LANDSRÉTTUR Úrskurður þriðjudaginn 13. júlí 2021. Mál nr. 455/2021 : Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra (Alla Rún Rúnarsdóttir saksóknarfulltrúi ) gegn X (Andrés Már Magnússon lögmaður) Lykilorð Kærumál. Nálgunarbann. Útdráttur Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu lögreglustjóra um að staðfest yrði ákvörðun embættisins um að X yrði gert að sæta nánar tilgreindu nálgunarbanni. Í úrskurði Landsréttar voru rakin skilyrði nálgunarbanns samkvæmt 4. og 6. gr. laga nr. 85/2011 um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Í úrskurði réttarins kom fram að X væri undir rökstuddum grun um að hafa veist með ofbeldi að A svo að varðað gæti refsingu samkvæmt almennum hegningarlögum nr. 19/1940 og að skilyrðum a - liðar 4. gr. laga nr. 85/20 11 væri því fullnægt. Til þess var vísað að X hefði hins vegar ekki áður sætt nálgunarbanni og af gögnum málsins yrði að öðru leyti ekki ráðið að A stafaði hætta af X, sbr. b - lið 4. gr. laga nr. 85/2011. Samkvæmt því og með vísan til 6. gr. laga nr. 85/201 1 hefði ekki verið sýnt fram á að lagaskilyrði stæðu til þess að X sætti nálgunarbanni. Var hinn kærði úrskurður því staðfestur. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Eiríkur Jónsson , Ragnheiður Harðardóttir og Símon Sigvaldason kveða upp úrs kurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 9. júlí 2021 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 12. sama mánaðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 7. júlí 2021 í málinu nr. R - /2021 þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um staðfestingu ákvörðunar hans um að varnaraðila yrði gert að sæta nálgunarbanni í þrjá mánuði. Kæruheimild er í 3. mgr. 15. gr. laga nr. 85/2011 um nálgunarbann og brottvísun af heimili. 2 Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og staðfest verði ákvörðun hans 30. júní 2021 um að varnaraðila verði gert að sæta nálgunarbanni til föstudagsins 1. október 2021 klukkan 14:05. 2 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar auk þókn unar til handa verjanda sínum. Niðurstaða 4 Samkvæmt a - lið 4. gr. laga nr. 85/2011 er heimilt að beita nálgunarbanni ef rökstuddur grunur er um að sakborningur hafi framið refsivert brot eða raskað á annan hátt friði brotaþola. Eftir b - lið sömu lagagreinar á sama við ef hætta er á að viðkomandi brjóti gegn brotaþola með þeim hætti sem í a - lið greinir. Samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga verður nálgunarbanni aðeins beitt þegar ekki þykir sennilegt að friðhelgi brotaþola verði vernduð með öðrum og vægari hætti og skal þess þá gætt að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til. Í 2. mgr. sömu lagagreinar segir að við mat samkvæmt 1. mgr. sé heimilt að líta til þess hvort sakborningur hafi áður þurft að sæta nálgunarbanni og því hvort háttsemi hans á fyrri stigum hafi verið þannig háttað að hætta sé talin á að hann muni fremja háttsemi sem lýst er í 4. gr. 5 Varnaraðili er undir rökstuddum grun um að hafa 29. júní síðastliðinn veist með ofbeldi að brotaþola svo að varðað getur refsingu samkvæmt almennum hegni ngarlögum nr. 19/1940. Er því fullnægt skilyrði a - liðar 4. gr. laga nr. 85/2011. Eins og rakið er í hinum kærða úrskurði hlaut varnaraðili 17. desember síðastliðinn 60 daga skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir brot gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlag a en atvik þess máls varða ekki brotaþola. Hann hefur ekki áður sætt nálgunarbanni. Af gögnum málsins að öðru leyti verður heldur ekki ráðið að brotaþola stafi hætta af varnaraðila, sbr. b - lið 4. gr. laga nr. 85/2011. 6 Samkvæmt framangreindu og með vísan ti l 6. gr. laga nr. 85/2011 hefur ekki verið sýnt fram á að lagaskilyrði standi til þess að varnaraðili sæti nálgunarbanni. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur á þann hátt sem í úrskurðarorði greinir. 7 Þóknun verjanda varnaraðila fyrir Landsrétti greið ist úr ríkissjóði samkvæmt 38. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sbr. 14. gr. laga nr. 85/2011, og er hún ákveðin að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í úrskurðarorði greinir. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun lögreglustjórans á Norðurlandi eystra frá 29. júní 2021, um að varnaraðili, X , sæti nálgunarbanni í þrjá mánuði samkvæmt 4. gr. laga nr. 85/2011 um nálgunarbann og brottvísun af heimili Þóknun verjanda varnaraðila fyrir Landsrétti, Andrésar Más Magnússonar lögmanns, 137.640 krónur , greiðist úr ríkissjóði. 3 Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra Mál þetta, sem barst héraðsdómi kl. 15:33 laugardaginn 3. júlí 2021 kl., var þingfest og tekið til úrskurðar í einu lagi í gær, 6. júlí. Sóknaraðili er lögreglustjórinn á Norðurlandi eys tra. Varnaraðili er X , [...] , [...] , . Sóknaraðili krefst þess að héraðsdómur staðfesti ákvörðun lögreglustjórans á Norðurlandi eystra frá 30. júní 2021 um að varnaraðili sæti nálgunarbanni gagnvart A , kt. [...] , í 3 mánuði frá birtingu ákvörðunarinnar sem var kl. 14:05 þann 30. júní 2021. Varnaraðila verði á þessu tímabili bannað að koma á eða í námunda við heimili og/eða dvalarstað A , kt. [...] , að [...] . Bann þetta afmarkist við 25 metra radíus umhverfis f ramangreint heimili og/eða dvalarstað, mælt frá miðju íbúðar eða húss. Jafnframt verði varnaraðila bannað að setja sig í samband við A , nálgast hana á almannafæri, á vinnustað hennar eða hafa samskipti við hana í síma, tölvu, á samskiptamiðlum eða á annan hátt gegn vilja hennar. Varnaraðili krefst þess að synjað verði um staðfestingu ákvörðunar sóknaraðila. Þá krefst verjandi varnaraðila þóknunar úr ríkissjóði. Af hálfu brotaþola, er tekið undir kröfugerð sóknaraðila. Júlí Ósk Antonsdóttir lögmaður var skip aður réttargæslumaður brotaþola og krafðist hún þóknunar vegna meðferðar málsins. I. Sóknaraðili vísar til þess að embættið hafi til rannsóknar meint heimilisofbeldi og brot í nánu sambandi sem eigi að hafa átt sér stað þann 29. júní sl. sem og undanfarna mánuði, á sameiginlegu heimili sakbornings og brotaþola að [...] á Akureyri. Framangr eint kvöld hafi borist beiðni frá nágranna vegna hávaða og gruns um heimilisofbeldi. Þegar lögregla kom á staðinn hafi varnaraðili verið handtekinn og færður á lögreglustöðina á Akureyri. Brotaþoli hafi horfið af vettvangi þegar lögreglu bar að en lögregla hafi haft uppi á henni um klukkustund síðar. Í samtali við lögreglu og rannsóknarlögreglumann hafi komið fram að parinu hafi lent saman fyrr um kvöldið og varnaraðili hafi reiðst illa, hann hafi hent brotaþola til og frá um íbúðina, slegið hana utan undir á vinstri vanga, tekið hana hálstaki og þrengt að, brotið innanstokksmuni í íbúðinni sem og snjallsíma brotaþola. Hún hafi í framhaldi af samtali við lögreglu farið til skoðunar á bráðamóttöku SAK. Sjáanlegir áverkar hafi verið á henni en bólgu hafi mátt greina í andliti, vinstri vanga ásamt því að áverkar hafi verið sjáanlegir á handarbaki hægri handar og á olnboga, þá hafi hún verið grátbólgin og sjáanlega í miklu uppnámi. Málið sæti nú lögreglurannsókn, þar sem rökstuddur grunur leiki á að varnaraðili h afi framið refsivert brot gegn 218 gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá hafi verið litið til þess að samkvæmt kerfum lögreglu hafi lögregla á síðustu sex mánuðum margsinnis þurft að hafa afskipti af aðilum vegna ágreinings og heimilisófriðar, vísi st þar meðal annars til lögreglumála nr. 316 - 2021 - [...] , 316 - 2021 - [...] og 316 - 2021 - [...] . Því séu uppfyllt skilyrði 4. gr. laga nr. 85/2011 um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Lögreglustjóri telji vegna alvarleika málsins og kringumstæðna allra, að friðhelgi brotaþola verði ekki tryggð með öðrum og vægari hætti en með því að varnaraðili sæti nálgunarbanni. Við þingfestingu málsins og munnlegan málflutning kom fram að til viðbótar framangreindu hafi varnaraðili átt í samskiptum við brotaþola sl. helg i, sem feli í sér brot gegn nálgunarbanni. Sú háttsemi sé til rannsóknar. II. Réttargæslumaður brotaþola tók undir kröfur sóknaraðila. Lagði hún áherslu á að varnaraðili sæti nálgunarbanni til að tryggja brotaþola fjarlægð frá honum, sem sé nauðsynleg til að henni gefist friður til að slíta sambandi aðila. Kvað hún brotaþola sveiflast mjög í afstöðu sinni til þess hvort hún vilji að varnaraðili sæti nálgunarbanni eða ekki. Það sé til marks um að hún sé undir miklum áhrifum frá 4 varnaraðila, sem ráðist bæði af ótta við varnaraðila sem og tilfinningum hennar í garð varnaraðila. Um sé að ræða dæmigerð einkenni þolanda heimilisofbeldis. III. Varnaraðili krefst þess að kröfu um staðfestingu nálgunarbannsins verði hafnað. Ekkert liggi fyrir um að hann hafi raskað friði brotaþola eða á annan hátt brotið gegn henni. Hann kannist við að hafa misst stjórn á skapi sínu þann 29. júní sl., rifist við brotaþola og skemmt muni á heimilinu. Það hafi helgast af því að brotaþoli hafi tjáð honum að hún hafi haldið framhjá honum . Við það hafi hann reiðst sem sé ekki óeðlilegt við slíkar aðstæður, þó það réttlæti að sjálfsögðu ekki ofbeldi. Hann hafi hins vegar ekki beitt brotaþola ofbeldi, heldur sagt henni að yfirgefa heimili sitt. Hún hafi neitað því og þá hafi hann tekið um ha ndleggi hennar og reynt að koma henni út. Í því felist ekki líkamsárás í skilningi laga. Þá sé það rangt að hann hafi unnið spjöll á munum í eigu hennar. Umræddur farsími, sem hann hafi skemmt, sé í eigu ömmu hans, en ekki brotaþola. Hann kvað önnur þau ti lvik, þar sem lögregla hafi verið kvödd til afskipta af parinu hafa verið hávaðasöm rifrildi, en ekki átök. Um hafi að hann hafi hótað brotaþola, beitt han a ofbeldi eða með öðrum hætti gefið í skyn að hún þurfi að óttast hann. Vísar varnaraðili til þess að mál það sem var til rannsóknar hjá lögreglu vegna meintrar árásar á brotaþola 6. janúar sl., hafi verið fellt niður 31. mars 2021, eins og fram komi í skj ali sem hann lagði fram í málinu í dag. Engin ástæða sé til að beita varnaraðila nálgunarbanni. Þá bendir varnaraðili á að þau eigi ekki sameiginlegt heimili lengur. Loks sýni atvik sl. helgi að brotaþoli sæki í varnaraðila. Þannig hafi hún haft samband vi ð varnaraðila og óskað eftir að fá að koma og gista hjá honum, þar sem hann var staddur hjá ömmu sinni [...] . Hafi hún tekið leigubifreið þangað og dvalið þar hjá varnaraðila í tvær nætur og átt við hann náin kynni. Þau hafi síðan haldið á heimili varnarað ila og dvalið þar áfram og átt náin kynni. Hafi þau alls dvalið saman þrjár til fjórar nætur síðan ákvörðun um nálgunarbann var tekin, en það sé nánast allur sá tími sem liðinn er frá því ákvörðunin var birt varnaraðila. Þetta sýni afdráttarlaust að brotaþ ola standi ekki ógn af varnaraðila, heldur þvert á móti sæki hún í hann. Ekkert brot hafi átt sér stað gegn nálgunarbanninu, þar sem samskiptin hafi augljóslega verið með vilja hennar og að mestu að frumkvæði hennar. Hún komi á heimili varnaraðila, en ekki öfugt. Vandi hennar sé fyrst og fremst sá að hún geti ekki slitið sig frá varnaraðila og setji honum ekki mörk. Nálgunarbanni sé ekki ætlað að aðstoða fólk við að setja mörk, heldur til þess að taka á því þegar mörk eru ekki virt. Aðgerðir lögreglu séu úr hófi og ljóst sé að meðalhófs hafi ekki verið gætt. Verði því að hafna fram kominni kröfu. IV. Í máli þessu er krafist staðfestingar á ákvörðun lögreglustjórans á Norðurlandi eystra frá 30. júní sl., þar sem varnaraðila var gert að sæta nálgunarbanni í þrjá mánuði gagnvart brotaþola. Við birtingu ákvörðunarinnar kvaðst varnaraðili una henni, en degi síðar krafðist tilnefndur verjandi hans að ákvörðunin yrði borin undir dómstóla, sbr. 2. mgr. 12. gr. laga nr. 85/2011 um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Krafa sóknaraðila var afhent dómnum 3. júlí sl. ásamt gögnum málsins. Varnaraðili mætti sjálfur við fyrirtöku málsins ásamt verjanda sínum. Samkvæmt 4. gr. laga nr. 85/2011 er heimilt að beita nálgunarbanni ef rökstuddur grunur er um að sakborningur hafi framið refsivert brot eða raskað á annan hátt friði brotaþola eða ef hætta er á að viðkomandi brjóti gegn brotaþola með þeim hætti. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því er varð að lögum nr. 85/2011 kemur fram að við matið á því hvort hætta verði talin á að maður muni fremja refsivert brot eða á annan hátt rask a friði brotaþola verði að líta til fyrri háttsemi þess manns sem krafan beinist gegn og samskipta hans við þann sem banninu er ætlað að vernda. Er í því sambandi vísað til þess að fyrri hótanir, ögranir og önnur samskipti sem veitt geta rökstudda 5 vísbendi ngu um það sem í vændum sé geti komið til álita við matið. Á hinn bóginn sé ekki nægjanlegt að búast megi við smávægilegum ama af viðkomandi. Í 6. gr. sömu laga er gert ráð fyrir meðalhófi við beitingu úrræða laganna. Þannig segir í 1. mgr. ákvæðisins að nálgunarbanni og/eða brottvísun af heimili verði aðeins beitt þegar ekki þykir sennilegt að friðhelgi brotaþola verði vernduð með öðrum og vægari hætti. Skal þess þá gætt að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til. Við matið sé heimilt að líta til þess hvort sakborningur hafi áður þurft að sæta nálgunarbanni og/eða brottvísun af heimili sem og þess hvort háttsemi hans á fyrri stigum hafi verið þannig háttað að hætta sé talin á að hann muni fremja háttsemi sem lýst sé í 4. gr. og 1. mgr. 5. gr. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því er varð að lögum nr. 85/2011 segir að heimilt sé að líta til sömu atriða og nefnd séu í skýringum við 4. gr. frumvarpsins, en við það mat geti það ha ft sérstaka þýðingu hvort viðkomandi hafi áður verið gert að sæta nálgunarbanni eða hvort öðrum úrræðum hafi áður verið beitt í stað þess að beita nálgunarbanni eða brottvísun. Í 3. mgr. 6. gr. segir síðan að ríkissaksóknari geti gefið út almenn fyrirmæli um vægari úrræði samkvæmt 1. mgr., þ. á m. hver slík úrræði geti verið, hvaða skilyrði þurfi að vera fyrir hendi og hvernig staðið skuli að framkvæmd þeirra. Segir nánar um skýringu þessa lagaákvæðis í frumvarpi nr. 12/2019 um breytingu á lögum nr. 85/2011 um nálgunarbann og brottvísun af heimili að 1. mgr. 6. gr. laga nr. 85/2011 feli í sér sérstaka meðalhófsreglu. Ekki hafi hins vegar verið skilgreint hvað felist í vægari úrræðum og hafi einstökum lögregluembættum verið falið mat um það hver þau geti verið. Þannig hafi sum þeirra gripið til þess að nýta óformfestar yfirlýsingar sakbornings um að halda sig frá brotaþola og setja si g ekki í samband við hann sem vægara úrræði. Sé slíkum vægari úrræðum ekki fylgt geti það síðan orðið frekari grundvöllur fyrir beitingu nálgunarbanns. Verður ekki ráðið að slíkar reglur hafi verið settar. Tildrög máls þessa eru þau að lögregla var kvödd a ð heimili varnaraðila um kvöldmatarleytið 29. júní sl. vegna tilkynningar um hávaða og hugsanlegt heimilisofbeldi. Fram kemur í gögnum málsins að varnaraðili hafi verið æstur og reiður er lögregla kom á vettvang. Viðurkenndi hann að hafa reynt að ýta brota þola út úr íbúðinni með því að taka um hendur hennar, er hún neitaði að yfirgefa íbúðina að hans kröfu í framhaldi af því að hún kvaðst hafa haldið fram hjá honum. Brotaþoli kvað varnaraðila hins vegar hafa slegið sig utan undir með flötum lófa, tekið hana hálstaki og hent henni til og frá um íbúðina. Kannaðist varnaraðili við að hún hefði hugsanlega færst til er hann reyndi að koma henni út, en hafnaði að öðru leyti meintu ofbeldi. Í málinu liggur fyrir áverkavottorð sem staðfestir sýnilega bólgu í andliti ásamt áverka á handarbaki hægri handar og á olnboga. Þessir áverkar geta komið heim og saman við lýsingu varnaraðila á atvikum málsins. Þeir geta einnig samræmst lýsingu brotaþola. Rannsókn málsins er enn á frumstigi, en fallast verður á að rökstuddur gru nur sé um að varnaraðili kunni að hafa gerst sekur um brot gegn 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ekki þykir hafa verið sýnt fram á að ákvæði 218. gr. b. eigi við í málinu. Með vísan til þess að símtæki það sem varnaraðili mun hafa skemmt í rifr ildi aðila, var í eigu ömmu hans en ekki brotaþola, verður ekki fallist á að rökstuddur grunur sé um brot gegn 1. mgr. 257. gr. laganna. Það eitt og sér að rökstuddur grunur sé um að varnaraðili kunni að hafa gerst sekur um brot gegn 217. gr. almennra hegn ingarlaga nr. 19/1940 nægir ekki til að fallist verði á nálgunarbann, heldur verður nálgunarbanni aðeins beitt þegar ekki þykir sennilegt að friðhelgi brotaþola verði vernduð með öðrum og vægari hætti og skal þess þá gætt að ekki sé farið strangar í sakirn ar en nauðsyn ber til, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 85/2011 . Þá segir í 2. mgr. greinarinnar að við mat samkvæmt 1. mgr. sé heimilt að líta til þess hvort sakborningur hafi áður þurft að sæta nálgunarbanni og hvort háttsemi hans á fyrri stigum hafi verið þannig háttað að hætta sé talin á að hann muni fremja brot sem lýst er í 4. gr. 6 Í dómum þar sem fallist hefur verið á nálgunarbann, hefur iðulega haft mikla þýðingu hvort um ítrekaða háttsemi e r að ræða eða sögu um brot gegn nálgunarbanni. Fyrir liggur að varnaraðili hefur ekki áður sætt nálgunarbanni. Þá liggur einnig fyrir að atvik þau sem lögregla vísar til um fyrri afskipti af aðilum, fela fyrst og fremst í sér hávaðasamar erjur, en ekki ofb eldi eða hótanir um það. Rannsókn lögreglu á meintu ofbeldisbroti sem hófst þann 6. janúar sl. lauk með því að málið var fellt niður. Ekkert kemur fram í gögnum málsins um að varnaraðili hafi haft í hótunum við brotaþola um ofbeldi eða ógnanir á annan hátt , hvort heldur með beinum hætti, með skilaboðum eða á annan hátt. Varnaraðili hlaut dóm þann 17. desember sl. fyrir brot gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga og var dæmdur til 60 daga fangelsisvistar, sem skilorðsbundin var til tveggja ára vegna at lögu að ókunnugum manni með hnefahöggi í kjölfar rifrildis. Varnaraðili hefur ekki hlotið aðra dóma sem hér hafa þýðingu. Ekki verður fallist á að framangreind atvik séu þessu eðlis að þau geti talist hafa raskað friði brotaþola í skilningi a. liðar 1. mgr. 4. gr. laga nr. 85/2011. Þá verða þau að mati dómsins ekki talin geta rennt stoðum undir að hætta sé á að varnaraðili brjóti gegn brotaþola í skilningi b. liðar 1. mgr. 4. gr. laga nr. 85 /2011 . Líta verður á atvikið frá 29. júní sl. í ljósi þess að brotaþoli tilkynnti varnaraðila um atburð af hennar hálfu sem var til þess fallinn að vekja upp sterkar tilfinningar hjá varnaraðila. Háttsemi hans í framhaldinu verður fremur að skoða sem einan grað tilvik, heldur en að hún sé talin til marks um að brotaþola stafi af honum almenn hætta. Þá þykir hafa hér þýðingu að engin gögn liggja fyrir um að varnaraðili hafi áreitt eða ásótt brotaþola, heldur er þvert á móti óumdeilt að hún hafði samband við v arnaraðila og óskaði eftir að fá að koma til hans og gista hjá honum þar sem hann var staddur hjá ömmu sinni á Árskógsströnd. Virðast þau hafa dvalið saman allar nætur síðan og átt náin kynni. Þannig kom brotaþoli á heimili varnaraðila og dvaldi þar með va rnaraðila allt þar til stuttu fyrir fyrirtöku í þessu máli. Ekki er annað komið fram í málinu en að þessi samskipti og samvera hafi verið með vilja og að frumkvæði brotaþola. Kom fram af hálfu réttargæslumanns brotaþola, að hún hafi sveiflast mjög í afstöð u sinni til þess hvort hún vildi nálgunarbann gegn varnaraðili eður ei. Taldi réttargæslumaðurinn þetta skýrast af því að brotaþoli væri föst í sambandi sem hún næði ekki að slíta sig úr, þó hún vissi að sambandið væri henni ekki hollt. Taldi réttargæsluma ðurinn nauðsynlegt að varnaraðili sætti nálgunarbanni, þannig að brotaþoli gæti fengið fjarlægð sem myndi gagnast henni til að slíta sig frá varnaraðila. Um væri að ræða aðstæður líkt og þar sem heimilisofbeldi hefur viðgengist. Brotaþoli leiti í aðstæðurn ar, þrátt fyrir að þær séu henni ekki hollar, og geti ekki slitið sig frá þeim bæði vegna ótta við varnaraðila og vegna eigin tilfinninga í garð hans. Þó að það sé sannarlega rétt hjá réttargæslumanni að unnt sé að beita nálgunarbanni við þær aðstæður þega r heimilisofbeldi er uppi og brotaþoli fastur í aðstæðum ógnar og ótta, þá er ekki unnt að fallast á, eins og mál þetta liggur fyrir, að slíkar aðstæður séu fyrir hendi í málinu. Nálgunarbanni verður ekki beitt í því skyni að auðvelda fólki að slíta ástars amböndum og setja gagnaðila mörk. Verður ekki séð af gögnum málsins að sýnt hafi verið fram á að brotaþola stafi ógn af varnaraðila. Í ljósi framangreinds og þess að sóknaraðili hefur ekki gert sennilegt að rökstudd ástæða sé til að ætla að varnaraðili mun i brjóta gegn brotaþola er það mat dómsins að ekki hafi verið sýnt fram á að nauðsynlegt sé að beita nálgunarbanni eins og málum er hér háttað. Þótt brotaþoli hafi orðið fyrir óþægindum vegna varnaraðila teljast þau ekki þess eðlis að tilefni sé til nálgun arbanns á þessu stigi. Í öllu falli hefur ekki verið sýnt fram á að ekki sé unnt að grípa til vægari úrræða til þess að tryggja öryggi og frið brotaþola, en eins og áður greinir skal við beitingu á úrræðum samkvæmt 4. gr. laga nr. 85/2011 ekki farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar Íslands 23. janúar 2015 í máli nr. 67/2015 og dóma Landsréttar í málum nr. 747/2020 og 644/2020. 7 Með hliðsjón af öllu fram angreindu er kröfu sóknaraðila um staðfestingu nálgunarbanns gegn varnaraðila hafnað. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun skipaðs verjanda varnaraðila, Andrésar Más Magnússonar, sem og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Júlíar Óskar Antonsdóttur, 100.000 krónur til hvors lögmanns að meðtöldum virðisauka skatti. Af hálfu lögreglustjóra fór með málið Alla Rún Rúnarsdóttir, saksóknarfulltrúi. Hlynur Jónsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. ÚRSKURÐARORÐ Kröfu sóknaraðila um staðfestingu ákvörðunar lögreglustjórans á Norðurlandi eystra frá 29. júní 20 21, um að X , [...] , [...] , 603 Akureyri verði gert að sæta nálgunarbanni gagnvart A , kt. [...] , í þrjá mánuði, er hafnað. Þóknun skipaðs verjanda varnaraðila, Andrésar Más Magnússonar, 100.000 krónur, og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Júlíar Ó skar Antonsdóttur, 100.000 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti, greiðist úr ríkissjóði.