LANDSRÉTTUR Úrskurður fimmtudaginn 18. nóvember 2021. Mál nr. 644/2021 : A og (Björgvin Jónsson lögmaður) B ( Ómar Örn Bjarnþórsson lögmaður ) gegn barnaverndarnefnd Reykjavíkur ( Theodór Kjartansson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Vistun barns. Gjafsókn. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að B skyldi vistaður tímabundið utan heimilis A. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Jón Höskuldsson , Kristbjörg Stephensen og Þorgeir Ingi Njálsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðil ar sk utu málinu til Landsréttar með kæru m 12. október 2021 . Greinargerð varnaraðila barst réttinum 3. nóvember sama ár . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 29. september 2021 í málinu nr. U - [...] /2021 þar sem varnaraðila var heimilað að vista sóknaraðila B utan heimilis sóknaraðila A til 24. júní 2022. Kæruheimild er í 1. mgr. 64. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 . 2 Sóknaraðil ar kref ja st þess að allega að úrskurði héraðsdóms verði felldur úr gildi en til vara að vistun verði markaður skemmri tími. Þá krefjast sóknaraðilar málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar úr hendi varnaraðila eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. 3 Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Niðurstaða 4 Af gögnum málsins verður ráðið að takmarkaðar breytingar hafa orðið á aðstæðum móður og heimilishögum frá því að drengurinn var vistaður utan heimilis hennar með úrskurði varnaraðila [...] júní 2020 og að enn standi brýnir hagsmunir drengsins til þess að h ann dveljist utan þess í öryggi og við þroskavænlegar aðstæður. Þótt það geti ekki talist góður kostur að barn vistist um lengri tíma á stofnun verður eins og atvikum 2 er háttað í þessu máli talið að það þjóni hagsmunum drengsins að hann dveljist þar áfram. Fram kemur í gögnum málsins að hann hefur náð að tengjast starfsfólki [...] og sýnt miklar framfarir í þroska og hegðun. Verður ekki talið að það þjóni hagsmunum hans að rjúfa þau tengsl með því að vista hann hjá öðrum aðila. Þá hefur varnaraðili gætt að tengslum drengsins við foreldra og systkini með ríkulegri umgengni. 5 Að þessu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. 6 Kærumálskostnaður fellur niður. 7 Um gjafsóknarkostnað sóknaraðila fyrir Landsrétti fer e ins og í úrskurðarorði greinir . Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður sóknaraðila fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanna þeirra, Björgvins Jón ssonar 300.000 krónur, og Ómars Arnar Bjarnþórssonar, 300.000 krónur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 29. september 2021 Mál þetta, sem rekið er samkvæmt XI. kafla barnaverndarlaga nr. 80/2002, barst Héraðsdómi Reykjavíkur og var þingfest 23. ágúst 2021. Málið var tekið til úrskurðar 29. september sama ár. Sóknaraðili er Reykjavíkurborg vegna barnaverndarnefndar Reykjavíku r. Varnaraðilar eru A , [...] , og B , [...] . Sóknaraðili gerir þá kröfu að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurði að drengurinn B , f. [...] , sem lýtur forsjá foreldra sinna, A og [...] , verði vistaður utan heimilis til 24. júní 2022. Varnaraðili gerir þær kröfu r að kröfu sóknaraðila verði hafnað, en til vara er þess krafist að kröfunni verði markaður skemmri tími. Þá er krafist málskostnaðar skv. síðar framlögðum málskostnaðarreikningi eins og ekki væri gjafsókn í málinu. Föður drengsins var gefinn kostur á að ild að málinu. Hann taldi ekki þörf á því en lýsti sig samþykkan áframhaldandi vistun drengsins utan heimilis varnaraðila A á stjórnsýslustigi. Aðalmeðferð máls þessa hófst 23. september 2021 og var málið tekið til úrskurðar þann dag að loknum málflutnin gi. Hér eftirleiðis verður ýmist rætt um varnaraðila eða móður þegar átt er við varnaraðila, A , og varnaraðila eða drenginn þegar átt er við varnaraðila, B . Þegar rætt er um drengina í fleirtölu er átt við bæði hann og eldri bróður hans. I 3 Málsatvik Drengurinn B er tæplega [...] ára gamall og lýtur forsjá beggja foreldra sinna, og [...] . Drengurinn á lögheimili og hefur verið búsettur hjá móður ásamt [...] ára gömlum albróður sínum, [...] , en auk þess eiga þeir bræður eina eldri alsystur sem flutt er að heiman. Drengurinn hefur verið í óreglulegri umgengni við föður, en foreldrarnir skildu á árinu [...] . Drengurinn er greindur af [...] með [...] og hefur stundað nám [...] . Eldri bróðir drengsins er einnig með ýmsar greiningar. Móðir á sér langa og erfiða áfallasögu, hefur tekist á við bæði geðræn og líkamleg vandamál. Hún hefur m.a. verið greind með [...] . Á árinu 2019 var hún greind með [...] . Hún hefur ekki verið á vinnumarkaði síðan árið [...] en fengið greiddar örorkubætur frá árinu [...] . Móðir á sér sögu um neyslu, en hún kveður þá sögu takmarkast við stutt tímabil er hún var 17 ára og svo um hálfs árs tímabil í kjölfar fósturmissis 2007. Aðila greinir á um hvort áhyggjur sóknarað ila af neyslu í seinni tíð séu á rökum reistar. Afskipti á grundvelli barnaverndarlaga nr. 80/2002 hófust af málefnum drengsins árið [...] , þegar fjölskyldan var búsett í [...] . Var mál hans flutt til Barnaverndar Reykjavíkur árið [...] , þar sem móðir ha ns þáði stuðning frá Þjónustumiðstöð, en ekki var talin ástæða til frekari afskipta Barnaverndar. Tilkynningar fóru að beinast að nýju til Barnaverndar Reykjavíkur árið [...] , meðal annars vegna slæms aðbúnaðar á heimili móður, óþrifnaðar, áhyggna af vímue fnaneyslu móður, slæmrar skólasóknar drengsins og [...] . Á árinu 2018 hafa sjö tilkynningar borist til barnaverndar, þar af fjórar undir nafnleynd, ein frá geðdeild Landspítalans og ein frá þjónustumiðstöð. Tilkynningar hafa varðað áhyggjur af drengnum, að [...] hafi beitt hann kynferðisofbeldi, vanrækslu á heimili drengsins, misnotkun móður á verkjalyfjum og kannabisefnum, geðræna erfiðleika móður og líkamleg veikindi, óþrifnað á heimili, lítið utanumhald og stopular mætingar drengsins í skóla. Í tilkynnin gu frá þjónustumiðstöð kom fram að móðir hefði greint frá því að [...] . Í tilkynningum frá skóla kemur fram að mætingar séu stopular, hreinlæti ábótavant, og námsleg staða slök. Á árinu 2019 tók hann tók þátt í [...] . Sóknaraðili, barnaverndarnefnd Reykj avíkur, tók þá ákvörðun á fundi sínum 15. júní 2021 að drengurinn skyldi vistaður utan heimilis í tvo mánuði og kvað upp úrskurð þess efnis 24. júní sama ár ásamt því að fela borgarlögmanni að gera kröfu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um að vistunin stæði í 10 mánuði til viðbótar við þá tvo sem sóknaraðili hefur heimild til að úrskurða um, þ.e. til 24. júní 2022, sbr. b - lið 1. mgr. 27. gr., sbr. 1. mgr. 28. gr., barnaverndarlaga. Áður en drengurinn var vistaður utan heimilis hafði margvíslegur stuðningur veri ð reyndur inn á heimili móður, sem skilaði ekki tilætluðum árangri. Gerð var áætlun um meðferð máls skv. 23. gr. barnaverndarlaga þar sem m.a. var mælt fyrir um að sótt yrði um þjónustu [...] . Í skýrslu [...] í júlí 2019 kom fram að móðir væri í þörf fyrir viðvarandi stuðning við uppeldið. Í skýrslum [...] 15. mars 2019 og 10. júní 2019 kom fram að móðir þyrfti á áframhaldandi stuðningi, hvatningu og leiðsögn að halda varðandi skipulagningu og utanumhald á heimili, leiðbeiningum um daglegar athafnir og aðstoð við utanumhald drengjanna. Drengirnir þyrftu meiri þjónustu utan heimilis, svo sem liðveislu, skammtímavistun og/eða stuðningsfjölskyldu. 4 Úrræðið [...] tók við af framangreindum úrræðum (8. ágúst 2019 til 31. janúar 2020). Meðan á nefndum úrræðum s tóð urðu mætingar drengsins í skóla betri en þrátt fyrir það var mörgu ábótavant. Móðir var talin þurfa stöðugan og reglulegan stuðning til að geta sinnt uppeldishlutverki sínu á viðunandi hátt og drengurinn þurfa að komast í hvíldarvistun einu sinni eða o ftar í mánuði. Munur var sagður á heimilisaðstæðum og álagi á móður þegar sambýlismaður hennar væri frá í lengri tíma í vinnu. Talin hafi verið ástæða til að hafa áhyggjur af líðan og getu móður til að vera ein með drenginn og bróður hans, heimilið væri il la hirt og drengirnir oft heima frá skóla. Á lokafundi úrræðisins hafi komið í ljós að móðir og sambýlismaður væru að slíta samvistum. Hafi staða móður því verið talin alvarleg hvað varðaði stuðning og það gæti skaðað geðheilsu hennar og líðan. Forsjárhæ fnimat C , sálfræðings í klínískri sálfræði og réttarsálfræði, er dagsett 13. maí 2020. Taldi sálfræðingurinn stuðning fullreyndan og að móðir hefði ekki nægjanlega eða nauðsynlega hæfni til að fara með forsjá drengjanna, sinna þörfum þeirra og tryggja öryg gi þeirra og þroska. Mælti sálfræðingurinn með því að drengirnir yrðu vistaðir utan heimilis til 18 ára aldurs, þeir fengju stöðugar heimilisaðstæður og komið yrði til móts við sérþarfir þeirra. Í matsgerð kemur fram að rétt áður en matsgerðinni lauk haf i sálfræðingnum borist upplýsingar frá ráðgjafa Barnaverndar um að móðir hefði verið tekin af lögreglu við akstur undir áhrifum fíkniefna. Einnig hefði verið óboðað eftirlit en hún hefði ekki verið heima. Þá hefði skóli drengjanna miklar áhyggjur af stöðu mála. Um tengsl móður og drengjanna segir meðal annars að þau séu að mörgu leyti ágæt, hún hafi mikinn áhuga á þeim og vilji að þeim líði vel. Drengirnir virðist að mörgu leyti háðir móður sinni. Styrkleikar móður séu að hún sé frumleg og fari óvenjulegar leiðir, sé m.a. listræn og segi oft skemmtilega frá. Hún tali vel um drengina og sjái kosti þeirra og hafi með ýmsum hætti reynt að fá aðstoð fyrir þá. Þann [...] júní 2020 úrskurðaði Barnavernd Reykjavíkur að drengurinn yrði vistaður utan heimilis í tvo mánuði. Jafnframt var gerð meðferðaráætlun til að móðir fengi lokatækifæri til að vinna að því að bæta uppeldisaðstæður. Móðirin og drengurinn voru bæði mótfallin vistun utan heimilis. Í september 2020 féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á kröfu barnaverndar nefndar Reykjavíkur um heimild til að vista drenginn utan heimilis móður til [...] júní 2021, með úrskurði í máli nr. U - [...] /2020 sem kveðinn var upp [...] september 2020 og Landsréttur staðfesti [...] nvóember sama ár. Drengurinn hefur dvalið í [...] á vistunartíma sem er sértækt búsetuúrræði. Upphaflega stóð til að undirbúa aðlögun fyrir styrkt fóstur og fundust fósturforeldrar á [...] . Drengurinn var mótfallin því, auk þess sem ekki var talið heppilegt að hann skipti yfir í skóla sem ekki hefði [...] . Samkvæmt upplýsingum frá [...] hefur vistun drengsins gengið vel og miklar framfarir hafa átt sér stað hjá honum. Þá hefur verið unnið að því að koma skipulagi á lyfjamál drengsins, sem veruleg þörf var á við upphaf vistunartímans. Á vistunartíma hefur ei nnig verið aflað upplýsinga frá skóla drengsins. Þar kemur fram að hann hafi að mestu átt gott skólaár. Hann hafi verið samstarfsfús, viljugur að læra og sé oftast með góða einbeitingu og úthald við verkefnavinnu. Líðan hans hafi að mestu leyti verið góð í skólanum og stutt í gleði og góðar vinnustundir. Félagsleg samskipti við önnur börn gangi vel, en hann ræði öðru hvoru um að hann sakni fjölskyldu sinnar. 5 Sótt var um stuðning fyrir móður hjá [...] , auk þess sem sótt var um tilsjón fyrir hana og síðan liðveislu í stað tilsjónar, sem hún samþykkti. Þá var sótt um [...] . Móðirin komst að hjá [...] , en hafnaði viðtölum þar sem hún væri ekki tilbúin í [...] eins og staðan væri. Á fundi sóknaraðila þann 15. júní 20201 var tekið undir það mat starfsmanna barnaverndarnefndar að ekki væri unnt að tryggja öryggi drengsins í umsjá móður að svo stöddu og talið rétt að vista drenginn til eins árs í áframhaldandi vistun í [...] . Var vísað til kynferðislegrar misnotkunar af hálfu [...] , þeirrar niðurstöðu forsjárhæfnismats að stuðningur við móður væri fullreyndur og þess að móðir hefði greint frá því að hún væri enn að taka inn lyf eldri sonar síns. Úrskurður um áframhaldandi 12. mánaða vis tun var kveðinn upp 24. júní 2021. Í úrskurði sóknaraðila er tekið fram að ef aðstæður á heimilinu breytast, s.s. ef [...] og móðir sýnir fram á breyttar aðstæður og heldur sig frá vímuefnum og lyfjum sem læknar hafi ávísað öðrum en henni sjálfri, sé unnt að endurmeta stöðuna. Í skýrslu talsmanns drengsins sem hitti hann í aðdraganda úrskurðarins kemur fram að honum líði ekki vel í [...] vegna þess að hann sakni fjölskyldu sinnar. Hann hafi ekkert út á starfsmenn [...] að setja, en vilji búa hjá móður sin ni. II Málsástæður sóknaraðila Sóknaraðili vísar til þess að engar framfarir hafi orðið hjá móður frá því að niðurstaða Landsréttar í máli nr. [...] /2020 lá fyrir. Á fundi sóknaraðila 15. júní 2021 var tekið undir það mat starfsmanna Barnaverndar Reykjavíkur að ekki væri unnt að tryggja öryggi drengsins í umsjá móður og að með tilliti til aldurs drengsins og tengsla við móður væri talið rétt að vista hann í áframhaldandi eins árs vistun í [...] . Vísað er til alvarlegra lýsinga sem fram hafi komið um kynferðislega misnotkun sem drengurinn hafi orðið fyrir af hálfu [...] . Stuðningur við móður sé talinn fullreyndur og hún ekki metin með nauðsynlega og næg janlega hæfni til að fara með forsjá drengsins. Þá lítur sóknaraðili það alvarlegum augum að varnaraðili hafi sagst taka inn lyf eldri sonar síns sem búi á heimili hennar. Sóknaraðili telur það fela ótvírætt í sér óeðlilega umgengni við lyf sem jaðrað geti við lyfjamisnotkun. Sóknaraðili vísar til þess að í úrskurði frá 24. júní 2021 komi fram að ef aðstæður breyttust til hins betra og ef varnaraðili gæti sýnt fram á bættar aðstæður væri unnt að endurmeta stöðuna með það í huga að drengurinn gæti farið í u msjá hennar að nýju. Fram hafi komið hjá talsmanni drengsins að hann vilji flytja heim til móður þótt hann hafi ekkert út á núverandi búsetuúrræði að setja. Með vísan til aðstæðna og þess að afskipti barnaverndaryfirvalda skuli grundvallast á meðalhófi í s amræmi við barnaverndarlög telur sóknaraðili nauðsynlegt að vistun drengsins standi lengur en þá tvo mánuði sem sóknaraðili hefur heimild til að úrskurða um, sbr. b - lið 1. mgr. 27. gr. barnaverndarlaga. Sóknaraðili gerir því þá kröfu fyrir Héraðsdómi Reykj avíkur að drengurinn verði vistaður utan heimilis í 12 mánuði frá uppkvaðningu sóknaraðila, þ.e. til 24. júní 2022, sbr. 1. mgr. 28. gr. barnaverndarlaga. Með vísan til málsatvika og allra gagna málsins sé ljóst að skilyrðum b - liðar 1. mgr. 27. gr. og 1. m gr. 28. gr. barnaverndarlaga sé fullnægt til að vista drenginn utan heimilis án samþykkis móður. Önnur vægari úrræði, sbr. 24. og 25. gr. laganna, hafi ekki skilað árangri eða séu talin ófullnægjandi. Byggt sé á því að vistun drengsins utan heimilis sé nau ðsynleg, í fullu samræmi við fyrirmæli barnaverndarlaga og meðalhófs hafi verið gætt. Sóknaraðili bendir á að í 1. mgr. 2. gr. barnaverndarlaga komi fram að markmið laganna sé að tryggja að börn sem búi við óviðunandi aðstæður fái nauðsynlega aðstoð. Í þ ví tilliti skuli leitast við að styrkja 6 fjölskyldur í uppeldishlutverki sínu og beita úrræðum til verndar einstökum börnum þegar það eigi við. Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. laganna skuli beita þeim ráðstöfunum sem ætla má að séu barni fyrir bestu og hagsmunir ba rna skuli ávallt hafðir í fyrirrúmi í starfsemi barnaverndaryfirvalda. Þetta sé meginregla í barnaverndarstarfi. Hagsmunir foreldra verði þar af leiðandi að víkja ef þeir stangast á við hagsmuni barnsins, sbr. 1. tl. 3. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um r éttindi barnsins. Sóknaraðili vísar til þess að viðvarandi áhyggjur hafi verið af líðan, velferð og uppeldisaðstæðum drengsins, bæði hjá þjónustumiðstöð og í skóla, og erfiðleikum móður við að takast á við aðstæður hans. Margar tilkynningar liggi fyrir í málinu. Fjölskyldan hafi notið margvíslegs stuðnings í gegnum tíðina en þau úrræði hafi ekki skilað móður árangri og hafi hún nýtt mörg hver illa. Sóknaraðili byggir á því að reglulegum skýrslum um stöðu drengsins og líðan frá starfsfólki [...] og skóla drengsins beri saman um það að góður árangur hafi náðst með drenginn á meðan vistun hefur staðið. Hann hafi tekið jákvæðum breytingum í hegðun og framkomu við starfsmenn [...] . Þann árangur megi rekja til þess ramma og stöðugleika sem skapaður hafi verið í kringum drenginn. Umgengni við föður og systkini hafi gengið vel að mestu, en sömu sögu sé ekki hægt að segja um umgengni við móður. Móðir hafi ýmist verið ör í umgengni eða mjög þreytt og sofið umgengni af sér. Í tengslum við afmæli hennar hafi umgengni verið án eftirlits og þá hafi móðir gefið drengnum röng lyf. Í þessari sömu umgengni hafi hún verið með vímuefni meðferðis í litlum poka sem hún hafi misst á gólfið í húsnæði [...] . Þá virðist hún ekki gera sér grein fyrir alvarleika þess að drengurinn haf i ítrekað orðið fyrir ofbeldi af hálfu [...] og viljað halda því fram að um eitt afmarkað tilvik væri að ræða. Þá beri upplýsingar í málinu með sér að aðstæður á heimili móður séu óviðunandi vegna óþrifnaðar og óreiðu. Með vísan til úrskurðar sóknaraðil a og atvika málsins að öðru leyti sé nauðsynlegt að vistun drengsins standi lengur en þá tvo mánuði sem sóknaraðili hafi heimild til að úrskurða um, sbr. b - lið 1. mgr. 27. gr. barnaverndarlaga, og sé því gerð sú krafa fyrir dómi að drengurinn verði vistaðu r utan heimilis í 12 mánuði frá uppkvaðningu úrskurðar sóknaraðila að telja, eða til [...] júní 2021, sbr. 1. mgr. 28. gr. sömu laga. III Málsástæður varnaraðila Varnaraðili vísi að mestu leyti til málsatvikalýsingar sem finna megi í kröfugerð borgarlögma nns. Þó telur varnaraðili skipta máli að hún búi í rúmgóðri íbúð með drengina og hafi sameiginlega forsjá með föður þeirra. Hún hafi alla tíð átt góð samskipti við barnavernd þar sem hún hafi búið, verið heiðarleg við starfsmenn og samstarfsfús og leitað s ér aðstoðar eftir þörfum, m.a. vegna kynferðisofbeldis. Varnaraðili segist ekki hafa verið upplýst um bókun frá [...] þar sem drengurinn eigi að hafa tjáð sig um kynferðisofbeldi af hálfu [...] . Hún hafi því ekki getað varist því sem þar kom fram og leið rétt það. Varnaraðili segir að umrædd [...] hafi verið fyrir þremur árum en þá hafi enginn vilji verið til að aðstoða hana. Varnaraðili telur sýnt af kröfugerð sóknaraðila, þar sem mælt hafi verið með vistun drengsins utan heimilis til 18 ára aldurs samkvæmt forsjárhæfnismati frá 2020, að ekki hafi staðið til að leggja meiri vinnu í málið. Varnaraðili telur að sú ákvörðun sókna raðila að krefjast vistunar í stað forsjársviptingar hafi takmarkað möguleika varnaraðila á að taka til varna í málinu þar sem grundvöllur fyrir málaferlum sóknaraðila hafi verið framangreint forsjárhæfnismat sem lá fyrir í maí 2020. Varnaraðili gagnrýnir það mat harðlega á þeim forsendum að það hafi verið rangt, hlutlægt og illa unnið og sérstaklega til þess fallið að gera 7 varnaraðila ókleift að krefjast dómkvaddra matsmanna til að meta hæfi varnaraðila. Matsmaður hafi haft fordóma gagnvart móður sem komi m.a. fram í því að hann fjalli ítrekað um útlit hennar, hversu skítug hún sé að mati matsmannsins. Hann taki ekkert tillit til þess að hún glími við [...] . Annaðhvort þurfi að gera nýtt mat á varnaraðila eða virða matið sem liggur fyrir að vettugi. Ekki sé unnt að taka rökstudda ákvörðun í málinu þar sem forsjárshæfnismatið sé ekki hafið yfir allan vafa, sbr. 44. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Varnaraðili vísar til þess að hún hafi strax í upphafi krafist þess að farið væri í þau úrræði sem væ ru fyrir hendi í þeim tilgangi að tryggja að markmið úrskurðar héraðsdóms um að fjölskyldan sameinaðist á ný, næðu fram að ganga. Engin viðbrögð hefðu hins vegar komið frá sóknaraðila vegna þessa. Varnaraðili hafi aðeins einu sinni verið kölluð á fund til að fara yfir hvað hægt væri að gera. Varnaraðili byggir á því að krafa sóknaraðila sé ekki í samræmi við tilgang laganna. Það sé ljóst í lögum um vistun utan heimilis samkvæmt 28. gr., sbr. 27. gr., barnaverndarlaga, að tilgangur vistunar sé að skapa rými til að veita önnur úrræði sem séu fyr ir hendi. Varnaraðili telur sýnt að sóknaraðila gangi það helst til að stía fjölskyldunni í sundur. Í úrskurðinum komi fram að drengurinn geti flutt til móður sinnar ef [...] . Þá sé sóknaraðili með dylgjur um notkun varnaraðila á lyfjum og/eða fíkniefnum , enda þótt þvagpróf og blóðprufur hafi staðfest annað. Enn fremur byggir varnaraðili á því að drengurinn vilji vera hjá móður sinni og hafi gert þann vilja skýran. Skýr vilji hans í málinu skipti máli, ekki síst með tilliti til aldurs hans. Þá byggir v arnaraðili kröfu sína um að kröfu sóknaraðila verði hafnað á grundvelli meðalhófsreglu stjórnsýslulaga og bendir á að barnaverndaryfirvöld skuli aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði, sem að er stefnt, verði ekki náð með öðru og vægara mót i. Sérstaklega er vísað til 7. mgr. 4. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Varnaraðili kveðst þekkja líðan og þarfir barns síns best þar sem hún hafi unnið með honum alla ævi og ekki alltaf fengið þá aðstoð sem hún hafi sóst eftir. V arnaraðili segir að hlu sta verði á vilja drengsins, sem sé tæplega [...] ára gamall, afstaða hans sé skýr og hann vilji hvergi annars staðar vera en hjá móður sinni. Það sé grundvallaratriði í barnaverndarmálum að taka beri tillit til vilja barns eftir því sem unnt er. Enginn ha fi jafnmikinn skilning á líðan barnsins og geti veitt honum þá umhyggju sem móðir hans geti veitt. Auðvelt sé að aðstoða hana við uppeldishlutverk sitt og hún hafi alla tíð sóst eftir slíkri aðstoð. Varakröfu sína um að vistuninni verði markaður skemmri tími byggir móðir á sömu rökum og aðalkröfu sína. Varnaraðili, B , vísar til sömu raka og fram koma hjá móður. Það sé eindreginn vilji hans að búa hjá móður sinni og beri að taka tillit til hans sjónarmiða, sbr. 2. mgr. 56 gr. og 2. mgr. 4. gr. og 63. gr. a í barnaverndarlögum nr. 80/2002, svo og 2. mgr. 12. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna. Til að hægt sé að úrskurða gegn vilja barns þurfi brýnir hagsmunir að standa til þess, sbr. 1. mgr. 27. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Sönnunarbyrði n fyrir því hvíli á sóknaraðila og þurfi að færa fram sterk rök fyrir því að svo sé enda sé friðhelgi heimilis og fjölskyldu varin af 71. gr. stjórnarskrár og 8 gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. 8 Varnaraðili, B , vísar til þess að hann búi ekki við vanrækslu eða ofbeldi á heimilinu. Honum líði vel þar og þar búi móðir hans og bróðir, þeir einstaklingar sem hann hafi nánustu tengsl við. Fjölskyldan hafi vissulega þörf fyrir stuðning, en ástandið á heimilinu sé fjarri því að vera með þeim hætti að öryggi hans sé ógnað, fái fjölskyldan þann stuðning sem hún eigi rétt á. Heimilisástandið sé betra en áður og ýmis stuðningsúrræði hafi haft góð áhrif. Fjölskyldan hafi sýnt að hún geti tekið við og tileinkað sér þann stuðning sem veittur sé á hei milinu og utan þess. Úrræði samkvæmt 27. og 28. gr. barnaverndarlaga eigi alltaf að miðast við að veita stuðning eða meðferð sem að lokum miði að því að geta sameinað fjölskyldur á nýjan leik. Ekki sé hægt að beita úrræðinu ítrekað með 12 mánaða kröfu í se nn allt til 18 ára aldurs barnsins. Þá sé það skýrt markmið með tímabundnu fóstri eða styrktu fóstri skv. 3. gr. reglugerðar um fóstur nr. 804/2004 og 1. og 3. mgr. 66. gr., 75. gr. og 78. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 að skapa tryggar uppeldisaðstæður og stuðning í því augnamiði að fjölskyldan geti sameinast á ný. Lítið hafi gerst í þeim efnum, umgengni sé lítil og stuðningur við fjölskylduna lítill. Varnaraðili B tekur undir þau rök móður að óheppilegt sé að hann sé vistaður á stofnun til langframa. Á stofnuninni séu margir mismunandi aðilar að annast um hann á vöktum og augljóst að erfitt geti verið að mynda eðlilegt og hlýtt fjölskylduumhverfi undir slíkum kringumstæðum. Umhverfi sem líkist frekar stofnun en heimili. Undir þessi sjónarmið sé tekið í úrskurði héraðsdóms nr. U - [...] /2020. Varnaraðili B vísar til meðalhófsreglu og þess að með hliðsjón af henni sé unnt að ná fram sömu markmiðum og stefnt sé að án þess að sundra fjölskyldunni, sbr. 7. mgr. 4. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 og 12. gr . stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Hægt sé að veita fjölskyldunni stuðningsúrræði, m.a. á grundvelli 24. gr. laga nr. 80/2002, og sækja um sérhæfðari stuðning á grundvell 4. tl. 1. mgr. 8. gr. og annarra ákvæða í III. kafla laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþörf nr. 38/2018. Þar sé m.a. kveðið á um frumkvæðisskyldu stjórnvalds, sbr. 32. gr. laganna. Sóknaraðili hefði átt að sækja um framangreind úrræði á grundvelli laga nr. 38/2018 og kynna varnaraðilum þau réttindi. Með því að gera það ekki hafi sóknaraðili brotið gegn rannsóknarreglu stjórnsýsluréttarins, sbr. 1. mgr. 41. gr. laga nr. 80/2002 og 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Til vara er þess krafist að vistuninni verði markaður skemmri tími með vísan til framangreindra raka. IV Niðurstaða Samkvæmt b - lið 1. mgr. 27. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 getur barnaverndarnefnd með úrskurði, gegn vilja foreldra og/eða barns sem náð hefur 15 ára aldri, kveðið á um töku barns af heimili í allt að tvo mánuði og um nauðsynlegar ráðstafa nir, svo sem ráðstöfun þess í fóstur eða vistun á heimili eða stofnun, eða leitað annarra úrræða skv. XIII. og XIV. kafla laganna, til að tryggja öryggi þess eða til að unnt sé að gera viðeigandi rannsókn á barninu eða veita því nauðsynlega meðferð og aðhl ynningu. Skilyrði þess að svo verði farið að eru að vægari úrræði eða úrræði utan heimilis með samþykki foreldra og barns hafi ekki skilað árangri eða barnaverndarnefnd hafi metið þau ófullnægjandi. Þá er það skilyrði að brýnir hagsmunir barns mæli með því að gripið verði til slíks úrræðis. Telji barnaverndarnefnd nauðsynlegt að slík ráðstöfun standi lengur en tvo mánuði skal nefndin gera kröfu um það fyrir héraðsdómi, sbr. 1. mgr. 28. gr. laganna. Er heimilt með úrskurði dómara að vista barn í allt að tólf mánuði í senn frá og með þeim degi þegar úrskurður dómara er kveðinn upp. 9 Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. U - [...] /2020, sem staðfestur var með dómi Landsréttar í máli nr. [...] /2020, var fallist á vistun drengsins utan heimilis til [...] júní 2021. Var hvorki fallist á að brotið hefði verið gegn meðalhófsreglu né rannsóknarreglu við umrædda ákvörðun, þ.m.t. hvort úrskurður sóknaraðila varðandi upphaflega vistun hefði verið byggður á ónógri rannsókn og röngum forsendum einkum að því er var ðar forsjárhæfnismat. Þá var vistun talin heimil þrátt fyrir að vilji drengsins væri, líkt og nú, að dveljast hjá móður sinni. Í máli þessu liggur fyrir að móðir glímir við ýmis vandamál tengd bæði líkamlegri og andlegri heilsu, og er m.a. greind með [...] . Það er óumdeilt og kemur raunar einnig fram í gögnum málsins að hún þarf á miklum og viðvarandi stuðningi að halda til þess að geta sett drengnum mörk og veitt honum og eldri bróður hans viðunandi heimilisaðstæður, stuðning og hvatningu. Ágreiningur inn lýtur fyrst og fremst að því hvort vægari úrræði en vistun utan heimilis séu tæk, þ.e. hvort meðalhófsregla hafi verið virt við ákvörðun um kröfugerð sóknaraðila í málinu og tekið sé nægjanlegt tillit til vilja drengsins og þess að óheppilegt sé að han n dvelji inni á stofnun til lengri tíma. Talsmaður drengsins upplýsti að varnaraðili, B , vildi ekki gefa skýrslu í málinu, en skýr vilji hans til að vera ekki vistaður utan heimilis heldur snúa sem fyrst aftur heim til móður sinnar kemur skýrt fram í gr einargerð hans og skýrslum talsmanns, m.a. frá 28. maí 2021. Eins og áður hefur hann ekkert slæmt að segja um [...] eða starfsmenn þar, en hann sakni móður sinnar og fjölskyldu. Þá vill hann fá aukna umgengni við móður sína, föður sinn og systur. Fjölmör g vitni gáfu skýrslu fyrir dómi til staðfestingar skýrslum sem liggja fyrir í málinu frá greiningar - og meðferðaraðilum. Framburður aðila og vitna verður ekki rakinn frekar en vísað til hans í eftirfarandi forsendum eftir því sem þörf krefur. Í úrskurði h éraðsdóms í máli nr. U - [...] /2020, sem staðfestur var af Landsrétti í máli nr. [...] /2020, kemur fram að barnaverndaryfirvöld hafi með réttu mátt leggja til grundvallar að grunur léki á um neyslu móður, þótt óyggjandi sannanir lægju ekki fyrir, og er vísað til nokkurra tilvika, m.a. eftir að úrskurður sóknaraðila um vistun lá fyrir [...] júní 2020. Í málinu liggja fyrir gögn úr dagbók starfsmanns [...] frá 2. nóvember 2020 um símtal við varnaraðila þar sem hún virtist í mjög slæmu ástandi og vera undir áhri fum áfengis eða annarra vímuefna. Þegar móðir ritaði undir umgengnissamning og umsókn um [...] þann 10. febrúar 2021 vaknaði grunur um að hún væri undir áhrifum efna. Hún neitaði því alfarið en hafnaði jafnframt að gangast undir vímuefnapróf. Þegar hún ski laði drengnum úr umgengni, á afmælisdegi sínum 4. maí 2021, sem hafi verið án eftirlits, tóku starfsmenn [...] eftir því að lítill poki datt úr vasa hennar sem innihélt hvítt duft sem síðar reyndist vera amfetamín. Starfsmenn sóttu pokann eftir að móðir yf irgaf heimilið. Stuttu seinna kom eldri bróðir drengsins að leita að efninu fyrir utan, en samkvæmt móður var þetta efni sem hún hefði tekið af frænda sínum og hugðist farga. Þá reyndist móðir jákvæð fyrir amfetamíni í vímuefnaprófi 26. maí 2021 en vísaði til þess að hún væri að taka inn lyf eldri bróður drengsins sem gæfu jákvæða svörun fyrir amfetamíni. Þau atvik sem hér eru rakin eru ekki til þess fallin að draga úr grunsemdum um vímuefnaneyslu móður, en þær voru einnig uppi í máli nr. U - [...] /2020, en da þótt hvorki verði nú frekar en þá vísað til óyggjandi sönnunargagna í þeim efnum. Þá felur sú háttsemi móður að taka inn lyf sem ávísað var á eldri son hennar 10 ótvírætt í sér óeðlilega umgengni við lyf, sem jaðrað getur við lyfjamisnotkun, sbr. einnig fr amangreindan úrskurð héraðsdóms sem staðfestur var af Landsrétti. Í samskiptum móður við varnaraðila, B , á vistunartíma hafa komið upp tilvik sem hafa sýnt ákveðið markaleysi og verið óviðeigandi þegar kemur að kynferðislegri hegðun og umræðu í samskiptum . Starfsmenn [...] hafa verið viðstaddir símtöl milli varnaraðila þar sem drengurinn spyr móður sína hvort hún muni eftir [...] . Í kjölfar heimsóknar 2. október 2020 sagði varnaraðili B við starfsmenn [...] að hann [...]. Í skýrslutöku nú fyrir dómi skýrð i hún frá því að einungis væri um afmarkað tilvik að ræða, þrátt fyrir að það liggi fyrir framburður varnaraðila B um að þetta hafi gerst oftar. Þessi afstaða hennar vekur vafa um að hún hafi skilning á því hvernig tryggja megi nægjanlega öryggi drengsins. Eins og rakið er í úrskurði héraðsdóms í máli nr. U - [...] /2020 var mikill og samfelldur stuðningur við fjölskylduna frá því snemma árs 2019 og gripið hefur verið til ýmissa úrræða. Ljóst er af skýrslum allra þeirra greiningar - og meðferðaraðila sem að m álinu hafa komið að móðir hefur átt mjög erfitt með að tileinka sér þær leiðbeiningar sem hún hefur fengið, þótt einhver árangur hafi orðið þá virðist örðugt að viðhalda honum. Frá því að úrskurður var kveðinn upp þann [...] júní 2020 var gerð áætlun um me ðferð máls samkvæmt 23. gr. laga nr. 80/2002 til tólf mánaða þar sem mælt yrði fyrir um samvinnu við móður um að finna henni úrræði til að vinna með andlegan og líkamlega vanda hennar. Sótt var um fyrir hana á [...] . Send var beiðni um liðveislu á þjónustu miðstöð til að styrkja hana félagslega og leiðbeina henni. Báðir varnaraðilar fengu [...] . Haft var samband við geðlækna og sálfræðinga vegna móður en erfiðlega gekk að koma henni að. Hún komst þó að hjá [...] , en hún afþakkaði viðtal og hafnaði frekari vi ðtölum þar sem hún væri ekki tilbúin í þá [...] . Verður ekki fallist á að stuðningur við móður hafi verið ófullnægjandi eftir að úrskurður var kveðinn upp um vistun drengsins, enda þótt ekki hafi alltaf tekist að fá þá hjálp sem að var stefnt. Virðist enn skorta upp á innsæi og skilning móður á þörfum drengjanna fyrir rútínu og reglu, einkum varðandi mætingar í skóla og þau stuðningsúrræði sem þeir eru taldir þurfa. Viðhorf drengsins er það sama og áður, að hann vill búa hjá móður. Er sú afstaða vel skil janleg enda hefur hann alla tíð búið hjá móður og aldrei hefur áður komið til vistunar hans utan heimilis hennar. Í ljósi aldurs hans ber að taka ríkt mið af vilja hans, nema brýnir hagsmunir hans mæli með öðru. Við mat á því hvort brýnir hagsmunir hans st andi til vistunar utan heimilis, og hvort meðalhófs hafi verið gætt við þá ákvörðun og tímalengd, er til þess að líta að samkvæmt gögnum málsins býr drengurinn við verulegar skerðingar og mun meiri en eldri bróðir hans. Eru þarfir hans því enn ríkari en al mennt gerist um börn og ungmenni. Í niðurstöðu héraðsdóms í máli nr. U - [...] /2020, sem Landsréttur staðfesti, er því slegið föstu að vanræksla á heimilinu undanfarin ár hafi komið niður á þroska hans, einkum vegna skorts á mætingum í skóla og félagslegri þ átttöku, og viðunandi heimilisaðstæður séu forsenda þess að börn og ungmenni geti nýtt sér stuðningsúrræði. Vistun drengsins á [...] hefur gengið vel. Hann hefur tekið framförum og verulega hefur dregið úr ofbeldisfullri hegðun. Samkvæmt upplýsingum frá skóla hefur hann átt gott skólaár, verið samstarfsfús og viljugur til að læra og félagsleg samskipti við önnur börn hafa gengið vel. Þrátt fyrir að það sé áhyggjuefni að vista börn til lengri tíma á stofnunum verður ekki horft fram hjá því að eins og atvikum er háttað í þessu máli verður það úrræði að teljast betra fyrir varnaraðila B en að hann fari heim að nýju. Er þá fyrst og fremst horft til þess að drengurinn þarf á miklum stuðningi að halda, sem varnaraðili A getur ekki veitt honum, enda sjálf í mikilli þörf fyrir stuðning sem hún hefur átt erfitt með að tileinka sér. Þá verður ekki séð að hægt sé að tryggja öryggi drengsins við n úverandi aðstæður á heimilinu. Loks skiptir verulegu máli að drengurinn hefur sýnt miklar framfarir á vistunartímabilinu. 11 Dregið hefur úr ofbeldisfullri hegðun hans, og skólaárið hefur gengið mun betur en áður. Að öllu því sem fyrir liggur í málinu heildst ætt virtu verður á það fallist að vandséð sé að vægari úrræði hafi verið tæk í júní sl. en að halda vistun drengsins áfram tímabundið utan heimilis til að tryggja honum viðunandi heimilisaðstæður og nauðsynlega hvatningu og stuðning, á meðan móðir fengi fæ ri á að bæta uppeldisaðstæður hans með því að vinna í líkamlegri og andlegri heilsu sinni. Þykir ekki ástæða til að vistun drengins verði markaður skemmri tími. Samkvæmt framanrituðu verður krafa sóknaraðila því tekin til greina eins og hún er fram sett. Kæra frestar ekki framkvæmd úrskurðar þessa, sbr. 2. mgr. 64. gr. barnaverndarlaga. Varnaraðilar njóta lögbundinnar gjafsóknar, samkvæmt gjafsóknarleyfum, dags. 30. ágúst 2021 og 13. september 2021. Allur gjafsóknarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. þóknun lögmanna þeirra sem þykir hæfilega ákveðin eins og í úrskurðarorði greinir. Samkvæmt dómvenju er þóknun lögmanns ákveðin án tillits til virðisaukaskatts. Málskostnaður milli sóknar - og varnaraðila fellur niður. Helgi Sigurðsson héraðsdómari kveð ur upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Fallist er á kröfu sóknaraðila, barnaverndarnefndar Reykjavíkur, um heimild til að vista B , f. [...] , sem lýtur forsjá foreldra sinna, A og [...] , utan heimilis móður til 24. júní 2022. Allur gjafsóknarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. þóknun lögmanns móður, Þorgils Þorgilssonar, 700.000 krónur, og þóknun Ómars Arnar Bjarnþórs sonar, 700.000 krónur. Málskostnaður milli sóknar - og varnaraðila fellur niður.