LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 21. janúar 2021. Mál nr. 700/2020 : Í slenska ríkið ( Eiríkur Áki Eggertsson lögmaður ) gegn A ( Guðbjarni Eggertsson lögmaður , Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir lögmaður, 2. prófmál ) og gagnsök Lykilorð Gæsluvarðhald. Skaðabætur. Gjafsókn. Fordæmi. Útdráttur A var handtekinn vegna gruns um aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi í félagi við þrjá aðra. Í kjölfar handtökunnar sat hann í gæsluvarðhaldi í 215 daga, þar af 28 daga í einangrun, auk þess sem hann sætti ým sum rannsóknaraðgerðum. Fyrir dómi var A sýknaður af öllum sakargiftum og höfðaði hann í kjölfarið mál á hendur Í og krafðist miskabóta auk skaðabóta vegna tapaðra launatekna. Undir rekstri málsins í héraði féllst Í á að greiða A miskabætur að fjárhæð 3.99 0.000 krónur auk vaxta. Með hinum áfrýjaða dómi var Í gert að greiða A miskabætur að fjárhæð 7.000.000 króna til viðbótar. Aftur á móti var Í sýknað af kröfu A um skaðabætur vegna fjártjóns. Með vísan til dómaframkvæmdar um bætur fyrir miska á grundvelli 2 46. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, og þess að A hefði glímt við áfallastreituröskun, þunglyndi og kvíða sem rekja mætti til gæsluvarðhaldsins, var staðfest niðurstaða héraðsdóms um fjárhæð miskabóta til handa A. Þá var niðurstaða héraðsdóms um f járkröfu A vegna tapaðra launatekna einnig staðfest. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Ásmundur Helgason og Davíð Þór Björgvinsson og Ingimundur Einarsson, settur landsréttardómari. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Aðalá frýjandi skaut málinu til Landsréttar 7. desember 2020 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 10. nóvember 2020 í málinu nr. E - /2019 . 2 Aðaláfrýjandi krefst þess að hann verði sýknaður af öllum kröfum gagnáfrýjanda. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyri r Landsrétti. 3 Gagnáfrýjandi áfrýjaði málinu fyrir sitt leyti 15. febrúar 202 1 . Gagnáfrýjandi krefst þess að aðaláfrýjandi greiði sér 41.279.400 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. 2 gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 2017 til 8. júní 20 18 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags, að frádreginni innborgun 31. janúar 2020 að fjárhæð 4.984.072 krónur. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. Málsatvik og ágreiningsefni 4 Eins og rakið er í hinum áfrýjaða dómi var gagnáfrýjandi handtekinn ásamt þremur öðrum mönnum 2017 vegna gruns um aðild að innflutningi fíkniefna. Eftir handtökuna sat hann í gæsluvarðhaldi frá sama degi, fyrst á grundvelli a - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála en frá 22. september sama ár á grundvelli 2. mgr. 95. gr. sömu laga. Samtals sat gagnáfrýjandi í 215 daga í gæsluvarðhaldi, þar af 28 í einangrun. Við lögreglurannsóknina var upplýsinga aflað um notkun á síma gagnáfrýjanda auk fjárhagsupplýsinga um hann hjá fjármálafyrirtækjum, leitað á heimili hans og í húsnæði fyrirtækis sem hann rak og lagt hald á fjármuni og aðra muni. 5 Ákæra var gefin út 2017 á hendur gagnáfrýjanda og öðrum sem handteknir höfðu verið á sama tíma. Þar var gagnáfrýjandi borinn sökum um að hafa undirbúið og aðstoðað tvo meðákærðu við ferð þeirra til Íslands, séð um að bóka gistingu fyrir þá á gistiheimili og sett kreditkort sitt til tryggingar fyrir bókuninni, séð um að útvega bílskúr sem nota átti til að fjarlægja fíkniefni úr bifreið þar sem þau höfðu verið falin, auk þess að vera sakaður um að hafa ekið og leiðbeint meðákærðu milli staða í Reykjavík meðan á dvöl þeirra stó ð. Í ákæru var háttsemi allra ákærðu talin varða við 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 2018 var gagnáfrýjandi sýknaður af framangreindum sakargiftum en meðákærðu sakfelldir fyrir innflutning á tilgreindu mag ni af amfetamínbasa sem hafði verið komið fyrir í umræddri bifreið . S ýkna gagnáfrýjanda var á því reist að ósannað væri að hann hafi vitað af fíkniefnum í bifreiðinni . 6 Mál þetta var höfðað 19. febrúar 2019 og krafðist gagnáfrýjandi 41.279.400 króna úr hend i aðaláfrýjanda auk vaxta eins og fyrr greinir. Í stefnu í héraði segir að krafan sé um greiðslu miska - og skaðabóta á grundvelli 246. gr. laga nr. 88/2008 og 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Krafan er á því reist að gagnáfrýjandi hafi verið sviptur frel si sínu með ólögmætum hætti í rúmlega sjö mánuði. Þó að komist yrði að þeirri niðurstöðu að gæsluvarðhaldsvistin hafi verið lögmæt eigi hann engu að síður bótarétt á grundvelli hlutlægrar bótareglu 246. gr. laga nr. 88/2008 enda hafi hann ekki valdið eða s tuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisir kröfur sínar á. Í héraðsdómsstefnu er kröfugerðin sundurliðuð þannig að 4.229.400 krónur séu vegna tapaðra launatekna, 35.050.000 krónur vegna miska er hlaust af gæsluvarðhaldsvistinni og 2.000.000 króna vegna annarr a rannsóknaraðgerða lögreglu. 7 Aðaláfrýjandi mótmælti greiðsluskyldu í greinargerð sinni í héraði og krafðist sýknu af öllum kröfum gagnáfrýjanda. Sýknukrafan þar og fyrir Landsrétti er meðal annars reist á þeim grunni að gagnáfrýjandi hafi með framferði s ínu stuðlað að aðgerðum 3 gegn sér og þannig glatað bótarétti samkvæmt 2. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008. Þá er bótaskyldu á grundvelli b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga mótmælt auk þess sem því er haldið fram að ætlað fjártjón gagnáfrýjanda vegna tapaðr a launatekna sé ósannað. 8 Undir rekstri málsins í héraði féllst aðaláfrýjandi á að greiða gagnáfrýjanda 3.990.000 krónur í miskabætur fyrir hluta gæsluvarðhaldstímans, það er frá 2017 til 2018, auk 994.072 króna í vexti og dráttarvexti, sbr. bókun s em lögð var fyrir héraðsdóm 23. janúar 2020. Þá féllst aðaláfrýjandi á að greiða 1.000.000 króna í gjafsóknarkostnað, þar á meðal lögmannsþóknun. Fram kemur í bókuninni að miskabæturnar séu miðaðar við 30.000 krónur á dag á framangreindu tímabili. Ágreinin gslaust er að aðaláfrýjandi innti samtals 5.984.072 krónur af hendi 31. janúar 2020 í samræmi við framangreinda bókun. Gagnáfrýjandi tók við umræddri greiðslu en gerði þann fyrirvara að með henni væri greitt inn á dómkröfu hans sem ekki hefði verið fallið frá. 9 Með hinum áfrýjaða dómi var tekin afstaða til ágreinings aðila um bótatímabil og bótafjárhæð vegna miska auk annarra ágreiningsefna. Þar var kröfu gagnáfrýjanda um skaðabætur vegna tapaðra launatekna hafnað. Á hinn bóginn var komist að þeirri niðurstö ðu að gagnáfrýjanda bæri hærri miskabætur en hann hafði þegar fengið greiddar. Var talið að hann ætti rétt á bótum fyrir miska vegna gæsluvarðhalds í 215 daga sem miða ætti við tiltekna fjárhæð fyrir hvern dag og að honum bæri að greiða hærri bætur vegna þ eirra 28 daga sem hann hefði sætt einangrun. Fram kemur í forsendum hins áfrýjaða dóms að litið væri til þess að aðaláfrýjandi hefði þegar greitt hluta kröfunnar í janúar 2020 og að við ákvörðun bóta og málflutningsþóknunar væri búið að gera ráð fyrir frád rætti vegna þeirrar greiðslu. Þá væri við ákvörðun bóta fyrir gæsluvarðhald innifalinn þáttur er tæki til bóta vegna annarra rannsóknarúrræða sem ekki yrðu ákveðnar sérstaklega. Var aðaláfrýjanda gert að greiða gagnáfrýjanda 7.000.000 króna til viðbótar þe gar greiddum miskabótum með vöxtum frá 2017 en með dráttarvöxtum frá 8. júní 2018 til greiðsludags. 10 Fyrir Landsrétti greinir aðila á um sömu atriði og komu til álita við aðalmeðferð fyrir héraðsdómi, einkum um bótatímabil og viðmið við ákvörðun miskabó ta sem og um tilkall gagnáfrýjanda til bóta fyrir fjártjón vegna tapaðra launatekna. Með gagnáfrýjun sinni leitar gagnáfrýjandi jafnframt endurskoðunar á tilhögun innborgunar samkvæmt héraðsdómi. Niðurstaða 11 Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms er st aðfest niðurstaða hans um að ekki sé efni til að skerða bótarétt gagnáfrýjanda á grundvelli 2. málsliðar 2. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008. Í því ljósi ber að miða við að hann eigi bótarétt vegna frelsisskerðingar í 215 daga og vegna annarra rannsóknaraðge rða sem að honum beindust á grundvelli IX. til XIV. kafla laga nr. 88/2008. Þá ber að staðfesta niðurstöðu héraðsdóms um að ósannað sé að gagnáfrýjandi hafi beðið tjón vegna tapaðra launatekna enda hafa ekki 4 verið lögð fram nein gögn um tekjur hans hvorki fyrir né eftir að hann sætti frelsisskerðingu. 12 Miskabótakrafa gagnáfrýjanda vegna frelsisskerðingar að ósekju er sundurliðuð þannig að miðað er við að aðaláfrýjanda beri að greiða 250.000 krónur fyrir hvern dag meðan gagnáfrýjandi var í einangrun og 150.00 0 krónur á dag vegna gæsluvarðhalds án einangrunar. Þá krefst gagnáfrýjandi samtals 2.000.000 króna í miskabætur vegna annarra rannsóknaraðgerða. 13 Þegar litið er til dómaframkvæmdar verður að álykta að miskabætur á grundvelli 246. gr. laga nr. 88/2008 vegn a hvers konar aðgerða á grundvelli IX. til XIV. kafla laganna séu almennt metnar að álitum í einu lagi. Lengd frelsissviptingar skiptir þá miklu um ákvörðun bóta án þess að séð verði að afstaða sé tekin til fjárhæðar miska fyrir hvern dag og sú fjárhæð mar gfölduð með dagafjölda. Má um þetta meðal annars vísa til dóma Landsréttar í málum nr. 589/2018, nr. 882/2018 og nr. 883/2018 og jafnframt til dóma Hæstaréttar í málum nr. 345/2016 og nr. 11/2016. Sé litið til dæmdra bótafjárhæða í einstökum málum og þeim deilt niður á hvern dag í varðhaldi að ósekju, virðist þó mega álykta af dómaframkvæmd að stutt frelsissvipting leiði til hlutfallslega hærri miskabóta en lengra varðhald og að einangrun í varðhaldi sé til þess fallin að vera sakborningi sérstaklega þungbæ r og auka enn á miska hans. 14 Fjárhæð miskabótakröfu rökstyður gagnáfrýjandi meðal annars með því að vísa til athugasemda í frumvarpi sem varð að lögum nr. 128/2019 um heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 521/2017. Þar segir í athug asemd við 1. gr.: annar ra dóma í þessu sambandi en dóma Hæstaréttar í málum nr. 124 til 127/1980 og dóms Landsréttar í máli nr. 589/2018. Þýðingu fyrrgreindra dóma Hæstaréttar sem fordæma um ákvörðun miskabóta í máli gagnáfrýjanda verður að draga í efa, enda miskabætur þar ákveð nar hærri, að teknu tilliti til verðbóta, en í síðari dómum Hæstaréttar, Landsréttar og héraðsdómstóla auk þess sem atvik þar voru um margt einstök, sbr. til hliðsjónar dóma Landsréttar í málum nr. 250 og 638/2020. Þá lýtur dómur Landsréttar í máli nr. 589 /2018, sem athugasemdirnar vísa einnig til, að frelsissviptingu ungmennis að ósekju í átta daga en bætur þóttu þar hæfilega ákveðnar 1.600.000 krónur. Ályktanir í athugasemdum í fyrrgreindu frumvarpi um fjárhæð miskabóta fyrir hvern dag geta átt við um slí ka skammvinna frelsisskerðingu en fá ekki stoð í dómaframkvæmd er lýtur að lengra varðhaldi að ósekju. 15 Fyrir Landsrétti vísar gagnáfrýjandi enn fremur til fyrrgreindra dóma Landsréttar í málum nr. 250 og 638/2020 til stuðnings fjárhæð miskabóta. Þau mál er u einstök og lúta að bótarétti vegna frelsissviptingar og sakfellingar að ósekju í máli sem litað hafði líf viðkomandi frá því að þeir voru bendlaðir við málið á áttunda áratug síðustu aldar. Bera dómarnir með sér að þar hafi óhóflega löng einangrunarvist og ófullnægjandi 5 aðstæður í gæsluvarðhaldi haft töluverða þýðingu við ákvörðun bóta sem og að með sakfellingardómum hafi þeir orðið fyrir alvarlegum réttarspjöllum. Fordæmisgildi þessara dóma er því takmarkað fyrir það mál sem hér er til úrlausnar. 16 Gagnáfr ýjandi lagði fyrir héraðs d óm vottorð sálfræðings 23. júní 2019. Þar segir að hann hafi leitað aðstoðar sálfræðingsins frá maí 2019 og að þá hafi hann glímt við áfallastreituröskun, þunglyndi og kvíða sem rekja hafi mátt til gæsluvarðhaldsins. Fram kemur í vottorðinu að gagnáfrýjandi glími við svefnvandamál, upplifi kvíða án tilefnis, finni fyrir stressi og sé oft leiður. Samskipti við fjölskyldu og vini hafi versnað verulega. Þá hafi hann misst fyrirtæki sitt, íbúð og fjármuni meðan hann hafi dvalið í fange lsi og ekki getað æft þá íþrótt sem hann hafi lagt stund á. Því er haldið fram í vottorðinu að það hafi verið mjög átakanlegt og ógnvekjandi fyrir gagnáfrýjanda að dvelja í fangelsi. Langvarandi streita og kvíði hafi valdið þunglyndi og mikilli áfallastrei turöskun. Hann hafi misst von og traust sitt á öðrum og glatað trúnni á sjálfan sig. Fram kemur að gagnáfrýjandi hafi lagt hart á sig við meðferðina. Sálfræðingurinn kom fyrir héraðsdóm og staðfesti vottorð sitt. 17 Með hinum áfrýjaða dómi voru miskabætur til gagnáfrýjanda ákveðnar samtals 10.990.000 krónur vegna aðgerða sem að honum beindust samkvæmt IX. til XIV. kafla laga nr. 88/2008, sbr. 246. gr. laganna. Þegar litið er til dómaframkvæmdar og þess sem fyrir liggur um áhrif gæsluvarðhaldsins á gagnáfrýjand a þykir ekki efni til að víkja frá þeirri niðurstöðu um bótafjárhæð. Af dómsorði í héraði leiðir að sá hluti miskabótanna sem aðaláfrýjandi greiddi 31. janúar 2020 ber ekki skaðabótavexti sem krafist er frá til 2017. Vaxtakrafan fær í heild stoð í 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 og hefur ekki sætt sérstökum andmælum af hálfu aðaláfrýjanda. Í ljósi framangreinds ber að staðfesta niðurstöðu héraðsdóms á þann hátt sem í dómsorði greinir. 18 Málskostnaður milli aðila á báðum dómstigum fellur niður. Allur g jafsóknarkostnaður gagnáfrýjanda í héraði og fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði eins og greinir í dómsorði og hefur þá verið tekið tillit til innborgunar að fjárhæð 1.000.000 króna sem fram fór 31. janúar 2020. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, íslenska ríkið, greiði gagnáfrýjanda, A , 10.990.000 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 2017 til 8. júní 2018 og með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum 4.984.072 krónum sem inntar voru af hendi 31. janúar 2020. Málskostnaður milli aðila fellur niður í héraði og fyrir Landsrétti. 6 Allur gjafsóknarkostnaður gagnáfrýjanda í héraði og fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans á báðum dómstigum, Guðbjarna Eggertssonar, 1.250.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 10. nóvember 2020 1. Mál þetta var höfðað 19. febrúar 2019. Stefnandi er A í Reykjavík. Stefndi er íslenska ríkið, Arnarhváli við Lindargötu í Reykjavík. Aðalmeð ferð málsins fór fram 13. október 2020 og var málið dómtekið að henni lokinni. 2. Stefnandi krefst þess að stefnda verði gert að greiða honum 41.279.400 krónur í miska - og skaðabætur auk vaxta skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 2017 en dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá 8. júní 2018 til greiðsludags auk 2.904.049 króna í málskostnað úr hendi stefnda eins og málið væri eigi gjafsóknarmál en allt að frádreginni 5.984.072 króna innborgun 31. janúar 2020. Stefndi krefst sýknu af kröfum stefnanda auk málskostnaðar að mati dómsins en til vara að málskostnaður verði látinn niður falla. 3. Stefnandi var handtekinn ásamt þremur öðrum þann 2017 vegna gruns um aðild að máli sem varðaði innflutning fíkniefna. Stefnandi var ítrekað úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins og sætti ákæru en var að lokum sýknaður af öllum sakargiftum m eð dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 2018. Dómnum var ekki áfrýjað og þann sama dag var stefnanda sleppt úr gæsluvarðhaldi. 4. Stefnandi krefst miska - og skaðabóta með vísan til 246. gr. laga nr. 88/2008 og 26. gr. laga nr. 50/1993 og byggir á því að hann eigi rétt á bótum vegna rannsóknaraðgerða sem hann hafi sætt að ósekju í tengslum við rannsókn málsins og meðferð fyrir dómi. Handtöku, einangrun í fangelsi í 28 daga og gæsluvarðhald í 187 daga. Þá hafi hann mátt þola ýmsar aðrar rannsóknaraðgerðir svo sem öfl un upplýsinga um notkun síma hans, öflun fjárhagsupplýsinga tengdra honum og fyrirtæki hans, húsleitir á heimili og í fyrirtæki og haldlagningu fjármuna og annarra muna. Stefnandi telur að hann hafi að ósekju verið bendlaður við umfangsmikið fíkniefnamál o g þetta hafi valdið honum, unnustu hans og fjölskyldu álitshnekki sem ekki hafi verið bættur þrátt fyrir að hann hafi verið sýknaður og ekkert fram komið sem bendlað gat hann við málið. Sérstaklega sé þetta bagalegt fyrir stefnanda sem hluta af þröngu samf élagi á Íslandi og hafi málið tekið mikið á hann persónulega og fjölskyldu hans. 5. Stefnandi vísar til þess að hann hafi frá upphafi lagt sig allan fram við að aðstoða við rannsókn málsins og heimilað þær aðgerðir sem yfirvöld töldu nauðsynlegar. Hann ha fi opnað síma og tölvur sínar sem læstar voru með lykilorðum svo lögreglan gæti aflað upplýsinga úr tækjum þessum. Þannig geti hann á engan hátt talist hafa verið valdur að aðgerðum lögreglu eða hafa stuðlað að þeim á nokkurn hátt. Háttsemi lögreglu hafi v aldið mikilli vanlíðan og hann hafi mátt þola þunglyndi og áfallastreituröskun vegna rannsóknaraðgerða lögreglu sem hafi verið óhóflega harkalegar með tilliti til þeirrar takmörkuðu ástæðu sem hafi verið til að beina slíkum aðgerðum gegn honum. Þá hafi aðg erðir lögreglu haft veruleg áhrif á nýstofnað félag hans sem sérhæft hafi verið í innflutningi og leitt til þess að hann hafi neyðst til að selja það. Handtaka hans, einangrun og gæsluvarðhald í 215 daga hafi gert að verkum að hann hafi orðið tekjulaus og hann og unnusta hans misst leiguhúsnæði sem þau höfðu haft. Stefnandi hafi ávallt neitað sök við rannsókn málsins og meðferð þess fyrir dómi og verið samkvæmur í framburði sínum. Með hliðsjón af rannsóknargögnum málsins hafi grunur lögreglu um aðild han s að málinu byggst á hæpnum forsendum. 6. Bótakröfu sína byggir stefnandi á því að fyrir liggi að hann hafi saklaus sætt gæsluvarðhaldi í 215 daga og þar af 28 daga í einangrun. Hann hafi því verið ólöglega sviptur frelsi í rúmlega sjö mánuði. Jafnvel þótt ta lið yrði að gæsluvarðhaldsvist hans hafi verið lögmæt, að virtum þeim atvikum sem lágu til grundvallar mati lögreglu og dómstóla þegar ákvörðun um hana var tekin, telur stefnandi að það breyti engu um bótarétt hans. Þannig stofnist bótaréttur samkvæmt lögu m nr. 88/2008 um meðferð sakamála til handa þeim sem hafi verið borinn sökum í sakamáli þegar hann er sýknaður með endanlegum dómi, án þess að hann hafi verið talinn ósakhæfur. 7 7. Stefnandi telur að engin skilyrði séu til þess að lækka bætur til hans eða fell a niður á grundvelli 2. málsliðar 2. mgr. 246. gr. eða 2. málsliðar 4. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008, enda hafi hann á engan hátt valdið eða stuðlað að aðgerðum gegn sér. Þvert á móti hafi framburður hans verið stöðugur allan tímann og hann hafi lagt sig fram við að svara spurningum lögreglu, en rannsóknin hafi verið ítarleg og nákvæm og beinst að miklum smáatriðum. Stefnandi hafi aldrei reynt að afvegaleiða lögreglu eða reynt að varpa ábyrgð á aðra. Sönnun um sök stefnanda hafi alltaf verið veikburða og t il merkis um það sé að héraðsdómur hafi sýknað hann og málinu hafi ekki verið áfrýjað. 8. Bótakrafa stefnanda lýtur annars vegar að bótum vegna tapaðra launa en hins vegar að bótum vegna miska. Að því er snertir fyrri þátt kröfunnar telur stefnandi ljóst að h ann hafi ekki átt þess kost að stunda vinnu eða afla tekna meðan hann var sviptur frelsi. Stefnandi hafði þegar hann var hnepptur í gæsluvarðhald unnið við undirbúning að stofnun fyrirtækis og hafi rekstur þess verið nýhafinn. Ljóst sé að stefnandi hafi or ðið af launatekjum þann tíma sem hann var sviptur frelsi. Hann hafi á þeim tíma verið ára og heilsuhraustur og ekkert hafi átt að koma í veg fyrir að hann aflaði tekna, hvort sem væri í eigin rekstri eða vinnu hjá öðrum. Stefnandi hafi verið frá vinnu í þá rúmlega sjö mánuði sem hann var sviptur frelsi. Sökum þeirra sérstöku aðstæðna sem uppi eru í málinu telur stefnandi að finna þurfi sanngjarnt viðmið til að meta tekjutap hans vegna hinnar ólögmætu frelsissviptingar. Rétt sé að stefnandi njóti vafa í þessu sambandi, enda verði honum ekki um það kennt í hvaða farveg líf hans hafi verið sett með rannsókn málsins. Gerir stefnandi þá kröfu að miðað verði við meðaltekjur verkamanna árið 2017 samkvæmt launatöflum Hagstofunnar að viðbættu 6% framlagi atvinnur ekanda í lífeyrissjóð. Miðað er við að stefnandi hafi orðið af tekjum frá ágúst 2017 til og með mars 2018 meðan hann var sviptur frelsi vegna málsins. Heildarmánaðarlaun verkakarla hafi numið að meðaltali 570.000 krónum á mánuði árið 2017 eða samtals 3.990 .000 krónum fyrir þá sjö mánuði sem miðað er við að stefnandi hafi orðið af launatekjum vegna málsins. Þegar tekið sé tillit til 6% framlags vinnuveitanda í lífeyrissjóð hljóði krafa stefnanda vegna vinnutaps því upp á 4.229.400 krónur. Til vara er byggt á því að dæma verði bætur að álitum. 9. Miskabótakrafa stefnanda vegna gæsluvarðhaldsins hljóðar upp á alls 35.050.000 krónur. Stefnandi vísar til þess sem að framan greinir að auk langvarandi frelsissviptingar vegna málsins hafi hann einnig orðið að þola ford æmingu samfélagsins og sérstaklega samfélags á Íslandi. Margir séu ekki tilbúnir að endurskoða afstöðu sína til hans þrátt fyrir sýknudóm. Stefnandi telur að líf hans hafi verið eyðilagt og að fjárhæð miskabóta verði að taka mið af því, auk þess sem hú n verði að vera til þess fallin að hafa raunveruleg áhrif á líf hans og viðurkenningu á því að brotið hafi verið gegn helgustu mannréttindum hans. Stefnandi sundurliðar kröfu sína um miskabætur þannig að honum beri 7.000.000 króna, eða 250.000 krónur fyrir hvern dag sem hann sat að ósekju í einangrun en 28.050.000 krónur, eða 150.000 krónur fyrir hvern dag sem hann mátti þola gæsluvarðhald án einangrunar. Þá gerir stefnandi loks kröfu um greiðslu á 2.000.000 króna vegna annarra rannsóknaraðgerða lögreglu se m meðal annars fólust í öflun upplýsinga um notkun síma hans og í fjárhagsupplýsingum tengdum honum og fyrirtæki hans, húsleitum á heimili og í fyrirtæki og haldlagningu fjármuna og annarra muna. 10. Stefndi vísar til þess að þann 2017 hafi lögreglu borist upplýsingar frá þess efnis að grunur væri um að fíkniefni væru falin í bifreið sem væri um borð í skipinu Norrænu á leið til landsins. Ákveðið hafi verið að hleypa bílnum um borð í ferjuna en láta íslensk yfirvöld vita sem síðan fylgdust með ferðum hans uns ökumaðurinn og þrír aðrir, þar á meðal stefnandi, voru handteknir. L ögregla hafi komið fyrir hlustunar - og eftirfararbúnaði í bifreiðinni við komu Norrænu til Seyðisfjarðar að morgni 2017 og hafi bifreiðinni verið fylgt eftir til Reykjavíkur. Bifreiðinni hafi verið lagt á stæði við við að kvöldi sama dags. Þar hafi samverkamaður ökumannsins haft samband við hann og síðar komið á vettvang ásamt öðrum samverkamanni á bifreið sem stefnandi ók. Bifreiðunum tveimur hafi svo verið ekið í samfloti að gistihúsi í miðbænum. Að morgni næsta dags, 2017, hafi stefna ndi lóðsað tvo hinna sem ferðuðust í bifreiðinni að bílskúr við og sjálfur komið þangað á bifreiðinni. Á leiðinni hafi samverkamennirnir rætt í talstöð við stefnanda sem hafi vísað þeim leiðina að skúrnum þar sem þeir voru handteknir. Stefnandi hafi verið handtekinn í nágrenni við skúrinn og að því er lögreglu hafi virst á hlaupum frá skúrnum þegar hann hafi orðið lögreglu var. Stefnandi hafi verið með lykla að bílskúrnum og heimilað leit í honum og við leit í bifreiðinni hafi fundist 1.310 ml af amfetamínbasa. Þá hafi við leit 8 í bifreiðinni og í bifreið stefnanda fundist tæki sem talið hafi verið að tengdust framkvæmd brotsins. Með ákæru 2017 hafi stefnandi ásamt þremur öðrum einstaklingum verið ákærður vegna gruns um aðild að innflu tningi á fíkniefnum ætluðum til sölu og dreifingar en með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur hafi stefnandi verið sýknaður en hinir þrír voru sakfelldir. Hafi dómurinn talið sannað að þeir þrír hefðu staðið saman að innflutningnum en féllst ekki á að gögn málsins renndu stoðum undir að stefnandi hefði vitað af fíkniefnunum. 11. Stefndi vísar til þess að eftir að stefnandi var handtekinn 2017 hafi hann verið úrskurðaður í gæsluvarðhald og einangrun með vísan til þess að hann væri undir rökstuddum grun um aðild að i nnflutningi á miklu magni af sterkum fíkniefnum sem varðað gæti fangelsisrefsingu og að rannsókn málsins væri á frumstigi og virtist umfangsmikil. Héldi stefnandi óskertu frelsi sínu gæti hann torveldað rannsókn málsins, s.s. með því að koma sönnunargögnum undan. Þá hafi gæsluvarðhald og einangrun á sama grundvelli verið framlengt með úrskurði héraðsdóms 2017 og staðið til 2017. Með úrskurði héraðsdóms 2017 hafi stefnanda verið gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi en án takmarkana til 20 17. Í kröfu lögreglu sem hafi legið úrskurðinum til grundvallar hafi ekki verið talin ástæða til að stefnandi sætti áfram gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna en talið að almannahagsmunir krefðust þess að honum yrði gert að sæta áfram gæsluvarðha ldi uns dómur gengi í máli hans, sbr. 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Í úrskurðinum, sem staðfestur var í Hæstarétti sé vísað til greinargerðar lögreglu þar sem fram komi að hið ætlaða brot kærða þyki mjög alvarlegt og þess eðlis að nauðsynlegt sé að try ggja að kærði gangi ekki laus á meðan mál hans sé til meðferðar. Stefndi vísar til þess að í úrskurðinum komi fram að; laus áður en máli ljúki með dómi, þá valdi það hneykslun í samfélaginu og særi réttarvitund almennings. Staða kærða í málinu þyki sambærileg stöðu sakborninga í öðrum svipuðum málum, sbr. mál Hæstaréttar nr. 504/2017, 790/2015, 763/2015, 152/2013, 149/2013, 269/2010, þar sem sakborningi hafi verið gert að sæta gæsluvarðhaldi fram að uppkvaðningu dóms, þegar legið hafi fyrir sterkur grunur um beina aðild að innflutningi að miklu magni fíkniefna í ágóðaskyni. Telji lögreglustjóri því skilyrðum 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála fulln Gæsluvarðhald stefnanda hafi síðar verið framlengt á sama grundvelli allt til þess er dómur gekk í máli hans. 12. Stefndi hafnar því að rannsókn lögreglu hafi verið tilhæfulaus eða að lagaskilyrði hafi brostið til þeirra ranns óknaraðgerða sem beitt var. Stefndi vísar til þess að fram til þess að sýknudómurinn féll hafi verið uppi sterkur grunur um að stefnandi hefði átt aðild að innflutningi fíkniefnanna. Háttsemi stefnanda hafi verið verulega samofin framferði hinna sakborning anna þriggja sem síðar voru sakfelldir. Gögn málsins hafi bent til þess að stefnandi væri tengiliður þessara manna hér á landi. Þá hafi önnur atvik einnig verið til þess fallin að styrkja grundsemdir lögreglu um aðild stefnanda. Sönnunarstaðan hafi því ver ið talin sterk gagnvart stefnanda og undir það hafi verið tekið í þeim dómsúrskurðum sem lágu til grundvallar framlengingu á gæsluvarðhaldi hans. 13. Að mati stefnda verður ráðið af atvikum málsins að stefnandi hafi með framferði sínu stuðlað að aðgerðum gegn sér og þannig glatað bótarétti skv. 2. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008. Þó að stefnandi hafi verið sýknaður með dómi þar sem ósannað var að hann hefði vitað af fíkniefnunum standi það eitt og sér ekki í vegi fyrir þeirri ályktun að stefnandi hafi stuðlað að aðgerðum gegn sér enda séu kröfur til sönnunar í einkamálum almennt vægari en í sakamálum. Við skýrslutökur hjá lögreglu hafi komið fram ýmislegt misræmi og ónákvæmni hjá stefnanda sem hafi styrkt grunsemdir lögreglu um að hann væri viðriðinn málið. Þá ha fi frásögn hans við yfirheyrslur um samskipti sín og samband við hina sakborninganna þrjá í ýmsu tilliti verið ótrúverðug og ekki til þess fallin að hreinsa hann af grun. Að öllu virtu er það mat stefnda að rétt sé að fella niður bætur til stefnda þar sem hann hafi sjálfur stuðlað að aðgerðum gegn sér. Verði ekki á það fallist fer stefndi fram á með vísan til sömu sjónarmiða að stefnukrafan verði stórlega lækkuð. Að mati stefnda eru engin haldbær rök færð fyrir því í stefnu að rannsókn lögreglu hafi falið í sér ólögmæta meingerð í garð stefnanda í merkingu b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Þannig verði rannsóknin ekki virt þeim sem að henni stóðu til sakar, hvorki fulltrúum lögreglu, ákæruvalds né dómstólum. Stefndi telur jafnframt að ætlað fjártjón sé ósannað enda liggi ekki fyrir nein gögn um tekjur stefnanda, hvorki fyrir né eftir að hann sætti aðgerðum lögreglu. Stefndi bendir á að stefnandi beri jafnframt 9 sönnunarbyrðina um að einstakar aðgerðir lögreglu hafi leitt til óvinnufærni. Stefn di mótmælir útreikningi stefnanda á ætluðum tekjumissi á varðhaldstímabili og telur að hann styðjist ekki við viðurkenndar forsendur. Loks telur stefndi ósannað að rannsóknin hafi valdið stefnanda vanlíðan, mannorðsmissi, þjáningum og óþægindum en í því sa mbandi vísast einkum til sjónarmiða um eigin sök sem gerð er grein fyrir hér að framan. Stefndi mótmælir því enn fremur að vextir, þ. á m. dráttarvextir, verði viðurkenndir frá fyrra tímamarki en þegar mál þetta var höfðað. Niðurstaða 14. Regla 246. gr. laga n r. 88/2008 felur í sér að maður sem borinn er sökum í sakamáli eigi rétt til bóta ef mál hans er fellt niður eða hann sýknaður með endanlegum dómi án þess að það hafi verið gert vegna þess að hann var talinn ósakhæfur. Þá skal á sama hátt dæma bætur vegna aðgerða sem manni er gert að sæta á grundvelli IX. XIV. kafla laganna ef skilyrði 246. gr. laganna eru fyrir hendi. Af þessu leiðir að bætur til þess sem að ósekju er gert að þola röskun á friði eða frelsi vegna meðferðar sakamáls skulu ákveðnar á hlutlægu m grundvelli og skiptir ekki máli þótt fullt tilefni hafi verið til ráðstafana gagnvart sakborningi eins og málið horfði við lögreglu þegar gripið var til aðgerðanna. Sá fyrirvari er settur í 2. málsl. 2. mgr. 246. gr. laganna að fella megi niður bætur eða lækka þær ef sakborningur hefur valdið eða stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisir kröfur sínar á. 15. Í máli þessu liggur fyrir að stefnanda var gert að sæta ýmsum rannsóknaraðgerðum í tengslum við rannsókn málsins og meðferð fyrir dómi. Hann mátti þola han dtöku, gæsluvarðhald í einangrun í 28 daga og gæsluvarðhald án takmarkana í 187 daga. Þá mátti hann þola að aflað var upplýsinga um notkun síma hans, persónulegra fjárhags upp lýsinga og fjárhagsupplýsinga tengdra fyrirtæki hans, húsleitir á heimili og í f yrirtæki og haldlagningu fjármuna og annarra muna. Dómurinn fellst ekki á þann málatilbúnað stefnda að með því að ósannað sé að rannsóknin hafi valdið stefnanda vanlíðan, mannorðsmissi, þjáningum og óþægindum eigi hann ekki rétt á bótum og vísar til þess a ð ekki getur leikið vafi á að almennt sé það að manni sé gert að sæta meðferð eins og þeirri sem stefnandi mátti þola til þess fallið að valda miska. Á hinn bóginn telur dómurinn að vafalaust sé, í ljósi athafna stefnanda og aðkomu hans að athöfnum þeirra manna sem ákærðir voru með honum og sem hlutu dóma fyrir brot sín, að fullt tilefni hafi verið til handtöku stefnanda og þeirra rannsóknaraðgerða sem gripið var til og ekki verður talið að rannsókn lögreglu hafi falið í sér ólögmæta meingerð í garð stefnan da í merkingu b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. 16. Að því er varðar að öðru leyti mat á því hvort stefnandi hafi valdið eða stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisir kröfu sína á, samanber undantekningarreglu 2. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008 er af hálfu stefnda á því byggt að framburður stefnanda við skýrslu tökur hafi í einhverjum atriðum verið misvísandi. Dómurinn fellst ekki á að eins og atvikum er hér háttað geti þetta atriði skipt máli. Kemur þar bæði til að ekki verður séð að ónákvæmni s tefnanda hafi varðað atriði sem verulega þýðingu geti hafa haft svo unnt sé að segja að með því hafi stefnandi freistað þess að leiða rannsóknina afvega og hitt að í þeim tilvikum er stefnandi kaus að tjá sig ekki um sakarefni neytti hann réttar síns samkv æmt 2. mgr. 64. gr. laga nr. 88/2008 sem ekki getur verið grundvöllur að beitingu undan tekn ing ar reglu 2. mgr. 246. gr. sömu laga, samanber dóm Landsréttar 30. október 2020 í máli nr. 404/2019. Þá telur dómurinn, í ljósi þeirrar almennu fram kvæmd ar gæ sluvarðhalds sem að mestu hefur ríkt við rannsókn mála af þeim toga sem hér um ræðir, ósennilegt að framburður stefnanda hefði nokkru breytt um gæslu varð halds kröfur lögreglu. Eins liggur fyrir að í ýmsum atriðum sýndi stefnandi ríkan vilja til samstarfs við lögreglu, svo sem með því að láta í té lykilorð að símum og tölvubúnaði. Er því afstaða dómsins sú að eftir handtökuna hafi stefnandi ekki valdið eða stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisir kröfu sína á þannig að fella beri niður eða lækka bætur á þe im grundvelli. Mun því dómurinn fallast á að stefnanda beri bætur úr hendi stefnda á grundvelli 246. gr. laga nr. 88/2008. Við mat á fjárhæð miskabóta verður að líta til þess að gæsluvarðhaldsvist stefnanda var afar löng eða alls rúmlega sjö mánuðir. Þá ve rður að líta til þess að lengst af var gæsluvarðhaldsvist stefnanda reist á því að varð hald hans væri nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna þar sem sterkur grunur léki á að hann hefði gerst sekur um mjög alvarleg afbrot, samanber 2. mgr. 95. gr. lag a nr. 88/2008. Verður á það fallist með stefnanda að gæsluvarðhaldsvist á slíkum grund velli hljóti almennt að teljast þungbærari en gæsluvarðhald vegna rann sókn ar hags muna með tilliti til þeirrar samfélagslegu 10 fordæmingar sem slíkur málsgrundvöllur he fur í för með sér. Með því er í raun farið gegn þeirri meginreglu sakamálaréttarfars að maður teljist saklaus uns sekt er sönnuð. 17. Annar þáttur bótakröfu stefnanda varðar eins og að framan er rakið bætur vegna tapaðra launa með því að hann hafi ekki átt þes s kost að stunda vinnu eða afla tekna meðan hann var sviptur frelsi. Gerir stefnandi þá kröfu að miðað verði við meðaltekjur verkamanna árið 2017 samkvæmt launatöflum Hagstofunnar að viðbættu 6% framlagi atvinnu rek anda í lífeyrissjóð. Alls er krafa stefn anda vegna vinnutaps 4.229.400 krónur en til vara er byggt á því að dæma verði bætur að álitum. Stefndi telur að ætlað fjártjón stefnanda sé ósannað enda liggi ekki fyrir nein gögn um tekjur hans, hvorki fyrir né eftir að hann sætti aðgerðum lögreglu. Dómu rinn lítur svo á að ekki verði um það deilt að frelsis svipting sú sem stefnandi sætti hafi alfarið komið í veg fyrir að hann gæti aflað sér tekna hvort sem væri með því að stunda atvinnurekstur eða með því að starfa í þágu annarra. Þá er ekkert það fram k omið í málinu sem bendir til annars en að stefnandi hafi haft bæði getu og vilja til að sjá sér farborða ef honum hefði ekki verið gert það ókleift vegna frelsissviptingarinnar. Þó að taka verði undir það með stefnanda að almennar líkur séu til að hann haf i orðið fyrir fjártjóni og fjárkrafa hans sé sett fram á grundvelli sem hvorki er fjarlægur eða ósanngjarn verður, samanber fyrrnefndan dóm Landsréttar 30. október 2020 í máli nr. 404/2019, ekki hjá því komist að hafna fjárkröfunni með vísan til þess að en gin gögn um tekjur stefnanda fyrir eða eftir að hann sætti frelsissviptingu hafa verið lögð fram. Við ákvörðun bóta til stefnanda eftir ákvæðum 246. gr. laga nr. 88/2008 verður að líta til þess að honum bera bætur vegna 215 daga gæsluvarðhalds sem miðast v ið tiltekna fjárhæð fyrir hvern dag og þá hærri bætur vegna þeirra 28 daga sem hann sætti einangrunarvist. Þá ber einnig að líta til þess að stefndi greiddi hluta kröfunnar í janúar 2020 eftir að mál þetta var höfðað og er við ákvörðun bóta og málflutnings þóknunar í dómsorði búið að gera ráð fyrir frádrætti vegna þeirrar greiðslu. Í ákvörðun bóta vegna gæsluvarðhaldsins er að mati dómsins innifalinn þáttur sem varðar bætur vegna annarra rannsóknaraðgerða sem ekki verða því ákveðnar sérstaklega. Í ljósi aði ldar að málinu og málsúrslita er þýðingarlaust að dæma málskostnað milli aðila. Af hálfu stefnanda flutti málið Guðbjarni Eggertsson lögmaður en af hálfu stefnda Eiríkur Áki Eggertsson lögmaður. Ástráður Haraldsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dóms orð: Stefndi, íslenska ríkið, greiði stefnanda, A , 7.000.000 króna með vöxtum skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 2017 en dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá 8. júní 2018 til greiðsludags . Málskostnaður milli aðila fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans, Guðbjarna Eggerts sonar, 1.800.000 krónur.