LANDSRÉTTUR Úrskurður föstudaginn 19. nóvember 2021. Mál nr. 229/2020 : Frjáls fjölmiðlun ehf. ( Gestur Gunnarsson lögmaður ) gegn þrotabúi DV ehf. ( Guðmundur Ómar Hafsteinsson lögmaður) Lykilorð Þinghald. Ómerking héraðsdóms. Útdráttur Þrotabú D ehf. höfðaði mál gegn F ehf. og krafðist greiðslu á samtals 24.000.000 króna eftirstöðvum kaupverðs samkvæmt kaupsamningi 5. september 2017. F ehf. tók til varna og krafðist sýknu. Með dómi héraðsdóms var F ehf. gert að greiða þrotabúi D ehf. stefnufjárhæðina ásamt tilgreindum dráttarvöxtum og málskostnaði. Fyrir Landsrétti var málið eingöngu flutt um þá aðalkröfu F ehf. að dómur héraðsdóms yrði ómerktur þar sem héraðsdómari hefði ekki haldið dómþing í málinu áður en aðalmeðferð þess fór fram. Í úrskurði Landsr éttar kom fram að í réttarframkvæmd hefði ákvæði 1. mgr. 102. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála verið túlkað á þann veg að dómari í héraði skyldi ávallt taka fyrir mál eftir að greinargerð hefði verið lögð fram um varnir í því. Héraðsdómara hefði b orið að taka mál þetta fyrir í þinghaldi áður en aðalmeðferð þess fór fram en í því sambandi breytti engu þótt lögmenn málsaðila hefðu ekki gert athugasemd við málsmeðferðina. Var héraðsdómur því ómerktur og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferða r og dómsálagningar að nýju. Úrskurður Landsréttar L andsréttardómararnir Arnfríður Einarsdóttir og Oddný Mjöll Arnardóttir og Kristín Benediktsdóttir dósent kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Lan dsréttar 14. apríl 2020 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 17. mars sama ár í málinu nr. E - 2986/2019 . 2 Áfrýjandi krefst þess aðallega að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar, til vara krefst hann sýknu af kröfum stefnda en að því frágengnu að kröfur stefnda verði stórlega lækkaðar. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Landsrétti. 2 4 Samkvæmt ákvörðun Land sréttar var málið flutt munnlega um formsatriði þess, sbr. 2. mgr. 161. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, og eru kröfur áfrýjanda um ómerkingu hins áfrýjaða dóms og málskostnað nú einar til úrlausnar. Stefndi krefst þess að kröfunni verði hafnað e n verði krafan tekin til greina krefst hann þess að málskostnaður fyrir Landsrétti falli niður . Niðurstaða 5 Áfrýjandi, sem var stefndi máls í héraði, lagði fram greinargerð ásamt tilgreindum fylgiskjölum á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur 26. september 2019 og fór málið þá til dómstjóra til úthlutunar. Sá héraðsdómari sem hafði fengið málinu úthlutað tók málið fyrir í fyrsta sinn þegar aðalmeðferð þess fór fram 24. janúar 2020. Í þingbók málsins var bókað að lögmaður stefnda hefði þá lagt fram tvö skjöl og gerði lögmaður áfrýjanda ekki athugasemdir við það. Næst var bókað að aðalmeðferð málsins færi fram. Við aðalmeðferðina voru teknar skýrslur af þremur nafngreindum vitnum, síðan fór fram munnlegur málflutningur og var málið að því loknu dómtekið. Hvorki við aðalmeðferðina né við dómsuppkvaðningu voru bókaðar athugasemdir lögmanna við málsmeðferðina. 6 Fyrir Landsrétt hafa verið lögð tölvupóstsamskipti héraðsdómara og lögmanna aðila dagana 9. og 17. október og 5. nóvember 2019. Með tölvupósti 9. október 201 9 spurði teldu ,,þörf frekari gagnaöflunar eða hvort við getum hugsanlega fundið tíma til fram frekari gögn. Héraðsdómari spurði þá lögmennina hvort þeir væru með tillögur að heppilegum dagsetningum í janúar fyrir aðalmeðferð og svöruðu þeir þeirri fyrirspurn. Í þessum samskiptum var ekki frekar minnst á fyrirtöku fyrir aðalmeðferð málsins. 7 Sam kvæmt 1. mgr. 102. gr. laga nr. 91/1991 ,,skal mál jafnan tekið fyrir einu sinni þegar stefndi hefur lagt fram greinargerð sína og er ráð fyrir því gert að í þinghaldinu leiti dómari sátta og gefi aðilum kost á að leggja fram ný sönnunargögn. Í því þingha ldi skal eftir atvikum einnig leita svara aðila um fyrirhugaðar skýrslutökur og inna þá eftir lengd málflutningsræð n a. Í 2. mgr. sömu greinar er síðan mælt fyrir um að dómari geti orðið við ósk aðila um að fresta máli frekar, telji hann það vænlegt til að ná sáttum eða nauðsynlegt til frekari gagnaöflunar. Í réttarframkvæmd hefur ákvæði 1. mgr. verið túlkað á þann veg að dómari í héraði skuli ávallt taka fyrir mál eftir að greinargerð hefur verið lögð fram um varnir í því og leita þar sátta ásamt því að gef a aðilum kost á að koma að sýnilegum sönnunargögnum, sem ekki hefur áður verið tilefni eða tækifæri til að leggja fram, en við svo búið á að meginreglu að ákveða aðalmeðferð í máli , sbr. til dæmis dóm Hæstaréttar 17. október 2017 í máli nr. 625/2017. Í samræmi við framangreint bar héraðsdómara að taka mál þetta fyrir í þinghaldi áður en aðalmeðferð þess fór fram en í því sambandi breytir engu þótt lögmenn málsaðila hafi ekki gert athugasemd við málsmeðferð ina . S amkvæmt 3 framangreindu er óhjákvæmilegt að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. 8 Rétt þykir að málskostnaður fyrir Landsrétti falli niður. Úrskurðar orð: Hinn áfrýjaði dómur er ómerktur og málinu vísað heim í hérað til löglegrar me ðferðar og dómsálagningar að nýju. Málskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 17. mars 2020 I. Dómkröfur Mál þetta var þingfest 6. október 2019 en tekið til dóms 24. janúar 2020 að lokinni aðalmeðferð. Stefnandi krefst þ ess aðallega að stefnda verði gert að greiða honum 24.000.000 kr. með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá 5. september 2017 til greiðsludags. Til vara er þess krafist að stefnda verði gert að greiða stefna nda 24.000.000 kr. með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 5. september 2017 til 31. september 2018, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar að skaðlausu úr hendi ste fnda. Stefndi krefst þess aðallega að hann verði sýknaður af kröfum stefnanda. Til vara krefst stefndi þess að kröfur stefnanda verði stórlega lækkaðar. Í báðum tilfellum krefst stefndi málskostnaðar að skaðlausu úr hendi stefnanda. II. Málsatvik Fyrir l iggur að bú stefnanda var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 7. mars 2018. Stefnandi rak fyrir gjaldþrotið margvíslega útgáfustarfsemi á vefmiðlum og dagblöðum. Ljóst er að rekstur DV ehf. hafði verið erfiðleikum bundinn árum sa man fyrir gjaldþrotið og höfðu því safnast upp verulegar skuldir á opinberum gjöldum, staðgreiðslu opinberra gjalda, virðisaukaskatti, tryggingagjaldi o.fl. Þá skuldaði félagið einnig bankastofnunum, lífeyrissjóðum og viðskiptamönnum umtalsverðar fjárhæðir . Sumarið 2017 komu stefndi og aðilar tengdir honum að rekstri stefnanda og systurfélags stefnanda Pressunnar ehf., með það fyrir augum að koma inn í reksturinn sem hluthafar eða kaupa eignir félaganna. Ágreiningslaust er að sú aðkoma var fyrir tilstilli Björns Inga Hrafnssonar, þáverandi stjórnarformanns stefnanda. Lánuðu stefndi eða aðilar tengdir honum stefnanda og Pressunni ehf. töluverðar fjárhæðir sumarið 2017 til að halda rekstrinum gangandi. Munu lánveitingar hafa farið þannig fram að stefndi lagði fjárhæðir inn á reikning Björns Inga en Björn Ingi lánaði síðan stefnanda sömu fjármuni. Með kaupsamningi, dags. 5. september 2017, keypti stefndi útgáfuréttindi DV ehf. af stefnanda. Í grein 1.1. í kaupsamningnum kemur fram að stefndi kaupi samkvæmt sam ningnum ,,a) Útgáfurétt dagblaðsins DV í þeirri mynd sem það hefur verið gefið út, ásamt þeim réttindum öllum sem skráningarnúmer 1446/0200, ásamt þeim réttindum öllum s em vörumerkinu fylgir að engu undanskildu; til nánari skilgreiningar á hinu selda þá næði hugtakið útgáfuréttur til réttinda til þess að taka við útgáfu 4 dagblaðsins DV og vefmiðils í núverandi og/eða breyttri mynd, og gefa út ný tölublöð með sama hætti í framtíðinni. Í 2. gr. kaupsamningsins var síðan fjall að um kaupverð og greiðslutilhögun. Samkvæmt kaupsamningi aðila nam kaupverð eignanna. 200.000.000 kr. en samkvæmt kaupsamningnum átti það að greiðast með eftirfarandi hætti: ,,Með yfirtöku á skuld DV ehf. við Árvakur/Landsprent að fjárhæð 22. m. kr. Með yfirtöku á skuld DV ehf. við Íslandsbanka hf. að fjárhæð 18 m. kr. Í samningnum var kveðið á um að kaupgreiðsla í reiðufé skyldi lögð inn á bankareikning að vali seljanda, sbr. grein 2.3. Þá var í grein 2.4. í samningnum mælt fyrir um það að yfirtaka á skuldum væri háð þeim fyrirvara að samþykki kröfuhafa fyrir aðilaskiptunum fengist. Kaupsamningurinn var undirritaður af Birni Inga Hrafnssyni og Arnari Ægissyni fyrir hönd stefnanda en Sigurði G. Guðjónssyni fyrir hönd stefnda. Ágreiningslaust er að í kjölfar kaupanna greiddi stefndi 160.000.000 kr. í reiðufé eins og samið hafði verið um og auk þess 16.000.000 kr., inn á skuldir stefnanda við Íslandsbanka. Af gögnum málsins verður hins vegar e kki séð að stefndi hafi yfirtekið skuld stefnanda við Árvakur/Landsprent eins og kveðið var á um í kaupsamningnum og þá jafnframt að samþykkt hefði verið að stefndi tæki yfir skuldina formlegum hætti. Ljóst er þó að fyrirsvarsmenn Landsprents ehf. og stef nda áttu í nokkrum samskiptum um greiðslu þessarar skuldar í kjölfar kaupsamnings stefnda á útgáfurétti DV ehf. 5. september 2017. Þannig segir í tölvubréfi Guðbrands Magnússonar, framkvæmdastjóra Landsprents ehf. til Karls Garðarssonar, framkvæmdastjóra s tefnda, dags. 19. október 2017, að hann reiknaði með 1.050.000 kr. greiðslu seinna Ekki verður séð af gögnum málsins að fyrirsvarsmenn stefnda og Landsprents ehf. hafi át t í samskiptum um uppgjör skuldarinnar sem vísað var til í samningi stefnda og stefnanda 5. september 2017 fyrr en í tölvupósti Karls Garðarssonar til Elínar Þórðardóttur, starfsmanns Landsprents, dags. 1. desember 2017. Í þeim tölvupósti kveðst Karl treys króna. Af gögnum málsins verður ekki ráðið hvort og þá hvernig Landsprent svaraði þessu erindi stefnda. Í málsgögnum liggja hins vegar fyrir upplýsingar um tölvupóstsamskipti milli Landsprents ehf. og stefnda frá og með 24. apríl 2018 sem síðar verður vikið að. Bú stefnanda var tekið til gjaldþrotaskipta 7. mars 2018 og lauk kröfulýsi ngafresti í bú stefnanda þann 21. maí 2018. Alls var lýst kröfum í búið fyrir 241.756.998 kr. Þar af voru forgangskröfur 51.411.454 kr. Fyrir liggur að eignir búsins voru óverulegar þegar úrskurður um gjaldþrotaskipti var kveðinn upp. Þannig nam innistæða á bankareikningum stefnanda samtals um 74.000 kr. Stefnandi átti á þessum tímapunkti útistandandi kröfur sem innheimtuaðilar mátu gamlar og ólíklegar til að greiðast til búsins. Með kröfulýsingu, dags. 9. mars 2018, lýsti Landsprent ehf. kröfu í bú stefn anda að fjárhæð kröfulýsingunni og vísað er í til stuðnings kröfunni er að finna reikninga og hreyfingaryfirlit á hendur DV ehf. Alls er um 28 reikninga að ræða en fjórir þeirra voru gefnir út eftir að kaupsamningur aðila 5. september 2017 var gerður. Af þessum 28 reikningum voru 10 reikningar á gjalddaga eftir að kaupsamningur aðila var gerður en alls nemur fjárhæð þeirra 9.854.065 kr. Með tölvupósti, da gs. 24. júlí 2018, óskaði skiptastjóri stefnanda eftir því að stjórnaformaður stefnda, Sigurður G. Guðjónsson, afhenti honum afrit af samningi stefnda við stefnanda um kaup á útgáfuréttindum DV ehf., svo og kvittunum fyrir greiðslu kaupverðsins, greiðslu y firtekinna skulda og/eða staðfestingu á skuldaraskiptum. Sigurður svaraði þessum tölvupósti samdægurs með að hann væri í leyfi og yrði til 10. ágúst. Þegar skiptastjóri óskaði eftir upplýsingum um það hvort einhver hjá stefnda gæti tekið þetta saman og se nt 5 honum svaraði Sigurður aftur samdægurs að Karl Garðarson væri líka í sumarfríi en engir aðrir en hann og Sigurður hefðu aðgang að gögnum um kaup á rekstrareignum af félögum Björns Inga og Róberts Wessmann. Eina skuldabréfið sem tekið hafi verið yfir var við Íslandsbanka hf. Annars hefði kaupverðið gengið að stærstum hluta til tollstjóra. Í tölvupósti skiptastjóra til Sigurðar, dags. 15. ágúst 2018, kemur fram að skiptastjóri hefði fengið send gögn eins og rætt hefði verið um og var þakkað fyrir það. Síð an segir í tölvupósti skiptastjóra: ,,Varðandi samninginn út af DV. Þar er talað um að kaupverðið 200 millj. greiðist m.a. með yfirtöku á skuld DV við Árvakur/Landsprent að fjárhæð kr. 22 milljónir og með yfirtöku á skuld DV ehf. við Íslandsbanka að fjá rhæð kr. 18. milljónir. Getur þú sent mér gögn um yfirtökuna á skuldinni við Árvakur/Landsprent og Íslandsbanka hf . Sigurður svaraði þessum tölvupósti innan við klukkustund síðar á eftirfarandi leið: við Landsprent. Þegar farið var að ræða við Landsprent kom á daginn að skuldin var um eða yfir 35 milljónir. Landsprent var aldrei til viðræðu um að fá bara kr. 25 milljónir . Á sama tíma og þetta var að gerast kvarnaðist jafnt og þétt úr því sem kaupsamningarnir tóku til, eins og ég hef áður nefnt. Með bréfi skiptastjóra til stefnda, dags. 31. ágúst 2018, var stefndi krafinn um greiðslu samtals 24.619.220 kr. vegna ógreidds kaupverðs DV ehf. Í bréfinu var vísað til þess að í grein 2.2. í kaupsamningnum hefði komið fram að kaupverðið skyldi meðal annars greitt með yfirtöku á skuld DV ehf. við Árvakur/Landsprent að fjárhæð 22 m. kr. Síðan sagði í bréfinu: ,,Af þeim gögnum sem skiptastjóri hefur tiltæk er ljóst að hluti kaupverðsins hefur ekki verið greiddur í samræmi við efni samkomulagsins. Þannig hefur Landsprent ehf. lýst við skipti á búinu kröfu að fjárhæð kr. 34.885.600, - vegna skuldar DV við prentsmiðjuna. Af samskiptum skiptastjóra við lögmann Landsprents er ljóst að ekki voru greiddar kr. 22 milljónir inn á skuld DV ehf. við Í framhaldinu var vísað til fyrri tölvupóstsamskipta Sigurðar G. Guðjónssonar og s kiptastjóra, 15. ágúst 2018, en samkvæmt þeim taldi skiptastjóri óumdeilt að stefndi hafi aldrei staðið við kaupsamninginn. Var stefnda gefinn 14 daga frestur til að greiða fyrrnefnda fjárhæð til skiptastjóra. Þessu bréfi skiptastjóra var svarað með tölvu pósti Sigurðar til skiptastjóra, dags. 7. september 2018. Í tölvupósti Sigurðar segir að það væri í sjálfu sér rétt að gert hefði verið ráð fyrir því við samningsgerð aðila ,,að til staðar væri prent - og dreifingasamningur og að skuld samkvæmt honum væri 2 Síðan sagði í tölvupósti Sigurðar: ekki til viðræðna um að taka við greiðslu á kr. 22 milljónum og halda áfram prentun á grundvelli samningsins, sem þeir töldu í raun fallinn úr gildi. Enginn prent eða dreifingasamningur var því í boði á þeim kjörum sem DV ehf. og því ekki um það að ræða að greiddar yrðu til Árvakurs/Landsprents 22 milljónir. Eins og ég hef svo áður greint þér frá kom í ljós að þegar farið var að fara í gegnum þær eignir sem seldar voru að fátt stóðst þar varðandi þær eignir sem verið var að selja [...] DV ehf. fékk því sannanlega greitt fyrir allt sem það seldi og gat afhent. Frjáls fjölmiðlun ehf. innti allar sínar greiðslur af hendi fyrir gjaldþrot og engar athugasemdir voru gerðar við efndir 6 af hálfu eigenda og stjórnenda DV ehf. um efndir samninga sem hefði verið nauðsynlegt að gera strax teldu þeir DV ehf. vanhaldið. Af gögnum málsins verður ráðið að stefndi átti á sama tíma í töluverðum samskiptum við Landsprent um prentun DV og að ágreiningur hafi verið með stefnda og Landsprenti um kostnað. Þannig barst stefnda tölvupóstur 24. apríl 2018 frá Landsprenti þar sem tilk ynnt var um að útgefnir reikningar frá félaginu hefðu verið að hækka og því þyrftu greiðslur frá stefnda að hækka í samræmi við það og verða 1.250.000 kr. vikulega. Stefndi svaraði þessu með tölvupósti samdægurs þar sem hann kvaðst hafa verið að borga meir a en honum bæri og vilja nákvæmar skýringar, líka að reikningar væru ekki hærri en prentuð og dreifð eintök hverju sinni. Ekki verður ráðið af gögnum málsins hvort og með hvaða hætti Landsprent ehf. brást við þessu erindi. Í tölvupósti Karls Garðarssonar til Guðbrands Magnússonar, framkvæmdastjóra Landsprents ehf., dags. 7. mars 2019, segir að samvæmt yfirliti stefnda hafi stefndi greitt rúmar 7,6 milljónir umfram reikninga til Landsprents frá því í lok apríl 2018, í kjölfar tölvupóstsins frá 24. apríl 201 8 um að reikningar Landsprents væru að hækka. Bókhaldið hefði upp frá því greitt 1.250.000 vikulega. Síðan segir í tölvupóstinum: ,,Nú er það svo að reikningarnir voru ekki að hækka og höfum við verið að greiða allt að einni milljón króna aukalega til yk kar á mánuði eða á bilinu 200.000 250.000 í hverri viku. Eðlilegt hefði verið að Landsprent hefði leiðrétt þetta fyrir löngu svo hefur ekki verið gert heldur Í framhaldinu fór stefndi fram á að Landsprent endur greiddi stefnda umframgreiðslurnar ásamt vöxtum. Framkvæmdastjóri stefnda sendi stefnda tölvupósti 21. mars 2019 þar sem stungið var upp á fundi til að fara yfir greiðslumál. Stefndi svaraði erindinu með tölvupósti samdægurs með þeim hætti að óþarfi væri a ð halda enn einn fundinn þar sem viðræðum hefði verið slitið einhliða af Árvakri/Landsprenti árið 2018. Með bréfi, dags. 29. mars 2019, setti stefndi fram endurkröfu á hendur Landsprenti vegna ofgreiðslu prentkostnaðar á tímabilinu 1. október 2017 til 1. mars 2019 að fjárhæð 9.135.944 að viðbættum dráttarvöxtum. Ekki verður ráðið af gögnum málsins hvernig Landsprent svaraði þessu erindi sérstaklega. Í tölvupósti framkvæmdastjóra Landprents frá 2. maí 2019 til Karls Garðarssonar, framkvæmdastjóra stefnda, kemur þó fram að fulltrúar Landsprents og stefnda hafi rætt að ,,greiðslur þessi mál öll. Ætluðum að hittast þegar þú værir kominn heim aftur. Væri e kki ráð að hittast aftur á næstu Með tölvupósti, dags. 6. september 2019, frá Karli Garðarssyni til framkvæmdastjóra Landsprents, var tilkynnt um að stefndi hefði ákveðið að hætta prentun vikublaðsins DV hjá Landsprenti og að sú ákvörðun tæki þega r í stað gildi. Í málinu liggur fyrir reikningsyfirlit frá Landsprenti til stefnda yfir tímabilið 1. október 2017 til 31. desember 2018. Það reikningsyfirlit ber ekki með sér að stefndi hafi yfirtekið skuld við Landsprent að þeirri fjárhæð sem mál þetta l ýtur að. Af gögnum málsins verður enn fremur ráðið að stefndi hafi ekki tekið yfir skuld að fjárhæð 18.000.000 kr. við Íslandsbanka hf. eins og kveðið var á um í kaupsamningi aðila heldur greiddi stefndi 16.000.000 kr., inn á yfirdráttarskuld stefnanda á reikningi hjá bankanum. Nánar tiltekið greiddi stefndi inn á skuldina í tvennu lagi, annars vegar kr. 1.600.000, - beint af reikningum stefnda inn á reikning stefnanda og hins vegar greiðslu að fjárhæð kr. 14.400.000, - sem greidd var fyrir mistök af reiknin g stefnda inn á reikning systurfélags stefnanda Vefpressunar ehf., en síðan greidd áfram sama dag inn á reikning stefnanda. 7 Fyrir liggur að Íslandsbanki lýsti kröfum í bú stefnanda samtals að fjárhæð 2.514.395 kr., - sem sundurliðuðust með þeim hætti að kr . 870.213 voru vegna lífeyrisiðgjalda VÍB, 29.182 kr. vegna kreditkortaskuldar en 1.615.000 kr. vegna ábyrgðaryfirlýsingar. Með bréfi, dags. 1. nóvember 2018, krafðist skiptastjóri riftunar á uppgreiðslu stefnda á skuld stefnanda við Íslandsbanka og í kjö lfar yfirlýsingarinnar komust skiptastjóri og Íslandsbanki að samkomulagi um lok málsins með endurgreiðslu á höfuðstól kröfunnar, 16.000.000 kr.. Greiddi Íslandsbanki í kjölfarið umrædda fjárhæð til stefnanda og lýsti í í beinu framhaldi kröfu að fjárhæð 1 6.700.777 kr. í búið. Stefnandi telur hins vegar ljóst að enn vanti uppá greiðslu kr. 2.000.000, - af umsaminni kaupsamningsgreiðslu vegna skulda stefnanda hjá Íslandsbanka. Í skýrslu Arnars Ægissonar, sem var framkvæmdastjóri Pressunar ehf., móðurfélags DV ehf. frá 2015, fyrir dómi við aðalmeðferð málsins lýsti hann aðdraganda á sölu DV ehf. til stefnda á þann veg að stærsti hluthafinn í Pressunni ehf. hafi hætt við hlutafjáraukningu nokkrum mánuðum áður. Eigendur Pressunnar ehf. hafi fengið lán til að brúa bilið yfir sumarið og síðan hafi tekist samningur um kaup á rekstrinum í september 2017. Arnar kvað kaupendur einungis hafa keypt reksturinn en ekki félagið DV ehf. sem slíkt. Arnar bar fyrir dómi að af þessu tilefni hefðu forsvarsmenn stefnda óskað efti r upplýsingum í formi minnisblaðs um skuldastöðu við helstu kröfuhafa. Aðspurður um yfirlit skulda frá 21. ágúst 2017 sem Elísabet Salvarsdóttir sendi Sigurvin Ólafsyni 21. ágúst 2017. sem fyrir liggur í málinu þá kvað Arnar að kaupendur hefðu fengið það m innisblað og að það yfirlit hefði verið unnið með aðkomu lögmanna. Arnar kvað kaupendur hafa verið meðvitaða um fjárhagsvandræði DV ehf. á þessum tíma eins og minnisblaðið beri með sér. Arnar kvað samningaviðræður um kaup á rekstri Pressunnar ehf. og DV e hf. hafa farið fram samhliða. Nokkur tímapressa hefði verið í þessum samningaviðræðum, m.a. vegna skuldar við tollstjóra sem einn af eigendum Pressunnar ehf., Árni Harðarson, hefði lánað fjármagn til félagsins til að standa straum af. Í vitnaskýrslu Sigur vins Ólafssonar, fyrrverandi ritstjóra DV ehf., kvaðst hann ekki hafa átt aðild að samningaviðræðum um kaup á félaginu sumarið 2017. Félagið Dalurinn ehf. hefði dregið sig alfarið út úr félaginu og í reynd eftirlátið stjórnendum DV ehf. að reyna að bjarga félaginu. Aðspurður um töluna 20.000.000 og 31.000.000 kr. í yfirliti yfir skuldir DV sem honum var sent 21. ágúst 2017 sagði Sigurvin að þetta hefði verið ein viðkvæmasta skuld félagsins þar sem hún hafi verið forsenda fyrir prentun DV. Sigurvin gat ekki útskýrt muninn á fjárhæðunum í skjalinu, þ.e. að annars vegar væri tilgreind 20.000.000 Karl Garðarson, núverandi framkvæmdastjóri stefnda, kvaðst í aðilaskýrslu sinni fyrir dóminum ekki hafa komið að s amningaviðræðum um þau kaup sem mál þetta snýst og samskiptum við fyrri eigendur í kjölfar kaupanna, en eigandi stefnda, Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður, hefði séð um þau samskipti. Aðspurður um yfirtöku á 22.000.000 kr. skuld stefnda við Landsprent þá kv að Karl það hafa verið ljóst að fyrrverandi eigendur hefðu verið með prent - og dreifingarsamning við Landsprent. Við yfirtöku á félaginu hefðu eigendur Landsprents tjáð forsvarsmönnum stefnda að skuld DV ehf. við Landsprent hefði verið miklu hærri eða um 3 2.000.000. Ljóst væri að eigendur Landsprents hefðu ekki treyst því að nýir rekstraraðilar DV ehf. væru ekki í tengslum við fyrri eigendur. Fyrirsvarsmenn Landsprents hefðu hins vegar krafist hárra greiðsla frá stefnda og sýnt væri að mikillar tortryggni g ætti hjá Landsprenti vegna þess hvernig fyrri eigendur hefðu skilið við reksturinn. Karl sagði Landsprent hafa gert kröfu um staðgreiðslu frá stefnda sama dag og prentað væri og krafist þess að stefndi greiddi 1,2 til 1,5 milljónir aukalega í hverjum mánuð i umfram sem Karl kvaðst hafa gert ráð fyrir að yrði skuldajafnað. Karl sagði einnig að margvíslegur annar kostnaður hefði fylgt því að taka yfir eignir Pressunnar ehf. og DV ehf. Minni verðmæti hefðu verið í rekstrinum en talið var og margir kröfuhafar P ressunnar og DV hefðu gert kröfu um að nýir eigendur rekstrarins gerðu upp skuldir Pressunnar og DV, þrátt fyrir að stefndi hefði ekki tekið yfir þau félög og skuldir þeirra. Sem fyrr hefðu kröfuhafar ekki lagt trúnað á Pressan og DV ehf. væru ótengd stefn da. Karl kvað margt annars ekki hafa staðist í samskiptum við 8 eigendur Pressunnar og DV. Þannig hefði Pressan ehf. selt til þeirra félagið Netdoktor sem þeir hafi ekki einu sinni átt. III. Málsástæður aðila Málsástæður stefnanda Aðalkrafa stefnanda Stefnandi byggir aðild sína og fyrirsvar í málinu á því að stefnandi hafi tekið yfir kröfuréttindi í eigu DV ehf. við gjaldþrot stefnanda, sbr. 1. mgr. 72. gr., sbr. 1. mgr. 91. gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o . fl., þ.m.t. kröfur stefnanda á hel dur stefnda samkvæmt kaupsamningi aðila, dags. 5. september 2019. Fyrirsvar skiptastjóra fyrir þrotabúið byggir á XIX. kafla sömu laga. Þá byggir stefnandi á því að óumdeilt sé að stefndi hafi aldrei staðið skil á 22.000.000 kr. greiðslu á kaupverði eigna stefnanda samkvæmt kaupsamningi aðila, dags. 5. september 2017. Hefur fyrirsvarsmaður stefnda ítrekað staðfest þetta, síðast í tölvubréfi til skiptastjóra, dags. 7. september 2018. Telur stefnandi því vanefndir stefnda á samningi aðila óumdeildar. Sömuleið is telur stefnandi sannað að stefndi hafi aðeins greitt 16.000.000 kr., - af þeim 18.000.000 kr., - sem ráðstafa skyldi samkvæmt samningi aðila inn á skuld stefnanda við Íslandsbanka. Telur stefnandi því ljóst að 2.000.000 kr., - af umræddri kaupsamningsgreið slu séu enn ógreiddar. Dómkrafa stefnanda byggir á því að stefnda beri að efna samning sinn við stefnanda samkvæmt orðanna hljóðan og greiða hinar umsömdu kaupsamningsgreiðslur til stefnanda. Í því sambandi vísar stefnandi til meginreglna kröfuréttar um e fndir fjárhagskuldbindinga, þ.m.t. reglunnar um efndaskyldu samninga og fullar efndir, sem og 52. gr. laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup. Stefnandi telur liggja fyrir að stefndi skuldbatt sig með samningi til að yfirtaka skuld að fjárhæð 22.000.000 kr. við Landsprent. Stefndi hafi hins vegar ekki staðið við þessa skuldbindingu og hafi Landsprent nú lýst kröfunni að fullu í þrotabúið eins og áður segir. Í ljósi þessa og ótvíræðrar skyldu stefnda til að efna kaupsamning aðila að fullu beri stefnda að greiða þr otabúi stefnda hina umsömdu kaupsamningsgreiðslu og efna þannig kaupsamning aðila að fullu. Gildir einu í því sambandi hvort efndaskylda stefnda hafi verið til yfirtöku láns eða greiðslu peningafjárhæðar. Telur stefnandi að í ljósi skyldu stefnda til greið slu heildarkaupverðsins, sem tilgreint er 200.000.000 kr., - beri stefnda að standa skil á því til stefnanda að fullu, ef ekki með yfirtöku umrædds láns þá með greiðslu fjárhæðarinnar í peningum. Stefnandi telur sama gilda um skuldbindingu stefnda til yfirt öku eða uppgreiðslu á skuldum stefnanda við Íslandsbanka, en ljóst sé að stefndi greiddi aðeins 16.000.000 kr. af 18.000.000 kr., - skuldbindingu sinni samkvæmt samningi aðila, og eru því ógreiddar 2.000.000 kr. af kaupverði hins selda félags. Í ljósi skyld u stefnda til að standa við greiðslu á fjárhæð kaupverðsins að fullu, þá beri stefnda að greiða stefnanda hina umstefndu fjárhæð, ef ekki með yfirtöku skulda þá með peningagreiðslu. Stefnandi hafnar því sem röngu og ósönnuðu að stefndi eigi gagnkröfu á h endur stefnanda um afslátt eða skaðabætur af hinu selda vegna vanefnda á kaupsamningi aðila, dags. 5. september 2017. Stefnandi hafnar því alfarið að hann hafi á einhvern hátt vanefnt kaupsamning aðila, eða að hin seldu verðmæti hafi verið gölluð eða þeim ábótavant eins og haldið er fram af stefnda. Telur stefnandi þær fullyrðingar stefnda ósannaðar, sem og meint umfang hinna meintu galla. Í því sambandi vísar stefnandi einnig til þess að stefndi kom sumarið 2017 að rekstri stefnda og hafði fullt tækifæri t il að kynna sér rekstur stefnanda og allar þær eignir sem stefndi tók yfir. Þá gerði stefndi engar athugasemdir við hið selda fyrr en rúmu ári eftir undirritun kaupsamnings og afhendingu umræddra eigna og teljast kröfur hans því í öllu falli fallnar niður fyrir tómlæti. Hvað varðar einstaka þætti sem stefndi hefur vísað til í samskiptum sínum við skiptastjóra, þá er því mótmælt að þeir geti falið í sér galla á hinu selda samkvæmt meginreglum kröfuréttar. Sjónvarpsstöðin INN var til að mynda ekki hluti af h inu selda og getur stefndi því ekki krafist afsláttar af hinu selda á þeim forsendum. Sömuleiðis er því mótmælt að skort hafi á að tilskildir leyfissamningar hafi fylgt með í kaupunum, eða að skortur á slíkum samningum teljist vanefnd á kaupsamningi aðila. 9 Þá hefur stefndi ekki lýst neinum kröfum í þrotabú stefnanda vegna vanefnda á fyrrnefndum kaupsamningi aðila og teljast slíkar kröfur því of seint fram komnar og fallnar niður fyrir vanlýsingu, sbr. 1. mgr. 118. gr. laga nr. 21/1991. Þá er því einnig mót mælt að skilyrði skuldajafnaðar séu fyrir hendi, en skuldajöfnuður gegn útistandandi kröfum þrotabús sætir verulegum takmörkunum samkvæmt 100. gr. laga nr. 21/1991. Í því sambandi er sérstaklega vísað til þess að stefnda var fullkunnugt um slæma fjárhagsst öðu stefnanda og að stefnandi væri með kaupsamningum að selja allar þær eignir sem öfluðu tekna í félaginu. Er því skilyrði skuldajafnaðar í 100. gr. laga nr. 21/1991 að skuldari hafi verið grandlaus um ógjaldfærni þrotamanns ekki uppfyllt. Verði ekki fall ist á að stefnda beri að greiða stefnanda hina umstefndu fjárhæð á grundvelli beinnar greiðsluskyldu samkvæmt ákvæðum samningsins sjálfs, er á því byggt til vara, að stefndi hafi með vanrækslu sinni á að yfirtaka og greiða skuld stefnanda við Landsprent va nefnt kaupsamning aðila og þannig bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart stefnanda. Í því sambandi vísar stefnandi til meginreglna kröfuréttar um skaðabætur innan samninga, þ.m.t. um efndabætur, sbr. einnig 57. gr. laga nr. 50/2000, um lausafjárkaup. Stefnand i byggir á því að með ákvörðun sinni að efna ekki skuldbindingu sína samkvæmt kaupsamningi aðila að yfirtaka lán frá Landsprenti að fjárhæð 22.000.000 kr., hafi stefndi gerst sekur um saknæma vanefnd á kaupsamningi aðila. Við það hafi stefnandi orðið fyrir tjóni sem nemur umræddri fjárhæð, en hún rann þá ekki til þrotabúsins sem greiðsla eða lækkun á skuldum búsins. Samkvæmt meginreglum kröfu - og samningaréttar um efndabætur beri stefnda því að bæta stefnanda þetta tjón hans og gera stefnanda eins settan og stefndi hefði staðið að fullu við samning aðila. Telur stefnandi því öll skilyrði uppfyllt fyrir því að dæma stefnda til greiðslu skaðabóta til stefnanda vegna vanefndarinnar. Sama gildir að mati stefnanda um vanrækslu stefnda á að yfirtaka skuldir stefna nda við Íslandsbanka en fyrir liggur að skuldir stefnanda hjá stefnda voru hærri en hin greidda fjárhæð og hefur Íslandsbanki lýst kröfu vegna þeirra, samtals að fjárhæð 2.514.395 kr., eins og að framan hefur verið rakið. Telur stefnandi því að með vanefnd um stefnda á skuldbindingum hans samkvæmt samningi aðila hafi stefndi bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart stefnanda sem nemur vanefndinni, þ.e. 2.000.000 kr. Stefnandi vísar enn fremur til meginreglna kröfuréttar um efndabætur vegna ómöguleika á réttum efnd um, sbr. einnig 1. mgr. 23. gr. laga nr. 50/2000. Fyrir liggur að samningur aðila fól í sér mismunun á einstökum kröfuhöfum stefnanda og því ljóst að yfirtaka fyrrnefndra skulda og greiðsla þeirra hefði verið riftanleg á grundvelli ákvæða XX. kafla laga nr . 21/1991. Er því ljóst að efndir samkvæmt orðanna hljóðan, þ.e. að stefndi hefði yfirtekið kr. 22.000.000 af skuld stefnanda við Landsprent sem og yfirtekið skuld stefnanda við Íslandsbanka að fullu, hefðu verið ólöglegir gerningar og valdið kröfuhöfum st efnanda tjóni. Hefðu gerningarnir einnig bakað Landsprenti og Íslandsbanka endurgreiðslu - og/eða bótaskyldu gagnvart stefnanda, eins og fallist var á af hálfu Íslandsbanka. Er því fyrir hendi ómöguleiki á því að efna samning aðila eftir orðanna hljóðan. S tefnandi telur hins vegar að í ljósi skyldu stefnda til að efna samning aðila in natura hafi við ómöguleikann stofnast skylda stefnda til greiðslu efndabóta til stefnanda, þar sem að ómöguleikinn getur ekki leyst stefnda undan efndaskyldu á samningum. Nána r tiltekið stofnaðist skylda til að bæta stefnanda tjón hans af vanefndinni og ómöguleikanum og gera stefnanda eins settan og að fullar efndir hefðu farið fram. Stefnandi telur fjárhæð efndabóta samsvara þeim fjárhæðum sem stefnda bar að yfirtaka og greiða stefnanda samkvæmt samningi aðila. Hvað varðar kröfu stefnda um afslátt eða skaðabætur vegna galla á hinu selda vísast til þess sem að framan er rakið, en sömu reglur gilda varðandi möguleika stefnda á að hafa uppi gagnkröfur eða skuldajafna gegn kröfu s tefnanda um efndabætur. Fjárhæð stefnukröfu byggir á þeim fjárhæðum sem stefndi skuldbatt sig til þess að yfirtaka í kaupsamningi aðila, dags. 5. september 2017, að frádregnum þeim greiðslum sem greiddar voru. Ljóst sé að umræddar fjárhæðir voru hluti af heildarkaupverði hinna seldu eigna og hefur heildarfjárhæð kaupverðsins ekki skilað sér til stefnanda eins og áður segir, þrátt fyrir skyldu stefnda til greiðslu hennar. Nemur tjón stefnanda og stefnukrafa málsins því umræddri fjárhæð. Nánar tiltekið sundu rliðast stefnukrafa 24.000.000 kr., - með eftirfarandi hætti: 10 Skuld við Landsprent kr. 22.000.000, - Eftirstöðvar skuldar við Íslandsbanka kr. 2.000.000, - Samtals kr. 24.000.000, - Dráttarvaxtakröfu sína byggir stefnandi á 1. mgr. 6. gr. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu. Fyrir liggi að stefnda bar við undirritun kaupsamnings að efna samninginn og yfirtaka hina umdeildu skuld. Byggir stefnandi þar af leiðandi á því að g jalddagi kröfunnar sé dagsetning umrædds samnings og beri stefnda því að greiða dráttarvexti frá þeim degi, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001. Varakrafa stefnanda Varakrafa stefnanda byggir á sömu málsástæðum og lagarökum og aðalkrafa, með þeirri unda ntekningu að krafist er skaðabótavaxta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 5. september 2017 til 31. september 2018, en dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Upphafsdag dráttarvaxta í varakröfu byggir stefna ndi á 1. og 6. gr., svo og 5. mgr. 3. gr. laga nr. 38/2001, og miðast hann við það tímamark er einn mánuður var liðinn frá því að stefnandi krafði stefnda um hina umstefndu greiðslu samkvæmt kaupsamningi aðila. Að öðru leyti varðandi varakröfu vísar stef nandi til umfjöllunar og málatilbúnaðar um aðalkröfu eftir því sem við á. Málsástæður stefnda Stefndi telur að óútskýrðar ofrukkanir Landsprents á hendur stefnda vegna prent - og dreifikostnaðar nemi í heild kr. 16.643.807 auk vaxta. Ekkert í háttsemi Lan dsprents hafi gefið til kynna að Landsprent hafi í hyggju að endurg r eiða hinar óútskýrðu ofrukkanir, heldur virðist mun frekar vera að Landsprent líti svo á að með þessum hætti hafi þeir getað náð fjármunum upp í þá skuld sem stefnandi stóð í við Landspren t þegar stefnandi varð gjaldþrota. Þær aðgerðir séu vitaskuld ólögmætar. Að því er varðar meinta kröfu stefnanda vegna skuldar stefnanda við Íslandsbanka hf. byggir stefndi á að aldrei hafi staðið annað til en að stefndi tæki yfir yfirdráttarskuld stefnand a við Íslandsbanka hf. og gerði hana upp. Að mati stefnda var ekki gert ráð fyrir að stefndi tæki yfir aðrar skuldir félagsins við Íslandsbanka hf. Eins og fram kemur í stefnu, var skuld vegna yfirdráttar gerð upp af hálfu stefnda og stóð hann því að fullu við sitt. Stefndi byggir á að aðrar kröfur Íslandsbanka á hendur stefnanda séu sér óviðkomandi. Í yfirliti sem Sigurvin Ólafsson afhenti fyrirsvarsmönnum stefnda í aðdraganda samningsgerðar haustið 2017 kom fram að skuld stefnanda við Íslandsbanka væri kr . 16.000.000. Á grundvelli alls framangreinds byggir stefndi á að hann hafi þegar gert að fullu upp við stefnanda og systurfélag stefnanda og að stefndi skuldi stefnanda ekkert vegna þess sem stefndi fékk í hendur. Stefndi byggir á að þær eignir sem samið var um kaup á þann 5. september 2017 hafi verið gallaðar í skilningi kröfuréttar. Þá byggir hann á því að forsendubrestur hafi orðið þegar í ljós var komið að stefnda stóð ekki til boða að halda prentsamningi við Landsprent, enda var meginforsenda þess að yfirtaka hluta skuldar stefnanda við Landsprent sú að prentsamningur stæði til boða. Stefndi byggir á því að rangar og ófullnægjandi upplýsingar stefnanda og systurfélags stefnanda leiddu til þess að stefndi ofgreiddi samstæðu stefnanda verulegar fjárhæði r, enda hafi það sem stefndi keypti ekki verið í samræmi við lýsingu þegar samningar voru gerðir. Eini hluti kaupverðs sem stóð út af þegar stefndi komst að þessu voru þær 22 milljónir króna sem voru hluti af skuld stefnanda við Landsprent. Stefndi taldi o g telur sér enn heimilt að halda eftir þessum hluta kaupverðs vegna vanefnda stefnanda og systurfélags stefnanda. Stefndi kveðst hafa gert báðum félögum viðvart um þessar vanefndir. Telur stefndi að vanefndir stefnanda og systurfélags hans hafi veitt stef nda rétt til afsláttar og skaðabóta úr hendi systurfélaganna. Vanefndir stefnanda og systurfélagsins séu umtalsvert meiri en svo að sá hluti kaupverðs sem haldið var eftir nægi til að bæta hana upp. 11 Það sama eigi við um meinta skuld stefnda að fjárhæð 2.0 00.000 kr. vegna yfirtöku á skuld stefnanda við Íslandsbanka hf. Eins og áður hefur komið fram mótmælir stefndi því að sú skuld hafi nokkurn tímann verið til staðar. Hafi hún verið til staðar sé hins vegar ljóst að réttur stefnda til að halda eftir kaupver ði og réttur hans til afsláttar og skaðabóta eigi einnig við um þá meintu kröfu. Stefndi hafnar því að honum hafi verið eða mátt vera kunnugt um þá galla sem hið keypta var haldið. Stefndi hafi verið í góðri trú þegar hann keypti eignir af stefnanda og sys turfélagi stefnanda en þær upplýsingar sem seljandi veitti stóðust ekki þegar betur var að gáð. Stefndi mótmælir því jafnframt að hann hafi ekki gert neinar athugasemdir við hið selda fyrr en rúmu ári eftir undirritun kaupsamnings og afhendingu eigna. Stef ndi byggir á því að hann hafi ávallt haldið fyrirsvarsmönnum stefnanda og systurfélags stefnanda upplýstum um þá galla sem greiðslurnar voru haldnar, þrátt fyrir að stefnda hafi ekki endilega borið skylda til, sbr. 33. gr. laga nr. 50/2000. Stefndi byggir á því að það dyljist engum að seljandi sýndi ekki af sér heiðarleika og góða trú í þessum viðskiptum og skýrði annað hvort vísvitandi eða af stórfelldu gáleysi rangt frá. Stefndi hafnar því jafnframt að sérstaka þýðingu hafi varðandi mál þetta að stefndi h afi ekki lýst kröfu í þrotabú stefnanda vegna vanefnda stefnanda. Þá hafnar stefndi því alfarið að hann geti talist hafa bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart stefnanda með meintri vanrækslu við að taka yfir skuld stefnanda við Landsprent og Íslandsbanka. Með þessu er stefnandi að mati stefnda að snúa máli þessu algjörlega á haus. Engin skilyrði séu til að dæma stefnda til greiðslu efndabóta til stefnanda. Að því er varðar umfjöllun stefnanda um ómöguleika á réttum efndum samninga stefnda við stefnanda og syst urfélag stefnanda byggir stefndi á að sá meinti ómöguleiki sé honum óviðkomandi. Sá meinti ómöguleiki, sem sagður er felast í því að kröfuhöfum væri mismunað með efndum samningsins, varðar stefnanda og kröfuhafa í þrotabú stefnanda, en ekki stefnda. Stefnd i hafnar því að meintur ómöguleiki geti leitt til þess að stefnandi eignist kröfu um efndabætur á hendur stefnda. Verði ekki litið svo á að stefndi hafi átt rétt til að halda eftir greiðslu hluta kaupverðs og að hann eigi rétt til afsláttar af kaupverði og skaðabóta vegna tjóns sem hann hefur orðið fyrir vegna þeirra galla sem hið keypta var haldið, byggir stefndi engu að síður á að hann hafi þegar gert upp við stefnanda að fullu. Eins og rakið hefur verið ítarlega í greinargerð þessari hefur Landsprent með ólögmætri háttsemi sinni og þvingunum ofrukkað stefnda um 16.643.807 kr. Engir reikningar hafa verið gefnir út vegna þessara ofrukkana. Þegar vöxtum og kostnaði stefnda við að gæta hagsmuna sinna vegna þessa er bætt við sé ljóst að stefndi hefur nú þegar greitt verulegan, ef ekki allan hluta hinnar meintu skuldar sinnar við Landsprent ehf. Ekki má líta á þetta sem viðurkenningu stefnda á að hann hafi yfirtekið skuld stefnanda við Landsprent ehf., en aftur á móti telur stefndi háttsemi Landsprents ehf. bend a til þess að félagið hafi séð sér þann leik á borði að ná með þessum hætti að kroppa upp í skuld stefnanda við Landsprent. Því skal haldið til haga að með þessari háttsemi sinni virðist Landsprent vera að tvírukka meinta kröfu sína. Slík tvírukkun er aldr ei heimil og því síður verður stefndi tvisvar krafinn um sömu greiðslu, greiðslu sem stefndi byggir á að engin stoð hafi nokkurn tímann verið fyrir. Þá hefur stefnandi þurft að greiða upp skuldir stefnanda og annarra félaga sem voru undir samsteypunni, til að tryggja að þeir miðlar sem keyptir voru geti haldið áfram rekstri. Allar þær greiðslur eiga að hafa komið til lækkunar á lýstum kröfum í þrotabú stefnanda og systurfélags stefnanda. Í ljósi þessa er því hafnað að það geti talist óumdeilt að stefndi hafi aldrei staðið skil á 22.000.000 kr. greiðslu fyrir eignir stefnanda samkvæmt kaupsamningi aðila, dags. 5. september 2017. Jafnframt er því alfarið hafnað að vanefndir stefnda á samning i séu óumdeildar og óljóst með hvaða hætti stefnandi getur fengið þá niðurstöðu út frá samskiptum sínum við stjórnarformann stefnda. Þvert á móti hefur stefndi ofgreitt verulega fyrir það sem keypt var og hefur til viðbótar verið þvingaður til að greiða la ngt umfram raunverulegan prentkostnað vegna sviðinnar jarðar sem var til staðar eftir fyrrum fyrirsvarsmenn stefnanda og ónákvæmra upplýsinga sem fyrrum fyrirsvarsmenn stefnanda veittu við sölu á eignum stefnanda og systurfélags stefnanda til stefnda. 12 Ste fndi mótmælir vaxta og dráttarvaxtakröfum stefnanda, sem og upphafstíma þeirra og vísar til almennra reglna samninga - og kröfuréttar, þ.á m. um vanefndarúrræði kaupanda. Stefndi vísar til laga um lausafjárkaup nr. 50/2000, einkum 17., 18., 27., 30., 33., 3 7., 38., 40., 41., 42. og 43. gr. Um málskostnaðarkröfu sína vísar stefndi til XXI. kafla laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, einkum 129. og 130. gr. laganna. IV. Niðurstaða Ágreiningur þessa máls lýtur að því hvort stefnda beri að greiða stefnanda s amtals 24.000.000 kr. Krafa stefnanda byggist aðallega á því að stefnda beri að inna fjárhæðina af hendi á vegna skyldu sem stefndi tók á sig með kaupsamningi aðila frá 5. september 2017. Samkvæmt 2. gr. kaupsamningsins bar stefnda að greiða hluta kaupverð yfirtaka skuld DV ehf. við Íslandsbanka að fjárhæð 18 milljónir króna. Ef ekki er fallist á að stefnda beri að inna greiðslurnar af hendi í samræmi efni samningsins byggir stefnandi á því að stefnda beri að greiða samsvarandi fjárhæð sem efndabætur. Fyrir liggur í málinu að stefndi greiddi 16 milljónir inn á skuld DV ehf. við Íslandsbanka og nema tvær milljónir af kröfu stefnanda eftirstöðvum af þeirri skuld. Að öðru leyti er krafa stefnanda sett fram með vísan til þess að stefndi hafi ekki staðið skil á 22 milljónum króna með því að yfirtaka skuld stefnanda við Landsprent/Árvakur. Ljóst er af gögn um málsins að stefndi tók aldrei yfir skuldina eins og kveðið var á um í kaupsamningi. Ekki verður heldur séð að Landsprent/Árvakur hafi nokkru sinni samþykkt að stefndi tæki yfir skuld stefnanda, en samkvæmt grein 2.4. í samningnum var yfirtaka skuldarinn ar háð þeim fyrirvara. Sýknukrafa stefnda byggist á því að þær eignir sem samið var um kaup á með samningi aðila 5. september 2017 hafi verið gallaðar í skilningi kröfuréttar. Vísar stefndi þá til þess að rangar og ófullnægjandi upplýsingar stefnanda og systurfélags stefnanda hafi leitt til þess að stefndi ofgreiddi samstæðu stefnanda verulegar fjárhæðir, enda hafi það sem stefndi keypti ekki verið í samræmi við lýsingu þegar samningar voru gerðir. Eini hluti kaupverðsins sem stóð út af þegar stefndi koms t að þessu voru þær 22 milljónir sem lúta að skuld stefnanda við Landsprent. Byggja varnir stefnda á því að stefnda sé heimilt að halda eftir þessum hluta kaupverðs vegna vanefnda stefnanda og systurfélags stefnanda. Þá byggir stefndi einnig á því að for sendubrestur hafi orðið þegar í ljós kom að stefnda stóð ekki til boða að halda prentsamningi við Landsprent, enda hafi meginforsenda þess að yfirtaka hluta skuldar stefnanda við Landsprent verið sú að prentsamningur stæði til boða. Að því er varðar málsá stæðu stefnda um að hann geti haldið eftir 22 milljónum af kaupverði DV ehf. vegna vanefnda stefnanda þá er ljóst að samkvæmt meginreglum kröfuréttur getur stefndi ekki beitt þessu úrræði nema hann sýni fram á að stefnandi hafi vanefnt skuldbindingar sínar samkvæmt samningi aðila. Stefndi hefur í þessu sambandi einkum vísað til þess að stefnandi og systurfélag hans Pressan ehf. hafi veitt rangar og ófullnægjandi upplýsingar í viðskiptum aðila sem hafi leitt til þess að stefndi ofgreiddi samstæðu stefnanda verulegar fjárhæðir, enda hafi það sem stefndi keypti ekki verið í samræmi við lýsingu þegar samningar voru gerðir. Verður ekki annað séð en að stefndi vísi að þessu leyti einkum til samnings sem stefndi gerði við Pressuna ehf., um kaup á útgáfuréttindum o g fleiri eignum Pressunnar, sama dag kaupsamningur stefnanda og stefnda var gerður 5. september 2017. Dómurinn getur ekki fallist á að stefndi geti á grundvelli meintra vanefnda Pressunnar ehf. á einum samningi við stefnda haldið eftir greiðslu sinni samk væmt öðrum samningi sem stefndi gerði við stefnanda, enda liggur þá ekki fyrir það samhengi á milli vanefndar og greiðslunnar sem haldið er eftir sem nauðsynlegt er til að þessu vanefndaúrræði verði beitt. Í því sambandi telur dómurinn rétt að geta þess a ð stefndi hefur aukinheldur hvorki sýnt fram á að lögskipti hans við stefnanda og Pressuna ehf. beri að virða sem eitt samningssamband né að Pressan ehf. hafi vanefnt skuldbindingar sínar samkvæmt sínum samningi við stefnda. Þá telur dómurinn enn fremur að málsástæður stefnda um meintar ofrukkanir Landsprents ehf. í samskiptum aðila eftir að stefndi 13 tók yfir útgáfu DV geti ekki veitt stefnda rétt til að halda eftir greiðslu, enda er þar um að ræða annað samningssamband en það sem dómkröfur stefnanda byggjas t á í þessu máli. Hvað snertir þær málsástæður stefnda að það að honum stæði prentsamningur til boða hafi verið forsenda fyrir kaupum hans á útgáfurétti DV ehf. að yfirtaka hluta skuldar stefnanda við Landsprent þá verður að telja að stefndi beri sönnunar byrði fyrir því að þessi forsenda hafi verið til staðar og stefnandi hafi þar með vanefnt skyldur sínar samkvæmt samningi aðila að þessu leyti. Þegar leyst er úr þessu ágreiningsatriði getur dómurinn ekki horft framhjá því að þau gögn málsins sem til urðu áður en ágreiningur reis um greiðsluskyldu bera ekki með sér að það hafi verið ákvörðunarástæða stefnda fyrir gerð kaupsamningsins 5. september 2017 að prentsamningur stæði til boða við Landsprent ehf. Gögn málsins bera heldur ekki með sér að stefnandi ha fi veitt stefnda nein fyrirheit í þessu skyni. Auk þess verður að telja vandséð að stefndi hafi getað ábyrgst síðari samskipti milli Landsprents ehf. og stefnda eftir að stefndi tók yfir útgáfu DV. Verður að telja að stefnda, sem hafði töluverða reynslu af viðskiptum innan sinnan vébanda, hafi mátt vera þetta ljóst og að honum hafi verið nærtækt að setja fyrirvara um um frekari tryggingar um þetta atriði í samningu aðila ef formlegur prentsamningur við Landsprent ehf. var ákvörðunarástæða fyrir samningsgerð inni. Þá verður heldur ekki séð að stefnandi hafi veitt rangar eða villandi upplýsingar um stöðu skuldar sinnar við Landsprent ehf. þegar samningur aðila var gerður. Hvað það atriði varðar verður að horfa til þess að í vitnisburði Arnars Ægissonar, fyrrve randi fyrirsvarsmanns Pressunar ehf., kom fram að þegar kaup aðila voru gerð hefðu hefðu forsvarsmenn stefnda óskað eftir upplýsingum í formi minnisblaðs um vanskil við helstu kröfuhafa. Aðspurður um yfirlit skulda frá 21. ágúst 2017 sem Elísabet Salvarsd óttir sendi Sigurvin Ólafs s yni 21. ágúst 2017 þá kvað Arnar að kaupendur hefðu fengið það minnisblað og að það yfirlit hefði heild Hrafnsson og verður ráðið að hann hafi verið í persónulegri ábyrgð fyrir skuldinni. Arnar Ægisson skýrði þennan mismun svo fyrir dóminum að 20.000.000 kr. hefðu verið þær skuldir við Lands prent sem þegar voru gjaldfallnar en 31.000.000 kr. hefði verið heildarskuldin við Landsprent. Er framburður Arnars hvað þetta varðar í samræmi við upplýsingar sem fram koma í reikningsyfirlitum um viðskipti Landsprents ehf. við stefnanda sem lögð voru fra m við kröfulýsingu Landsprents í bú stefnanda 9. mars 2018. Í ljósi minnisblaðsins mátti stefnda vera ljóst hver skuldastaða félagsins var og að mikil vanskil væru við kröfuhafa en stefndi hafði komið að rekstri félagsins og lánað því fjármuni áður en han n keypti útgáfuréttinn 5. september 2017. Þegar litið er til efnis minnisblaðsins, sem stefndi hefur sjálfur lagt það fram í málinu, svo og vitnisburðar Arnars Ægissonar, verður að telja að stefnda hafi mátt vera kunnugt um það við kaup aðila að skuldir st efnanda við Landsprent ehf. kynnu að vera nokkuð umfram 22 milljónir. Í þessu sambandi er enn fremur rétt að taka fram að ekki verður séð af gögnum málsins að Landsprent hafi á nokkru stigi krafist þess af stefnda að hann yfirtæki meiri skuldir en kveðið v ar á um í samningi hans við stefnanda. Að því er varðar málsástæður stefnda um galla getur dómurinn ekki litið framhjá því að í málinu liggja ekki fyrir nein gögn um að stefndi hafi frá því að kaupin voru gerð og allt til þess tíma til þess sem hann skila ði greinargerð sinni til dómsins komið á framfæri athugasemdum við stefnanda um að þeir þættir rekstrar DV ehf. sem stefndi festi kaup á með samningi aðila frá 5. september 2017 hafi verið haldnir annmörkum. Í því sambandi verður að vekja athygli á því að samkvæmt 31. gr. laga nr. 50/2000, um lausafjárkaup, ber kaupanda, jafnskjótt og sanngjarnt tækifæri gefst, að rannsaka söluhlut á þann hátt sem góð venja stendur til. Samkvæmt 1. mgr. 32. gr. sömu laga er sú skylda lögð á kaupanda að greina seljanda frá þ ví án ástæðulauss dráttar ef hann verður var við galla á hinu selda. Þá er sett sú almenna regla í 2. mgr. 32. gr. laganna að kaupandi getur ekki borið fyrir sig galla ef hann hefur ekki borið hann fyrir sig innan tveggja ára frá afhendingu hins selda. Sú undantekning er sett frá þessari almennu reglu í 33. gr. laganna að hún gildir ekki ef seljandi hefur sýnt af sér vítavert gáleysi eða framferði hans er á annan hátt ekki í samræmi við heiðarleika og góða trú. 14 Í ljósi þess að stefndi hefur ekki sett fram neinar athugasemdir við greiðslu stefnanda samkvæmt kaupsamningi aðila frá 5. september 2017 fyrr en í greinargerð sinni til dómsins 26. september 2019, eða meira en tveimur árum eftir að stefnandi lét stefnda útgáfurétt að stefnanda í té, telur dómurinn einsýnt að stefndi hafi af þeim sökum fyrirgert rétti sínnum til að setja fram kröfur um bætur eða afslátt á hendur stefnanda vegna kaupsamningsins. Í þessu sambandi skal áréttað að dómurinn telur ekki að skortur á prentsamningi við Landsprent ehf. eða hug sanlegar vanefndir Pressunnar ehf. á öðrum samningi við stefnda geti talist til galla á þeim réttindum sem stefndi festi kaup á með samningi sínum við stefnda 5. september 2017. Stefnandi hefur aðallega krafist þess í málinu að samningur aðila verði efndu r samkvæmt efni sínu. Hvað það atriði varðar bendir dómurinn á að samkvæmt þeim málsatvikum sem rakin eru í kafla II hér að framan þá verður ekki séð að vanefndir stefnanda hafi veitt stefnda réttmæta ástæðu til að láta hjá líða að yfirtaka skuld að fjárhæ ð 22 milljónir við Landsprent ehf. eins og kveðið var á um í samningi aðila. Í því sambandi er rétt að minna á að samkvæmt meginreglum kröfuréttar er það almennt skuldara að sanna þau atvik sem afsaka vanefndir hans og leysa hann undan ábyrgð. Að mati dóm sins hefur stefnda ekki tekist að sýna fram á slík atvik. Gögn málsins bera hins vegar ekki með sér að stefndi hafi gert neinn reka því að yfirtaka skuld stefnanda við Landsprent, ef frá er talinn tillaga um skiptingu greiðslna sem sett var fram í tölvupós ti Karls Garðarssonar til Elínar Þórðardóttur, starfsmanns Landsprents, dags. 1. desember 2017. Í gögnum málsins kemur ekkert fram um hvernig þessu erindi var svarað en eins og áður er rakið er það stefnda að sýna fram á atvik sem afsaka vanefndir hans. M eð vísan til þess að dómurinn hefur hafnað öllum málsástæðum stefnda um beitingu vanefndaúrræða vegna samnings aðila frá 5. september 2017 telur dómurinn ekki unnt að fallast á varnir stefnda af sama toga um að honum beri ekki skylda til að standa skil á þ eim hluta kröfu stefnanda sem snertir eftirstöðvar skuldar við Íslandsbanka hf. og stefndi hafði samþykkt að yfirtaka. Sem fyrr segir nemur sú krafa alls 2.000.000 kr. Af framangreindu leiðir að ekki eru efni til annars en að fallast á dómkröfu stefnand a um greiðslu samkvæmt kaupsamningi aðila. Dómurinn hafnar hins vegar kröfu stefnanda um að stefndi greiði dráttarvexti frá 5. september 2017, enda er í samningi aðila ekki kveðið sérstaklega á um gjalddaga þeirra greiðslna stefnda sem lutu að því að hann tæki yfir skuldir stefnanda við Íslandsbanka og Landsprent ehf. Í ljósi þessa að ekki verður séð að stefnandi hafi fram kröfu um greiðslu fyrr en með bréfi 31. ágúst 2018 verður stefnda einungis gert að greiða dráttarvexti frá 30. september 2018, sbr. 3. m gr. 5. gr. laga nr. 38/2001. Með vísan til þessarar niðurstöðu verður stefnda gert að greiða stefnanda kostnað af rekstri málsins. Þegar horft er til umfangs málsins, atvika þess og ágreiningsefna telur dómurinn að sá kostnaður sé hæfilega ákveðinn 1.591.000 kr. í samræmi við málskost naðarreikning stefnanda sem lagður var fram við aðalmeðferð málsins og hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari kveður upp þennan dóm að gættu ákvæði 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991. Dómsorð: Stefndi , Frjáls fjölmiðlun ehf., greiði stefnanda, þrotabúi DV ehf., 24.000.000 kr. með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá 30. september 2018 til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 1.591.000 kr. í málskostna ð.