftir atvikum máls. Niðurstaða. A. Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærðu og a tvik sem telja má þeim í óhag á ákæruvaldinu og verða ákærðu því aðeins sakfelldir að nægileg sönnun, 26 sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, teljist fram komin um hvert það atriði er varðar sekt ákærðu, sbr. 1. mgr. 109. gr. Metur dómari enn fremur , eftir því sem þörf krefur, hvert sönnunargildi þær staðhæfingar hafa sem varða ekki beinlínis atriði sem sanna skal en ályktanir má leiða um það, sbr. 2. mgr. 109. gr. Samkvæmt 1. mgr. 111. gr. gildir og sú meginregla að dómur í sakamáli skuli reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi og að jafnaði fyrir þeim dómara sem málið dæmir, sbr. 1. mgr. 112. gr. Af reglunni leiðir að skýrslur ákærðu og vitna hjá lögreglu hafa ekki sönnunargildi nema í þeim tilvikum sem mælt er fyrir u m í 2. og 3. mgr. 111. gr. Samkvæmt því verða ákærðu í þessu máli ekki sakfelldir á grundvelli lögregluskýrslna einna sér. B. Ákærðu eru ekki sóttir til saka fyrir brot á 231. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Kemur því ekki til skoðunar hvort þeir h afi ruðst í heimildarleysi inn á heimili I og P að fimmtudaginn 29. nóvember 2018. Samkvæmt 1. ákærulið er ákærðu Daníel og J gefin að sök líkamsárás aðfaranótt umrædds fimmtudags eða snemma morguns, með því að hafa barið A og G með ryksuguröri víðsveg ar um líkama þar sem þeir lágu sofandi í svefnherbergi P. Af frumskýrslu O lögreglumanns er ljóst að P greindi lögreglu frá því strax á vettvangi að ákærðu Daníel og J hafi ruðst inn í íbúð hennar og I aðfaranótt fimmtudagsins og stolið farsíma I . Hvorki h ún né aðrir sögðu ákærðu í það skipti hafa veist að A og G og barið þá með ryksuguröri. Q læknir á annaðist sama dag líkamsskoðun á A og G og skráði fyrstu frásögn þeirra af atvikum. Við það tækifæri greindi hvorugur mannanna frá líkamsárás með ryksugu röri en sögðust báðir hafa verið barðir með hamri. A gaf tvær skýrslur hjá lögreglu vegna málsins. Hann kvað ákærðu Daníel og J hafa barið hann, G og P af með járnröri og sagði í fyrstu að meðákærði F hafi kýlt þau en kvaðst svo ekki viss hvort meðákærð i hafi verið með í för í þetta skipti. Eins og rakið er í 5. kafla gaf G einnig tvær lögregluskýrslur. Í þeirri fyrri sagði hann ákærðu Daníel og J hafa látið höggin dynja á líkömum þeirra og P með járnröri. Fimm dögum síðar skýrði G frá því að ákærði Daní el hafi líklega verið einn á ferð þegar hann barði þau með járnröri. P gaf einnig tvær lögregluskýrslur. Í þeirri fyrri sagði hún ákærða Daníel hafa verið einn á ferð þegar hann barði hana og vini hennar með ryksuguröri. Samkvæmt seinni skýrslunni var meðá kærði J með í för en tók ekki þátt í atlögu ákærða. Þegar A og P komu fyrir dóm við fyrri aðalmeðferð máls í júní 2020 kvað við annan tón í frásögn þeirra. A kannaðist þá ekki við að hafa verið barinn með ryksuguröri, kvaðst hafa verið í annarlegu ástandi ekki treysta sér til að staðfesta réttmæti lögregluskýrslna sinna og ekki átta sig á því hvað gerðist að . Hún kvaðst ekki minnast þess að hafa h lotið áverka af völdum eins eða fleiri ákærðu og ekki hafa orðið vitni að ofbeldi í garð A og G. A og G komu báðir fyrir dóm við seinni aðalmeðferð og sögðust ekki eiga minningu um að ákærðu Daníel og/eða J hafi veist að þeim aðfaranótt umrædds fimmtudags og barið þá með ryksuguröri. Fyrir dómi kvaðst I heldur ekki minnast slíks atviks. Með hliðsjón af framburði vitnanna fjögurra fyrir dómi, misvísandi frásögn þeirra hjá lögreglu, því að vitnin virðast öll hafa verið undir verulegum áhrifum vímuefna greint sinn, því að ekkert er getið um meinta árás með ryksuguröri í frumskýrslu lögreglu og læknisvottorðum og gegn eindreginni sakarneitun ákærðu Daníels og J, er ósannað að ákærðu hafi veist að A og G með þeim hætti sem lýst er í 1. ákærulið. Ber því að sýkna ákærðu af þeirri háttsemi sem þar greinir. C. Samkvæmt 2. ákærulið er ákærðu Daníel og J gefið að sök að hafa síðar sama dag veist að A og G sofandi í rúmi P og barið þá víðsvegar um líkama með klaufhamri og hnefum á meðan ákærði F stóð vörð fyrir utan s vefnherbergið og kom í veg fyrir að P og I gætu komið mönnunum til hjálpar. Er sú háttsemi talin varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga en til vara við 1. mgr. 217. gr., sbr. 1. mgr. 22. gr. sömu laga, að því er varðar háttsemi ákærða B. Af lögr egluskýrslum A má ráða að ákærði Daníel hafi barið hann og G ítrekað með hamri, að ákærði J hafi barið G með hamri og ákærðu báðir kýlt þá með hnefum. Lýsti A í því sambandi áverkum af völdum ákærða Daníels sem gætu samrýmst áverkalýsingu í 3. kafla að framan. Um þátt meðákærða B 27 kvaðst A telja að hann hafi staðið fyrir utan svefnherbergi P og gætt þess að hún kæmist ekki inn í herbergið. Þegar A kom fyrst fyri r dóm vegna málsins kvaðst hann ekki minnast þess að ákærðu Daníel og J hafi ráðist á hann með hamri eða veitt honum áverka með öðrum hætti og gaf þá skýringu á áverkum sínum sem frá greinir í 12. kafla. Þeim framburði breytti A við seinni skýrslugjöf fyri r dómi og bar þá að ákærði Daníel hafi lamið bæði hann og G með hamri. Hann kvaðst ekki minnast þátttöku meðákærðu J og B í þeirri atlögu ákærða en sagði þá hafa hjálpað ákærða að halda honum og G inni í herbergi P og meðákærði F gætt þess að enginn færi i nn eða út úr herberginu. Með þeim framburði breytti A fyrri dómsframburði um þátt meðákærða B en samkvæmt honum var meðákærði bara að tala við einhvern frammi í stofu. Samkvæmt framansögðu hefur A verið ærið óstöðugur í framburði sínum um atvik máls og ými st borið sakir á ákærðu eða fríað þá frá sök. Hefur engin skýring fengist á þessu og gjörólíkum framburði hans við fyrri og seinni skýrslugjöf fyrir dómi. Dregur þetta verulega úr trúverðugleika A og sönnunargildi dómsframburðar hans. Af fyrri lögreglus kýrslu G má ráða að ákærðu Daníel og J hafi barið hann og A ítrekað með hamri og ákærðu báðir kýlt þá með hnefum. Lýsti G í því sambandi áverkum af völdum ákærðu sem gætu samrýmst áverkalýsingu í 3. kafla. Við seinni skýrslugjöf hjá lögreglu kvað G ákærða Daníel hafa barið hann og A 20 - 40 sinnum með hamri, meðal annars í andlit þeirra beggja. Hann breytti hins vegar frásögn sinni um þátt ákærða J og sagði hann eingöngu hafa kýlt G og A . Um þátt ákærða B kvaðst G ekkert vita. Ekki náðist til G við fyrri aðal meðferð máls. Hann gaf hins vegar skýrslu fyrir dómi 2. júní sl., kvaðst hafa verið undir mjög miklum áhrifum vímuefna umrætt sinn og því ekki muna eftir neinu öðru en rifrildi við ákærða Daníel. Hljóð - og myndupptaka af fyrri lögregluskýrslu G var spiluð í dómsal 2. júní og telur vímuefnaáhrifa, svo notuð séu orð G sjálfs. Þegar P kom fyrir 12. júní 2020 kvaðst hún muna lítið eftir atvikum, treysti sér ekki til að staðfesta réttmæti framburðar síns hjá lögreglu og ekki átta sig á því hvað raunverulega gerðist að . Hún kvaðst ekki minnast þess að hafa hlotið áverka af völd um eins eða fleiri ákærðu og ekki hafa orðið vitni að ofbeldi í garð A og G. Þá kvaðst hún ekki minnast þess að ákærði F hafi varnað henni eða öðrum að fara inn í svefnherbergi hennar. Af lögreglurannsóknargögnum málsins má ráða að ákærðu Daníel og J hafi ruðst inn í svefnherbergi P, barið A og G með hamri og kýlt þá með hnefum. Á hinn bóginn liggur ekkert fyrir um þetta í vitnisburði G og P fyrir dómi og verður af heildstæðu mati á dómsframburði A ekki ráðið með neinni vissu hvað gerðist í svefnherberginu . Hástemmdar lýsingar hans og G á meintri atlögu við skýrslugjöf hjá lögreglu samrýmast engan veginn þeim áverkum sem greindir voru við komu á SAK, þótt vissulega hafi þeir borið áverka, sér í lagi A . Á hitt ber að líta að hann hefur fyrir dómi verið tvísa ga um tilurð sömu áverka og ber ábyrgð á því. Þá hefur frásögn G og P verið mjög á reiki um þátt ákærðu J og F . Að öllu því virtu sem nú hefur verið rakið og gegn eindreginni neitun ákærðu telur dómurinn ekki sannað, svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa , að ákærðu hafi gerst sekir um þá háttsemi sem þeim er gefin að sök í 2. ákærulið. Ber því að sýkna ákærðu af þeim ákærulið. Með hliðsjón af skýlausri játningu ákærða Daníels fyrir dómi 31. maí sl., sem samrýmist fyrri játningu fyrir dómi og öðrum gögnum málsins, er sannað að ákærði hafi í kjölfar handtöku að fimmtudaginn 29. nóvember 2018 haft í vörslum sínum 3,59 grömm af amfetamíni, svo sem honum er gefið að sök í 3. ákærulið og þykir sú háttsemi þar rétt heimfærð til refsiákvæða. II. - Ákæra Hérað ssaksóknara 28. nóvember 2019. Málsatvik. 1. Samkvæmt frumskýrslu R lögreglumanns, sem hann staðfesti fyrir dómi, var kl. 07:16 að morgni mánudagsins 10. desember 2018 tilkynnt um slagsmál á heimili A hittu þeir F og B . A var fremur þvoglumæltur og framburður hans ruglingslegur en lögreglu skildist af honum og B að ákærði Daníel hefði komið þangað um kl. 06:30 og krafið A um greiðslu 100.000 króna skuldar. 28 Ákærði J hafi verið með ákærða í för, sá orðið leiður á þessu o g dregið ákærða Daníel út úr íbúðinni. Ákærði Daníel hafi snúið til baka skömmu síðar, þá einn á ferð, og haft í frammi hótanir gagnvart A ef hann drægi ekki til baka kæru á hendur ákærða Daníel vegna líkamsárásar. A sótti svartan hníf í eldhússkúffu, sagði ákærða hafa hótað honum með sama hnífi og kvaðst A hafa átt þennan hníf fyrir nokkru síðan. 2. Samkvæmt læknisvottorði S kom A á slysadeild sunnudaginn 9. desember kl. 03:34. Er haft eftir A að hann hafi orðið fyrir líkamsárás á heimili sínu af hálfu tveggja manna, Íslendings og Litháa og væru það sömu menn og réðust á hann nokkrum dögum áður þegar hann leitaði á bráðamóttökuna. Hann kvaðst hafa verið felldur og hné keyrt af fullum þunga vinstra megin í höfuð h ans með þeim afleiðingum að skurður skurðáverka ofan á vinstra eyra sem lokað var með 5 sporum. Við svo búið var hann útskrifaður. Liggja fyrir tvær li tmyndir af skurðáverka á ofanverðu vinstra eyra A sem teknar voru 10. desember. 3. A kom á lögreglustöð mánudaginn 10. desember og kærði ákærða Daníel fyrir líkamsárásir og hótanir dagana 6. - 10. þess mánaðar. Hann sagði þær tengjast líkamsárásarmáli að [ nóvember og kröfu ákærða um að hann drægi framburð sinn til baka í því máli. Þess utan hefði ákærði krafið hann um 140.000 króna fíkniefnaskuld sem enginn fótur væri fyrir. A sagði atvikin vera fjögur og hafi B kærasta hans verið vitni a ð þremur þeirra. Ákærði J hafi verið með ákærða Daníel í öll skiptin en ekkert gert á hlut þeirra; bara verið á staðnum. A sagði fyrsta atvikið hafa átt sér stað um kl. 19 fimmtudaginn 6. desember, sama dag og ákærðu Daníel og J losnuðu úr gæsluvarðhaldi. Ákærðu hafi komið heim til hans ásamt I, ákærði Daníel verið mjög æstur, veist að I, barið hann í andlitið og skipað honum með hótunum að breyta framburði sínum hjá lögreglu A í andlitið, sparkað í hann, fellt hann í gólfið og ít rekað hótað honum frekari barsmíðum og lífláti. Næst hafi ákærðu heimsótt A að kvöldi laugardagsins 8. desember eða aðfaranótt 9. desember. Áður hefði B farið heim til ákærða Daníels til að sækja gítarinn sinn, snúið til baka um klukkustund síðar og ákærðu með henni. Þeir hafi verið mjög ölvaðir, ákærði Daníel í enn verra skapi en í fyrstu heimsókninni, öskrað á A látið sig falla með annað hnéð ofan á vins tri vanga hans með þeim afleiðingum að skurður hlaust af við eyra og hann varð frávita af verkjum. Ákærðu hafi síðan horfið á braut og B með þeim. Hann taldi þetta hafa gerst um kl. 01 - 01:30, hann síðan hringt í móður sína kl. 03:03 og hún ekið honum á sly sadeild . Ákærðu hafi svo komið þriðja sinni um kvöldmatarleyti sunnudaginn 9. desember og hafi B þá verið A strax sagt að hann myndi draga framburð sinn til baka í því máli og ákærðu við svo búið horfið á braut. Fjórða heimsóknin hafi átt sér stað árla morguns mánudaginn 10. desember og ákærði Daníel þá haldið á hnífi þegar A kom til dyra; hnífi sem A kvaðst eiga. Ákærði Daníel hafi strax byrjað að hóta honum og ógnað honum og B með hnífnum. Meðan á því stóð hafi ákærði skorið sig á lófa svo undan blæddi og A afhent honum sáraumbúðir. Ákærði hafi þarna verið sturlaður af bræði, hann öskrað og rifist við B , stjakað við henni og í framhaldi hent sófaborði í A . Ákærði J hafi verið öllu rólegri, h ann gengið áleiðis út, beðið ákærða Daníel að fylgja sér, þeir farið út og ákærði Daníel skilið hnífinn eftir. Um þremur mínútum síðar hafi ákærði Daníel komið til baka með miklum látum og hótunum og viljað þvinga A með sér heim. B hafi þá hringt í Neyðarl ínuna, ákærði orðið þess áskynja, hótað að drepa þau bæði ef þau segðu eitthvað við lögreglu og við svo búið horfið á braut áður en lögregla kom á staðinn. 4. B gaf skýrslu 11. desember. Hún kvaðst hafa komið heim til A að kvöldi laugardagsins 8. desember og ákærðu Daníel og J verið þar fyrir ásamt Iog hann setið eins og slytti í stofusófa, áverkalaus að því er virtist. Hún kvaðst ekki hafa orðið vör við átök á meðan hún var á staðnum, fljótlega farið með ákærðu Daníel og J heim til þess fyrrnefnda, þau set ið þar við drykkju í um klukkustund og hún síðan snúið aftur heim til A með gítarinn sinn. Þegar hann opnaði fyrir henni hafi ákærðu dúkkað upp, ákærði Daníel ráðist á A og gengið í skrokk á honum; tekið hann hálstaki og þrýst upp að vegg, slegið og sparka ð í hann og ítrekað skellt honum 29 í gólfið. Þá hafi ákærði veitt honum hnéspark í höfuðið á meðan A sat í stofusófa og B einhvern tíma séð blæða frá eyra hans. Hún sagði atlöguna hafa staðið yfir í um 10 mínútur, A ítrekað beðist vægðar, ákærði verið sturla ður í skapi, óviðræðuhæfur og ekki hlustað á hann. Meðan á þessu stóð hafi ákærði ítrekað haft í hótunum við A og sagt að hann myndi gera hitt og þetta við hann ef hann drægi ekki framburð sinn til baka í A allt að 160.00 0 króna skuld ef hann breytti ekki framburði sínum. B sagði ákærða J ekkert hafa gert á hlut hennar og A . Hann hafi þvert á móti ítrekað reynt að ganga í milli og róa ákærða Daníel og að lokum náð honum burt. Eftir að ákærðu voru farnir hafi A hringt í móður sína og beðið um skutl upp á slysadeild og B farið heim til sín. B kvaðst einnig hafa verið heima hjá A milli kl. 06 og 07 að morgni mánudagsins 10. desember þegar ákærðu komu í heimsókn. Ákærði Daníel hafi verið trylltur af bræði, strax by rjað að níðast á A og hníf, skorið sig á honum í ógáti og ákærði J náð hnífnum af honum áður en ákærði gat notað hnífinn til að ógna henni og A . Þrátt fyrir áverkann hafi ákærði Daníel ekki róast, heldur tekið upp nálæga exi og otað henni í átt að þeim úr nokkurri fjarlægð, síðan tekið nálæga snjóskóflu, hótað þeim með henni og áfram klifað á því að A væri hollast að draga framburð sinn til baka. B sagði hótanir ákærða einnig hafa beinst að henni og hann hrint henni til, tekið hana hálstaki og rifið í hár hennar. B kvaðst á þessum tímapunkti ekki vera alveg viss hvort ákærði Daníel hefði gert henni þetta umræddan morgun eða laugardagskvöldið áður. Hún sag ði ákærða Daníel hafa reynt að ráðskast með ákærða J, það farið illa í J og hann því farið út og ákærði Daníel fylgt á eftir. Skömmu síðar hafi ákærði Daníel snúið einn til baka, snarvitlaus í skapi og viljað þvinga A með sér heim, B þá hringt til lögreglu og ákærði haft sig á brott. L B ekki muna eftir að hafa verið viðstödd fleiri heimsóknir ákærðu en þó gæti það verið. Hún kvaðst hafa verið undir áhrifum áfengis að kvöldi laugardagsins en allsgáð að morgni mánudagsins. 5. I gaf skýrslu grunaðs 11. desembe r. Hann kvað ákærðu Daníel og J hafa heimsótt hann fimmtudaginn 6. desember, ákærði Daníel verið að spyrjast fyrir um innbrot á heimili sitt á meðan hann sat í gæsluvarðhaldi og I sagst gruna A og G um innbrotið. Í kjölfar þeirra upplýsinga hafi ákærðu ákv eðið að heimsækja A og I slegist í för með þeim. Ákærði Daníel hafi verið æstur, byrjað að öskra á A , gripið í föt hans og þjarmað að honum vegna innbrotsins og slegið hann nokkur föst högg í andlitið með flötum lófa. Ákærði hafi síðan snúið sér að I, spur t hann um innbrotið, I sagst ekkert vita, ákærði þá tekið um háls hans, togað hann niður og keyrt hné sitt í andlit hans svo úr varð glóðarauga. I kvaðst ekki vita hvort ákærðu hafi verið undir áhrifum en sjálfur hafði hann drukkið nokkra bjóra og því væri minni hans ekki gott. Daginn eftir hafi ákærði Daníel beðist afsökunar á hnésparkinu og Ifyrirgefið honum. Með framburðarskýrslu I fylgdu litmyndir af umræddu glóðarauga. 6. Ákærði Daníel var yfirheyrður 12. desember að viðstöddum fulltrúa verjanda síns. Hann kannaðist við að hafa farið þrisvar heim til A á tímabilinu frá því að hann var látinn laus úr gæsluvarðhaldi 6. desember og þar til hann var handtekinn 11. desember og s A að hann kæra A eða aðra fyrir innbrot á heimili hans meðan hann sat í gæsluvarðhaldi. Þetta haf i bara verið uppástunga og ákærði á engum tímapunkti fylgt henni eftir með ógnunum, hótunum eða ofbeldi. Ákærði kvaðst eiga erfitt með tímasetningar og gæti ruglað saman atvikum. Hann kvaðst halda að hann hafi fyrst heimsótt A seint að kvöldi 6. desember eða aðfaranótt 7. desember, þá í fylgd meðákærða J og B og þau verið að koma frá ákærða. Hann kannaðist við að hafa verið mjög reiður út í A og gæti hafa virst ógnandi þegar hann öskraði á hann í tengslum við innbrotið. Ákærði gekkst við því að hafa slegið A nokkrum sinnum utan undir en minntist þess ekki að hafa beitt ofbeldi af öðru tagi. Hann kvaðst muna eftir I á staðnum ofbeldis. Ákærða voru sýndar m yndir af glóðarauga I, kvaðst þá muna eftir að hafa veitt honum þann áverka A A og B . 30 Ákærði kvaðst næst hafa heimsótt A að kvöldi laugardagsins 8. desember eða aðfaranótt 9. desember í kjölfar þess að B braust inn á heimili hans til að sækja gítarinn sinn en þetta hafi gert ákærða æfan af reiði og hann því farið heim til A , öskrað á hann og B og hrint henni á rúm í íbúðinni. Ákærði hafi í þetta skipti tekið með sér hníf í eigu A , skorið sig á hnífnum og skilið hann eftir. Hann kvaðst hafa verið undir vo fram að atvikið með hnífinn og hrindingu B gæti hafa gerst að morgni mánudagsins 10. desember. Ákærða voru sýndar myndir af skurðáverka A við eyra, kannaðist ekki við að hafa veitt honum þann áverka og þvertók fyrir að hafa gefið honum hnéspark. Ákærði gekkst hins vegar við því að hafa tekið A hálstaki, kvaðst í því sambandi hafa gripið með annarri hendi um háls hans en fljótlega sleppt takinu án þess að þrýsta sérstaklega að hálsi. Ákærði gekkst með óljósum hætti við því að hafa heimsótt A að kvöldi sun nudagsins 9. desember, A kvaðst myndu draga framburð sinn til baka í því máli. Loks kvaðst ákærði muna eftir að hafa farið heim til A að morgni 10. desember og ákærði þá mögulega skorið sig á fyrrnefndum hnífi. Hann kvaðst ekki eiga minningu um að hafa ógnað A eða B með hnífnum, exi eða skóflu, en mundi eftir að hafa í bræði sinni tekið upp sófaborð en svo látið það niður að beiðni meðákærða J, sem reynt hafi að róa hann. Ákærði kvað rétt að eftir að hann og meðákærð i yfirgáfu íbúðina í þetta skipti hafi ákærði snúið einn til baka en sagði rangt að hann hafi verið æstur og hótað A eða B . 7. Ákærði J var yfirheyrður 13. desember. Hann kannaðist við að hafa farið ásamt meðákærða Daníel heim til I eftir að ákærðu losnuðu um innbrot á heimili sitt á meðan hann var í haldi og grunað A , G og B um verknaðinn. Kvaðst ákærði sakna fartölvu úr sama innbroti. Eftir stutt stopp hjá I hafi þeir þrír farið heim til A og taldi ákærði þetta hafa verið að kvöldi laugardagsins 8. desember eða aðfaranótt 9. desember. Er þangað kom hafi ákærði spurt A og B ú t í innbrotið og þau bent á G. Meðákærði hafi verið brjálaður í skapi, hrint A í sófa og tekið hann hálstaki. Jafnframt hafi meðákærði öskrað á A og I á íslensku en ákærði skilji ekki íslensku og viti því ekki hvað mönnum fór á milli. Hann kvaðst ekki hafa séð meðákærða slá A eða veita honum hnéspark meðan á heimsókninni stóð en þeir hafi verið þarna í um 90 mínútur, ákærði verið mikið í símanum og því ekki fylgst með öllu sem gerðist. Ákærðu hafi síðan farið heim til meðákærða og B komið þangað skömmu síða r. Þar hafi ákærðu og B setið við drykkju fram til kl. 01 - 02, ákærðu þá ætlað að kíkja til vinar síns og fylgt B heim til A . Er þangað kom hafi hún viðurkennt að vera með fartölvu ákærða og þeir í framhaldi kíkt inn til A í 10 - 15 mínútur. Ákærði kvaðst ekk i minnast þess að meðákærði hafi beitt A ofbeldi í þessari heimsókn og ekki vita hvort meðákærði hafi hótað honum í tengslum við V þótt meðákærði öskraði meðan á heimsókninni stóð. Aðspurður sagði ákærði að hann, meðákærði og B hafi öll verið drukkin á þes sum tímapunkti og A verið að fá sér bjór. Ákærði greindi frá því að hann og meðákærði hafi djammað fram eftir sunnudegi og komið heim til meðákærða um kvöldið. Þá hafi þeir séð að gítar í eigu B var horfinn og því vitað að aftur hefði verið brotist inn á h eimili meðákærða. Þeir hafi því haldið heim til A , milli kl. 03 og 04 aðfaranótt mánudagsins 10. desember, og B viðurkennt að hafa farið inn til meðákærða og tekið gítarinn. Í framhaldi hafi meðákærði ýtt við B og tuskað hana til, ákærði reynt að koma henn i til hjálpar en meðákærði verið drukkinn og mjög æstur og því engu tauti við hann komið. Þá hafi meðákærði ýtt nokkrum sinnum við A og slegið hann ítrekað með flötum lófa. Jafnframt hafi meðákærði snúið A í gólfið, meðákærði verið með hníf, skorið sig á h nífnum, ákærði þá tekið hnífinn af honum og beðið A að fela hann. Í kjölfarið hafi meðákærði tekið bæði exi og snjóskóflu og ógnað A og B með þeim tólum áður en ákærði tók þau af meðákærða. Þá hafi meðákærði lyft upp sófaborði og ætlað að kasta því en ákær ði náð borðinu af honum. Ákærði taldi þá félaga hafa verið þarna í um 90 mínútur, hann þá verið orðinn reiður út í meðákærða og dregið hann með sér út úr íbúðinni. Þeir hafi svo verið á leið heim til meðákærða þegar meðákærði kvaðst ætla aftur heim til A o g hafi leiðir ákærðu þá skilið. Ákærði kvaðst ekkert hafa gert á hlut A og B í þessum heimsóknum, hann ekki haft neinu hlutverki að gegna til stuðnings aðgerðum meðákærða og í raun verndað fólkið gegn honum. 8. 31 Ákærðu komu fyrir dóm 12. júní 2020 við fyr ri aðalmeðferð, neituðu báðir sök og færðist ákærði Daníel undan því að tjá sig um málið. Meðal vitna sem komu fyrir dóm þann dag voru A , B og I. Endurrit þessara dómsframburða liggja frammi í málinu. Ákærði J kvaðst ekki muna af hverju hann og meðákærði D aníel heimsóttu A eftir að þeir losnuðu úr gæsluvarðhaldi í byrjun desember 2018 og ekki minnast þess að hafa orðið vitni að ofbeldi af hálfu meðákærða. Hann kvaðst lítið kunna í íslensku og því ekki hafa skilið hvað mönnum fór á milli. Hann kvaðst ekki mu na frá hverju hann greindi við skýrslugjöf hjá lögreglu og ekki geta staðfest þær skýrslur. Samkvæmt dómsframburði A heimsótti ákærði Daníel hann í tvö skipti í byrjun desember 2018 í fylgd meðákærða J og veitti ákærði Daníel honum í annað skiptið hnéspark í höfuð sem af hlaust sá skurðáverki sem í ákæru greinir. Þess utan hafi ákærði aðeins veist að honum og B niður en hitt. Sa mkvæmt dómsframburði B var hún viðstödd í tvö eða þrjú skipti þegar ákærði Daníel réðist á A vel eftir atvikum og sagði ákærða ekkert hafa gert á hlut henn ar í það skipti. Í eitt skipti hafi ákærði otað að henni skóflu. Síðan kom fram í sjálfstæðri frásögn B að ákærðu hafi í eitt skipti komið heim til A um miðja nótt, ákærði Daníel verið að heimta peninga af honum, veist að honum með stofuborði og greitt honum hnéspark í höfuðið. Hún sagði ákærða ekki hafa hótað þeim með exi eða hnífi, en í eitt skipti haldið á hnífi og skorið sig á honum. B kvað meðákær ða J hafa verið á staðnum en hann ekkert gert á hlut hennar og A , frekar reynt að hjálpa þeim og hún ekki verið hrædd við hann. B staðfesti þann framburð sinn hjá lögreglu að hún hafi séð blóð leka frá eyra A eftir að ákærði Daníel skellti honum í gólfið, sem og að ákærði hafi tekið A hálstaki og þrýst honum upp að vegg. B kvaðst hafa heyrt hótanir ákærða og kröfu um að A drægi til baka framburð sinn í . Þá kvað hún ákærða í eitt skipti hafa togað í hár hennar. Samkvæmt dómsframburði I mundi hann eftir því að ákærðu komu í heimsókn til hans eftir að ákærðu losnuðu úr gæsluvarðhaldi, að þeir fóru svo þrír saman heim til A , að ákærði Daníel var æstur, öskraði á A og þjarmaði að honum með því að grípa í föt hans og þrýsta honum upp að vegg. I kvaðst hins v egar ekki muna og geta staðfest hvort ákærði hafi slegið A í andlitið eða beitt hann ofbeldi af öðru tagi. Þá sagði I rangt að ákærði hafi veist að honum með ofbeldi eða hótunum um ofbeldi eða líflát. 9. Ákærði Daníel kom að nýju fyrir dóm 31. maí sl., nei taði sök og kvaðst ekki myndu svara spurningum um sakarefni máls. Ákærði J neitaði sök fyrir dómi 2. júní sl. Hann kvaðst hafa verið í mikilli neyslu á þessum tíma, hann því lítið muna eftir atvikum og ekki vita nákvæmlega hvað gerðist á heimili A . Ákærði kvaðst þó viss um að hann hafi ekkert gert á hlut A , B eða annarra og aðeins reynt að róa þær aðstæður sem þarna voru og hjálpa þeim gegn meðákærða Daníel. Hann kvaðst lítið skilja í íslensku og því vissi hann ekki hvað mönnum fór á milli. Ákærði kvaðst væ ntanlega hafa sagt lögreglu frá því sem hann mundi á sínum tíma og einnig skýrt satt og rétt frá fyrir dómi í júní 2020 þótt hann myndi ekki lengur hvað hann sagði. A kom aftur fyrir dóm 26. maí sl. Hann kvað ákærða Daníel hafa komið heim til hans í nokkur skipti í byrjun desember 2018, ákærði verið geðveikur í skapi og óviðræðuhæfur, veist að honum með ofbeldi og hótunum og lagt íbúðina í rúst. Hann sagði þetta tengjast kröfu ákærða um að hann drægi framburð sinn til baka í öðru máli. Hann kvaðst muna vel eftir því sem ákærði Daníel gerði, sagðist þó hafa munað atvik betur þegar hann gaf skýrslu hjá lögreglu og ekki vera lengur viss um nákvæma tímaröð heimsókna ákærða. Hann kvað meðákærða J hafa verið með ákærða í öll skiptin, nema þegar ákærði birtist í sí ðasta sinn, sagði meðákærða ekki aðeins hafa haldið aftur af ákærða heldur hjálpað honum og B gegn ákærða og kvaðst ekki vita hvernig farið hefði ef meðákærði hefði ekki verið til staðar. Um atlögur ákærða Daníels sagði A að ákærði hafi í eitt skiptið lami ð hann svo fast í höfuðið að hann fékk heilahristing og í annað skipti fellt hann í gólfið og látið sig falla með hné sitt á höfuð hans. Þess utan hafi ákærði slegið hann ítrekað í líkamann, fellt hann í gólfið og hent í hann borði. Hann kvaðst ekki minnas t þess að hafa verið tekinn kverkataki en sagði ákærða hafa hótað honum með exi og sveiflað henni á loft en exin fest í loftinu og því ekki hæft hann. A kvað ákærða Daníel einnig hafa veist að B , hann kýlt hana í eitt skipti eða 32 hent utan í vegg og einnig hótað henni lífláti. Þess utan hafi ákærði í eitt skipti veist að I og lamið hann margsinnis í andlitið með krepptum hnefum. B bar fyrir dómi 2. júní sl. að hún myndi mjög lítið eftir málinu en stæði 100% við framburð sinn hjá lögreglu og kvaðst á þeim tím annarlegu ástandi á þeim tíma sem hér um ræðir og ákærði Daníel sífellt verið að rukka F um skuldir. B kvað meðákærða J ekkert hafa gert neitt á hlut hennar og A og hann ekki ógnað þeim ; bara komið inn með ákærða Daníel og ekki viljað að ákærði veittist að henni. I kom fyrir dóm 2. júní, kvaðst ekkert muna eftir málinu og eiga alls enga minningu um að ákærði Daníel hafi hótað honum eða beitt hann hnésparki eða öðru ofbeldi á heimili A . Niðurstaða. A. Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærðu og atvik sem telja má þeim í óhag á ákæruvaldinu og verða ákærðu því aðeins sakfelldir að nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, teljist fram komin um hvert það atriði er varðar sekt þeirra, sbr. 1. mgr. 109. gr. Metur dómari enn fremur, eftir því sem þörf krefur, hvert sönnunargildi þær staðhæfingar hafa sem varða ekki beinlínis atriði sem sanna skal en ályktanir má leiða um það, sbr. 2. mgr. 109. gr. Samkvæmt 1. mgr. 111. gr. gildir og sú meginregla að dómur í sakamáli skuli reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi og að jafnaði fyrir þeim dómara sem málið dæmir, sbr. 1. mgr. 112. gr. Af reglunn i leiðir að skýrslur ákærðu og vitna hjá lögreglu hafa ekki sönnunargildi nema í þeim tilvikum sem mælt er fyrir um í 2. og 3. mgr. 111. gr. Samkvæmt því verða ákærðu í þessu máli ekki sakfelldir á grundvelli lögregluskýrslna einna sér. B. Í málinu liggur fyrir að A kom á bráðamóttöku kl. 03:34 aðfaranótt sunnudagsins 9. desember 2018 með ferskan skurðáverka fyrir ofan vinstra eyra sem lokað var með fimm sporum. Hann kvaðst hafa orðið fyrir líkamsárás á heimili sínu, kvartaði undan miklum höfuðverk og gaf þá skýringu á áverkanum að hann hafi verið felldur og hné keyrt af fullum þunga vinstra megin í höfuð hans með þeim afleiðingum að skurður opnaðist við eyra. Daginn eftir kærði A ákærða Daníel fyrir ítrekaðar líkamsárásir og hótanir á tímabilinu frá fi mmtudagskvöldi 6. desember til mánudagsmorgun 10. desember. Af framburði A hjá lögreglu má ráða að um fjögur skipti hafi verið að ræða og verður af framburði ákærða Daníels hjá lögreglu ekki annað séð en að hann kannist við að hafa heimsótt A í fjögur skip ti á þessu sama tímabili. Meðákærði J virðist kannast við þrjár heimsóknir á tímabilinu og B í það minnsta við tvær. Varð engin sú breyting á þessum framburði ákærðu eða vitnanna tveggja fyrir dómi, sem máli kann að skipta og verður því lagt til grundvalla r að ákærðu hafi báðir farið heim til A í fjögur skipti á tímabilinu 6. - 10. desember. Af framburði A , I og ákærða Daníels hjá lögreglu er ljóst að ákærðu hafi fyrst farið heim til A að kvöldi fimmtudagsins 6. desember þá er ákærðu voru nýlega lausir úr gæ (ákæra I). Fær sú frásögn stoð í framburði meðákærða J þótt hann telji það hafa gerst síðar að ákærðu og I lögðu leið sína heim til A . Ber í þessu sambandi og að því er varðar aðrar ferðir ákærðu til A að hafa í huga að þ eir þrír og B voru á greindum tíma ekki á besta stað í lífinu. Óháð síðastgreindu liggur fyrir samkvæmt framburði ákærða Daníels hjá lögreglu að hann hafi í öllum sínum ferðum til A A ndu draga framburð sinn til baka eða breyta honum og að á móti myndi ákærði ekki kæra hann eða aðra fyrir innbrot. Að sögn ákærða var þetta uppástunga og hafi hann á engum tímapunkti fylgt henni eftir með ógnunum, hótunum eða ofbeldi í garð A eða annarra. Þá liggur fyrir samkvæmt framburði ákærða hjá lögreglu að hann hafi á greindum tíma verið ýmist mjög reiður eða ævareiður út í A , öskrað og gargað á hann, slegið hann nokkrum sinnum utan undir, hent honum til og frá, gripið í föt hans og tekið hann hálstak i. Þess utan hafi hann í eitt skipti ætlað að henda sófaborði í A og ákærði öskrað á B og hent henni á rúm. Í sama skipti hafi ákærði haft með sér hníf á staðinn, dregið hann fram og skorið sjálfan sig á hnífnum. Ákærði þrætti hins 33 vegar fyrir að hafa gefi ð A hnéspark og veitt honum þann áverka sem í ákæru greinir og kvaðst ekki eiga minningu um að hafa ógnað honum eða B með exi og skóflu. Samkvæmt framburði meðákærða J hjá lögreglu var ákærði Daníel brjálaður í skapi í þau skipti sem þeir fóru heim til A og öskraði á hann og aðra án þess að meðákærði skildi orð af því sem sagt var. Meðákærði kvaðst hafa orðið vitni að því er ákærði hrinti A í sófa og tók hann hálstaki, kvaðst ekki hafa séð ákærða veita honum hnéspark í það skipti sem A tilgreindi en tók f ram að hann hafi í sama skipti verið mikið í símanum og því ekki fylgst með öllu sem þá gerðist. Meðákærði sagði að í síðustu ferðinni hafi ákærði verið drukkinn og mjög æstur, ýtt nokkrum sinnum við A , slegið hann ítrekað með flötum lófa og snúið hann í g ólfið, ýtt við B og tuskað hana til, verið með hníf og skorið sig á honum, gert sig líklegan til að henda sófaborði í A og ógnað honum og B með exi og skóflu áður en yfir lauk. Ofangreindur framburður ákærðu samrýmist um margt frásögn A og B sem rakin e r í 3. og 4. kafla. Þannig greindu þau bæði lögreglu frá því að ákærði Daníel hafi ítrekað beitt A margvíslegu líkamlegu ofbeldi Greindi A frá því að ákærði Daníel hafi slegið og sparkað í hann, fellt hann ítrekað í gólfið og í eitt skipti fylgt því eftir með að láta sig falla með annað hnéð ofan á vinstri vanga hans með þeim afleiðingum að skurður hlaust af við eyra. Þá hafi ákærði ógnað honum og B með hnífi í síðasta skiptið, þá verið sturlaður af bræði, öskrað og rifist í B , stjakað við henni, hent sófaborði í A og áður en yfir lauk hótað að drepa þau bæði ef þau segðu lögreglu frá atvikum. B bar að ákærði hafi gengið í skrokk á A , tekið hann hálstaki og þrýst upp að vegg, slegið og sparkað í hann, ítrekað skellt honum í gólfið og í eitt skipti veitt honum hnéspark í höfuðið. A hafi ítrekað beðist vægðar, ákærði verið sturlaður í skapi, óviðræðuhæfur og ekki hlustað á hann. Í síðasta skiptið hafi ákærð i verið trylltur af bræði, strax byrjað að níðast á A og viðhaft samskonar hótanir og áður ef í framhaldi tekið upp exi og otað henni að þeim, sí ðan tekið upp skóflu, hótað þeim með henni og áfram klifað á því að A væri hollast að draga framburð sinn til baka. B sagði hótanir ákærða einnig hafa beinst að henni og hann hrint henni til, tekið hana hálstaki og rifið í hár hennar. Þegar A og B komu fyrir dóm við fyrri aðalmeðferð máls í júní 2020 bar þeim saman um að ákærðu Daníel og J hafi í einhver skipti komið heim til A og ákærði Daníel í eitt skipti veitt A hnéspark í höfuðið. A vildi að öðru leyti ekki gera mikið úr framferði ákærða Daníe ls, sagði hann þó hafa veist að þeim báðum , en meðákærði J ekkert gert á hlut þeirra og frekar róað ákærða en hitt. B gat þess að í eitt skipti hafi ákærði Daníel togað í hár hennar, í eitt skipti otað að henni skóflu, í eitt skipti heimtað peninga af A og veist að honum með stofuborði, í eitt skipti tekið hann hálstaki og þrýst upp að vegg og í eitt skipti skellt A í gólfið og blóð þá lekið frá eyra hans. Hún kannaðist ekki við að ákærði hafi hótað þeim með exi eða hnífi en hann í eitt skipti haldið á hníf i og skorið sig á honum. Þá kvaðst B hafa heyrt ákærða hóta A og krefjast þess að hann drægi til baka framburð sinn í . B bar með líkum hætti og A um hlut meðákærða J og kvað hann hafa reynt að hjálpa þeim gegn ákærða Daníel. Í sömu lotu bar I fyrir dó mi að þegar hann slóst í för með ákærðu heim til A hafi ákærði Daníel verið æstur í skapi, öskrað á A og þjarmað að honum með því að grípa í föt hans og þrýsta honum upp að vegg. I kvað ákærða Daníel ekkert hafa gert á hans hlut í þeirri heimsókn. I hélt s ig við síðastgreindan framburð þegar hann kom að nýju fyrir dóm 2. júní sl. og bar fyrir sitt leyti sakir af ákærða Daníel. Við seinni skýrslugjöf A fyrir dómi kvað hann ákærða Daníel hafa komið heim til hans í nokkur skipti , geðveikur í skapi og óviðræðuh æfur, veist að honum með ofbeldi og hótunum og krafist þess að hann drægi til baka framburð sinn í öðru máli. Ákærði hafi í eitt skipti lamið hann svo fast í höfuðið að hann fékk heilahristing og í annað skipti fellt hann í gólfið og látið sig falla með hn é sitt á höfuð hans. Þess utan hafi ákærði slegið hann ítrekað, fellt hann í gólfið og hent í hann borði. A kvaðst ekki minnast þess að hafa verið tekinn háls - eða kverkataki en sagði ákærða hafa hótað honum með exi. Hann kvað ákærða einnig hafa veist að B , meðal annars kýlt hana eða hent utan í vegg og hótað henni lífláti. Þess utan hafi ákærði veist að I og lamið hann margsinnis í andlitið með krepptum hnefum. A bar að hann myndi vel eftir öllu framansögðu en þó hafi hann munað atvik betur við skýrslugjöf hjá lögreglu. Hann kvað meðákærða J ekkert hafa gert á hlut hans eða B , meðákærði þvert á móti haldið aftur af ákærða Daníel og beinlínis hjálpað þeim gegn honum. 34 Þegar B kom að nýju fyrir dóm kvaðst hún muna mjög lítið eftir atvikum en kvaðst standa 100 % við allt sem hún sagði við skýrslugjöf hjá lögreglu. Sem fyrr kvað hún meðákærða J ekkert hafa gert neitt á hlut hennar eða A . Ákærði Daníel kaus að tjá sig ekki um málið fyrir dómi 2. júní sl. Ákærði J gaf hins vegar skýrslu, kvaðst hafa verið í mikilli vímu á þeim tíma sem hér um ræðir, hann því muna lítið eftir atvikum og ekki vita nákvæmlega hvað gerðist á heimili A . Ákærði kvaðst væntanlega hafa sagt lögreglu frá því sem hann mundi á sínum tíma og einnig skýrt satt og rétt frá fyrir dómi í júní 2020. Hann kvaðst ekkert hafa gert á hlut A , B eða annarra, aðeins reynt að róa aðstæður og hjálpa þeim gegn meðákærða Daníel. C. Vitnin A og B hafa verið stöðug í þeim framburði að ákærði Daníel hafi ítrekað komið heim til A á því tímabili sem í ákæru greinir og veist að þeim með ofbeldi, sem beindist sér í lagi að A , jafnframt því sem ákærði hafi hótað A ofbeldi eða öðrum ófarnaði ef hann drægi ekki til baka framburð sinn í svokölluðu i. Fær frásögn vitnanna að þessu leyti stoð í framburði ákærða Daníels hj á lögreglu þótt hann hafi þar fegrað sinn hlut og notað orðin tillögur og uppástungur þegar hann lagði að A að breyta framburði sínum í umræddu máli. Þá hafa sömu vitni borið með sama eða líkum hætti um að ákærði Daníel hafi í eitt skipti veitt A hnéspark í höfðið, slegið hann ítrekað í andlitið, tekið hann háls - eða kverkataki, hrint honum til og fellt hann í gólfið. Þess utan hafi ákærði Daníel veist að B , hrint henni til og ógnað henni og A með hnífi, exi og skóflu. Þessi frásögn vitnanna samrýmist meira og minna framburði meðákærða J hjá lögreglu, þó þannig að meðákærði kvaðst ekki hafa orðið vitni að hnésparki í höfuð A . Þegar framangreind atriði eru virt heildstætt og sérstaklega haft í h uga að frásögn A og B er meira og minna samhljóða og í ágætu samræmi við margt í framburði ákærðu hjá lögreglu, að vitnisburður A og B fyrir dómi þykir trúverðugur um öll þau meginatriði sem lýst er í ákæru, að ákærði Daníel var að eigin sögn og annarra ým ist ævareiður eða snarbrjálaður út í A og, að fyrir liggur að - A hlaut á heimili sínu skurð fyrir ofan vinstra eyra sem sauma þurfti með fimm sporum, er að mati dómsins fram komin lögfull sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, fyrir því að ákærði Daníel hafi gerst sekur um þá háttsemi gagnvart A og B sem honum er gefin að sök í ákæru. Breytir engu í því sambandi sakarneitun ákærða Daníels enda nýtur hún ekki stuðnings í öðrum gögnum málsins. Af hálfu ákærða Daníels kom fram sú gagnrýni við m unnlegan flutning málsins að ekkert liggi fyrir um að ákærði hafi veitt A um keisarans skegg, en A hefur aldrei kvikað frá þeirri lýsingu á greindri atlögu að ákærði Daníel hafi fel lt hann í gólfið og í þeirri stöðu látið sig falla með hné sitt af fullum þunga vinstra megin í höfuð hans þannig að skurður hlaust af. Sú háttsemi ákærða verður heimfærð undir 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga vegna hinnar sérstaklega hættulegu aðfe rðar sem hann beitti gegn varnarlausum manni. Ekkert liggur fyrir um að aðrar atlögur ákærða gegn A og B hafi verið meiri en rúmast innan 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði er samkvæmt framansögðu sakfelldur fyrir brot á 108. gr. laganna með því að hafa beitt A og B þáverandi kærustu hans líkamlegu ofbeldi og hótunum í tengslum við skýrslugjöf A í . Tæmir sú lagagrein sök gagnvart 1. mgr. 217. gr. og verður ákærða gerð refsing samkvæmt því. D. Meðákærða J er gefin að sök hlutdeild í brotum ákærða Daníels, með því að hafa í umrædd skipti farið með ákærða inn í íbúð A refsiverð á grundvelli 1. mgr. 22. gr. almennra hegningarlaga en samkvæmt þeirri lagagrein skal hver sá mað ur, sem með liðsinni í orði eða verki, fortölum, hvatningum eða á annan hátt á þátt í því að hegningarlagabrot sé framið, sæta þeirri refsingu sem við því broti er lögð. Af hálfu ákæruvaldsins er einkum á því byggt að meðákærða hljóti að hafa verið ljóst, að minnsta kosti eftir fyrstu ferðina heim til A , hvað til stæði af hálfu ákærða Daníels og með því að fara þangað aftur sínu. Er þeim málatilbúnaði mót mælt af hálfu meðákærða og á það bent að hann hafi fyrir ólán slegist í för með ákærða til A , skynjað ágreining þeirra og orðræðu á íslensku sem hann skildi ekki, á engum tímapunkti 35 sýnt A , B eða öðrum ógnandi hegðun og þvert á móti ítrekað reynt að róa ák ærða Daníel og hjálpað hinum að verjast gegn honum. Skorti því ásetningsskilyrði 18. gr. almennra hegningarlaga svo refsa megi meðákærða fyrir aðkomu sína að málinu. A og B hafa frá upphafi borið með líkum hætti um að meðákærði hafi ekkert gert á þeirra hlut, þeim ekki stafað ógn af honum og hann þvert á móti ítrekað reynt að róa ákærða Daníel, haldið aftur af honum og hjálpað þeim að verjast gegn ákærða. Með hliðsjón af atvikum öllum verður að telja að eftir fyrstu för meðákærða og ákærða Daníels heim til A hafi meðákærða mátt gruna að ákærði gæti verið í árásarhug. Á móti kemur að meðákærði viðhafði ekki stóryrði á vettvangi, sýndi ekki ógnandi tilburði o g virðist ítrekað hafa reynt að róa ákærða Daníel og verja A og B gegn honum, meðal annars með því að taka af honum hníf, exi og skóflu og koma ákærða út úr íbúðinni. Þá ber að hafa í huga að meðákærði var á þeim tíma sem hér um ræðir undir miklum áhrifum vímugjafa og dómgreind hans eflaust skert af þeim sökum. Það eitt getur þó aldrei réttlætt refsiverða háttsemi. Að virtum þessum atriðum og gegn eindreginni sakarneitun þykir varhugavert að telja sannað lögfullri sönnun að meðákærði hafi með nærveru sinni einni á vettvangi tekið nokkurn þann þátt í brotum ákærða Daníels að varði refsingu samkvæmt 1. mgr. 22. gr. almennra hegningarlaga. Ber því að sýkna meðákærða af þeirri háttsemi sem hann er borinn í málinu. III. - Ákæra lögreglustjóra 19. nóvember 2019. Ákærði Daníel játaði skýlaust fyrir dómi þá háttsemi sem honum er gefin að sök í þessari ákæru. Með hliðsjón af þeirri játningu, sem samrýmist rannsóknargögnum máls, er ákærði sannur að sök í þessum þætti og er háttsemin réttilega heimfærð til refsiákvæða í nefndri ákæru. IV. - Ákæra lögreglustjóra 28. febrúar 2020. Ákærði Daníel játaði skýlaust fyrir dómi þá háttsemi sem honum er gefin að sök í þessari ákæru. Með hliðsjón af þeirri játningu, sem samrýmist rannsóknargögnum máls, er ákærði sannur að sök í þ essum þætti og er háttsemin réttilega heimfærð til refsiákvæða í nefndri ákæru. V. - Ákæra Héraðssaksóknara 28. nóvember 2019. Málsatvik. 1. Samkvæmt frumskýrslu lögreglunnar á Akureyri barst fimmtudaginn 8. febrúar 2018 tilkynning um að veist hefði verið að C , hér eftir brotaþola, með ofbeldi og væri hann til læknisskoðunar á bráðamóttöku SAK. Lögreglumenn fóru á staðinn, ræddu við brotaþola o g fengu þær upplýsingar að ákærði Daníel og ónafngreindir félagar hans hefðu lamið hann víðsvegar um líkamann með hamri, beitt vírbursta á hnakka, stungið skærum upp í nef hans og beitt töng á fingur hans við innheimtu fíkniefnaskuldar. 2. Samkvæmt læknisv ottorði T, sem hún staðfesti fyrir dómi, kom brotaþoli á bráðamóttöku um kl. 21 á fimmtudeginum og greindi frá því að sex menn hefðu tekið hann í gíslingu um kl. 14, barið hann ítrekað með hamri í vinstra hné og vinstri kjálka, barið hann með vírbursta aft an á háls og hnakka, rekið skæri upp í nef hans, kýlt hann að minnsta kosti þrisvar í nefið og mörgum sinnum í höfuð og vanga, brennt vinstra handarbak hans með sígarettu og klipið fingur hægri handar með töng. Við skoðun hafi nef brotaþola verið með mjúkáverka í vinstri nös og punktblæðingar aftan á hálsi. Þá hafi brotaþoli kvartað undan verkjum í vinstra hné, greinst þar með mjúkpartaáverka og haf t væg eymsli í kvið. Er haft eftir brotaþola að gerendurnir A og fékk brotaþola því tíma hjá sérfræðingi næsta dag. Samkvæmt vottorði U háls - , nef - og eyrnalæknis, 9. febrúar 2018, sem hann staðfesti fyrir dómi, kom brotaþoli þann dag til skoðunar vegna nefáverkans, reyndist ekki nefbrotinn og var talið að áverkinn myndi ganga til baka án nefréttingar. 36 Meðal málsgagna eru ljósmyndir af brotaþola sem te knar voru á SAK. Má þar sjá bólgið nef brotaþola og lítinn skurð á miðnesi við vinstri nös. Þá er hann með greinilega punktáverka á nokkuð stóru svæði hægra megin aftan á hálsi. Myndir af höndum brotaþola bera ekki með sér greinilega áverka, annað en smávæ gileg sár eða rispur á vísifingri vinstri handar og áverka á vinstra handarbaki sem gæti verið eftir sígarettu. Myndir af framhluta fótleggja brotaþola fyrir neðan hné bera ekki með sér bersýnilega áverka en þó virðist roði á vinstra hné og svæðinu þar fyr ir neðan. Lögregla bætti síðar við þetta ljósmyndasafn og sýna myndir teknar á lögreglustöð 12. febrúar allstórt, gulleitt mar á utanverðu vinstra hné brotaþola. 3. Brotaþoli gaf skýrslu hjá lögreglu að kvöldi 8. febrúar eftir læknisskoðun á SAK. Hann kva ðst fyrr um daginn hafa verið að kaupa sér sígarettur á og verið á leið þaðan norður Glerárgötu þegar ákærði A . Þar hafi brotaþoli séð A , ákærða H , E (líklega ákærði E samkvæmt innskoti yfirhey D - innskot yfirheyranda). Mennirnir hafi veist að brotaþola, ungi maðurinn verið fremstur í flokki, þeir tveir nni fyrir utan og ungi maðurinn skorist illa á baki. Í kjölfar þessa hafi mennirnir þvingað brotaþola inn í rauða skutbifreið og stór, skeggjaður maður, orði að brotaþoli væri í vondum málum. Er þangað kom hafi brotaþoli komist út úr bifreiðinni og lagt á flótta elt hann uppi og dregið hann nauð ugan inn til ákærða Daníels. Taldi brotaþoli þetta hafa gerst um kl. 14:30. Brotaþoli greindi frá því að þegar hópurinn var kominn inn til ákærða Daníels hafi ákærði greitt honum þungt högg í andlitið, við það fossblætt úr nefi brotaþola og hann haldið að nefið væri brotið. Ungi maðurinn hafi svo greitt brotaþola annað þungt högg í andlitið. Eftir þetta hafi brotaþoli verið látinn krjúpa á hné á stofugólfinu og mennirnir, að Viðari frátöldum, látið höggin dynja á andliti og líkama hans. Jafnframt hafi þeir tekið af brotaþola Leatherman hníf og aðra persónulega muni, þar á meðal farsíma og því vissi hann ekki nákvæmlega hvað tímanum leið. Frá stofugólfi hafi brotaþoli verið færður í sófa, látinn sitja þar í marga klukkutíma og mennirnir misþyrmt honum, þeir borið einnota hanska á höndum og ákærði Daníel beitt sér langmest, meðal annars greitt brotaþola annað þungt högg á nefið og sparkað í öxl og mjöðm hans. Þá hafi ákærði Daníel sótt sér hamar og slegið brotaþola nokkur létt högg á höfuðið, þar af eitt högg á vinstri kjálka, einnig slegið hamrinum í utanvert hægra hné hans og hótað því að nota hamarinn til að negla skrúfu í hnéð. Brotaþoli kvað ákærða H hafa notað töng í Leatherman hnífnum til að klemma þrjá fingur á hægri hönd hans og væru fingurnir bólgnir eftir þau viðskipti. Þess utan hafi ákærði H ógnað honum með skrúfjárni. Þá sagði brotaþoli unga manninn hafa tekið vírbursta sér í hönd og lamið brotaþola svo fast í hnakkann að vírarnir gengu inn fyrir húð og skyldu eftir sig áverka. Sami maður hafi stun gið skærum upp í nef hans og ætlað að klippa miðnesið í sundur en brotaþoli náð að víkja höfði sínu aftur um leið og skærin skullu saman og hann því aðeins skorist í miðnesi. Brotaþoli kvað E hafa stungið logandi sígarettu í handarbak hans og brennt hann þ ar. Meðan á ofangreindri atlögu stóð hafi ákærði Daníel sagst vera að innheimta gamla fíkniefnaskuld frá 2010 eða 2011, sem að sögn brotaþola hefði þá numið 300.000 krónum en ákærði vildi nú meina að stæði í 1.200.000 krónum og sagt að ef brotaþoli greidd i ekki þá fjárhæð myndi fara illa fyrir honum. Brotaþoli kvað mennina í þessu sambandi hafa hótað því að láta nauðga honum og stinga kertastjaka upp í endaþarm hans og þeir bent á tiltekinn kertastjaka í stofunni. Þá hafi ákærði Daníel rætt við ákærða H um að hengja brotaþola aftan í bifreið og aka með hann þannig uppi í sveit og H sagt að hann hefði áður tekið mann í gíslingu og farið með hann upp í sveit. Að sögn brotaþola lauk atlögunni líklega um kl. 18:30 með því að ákærði H greiddi honum þungt högg í magann. Eftir þetta hafi H farið á brott, brotaþola verið gefinn bjór að drekka og honum sleppt úr haldi um kl. 20 eftir að hafa fengið farsíma og önnur verðmæti til baka. Brotaþoli kvaðst hafa verið mjög hræddur á meðan hann var í haldi þessara manna og óttast um líf sitt. Hann kvaðst sjálfur hafa verið allsgáður en taldi Brotaþoli gaf aftur skýrslu 9. febrúar og kvaðst ekkert hafa við fyrri framburð að bæta. Hann gaf greinargóða lýsingu á útliti og klæðaburði mannanna fimm sem komu að brottnámi hans og fyrrgreindu 37 - inn skot yfirheyranda) sem grönnum og hávöxnum manni með sítt hár og mikið skegg, á að giska 30 - 35 ára. Hann kvað Viðar og hina hafa sett á sig gúmmíhanska eftir að komið var heim til ákærða Daníels. Viðar hafi svo farið á brott, komið einhverju síðar til baka vegna áverkanna sem hann hlaut við að detta með brotaþola gegnum rúðuna hjá A . Þá gat brotaþoli þess að þegar ákærði Daníel hótaði að reka skrúfu í hné hans hafi ákærði haldið á 3 - 4 cm langri skrúfu, lagt hana á hné brotaþola og gert sig líklegan til að keyra hana í hnéð áður en ákærði sló skrúfunni í vegg í stofunni. Einnig kom fram að ákærði haldi eftir að hafa Aðspurður um aðdraganda þess er gerðist umræddan dag kvaðst brotaþoli hafa farið að heiman eftir kl. 14 til fundar við E. Í framhaldi leiðrétti hann fyrri frásögn og kvaðst ekki hafa farið á til að kaupa s A , sá skorni greitt brotaþola högg og þeir tveir fallið gegnum rúðuna örfáum sekúndum síðar. Ákærð i Daníel hafi í kjölfarið reist brotaþola á fætur, hann verið li kvaðst verkja í hægra Brotaþoli gaf sína þriðju skýrslu 15. febrúar. Kom þá fram að ákærði H hafi kýlt hann einu sinni í magann snemma í atburðarás á heimili ákærða Daníels og sá fyrrnefnd i farið af vettvangi um kl. 16 - 17 að því þannig setið einn eftir með ákærða Daníel og E. Hafi líkamsmeiðingum þá verið meira og minna lokið og þær eftir það einkennst af andlitshöggum frá ákærða Daníel. Lýsing brotaþola á þátttöku hvers og eins árásarmanns var með sama hætti og fyrr. Þá kom fram að E hafi ekki gert annað á hlut brotaþola en að brenna hann með sígarettu, þáttur þess manns í atlögunni fyrst og fremst falist í orðbragði, ákærði Daníel haft sig langmest í frammi og slegið brotaþola ótal högg í andlit. Meðan á atlögu mannanna stóð kvaðst brotaþoli þrívegis hafa verið sendur inn á baðherbergi til að þrífa blóð úr andliti sínu. 4. Í málinu liggur fyrir vottorð V geðlæknis 30. október 2018, sem hann staðfesti fyrir dómi, en samkvæmt því leitaði brotaþoli til geðheilsuteymis í apríl 2018 vegna eftirkasta frelsissviptingar og líkamsárásar 8. febrúar og var í september sama ár lagður inn á geðdeild vegna þeirra atvika og fleiri sálrænna áfalla. Samkvæmt vottorðinu upplifði brotaþoli stöðugan ótta og aðsóknarkennd vegna nefndrar atlögu og óttaðist að mennirnir gætu gert honum þetta aftur. Í niðurlagi vottorðsins segir að brotaþoli glími v ið fjölþættan geðrænan vanda sem rekja megi til erfiðra uppeldisaðstæðna, mikillar fíkniefnaneyslu frá unga aldri og erfiðra upplifana og áfalla sem fylgja slíku lífi. Að áliti V sé erfitt að segja til um áhrif einstakra áfalla en hann telji að afleiðingar umræddrar frelsissviptingar og líkamsárásar vegi þungt í þeim veikindum sem brotaþoli hafi glímt við síðustu mánuði. V bar fyrir dómi að eftir útskrift brotaþola af geðdeild haustið 2018 hafi V ekki hitt hann aftur. 5. Ákærðu voru handteknir 9. febrúar 2 018 og í kjölfarið framkvæmd húsleit á heimili ákærða Daníels. Fundust þar klaufhamar og skrúfjárn í eldhúsi og vírbursti og skæri í stofu. Þá fundust blóðblettir í stofusófa og við baðherbergisvask, blóðugt handklæði inni á baði, blóðug sáragrisja, pappír sþurrka og einnota hanskapar í ruslafötu í eldhúsi og fingrafar brotaþola á rauðri bjórdós í eldhúsinu. Er nánar um þetta fjallað í skýrslu W rannsóknarlögreglumanns, sem hann staðfesti fyrir dómi. Í skýrslunni kemur fram að á oddi skæranna hafi greinst bl óð og sést þetta glöggt á meðfylgjandi litljósmynd. Lögregla rannsakaði einnig gallabuxur og hettupeysu sem brotaþoli klæddist umrætt sinn og sáust þar blóðblettir sem taldir voru mennskir og nothæfir til DNA greiningar. Meðfylgjandi ljósmyndir bera ekki m eð sér að mikið blóðmagn hafi runnið í fatnaðinn. Fram kom í dómsvætti rannsóknarlögreglumannsins að hann vissi ekki til þess að blóðsýni frá vettvangi hafi verið send til DNA greiningar. 38 s einni part 8. febrúar 2018 aflaði lögregla upptaka úr eftirlitsmyndavélum bráðadeildar og sjást þar ákærðu Víðir Örn og D ganga inn í afgreiðslu kl. 18:42. Sá fyrrnefndi hvarf á brott kl. 18:50 og hinn síðarnefndi kl. 20:03. Meðal málsgagna eru litmyndir a f stóru skurðsári ofarlega á vinstri öxl ákærða D. Vegna framburðar brotaþola um að ákærði H hafi farið af heimili ákærða Daníels seinni part 8. febrúar og frásagnar H um að eftir að hann fór þaðan hafi hann hitt tvo félaga og þeir farið á var aflað u pptaka úr öryggismyndavélum veitingastaðarins og sést H ganga þar inn kl. 17:26 ásamt tveimur karlmönnum og yfirgefa staðinn ásamt sömu mönnum kl. 19:52. Ákærðu Daníel, H , D og E voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald frá 10. - 17. febrúar 2018. Að ákærða Daníel f rátöldum voru ákærðu leystir úr haldi 16. febrúar. 6. Ákærði Daníel var yfirheyrður 12. febrúar 2018. Hann neitaði sök og kvaðst ekkert hafa um málið Ákærði var yfirheyrður öðru sinni 16. febrúar. Hann kvaðst hafa verið með ákærðu H , D, E og Víði Erni fyrri hluta dags 8. febrúar, þeir ekki haft nein áform en séð á einhverri netsíðu að brotaþoli væri að falast eftir fíkniefn um til kaups. Á þessum tíma hefði ákærði verið búinn að reyna að hafa uppi á brotaþola í átta ár vegna ógreiddrar 1.200.000 króna fíkniefnaskuldar. Af einhverjum ástæðum hafi ákærðu farið saman í bifreið nda A og P og meðákærði E sent brotaþola skilaboð um að koma þangað. Brotaþoli hafi birst innan 30 mínútna, ákærði og meðákærði D þá verið í anddyri íbúðarinnar, fát komið á brotaþola við að sjá ákærða og brotaþoli og meðákærði D dottið gegnum rúðu og út á gangstétt fyrir framan húsið. Ákærði kvaðst hafa hjálpað brotaþola á fætur, sagt að þeir yrðu að ræða ofangreinda skuld, þeir í framhaldi sest inn í bifreið meðákærða Víðis Arnar ásamt öðrum meðákærðu og að brotaþoli hafi verið neyddur til að setjast inn í bifreiðina og taldi að hann hefði líklega áttað sig á því að ræða yrði þessi skuldamál. Er þeir komu heim til ákærða hafi brotaþoli hrasað á gangstétt fyrir framan húsið, ákærði hjálpað honum á fætur og brotaþoli síðan gengið óstuddur og af fúsum og frjálsum vilja inn í húsið. Ákærði sagði að þar inni hafi ríkt ringulreið; ákærði sótt sjúkrakassa til að gera að sárum meðákærða D og allir verið svolítið æstir. Fíkniefnaskuldin hafi hlotið töluverða umræðu, brotaþoli verið beðinn að tæma vasa sína og hann meðal annars dregið fram Leatherman töng. Ákærði gekkst við því að hafa í framhaldi slegið brotaþola tvisvar eða þrisvar með flötum lófa í andlitið, þvertók fyrir að hafa greitt honum hnefahögg, en viðurken ndi að hafa danglað laust með hamri í vinstri kálfa brotaþola þar sem hann sat í sófa í stofunni. Þá hafi meðákærði D sett skæri að miðnesi brotaþola og ákærði stoppað hann af. Meðákærði H hafi sett Leatherman töngina á hönd brotaþola en ákærði einnig stop pað hann af áður en til meiðsla kom. Ákærði kvaðst ekki hafa séð meðákærða E reka logandi sígarettu í handarbak brotaþola, ekki vita hver notaði vírbursta á háls brotaþola og sagði meðákærða Víði Örn ekkert hafa gert á hlut hans. Ákærði kvaðst ekki hafa f ylgst með klukkunni en á einhverjum tímapunkti hafi meðákærðu Víðir Örn og D farið á til að láta kíkja á áverka þess síðarnefnda, þeir síðan komið til baka og sest að nýju með öðrum í stofunni. Þegar líða tók að kvöldi hafi allir verið sáttir, fíkniefn verið kátur og glaður. Skömmu síðar hafi allir meðákærðu farið á brott og ákærði set ið einn eftir. Ákærði var yfirheyrður þriðja sinni 17. febrúar og honum kynntur framburður brotaþola og meðákærðu. Ákærði neitaði sem fyrr sök, kvaðst á engum tímapunkti hafa frelsissvipt brotaþola, aldrei hafa hótað honum og taldi það tæplega heyra til of beldis þótt hann hefði slegið brotaþola utanundir. Hann kvaðst ann hafi verið reiður og pirraður út í brotaþola vegna hinnar ógreiddu skuldar. Ákærði sagði rétt að fingur brotaþola hafi verið klemmdir með töng en það verið laust, brotaþoli þó öskrað og ákærði stoppað meðákærða H af við þá iðju, sem og komið í veg fyri r að meðákærði D stríddi brotaþola eða ógnaði með skærunum og sagði skærin aldrei 39 hafa farið inn fyrir nef hans. Taldi ákærði að brotaþoli ætti að vera honum þakklátur fyrir að hafa verndað hann með þessum hætti, í stað þess að bera á ákærða upplognar saki r. Þannig kvað ákærði rangt að hann hafi kýlt eða sparkað í brotaþola og sagði brotaþola aldrei hafa kropið eða verið látinn krjúpa á stofugólfi íbúðarinnar. Ákærði kvaðst ekki vita hver beitti vírbursta á brotaþola, sagði slíkt ekki hafa verið gert að ráð um hans og minnti að annar hvor meðákærðu H eða D hafi notað vírburstann. Ákærði neitaði því að ferðin heim til A og skilaboð til brotaþola um að koma þangað hafi verið skipulagt til að narra brotaþola þangað og rukka hann um fíkniefnaskuldina. Ákærði kvað st fyrir sitt leyti einungis hafa notað það tækifæri sem þarna gafst til að ræða skuldina við brotaþola. Ákærði kvað alrangt að brotaþoli hafi lagt á flótta þegar hópurinn kom heim til ákærða. Sjálfur hafi hann verið að opna útidyrnar, snúið sér við og séð brotaþola hvorki hafa verið þvingaðan inn í bifreið meðákærða Víðis Arnar né inn á heimili ákærða. Ákærði velti því upp hvort brotaþoli gæti ekki hafa meitt sig á nefi og hné þegar hann datt fyrir utan húsið eða þegar hann og meðákærði D féllu gegnum rúðuna hjá A . Ákærði sagði blóð sem fannst í handklæði og annars staðar í íbúð hans stafa frá meðákærða D. Hann játti rétt að einhverjir ákærðu hafi sett upp einnota hanska in ni í búðinni, í það minnsta hann sjálfur og meðákærði E, en þetta hafi þeir gert í tengslum við umönnun sára meðákærða D og hanskanotkun ekki tengst brotaþola á nokkurn hátt. 7. Ákærði H var yfirheyrður 12. febrúar 2018. Hann neitaði sök og kvaðst ekker t hafa um málið að segja. Ákærði kannaðist þó við að hafa verið með ákærðu Daníel, D, E og Víði Erni fimmtudaginn 8. febrúar, þeir farið að beiðni meðákærða Daníels í bifreið meðákærða Víðis Arnar heim til A húsráðanda og P. Skildist ákærða að þetta tengdist 1.200.000 króna fíkniefnaskuld brotaþola við meðákærða Daníel. Ákærði kvaðst ekki hafa vitað að til stæði að hitta brotaþola hjá A og handrukka hann, ákærði aldrei verið beðinn um að taka þátt í slíku og hann ekki átt neitt sökótt við brotaþola. Brotaþoli hafi þó komið þangað og verið nýstiginn inn fyrir dyr þegar til stympinga kom milli hans og meðákærða D með þeim afleiðingum að þeir duttu gegnum rúðu, höfnuðu fyrir utan og D skar st á herðablaði. Í kjölfar þessa hafi ákærði farið út og sest inn í bifreið meðákærða Víðis Arnar, meðákærðu og brotaþoli fylgt dæmi hans og Víðir Örn ekið il að setjast inn í bifreiðina og fara heim til meðákærða Daníels. Þá kvaðst ákærði ekki hafa orðið þess var að brotaþoli reyndi að flýja undan hópnum við heimili meðákærða, sagðist þó ekki viss hvort brotaþoli hafi verið frjáls ferða sinna á þeim tímapunk ti og sagði að honum hafi verið fylgt frá bifreiðinni og inn til meðákærða Daníels. Ákærði kvaðst hafa stoppað stutt við heima hjá meðákærða Daníel eða í hálfa til eina klukkustund, hann verið mestmegnis inni í eldhúsi og því ekki vita hvort aðrir í hópnum hafi gert eitthvað á hlut brotaþola inni í stofu. Ákærði hefði þó skynjað eitthvað í loftinu sem gæti tengst ofbeldi, hann jafnframt séð brotaþola í stofunni með blóðugt og bólgið nef, ekki viljað tengjast neinu ofbeldi sjálfur og því viljað fara sem fyrs t. Hann hafi því nýtt sér tækifærið þegar meðákærði Víðir Örn kom til baka eftir að hafa ekið meðákærða D á SAK, fengið Víði Örn til að skutla sér á og ákærði farið þaðan á . Ákærði gekkst við því að hafa klætt sig í einnota latexhanska þegar hann kom inn til meðákærða Daníels, sagði fleiri úr hópnum hafa gert hið sama og kvaðst fyrir sitt leyti hafa sett upp hanska til að verða ekki bendlaður við neitt sem þar gæti gerst. Hann kvaðst vita að einhverjir úr hópnum hafi gert eitthvað á hlut brotaþola í stofunni og tekið af honum farsíma en hann enga aðkomu átt að því og þvertók fyrir að hafa þvingað eða ógnað brotaþola á nokkurn hátt. Þá kvað ákærði rangt að hann hafi kýlt brotaþola í andlit eða maga og klipið fingur hans með töng. Hann kvaðst hafa ver ið vel undir áhrifum áfengis og fíkniefna umrætt sinn og taldi eins hafa verið statt um meðákærðu, að Víði Erni frátöldum sem gæti hafa verið allsgáður. Ákærði var yfirheyrður öðru sinni 15. febrúar og kvaðst ekkert hafa við fyrri framburð að bæta. Ákærði lýsti atvikum heima hjá meðákærða Daníel nánar á þá leið að ákærði hafi strax farið í að setja grisjur á áverka meðákærða D og þeir verið inni í eldhúsi. Frá eldhúsinu hafi ákærði farið inn á baðherbergi og til þess þurft að ganga í gegnum stofu. Á þeim t ímapunkti hafi hann séð brotaþola blóðugan og bólginn í andliti og með útbungað nef og kvaðst halda að þeir áverkar væru af völdum meðákærða Daníels af því að ákærði hefði seinna séð Daníel öskra á brotaþola vegna fíkniefnaskuldarinnar, löðrunga hann og tu ska hann til í 40 stofunni. Ákærði taldi meðákærða Daníel hafa stjórnað atburðarás í stofunni, án þess þó að ákærði sæi hann skipa öðrum fyrir verkum. Hann kvaðst ekki hafa séð neinn beita tólum eða tækjum gegn brotaþola og ekki séð meðákærðu Víði Örn, D og E gera neitt á hlut mannsins. Ákærði þrætti fyrir að hafa kýlt brotaþola eða klipið hann með töng, kvaðst ekki hafa ógnað honum með skrúfjárni og kannaðist ekki við að nokkur í hópnum hafi hótað því að hengja brotaþola aftan í bifreið, láta nauðga honum eða reka kertastjaka upp í endaþarm hans. Ráðhústorgi, ákærði stigið þar út og farið ásamt fleirum inn á . Ákærði vefengdi ekki að hann hefði gengið þar inn kl. 17:26 og farið þaðan kl. 19:52, svo sem sjáist á upptökum úr eftirlitsmyndavélum. Ákærði var yfirheyrður þriðja sinni 16. febrúar og kvaðst hvorki vilja breyta né bæta við fyrri framburð. Aðspurður hvort ákærði hafi gert eitthvað á hlut brotaþola heima hjá meðák ærða Daníel viðurkenndi hann að hafa notað töng á brotaþola og kýlt hann í magann. Þá kvað ákærði rétt að brotaþoli hafi lagt á flótta þegar meðákærði Víðir Örn stöðvaði bifreiðina fyrir framan heimili meðákærða Daníels, þeir tveir og meðákærðu D og E hlau síðan færður inn til meðákærða Daníels. Kvaðst ákærði ekki hafa tekið neinn þátt í þeirri atburðarás. Ákærði lýsti aðkomu sinni að málinu nánar á þann veg að um 5 - 10 mínútum eftir að hó purinn kom heim til meðákærða Daníels hafi brotaþoli verið látinn tæma vasa sína í stofunni, meðal annars dregið fram farsíma og Leatherman töng og brotaþoli setið í sófa þegar ákærði tók töngina og klemmdi þrjá fingur hans. Þetta hafi ekki verið fast en b þessum verknaði, áréttaði að hann hefði ekki átt neitt sökótt við brotaþola og bætti því við að allir hafi verið frekar æstir sem þarna voru. Skömmu eftir að ákærði klemmdi fingu r brotaþola hafi hann kýlt manninn í magann, síðan farið með brotaþola inn á baðherbergi til að þrífa sig og eftir það ekkert gert á hlut hans. Ákærði neitaði staðfastlega að hafa kýlt brotaþola í andlitið, sagði meðákærða Daníel sekan af því og hann séð D aníel greiða brotaþola nokkur hnefahögg í andlit, jafnframt því sem hann löðrungaði manninn. Ákærði kvað meðákærða Daníel hafa haft sig mest í frammi gagnvart brotaþola, ákærði séð Daníel ógna honum með hamri og skrúfu og slá hann laust í kjálka og fótlegg með hamrinum. Þá kvaðst ákærði hafa séð meðákærða D stinga skærum upp í nef brotaþola og sagði annað hvort D eða meðákærða E hafa lamið brotaþola með vírbursta og drepið í sígarettu á handarbaki hans. Ákærði breytti svo framburði sínum og sagði meðákærða E hafa stungið skærunum upp í nef brotaþola. Ákærði kvað meðákærða Víði Örn ekki hafa gert annað á hlut 8. Ákærði D var yfirheyrður 12. febrúar 2018. Hann kvaðst hafa hitt verjanda sinn út af óskyldu máli á kl. 13 fimmtudaginn 8. febrúar og að þeim fundi loknum hitt meðákærðu Daníel, H , E og Víði Örn, þeir farið í bifreið þess síðastnefnda til A tt húsráðanda og P. Ákærði kvaðst ekki minnast umræðu um brotaþola fyrr en hann bankaði á útidyrahurðina og steig inn fyrir dyr. Þegar það gerðist hafi ákærði gripið framan í úlpu brotaþola og brotaþoli ýtt við honum með þeim afleiðingum að ákærði féll geg num rúðu og út á götu og tók brotaþola með sér í fallinu. Brotaþoli hafi ekki meiðst við þetta en ákærði skorist á baki og meðákærði Víðir Örn seinna farið með hann á slysadeild SAK. Eftir þetta hafi ákærðu og brotaþoli farið í bifreið meðákærða Víðis Arn ar heim til meðákærða hlaupið í burtu en skömmu síðar runnið til í hálku og dottið í götuna. Í kjölfar þessa hafi einhverjir úr hópnum gengið að brotaþola, sagt honum að koma inn til meðákærða Daníels, hann hlýtt því og verið fylgt inn. Ákærði kvaðst ekki hafa átt aðkomu að neinu því sem síðan gerðist, ekki hafa skipt sér af því og ekki ætla að tjá sig um það við lögreglu. Í framhaldi var ákærði sp urður hvort hann teldi að brotaþoli hafi að þetta hafi ekki verið gert með líkamlegri valdbeitingu. Hann kvaðst ekki vita hvort eða hve lengi brotaþol a var haldið í húsinu eða hvort hann hafi verið beittur ofbeldi og áréttaði að sjálfur hafi hann ekki tekið þátt í nnsins. Ákærði kvaðst hafa séð áverka á höndum brotaþola áður en hópurinn fór inn til meðákærða Daníels, ekki hafa séð aðra áverka á honum fyrir þann tíma er ákærði fór á 41 og þegar hann kom til baka hefði brotaþoli verið farinn. Ákærði sagði að áður en hann fór á hafi menn verið að ræða um háa peningaskuld brotaþola og innheimta hana en ákærði ekki blandað sér í þau mál og haldið sér mikið inni í eldhúsi. Hann þvertók fyrir að hafa slegið brotaþola í andlitið, stungið skærum upp í nef hans eða slegið hann með vírbursta. Ákærði kvaðst ekki minnast þess að einhver ákærðu hefði hótað brotaþola og sagði af og frá að hann hafi tekið þátt í slíku. Aðspurður kvaðst ákærði ekki hafa sett upp einnota hanska heima hjá meðákærða Daníel, sagðist í fyrstu ekki vit a til þess að aðrir hafi gert slíkt en breytti þeim framburði seinna og sagði einhverja úr hópnum hafa verið með hanska. Ákærði var yfirheyrður öðru sinni 16. febrúar, kvaðst ekkert hafa við fyrri framburð að bæta en vera reiðubúinn að svara spurningum yfi rheyranda. Ákærða var í framhaldi kynntur framburður brotaþola um frelsissviptingu og beitingu ofbeldis umræddan dag í allt að fimm klukkustundir frá ca. kl. 14:30 til 20:00. oft ekki muna eftir atvikum og því ekki vita hvort frásögn brotaþola væri rétt um atvik á heimili meðákærða Daníels. Kvaðst ákærði almennt hafa áhyggjur af þessu minnistapi, hygðist láta kanna þetta og upplýsti verjandi að farið yrði fram á geðrannsókn í þessu sambandi. Ákærði var í kjölfarið spurður spjörunum úr, í því sambandi vísað jafnt til framburðar brotaþola og meðákærðu og kom ekkert nýtt fram af hálfu ákærða, þó þannig að ákærði gekkst við því að hafa verið meðal þeirra sem gengu eða hlupu á eftir hefndaraðgerðir gagnvart fjölskyldu sinni ef hann segði frá öllu sem hann vissi og svaraði í framhaldi spurning um yfirheyranda um þátt hvers og eins meðákærðu á þá leið að hann vildi ekki tjá sig um það, þó þannig að ákærði tók fram að meðákærði Víðir Örn hafi ekkert gert á hlut brotaþola. Þá kom fram að ákærði hefði heyrt brotaþola öskra í stofunni án þess að vita nákvæmlega hvað væri í gangi en þó séð að verið var að misþyrma honum með ótilgreindum hætti í stofusófa og meðákærði H í því sambandi klipið fingur hans með Leatherman töng. Þá kvaðst ákærði minnast þess að hafa sett tvær sítrónur í sokk og bent brotaþol a á hvað unnt væri að gera með slíku tóli, án þess þó að hafa ógnað manninum með sítrónufylltum sokknum. 9. Ákærði E var yfirheyrður 10. febrúar 2018. Hann kvað 8. febrúar hafa verið slökunardag, hann á einhverjum tímapunkti kíkt í heimsókn til A og þar einnig verið P og meðákærðu Daníel, D og Víðir Örn. Ákærði hafi verið á hraðferð og því stoppað stutt við en verið á staðnum þegar rúða brotnaði fyrir slysni. Þegar ákærðu voru að fara frá A hafi brotaþoli komið þangað, ákærðu farið á rúntinn og síð an heim til meðákærða Daníels. Brotaþoli hafi einnig komið þangað, stoppað örstutt við og viljað fá fíkniefni hjá ákærða, ákærði ekki verið á því og brotaþoli þá horfið á braut. Ákærði var yfirheyrður öðru sinni 14. febrúar og var í upphafi kynntur frambur ður brotaþola um frelsissviptingu, gróft ofbeldi og hótanir af hálfu ákærða og meðákærðu 8. febrúar. Í framhaldi kvaðst ákærði engu vilja breyta eða bæta við fyrri framburð. Ákærði kvaðst ekki muna hvort meðákærði H hafi verið með í för þegar hinir ákærðu fóru heim til A og ekki hafa hugmynd um hvenær dags þetta var. Seinna kvaðst ákærði muna eftir H í bifreið meðákærða Víðis Arnar en ekki heima hjá A . Hann kvaðst ekki vita hvert erindi ákærðu var til A , sagði það ekki tengjast innheimtu fíkniefnaskuldar og áréttaði að brotaþoli hafi komið þangað þegar ákærðu voru að fara. Hann kvaðst hafa verið í sambandi við brotaþola fyrr um daginn, brotaþoli þá verið að leita að fíkniefnum og ákærði sagst myndu græja það fyrir hann þótt hann hafi aldrei ætlað að gera það . Þeir tveir hafi svo hist fyrir utan heimili A og ákærði sagt brotaþola að hann ætti ekki að neyta fíkniefna þar sem kona hans væri ófrísk. Ákærði kvaðst ekki muna hvort brotaþoli hafi farið inn til A eftir þetta spjall og í raun muna afar lítið eftir því sem síðan gerðist. Þannig myndi hann ekki eftir átökum eða Ákærði kvaðst ekkert hafa gert á hlut brotaþola þennan dag, sagðist ekki muna eftir veru hans heima hjá meðákærða Daníel og tók fram að hann hafi verið í slæmu ástandi þennan dag og myndi því ekki allt. Í framhaldi sagði ákærði brotaþola hafa verið á staðnum en enginn gert honum neitt og hópurinn bara verið að blaðra um eitthvað. Ákærði var y firheyrður þriðja sinni 16. febrúar. Hann þvertók fyrir að hafa brennt brotaþola með sígarettu, kvað meðákærðu H og Víði Örn ekkert hafa gert á hlut mannsins og ekki minnast þess að meðákærðu Daníel eða D hafi gert neitt heldur. 42 10. Ákærði Víðir Örn var yf irheyrður 10. febrúar 2018. Hann kvaðst hafa verið á ferðinni 8. febrúar í H , D og E. Ákærði hafi verið bílstjóri og sagði - kíkja við hjá A . Er þangað kom hafi meðákærði Daníel spurt A væri á leið heim til A til að sækja einhverjar pillur. Skömmu síðar hafi verið bankað á útidyrnar, ákærði heyrt skell , litið við og séð meðákærða D halda í úlpu ókunnugs manns. D hafi kippt þessum manni inn í íbúðina, þeir við þetta fallið gegnum rúðu og út á gangstétt. Í kjölfar þessa hafi ákærði farið út og sest inn í bifreið sína, meðákærðu fylgt á eftir og einhver þe irra, einn eða fleiri, dregið brotaþola með sér. Meðákærði Daníel Er þangað kom hafi ákærði verið síðastur til að stíga út, hann séð meðákærðu fara með brotaþola upp tröppur að húsinu, þeir umkri ngt hann á leið inn í húsið og mögulega haldið undir hendur hans og leitt kvaðst sjálfur ekki hafa gert sér grein fyrir því hvað væri að gerast o g hvað væri í vændum og vildi ekki tjá sig um það af ótta við hefndaraðgerðir. Þegar komið var inn til meðákærða Daníels hafi ákærði farið inn í eldhús að búa um stóran skurð á baki meðákærða D eftir fallið heima hjá A og í því sambandi beðið meðákærða Dan íel um sjúkrakassa. Ákærði hafi svo verið að róta í sjúkrakassanum þegar meðákærði D brá sér fram í stofu, kom til baka með farsíma og bað ákærða að losa kortið úr símanum. Í framhaldi hafi ákærði ýmist verið að hlúa að meðákærða D eða bjástra við símann í eldhúsinu og brotaþoli og aðrir verið inni í stofu á meðan. Hann kvaðst í örfá skipti hafa kíkt inn í stofu og nefndi tvö tilvik, annars vegar þegar hann fór þangað til að sækja sjúkrakassann og hins vegar þegar hann fór með hamar sem hann var beðinn að s ækja úr kommóðu í eldhúsinu. Ákærði greindi frá því að seinni part dags hafi meðákærði H beðið hann að skutla sér á Ráðhústorg og minnti að þetta hafi verið um kl. 17. Eftir skutlið hafi ákærði farið heim, fengið sér að borða og skipt um föt og síðan farið aftur til meðákærða Daníels. Er þangað kom hafi sáraumbúðir meðákærða D verið farnar að losna, D þegið boð ákærða um skutl á bráðamóttöku og ákærði ekið honum þangað. Eftir það hafi ákærði ekki séð brotaþola. Nánar aðspurður um dvöl brotaþola í húsin u kvaðst ákærði hafa séð hann sitjandi í sófa í þau tvö skipti sem hann kíkti inn í stofu. Hann kvaðst ekki hafa séð neinn meðákærðu lyfta fingri gegn brotaþola, ekki hafa séð áverka á honum, hann ekki virst kvalinn og setið bara eins og hver annar gestur í sófanum. Ákærði hafi hins vegar heyrt háreysti og öskur í stofunni, gert sér grein fyrir því að ýmislegt væri í gangi og að það tengdist átta ára gamalli fíkniefnaskuld, sem ónefndur meðákærði hafi verið að innheimta og haft á orði að loksins hefði hann náð í skottið á brotaþola. Ákærði kvaðst sjálfur hafa gert sér far um að vera ekki í stofunni þar sem hann grunaði að til stæði að innheimta fíkniefnaskuldina með ofbeldi. Hann kvaðst ekki vita til þess að meðákærðu hafi sett á sig hanska í þessu sambandi og áréttaði að hann hafi aldrei séð neinn beita brotaþola ofbeldi. Ákærði kvaðst ekkert hafa gert til að stöðva þá atburðarás sem í gangi var eða koma brotaþola til aðstoðar og sagði málið sér óviðkomandi. Í framhaldi kvaðst ákærði hafa séð brotaþola með b lóðnasir og blóð í andliti og á höndum þegar ákærði fór í eitt skipti inn í stofu, brotaþoli þá setið Þegar leið á skýrslutökuna sagði ákærði að eftir að hann skutlaði meðákærða D á hafi ákæ rði snúið aftur heim til meðákærða Daníels, séð meðákærðu Daníel og E sitja í stofusófanum með brotaþola, sá verið búinn að þrífa allt blóð úr andliti sínu, allir verið rólegir að sjá og ákærði sagt skilið við þá. Við yfirheyrslu 20. febrúar var ákærða k ynnt kæra brotaþola um frelsissviptingu, gróft ofbeldi og hótanir 8. febrúar og boðið að breyta eða bæta við fyrri framburð í málinu. Kvaðst ákærði ekki muna hvað hann hefði áður sagt. Hann kvaðst vita að brotaþoli hafi skuldað meðákærða Daníel á aðra mill jón vegna átta ára gamalla fíkniefnaviðskipta og það borist í tal eftir að ákærðu komu til A . Hann kvaðst ekki vita til þess að búið hafi verið að ákveða að sitja fyrir brotaþola á heimili A og frelsissvipta hann í tengslum við skuldina og ákærði ekki vita ð að von væri á brotaþola þangað. Ákærði kvaðst sjálfur ekki hafa vitað deili á brotaþola en heyrt að hann væri nýfluttur aftur í bæinn og þótti hinum það tíðindum sæta. Ákærða minnti að meðákærði Daníel hafi beðið hópinn að doka við eftir brotaþola þegar þeir voru heima hjá A og meðákærði sagst þurfa 43 að ná tali af honum. Taldi ákærði að meðákærði Daníel hafi stjórnað þeirri atburðarás er síðan hófst og leiddi ákærðu og brotaþola heim til Daníels. Ákærði kvaðst ekki hafa séð brotaþola hlaupa frá bifreiðinni eftir að þangað kom, hann sjálfur verið upptekinn af tveimur hundum sem voru í skut bifreiðarinnar, en séð einhverja úr hópnum leiða brotaþola inn til Daníels og taldi brotaþola ekki hafa verið frjálsan ferða sinna. ] bar ákærði með sama hætti í öllum meginatriðum og við fyrri skýrslugjöf, kvaðst hafa verið meira og minna í eldhúsinu og aldrei hafa séð neinn meðákærðu þvinga, hóta eða beita brotaþola ofbeldi. Ákærði hafi þó heyrt sársaukaöskur berast frá stofunni og s taðfesti að hann hafi í eitt skipti séð blóð í andliti brotaþola þegar ákærði átti leið um stofuna. 11. A gaf skýrslu grunaðs 9. febrúar 2018. Hann kvað ákærða Daníel hafa haft samband nokkrum dögum áður og minnt hann á ógreidda 10. - 15.000 króna skuld. Ák ærði hafi svo hringt laust eftir hádegi 8. febrúar, spurt hvort hann mætti koma við og fá skuldina greidda og A fallist á það. Ákærði hafi svo birst ásamt meðákærðu D, E og Víði Erni, A í fyrstu óttast að ákærðu hygðust ráðast á hann en þeir svo reynst alm C annar hvor ákærðu Daníel eða D kipptu í hann, D í framhaldið tekið um háls brotaþola aftanfrá og þeir fallið gegnum glugga og út á gangstétt fyrir framan húsið. Ákærði Daníel hafi hjálpa ð mönnunum á fætur og hópurinn ekið á brott í skutbifreið ákærða Víðis Arnar. 12. P gaf skýrslu vitnis 9. febrúar. Hún kvaðst hafa verið nývöknuð heima hjá A , séð að ákærði Daníel var í heimsókn og einhverjir með honum. Hún kannaðist ekki við að komið h efði til stympinga, sagði A hafa verið að færa til þungan kassa frammi í anddyri, kassinn dottið á rúðu og brotið hana og A beðið gestina að fara. 13. Á kærasta brotaþola gaf skýrslu 9. febrúar. Hún kvað brotaþola hafa farið að heiman um kl. 14:50 daginn áður til að kaupa sígarettur og sagst myndu koma fljótt aftur. Þegar Á fór að lengja eftir brotaþola hafi hún hringt í farsíma hans, í fyrstu verið skellt á hana og síðan slökkt á símanum. Kvaðst hún þá hafa farið að óttast um brotaþola og taldi að annað h við mannaferðir en séð brotna rúðu á fyrri staðnum og Subaru skutbifreið fyrir utan h eimili ákærða Daníels. (símanúmer ákærða E) sem E og sagst síðast hafa sé ð brotaþola daginn áður. Skömmu síðar hafi verið hringt úr sama númeri, þar. Seinna um daginn hafi hún haft samband við É frænda sinn, sá hringt í farsíma ákærða E um kl. 18 og verið sagt að hafa ekki áhyggjur; brotaþoli væri heima hjá ákærða Daníel og þar væri allt í rólegheitum. Kvaðst Á hafa róast við þetta, hún þó hringt í síma ákærða E um kvöldið og þá verið sagt að brotaþoli væri farinn heim. Brotaþoli hafi staðfest þetta í símtali skömmu síðar og greint Á frá því að honum hefði verið haldið föngnum og misþyrmt á heimili ákærða Daníels. Í systir Á hafi svo sótt brotaþola og ekið honum á bráðamóttöku SAK. Aðspurð um frásögn brotaþola af atvikum greindi Á frá því að hann hefði sagst hafa verið laminn með hamri og vírbursta, klipinn í fingur með töng, skæri rekin upp í nef hans og ákærði Daníel slegið hann í brotaþoli þá verið sleginn og hann fallið ásamt öðrum manni gegnum rúðu og sá maður skorist á baki eða öxl. Jafnframt hafi brot aþoli sagt henni að þegar hann hefði hringt í hana úr farsíma ákærða E hafi þeir sem staddir voru heima hjá ákærða Daníel óttast að Á kæmi með lögreglu á staðinn og brotaþoli því verið þvingaður til að hringja og róa hana. 14. 44 Í gaf skýrslu 12. febrúar. Hú n kvaðst hafa fengið símtal frá móður sinni kl. 15:50 umræddan dag og verið sagt að brotaþoli væri týndur. Hún og Á systir hennar hafi í framhaldi ekið um bæinn í leit að honum, Á hafi svo hringt í farsíma brotaþola og fengið höfnun á símtali með SMS svari. Eftir þetta hafi Á hringt í ókunnugt farsímanúmer, heyrt rætt við t vo menn, þeir greinilega verið undir áhrifum og annar þeirra rausað um barnaverndarnefnd og varað símhringingu frá Á kl. 20:19, hún sagt að brotaþ oli væri kominn heim og væri meiddur, Á því farið og sótt brotaþola, ekið honum á og þaðan á lögreglustöð til að tilkynna um málið. 15. É staðfesti við skýrslugjöf 13. febrúar að hann hefði hringt í tiltekið farsímanúmer að beiðni Á frænku sinnar, sp urt hvort brotaþoli væri staddur á sama stað og viðmælandinn svarað því játandi. É hafi og É ekki fengið að ræða við brotaþola. Hann kvaðst ekki haf a heyrt neitt óeðlilegt í bakgrunninum, taldi víst 16. Þegar brotaþoli gaf skýrslu hjá lögreglu 8. febrúar greindi hann frá því að Á haf i hringt í farsíma ákærða E á meðan hann var í haldi ákærðu og hún verið að leita að brotaþola, ákærðu við þetta komist í að flytja brotaþola á brott en síðan afpantað bílinn. Þá hafi É frændi Á hringt í farsíma ákærðaD, mennirnir talast við og virtist brotaþola sem D hefði náð að sannfæra É um að allt væri í lagi. Þegar brotaþoli gaf skýrslu 15. febrúar staðfesti hann þær upplýsingar úr rannsókn lögre glu á farsímagögnum hans og ákærðu, að hann og ákærði E hafi skipst á SMS skilaboðum um og eftir kl. 12:41 fimmtudaginn 8. febrúar, aftur á bilinu 13:41 til 13:57 og síðast um kl. 14:30 þá er brotaþoli hringdi einnig í farsíma E kl. 14:33. Kvaðst brotaþoli þá hafa verið staddur við veitingastaðinn að og spurt E hvar A ætti heima. Brotaþoli sagði nefnd samskipti öll hafa tengst beiðni hans um að E léti honum í té Ritalin töflur og brotaþoli vænst þess að fá þær afhentar heima hjá A . Þá staðfesti brotaþoli að Á hafi hringt í farsíma hans kl. 14:55 og sagðist halda að það hafi verið ákærði D sem sendi SMS skilaboð til baka um að símtalinu yrði svarað síðar. Eftir þetta hafi brotaþoli í eitt skipti rætt við Á í síma, hún viljað fá hann út, hann sagt Brotaþoli kannaðist einnig við símtal frá É kl. 17:59, kvaðst þá hafa setið í sófa heima hjá ákærða Daníel, meðákærði E tekið það símtal úr sófanum, sagt É að allt væri í lagi og náð að róa hann. Meðákærði H hafi þá verið farinn og meðákærði Víðir Örn ekki á staðnum. Loks staðfesti brotaþoli að hafa fengið símhringingu frá Á kl. 20:13 og þá verið nýkominn heim. 17. f ebrúar 2018. Samkvæmt þeim spyr Ó hvernig ákærði hafi það, ákærði segist hress, biðst afsökunar á því að 18. Þá aflaði lögregla upplýsinga frá um ferðir leigubíla til og frá heimili ákærða Daníels fimmtudaginn 8. febrúar og kom í ljós að Ú leigubílstjóri sótti þangað tvo menn laust eftir kl. 20:55 og ók til 18:30 en sú ferð verið afpöntuð. 19. Ákærðu komu fyrir dóm við fyrri aðalmeðferð máls í júní 2020, neituðu allir sök og færðust Daníel, E og Víðir Örn undan því að tjá sig um málið. Ákærðu H og D kváðust hafa verið í mikilli neyslu 45 á þeim tíma sem hér um ræðir, þeir því muna mjög lítið eftir atvikum umræddan dag og kusu í framhaldi að tjá sig ekki frekar um málið. Meðal vitna sem þá komu fyrir dóm voru brotaþoli, A og P. Verður vikið að framburði brotaþola síðar. A bar að ákærði Daníel hafi komið heim til hans að til að rukka hann um skuld og með honum ákærði E og fleiri. E hafi fe brotaþoli birst fyrir framan húsið. Honum hafi verið kippt inn, ákærði D þrifið til hans og þeir tveir dottið gegnum rúðu og út á gangstétt fyrir utan. A kvaðst strax eftir þetta ha fa beðið aðra að fara út, þeir gert svo, mennirnir tínst einn af öðrum inn í rauðan bíl og ekið á brott. Hann kvað þetta allt hafa gerst á nokkrum mínútum og hann ekki séð hvort brotaþoli væri þvingaður inn í bílinn. P kvaðst muna eftir ákærðu Daníel, H og D á heimili A komið og ákærði D í kjölfarið flogið gegnum glugga. 20. Ákærði Daníel kom fyrir dóm 31. maí sl., neitaði sök og kvaðst ekki myndu svara spurningum um sakarefni máls. Hann mótmælti ekki upptökukröfu ákæruvaldsins. Áður höfðu ákærðu H , D og E komið fyrir dóminn 26. maí. Ákærði H neitaði sök og hafnaði framlagðri bótakröfu. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið, sagði færðist hann undan því að svara fyrir það sem hann sagði við lögreglurannsókn máls, kvaðst ekki muna mikið eftir skýrslugjöf sinni hjá lögreglu, hann verið í mjög slæ mu ástandi á þeim tíma og dottið strax aftur í það þegar hann losnaði úr gæsluvarðhaldi. Ákærði mótmælti ekki upptökukröfu ákæruvaldsins. Hann kvaðst harma mjög það sem kom fyrir brotaþola og hvernig brotaþoli upplifði þátt ákærða í málinu, ef einhver væri . Aðspurður hvort ákærði teldi sig sýkn eða sekan af ákæru kvaðst hann ekki geta játað neitt sem hann myndi ekki eftir og það væri endanleg afstaða hans til ákærunnar. Á kærði D gekkst við því fyrir dómi að hafa ásamt brotaþola fallið gegnum glugga á heimil i A og út á götu en kvaðst ekki vita hvort þetta hafi gerst í tengslum við áflog milli hans og brotaþola. Hann kvaðst hafa verið í mjög annarlegu geðrænu ástandi á þessum tíma og því treysti hann sér ekki til að tjá sig um það hvort brotaþoli hafi farið sj álfviljugur heim til meðákærða Daníels. Benti ákærði á í þessu sambandi að hann myndi lítið eftir atvikum og vildi því ekki segja of mikið af ótta við að þá segði hann rangt frá. Að þessu gættu neitaði ákærði sök að því er varðar meinta frelsissviptingu br otaþola. Hann kvaðst hins vegar játa líkamsárás á brotaþola á heimili meðákærða Daníels, þ.e. að hafa slegið brotaþola með vírbursta á aftanvert höfuð og hnakka og stungið opnum skærum inn í nasir hans og taldi að höfðu samráði við verjanda að sú háttsemi félli undir 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði neitaði því hins vegar að hafa kýlt eða slegið brotaþola í líkama eða andlit á heimili meðákærða og kvaðst ekki hafa hótað brotaþola. Hann kvaðst ekki vilja tjá sig um mögulega aðkomu annarra ákær ðu að málinu og ekki vilja taka afstöðu til þess hvort sú háttsemi sem hann viðurkenndi teldist framin í samverknaði við aðra. Ákærði viðurkenndi bótaskyldu gagnvart brotaþola en mótmælti fjárhæð bótakröfu hans. Þá kvaðst hann ekki mótmæla upptökukröfu ákæ ruvaldsins. Fram kom í máli ákærða að hann væri gjörbreyttur maður frá því sem áður var og vildi með framburði sínum fyrir dómi hreinsa samvisku sína og styrkja samband sitt við Guð. Ákærði E neitaði sök og hafnaði framlagðri bótakröfu. Hann kvaðst ekki vi lja tjá sig frekar um sakarefni máls og að höfðu samráði við verjanda ekki svara spurningum er tengjast lögreglurannsóknargögnum. Hann kvaðst ekki eiga þá muni sem ákæruvaldið krefðist upptöku á og því væri hann ekki bær um að taka afstöðu til þeirrar kröf u. Ákærði Víðir Örn kom fyrir dóm 31. maí, neitaði sök og hafnaði framlagðri bótakröfu. Hann - ekki tekið þátt í meintri frelsissviptingu og á engum tí mapunkti grunað að brotaþoli sætti þvingun af einhverju tagi. Eftir að meðákærði D og brotaþoli duttu gegnum gluggann á heimili A hafi fyrsta hugsun ákærða verið að koma sér í burtu. Hann kvaðst ekki vita af hverju meðákærðu og brotaþoli enduðu allir í bif reið hans, en hann hafi sest fyrstur inn og aðrir fylgt á eftir án þess að ákærði skipti sér af því hverjir 46 það gerðu eða hvernig hver og einn settist inn. Ákærði hafi svo ekið hópnum heim til meðákærða Daníels, lagt fyrir utan húsið, hleypt hundi sínum og hundi Daníels út úr skut bifreiðarinnar, hundarnir hlaupið aftur fyrir hús og ákærði farið á eftir þeim. Hann hafi því ekki séð hvenær og hvernig brotaþoli fór inn í húsið og ekkert vita um meintan flótta undan öðrum ákærðu. Ákærði kvaðst sjálfur hafa ver ið inni hjá meðákærða Daníel í 1 - 2 klukkustundir og dvalið lengstum inni í eldhúsi að hlúa að sári meðákærða D. Ákærði tók fram að hann hafi engin samskipti haft við brotaþola, hvort heldur fyrir bílferðina heim til meðákærða Daníels, meðan á ferðinni stóð eða eftir að henni lauk við heimili meðákærða. 21. Brotaþoli greindi frá því í sjálfstæðri frásögn fyrir dómi 31. maí sl. að hann hafi umræddan dag verið í samskiptum við ákærða E vegna fíkniefnakaupa og samþykkt boð ákærða um að hitta hann heima hjá A að . Þar hafi ákærði tekið á móti honum í dyragættinni, brotaþoli stigið inn, hurðin lokast og hann þá séð ákærðu Daníel og D. D hafi ráðist á hann, brotaþoli gripið í ákærða á móti og þeir dottið gegnum rúðu og út á gangstétt fyrir utan. Við þetta haf að bifreið ákærða Víðis Arnar, látinn setjast þar í aftursæti og Víðir Örn ekið rakleitt heim til ákærða Daníels. Þar hafi brotaþoli lagt á flótta, náð að hlaupa allt að 200 metra, þá fallið í götuna, í f ramhaldi verið leiddur inn til ákærða Daníels, látinn setjast í sófa í stofunni og farsími tekinn af honum. Í kjölfar þessa hafi hann verið sleginn og brenndur með sígarettu. Á kona hans hafi svo hringt og ákærðu fengið hana til að hætta að hafa áhyggjur a f honum. Brotaþoli kvaðst hafa gert sér far um að gleyma þessum atburðum, sagði langt um liðið og því ekki víst að hann myndi allt í réttri tímaröð. Nánar aðspurður kvaðst brotaþoli hafa orðið skíthræddur þegar hann sá ákærða Daníel inni hjá A og vissi þá nákvæmlega hvernig það atvikaðist að hann settist inn í bifreið ákærða Víðis Arnar, sagðist þó muna með vissu að ákærði Daníel hafi tekið þátt í þeirri þvingun og brot aþoli setið í aftursæti ásamt ákærðu H , D og E, Víðir Örn verið ökumaður og ákærði Daníel setið við hlið hans. Þegar komið var heim til Daníels hafi brotaþoli gripið fyrsta tækifæri sem hann fékk til að flýja en hlaupið of hratt, dottið fram fyrir sig, ein hver H að því er brotaþola minnti. Þar hafi einhverjir ákærðu klæðst einnota hönskum, ákærði Daníel greitt honum að minnsta kosti fimm högg í andlit og beint á nefi ð, danglað laust í höfuð hans með hamri en fastar í hné, ákærði H klipið hann fast í fingur með töng, ákærði D lamið hann í hnakkann með vírbursta, stungið skærum upp í nef hans og hótað að klippa miðnesið í sundur og ákærði E brennt hann á handarbaki með sígarettu. Brotaþoli sagði þetta allt hafa tengst rukkun á gamalli fíkniefnaskuld við ákærða Daníel og taldi hann ákærða hafa stjórnað allri atburðarás, án þess þó að gefa öðrum ákærðu bein fyrirmæli. Brotaþoli hafi á meðan verið innikróaður í miðjusæti ho rnsófa í stofunni og ákærði Daníel slegið hann ítrekað í andlitið á sama tíma og ákærðu létu hann tala við Á konu sína í síma. Brotaþoli bar að ákærðu hafi hótað því að reka kústskaft upp í endaþarm hans. Um þátt ákærða Víðis Arnar bar brotaþoli að ákærði hafi tekið þátt í fyrstu hótunum gegn honum en síðan haldið sig meira og minna inni í eldhúsi, ekki beitt hann líkamlegu ofbeldi, ákærði síðan skutlað ákærða D á slysadeild og ekki komið til baka eftir það. Nánar aðspurður um hótanir í sinn garð kvaðst brotaþoli ekki muna hver aðkoma ákærða Víðis Arnar hafi verið. Hann kvaðst muna eftir að ákærði H hafi á einhverjum tímapunkti farið með hann inn á baðherbergi svo brotaþoli gæ ti þrifið blóð úr andliti sínu og ákærði við það tækifæri hughreyst hann og sagt að þetta færi að verða búið. Brotaþoli kvaðst ekki hafa verið beittur linnulausu ofbeldi allan þann tíma sem honum var haldið heima hjá ákærða Daníel og bar að seinni hlu ta dags hafi tveir ókunnir strákar komið heim til ákærða, ákærði þá látið hann undirrita skriflega viðurkenningu á fíkniefnaskuldinni, í kjölfarið látið hann hafa farsíma sinn til baka og leyft honum að fara heim. Aðspurður kvaðst brotaþoli á engum tímapun kti hafa spurt hvort hann mætti fara, enda vitað að slíkt væri ekki í boði. Hann þvertók fyrir að hafa hlotið áverka við að detta gegnum rúðuna með ákærða D eða við það að hrasa í götuna vegna hálku við heimili ákærða Daníels og sagði alla áverka hafa komi ð til inni hjá Daníel. Brotaþoli vísaði um annað til framburðar síns hjá lögreglu og kvaðst þá hafa munað betur eftir atvikum. Hann játti rétt í því sambandi að hafa sagt lögreglu ósatt við skýrslugjöf 8. febrúar 2018 þá er hann kvaðst hafa farið á til að kaupa sér sígarettur 47 og ákærði Daníel dregið hann heim til A . Gaf brotaþoli þá skýringu á hinum ranga framburði að hann hafi á þeim tíma viljað leyna því fyrir lögreglu hvert erindi hans var að . Áður gaf brotaþoli ítarlega skýrslu fyrir dómi 8. jún í 2020. Er sú frásögn meira og minna samhljóða um öll helstu sakaratriði. Að auki kom fram í fyrri dómskýrslu brotaþola að ákærði D hafi greitt honum eitt högg í andlit áður en þeir duttu út um gluggann hjá A , að ákærði Daníel hafi hótað að reka skrúfu í h né brotaþola og rekið sömu skrúfu í vegg, að ákærði H hafi hótað að reka skrúfjárn upp í endaþarm brotaþola, að ákærðu hafi hótað að reka kertastjaka upp í endaþarm hans (ekki kústskaft) og að þeir hafi hótað að fara með hann upp í sveit og binda hann afta n í bíl. Þá kom fram að ákærði Víðir Örn hafi lítið skipt sér af atburðum inni hjá ákærða Daníel, hann fyrst og fremst verið bílstjóri og væri ekki á þ að að fyrra bragði að hann hafi verið látinn krjúpa á stofugólfi og sætt barsmíðum í þeirri stellingu, var kynnt sú frásögn hans hjá lögreglu og dró í framhaldi verulega úr þeirri lýsingu. 22. A bar fyrir dómi 26. maí sl. að ákærði Daníel hafi greint sinn komið heim til hans til að rukka hann um peninga og tekið meðákærðu með sér. Um 5 mínútum síðar hafi brotaþoli birst fyrir utan, hann verið dreginn inn, einhver ýtt við honum, ákærði D gripið í hann og þeir tveir fallið gegnum rúðu og út á gangstétt. A kva ðst sjálfur hafa verið upptekinn af rúðubrotinu, því ekki vita hvort brotaþoli hafi verið neyddur inn í bíl með ákærðu, en þeir ekið á brott, líklega í tveimur bílum þar sem þeir voru sex. Hann kvaðst ekki vita af hverju brotaþoli kom að en taldi að ákæ rðu hafi lokkað hann þangað. Nánar aðspurður bar A hann u A tók fram að hann hafi munað betur eftir atvikum þegar hann gaf skýrslu hjá lögreglu. Í framhaldi staðfesti hann þá frásögn að ákærði Daníel hafi umræddan dag hringt og sagst ætla að sækja til hans ógreidda skuld og að eftir að ákærðu komu heim til hans hafi ákærði E sent einhverjum SMS skilaboð og brotaþoli birst skömmu síðar. 23. P bar við seinni aðalmeðferð máls með líkum hætti og frá greinir í 19. kafla. Þá bar Á kærasta brotaþola með líkum hætti og frá er greint í 13. kafla og ský rði frá því að brotaþoli hafi samdægurs greint henni frá því að ákærði Daníel hefði kýlt hann nokkrum sinnum á nefið, hann verið barinn með hamri, klipinn með töng og skæri rekin upp í nef hans. Hún kvaðst ekki minnast þess að brotaþoli hafi bendlað ákærða E við bein ofbeldisverk og sagði útilokað að brotaþoli sækti sjálfviljugur í félagsskap ákærða Daníels. Í bar í stórum dráttum með sama hætti og frá er greint í 14. kafla og sagði sér minnisstæðust frásögn brotaþola af því hvernig skæri voru rekin upp í n ef hans og að brotaþoli tengdi atburði umrædds dags við ævagamla fíkniefnaskuld. 24. T fyrrum læknir á bar fyrir dómi að lýstir áverkar í vottorði hennar hafi samrýmst frásögn brotaþola. Hún kvað áverkann á nefi hafa verið ferskan og brotaþoli verið bó lginn í andliti. Hún sagði að sér hefði láðst að geta um áverka á fingrum og handarbaki brotaþola í vottorðinu en sagði þá hafa verið til staðar og vísaði í því sambandi til ljósmynda sem teknar voru á SAK. Hún kvað brotaþola ekki hafa virst undir áhrifum vímuefna við komu á SAK. U háls - , nef - og eyrnalæknir bar fyrir dómi að klínísk greining á meintu nefbroti brotaþola hafi leitt í ljós með óyggjandi hætti að um gamalt nefbrot var að ræða. Brotaþoli hafi engu að síður verið með ferskan bólguáverka á nefi e n hann verið óskyldur hinu gamla nefbroti og sagði U það brot ekki hafa tekið sig upp við nýtt högg á nef brotaþola. Niðurstaða. A. Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærðu og atvik sem telja má þeim í óh ag á ákæruvaldinu og verða ákærðu því aðeins sakfelldir að nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, teljist fram komin um hvert það atriði er varðar sekt 48 þeirra, sbr. 1. mgr. 109. gr. Metur dómari enn fremur, eftir því sem þörf krefur , hvert sönnunargildi þær staðhæfingar hafa sem varða ekki beinlínis atriði sem sanna skal en ályktanir má leiða um það, sbr. 2. mgr. 109. gr. Samkvæmt 1. mgr. 111. gr. gildir og sú meginregla að dómur í sakamáli skuli reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi og að jafnaði fyrir þeim dómara sem málið dæmir, sbr. 1. mgr. 112. gr. Af reglunni leiðir að skýrslur ákærðu og vitna hjá lögreglu hafa ekki sönnunargildi í sakamáli nema í þeim tilvikum sem mælt er fyrir um í 2. og 3. mgr . 111. gr. Samkvæmt því verða ákærðu ekki sakfelldir á grundvelli lögregluskýrslna einna sér. B. Þann 31. maí sl. fóru d ómari og sakflytjendur á vettvang fyrir utan og . Fyrrnefnt hús er á mótum og og snýr framhlið þess að . Ganga má inn um íbúðardyr frá gangstéttarhæð og er þá komið beint inn í opið rými. Við hlið útidyra er mannhæðarhár gluggi. Síðarnefnt hús er einbýli með hálfniðurgröfnum kjallara, hæð og risi og snýr suðurhlið hússins að götu. Húsið er annars umlukt garði og er gengið i nn í húsið upp sjö tröppur á austurhlið. Þegar gengið er frá húsinu vestur birtist leikskóli á hægri hönd í um það bil 100 metra fjarlægð. C. Í 1. ákærulið er ákærðu Daníel, H , D, E og Víði Erni gefið að sök að hafa í félagi, fimmtudaginn 8. febrúar 2018, svipt brotaþola frelsi í meira en fimm klukkustundir í því skyni að knýja á um greiðslu peningaskuldar við ákærða Daníel. Samkvæmt ákæru fékk ákærði E brotaþola til að hitta hann á heimili A að , fyrir tilstilli ákærða Daníels, og um leið og brotaþoli kom þangað laust eftir klukkan hálf þrjú réðust ákærðu að honum með þeim afleiðingum að hann og ákærði D féllu út á götu. Í framhaldi létu ákærðu brotaþola setjast gegn vilja sínum i nn í bifreið ákærða Víðis Arnar, , sem hann ók og fóru ákærðu með brotaþola að heimili ákærða Daníels við . Er þangað kom lagði brotaþoli á flótta en ákærðu eltu hann uppi og færðu inn í húsið. Þar héldu ákærðu honum gegn vilja hans, héldu frá honum síma og öðrum munum og var hann ekki frjáls ferða sinna fyrr en um klukkan átta. Er háttsemin talin varða við 2. mgr., sbr. 1. mgr. 226. gr. almennra hegningarlaga. Í málinu liggur fyrir að umræddan dag fóru ákærðu fimm saman heim til A í Subaru skutbifrei ð ákærða Víðis Arnar, sem hann ók. Þar voru þeir innandyra kl. 14:33 þegar brotaþoli hringdi í farsíma ákærða E. spyrja hvar A ætti heima. Höfðu brotaþoli og E skömmu áður skipst á SMS skilaboðum í tengslum við kaup brotaþola á einhverju dópi og ákærði E beðið hann að hitta sig heima hjá A . Ákærði Daníel viðurkenndi hjá lögreglu að hafa vitað að brotaþoli væri að falast eftir fíkniefnum og að ákærði E hafi sent brotaþola SMS skilaboð um að koma heim til A . Þá viðurkenndi ákærði E hjá lögreglu að hann hafi, gegn betri vitund, sagst myndu afhenda brotaþola dóp og þannig fengið hann heim til A . Er þannig ljóst hvert erindi brotaþoli átti til A . Ákærði Daníel greind i lögreglu frá því að hann hafi verið búinn að reyna að hafa uppi á brotaþola í átta ár til að heimta af honum 1.200.000 króna fíkniefnaskuld og hafi þarna gefist óvænt tækifæri til að ræða skuldina við brotaþola. Ákærði þvertók hins vegar fyrir að brotaþo li hafi verið narraður heim til A í þeim tilgangi að rukka hann um skuldina. Af framburði ákærða H hjá lögreglu verður ráðið að ákærðu hafi farið heim til A að fyrirlagi ákærða Daníels og skildist H að þetta tengdist 1.200.000 króna fíkniefnaskuld brotaþol a við Daníel. Þá verður ráðið af framburði ákærða Víðis Arnar hjá lögreglu að hann hafi vitað um himinháa fíkniefnaskuld brotaþola við ákærða Daníel og sú skuld komið til tals eftir að ákærðu komu heim til A . Frásögn ákærða Víðis Arnar var annars óljós og sagði hann lögreglu ýmist að hann hafi ekki vitað að von væri á brotaþola þangað eða að ákærði Daníel hafi beðið hann og aðra meðákærðu að doka við eftir brotaþola þar sem hann þyrfti að ná tali af honum. Er líkt á komið með ákærða Víði Erni og öðrum ákærð u að því leyti að þeir hafa allir gert sér far um að fjarlægja sjálfa sig frá því sem gerðist á heimili A og enginn viljað kannast við að ákveðið hefði verið að sitja fyrir brotaþola á greindum stað og tíma. Fyrir liggur sá framburður A hjá lögreglu og fyr ir dómi að eftir að ákærðu komu heim til hans hafi ar. 49 Af framburði ákærðu Daníels og D hjá lögreglu er ljóst að þeir voru í anddyri íbúðarinnar þegar brotaþoli gekk inn og að örskömmu síðar féllu D og brotaþoli gegnum stóran glugga og út á gangstétt fyrir utan húsið. Bar ákærði Daníel í því sambandi að fát he fði komið á brotaþola við að sjá hann á staðnum. Ákærði D gekkst við því að hafa þrifið til brotaþola, sá brugðist á móti og þeir þannig fallið gegnum gluggann. Fær sú frásögn stoð í framburði ákærðu H og Víðis Arnar hjá lögreglu og samrýmist frásögn brota þola hjá lögreglu og fyrir dómi, þó þannig að brotaþoli telur ákærða D hafa slegið hann í aðdraganda fallsins. Brotaþoli hefur verið stöðugur í þeirri frásögn að eftir að hann og ákærði D féllu gegnum gluggann hafi hann verið leiddur að bifreið ákærða Ví ðis Arnar og látinn setjast þar í aftursæti, Víðir Örn ekið hópnum rakleitt heim til ákærða Daníels og Daníel haft á orði að brotaþoli væri í vondum málum. Fyrir dómi bar brotaþoli einnig að eftir að hann og ákærði D féllu gegnum gluggann hafi komið fát á ákærðu. Hann kvaðst ekki muna nákvæmlega hvernig hann var þvingaður inn í bifreið ákærða Víðis Arnar en sagðist muna með vissu að ákærði Daníel hafi átt beinan þátt í því, gat þess að hann hafi orðið skíthræddur um leið og hann sá ákærða Daníel heima hjá A og strax vitað hvert stefndi vegna ömurlegrar forsögu sinnar og ákærða. Ákærði Daníel neitaði strax frá upphafi að brotaþoli hafi verið frelsissviptur fyrir utan heimili A , kvaðst hafa hjálpað honum á fætur eftir fallið gegnum gluggann, bent honum á að þe ir yrðu að útkljá fíkniefnaskuldina, brotaþoli líklega áttað sig á því og af þeim sökum sest sjálfviljugur inn í bifreið ákærða Víðis Arnar. Ákærðu H , D og E hafa fátt sagt um tildrög þess að brotaþoli settist inn í bifreiðina, enginn þeirra kannast við að brotaþoli hafi verið neyddur til þess og má ráða af framburði E að hann eigi ekki minningu um að brotaþoli hafi verið í bifreiðinni á leiðinni heim til ákærða Daníels. Ákærði Víðir Örn greindi lögreglu frá því að eftir að hann settist fyrstur inn í bifrei ðina hafi aðrir ákærðu fylgt á eftir, einhver þeirra, einn eða fleiri, dregið brotaþola með sér og ákærði Daníel lagt fyrir Víði Örn að aka heim til hans. Hann taldi ákærða Daníel hafa stjórnað þeirri atburðarás er hófst á heimili A og leiddi ákærðu og bro taþola að heimili hverju meðákærðu og brotaþoli enduðu í bifreið hans og hann ekki skipt sér af því hvernig hver og einn settist inn. Brotaþoli hef lagt á flótta vestur götuna og verið kominn til móts við leikskólann þegar hann rann og datt vegna hálku og einhverjir úr hópi ákærðu eltu hann uppi og leiddu hann nauðugan inn til ákærða Daníels. Fyrir dómi nafngreindi brotaþoli ákærðu Daníel og H í þessu sambandi og kvaðst minna að þeir tveir hafi leitt hann inn í húsið. Ákærði Daníel hefur á engum tímapunkti kannast við að brotaþoli hafi lagt á flótta fyrir utan heimili h ans og segir brotaþola hafa gengið þar inn óstuddur og af fúsum og frjálsum vilja. Í fyrstu greindi ákærði H lögreglu frá því að hann hefði ekki orðið þess áskynja að brotaþoli legði á flótta frá heimili ákærða Daníels, sagðist þó ekki viss hvort brotaþoli hafi farið sjálfviljugur inn til Daníels og bar að honum hafi verið fylgt þangað inn. Við skýrslugjöf 16. febrúar 2018 játti ákærði hins vegar rétt að brotaþoli hafi lagt á flótta, dottið við leikskólann, meðákærðu elt hann uppi og fært inn til ákærða Dan íels. Að sögn H tók ákærði Víðir Örn þátt í að umkringja brotaþola og færa hann inn til ákærða Daníels en sagði Víði Örn ekkert annað hafa gert á hlut brotaþola. Ákærði D viðurkenndi strax í upphafi að brotaþoli hafi lagt á flótta eftir að hópurinn kom að koma inn til ákærða Daníels, brotaþoli hlýtt því og verið fylgt þangað inn. Ákærði Víðir Örn greindi lögreglu frá því að hann hafi séð meðákærðu umkrin gja brotaþola fyrir utan heimili ákærða Daníels og leiða hann það hafa verið mjög skiljanlegt í stöðunni. Fyrir dómi kvaðst ákærði ekki hafa séð hvernig brotaþoli fór inn til ákærða Daníels þar sem hann hafi hlaupið aftur fyrir hús á eftir hundi sínum og hundi Daníels sem sloppið hefðu úr skut bifreiðarinnar. Ákærðu neituðu sök fyrir dómi. Við seinni aðalmeðferð færðust ákærðu Daníel og E undan þv í að tjá sig um sakarefnið. Ákærði H kvaðst muna lítið eftir atvikum sökum mikillar vímuefnaneyslu og því hvorki geta játað né neitað sakargiftum sér á hendur. Ákærði D kvaðst hafa verið í mjög annarlegu geðrænu ástandi sökum vímuefnaneyslu og því ekki get að borið um hvort brotaþoli hafi farið sjálfviljugur heim til ákærða Daníels. Samrýmist þessi framburður ákærðu fyrri dómsframburði beggja að því leyti að þeir kváðust hafa 50 verið í mikilli neyslu á þeim tíma sem hér um ræðir og því muna mjög lítið eftir at vikum 8. febrúar 2018. Ákærði Víðir Örn bar af sér allar sakir, kvaðst eingöngu hafa verið bílstjóri, hann ekki tekið þátt í meintri frelsissviptingu og ekki skipt sér af því hvað brotaþoli og meðákærðu gerðu. Ákærðu reisa sýknukröfur sínar öðrum þræði á því að ósannindi brotaþola við skýrslugjöf hjá lögreglu 8. febrúar 2018 um ferð á til að kaupa sígarettur og hvernig ákærði Daníel eigi að hafa dregið hann heim til A rýri svo trúverðugleika frásagnar brotaþ ola almennt að ekki verði byggt á framburði hans í málinu. Brotaþoli leiðrétti þessa frásögn hjá lögreglu strax 9. febrúar og gaf fyrir dómi þá skýringu á henni að hann hafi viljað leyna því fyrir lögreglu hvert erindi hann átti við ákærða E. Umrædd frásög n varðar aukaatriði máls og þykir skýring brotaþola í senn ásættanleg og trúverðug. Er nefnd frásögn þannig ekki til þess fallin að rýra áreiðanleika framburðar brotaþola um sakarefni máls. Af framburði brotaþola hjá lögreglu og öðrum rannsóknargögnum má ls verður ráðið að brotaþoli hafi verið frjáls ferða sinna um kl. 20 umræddan dag, hann svarað símtali frá Á kærustu sinni kl. 20:13 og þá sagst vera nýkominn heim. Er engin ástæða til að efast um réttmæti þeirrar frásagnar. Þá liggur fyrir að ákærði Víðir Örn skutlaði ákærða H seinni part dags á , að H hélt þaðan inn á kl. 17:26 og fór þaðan út kl. 19:52. Einnig liggur fyrir að seinna um daginn skutlaði ákærði Víðir Örn ákærða D á bráðamóttöku og voru þeir komnir þangað kl. 18:42. Víðir Örn fór þaðan kl. 18:50 og D kl. 20:03. Þegar haldlitlum framburði ákærða Daníels sleppir er ekkert sem bendir til þess að ákærðu H og D hafi snúið aftur heim til ákærða Daníels á meðan brotaþoli var þar. Verður þannig við það miðað að síðustu 90 mínúturnar eða sv o hafi ákærðu Daníel og E setið einir eftir úr hópi ákærðu. Loks liggur fyrir að daginn eftir atburði á heimili ákærða Daníels hafi hann verið í Facebook samskiptum við nafngreindan mann, sá spurt hvernig ákærði hefði það, ákærði beðist afsökunar á því að sig um málið. Óháð því er engu m blöðum um það að fletta að í skilaboðunum felst ótvíræð tilvísun til C Samkvæmt heildstæðu mati á því sem að framan er rakið og með vísan til stöðugs vitnisburðar brotaþola fyrir dómi um s akarefni máls, sem dómurinn metur áreiðanlegan og trúverðugan, er sannað, svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa, að ákærðu hafi að fyrirlagi ákærða Daníels setið fyrir brotaþola á heimili A í þeim tilgangi að innheimta fíkniefnaskuld hans við ákærða Daníel. Brotaþola stóð sannanlega ógn af ákærða Daníel. Í ljósi þess og hvernig brotaþoli og ákærði D féllu gegnum glugga á heimili A verður fráleitt á það fallist að brotaþoli hafi, til þess óneyddur, sest inn í bifreið ákærða Víðis Arnar og tekið sér sjálfviljug ur far með honum og öðrum ákærðu heim til ákærða Daníels að . Samkvæmt framburði ákærðu eru áhöld um hvað gerðist er þangað kom. Eins og áður er rakið viðurkenndu ákærðu H og D hjá lögreglu að brotaþoli hafi lagt á flótta fyrir utan heimili ákærða Daní els, hann dottið við leikskóla í sömu götu, einhverjir ákærðu elt hann uppi og fært inn til ákærða Daníels. Þá greindi ákærði Víðir Örn lögreglu frá því að meðákærðu hafi umkringt brotaþola fyrir utan heimili ákærða Daníels, leitt hann þangað inn, brotaþol Víðir Örn það hafa verið mjög skiljanlegt í stöðunni. Þótt nefndir ákærðu hafi ekki staðfest þessa atburðarás fyrir dómi hafa þeir heldur ekki dregið hana til baka. Að því gættu og með hl iðsjón af stöðugum og trúverðugum vitnisburði brotaþola fyrir dómi, sem samrýmist í öllu verulegu frásögn hans hjá lögreglu, þykir mega við það miða og sannað teljast að brotaþoli hafi lagt á flótta fyrir utan heimili ákærða Daníels og í framhaldi verið fæ rður nauðugur inn á heimili hans. Þykir og óhætt mega við það miða að frelsissvipting brotaþola hafi byrjað við heimili A laust eftir kl. 14:30 og henni lokið um kl. 20:00, svo sem framburður brotaþola, Á kærustu hans og rannsóknargögn máls benda til, ekki síst þau Facebook skilaboð ákærða Daníels C komist til fundar við nafngreindan félaga sinn. Ákærðu er gefið að sök að hafa í félagi svipt brotaþola frelsi sínu í rúmar fimm klukkustundir umræddan dag. Til sakfellingar samkvæmt 18. gr. almennra hegningarlaga nægir að ákærðu hafi látið sér í 51 léttu rúmi liggja hvað yrði um brotaþola frá því að hann kom heim til A og þangað til hann fór út af heimili ákærða Daní els. Samkvæmt 1. mgr. 226. gr. skal hver sá sem sviptir annan mann frelsi sæta fangelsi allt að 4 árum. Þá segir í 2. mgr. að hafi frelsissvipting verið framin í ávinningsskyni eða verið langvarandi, svo og ef maður hefur verið settur í heimildarleysi á ge ðveikrahæli, fluttur burt í önnur lönd eða fenginn mönnum á vald, sem ekki eiga neinn rétt á því, skuli beita fangelsisrefsingu ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum eða ævilangt. Í brotalýsingu 226. gr. felst svipting á staðarfrelsi einstaklings, þ.e. að sá hinn sami er þvingaður til að vera ófrjáls ferða sinna. Er viðkomandi þannig bundinn gegn vilja sínum til að vera á tilteknum stað og hefur ekki ákvörðunarvald um að fara þaðan. Er að áliti dómsins einsætt að brotaþoli hafi verið settur í slíka stöðu. Eins og atvikum er að framan lýst telur dómurinn og vafalaust að ákærðu hafi staðið í sameiningu að frelsissviptingunni og þykja ekki efni til að greina að hlut hvers og eins. Það athugast þó að gögn málsins bera með sér að ákærði Daníel hafi verið upphafs maður að þeim atvikum sem ákært er fyrir í 1. ákærulið og að ákærði Víðir Örn hafði sig minnst í frammi. Á hitt ber að líta að samkvæmt framburði Víðis Arnar hjá að meðákærðu voru þar að innheimta fíkniefnaskuld, grunaði að ofbeldi væri beitt í því sambandi, sá brotaþola sitja og fjarlægði sig frá allri áby rgð með því að telja sér trú um að málið væri honum óviðkomandi. Þegar ákærðu H Daníels og E og hirti enginn þeirra um hver afdrif brotaþola yrðu. Að því gættu og samkvæmt öðru framansögðu þykja ákærðu bera fulla og óskipta refsiábyrgð á þeirri háttsemi sem lýst er í 1. ákærulið. Háttsemi ákærðu ber þess augljós merki að um svokallaða handrukkun hafi verið að ræða þar sem margvíslegu ofbeldi og ógnunum var beitt til að knýja á um greiðslu fíkniefnaskuldar við ákærða Daníel. Að því virtu verður háttsemi ákærðu færð undir 2. mgr., sbr. 1. mgr. 226. gr. almennra hegningarlaga. D. Í 2. ákærulið er ákærðu Daníel, H , D og E gefið að sök líkamsárás og hótanir með því að hafa í félagi, meðan á frelsissviptingu brotaþola stóð að , veist að brotaþola með því að kýla hann og slá margsinnis í andlit, en ákærði Daníel veitti honum flest höggin, og beita hann margvíslegu ofbeldi, meðal annars kleip ákærði H þrjá fingur á hægri hönd brotaþola með töng og sló hann í kviðinn, ákærði D sló hann með vírbursta á aftanvert höfuð og hnakka og stakk opnum skærum inn í nasir hans, ákærði Daníel sló hann með hamri á vinstri kjálka og utanvert vinstra hné og sparkaði í líkama hans, og ákærði E brenndi hann með sígarettu á vinstra handarbak, og að hafa hótað honum margítrekað frekari líkamsmeiðingum. Af þessu hlaut brotaþoli bólgu á nefhrygg, mjúkvefjaáverka í nösum, skurð á miðnesi, pu nktblæðingar aftan á hálsi, eymsli um ofanverðan kvið, mjúkpartaáverka á vinstra hné og roðablett á vinstra handarbaki. Er háttsemin talin varða við 2. mgr. 218. gr. og 233. gr. almennra laga. Brotaþoli hefur frá upphafi verið stöðugur í þeim framburði að nær allt sem gerðist á heimili ákærða Daníels hafi farið fram í stofu íbúðarinnar og staðið í beinu sambandi við handrukkun á 1.200.000 króna fíkniefnaskuld við ákærða Daníel frá 2010 eða 2011, að ákærði Daníel hafi stjórnað atburðarás í stofunni og sagt a ð ef brotaþoli greiddi ekki skuldina myndi fara illa fyrir honum. Við fyrstu skýrslugjöf hjá lögreglu greindi brotaþoli frá því að hann hafi snemma í atburðarás verið látinn krjúpa á hné á stofugólfinu, ákærðu látið höggin dynja á andliti og líkama hans, tekið af honum Leatherman hníf, farsíma og aðra persónulega muni, því næst fært hann í hornsófa, látið hann sitja þar í marga klukkutíma og misþyrmt honum á meðan. Brotaþoli dró síðan úr vægi þess sem gerðist meðan hann kraup á gólfinu og bar fyrir dómi 8. júní 2020 að hann hafi aðeins kropið þar skamma stund áður en ákærðu létu hann setjast í hornsófann. Hefur brotaþoli að öðru leyti verið samkvæmur sjálfum sér í allri frásögn, meðal annars um að ákærðu hafi flestir klæðst einnota hönskum í stofunni, tekið af honum farsíma og króað hann af í hornsæti sófans. Brotaþoli hefur aldrei hvikað frá því að ákærði Daníel hafi haft sig langmest í frammi, hótað honum óförum og fylgt því eftir með að slá hann og kýla ítrekað og fast í andlit, sparka í öxl hans og mjöðm , slá hann nokkur létt högg í höfuð með hamri, slá hann með hamrinum í utanvert hægra hné, hóta að reka 3 - 4 cm langa skrúfu í hnéð, leggja þá skrúfu á hnéð og gera sig líklegan til að keyra hana í hnéð áður en ákærði sló 52 skrúfunni í vegg í stofunni. Þá hef ur brotaþoli aldrei hvikað frá því að ákærði H hafi greitt honum eitt högg í kvið, klemmt fast saman þrjá fingur á hægri hönd hans með töng í Leatherman hnífi brotaþola og hótað honum frekari líkamsmeiðingum með skrúfjárni. Brotaþoli hefur einnig staðið fa stur á því að ákærði D hafi lamið hann fast aftan í hnakka með vírbursta, stungið skærum upp í nef hans og hótað að klippa miðnesið í sundur og ákærði E stungið logandi sígarettu í handarbak hans og brennt hann þar. Að því er varðar aðrar hótanir segir br otaþoli ákærðu hafa hótað því að láta nauðga honum og stinga kertastjaka eða kústskafti upp í endaþarm hans og ákærðu Daníel og H hótað því að fara með hann upp í sveit og hengja hann aftan í bíl. Dómurinn telur það styrkja áreiðanleika frásagnar brotaþola að hann hefur frá upphafi sagt Víði Örn hafa haldið sig meira og minna inni í eldhúsi, sá skroppið frá (þegar hann skutlaði ákærða H á Ráðhústorgið), snúið aftur og skutlað ákærða D á bráðamóttöku og ekki komið til baka eftir það. Brottför Víðis Arnar og ákærða D og staðfestur komutími á styður og þann framburð brotaþola að atlögu gegn honum hafi að mestu lokið Daníel og E og verið sleppt úr haldi um kl. 20 eftir að hafa fengið fars íma og önnur verðmæti til baka. Þá hefur brotaþoli ekki haldið því fram að um linnulaust ofbeldi hafi verið að ræða á heimili ákærða Daníels og segir ákærða H hafa hughreyst hann og sagt að þetta færi að verða búið í eitt af þremur skiptum sem brotaþoli ha fi verið sendur inn á baðherbergi til að þrífa blóð úr andliti sínu. Frásögn brotaþola samkvæmt framansögðu þykir skýr og ýkjulaus og í öllum aðalatriðum stöðug um sakarefni máls. Er það mat dómsins að framburður hans, virtur einn og sér, sé trúverðugur og þykir ekki ástæða til að efast um brotaþoli hafi verið mjög hræddur í haldi ákærðu og óttast um líf sitt. Ákærði D játaði sök sína að hluta fyrir dómi 26. maí sl. og viðurkenndi þá að hafa slegið brotaþola með vírbursta á aftanvert höfuð og hnakk a og stungið opnum skærum upp í nasir hans. Ákærði þrætti hins vegar fyrir að hafa kýlt eða slegið brotaþola á heimili ákærða Daníels og kvaðst ekki hafa hótað honum. Ákærði kvaðst hafa verið í mjög annarlegu geðrænu ástandi á þessum tíma sökum mikillar ví muefnaneyslu og dró ekki dul á að hann myndi lítið eftir atvikum. Ákærði H kom fyrir dóm sama dag, kvaðst ekki muna og því gæti hann hvorki játað n é neitað sakargiftum. Hann kvaðst harma mjög það sem kom fyrir brotaþola og hvernig hann upplifði hugsanlegan þátt ákærða í málinu. Ofangreindur framburður ákærðu þykir trúverðugur svo langt sem hann nær og samrýmist fyrri dómsframburði beggja um að þeir muni mjög lítið eftir þeim atvikum sem hér um ræðir. Áður hafði ákærði H gengist við því hjá lögreglu að hafa borið einnota hanska h eima hjá ákærða Daníel, ákærðu látið brotaþola tæma vasa sína og ákærði kýlt brotaþola í magann og klipið þrjá fingur hans með Leatherman töng þannig að brotaþoli kveinkaði sér undan. Hann kvað ákærða Daníel hafa haft sig mest í frammi, hann óbeint stjórna ð atburðarás í stofunni og ákærði séð Daníel slá brotaþola laust í höfuð og fótlegg með hamri og hóta því að reka skrúfu í hné hans. Loks bar ákærði að annar hvor ákærðu D eða E hafi brennt brotaþola með sígarettu. Áður hafði ákærði D gengist við því hjá lögreglu að hafa tekið farsíma af brotaþola í stofunni, sagði einhverja ákærðu hafa borið einnota hanska, hann vitað að verið væri að rukka brotaþola um peningaskuld og bæði heyrt brotaþola öskra í stofunni og séð honum misþyrmt í stofusófanum. Ákærðu H o g D hafa ekki dregið ofangreindan framburð til baka. Að því gættu og með hliðsjón af framburði þeirra fyrir dómi, sem samrýmist framburði brotaþola, þykir mega leggja frásögn ákærðu hjá lögreglu til grundvallar í málinu. Ákærði E neitaði alfarið sök fyrir dómi 26. maí sl. en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um sakarefnið. Áður hafði hann staðfastlega neitað því hjá lögreglu að hafa brennt brotaþola með sígarettu, kvaðst í fyrstu ekki minnast þess að brotaþoli hafi verið staddur á heimili ákærða Daníels umræ ddan dag, tók fram að hann hafi sjálfur verið í slæmu ástandi og játti svo rétt að brotaþoli hafi verið á staðnum en enginn gert neitt á hlut hans og hópurinn bara verið að blaðra um eitthvað. Þessi takmarkaði framburður ákærða E stangast í verulegum atrið um á við margt í framburði brotaþola og meðákærðu H og D og þykir því að engu hafandi við úrlausn málsins. 53 Ákærði Daníel neitaði sök fyrir dómi og færðist undan því að tjá sig um sakarefni máls. Áður hafði hann greint lögreglu frá því að brotaþoli hafi ver ið látinn tæma vasa sína í stofunni og meðal annars laust með hamri í fótlegg hans og ákærði séð meðákærðu H og D beita tönginni og skærum gagnvart brotaþola. Frásögn ákærða samrýmist að þessu leyti framburði þrotaþola og meðákærðu og þykir því marktækur. Framburður ákærða um annað nýtur ekki stuðnings í öðrum gögnum málsins, þykir í meira lagi ótrúverðugur og að engu hafandi við úrlausn málsins. Þega r framangreind atriði eru virt heildstætt og sérstaklega er litið til stöðugs og trúverðugs framburðar brotaþola fyrir dómi, sem samrýmist í öllu verulegu frásögn hans hjá lögreglu og fær áðurgreinda stoð í framburði ákærðu, stoð í framlögðu læknisvottorði og ljósmynduðum áverkum og öðrum rannsóknargögnum, þykir hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærðu Daníel, H , D og E hafi í félagi gerst sekir um þá háttsemi sem lýst er í 2. ákærulið og valdið brotaþola þeim áverkum sem þar greinir, þó þannig að í ljósi fra mburðar brotaþola hjá lögreglu er ekki unnt að útiloka að hann hafi hlotið áverka sína á vinstra hné þegar hann datt á flótta undan ákærðu fyrir utan heimili ákærða Daníels. Þótt fyrir liggi að ákærði Daníel hafi beitt sér mest í ofbeldisverkum á heimili sínu umræddan dag bera ákærðu allir fulla refsiábyrgð á því sem þar gerðist. Eru því ekki efni til að aðgreina hlut hvers og eins. Ákærðu beittu meðal annars hamri, skærum, vírbursta og töng í aðför sinni að brotaþola. Þótt áverkar hans séu allir þess eðli s að falli hlutrænt séð undir 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga þá valda þær aðferðir og tól sem ákærðu beittu því að verknaður þeirra varðar refsingu samkvæmt 2. mgr. 218. gr. sömu laga. Þá verður ákærðu öllum refsað fyrir brot á 233. gr. hegningarl aganna, enda höfðu þeir, ýmist einn eða fleiri saman, í frammi margvíslegar hótanir um frekari ofbeldisverk sem voru án efa til þess fallnar að vekja hjá brotaþola ótta um líf sitt og heilbrigði. VI. - Ákæra Héraðssaksóknara 27. nóvember 2019. Málsatvik. 1. Samkvæmt frumskýrslu Æ lögreglumanns, sem hann staðfesti fyrir dómi, voru lögregla og stunginn með hnífi. Er lögreglumenn komu á staðin n hittu þeir Ö, hér eftir brotaþola og föðurömmu hans, AA, sem tilkynnt hafði um málið. AA kvað brotaþola skömmu áður hafa bankað á glugga hjá henni og beðið um hjálp, hún hleypt honum inn, séð að hann var blóðugur og brotaþoli greint frá því að hann hefði verið stunginn með hnífi. Að sögn AA vissi brotaþoli ekki hver hefði stungið hann en hann talað um fjóra ókunna menn. Brotaþoli stóð blóðugur við vask í eldhúsi er lögregla kom að honum, virtist mjög kvalinn og hélt á opnum hnífi í hægri hendi sem tekinn var af honum. Brotaþoli var í grárri flíspeysu, svartri Adidas peysu og Adidas bol og voru göt og blóð á öllum flíkunum sem samsvöruðu stungusári vinstra megin á brjóstkassa og stungusári ofarlega á miðju baki. Lítið blæddi úr sárunum og bjuggu sjúkraflutn ingamenn um þau og færðu brotaþola á bráðamóttöku SAK. Áður spurði lögregla brotaþola ítrekað um geranda og árásarvettvang án þess heimili AA, og ræ ddi við bróður brotaþola sem þar býr einnig. Á heimilinu var opin borðtölva og sáust þar skjáskotum sem lögregla tók af þessum samskiptum virðist brotaþoli vil ér bitcoin núna bara einn plz komd þú bara einn er frekar Lögregla haldlagði fatnað brotaþola og hnífinn sem hann hélt á í eldhúsinu. Er honum svo lýst í munaskýrslu lögreglu 14. nóvember 2017: verkfærum. Lengd hnífsins/tækisins lokaðs reyndist 11,5 cm, mesta heildarlengd 28,5 cm, lengd hnífsblaðs 6,5 cm, breidd þess 1,5 cm og heildarþyngd 285,95 grömm. Á hnífnum greindust fimm sýni sem gáfu 54 jákvæða svörun sem blóð og metin voru nothæf til DNA kennslagreiningar. Fjögur sýni voru send til DNA greiningar hjá Nationellt Forensiskt Centrum í Svíþjóð ás amt blóðsýnum úr fatnaði brotaþola og ákærðu D og E og bárust niðurstöður þeirra rannsókna 26. janúar 2018. Samkvæmt þeim reyndust öll sýni frá hnífnum og fötum brotaþola vera blóð úr honum. Sýni frá fötum ákærða D voru blóð úr honum og sýni úr fötum ákærð a E reyndust blóð úr honum og óþekktum kvenmanni. Samkvæmt vettvangsskýrslu og meðfylgjandi ljósmyndamöppu BB rannsóknarlögreglumanns, sem hann staðfesti fyrir dómi, fundust blóðdropar á stétt fyrir framan útidyr að heimili AA, blóðdropi við dyrabjöllu og blóð á trjágróðri þar fyrir neðan. Þá voru blóðdropar í forstofu og eldhúsi og blóðkám á húfa, merkt , sem brotaþoli kannaðist síðar við að eiga. Við athugun kom í ljós að engar eftirlitsmyndavélar voru á því svæði sem hér um fjallar. BB fór á kl. 05:32 um nóttina og ræddi við CC rásin átti sér stað. Kvaðst brotaþoli hafa farið þangað til að kaupa eitt gramm af grasi svo hann E hauskúpugrímu og hélt brotaþoli að þetta væri D. CC og ákærðu E og D voru handteknir í kjölfarið og úrskurðaðir í gæsluvarðhald frá 2. til 10. nóvember 2017. CC var sleppt úr haldi 8. nóvember. 2. Samkvæmt læknisvottorði DD, sem hann staðfesti fyrir dómi, greindist brotaþoli eftir komu á með um 3 cm langan skurð og stunguáverka vinstra megin á brjóstkassa og 2 - 3 cm langan skurð rétt hægra megin við hryggjarsúlu, í hæð við neðri brún herðablaðs. Segir í vottorðinu að sá skurður sé grynnri en hinn. Sneiðmyndataka hafi sýnt loftbrjóst og vökva vinstra me gin í brjóstkassa, auk mjúkvefjaáverka þar og í baki. Í ljósi loftbrjósts hafi dren verið lagt vinstra megin í brjóstkassa og brotaþoli færður á gjörgæsludeild til eftirlits og súrefnismeðferðar. Drenið hafi svo verið fjarlægt næsta dag, brotaþola haldið á fram inni og hann útskrifaður að eigin ósk 2. nóvember án sérstakrar endurkomu. Í málinu liggja fyrir ljósmyndir af áverkum brotaþola sem teknar voru 31. október. Á þeim má sjá sáraumbúðir ofarlega á vinstri hlið brjóstkassa og hægra megin á baki við neðri brún herðablaðs. Þá er mynd af skurði á utanverðum litla fingri hægri handar. 3. Sama dag kl. 13:22 tók BB formlega skýrslu af brotaþola á gjörgæsludeild SAK. Hann kvaðst hafa verið heima hjá sér kvöldið áður, fengið sér þrjá bjóra og lyfin Rivotril og Flunitrazepam samkvæmt læknisráði, verið þreyttur og viljað fá sér gras. Hann hafi þ CC því farið að regið fram lítinn plastpoka með grasi. Skömmu síðar hafi hávaxinn, svartklæddur maður með hauskúpugrímu eða svarta og hvíta draugagrímu nálgast úr sömu átt og CC og lágvaxinn, grannur maður nálgast úr annarri átt. Þekkti brotaþoli þann mann sem ákærða E. S á hávaxni, sem brotaþoli kvaðst nær viss um að væri ákærði D , hafi haldið á stórum steikarhnífi, með 20 - sem brotaþoli lýsti betur með teikningu. Að sögn brotaþola brást hann við hnífaburði ákærð u með því að draga sjálfur fram hníf. Af frásögn brotaþola er síðan fylgdi má ráða að ákærði E hafi stungið hann í brjóstkassa við minnisvarðann, brotaþoli náð að bera hægri hönd sína fyrir hnífslagið og þá skorist á litla fingri, hann síðan sparkað í fæt ur E, hlaupið í átt að húsi ömmu sinnar, ákærði D elt hann, kastað hnífi í bak hans er brotaþoli kom að húsinu, brotaþoli náð að draga hnífinn úr sárinu, hent honum í garð nágrannans, síðan dottið í götuna, ákærði þá stokkið á hann með þeim afleiðingum að höfuð brotaþola dúndraðist í götuna, ákærði því næst dregið fram kylfu og slegið henni í bak brotaþola. Brotaþoli hafi svo náð að sparka í pung ákærða, hann við það látið sig hverfa, brotaþoli bankað á glugga hjá ömmu sinni og hún hleypt honum inn. Öfugt v ið ofangreindan framburð kom einnig fram hjá brotaþola að þegar hann sá ákærðu D og E með hnífa hafi hann hlaupið í átt að húsi ömmu sinnar, ákærðu báðir elt hann þangað, hvor um sig stungið 55 hann fyrir framan húsið og hlaupið á brott er þeir sáu ömmu hans í glugga. Þá kom einnig fram hjá brotaþola að hann hafi fengið sárið á litla fingri þegar ákærði D stakk eða kastaði hnífi í bak hans. Brotaþoli gaf aðra skýrslu 9. nóvember 2017. Hann kvaðst aðeins hafa átt samskipti við CC í aðdraganda þess að þeir hittu birst á heimili hans vegna óuppgerðra saka. Bar á góma í því sambandi að brotaþoli eigi að hafa skvett sýru á ákærðu og sagðist hann aðeins hafa skvett vatni á þá ofan af svölum til að hrekja þá á brott. - 10 mínútur, séð hann koma og kallað til hans. CC hafi svo horfið skyndilega og ákærði E dúkkað upp, hann heilsað brotaþola og haldið á steikarh nífi. Brotaþoli leiðrétti þetta strax og sagði E hafa haldið á karambit hnífi. Brotaþoli hafi svo séð ákærða D nálgast með grímu og hníf, brotaþoli þá hlaupið á brott og D stungið hann í bakið á hlaupunum. Áður en til þess kom hefði brotaþoli verið stungin n í brjóstkassa við . Hann kvaðst var veittur, en í kjölfar hans hefði brotaþoli byrjað að hlaupa, ákærði D elt hann og stungið í bakið. Brotaþoli bar fyrst að D hafi einnig veitt honum áverkann á litla fingri en kvaðst svo ekki viss hvor ákærðu ætti sök á því. þvertók fyrir að hafa ógnað E með hnífi eða sveiflað hnífi í átt að honum og reynt að stinga hann. Þá væri rangt hjá E að brotaþoli hefði stungið sjálfan sig í brjóstkassa við það merkisins í samnefndri bíómynd. brotaþoli dottið í götuna fyrir framan húsið. Hann kvaðst halda að ákærði E hafi orðið eftir vi að tala við CC. Hann kvaðst einnig halda að ákærði D hafi kastað hnífi í bak hans. Brotaþoli kvaðst hins vegar ekki viss hvort fyrri frásögn væri rétt um að hann hefði dregið hnífinn úr bakinu og hent honum í garð nágrannans. Brotaþoli bar me ð líkum hætti um að ákærði D hafi svo kastað sér á hann með þeim afleiðingum að höfuð brotaþola skall í götuna en sagði fyrri framburð rangan um að ákærði hafi beitt kylfu gegn honum og brotaþoli sparkað í pung hans. Tók brotaþoli hér fram að hann hafi ver 4. Rannsóknargögn bera ekki með sér að framburðar brotaþola 31. október um að hann hefði kastað stórum steikarhnífi í garð nágranna. Þá verður ekki séð að brotaþola hafi verið dregið blóðsýni á og liggur því ekkert fyrir um vímuástan d hans umrædda nótt. 5. Fyrir liggja staðfestar umsagnir EE sálfræðings frá 12. febrúar og 6. maí 2020 um að brotaþoli beri einkenni áfallastreituröskunar sem eftir atvikum megi rekja til umræddra atvika. Þar segir og að félagsleg staða brotaþola sé vægas t sagt slæm, hann félagslega einangraður og eigi í raun engan annan að en aldraða ömmu sína. Brotaþoli eigi erfitt með að sinna sjálfum sér með daglegar athafnir, hafi lítil sem engin bjargráð og hann til að mynda ekki haft burði til að leita sér aðstoðar í kjölfar atvika 31. október 2017. 6. Ákærði E var yfirheyrður 1. nóvember 2017. Hann kvaðst kannast við málið og sagðist greint sinn hefði reynt að skvetta sýru á ákærða og hótað honum lífláti. Ákærði lýsti þessu nánar þannig að hann hefði einhverjum dögum áður rætt við brotaþola, brotaþoli þá staðið á svölum íbúðar sinnar, ákærði spurt hvort hann mætti koma inn og þeir sættast, brotaþoli svarað þ ví til að hann vildi frekar stríð og sjá ákærða dauðan og ákærði þá stungið upp á því að þeir hittust síðar. farið á staðinn og meðákærði D slegist í för með honum. Er þangað kom hafi brotaþoli og CC verið að tala saman, ákærði rétt hönd sína fram í sáttaskyni og brotaþoli brugðist við með því að draga fram hníf og ógna 56 ákærða. Ákærði hafi þá dregið fram eldhúshníf sem hann tók með sér að heiman og þeir farið a ð sveifla hnífunum. Meðákærði hafi svo komið ákærða til hjálpar og þetta þróast út í eltingarleik í 1 - 2 mínútur fyrir ákærði og hann horfst í augu, br otaþoli hlegið eins og hálfviti, ákærðu við svo búið gengið á brott og ákærði hent hnífi sínum í nálægan garð. Ákærði kvaðst hafa verið undir áhrifum áfengis og sveppa þegar atvik gerðust og sagði brotaþola hafa verið undir áhrifum fíkniefna, eins og all taf. Hann kvað CC hafa verið farinn af vettvangi þegar hnífabardaginn byrjaði. Ákærði kannaðist ekki við að hafa stungið brotaþola í brjóstkassa eða öxl og sagði r hann sveiflaði hnífi sínum á hlaupunum. Ákærði kvað meðákærða D hafa verið óvopnaðan og sagði rangt að hann hafi borið Ákærði var yfirheyrður öðru sinni 8. nóve mber og kvaðst ekkert hafa við fyrri framburð að bæta. Hann kvaðst hafa verið heima hjá J að kvöldi mánudagsins 30. október, drukkið þar áfengi og sveppate og tekið inn flogaveikislyfið Rivotril, verið undir mjög miklum áhrifum og því myndi hann ekki vel e ftir atvikum við brotaþola og bauð fram hönd sína, brotaþoli þá dregið fram hníf með bognu blaði, líklega karambit hníf, sveiflað honum að ákærða og reynt að stinga hann í hálsinn. Ákærði hafi þá stigið til baka, dregið fram sinn hníf og sveiflað honum á móti. Sem fyrr kannaðist ákærði ekki við að hafa stungið brotaþola í brjóstkassa og gat sér til að brotaþoli hafi stungið sjálfan sig þegar hann otað i hnífi sínum að ákærða. Þegar brotaþoli síðan í bak brotaþola þótt ákærði fyndi ekki fyrir því. Ákærði hvikaði ekki frá því að brotaþoli segði ó satt um að ekki hafa séð meðákærða gera neitt á hlut brotaþola og sagði mál þetta eingöngu snúast um hann og brotaþola og ítrekaðar hótanir þess síð arnefnda sem ákærði hefði viljað binda endi á með sátt. Ákærði kvaðst ekki ástæðan fyrir því að ákærði lagði leið sína þangað. Ákærði var yfirheyrð ur þriðja sinni 10. nóvember og kvaðst ekkert hafa við fyrri framburð að bæta. brotaþola vegna fyrri hótana hans. Þá kvaðst ákærði ekki minnast þess að og brotaþoli reitt sinn hníf á loft. Sem fyrr kvaðst ákærði hafa farið á staðinn til að semja um frið og ekki stungi ð brotaþola í brjóstkassa, að minnsta kosti myndi hann ekki eftir því og sagðist aldrei myndu vilja drepa er með vopn þá hlýtur það að vera eftir mig ákærði að ef sárið væri nýtt hlyti það að vera eftir hann. 7. Ákærði D var yfirheyrður 1. nóvember 2017. Hann kvaðst í fyrstu ekkert vita um málið, sagðist hafa verið heima hjá FF vinkonu að kvöldi mánudagsins 30. október, undir miklum áhrifum áfengis, sveppa og sýru og ekki farið út fyrir hússins dyr um nóttina. Ákærði breytti svo þeim framburði, kvaðst hafa farið niður í miðbæ um kl. 20, hitt þar meðákærða E, snúið aftur hei m til FF fyrir miðnætti og verið í svo hafi - 4 vikum áður þegar hann og meðákærði E fóru heim til brotaþola og skvetta sýru á þá ofan af svölum íbúðar sinnar. Sag ði ákærði að sýran hefði skemmt lakk á bifreið hans. Eftir þetta atvik hafi ákærði ekki séð brotaþola. Hann kvaðst kannast við CC en ekki minnast þess að hafa verið í samskiptum við hann umrætt kvöld eða nótt. Ákærði var yfirheyrður öðru sinni 6. nóvember. Hann kvaðst ekkert hafa við fyrri framburð að bæta en gat þess að umrætt sinn hafi hann verið í svo öflugri sveppa - og LSD vímu að lögregla gæti ekki ímyndað sér það. Ákærða var kynntur framburður meðákærða E um að þeir hafi hitt brotaþola fyrir framan 57 ]aðfaranótt 31. október og kvaðst hann ekki eiga minningu um það. Sem fyrr kvaðst hann ekki minnast þess að hafa verið í samskiptum við CC og taldi þá frásögn ekki standast að hann hafi farið heim til CC að A svari nn óvinur ákærða og myndi hann ekki fyrir nokkra muni vilja hitta þann mann. Borin var undir ákærða frásögn brotaþola um að ákærði hafi verið grímuklæddur við gið við mig, út af því ég man bara ekkert eftir þessu, ég var í ... ég var ekki í þessum heimi, ... kominn á, þú veist, lfar þessa greindi ákærði frá því að þegar hann vaknaði daginn eftir heima hjá FF ákærði hafa skilið þau orð svo að hann eigi að hafa verið með meðákærða þegar brotaþoli var stunginn en ítrekaði að hann myndi ekkert eftir því. Ákærði var yfirheyrður þriðja sinni 8. nóvember og þá að eigin ósk. Hann greindi frá því að áður en gnum Facebook, meðákærði sturlast við þetta og fengið einhverjar morðhugsanir. Ákærði hafi reynt að róa meðákærða en hann verið í meðákærða með sér til ofan af öllum hugmyndum um að ráðast á brotaþola. Ákærði kvaðst muna að meðákærði róaðist við þetta en síðan hefðu áhrif frá sveppa - og LSD neyslu ákærða magnast svo mikið að ha nn vissi ekki af sér fyrr en hann vaknaði morguninn eftir heima hjá FF. Meðákærði hafi þá verið æstur, haft áhyggjur af því að lögregla væri á brotaþola. Ákærði kvaðst sem fyrr ekki eiga minningu um þetta þar sem hann hafi verið í öðrum heimi um nóttina. Hann kvaðst þó muna að meðákærði hafi veri ð með steikarhníf, eins og kaupa má í Hagkaup, og taldi heildarlengd hnífsins um 30 cm. 8. CC gaf skýrslu grunaðs 31. október 2017. Hann kvaðst þekkja brotaþola, sagði hann snargeðveikan, eiga marga óvini í bænum og hann forðist því samskipti við brotaþol a í lengstu lög en brotaþoli hefði iðulega umrædda nótt né heldur orðið vitni að slíku. Hann kvaðst hafa verið heima hjá sér allt kvöldið, ekki hafa fa rið út og sagði II sambýliskonu sína, A og P geta staðfest þá frásögn. CC breytti síðan þeim framburði og kvaðst peninga, auk þess sem hann vi ldi fá skjákort hjá brotaþola. Hann hafi því sett sveppamulning í poka, ætlað að selja brotaþola mulninginn og taka svo til fótanna áður en brotaþoli kæmist að því að hann hefði verið bergi, ekki treyst CC og viljað sjá og hann öskrað á móti, CC þá ekki litist á blikuna, ýtt við brotaþola og hlaupið heim til sín. CC kvað s amskipti sín við brotaþola þessa nótt hafa farið fram á sölusíðu á Facebook og gekkst við rra brotaþola þangað. CC ítrekaði að hann CC gaf aðra skýrslu 3. nóvember. Hann kvaðst hafa vaknað umrædda nótt við skilaboð frá brotaþola hafi hann samþykkt ósk brotaþola um kaup á grasi, ætlað að s elja honum blöndu af kryddum sem líktust grasi ð því kalli og CC hlaupið heim í sama mund og tveir menn komu á staðinn. Samkvæmt sömu skýrslu kvaðst CC ekki vita deili á þessum mönnum, var þó áður búinn að nafngreinda þá í laumi sem ákærðu í málinu, neitaði að láta uppi hvenær hann hefði síðast hitt ák ærðu og bar fyrir sig eigið öryggi og öryggi fjölskyldu sinnar. CC 58 CC gaf sína þriðju skýrslu 7. nóvember. Hann grei ndi svo frá að ákærðu D og E hafi komið heim til hans að kvöldi 30. október, báðir undir mjög miklum áhrifum fíkniefna. A hafi einnig verið á staðnum og ákærðu rætt um að ræna þekktan fíkniefnasala (ekki brotaþola). CC hafi dregið sig út úr þeirri umræðu, sest frá sínum fíkniefnaviðskiptum. Hann kvaðst hafa sagt A og ákærðu frá fundinum, þeir uppveðrast við þetta og A , sem hataði brotaþola frá fyrri og hvatt þá til að fara á staðinn og ganga í skrokk á brotaþola. Áður hefði A dregið fram eldhúshnífa og sýnt ákærðu hvernig mætti beita þeim gegn fólki. CC kvaðst ekki vita hvað varð um þessa hnífa og tók fram að hann hafi beðið ákærðu að elta hann ekki á fundinn og þeir láta brotaþola í friði. Þegar hann var kominn út hefði hann heyrt A hafi þá einnig ákærðu veittust að honum en þá strax hafi CC hlaupið á brott. 9. A gaf skýrslu grunaðs 8. nóvember 2017. Hann vísaði aðild sinni að málinu á bug og kvaðst hafa ge hafa vakið hann um kl. 01 með dyrabjölluhringingu, hann hleypt þeim inn, sagt CC að til hans væru komnir gestir, við svo búið farið aftur að sofa, næst vaknað um kl. 02 til að hleypa heimilishundinum út, þá séð ákærðu nálgast blokkina, talið víst að CC væri sofandi, hann því vísað ákærðu frá og þeir gengið burt. Nánar aðspurður þrætti A ekki fyrir að hafa verið á vappi um íbúðina á meðan ákærðu voru þar en sagði rangt að hann hafi heyrt um eða tekið þátt í skipulagningu árásar á brotaþola, hvað þá handfjatlað hnífa eða hvatt ákærðu til að ráðast á hann. Hann kvaðst þekkja lítið til brotaþola, sagði hann geðveikan og því forðast samskipti við hann. 10. Í þágu rannsóknar málsins voru teknar skýrslur af AA ömmu brotaþola og JJ bróður hans. Kom ekkert fram í vætti þeirra sem máli kann að skipta. Þá tók lögregla skýrslur af HH og GG sem voru HH að ákærði ÍD hafi haft samband síðla kvölds, beðið um aðstoð við að róa ákærða E og þeir síðan mætt á staðinn, æstir og undir miklum áhrifum fíkniefna. E hafi verið mjög upptekinn af því að ráðast á einhvern sem HH vissi engin deili á. Þau hafi náð að róa E og ákærðu í kjölfarið haldið á brott og sagst ætla heim að sofa. GG bar með líkum hætti, sagði ákærðu hafa verið manni og GG sagt þeim að í þeirra á standi ættu þeir að fara beint heim að sofa. Er ekki deilt um ofangreindar staðreyndir. Meðal annarra skýrslugjafa var II sambýliskona CC en hún gaf skýrslur 2. og 14. nóvember. Við fyrri skýrslugjöf kvaðst hún hafa verið sofandi á heimili þeirra og ekki o rðið vör við gestakomur. Seinni skýrsluna gaf hún ótilkvödd og kvaðst þá hafa vaknað er A kom inn í herbergi hennar og CC og tilkynnt að komnir væru gestir. CC hafi strax brugðist við, hún kíkt fram seinna og séð A rétta tveimur ókunnum mönnum brauðhníf og hvassan og beittan hníf úr eldhúsi. Að sögn II var sá hnífur um 20 - 30 cm langur. Hún kvað CC svo hafa farið út og hún lagst til svefns að nýju. Lögregla tók einnig skýrslur af vinkonunum FF og KK og komu þær síðar fyrir dóm vegna málsins. Samkvæmt frambur ði þeirra hittu þær ákærðu síðla kvölds 30. október, eftir heimsókn ákærðu til HH og GG bifreiðinni í stæði fyrir utan blokkina, sofnuðu báðar og vöknu ðu nokkrum klukkustundum síðar þegar ákærðu settust aftur inn í bifreiðina. Þaðan var haldið heim til FF þar sem þau sváfu öll um nóttina. FF kvaðst halda að klukkan hafi verið á bilinu 04 - 05 þegar ákærðu settust aftur inn í bifreiðina en KK taldi þetta ha fa verið á bilinu 03 - 04. Þeim bar saman um að ákærðu hafi verið í mikilli vímu umrætt sinn og ástand þeirra skrautlegt, eins og svo oft var á þessum tíma. Þær minntust þess ekki að hafa séð ákærðu með grímur eða vopn þegar þeir settust inn í bifreiðina fyr ir utan heimili CC. KK bar fyrir dómi að ákærði E hafi sagt eitthvað bifreiðina en þó gæti hún hafa heyrt hann segja þetta heima hjá FF næsta dag. 11. 59 Ákærðu komu fyrir dóm vegna málsins 10. júní 2020 og neituðu báðir sök. Ákærði D kvaðst muna mjög lítið eftir atvikum sökum langvarandi vímuefnaneyslu. Þó myndi hann eftir að ákærðu fóru heim til CC og að hann hafi verið að reyna að espa þá upp. A haf i einnig verið á staðnum og hann afhent ákærða einhverja grímu. Hann kvaðst ekki hafa borið hníf umrætt kvöld eða nótt og sagðist hafa hætt öllum hnífaburði eftir A með hnífi og hlaut dóm fyrir þann verknað. Ákærði kvaðst í fyrstu Ákærði E kvaðst hafa farið ásamt meðákærða heim til CC og ákærði verið pirraður út í brotaþola vegna atviks fáeinum dögum áður þegar brota þoli reyndi að skvetta sýru á hann. Ákærðu hafi báðir verið í mikilli lyfja - og sveppavímu og kolruglaðir af þeim sökum. CC hafi byrjað að tala um brotaþola og sagst vera að fara að hitta hann, einhver rétt ákærða eldhúshníf með beinu blaði og ákærði í fra mhaldi slegist í för með hafi CC lagt fyrir ákærða að koma úr annarri átt en hann. Ákærði kvaðst aðeins hafa ætlað að sættast við brotaþola, en hann veist strax að ákærða og ógnað honum með hnífi. Ákærði hafi þá dregið fram sinn hníf, þeir sveiflað hnífunum á móti hvor öðrum og einhver eltingaleikur orðið úr því sem ákærði mundi ekki nánar eftir. Hann kvaðst ekki hafa stungið brotaþola í brjóstkassa og taldi mögulegt að brotaþoli hafi gert það sjálfur í ógáti en játti á hinn bóginn að hann gæti hafa stungið brotaþola í bakið. Hann kvaðst þó ekki minnast þess. 12. inu, annar stór og hinn lítill, þeir haldið á sitt hvorum hnífnum og sá stóri borið andlitsgrímu. Hann kvaðst ekki hafa vitað hverjir þetta voru en seinna frétt að hér voru ákærðu á ferð. CC hafi verið fljótur að láta sig hverfa, brotaþoli orðið skíthræddu r og dregið kvaðst svo hafa ætlað að hlaupa framhjá ákærðu og þá verið stunginn í brjóstkassa af ákærða D. Að sögn brotaþola hljóp hann ótrauður áf Brotaþoli var minntur á að hann hefði teiknað mynd af karambit hníf hjá lögreglu. Í framhaldi kvað engum tímapunkti hafa sveiflað sínum hnífi á móti ákærðu og því gæti hann ekki hafa stungið sjálfan sig í brjóstkassa fyrir utan . Í fyrstu sagðist hann bara hafa opnað fyrir korkupptakara á sínu áhaldi en kvaðst svo hafa dregið fr am hnífsblaðið. Hann kunni enga skýringu á því af hverju hnífsblaðið stóð fram þegar lögregla tók áhaldið af honum heima hjá ömmu hans og taldi ekki óeðlilegt að á hnífnum væri gamalt blóð úr honum. Hann kvaðst ávallt bera hníf á sér. Brotaþoli kvað ákærða D hafa stungið hann tvisvar í bakið á meðan hann var á hlaupum heim til ömmu sinnar. Hann kvaðst ekki viss hvort um beinar stungur hafi verið að ræða eða hvort ákærði hafi kastað hnífi í bak hans. Fyrri atlagan hafi komið á meðan brotaþoli var á hlaupum e n seinni atlagan í sama mund og hann datt fyrir utan heimili ömmu sinnar og gæti fallið í götuna tengst því að hnífi var kastað í bak hans. Brotaþoli taldi útilokað að hnífur hans hafi stungist í brjóstkassann þegar hann datt fram fyrir sig í götuna. Nánar aðspurður um hnífstungu fyrir framan kvaðst brotaþoli ekki viss hvor ákærðu stakk hann þar, tiltók síðan ákærða D í því sambandi en bar í framhald i að það gæti hafa verið ákærði E sem stakk hann fyrst. Brotaþoli kvaðst hafa legið á sjúkrahúsi í um tvær vikur eftir atburði þessa. 13. Meðal annarra vitna sem komu fyrir dóm voru parið A og P og sambýlisfólkið CC og II. A kvaðst ekkert hafa skipt sér af heimsókn ákærðu, hann og P verið mestmegnis inni í sínu herbergi og aftók A með öllu að hafa handleikið hnífa á heimilinu, hvað þá afhent ákærðu sitt hvorn hnífinn og hvatt þá til ódæðisverka. P hafði engu við þetta að bæta. CC bar í fyrstu að A hefði ekk ert komið að málinu en játti svo rétt upp úr skýrslum sínum hjá lögreglu að A hafi sveiflað einhverjum hnífum fyrir framan ákærðu og líklega hvatt þá til að ráðast á brotaþola en sá væri alltaf vopnaður hnífi. CC kvað rétt að ákærðu hafi farið út af heimil i hans til fundar við brotaþola. II sagði tvo ókunna menn hafa komið í heimsókn til CC, hún séð og heyrt A ræða við þá um hnífa og einhverjar árásir og 60 hann síðan afhent þeim sitt hvo rn hnífinn úr eldhúsi hennar, annars vegar stóran búrhníf og hins vegar rifflaðan brauðhníf. Þessir hnífar hafi skilað sér til baka, hún látið lögreglu vita af því en lögregla ekkert aðhafst í málinu. 14. Ákærði D kom að nýju fyrir dóm 26. maí sl. og játað i að hafa greint sinn stungið brotaþola í bakið með þeim afleiðingum að brotaþoli hlaut 2 - 3 cm langan skurð rétt hægra megin við hryggjarsúlu í hæð við neðri brún herðablaða og mjúkáverka í baki. Hann kvaðst ekki vilja tjá sig um meinta aðkomu meðákærða E og hafi það aldrei verið ætlunin að hitta brotaþola. Ákærði nótt farið heim til CC og A og einhverjar samræður átt sér A platað þá til að hitta brotaþola og nýtt sér ástand þeirra til að gera eitthvað á hlut hans. Ákærði kannaðist ekki við að hafa stungið bro taþola í brjóstkassa fyrir utan og neitaði sök að því leyti. Hann gekkst hins vegar greiðlega við því að hafa brotaþola við herðablað og hnífur han s bognað. Ákærði sagði þetta hafa gerst í kjölfar þess að hnífum var sveiflað á loft fyrir utan , hann í framhaldi stigið fram undan runna og lagt til brotaþola með hnífi. Ákærði kvaðst ekki muna mikið meira en sagði atburðarás hafa lokið fyrir utan he imili ömmu brotaþola. ákærði stakk hann. Ákærði kvaðst saklaus af því að hafa valdið brotaþola skurði á litla fingri hægri handar. Hann viðurkenndi bótas kyldu gagnvart brotaþola í samræmi við játaða háttsemi en mótmælti fjárhæð bótakröfunnar. Fram kom í máli ákærða að hann væri í dag gjörbreyttur maður frá því sem áður var og vildi með framburði sínum fyrir dómi hreinsa samvisku sína og styrkja samband sit t við Guð. Ákærði E kom sama dag fyrir dóm, neitaði sök og hafnaði framlagðri bótakröfu. Hann kvaðst ekki vilja tjá sig frekar um sakarefni máls og að höfðu samráði við verjanda ekki svara spurningum er tengjast lögreglurannsóknargögnum. 15. Brotaþoli kom aftur fyrir dóm 1. júní sl. Hann kvaðst hafa sett sig í samband við CC á Facebook, , brotaþoli farið þangað og verið mættur á undan CC. Þar hafi þeir skipst á einhverjum orðum áður en tveir m enn birtust með grímur og króaði annar þeirra, ákærði E, hann af. Brotaþoli kvaðst ekki hafa vitað hverjir þetta voru og vissi ekki hvernig hann gat og því aldrei hafa átt í illdeilum við þá. Ákærðu hafi sagt eitthvað við hann fyrir utan , sem hann mundi ömmu sinnar. Áður en til þess kom hafi sá stó ri, ákærði D, stungið hann með stórum eldhúshnífi í brjóstkassa fyrir utan . Sá hafi einn borið grímu, hann hlaupið einn á eftir brotaþola og stungið hann tvisvar sinnum í bakið á hlaupunum. Brotaþoli útilokaði að ákærði E hefði stungið hann og sagði tv ívegis að ákærði hafi ekki verið með hníf. Brotaþoli var í kjölfarið minntur á fyrri framburð um að ákærði E hafi haldið á hnífi og brotaþoli í því sambandi teiknað mynd af karambit hnífi hjá lögreglu. Hann kvaðst ekki muna eftir þessu en bar í framhaldi a ð E hafi örugglega verið með hníf. Brotaþoli kvaðst muna eftir að hafa dottið beint fyrir framan dyrnar hjá ömmu sinni, hann líklega misst meðvitund skamma stund og þegar hann rankaði við sér hafi enginn verið nálægt. Hann hafi svo skriðið inn til ömmu sin nar og hún hringt eftir sjúkrabíl. Hann kvaðst yfirleitt ganga með vasahníf á sér, ekki muna hvort hann hafi tekið hann fram við staðfesti að hann hafi verið með þann fjölnota hníf sem lögregla tók af honum heima hjá öm mu hans og kvaðst í framhaldi ekki hafa dregið hann fram við . Hann sagði blóð á hnífnum stafa frá sér og vera gamalt. Hann kvaðst ekki minnast þess að ákærðu hafi heimsótt hann nokkrum dögum fyrir þessa atburði og hann þá skvett á þá vatni eða öðru ofa n af svölum og kvaðst sem fyrr ekki hafa séð þessa menn áður. 61 taugar klippst í sundur í öxl og hann eftir það með náladofa í handlegg. 16. A bar fyrir dómi 26. maí sl. að hann hafi á greindum tíma leigt herbergi hjá CC og ekki vita af hverju ákærðu birtust þar umrædda nótt. Eftir komu þeirra hafi hann verið á vappi um íbúðina, ekki tekið þátt í samræðum ákærðu og CC og því ekki vita um hvað va tekið hníf úr eldhússkúffu, verið að handleika hnífinn og haft hann á brott með sér þegar ákærðu fóru. Kvaðst A muna þetta greinilega, óháð því þótt hann hafi ekki greint lögreglu frá þessu á sínum tíma. Hann kvaðst engan þátt hafa tekið í því að hvetja ákærðu til að ráðast á brotaþola, ekki stutt slíka atlögu og ekki eggjað þá áfram með því að hrópa dregið fram hnífa, kennt ákærðu að handleika þá og afhent þeim sitt hvorn hnífinn áður en þeir hurfu á brott. Þegar borinn var undir A sá vitnisburður hans hjá lögreglu að han n hafi ekki séð ákærðu koma inn í búð CC þessa nótt, aðeins þekkt ákærða D á málrómnum í dyrasíma og ekki vitað að ákærði Eværi með í för sagði hann þann framburð ekki standast og væri um misskilning að ræða í fyrri vitnaskýrslu. CC kom að nýju fyrir dóm 1. júní sl., kvaðst ekkert muna eftir málinu, ekki muna eftir heimsókn ekki muna eftir fyrri skýrslugjöf fyrir dómi en taldi sig hafa munað atvik bet ur við skýrslugjöf hjá lögreglu. II bar vitni sama dag. Hún kvaðst muna afar óljóst eftir komu ákærðu heim til hennar og CC, sagðist skilin að skiptum við þann mann og hann hafa haft áhrif á hvað hún sagði áður hjá lögreglu og fyrir dómi, auk þess sem hún hafi sjálf verið í mikilli neyslu á þessum tíma og setti einnig þann fyrirvara við fyrri framburð í málinu. Hún kvaðst ekki minnast þess að A hafi rétt ákærðu einhverja hnífa og sagði skýrslu sína þar að lútandi hjá lögreglu 14. nóvember 2017 vera mjög lit aða af áhrifum frá sínum fyrrverandi, CC. Þannig kvaðst hún heldur ekki minnast þess að tveir hnífar hafi horfið af heimili hennar og hún tilkynnt lögreglu um hvarf og endurheimt sömu hnífa. 17. Vegna framburðar brotaþola hjá lögreglu 31. október 2017 og þ eirrar skýringar á þeim framburði skýrslugjöf hans fyrir dómi 1. júní sl. BB kvaðst ekki hafa skynjað annað en að brotaþoli væri í góðu standi, hann virkað nokkuð eðlilegur þegar umrædd skýrslugjöf hófst kl. 13:22 og lögregla metið hann skýrsluhæfan. Við það tækifæri hafi brotaþoli teiknað mynd af karambit hnífi sem hann sagði hafa verið beitt gegn honum. BB bar jafnframt að þegar hann ræddi fyrst við brotaþola milli kl. 05 og 06 nóttina áður hafi hann verið 18. Loks ber að nefna vitnisburð DD læknis fyrir dómi 1. júní sl. Hann kvað brotaþola hafa verið með tvo stunguáverka við komu á SAK, annars vegar grunnan áverka á baki se m fór bara niður í vöðva og hins myndaðist. Hann kvað áverka af þessu toga ávallt mjög hættulega og geta dregið fólk til dauða ef ekkert er að gert. Áverki nn hafi verið meðhöndlaður með dreni til að létta á lofti í lunga. Slík sár grói svo á rúmum sólarhring og þá sé drenið tekið burt. DD kvað ekki tíðkast að læknar mæli dýpt stunguáverka en sú staðreynd að loftbrjóst hafi greinst við sneiðmyndatöku sanni að stungan fór í lunga brotaþola. Hve djúp slík stunga sé ráðist af holdafari hvers og eins en ávallt sé í það minnsta um 2 - fælist að frítt loft leiki utan við lunga, í bilinu á milli lunga og brjóstholsveggjar og þá falli lungað saman vegna ytri þrýstings. Aðspurður sagði DD að stungan hafi ekki komið nálægt hjarta en ósæð og holæð væru ekki langt undan. Niðurstaða. A. 62 Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærðu og at vik sem telja má þeim í óhag á ákæruvaldinu og verða ákærðu því aðeins sakfelldir að nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, teljist fram komin um hvert það atriði er varðar sekt þeirra, sbr. 1. mgr. 109. gr. Metur dómari enn fremur, eftir því sem þörf krefur, hvert sönnunargildi þær staðhæfingar hafa sem varða ekki beinlínis atriði sem sanna skal en ályktanir má leiða um það, sbr. 2. mgr. 109. gr. Samkvæmt 1. mgr. 111. gr. gildir og sú meginregla að dómur í sakamáli skuli reistur á s önnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi og að jafnaði fyrir þeim dómara sem málið dæmir, sbr. 1. mgr. 112. gr. Af reglunni leiðir að skýrslur ákærðu og vitna hjá lögreglu hafa ekki sönnunargildi í sakamáli nema í þeim tilvikum sem mælt er fyrir um í 2. og 3. mgr. 111. gr. Samkvæmt því verða ákærðu ekki sakfelldir á grundvelli lögregluskýrslna einna sér. B. Ákærðu er gefin að sök tilraun til manndráps en til vara sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa aðfaranótt þriðjudagsins 31 . október 2017, utandyra við og , í félagi veist að brotaþola með hnífum og stungið hann og skorið í líkama með þeim afleiðingum að hann hlaut 3 cm langan skurð utanvert vinstra megin á brjóstkassa, 2 - 3 cm langan skurð rétt hægra megin við hryggjarsú lu í hæð við neðri brún herðablaða, loftbrjóst og vökva í vinstri hluta brjóstkassa og mjúkvefja áverka vinstra megin í brjóstkassa og í baki, auk skurðáverka á utanverðum litla fingri hægri handar. Er háttsemin talin varða við 211. gr., sbr. 1. mgr. 20. g r. almennra hegningarlaga en til vara við 2. mgr. 218. gr. sömu laga. C. Af hálfu ákæruvaldsins er á því byggt að heildstætt mat á rannsóknargögnum málsins leggi góðan grunn að sönnun um sekt ákærðu og beri við mat á lögregluskýrslum ákærðu að hafa í huga að þær voru gefnar að viðstöddum verjendum. Þá hafi ákærði D játað sök að hluta fyrir dómi, ákærðu báðir gengist við því að hafa verið á vettvangi og borið sitt hvorn hnífinn og ekki borið fyrir sig neyðarvörn eða að háttsemin hafi verið unnin í átökum við brotaþola. Þeir vilji eðlilega ekki gangast við hinum lífshættulega brjóstáverka en ekkert í málinu styðji að þar sé um sjálfsáverka að ræða. Á hinn bóginn liggi fyrir að ákærði E bar þungan hug til brotaþola í aðdraganda verknaðarins og taldi sig eiga ha rma að hefna og að ákærðu vissu báðir hvar mætti finna brotaþola á afviknum stað þessa nótt. Ákærðu hafi báðir gengist við því hjá lögreglu að hafa stungið brotaþola og í því skyni hlaupið á eftir honum, í náttmyrkri og sturlaðir af áhrifum vímuefna og stu ngið hann aftur á flótta. Beri þetta vott um einbeittan ásetning til að drepa brotaþola og beri því að heimfæra háttsemi ákærðu beggja undir 211. gr., sbr. 1. mgr. 20. gr. almennra hegningarlaga, enda réði tilviljun ein að bani hlaust ekki af. Af hálfu ákæ rðu er einkum á því byggt að þeir hafi frá upphafi verið stöðugir í þeim framburði að hafa ekki stungið brotaþola í brjóstkassa, að brotaþoli hafi frá upphafi verið afar óstöðugur í allri frásögn um atburði við og og að framburður hans sé svo reikull , mótsagnakenndur og ótrúverðugur að ekki verði á honum byggt. Brotaþoli hafi sjálfur verið í annarlegu ástandi, hann verið fyrstur til að draga fram hníf við , sveiflað honum þar í kringum sig og sé ekkert sem útiloki að hann hafi í því ástandi stungið sjálfan sig í brjóstið í ógáti. Þess utan liggi fyrir að brotaþoli var með hnífinn opinn og blóðugan þegar lögregla kom heim til ömmu hans og gæti hann því einnig hafa stungið sjálfan sig í brjóstið við að detta fram fyrir sig fyrir utan það hús. Fyrir li ggi að á hnífi brotaþola fannst blóð úr honum sjálfum og styðji það eindregið framangreinda ályktun. Engin sérfræðirannsókn hafi farið fram á þeim hnífi og hvort hnífslag í brjósti brotaþola hafi getað orsakast af sama hnífi. Þá hafi ekki farið fram réttar fræðileg rannsókn á áverkum brotaþola heldur látið við það sitja að almennur læknir legði mat á áverkana og tilurð þeirra. Með þeirri handvömm hafi sönnunarstöðu verið stórlega spillt, ákærðu í óhag, og beri ákæruvaldið hallann af því. Aðrir hnífar hafi ek ki fundist og lögregla ekki gert leit að öðrum hnífum þrátt fyrir framburð brotaþola og ákærðu um að hnífum hafi verið kastað í námunda við . Af hálfu ákærðu er einnig gagnrýnt að í ákæru sé ekki lýst hvar og með hvaða hætti þeir hafi stungið hnífi í lí kama brotaþola og bendi þetta til þess að ákæruvaldið hafi í verknaðarlýsingu sinni ekki lagt trúnað á frásögn brotaþola sjálfs. Það komi þó ekki á óvart, enda hafi brotaþoli aldrei getað lýst því hvernig hann eigi að hafa fengið brjóstáverka af völdum ákæ rðu og verið margsaga um hvernig hann hlaut áverka á baki. Að öllu þessu gættu og gegn eindreginni neitun ákærðu á brjóstáverkanum komi fráleitt til álita að unnt sé að sakfella þá fyrir 63 manndrápstilraun. Framferði þeirra megi á hinn bóginn eftir atvikum m eta til refsingar samkvæmt 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga teljist sök þeirra, annars eða beggja, nægilega sönnuð á annað borð. D. Eins og atvikum er að framan lýst verður ráðið að ákærðu hafi verið í mjög annarlegu vímuefnaástandi að kvöldi 30 . október 2017, að ákærði E hafi borið þungan hug til brotaþola vegna nýlegrar uppákomu við heimili brotaþola, að meðákærði D og aðrir hafi reynt að róa ákærða í íbúð að og að ákærðu hafi eftir það farið heim til CC og A að aðfaranótt þriðjudagsins 31. október. Þaðan eru um það bil 900 metrar að . Á heimili CC og A gerðust einhverjir þeir atburðir er leiddu ákærðu að laust eftir kl. 02:02 en samkvæmt málsgögnum er ljóst að á þeim tímapunkti höfðu CC og brotaþoli sammælst um að hittast við o g ganga þar frá fíkniefnaviðskiptum. Ákærðu gátu ekki hafa vitað um þetta stefnumót nema því aðeins að CC segði þeim frá því, svo sem hann játti rétt hjá lögreglu. Framburður hans og A þykir að öðru leyti ótrúverðugur, einkennast af því að bera af sér ábyr gð á því sem síðan gerðist og er að engu hafandi við úrlausn máls. Eins er farið með vitnisburð II þáverandi sambýliskonu CC og P þáverandi kærustu A . Eftir stendur sú upplifun ákærðu beggja að þeir hafi, í því ástandi sem þeir voru, verið æstir upp af öðr um og til þess hvattir að fara til fundar við brotaþola fyrir utan . Ákærðu hafa báðir gengist við því fyrir dómi að hafa tekið með sér hnífa á staðinn. Verður engu slegið föstu um stærð og gerð þeirra. Óvíst er hvað fyrir ákærðu vakti þegar atburðarás hófst við en vímuefnaástand þeirra og vopnaburður styður ekki þann framburð ákærða E að hann hafi farið þangað í friðarhug. Ákærðu til hagsbóta verður við framangreint miðað í málinu, sbr. 2. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008. Ákærðu og brotaþoli eru einir til frásagnar um hvað síðan gerðist. Ákærðu hafa báðir borið að brotaþoli hafi sveiflað hnífi á loft við og ákærði E haldið því fram að brotaþoli hafi verið fyrstur til að draga fram hníf, brotþoli sveiflað honum og reynt að stinga ákærða í hálsinn. Hv orugur ákærðu kannast við að hafa stungið brotaþola í brjóstkassa fyrir utan og hafa þeir á engum tímapunkti hvikað frá þeim framburði. Ákærðu sátu í gæsluvarðhaldi á þeim tíma sem lögregluskýrslur voru teknar og má ráða að í lok gæslutíma hafi ákærði E ekki útilokað að hann hafi stungið brotaþola í bakið og skorið hann á fingri, allt að því gefnu að ákærði hafi einn borið vopn á vettvangi. Hjá lögreglu var hann stöðugur í þeim framburði að hafa ásamt meðákærða D elt brotaþola að og þar hafi samskiptu m þeirra lokið. Af framburði ákærða D hjá lögreglu er ljóst að hann man afar lítið eftir atvikum þessa nótt. Varð ekki breyting þar á fyrr en í dómi 26. maí sl. þegar ákærði gekkst óvænt við því að hafa stungið brotaþola í bakið þegar sá var á hlaupum eða sinnum í bakið. Sá framburður samrýmist með engu móti áverkavottorði DD læknis á um einn lítinn og grunnan skurð á baki brotaþola. Að því gættu telur dómurinn útilokað að ákærði D hafi getað stungið brotaþola þrívegis á hlaupum og ávallt á sama stað. Ber að virða játningu ákærða í þessu ljósi. Framburður ákærðu um atvik við og þykir ekki með þeim ólíkindum að unnt sé að hafna honum án haldbærra raka. Stendur þá eftir að virða og leggja mat á framburð brotaþola í málinu. Brotaþoli gaf tvær skýrslur hjá lögreglu, 31. október og 9. nóvember 2017 og kom tvívegis fyrir dóm, 10. jún í 2020 og 1. júní sl. Er framburður hans hjá lögreglu rakinn í 3. kafla og framburður fyrir dómi í 12. og 15. kafla. Hjá lögreglu kvaðst brotaþoli hafa þekkt ákærða E sem annan tveggja gerenda á vettvangi og taldi nær fullvíst að hinn væri ákærði D. Han n kvaðst kannast við ákærðu , sagði þá áður hafa birst á heimili hans vegna óuppgerðra saka og brotaþoli skvett vatni á þá ofan af svölum íbúðar sinnar til að hrekja þá á brott. Fyrir dómi kvaðst brotaþoli ekki hafa borið kennsl á ákærðu á vettvangi, ekki v itað hverjir gerendur væru, hann aldrei áður átt í samskiptum við ákærðu og kannaðist ekki við að þeir hafi heimsótt hann nokkrum dögum fyrir þá atburði sem hér um ræðir og hann skvett á þá vatni ofan af svölum. Brotaþoli kvaðst í framhaldi ekki vita hvern aðfaranótt 31. október 2017. Við fyrri skýrslugjöf hjá lögreglu sagði brotaþoli að þegar ákærðu birtust við hafi ákærði S haldið á stórum steikarhnífi með 20 - 30 cm löngu blaði o g ákærði E á karambit hnífi. Kvaðst brotaþoli hafa 64 brugðist við hnífaburði þeirra með því að draga sjálfur fram hníf. Þann framburð dró brotaþoli til baka í seinni ífi í átt að ákærða E. Fyrir dómi kvaðst brotaþoli hafa orðið skíthræddur er hann sá tvo ókunna menn með stóra hafa dregið fram korkupptakara áhaldsins en játti svo rétt að hafa dregið hnífsblaðið fram. Hann kunni ekki skýringu á því af hverju hnífsblaðið stóð úti þegar lögregla tók áhaldið af honum skömmu síðar á heimili ömmu hans. Við seinni skýrslugjöf fyrir dómi kvaðst brotaþoli yfirleitt ga nga með vasahníf á sér, sagðist í fyrstu ekki muna hvort hann hafi dregið hann fram við og synjaði síðan fyrir það. Við fyrri skýrslugjöf hjá lögreglu staðhæfði brotaþoli í fyrstu að ákærði E hefði stungið hann í brjóstkassa fyrir utan , hann náð að bera hægri hönd sína fyrir hnífslagið og þannig skorist á litla fingri í bak hans er brotaþoli kom að húsinu, brotaþoli náð að draga hnífinn úr s árinu, dottið í götuna, ákærði stokkið á hann og höfuð hans dúndrast í götuna, ákærði síðan slegið hann með kylfu í bakið og brotaþoli náð að hrekja ákærða á brott með því að sparka í pung hans. Þessum framburði breytti brotaþoli í sömu skýrslu og bar á þa ákærðu báðir elt hann, báðir stungið hann fyrir framan húsið og brotaþoli særst á fingri þegar ákærði D stakk eða kastaði hnífi í bak hans. Við seinni skýrslugjöf hlaut áverkann á brjóstkassa og ekki vita hvor ákærðu veitti honum þann áverka en þetta hafi gerst við áður en brotaþoli rann á flótta. Að þessu sinni bar brotaþoli að ákærði D hafi einn elt hann, stungið hann í bakið á hlaupunum og jafnvel kastað hnífi í bak hans í það mund sem brotaþoli datt fyrir framan hús ömmu sinnar. Brotaþoli kvaðst hins vegar ekki viss hvort rétt væri að hann hefði dregið hnífinn úr bakinu. Þá kvað hann fyrri framburð sinn rangan um að ákærði hefði beitt kylfu gegn honum og brotaþoli sparkað í pung hans. er hann gaf sína fyrri lögregluskýrslu. Í lok sei nni skýrslunnar breytti brotaþoli enn framburði sínum og kvaðst Þegar brotaþoli kom fyrst fyrir dóm kvaðst hann hafa ætlað að hlaupa framhjá hinum ókunnu gerendum hnífi í bak hans í seinna skiptið og gæti hann hafa dottið fyrir utan heimili ömmu sinnar af þeim sökum. Sá stakk hann, tiltók síðan þann hávaxna en bar svo að sá lágvaxni, ákærði E, gæti verið sekur um þann verknað. Við seinni skýrslugjöf fyrir dómi kvaðst brotaþoli ekki muna hvernig hann hlaut áverkann á fingri, staðhæfði að hávaxni maðurinn hefði stungið hann í brjótskassa fyrir utan , brotaþoli runnið á flótta heim til ömmu sinnar, sá hávaxni hlaupið á eftir og stungið hann tvisvar í bakið á hlaupunum. Brotaþoli útilokaði að sá lágvaxni hefði veitt honum áverka, hélt því fyrst fram að sá maður hafi ekki ve rið með hníf en sagði hann svo örugglega hafa verið með hníf. Samkvæmt framansögðu er ljóst að framburður brotaþola hefur tekið verulegum breytingum undir rekstri máls og hann orðið margsaga um öll veigamestu sönnunar - og sakaratriði. Þykir brotaþoli ekk i hafa gefið haldbærar skýringar á því. Hann gekkst við því hjá lögreglu að hafa drukkið áfengi og neytt lyfjanna Rivotril og Flunitrazepam áður en hann hélt til fundarins við CC. Umrædd lyf eru í flokki benzódíazepín lyfja. Hið fyrra er notað gegn flogave iki og hið síðara er öflugt svefnlyf, einnig þekkt sem Rohypnol. Brotaþola var ekki dregið blóðsýni til alkóhól - og eiturefnaákvörðunar við komu á og liggur því ekkert fyrir um hvert ástand hans var um nóttina. Hvað sem því líður virðist hann af einhve rjum ástæðum ekki vita með neinni vissu hvað gerðist á vettvangi. Samkvæmt heildstæðu mati á framburði brotaþola fyrir dómi og samanburði við frásögn hans hjá lögreglu þykir vitnisburður hans svo óstöðugur og óáreiðanlegur að á honum verður lítið byggt til sakfellingar ákærðu. Ber ákæruvaldið hallann af því. 65 Ákærði D hefur viðurkennt fyrir dómi að hafa hlaupið á eftir brotaþola frá í átt að og á þeirri leið stungið hann einu sinni eða oftar í bakið með hnífi. Með hliðsjón af þeirri játningu, sem sto ð fær í öðrum gögnum málsins, er sú háttsemi ákærða sönnuð, þó þannig að ósannað er að um fleiri en eina stungu hafi verið að ræða enda styðja læknisfræðileg gögn ekki þá niðurstöðu. Fyrir liggur að af hnífslagi ákærða hlaust lítill og grunnur skurður. Geg n eindreginni neitun ákærðu beggja, þeim framburði ákærða E hjá lögreglu og fyrir dómi að brotaþoli gæti í því ástandi sem hann var fyrir framan hafa stungið sjálfan sig með hnífi í brjóstið, því að leggja verður til grundvallar að brotaþoli hafi dregi ð fram hníf á vettvangi og sveiflað í átt að öðrum eða báðum ákærðu, því að brotaþoli var með hníf sinn opinn á heimili ömmu sinnar þegar lögregla hitti hann þar örskömmu síðar, því að á hnífi hans greindist blóð úr honum og því að samkvæmt framburði brota þola datt hann fram fyrir sig á hlaupum heim til ömmu sinnar, þykir ekki loku skotið fyrir það að brotaþoli hafi af eigin völdum hlotið þann áverka á brjóstkassa sem lýst er í ákæru. Þykir það styðja þá ályktun að brotaþoli hefur aldrei borið um hvernig ák ærðu hafi veitt honum umþrættan áverka og verið tvísaga um hvor ákærðu eigi að hafa veitt áverkann. Að öllu þessu gættu og með hliðsjón af 108. gr. og 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008 ber að sýkna ákærðu af því að hafa stungið brotaþola í brjóstkassa. Af þeirri niðurstöðu leiðir að ákærðu verða ekki sakfelldir fyrir tilraun til manndráps. Þá ber að sýkna ákærðu af því að hafa valdið þeim skurðáverka sem brotaþoli hlaut á fingri, enda liggur ekkert haldbært fyrir um hvernig sá skurður er til kominn. Ákærðu fóru saman að , vopnaðir hnífum og töldu sig vita að þar myndu þeir hitta brotaþola. Á því sem síðan gerðist og sannað telst bera þeir óskipt fulla refsiábyrgð. Þótt áverkar á baki brotaþola séu þess eðlis að falli undir 1. mgr. 217. gr. almennra hegnin garlaga þykir aðför ákærðu með hnífi varða refsingu samkvæmt 2. mgr. 218. gr. sömu laga. VII. - Ákæra lögreglustjóra 19. desember 2019. Málsatvik. 1. Samkvæmt frumskýrslu LL lögreglumanns, sem hún staðfesti fyrir dómi, var lögregla kl. 09:11 að morgni sun líkamsárás. Er þangað kom ræddi lögregla við L og M og kvaðst sá fyrrnefndi hafa leigt húsið í eina nótt af N gegnum AirBNB. L greindi frá því að ákærðu D og E hafi komið þ angað um kl. 06 ásamt MM til að sækja KK vinkonu þeirra. Þegar L opnaði útidyrnar hafi ákærði D greitt honum nokkur högg hægra megin í andlit, þeir síðan tekist á, M komið fram úr svefnherbergi og stokkið á D til að hjálpa L en ákærði E þá gripið í M og sn úið hann í gólfið. Samkvæmt frumskýrslunni var frásögn M mjög á sama veg. Mönnunum bar saman um að eftir þessi átök hafi ákærðu farið um húsið og lagt það í rúst. Segir um þetta í frumskýrslunni að búið hafi verið að henda bollum, glösum og diskum á eldhús - og stofugólf og glerbrot verið á víð og dreif um gólfin. Þá hafi verið búið að velta um borðstofuborði og - stólum og brjóta einn þeirra, opna frysti og dreifa matvælum úr honum um gólf, dreifa úr kexpakka og mylja yfir gólf, gera gat á stofuvegg við sjón varp, skemma hurðir á sjónvarpsskáp og skápinn sjálfan, sprauta úr slökkvitæki yfir gólf, eldhúsinnréttingu, eldavél og ísskáp, brjóta tvo stóla í tveimur svefnherbergjum, rífa niður vegghillu í öðru þeirra, opna svefnherbergisskápa og henda úr þeim á gólf . Á baðherbergi hafi verið búið að rífa körfur úr hillum, brjóta bolla á gólfinu, skemma innréttinguna og brjóta upp baðherbergishurðina, rispa hana og skemma hurðarkarm. Samkvæmt skýrslunni var L með bólgu við hægra auga og kvartaði undan eymslum í vinstr i fæti. Framlagðar ljósmyndir sýna aðkomu að þegar lögregla kom á vettvang og staðreyna að gengið hafði verið berserksgang um húsið og ýmislegt skemmt. 2. L leitaði á slysadeild 6. febrúar 2018. Segir um komu hans þangað í framlögðu læknisvottorði að L hafi greint frá því að maður hafi komið inn í leiguíbúð hans 1 - 2 dögum áður, lamið L og greitt honum hnéspark í annað auga og endurtekin spörk í höfuð. Þá hafi sami maður sparkað í maga og rifbein L, tekið hann hálstaki og reynt að kyrkja hann. Við skoðun var L með glóðarauga á hægra auga, eymsli við þreifingu 66 yfir brjóstkassa, verki og bólgur í miðhandarbeinum 4 og 5, mar á vinstri sköflungi og hægra læri og bólgur á hnúum 4 og 5 á hægri hendi. Teknar voru myndir af áverkum L og fylgdu þær vottorðinu til lögreglu. 3. KK og MM gáfu skýrslur hjá lögreglu og fyrir dómi. Þær könnuðust við að hafa verið á staðnum en sögðust mestmegnis hafa verið saman á spjalli inni á baðherbergi og gæ tu því ekki borið um hvað gerðist gólfum og ákærðu æða fram og til baka um húsið, æstir í skapi. Þeir hafi síðan farið á brott og hún tekið leigubíl heim. MM kvaðst hafa verið undir áhrifum áfengis og fullt af öðru, hún því ekki geta borið um málsatvik en teldi að þótt húsið hafi verið í rúst hefði ástand þess ekki verið óeðlilegt miðað við eftirpartý. L greindi lögreglu frá því að hann hafi verið undi r miklum áhrifum áfengis og amfetamíns er atvik gerðust. Hann kvaðst vart hafa verið búinn að hleypa ákærðu inn í húsið þegar ákærði D greiddi honum hnefahögg í ennið, hann vankast við þetta, þeir borist inn í íbúðina, ákærði látið höggin dynja á honum á m svefnherbergi, stokkið á ákærða og L þannig losnað un dan honum. Eftir þetta hafi ákærðu farið um húsið og lagt það í rúst og ákærði D haft sig mun meira í frammi við þá iðju en ákærði E. Ákærðu hafi svo farið á brott og einhver hringt í lögreglu. þar dyra, hann hleypt þeim inn, ákærði D ráðist á hann, slegið hann í höfuð og líkama, atlagan borist inn í svefnherbergi, ákærði tekið hann kyrkingartaki ofan á rúmi, M komið að, hent ákærða af L og ákærði E í kjölfarið hrint M í gólfið. Eftir þetta hafi ástandið róast um stund áður en ákærðu gengu berserksgang um húsið og lögðu það í rúst. Hann kvaðst ekki hafa séð aðra valda skemmdum á húsinu og var minnisstæð ast að ákærðu brutu fjölda diska og glasa og sprautuðu úr slökkvitæki. læti, farið fram, séð ákærða D kyrkja M ofan á rúmi í öðru svefnherbergi, M því hlau pið til og hent ákærða af honum. Ákærði E hafi svo komið að og hent M í gólfið. Eftir þetta hafi ákærðu gengið berserksgang um húsið og farið á brott. M minnti að hann hafi orðið svo pirraður yfir því að enginn vildi hlusta á hann að hann hafi kýlt í stofu vegg og brotið á hann gat. 4. N mætti á lögreglustöð 12. mars 2018, lagði fram Excel skjal og lista yfir muni sem hann saknaði úr einbýlishúsinu eða skemmdust umrædda nótt og sagði gögnin byggja á könnun hans og NN lögmanns á vettvangi 10. febrúar. Mat N t jón vegna skemmdra muna 4.178.900 krónur og tjón vegna stolinna muna 1.309.995, eða samtals 5.488.895 krónur. N gaf stutta skýrslu 9. janúar 2019, krafðist refsingar á hendur hinum seku og áskildi sér rétt til að leggja fram bótakröfu í málinu. 5. Ákærði D var fyrst yfirheyrður um málið 28. október 2019. Hann kvaðst ekki muna eftir að hafa Leða gengið berserksgang um húsið og skemmt fjölda muna. Á kærði kvaðst hafa verið veruleikafirrtur á því tímabili sem hér um ræðir og farið í meðferð í mars/apríl 2018. Honum var kynntur framburður vitna og kvaðst sem fyrr ekki muna eftir að hafa verið á staðnum. Hann hafnaði bótakröfu N og kvaðst ekki geta gengi st við verknaði sem hann vissi ekki hvort hann hefði framið. Ákærði kvaðst halda að hann hafi verið ósakhæfur á þessum tíma og tók fram að hann og meðákærði E hafi upplifað sig sem djöfla. Ákærði E var fyrst yfirheyrður 29. október 2019. Hann kvaðst hafa v erið í mjög harðri neyslu á því tímabili sem hér um ræðir og farinn að trúa því að hann væri sjálfur djöfullinn. Hann kvaðst ekki muna eftir gengi ð berserksgang og ekki vita hvort veist hafi verið að L. Ákærða var kynntur framburður vitna og kvaðst sem fyrr ekki muna eftir að hafa verið á staðnum. 6. Samkvæmt upplýsingaskýrslu lögreglu fannst myndskeið í farsíma ákærða D, sem lögregla telur vera tek 67 mæta heim tils folk að rukka sem hafa ekki borgað i langan tima rusta ibuðina og sprauta slokkvutæki utum allt og læsa þau siðan i herbergi og chilla bara i ibuðini 7. Ákærði D kom fyrir 26. maí sl. og gekkst við því að hafa ruðst inn í einbýlishúsið að , ráðist , í framhaldi tekið hann hálstaki ofan á rúmi í svefnherbergi hússins og þrengt að öndunarvegi hans. Ákærði kvað það alls ekki hafa verið ætlun sína að bitnað að ósekju á L og ákærði ekki haft neina ástæðu fyrir því sem hann gerði á hlut hans. Hann vi ðurkenndi bótaskyldu gagnvart L en mótmælti fjárhæð bótakröfu hans. Ákærði gekkst einnig við því að hafa í kjölfar atlögunnar að L farið um húsið, brotið glös, velt þungu eldhúsborði um koll án þess að skemma það og sprautað úr slökkvitæki yfir innbú og in nanstokksmuni. Hann kvaðst ekki minnast þess að hafa valdið öðrum spjöllum á húsnæðinu, sagði M úr húsinu eins og húseigandinn héldi fram og hafnaði bótaskyldu gagnvart honum. Kvaðst ákærði telja að hann hafi aðeins valdið minni háttar eignaspjöllum og bæri refsing því til samræmis. Fram kom í máli ákærða að hann væri gjörbreyttur maður frá því sem áður var og vildi með framburði sínum fyrir dómi hrei nsa samvisku sína og styrkja samband sitt við Guð. Ákærði R kom fyrir dóm sama dag, neitaði sök og hafnaði framlögðum bótakröfum. Hann kvaðst ekki vilja tjá sig frekar um sakarefnið og að höfðu samráði við verjanda ekki svara spurningum er tengjast lögregl urannsóknargögnum. Niðurstaða. A. Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærðu og atvik sem telja má þeim í óhag á ákæruvaldinu og verða ákærðu því aðeins sakfelldir að nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd m eð skynsamlegum rökum, teljist fram komin um hvert það atriði er varðar sekt þeirra, sbr. 1. mgr. 109. gr. Metur dómari enn fremur, eftir því sem þörf krefur, hvert sönnunargildi þær staðhæfingar hafa sem varða ekki beinlínis atriði sem sanna skal en álykt anir má leiða um það, sbr. 2. mgr. 109. gr. Samkvæmt 1. mgr. 111. gr. gildir og sú meginregla að dómur í sakamáli skuli reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi og að jafnaði fyrir þeim dómara sem málið dæmir, sbr. 1. mgr. 112 . gr. Af reglunni leiðir að skýrslur ákærðu og vitna hjá lögreglu hafa ekki sönnunargildi í sakamáli nema í þeim tilvikum sem mælt er fyrir um í 2. og 3. mgr. 111. gr. Samkvæmt því verða ákærðu ekki sakfelldir á grundvelli lögregluskýrslna einna sér. B. Ák ærðu er annars vegar gefin að sök líkamsárás samkvæmt 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga, með því að hafa að morgni sunnudagsins 4. febrúar 2018 staðið saman að því að ryðjast inn í íbúðarhúsið að og ákærði D ráðist að brotaþola L, slegið hann ítr ekað í andlit og líkama, tekið hann hálstaki og hert að þannig að brotaþoli var við það að missa meðvitund og þegar M kom brotaþola til hjálpar hafi meðákærði E ráðist á M og hent honum í gólfið. Afleiðingar þessa fyrir brotaþolann L voru að hann hlaut gló ðarauga hægra megin, eymsli yfir brjóstkassa, verki í miðhandarbeinum 4 og 5 á hægri hendi og bólgu þar yfir, mar á sköflungi vinstra megin og mar á hægra læri. Þá er ákærðu gefið að sök að hafa, í kjölfar ofangreindrar atlögu, farið saman um íbúðarhúsið, brotið diska, glös og skrautmuni, hent hnífapörum í gólfið, brotið stóla og borð, rispað eldhúsinnréttingu, tekið slökkvitæki og sprautað úr því yfir íbúðina, gert gat á vegg í stofunni, rifið niður vegghillur, brotið skóhillu, skemmt baðinnréttingu og gól fefni íbúðarinnar, brotið upp baðherbergishurð og rispað hana. Í ákæru er áætlaðar skemmdir sagðar 6.300.000 krónur að sögn húseiganda og háttsemi ákærðu talin til stórfelldra eignaspjalla samkvæmt 2. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga. C. 68 Þrátt fyrir or ðalag ákæru eru ákærðu ekki sóttir til saka fyrir brot á 231. gr. almennra hegningarlaga. Kemur því ekki til skoðunar hvort þeir hafi greint sinn ruðst í heimildarleysi inn í einbýlishúsið að . Með hliðsjón af skýlausri játningu ákærða D fyrir dómi, se m samrýmist vitnisburði brotaþolans L og vitnisins M og öðrum málsgögnum, er sannað að ákærði hafi greint sinn veist að nefndum brotaþola með þeim hætti sem frá greinir í ákæru og með þeim afleiðingum sem þar er lýst. Varðar sú háttsemi refsingu samkvæmt 1 . mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga. Með hliðsjón af verknaðarlýsingu í ákæru, framburði brotaþola L, vætti M, sem í ákæru er ekki tilgreindur sem brotaþoli, og gegn eindreginni neitun ákærða E þykir ósannað að ákærði hafi veist að M með þeim hætti að refsingu varði samkvæmt 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga og skal ákærði því sýkn af slíku broti. Með hliðsjón af skýlausri játningu ákærða D fyrir dómi, sem stoð fær í vitnisburði L og M, frumskýrslu LL lögreglumanns og dómsvætti, framlögðum ljósmyndum og öðrum rannsóknargögnum máls, er hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærðu hafi farið saman um einbýlishúsið að , sprautað úr slökkvitæki yfir hluta húsnæðisins, brotið diska, glös og skrautmuni, skemmt stóla og borð, rispað eldhúsinnréttingu, rifið niður vegghillur, brotið skóhillu, skemmt baðinnréttingu og brotið baðherbergishurð og rispað hana. Á hinn bóginn er ósannað að ákærðu hafi skemmt gólfefni íbúðarhússins og verða þeir sýknaðir af því. Þá féll ákæruvaldið vi ð munnlegan flutning málsins frá ákæru fyrir að ákærðu hafi gert gat á stofuvegg. Loks telst það eitt að henda hnífapörum á gólf ekki til eignaspjalla. Þau spjöll á eigninni, sem sönnuð teljast og ákærðu er sakfelldir fyrir, voru unnin í félagi og bera þei r óskipt fulla refsiábyrgð á þeim. Eignaspjöllin teljast minniháttar í skilningi 257. gr. almennra hegningarlaga og verða því heimfærð undir 1. mgr. þeirrar lagagreinar. B. - Ákvörðun refsinga. Ákærðu Daníel, H , D, E og Víðir Örn eru bornir þungum sökum í málinu, þótt mismiklar séu. Þannig varða frelsissviptingarbrot samkvæmt 2. mgr., sbr. 1. mgr. 226. gr. almennra hegningarlaga fangelsi ekki skemur en eitt ár og allt að 16 ára fangelsi eða ævilangt. Þá varða sérstaklega hættulegar líkamsárásir samkvæmt 2 . mgr. 218. gr. allt að 16 ára fangelsi og sú háttsemi samkvæmt 108. gr. að beita annan mann ofbeldi eða hótunum í tengslum við skýrslugjöf hjá lögreglu eða fyrir dómi varðar allt að sex ára fangelsi. Er óhjákvæmilegt að líta til þessa við ákvörðun refsing a í málinu. Þá þykir aldur ákærðu og sakaferill vega þungt, sem og afstaða þeirra til sakargifta og hvort þeir hafi á þeim árum sem liðin eru frá framningu brota samkvæmt ákærum II, V, VI og VII reynt með markverðum hætti að breyta lífi sínu til betri vega r. Að því er varðar ákærðu alla verður og við ákvörðun refsingar tekið tillit til þess að útgáfa ákæra V, VI og VII dróst töluvert, sem og til þess að ákærðu voru leiddir gegnum aðalmeðferð máls og dómtöku í júní 2020 án þess að dómur gengi og þurftu af ás tæðum sem þeim verður ekki kennt um að sæta endurtekinni aðalmeðferð ári síðar. Slík málsmeðferð er í andstöðu við 1. mgr. 184. gr. laga nr. 88/2008, 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Með framangreind atriði í huga verður nú nánar vikið að refsingum ákærðu hvers og eins. 1. Ákærði Daníel Christensen. Ákærði Daníel er 38 ára. Hann var síðast dæmdur 29. september 2015 og hlaut þá 9 mánaða fangelsi, þar af 6 mánuði skilorðsbundið tvö ár, fyrir fíkniefnalagabrot og líkamsárásir samkvæmt 1. mgr. 217. gr. og 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga. Samkvæmt sakavottorði lauk ákærði afplánun refsingar 18. maí 2018. Ákærði er í málinu sakfelldur fyrir brot gegn valdstjórn inni samkvæmt 108. gr. almennra hegningarlaga og sérstaklega hættulega líkamsrárás samkvæmt 2. mgr. 218. gr. laganna og voru brotin framin dagana 6. - 10. desember 2018, sbr. ákæra II. Þá er ákærði sakfelldur fyrir frelsissviptingu, sérstaklega hættulega lík amsárás og hótanir og voru þau brot unnin í félagi við aðra 8. febrúar 2018, sbr. ákæra V. Loks er ákærði sakfelldur fyrir fíkniefnalagabrot 29. nóvember 2018 samkvæmt ákæru I. - 3. og umferðarlagabrot 24. júlí og 19. nóvember 2019 samkvæmt ákærum III og IV. Hafa síðastgreind þrjú brot 69 óveruleg áhrif við refsiákvörðun í málinu. Verður refsing fyrir öll brotin tiltekin með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga. Brot ákærða samkvæmt ákærum II og V eru sérlega alvarleg og brotin samkvæmt ákæru V þess utan ó fyrirleitin og hrottaleg og augljóslega framin að fyrirlagi ákærða. Hann hefur aldrei gengist við þessum brotum og á sér engar málsbætur. Ber við ákvörðun refsingar að líta til alls þessa, sem og aldurs ákærða, sbr. 1., 3., 4., 6., 7. og 8. töluliður 1. mg r. 70. gr. almennra hegningarlaga. Þá verður ekki litið framhjá því að brot ákærða samkvæmt ákærum II og V fela í sér ítrekun samkvæmt 71. gr., sbr. 1. mgr. 218. gr. c. almennra hegningarlaga og má af þeirri ástæðu hækka refsingu ákærða um allt að helming. Einnig ber að líta til 2. mgr. 70. gr. hegningarlaganna en samkvæmt henni skal að jafnaði meta það til refsiþyngingar þegar brot er framið í samverknaði með öðrum. Loks verður ekki framhjá því horft að brot gegn 2. mgr., sbr. 1. mgr. 226. gr. almennra heg ningarlaga varða að lágmarki 12 mánaða fangelsi. Samkvæmt öllu framansögðu þykir refsing ákærða Daníels vægast metin fangelsi í 22 mánuði. Í ljósi aldurs ákærða, sakaferils og alvarleika brotanna samkvæmt ákærum II og V þykir ótækt að skilorðsbinda refsin guna. Frá henni skal þó dragast gæsluvarðhald ákærða frá 10. - 17. febrúar 2018, samtals 8 dagar, sbr. 76. gr. almennra hegningarlaga. 2. Ákærði H . Ákærði H er 35 ára. Frá árinu 2008 hefur hann níu sinnum sætt refsingu og þar af hlotið sjö refsidóma. Þ ann 28. ágúst 2018 var honum gerð 260.000 króna sekt fyrir umferðarlagabrot. Með dómi 5. febrúar 2019 var honum gerður hegningarauki við þá sekt og dæmdur í fésekt og 4 mánaða fangelsi, skilorðsbundið þrjú ár, fyrir umferðar - og fíkniefnalagabrot. Með dómi 19. júlí 2019 var ákærða gerður hegningarauki við þann dóm og dæmdur í fésekt og 2 mánaða fangelsi, skilorðsbundið tvö ár, fyrir tilraun til þjófnaðar og fíkniefnalagabrot. Brotin sem ákærði er sakfelldur fyrir samkvæmt ákæru V voru framin fyrir uppkvaðn ingu ofangreindra dóma og teljast hegningarauki við þá. Ber því samkvæmt 60. gr. almennra hegningarlaga að taka upp 6 mánaða fangelsisrefsingu samkvæmt þeim dómum og gera ákærða refsingu í einu lagi fyrir öll brotin eftir reglum 77. og 78. gr. sömu laga. H in nýju brot ákærða eru sérlega alvarleg og voru unnin í félagi við aðra á ófyrirleitinn og hrottafenginn hátt. Verður litið til þessa og aldurs ákærða við ákvörðun refsingar, sbr. 1., 3. og 4. töluliður 1. mgr. 70. gr. og 2. mgr. 70. gr. almennra hegninga rlaga. Þá verður ekki framhjá því horft að brot gegn 2. mgr., sbr. 1. mgr. 226. gr. almennra hegningarlaga varða að lágmarki 12 mánaða fangelsi. Fram kom í máli ákærða fyrir dómi 26. maí sl. að hann hafi í febrúar 2018 verið illa staddur vegna vímuefnaney slu og sú neysla ágerst áður en ákærði leitaði sér hjálpar í september 2019. Hafa verið lögð fra m gögn er sýna að ákærði hafi í sama mánuði byrjað vímuefnameðferð á vegum , lokið henni í janúar 2020 og frá þeim tíma búið á áfangaheimilum samtakanna. Fær ákærði jákvæðar umsagnir frá og tveimur áfangaheimilum fyrir samviskusemi, samvinnu og dugnað. Í máli ákærða kom og fram að hann hafi stundað nám í síðastliðna átta mánuði og sé kominn með staðfesta skólavist við í haust. Liggja fyrir gögn þes su til staðfestingar og lofsverð umsögn frá . Loks ber að nefna að ákærði á son á sem hann segist nú vera í góðu samband við og dvelji hjá honum þegar hann fari til að vinna við smíðar á en að sögn ákærða vann hann við í 16 ár áður e n hann varð fyrir slysi og missti fótanna í lífinu. Samkvæmt ofansögðu er ljóst að ákærði hefur breytt lífi sínu mjög til betri vegar frá því að hann framdi brot sín. Verður litið til þessa við ákvörðun refsingar, sbr. 5. töluliður 1. mgr. 70. gr. almennr a hegningarlaga, sem og þess að hvatir að baki framferði ákærða virðast þokukenndar sökum mikillar og langvarandi vímuefnaneyslu, sbr. 6. og 7. töluliður. Þá verður litið til þess að rúm þrjú ár eru liðin frá framningu brotanna, að útgáfa ákæru dróst töluvert og að meðferð málsins hefur síðan dregist verulega fyrir dómi af ástæðum sem ákærða verður ekki kennt um. Að virtum þessum atriðum og með vísan til an nars sem að fram er rakið verður refsing ákærða H ákveðin í einu lagi fangelsi 15 mánuði. Kemur ekki annað til álita en að sú refsing verði skilorðsbundin og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá dómsbirtingu haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Komi til fullnustu refsingar skal frá henni draga gæsluvarðhald ákærða frá 10. - 16. febrúar 2018, samtals 7 dagar, sbr. 76. gr. sömu laga. 70 3. Ákærði D. Ákærði D er fæddur 1999 og varð því 18 ára í 2017. Ákærði var 18. júní 2019 dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með hnífi 14. apríl 2017, auk annarra minni brota. Með þeim dómi var tekin upp 30 daga skilorðsbundin fangelsisrefsing samkvæmt dómi 29. desember 2017 og sú refsing dæmd með. Af sakav ottorði ákærða verður ekki ráðið að hann hafi afplánað þessa refsingu. Í kjölfar dómsins 18. júní 2019 gekkst ákærði 20. janúar 2020 undir sátt og greiðslu 120.000 króna sektar fyrir akstur bifreiðar sviptur ökurétti og var með dómi 16. júní 2020 gerður 40 0.000 króna hegningarauki við sáttina vegna umferðarlagabrota í nóvember 2018 og ágúst 2019. Ákærði er í málinu sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás 31. október 2017, sbr. ákæra VI, fyrir líkamsárás og eignaspjöll 4. febrúar 2018, sbr. ákæra VII og fyrir frelsissviptingu, sérstaklega hættulega líkamsárás og hótunarbrot 8. febrúar 2018, sbr. ákæra V. Brotin voru framin fyrir uppkvaðningu dómsins 18. júní 2019 og sáttar og dóms í janúar og júní 2020. Ber því nú að dæma ákærða hegningarauka fyrir hin nýju brot er samsvari þeirri þynging hegningar sem kynni að hafa orðið ef dæmt hefði verið um öll brotin í einu lagi, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga. Verður sú refsing jafnframt tiltekin með hliðsjón af 77. gr. laganna. Við ákvörðun refsingar ver ður litið til alvarleika hinna nýju brota og til þess hvaða refsing er lögð við þeim. Brot ákærða samkvæmt ákærum V og VI eru sérlega alvarleg og voru unnin í félagi við aðra á ófyrirleitinn og hrottafenginn hátt. Horfir þetta til refsiþyngingar samkvæmt 1 . og 3. tölulið 1. mgr. 70. gr. og 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Á hinn bóginn þykir mega líta til þess að ákærði var 18 ára er hann framdi brotin, sbr. 4. töluliður 1. mgr. 70. gr. téðra laga, til þess að hvatir að baki framferði hans virðast þo kukenndar sökum mikillar og langvarandi vímuefnaneyslu, sbr. 6. og 7. töluliður, til þess að ákærði hefur fyrir dómi játað þær sakargiftir sér á hendur sem hann hefur minningu um, og til þess að hann hefur náð sáttum við brotaþola samkvæmt ákæru VII og fal list á bótaskyldu gagnvart honum og brotaþolum samkvæmt ákærum V og VI. Samkvæmt framlögðu vottorði innritaðist ákærði á 22. mars 2018 og lauk framhaldsmeðferð á 1. maí það ár. Af framburði ákærða fyrir dómi 26. maí sl. og öðrum málsgögnum vir ðist sem ákærði hafi allar götur síðan haldið sér á beinu brautinni, komist í starfsendurhæfingu hjá VIRK og er nú í vinnu hjá . Að sögn ákærða nýtir hann sér handleiðslu fagaðila og hefur fundið lífi sínu nýjan og gjörbreyttan farveg í trúfélagi . S amkvæmt síðastgreindu þykir ljóst að ákærði hefur breytt lífi sínu mjög til betri vegar frá því að hann framdi brot sín. Verður litið til þessa við ákvörðun refsingar, sbr. 5. töluliður 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga . Þá verður litið til þess að rú m þrjú ár eru liðin frá framningu brotanna, að útgáfa ákæra dróst töluvert og að meðferð málsins hefur síðan dregist verulega fyrir dómi af ástæðum sem ákærða verður ekki kennt um. Að virtum þessum atriðum og með vísan til annars sem að framan er rakið þyk ir refsing ákærða D hæfilega ákveðin fangelsi í 18 mánuði, sem samsvarar því að hann hefði fengið 3 ára fangelsi ef dómur hefði gengið um öll brot hans 18. júní 2019. Þegar litið er til þess að ákærði var 18 ára er hann framdi brotin, þess að hann tók í ma rs 2018 ákvörðun um að snúa lífi sínu algerlega við, þess að síðan eru liðin rúm þrjú ár og er ákærði í dag nýtur þjóðfélagsþegn og loks þess, að D hefur einn ákærðu sýnt fulla iðrun og játað sakir sér á hendur eftir bestu minningu, þykir eins og hér stend ur sérstaklega á mega ákveða að fresta fullnustu 18 mánaða viðbótarrefsingarinnar þannig að hún falli niður að liðnum tveimur árum frá dómsbirtingu haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Komi til afplánunar þeirrar refsingar skal frá henni draga gæsluvarðhald ákærða frá 10. - 16. febrúar 2018 og gæsluvarðhald frá 2. - 10. nóvember 2018, samtals 16 dagar, sbr. 76. gr. sömu laga. 4. Ákærði E . Ákærði E er fæddur 1999 og varð því 18 ára í . Hann á ekki þann sakaferil að baki sem máli skiptir við ákvörðun refsingar. Ákærði er sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás 31. október 2017, sbr. ákæra VI, fyrir eignaspjöll 4. febrúar 2018, sbr. ákæra VII og fyrir frelsissviptingu, sérstakl ega 71 hættulega líkamsárás og hótanir 8. febrúar 2018, sbr. ákæra V. Við ákvörðun refsingar verður litið til alvarleika brotanna samkvæmt ákærum V og VI og til þess hvaða refsing er lögð við þeim, en umrædd brot eru sérlega alvarleg og voru unnin í félagi vi ð aðra á ófyrirleitinn og hrottafenginn hátt. Horfir þetta til refsiþyngingar samkvæmt 1. og 3. tölulið 1. mgr. 70. gr. og 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Á hinn bóginn þykir mega líta til þess að ákærði var aðeins 18 ára er hann framdi brotin, sbr . 4. töluliður 1. mgr. 70. gr. téðra laga, sem og þess að hvatir að baki framferði hans virðast þokukenndar sökum mikillar og langvarandi vímuefnaneyslu, sbr. 6. og 7. töluliður. Fram kom í máli ákærða fyrir dómi 26. maí sl. að hann hafi í kjölfar þeirra atvika sem ákært er fyrir farið í meðferð á , þaðan í framhaldsaðalmeðferð á og því næst á áfangaheimilið þar sem hann búi nú. Hann kvaðst vera að byrja í , sem er st uðningsúrræði fyrir fólk með langvarandi félagslegan vanda vegna vímuefnaneyslu, ætlar sér þannig að öðlast meiri bata og jafnvægi og komast aftur inn í samfélagið en ákærða dreymir um að fara í skóla og stofna eigið fyrirtæki. Hafa verið lögð fram gögn þv í til stuðnings að ákærði lauk grunn - og framhaldsvímuefnameðferð 14. maí sl. og hefur trygga búsetu hjá . Þá liggur fyrir geðrannsókn OO á ákærða 3. júní 2020. Samkvæmt henni er ákærði sakhæfur en glímir við sem hefur háð honum verulega í daglegu l ífi. Af ofansögðu verður ráðið að ákærði sé að reyna að snúa lífi sínu til betri vegar og virðist töluvert hafa áunnist í þeim efnum. Þykir mega líta til þessa, sem og þess að rúm þrjá eru liðin frá því að hann framdi brot sín, að útgáfa ákæra dróst töluv ert og að meðferð málsins hefur síðan dregist verulega fyrir dómi af ástæðum sem ákærða verður ekki kennt um. Samkvæmt öllu framansögðu og með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 18 mánuði. Þegar lit ið er til þess að ákærði var 18 ára er hann framdi brotin, þess að hann hefur ekki áður verið fundinn sekur um hegningarlagabrot, þess að rúm þrjú ár eru liðin frá framningu brotanna og loks þess, að ákærði freistar þess nú að snúa lífi sínu til betri vega r, þykir eins og hér stendur sérstaklega á mega ákveða að fresta fullnustu dæmdrar refsingar og skal hún falla niður að liðnum þremur árum frá dómsbirtingu haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Komi til fullnustu refsingar skal frá h enni draga gæsluvarðhald ákærða frá 10. - 16. febrúar 2018 og gæsluvarðhald frá 2. - 10. nóvember 2018, samtals 16 dagar, sbr. 76. gr. sömu laga. 4. Ákærði Víðir Örn Ómarsson. Ákærði Víðir Örn er 38 ára. Samkvæmt sakavottorði var hann 25. september 2019 dæ mdur í 3 mánaða fangelsi, skilorðsbundið eitt ár, fyrir fíkniefnalagabrot framið 9. febrúar 2018. Brotið sem ákærði er nú sakfelldur fyrir samkvæmt ákæru V var framið fyrir uppkvaðningu ofangreinds dóms. Ber því nú að dæma ákærða hegningarauka fyrir hið ný ja brot er samsvari þeirri þynging hegningar sem kynni að hafa orðið ef dæmt hefði verið um bæði brotin í einu lagi, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga. Verður sú refsing jafnframt tiltekin með hliðsjón af 77. gr. laganna. Ákærði er nú sakfelldur fyrir fr elsissviptingu 8. febrúar 2018. Hið nýja brot er sérlega alvarlegt og var unnið á ófyrirleitinn hátt í félagi við aðra. Varða brot af þessu tagi að lágmarki 12 mánaða fangelsi samkvæmt 2. mgr., sbr. 1. mgr. 226. gr. almennra hegningarlaga. Verður litið til þessa og aldurs ákærða við ákvörðun refsingar, sbr. 1. og 4. töluliður 1. mgr. 70. gr. og 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Fram kom í máli ákærða fyrir dómi 31. maí sl. að hann hafi komist í meðferð á Vogi 5. apríl 2018 og farið þaðan í framhalds meðferð á Vík þar sem hann kynntist núverandi eiginkonu sinni. Að sögn ákærða hefur hann undanfarin ár verið mjög virkur í 12 spora samtökunum og hjálpi öðrum fíklum í vanda. Þá hafi hann farið í níu mánaða starfsendurhæfingu hjá VIRK, þannig komist aftur út á vinnumarkað sumarið 2019 og vinni nú við húsasmíðar en hann sé menntaður húsasmiður og líði vel í því starfi. Einnig kom fram að ákærði hafi eignast barn í júní 2020 og gift sig í júlí sama ár. Kona hans glími nú við alvarlegan sjúkdóm og séu þau að t aka saman á því máli. Liggur fyrir læknisvottorð sem staðreynir frásögn ákærða að hluta, en hún er ekki dregin í efa af hálfu ákæruvaldsins. Samkvæmt síðastgreindu hefur ákærði breytt lífi sínu mjög til betri vegar frá því að hann framdi brot sitt. Verður litið til þessa við ákvörðun refsingar, sbr. 5. töluliður 1. mgr. 70. gr. almennra 72 hegningarlaga . Þá verður litið til þess að rúm þrjú ár eru liðin frá brotadegi, að um hegningarauka er að ræða við 3 mánaða dóm, að útgáfa ákæru dróst töluvert og að meðferð málsins hefur síðan dregist verulega fyrir dómi af ástæðum sem ákærða verður ekki kennt um. Að virtum þessum atriðum og með vísan til annars sem að fram er rakið verður refsing ákærða ákveðin fangelsi í 10 mánuði. Kemur ekki annað til álita en að sú refsi ng verði skilorðsbundin og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá dómsbirtingu haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga . C. - Ákvörðun skaða - og miskabóta. 1. Miskabótakrafa C samkvæmt ákæru V. Ákærðu Daníel, H , D, E og Víðir Örn eru sakfelldir fyrir ófyrirleitna frelsissviptingu brotaþola um kl. 14:30 fimmtudaginn 8. febrúar 2018 og var hann ekki laus úr haldi fyrr en um kl. 20. Þá eru ákærðu, aðrir en Víðir Örn, sakfelldir fyrir hrottalegar atlögur og hótanir gagnvart b rotaþola á meðan hann var í haldi. Ákærðu hafa með samverknaði sínum valdið brotaþola miska í skilningi 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 og bera óskipta ábyrgð á því. Við mat á fjárhæð miskabóta verður litið til þess að ákærðu stóðu fimm saman að frelsissviptingunni og hafði brotaþoli ærna ástæðu til að óttast um velferð sína. Þá var honum ítrekað ógnað með hættulegum tækjum og þeim sumum beitt á líkama hans. Er sú aðför annarra en ákærða Víðis Arnar til þess fallin að auka enn á andlegar þjáningar brotaþola. Að virtum þessum atriðum og með hliðsjón af v ottorði V geðlæknis 30. október 2018, sem rakið er í kafla V. - 4., þykja miskabætur hæfilega ákveðnar 1.250.000 krónur. Ber sú fjárhæð vexti samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtr yggingu frá 8. febrúar 2018 til 21. febrúar 2020, þá er mánuður var liðinn frá birtingu bótakröfunnar gagnvart ákærðu öllum, en frá þeim degi reiknast dráttarvextir samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Ákærðu verða dæmdir óskipt til greiðslu þóknunar Arnars Kormáks Friðrikssonar lögmanns sem var réttargæslumaður brotaþola fram að fyrri dómtöku máls 15. júní 2020. Með hliðsjón af eðli og umfangi máls og að teknu tilliti til tímaskýrslu réttargæslumanns þykir þóknun hans hæfilega á kveðin 1.085.620 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, auk 105.857 króna ferðakostnaðar. Axel Kári Vignisson lögmaður tók við hlutverki réttargæslumanns brotaþola 26. maí sl. Að því gættu og að teknu tilliti til tímaskýrslu réttargæslumanns þykir þóknun ha ns hæfilega ákveðin 412.300 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, auk 31.785 króna ferðakostnaðar. Kostnaður þessi féll eingöngu til vegna endurupptöku málsins og greiðist því úr ríkissjóði. 2. Miskabótakrafa Ö samkvæmt ákæru VI. Ákærðu D og E eru sakfel ldir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gegn brotaþola 31. október 2017. Með þeim verknaði ollu þeir brotaþola miska í skilningi 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 og bera á því óskipta ábyrgð. Við mat á fjárhæð miskabóta verður litið til þess a ð ákærðu veittust í félagi að brotaþola með hnífum um miðja nótt þegar hann átti sér einskis ills von. Var aðförin fólskuleg og til þess fallin að vekja mikinn ótta hjá brotaþola og valda honum andlegum þjáningum. Á hitt ber að líta að aðrar afleiðingar af háttsemi ákærðu voru minniháttar. Að virtum þessum atriðum og með hliðsjón af umsögnum EE sálfræðings, sem frá greinir í kafla VI. - 5., þykja miskabætur hæfilega ákveðnar 750.000 krónur. Ber sú fjárhæð vexti samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vext i og verðtryggingu frá 31. október 2017 til 21. febrúar 2020, þá er mánuður var liðinn frá birtingu bótakröfunnar gagnvart ákærðu báðum, en frá þeim degi reiknast dráttarvextir samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Ákærðu verða d æmdir óskipt til greiðslu þóknunar Andrésar Más Magnússonar réttargæslumanns brotaþola og 32.000 króna útlagðs kostnaðar hans vegna málsins á tímabilinu 9. nóvember 2017 til 15. júní 2020 þá er málið var fyrst dómtekið. Með hliðsjón af eðli og umfangi máls og að teknu tilliti til tímaskýrslu réttargæslumanns þykir þóknun fyrir störf hans á greindu tímabili hæfilega ákveðin 942.400 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Í kjölfar endurupptöku málsins 19. apríl sl. hefur bæst við vinnu réttargæslumanns og þyki r þóknun fyrir þau störf hæfilega ákveðin 212.040 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Kostnaður þessi féll eingöngu til vegna endurupptöku málsins og greiðist því úr ríkissjóði. 73 3. Miskabótakrafa L samkvæmt ákæru VII. Af hálfu brotaþola var upphaflega krafist 1.500.000 króna miskabóta en sú krafa síðan lækkuð í 500.000 krónur undir rekstri málsins. Ákærði D hefur viðurkennt bótaskyldu í málinu en krefst lækkunar á tildæmdum bótum. Ákærði er sakfelldur fyrir líkamsárás gegn brotaþola 4. febrúar 2018, svo sem nánar er rakið í ákæru VII og með þeim afleiðingum sem þar er lýst. Með þeim verknaði olli hann brotaþola miska í skilningi 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 og ber á því bótaábyrgð. Að gættum öllum atvikum að broti ákærða og með hliðsjón af d ómi Landsréttar 5. júní 2020 í máli nr. 926/2018 þykja miskabætur hæfilega ákveðnar 300.000 krónur . Ber sú fjárhæð vexti samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 4. febrúar 2018 til 20. febrúar 2020, þá er mánuður var liðinn f rá birtingu bótakröfunnar gagnvart ákærða, en frá þeim degi reiknast dráttarvextir samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Þá ber að dæma ákærða til greiðslu kostnaðar við að halda bótakröfunni frammi en þar naut brotaþoli aðstoðar Andrésar Más Magnússonar lögmanns. Þykir málskostnaður hæfilega ákveðinn 192.696 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. 4. Skaðabótakrafa N samkvæmt ákæru VII. Af hálfu bótakrefjanda var upphaflega krafist 6.300.000 króna skaðabóta en krafan svo lækkuð í 3.167.860 krónur undir rekstri málsins. Er sú fjárhæð reist á tjónamatsgerð PP húsasmíðameistara sem bótakrefjandi aflaði 4. júní sl. Meðal stærstu kostnaðarliða er tjón vegna endurnýjunar gólfefna. Ákærðu D og E hafa mótmælt bótaskyldu og gögnum bótakrefj anda efnislega og krefjast þess að bótakröfunni verði vísað frá dómi. Með hliðsjón af því að ákærðu eru sýknir af eignaspjöllum á gólfefnum umrædds húss, sem og því að umrædd tjónamatsgerð byggir á einhliða kostnaðaráætlun, ber að vísa bótakröfunni frá dóm i. D. - Ákvörðun annarra viðurlaga og sakarkostnaðar. Með broti samkvæmt ákæru IV hefur ákærði Daníel unnið til sviptingar ökuréttar samkvæmt 99. og 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, sbr. áður 101. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Af hálfu ákæruva ldsins er krafist 4 mánaða sviptingar og í því sambandi vísað til þágildandi reglugerðar nr. 288/2018 um sektir og önnur viðurlög við umferðarlagabrotum. Af hálfu ákærða er þess krafist að honum verði ekki gerð frekari svipting vegna umrædds brots enda haf i hann fyrir löngu verið sviptur ökurétti ævilangt og þurfi ekki að bæta við þá sviptingu nú. Samkvæmt sakavottorði ákærða var hann sviptur ökurétti ævilangt með dómi 4. mars 2010. Ekki nýtur gagna um að ákærði hafi sótt um endurveitingu ökuréttar á þeim r úmu 11 árum sem síðan eru liðin. Hvað sem því líður telur dómurinn að á grundvelli sakavottorðs ákærða sé ekki ástæða til að kveða á um sérstaka sviptingu ökuréttar í máli þessu. Að kröfu ákæruvaldsins og með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 skal ákærði Daníel sæta upptöku á 3,59 grömmum af haldlögðu amfetamíni samkvæmt 3. lið ákæru I. Þá skulu haldlagður hnífur samkvæmt ákæru II og haldlögð skæri, vírbursti og klaufhamar samkvæmt ákæru V upptæk til ríkis sjóðs með vísan til 1. töluliðs 1. mgr. 69. gr. a. almennra hegningarlaga. Ákærðu Daníel og J eru sýknaðir af sakargiftum samkvæmt ákæru I. Samkvæmt sakarkostnaðaryfirliti ákæruvaldsins nemur útlagður kostnaður í þeim þætti málsins 534.401 krónu og greiðis t hann úr ríkissjóði. Arnar Sigfússon lögmaður var verjandi ákærða J á rannsóknarstigi máls og krefst hann í málinu 94.240 króna þóknunar að meðtöldum virðisaukaskatti. Verður sá kostnaður dæmdur og fellur einnig á ríkissjóð til greiðslu. Ákærði Daníel er sakfelldur samkvæmt ákæru II. Því til samræmis skal ákærði greiða 2.000 króna útlagðan kostnað samkvæmt sakarkostnaðaryfirliti. 74 Fyrir liggur 50.892 króna útlagður kostnaður vegna vímuefnarannsókna tengdum ákæru III. Samkvæmt henni sætti ákærði Daníel ekki ákæru fyrir vímuefnaakstur og því greiðist sá kostnaður úr ríkissjóði. Ákærði Daníel er sakfelldur samkvæmt ákæru IV. Því til samræmis skal ákærði greiða 154.157 króna útlagðan kostnað samkvæmt sakarkostnaðaryfirliti. Ákærðu Daníel, H , D og E eru sakfell dir fyrir líkamsárás samkvæmt 2. lið ákæru V. Samkvæmt því greiði ákærðu óskipt 27.940 króna útlagðan lækniskostnað í samræmi við sakarkostnaðaryfirlit ákæruvaldsins. Ákærðu D og E eru sýknaðir af manndrápstilraun samkvæmt ákæru VI en sakfelldir fyrir sérs taklega hættulega líkamsárás. Samkvæmt þeim þætti málsins er útlagður kostnaður vegna áverkavottorðs 22.500 krónur og skulu ákærðu greiða óskipt þann kostnað. Þá nemur kostnaður vegna DNA rannsókna 306.685 krónum. Þykir eftir atvikum rétt að sá kostnaður f alli á ríkissjóð. Ákærði D er sakfelldur fyrir líkamsárás samkvæmt ákæru VII. Því til samræmis verður honum gert að greiða 35.610 króna kostnað vegna læknisfræðilegra gagna í samræmi við sakarkostnaðaryfirlit ákæruvaldsins. Að beiðni ákærða E var dómkvad dur sérfræðingur til að framkvæma geðrannsókn á ákærða. Kostnaður vegna þessa nemur 606.000 krónum og greiðist af ákærða E. Ákærði J er alfarið sýknaður af kröfum ákæruvaldsins í málinu. Því til samræmis greiðast málsvarnarlaun Sigurðar Freys Sigurðssonar verjanda ákærða úr ríkissjóði, sem og 149.134 króna ferðakostnaður. Með hliðsjón af eðli og umfangi máls, tímaskýrslu verjanda og því að málið sætti tvívegis nokkurra daga aðalmeðferð þykja málsvarnarlaun Sigurðar Freys hæfilega ákveðin 3.074.580 krónur a ð meðtöldum virðisaukaskatti. Ákærði F er sýknaður af kröfum ákæruvaldsins. Því til samræmis greiðast málsvarnarlaun Snorra Sturlusonar verjanda ákærða úr ríkissjóði, sem og 160.800 króna ferðakostnaður. Með hliðsjón af eðli og umfangi máls, tímaskýrslu v erjanda, því að málið sætti tvívegis nokkurra daga aðalmeðferð og því að þáttur ákærða B var óverulegur og takmarkaðist við einn ákærulið, þykja málsvarnarlaun verjanda hæfilega ákveðin 2.120.400 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Við ákvörðun málsvarn arlauna verjenda annarra ákærðu verður að greina á milli vinnuframlags verjenda og útlagðs kostnaðar, annars vegar við fyrri aðalmeðferð máls og hins vegar við seinni aðalmeðferð, en öll vinna og kostnaður sem fallið hefur til frá því að málið var fyrst dó mtekið 15. júní 2020 fellur á ríkissjóð, óháð málsúrslitum. Stefán Karl Kristjánsson lögmaður hefur gætt hagsmuna ákærða Daníels frá 10. febrúar 2018. Með hliðsjón af eðli og umfangi mála á hendur ákærða og að gættri tímaskýrslu verjanda þykja málsvarnarla un til 15. júní 2020 hæfilega ákveðin 5.654.400 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Á sama tímabili er ferðakostnaður 347.515 krónur og greiðist hann af ákærða. Með hliðsjón af því að ákærði er sýknaður af ákæru I þykir rétt að ákærði beri 2/3 hluta fram angreindra málsvarnarlauna og að 1/3 hluti falli á ríkissjóð. Samkvæmt tímaskýrslu verjanda hóf hann aftur vinnu við málið 14. janúar sl. Þykja málsvarnarlaun frá þeim degi hæfilega ákveðin 2.120.400 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti og greiðast þau úr ríkissjóði ásamt 184.728 króna ferðakostnaði. Samkvæmt þessu eru málsvarnarlaun verjanda samtals 7.774.800 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Þórður Már Jónsson lögmaður hefur gætt hagsmuna ákærða H frá 31. janúar 2020. Með hliðsjón af sakfellingu ákærða skal hann greiða málsvarnarlaun verjanda síns fram til 15. júní 2020 og 231.870 króna ferðakostnað. Þykja málsvarnarlaunin hæfilega ákveðin 1.896.580 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Úr ríkissjó ði greiðist síðar fallinn 72.370 króna ferðakostnaður og 1.042.530 króna málsvarnarlaun að meðtöldum virðisaukaskatti. Samkvæmt þessu nema málsvarnarlaun verjanda í heild 2.939.110 krónum að meðtöldum virðisaukaskatti. Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður h efur gætt hagsmuna ákærða D frá 31. október 2017. Með hliðsjón af eðli og umfangi mála á hendur ákærða og að gættri tímaskýrslu verjanda þykja málsvarnarlaun til 15. júní 2020 hæfilega ákveðin 6.031.360 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Á sama tímabili er ferðakostnaður 171.775 krónur og greiðist hann af ákærða. Með hliðsjón af því að ákærði er sýknaður af 75 manndrápstilraun samkvæmt ákæru VI þykir rétt að ákærði beri 3/4 hluta framangreindra málsvarnarlauna og að 1/4 hluti falli á ríkissjóð. Samkvæmt tím askýrslu verjanda hóf hann aftur vinnu við málið 17. maí sl. Þykja málsvarnarlaun frá þeim degi hæfilega ákveðin 2.308.880 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti og greiðast þau úr ríkissjóði. Samkvæmt þessu eru málsvarnarlaun verjanda samtals 8.340.240 krón ur að meðtöldum virðisaukaskatti. Ólafur Viggó Thordersen lögmaður hefur gætt hagsmuna ákærða E frá 31. október 2017. Með hliðsjón af eðli og umfangi mála á hendur ákærða og að gættri tímaskýrslu verjanda þykja málsvarnarlaun til 16. júní 2020 hæfilega ákveðin 6.596.800 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Á sama tímabili er ferðakostnaður 365.776 krónur og greiðist hann af ákærða. Með hliðsjón af því að ákærði er sýknaður af manndrápstilraun samkvæmt ákæru VI þykir rétt að ákærði beri 3/4 hluta framang reindra málsvarnarlauna og að 1/4 hluti falli á ríkissjóð. Samkvæmt tímaskýrslu verjanda hóf hann aftur vinnu við málið 13. apríl sl. Þykja málsvarnarlaun frá þeim degi hæfilega ákveðin 2.827.200 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti og greiðast þau úr ríki ssjóði ásamt 100.830 króna ferðakostnaði. Samkvæmt þessu eru málsvarnarlaun verjanda í heild 9.424.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Gísli M. Auðbergsson lögmaður hefur gætt hagsmuna ákærða Víðis Arnar frá 20. febrúar 2018 vegna 1. liðs ákæru V. Með hliðsjón af sakfellingu ákærða skal hann greiða málsvarnarlaun verjanda síns fram til 15. júní 2020 og 415.418 króna ferðakostnað. Með hliðsjón af eðli og umfangi máls þykja málsvarnarlaunin hæfilega ákveðin 1.649.200 krónur að meðtöldum virðisaukaskat ti. Úr ríkissjóði greiðist síðar fallinn 305.000 króna ferðakostnaður og 1.413.600 króna málsvarnarlaun að meðtöldum virðisaukaskatti. Samkvæmt þessu eru málsvarnarlaun verjanda í heild 3.062.800 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Júlí Ósk Antonsdótti r lögmaður var verjandi ákærða H á rannsóknarstigi máls. Með hliðsjón af tímaskýrslu lögmannsins þykir þóknun fyrir verjandastörf í þágu ákærða hæfilega ákveðin 304.730 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti og greiðist sú fjárhæð af ákærða. Jónas Jóhannsso n héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómarinn tók við málinu 8. apríl 2021 og hafði fram að þeim tíma engin afskipti af meðferð þess. Dómsorð: Ákærði Daníel Christensen sæti fangelsi í 22 mánuði. Ákærði J er sýkn sakar. Ákærði F er sýkn sakar. Ákærði H sæti fangelsi í 15 mánuði en fresta skal fullnustu þeirrar refsingar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá dómsbirtingu haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Komi til fullnustu refsingar skal frá henni dragast 7 daga gæsluva rðhald ákærða 10. - 16. febrúar 2018. Ákærði D sæti fangelsi í 18 mánuði en fresta skal fullnustu þeirrar refsingar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá dómsbirtingu haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Komi til fullnustu ref singar skal frá henni dragast gæsluvarðhald ákærða 10. - 16. febrúar og 2. - 10. nóvember 2018, samtals 16 dagar. Ákærði E sæti fangelsi í 18 mánuði en fresta skal fullnustu þeirrar refsingar og hún falla niður að liðnum þremur árum frá dómsbirtingu haldi ákær ði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Komi til fullnustu refsingar skal frá henni dragast gæsluvarðhald ákærða 10. - 16. febrúar og 2. - 10. nóvember 2018, samtals 16 dagar. Ákærði Víðir Örn Ómarson sæti fangelsi í 10 mánuði en fresta skal fullnus tu þeirrar refsingar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá dómsbirtingu haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærðu Daníel, H , D, E og Víðir Örn greiði óskipt brotaþolanum C 1.250.000 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr . laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 8. febrúar 2018 til 21. febrúar 2020 en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. 76 Ákærðu D og E greiði óskipt brotaþolanum Ö 750.000 krónur með vöxtum s amkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 31. október 2017 til 21. febrúar 2020 en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Ákærði D greiði brotaþolanum L 300.000 krónu r me ð vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 4. febrúar 2018 til 20. febrúar 2020 en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Bótakröfu N er vísað frá dómi. Gerð eru upptæk til ríkissjóðs 3,59 grömm af haldlögðu amfetamíni, haldlagður hnífur og haldlögð skæri, vírbursti og klaufhamar. Ákærðu Daníel, H , D, E og Víðir Örn greiði óskipt 1.085.620 króna þóknun Arnars Kormáks Friðrikssonar réttargæslumanns brotaþola C að m eðtöldum virðisaukaskatti og 105.857 króna ferðakostnað. Úr ríkissjóði greiðist 412.300 króna þóknun Axels Kára Vignissonar réttargæslumanns brotaþola C að meðtöldum virðisaukaskatti og 31.785 króna ferðakostnaður. Ákærðu D og E greiði óskipt 942.400 króna þóknun Andrésar Más Magnússonar réttargæslumanns brotaþola Ö að meðtöldum virðisaukaskatti og 32.000 króna útlagðan kostnað réttargæslumanns. Úr ríkissjóði greiðist 212.040 króna þóknun Andrésar Más Magnússonar réttargæslumanns brotaþola Ö að meðtöldum virðisaukaskatti. Ákærði D greiði L 192.696 krónur í málskostnað. Úr ríkissjóði greiðist 534.401 krónu áfallinn sakarkostnaður vegna ákæru I. Vegna sömu ákæru greiðist úr ríkissjóði 94.240 króna þóknun Arnars Sigfússonar verjanda ákærða J á rannsóknarstigi máls, að meðtöldum virðisaukaskatti. Vegna ákæru III greiðist úr ríkissjóði 50.892 króna áfallinn sakarkostnaður. Ákærði Daníel greiði 156.157 króna áfallinn sakarkostnað vegna ákæra II og IV. Ákærðu Daníel, H , D og E greiði óskipt 27.940 króna áfallinn sakarkostnað vegna ákæru V. Ákærðu D og E greiði óskipt 22.500 kró na sakarkostnað vegna ákæru VI. Annar áfallinn sakarkostnaður vegna sömu ákæru, 306.685 krónur, greiðist úr ríkisjóði. Ákærði D greiði áfallinn 35.610 króna sakarkostnað vegna ákæru VII. Ákærði E greiði 606.000 króna sakarkostnað vegna geðrannsóknar OO 3. júní 2020. Úr ríkissjóði greiðast 3.074.580 króna málsvarnarlaun Sigurðar Freys Sigurðssonar verjanda ákærða J, að meðtöldum virðisaukaskatti og 149.134 króna ferðakostnaður verjanda. Úr ríkissjóði greiðast 2.120.400 króna málsvarnarlaun Snorra Sturlusona r verjanda ákærða F að meðtöldum virðisaukaskatti og 160.800 króna ferðakostnaður verjanda. Ákærði Daníel greiði 2/3 hluta 5.654.400 króna málsvarnarlauna Stefáns Karls Kristjánssonar verjanda síns, að meðtöldum virðisaukaskatti en 1/3 hluti sömu málsvarnar launa greiðist úr ríkissjóði. Ákærði greiði 347.515 króna ferðakostnað verjanda. Önnur málsvarnarlaun, 2.120.400 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, greiðast úr ríkissjóði ásamt 184.728 króna ferðakostnaði. Ákærði H greiði 1.896.580 króna málsvarnarlaun Þórðar Más Jónssonar verjanda síns, að meðtöldum virðisaukaskatti og 231.870 króna ferðakostnað verjanda. Önnur málsvarnarlaun, 1.042.530 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, greiðast úr ríkissjóði ásamt 72.370 króna ferðakostnaði. Þá greiði ákærði H 304. 730 króna þóknun Júlí Óskar Antonsdóttur verjanda síns á rannsóknarstigi máls, að meðtöldum virðisaukaskatti. Ákærði D greiði 3/4 hluta 6.031.360 króna málsvarnarlauna Guðmundar St. Ragnarssonar verjanda síns, að meðtöldum virðisaukaskatti en 1/4 hluti sö mu málsvarnarlauna greiðist úr ríkissjóði. Ákærði greiði 171.755 króna ferðakostnað verjanda. Önnur málsvarnarlaun, 2.308.880 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, greiðast úr ríkissjóði. Ákærði E greiði 3/4 hluta 6.596.800 króna málsvarnarlauna Ólafs Vigg ós Thordersen verjanda síns, að meðtöldum virðisaukaskatti en 1/4 hluti sömu málsvarnarlauna greiðist úr ríkissjóði. Ákærði greiði 365.776 króna ferðakostnað verjanda. Önnur málsvarnarlaun, 2.827.200 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, greiðast úr ríkiss jóði ásamt 100.830 króna ferðakostnaði. 77 Ákærði Víðir Örn greiði 1.649.200 króna málsvarnarlaun Gísla M. Auðbergssonar verjanda síns, að meðtöldum virðisaukaskatti og 415.418 króna ferðakostnað verjanda. Önnur málsvarnarlaun, 1.413.600 krónur að meðtöldum v irðisaukaskatti, greiðast úr ríkissjóði ásamt 305.000 króna ferðakostnaði. Jónas Jóhannsson Rétt endurrit staðfestir. Héraðsdómi Norðurlands eystra, 30. júní 2021.