LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 13. maí 2022. Mál nr. 74/2021 : Bob Borealis ehf. ( Hjörleifur B. Kvaran lögmaður, Bernhard Bogason lögmaður, 3. prófmál) gegn Hallgerði ehf., Friðriki Pálssyni, Ingibjörgu Guðnýju Friðriksdóttur og Mörtu Maríu Friðriksdóttur ( Einar Þór Sverrisson lögmaður) Lykilorð Einkahlutafélag. Stjórnarmenn. Hlutafé. Samningur. Skaðabótakrafa. Sönnun. Málsástæða. Útdráttur B ehf. höfðaði mál gegn H ehf. og stjórnarmönnum þess og krafðist skaðabóta vegna sölu BE á hlut sínu m í H ehf. Byggði B ehf. á því að stjórnarmenn H ehf. hefðu valdið BE tjóni með saknæmri og ólögmætri háttsemi við gerð samnings um kaup á hlutafénu með því að halda frá honum upplýsingum um rekstur og efnahag félagsins og það hefði leitt til þess að BE he fði selt H ehf. hluti sína á undirverði. Landsréttur taldi sannað að BE, sem hefði reynslu af rekstri H ehf. og hefði notið aðstoðar bæði ráðgjafa og lögmanns við samningsgerðina, hefði átt frumkvæði að sölu hlutafjár síns í H ehf. auk þess sem gögn málsin s bentu til þess að umsamið kaupverð hefði verið málamiðlun milli samningsaðila. Þá hefði B ehf. hvorki tekist sönnun um að viðsemjendur BE hefðu haft vitneskju um nánar tilgreindar forsendur sem BE kvaðst hafa gefið sér við samningsgerðina, né að stjórnar menn félagsins hefðu leynt upplýsingum um rekstur þess við samningsgerðina. Var því staðfest niðurstaða héraðsdóms um sýknu H ehf. o.fl. af kröfum B ehf. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma Gunnar Þór Pétursson prófessor, Kristinn Bjarnason lögmaður og Ragnheiður Thorlacius fyrrverandi héraðsdómari. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 5. febrúar 2021 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 8. janúar 2021 í málinu nr. E - 446/2019 . 2 2 Áfrýjandi krefst þess að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og stefndu verði gert að greiða honum óskipt 109.256.794 krónur eða aðra lægri fjárhæð að mati dómsins auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 13. mars 2013 Þá krefst hann málskostnaðar úr hendi stefndu í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefndu krefjast staðfestingar hins áfrýjaða dóms auk málskostnaðar fyrir Landsrétti. Niðurstaða 4 Máls atvikum og málsástæðum aðila er skilmerkilega lýst í hinum áfrýjaða dómi. 5 Áfrýjandi , Bob Borealis ehf., fékk kröfu máls þessa framselda frá Birni Erik Walter Nygaard Kers, forsvarsmanni áfrýjanda, þann 21. október 2018. Fjárkrafa áfrýjanda á hendur stefnd u á rætur að rekja til kaupa Hallgerðar ehf. á hlutafé í eigu Björns Eriks í félaginu þann 19. mars 2013 sem nam 17% af útgefnu hlutafé þess. Er kröfunni beint að félaginu sjálfu og stjórnarmönnum þess, þeim Friðriki Pálssyni, Ingibjörgu Guðnýju Friðriksdóttur og Mörtu Maríu Friðriksdóttur, sem öll skipuðu stjórn félagsins þegar kaupin áttu sér stað. Hið stefnda félag mun á umræddum tíma hafa rekið Hótel Rangá, auk hótels og gistiheim ilis við Hrauneyjar og um tíma Hótel Skóga, öll staðsett á Suðurlandi. Björn Erik hafði fyrir kaupin gegnt starfi rekstrarstjóra hins stefnda félags, nánar tiltekið á árunum 2003 til 2010, og jafnframt verið hluthafi í því frá árinu 2009. 6 Svo sem greinir í hinum áfrýjaða dómi byggir áfrýjandi á því að sannað sé að forsendur Björns Eriks, sem áfrýjandi leiðir rétt sinn frá, hafi við kaupsamningsgerðina miðað við að EBIDTA - hagnaður hins stefnda félags á rekstrarárinu 2012 væri 130 milljónir króna en ekki rúma r 213 milljónir króna eins og síðar hafi komið fram. Telur áfrýjandi einnig sannað að upplýsingum um rekstur félagsins og afkomu ársins 2012 hafi stjórnarmenn hins stefnda félags haldið leyndum í aðdraganda og við sjálfa samningsgerðina. 7 Eins og fram kemu r í gögnum málsins fékk lögmaður Björns Eriks, sem aðstoðaði hann í aðdraganda sölunnar og var viðstaddur undirritun samningsins, upplýsingar á aðalfundi hins stefnda félags 20. september 2012 um bætta afkomu þess á fyrstu sex mánuðum ársins 2012. Á hlutha fafundi 4. desember sama ár var upplýst að rekstur Eriks og lögmanns hans með sér að Bjö rn hafi þá haft vitneskju um að það stefndi í um 150 milljóna króna hagnað félagsins á rekstrarárinu 2012. 8 Með vísan til gagna málsins, svo sem nánar er rakið í forsendum héraðsdóms, telst sannað að Björn Erik, sem hafði reynslu af rekstri hins stefnda fél ags og naut bæði aðstoðar ráðgjafa og lögmanns við samningsgerðina, hafi átt frumkvæði að sölu hlutafjár síns í Hallgerði ehf. Þá hefur ekkert komið fram í málinu um að forsvarsmönnum hins stefnda félags hafi verið kunnugt um framangreindar forsendur 3 Björn s Eriks í aðdraganda eða við samningsgerðina sjálfa. Þá er ekki vikið að þeim í kaupsamningnum. Þvert á móti benda gögn málsins til þess að umsamið kaupverð hafi verið málamiðlun milli samningsaðila. 9 Hefur áfrýjanda því hvorki tekist sönnun um að viðsemje ndur Björns Eriks hafi haft vitneskju um áðurnefndar forsendur hans við samningsgerðina, né að hinir stefndu stjórnarmenn félagsins hafi leynt upplýsingum um rekstur þess og afkomu ársins 2012. Verður áfrýjandi að bera hallann af sönnunarskorti að þessu le yti. 10 Í greinargerð til Landsréttar byggir áfrýjandi á því að kaup stefnda Hallgerðar ehf. á sem ætlast verður til af stjórnarmönnum í einkahlutafélagi í tengslum við kaup á eigin henni finnur hvorki stað í héraðsdómsstefnu né í lýsingu hins áfrýjaða dóms á þeim málsástæðum se m byggt var á og ekki eru uppfyllt skilyrði 2. mgr. 163. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála til þess að á henni verði byggt við úrlausn málsins fyrir Landsrétti. 11 Að framangreindu virtu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms ver ður hann staðfestur. 12 Að virtum úrslitum málsins og 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður áfrýjanda gert að greiða stefndu málskostnað fyrir Landsrétti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Bob Boreal is ehf., greiði stefndu, Hallgerði ehf., Friðriki Pálssyni, Ingibjörgu Guðnýju Friðriksdóttur og Mörtu Maríu Friðriksdóttur, hverju um sig, 400.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 8. janúar 2021 Mál þetta, sem þingfest var 5. febrúar 2019 og dómtekið 16. nóvember sl., hefur Bob Borealis ehf., Höfðabakka 9b, Reykjavík, höfðað á hendur Hallgerði ehf., Suðurlandsvegi, Hellu, Friðriki Pálssyni, , Reykjavík, Ingibjörgu Guðnýju Friðriksdóttur, , R eykjavík, og Mörtu Maríu Friðriksdóttur, , Reykjavík. 109.256.794 eða aðra lægri fjárhæð að mati dómsins, auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 13. mars 2013 til 1. febrúar 2019 en með dráttarvöxtum frá þeim degi til Stefndu krefjast aðallega sýknu af kröfum stefnanda en til vara að kröfur stef nanda verði lækkaðar verulega. Í báðum tilvikum krefjast stefndu hvert fyrir sig málskostnaðar úr hendi stefnanda þeim að skaðlausu. 4 I Helstu málsatvik Forsaga máls þessa er sú að með samningi 19. mars 2013 keypti hið stefnda félag, Hallgerður ehf., hluti Björns Eriks Walters Kers í félaginu. Um var að ræða 17% af útgefnu hlutafé. Fram kemur í stefnu að félagið hafi á þessum tíma átt 6,75% hlut í sjálfu sér þannig að í raun hafi verið um að ræða kaup á 18,15% af virku hlutafé í félaginu. Fram kemur í gögnu m málsins að Hallgerður ehf. rekur Hótel Rangá á Suðurlandi, auk hótels og gistiheimilis við Hrauneyjar, og um tíma mun félagið hafa rekið Hótel Skóga. Stefndu, Marta María Friðriksdóttir, Ingibjörg Guðný Friðriksdóttir og Friðrik Pálsson, eru í stjórn Hal lgerðar ehf. og voru stjórnarmenn í félaginu í september 2012. Samkvæmt gögnum málsins mun stefnandi, Bob Borealis ehf., hafa þann 21. október 2018 fengið kröfur á hendur stefndu framseldar frá Birni Erik Walter Kers, fyrirsvarsmanni stefnanda. Björn mun h afa verið starfsmaður Hallgerðar ehf. á árunum 2003 til 2010 sem rekstrarstjóri og jafnframt hluthafi í félaginu frá 2009 til 2013. Kaupverðið samkvæmt áðurnefndum samningi var 115.000.000 króna. Við undirritun samningsins skyldu greiðast 45.000.000 króna og eftirstöðvarnar, 70.000.000 króna, skyldu greiðast með fimm árlegum, vaxtalausum afborgunum að fjárhæð 14.000.000 króna hver, sú fyrsta 15. desember 2013 og hinar fjórar 15. mars hvert ár. Lokagreiðsla skyldi þannig greiðast 15. mars 2018. Samkvæmt því sem komið er fram í málinu er kaupverðið að fullu greitt. Enginn ágreiningur er í sjálfu sér í málinu um efni samningsins, kaupverð eða greiðsluskilmála, en aðila greinir nokkuð á um tildrög hans og atvik að samningsgerðinni. Fram kemur í stefnu að nokkru áður en fyrrgreind viðskipti hafi átt sér stað, eða 30. júní 2011, hafi Hallgerður ehf. keypt 6,75% hlut af Birni Kers, eða 2.395.033 hluti á 13.500.000 krónur. Segir stefnandi að það hafi verið gert í tengslum við gerð samstarfssamnings sama dag og kaups amningurinn um hlutina var gerður. Kveðið sé á um það í kaupsamningnum frá 30. júní 2011 að söluverðið verði leiðrétt þegar allir hlutir í Hallgerði ehf. séu seldir og að leiðréttingin verði til samræmis við þá til sölu til hækkunar eða lækkunar. Það mál s é enn ófrágengið og rekið í öðru dómsmáli. Um aðkomu Björns að félaginu Hallgerði ehf. segir í greinargerð stefndu að hann hafi orðið hluthafi í félaginu í lok árs 2009 þegar samþykkt hafi verið að hann fengi afhentan 23,75% hlut í félaginu á nafnverði eða á genginu 1 fyrir hverja krónu hlutafjár. Um hafi verið að ræða mikil vildarkjör, en sex mánuðum fyrr hefði nýr hluthafi komið að félaginu á genginu 5,64. Fyrir hlutinn hafi Björn greitt 8.426.967 krónur. Kaupverðið hafi hann fjármagnað þannig að hann haf i fengið 5.000.000 króna að láni hjá Rudolph Lamprecht, sem síðar komi við sögu vegna samskipta aðila, og svo hafi félag í eigu stefnda Friðriks lánað honum 3.426.967 krónur. Sú fjárhæð hafi raunar aldrei verið endurgreidd. Frá kaupum og til sölu hlutafjár ins á þessum rétt rúmum þremur árum hafi verðmæti þess nítjánfaldast. Undir lok starfstíma Björns hafi verið farið að gæta talsverðra erfiðleika í samskiptum við hann sem m.a. hafi komið fram í erfiðum skapsveiflum og samstarfsörðugleikum við stefnda Friðr ik og annað starfsfólk á Hótel Rangá. Í september 2010 hafi hann svo látið af störfum að eigin ósk. Með samningi við Björn 30. júní 2011 hafi Hallgerður ehf. keypt af honum samtals 6,75% af heildarhlutfé félagsins. Hafi hann þá átt eftir 17% í félaginu. Ka upverðið í þessum viðskiptum hafi verið 13.500.000 krónur. Á sama tíma hafi verið gerður samstarfssamningur milli aðila og Gísli Gíslason lögfræðingur tilnefndur umboðsmaður Björns hér á landi í samskiptum við félagið og forsvarsmenn þess. Í stefnu sé því haldið fram að í kaupsamningnum frá 30. júní 2011 komi fram að leiðrétta beri söluverðið, það mál sé enn ófrágengið og verði rekið í sérstöku máli. Sé þessu sérstaklega mótmælt af hálfu stefndu enda tæp átta ár liðin frá samningsgerðinni. Hvorki stefnandi né Björn hafi nokkurn rétt til leiðréttingar á því verði. Stefnandi lýsir því svo að kaupin í mars 2013 hafi átt sér langan aðdraganda. Eftir að Björn hafi hætt störfum fyrir Hallgerði ehf. á árinu 2010 hafi hann viljað selja hlut sinn í félaginu. Hann ha fi á hinn bóginn fengið takmarkaðar upplýsingar um rekstur og efnahag félagsins og því átt erfitt með að meta verðmæti hlutarins og útbúa viðunandi sölugögn til að geta boðið hlutinn til sölu. Hann hafi auk þess búið erlendis og því ekki verið í tengslum v ið starfsemi félagsins eða íslenska ferðaþjónustu almennt. Hann hafi ráðið sér lögmann til að vinna að hagsmunum sínum tengdum hlutunum í Hallgerði ehf., fyrst Gísla Gíslason og síðar Sigurð Valgeir Guðjónsson. 5 Lögmaður stefnanda sendi félaginu erindi 30. ágúst 2012 þar sem farið var fram á hluthafafund í félaginu auk þess sem óskað var eftir svörum við fjölmörgum spurningum um atriði er lutu að rekstri þess. Erindið var tekið fyrir á hluthafafundi 20. september 2012 og þar voru lögmanni Björns afhent svör við samtals 54 spurningum. Kemur fram í stefnu að einhverjum af framkomnum spurningum hafi verið svarað en í raun verði að telja að Björn hafi verið hundsaður af stjórnendum félagsins og öll svör og upplýsingar til hans verið með þeim hætti að það hafi átt að láta hann hafa sem minnstar upplýsingar um rekstur og efnahag félagsins. Haldinn hafi verið annar hluthafafundur 4. desember 2012 en þar hafi ekki komið fram upplýsingar eða gögn um veigamikil atriði og ljóst að stjórn félagsins hafi ekki talið ástæðu til að bæta neinu við þær upplýsingar sem gefnar höfðu verið á fundinum í september. Þessari lýsingu hafa stefndu mótmælt og benda á að stefnandi hafi fengið svör við öllum spurningum sem hann hafi óskað eftir í fyrrgreindum svörum sem lögð hafi verið fram á hluthafafundinum í september 2012 í kjölfar erindis lögmanns Björns 30. ágúst 2012 og síðar í ítarlegum svörum sem farið hafi verið yfir á hluthafafundi 4. desember 2012 í kjölfar annars erindis lögmanns Björns 25. október 2012. Sumar spurninganna hafi lotið að persónulegum málum starfsmanna, eins og launakjörum, og aðrar varðað tímabil í rekstri félagsins áður en Björn varð hluthafi í lok árs 2009. Í stefnu segir að í fundargerð aðalfundar Hallgerðar ehf. frá 20. september 2012 komi fram undir umfjöllun um skýrslu stjórnar að mikil umskipti hafi orðið í rekstri félagsins á milli áranna 2010 og 2011 og að flestallar ytri aðstæður séu félaginu hagstæðar. Þá sé vikið að stöðu leigusalans Pólar Hótela ehf. og að hugsanlegt sé að félagið missi eignir sínar, m .a. Hótel Rangá, og/eða að félagið fari sjálft í gjaldþrot. Útlitið væri því dökkt hvað þetta varðaði og sú óvissa hefði gríðarleg áhrif á framtíðarrekstur og verðmæti Hallgerðar ehf. sem rekstrarfélags. Í umfjöllun um ársreikning félagsins fyrir árið 2011 segi að afkoma félagsins á árinu 2011 hafi verið mjög góð að mati stjórnenda þess. Framkvæmdastjóri hafi því næst skýrt frá því að horfur í rekstri á árinu 2012 væru góðar en hins vegar væru dökk óveðursský á lofti vegna fyrirhugaðrar hækkunar á virðisauk spurningum Björns sem afhent hafi verið á fundinum og rætt undir liðnum Önnur mál að óafstemmdar útskriftir úr bókhaldi félagsins eftir fyrstu 6 mánuði ársins 2012 gefa til k ynna um 15 júní, júlí og ágúst voru 386 góð eins og ávallt í lok sumars. Framundan er síðan tímabil tapreksturs sem minnkar sjóðsstöðuna Á hluthafafundinum 4. desember 2012 hafi af hálfu Björns verið óskað eftir upplýsingum upp, þannig hafa (svo) kvikmyndataka á hálendinu skapað miklar tekjur o.fl. Hins vegar hefur Friðrik áhyggjur af árinu 2013, m. Lögmaður Björns sendi erindi til atvinnuvega - og nýsköpunarráðuneytisins 3. janúar 2013 með kröfu um að það hlutaðist til um rannsókn á tilteknum þáttum í starfsemi Hallgerðar ehf. Segir í stefnu að þetta hafi verið gert m.a. vegna tregðu stjórnar félagsins til að leggja fram upplýsingar og gögn. Erindið var síðar afturkallað með bréfi lögmanns Björns til ráðuneytisins 26. mars 2013 og með bréfi 19. mars 2013 afturkallaði Björn beiðni um skipan rannsóknarnefndar vegna mál efna félagsins. Umræddur samningur aðila var svo undirritaður 19. mars 2013, eins og áður er lýst. Stefnandi greinir svo frá að seint á árinu 2016 hafi Björn komist að því að þær hugmyndir og upplýsingar sem hann hefði haft um rekstur og efnahag félagsins á árunum 2012 og 2013, þegar hann gerði kaupsamninginn við Hallgerði ehf. 19. mars 2013, hefðu alls ekki verið í samræmi við raunverulega rekstrarafkomu og efnahag félagsins. Hafi hann seint á árinu 2016 skoðað ársreikninga Hallgerðar ehf. fyrir árin 2012 og 2013 (samandregnar útgáfur) og séð að þær upplýsingar og sú mynd sem hann hafði haft af rekstri og efnahag félagsins þegar hann seldi hlut sinn væri í engu samræmi við þá mynd sem stjórnendur félagsins höfðu dregið upp af afkomunni í samskiptum við hann . Björn hafi þá óskað eftir því við Jónínu Benediksdóttur í upphafi árs 2017 að hún hefði milligöngu um að fá upplýsingar og gögn frá Hallgerði ehf. vegna málsins og að hún myndi leita sátta í því, en hún hafði áður haft milligöngu varðandi samskipta 6 aðila á milli. Hallgerður ehf. hafi hafnað málaleitan Jónínu. Í maí 2017 hafi Björn óskað eftir því bréflega við Hallgerði ehf. að fá ársreikninga félagsins afhenta í því skyni að skoða málið frekar. Hafi því verið hafnað af hálfu Hallgerðar ehf. með bréfi 9. j úní 2017. Í kjölfar fundar sem lögmenn aðila hafi átt um haustið 2017 hafi framangreind beiðni verið ítrekuð en henni enn verið hafnað af hálfu Hallgerðar ehf. Björn hafi þá leitað til Héraðsdóms Reykjavíkur með beiðni á grundvelli 77. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 um að teknar yrðu skýrslur fyrir dómi af þeim Sigurði Guðjónssyni lögmanni og Hallgrími B. Geirssyni, fyrrum stjórnarmanni í Hallgerði ehf., og að lagt yrði fyrir Hallgerði ehf. að afhenda honum ársreikninga félagsins árin 2012 og 201 3. Vitnaskýrslur hafi verið teknar þann 5. febrúar 2018 en af hálfu Hallgerðar ehf. hafi málaleitan Björns um afhendingu ársreikninganna enn verið hafnað og hafi héraðsdómur fallist á þá afstöðu með úrskurði 11. apríl 2018. Úrskurðurinn hafi ekki verið kær ður. Framangreindar skýrslutökur hafi á hinn bóginn leitt til þess mats Björns og stefnanda að Hallgerður ehf. og stjórnendur félagsins hefðu með saknæmum og ólögmætum hætti brotið gegn hagsmunum hans þegar Hallgerður ehf. keypti hluti hans (eigin hluti) á árinu 2013. Hafi aðrir hluthafar hagnast verulega á hans kostnað og beri félagið og stjórnendur þess bótaábyrgð á því gagnvart Birni og þar með stefnanda. Í stefnu er því lýst að Björn hafi ekki átt þess kost að greina ársreikninga Hallgerðar ehf. fyrir árin 2012 og 2013 þar sem félagið hafi ekki viljað afhenda reikningana. Því hafi verið farin einföld leið við mat á tjóni stefnanda. Ársreikningarnir hafi svo verið lagðir fram undir rekstri þessa máls og þá fyrst hafi stefnandi getað sannreynt tjón sitt. Hann hafi því aflað matsgerðar dómkvadds matsmanns til að sýna fram á tjón sitt út frá hefðbundnum verðmatsaðferðum og út frá raunverðmæti hlutanna sem skipt hafi um eigendur með samningnum í mars 2013. II Málsástæður og lagarök stefnanda og sjónarmið um atvik máls Stefnandi byggir á því að stefndu hafi með saknæmum og ólögmætum hætti valdið Birni Kers, sem stefnandi leiði rétt sinn frá, tjóni og að ráðstafanir félagsins og stjórnar þess hafi verið til þess fallnar að afla öðrum hluthöfum en Birni ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað hans. Stefnandi byggir á því að ef Björn hefði haft þær upplýsingar sem hann hafi síðar fengið hefði hann aldrei samþykkt að selja hlutina til Hallgerðar ehf. á því verði sem kaupsamningurinn kvað á um. Aðrir hluthafar í f élaginu hafi því hagnast umtalsvert á hans kostnað vegna viðskiptanna. Því er lýst í stefnu að kaupin í mars 2013 hafi átt sér nokkurn aðdraganda. Eftir að Björn hafi hætt störfum á árinu 2010 hafi hann viljað selja hlut sinn í félaginu en fengið takmarkað ar upplýsingu um rekstur þess. Málið hafi hins vegar þróast þannig að fyrirsvarsmaður Hallgerðar ehf. hafi komið þeim skilaboðum til Björns í byrjun mars 2013 að félagið vildi kaupa alla hluti hans með þeim skilyrðum m.a. að krafa um rannsókn á rekstri fél agsins yrði afturkölluð. Lýsir stefnandi atvikum svo að kaupsamningurinn hafi verið lagður fyrir hann á fundi hjá lögmanni Hallgerðar ehf. á þeim grundvelli að hann yrði að taka fram komnu boði en ella kæmist enginn samningur á. Ekki væri neitt tilefni til samningaviðræðna og engar frekari upplýsingar yrðu veittar. Samningurinn hafi þannig verið algerlega unninn á vegum Hallgerðar ehf. og lögmaður Björns ekki tekið að neinu leyti þátt í gerð hans eða umræðum um hann. Hafi það verið staðfest af hálfu lögmann sins í vitnaskýrslu fyrir dómi sem liggi fyrir í málinu. Staðreyndin sé sú að við samningsgerðina hafi engar upplýsingar legið fyrir um rekstrarafkomu Hallgerðar ehf. á árinu 2012 aðrar en þær sem framkvæmdastjórinn Friðrik Pálsson og stjórn félagsins höfð u upplýst um og bókað var um á hluthafafundum þann 20. september 2012 og 4. desember 2012 og fyrr sé getið. Við kaupsamningsgerðina í mars 2013 hafi heldur engar upplýsingar legið fyrir um að viðræður stæðu yfir um að Hallgerður ehf. myndi taka yfir félagi ð Pólar Hótel ehf. sem átti fasteignina sem Hótel Rangá er rekið í eða um að fyrirsvarsmenn félaganna hefðu boðið rekstur Hallgerðar ehf. og Pólar Hótela ehf. sameiginlega til sölu áður en samningurinn var gerður við Björn. Friðrik Pálsson, stærsti eigandi Hallgerðar, hafi jafnframt verið hluthafi í Pólum Hótelum ehf. Strax í kjölfar kaupa á hlutum Björns Kers í Hallgerði ehf. hafi Hallgerður ehf. keypt alla hluti í Pólum Hótelum ehf. Í kaupsamningnum frá 19. mars 2013 hafi kaupandinn lagt gríðarlega áhers lu á að Björn staðfesti að hann væri sáttur við upplýsingar frá kaupandanum og að Björn myndi skuldbinda sig til að taka ekki 7 nein mál upp gagnvart félaginu eða stjórnendum þess á síðari stigum. Björn hafi hins vegar engar frekari upplýsingar eða gögn feng ið frá félaginu varðandi þau atriði sem hann hafði leitað upplýsinga um og engar frekari fjárhagsupplýsingar en að framan greinir. Björn hafi eigi að síður tekið þá ákvörðun að selja hluti sína Hallgerði ehf. á þessum grundvelli og tilkynnt lögmanni sínum um þá ákvörðun. Hafi hann gert það þrátt fyrir að hann teldi kaupverðið nokkru undir raunverulegu verðmæti út frá verðmatsaðferðum sem hann hafi talið gilda um sölu á rekstri hótela og hann hafði aflað sér upplýsinga um. Hafi Björn skrifað undir samningin n án þess að fá nokkra ráðgjöf um efni hans frá lögmanni sínum eða öðrum sérfræðingum. Mat Björns á framkomnu tilboði Hallgerðar ehf. hafi grundvallast á þeim upplýsingum og gögnum sem hann hafði frá félaginu um rekstur þess og efnahag. Björn hafi haft árs reikning félagins fyrir árið 2011 og framangreindar upplýsingar frá Friðriki Pálssyni og stjórn félagsins um að reksturinn hefði gengið vel. Reikna mætti með einhverjum rekstrarbata frá árinu áður og óverulegri veltuaukningu, en blikur væru þó á lofti. Á árinu 2011 hafi rekstrarhagnaður Hallgerðar ehf. fyrir skatta numið um 94,4 milljónum. Á árinu 2012 hafi rekstrarhagnaður félagsins fyrir skatta hins vegar numið um 214,4 milljónum eða meira en tvöfalt meira en á árinu 2011. Um það hafi Björn ekki haft upp lýsingar þegar hann seldi Hallgerði ehf. hluti sína. Þær hafi stjórn Hallgerðar ehf. á hinn bóginn haft en ekki deilt þeim með Birni. Einu tölulegu upplýsingarnar sem stjórn Hallgerðar ehf. hafi gefið Birni um rekstur félagsins árið 2012 og fyrstu mánuði ársins 2013, áður en keyptur hafi verið af honum 18,15% hlutur í félaginu, hafi ágúst 2012 miðað við sama tíma árið áður væri 12 milljónir, veltuaukning, ekki hag naðaraukning. Tæpum tveimur mánuðum eftir að Hallgerður ehf. hafi keypt hlutinn af Birni og greitt fyrstu kaupsamningsgreiðslu að fjárhæð 45 milljónir króna hafi verið samþykkt arðgreiðsla til annarra hluthafa félagsins að fjárhæð 42 milljónir króna. Hluth afarnir hafi sem sagt fengið svipaða fjárhæð út úr félaginu og Björn og átt alla hluti sína áfram en Björn hafi látið alla sína hluti af hendi í viðskiptum við félagið. Stefnandi byggir á því að með því að kaupa hlut Björns í félaginu án þess að láta hann hafa nokkrar fjárhagsupplýsingar aðrar en að rekstur félagsins væri með óverulegum hætti betri á árinu 2012 en á árinu 2011 og með því að greina ekki frá viðræðum um yfirtöku á Pólum Hótelum ehf. eða möguleikum til að selja rekstur Hallgerðar ehf. með rek stri Pólar Hótela ehf. hafi félagið og stjórn þess ekki greint frá verulega mikilvægum atriðum sem hefðu haft áhrif á mat Björns á verðmæti hins selda. Þetta hafi félagið og stjórn þess vitað eða mátt vita. Afkoma Hallgerðar ehf. á árinu 2012 hafi verið me ira en tvöfalt betri en á árinu 2011. Það hafi stjórn Hallgerðar ehf. vitað í mars 2013 en Björn Kers ekki. Stefnandi byggir á því að allur aðdragandi kaupanna á hlut Hallgerðar ehf. af Birni Kers, staða samningsaðila og atvik við samningsgerðina hafi veri ð með þeim hætti að leiði til bótaskyldu félagsins og stjórnarmannanna gagnvart Birni. Stefndu sem stjórnarmenn Hallgerðar hafi sett fram tilboð án þess að veita fullnægjandi upplýsingar, án þess að gefa Birni kost á að ráðfæra sig við sérfræðinga og án þe ss að gæta jafnræðis á milli hluthafa Hallgerðar ehf. Stefnandi byggir einnig á því að háttsemi stefndu hafi verið refsiverð samkvæmt 128. gr. laga um einkahlutafélög og 248. gr. almennra hegningarlaga og leiði á þeim grundvelli til bótaskyldu þeirra. Í þ ví sambandi sé sérstaklega vísað til þeirra rekstrarupplýsinga er stjórnin hafi veitt á hluthafafundum í september og desember 2012 en hafi ekki leiðrétt við samningsgerðina í mars 2013. Stefnandi lagði fram endanlega kröfugerð undir rekstri málsins og su ndurliðar hana og útskýrir þannig að kaupverð samkvæmt samningi aðila hafi verið 115.000.000 króna fyrir 18,15% hlut þegar tekið sé tillit til hlutdeildar í eignum félagsins. Forsendur Björns Kers, sem stefnandi leiði rétt sinn frá, hafi verið byggðar á ár sreikningi Hallgerðar ehf. 2011 og upplýsingum sem stjórn félagsins hafi gefið á hluthafafundum í september og desember 2012. Dómkvaddur matsmaður hafi reiknað EBITDA - margfaldara í kaupsamningnum út frá ársreikningi Hallgerðar ehf. 2011, sbr. matsgerð frá 29. ágúst 2019, bls. 4. 8 2011 Meðaltal 2011/130 m 130 m EBITDA 113.524.096 121.762.048 130.000.000 Verðmæti eigin fjár 633.608.815 633.608.815 633.608.815 Langtímaskuldir. 23.215.100 23.215.100 23.215.100 Vaxtab. skammt. 64.981.176 64.981.176 64.981.176 Rekstrarvirði 591.842.739 591.842.739 591.842.739 Margfaldari 5,21 4,86 4,55 Í vinstri dálki í töflunni sé tilgreind niðurstaða matsmanns. Í miðjudálki sé aðferð matsmanns reiknuð á meðaltal EBITDU 2011 og þeirrar EBITDU sem Björn Kers hafi gert ráð fyrir að væri niðurstaðan í rekstrarreikningi Hallgerðar ehf. á árinu 2012 á grundvelli upplýsinga sem hann hafi haft við samningsgerðina. Í hægri dálki sé sama aðferð notuð en eingöngu á þá fjárhæð sem væntingar Björns Kers hafi staðið til. Í ef tirfarandi töflu sé útreikningur matsmanns í matsgerð á hinn bóginn tekinn upp auk samsvarandi útreiknings með margföldurunum 4,86 (sem byggist á meðaltali 2011 og væntingum Björns) og 4,55 (sem eingöngu byggist á væntingum Björns). Miðað sé við útreikning a á bls. 5 í matsgerð. 213.794.309 213.794.309 213.794.309 EBITDA 32.686.517 32.686.517 32.686.517 Söluhagn . EBITDA 213.794.309 213.794.309 213.794.309 181.107.792 181.107.792 181.107.792 Leiðr.Ebi tda Margfaldari 5,21 4,86 4,55 5,21 4,86 4,55 Rekstrarvirði 1.113.868.35 0 1.039.040.34 2 972.764.106 943.571.596 880.183.869 824.040.454 Vaxtab.skammt.kr. 94.137.895 94.137.895 94.137.895 94.137.895 94.137.895 94.137.895 Handb.fé umfr.rekstrarþörf 100.000.000 100.000.000 100.000.000 100.000.000 100.000.000 100.000.000 Verðmæti eigin fjár 1.308.006.24 5 1.233.178.23 7 1.166.902.00 1 1.137.709.49 1 1.074.321.76 4 1.018.178.34 9 Verðmæti 18,5% 237.403.133 223.821.850 211.792.713 206.494.273 194.989.400 184.799.370 Söluverð 115.000.000 115.000.000 115.000.000 115.000.000 115.000.000 115.000.000 Mismunur 122.403.133 108.821.850 96.792.713 91.494.273 79.989.400 69.799.370 Litið sé til þess að EBITDA ársins 2012 hafi verið 213.794.309 krónur en ekki 130.000.000 króna eins og Björn Kers hafi reiknað með. Samkvæmt niðurstöðu matsmanns, eftir að hafa tekið tillit til skuldastöðu og handbærs fjár, sé mismunurinn á kaupsamningsve rði og raunverði, þ.e. tjón stefnanda, 122.403.133 krónur þegar EBITDA - margfaldarinn 5,21 sé notaður. Stefnandi kveðst því hafa sett fram of lága bótakröfu í stefnu og haldi sig því við hana, þ.e. aðalkrafa hans nemi 109.356.794 krónum. Varakrafa um aðra l ægri fjárhæð, að mati dómsins, sé enn fremur byggð á matsgerð og útreikningum á því tjóni sem hann hafi orðið fyrir, sbr. töflu hér að ofan, að teknu tilliti til mismunandi EBITDA - margfaldara. Í töflunni hér að ofan sé í síðustu dálkunum tekið tillit til söluhagnaðar í rekstrarreikningi. Söluhagnaðurinn sé einsskiptistekjur en bent sé á að Björn Kers hafi að sjálfsögðu átt rétt til 18,75% hlutdeildar í þeim tekjum. Varðandi aðra liði sem fjallað sé um í matsgerð sem einsskiptisliði, þá hafi Björn Kers gert ráð fyrir tekjum af kvikmyndaverkefnum við sitt mat enda hafi félagið haft slíkar tekjur á árinu 2011 og 2012 og hafði verið gerð grein fyrir því á hluthafafundum. Auk þess hafi Björn átt rétt á hlutdeild í þessum tekjum árin 2011 og 2012 við útreikning s amkvæmt samningi aðila. 9 Ef svo ólíklega vill til að ekki verði fallist á framangreindar málsástæður um skaðabætur byggi stefnandi á því til vara, gagnvart stefnda Hallgerði ehf., að breyta eigi samningi aðilanna um sölu á hlutum Björns Kers í Hallgerði ehf . í samræmi við fyrirliggjandi útreikninga, þar sem ósanngjarnt hafi verið og andstætt góðri viðskiptavenju fyrir Hallgerði ehf. að bera samninginn fyrir sig, sbr. 1. mgr. 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Ljóst sé að Bj örn Kers hafi fengið rangar upplýsingar um rekstur Hallgerðar ehf. frá stefndu og það hafi leitt til þess að söluverð hluta hans hafi verið bersýnilega ósanngjarnt og öðrum hluthöfum til hagsbóta. Jafnframt sé vísað til sjónarmiða um ólögmæta auðgun. Í 2. mgr. 36. gr. laga nr. 7/1936 sé að finna þau atriði sem séu skilyrði fyrir því að 1. mgr. verði beitt með þeim hætti sem krafist sé. Líta þurfi til efnis samnings, stöðu samningsaðila, atvika við samningsgerðina og atvika sem síðar komu til. Efni samnings ins hafi bersýnilega verið óhagfellt Birni Kers enda hafi það verið byggt á röngum og ófullnægjandi upplýsingum um Hallgerði ehf. frá stefndu. Þá hafi staða samningsaðila verið með öllu ójöfn enda hafi stefndu haft aðgang að mikilvægum upplýsingum um rekst ur Hallgerðar ehf. sem Björn Kers hafi ekki fengið aðgang að. Björn Kers hafi ekki heldur notið aðstoðar lögmanns við samningsgerðina og hafi samningurinn verið saminn einhliða af stefndu. Með vísan til framangreinds, þ.e. að Björn Kers fékk ekki réttar up plýsingar um rekstur Hallgerðar ehf., hafi atvik við samningsgerðina verið mjög ósanngjörn í hans garð. Beri því að breyta samningi hans við Hallgerði ehf. um sölu á hlutum í félaginu þannig að kaupverð samningsins verði í samræmi við útreikning á aðalkröf u hans. Samlagsaðild til varnar í málinu styðst við 2. málslið 1. mgr. 19. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, enda beri stefndu sameiginlega ábyrgð á því tjóni sem Björn Kers hafi orðið fyrir og rekja megi sök aðilanna til sömu atvika og löggernings, þ.e.a.s. sölu Björns Kers á hlutum sínum í Hallgerði ehf., og ófullnægjandi upplýsingum sem stefndu hafi veitt honum með saknæmum hætti. Stefnandi kveðst vísa til almennra skaðabótareglna og til meginreglna kaupa - , samninga - og kröfuréttar, m. a. um sjónarmið um mismunandi aðstæður og stöðu aðila við samningsgerð. Þá sé vísað til meginreglna félagaréttar. Sérstaklega sé vísað til 51. gr. og 128. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög. Krafa stefnanda um vexti byggist á 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. Krafa um dráttarvexti er byggð á 9. gr. sömu laga. Málskostnaðarkrafa er byggð á ákvæðum XXI. kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, sbr. m.a. 130. gr. laganna, og krafa um að tekið verði tillit til virðisaukaskat ts sé reist á lögum nr. 50/1988 en stefnandi sé ekki virðisaukaskattsskyldur. Varðandi varnarþing vísast til 1. mgr. 32. gr. og 1. mgr. 42. gr. laga nr. 91/1991. III Málsástæður og lagarök stefndu og sjónarmið um atvik máls Stefndu krefjast öll sýknu af kröfum stefnanda en til vara að þær verði lækkaðar verulega. Stefndu byggja á því að kröfur stefnanda séu fyrndar, en sé svo ekki, þá séu skilyrði ekki uppfyllt til að taka dómkröfur stefnanda til greina, hvorki á grundvelli málsástæðna um skaðabætur né á grundvelli ógildingarreglna samningalaga, sbr. 36. gr. þeirra. Um hafi verið að ræða kaupsamning, sem hafi verið efndur strax á árinu 2013 með reiðufjárgreiðslu og útgáfu lánssamnings, sem nú sé að fullu greiddur. Seljandinn hafi þekkt til rekstursins á sí num tíma og verið meðvitaður um að árið 2012 stefndi í metafkomu. Ekkert í atvikum málsins bendi til þess að Björn hafi orðið fyrir fjártjóni eða að skilyrði skaðabóta séu fyrir hendi. Þá bendi ekkert til þess að hann hafi á einhvern hátt verið leyndur upp lýsingum þannig að hann hefði ekki gert samninginn á sínum tíma ef þær hefðu legið fyrir. Stefndu mótmæla málsatvikalýsingu stefnanda hvað varðar aðdraganda kaupsamningsins í mars 2013, atvik við samningsgerðina og stöðu aðila. Þá sé því mótmælt að stefnd u hafi haldið upplýsingum um rekstur og hag félagsins frá Birni Kers eða atriðum er tengjast kaupum þess á félaginu Pólum Hótelum ehf. Málið snúist um gildan samning þar sem Björn Kers seldi allt hlutafé sitt í Hallgerði ehf. Samtals hafi verið um að ræða 17% af heildarhlutafé Hallgerðar ehf. Félagið hafi verið kaupandi, en hlutafé þess hafi 10 síðan verið lækkað í framhaldinu, eins og lög geri ráð fyrir. Hallgerður ehf. sé rekstrarfélag Hótels Rangár og Hótels Hrauneyja og áður Hótels Skóga. Samningurinn hafi verið gerður með samþykki allra hluthafa. Í stefnu sé því ranglega haldið fram að Björn hafi viljað selja hlut sinn í Hallgerði ehf. við starfslok í september 2010. Við starfslok hafi Björn sent samstarfsfólki sínu kveðju þar sem m.a. hafi komið fram að h ann yrði áfram hluthafi í félaginu. Eftir það hafi lítið frést af honum til að byrja með. Lögmaður hans hafi sett fram kröfu um hluthafafund í félaginu með bréfi 30. ágúst 2012 og hafi því fylgt ítarleg upplýsingabeiðni um málefni félagsins. Bréfinu hafi v erið svarað 19. september og hluthafafundur verið haldinn 20. september 2012. Þar hafi spurningum hans einnig verið svarað með ítarlegum hætti. Í byrjun nóvember hafi svo átt sér stað samskipti við Björn, með milligöngu Rudis, og honum boðið að fá fullan a ðgang að bókhaldi félagsins í samræmi við óskir hans en því hafi hann hafnað og ekki virst hafa áhuga á því lengur. Hluthafafundur hafi svo verið haldinn 4. desember 2012, að beiðni lögmanns Björns sem sett hafi verið fram í tölvupósti 25. október 2012, þa r sem fram hafi komið að óskað væri eftir því að á dagskrá fundarins yrði tillaga um opinbera rannsókn á málefnum félagsins. Hafi tillaga um það verið borin upp á fundinum en hún felld með 83% atkvæða gegn þeim 17% sem voru á hendi Björns. Lögmaður Björns hafi svo sent erindi til atvinnuvega - og nýsköpunarráðuneytisins um rannsókn á starfsemi Hallgerðar ehf. 3. janúar 2013. Forsvarsmenn félagsins hafi ekki talið um málefnalega gagnrýni að ræða á starfsemi félagins heldur hafi tilgangurinn verið sá einn að v alda óróa og usla svo Björn yrði keyptur út úr félaginu. Hafi þetta síðar verið staðfest í skýrslutöku fyrrum lögmanns hans sem fram hafi farið 5. febrúar 2018. Í stefnu sé því lýst að atvik málsins hafi þróast þannig að fyrirsvarsmaður Hallgerðar ehf. haf i komið þeim skilaboðum til Björns í byrjun mars 2013 að félagið vildi kaupa alla hluti hans gegn því að beiðni um rannsókn á málefnum félagsins yrði afturkölluð. Þetta sé rangt. Hið rétta sé að í tölvupósti Björns til Rudis 3. nóvember 2012 kom fram að ha ráðuneytisins. Þangað til sé Friðrik frjáls að því að gera honum sölutilboð í sín bréf eða tilboð í hlutabréf Björns. Hinn 5. nóvember hafi svo komið skilaboð frá Rudi þess efnis að lögmaður Björns teldi að annar hvor aðili yrði að selja eða kaupa hlutaféð. Hinn 17. desember 2012 hafi lögmaður Björns sent skilaboð er vörðuðu mögulega sölu á hlutafé Björ ns. Í tölvupósti lögmannsins 14. janúar 2013 hafi komið fram að lögmaðurinn óskaði eftir fundi með Friðriki vegna sölu á hlut Björns. Beiðnin hafi svo verið ítrekuð 21. janúar 2013. Í raun gerist svo lítið í málinu þar til í mars 2013. Friðrik hafi þá boði st til, eftir alla eftirgangssemi Björns, að greiða 95.000.000 króna fyrir hlutaféð. Því hafi verið hafnað af hálfu stefnanda. Með tölvupósti 10. mars 2013 hafi Friðrik svo upplýst stjórn Hallgerðar ehf., og sína helstu ráðgjafa, um að Jónína Benediktsdót tir hefði haft samband við hann og komið þeim skilaboðum áleiðis að Björn vildi selja hlut sinn á 165 milljónir. Friðrik hafi hafnað því. Strax sama dag hafi Jónína hringt aftur og tilkynnt honum að Björn væri tilbúinn að selja fyrir 115 milljónir auk arðg reiðslu tveggja liðinna ára. Því hafi Friðrik hafnað enda hefði enginn arður verið greiddur til hluthafa á þeim árum, sem Björn hefði ekki fengið. Í þessum tölvupósti hafi komið fram tillaga um greiðslu á fimm árum, sem upphaflega áttu að vera jafnar greið slur, en breyst í að Björn hafi fengið ríflega helming kaupverðsins greiddan fyrsta árið. Komi þetta skýrlega fram í tölvuskeytum frá 10. og 11. mars 2013. Á þessu tímamarki komi því samningsfjárhæðin og hugmyndin að greiðsludreifingu fyrst fram. Um leið o g hillti undir lokagreiðsluna hafi Björn verið kominn á kreik aftur í þeim tilgangi að hafa meira fé út úr stefndu, eins og bréf lögmanns hans og þessi málsókn beri vitni um. Eins og samskiptin beri með sér sé það Björn sjálfur sem komi fram með fjárhæðina eða Jónína Benediktsdóttir fyrir hans hönd. Málavaxtalýsing í stefnu komi því ekki heim og saman við samtímagögn málsins. Leiði það til þess að málatilbúnaður stefnanda sé hruninn og beri því að taka kröfur stefndu um sýknu til greina þegar af þeirri ástæ ðu. Þá benda stefndu á að drög að fréttatilkynningu sem Björn hafi viljað senda út til fjölmiðla á Íslandi í tilefni af því að hann hefði selt hlutafé sitt í Hallgerði liggi fyrir í málinu. Aðilar hafi ekki séð nauðsyn á því að upplýsa þjóðina um þessi vi ðskipti. En auk þess verði ekki séð af efni tilkynningarinnar að Björn hafi gengið ósáttur frá borði, eins og nú sé haldið fram. 11 Þá sé því mótmælt sem haldið sé fram í stefnu að kaupsamningurinn hafi verið lagður fyrir Björn á fundi hjá lögmanni Hallgerða r ehf. og honum sagt að taka honum ella kæmist enginn samningur á. Um ekkert slíkt hafi verið að ræða. Á hinn bóginn hafi verið ljóst að Friðrik, sem forsvarsmaður Hallgerðar ehf., væri ekki tilbúinn að greiða hærra verð fyrir hlutinn og við það hafi setið . Engar blekkingar eða skortur á upplýsingum hafi legið þar að baki heldur hafi menn einfaldlega ekki talið forsvaranlegt að greiða hærra verð fyrir hlutaféð. Stefndu hafna því alfarið að Björn hafi ekki haft neinar upplýsingar um rekstrarafkomu Hallgerðar á árinu 2012. Um það sé sérstaklega vísað til tölvupósts Björns til lögmanns síns 25. janúar 2013 þar sem Björn segi að Friðrik sé að bera það út að afkoma Hallgerðar ehf. hafi verið í kringum 150 milljónir á árinu 2012. Hagnaður ársins 2012 hafi svo enda ð í 171,5 milljónum sem sé metafkoma Hallgerðar frá upphafi og í engu samræmi við afkomu áranna á undan eða þeirra sem á eftir komu. Endanleg afkoma ársins 2012 hafi ekki legið fyrir fyrr en í júní 2013 þegar ársreikningur félagsins var tilbúinn. Björn haf i því ekki verið grunlaus um það að árið 2012 yrði gott ár fyrir Hallgerði ehf., eins og ranglega sé haldið fram í stefnu. Björn hafi verið upplýstur um það á hluthafafundi 4. desember 2012 að ársreikningur félagsins yrði tilbúinn í apríl/maí 2013 og stefn t yrði að því að halda aðalfund félagsins á árinu á þeim tíma. Birni hefði því verið í lófa lagið að bíða fram yfir aðalfundinn með sölu. Það hafi hann á hinn bóginn ekki kosið að gera heldur hafi hann óskað eftir sölu á tímamarki sem hann hafi ráðið sjálf ur og þess vitandi að afkoma félagsins væri met í sögulegu samhengi, a.m.k. að lágmarki 150 milljónir. Þá sé því alfarið hafnað að við samningsgerðina í mars 2013 hafi legið fyrir að Hallgerður ehf. myndi kaupa Pólar Hótel ehf., eins og síðar hafi orðið. E ftir miklar sölutilraunir hafi niðurstaðan orðið sú að Hallgerður keypti félagið í júní 2013 eftir að Kristinn Björnsson, þáverandi formaður stjórnar Pólar Hótela, óskaði eftir því að hlutaféð væri keypt á nafnverði. Framlögð samtímagögn sýni að í mars 201 3 hafi verið móttekin tilboð og gerð gagntilboð af hálfu Pólar Hótela vegna félagsins. Það hafi ekki verið fyrr en í júní, sem tekin hafi verið ákvörðun um að Hallgerður keypti hlutafé Pólar Hótela. Kaupverðið hafi verið hærra en önnur tilboð sem höfðu bor ist. Hvernig Pólar Hótel tengist málsgrundvelli stefnanda sé hins vegar óljóst. Að því leyti sé málið með öllu vanreifað. Samningurinn sem var gerður sé ekki flókinn. Þáverandi lögmaður Björns hafi verið viðstaddur undirritun hans, hann hafi lesið samningi nn yfir og vottað hann. Samkvæmt grein 10.2 í samningnum hafi verið sérstaklega áréttað að hann væri skrifaður af báðum aðilum. Samningurinn sé í samræmi við þau samskipti sem hafi átt sér stað við ráðgjafa Björns í aðdraganda samningsgerðarinnar. Hvað varðar inntak samningsins taki stefndu fram að við gerð hans hafi verið lögð áhersla á að með honum væri að fullu gengið frá öllum málum við Björn. Hugmyndin um greiðsludreifingu hafi komið frá Jónínu Benediktsdóttur þar sem stefndi Friðrik hafði viðr að við hana í samtölum að Björn myndi alltaf koma til baka með einhver vandræði þó hann yrði keyptur út. Lengd greiðslna skýrist af því að Friðrik hafi teygt sig langt í verðinu og talsvert umfram það sem hann hafi í raun verið tilbúinn að greiða fyrir hlu taféð á sínum tíma en einnig til að fá frið fyrir Birni, eins og framlögð samskipti sýni fram á. Það hafi svo komið á daginn að þegar styttist í lokagreiðsluna kom bréf frá nýjum lögmanni Björns þess efnis að Björn teldi að hann hefði verið hlunnfarinn í v iðskiptunum þrátt fyrir að hann hefði vitað allt um afkomu félagsins á liðnum árum og fylgst vel með þróun íslenskrar ferðaþjónustu, öfugt við það sem haldið sé fram í stefnu. Umsamið kaupverð þurfi einnig að skoða í því ljósi að um hafi verið að ræða min nihluta í óskráðu félagi. Stefndu hafi í upphafi engan áhuga haft á að kaupa hlutaféð. Enginn söluréttur eða innlausnarréttur hafi verið tengdur hlutafénu. Alkunna sé að minnihluti hlutafjár í óskráðu félagi sé ávallt seldur við umtalsvert lægra verði en þ egar um meirihluta hlutafjár sé að ræða eða það allt. Samanburður á verði meirihluta og minnihluta sé því ómarktækur. Björn hafi óskað eftir sölunni og tekið sjálfur ákvörðun um tímamark sölunnar. Enginn vafi sé á því að þau leiðindi sem hann hafði skapað innan félagsins hafi greitt fyrir því að hann yrði keyptur út á háu verði. Ekki vegna þess að Hallgerður ehf. eða forsvarsmenn félagsins hefðu eitthvað að fela, heldur til að spara þá orku sem ávallt fari í slík leiðindi og vopnaskak. Það hafi því verið eð lilegt, miðað við það sem á undan var gengið, að Björn lýsti því yfir að hann væri sáttur við þær upplýsingar sem hann hefði fengið og að hann afturkallaði beiðni sína um rannsókn enda búinn að selja hlutaféð. Varðandi verðið og þessa málsókn skipti ekki s íður máli að Björn hafi verið þess meðvitaður að 12 stefndi Friðrik taldi að afkoma félagsins á árinu 2012 yrði í kringum 150 milljónir, sem reyndist síðan verða 171,5 milljónir, en í jafn sveiflukenndum rekstri og hótelrekstri er það bitamunur en ekki fjár. Frá því ári hafi afkoma félagsins legið niður á við. Við mat á rekstrarárangri ársins 2012 verði einnig að hafa í huga að á því ári hafi ekki verið komin fram áhrif hækkunar Pólar Hótela á húsaleigu, sem Hallgerður ehf. hafi samþykkt á hluthafafundi sínum í janúarbyrjun 2013, þ.m.t. fulltrúi Björns við borðið. Staðreyndin sé því sú að Björn hafi fengið hátt verð fyrir hlutaféð. Björn hafi vitað um vænta afkomu félagsins vegna rekstrarársins 2012 og hann hafi haft sérþekkingu á hótelrekstri. Hann hafi notið aðstoðar lögmanns við samningsgerðina sem hafi vottað skjalið. Björn hafi einnig kosið að reiða sig á ráðgjöf fulltrúa síns við samningsgerðina, Jónínu Benediktsdóttur, sem einnig hafi vottað skjalið. Fyrir það hafi Jónína fengið greiðslu frá Birni. Því s é alfarið mótmælt að Björn hafi verið blekktur í aðdraganda eða við samningsgerðina eða hann hafi ekki notið aðstoðar lögmanns, að því er skilja má, vegna atvika er varða stefndu. Þá sé því einnig mótmælt að hann hafi eingöngu haft þær upplýsingar sem fram komi í ársreikningi vegna ársins 2011. Samtímagögn málsins sanni hið gagnstæða. Eins og fyrr hafi verið rakið hafi afkoma Hallgerðar vegna rekstrarársins 2012 ekki verið í líkingu við árin þar á undan eða árin þar á eftir. Um hafi verið að ræða metafkomu , sem algjörlega hafi verið fráleitt að nota sem útgangspunkt við mat á verðmæti félagsins. Miðað við afkomu Hallgerðar á síðustu árum sé ljóst að hlutafjárvirði félagsins í dag sé umtalsvert lægra en á þessum tíma. Það sé því ljóst að samningurinn sem ger ður var 19. mars 2013 hafi verið hagfelldur Birni sem seljanda. Stefndu hafna því alfarið að hafa með saknæmum og ólögmætum hætti brotið gegn hagsmunum Björns þegar hann seldi hlutafé sitt á árinu 2013 og Björn hafi orðið fyrir tjóni af þeirra völdum. Þver t á móti hafi Björn selt við góðu verði án þess að Hallgerði eða stefndu hafi borið að kaupa bréfin. Miðað við afkomu undanfarinna ára og blikna á lofti um þessar mundir í íslensku efnahagslífi og ferðaþjónustu sé ljóst að Björn sé betur settur að hafa sel t á þessu verði en hefði hann ekki gert það. Málatilbúnaður stefnanda sé því að mati stefndu fráleitur. Samkvæmt 9. gr. laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda fyrnist skaðabótakröfur á fjórum árum frá þeim degi er tjónþoli fékk nauðsynlegar upplýsinga r um tjónið og þann sem ábyrgð ber á því eða bar að afla sér slíkra upplýsinga. Kaupsamningurinn hafi verið gerður 19. mars 2013. Á þeim degi hafi fyrningarfresturinn byrjað að líða. Meintar kröfur stefnanda hafi því verið fyrndar 20. mars 2017. Verði ekk i fallist á að miða beri upphaf fyrningarfrests við kaupsamningsdag byggja stefndu á því að miða eigi við þann dag sem ársreikningi Hallgerðar ehf. vegna rekstrarársins 2012 hafi verið skilað til ríkisskattstjóra, eða 7. nóvember 2013. Frá þeim tíma hafi B jörn eða stefnandi aflað sér þeirra upplýsinga sem voru nægjanlegar til að meta stöðu sína. Samkvæmt því hafi meintar skaðabótakröfur stefnanda verið fyrndar 8. nóvember 2017. Sé miðað við síðara tímamark byggja stefndu á því að hvernig sem á málið sé liti ð hafi það alltaf verið fyrnt þegar stefnan var birt 23. janúar 2019. Fyrir það tímamark hafi engar aðgerðir stefnanda rofið fyrningu, sbr. 15. gr. laga nr. 150/2007. Að mati stefndu geti stefnandi ekki borið fyrir sig að hann hafi fyrst seint á árinu 201 6 litið á ársreikning Hallgerðar og við það tímamark gert sér grein fyrir að hann hefði verið hlunnfarinn í viðskiptum og miða eigi upphafsfrest fyrningartíma við það tímamark. Til vara sé byggt á því að stefnandi hafi sýnt af sér svo verulegt tómlæti að k röfur hans hafi fallið niður. Eftir allan þann tíma sem var liðinn frá kaupsamningsgreiðslu hafi ekki að neinu leyti verið réttlætanlegt að draga málshöfðun fram til janúar 2019 þegar fyrir liggi að bréf lögmanns stefnanda þar sem því sé fyrst haldið fram að Björn hafi verið hlunnfarinn í viðskiptunum sé frá 30. maí 2017, eða tæpum tveimur árum fyrr. Verði ekki fallist á að kröfur stefnanda séu fyrndar eða þær fallnar niður fyrir tómlæti er byggt á því að engar kröfur séu fyrir hendi og skilyrði skaðabóta e kki heldur, hvorki hvað varðar saknæmi og ólögmæti né tjón. Milli aðila liggi fyrir gildur kaupsamningur, sem hafi verið gildur við stofnun hans, og að fullu efndur af hálfu kaupanda strax 19. mars 2013 þegar fyrsta greiðslan hafi verið innt af hendi og lá nssamningur gerður milli aðila, sem hafi nú að fullu verið efndur. Með honum hafi Björn selt allt hlutafé sitt í Hallgerði ehf. við verði sem samið hafi verið um við hann á sínum tíma með aðkomu lögmanns Björns og sérstaks launaðs ráðgjafa hans, Jónínu Ben ediktsdóttur, sem bæði hafi verið viðstödd 13 kaupsamningsgerðina. Engin skilyrði séu fyrir hendi til að komast að þeirri niðurstöðu að samningurinn sjálfur, þ.e. söluverðið, eða atvik við samningsgerðina hafi verið með þeim hætti að hægt sé að ná fram leiðré ttingu á kaupverði í formi skaðabóta eða að skilyrði 36. gr. laga nr. 7/1936 séu uppfyllt, eins og stefnandi byggi á til vara. Verðið hafi verið hátt á alla mælikvarða. Það hafi fyrst verið 30. maí 2017, þegar tíu mánuðir voru í lokagreiðsluna, sem bréf ha fi komið fram þess efnis að Björn gerði athugasemd við söluverðið. Fyrr hafi ekkert frá honum heyrst og engar tilkynningar verið sendar, sbr. 11 og 12. gr. samningsins. Kaupverð hlutafjárins hafi verið niðurstaða af viðræðum milli stefnda Friðriks og Jóní nu Benediktsdóttur, þar sem Rudi Lamprecht hafi haft virka aðkomu. Hærra verð hafi stefndi Hallgerður ehf. ekki verið tilbúinn að greiða fyrir hlutaféð. Björn hafi ekki orðið fyrir neinu tjóni, hvað þá að skilyrði um saknæmi og ólögmæti séu uppfyllt vegna viðskiptanna. Aðrir hluthafar stefndu Hallgerðar hafi ekki notið ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað Björns. Því sé mótmælt að hægt sé að byggja á því árið 2019 að Björn hefði ekki selt hlutafé sitt hefði hann haft upplýsingar um reksturinn á árinu 2012. Sta ðreyndin sé sú að Björn vissi að hagnaður félagsins væri a.m.k. 150 milljónir vegna rekstrarársins 2012, eins og fram komi í tölvupósti Björns til lögmanns síns 25. janúar 2013. Ekki þurfi frekari vitnanna við. Ummæli Friðriks á hluthafafundi 4. desember 2 012 um að rétt væri að hafa áhyggjur af rekstri félagsins á árinu 2013 hafi verið fyllilega réttmætar. Því sé mótmælt að gögnum hafi verið haldið frá Birni og komið í veg fyrir að hann fengi fullnægjandi upplýsingar eða að hann gæti ráðfært sig við sérfræð inga. Björn hafi getað ráðfært sig við hvaða sérfræðinga sem hann vildi og hann hafi fengið svör við þeim spurningum sem hann spurði. Stefndu skilji ekki þessa framsetningu, enda sé ekkert í málinu, atvikum þess eða skjölum sem byggi undir þær digurbarkale gu yfirlýsingar sem komi fram í stefnu. Stefndu hafa hrakið þær allar með framlögðum gögnum. Sé þeim því öllum mótmælt í heild sinni með vísan til framlagðra gagna. Björn hafi fengið svör við við öllum sínum 54 spurningum. Honum hafi verið svarað á aðalfun di félagsins, 20. september 2012, þ.m.t. með skriflegum hætti í bréfi sem afhent hafi verið fulltrúa hans á fundinum. Í stefnu sé byggt á því að háttsemi stefndu hafi verið refsiverð og því til stuðnings vísað til 128. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutaf élög og 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Hvernig hægt eigi að vera í einkamáli að komast að niðurstöðu um að brotið hafi verið gegn refsiákvæðum sé óskiljanlegt. Því sé þó sérstaklega mótmælt, sem og því að ákvæði 51. gr. laga nr. 138/1994 hafi þýðingu fyrir úrlausn málsins. Stefndu mótmæla því að hafa valdið stefnanda tjóni með nokkrum hætti. Þá telja stefndu matsgerðir þær sem stefnandi hafi aflað ekki hafa nokkra þýðingu í málinu. Samningur aðila frá 2013 hafi ekki verið byggður á neinum EBIT DA - stefnandi reyni að halda fram í fyrirliggjandi matsbeiðnum. Því sé tómt mál að tala um að tækt sé að nýta slíka aðferðafræði. Hún geti hugsanlega átt við þegar heilt fyrirtæki sé verðmetið á opnum markaði. Að yfirfæra það yfir á minnihluta í lokuðu einkahlutafélagi úti í sveit á Íslandi standist ekki. Ef slík nálgun væri notuð, þá væri margfaldarinn yfirleitt afleiddur af nákvæmri sjóðstreymisgreiningu, sem tæki tillit til fortíðar og framtíðar, en ekki til eins eða tveggja metára, eins og kröfugerð stefnanda virðist byggð á. Þá skipti félagið Pólar Hótel ehf. engu máli í þessu samhengi, þar sem það hafi ekki orðið dótturfélag Hallgerðar ehf. fyrr en síðar, eða í júní 2013. Stefndu telja að Björn, o g þar með stefnandi, hafi ekki orðið fyrir neinu tjóni við sölu hlutafjárins, hvað þá að skilyrði um saknæmi og ólögmæti séu fyrir hendi. Forsenda skaðabóta, þ.e. að tjón hafi orðið, sé því ekki fyrir hendi. Alkunna sé að verðmæti hlutafjár geti hækkað og lækkað. Þegar hlutafé sé keypt og selt verði aðilar að una því að verðgildi þess geti hækkað og lækkað, enda sé alltaf einhver áhætta tengd viðskiptum með hlutafé. Mikið þurfi til að koma svo dómstólar breyti samningum eða dæmi skaðabætur vegna viðskipta m eð hlutafé. Þau sjónarmið sem hafi legið slíkum dómum til grundvallar eigi ekki við í þessu máli. Afkoma Hallgerðar árið 2012 hafi verið mjög góð. Rekstrarlegar forsendur hafi hins vegar ekki verið fyrir því að sú afkoma héldist á komandi árum, eins og kom ið hafi á daginn. Björn hafi fengið allar upplýsingar sem hann óskaði eftir og hann gekk sjálfur hart fram um sölu hlutafjárins. Verði talið að verðmæti hlutafjárins hafi verið meira í mars 2013 en samningur aðila kvað á um sé ekki við stefndu að 14 sakast í þeim efnum enda skilyrði um saknæmi og ólögmæti ekki uppfyllt. Samningur aðila skuli einfaldlega standa. Stefnandi byggi á því til vara að ákvæði 36. gr. samningalaga eigi að leiða til þess að samningi aðila verði breytt, þar sem það sé ósanngjarnt og and stætt góðri viðskiptavenju að bera samninginn fyrir sig. Þessari málsástæðu sé mótmælt, eins og öllum málsástæðum stefnanda. Kaupverð hlutafjár, sem fengið sé með niðurstöðu samningaviðræðna aðila, þar sem seljandinn veit að afkoma félagsins er nærri því s em hún var á árinu 2012, geti að mati stefndu aldrei verið með þeim hætti að ákvæði 36. gr. samningalaga eigi við. Skilyrði ákvæðisins sé ekki uppfyllt. Þá sé því mótmælt að Björn hafi ekki notið lögmannsaðstoðar, þegar fyrir liggi að samningurinn sé votta ður af lögmanni hans og ráðgjafa, sem hafi verið viðstaddir samningsgerðina. Samningurinn hafi verið yfirfarinn af lögmanninum, áður en skrifað var undir, enda aðalatriði samningsins kaupverðið og forsendur kaupanda að með honum væri ágreiningur aðila frá fyrri tíð leystur. Björn hafi rétt fyrir samningsgerðina fengið svör við öllum spurningum, sem hann hafði spurt um rekstur Hallgerðar og hann átti rétt á. Stefndu hafni málatilbúnaði stefnanda í heild sinni og lýsingu á málsatvikum. Staðreyndin sé sú að k aupsamningur um 17% hlut í Hallgerði ehf. hafi verið gerður af hálfu seljanda af fúsum og frjálsum vilja, eftir mikinn þrýsting frá honum, þar sem óvönduðum meðölum hafi verið beitt, eins og gögn málsins beri með sér. Seljandinn hafi sjálfur þrýst á um söl una. Kaupverðið hafi verið 115.000.000 króna. Það verð hafi verið niðurstaða af samningaviðræðum aðila. Í þeim hafi Björn viljað fá hærra verð, eins og gangi og gerist af hálfu seljanda. Kaupandinn hafi viljað borga lægra verð og niðurstaðan verið þarna á milli. Eins og rekstur Hallgerðar hafi þróast liggi fyrir að Björn hafi gert samning sem hafi verið honum hagfelldur. Við mat á verðmæti hlutar Björns verði einnig að hafa í huga að um var að ræða áhrifalausan minnihluta í óskráðu félagi, sem tryggði Birn i enga stjórnunaraðkomu að félaginu. Björn hefði ekki getað selt þennan hlut neinum öðrum, nema þá á umtalsvert lægra verði. Hefðu stefndu virkilega viljað koma illa fram við Björn hefðu þau látið hann vera læstan inni í félaginu, eins lengi og þeim hugnað ist. Það hafi ekki verið gert, bæði með tilliti til hagsmuna hans og vegna ósæmilegrar framkomu og háttsemi hans, bæði gagnvart félaginu sjálfu, en ekki síður gagnvart stefndu persónulega, sbr. miður smekkleg skilaboð Björns til stefndu, Ingibjargar, á sam mikils um vert að losna við þennan mann úr hluthafahópnum þó til þess hefði hann í raun ekki átt neinn rétt. Öllum kröfum stefnanda um vexti er mótmælt. Varðandi varakröfu um lækkun , þá sé hún byggð á sömu sjónarmiðum og aðalkrafa um sýknu. Stefndu, Friðrik, Marta María og Ingibjörg, gera sjálfstæða sýknukröfu í málinu. Stefndu taka fram að viðsemjandi Björns hafi verið hið stefnda félag Hallgerður ehf. Verði komist að þeirri ólíkl egu niðurstöðu að Birni hafi verið valdið bótaskyldu tjóni sé byggt á því að á því beri félagið eitt ábyrgð gagnvart stefnanda en ekki hinir stefndu einstaklingar. Stefndu benda á að málið sé vanreifað hvað þetta varðar, einkum þáttur Ingibjargar og Mörtu Maríu. Til vara sé því gerð sú krafa að í öllu falli verði þessar stefndu sýknaðar af öllum kröfum þar sem þær hafi ekki að neinu leyti komið nálægt þessum viðskiptum að undanskildu því að samþykkja þau þegar niðurstaða viðræðna aðila hafi legið fyrir. St efndu vísa um rök fyrir kröfum sínum til laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda og almennra sjónarmiða um tómlæti og meginreglna kröfu - og samningaréttar þess efnis að gerða samninga beri að halda. Um málskostnað vísast til 130. gr. laga nr. 91/1991 u m meðferð einkamála. IV Niðurstaða Í máli þessu krefur stefnandi stefndu öll sameiginlega um bætur vegna tjóns sem hann telur sig hafa orðið fyrir við sölu á hlut sínum í hinu stefnda félagi, Hallgerði ehf. Stefnandi beinir þannig kröfu sinni að félaginu Hallgerði ehf. og stjórnarmönnum í þ ví, þeim Friðriki Pálssyni, Mörtu Maríu Friðriksdóttur og Ingibjörgu Friðriksdóttur. Verður málatilbúnaður stefnanda skilinn svo að hann hafi, fyrir tilverknað stefndu, selt hlut sinn í félaginu án þess að hafa fengið fullnægjandi upplýsingar um stöðu féla gsins og ýmsar rekstrarlegar forsendur sem honum hafi verið nauðsynlegar og leitt hafi til þess að stefndu greiddu 15 of lágt verð fyrir hlut stefnanda og högnuðust þannig við kaupin á hans kostnað. Þannig hafi komið í ljós síðar, er hann hafi kynnt sér málef ni félagsins, að afkoma ársins 2012 hefði verið miklu betri en hann hefði fengið upplýsingar um. Staða félagins hafi því verið mun betri en ráða hafi mátt af þeim upplýsingum sem hann hefði haft er viðskiptin áttu sér stað. Nánar tiltekið telur stefnandi a ð stefndu hafi sem stjórnarmenn í félaginu valdið honum tjóni með saknæmri og ólögmætri háttsemi við samningsgerðina með því að halda frá honum upplýsingum um rekstur og efnahag félagsins og það hafi leitt til þess að hann hafi selt félaginu hluti sína á u ndirverði. Hefur stefnandi einnig byggt á ákvæðum laga nr. 7/1936, einkum 36. gr., og ákvæðum laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög, einkum 51. gr. og 128. gr. Stefnandi byggir á því að hann hafi orðið fyrir tjóni við viðskiptin og að á tjóni hans beri féla gið og áðurnefndir stjórnarmenn óskipta ábyrgð. Byggir málsóknin því á samlagsaðild allra stefndu til varnar, sbr. 2. málslið 1. mgr. 19. gr. laga nr. 91/1991. Stefndu, Friðrik, Marta María og Ingibjörg, hafa í málinu gert sjálfstæða kröfu um sýknu þar sem viðsemjandi Björns hafi verið hið stefnda félag Hallgerður ehf. en ekki hinir stefndu einstaklingar. Málið sé í raun vanreifað að þessu leyti, einkum hvað varðar þátt Ingibjargar og Mörtu Maríu, og í öllu falli gerð krafa um sýknu þeirra þar sem þær hafi ekkert komið að þessum viðskiptum að undanskildu því að samþykkja þau er niðurstaða viðræðna aðila lá fyrir. Dómurinn fellst ekki á sjónarmið stefndu hvað þetta varðar og telur að stefnandi geti á grundvelli framangreinds ákvæðis laga nr. 91/1991 og á þeim málsgrundvelli sem hann hefur valið máli sínu beint kröfum óskipt að stjórnarmönnum félagsins á umræddum tíma og félaginu sem slíku. Verða stefndu, Friðrik, Marta María og Ingibjörg, ekki sýknuð af kröfum stefnanda á þessum grundvelli. Í málinu vísar stef nandi til þess að forsendur Björns Kers, sem stefnandi leiðir rétt sinn frá, við samningsgerðina hafi verið byggðar á ársreikningi Hallgerðar ehf. fyrir árið 2011 og upplýsingum sem stjórn félagsins hafði gefið á hluthafafundum í september og desember 2012 . Hann hafi þannig gert ráð fyrir að EBITDA félagsins yrði 130.000.000 króna. Raunin hafi á hinn bóginn orðið sú að EBITDAN hefði orðið miklu hærri eða 213.794.309 krónur. Í stefnu vísar stefnandi til þess að kaupverðið hefði því átt að vera 224.356.794 kr ónur, í stað 115.000.000 eins og raunin hafi verið í samningnum, hefði stjórn félagsins upplýst stefnanda um raunverulega rekstrarafkomu félagsins á árinu 2012, sem stjórnin þekkti eða mátti þekkja. Mismunurinn nemi 109.356.794 krónum, sem sé aðalkrafa han s samkvæmt stefnu. Undir rekstri málsins var dómkvaddur að beiðni stefnanda Símon Á. Gunnarsson endurskoðandi, í því skyni að sýna fram á að stefnandi hefði orðið fyrir tjóni í viðskiptunum. Matsspurningunum til grundvallar lágu þær forsendur sem stefnandi matsgerð Símonar frá 29. ágúst 2019 fyrir í málinu auk viðbótarmats hans fr á 7. janúar 2020. Miðast endanleg kröfugerð stefnanda við niðurstöðu matsmanns. Í skýrslu matsmannsins fyrir dóminum kom fram að hann leit ekki svo á að hann ætti að meta tjón stefnanda heldur hefði hann svarað ákveðnum spurningum sem hefðu byggst á tiltek num forsendum um EBITDU - útreikninga Málatilbúnaður stefnanda byggist nánar tiltekið á því að EBITDA ársins 2012 hafi í raun verið 213.794.309 krónur en ekki 130.000.000 króna, eins og stefnandi hafi gert ráð fyrir við samningsgerðina. Samkvæmt niðurstöðu m atsmanns, eftir að tekið hafi verið tillit til skuldastöðu og handbærs fjár, sé mismunurinn á kaupsamningsverði og raunverði, þ.e. tjón stefnanda, 122.403.133 krónur þegar EBITDA - margfaldarinn 5,21 sé notaður. Stefnandi kveðst því í raun hafa sett fram of lága bótakröfu en aðalkrafan sé þó óbreytt, þ.e. 109.356.794 krónur. Þegar litið sé til þess að umræddur kaupsamningur hafi verið gerður í lok mars 2013 og til afkomu Hallgerðar ehf. á árinu 2013, ásamt afkomu dótturfélagsins Pólar Hótela ehf., sem hafi or ðið dótturfélag Hallgerðar ehf. á árinu 2013, sé bæði rétt og eðlilegt að tjón stefnanda sé aðallega reiknað út frá verði sem grundvallist á rauntölum ársins 2012, þ.e. EBITDA ársins 2012 og öðrum stærðum í ársreikningi þess árs eingöngu, en ekki meðaltali áranna 2011 og 2012. Varakrafa um aðra lægri fjárhæð að mati dómsins er enn fremur byggð á matsgerð og útreikningum stefnanda á því tjóni sem hann hafi orðið fyrir og nánar er gerð grein fyrir í endanlegri kröfugerð hans. Stefndu hafa hafnað kröfum stefna nda. Snúa efnislegar varnir stefndu að því að þau verði ekki krafin um bætur vegna meints tjóns stefnanda þar sem skilyrði til þess séu ekki fyrir hendi, um saknæmi 16 eða ólögmæti eða tjón, og þá séu engin skilyrði til þess í málinu að beita ákvæði 36. gr. l aga nr. 7/1936. Þá hafi viðskiptin ekki brotið í bága við tilgreind ákvæði hlutafélagalaga. Loks sé krafa stefnanda fyrnd hafi hún á annað borð verið fyrir hendi. Að þessu sögðu tekur dómurinn fram að umfang máls þessa fyrir dóminum er nokkuð mikið, í því liggur fyrir fjöldi skjala og við aðalmeðferð málsins komu fyrir dóminn fjölmörg vitni. Ljóst er að aðila greinir verulega á um aðdraganda og atvik að samningsgerðinni í mars 2013 og er því hér að framan gerð ítarleg grein fyrir sjónarmiðum þeirra hvað það varðar í kafla um málsástæður aðila. Þá hefur stefnandi undir rekstri málsins aflað matsgerðar og viðbótarmatsgerðar til sönnunar á meintu tjóni sínu, eins og fram er komið. Í grunninn snýst málið þó í sinni einföldustu mynd um það hvort stefndu hafi í að draganda samningsins, eða við samningsgerðina í mars 2013, haldið upplýsingum frá stefnanda sem leitt hafi til þess að hann hafi gengið til samninga um sölu hlutar síns í Hallgerði ehf. á röngum forsendum og selt hluti sína til hins stefnda félags á undirv erði og þannig verið hlunnfarinn í þessum viðskiptum. Eins og málið er lagt fyrir dóminn getur aðeins komið til álita að meta hvort stefnandi hafi orðið fyrir tjóni, og þá hvert tjón hans er, sé það grundvallatriði uppfyllt að stefndu hafi sýnt af sér sakn æma og ólögmæta háttsemi í skilningi skaðabótaréttarins eða einhver þau atvik hafi verið fyrir hendi sem leitt geti til þess að ákvæði 36. gr. laga nr. 7/1936 eigi við í málinu. Ljóst má vera af því sem fram er komið í málinu að samskipti Björns Kers og s tefndu voru með þeim hætti í aðdraganda samningsgerðarinnar að forsendur voru brostnar fyrir áframhaldandi samvinnu þeirra. Kom þetta einnig skýrlega fram í skýrslutökum fyrir dóminum. Þá verður einnig að telja fram komið með nægilega skýrum hætti að frumk væði að sölu hlutanna hafi komið frá Birni Kers sjálfum. Verður það í fyrsta lagi ráðið af gögnum málsins, sbr. bréf lögmanns Björns til lögmanns stefndu 17. desember 2012 og 14. og 21. janúar 2013. Í öðru lagi fær þessi ályktun einnig stoð í skýrum og afd ráttarlausum framburði Jónínu Benediktsdóttur og Rudolfs Lamprecht, Rudis, sem bæði báru um að þau hefðu komið að málum aðila til að miðla málum milli Björns og forsvarsmanna Hallgerðar ehf. í aðdraganda samningsins. Dómurinn tekur sérstaklega fram að fram angreind tvö vitni gáfu greinargóðar skýrslur fyrir dóminum, bæði þekktu þau vel til stefnanda og stefndu og til aðdraganda þeirra viðskipta sem hér er deilt um. Þannig kom fram í máli Jónínu Benediktsdóttur fyrir dóminum að Birni hefði legið á að selja hl ut sinn þar sem hann hefði verið kominn út úr rekstrinum og ætlað að nota andvirði sölunnar í viðskipti annars staðar. Þá kom fram í máli Rudis Lamprecht að Björn hefði viljað selja bréfin og að stefndi Friðrik hefði ekki haft frumkvæði að sölunni. Björn h afi viljað ákveðið verð sem Rudi sjálfum hafi fundist allt of hátt og Friðrik hafi heldur ekki getað samþykkt verðhugmyndir Björns. Engum upplýsingum hafi verið leynt og Björn hafi ekki verið í neinu villu um virði eða verðmæti félagsins. Enn fær þetta st oð í framburði Sigurðar Valgeirs Guðjónssonar, lögmanns Björns á þessum tíma, sem kvað Björn hafa verið ákafan að selja hluti sína í félaginu. Björn hafi reynt að fá Friðrik til að kaupa hlutina en Friðrik ekki viljað það. Björn hafi verið mjög ósáttur við að menn vildu ekki kaupa hann út. Frumkvæðið að viðskiptunum hafi Björn átt en lokadrög samningsins hafi þó ekki verið frá honum. Það kemur raunar ekki heim og saman við það sem fram kom í skýrslu Jónínu fyrir dóminum, en hún bar um að hún hefði komið á s greiðslum verið dreift. Síðar kom fram hjá vitninu til nánari útskýringar að hún h efði ein skrifað samninginn og lagt hann fyrir á fundi með lögmanni stefnda eftir að hafa talað við Björn. Aðspurð kvað Ljóst er af gögnum málsins að stefnda Friðriki hugnaðist ekki að kaupa hlutina á því verði sem Björn vildi. Kemur það t.d. skýrlega fram í tölvuskeytum hans 10. og 11. mars 2013 til annarra stefndu í málinu. Þá er einnig ljóst að Björn taldi verðhugmyndir Friðriks vera of lágar, eins og fram kemur í tölvupósti Rudis 11. mars 2013 til stefn da Friðriks. Um framhald samningaumleitana er það að segja að framburður bæði Jónínu og Rudis fyrir dóminum verður skilinn svo að aðilar hafi varpað á milli sín hugmyndum um endanlegt verð. Orðaði vitnið Jónína það svo fyrir dóminum að erfitt hefði verið a ð verðleggja fyrirtækið og eina leiðin hefði bara verið 17 Ekkert verðmat hafi farið fram eða nokkrar forsendur verið ræddar um EBITDU - afkomu eða EBITDA - n hefði ekki vitað hvað hann væri að gera. Hann hefði Líta verður því svo á að verðhugmyndum hafi verið varpað á milli aðila með aðkomu og milligöngu þeirra Rudis Lam precht og Jónínu Benediktsdóttur og niðurstaðan því verið ákveðin málamiðlun sem aðilar gátu sætt sig við. Endanlegt kaupverð og útfærsla hvað varðar greiðsludreifingu hafi þannig byggst á nálgun beggja aðila, þ.e. hversu langt hvor um sig var tilbúinn að ganga til að ljúka samningi. Ekkert í gögnum málsins bendir til þess að einhvers konar verðmatsútreikningar hafi verið forsendur endanlegs samnings. Engu breytir um þetta þó vera kunni að Björn hafi rætt verðmatshugmundir á fyrri stigum við lögfræðilegan r áðgjafa sinn eða við Rudi, sbr. tölvuskeyti hans frá 5. og 8. febrúar 2013. Verða stefndu ekki talin bundin af slíkum hugleiðingum. Stefnandi hefur haldið því fram í málinu að Björn hafi engu ráðið um efni samningsins og honum hafi verið nauðugur sá kostur að skrifa undir samning um sölu hlutanna. Þetta fær ekki stoð í gögnum málsins eða framburði vitna. Þvert á móti verður að telja fram komið að Björn hafi notið þeirrar ráðgjafar við samningsgerðina sem hann sjálfur kaus. Þá verður ekki talið að leitt hafi verið í ljós að Birni hafi verið settir neinir afarkostir í samningaviðræðum, hvorki efnislegir né þegar litið er til tímaþáttar í málinu. Ekki verður séð að nokkur umræða hafi verið milli aðila um hver EBITDA ársins 2012 yrði eða hvort stuðst skyldi við EBITDU áranna 2011 og 2012, hvað þá hvaða EBITDA - margfaldari væri innbyggður í samninginn eða væri eðlilegast að líta til við kaup/sölu hlutfjárins. Verður ekki hjá því komist að telja að málatilbúnaður stefnanda að þessu leyti sé nokkuð langsóttur þegar g ögn málsins og samskipti aðila eru skoðuð. Verður að taka undir sjónarmið stefndu hvað þetta varðar. Dómurinn tekur fram að ekkert er fram komið í málinu sem bendir til annars en þess að stefnandi hafi sjálfur tekið ákvörðun um sölu hlutabréfanna, söluver ð þeirra og hvenær salan fór fram. Þá verður ekki fallist á að stefndu hafi á einhvern hátt haldið upplýsingum frá stefnda. Þvert á móti liggur ekki annað fyrir en að stefndu hafi svarað þeim spurningum sem stefnandi, eða fulltrúi hans, beindi til þeirra á ður en til sölunnar kom og þegar hefur verið ítarlega rakið. Liggur fyrir að spurningum hans var svarað með ítarlegum hætti og yfir þær farið á hluthafafundum bæði í september og í desember 2012. Hafi stefnandi talið upplýsingarnar ófullnægjandi verður að líta svo á að honum hafi verið í lófa lagið að bíða með söluna þar til frekari upplýsingar, sem hann teldi nauðsynlegar, lægju fyrir. Fram er komið í málinu að fulltrúi stefnanda hafi verið upplýstur um það á hluthafafundinum í desember 2012 að gögn vegna ársreiknings 2012 yrðu ekki tilbúin fyrr en í apríl/maí 2013. Stefnandi ákvað allt að einu að ganga til samninga um sölu hluta sinna í félaginu. Verður stefndu ekki um það kennt. Skiptir þá í sjálfu sér engu máli þótt komið hafi í ljós síðar á árinu að afk oma Hallgerðar ehf. á árinu 2012 hefði orðið umtalsvert betri en árin á undan. Er raunar fram komið í málinu að það ár hafi verið metár í rekstri félagsins, m.a. vegna umfangsmikilla en tilfallandi verkefna síðari hluta ársins 2012. Dómurinn bendir á að í aðdraganda samnings aðila í mars 2013 hafi raunar verið ýmis teikn á lofti um að ekki væru rekstrarlegar forsendur fyrir því að þessi afkoma héldist á komandi árum, eins og kom fram á hluthafafundum félagsins í september og desember 2012 og í janúar 2013, og einnig er gerð grein fyrir í svörum stefndu við spurningum stefnanda í aðdraganda samningsins. Þá verður ekki fram hjá því litið að í umræddum samningi aðila 19. mars 2013 var sérstaklega tekið fram að með honum væru öll ágreiningsefni aðila leyst, Bjö rn væri sáttur við þær upplýsingar sem hann hefði fengið og myndi draga til baka kröfu þá sem hann hafði beint til atvinnuvega - og nýsköpunarráðuneytisins um rannsókn á málefnum félagsins, sem hann og gerði. Lítur dómurinn sérstaklega til þess sem fram kom í skýrslu Sigurðar Valgeirs Guðjónssonar fyrir dóminum, að tilgangurinn með þeirri kröfu hafi verið tvíþættur; þ.e. annars vegar að fá upplýsingar um stöðu félagsins og hins vegar að knýja á um sölu á hlut sínum í félaginu. Telur dómurinn að þetta styðji þá niðurstöðu að lyktir samningsins hafi verið í þökk samningsaðila. 18 Þá verður heldur ekki talið að háttsemi stefndu hafi brotið í bága við ákvæði laga um einkahlutafélög og er raunar sá þáttur í málatilbúnaði stefnanda nokkuð óljós. Gætir ákveðinnar mótsa gnar í málatilbúnaði stefnanda hvað þetta varðar þar sem því er haldið fram að ekki hafi verið réttilega staðið að viðskiptunum þar sem þau hafi ekki verið borin upp með formlegum hætti en um leið gengur hann út frá því að stefndu hafi öll samþykkt samning inn og staðið að viðskiptunum og er málatilbúnaður hans gagnvart hinum stefndu einstaklingum byggður á því. Ekkert bendir til þess að aðrir hluthafar hafi haft aðrar og meiri upplýsingar en stefndi við samningsgerðina eða að þeir hafi hagnast á kaupunum á kostnað stefnanda. Ljóst má vera af atvikum og gögnum málsins að samstarf aðila var komið í óefni og að Birni var mikið í mun að selja hluti sína í félaginu. Telur dómurinn ekki að háttsemi stefndu hafi á nokkurn hátt brotið í bága við ákvæði laga nr. 138/ 1994. Þá verður að telja alveg ljóst að á þeim tíma er Björn ákveður að ganga til samninga um sölu á hlutafé sínu í Hallgerði ehf. í mars 2013 standa enn yfir tilraunir við aðila til sölu félagsins Pólar Hótela ehf. sem mun hafa átt fasteignir félagsins Ha llgerðar ehf. Kom þetta skýrt fram í skýrslu Hallgríms Geirssonar, stjórnarmanns í Pólar Hótelum ehf., og Úlfars Þórs Friðrikssonar, sem kom að umræddum sölutilraunum, fyrir dóminum og fær þetta auk þess stoð í gögnum málsins. Er öllum sjónarmiðum stefnand a hvað varðar þennan þátt málsins hafnað. Málefni síðarnefnda félagsins höfðu auk þess verið rædd á hluthafafundunum í september og október 2012 og 10. janúar 2013 þar sem fulltrúi stefnanda var viðstaddur. Var ljóst að staða þessa félags var áhyggjuefni s tjórnenda stefnda Hallgerðar ehf. og krafa um verulega hækkun húsaleigu virtist óumflýjanleg. Ekkert lá þó fyrir á þeim tíma um kaup Hallgerðar ehf. á félaginu, eins og stefnandi hefur haldið fram í málinu. Dómurinn lítur svo á að á milli aðila hafi verið fyrir hendi gildur kaupsamningur og að hann hafi nú verið að fullu efndur af hálfu kaupanda. Með honum hafi Björn, sem stefnandi leiðir rétt sinn frá, selt allt hlutafé sitt í Hallgerði ehf. við verði sem samið hafi verið um við hann á sínum tíma með aðkom u einstaklinga sem höfðu milligöngu um að ná sáttum í málinu og voru á einnig á vissan hátt ráðgjafar Björns við samningsgerðina. Þá liggur fyrir að Björn naut aðstoðar lögmanns er til undirritunar samningsins kom og sá hafði einnig verið fulltrúi Björns á fundum félagsins og komið fram fyrir hans hönd vegna kröfu um upplýsingar um rekstur og hag félagins og vegna kröfu Björns um rannsókn á málefnum þess. Þessir aðilar voru og viðstaddir undirritun kaupsamningsins ásamt Birni. Engin skilyrði eru fyrir hendi til að unnt sé komast að þeirri niðurstöðu að samningurinn sjálfur, þ.e. söluverðið og efni hans almennt, eða atvik við eða eftir samningsgerðina eða staða samningsaðila hafi verið með þeim hætti að hægt sé að ná fram leiðréttingu á kaupverði í formi skað abóta eða að skilyrði 36. gr. laga nr. 7/1936 séu uppfyllt, eins og stefnandi virðist að nokkru byggja á til vara. Samkvæmt framansögðu er það því niðurstaða dómsins að ekki séu uppfyllt skilyrði til að taka dómkröfur stefnanda til greina, hvorki á grundv elli málsástæðna um skaðabætur né á grundvelli ógildingarreglna samningalaga. Ekki verður talið að stefndu hafi sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi gagnvart stefnanda í aðdraganda samningsins eða við samningsgerðina sjálfa. Er ekki unnt að líta svo á að það sé á ábyrgð stefndu hafi umrædd viðskipti ekki fært stefnanda þann fjárhagslega ávinning sem hann telur sig nú hafa átt rétt á. Bótaskylda þeirra vegna meints tjóns stefnanda getur því ekki komið til nokkurra álita í málinu. Er því ekki tekin nein a fstaða til fjárhæðar þess tjóns sem stefnandi telur sig hafa orðið fyrir vegna samningsins eða þeirra forsendna sem stefnandi byggir á við útreikning á tjóni sínu. Þá er ekkert fram komið í málinu sem leitt getur til þess að sjónarmið um ólögmæta auðgun ve rði talin eiga við. Vegna framangreindrar niðurstöðu koma sjónarmið um fyrningu heldur ekki til neinnar umfjöllunar af hálfu dómsins. Í samræmi við ofangreint verða stefndu því sýknuð af öllum kröfum stefnanda. Með hliðsjón af úrslitum málsins verður stef nanda, samkvæmt 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/191 um meðferð einkamála, gert að greiða stefndu, hverju og einu, málskostnað, í samræmi við framsetningu í kröfugerð þeirra, eins og nánar greinir í dómsorði. Hólmfríður Grímsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómarinn tók við meðferð málsins 4. febrúar 2020 en hafði ekki afskipti af því fyrir þann tíma. Við uppkvaðningu dómsins var gætt 19 ákvæða 115. gr. laga nr. 91/1991 en hvorki d ómari, né lögmenn af hálfu aðila, töldu þörf á endurflutningi málsins. Dómsorð: Stefndu, Hallgerður ehf., Friðrik Pálsson, Marta María Friðriksdóttir og Ingibjörg Guðný Friðriksdóttir, skulu vera sýkn af kröfum stefnanda, Bob Borealis ehf. Stefnandi greiði stefndu, hverju um sig, 650.000 krónur í málskostnað.