LANDSRÉTTUR Úrskurður þriðjudaginn 12. október 2021. Mál nr. 593/2021 : Ákæruvaldið ( enginn ) gegn X (Steinbergur Finnbogason lögmaður) Lykilorð Kærumál. Þinghald. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu varnaraðila um að þinghöld yrðu háð fyrir luktum dyrum í máli sóknaraðila á hendur honum. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Jón Höskuldsson , Kristbjörg Stephensen og Þorgeir Ingi Njálsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 8. október 2021 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 5. október 2021 í málinu nr. S - [...] /2021 þar sem hafnað var kröfu varnaraðila um að þinghöld v erði háð fyrir luktum dyrum í máli sóknaraðila gegn honum. Kæruheimild er í b - lið 1 . mgr. 192 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og að úrskurðað verði að þinghöld í framangreindu máli verði háð fyrir luktum dyrum. 3 Brotaþoli krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. 4 Sóknaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Landsrétti. Niðurstaða 5 Með ákæru útgefinni 12. maí 2021 er varnaraðila gefið að sök brot gegn 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 eins og nánar er rakið í hinum kærða úrskurði. Í greinargerð brotaþola til Landsréttar kemur fram að fyrir þingfestingu málsins í héraði hafi brotaþoli komið á framfæri við dómara ábendingu um að hún færi ek ki fram á að þinghöld í málinu yrðu háð fyrir luktum dyrum til hlífðar hagsmunum hennar. Fyrir liggur að þau þinghöld sem fram hafa farið í málin u hafa verið opin. Varnaraðili krafðist þess í þinghaldi 29. september 2021 að þinghöld í málinu yrðu framvegis háð fyrir luktum dyrum. Ákæruvaldið tók ekki afstöðu til þeirrar kröfu 2 varnaraðila en réttargæslumaður brotaþola mótmælti henni. Með hinum kærða úrskurði var kröfu varnaraðila um lokun þinghalda í málinu hafnað. 6 Af hálfu varnaraðila er á því byggt að til að halda uppi fullnægjandi vörnum í málinu verði hann að leggja fram gögn úr héraðsdómsmálinu nr. S - [...] /2020 og eftir atvikum leiða brotaþola úr því máli sem vitni. Það mál hafi fengið umfangsmikla umfjöllun í fjölmiðlum þrátt fyrir að þinghöld í því ha fi verið lokuð. Opin þinghöld í máli þessu muni leiða til frekari umfjöllunar fjölmiðla. Það muni reynast varnaraðila og fjölskyldu hans þungbært og leiða til þess að nöfn vitna í máli nr. S - [...] /2020 verði gerð opinber. 7 Með dómi Héraðsdóms Reykjaness í m áli nr. S - [...] /2020 var varnaraðili sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga og dæmdur til að sæta fangelsi í [...] ár. Varnaraðili áfrýjaði dómnum til Landsréttar sem hefur málið nú til meðferðar. 8 Það er meginregla í sakamálaré ttarfari að þinghöld skuli háð í heyranda hljóði, sbr. 1. málslið 1. mgr. 10. gr. laga nr. 88/2008 og 2. málslið 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar. Undantekningar frá þeirri meginreglu er að finna í 2. málslið 1. mgr. 10. gr. laga nr. 88/2008, sbr. a - til g - liði ákvæðisins, en þær ber að skýra þröngt. Er þar kveðið á um að dómari geti ákveðið, að eigin frumkvæði eða eftir kröfu ákæranda, sakbornings eða brotaþola, að þinghald fari fram fyrir luktum dyrum að öllu leyti eða hluta. 9 Í athugasemdum við 1. mgr. 10. gr. í frumvarpi því er varð að lögum nr. 88/2008 segir meðal annars að dómara beri að vega og meta aðstæður í hverju tilviki og vera reiðubúinn til að rökstyðja það sérstaklega ef hann telur ástæðu til að halda þing fyrir luktum dyrum. Í samræmi við þa ð sé ráðgert í upphafi 1. mgr. greinarinnar að ekki þurfi að loka þinghaldi alveg heldur megi halda það að hluta fyrir luktum og að hluta fyrir opnum dyrum. 10 Þá er í 5. mgr. 10. gr. laga nr. 88/2008 að finna meðalhófsreglu þess efnis að telji dómari nægileg t til að tryggja þá hagsmuni sem búa að baki 1. mgr. greinarinnar að leggja bann við opinberri frásögn af þinghaldi samkvæmt 2. mgr. 11. gr. laganna skuli hann grípa til þess úrræðis í stað þess að loka þinghaldi. 11 Eins og atvikum máls þessa er háttað verða hagsmunir þeir, sem undantekningum frá meginreglunni um opin þinghöld er ætlað að vernda, ekki fyrir borð bornir þótt þinghöld fari ekki að öllu leyti fram fyrir luktum dyrum. 12 Að framangreindu virtu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrs kurðar verður hann staðfestur. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. 3 Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 5. október 2021 I. Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar 29. september sl., er höfðað af héraðssaksóknara með ákæru útgefinni 12. maí 2021 á hendur X, kt. [...]. Í ákærunni er ákærða gefin að sök nauðgun, [...] dagana 3. og 5. janúar 2012, [...] í Reykjavík, haft önnur kynferðismök en samræði við A, kt. [...], án hennar samþykkis með því að káfa á kynfærum hennar, rassi og brjósti og setja fi ngur inn í leggöng hennar, henni að óvörum, þar sem hún [...], og beitti ákærði A ólögmætri nauðung með því að misnota sér það traust sem hún bar til hans. Telst þetta varða við 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Í ákæru er einnig einkaréttarkrafa meints brotaþola en ekki er ástæða til að gera nánari grein fyrir henni í úrskurði þessum. II. Verjandi ákærða krefst þess að þinghöld í málinu verði háð fyrir luktum dyrum en þau hafa fram til þessa verið opin. Um lagarök fyrir kröfunni er vísað til a. og d. - liða 1. mgr. 10. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Verjandinn tekur fram að undantekningar séu frá meginreglunni um að þinghöld skulu háð í heyranda hljóði sem miði að því að vernda sakborninga, brotaþola, vandamenn þeirra, vitni eða aðra sem málið varða. Verjandinn tekur fram að það verði lögð fram greinargerð og önnur gögn í máli réttarins nr. S - [...]/2020 en þinghöld í því máli hafi verið háð fyrir luktum dyrum. Það gangi ekki að leggja fram gögn úr því máli ef um þau verði fjallað í heyranda hljóði. Þannig yrði vörnum ákærða verða verulega áfátt. Þá bendir verjandinn á að meginregla sakamálaréttarfars sé að ákærði sé saklaus uns sekt hans er sönnuð og sönnunarbyrðin hvíli á ákæruvaldinu. Ákærði sé faðir [...] og fjölskyldumaður og því væri óréttlátt og þungbært gagnvart ákærða og fjölskyldu hans að hafa þinghöld í málinu opin. Enda sé fyrirséð að málið fái mikla fjölmiðlaumfjöllun sem ótví rætt muni koma til með að hafa neikvæð áhrif á hlutaðeigandi. Ákæruvaldið tekur ekki afstöðu til þeirrar kröfu ákærða að þinghöld í málinu verði lokuð. Réttargæslumaður brotaþola mótmælir kröfu ákærða um að þinghöld í málinu verði lokuð. Tekið er fram að meginregla íslensks réttar sé sú að þinghöld skuli háð í heyranda hljóði og vel getið verið að málsmeðferð þessa máls eigi erindi við almenning. Þá er talið mikilvægt fyrir brotaþola að geta verið viðstödd aðalmeðferð málsins. Réttargæslumaðurinn telur ekki að dómvenja sé fyrir því að loka þinghöldum í málum sem þessum en það eigi hins vegar ávallt við þegar brotaþolar séu börn og þá til að vernda hagsmuni þeirra. En í þessu máli hafi engin viðhlítandi rök verið færð fyrir því að þinghöldin verði háð fy rir luktum dyrum. III. Samkvæmt 1. mgr. 10. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála skulu þinghöld háð í heyranda hljóði nema dómari ákveði annað. Hér er um að ræða meginreglu í íslensku réttarfari og kemur hún fram í 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944. Í a. - lið 1. mgr. 10. gr. laga nr. 88/2008 er mælt fyrir um þá undantekningu að dómari geti ákveðið að þinghöld skulu háð fyrir luktum dyrum til hlífðar sakborningi, brotaþola, vandamanni þeirra, vitni eða öðrum sem málið varða. Þó fyrir liggi að aðstæður kunni að vera með þeim hætti að ástæða sé til að þinghöld séu háð fyrir luktum dyrum á grundvelli þeirra undantekninga sem tilgreindar eru í a. til g. - liðum 1. mgr. 10. gr. laga nr. 88/2008 leiðir það ekki sjálfkrafa til þess að 4 þinghöld verði háð fyrir luktum dyrum. Heldur verður dómari að vega og meta aðstæður í hverju tilviki og það þarf að rökstyðja það í hvert og eitt skipti ef dómari telur ástæðu til að þinghöld séu háð fyrir luktum dyrum. Algengt er að þinghöld í kynferðisbrotamálum sé u háð fyrir luktum dyrum og þá í flestum tilvikum til hlífðar brotaþolum og þá sérstaklega séu þeir ungir að árum. Í þessu máli hafa þinghöld til þessa verið háð í heyranda hljóði og dómara hefur því ekki þótt ástæða til að hafa þinghöldin fyrir luktum dyr um. Brotaþoli í máli þessu hefur ekki gert kröfu til þess að þinghöld í málinu verði háð fyrir luktum dyrum heldur mótmælt kröfu ákærða þar að lútandi. Þau rök sem ákærði hefur fært fram fyrir kröfu sinni um að þinghöld í málinu verði háð fyrir luktum dyr um geta ein og sér ekki orðið til þess að fallist verði á kröfu hans. Ekkert er fram komið í málinu sem bendir til þess að vörn ákærða kunni að verða áfátt ef þinghöld í málinu verða háð í heyranda hljóði. Þá eru bæði ákærði og brotaþoli fullorðnir einstak lingar og brotaþoli telur ekki ástæðu til að hafa þinghöld í málinu fyrir luktum dyrum til hlífðar henni. Færa verður sérstök rök fyrir því ef gera á undantekningu frá fyrrgreindri meginreglu stjórnarskrárinnar um að þinghöld skuli háð í heyranda hljóði. Þótt það sé yfirleitt þungbært fyrir ákærða og aðra þá sem mál varðar að þinghöld í sakamálum séu háð fyrir opnum tjöldum nægir það eitt og sér ekki til þess að þeim verði lokað, heldur verður eitthvað meira að koma til svo það verði gert. Dómari telur ek kert það fram komið í málinu sem verður til þess að víkja skuli frá fyrrgreindri meginreglu enda verða að vera fyrir því veigamikil rök. Kröfu ákærða um að þinghöld í málinu verði háð fyrir luktum dyrum er því hafnað. Ingi Tryggvason héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu ákærða, X, um að þinghöld í máli þessu verði háð fyrir luktum dyrum.