LANDSRÉTTUR Úrskurður þriðjudaginn 27. september 2022. Mál nr. 494/2022 : H hostel ehf. og Leigutak ehf. (Jónína Guðmundsdóttir lögmaður ) gegn Sportver i ehf. og ( Ásgeir Örn Blöndal Jóhannsson lögmaður) til réttargæslu Húsfélag i Amaróhússins og (enginn) Akureyrar bæ (enginn ) Lykilorð Kærumál. Kröfugerð. Frávísunarúrskurður staðfestur. Útdráttur Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem máli H ehf. og L ehf. gegn S ehf. og til réttargæslu HA og A var vísað frá dómi. Í úrskurði Landsréttar kom fram að H ehf. og L ehf. krefðust ómerkingar hins kærða úrskurðar en byggðu ekki á því að tilteknir ágallar væru á hinum kærða úrskurði eða málsmeðferð héraðsdómara heldur að forsendur og niðurstaðar úrskurðarins væru rangar. Var kröfu H ehf. og L ehf. um ómerk ingu úrskurðarins hafnað. Þar sem krafa um að hinn kærði úrskurður yrði felldur úr gildi var ekki höfð uppi var hann staðfestur. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Arnfríður Einarsdóttir , Ásmundur Helgason og Jóhannes Sigurðsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðil ar skutu málinu til Landsréttar með kæru 29. júlí 2022 . Greinargerð varnaraðila Sportvers ehf. barst réttinum 19. ágúst 202 2 . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 18. júlí 2022 í málinu nr. E - 65/2022 þar sem máli sóknaraðila gegn varnaraðila Sportveri ehf. og til réttargæslu Húsfélagi Amaróhússins og Akureyrarbæ var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j - lið 1 . mgr. 143 . gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 2 Sóknaraðil ar k ref ja st þess að allega að hinn kærði úrskurður verði ómerktur og að lagt verði fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar, til vara að dæmdur 2 málskostnaður verði felldur niður en að því frágengnu að dæmdur málskostnaður verði lækkaður verulega. Þá krefjast sóknaraðilar kærumálskostnaðar. 3 Varnaraðili Sportver ehf. krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. 4 Varnaraðilarnir Húsfélag Amaróhússins og Akureyrarbær hafa ekki látið málið til sín taka. Niðurstaða 5 Ef aðili máls telur að ágallar séu á úrskurði héraðsdóms eða á málsmeðferð í héraði getur hann skotið málinu til Landsréttar með kæru og krafist ómerkingar hins kærða úrskurðar. Að sama skapi getur Landsréttur ómerkt úrskurð héraðsdóms vegna slíkra ágalla þótt krafa um það sé ek ki höfð uppi, sbr. til hliðsjónar 2. mgr. 161. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 166. gr. sömu laga. Sóknaraðilar krefjast ómerkingar hins kærða úrskurðar en byggja ekki á því að tilteknir ágallar séu á hinum kærða úrskurði eða málsmeðferð héraðsdómara sem varði ómerkingu, heldur er byggt á því að forsendur og niðurstaða hins kærða úrskurðar séu rangar. Þá verður ekki séð að ágallar séu á hinum kærða úrskurði eða málsmeðferð héraðsdóms og verður kröfu sóknaraðila um ómerkingu hins kærða úrskurðar því hafnað. Þar s em sóknaraðilar telja niðurstöðu héraðsdóms ranga hefðu þeir að réttu lagi átt að krefjast þess að hinn kærði úrskurður yrði felldur úr gildi. Þar sem slík krafa er ekki höfð uppi ber að staðfesta niðurstöðu hins kærða úrskurðar um frávísun málsins. Jafnfr amt verður staðfest ákvæði hans um málskostnað. 6 Sóknaraðilum verður gert að greiða varnaraðila Sportveri ehf. kærumálskostnað eins og í úrskurðarorði greinir. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðilar, H hostel ehf. og Leigutak ehf., greiði óskipt varnaraðila, Sportveri ehf., 300.000 krónur í kærumálskostnað. Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 18. júlí 2022 Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Mál þetta var þingfest 24. mars sl. og tekið til dóms 20. júní sl. Stefnendur eru H hostel ehf., kt. og Leigutak ehf., kt. , , Akureyri, en stefndi Sportver ehf., kt. , , Akureyri, og stefndu til réttargæslu eru Akureyrarbær, kt. , , Akureyri, og Húsfélag Amaróhússins, kt. , , Akureyri. 2 Stefnendur krefjast þess í fyrsta lagi, að felld verði úr gildi samþykkt skipulagsstjóra Akureyrarbæjar 16. apríl 2015, þar sem samþykkt var byggingarleyfi fyrir breytingum á 1. hæð fasteignarinnar að Hafnarstræti 99 - 101, Akureyri, þar sem heimilað var að eignarhlut ar 01 - 0105, 01 - 0106 og 030101 yrðu sameinaðir 3 ásamt hluta sameignar. Þá krefjast stefnendur þess að ógilt verði byggingarleyfi á grundvelli þessarar ákvörðunar. 3 Í öðru lagi krefjast stefnendur, að stefnda verði gert að breyta húsnæði sínu á 1. hæð fasteign arinnar að Hafnarstræti 99 - 101, Akureyri, og færa í það horf, sem getur um í þinglýstri eignaskiptayfirlýsingu fyrir fasteignina á skjali nr. 424 - A - 003006/1997, sbr. skjal nr. 424 - A - 003146/2009, að viðlögðum dagsektum, sem renni til stefnenda, samtals að f járhæð 50.000 kr., sem renni jafnt til stefnenda, frá uppkvaðningu dómsins að telja, þar til orðið hefur verið við þessari skyldu. 4 Stefndi krefst aðallega að málinu verði vísað frá dómi, en til vara sýknu af kröfum stefnenda. 5 Þá krefjast aðilar málskostnaðar úr hendi gagnaðila. 6 Réttargæslustefndu hafa ekki látið málið til sín taka. 7 Í þessum þætti málsins er til úrlausnar frávísunarkrafa stefnda, sem hefur hér stöðu sóknaraðila. Málsatvik 8 Í málinu er deilt um breytingar á innra skipulagi hússins a ð Hafnarstræti 99 - 101 á Akureyri, sem fólust í því að tilteknir séreignarhlutar á 1. hæð hússins og hluti sameignar voru sameinaðir í eitt rými, sem nú er í eigu sóknaraðila í máli þessu. Byggingarleyfi fyrir framkvæmdunum var gefið út 16. apríl 2015, af s kipulags - og byggingarstjóra Akureyrar, eftir að eigendur allra eignarhluta í húsinu höfðu ritað samþykki sitt á teikningar þar sem gerð var grein fyrir breytingunum. Samkvæmt gögnum málsins var framkvæmdum við breytingarnar lokið í maí 2015 og opnaði sókn araðili verslun sína í hinu sameinaða rými. Stefnendur, varnaraðilar í þessum þætti málsins, eignuðust síðar fasteignir í húsinu á árunum 2016 - 2018, þegar sóknaraðili hafði rekið verslun sína í framangreindu rými í tæplega eitt og hálft ár. Samkvæmt gögnum málsins gerðu varnaraðilar formlega athugasemdir við sóknaraðila með bréfi 19. maí 2021, þar sem þeir lýstu því yfir að þeir afturkalli samþykki fyrir framangreindum breytingum og geri fyrirvara um lögmæti þeirrar heimildar sem lögð hafi verið til grundva llar breytingum á húsnæðinu. Þá kröfðust þeir þess að sóknaraðili léti af hagnýtingu sameignar, sem sameinuð hafi verið eignarhluta hans með breytingunni, þannig að varnaraðilum yrði mögulegt að nýta sameignina í samræmi við þinglýsta eignaskiptayfirlýsing u og njóta óhefts aðgangs að eignarhlutum sínum í kjallara hússins og á 1. hæð, geymslum og sýningarglugga. Þá hafa varnaraðilar lýst því yfir að þeir muni ekki samþykkja nýja eignaskiptayfirlýsingu sem endurspegli breytingarnar, en eignaskiptayfirlýsing, sem gera átti í tengslum við breytingarnar, hefur enn ekki verið gerð. Málsástæður og lagarök sóknaraðila 9 Sóknaraðili byggir frávísunarkröfu sína í fyrsta lagi á því að stefndu hafi ekki lögvarða hagsmuni af kröfu um ógildingu fyrrgreinds byggingarleyfis, þar sem framkvæmdum á grundvelli leyfisins hafi þegar verið lokið þegar varnaraðilar eignuðust sína eignarhluti í húsinu. Ógilding leyfisins nú hafi enga þýðingu fyrir hagsmuni varnaraðila, sbr. 1. mgr. 25. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 (eml.). 10 Í öðru lagi byggir sóknaraðili á því að dómkrafa varnaraðila sé ekki dómtæk, þar sem látið sé við það sitja að vísa til þinglýstrar eignaskiptayfirlýsingar og þess krafist að sóknaraðila verði gert að færa húsnæðið í sama horf og þar sé kveðið á um, án þe ss að tilgreina nánar hvaða breytinga sé krafist að sóknaraðili framkvæmi á húsnæðinu. Þetta brjóti í bága við kröfur um skýrleika dómkrafna, sbr. d - lið 1. mgr. 80. gr. eml. 11 Í þriðja lagi byggir sóknaraðili á því að varnaraðilar hafi ekki gert nægilega gre in fyrir því hvaða beinu, einstaklegu og lögvörðu hagsmuni þeir hafi af úrlausn dómkrafna sinna í málinu, hvor fyrir sig eða í sameiningu, þetta brjóti í bága við d. og e - liði 1. mgr. 80. gr. eml. 12 Í fjórða lagi byggir sóknaraðili á að aðild málsins til sók nar sé verulega óljós, en varnaraðilar fjalli ekki um á hvaða grundvelli þeir byggi sameiginlega málshöfðun, svo sem hvernig hinar umþrættu breytingar á 4 húsnæðinu hafi áhrif á hagsmuni hvors varnaraðila um sig. Sóknaraðili eigi erfitt með að átta sig á hvo rt þeir telji sig eiga óskipt réttindi eða hvort þeir byggir á því að kröfur þeirra megi rekja til sömu atvika, aðstöðu eða löggernings. Þetta torveldi sóknaraðila varnir sínar í málinu og brjóti jafnframt gegn f - lið 1. mgr. 80. gr. eml. um tilvísun til la gaákvæða. Málsástæður og lagarök varnaraðila 13 Varnaraðili krefst þess að frávísunarkröfu sóknaraðila verði hafnað og varnaraðila dæmdur málskostnaður. 14 Í fyrsta lagi hafi varnaraðilar lögvarða hagsmuni af kröfu um ógildingu byggingarleyfis og breytingu á hús næðinu til fyrra horfs, þar sem það hafi áhrif á hagnýtingu varnaraðila á séreign sinni og sameign í húsinu. Aðgengi þeirra að séreign sinni sé takmarkað og þeir þurfi m.a. að sæta því að ganga um húsnæði sóknaraðila til að nálgast útstillingarrými sitt á fyrstu hæð hússins og séu bundnir af því að nýta þetta rými á opnunartíma verslunar sóknaraðila. Þá sé umtalsverður hluti sameignar ekki aðgengilegur varnaraðilum. Þeir eigi stjórnarskrárvarinn rétt til hagnýtingar eignar sinnar og um þá hagnýtingu snúist málið. Einnig hafi breytingin þau áhrif að varnaraðilinn H Hostel ehf. þurfi að sæta því að kvöð sé á tveimur eignarhlutum hans á annarri hæð hússins, sem tryggi brunaútganga úr hvoru rými í gegnum hitt, en það sé tilkomið vegna þess að í hinni umþrættu br eytingu hafi falist að öðrum af tveimur aðalútgöngum úr húsinu hafi verið lokað. Engu skipti þó byggingarleyfið hafi verið veitt og framkvæmdum lokið áður en stefnendur eignuðust 15 Í öðru lagi hafna varnaraðilar því að krafa þeirra sé ódómtæk. Sóknaraðila megi vera full ljóst hvaða kröfu sé verið að gera, enda hafi hann sjálfur staðið að breytingunum og viti hvers krafist sé breytinga á. Nægilegt sé að vísa til þinglýstrar eignaskiptayfirlýsingar í kröfugerð varnaraðila. 16 Í þriðja lagi byggja varnaraðilar á því að sóknaraðili hafi frá upphafi áttað sig á því á hverju samaðild varnaraðila sé reist á. Það sé augljóst af stefnu að byggt sé á sömu atvikum, aðstöðu eða löggerningi , sbr. 1. mgr. 19. gr. eml. Stefndi hafi vísað til 1. mgr. 19. gr. eml. í málflutningi sínum um samaðild og hljóti að hafa áttað sig á hverju var byggt. Ekki sé krafist í f - lið 1. mgr. 80. gr. eml. að vísað sé til allra lagaákvæða sem byggt er á, heldur ei nungis þeirra helstu. Forsendur og niðurstaða 17 Varnaraðilar krefjast þess í fyrsta lagi að byggingarleyfi, sem lá til grundvallar hinum umþrættu breytingum á húsnæðinu að Hafnarstræti 99 - 101 á Akureyri, verði dæmt ógilt. Þá verður að skilja kröfugerð þeirra þannig að þeir krefjist þess í öðru lagi að húsnæðið verði fært í það horf sem það var í fyrir umræddar breytingar. Forsenda fyrir því að síðarnefndar kröfur þeirra um að stefnda verði gert að breyta húsnæði sínu og færa í það horf sem getur um á þinglýst ri eignaskiptayfirlýsingu verði teknar til greina er m.a. sú að leyfið hafi verið ólöglega gefið út. Ættu fyrrnefndu kröfurnar því að réttu lagi að vera málsástæður fyrir þeim síðarnefndu, en eiga ekki erindi í málið sem sjálfstæðar dómkröfur. Ber því að v ísa þeim frá dómi án kröfu á grundvelli 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar í máli nr. 141/2013. 18 stefnda v erði gert að breyta húsnæði sínu á 1. hæð fasteignarinnar að Hafnarstræti 99 - 101, Akureyri, og færa í það horf, sem getur um í þinglýstri eignaskiptayfirlýsingu fyrir fasteignina á skjali nr. 424 - A - 003006/1997, sbr. skjal nr. 424 - A - 003146/2009.. 19 Þrátt f yrir að nokkuð þokukennt sé í stefnu hvaða lögvörðu hagsmuni varnaraðilar telji sig nákvæmlega hafa af framangreindri kröfu, verður þó ráðið af málatilbúnaði þeirra að þeir álíti að hluti sameignar hafi með ólögmætum hætti og án endurgjalds verið skilinn f rá eignarhlutum þeirra séreignarhluta sem þeir síðar eignuðust í húsinu. Þessi gerningur sé afturkræfur og með málsókn sinni freisti þeir þess að fá eignarhlutann dæmdan sér á ný, sem feli í sér að þeir öðlist ráðstöfunar - og hagnýtingarrétt yfir eignarhlu tanum. Þá verður einnig ráðið af málatilbúnaðinum að varnaraðilar telji aðgengi að séreignarhlutum sínum skert með framangreindri ráðstöfun, þó að á það skorti að fullnægjandi grein sé 5 gerð fyrir með hvaða hætti það sé hvað varðar hvorn varnaraðila um sig . Loks verður ráðið af málatilbúnaðinum að þeir telji ýmislegt óhagræði hljótast af þessari ráðstöfun. Að mati dómsins hafa varnaraðilar sýnt nægilega fram á að þeir hafi lögvarða hagsmuni af því ef fallist yrði á málatilbúnað þeirra um að fyrrgreind ráðst öfun hafi verið ólögmæt og mælt fyrir um með dómi að eignarhald og umráð yfir séreignar - og sameignarhlutum á fyrstu hæð hússins yrði færð í fyrra horf og húsnæðinu breytt í samræmi við það. 20 Tilvitnuð eignaskiptayfirlýsing telur 47 blaðsíður, en varnaraðil i lætur nægja í kröfugerð sinni að vísa til hennar í heild sinni án nánari tilgreiningar. Þannig er ekki að finna neina tilgreiningu á því hvaða húsnæði það er nákvæmlega sem hann krefst breytinga á, en fyrir liggur að húsnæði það sem sóknaraðili hefur til umráða í dag er samsett af þremur eignarhlutum ásamt hluta af sameign hússins. Að mati dómsins hefði varnaraðili að lágmarki þurft að vísa nákvæmlega til þeirra eignarhluta sem hann krefst breytinga á, ásamt því að tilgreina skilmerkilega hvaða breytingar það eru sem hann krefst að gerðar verði á húsnæðinu. Í því efni er ekki nóg að vísa til þess að sóknaraðila megi, að mati varnaraðila, vera ljóst hvaða breytingar varnaraðili sé að fara fram á. Dómsorð í málinu verður að vera skiljanlegt öðrum en málsaðil um sjálfum. Að mati dómsins uppfyllir framangreind kröfugerð ekki skilyrði um skýrleika dómkrafna, sbr. d - lið 1. mgr. 80. gr. eml. og verður dómur því ekki á henni byggður. 21 Þá skortir ennfremur á að samaðild til sóknar sé rökstudd í málinu, en t.a.m. kemur ekki fram hvort umrætt útstillingarrými, sem varnaraðilar segjast nú hafa takmarkaðan aðgang að, sé í sameign varnaraðila eða séreign annars þeirra. Að sama skapi er talað í einu lagi um aðgang að séreignarrými í kjallara og geymslum, án þess að gera nána ri grein fyrir eignarhaldi og staðsetningu eignarhluta hvors varnaraðila fyrir sig, sem og rekstri þeirra í húsinu. Í stefnu er fjallað um kvaðir varðandi brunaútganga, sem virðast eingöngu eiga við um varnaraðilann H Hostel ehf., eins og fyrr greinir. 22 Að öllu ofanrituðu virtu er óhjákvæmilegt að vísa málinu frá dómi. 23 Eftir úrslitum málsins verður varnaraðilum gert að greiða sóknaraðila málskostnað, sbr. 2. mgr. 130 gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, eins og í dómsorði greinir. Af hálfu sóknaraðila flutti málið Ásgeir Örn Blöndal Jóhannsson lögmaður, en af hálfu varnaraðila Húnbogi J. Andersen lögmaður. Hlynur Jónsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá dómi. Varnaraðilar, H hostel ehf., Leigutak ehf., gr eiði óskipt sóknaraðila, Sportveri ehf. 900.000 krónur í málskostnað.