LANDSRÉTTUR Úrskurður föstudaginn 10. september 2021. Mál nr. 548/2021 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu (Lína Ágústsdóttir aðstoðarsaksóknari ) gegn X (Ingi Freyr Ágústsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Haldlagning. Leit. Lögjöfnun. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem fallist var á kröfu L um rannsókn á efnisinnihaldi tveggja farsíma í eigu X. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Jóhannes Sigurðsson , Jón Höskuldsson og Þorgeir Ingi Njálsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 7. september 2021 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 7. september 2021 í málinu nr. R - /2021 þar sem sóknaraðila var heimilað að rannsaka og afrita gögn tveggja tilgreindra farsíma í eigu varnaraðila sem haldlagðir voru í þágu rannsóknar sóknaraðila í sakamáli. Kæruheimild er í g - og i - lið 1 . mgr. 192 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Sóknaraði li krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. 3 Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Niðurstaða 4 Eins og greinir í hinum kærða úrskurði hefur sóknaraðili til rannsóknar mál sem lýtur að ætlaðri sölu og dreifingu varnaraðil a á ávana - og fíkniefnum og peningaþvætti. 5 Í málinu krefst sóknaraðili þess að honum verði heimilað að rannsaka og afrita rafræn t efnisinnihald tveggja tilgreindra farsíma í eigu varnaraðila sem haldlagðir voru 13. ágúst 2021 . Kröfu sína byggir sóknaraðil i einkum á 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. laga nr. 88/2008. 6 Í 1. mgr. 70. gr. laganna er mælt fyrir um að hald megi leggja á bréf eða aðrar sendingar, sem eru í vörslum fjarskiptafyrirtækis, enda sé það gert vegna rannsóknar 2 í tilefni af broti sem va rðað getur fangelsisrefsingu að lögum. Þá segir í ákvæðinu að rannsókn á efni bréfa, skeyta eða sendinga, sem hald er lagt á, megi einungis fara fram samkvæmt úrskurði dómara. Samkvæmt 1. mgr. 84. gr. laganna þarf úrskurð dómara til þeirra aðgerða sem tald ar eru upp í 80. til 82. gr. þeirra, en þar undir falla símhlustun og sambærileg úrræði. Hefur ákvæðum 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. tilvitnaðra laga verið beitt með lögjöfnun um heimild til rannsóknar á rafrænu innihaldi farsíma, sbr. dóma Hæstarétt ar Íslands 20. apríl 2016 í málum nr. 291/2016 og 297/2016. 7 Með vísan til fyrirliggjandi rannsóknargagna telst fullnægt því lagaskilyrði fyrir umbeðnum rannsóknaraðgerðum að fyrir hendi sé rökstuddur grunur um að varnaraðili hafi gerst sekur um brot sem varðað geta fangelsisrefsingu. Þá er einnig fallist á það að ástæða sé til að ætla að upplýsingar sem skipt geta máli við rannsókn málsins kunni að fást með þeim aðgerðum sem krafist er . 8 Samkvæmt því sem að framan er rakið verður fallist á kröfu sóknaraðila og hinn kærði úrskurður staðfestur. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 7. september 2021 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt fram kröfu þess efnis að Héraðsdómur Reykjavíkur heimili lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu leit í tveimur farsímum (munaskrá lögreglu nr. [...]) í eigu X, kt. [ ...], sem lögregla hefur haldlagt. Er þess krafist að lögreglu verði heimilt að rannsaka og afrita gögn farsímans. Greinargerð sækjanda er eftirfarandi: - 2021 - [...] er varðar brot gegn almennum hegningarlög um og fíkniefnalagbrot. Upphaf rannsóknar máls þessa er sú að lögregla hafði þann 13. ágúst sl. afskipti af bifreiðinni [...] á Sæbraut vegna gruns um að ökumaður bifreiðarinnar væri að aka undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Í viðræðum lögreglu við ökuman n bifreiðarinnar varð lögreglumaður var við sprautunál á milli sætanna. Aðspurður kvaðst ökumaðurinn vera hættur neyslu. Þá kvaðst ökumaðurinn ekki þekkja farþega bifreiðarinnar en hann væri að skutla honum. Ökumaður heimilaði leit í bifreiðinni og við lei tna tók lögregla eftir því að farþegi bifreiðarinnar, kærði, var stöðugt að reyna að fela bakpoka sinn undir farþegasæti bifreiðarinnar. Kærði var að mati lögreglu sjáanlega undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Aðspurður neitaði kærði lögreglu um að leita í bakpoka hans. Á meðan á viðræðum lögreglu við kærða stóð, var kærði stöðugt að fá smáskilaboð í farsíma sinn sem hann setti síðan í jakkavasann sinn, en ljóst var að kærði var með annan farsíma á sér. Var kærði handtekinn, grunaður um fíkniefnamisferli. Vi ð öryggisleit á kærða fann lögregla meint fíkniefni í buxnavasa hans. Þá kom í ljós að kærði var eftirlýstur í kerfum lögreglu fyrir miðlæga rannsóknardeild vegna fíkniefnamisferlis. Við leit lögreglu í bakpoka kærða fannst töluvert magn meintra 3 ávana - og fíkniefna í söluumbúðum sem og lyfseðilsskyldra læknalyfja. Einnig fann lögregla töluverða fjármuni í reiðufé á kærða sem lögregla lagði einnig hald á. Meint fíkniefni voru haldlögð og send í rannsókn og er nú beðið eftir niðurstöðu þeirrar greiningar. K ærði neitar að veita lögreglu heimild til leitar í farsímum hans í þágu rannsóknar málsins. Málið er á byrjunarstigi rannsóknar. Rannsókn lögreglu í umræddu máli snýr að meintri sölu og dreifingu ávana - og fíkniefna og peningaþvætti. Að mati lögreglu er r ökstuddur grunur fyrir hendi um að kærði standi að sölu og dreifingu á ólöglegum ávana - og fíkniefnum. Er það mat löreglu að afar brýnt sé fyrir framgang rannsóknar málsins að fallist verði á hina framlögðu kröfu þannig að unnt verði að upplýsa mál þetta. Lögreglu grunar að í farsíma kærða megi finna gögn sem teljist sönnunargögn í máli þessu, svo sem upplýsingar um sölu og dreifingu fíkniefna. Ætluð brot kærða teljast varða við 173. gr. a. og 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, auk ákvæða laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sem varða fangelsisrefsingu að lögum. Það er mat lögreglustjóra að lagaskilyrðum fyrir umbeðnu rannsóknarúrræ ði sé fullnægt enda talið að upplýsingar, sem fást með aðgerðum þessum, skipta miklu fyrir áframhaldandi rannsókn málsins. Með vísan til framangreinds, framlagðra gagna og 1. mgr. 75. gr., sbr. 1. og 2. mgr. 74. gr. og 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008, er þess Niðurstaða Með vísan til greinargerðar lögreglu og rannsóknargagna málsins þykir kominn fram rökstuddur grunur um að kærði hafi gerst sekur um háttsemi sem fange lsisrefsing er lögð við, en kærði er grunaður um brot sem varðað geta fangelsisrefsingu, sbr. 173. gr. a., og 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sem og ákvæði laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974. Með vísan til gagna málsins og þeirra röksemd a sem fram koma í beiðni lögreglu er fallist á að upplýsingar sem lögregla hyggst reyna að afla með umkrafinni rannsóknaraðgerð kunni að vera til þess fallnar að geta varpað ljósi málið og að ríkir rannsóknahagsmunir séu til staðar. Með vísan til þessa þyk ir vera fullnægt skilyrðum með lögjöfnun til 1. mgr. 70. gr., sbr. 1. mgr. 84. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 og enn fremur 75. gr., sbr. 1. og 2. mgr. 74. gr. sömu laga til þess að umbeðin rannsókn lögreglu megi fara fram á rafrænu efnisinnihald i umræddra farsíma sem ætla verður að tilheyri kærða. Er þá meðal annars til þess að líta að fíkniefni og lyf þau sem kærði hafði í fórum sínum virðast bæði í magni og umbúnaði vera ætluð til sölu og dreifingar auk þess sem hann hafði meðferðis verulegt re iðufé sem hann hefur heldur ekki getað gert nægilega grein fyrir að mati dómsins. Verður því með hliðsjón af öllu hér framangreindu fallist á kröfu lögreglustjóra um leit og eftir atvikum nauðsynlega afritun gagna í umræddum farsíma eins og hér greinir í úrskurðarorði. Pétur Dam Leifsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Ú R S K U R Ð A R O R Ð Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu er heimiluð leit í tveimur farsímum (munaskrá lögreglu nr. [...]) í eigu X, kt. [...], sem lögregla hefur haldlagt. Lö greglu er heimilt að rannsaka og afrita gögn farsímans.