LANDSRÉTTUR Úrskurður miðvikudaginn 14. júlí 2021. Mál nr. 460/2021 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ( Lína Ágústsdóttir aðstoðarsaksóknari ) gegn X ( Þorgils Þorgilsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Gæsluvarðhald. C - liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli c - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Úrskurður Landsréttar Landsrét tardómararnir Eiríkur Jónsson , Ragnheiður Harðardóttir og Símon Sigvaldason kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 12. júlí 2021 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. júlí 2021 í málinu nr. R - /2021 þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til 30 . júlí 2021 klukkan 16. Kæruheimild er í l - lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 S óknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. 3 Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. 2 Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. júlí 2021 Krafa 30. júlí 2021, kl. 16:00. Málsatvik 007 - 2021 - höfuðborgarsvæðinu í annarlegu ástandi. Önnur tilkynning barst skömmu síðar um sama ökumann á planinu við N1 í Borgartúni í Reykjav ökumanni merki með forgangsljósum lögreglubifreiðarinnar um að stöðva akstur í Borg artúni við þá vestur Sæbraut gegn rauðu ljósi við Snorrabraut. Á Sæbraut ók hann á um það bil 100 km/klst. Frá Sæbraut beygði ökumaður til vinstri geg n rauðu ljósi og suður Frakkastíg. Þaðan fór ökumaður austur Lindargötu og þá á móti einstefnu. Ökumaður ók suður Vitastíg og því næst austur Bergþórugötu. Þaðan suður Barónsstíg og gegn rauðu ljósi við Eiríksgötu. Ökumað ur suður Suðurgötu á móti umferð og þaðan inn á Hringbraut til vesturs. Þá ók ökumaður á um það bil 80 km/klst. Við Hofsvallagötu ók ökumaður upp á gang norður Ánanaust, og þaðan austur Mýrargötu. Þá ók ökumaður mjög greitt áfram austur Geirsgötu. Sjúkra lið var boðað út í átt að miðborginni þar sem gríðarleg hætta skapaðist. Ökumaður ók Geirsgötu í ók Geirsg ötu að Tryggvagötu. Þar á gatnamótum ók ökumaður á öfugum vegarhelming á móti umferð, Geirsgötu til austurs, á milli Tryggvagötu að vörubifreið. Með þessu skapaðist mikil almannahætta og þurftu ökumenn nokkurra bifreiða að forða sér Kalkofnveg til norð - . Á Sæbraut við naglamottu tók ökumaður vinstri u - beygju yfir umferðareyju og ók Sæbraut í vestur. Ökumaður ók áfram á vinstri akgrein Sæbrautar í austur, að Frakkarstíg, þar sem ökumaður stöðvaði akstur. Mikil hætta skapaðist við eftirför og óttaðist lögregla öryggi borgaranna á meðan á eftirförinni stóð. Lög steig út úr bifreiðinni og í einu handtaki greip hann um brjóstkassa ökumanns og dró hann yfir lögreglubifhjólið og færð i ökumann í jörðina. Fleiri lögreglumenn komu á lögreglustö ðina á Hverfisgötu. Þar var honum birt upplýsingablað fyrir handtekinna manna. X neitaði að skrifa undir upplýsingablaðið. Hjúkrunarfræðingur kom og dró úr X blóð. Hann neitaði í fyrstu blóðsýni en samþykkti að lokum. Að því loknu var hann vistaður í fang ageymslu í þágu rannsóknar máls. Við skýrslutöku hjá lögreglu í dag viðurkennir kærði sök. Málið er í rannsókn. 3 Auk framangreinds máls hefur lögregla til meðferðar fimm mál þar sem kærði er ýmist undir grun og rökstuddum grun um refsiverða háttsemi, en þe ss ber að geta að brotin áttu sér stað á tímabilinu 28. júní sl. til og með gærdagsins 8. júlí. Þessu til viðbótar á kærði tvö opin mál sem áttu sér stað á tímabilinu 27. júlí 2019 og 18. september 2019, mál nr. 316 - 2019 - eningaþvætti, og 007 - 2019 - almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 007 - 2021 - Að morgni gærdagsins 8. júlí barst lögreglu tilkynning um að númeralausum jeppling væri ekið með vítaverðum hætti á Laugavegi við Nóatún, á móti umferð, upp Nóatún og áfram austur Brautarholt. Síðar sama dag hafði lögregla afskipti af kærða á jeppling með stolnum - 2021 - 007 - 2021 - ákveðið að kanna með ástand og ökuréttindi ökumanns. Er lögregla nálgaðist bifreiðina þar sem henni var ekið inn botnlanga götunnar var henni ekið upp á gangstíg og á vegrið. Þá var kveikt á forgangsljósum lögreglubifreiðarinnar. Bifreiðinni var svo bakkað, ógætilega, og sá lögregla þá ökumanninn sem var klæddur í svarta hettupeysu og bar kennsl á ökumanninn sem X. X snéri bifreiðinni við og gerði sig líklegan til að aka á lögreglubifreiðina. Ákvað lögregla að aka áfram til að koma í veg fyrir það. X ók þá á kyrrstæða ekið ók svo Barðavog í suður á miklum hraða. Þá tilkynnti lögregla Fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra um að lögregla væri að aka á eftir bifreiðinni hverfið án þess að sinna stöðvunarmerkjum frá lögreglu, og ók sem leið lá gegn rauðum umferðarljósum við m.a. gangbrautir, á miklum hraða og rásandi á vegum, á öfugum vegarhelmingi m.v. akstursst efnu og mildi þykir að ekki varð stórslys þegar strætóbifreið ók inn á Skeiðarvog frá Miklubraut til vestur. Kærði skapaði mikla hættu með aksturslaginu. X var handtekinn stuttu síðar á Grand Hótel. Á lögreglustöðinni dró hjúkrunarfræðingur blóð úr X vegna rannsóknar málsins. X viðurkenndi neyslu á AMP og COC. Í ökuskírteinaskrá er X sviptur ökuréttindum til 23.07.2021. Málið er í rannsókn. 007 - 2021 - rðið fyrir líkamsárás og að árásaraðili væri flúinn af vettvangi. Á vettvangi tjáði brotaþoli lögreglu að kærði hafði sparkað fyrirvaralaust í höfuð hennar þar sem hún sat á sófa inni í stofu. Kvað brotaþoli að kærði væri í mikilli fíkniefnaneyslu og með m iklar ranghugmyndir. Brotaþoli var með sjáanlega áverka á andliti, bólgur og mar auk þess sem að blóð lak úr nefi hennar og blóðpollur var á gólfi. Leit var gerð af kærða en án árangurs. Málið er í rannsókn. 007 - 2021 - Þann 26. júní sl. barst tilkynning um að haglabyssu hafði verið hent inn í gegnum opinn glugga íbúðar á kærða um verkið. Um var að ræða svarta hagslabyssu af gerðinni Uzkon og í henni vo ru fjögur skot. Lögreglu hafði áður fengið nafnlausa tilkynningu um að kærði hafði undanfarna daga staðið í hótunum við fólk og sýnt svart hagslabyssu. Er lögregla var að fara af vettvangi kom kærði heim. Við afskipti lögreglu sýndi hann ógnandi tilburði o g var handtekinn. Kærði er ekki skráður eigandi umrædds skotvopns og er ekki með skotvopnaleyfi. Málið er í rannsókn. 007 - 2021 - 4 bænum í um klukkustund þ ar sem að lögregla væri á eftir honum. Kom fram að aðilinn hafði fengið að hringja á leigubifreið frá bænum og að aðilinn hafði falið bifreið fyrir ofan bæinn. Tjáði tilkynnandi að aðilinn hafði veri ógnandi og haft í hótunum við sig um að hann þekkti fólk sem gæti komið ef tilkynnandi myndi ekki aðstoða sig, en aðilinn síðan haldið á brott eftir að hafa fengið að hringja tvö símtöl. Kvaðst sumarhús að Gerð var leit af kærða en án árangurs. Kærði var síðan handtekinn vegna máls 007 - 2021 - yfirheyrður vegna þessa máls. Málið er í rannsókn. Lagarök Svo sem að fra man er rakið eru til meðferðar fjöldi mála hjá lögreglu þar sem kærði er, að mati lögreglustjóra, undir rökstuddum grun um ítrekuð brot gegn tilgreindum ákvæðum almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sem öll varða fangelsisrefsingu að lögum, auk sérrefsilagab rota sem varðað geta fangelsisrefsingu að lögum. Kærði á þónokkurn sakaferil og nú síðast hlaut hann 60 daga fangelsisdóm þann 31. mars 2020, fyrir m.a. akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna, nytjastuld, hraðakstur og óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. Áður hefur hann m.a. hlotið 6 mánaða fangelsisdóm þann 2. maí 2019 fyrir brot gegn tollalögum nr. 88/2005, óhlýðnast fyrirmælum lögreglu og rán skv. 252. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, dóm frá árinu 2017 fyrir tilraun til manndráps skv. 211. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með vísan til brotaferils ákærða að undanförnu er það mat lögreglustjóra að yfirgnæfandi líkur séu á því að ákærði muni halda áfram brotastarfsemi fari hann frjáls ferða sinna. Í ljósi fjölda þeirra brota sem k ærði er grunaður um sérstaklega á síðastliðnum mánuði og alvarleika þeirra telur lögreglustjóri nauðsynlegt að honum verði gert að sæta gæsluvarðhaldi svo færi gefist til að ljúka þeim málum sem til meðferðar eru og koma í veg fyrir áframhaldandi brotastar fssemi. Jafnframt telur lögreglustjóri að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt til að verja almenning fyrir hættu frá árásum af hálfu kærða en hann þykir hafa sýnt af sér mikla almannahættu með brotum sínum. Sérstaklega þykir það eiga við varðandi mál nr. 007 - 202 1 - - 2021 - í veg fyrir að gangandi vegfarendur og aðrir í umferðinni væru í hættu, en þessi brot kærða hefðu getað mikilli almannahættu og voru framin með einungis tveggja sólarhringa millibili. Lögreglu stjóri telur að ekki sé völ á vægari úrræðum en gæsluvarðhaldi eins og sakir standa. Þá sé ljóst, miðað við umfang og alvarleika þeirra mála sem rakin eru, að kærði muni hljóta óskilorðsbundinn fangelsisdóm verði hann sakfelldur fyrir þau brot sem honum er u gefin að sök, m.v. með vísan til sakaferils kærða. Með vísan til framangreinds, framlagðra gagna, c - og d - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála er þess krafist að krafan nái fram að ganga. Niðurstaða Samkvæmt fram lögðum gögnum hefu r lögreglu síðastliðna 12 daga verið tilkynnt um sex atvik þar sem kærði er grunaður um refsiverðan verknað. Hann var handtekinn í gær eftir akstur um bæinn þar sem hann stofnaði fjölda almennra borgara í mikla hættu eins og rakið er í greinargerð lögreglu . Lögregla byggir kröfu sína um gæsluvarðhald á c - og d - liðum 95. gr. laga nr. 88/2008. Kærði er grunaður um líkamsárásir skv. 1. og 2. mgr. 218. gr., skapa hættu í umferðinni skv. 168. gr., hótun skv. 233., þjófnað skv. 244. gr., eignaspjöll skv. 1. mgr . 257. gr. og brot gegn 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Fyrir brot gegn öllum ákvæðunum liggur fangelsisrefsing. Þar af bera brot gegn 2. mgr. 218. gr. þyngstu refsinguna, allt að 16 ára fangelsi. 5 Samkvæmt fram lögðum gögnum telur dómurinn að á kærða hvíli rökstuddur grunur um brot gegn 2. mgr. 218. gr., 168. gr., og gegn 257. gr. Því er uppfyllt skilyrði 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Þegar litið er til lögregluskýrslna sem hafa verið ritaðar vegna meintra brota kærða síðastliðna 12 daga telur dómurinn að uppfyllt sé það skilyrði c - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 að ætla megi að hann haldi áfram brotum á meðan málum hans er ekki lokið. Að mati dómsins munu þau brot sem kærða eru gefin að sök hafa í för með sér þyngri refsingu en se ktir eða skilorðsbundna fangelsisrefsingu og því er uppfyllt skilyrði 3. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Kærði bar fyrir dómi að hann sæi eftir framferði sínu í gær og væri þakklátur fyrir að ekki fór verr. Hann leiti nú allra leiða til þess að komast í ví muefnameðferð sem fyrst. Enn veit hann þó ekki hvenær af því gæti orðið. Þegar litið er til brotaferils kærða sl. 12 daga og þess að óvíst er hvenær hann mun komast í meðferð við fíknivanda sínum telur dómurinn ekki tilefni til þess að marka varðhaldinu s kemmri tíma en sækjandi krefst. Ingiríður Lúðvíksdóttir héraðsdómari kveður upp þennan úrskurð. Úrskurðarorð