LANDSRÉTTUR Úrskurður mánudaginn 7. júní 2021. Mál nr. 367/2021 : Ákæruvaldið (Dröfn Kærnested aðstoðarsaksóknari ) gegn X (Þorgils Þorgilsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Gæsluvarðhald. B - liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta áfram gæsluvarðhaldi á grundvelli b - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Ásmundur Helgason , Davíð Þór Björgvinsson og Ragnheiðu r Bragadóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 2. júní 2021 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 2. júní 2021 í málinu nr. R - /2021 þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi þar til dómur geng ur í máli hans, þó eigi lengur en til miðvikudagsins 30. júní 2021 klukkan 16. Kæruheimild er í l - lið 1 . mgr. 192 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Sóknar aðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. 3 Varnaraðili krefst þess aðallega að hi n n kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að honum verði gert að sæta farbanni . Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfest ur. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. 2 Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 2. júní 2021 verði gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans, þó eigi lengur en til 30. júní 2021, klukkan 16:00. Ákærði mótmælir kröfu Héraðssaksóknara og krefst þess aðallega að henni verði hafnað en til vara að vægara úrræði á borð við farbann verði beitt. I: Í greinargerð með kröfu Héraðssaksóknara kemur fram að me ð ákæruskjali dagsettu 1. júní 2021 hafi héraðssaksóknari gefið út ákæru á hendur ákærða, fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa í desember 2020, staðið að skipulagningu og fjármögnun á innflutningi hingað til lands á samtals 4.832,5 g af hassi , 5.087 stykkjum af Ecstasy (MDMA), 100 stykkjum af LSD og 255,84 g af metamfetamíni, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Þrír nafngreindir einstaklingar hafi flutt umrædd ávana - og fíkniefni til landsins. Þannig hafi Y flutt samtals 4.832 ,5 g af hassi, 5.087 stykki af Ecstasy (MDMA) og 100 stykki af LSD hingað til lands ún hafði meðferðis við komuna til Íslands. Sunnudaginn 20. desember 2020 hafi svo Z og Þ í félagi flutt hingað til lands samtals 255,84 g af efnin hafi fundist falin innvortis og í dömubindi í nærfatnaði Þ við komuna til Íslands. Teljist brot ákærða varða við 173. gr. a. almennra hegningarlaga . Þá kemur fram að hinn 19. desember 2020 hafi áður nefnd Y verið stöðvuð af tollgæslu í komusal flugst öðvar Leifs Eiríkssonar er hún hafi líkt og fyrr greinir komið til Íslands með flugi FI - Við leit hafi ætluð fíkniefni fundist falin í farangri sem Y hafði meðferðis, annars vegar innpökkuð sem tvær jólagjafir og hins vegar saumuð inn í úlpu. R annsókn lögreglu á efnum þeim sem Y hafi komið með til landsins hafi leitt í ljós að um var að ræða áður greint magn af hassi, Ecstasy (MDMA) og LSD. Hinn 20. desember 2020 hafi þau Z og Þ svo verið stöðvuð af tollgæslu í komusal flugstöðvar Leifs Eiríksso nar, en þau hafi líkt og áður greinir komið til Íslands með flugi FI - á lögreglustöð og við þá leit hafi ætluð fíkniefni fundist falin í nærbuxum hennar auk þess sem Þ hafi framvísaði ætluðum fíkniefnum sem hún haf ði innvortis. Niðurstaða lögreglu á rannsókn þeirra efna hafi leitt í ljós að um áður greint magn af metamfetamíni var að ræða. Með dómi Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S - /2021 hafi Þ verið gert að sæta fangelsi í 6 mánuði og með dómi dómstólsins í mál i nr. S - /2021 hafi Y verið dæmd í 18 mánuði fangelsi og Z í 2 ára fangelsi. Við rannsókn lögreglu á framangreindum málum hafi komið í ljós að fjölmargt benti til þess, m.a. framburður allra þriggja ofangreindra aðila sem komið hafi með efnin til landsin s, að það hafi verið ákærði sem hafi staðið að skipulagningu og fjármögnun á innflutningi ofangreindra fíkniefna. Allar rannsóknaraðgerðir lögreglu og það sem fram hefur komið í málinu hafa staðfest grun lögreglu um aðild ákærða að málinu. Í greinargerð me ð kröfu Héraðssaksóknara er enn fremur gerð grein fyrir því að vegna umfangs málsins og þeirra sterku vísbendinga sem lögregla hafði um aðild ákærða að innflutningi hins mikla magn sterkra fíkniefna, hafi verið gefin út handtökuskipun á ákærða af Héraðsdóm i Reykjaness hinn 30. desember 2020. Hinn 27. janúar 2021 hafi Ríkissaksóknari svo gefið út evrópska handtökuskipun. Hinn r hingað til lands hinn 31. mars 2021 og frá þeim tíma sætt gæsluvarðhaldi, sbr. úrskurði Héraðsdóms Reykjaness í málum nr. R - - - - ðast greindan úrskurð í máli nr. R - Landsréttar í máli nr. 343/2021. Loks kemur fram að við skýrslutökur hjá lögreglu hafi ákærði neitað sök í málinu og neitað að tjá s ig að mestu. II. 3 Kröfu sinni til stuðnings vísar Héraðssaksóknari til þess að rökstuddur grunur leiki á að ákærði hafi gerst sekur um brot gegn 173. gr. a. almennra hegningarlaga , en brot gegn ákvæðinu getur varðað allt að 12 ára fangelsi. Ákærði sé erlendur ríkisborgari og þó hann sé með skráð heimili á Íslandi sé ljóst að hann hafi síðastliðin ár dvalist umtalsvert erlendis og hafi takmarkaða tengingu við landið. Brot þau sem honum séu gefin að sök í ákæru séu brot framin yfir landamæri og mikla fy rirhöfn hafi þurft til að hafa uppi á ákærða og koma honum til Íslands vegna rannsóknar málsins. Af þessum sökum telji Héraðssaksóknari hættu á að ákærði muni reyna að komast úr landi eða koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar gangi hann laus meðan mál hans er til meðferðar. Til að tryggja nærveru hans á meðan málið er til meðferðar fyrir dómstólum hér á landi, og eftir atvikum þar til afplánun hans hefst, telji Héraðssaksóknari því nauðsynlegt að ákærða verði gert að sæta gæsluvarðh aldi þar til mál hans hefur verið til lykta leitt. Að öllu framangreindu virtu og með hliðsjón af því hversu alvarlega háttsemi ákærði sé sakaður um, sé þess því krafist að hann sæti gæsluvarðhaldi á grundvelli b. liðar 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sak amála nr. 88/2008 í samræmi við gerða kröfu þar að lútandi. III. Samkvæmt 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 er það skilyrði þess að sakborningur verði úrskurðaður í gæsluvarðhald að fram sé kominn rökstuddur grunur um að hann hafi gerst sekur um háttsemi sem fangelsisrefsing er lögð við. Því til viðbótar þarf minnst eitt þeirra skilyrða sem tilgreind eru í stafliðum málsgreinarinnar að vera uppfyllt. Líkt og að framan greinir er krafa Héraðs saksóknara reist á b - lið 1. mgr. 95. gr. Samkvæmt því ákvæði er heimilt að gera sakborningi að sæta gæsluvarðhaldi ef ætla má að hann muni reyna að komast úr landi eða leynast ellegar koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar. Samkvæmt framansögðu og fyrirliggjandi rannsóknargögnum málsins er að mati dómsins ljóst að ákærði er undir rökstuddum grun um að hafa gerst sekur um háttsemi sem þung fangelsisrefsing er lögð við. Þá liggur fyrir að ákærði er erlendur ríkisborgari og hefur samkvæ mt fyrirliggjandi rannsóknargögnum ferðast mikið til og frá landinu og dvalist umtalsvert erlendis á umliðnum árum. Þó hann sé með skráð heimili hér á landi benda gögn málsins eindregið til þess að tenging hans við landið sé afar takmörkuð. Enn fremur er t il þess að líta að lögregla þurfti að viðhafa umfangsmiklar aðgerðir til að hafa uppi á honum evrópskrar handtökuskipunar. Að þessu virtu verður á það fa llist með Héraðssaksóknara að ætla megi að ákærði muni reyna að komast úr landi eða leynast ellegar koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar gangi hann laus og að mati dómsins sýnt að önnur og vægari úrræði muni ekki koma að haldi til að tryggja nærveru hans, sbr. einnig úrskurð Landsréttar frá 28. maí 2021 í máli nr. 343/2021. Að þessu gættu og með vísan til annars þess sem að framan er rakið þykir fullnægt skilyrðum b - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála til að taka kröfu Héraðssaksóknara til greina eins og hún er fram sett og nánar greinir í úrskurðarorði. Hulda Árnadóttir héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Ákærði, X, skal sæta gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans, þó eigi lengur en til miðvikudagsins 30. júní 2021, kl. 16:00.