LANDSRÉTTUR Úrskurður þriðjudaginn 12. október 2021. Mál nr. 586/2021 : Ákæruvaldið (Finnur Þór Vilhjálmsson saksóknari ) gegn X , (Einar Oddur Sigurðsson lögmaður) Y , ( Jón Bjarni Kristjánsson lögmaður ) Þ ehf. og ( Jón Bjarni Kristjánsson lögmaður ) Æ LLC. ( Jón Bjarni Kristjánsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Afhending gagna . Útdráttur Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfum varnaraðila og Z um að erindi frá skrifstofu fjármálagerninga lögreglu (SFL) 4. desember 2018 til sóknaraðila yrði lagt fram af hálfu sóknaraðila sem og sú tilkynning sem erindið byggði á. Í úrskurði Landsréttar kom meðal annars fram að hvorki í gögnum málsins né undirliggjandi lagaákvæðum liggi nokkuð fyrir um að sóknaraðili hafi fengið eða átt að fá sent afrit a f þeirri tilkynningu sem erindi SFL til sóknaraðila byggði á. Þá hefðu varnaraðilar ekki bent á ákveðin atriði sem þeir telja vera í erindi SFL til sóknaraðila eða útskýrt hvernig það geti haft áhrif á úrlausn málsins. Ekkert lægi fyrir um að erindið hafi að geyma sönnun um atvik máls sem sóknaraðila sé skylt að leggja fram. Var hinn kærði úrskurður því staðfestur. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Jón Höskuldsson , Kristbjörg Stephensen og Þorgeir Ingi Njálsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðilarnir Y , Þ og Æ skutu málinu til Landsréttar með kæru 2. október 2021. Varnaraðilinn X skaut málinu til réttarins fyrir sitt leyti með kæru degi síðar. Kærurnar bárust réttinum ásamt kærumálsgögnum 5. október 2021 . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 30. september 2021 í málinu nr. S - þar sem hafnað var kröfum varnaraðila og Z um að erindi frá skrifstofu fjármálagerninga lögreglu (hér eftir SFL) 4. desember 2018 til héraðssaksóknara verði lagt fram af hálfu 2 ákæruvaldsins og einnig sú tilkynning sem erindið byggir á. Um kæruheimild er vísað til c - og p - liðar 1 . mgr. 192 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. 3 Varnaraðil ar krefjast þess að hinum kærða úrskurði verði hrundið og að lagt verði fyrir ákæruvaldið að leggja fram erindi SFL 4. desember 2018 til héraðssaksóknara sem og þá tilkynningu sem erindið byggði á. Niðurstaða 4 Varnaraðilar eru meðal ákærðu í máli sem höfðað var með ákæru hérað ssaksóknara á hendur þeim 4. nóvember 2020 fyrir ætluð fjársvik og peningaþvætti. 5 Í 1. mgr. 37. gr. laga nr. 88/2008 kemur fram sú meginregla að verjandi skuli jafnskjótt og unnt er fá afrit af öllum skjölum máls sem varða skjólstæðing hans. Af dómaframkvæ md og eðli máls leiðir hins vegar að ákæruvaldinu verður ekki gert að leggja fram gagn eða veita aðgang að því ef það hefur gagnið ekki í fórum sínum. Þegar tilkynning sú sem erindi SFL til sóknaraðila byggði á var send voru í gildi lög nr. 64/2006 um aðge rðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem og reglugerð nr. 175/2016 sem sett var á grundvelli 2. mgr. 19. gr. laganna, sbr. nú 20. gr. laga nr. 140/2018. Í 7. gr. reglugerðarinnar er að finna lýsingu á málsmeðferð lögreglu vegna erinda frá SFL sem nefndist peningaþvættisskrifstofa í gildistíð eldri laga. Þar kemur fram að ef greining skrifstofunnar á tilkynningum sem henni berast um grunsamleg viðskipti bendi til þess að refsiverð háttsemi hafi átt sér stað sé erindi þess efnis sent lögbæru stjó rnvaldi sem síðan taki ákvörðun um hvort hefja eigi viðeigandi rannsókn. Ekkert í framangreindum ákvæðum eða í gögnum málsins bendir til þess að sóknaraðili hafi fengið eða átt að fá sent afrit af þeirri tilkynningu sem erindi SFL til sóknaraðila byggði á. Er kröfu varnaraðila um að leggja tilkynninguna fram því hafnað. 6 Hvað varðar kröfu varnaraðila um aðgang að erindi SFL 4. desember 2018 til sóknaraðila verður að líta til þess að það e r almennt á forræði ákæruvaldsins hvaða gögn það leggur fram í máli ti l þess að fullnægja sönnunarbyrði sinni, sbr. meðal annars dóm Hæstaréttar 3. október 2012 í máli nr. 609/2012 . U m skyldu ákæruvaldsins til að leggja fram gögn segir í 2. mgr. 134. gr. laga nr. 88/2008 að ákærandi leggi fram þau skjöl og önnur sýnileg sönn unargögn sem aflað hefur verið við rannsókn og sönnunargildi hafa að hans mati. Þá leiðir af 53. og 54. gr. laga nr. 88/2008 að ákæruvaldinu og lögreglu ber skylda að lögum til að rannsaka sakamál með sjálfstæðum hætti og leggja sjálfstætt mat á þau gögn s em aflað er, eftir atvikum frá öðrum stjórnvöldum, sbr. fyrrgreind ákvæði laga nr. 88/2008. Sóknaraðili ber samkvæmt þessu ábyrgð á því að þau atriði sem erindi SFL varðaði hafi verið rannsökuð með sjálfstæðum hætti, hvort heldur með öflun skriflegra gagna eða skýrslutökum. Þau gögn ættu að meginstefnu til að hafa verið lögð fram í málinu, 3 hvort sem þau horfa til sýknu eða sektar varnaraðila, sbr. 3. mgr. 18. gr. og 2. mgr. 134. gr. laga nr. 88/2008. 7 Varnaraðilar hafa ekki bent á ákveðin atriði sem þeir tel ja vera í erindi SFL til héraðssaksóknara eða útskýrt hvernig það geti haft áhrif á úrlausn þessa máls. Samkvæmt framangreindu liggur ekkert fyrir um að erindi það, sem varnaraðilar krefjast afhendingar á, hafi að geyma sönnun um atvik máls sem ákæruvaldin u sé skylt að leggja fram. Verður því jafnframt að hafna kröfum varnaraðila um afhendingu eða aðgang að því. 8 Samkvæmt framansögðu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er st aðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 30. september 2021 Mál þetta var höfðað með ákæru héraðssaksóknara, dagsettri 4. nóvember 2020, á hendur X , kt. [...] , [...] , Reykjavík, Y , kt. [...] , [...] , Garðabæ, félaginu Z[...] , [...] , kt. [...] , með skráð lögheimili að [...] , Reykjavík (fyrirsvarsmaður ákærði X ), einkahlutafélaginu Þ , kt. [...] , [...] , Garðabæ (fyrirsvarsmaður ákærði Y ) og bandaríska félaginu Æ LLC, skráðu í [...] í Bandaríkjunum 23. júlí 2018 undir skráningarnúmerinu [...] (fyr irsvarsmaður ákærði Y ). Málið var tekið til úrskurðar 16. september 2021 vegna kröfu allra ákærðu um að af hálfu ákæruvalds verði lagt fram erindi til héraðssaksóknara frá skrifstofu fjármálagreiningar lögreglu (SFL), dagsett 4. desember 2018, og jafnfra mt þá tilkynningu sem erindið byggir á. Af hálfu ákæruvaldsins er þess krafist að kröfunni verði hafnað. I Samkvæmt ákæru eru ákærðu ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti en þó til vara er ákærði Y , að því er varðar kröfu á hendur Æ LLC, ákærður til upptöku samkvæmt VII. kafla A í almennum hegningarlögum nr. 19/1940. Samkvæmt ákæru eru brotin talin taka til tímabilsins frá áliðnu árinu 2017 þar til fyrri hluta ársins 2019. Fyrir liggur upplýsingaskýrsla héraðssaksóknara frá 13. febrúar 2019. Þar kemur fram að honum hafi borist erindi SFL á grundvelli 7. gr. reglugerðar nr. 175/2016 um meðhöndlun tilkynninga um ætlað peningaþvætti eða fjármögnum hryðjuverka, dagsett 4. desember 2018. Erindið byggir á tilkynningu um hugsanlegt peningaþvætti tveggja einst aklinga og lögaðila sem tengjast með einum eða öðrum hætti. Segir í skýrslunni að til að unnt væri að greina betur fjármagnsfærslur milli einstaklinganna og lögaðilans hefði verið talið nauðsynlegt að afla frekari gagna til þess að rekja frekar fjármagnsfæ rslurnar og þá hvort fleiri einstaklingar eða lögaðilar tengdust málinu og sé rannsóknin á frumstigi. Hafi tilkynningin beinst að ákærðu Y , X og Z [...] . Sé það grunur SFL að ákærðu Y og X séu að þvætta ágóða sem verði til vegna meintrar brotastarfsemi í Z [...] . Í greiningu SFL hafi einnig verið farið yfir fjármál ákærða Þ ehf. sökum fjármagnsfærslna milli þess félags og þeirra aðila sem tilkynningin beinist að. 4 Í skýrslunni kemur fram að Z [...] hafi, 9. október 2017, fengið uppsöfnuð trúfélagsgjöld greid d inn á bankareikning sinn. Beindi SFL sjónum sínum að ráðstöfun þeirra fjármuna á tímabilinu frá þeim degi til 16. nóvember 2018. Hafi félagið fengið 81,2 milljónir króna greiddar frá ríkissjóði í trúfélagsgjöld á tímabilinu. Fjármununum hafi að miklu ley ti verið ráðstafað til ákærðu Y og X og Þ ehf. Til Þ ehf. runnu um 56 milljónir króna á tímabilinu. Þaðan var fjármununum að mestu leyti ráðstafað inn á erlenda bankareikninga ákærða Y og erlenda félagsins A Ltd. Leiki grunur á að stærsti hluti fjármunanna sem bárust frá ríkissjóði hafi verið nýttir í þágu ákærðu Y og X sem báðir hafa komið að Z [...] , m.a. að stofnun þess. Krafa ákærðu varðar annars vegar þá tilkynningu sem héraðssaksóknara barst frá SFL og hins vegar tilkynningu sem SFL barst og hún byggi r tilkynninguna til héraðssaksóknara á. III Kröfugerð og röksemdir allra ákærðu eru að miklu leyti samhljóða og því að mestu raktar hér í einu lagi. Vísa verjendur til skýrslu rannsakenda sem lögð var fram með málsgögnum og hefur að geyma samantekt um ran nsókn málsins. Þar komi fram að upphaf rannsóknar málsins megi rekja til erindis SFL frá 4. desember 2018. Erindið sé ekki meðal málsgagna en upplýsingaskýrsla lögreglu, dagsett 13. febrúar 2019, hafi verið gerð um erindið. Ákærðu vísa til þess að þrátt f yrir að upplýsingaskýrsla lögreglu sé byggð á tilkynningunni frá SFL um hugsanlegt peningaþvætti tveggja einstaklinga og lögaðila komi ekkert fram um það hvenær hún barst eða hvaðan eða inntak hennar að öðru leyti. Um sé að ræða formlegt erindi sent á grun dvelli lögbundins fyrirkomulags og telja þeir óumdeilt að það teljist ekki vera vinnuskjal lögreglu. Það sé réttmæt krafa af hálfu ákærðu að öll atriði er varða málið séu uppi á borðinu og mikilvægt að þeir geti fullvissað sig um að rétt hafi verið staðið að málinu frá upphafi. Í upplýsingaskýrslunni komi fram að grunur leiki á að um sé að ræða peningaþvætti vegna ráðstöfunar ágóða af meintri brotastarfsemi í [...] Z og hafi því frá upphafi verið gengið út frá því að um brotastarfsemi væri að ræða. Virðist sem rannsókn hafi hafist fyrr en málsgögn beri með sér og því rangt að upphaf málsins megi rekja til tilkynningarinnar til héraðssaksóknara. Meðal annars þess vegna sé nauðsynlegt að þessi gögn verði lögð fram og sé það réttur ákærðu að fá þau inn í málið. Þá benda ákærðu á að ákæruvaldið hafi hafnað því að afhenda gögnin og borið fyrir sig þagnarskyldu og einkum vísað til 55. gr. laga nr. 140/2018 um peningaþvætti og ráðstöfun hryðjuverka. Telja ákærðu að ekki standist að hafna framlagningu gagnanna á þei m forsendum. Samkvæmt ákvæðinu sé aðilum sem taka á móti upplýsingum á grundvelli laganna óheimilt að skýra óviðkomandi aðilum frá upplýsingum sem miðlað er til þeirra og leynt eiga að fara, nema dómari úrskurði að upplýsingarnar sé skylt að veita fyrir dó mi eða lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingarnar lögum samkvæmt. Eðlilegt sé að í lögunum sé kveðið á um þagnarskyldu og er ekki að sjá að ætlunin sé að hún gangi lengra en almennt tíðkast. Eðlilegt sé að hún taki til afhendingu gagna til óviðkomandi e n hún geti vart átt við um sakborninga í máli sem byggt er á upplýsingum sem rekja megi til slíkrar tilkynningar. Staða ákærðu hafi breyst í grundvallaratriðum þegar þeir voru ákærðir. Hafi þeir áður verið óviðkomandi eigi það ekki við nú. Jafnvel þó að ák ærðu yrðu taldir óviðkomandi í skilningi ákvæðisins gætu þær undantekningar sem fram koma í ákvæðinu átt við. Dómari hefur heimild til að úrskurða um að skylt sé að veita upplýsingarnar. Um sé að ræða opna heimild sem byggir á því að dómari meti í hverju t ilviki hvort upplýsingar kunni að hafa gildi í máli. Hér kunna þær að hafa gildi með vísan til upphafs rannsóknar og mögulegs efnisinnihalds tilkynningar. Þá njóti hvorug tilkynningin þagnarskyldu á þeim grundvelli að þörf sé á því vegna hagsmuna er varða öryggi ríkisins. Þá vísa ákærðu til þess að hagsmunir þeirra gangi framar þagnarskyldu samkvæmt ákvæðinu. Einnig vísa ákærðu til þess að tilkynningin byggi á lögbundnu skipulagi vegna varna gegn peningaþvætti og það eigi að leiða til þess að hún verði lögð ekki vera lögð fram miðað við önnur gögn sem lögð voru fram, t.d. blaðaumfjallanir. Þá sé algjör leynd og þagnarskylda varhugaverð um upplýsingar þegar mál er komið svona langt í réttarkerfinu. Þá leiði 5 framlagni ng gagnanna einnig til aðhalds gagnvart ákæruvaldi vegna hugsanlegrar misbeitingar á valdi. Af hálfu ákærðu er einnig bent á að við málflutning hafi fyrst komið fram upplýsingar um að greining hafi farið fram af hálfu SFL á grundvelli tilkynningarinnar. Sú vinna kunni að skipta máli hvað varðar vörn ákærðu og marka farveg málsins. Sé því mótmælt að röksemdir ákærðu fyrir framlagningu skjalanna séu einungis almennar vangaveltur. Fullt tilefni sé til þess að verjendur fái gögnin afhent og sé það þeirra að met a gildi þeirri fyrir vörn ákærðu. Benda ákærðu einnig á að ójafnræði milli málsaðila í sakamáli sé innbyggt í réttarkerfinu. Felist það m.a. í því að ákæruvaldið velji úr þau gögn sem lögð eru fram fyrir dómi. Ákærði getur einnig sjálfur aflað gagna með ý msum hætti, sbr. 110. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, og einnig getur hann krafist þess að ákæruvaldið leggi fram gögn. Hér er krafan skýr og það liggur fyrir að gögnin er til og þau mörkuðu upphaf málatilbúnaðar á hendur ákærðu þó að nú virðist eitthvað vera málum blandið hvort svo sé. Full ástæða sé til að ætla að upplýsingar um upphaf málsins séu ekki réttar og er því tilefni til að fallast á kröfuna. Gagn þurfi að vera bersýnilega tilgangslaust til sönnunar til að dómari hafni framlagningu þes s. Þá telja ákærðu að varnir byggðar á þagnarskyldu séu tilbúningur og ekkert í lögum nr. 140/2018 takmarki að þessi skjöl rati inn í sakamál. Þá verði ákvæðið ekki skilið á þann veg að það standi í vegi fyrir afhendingu gagna á grundvelli 37. gr. laga nr . 88/2008 en ekki var hróflað við þeim samhliða setningu laga nr. 140/2018 eða greint frá samspili þeirra á milli. Verður þetta því skilið svo að aðgangur sakbornings sé ekki takmarkaður með lögum nr. 140/2018. Þá byggja þeir á því að ekki sé rétt í upplýs inga skýrslu lögreglu hvernig málið er tilkomið. Loks bendir verjandi ákærðu Y , Þ ehf. og Æ LLC á að SFL sé ekki tilkynningaskyldi aðilinn heldur hafi einhver þeirra aðila sem beri tilkynningaskyldu á grundvelli laganna sett tilkynninguna fram og þá vænta nlega einungis tilkynnt um óeðlilega fjármunafærslu. Liggja þurfi fyrir hvað varð til þess að tilkynningin var send og hvers vegna færsla hjá skráðu trúfélagi hafi vakið grunsemdir. Einnig kunna að vera í tilkynningunni upplýsingar um meint frumbrot sem SF L hafi fengið upplýsingar um. Þá bendir verjandi á að skrifstofa SFL sé á sama gangi og héraðssaksóknari. Réttmæt ástæða sé til að ætla að málatilbúnaður hefjist á skrifstofu héraðssaksóknara og allt annað sé einhvers konar fyrirsláttur til að afla sér hei mildar til að hefja rannsókn málsins. Það sé einnig ástæða þess að ákærðu vilji fá skjalið inn í málið og telja að það kunni að varpa ljósi á hæfi ákæruvaldsins til að fara með þetta mál. IV Af hálfu ákæruvaldsins er þess krafist að kröfu ákærðu verði ha fnað. Er, hvað rökstuðning varðar, m.a. vísað til tölvupósts fulltrúa ákæruvaldsins, dagsettan 8. júní 2021, er barst dómnum eftir að ákærðu settu kröfu sína fram í þinghaldi 8. apríl 2021. Bent er á að erindið og greiningin sem send var héraðssaksóknara h afi komið frá SFL. Tilkynningin sem barst SFL sé ekki til hjá héraðssaksóknara sem hafi aldrei fengið hana í hendur, heldur einungis SFL. Geti héraðssaksóknari hvorki aflað hennar né afhent hana og sé kröfunni því ranglega beint að héraðssaksóknara hvað þá tilkynningu varðar. Annar verjanda ákærðu hafi þegar krafist afhendingar gagnanna frá SFL en því verið hafnað, aðallega með vísan til þess að gögnin væru háð þagnarskyldu. Var honum leiðbeint um að hann gæti höfðað mál fyrir dómi til að fá þeirri ákvörðun hnekkt. Hvað þetta varðar sé af hálfu ákæruvaldsins vísað til dóms Hæstaréttar í máli nr. 335/2017, sem kveðinn var upp 6. júní 2017 þar sem afhendingu gagna var hafnað þar eð ákæruvaldið hafði þau ekki í fórum sínum. Þá er af hálfu ákæruvaldsins bent á a ð greiningar SFL séu sendar á viðeigandi eftirlitsaðila ef tilefni er til og svo hafi átt við hér. Í lögum nr. 140/2018 sé byggt á kerfi þar sem alger trúnaður og þagnarskylda ríkir. Samkvæmt 55. gr. laganna eigi það við hvað varðar þá sem taka við tilkynn ingu, m.a. héraðssaksóknara. Gerð hafi verið upplýsingaskýrsla um það sem fram komi í tilkynningunni. Hún hafi síðan verið greind hjá héraðssaksóknara til að meta framhald málsins. Í upplýsingaskýrslunni komi fram öll efnisatriði tilkynningarinnar. 6 Af hál fu ákæruvaldsins er talið að tilgangur ákærðu með kröfunni sé óljós og einungis sé um að ræða almennar vangaveltur sem settar eru fram henni til stuðnings, m.a. um að öll gögn eigi að vera á borðinu og til að kanna hvort rétt hafi verið staðið að málinu fr á upphafi. Ekkert ákveðið hafi komið fram um það hvaða þýðingu þessi gögn geti haft fyrir ákærðu. Þá hafi ekkert komið fram sem bendi til þess að skýrslan sé röng og er því mótmælt að svo sé. Tilkynningar sem þessar til héraðssaksóknara hafa aldrei verið l agðar fram sem gagn við rannsókn eða fyrir dómi og eru þær ekki hluti af málsgögnum heldur einungis sagt frá þeim til að sýna hvernig rannsókn málsins hófst. Það skipti hins vegar engu máli fyrir það sakarefni sem hér er til meðferðar heldur einungis ranns óknargögnin. Enginn sjáanlegur tilgangur sé með því að leggja gögnin fram. Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 er sönnunarbyrðin hjá ákæruvaldinu. Í því felist að gögn sem ákæruvaldið hyggst byggja á eigi að leggja fram með ákæru. Ákæruvaldið ber á endanum hallann af því takist sönnun ekki. Er bent á að málatilbúnaður ákærðu sé villandi þar sem blandað sé saman skilyrðum 2. og 3. mgr. 110. gr. laganna um að dómari telji gögn nauðsynleg til að upplýsa mál, sbr. 2. mgr., og að dómari telji bersýnilegt að gagn skipti ekki máli eða sé tilgangslaust til sönnunar, sbr. 3. mgr. Ekkert styðji það að gögnin séu nauðsynleg til að upplýsa málið og ekkert er fram komið um það hvað ætlunin er að leiða í ljós með gögnunum. Einnig er af hálfu ákæruvaldsins bent á að héraðss aksóknara sé óheimilt að nota sjálfstætt við rannsókn gögn úr tilkynningu og hafi það ekki verið gert í þessu máli. Á því byggist alþjóðlegt kerfi peningaþvættisskrifstofu. Hann verði sjálfur að afla gagna og rannsaka sjálfstætt. Þá er bent á að í 20. gr. laga nr. 140/2018 komi fram að SFL annist um að greina tilkynningu og miðla til lögbærra stjórnvalda. Þá er gerð athugasemd við að verjandi taldi það hafa vakið athygli að Z [...] hefði móttekið greiðslur frá ríkinu en það sé ekki það sem var talið vera gr unsamlegt athæfi heldur ráðstöfun á fénu. Loks er bent á að hafi verjandi ákærðu, Y , Þ ehf. og Æ LLC, hafi byggt á því að grunur léki á að utan um þa valds séu tilbúningur og engum líkum hafi verið að því leitt nú. V Ákærðu krefjast þess að af hálfu ákæruvaldsins verði lagt fram erindi til héraðssaksóknara frá SFL, dagsett 4. desember 2018, og tilkynning til SFL sem erindið byggir á. Telja ákærðu sig eiga rétt á að fá skjölin afhent þar sem þau kunna að innihalda upplýsingar sem máli skipta fyrir vörn þeirra. Að auki komu fram af hálfu ákærðu efasemdir um að til urð skjalanna væri í samræmi við það sem fram komi í upplýsingaskýrslunni og þá m.a. talið að uppruna tilkynningar megi rekja til héraðssaksóknara. Af hálfu ákærðu er vísað til 37. gr. laga nr. 88/2008 og 55. gr. laga nr. 140/2018, hvað varðar undantekning u frá þagnarskyldu. Samkvæmt 1. mgr. 37. gr. laga nr. 88/2008 skal verjandi, á meðan mál er til rannsóknar, jafnskjótt og unnt er fá afrit af öllum gögnum máls er varða skjólstæðing hans svo og aðstöðu til að kynna sér önnur gögn í málinu. Í því felst, eðl i máls samkvæmt, að verjandi á því aðeins rétt til skjala að þau varði þær sakargiftir, sem beinast gegn skjólstæðingnum. Ef lögregla eða ákæruvald hefur undir höndum slík skjöl ber að leggja þau fram við meðferð máls fyrir dómi, hvort sem efni þeirra horf ir til sýknu eða sektar ákærða, sbr. 3. mgr. 18. gr. og 2. mgr. 134. gr. laga nr. 88/2008. Þó kunna einstök ákvæði XX. kafla laganna að standa því í vegi að það verði gert og verður ákæruvaldið ef svo ber undir að gera grein fyrir ástæðum þess að því er hv ert skjal varðar. Samkvæmt 1. gr. laga nr. 140/2018 er m arkmið þeirra að koma í veg fyrir peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka með því að skylda aðila sem stunda starfsemi er kann að verða notuð til 7 peningaþvættis eða fjármögnunar hryðjuverka til að þek kja deili á viðskiptamönnum sínum og starfsemi þeirra og tilkynna um það til lögbærra yfirvalda vakni grunur um eða verði þeir varir við slíka ólögmæta starfsemi. Í lögunum er tiltekið hverjir eru tilkynningaskyldir aðilar samkvæmt þeim. Samkvæmt 20. gr. laganna tekur SFL á móti tilkynningum um viðskipti þar sem grunur leikur á peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka og sér um greiningu á mótteknum tilkynningum, aflar nauðsynlegra viðbótarupplýsinga og miðlar greiningunni til lögbærra stjórnvalda. Þá kemu r fram í 55. gr. laganna að aðilar sem taka á móti upplýsingum samkvæmt 39. 43. gr. laganna eða tilkynningum samkvæmt lögunum eru bundnir þagnarskyldu. Þeim er óheimilt, að viðlagðri ábyrgð samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi, að skýra óviðkomandi aðilum frá upplýsingum sem miðlað er til þeirra á grundvelli þessara laga og leynt eiga að fara, nema dómari úrskurði að upplýsingarnar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé að veita upplýsingarnar lögum samkvæmt. F yrir liggur að tilurð skjalanna er að rekja til laga nr. 140/2018 og varð tilkynning SFL til héraðssaksóknara sem krafist er framlagningar á til þess að sakamálarannsókn á hendur ákærðu hófst. Af hálfu ákæruvaldsins var því lýst yfir við meðferð málsins að héraðssaksóknara hefði aldrei borist sú tilkynning sem barst SFL og tilkynning til héraðssaksóknara, dagsett 4. desember 2018, byggir á né heldur greining SFL á sakarefninu. Einnig kom fram af hálfu þess að upplýsingaskýrsla lögreglu, dagsett 13. febrúar 2019, sem nánar er gerð grein fyrir hér að framan, hafi að geyma þær upplýsingar sem fram komu í tilkynningunni til héraðssaksóknara. Þá krafðist verjandi ákærða Y þess að SFL afhendi honum tilkynninguna en var synjað um hana. Ekkert er komið fram um að má l hafi verið höfðað til ógildingar á þeirri synjun. Verður ákæruvaldi ekki gert að afhenda skjöl sem það hefur ekki í fórum sínum og er kröfu ákærðu um afhendingu tilkynningarinnar þegar af þeirri ástæðu hafnað. Hvað varðar tilkynningu SFL til héraðssaksók nara, dagsetta 4. desember 2018, þá byggja ákærðu aðallega á því að afhenda beri skjalið með vísan 37. gr. laga um meðferð sakamála og að sú þagnarskylda sem kveðið er á um í 55. gr. laga nr. 140/2018 standi ekki í vegi fyrir því. Af gögnum málsins verður ráðið að greining á sakarefni fór fram áður en tilkynningin barst héraðssaksóknara. Í tilkynningunni kemur skýrt fram að ætlað sakarefni varðar ráðstöfun fjármuna er bárust Z [...] vegna sóknargjalda. Þá hefur enn ekkert komið fram sem styður það að þær up plýsingar sem fram koma í málgögnum um upphaf rannsóknarinnar séu rangar. Þá liggur ekki fyrir hver sendi SFL upphaflegu tilkynninguna eða hvenær hún barst SFL. Samkvæmt 110. gr. laga um meðferð sakamála aflar ákærandi sönnunargagna en ákærði getur einnig aflað sönnunargagna telji hann ástæðu til þess. Þá kemur fram í 2. mgr. lagaákvæðisins að eftir því sem dómari telur nauðsynlegt til að upplýsa mál eða skýra það er honum rétt að beina því til ákæranda að afla gagna um tiltekin atriði þess. Loks segir í 3. mgr. þess að ef dómari telur bersýnilegt að atriði, sem aðili vill sanna, skipti ekki máli eða að gagn sé tilgangslaust til sönnunar getur hann meinað aðila um sönnunarfærslu. Þegar sakamál er höfðað skal, samkvæmt 1. mgr. 154. gr. laga um meðferð sakamál a, senda ákæru til héraðsdóms ásamt þeim sýnilegum sönnunargögnum sem ákæruvaldið hyggst leggja fram í málinu. Er málatilbúnaður ákæruvaldsins ekki byggður á skjalinu. Því hefur hins vegar verið lýst yfir af hálfu þess að efnislega komi sömu atriði fram í upplýsingaskýrslunni frá 13. febrúar 2019 og í nefndri tilkynningu. Óumdeilt er að skjalið barst héraðssaksóknara. Af hálfu ákærðu hafa ekki komið fram skýrar röksemdir fyrir því að leggja beri skjalið fram. Að mati dómsins verður, án þess að verið sé að l eggja mat á sönnunargildi skjalsins, og á grundvelli málatilbúnaðar aðila hvað þetta varðar, ekki séð hverju skjalið bætir við gögn þau sem ákæruvaldið byggir málatilbúnað sinn á eða á hvern hátt það nýtist við vörn ákærðu. Er það mat dómsins að skjalið sé tilgangslaust til sönnunar. Hvað varðar þær röksemdir að tilkynningin til héraðssaksóknara sé ekki frá SFL, eins og lýst er í gögnum lögreglu, heldur sé hún í raun komin frá héraðssaksóknara, þá er með þessu gefið í skyn að skjalið hafi á einhvern hátt v erið rangfært af starfsmönnum héraðssaksóknara. Það er mat dómsins að 8 athugasemdir verjanda hvað þetta varðar styðjist hvorki við málsgögn né það sem fram hefur komið um meðferð málsins og sé því óviðeigandi. Í ljósi framangreindrar niðurstöðu hvað bæði sk jölin varðar eru ekki forsendur til að taka til skoðunar hvort hafna beri kröfunni á þeim forsendum að ákvæði 55. gr. laga nr. 140/2018 um þagnarskyldu taki til skjalanna. Af framangreindum ástæðum er kröfu ákærðu um framlagningu skjalanna hafnað. Sigríður Elsa Kjartansdóttir héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfum ákærðu, X , Y , Z [...] , Þ ehf., og Æ LLC, um að af hálfu ákæruvaldsins verði lagt fram erindi til héraðssaksóknara frá skrifstofu fjármálagreiningar lögreglu, dagset t 4. desember 2018, og sú tilkynning sem erindið byggir á.