LANDSRÉTTUR Úrskurður fimmtudaginn 7. janúar 2021. Mál nr. 2/2021 : Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra ( Agnes Björk Blöndal aðstoðarsaksóknari ) gegn X ( Friðrik Smárason lögmaður) Lykilorð Kærumál. Nálgunarbann. Brottvísun af heimili. Útdráttur Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu L um að staðfest yrði ákvörðun hans um að X sætti brottvísun af heimili og nánar tilgreindu nálgunarbanni í 12 mánuði á grundvelli laga nr. 85/2011 um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Í úrskur ði Landsréttar kom fram að X væri undir rökstuddum grun um að hafa beitt sambýliskonu sína líkamsmeiðingum á heimili þeirra og að í framburði hennar hjá lögreglu kæmi fram að hún óttaðist X og óskaði eftir því að honum yrði vísað af heimilinu og hann látin n sæta nálgunarbanni. Þá væri X einnig undir rökstuddum grun um að hafa tekið ungt barn þeirra út af heimilinu og stefnt öryggi þess í hættu. Féllst Landsréttur á það mat L að ekki hefði verið unnt að beita öðrum og vægari úrræðum til að tryggja öryggi sam býliskonunnar og barna hennar en að víkja X tímabundið af heimili þeirra og að tilefni hafi verið til að setja nálgunarbann á X. Var ákvörðun L staðfest. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Jóhannes Sigurðsson , Oddný Mjöll Arnardóttir og Ragnheiður Bragadóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 4. janúar 2021 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 4. janúar 2021 í málinu nr. R - /2020 þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að staðfest yrði ákvörðun hans 26. desember 2020 um að varnaraðila yrði gert að sæta nálgunarbanni og brottvísun af heimili til 23. janúar 2021 . Kæruheimild er í 3. mgr. 15. gr. laga nr. 85/2011 um nálgunarbann og brottvísun af heimili. 2 Sóknaraðili krefst þess að framangreind krafa hans verði tekin til greina. 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. 2 4 Brotaþoli krefst þóknunar til handa skipuðum réttargæslumanni sínum. Niðurstaða 5 Samkvæmt a - lið 4. gr. laga nr. 85/2011 er heimilt að beita nálgunarbanni ef rökstuddur grunur er um að sakborningur hafi framið refsivert brot gagnvart brotaþola. Þá kemur fram í a - lið 1. mgr. 5. gr. sömu laga að heimilt sé að beita brottvísun af heimili e f rökstuddur grunur er um að sakborningur hafi brotið gegn ákvæðum XXII. - XXIV. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940 ef verknaðurinn hefur beinst að öðrum sem er honum nákominn og tengsl þeirra þykja hafa aukið á grófleika verknaðarins, enda varði broti ð fangelsi allt að sex mánuðum. 6 Í málinu liggja fyrir upplýsingaskýrslur lögreglu og samantektir af framburð i varnaraðila, sambýliskonu hans, móður hennar og sonar hjá lögreglu. Þá hafa verið lagðar fyrir Landsrétt myndir af áverkum sambýliskonunnar og áv erkavottorð læknis. Gögn þessi og framburð ur styðja lýsingar hennar á því að varnaraðili hafi tekið hana hálstaki og slegið hana. Samkvæmt áverkavottorðinu hlaut hún heilahristing ásamt því að hafa líklega tognað á háls - og brjósthrygg auk þess sem hún haf ði áverkamerki á hægri fótlegg, andliti og hálsi. Þá liggja fyrir lýsingar lögreglu á því þegar varnaraðili var stöðvaður við akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis þar sem hann hélt á ungu barni sínu klæðalausu undir stýri. Jafnframt kemur þar fram að þeg ar hann hafi verið stöðvaður af lögreglu hafi hann bakkað á ómerkta bifreið lögreglumanns sem tók þátt í aðgerðum. 7 Af gögnum málsins verður ráðið að varnaraðili sé að minnsta kosti undir rökstuddum grun um að hafa 25. desember 2020 framið refsivert brot g egn sambýliskonu sinni er varðað getur við 217. gr. almennra hegningarlaga. Þá er hann einnig undir rökstuddum grun um að hafa umrætt sinn framið refsiverð brot gegn barni sínu og sambýliskonunnar og öðru barni hennar sem varðað geta við 98. og 99. gr. bar naverndarlaga nr. 80/2002. Framangreindum lagaskilyrðum a - liða 4. gr. og 1. mgr. 5. gr. laga nr. 85/2011 er því fullnægt. 8 Í 1. mgr. 6. gr. laga nr. 85/2011 er mælt fyrir um að nálgunarbanni og/eða brottvísun af heimili verði aðeins beitt þegar ekki þykir s ennilegt að friðhelgi brotaþola verði vernduð með öðrum og vægari hætti og skal þess þá gætt að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til. Þá kemur fram í 2. mgr. greinarinnar að við mat samkvæmt 1. mgr. sé heimilt að líta til þess hvort sakborn ingur hafi áður þurft að sæta nálgunarbanni og hvort háttsemi hans á fyrri stigum hafi verið þannig háttað að hætta sé talin á að hann muni hafa í frammi háttsemi sem lýst er í 4. gr. og 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 6. gr. í frumvarpi til lag a nr. 85/2011 segir að í ákvæðinu sé að finna meðalhófsreglu sem í felst að ekki er heimilt að beita nálgunarbanni og/eða brottvísun ef unnt er að ná sama árangri með því að beita öðrum og vægari úrræðum. Þetta sé til samræmis við þá meginreglu að jafnan s kuli gæta meðalhófs þegar um íþyngjandi ákvarðanir er að ræða. Þá kemur fram í athugasemdunum að við matið sé heimilt að líta til þess hvernig háttsemi þess sem í hlut á hefur verið á fyrri stigum og 3 að sérstaka þýðingu geti haft við matið hvort viðkomandi hafi áður verið gert að sæta nálgunarbanni eða brottvísun eða hvort öðrum úrræðum hafi áður verið beitt í stað þess að beita nálgunarbanni eða brottvísun. 9 Að framan er rakið að varnaraðili er undir rökstuddum grun um að hafa beitt sambýliskonu sína líkams meiðingum á heimili þeirra. Í framburði hennar hjá lögreglu eftir atburðinn kemur fram að hún óttist varnaraðila og óski eftir því að honum verði vísað af heimilinu og hann látinn sæta nálgunarbanni. Þegar horft er til þess og jafnframt haft í huga að varn araðili er samkvæmt gögnum málsins einnig undir rökstuddum grun um að hafa tekið ungt barn þeirra út af heimilinu gegn andmælum móður, og stefnt öryggi þess í hættu með því að aka með það í fanginu í bifreið undir áhrifum áfengis, er fallist á það mat l ögr eglustjór ans á Norðurlandi eystra að ekki hafi verið unnt að beita öðrum og vægari úrræðum til að tryggja öryggi sambýliskonunnar og barna hennar í kjölfar atburðarins en að víkja varnaraðila tímabundið af heimili þeirra. Í ljósi alvarleika þeirrar háttsem i sem varnaraðili er þannig grunaður um verður einnig fallist á það mat lögreglustjórans að tilefni hafi verið til að setja nálgunarbann á varnaraðila. Þá er til þess að líta að nálgunarbanninu og brottvísuninni er afmarkaður tiltölulega skammur tími og þa nnig gætt sjónarmiða um meðalhóf samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 85/2011. 10 Samkvæmt framansögðu verður ákvörðun lögreglustjórans á Norðurlandi eystra 26. desember 2020 um að varnaraðili sæti nálgunarbanni og brottvísun af heimili til 23. janúar 2021 staðf est. 11 Þóknun verjanda varnaraðila og réttargæslumanns brotaþola fyrir Landsrétti, sem ákveðin er að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í úrskurðarorði greinir, greiðist úr ríkissjóði samkvæmt 38. gr. og 48. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sbr. 14. gr. laga nr. 85/2011 . Úrskurðarorð: Staðfest er ákvörðun lögreglustjórans á Norðurlandi eystra 26. desember 2020 um að varnaraðila, X , verði gert að sæta brottvísun af heimili sínu að til laugardagsins 23. janúar 2021 klukkan 16.00 og nálgunarbanni gagnvart A , kt. , B , kt. og C , kt. á sama tímabili þannig að lagt er bann við því að hann komi á eða í námunda við lögheimili A , B og C að . Bannið afmarkast við 25 metra radíus umhverfis framangreint heimili, mælt frá miðju íb úðar eða húss , en auk þess er varnaraðil a bannað að setja sig í sam skipti við A , B eða C , nálgast þau á almannafæri eða eftir atvikum á vinnustað eða haf a samband við þau í gegnum síma, tölvu, á samskiptamiðlum eða á annan hátt gegn hennar vilja. Þóknun ve rjanda varnaraðila fyrir Landsrétti, Friðriks Smárasonar lögmanns, 1 41.360 krónur, greiðist úr ríkissjóði. 4 Þóknun réttargæslumanns brotaþola fyrir Landsrétti, Júlíar Óskar Antonsdóttur lögmanns, 70.680 krónur , greiðist úr ríkissjóði. Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 4. janúar 2021 Mál þetta sem barst dóminum 29. desember 2020, kl. 10.48 var þingfest og tekið til úrskurðar 31. Í málinu krefst sóknaraðili staðfestingar á ákvörðunum sínum 26. desember 2020 um að varnaraðila verði gert að sæta brottvísun af heimili og nálgunarbanni til laugardagsins 23. janúar 2021 kl. 16.00. Varnaraðili krefst þess að kröfunni verði hafnað og ákvörðunin felld úr gildi. Þá krefst hann hæfilegra málsvarnarlauna úr ríkissjóði til handa verjanda sínum. Réttargæslumaður brotaþola kveður hana styðja ákvörðun lögreglustjóra. Þá fer réttargæslumaður fram á hæfileg málsvarnarlaun úr ríkissjóði. Sóknaraðili tók ákvörðun sama tímabili Bannið afmarkast við 25 metra radíus umhverfis framangreint heimili, mælt frá miðju íbúðar eða húss. Jafnframt var lagt bann við því að varna raðili setti sig í samband við A, B eða C, nálgaðist þau á almannafæri eða eftir atvikum á vinnustað eða hafi samband við þau í gegnum síma, tölvu, á samskiptamiðlum eða á annan hátt gegn þeirra vilja. Í greinargerð sóknaraðila er atvikum lýst þannig að á jóladag, 25. desember 2020, að kvöldi, hafi lögreglu borist tilkynning um einstakling sem gerði sig líklegan til að aka ölvaður. Síðar hafi borist önnur Er lögreglumenn hafi verið á leið á vettvang hafi þeir veitt bifreið sakbornings athygli og er þeir ökumannssæti bifreiðarinnar. Drengurinn hafi verið k læðalaus og aðeins í bleyju. Sakborningur hafi sýnilega verið undir áhrifum áfengis og æstur þegar hann hafi samþykkt að koma yfir í lögreglubifreiðina þar sem hann hafi misst stjórn á skapi sínu. Hann hafi þrýst barninu þétt að sér og hafi lögreglumenn ta lið mikilvægt að ná barninu úr höndum hans. Eftir að barnið hafi verið komið í öruggt skjól hafi sakborningur veist að lögreglumönnunum. Er lögreglumenn hafi komið á vettvang á heimili brotaþola hafi þar verið fyrir tvö börn brotaþola, þetta kvöld og til ágreinings hafi komið. Þegar brotaþoli hafi ætlað að fara að skipta á barninu hafi sakborningur sagst ætla að taka drenginn og fara með hann, þegar hún ha fi mótmælt hafi hann tekið hana hafi sakborningur tekið drenginn og hlaupið út í bíl. Brotaþoli hafi hlaupið á eftir honum en fengið á sig fleiri högg þ fanginu og ekið á brott. Brotaþoli og drengurinn hafi verið flutt á Sjúkrahúsið á til frekari aðhlynningar og skoðunar þar sem þau hafi dvalið yfir nótt. Br otaþoli sé með umtalsverða sýnilega áverka eftir atlögu sakbornings. Óskað hafi verið eftir áverkavottorði en það hefur ekki borist. Ákvörðun lögreglustjórans á Norðurlandi eystra sé byggð á gögnum þeim sem lögregla hafi aflað í tengslum við mál nr. 316 - 2020 - um að sakborningur hafi framið refsivert brot er varði við 217. gr., 1. mgr. 218. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum og barnaverndarlögum. Það sé mat l ögreglustjóra að 5 friðhelgi brotaþola verði ekki tryggð með öðrum og vægari hætti en með nálgunarbanni og brottvísun af heimili, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 85/2011. Með vísan til fyrirliggjandi gagna og þeirrar hættu sem brotaþola hafi stafað af atlögu s akbornings og kringumstæðum öllum er hann hafi ráðist að brotaþola hafi sóknaraðili tekið umrædda ákvörðun. Ákvörðunin sé byggð á heimild í 3. mgr. 3. gr. laga nr. 85/2011, sbr. a. og b. lið 1. mgr. 4. gr., a. og b. lið 1. mgr. 5. gr., allt sbr. 4. mgr. 7. gr. sömu laga. Vísað sé til framangreinds, framlagðra gagna og laga nr. 85/2011, einkum 4., 5., 6. og 12. gr., og sé þess krafist að héraðsdómur fallist á hina framlögðu kröfu. Sakborningi hafi verið kynnt ákvörðunin á lögreglustöðinni að Þórunnarstræt i 138, Akureyri, þann 26. desember 2020. Viðstaddur birtingu ákvörðunar hafi verið Friðrik Smárason lögmaður sem tilnefndur hafi verið verjandi sakborning. D hafi túlkað í gegnum síma. Sakborningur hafi neitað að staðfesta með undirritun sinni að honum haf i verið birt ákvörðunin. Tilnefndur réttargæslumaður brotaþola sé Júlí Ósk Antonsdóttir lögmaður. Af hálfu varnaraðila er á því byggt að hann neiti sök varðandi þau brot sem sóknaraðili telur hann hafa framið. Þá vísar hann til þess að um sé að ræða eitt einstakt tilfelli og því komi ekki til greina að beita svo íþyngjandi ráðstöfun sem ákvörðun sóknaraðila feli í sér. Engin vægari úrræði hafi verið reynd. Telur hann lagaskilyrði ekki uppfyllt til að honum verði gert að sæta nálgunarbanni og því síður bro ttvísun af heimili, sbr. 1. og 2. mgr. 6. gr. laga nr. 85/2011. Þá vísar hann einnig til úrskurðar Landsréttar 29. desember 2020 í máli nr. 747/2020. Niðurstaða dómsins Með vísan til greinargerðar sóknaraðila sem fær stoð í gögnum málsins er fallist á að varnaraðili sé undir rökstuddum grun um að hafa framið refsivert brot, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2011 um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Þá er og fallist á að varnaraðili sé undir rökstuddum grun um að hafa framið brot sem fullnægir skilyrðum 1. mgr. 5. gr. sömu laga þannig að unnt sé að beita samhliða, nálgunarbanni og brottvísun af heimili. Á hinn bóginn liggur ekkert fyrir í máli þessu að varnaraðili hafi áður gerst sekur um brot eða að það ástand sem skapaðist umrætt sinn hafi áður orðið á heimili varnaraðila og brotaþola. Þegar af þeirri ástæða verður ekki talið að skilyrðum 1., sbr. 2. mgr. 6. gr. laga nr. 85/2011 sé fullnægt, enda liggur ekkert fyrir um að vægari úrræði hafi verið reynd eða hvers vegna ekki verði talið sennilegt að hagsmunir bro taþola yrðu ekki verndaðir með öðrum og vægari hætti en með beitingu þeirra úrræða sem felast í ákvörðun lögreglustjóra frá 26. desember sl. Þá er og einnig vísað til úrskurðar Landréttar frá 29. desember sl. í máli nr. 747/2020. Með vísan til framangrein ds verður ákvörðun sóknaraðila frá 26. desember 2020 felld úr gildi. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda sem og þóknun skipaðs réttargæslumanns sem ákveðast að meðtöldum virðisaukaskatti þær fjárhæðir sem nánar greinir í úrskurðarorði. Halldór Björnsson dómstjóri kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Ákvörðun sóknaraðila, lögreglustjórans á Norðurlandi eystra frá 26. desember 2020, um að varnaraðila X verði gert að sæta nálgunarbanni og brottví sun af heimil til 20. janúar 2021 er felld úr gildi. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði þar með talin þóknun skipaðs verjanda varnaraðila, Friðriks Smárasonar lögmanns, 332.630 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, sem og þóknun skipaðs réttargæs lumanns brotaþola, Júlíar Óskar Antonsdóttur lögmanns, 114.700 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti.