LANDSRÉTTUR Úrskurður miðvikudaginn 28. apríl 2021. Mál nr. 137/2021 : A (Guðbjörg Benjamínsdóttir lögmaður ) gegn B (Unnar Steinn Bjarndal lögmaður) Lykilorð Kærumál. Fjárslit milli hjóna. Opinber skipti. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem fallist var á kröfu B um að við opinber skipti til fjárslita á milli hennar og A vegna hjónaskilnaðar yrði vikið frá helmingaskiptareglu 103. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993 með heimild í 104. gr. sömu laga þannig að tvær tilgreindar faste ignir kæmu óskip t í hennar hlut enda yrðu skiptin að öðrum kosti bersýnilega ósanngjörn fyrir B. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Ásmundur Helgason , Davíð Þór Björgvinsson og Ragnheiður Bragadóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeð ferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 4. mars 2021 . Greinargerð varnaraðila barst réttinum 22. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 25. febrúar 2021 í málinu nr. Q - [...] /2020 þar sem úrskurðað var að fasteignirnar [...] , fastanúmer [...] , og [...] , fastanúmer [...] , kæmu óskipt í hlut varnaraðila við opinber skipti til fjárslita milli aðila vegna hjónaskilnaðar. Í hinum kærða úrskurði var kröfum sóknaraðila um helming af leigut ekjum af fasteigninni að [...] og um rétt til leigu úr hendi varnaraðila vegna afnota hennar af fasteigninni að [...] einnig hafnað. Kæruheimild er í 1 . mgr. 133 . gr. laga nr. 20 /1991 um skipti á dánarbúum o.fl . 2 Sóknaraðili krefst þess að staðfest verði a ð um skipti milli aðila fari að öllu leyti samkvæmt helmingaskiptareglu 103. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993. Sóknaraðili krefst þess einnig að við opinber skipti búsins komi í hlut hans helmingur leigutekna af fasteigninni að [...] , fastanúmer [...] , frá 2. nóvember 2018. Þá krefst sóknaraðili þess aðallega að varnaraðila verði gert að greiða honum 2.217.388 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá uppkvaðningu úrskurðar til greiðsludags en til vara að v ið opinber skipti búsins 2 komi í hlut sóknaraðila 2.217.388 krónur af eignum búsins með sömu dráttarvöxtum frá uppkvaðningu úrskurðar til greiðsludags. Loks krefst sóknaraðili málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar að öðru leyti en því að hann krefst málskostnaðar í héraði . Þá krefst hann einnig málskostnaðar fyrir Landsrétti. Niðurstaða 4 Málsatvik eru rakin í hinum kærða úrskurði. Ágreiningur aðila lýtur að fjárslitum milli þeirra og hvort vikið verði frá helmingaskiptareglu 103. gr. hjúskaparlaga á grundvelli 104. gr. þeirra þannig að fasteignirnar að [...] , með fastanúmerið [...] , og [.. .] , með fastanúmerið [...] , komi óskipt í hlut varnaraðila. 5 Varnaraðili reisir kröfu sína um að framangreindar fasteignir komi óskipt í hennar hlut á því að bersýnilega væri ósanngjarnt að miða við helmingaskipti í fjárskiptum aðila hvað þær varðar. Sóknar aðili andmælir því að svo sé og krefst þess að um skipti milli aðila fari að öllu leyti samkvæmt helmingaskiptareglu 103. gr. hjúskaparlaga auk þess sem hann krefst, á þeim grundvelli, helmings leigutekna af fasteigninni að [...] og leigugreiðslu úr hendi varnaraðila vegna afnota hennar af fasteigninni að [...] . Málsástæðum aðila er nánar lýst í hinum kærða úrskurði. 6 Samkvæmt 1. mgr. 104. gr. hjúskaparlaga má víkja frá meginreglu um helmingaskipti ef skipti yrðu að öðrum kosti bersýnilega ósanngjörn fyrir a nnað hjóna. Á þetta meðal annars við þegar tekið er tillit til fjárhags hjónanna og lengdar hjúskapar, svo og ef annað hjóna hefur flutt í búið verulega miklu meira en hitt við hjúskaparstofnun. Samkvæmt 2. mgr. sömu lagagreinar er einnig hægt að víkja frá helmingaskiptum ef annað hjóna hefur með vinnu, fjárframlögum til framfærslu fjölskyldu eða á annan hátt stuðlað verulega að aukningu á þeim fjáreignum sem falla ætti hinu í skaut. Í athugasemdum við 104. gr. í frumvarpi því sem varð að hjúskaparlögum kem ur fram að það sé frumforsenda og allsherjarforsenda fyrir fráviki frá helmingaskip tareglu að skiptin yrðu að öðrum kosti bersýnilega ósanngjörn fyrir annað hjóna. Við mat á því hvort því skilyrði sé fullnægt eru í lagagreininni sérgreind framangreind tilv ik sem einkum ber að taka tillit til en þau eru ekki tæmandi talin. 7 Líkt og rakið er í hinum kærða úrskurði átti varnaraðili fasteignina að [...] við stofnun hjúskapar aðila í lok árs 2010 en ráða má af skattframtölum hennar að þá fasteign keypti hún á árinu 2007. Þá k eypti varnaraðili fasteignina að [...] ásamt dóttur sinni árið 2014. Ganga verður út frá að aðilar hafi þá ekki búið saman en sóknaraðili hefur ekki mótmælt staðhæfingu varnar aðila um að þau hafi slitið samvistum tímabundið seinni hluta árs 2013 en hafið sambúð á ný árið 2016. Samkvæmt framlögðum veðbóka r vottorðum fyrir eignirnar á varnaraðili ein fasteignina að [...] og þá er eignarhlutur hennar í fasteigninni að [...] 99% á m óti 1% eignarhlut dótt u r hennar. Samkvæmt framlögðum skattframtölum tók varnaraðili lán til að fjármagna kaup á báðum fasteignunum. Þá liggja fyrir í málinu tvær kvittanir frá árinu 2020 fyrir 3 greiðslu varnaraðila á fasteignagjöldum fyrir fasteignina að [. ..] og tveir reikningar frá sama ári stílaðir á varnaraðila vegna hitaveitu fyrir hvora fasteign. 8 Sóknaraðili kveðst hafa greitt hluta kaupverðs fyrir fasteignina að [...] og afborganir áhvílandi lána vegna beggja fasteignanna sameiginlega með varnaraðila en hefur e ngin gögn lagt fram því til stuðnings. Þá kveðst hann hafa, ásamt syni sínum, séð um viðhald beggja fasteignanna og greitt efni vegna þeirra framkvæmda en hefur hvorki lagt fram gögn því til stuðnings né gert grein fyrir því í hverju viðhaldið fólst. Varnaraðili mótmælir framangreindum fullyrð ingum sóknaraðila. Þá greinir aðila á um þátttöku sóknaraðila í greiðslu kostnaðar af heimilishaldinu á sambúðartíma þeirra. 9 Þau gögn sem liggja fyrir í málinu benda ekki til annars en að varnaraðili hafi ein fjármagnað kaup á umræddum fasteignum, greitt a fborganir af lánum og staðið undir kostnaði af rekstri þeirra. Jafnframt benda framlögð gögn um tekjur aðila til þess að varnaraðili hafi með vinnu sinni og fjárframlögum stuðlað ein að eignamyndun í fasteignunum á hjúskapartíma aðila. Samkvæmt skattframtö lum taldi varnaraðili fram launatekjur allan hjúskapartímann en sóknaraðili virðist á hinn bóginn ekki hafa aflað tekna fyrr en að áliðnu ári 2016. Fyrir þann tíma framfleytti sóknaraðili sér á atvinnuleysisbótum og framfærslustyrk frá sveitarfélagi. E kker t hefur komið fram um að sóknaraðili hafi með vinnu á heimilinu , framlögum til framfærslu málsaðila eða á annan hátt stuðlað að aukningu á fjáreign varnaraðila . Þá er til þess að líta að málsaðilar eiga ekki börn saman og að börn hvors um sig voru uppkomin þegar þau gengu í hjónaband árið 2010 , þá bæði komin yfir fimmtugt . Auk þess bjuggu aðilar ekki saman öll árin sem þau voru í hjúskap og töldu ekki fram til skatts sem hjón á hjúskapar tíma , heldur sem einstaklingar. Eins og málið liggur fyrir verður því e kki talið að veruleg fjárhagsleg samstaða hafi myndast með málsaðilum á hjúskapartíma þeirra þótt hann hafi að forminu til staðið í um átta ár. 10 Að öllu framangreindu virtu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur . 11 Ákvæði hins kærða úrskurðar um málskostnað verður staðfest. 12 Rétt þykir að kærumálskostnaður falli niður. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður . Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 25. febrúar 2021 Mál þetta barst dóminum 15. janúar 2020 með bréfi skiptastjóra, Auðar Bjargar Jónsdóttur lögmanns, dagsettu 9. sama mánaðar, með vísan til 122. gr., sbr. 112. gr., laga nr. 20/1991 um skipti á 4 dánarbúum o.fl., vegna ágreinings um fjárslit hjóna. Málið var þingfest 12. fe brúar 2020 og tekið til úrskurðar 28. janúar 2021. Sóknaraðili er B , kt. . Varnaraðili er A , kt. . Bæði skráð að , . Dómkröfur sóknaraðila eru þær að við fjárslit milli aðila verði vikið frá helmingaskiptareglu 103. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993, með vísan til 1. mgr. 104. gr. sömu laga, þannig að fasteignin að , fastanr. , og fasteignin að , fastanr. , komi í hlut sóknaraðila að óskiptu. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar úr hendi varnaraðila skv. framlögðu tíma - og kostnaðaryfirliti að viðbættum virðisaukaskatti. Dómkröfur varnaraðila eru þær að kröfum sóknaraðila verði hafnað og að staðfest verði að um ski pti milli aðila fari að öllu leyti samkvæmt helmingaskiptareglu 103. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993. Þá er þess krafist að við opinber skipti búsins komi í hlut varnaraðila helmingur leigutekna af fasteigninni að , , fastanr. , frá 2. nóvember 2018 . Einnig að sóknaraðila verði gert að greiða varnaraðila 2.217.388 krónur en til vara við þá kröfu að við opinber skipti búsins komi í hlut varnaraðila 2.217.388 krónur af eignum búsins, í báðum tilvikum með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/20 01 um vexti og verðtryggingu, frá uppkvaðningu úrskurðar til greiðsludags. Í öllum tilvikum krefst varnaraðili málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi að viðbættum virðisaukaskatti. Málavextir og sönnunarfærsla: Málsaðilar gen gu í hjónaband í 2010. Þau eiga ekki börn saman. Varnaraðili sótti um leyfi til skilnaðar að borði og sæng hjá sýslumanninum [...] , og var sú beiðni samþykkt 8. nóvember 2018. Ekki náðist samkomulag um eignaskiptin og með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness 11. september 2019 var fallist á kröfu varnaraðila um opinber skipti til fjárslita á eignum aðila. Sama dag var Auður Björg Jónsdóttir lögmaður skipaður sem skiptastjóri. Á skiptafundi þann 10. október 2019 reis ágreiningur um það hvort skipta ætti búin u helmingaskiptum, eins og varnaraðili gerir kröfu um, eða hvort skipta skuli eftir skáskiptum á þeim forsendum að varnaraðili hafi ekki tekið þátt í eignamyndun. Þá gerði varnaraðili einnig kröfu til skiptastjóra um leigugreiðslu vegna afnota sóknaraðila af , og hlutdeild í leigugreiðslum vegna . Þeim ágreiningi var eins og fram er komið vísað til úrlausnar dómsins með bréfi skiptastjóra, dags. 9. janúar 2019. Við upphaf hjúskapar átti sóknaraðili fyrir fasteignina að . Óumdeilt er að á árinu 2013 slitu málsaðilar samvistum, og varnaraðili hafi þá leigt húsnæði í . Óvíst er hvenær ársins 2013 þau samvistarslit urðu, en ætla má af gögnum málsins að það hafi verið síðla ársins 2013. Virðist ekki hafa komið til neins fjárhagslegs uppgjörs við þau s amvistarslit. Á árinu 2014 kaupir sóknaraðili fasteignina að ásamt , sem er kaupandi að 1%. Óumdeilt er að málsaðilar hafi aftur hafið samvistir á árinu 2016, með því að varnaraðili flutti til sóknaraðila að . Óvíst er hvenær ársins 2016 það haf i gerst. Aðila málsins greinir á um hvort seinni samvistarslit hafi orðið á árinu 2017 eða 2018. Á hjúskapartíma aðila skila þau ávallt skattskýrslum sem einstaklingar en ekki sem hjón. Sóknaraðili setti fram fullnaðarkröfur sínar í greinargerð sem lögð v ar fram 31. mars 2020. Með greinargerð sóknaraðila fylgdu skattframtöl hennar fyrir árin 2011 - 2018 og skattframtöl varnaraðila fyrir árin 2012 - 2018. Þá hefur sóknaraðili lagt fram upplýsingar um rekstrarkostnað fasteignanna. Nokkurn tíma tók að hafa uppi á varnaraðila, en hann setti fram fullnaðarkröfur sínar í greinargerð, sem lögð var fram 29. október 2020. Með greinargerð varnaraðila fylgdi afrit húsaleigusamnings um og útreikningur á dómkröfum varnaraðila um leigu á ] . 5 Málsástæður og lagarök sóknaraðila: Sóknaraðili byggir á því að hjúskapur aðila hafi í reynd staðið stutt og engin fjárhagsleg samstaða myndast þeirra á milli. Báðar fasteignirnar hafi sóknaraðili keypt þegar aðilar máls voru ekki í sambandi og án aðko mu varnaraðila. Önnur eignin hafi verið keypt áður en aðilar gengu í hjónaband en hin eftir að þau slitu samvistum í fyrra sinn. Varnaraðili hafi aldrei lagt fram fjármagn til reksturs fasteignanna og lítið sem ekkert lagt til sameiginlegs heimilishalds. A f þeim sökum sé bersýnilega ósanngjarnt að miða við helmingaskipti í fjárskiptum aðila, einkum er varðar fasteignirnar tvær, og augljóst að uppfyllt séu skilyrði 1. mgr. 104. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993. Sóknaraðili telur ljóst af málsatvikum að þrátt fy rir að tæplega átta ár hafi liðið frá því að aðilar máls gengu í hjónaband og þar til varnaraðili lagði fram formlega beiðni um skilnað hjá sýslumanni, þá hafi aðilar þar af einungis verið í samvistum um helming þess tíma. Ljóst sé af skattframtölum aðila að þau bjuggu ekki saman í það minnsta frá árslokum 2013 allt til ársins 2016. Þá sé jafnframt ljóst að ef aðilar hefðu verið í samvistum árið 2014 þá hefði sóknaraðili ekki þurft að leita til [...] um aðstoð við kaup á fasteigninni að . Aðilar hafi svo einungis búið saman að í eitt ár þar til þau slitu samvistum að nýju. Samanlögð sambúð aðila hafi því einungis spannað samtals þrjú til fjögur ár. Sóknaraðili telur jafnframt ljóst að fjárhagsleg samstaða hafi ekki myndast á milli aðila. Aðilar hafi v erið komnir yfir þegar þau gengu í hjónaband og eigi bæði uppkomin börn úr fyrri samböndum. Varnaraðili hafi meirihluta ævi sinnar búið í og allar líkur á að þar eigi hann eignir, sem ekki hafi verið upplýst um. Sóknaraðili hafi fjárfest hér á land i, hún hafi aldrei verið hálaunakona en hafi varið öllu sínu fé til kaupa og reksturs fasteignanna tveggja sem um sé rætt. Varnaraðili hafi við upphaf hjónabands aðila búið í fasteign sóknaraðila án þess að leggja nokkuð til reksturs hennar og lítið sem ek kert lagt til heimilisins að öðru leyti í þau tæplega þrjú ár sem aðilar bjuggu saman. Framlög þeirra til framfærslu og uppihalds hafi í engu blandast. Varnaraðili hafi á þeim tíma, á árunum 2011 til 2013, haft lágmarks atvinnuleysisbætur frá Vinnumálastof nun auk takmarkaðra greiðslna frá Tryggingastofnun ríkisins. Meðaltekjur hans þessi ár hafi numið um 1.900.000 krónum fyrir skatt eða um 150.000 krónum á mánuði. Ljóst megi þykja að tekjur þessar hafi varla dugað til framfærslu einstaklings á þessum tíma. Sóknaraðili hafi verið útivinnandi og meðaltekjur hennar á sama tíma um 3.600.000 krónur fyrir skatt, eða næstum tvöföld laun varnaraðila. Sama staða hafi verið uppi þegar varnaraðili flutti aftur inn til sóknaraðila á árinu 2016. Á þeim tíma sem varnaraði li leitaði aftur til sóknaraðila hafi hann verið atvinnulaus og þegið styrk frá sveitarfélaginu en síðar fengið vinnu og haft ágætar tekjur árið 2017. Þær tekjur hafi þó ekki að neinu leyti ratað til reksturs fasteigna sóknaraðila og einungis að mjög takmö rkuðu leyti til sameiginlegs uppihalds aðila, ef þá eitthvað. Meðaltekjur varnaraðila hafi á árunum 2016 og 2017 verið um 3.700.000 krónur fyrir skatt. Meðaltekjur sóknaraðila hafi verið á sama tíma um 4.500.000 krónur fyrir skatt. Eftir á að hyggja geti þ að varla talist tilviljun að varnaraðili hafi flutt aftur á heimili sóknaraðila þegar hann hafði einungis lágmarksframfærslustyrk frá sveitarfélaginu en slíti svo samvistum við sóknaraðila um leið og fjárhagur hans vænkaðist. Á því sé þannig jafnframt bygg t að varnaraðili hafi tekið saman við sóknaraðila að nýju í fjárhagslegum tilgangi. Til stuðnings framangreindu sé ítrekað að hjónin hafi aldrei verið samsköttuð. Sóknaraðili vísar til 1. mgr. 104. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993 þar sem kveðið sé á um að he imilt sé að víkja frá helmingaskiptareglu laganna ef skipti yrðu að öðrum kosti bersýnilega ósanngjörn fyrir annað hjóna. Ljóst sé af ákvæðinu að dómstólum sé falið að meta í hvert sinn hvort slíkar aðstæður séu uppi. Löggjafinn hafi þó tiltekið ákveðin vi ðmið sem styðjast beri við, þ.e. fjárhag hjóna, lengd hjúskapar og svo hvort annað hjóna hafi flutt í búið verulega miklu meira en hitt við hjúskaparstofnun eða síðar. Að mati sóknaraðila sé ágreiningur aðila í máli þessu skýrt dæmi um það af hverju þörf s é á undantekningu frá helmingaskiptareglu hjúskaparlaga og að augljóst sé að heimildinni skuli beita í fjárskiptum aðila, að öðrum kosti yrðu skiptin bersýnilega ósanngjörn fyrir sóknaraðila. 6 Vísað er til hjúskaparlaga nr. 31/1993, einkum 1. mgr. 104. gr. laganna. Hvað varðar málskostnaðarkröfu sóknaraðila er vísað til XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Málsástæður og lagarök varnaraðila: Varnaraðili tiltekur í greinargerð sinni að við kaup á fasteigninni , á árinu 2014, hafi hann greitt hluta kaupverðsins. Þá hafi aðilar greitt sameiginlega afborganir áhvílandi lána á báðum eignum, samtals um 18 milljónir króna. Að auki hafi varnaraðili ásamt syni sínum séð um viðhald beggja fasteignanna og greitt efni vegna þeirra framkvæmda. Varnaraðil i mótmælir því sem röngu og ósönnuðu að málsaðilar hafi einungis verið í sambúð helming þess tíma er hjúskapur þeirra varði, en hvað sem því líður hafi það atriði ekki grundvallarþýðingu að mati varnaraðila, þar sem ljóst sé að hjúskapur hafi varað í átta ár. Þá sé því mótmælt að fjárhagsleg samstaða hafi ekki myndast með aðilum á hjúskapartímanum. Byggir varnaraðili á því að hafna beri kröfum sóknaraðila um að vikið verði frá helmingaskiptareglu hjúskaparlaga nr. 31/1993 á grundvelli 1. mgr. 104. gr. lagan na, en sóknaraðili beri sönnunarbyrði fyrir því að eignir eigi að falla utan skipta. Sóknaraðili hafi ekki axlað þá sönnunarbyrði. Sé á því byggt að skilyrðum 104. gr. sé ekki fullnægt auk þess sem túlka verði þessa undantekningarreglu þröngt með vísan til viðurkenndra lögskýringarsjónarmiða. Varnaraðili bendir á að helmingaskiptaregla 103. gr., sbr. 6. gr., laga nr. 31/1993 sé rótgróin réttarregla í norrænum rétti og undirstöðuþáttur í fjármálaskipan hjóna. Um sé að ræða meginreglu við skipti á búi hjóna v ið skilnað. Reglan sé reist á því að í hjúskap sé jafnaðarlega efnahagsleg, félagsleg og persónuleg samstaða með aðilum. Andlag reglunnar sé bæði eignamyndun eftir hjúskaparstofnun og verðmæti sem hjón flytja með sér í hjúskapinn. Helmingaskiptareglunni sé ætlað að stuðla að fjárhagslegri jafnstöðu hjóna við hjúskaparlok með því að veita hjónum gagnkvæma hlutdeild í hjúskapareignum hvors um sig. Að baki reglunni búi sanngirnisrök og tillit til félagslegra verndarsjónarmiða. Varnaraðili bendir á að fyrir li ggi í málinu að málsaðilar voru í hjúskap í átta ár. Á þeim tíma hafi orðið eignamyndun, m.a. í formi fasteignakaupa, og ekkert bendi til þess að aðilar hafi ætlast til þess að þessar eignir stæðu utan fjárfélags þeirra, t.a.m. hafi aldrei verið gerður kau pmáli þeirra í milli, þrátt fyrir skýra heimild hjóna til slíks löggernings, sbr. 55. og 74. gr. hjúskaparlaga. Ákvæði hjúskaparlaga séu skýr um það að meginregla laganna um helmingaskipti taki til tímabilsins frá hjúskaparstofnun og fram til þess tíma er sýslumaður tók fyrst fyrir umsókn um leyfi til skilnaðar. Beri að beita reglunni um skipti hjóna við skilnað nema annað leiði af ákvæðum laga. Að sama skapi sé skýrt samkvæmt lögunum að skipti milli hjóna taki til heildareigna hvors hjóna um sig nema samni ngar séu um séreignir, reglur um lögmæltar séreignir eða fyrirmæli gefanda eða arfleiðanda leiði til annars, sbr. 99. gr. laganna. Engu slíku sé til að dreifa í tilviki málsaðila. Eign maka verði því að hjúskapareign nema sérstakar heimildir standi til ann ars og eigi þetta við um eignir sem maki flytji í búið við hjúskaparstofnun eða öðlist síðar og gildi einu með hverjum hætti eigna sé aflað að lögum, sbr. 54. gr. laganna. Varnaraðili bendi á að það sé forsenda beitingar undantekningarreglu frá helmingaski ptum, sbr. 104. gr. hjúskaparlaga, að helmingaskipti yrðu bersýnilega ósanngjörn. Af dómaframkvæmd verði ráðið að um sé að ræða afar strangt skilyrði, en það samræmist vel sjónarmiðum um það að túlka beri umrædda fráviksreglu þröngt. Við mat á því hvort un dantekningarreglan eigi við hafi lengd hjúskapar mikið vægi og almennt ekki verið talið að hjúskapur teljist skammvinnur ef hann hafi varað lengur en tvö ár. Þessu sé öðruvísi farið í tilviki málsaðila þar sem hjúskapur hafi varað í átta ár og augljóst að fjárhagsleg samstaða hafi orðið með málsaðilum á því tímabili. Leiði af dómafordæmum að svo langur hjúskapur, auk langs tíma frá því að eignir komu inn í hjúskap og skortur á kaupmála, leiði til þess að almennt beri að beita helmingaskiptareglu en ekki ská skiptum líkt og krafist sé af hálfu sóknaraðila málsins. Sóknaraðili virðist 7 í málatilbúnaði sínum leggja áherslu á tekjumun aðila á meðan á hjúskap þeirra stóð en það atriði hafi ekki meginþýðingu í þessu sambandi. Með tilliti til framangreindra röksemda sé þess krafist að kröfum sóknaraðila um að vikið verði frá helmingaskiptareglu 103. gr. hjúskaparlaga, þannig að fasteignin að og fasteignin að komi í hlut sóknaraðila að óskiptu, verði hafnað. Sé þess í staðinn krafist að miðað verði við helminga skiptareglu 103. hjúskaparlaga, og að fasteignirnar skiptist að jöfnu milli málsaðila. Varnaraðili gerir þá kröfu að við opinber skipti búsins komi í hans hlut helmingur leigutekna af fasteigninni að , , fnr. , sem fallið hafa til frá 2. nóvember 2018, þ.e. viðmiðunardagsetningu skipta. Byggist krafan á síðasta málslið 1. mgr. 104. gr. skiptalaga nr. 20/1991, sem mæli fyrir um að til skipta komi arður, vextir og annars konar tekjur sem hafi fengist af eignum og réttindum hjóna. Þessu til viðbótar s é vísað til röksemda sem reifaðar hafi verið að framan varðandi helmingaskiptaregluna. Á veðbókarvottorðum eignarinnar sem liggja fyrir í málinu komi fram að þinglýstur húsaleigusamningur sé fyrir hendi. Þá leggur varnaraðili fram gildandi húsaleigusamning . Varnaraðili gerir jafnframt þá kröfu að sóknaraðila verði gert að greiða honum 2.217.388 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá uppkvaðningu úrskurðar til greiðsludags, sem endurgjald vegna afnot a sóknaraðila af fasteign málsaðila að , , fnr. . Til vara sé þess krafist að við opinber skipti búsins komi í hlut varnaraðila 2.217.388 krónur af eignum búsins með nánar tilgreindum dráttarvöxtum. Fram komi í gögnum málsins að sóknaraðili hafi b úið í fasteigninni að frá skilnaði og þ.a.l. haft afnot af hjúskapareign varnaraðila. Til stuðnings þessum dómkröfum vísar varnaraðili til almennra reglna fjármunaréttar og dómafordæma Hæstaréttar, og framlagðra dómskjala um útreikning þessa kröfuliðar . Varnaraðili byggir á ákvæðum hjúskaparlaga nr. 31/1993, einkum ákvæðum 6., 54., 55., 74., 99., 101. og 103. gr. laganna. Þá er einnig vísað til ákvæða skiptalaga nr. 20/1991, einkum 104. gr. Þá er vísað til almennra meginreglna á sviði fjármunaréttar. Va rðandi dráttarvaxtakröfu er vísað til 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Um málskostnað er vísað til XXI. kafla laga nr. 91/1991, einkum 1. mgr. 130. gr. þeirra. Varnaraðili er ekki virðisaukaskattsskyldur aðili skv. lögum nr. 50/19 88 og ber því nauðsyn til að tekið verði tillit til skattsins við ákvörðun málskostnaðar. Niðurstaða: Samkvæmt 103. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993 á hvor maki um sig tilkall til helmings úr skírri hjúskapareign hins nema annað leiði af ákvæðum laga. Samkvæ mt 1. mgr. 104. gr. hjúskaparlaga má víkja frá meginreglu um helmingaskipti ef skipti yrðu að öðrum kosti bersýnilega ósanngjörn fyrir annað hjóna. Á þetta meðal annars við þegar tekið er tillit til fjárhags hjónanna og lengdar hjúskapar, svo og ef annað h jóna hefur flutt í búið verulega miklu meira en hitt við hjúskaparstofnun. Samkvæmt 2. mgr. sömu greinar geta frávik frá helmingaskiptum einnig átt sér stað meðal annars þegar annað hjóna hefur með vinnu, fjárframlögum til framfærslu fjölskyldu eða á annan hátt stuðlað verulega að aukningu á þeirri fjáreign sem falla ætti hinu í skaut. Sóknaraðili reisir kröfu sína á því að sú aðstaða, sem lýst sé í 104. gr., eigi við í þessu tilviki og því beri að taka kröfu hennar til greina, en varnaraðili andmælir því að svo sé. Við mat á því hvort víkja beri frá helmingaskiptareglu ber einkum að líta til þeirra atriða sem nefnd eru í 104. gr. laganna, auk annarra atriða, og ræður heildarmat þeirra atriða því hvort skipti samkvæmt 103. gr. laganna teljist bersýnilega ós anngjörn. Óumdeilt er að hjúskapur aðila hafi formlega staðið í tæplega átta ár, og að enginn kaupmáli hafi verið gerður þeirra í milli. Fyrir átti sóknaraðili fasteignina , þar sem aðilar bjuggu saman til ársins 8 2013, þegar samvistarslit urðu. Ekki hefur verið upplýst um neinar eignir sem varnaraðili flutti í búið við hjúskaparstofnun. Þótt ætlað verði af framlögðu skattframtali um eignir sóknaraðila í lok árs 2010, að ekki hafi verið um mikil verðmæti að ræða í fasteigninni, þar sem veðskuldir námu nokkuð hærri fjárhæð en fasteignamat eignarinnar, hafi eignin nýst aðilum til búsetu, og því hafi sóknaraðili flutt verulega miklu meira en hitt í búið við hjúskaparstofnun. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær á árinu 2013 samvistarslit urðu, en ætla má af gögnum málsins að það hafi verið seinnihluta ársins. Hafi varnaraðili þá flutt út og leigt sjálfur íbúð í . Ekki er upplýst um nein samskipti aðila eftir þetta, eða styðja gögn málsins það að samvistir hafi hafist aftur fyrr en á árinu 2016, þegar varn araðili flutti til sóknaraðila að , en þá fasteign hafði sóknaraðili keypt ásamt [...] á árinu 2014. Ekki var upplýst um neinar eignir sem varnaraðili hafi eignast á þeim tíma sem samvistarslit stóðu. Óljóst er hvenær sambúðin hófst á árinu 2016 og hven ær ætlað verður að samvistarslit hafi í raun orðið aftur, en af hálfu sóknaraðila er því haldið fram að það hafi verið á árinu 2017. Beiðni varnaraðila um skilnað að borði og sæng var fyrst tekin fyrir hjá sýslumanni 2. nóvember 2018, og þá er varnaraðili enn skráður að [...] . Má af framangreindu ætla að samvistir aðila hafi mögulega staðið í fimm ár. Um fjárhag aðila hafa verið lagðar fram skattskýrslur tekjuárin 2011 - 2017. Á tekjuárinu 2011 var stofn til útreiknings tekjum og útsvari varnaraðila 1.914.037 krónur, tekjuárið 2012 2.122.511 krónur, og tekjuárið 2013 1.773.200 krónur. Eru þær tekjur vegna greiðslna frá Tryggingastofnun, greiðsla atvinnuleysisbóta og sjúkradagpeninga. Tekjuskattsstofn sóknaraðila var á sama tíma 3.416.460 krónur árið 2011, 3.70 3.413 krónur árið 2012 og 3.806.706 krónur árið 2013, vegna launa frá ehf. Með hliðsjón af þessum upplýsingum má á það fallast með sóknaraðila að tekjur varnaraðila á þessu tímabili hafi vart dugað til annars en framfærslu varnaraðila sjálfs. Á árinu 2016, eða eftir að samvistir hófust að nýju, er tekjuskattsstofn varnaraðila 1.995.942 krónur og inneign á bankareikningi í lok árs 538.658 krónur. Á árinu 2017 fer tekjuskattsstofninn í 5.400.050 krónur og inneign á bankareikningi í 1.216.213 krónur. Tekj uskattsstofn sóknaraðila á árinu 2016 er 4.432.442 krónur, og inneign á bankareikningi 120.757 krónur, en árið 2017 er tekjuskattsstofn 4.601.962 krónur og inneign á bankareikningi 40.134 krónur. Virðist varnaraðili hafa getað lagt fyrir nokkra fjárhæð inn á bankabók meðan á sambúð aðila stóð í þessum tíma. Í lok árs 2013, eða um svipað leyti og samvistarslit urðu, nam fasteignamat 7.650.000 krónum, en veðskuldir voru á sama tíma 9.543.865 krónur. Í árslok 2016, sama ár og samvistir hófust að nýju, er samanlagt fasteignamat og 23.666.000 krónur, en veðskuldir námu á sama tíma 18.576.992 krónum. Ósannað er að varnaraðili haf i greitt hluta kaupverðs á árinu 2014 eins og getur um í greinargerð hans, og ekkert sem bendir til þess að málsaðilar hafi þá verið samvistum. Þá liggja engin gögn fyrir þess efnis að varnaraðili og sonur hans hafi séð um viðhald beggja fasteignanna e ða greitt efniskostnað vegna þess. Með sama hætti liggja engin gögn fyrir um að varnaraðili hafi greitt afborganir af áhvílandi lánum beggja fasteignanna, eða nokkuð annað er snýr að rekstri fasteignanna á samvistartíma. Málsaðilar eiga ekki börn saman. Af framangreindu og gögnum málsins verður ráðið að engin fjárhagsleg samstaða hafi verið með aðilum á hjúskapartíma, og heldur ekki þann tíma sem þau þó voru samvistum. Er í þeim efnum einkum horft til framlagðra skattskýrslna, en málsaðilar skila skattský rslum allan tímann sem hjúskapur telst hafa staðið, sem einstaklingar en ekki sem hjón. Að mati dómsins leiðir heildarmat á framangreindu til þess, þótt hjúskapur aðila hafi að formi til staðið í tæp átta ár, að skiptin yrðu bersýnilega ósanngjörn fyrir só knaraðila ef skipt yrði samkvæmt meginreglu 103. gr. laga nr. 31/1993. Ber því við opinber skipti til fjárslita milli aðila að miða við skáskipti, sbr. 104. gr. laga nr. 31/1993, með þeim hætti að fasteignin , fastanr. , og , fastanr. , komi ós kipt í hlut sóknaraðila. 9 Varnaraðili krefst þess að sóknaraðili greiði honum helming leigutekna af fasteigninni , frá 2. nóvember 2018 að telja. Eins og fram er komið hefur varnaraðili ekki sýnt fram á að hann hafi staðið undir neinum kostnaði af eigninni . Varnaraðili krefst leigutekna án þess að geta þess hvort um sé að ræða brúttó - eða nettóleigutekjur, þ.e. að teknu tilliti til kostnaðar og gjalda á sama tíma, og er krafan óskýr um það efni. Þá er fram komið að fasteignin að skuli koma óskipt í hlut sóknaraðila við skiptin. Kemur þegar af þeirri ástæðu ekki til álita að varnaraðili geti notið arðs af eigninni með vísan til lokamálsliðar 1. mgr. 104. gr. laga nr. 31/1993, og verður kröfu varnaraðila þess efnis því hafnað. Varnaraðili krefst að lokum greiðslu á 2.217.388 krónum frá sóknaraðila, en til vara að sú fjárhæð komi í hlut varnaraðila af eignum búsins, vegna afnota sóknaraðila af fasteigninni að , frá og með 2. nóvember 2018, og ætla má til og með október 2020. Byggist sú krafa á ætluðu le iguverði. Samkvæmt gögnum málsins er varnaraðili enn skráður með lögheimili að , og virðist búa þar eftir hentugleikum í óþökk sóknaraðila. Þá er eins og fram er komið niðurstaða dómsins að fasteignin að skuli við skipti aðila koma óskipt í hlut sók naraðila. Kemur þegar af þeirri ástæðu ekki til álita að sóknaraðila verði gert að greiða leigu af þeirri eign, og verður kröfu varnaraðila þess efnis því hafnað. Eftir þessum úrslitum, og með vísan til 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamá la, sbr. 131. gr. laga nr. 20/1991 um skipti dánarbúa o.fl., þykir rétt að hvor málsaðila beri sinn kostnað af málinu. Úrskurðinn kveður upp Bogi Hjálmtýsson héraðsdómari. Úrskurðarorð. Við opinber skipti til fjárslita milli sóknaraðila, B , og varnaraðila , A , vegna hjónaskilnaðar koma fasteignirnar , fastanr. , og , fastanr. , óskipt í hlut sóknaraðila. Kröfu varnaraðila um að við opinber skipti búsins komi í hans hlut helmingur af leigutekjum af fasteigninni að , frá 2. nóvember 2018, er ha fnað. Kröfu varnaraðila, aðallega og til vara, um að varnaraðili eigi rétt á leigu úr hendi sóknaraðila vegna afnota hennar af fasteigninni að , er hafnað. Málskostnaður fellur niður.