LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 26. nóvember 2021. Mál nr. 722/2020 : Ákæruvaldið ( Anna Barbara Andradóttir , settur saksóknari ) gegn Wesley Albert Clark ( Gísli Tryggvason lögmaður) Lykilorð Refsinæmi. Refsingar og önnur viðurlög . Útdráttur Með dómi Héraðsdóms Suðurlands 22. maí 2019 var W sakfelldur fyrir umferðarlagabrot með því að hafa að ekið bifreið án tilskilinna ökuréttinda og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa fíkniefna. Í ákæru var vísað til þess að tetrahýdrókannabínólsýra h efði mælst í þvagsýni sem W lét í té. Var þessi háttsemi talin varða við 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a og 1. mgr. 48. gr. þágildandi umferðarlaga nr. 50/1987. Var W gert að sæta fangelsi í 30 daga og var hann sviptur ökurétti ævilangt frá birtingu dómsins að telja. Þann 1. janúar 20 20 tóku gildi ný umferðarlög en með þeim var sú breyting gerð frá eldri lögum að fellt var á brott það ákvæði þeirra að mæling á ávana - grundvöllur til stofnunar refsiábyrgðar. Með bréfi til Héraðsdóms Suðurlands 1. september 2020 fór varnaraðili þess á leit að þau viðurlög sem honum voru gerð með dóminum yrði felld niður með vísan til 2. mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í dómi Landsréttar var vísað til þess að fyrir lægi breytt mat löggjafans á refsinæmi verknaðar og skilyrði 2. mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga væru því uppfyllt hvað varðar kröfugerð W er tæki til viðurlaga fyrir þá háttsemi hans sem ekki er lengur refsinæm. Ekki voru talin efni ti l að líta svo á að hann hafi fyrirgert rétti sínum til að hafa kröfuna uppi né að málsmeðferðarreglur stæðu því í vegi að hún yrði tekin til úrlausnar. Var refsing W samkvæmt fyrrnefndum héraðsdómi fyrir brot gegn 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a umferðarlaga nr . 50/1987 og ákvæði hans um ævilanga ökuréttarsviptingu að því marki sem hún hafði ekki enn komið til framkvæmda því felld niður. Þar sem dómurinn tók jafnframt til brots gegn 1. mgr. 48. gr. sömu laga, sem nú varðar við 1. mgr. 5 8 . gr. umferðarlaga nr. 77 /2019, var refsing samkvæmt henni lækkuð. Var fangelsisrefsing W felld niður í heild og sekt fyrir akstur án tilskilinna ökuréttinda ákveðin 20.000 krónur . Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Jón Höskuldsson , Kristbjörg Stephensen og Þorgeir Ingi Njálsson . 2 Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 14. desember 2020 í samræmi við yfirlýsingu varnaraðila um áfrýjun. Áfrýjað er úrskurði Héraðsdóms Suðurlands 3. nóvember 2020 . 2 Í greinargerð ákæruva lds til Landsréttar eru dómkröfur þess orðaðar á þann veg að telji ákærða/dómfellda og önnur viðurlög sem honum voru ákvörðuð í dómi Héraðsdóms Suðurlands [22. maí 2019] í máli n r. S - 46/2019 verði lækkuð og felld niður að því leyti sem þau varða þá háttsemi hans sem heimfærð var undir ákvæði 45. gr. a. umferðalaga 3 Varnaraðili, Wesley Albert Clark, krefst þess að felld verði niður að fullu refsing hans samkvæmt framangreindum dómi svo og eftirstöðvar ævilangrar sviptingar ökuréttar hans sem þar var jafnframt mælt fyrir um. Þá er krafist málsvarnarlauna úr ríkissjóði til handa skipuðum verjanda í héraði og fyrir Landsrétti. Málsatvik 4 Með ákæru lögreglustjórans í Vestmannaeyjum 29. janúar 2019 var höfðað sakamál fyrir Héraðsdómi Suðurlands á hendur varnaraðila fyrir umferðarlagabrot með því að hafa að morgni miðvikudagsins 1. ágúst 2018 ekið bifreið um götur í Vestmannaeyjum án tilskili nna ökuréttinda og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa fíkniefna en um hið síðastnefnda er vísað til þess í ákæru að tetrahýdrókannabínólsýra hafi mælst í þvagsýni sem varnaraðili lét í té. Var þessi háttsemi talin varða við 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a og 1. mgr. 48. gr. þágildandi umferðarlaga nr. 50/1987. 5 Í þágu rannsóknar málsins var jafnframt tekið blóðsýni úr varnaraðila. Samkvæmt matsgerð rannsóknastofu Háskóla Íslands í lyfja - og eiturefnafræði var 6 Í 1. mgr. 45. gr. a laganna var á þessum tíma kveðið á um að enginn mætti stjórna eða reyna að stjórna vélknúnu ökutæki ef hann væri undir áhrifum ávana - eða fíkniefna sem bönnuð væru á íslensku yfirráðasvæði samkvæmt lögum um ávana - og fíkniefni og reglugerðum settum samkvæmt þeim. Þá sagði í 2. mgr. sömu greinar að ef ávana - og fíkniefni samkvæmt 1. mgr. mældust í blóði eða þvagi ökumanns teldist hann vera undir áhrifum áfengis og óhæfur til að stjóra ökutæki örugglega. 7 Varnaraðili k om fyrir Héraðsdóm Suðurlands 9. maí 2019 og viðurkenndi skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru. Með dómi héraðsdóms 22. sama mánaðar var hann sakfelldur fyrir þá háttsemi og honum gert að sæta fangelsi í 30 daga. Þá var hann sviptur ökurétti ævilangt frá birtingu dómsins að telja. Loks var honum gert að greiða 179.492 krónur í sakarkostnað. 8 Alþingi samþykkti 11. júní 2019 frumvarp til nýrra umferðarlaga og öðluðust þau gildi 1. janúar 2020. Með þeim var sú breyting g erð frá eldri lögum að fellt var á brott það ákvæði þeirra að mæling á ávana - 3 talist viðhlítandi grundvöllur til stofnunar refsiábyrgðar. Til samræmis við þetta er nú í 50. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 það eitt áskilið að mæling á blóði ökumanns leiði í ljós að hann hafi fyrir aksturinn neytt ávana - og fíkniefna sem bönnuð eru á íslensk u yfirráðasvæði samkvæmt lögum um ávana - og fíkniefn i og reglugerðum settum samkvæmt þeim. 9 Framangreindum héraðsdómi var ekki áfrýjað til Landsréttar innan áfrýjunarfrests en með bréfi til ríkissaksóknara 19. júlí 2019 sótti varnaraðili um leyfi til að áfrýja dóminum. Í leyfisbeiðni var meðal annars skírskotað til þess að samkvæmt nýjum umferðarlögum væri það refsilaust ef m erki um ávana - og fíkniefni greindust einungis í þvagi ökumanns. Landsréttur hafnaði beiðninni 4. nóvember 2019 og var sú niðurstaða byggð á því að sá dráttur sem orðið hefði á áfrýjun málsins hefði ekki verið nægilega réttlættur í skilningi 5. mgr. 199. g r. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 10 Með bréfi til Héraðsdóms Suðurlands 1. september 2020 fór varnaraðili þess á leit að þau viðurlög sem honum voru gerð með dóminum yrðu felld niður með vísan til 2. mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í á kvæðinu felst að falli refsinæmi verknaðar niður af ástæðum, sem bera vitni um breytt mat löggjafans á refsinæmi verknaðar, falli refsing niður, sem dæmd hefur verið fyrir þann verknað, að því leyti sem hún hefur þá ekki þegar verið framkvæmd. Þá falli ei nnig niður aðrar afleiðingar verknaðar, sem refsinæmi hans að eldri lögum leiddi af sér, að undantekinni skyldu til greiðslu sakarkostnaðar. Um málsmeðferð segir í ákvæðinu að bera megi undir dómstól þann, sem dæmdi í því máli í héraði, eða dómstól á heimi lisvarnarþingi aðila, hvort refsing samkvæmt dóminum skuli niður falla eða lækka, ef dómurinn tekur jafnframt til fleiri brota. Niðurstöðu héraðsdóms megi áfrýja. 11 Með úrskurði Héraðsdóms Suðurlands 3. nóvember 2020 og að undangengnum málflutningi um frama ngreinda kröfu varnaraðila var henni hafnað. Varnaraðili kærði úrskurðinn til Landsréttar sem með úrskurði sínum 19. sama mánaðar vísaði málinu frá þar sem málskot samkvæmt 2. mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga skyldi eftir orðum ákvæðisins eiga sér stað m eð áfrýjun. Lýsti varnaraðili yfir áfrýjun með bréfi til ríkissaksóknara 27. nóvember 2020 og var áfrýjunarstefna gefin út 14. desember sama ár. Niðurstaða 12 Í málinu er samkvæmt framansögðu til úrlausnar krafa um að viðurlög sem varnaraðila voru gerð með h éraðsdómi 22. maí 2019 skuli með stoð í 2. mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga felld niður þar sem refsinæmi þess verknaðar sem hann var sakfelldur fyrir hafi fallið niður 1. janúar 2020 við gildistöku umferðarlaga nr. 77/2019. Fyrir liggur að ekki hefur ko mið til fullnustu á fangelsisrefsingu sem varnaraðila var gerð með dóminum og ákvæði hans um ökuréttarsviptingu er enn í gildi. 13 Sakfelling samkvæmt dómi héraðsdóms var annars vegar reist á skýlausri játningu varnaraðila fyrir dómi og hins vegar á niðurstöð u rannsóknar á þvagsýni sem hann lét í té en samkvæmt henni mældist tetrahýdrókannabínólsýra í sýninu. Af hálfu varnaraðila 4 er á því byggt að í játningu hans hafi ekki falist að hann hafi gengist við því að hafa verið undir áhrifum fíkniefna við akstur í u mrætt sinn heldur hafi hún tekið til þess eins að þar sem fíkniefni hafi mælst í þvagsýni frá honum hafi hann brotið gegn 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a umferðarlaga nr. 50/1987. Eru engar forsendur til að draga þetta í efa. Þá liggur fyrir að sú háttsemi sem varnaraðili var að þessu leyti sakfelldur fyrir með dóminum er nú refsilaus. 14 Þess er áður getið að sú lagabreyting sem er til umfjöllunar í málinu kemur fram í 50. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Í athugasemdum við greinina í frumvarpi til laganna segir meða l annars svo: Greinin fjallar um bann við akstri undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Er ákvæðið að meginstefnu til í samræmi við 45. gr. a gildandi laga. Þó er lagt til að gerð verði sú grundvallarbreyting frá gildandi ákvæði að mæling á mögulegu magni áva na - og fíkniefna, sem er grundvöllur að ályktun um að ökumaður teljist undir áhrifum slíkra efna og því óhæfur til að stjórna ökutæki örugglega, fari aðeins fram á blóði ökumanns. Verði þannig felld niður tilvísun til þess að mæling í þvagi geti verið nægu r grundvöllur í þessum efnum. Er hér á því byggt að þegar ávana - og fíkniefni, eða óvirkt umbrotsefni þess, mælist aðeins í þvagi ökumanns, en ekki í blóði, sé almennt í reynd rétt að álykta að slíks efnis hafi verið neytt en að ekki sé lengur um það að ræ ða að ökumaður sé undir áhrifum efnisins þannig að hann teljist óhæfur til að stjórna ökutækinu örugglega. Í dómi Hæstaréttar frá 19. júní 2008 í máli nr. 260/2008 byggði Hæstiréttur niðurstöðu sína á því að tilvist óvirkra umbrotsefna ávana - og fíkniefna í þvagi ökumanns væri samkvæmt gildandi 45. gr. a umferðarlaga, ein og sér, nægur grundvöllur þess að fært væri að álykta að ákærði hefði verið undir áhrifum efnisins og því óhæfur til að stjórna ökutækinu örugglega í merkingu ákvæðisins. Það er því ljóst að ekki er að þessu leyti samhengi á milli framsetningar 45. gr. a gildandi laga og þeirra vísindalegu ályktana sem með réttu verða dregnar af þvagmælingu um aksturshæfni ökumanns. Á því er byggt við gerð þessa frumvarps að það sé ekki ætlunin með lögmæltu banni í umferðarlögum við akstri undir áhrifum ávana - og fíkniefna að leggja refsingu við neyslu slíkra efna, enda verði ekki staðreynt með mælingu á blóði ökumanns að slík neysla hafi í reynd haft áhrif á hæfni hans til aksturs. Á þeim forsendum er sem f yrr greinir lagt til að fellt verði úr 2. mgr. greinarinnar að mæling á ávana - til stofnunar refsiábyrgðar. Er því nú það eitt áskilið að mæling á blóði ökumanns leiði í ljós að hann hafi fyrir aksturinn neytt ávana - og fíkniefna, sem bönnuð eru á íslensk u yfirráðasvæði samkvæmt lögum um ávana - og fíkniefn i og reglugerðum settum 15 Að þessu virtu verður að líta svo á að fyrir liggi breytt mat löggjafans á refsinæm i verknaðar, sbr. einnig dóma Landsréttar 7. apríl 2020 í máli nr. 526/2019 og 26. mars 2021 í máli nr. 762/2019. 16 Samkvæmt öllu framansögðu eru uppfyllt skilyrði 2. mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga fyrir kröfugerð varnaraðila í málinu að því er tekur til viðurlaga fyrir þá háttsemi hans sem ekki er lengur refsinæm. Þá eru hvorki efni til að líta svo á að hann hafi fyrirgert 5 rétti til að hafa kröfuna uppi né að málsmeðferðarreglur standi því í vegi að hún verði tekin til úrlausnar fyrir Landsrétti. 17 Í samræ mi við það sem nú hefur verið rakið ber að fella niður refsingu varnaraðila samkvæmt héraðsdómi 22. maí 2019 fyrir brot gegn 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a umferðarlaga nr. 50/1987 og ákvæði hans um ævilanga ökuréttarsviptingu að því marki sem hún hefur ekki enn komið til framkvæmda. Með því að dómurinn tekur jafnframt til brots gegn 1. mgr. 48. gr. sömu laga, sem nú varðar við 1. mgr. 5 8 . gr. umferðar laga nr. 77/2019, verður refsing samkvæmt honum lækkuð. Samkvæmt þessu og í ljósi þeirra forsendna sem augljóslega voru lagðar til grundvallar við refsiákvörðun héraðsdóms verður fangelsisrefsing felld niður í heild og sekt fyrir akstu r án tilskilinna ökuréttinda ákveðin 20.000 krónur. Verði sektin eigi greidd innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dóms þessa skal varnaraðili í hennar stað sæta fangelsi í tvo daga. Með vísan til 2. mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga skal ákvæði héraðsdóm sins um skyldu varnaraðila til greiðslu sakarkostnaðar standa óhaggað. 18 Rétt þykir að leggja á ríkissjóð allan sakarkostnað í þessu máli í héraði og fyrir Lands rétti en um málsvarnarlaun skipaðs verjanda varnaraðila á báðum dómstigum, sem ákveðin eru í ein u lagi að meðtöldum virðisaukaskatti, og útlagðan ferðakostnað fer samkvæmt því sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Felld er niður fangelsisrefsing, sem varnaraðila, Wesley Albert Clark, var gerð með dómi Héraðsdóms Suðurlands 22. maí 2019 í máli nr. S - 46/201 9. Ákvæði sama dóms um ævilanga ökuréttarsviptingu er fellt úr gildi að því marki sem það hefur ekki þegar komið til framkvæmda. Varnaraðili greiði 20.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dóms þessa en sæti ella fangelsi í tvo daga. Allur sakarkostnaður í héraði og fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda varnaraðila á báðum dómstigum, Gísla Tryggvasonar lögmanns, samtals 706.800 krónur , og 7.800 krónur í útlagðan ferðakostnað. Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 3. nóvember 2020 Mál þetta, sem þingfest var og tekið til úrskurðar 8. október 2020, barst dóminum 4. september 2020. Sóknaraðili er Wesley Albert Clark, kt . Varnaraðili er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum. Dómkröfur sóknaraðila eru aðallega að felld verði niður refsing og önnur viðurlög sem sóknaraðila var gert að sæta með dómi Héraðsdóms Suðurlands, uppkveðnum 22. maí 2019, í málinu nr. S - 46/2019, en til vara krefst sóknaraðili þess að refsing sóknaraðila s kv. umræddum dómi verði lækkuð. Þá krefst sóknaraðili þess að lögmanni hans verði greidd þóknun úr ríkissjóði verði talin heimild til þess. Varnaraðili mótmælir kröfunni. 6 Málavextir Þann 29. janúar 2019 gaf varnaraðili út ákæru á hendur sóknaraðila fy rir umferðarlagabrot. Var sóknaraðila gefið eftirfarandi að sök: [...] suður Hlíðarveg og sem leið lá að Hólagötu 19 í Vestmannaeyjum án tilskilinna ökuréttinda og óhæfur til að stjórna bi freiðinni heimfærð undir 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a. og 1. mgr. 48. gr., allt sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 með síðari breytingum. Var þess krafist af hálfu ákæruvalds að ákærði, þ. e. sóknaraðili þessa máls, yrði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar samkvæmt 101. og 102. gr. nefndra umferðarlaga . Framangreint sakamál var þingfest 14. mars 2019 og dómtekið 9. maí sama ár, eftir að ákærði hafði viðurkennt skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru. Var farið með málið samkvæmt 1. mgr. 164. gr. laga nr. 88/2008. Sækjandi og verjandi ákærða tjáðu sig í stutt u máli um lagaatriði máls og ákvörðun viðurlaga og lögðu málið að svo búnu í dóm. Var kveðinn upp dómur í sakamálinu þann 22. maí 2019 og ákærði sakfelldur skv. ákæru og dæmdur til að sæta fangelsi í 30 daga og sviptur ökurétti ævilangt. Þá var ákærða ja fnframt gert að greiða sakarkostnað 179.492 krónur, þar af þóknun skipaðs verjanda síns 84.320 krónur að virðisaukaskatti meðtöldum. Samkvæmt því sem fram kom við munnlegan flutning málsins er framangreindur dómur til fullnustu hjá Fangelsismálastofnun rí kisins, en fullnustu mun hafa verið frestað meðan beðið er lykta þessa máls. Dóminum mun ekki hafa verið áfrýjað innan lögmælts áfrýjunarfrests. Af hálfu sóknaraðila er vísað til 2. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og byggt á því að refsinæmi þess v erknaðar að stjórna bifreið þrátt fyrir að ávana - og fíkniefni greinist í þvagi ökumanns hafi fallið niður við gildistöku umferðarlaga nr. 77/2019 þann 1. janúar 2020. Beri því að fella hina dæmdu refsingu niður að fullu, enda hafi hún ekki komið til framk væmda. Samkvæmt sama tilvitnaða ákvæði almennra hegningarlaga beri jafnframt að fella niður ökuréttarsviptinguna, enda falli hún undir hugtakið Sóknaraðili vísar jafnframt til 1. mgr. 69. gr. og 70. gr. Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands. Þá vísar sóknaraðili til þess að ekki sé um að ræða beiðni um eiginlega endurupptöku umrædds sakamáls, hvorki skv. XXIX. né XXXIV. kafla laga nr. 88/2008 um meðf erð sakamála, heldur beiðni skv. beinni lagaheimild í 2. mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Af hálfu varnaraðila er vísað til þess að um sé að ræða endanlegan dóm í sakamáli og verði niðurstöðu slíks máls ekki breytt nema með áfrýjun eða endu rupptöku samkvæmt lagaákvæðum þar um. Þá vísar varnaraðili til þess að umræddur dómur og viðurlög samkvæmt honum sé þegar kominn til framkvæmda, en í öllu falli sé ökuréttarsviptingin þegar komin til framkvæmda. Þá vísar varnaraðili jafnframt til þess að v erði fallist á kröfu sóknaraðila megi búast við holskeflu af málum þar sem farið verði fram á sambærilegt. Forsendur og niðurstaða Í 2. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 segir: Hafi refsilöggjöf breyst frá því að verknaður var framinn til þess er dóm ur gengur, skal dæma eftir nýrri lögunum, bæði um refsinæmi verknaðar og refsingu. Aldrei má þó dæma refsingu, nema heimild hafi verið til þess í lögum, þegar verk var framið, og ekki þyngri refsingu en orðið hefði eftir þeim lögum. Hafi refsiákvæði laga f allið úr gildi af ástæðum, sem ekki bera vitni um breytt mat löggjafans á refsinæmi verknaðar, skal dæma eftir lögum þeim, sem í gildi voru, þegar brot var framið. Falli refsinæmi verknaðar niður af öðrum ástæðum en síðast var getið, fellur refsing niður , sem dæmd hefur verið fyrir þann verknað, að því leyti, sem hún hefur þá ekki þegar verið framkvæmd. Einnig falla þá niður aðrar afleiðingar verknaðar, sem refsinæmi hans að eldri lögum leiddi af sér, að undantekinni skyldu til greiðslu sakarkostnaðar. Be ra má þá undir dómstól þann, sem dæmdi í því máli í héraði, eða dómstól á 7 heimavarnarþingi aðilja, hvort refsing samkvæmt dóminum skuli niður falla eða lækka, ef dómurinn tekur jafnframt til fleiri brota. Niðurstöðu héraðsdóms má áfrýja. Framangreind ákvæð i hafa staðið óbreytt allar götur frá gildistöku laganna. Samkvæmt 2. mgr. 2. gr. skal refsing, sem og aðrar tilteknar afleiðingar, falla niður ef hún hefur ekki þegar verið framkvæmd, ef refsinæmi verknaðar hefur fallið niður. Samkvæmt orðalagi 2. mgr. 2. gr. laganna gildir þetta þó ekki ef refsiákvæði laga hafa fallið úr gildi af ástæðum, sem ekki bera vitni um breytt mat löggjafans á refsinæmi verknaðar, en þetta kemur jafnframt fram í lögskýringargögnum. Bann við akstri undir áhrifum ávana - og fíkniefna var að finna í 45. gr. a umferðarlaga nr. 50/1987, en er nú að finna í 50. gr. hinna nýju umferðarlaga nr. 77/2019. Eru ákvæðin næsta samhljóða að því undanskildu að í hinum eldri lögum var bannað að aka vélknúnu ökutæki ef slík efni fundust í blóði eða þ vagi ökumanns, en samkvæmt hinum yngri lögum nær bannið aðeins þess að efnin finnist í blóði ökumanns. Sá verknaður, sem umrædd ákvæði umferðarlaga beinast að, er að aka vélknúnu ökutæki undir áhrifum ávana - og fíkniefna, en til þess standa augljós rök. B annákvæði umferðarlaganna fjalla ekki um það að hafa slík efni í líkama sínum, hvort heldur sem er í blóði eða þvagi, heldur ná þau til þess verknaðar að aka vélknúnu ökutæki undir áhrifum þeirra. Mat löggjafans á þeim verknaði og refsinæmi hans er ljósleg a óbreytt þrátt fyrir að nú sé ekki lengur refsivert að aka vélknúnu ökutæki ef slík efni finnast aðeins í þvagi, en þetta mat löggjafans kemur m.a. ljóslega fram í lögskýringargögnum. Með framangreindum dómi var sóknaraðili m.a. sakfelldur fyrir aka umræ ddri bifreið óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna. Er ekkert komið fram um breytt mat löggjafans á refsinæmi þess verknaðar, þrátt fyrir þær breytingar sem gerðar hafa verið á umferðarlögum og að framan er lýst. Samkvæmt framansögðu eru ekki uppfyllt skilyrði 2. mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 til að fella niður eða lækka refsingu sóknaraðila skv. téðum dómi í málinu nr. S - 46/2019 og ber því að hafna kröfu hans. Við fyrirtöku málsins var fallist á að skipa sóknaraðila verjanda, en ekki er lagaheimild til að ákveða honum þóknun úr ríkissjóði. Sigurður G. Gíslason héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Kröfu sóknaraðila, Wesley Albert Clark, er h afnað.