LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 7. maí 2021. Mál nr. 874/2019 : Ákæruvaldið ( Óli Ingi Ólason saksóknari ) gegn Tom Dedaj og (Elva Ósk Wiium lögmaður) Tonin Zefi ( Arnar Kormákur Friðriksson lögmaður) Lykilorð Líkamsárás. Neyðarvörn. Tilraun. Skaðabætur. Eigin sök. Skilorð. Útdráttur TD var sakfelldur fyrir brot gegn 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa slegið TZ einu höggi í höfuðið með hafnaboltakylfu. Þá var TZ sakfelldur fyrir brot gegn 2. mgr. 218. gr., sbr. 20. gr., sömu laga með því að hafa lagt til TD í tvígang með hníf. Ekki var fallist á þá vörn TD og TZ að háttsemi þeirra hefði helgast af neyðarvörn, sbr. 12. gr. fyrrgreindra laga. Í dómi Landsréttar sagði meðal annars að bæði TD og TZ hefðu haft ýmsa a ðra kosti en að vígbúast og mæta hinum með þeim hætti sem þeir gerðu. Refsing TD var ákveðin fangelsi í tíu mánuði en fullnustu sjö mánaða refsingarinnar frestað skilorðsbundið í tvö ár auk þess sem honum var gert að greiða TZ 200.000 krónur í skaðabætur. Þá var refsing TZ ákveðin fangelsi í sex mánuði en fullnustu refsingarinnar frestað skilorðsbundið í tvö ár. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Arnfríður Einarsdóttir , Eiríkur Jónsson og Oddný Mjöll Arnardóttir . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 5. desember 2019 í samræmi við yfirlýsingu ákærðu um áfrýjun. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 22. nóvember 2019 í málinu nr. S - 3687/2019 . 2 Ákæruvaldið krefst þess að refsing ákærðu verði þyngd. 3 Ákærði Tom Dedaj krefst aðallega sýknu af kröfum ákæruvaldsins en til vara krefst hann vægustu refsingar sem lög leyfa og að refsing verði bundin skilorði að öllu leyti. Þá krefst hann þess að einkaréttarkröfu brotaþola verði vísað frá dómi, til vara krefst hann sýknu af henni en að því frágengnu að hún verði stórlega lækkuð. 2 4 Ákærði Tonin Zefi krefst aðallega sýknu af kröfum ákæruvaldsins, til vara að honum verði ekki gerð refsing en að því frágengnu að refsing verði milduð. 5 Brotaþoli, Tonin Zefi , krefst þess aðallega að ákærða, Tom Dedaj, verði gert að greiða honum 3.000.000 króna ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 7. júlí 2019 en með dráttarvöxtum samkvæmt 6. gr. sömu laga, að liðnum mánuði frá bi rtingu kröfunnar til greiðsludags. Til vara krefst hann staðfestingar hins áfrýjaða dóms um greiðslu skaðabóta. 6 Við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti voru spilaðar myndbandsupptökur af atvikum. Þá gaf ákærði Tom Dedaj viðbótarskýrslu fyrir réttinum auk þess sem spiluð var upptaka af skýrslu hans fyrir héraðsdómi og af skýrslum ákærða Tonin Zefi og vitnanna A og B . Niðurstaða 7 Í málinu liggja fyrir tvö myndbönd af þeim atvikum sem ákært er fyrir. Sést þar hvar ákærði Tom snarast umsvifalaust út, er bifrei ð sem hann er farþegi í stöðvast, með hafnaboltakylfu sem hann reiðir hátt til höggs með báðum höndum. Þá sést ákærði Tonin ganga greitt á móti ákærða Tom með stóran hníf í hægri hendi. Ákærði Tom slær ákærða Tonin síðan með hafnaboltakylfunni og ákærði To nin leggur nánast á sama tíma til ákærða Tom með hnífnum í tvígang. Báðir ákærðu kannast við sig í myndböndunum en framburður þeirra um atvik er annars að nokkru leyti í ósamræmi við það sem myndböndin sýna. Samkvæmt myndböndunum og því sem að öðru leyti e r rakið í hinum áfrýjaða dómi telst sannað að ákærði Tom hafi gerst sekur um sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að veitast að og sl á ákærða Tonin einu höggi í höfuð með hafnaboltakylfu, með þeim afleiðingum sem greinir í ákæru, og að ákærði Tonin ha fi lagt til ákærða Tom með hnífi í tvígang og þannig gerst sekur um tilraun til sérstaklega hættulegrar líkamsárásar . Teljast brotin rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. 8 Báðir ákærðu bera fyrir sig neyðarvörn. Samkvæmt 1. mgr. 12. gr. almennra hegning arlaga nr. 19/1940 er það verk refsilaust sem menn vinna af neyðarvörn, að því leyti sem það hefur verið nauðsynlegt til þess að verjast eða afstýra ólögmætri árás, sem byrjuð er eða vofir yfir, enda hafi ekki verið beitt vörnum sem séu augsýnilega hættule gri en árásin og tjón það sem af henni mátti vænta gaf ástæðu til. 9 Líkt og nefnt lagaákvæði ber með sér þarf ströngum skilyrðum að vera fullnægt svo að það leysi undan ábyrgð, enda í raun um einstaklingsbundna réttarvörslu að ræða. Ef tveir menn eiga hlut að átökum, standa nokkurn veginn jafnt að vígi og bera báðir ábyrgð á þeim, teljast þau almennt ekki til ólögmætra árása í skilningi ákvæðisins. Þannig verður reglum um neyðarvörn ekki beitt þegar um slagsmál tveggja eða fleiri er að ræða, nema einhver br eyti eðli þeirra. Þá telst verk almennt ekki nauðsynlegt samkvæmt ákvæðinu ef unnt er að afstýra ólögmætri árás með öðrum hætti en beinni valdbeitingu. 3 10 Fyrir liggur að undanfari þeirra atvika sem ákært er fyrir var símtal á milli ákærðu. Bera þeir á mism unandi hátt um hvor hafi þar hótað hinum en stuttu eftir að símtalinu lauk kom ákærði Tom vopnaður hafnaboltakylfu þangað sem ákærði Tonin beið vopnaður hníf og sú atburðarás sem áður er lýst átti sér stað. Báðir höfðu ýmsa aðra kosti eftir símtalið en að vígbúast og mæta hinum með þeim hætti sem þeir gerðu. Samkvæmt því og með vísan til þess sem áður er rakið um skilyrði neyðarvarnar leysir 1. mgr. 12. gr. almennra hegningarlaga hvorugan undan ábyrgð. Þá getur 2. mgr. sömu greinar ekki leyst undan ábyrgð, enda felur það ákvæði í sér frávik frá skilyrðinu um forsvaranlega aðferð en kemur ekki til álita þegar öðrum grunnskilyrðum neyðarvarnar er ekki fullnægt. 11 Ákærði Tom krefst sýknu á þeim grunni að slíkir annmarkar hafi verið á dómtúlkun fyrir héraðsdóm i að brotið hafi verið gegn 2. mgr. 12. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og e - lið 3. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Ekki er á það fallist að slíkir annmarkar hafi verið á framkvæmd dómtúlkunarinnar. Þá gaf ákærði við bótarskýrslu fyrir Landsrétti og verjandi hans lýsti því jafnframt yfir að engar athugasemdir væru gerðar við túlkun skýrslunnar. 12 Auk þeirrar lögreglustjórasáttar sem getið er í héraðsdómi gekkst ákærði Tom undir sátt 29. júlí 2019 fyrir umferðarlag abrot og var gert að greiða 280.000 króna sekt. Verður honum dæmdur hegningarauki við nefndar sáttir. Með hliðsjón af 1., 3. og 6. tölulið 1. mgr. 70. gr., 78. gr., sbr. 77. gr., og 3. mgr. 218. gr. c almennra hegningarlaga þykir refsing hæfilega ákveðin í hinum áfrýjaða dómi. 13 Ákærði Tonin krefst skaðabóta úr hendi ákærða Tom, sem krefst sýknu af kröfunni vegna eigin sakar og vísar meðal annars til reglna er snerta samþykki við átökum. Eins og fyrrgreindum atvikum er háttað, þar sem ákærði Tonin ákvað í kj ölfar símtals ákærðu að ganga til átaka við meðákærða vopnaður hníf, er óhjákvæmilegt að hann beri tjón sitt að hluta til sjálfur. Af því virtu þykja bætur hæfilega ákveðnar í hinum áfrýjaða dómi. 14 Samkvæmt framangreindu verður hinn áfrýjaði dómur staðfestu r um sakfellingu ákærðu, refsiákvörðun og einkaréttarkröfu. Þá verða ákvæði hans um upptöku, sakarkostnað og málskostnað staðfest. 15 Ákærðu verða dæmdir til þess að greiða áfrýjunarkostnað eins og greinir í dómsorði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðra verj e nda sinna, sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti. Þá verður ákærði Tom dæmdur til að greiða ákærða Tonin málskostnað við að halda bótakröfu sinni fram fyrir Landsrétti, eins og greinir í dómsorði. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. 4 Á kærði Tom Dedaj greiði brotaþola Tonin Zefi 250.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti. Ákærði Tom Dedaj greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Elvu Óskar Wiium lögmanns, 942.400 krónur, og helming annars áfrýjunarkostnaðar, sem er í heild 43.044 krónur. Ákærði Tonin Zefi greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Arnars Kormáks Friðrikssonar lögmanns, 734.080 krónur, og helming annars áfrýjunarkostnaðar, sem er í heild 43.044 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 22. nóvember 2019 Mál þetta, sem dómtekið var 30. október sl., var höfðað með ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, dags. 15. ágúst 2019, á hendur: , og Tonin Zefi, albönskum ríkisborgara, , , fyrir eftirtalin brot framin að kvöldi sunnudagsins 7. júlí 2019, framan við í Reykjavík: 1. Gegn ákærða Tom, fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa veist að og slegið Tonin Zefi einu höggi í höfuð með hafnarboltakylfu, með þeim afleiðingum að hann hlaut 4 sm langan skurð á mitt enni sem sauma þurfti saman með 5 sporum og heilahristing. Telst þetta varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2. Gegn ákærða Tonin, fyrir tilraun til sérstaklega hættulegrar líkamsárásar, með því að hafa ítrekað reynt að stinga Tom með hní fi en Tom tókst að hlaupa undan. Telst þetta varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 20. gr. sömu laga. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess krafist að haldlagð ir munir, hafnarboltakylfa og hnífur, verði gerðir upptækir, sbr. 1. tl. 1. mgr. 69. gr. a Einkaréttarkrafa: Af hálfu Tonin Zefi, er þess krafist að ákærði, Tom Dedaj, verði dæmdur til að greiða honum skaðabætur að fjárhæð kr. 3.000.000, - ásamt vöxtum, skv. 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 7. júlí 2019 en með dráttarvöx t um skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga, að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags. Einnig er þes s krafist að ákærða verði gert að greiða brotaþola málskostnað að skaðlausu, skv. síðar framlögðum málskostnaðarreikningi eða að mati 5 Verjandi ákærða Tonins gerir þær kröfur að ákærði verði sýknaður en til vara að honum verið dæmd vægasta refsing er lög leyfa. Þá krefst hann hæfilegra málsvarnarlauna að mati dómsins sem greiðist úr ríkissjóði. Verjandi ákærða Toms gerir þær kröfur að ák ærði verði sýknaður en til vara að refsingu verði frestað eða hún felld niður. Til þrautavara krefst hann þess að ákærði verði dæmdur til vægustu refsingar sem lög leyfa og að refsingin verði skilorðsbundin að öllu leyti. Þá krefst hann þess að bótakröfunn i verði vísað frá dómi, en til vara er krafist sýknu og til þrautavara að hún verði stórlega lækkuð. Þá krefst hann þess að allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði. I. Málsatvik Þann 7. júlí 2019, kl. 21:13, barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ti lkynning um mann sem hefði verið laminn með hafnaboltakylfu í höfuðið fyrir utan í Reykjavík. Sjúkralið hafði verið sent á vettvang. Þá barst tilkynning um að menn er tengdust atvikinu væru staddir við söluturninn Fór lögreglan á vettvang og reynd ust mennirnir vera ákærði Tom og vitnið A. Í frumskýrslu lögreglu er haft eftir ákærða Tom að hann hafi lent í útistöðum við ákærða Tonin fyrir utan , en sá hefði hótað ann hafa lamið ákærða Tonin í höfuðið með hafnaboltakylfunni í sjálfsvörn. Voru ákærði Tom og A báðir handteknir og færðir á lögreglustöð. Lögreglan fór að dvalarstað ákærða Tonins sem var þar utandyra og var sjúkralið jafnframt á vettvangi og hlúði að hon um. Haft er eftir ákærða í skýrslu lögreglu að menn hafi veist að honum með hafnaboltakylfu. Aðspurður kvaðst hann hafa verið með hníf meðferðis og haldið á honum þegar mennirnir réðust að honum. Hafi mennirnir síðan ekið brott á bifreið af gerðinni Porsch e. Vísaði ákærði á hnífinn, sem var haldlagður. Þá fannst hafnaboltakylfan á vettvangi. Í handtöku - og vistunarskýrslu ákærðu beggja kemur fram að lítilsháttar ölvun hafi verið sjáanleg hjá báðum. Ákærðu voru yfirheyrðir hjá lögreglu 8. júlí 2019. Í skýrs lutöku af ákærða Tom viðurkenndi hann að hafa slegið ákærða Tonin í höfuðið með hafnaboltakylfu en bar fyrir sig sjálfsvörn enda hefði sá reynt að leggja til hans með hníf. Fyrir liggur myndbandsupptaka úr öryggismyndavélum af atvikinu og sem er nánar lýst í frumskýrslunni. Í kjölfarið ákvað lögregla að handtaka ákærða Tonin á slysadeild. Hefur ákærði sætt farbanni frá 8. júlí 2019. Í vottorði C , sérfræðilæknis á bráðamóttöku, frá 22. júlí 2019, kemur fram að ákærði Tonin hafi komið með sjúkrabifreið kl. 2 1:58. Kvaðst hann hafa verið að skemmta sér þegar á hann var ráðist og hann barinn með hafnaboltakylfu í höfuðið. Hafi hann misst meðvitund en rankað við sér og fundið til ógleði. Fram kemur að ákærði hafi verið undir áhrifum áfengis. Við skoðun hafi mátt sjá fjögurra cm sár á miðju enni sem blætt hafi talsvert frá. Sárabrúnir hafi legið ágætlega saman og nokkur bólga verið undir sárinu. Saumað hafi verið með fimm sporum. Var hann greindur með opið sár á höfði og heilahristing. II. Verður nú gerð grein fyr ir framburði ákærðu og vitna við aðalmeðferð málsins, að því marki sem nauðsynlegt þykir til úrlausnar þess. Ákærði Tom kvaðst hafa kynnst Tonin fyrir atvikið. Þeir hafi tekið tal saman og hefði hann í greiðaskyni keypt sígarettur fyrir Tonin og gefið honu m peninga. Þá hefði hann einnig boðið honum upp á bjór á bar. Eftir þetta hefðu þeir hist í eitt skipti en þá hefði ákærði Tom látið í ljós að hann vildi ekki frekari samskipti við Tonin. Aðspurður kvað ákærði samskiptin þó hafa verið eðlileg og á rólegum nótum. Kannaðist hann ekki við að Tonin hefði móðgað hann eitthvað. Hefði hann komið heim til hans 6 í eitt skipti eftir þetta en þá hefði hann ekki verið heima. hans hefðu hins vegar tekið niður símanúmer Tonins. Þegar hann hefði komið heim hefði hann hringt í hann og hefði hann þá blótað og haft í hótunum við hann og fjölskyldu hans. Hafi komið til snarpra orðaskipta á milli þeirra. Hafi Tonin sagt honum að koma til sín. Kvaðst hann hafa ákveðið að fara til þess eins að ræða málin en ekki hafa vitað að til átaka myndi koma. Aðspurður kvaðst hann ekki hafa verið reiður á þeim tímapunkti. Nánar spurður kvaðst hann hafa tekið alvarlega það sem Tonin sagði og orðið h ræddur. Borið var undir hann Ákærði kvað sinn sem dvaldi á hei milinu hafi boðist til þess að aka þegar hann hefði orðið var við að hann ætlaði að fara á bílnum undir áhrifum áfengis. Þá hefði annar hans verið staddur fyrir utan húsið og komið með þeim. Hafi liðið um tíu mínútur frá því að hann fékk símtalið og þa r til hann var kominn á staðinn. Kvað ákærði það hafa legið fyrir hvert förinni var heitið en hann hafi ekki rætt við um tilgang fararinnar. Kvað hann dvalarstað Tonins vera á hosteli í sömu götu og því ekki langt að fara. Þegar þangað var komið hafi h ann séð Tonin koma með hnífinn og hafi þá komið til átaka á milli þeirra. Kvaðst hann hafa orðið hræddur og hlaupið á brott. Nánar spurður kvaðst ákærði fyrst hafa séð Tonin sitja fyrir utan hostelið. Aðspurður kvaðst hann hafa slegið Tonin í höfuðið með h afnaboltakylfu. Hann hefði þó ekki vitað að höggið hefði lent í höfði hans fyrr en eftir á. Kvaðst hann hafa ætlað að stöðva Tonin en ekki berjast. Hefði hann í reynd ekki orðið reiður fyrr en hann sá hnífinn en það hefði verið er hann var á leið út úr bíl num. Aðspurður kvaðst hann ekki hafa verið með hafnaboltakylfuna hjá sér í bílnum. Hún hefði verið undir farþegasætinu en hann hefði notað hana við að spila og geymt hana þar. Hefði hann gripið til kylfunnar því hann hefði orðið hræddur og allt gerst mjög hratt. Ákærði Tonin hafi verið kominn í návígi við hann og ætlað að stinga hann. Hafi hann ýtt hnífnum frá. Aðspurður kvaðst ákærði ekki kunna skýringu á því hvers vegna Tonin hefði verið með hníf en taldi hugsanlegt að það væri vegna símtalsins eða vegna þess að hann væri veikur. Hefði hann sleppt kylfunni og hlaupið á brott. Aðspurður kvaðst hann hafa hringt í lögregluna og sagt að hann hefði lamið Tonin sem hefði ráðist á sig með hníf. Ákærði Tonin kvaðst hafa verið staddur á landinu sem ferðamaður og heimsótt sinn sem bjó í íbúð ákærða Toms, sem hann hefði þá hitt. Sjálfur hafi hann gist á hosteli á . Kvaðst hann hafa hitt Tom aftur í söluturni í götunni en ákærði hefði keypt fyrir hann sígar ettur og gefið honum peninga. Að því búnu hefði hann boðið ákærða upp á bjór á barnum en B hefði verið með þeim. Samskipti hans og Toms hafi verið vinsamleg en ákærði kvaðst hafa gert ákveðnar athugasemdir um lífsstíl Toms og talið hann vanrækja fjölsk yldu sína í Albaníu. Taldi hann hugsanlegt að hann hefði móðgað ákærða þó hann hefði ekki látið það í ljós þá. Tveimur dögum síðar hafi hann komið við hjá Tom en hann hafi ekki verið heima. Nokkrum klukkustundum síðar hafi hann fengið símtal frá honum og h afi hann verið reiður og stressaður og sagt að hann mætti ekki koma heim til hans, blótað og hafði ljót orð um fjölskyldu ákærða. Kvaðst hann hafa svarað í sömu mynt. Hafi hann átt von á því að Tom kæmi og slagsmál væru í uppsiglingu enda hefði hann sagt a ð hann ætlaði að koma og berja hann. Kvaðst ákærði hafa tekið hníf úr eldhúsi hostelsins og sest utandyra. Um tveimur mínútum síðar hafi hann séð bíl Toms en hann hafi verið í framsætinu farþegamegin. Aðspurður kvaðst ákærði ekki hafa leynt hnífnum en hann hefði ekki vitað hverju hann mætti búast við og viljað að ákærði sæi hann. Ákærði kvaðst hafa séð hafnaboltakylfuna strax og ákærði Tom opnaði bíldyrnar. Hefði Tom reitt kylfuna til höggs og slegið hann en þá hefði hann gripið til hnífsins með þeim hætti sem sjáist á upptökunni. Kvaðst ákærði hæglega hafa getað stungið Tom hefði hann ætlað sér það enda hefðu þeir verið í návígi. Síðan hefði ákærði Tom dottið og misst kylfuna. Kvaðst hann þá hafa tekið kylfuna en ekki elt Tom. Aðspurður kvaðst ákærði ekki h afa séð fyrir sér þá leið að flýja af hólmi eða leita til lögreglunnar enda hefði hann ekki þekkt aðstæður hér á landi. Ákærði lýsti áverkum sínum eftir höggið en úr skurðinum hefði blætt mikið. Lögreglan hefði komið á vettvang og hann vísað henni á hnífin n sem starfsmaður hostelsins hefði farið með eftir atvikið. A kvaðst hafa verið staddur hér á landi er atvik áttu sér stað og hafa búið hjá sínum Tom. Umrætt kvöld hafi Tonin, sem hann hafði hitt tvisvar áður, komið og spurt eftir Tom sem ekki hafi 7 v erið heima. Kvaðst vitnið hafa tekið niður símanúmer Tonins. Þegar Tom hafi komið heim einhverju síðar hafi hann hringt í Tonin. Kvaðst vitnið ekki hafa hlustað á símtalið. Tom hafi síðan ætlað út á bílnum en vitnið boðist til að aka enda hefði Tom verið u B verið fyrir utan húsið og komið með þeim. Þegar á leiðarenda var komið kvaðst vitnið hafa séð Tonin koma hlaupandi á mót i þeim með hníf í hendi. Þá hefði hann séð Tom með hafnaboltakylfu og hefði komið til átaka og allt gerst mjög hratt. Nánar spurður kvaðst vitnið ekki hafa séð Tom með kylfuna í bílnum. Hafi hann verið að fylgjast með ákærða Tonin allan tímann. Kvaðst hann því ekki geta lýst átökunum frekar. Hann hafi síðan farið út úr bílnum og hlaupið skelfdur burt. B kvaðst hafa verið í göngutúr þegar Tom og vinur hans hefðu komið akandi. Hann hafi farið með þeim í bíltúr en ekki vitað hvert förinni væri heitið. Þeir ha fi stöðvað bílinn og hafi vitnið þá séð Tonin með stóran hníf. Þá hafi Tom slegið Tonin með hafnaboltakylfu í varnarskyni en hann hafi ekki séð hvar höggið lenti. Vitnið kvaðst einnig hafa séð Tonin reyna að beita hnífnum. Hann kvaðst aðspurður ekki hafa s éð kylfuna í bílnum áður en komið var á leiðarenda. Lögreglu maður D lýsti aðkomu sinni að málinu en hann hafi sinnt útkalli ásamt félaga sínum. Í fyrstu hafi verið óljóst hvað gerst hefði en tvær tilkynningar hefðu borist. Sú fyrri um að maður hefði verið barinn í höfuðið með hafnaboltakylfu og hin síðari um að menn tengdir atvikinu væru við söluturninn aft í hótunum við hann. Hafi hann viljað verja sig. Á vettvangi við hostelið hafi ákærði Tonin verið og sjúkraflutningamenn hafi hlúð að honum. Lagt hafi verið hald á hnífinn, sem var í eldhúsi hostelsins. Einnig hafi verið lagt hald á kylfu sem notuð hafð i verið til að berja ákærða Tonin í höfuðið. Kvað vitnið sér hafa virst sem eitthvert uppgjör hefði verið í gangi á milli ákærðu. Lögreglumaður nr. E kvaðst hafa farið á vettvang og atvik hefðu í fyrstu verið óljós en skýrst er á leið. Hafi vitnið rætt vi ð ákærða Tonin en hann hafi verið ágætlega áttaður þrátt fyrir höfuðhögg. Hann hafi ekki verið æstur en ekki kært sig um afskipti lögreglunnar og viljað leysa málin með sínum hætti. Lögreglumaður nr. F kvaðst hafa farið á slysadeild og rætt við ákærða Ton in sem hefði sagst hafa vitað af því að ákærði Tom væri að koma og hefði hann ætlað að taka á móti honum. Hafi hann ekkert verið að fela að svo hefði verið. Kannaðist vitnið við að hann hefði haft á orði í lögreglubifreiðinni að hann ætlaði að sjá um þessi mál með sínum hætti og hefna sín á ákærða Tom. C , sérfræðingur á slysa og bráðadeild, fór yfir helstu atriði læknisvottorð síns vegna komu ákærða Tonins. Hafi hann verið ágætlega áttaður og sjálfur lýst einkennum sem gátu samrýmst heilahristingi. Þá hefði hann sagst hafa drukkið áfengi en rödd hans hefði ekki verið drafandi. Hafi verið talið óhætt að senda hann heim eftir að skurður á höfði hafði verið saumaður saman. Kæmi hann væntanlega til með að bera ör til framtíðar. Kvað læknirinn sér ekki vera kunnugt um frekari afleiðingar, en ákærða hefði verið ráðlögð eftirfylgni. III. Niðurstaða Í málinu liggur fyrir að til átaka kom á milli ákærðu utandyra framan við . Ákærða Tom Dedaj er gefin að sök sérlega hættuleg líkamsárás á ákærða Tonin Zefi, sem er ákærður fyrir tilraun til sérlega hættulegrar líkamsárásar á þann fyrrnefnda. Um aðdraganda að því sem gerðist ber ákærðu ekki saman og saka þeir hvor annan um að hafa haft uppi formælingar og hótanir í sinn garð í símtali skömmu áður, sem þeir hafi tekið alvarlega. Hvað sem því líður liggur fyrir að strax í kjölfar samtalsins ákvað ákærði Tom að fara að dvalarstað ákærða Tonins. Með honum í för voru, sem fyrr segir, vitnin A og B Þá liggur fyrir að ákærði Tonin átti von á Tom og beið hans vopnaður hn íf utandyra við . Í málinu liggur fyrir upptaka af því sem gerðist í framhaldinu. Á henni sést er bifreið ákærða Toms er ekið inn á bifreiðastæði og situr hann í framsæti farþegamegin en ökumaður er vitnið A. Þá 8 situr vitnið B í aftursætinu. Sést er ákæ rði Tom snarast umsvifalaust út þegar bifreiðin stöðvast með hafnaboltakylfu sem hann reiðir hátt til höggs með báðum höndum. Þá sést ákærði Tonin ganga greitt á móti ákærða Tom með stóran hníf í hægri hendi. Ákærði Tom slær Tonin með hafnaboltakylfunni og Tonin leggur til Toms með hnífnum í tvígang, en hann hörfar og missir kylfuna á hlaupum. Átökin voru snörp og stóðu yfir í örstutta stund og komu vitnin A og B út úr bifreiðinni en héldu sig til hlés. Tók ákærði Tonin kylfuna upp og gekk nokkur skref og h orfði á ákærða Tom en lét svo þar við sitja. Ákærði Tom hefur viðurkennt að hafa beitt ákærða Tonin ofbeldi með þeim hætti sem lýst er í ákæru. Sannað er með játningu ákærða Toms og öðrum gögnum málsins að hann hafi gerst sekur um það brot sem honum er ge fið að sök. Fyrir liggur læknisvottorð sem staðfestir að ákærði Tonin hafi hlotið þá áverka sem þar greinir. Ekki eru efni til þess að véfengja að ákærði hafi einnig fengið heilahristing, þó vægur hafi verið, enda sennileg afleiðing af höfuðhöggi með hafna boltakylfu. Brot ákærða er rétt heimfært til refsiákvæðis í ákæru en það að beita hafnarboltakylfu með þeim hætti sem ákærði gerði er stórhættuleg aðferð og til þess fallin að valda miklum skaða. Ákærði Tom hefur borið því við að verknaðurinn hafi verið un ninn í neyðarvörn og sé háttsemi hans því refsilaus samkvæmt 1. mgr. 12. gr. almennra hegningarlaga. Dómurinn metur framburð ákærða Toms á heildina litið mjög ótrúverðugan og mótsagnakenndan, ekki síst um tilgang þess að fara á dvalarstað Tonins. Þá voru skýringar hans á hafnaboltakylfunni í bifreiðinni sömuleiðis ótrúverðugar. Jafnframt er ótrúverðugur framburður vitnanna A og B um að þeir hafi ekki orðið varir við kylfuna í bifreiðinni. Telur dómurinn engan vafa leika á því að ákærði Tom var í árásarham og að fyrir honum hafi vakað að veita ákærða Tonin ráðningu. Breytir þar engu þó að hann hafi séð ákærða á vettvangi með hnífinn, eins og glögglega sést á upptökunni. Hafði ákærði tök á því að hverfa frá en sjálfur hefur hann borið að hann hafi á leið sinn i úr bílnum séð ákærða Tonin sitja fyrir utan hostelið og hnífinn í höndum hans. Samkvæmt því sem að framan greinir verður árás ákærða Toms ekki réttlætt með neyðarvörn sem nauðsynleg hafi verið til þess að afstýra yfirvofandi árás. Verður því ekki fallist á að skilyrði 1. mgr. 12. gr. almennra hegningarlaga séu uppfyllt. Af sömu ástæðum kemur 2. mgr. 12. gr. ekki til álita í málinu. Verður ákærði sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. Ákærði Tonin hefur sömuleiðis borið fyrir sig neyðarvörn en að auki kveðst hann ekki hafa haft ásetning til að skaða ákærða Tom. Eins og áður segir bar ákærði Tonin að hann hefði vænt komu ákærða Toms. Kvaðst hann aðspurður ekki hafa leynt hnífnum þegar ákærða bar að garði. Að mati dómsins var framburður ákærða Tonins trúverðugur um atvik á vettvangi og samrýmist hann því sem sjá má á fyrirliggjandi upptöku. Á henni sést svo ekki verður um villst að ákærði Tonin leggur til ákærða Toms með hnífnum nánast á sama tíma og ákærði Tom réðst á hann með hafnaboltakylfunni. Hlaut ákærða að vera ljóst að sú háttsemi hans að leggja til manns sem var í návígi við hann, með stórum hníf, var stórhættuleg aðferð og til þess fallin að valda miklu líkamstjóni. Verður brot hans því heimfært undir 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 20. gr. sömu laga. Dómurinn fellst ekki á að verknaðurinn hafi verið ákærða refsilaus samkvæmt 1. mgr. 12. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði hafði fleiri en eitt tækifæri til þess að koma sér hjá því að hitta ákærða Tom umrætt sinn en kaus að nota það ekki. Þá var hann staddur við hostelið þar sem fleira fólk var og gat leitað sér hjálpar. Vera kann að ætlun hans með því að hafa hníf við höndina hafi verið sú að aftra ákærða Tom frá því að veitast að sér en engu að síður var ha nn reiðubúinn í átök ef til kæmi, eins og raun bar vitni. Breytir hér engu þó hann hafi ekki fylgt ákærða Tom eftir er hann hörfaði. Voru skilyrði neyðarvarnar samkvæmt framansögðu ekki uppfyllt. Þá kemur 2. mgr. 12. gr. ekki til álita. IV. Ákærði Tom hef ur samkvæmt framlögðu sakavottorði ekki áður gerst sekur um ofbeldisbrot. Þann 11. júlí 2019 gekkst hann undir lögreglustjórasátt fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og var gert 9 að greiða 130.000 króna sekt. Brot ákærða er framið eftir þann tíma og verður honum dæmdur hegningarauki við sáttina. Við ákvörðun refsingar horfir til þyngingar að atlaga ákærða var ofsafengin og hættuleg þrátt fyrir að líkamstjón hefði ekki orðið meira en raun bar vitni. Árásin var til þess fallin að valda brotaþola miklu líkamst jóni og hefði hæglega getað farið verr. Verður litið til 1., 3. og 6. tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga við ákvörðun refsingar. Að framangreindu virtu og með vísan til 78., sbr. 77. gr., almennra hegningarlaga þykir hæfileg refsing ákærða vera fan gelsi í tíu mánuði en fresta skal fullnustu sjö mánaða refsingarinnar og hún falli niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Með vísan til lagaákvæðis í ákæru skal ákærði sæta uppt öku á hafnarboltakylfu sem lögregla lagði hald á undir rannsókn málsins. Ákærði Tonin hefur ekki áður gerst sekur um refsivert brot svo vitað sé. Refsirammi fyrir tilraun er hinn sami og fyrir fullframið brot og eru skilyrði refsilækkunar samkvæmt 2. mgr. 20. gr. almennra hegningarlaga ekki uppfyllt. Við ákvörðun refsingar horfir til þyngingar að ákærði beitti hættulegu vopni og skeytti ekki um afleiðingar þess. Vísast í þessu sambandi til 1., 3. og 6. tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Þá lítur d ómurinn til atvika í aðdraganda þess að ákærði lagði til ákærða Toms með hnífnum, en komist er að þeirri niðurstöðu að sá síðarnefndi hafi átt upptökin að því sem gerðist með því að hrinda af stað þeirri atburðarás sem áður er lýst. Auk þess er litið til þ ess að ákærði Tom kom í bifreið við þriðja mann en í því fólst ögrun eins og það horfði við ákærða Tonin. Framangreint verður því virt honum til refsilækkunar og litið til sérreglu 3. mgr. 218. gr. c í almennum hegningarlögum. Þykja efni standa til að beit a seinni málslið ákvæðisins þó að ákærði hafi verið sakfelldur fyrir tilraun en ekki fullframið brot. Hafa dómstólar auk þess heimildir til að beita ólögmæltum meginreglum við ákvörðun refsingar og m.a. líta til atvika máls. Að öllu framangreindu virtu þyk ir hæfileg refsing ákærða vera fangelsi í sex mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Með vísan til lagaákvæðis í ákæ ru skal ákærði sæta upptöku á hníf sem lögregla lagði hald á undir rannsókn málsins. Ákærði Tonin, sem jafnframt er brotaþoli í málinu, á rétt á miskabótum úr hendi ákærða Toms á grundvelli 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Fyrir liggur að hann mun til langframa bera ör á enni eftir árásina. Varakrafa ákærða Toms um sýknu af einkaréttarkröfu verður skilin svo að hún sé reist á eigin sök brotaþola. Á það fellst dómurinn ekki enda er komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi ekki átt upptökin að þe irri atburðarás sem áður er rakin. Þykja miskabætur til brotaþola því hæfilega ákveðnar 200.000 krónur með vöxtum eins og í dómsorði greinir. Þá ber ákærða Tom að greiða málskostnað við að halda bótakröfunni fram, en hann þykir hæfilega ákveðinn 180.000 kr ónur auk vaxta eins og nánar greinir í dómsorði. Ákærði Tom greiði málsvarnarlaun verjanda síns, Elvu Óskar Wium lögmanns, og annan sakarkostnað sem til féll vegna öflunar læknisvottorðs eins og nánar greinir í dómsorði. Ákærði Tonin greiði málsvarnar laun verjanda síns, Arnars Kormáks Friðrikssonar lögmanns, eins og nánar greinir í dómsorði. Við ákvörðun málsvarnarlauna lögmanna var höfð hliðsjón af tímaskýrslum þeirra og vinnu á rannsóknarstigi sem til féll hjá verjanda ákærða Tonins. Litið er til re glna Dómstólasýslunnar nr. 11/2018. Sigríður Hjaltested héraðsdómari kveður upp dóm þennan. 10 D ó m s o r ð : Ákærði, Tom Dedaj, sæti fangelsi í tíu mánuði en fresta skal fullnustu sjö mánaða refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Ákærði greiði Tonin Zefi 200.000 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 7. júlí 2019 til 3. október 2019 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags og 180.000 krónur í málskostnað. Ákærði sæti upptöku á hafnarboltakyflu. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Elvu Óskar Wiium lögmanns, 758.880 krónur, og 42.300 krónur í annan sakarkostnað. Ákærði, Tonin Zefi, sæti fangelsi í sex mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarla ga nr. 19/1940 . Ákærði sæti upptöku á hníf. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Arnars Kormáks Friðrikssonar lögmanns, 927.520 krónur.