LANDSRÉTTUR Úrskurður þriðjudaginn 2. ágúst 2022. Mál nr. 486/2022 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu (Kristín Einarsdóttir aðstoðarsaksóknari ) gegn X (Bjarni Hauksson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Gæsluvarðhald. 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta áfram gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson , Ragnheiður Harðardóttir og Þorgeir Ingi Njálsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 28. júlí 2022 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 28. júlí 2022 í málinu nr. R - [...] /2022 þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 25. ágúst 2022 klukkan 15. Kæruheimild er í l - lið 1 . mgr. 192 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Sóknaraðili krefst sta ðfestingar hins kærða úrskurðar. 3 Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Niðurstaða 4 Í 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 segir að úrskurða megi sakborning í gæsluvarðhald þótt skilyrði a - til d - liða r 1. mgr. sömu greinar séu ekki fyrir hendi ef sterkur grunur leikur á að hann hafi framið afbrot sem að lögum getur varðað 10 ára fangelsi, enda sé brotið þess eðlis að ætla megi varðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna . 5 Samkvæmt rannsóknargögnum málsins tilkynnti varnaraðili lögreglu að hann hefði lent í átökum við hinn látna. Í lögregluskýrslu er meðal annars haft eftir honum að hann hafi náð yfirhöndinni í átökum þeirra og náð að yfirbuga hinn látna. Þar sem hinn látni hafi legið í jörðinni hefði varnaraðili slegið hann margoft í andlit og loks staðið yfir honum og ítrekað sparkað í höfuð hans. Einnig er í lögregluskýrslu haft 2 eftir tveimur vitnum, nágrönnum varnaraðila og hins látna, að hafa séð mann sparka í annan mann sem hefði legið á jörðinni. Á meðal rannsóknargagna málsins eru myndir tæknideildar lögreglu af vettvangi og bráðabirgðaskýrsla réttarkrufningar um verulega áverka á hinum látna sem nánar er lýst í hinum kærða úrskurði . Að virtum þessum atvikum málsins og rannsóknargögnum verður fallist á að varnaraðili sé undir sterkum grun um að hafa framið afbrot sem að lögum getur varðað 10 ára fangelsi og að skilyrði 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um almannahagsmuni sé fullnægt . Verður hinn kærði úrskurður því staðf estur. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 28. júlí 2022 Mál þetta var þingfest og tekið til úrskurðar 28. júlí 2022. Sóknaraðili er Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Varnaraðili er X , kt. . Dómkröfu r Þess er krafist að X , kt. , sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, til fimmtudagsins 25. ágúst 2022, kl. 15:00. Málsatvik Þann 4. júní sl., fékk lögregla tilkynningu frá kærða um að hann hefði lent í átökum við nágranna sinn, A , A . Lögregla fór með hraði á vettvang og sá hvar A lá meðvitundarlaus fyrir framan í Reykjavík. Greina mátti töluverða áverka á A . Kærði sat skammt hjá og va r handtekinn og færður í járn. Hafist var handa við endurlífgun sem bar engan árangur. Við yfirheyrslur hjá lögreglu dags. 4. júní, 16. júní og 14. júlí sl. kvað kærði A nágranna sinn hafa komið til sín umrætt sinn og viljað ræða við sig. Taldi hann A ha fa verið ógnandi og að hann hafi ætlað að ryðjast eða brjótast inn í íbúðina, kærði hafi hindrað hann í því og í kjölfarið hafi komið til átaka þeirra á milli frammi á gangi og í stigahúsinu. Kærði sagði mikið hafa gengið á og að A hefði haft yfirhöndina o g ítrekað slegið kærða í andlitið. Loks hafi átök þeirra borist út á lóðina og þar sagðist kærði fljótlega hafa náð yfirhöndinni og náð að yfirbuga A . Þar sem A hafi legið á jörðinni hafi kærði slegið hann marg oft í andlitið og loks staðið yfir honum og ítrekað sparkað í höfuð A þar sem hann lá á jörðinni. Loks hafi hann hætt og þá ákveðið að hringja eftir aðstoð lögreglu og sjúkraliðs en síðar verið handtekinn við komu lögreglu. Fyrir liggur í gögnum málsins að atvikið átti sér vissan undanfara en íbúar hússins að höfðu í tvígang orðið var við ofbeldisfullt framferði af hálfu kærða þann 4. júní. Í síðara skiptið veitti kærði öðrum nágranna sínum hnefahögg. Kærði á sér sögu hjá lögreglu vegna ofbeldisfullrar hegðunar en hann hefur jafnframt hlotið dóm fyrir líkamsárás og barnaverndarbrot. Að mati lögreglu er kærði talinn afar hættulegur. 3 Fyrir liggur bráðabirgðaskýrsla í tengslum við réttarkrufningu hvar segir um áverka brotaþola. hálsinum, fjölbroti á neðri kjálkanum, kinnbeinum, nefbeinum og tungubeininu, innkýldu broti í fremri kúpugrófinni og útbreiddum he ilamörum. Sárarifur á vinstra hvirfilsvæðinu, vinstra augnsvæðinu og neðri vörinni. Húblæðingar og mjúkvefjablæðingar í djúpum og grunnum vöðvum aftanverðs hálsins. Stakar húðblæðingar og smásár á grip - og ganglimum. Stakar húðblæðingar og mjúkvefjablæðing ar á Vísast nánar til meðfylgjandi rannsóknargagna málsins. Rannsókn málsins er á kominn vel á veg. Endanleg krufningaskýrsla liggur ekki fyrir og einnig á eftir að fá loka niðurstöður úr réttarfræðileg um rannsóknum sem gerðar voru við rannsókn málsins. Kærða var gert að sæta geðrannsókn, sbr. úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli R - [...] /2022. Dómkvaddur matsmaður, B geðlæknir hefur skilað mati á geðheilbrigði kærða þar sem fram kemur að kærði hafi ekk i verið haldinn neinum þeim einkennum sem talin eru upp í 15. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 á verknaðarsstundu þann 4. júní sl. Kærði sé því sakhæfur í skilningi 15. gr. almennra hegningarlaga. Þá eigi 16. gr. sömu laga ekki við um kærða og ekkert sem komi í veg fyrir að refsing geti borið árangur verði kærði fundinn sekur. Kærði hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 5.júní sl. með úrskurði Héraðdóms Reykjavíkur nr. R - [...] /2022, sem staðfestur var með úrskurði Landsréttar í máli nr. 363/2022. Kærða var g ert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi þann 1. júlí sl. til 29. júlí 2022 kt. 13:00, sbr. úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur nr. [...] /2022 Lagarök Kærði liggur undir sterkum grun um brot gegn 211. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en við brotinu liggur að lágmarki 5 ára fangelsi og allt að ævilangt. Um heimild til gæsluvarðahalds er vísað til 2. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Að mati lögreglu eru uppfyllt skilyrði um að kærði sé undir sterkum grun um að hafa framið afar alvarlegt of beldisbrot með fyrrgreindum afleiðingum. Þá er það mat lögreglu að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna og að óforsvaranlegt þyki að kærði gangi laus þegar sterkur grunur leikur á því að hann hafi framið svo alvarlegt brot hvar mann sbani hafi hlotist af. Þykir brot kærða þess eðlis að það stríði gróflega gegn réttarvitund almennings að hann gangi laus á meðan mál hans eru til meðferðar. Með vísan til alls framangreinds, rannsóknargagna málsins og 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála telur lögreglustjóri brýna hagsmuni standa til þess að kærða verði gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 25. ágúst 2022 kl. 15.00. Úrskurður Samkvæmt 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008, sem krafa lögreglustjóra byg gir á, má úrskurða sakborning í gæsluvarðhald þótt skilyrði a - d liða 1. mgr. ákvæðisins séu ekki fyrir hendi ef sterkur grunur leikur á að hann hafi framið afbrot sem að lögum geti varðað 10 ára fangelsi, enda sé brotið þess eðlis að ætla megi varðhald nau ðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Kærði hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 5. júní sl. vegna þeirra atvika sem lýst er í greinargerð lögreglustjóra. Fyrst með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur nr. R - [...] /2022, sem var staðfestur með úrskurði Landsréttar í máli nr. 363/2022. Kærði var síðan úrskurðaður til áframhaldandi gæsluvarðhalds með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. R - [...] /2022. Samkvæmt greinargerð lögreglu er rannsókn málsins vel á veg komin og þess að vænta að ákvörðun verði tekin um ú tgáfu ákæru á næstu vikum. Á meðal rannsóknargagna málsins eru m.a. myndir frá rannsókn 4 tæknideildar lögreglu af vettvangi og bráðabirgðaskýrsla útvíkkaðrar réttarkrufningar um verulega áverka á hinum látna m.a. húðblæðingar, mersla í andliti og hálsi, fjö lbroti á neðri kjálka, kinnbeinum, nefbeinum og tungubeini, kýldu broti í fremri kúpugrófinni og útbreiddum heilamörum. Í greinargerð lögreglu kemur fram að enn sé von á endanlegri krufningarskýrslu og niðurstöðum úr réttarfræðilegum rannsóknum. Kærði hefu r við skýrslutöku borið um að hafa lent í átökum við brotaþola. Ber kærði því við að um neyðarvörn hans hafi verið að ræða sem hugsanlega hafi farið út fyrir mörk leyfilegrar neyðarvarnar. Við rannsókn málsins hefur dómkvaddur matsmaður, B geðlæknir, lagt mat á geðheilbrigði kærða og telur hann ekki haldinn þeim einkennum sem talin séu upp í 15. gr. almennra hegningarlaga. Þá eigi 16. gr. almennra hegningarlaga heldur ekki við um kærða sem telst sakhæfur samkvæmt nefndri geðrannsókn. Með vísan til rannsókna rgagna er fallist á það mat lögreglu að kærði sé undir sterkum grun um að hafa framið brot sem varðað getur við 211. gr. almennra hegningarlaga eða 2. mgr. 218. gr. sömu laga. Breyta varnir ákærða ekki því mati en ekki verði ráðið af rannsóknargögnum að um neyðarvörn hafi verið að ræða. Sannist sök getur brot skv. 211. gr. almennra hegningarlaga varðað fangelsi ekki skemur en fimm ár eða allt að ævilangt og brot gegn 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga allt að 16 ára fangelsi. Í dómaframkvæmd hefur ver ið lagt til grundvallar að ríkir almannahagsmunir standi til þess að menn sem sterklega eru grunaðir um alvarleg ofbeldisbrot gangi ekki lausir. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þann 1. júlí s.l. í máli nr. R - [...] /2022 þar sem kærði var úrskurðaður í á framhaldandi gæsluvarðhald var fallist á að skilyrði 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 væru fyrir hendi. Áður hafði Landsréttur með úrskurði í máli nr. 363/2022 staðfest fyrri úrskurð héraðsdóms í máli nr. R - [...] /2022 þar sem einnig var fallist á að skilyr ði 2. mgr. 95. gr. s.l. væru fyrir hendi. Forsendur ofangreindra úrskurða eru óbreyttar. Að því virtu, með vísan rannsóknargagna og til alvarleika og eðlis þess brots sem rökstuddur grunur er um að kærði hafi framið, er fallist á að gæsluvarðhald sé nauðsy nlegt með tilliti til almannahagsmuna og að skilyrði 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 séu uppfyllt. Þá stríðir það gegn réttarvitund almennings ef maður sem er undir sterkum grun um að hafa framið árás sem mannsbani hlýst af gangi laus á meðan málið er til meðferðar hjá lögreglu og eftir atvikum dómstólum. Er því fallist á kröfu lögreglu um að ákærði sæti áfram gæsluvarðhaldi eins og úrskurðarorð greinir en ekki þykir ástæða til að marka varðhaldinu skemmri tíma. Sigríður Rut Júlíusdóttir héraðsdómari kveðu r upp úrskurð þennan. Niðurstaða Kærði, X , kt. , skal sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi, þó ekki lengur en til fimmtudagsins 25. ágúst 2022, kl. 15:00.