LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 18. júní 2021. Mál nr. 232/2020 : A ( Ómar R. Valdimarsson lögmaður ) gegn íslenska ríki nu ( Óskar Thorarensen lögmaður) Lykilorð Skaðabætur. Gæsluvarðhald. Málsástæða. Útdráttur A höfðaði mál gegn Í og krafðist miskabóta vegna gæsluvarðhalds sem honum var gert að sæta í um tvo sólarhringa. Héraðsdómur sýknaði Í af kröfum A þar sem talið var að hann hefði stuðlað að því gæsluvarðhaldi sem hann sætti auk þess sem ekki var fallist á að gæsluvarðhaldið hefði staðið yfir lengur en efni stóðu til. Í dómi Landsréttar kom fram að tilefni þess að A var gert að sæta gæsluvarðhaldi hefði meðal annars verið grunur um að hann hefði ásamt öðrum tekið nánar tilgreinda bifreið ófrjálsri hendi. Upplýst hefði verið við meðferð málsins fyrir Landsrétti að A hefði hlotið refsidóm fyrir þá háttsemi á grundvelli játningar. Væri því ekki fullnægt skilyrðum um greiðslu bóta samkvæmt 1. og 2. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Þá var talið að málsástæða A er laut að aðstæðum meðan á gæsluvarðhaldinu stóð væri of seint fram borin og því væru ekki skilyrði til þess að hún kæmi til álita. Með hliðsjón af framangreindu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms var hann staðfestur um sýknu Í. Dómur Landsréttar Mál þett a dæma landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson , Ragnheiður Harðardóttir og Símon Sigvaldason . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjand i lagði fram áfrýjunarstefnu innan áfrýjunarfrests en var synjað um útgáfu hennar þar sem hún var ekki í réttu h orfi, sbr. 1. málslið 3. mgr. 155. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Í kjölfar frests sem veittur var samkvæmt 2. málslið 3. mgr. sömu lagagreinar var endurbætt stefna útgefin 21. apríl 2020. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 18. mars 2020 í málinu nr. E - [...] /2019 . 2 Áfrýjandi krefst þess aðallega að stefndi verði dæmdur til að greiða honum bætur að fjárhæð 2.500.000 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 2. janúar 2018 til dómsuppsögu en með dráttarvöxtum 2 samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. og 12. gr., sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. yrir Landsrétti. 3 Stefndi krefst þess aðallega að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur auk málskostnaðar fyrir Landsrétti en til vara að stefnukrafa verði lækkuð og að málskostnaður verði felldur niður. Niðurstaða 4 Eins og nánar er rakið í hinum áfrýjaða dómi varðar sakarefni málsins það álitaefni hvort áfrýjandi eigi rétt á bótum samkvæmt 2. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála vegna gæsluvarðhalds sem honum var gert að sæta 2. til 4. janúar 2018. Af ú rskurði Héraðsdóms Reykjaness 2. janúar 2018 um gæsluvarðhaldsvistina er ljóst að tilefni þess að honum var gert að sæta gæsluvarðhaldi var meðal annars grunur um að hann hefði ásamt öðrum tekið bifreiðina [...] ófrjálsri hendi. 5 Upplýst var við meðferð mál sins hér fyrir dómi að áfrýjandi hefði með dómi Héraðsdóms Reykjaness [...] 2020 í máli nr. S - [...] /2020 verið dæmdur í máli samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 til að sæta fangelsi í fjóra mánuði, meðal annars fyrir að hafa ásamt öðrum manni tekið fyrrgrei nda bifreið [...] í [...] og ekið henni í heimildarleysi 1. janúar 2018. Var þessi háttsemi hans færð undir 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Við aðalmeðferð málsins hér fyrir dómi var upplýst af hálfu lögmanns hans að dómi þessum hefði ekki verið áfrýjað til Landsréttar. 6 Samkvæmt framangreindu liggur fyrir að áfrýjandi játaði að hafa framið það brot sem var meðal annars tilefni fyrrgreindrar gæsluvarðhaldsvistar hans 2. til 4. janúar 2018. Þegar af þeim sökum er ljóst að ekki er fullnægt því skilyrði 1. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008 um greiðslu bóta samkvæmt 2. mgr. sömu lagagreinar að mál hans hafi verið fellt niður eða hann sýknaður með endanlegum dómi. 7 Í greinargerð til Landsréttar byggir áfrýjandi meðal annars á því að gæsluvarðhald málflutning hér fyrir dómi var nánar að þessu vikið og meðal annars á því byggt að áfrýjandi hefði ekki fengið læknisaðstoð meðan á gæsluvarðhaldsvistinni stóð. Stef ndi mótmælti þessari málsástæðu sem of seint fram kominni. Af stefnu til héraðsdóms verður ekki ráðið að áfrýjandi hafi byggt á þessari málsástæðu en þar segir eingöngu fyrir henn framangreinds er fallist á að þessi málsástæða áfrýjanda sé of seint fram borin og að ekki séu skilyrði til að hún komi til álita hér fyrir dómi , sbr. 5. mgr. 101. gr. og 2. mgr. 1 63 . gr. laga nr. 91/1991. 3 8 Samkvæmt framangreindu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur. 9 Eftir þessum úrslitum og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður áfrýjandi dæmdur til að greiða stefnda m álskostnað fyrir Landsrétti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, A , greiði stefnda, íslenska ríkinu, 300.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 18. mars 2020 ríkinu. Stefnandi krefst þess aðallega að stefnda verði gert að greiða honum 2.500.000 krónur í miskabætur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/200 1 um vexti og verðtryggingu frá 2. janúar 2018 til dómsuppsögu, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Til vara er þess krafist að stefnda verði gert að greiða stefnanda lægri fjárhæð að áliti dómsins. Þá er í báðum tilvikum krafist málskostnaðar eins og mál þetta væri eigi gjafsóknarmál. Stefndi krefst aðallega sýknu og málskostnaðar úr hendi stefnanda, en til vara að stefnukrafa verði lækkuð verulega og málskostnaður látinn falla niður. I Helstu málsatvik M ál þetta verður rakið til þess að hinn 1. janúar 2018, kl. 18:20, barst lögreglu tilkynning um innbrot sem voru fyrir utan verkstæðið. Eigandi verkstæð isins fór sjálfur að leita að bifreiðunum og fann eina iðinni og gerði sig líklegan til þess að fara yfir í hina bifreiðina. Þegar tilkynnandi gaf sig á tal við hann hljóp hann - bifreiðinni og það reyndist vera stefnandi. Hann var handtekinn við fundust munir sem lögregla taldi vera þýfi. Við skýrslutöku hjá lögreglu 2. janúar 2018 tók stefnandi fram að hann hefði verið beðinn um að færa i ekki segja frá því hver hefði beðið hann um þetta þar sem hann vildi ekki lenda í vandræðum eða hefndaraðgerðum. Fram kom að viðkomandi hefði að minnsta kosti verið með eina aðra bifreið í umráðum sínum. Þá kom meðal annars fram að viðkomandi hefði fengi ð játandi og aðspurður um hvers vegna sími tímapunkti og svaraði hann því játandi og tók fram að þeir hefðu verið heillengi að rú nta um á bílnum, en hann að verið að mestu sofandi. Aðspurður um þá muni sem stefnandi vissi hvaðan komu sagði stefnandi: ýmissa fíkniefna og lyfja fyrir a ksturinn, hefði meðal annars tekið [...] rétt fyrir aksturinn. Hann staðfesti að hann hefði fundið fyrir áhrifum við aksturinn og að hann væri ökuréttindalaus. Þá svaraði stefnandi 4 ýmsum spurningum um þá muni sem fundust í bifreiðinni og upplýsti að B hefð i stolið tilteknum munum á meðan stefnandi hefði verið hálfsofandi í farþegasætinu. Hann kvaðst ekki vita hvaðan ýmsir aðrir munir sem fundust í bifreiðinni væru komnir. Stefnandi tók fram að hann hefði ekki stolið bílunum og væri fastur í aðstæðum sem han n væri að reyna að losna úr. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness 2. janúar 2018 í máli nr. R - [...]/2018 var fallist á kröfu lögreglunnar um að stefnandi sætti gæsluvarðhaldi og einangrun til kl. 16:00 hinn 5. janúar 2018. Talið var að stefnandi lægi undir rökstuddum grun um að hafa brotið gegn 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og að hann gæti torveldað rannsókn málsins héldi hann óskertu frelsi, sbr. a - lið 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og 1. mgr. 99. gr. sömu laga. Tekin var skýrsla af stefnanda hjá lögreglu 4. janúar 2018. Hann tók þar meðal annars fram að hann ndi hefði ekki vitað hvað stæði far - - bifreið í stefnandi hefði ásamt B hitt mann að nafni C fyrir leystur úr gæsluvarðhaldi. Með bréfi 4. maí 2018 var stefnanda tilkynnt að rannsókn á máli nr. 007 - 2018 - meintan nytjastuld hefði verið felld niður að því er varðaði hans þátt í bro tinu. Stefnandi krafðist bóta frá stefnda vegna þess gæsluvarðhalds sem hann sætti með bréfi 17. desember 2018. Þessu erindi var hafnað með bréfi stefnda 3. apríl 2019 með vísan til þess að stefnandi ætti ekki rétt á bótum þar sem hann hefði sjálfur valdið og stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisti kröfu sína á, sbr. 2. málsl. 2. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008. II Helstu málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi byggir aðalkröfu sína á því að hann hafi að ósekju sætt gæsluvarðhaldi frá 2. til 5. janúar 2018, en varakröfu á því að gæsluvarðhaldið hafi staðið lengur en efni stóðu til. Tekið er fram að frelsissvipting í þágu rannsóknar sakamáls á grundvelli laga nr. 88/2008 sé alvarleg skerðing á mannréttindum. Samkvæmt 1. og 2. mgr. 246. gr. sömu laga eig i einstaklingur rétt á skaðabótum fyrir fjárhagslegt tjón og miska vegna aðgerða samkvæmt IX. til XIV. kafla laganna, þar með talið vegna gæsluvarðhalds, komi í ljós að sakargiftir sem á hann hafi verið bornar reynist ekki réttar eða sönnun hafi ekki tekis t um þær. Komi aðeins til álita að lækka bætur eða fella þær niður hafi sakborningur sjálfur valdið eða stuðlað að því að til aðgerða hafi verið gripið gagnvart honum eða þeim viðhaldið, sbr. 2. málslið 2. mgr. 246. gr. laganna, en það eigi ekki við í tilv iki stefnanda. Líta verði til þess að með gildistöku laga nr. 88/2008 hafi skilyrði fyrir bótum verið rýmkuð frá því sem gilti samkvæmt eldri lögum nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Hafi áskilnaður um að ekki hafi verið nægilegt tilefni til aðgerða l ögreglu meðal annars verið felldur á brott, sbr. a - og b - liði 176. gr. laga nr. 19/1991. Orðalag 1. og 2. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008 sé nú afdráttarlaust og þar mælt fyrir um hlutlægan bótarétt að uppfylltum nánar tilgreindum skilyrðum. Rannsókn lögreg lu vegna meints brots stefnanda hafi verið felld niður, en sú rannsókn hafi verið ástæða þess að hann sat í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna frá 2. til 5. janúar 2018. Það samrýmist ekki grundvallarhugsuninni um réttarríki að úrskurða stefnan da í gæsluvarðhald, eins og hafi verið gert, enda hafi hann strax í upphafi skýlaust játað akstur án ökuréttinda og undir áhrifum fíkniefna. Þá hafi stefnandi gert lögreglunni ljóst að hann hefði ekki átt neinn þátt í þeim þjófnaði sem hann var grunaður um . Hafi því strax á fyrsta degi rannsóknar legið fyrir að stefnandi væri ekki sekur um þá háttsemi sem hefði verið grundvöllur gæsluvarðhaldsins. Stefnandi hafi setið saklaus í gæsluvarðhaldi í fjóra daga og hafi það valdið honum miska sem felist í mannorð smissi, þjáningum og óþægindum vegna framangreindrar rannsóknar, frelsissviptingar og málaferla. Frelsissvipting sem þessi sé alvarleg skerðing á mannréttindum, auk þess sem hún sé mikil 5 andleg þrekraun. Þá hafi stefnandi sætt einangrun á gæsluvarðhaldstím anum, heimsóknarbanni, bréfaskoðun og fjölmiðlabanni. Stefnandi krefst aðallega 2.500.000 króna í miskabætur, en til vara er byggt á því að jafnvel þó að gæsluvarðhaldið verði ekki talið hafa verið að tilefnislausu frá upphafi hafi það staðið lengur en n auðsynlegt hafi verið og beri að greiða honum bætur að álitum. Lögreglu hafi strax við upphaf rannsóknar mátt vera ljóst að rannsóknarhagsmunir væru ekki lengur fyrir hendi. Um lagarök vísar stefnandi meðal annars til XXXIX. kafla laga nr. 88/2008, einku m 1. og 2. mgr. 246. gr. laganna, 67., 70. og 71. gr. stjórnarskrárinnar, sem og 5. gr. og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. III Helstu málsástæður og lagarök stefnda Stefndi vísar til þess að stefnandi hafi verið grunaður um nyt jastuld og þjófnað. Mál vegna þessa hafi fengið málsnúmerið 007 - 2018 - verið tilkynnt að rannsókn á meintum nytjastuldi hans hefði verið hætt. Tekið er fram að til rannsóknar hjá lögregl u hafi einnig verið tvö önnur mál sem vörðuðu stefnanda. Annars vegar mál nr. 007 - 2018 - varðaði meintan þjófnað stefnanda, brot á lyfjalögum, akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna og akstur án ökuréttinda, en það sé enn til meðferðar hjá ákærusvi ði embættisins. Hins vegar mál nr. 007 - 2018 - handtöku en hann hafi ekki réttarstöðu sakbornings í því máli. Tekið er fram að uppi hafi verið rö kstuddur grunur um nytjastuld stefnanda og þátttöku hans í stórfelldum þjófnaði þrátt fyrir neitun hans, auk þess sem hann hafi viðurkennt akstur undir áhrifum vopnum hafi verið stolið og hafi vaknað grunur lögreglu um þátttöku hans í þeim verknaði. Í skýrslutöku hjá lögreglu hafi stefnandi viðurkennt að hann hefði verið beðinn um að færa bifreiðina en neitað að upplýsa hver hefði óskað eftir því. Hann hafi svara ð því aðspurður að þeir hefðu verið tveir í bifreiðinni en ekki viljað upplýsa hver hefði verið með honum. Þá hafi stefnandi ekkert sagst vita um þá muni sem fundust í bifreiðinni utan nokkurra sem hann sagði félaga sinn hafa stolið. Hann hafi greint frá þ ví að hafa verið í bifreiðinni á meðan samverkamaður hans, sem hann nafngreindi, stal hluta þeirra muna sem þar fundust. Þó stefnandi hafi neitað að hafa átt þátt í nytjastuldi og þjófnaði hafi verið ljóst af framburði hans að hann vissi meira en hann lét tal við félaga hans, en sú hegðun hafi eðlilega fellt á hann grun um þátttöku í umræddu broti. Rannsóknin hafi verið á frumstigi og verið ljóst að sakborning ar væru fleiri en vitað væri um. Hafi því augljóslega verið mikil hætta á að stefnandi gæti torveldað rannsóknina gengi hann laus og verið nauðsynlegt að krefjast gæsluvarðhalds. Þá hafi Héraðsdómur Reykjaness fallist á að skilyrði a - liðar 1. mgr. 95. gr. og b - liðar 1. mgr. 99. gr. laga nr. 88/2008 væru uppfyllt. Stefnandi hafi verið leystur úr gæsluvarðhaldi að lokinni skýrslutöku um kl. 13:00 hinn 4. janúar 2018. Á meðan hann sætti gæsluvarðhaldi hafi verið unnið að rannsókn málanna þriggja. Innbrotsvet tvangur hafi meðal annars verið rannsakaður, ætlað þýfi verið myndað og rannsakað og húsleit farið fram á heimili eins sakborninga. Annar sakborningur í málinu hafi verið handtekinn rétt fyrir miðnætti 1. janúar 2018 og verið yfirheyrður 2. janúar, eins og stefnandi. Hinn 4. janúar 2018 hafi þriðji aðilinn síðan verið handtekinn. Að þessu virtu hafi stefnanda ekki verið haldið í gæsluvarðhaldi lengur en efni stóðu til. Áréttað er að stefnandi hafi enn réttarstöðu sakbornings í máli nr. 007 - 2018 - rði meintan þjófnað, akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna, akstur án ökuréttar og brot gegn lyfjalögum. Séu skilyrði 1. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008 því ekki uppfyllt, en líta þurfi á framangreind mál sem eina heild. Þá er byggt á því að stefnandi ha fi sjálfur valdið og stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisir kröfu sína á og eigi því ekki rétt á bótum, sbr. 2. málsl. 2. mgr. 246. gr. sömu laga. Því til stuðnings vísast til framangreinds og er lögð áhersla á að stefnandi hafi ekið bifreið sem hann vis si að væri stolin undir áhrifum fíkniefna og leynt vitneskju sinni um málsatvik. Stefnandi hafi verið handtekinn á stolinni bifreið, ökuréttindalaus og undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Hann hafi neitað að upplýsa hver hefði afhent honum bifreiðina og 6 jaf nframt sagst ekkert vita um muni sem fundust í bifreiðinni utan nokkurra sem væru stolnir. Samkvæmt framangreindu hafi verið uppi rökstuddur grunur um að stefnandi hefði meðal annars gerst sekur um brot gegn 244. gr. almennra hegningarlaga sem varði fangel sisrefsingu allt að sex árum. Vegna rannsóknarhagsmuna hafi verið nauðsynlegt að úrskurða stefnanda í gæsluvarðhald svo hann gæti ekki torveldað rannsóknina, enda ljóst að fleiri hefðu komið að málinu en þeir tveir sem voru handteknir í upphafi. Það hafi e kki verið fyrr en í skýrslutöku 4. janúar 2018 sem stefnandi hafi greint frá málavöxtum og að því loknu hafi hann verið leystur úr haldi. Því er mótmælt að stefndi beri skaðabótaábyrgð samkvæmt öðrum réttarheimildum, þar með talið stjórnarskránni, mannr éttindasáttmálanum, almennu sakarreglunni og 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Þá séu sjónarmið um þetta vanreifuð í stefnu. Aðgerðir lögreglu hafi byggst á málefnalegum sjónarmiðum og verið að fullu í samræmi við lagaheimildir. Því er mótmælt að stefnand i hafi orðið fyrir mannorðsmissi, þjáningum og óþægindum vegna rannsóknar lögreglu, frelsissviptingar og málaferla. Þá séu ekki skilyrði Varakrafa um lækkun kröfu stefnanda er studd við framangreindar málsástæður og lö gð áhersla á að stefnukrafa sé allt of há. Lækka beri bætur þar sem stefnandi hafi valdið og stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisi kröfu sína á, sbr. 2. málsl. 2. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008. Ekki séu uppfyllt skilyrði til að dæma bætur samkvæmt 26. g r. skaðabótalaga eða öðrum reglum skaðabótaréttar og beri í öllu falli að lækka kröfu stefnanda verulega vegna eigin sakar hans. IV Niðurstaða Stefnandi krefst í máli þessu miskabóta vegna gæsluvarðhalds sem hann sætti frá 2. til 4. janúar 2018. Krafan er aðallega byggð á 1. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008, sbr. áður 1. mgr. 228. gr. sömu laga. Samkvæmt lagaákvæðinu á maður, sem borinn hefur verið sökum í sakamáli, rétt til bóta úr hendi stefnda ef mál hans er fellt niður eða hann hefur verið sýknaður með endanlegum dómi, án þess að það hafi verið gert vegna þess að hann var talinn ósakhæfur. Í 2. mgr. ákvæðisins er tekið fram að dæma skuli bætur v egna aðgerða samkvæmt IX. til XIV. kafla laganna ef skilyrði fyrstu málsgreinar eru fyrir hendi. Þar er þó einnig tekið fram að fella megi niður bætur eða lækka þær ef sakborningur hefur valdið eða stuðlað að þeim aðgerðum sem krafa hans er reist á. Það liggur fyrir að stefnandi var að kvöldi 1. janúar 2018 handtekinn í bifreið sem hafði verið stolið ásamt tveimur öðrum frá verkstæði og fundust í henni munir sem lögregla taldi vera þýfi. Stefnandi gaf skýrslu hjá lögreglu 2. janúar og kom fram að hann hef ði verið beðinn um að færa umrædda bifreið, en hann vildi hins vegar ekki nafngreina þann aðila sem afhenti honum bifreiðina. Hann veitti upplýsingar um nokkra muni sem fundust í bifreiðinni, en kvaðst ekkert vita um aðra. Samkvæmt þessu var stefnandi grun aður um aðild að máli sem varðaði nytjastuld á þremur bifreiðum, þar með talið þeirri bifreið sem hann ók þegar hann var handtekinn. Ráðið verður af gögnum málsins að málið hafi verið nr. 007 - 2018 - á 2. janúar 2018 verður ráðið að stefnandi hafi jafnframt verið grunaður um aðild að máli, sem var nr. 007 - 2018 - reist á því að hann lægi undir rökstuddum grun um brot gegn 244. gr. almennra hegningarlaga vegna þessara tveggja mála og að brýnt væri vegna rannsóknarhagsmuna að hann sætti gæsluvarðhaldi. Með úrskurði héraðsdóms var stefnanda, eins og áður greinir, gert að sæt a gæsluvarðhaldi og einangrun allt til 5. janúar 2018 kl. 16:00, sbr. a - lið 1. mgr. 95. gr., sbr. 2. mgr. 98. gr., laga nr. 88/2008. Stefnandi var yfirheyrður í annað skipti hinn 4. janúar 2018, en að svo búnu var hann leystur úr haldi. Samkvæmt gögnum m álsins var stefnanda tilkynnt 4. maí 2018 að rannsókn á meintum nytjastuldi hefði verið felld niður, en um var að ræða mál nr. 007 - 2018 - ekki grunaður um aðild að máli sem varðar rannsókn á vopnum sem var stolið f liggja fyrir sem varða réttarstöðu stefnanda vegna þess máls að undanskildum fyrrgreindum úrskurði um gæsluvarðhald. Samkvæmt þessu verður að líta svo á að þau mál sem voru tilefni gæsluvarðhalds stefnanda hafi verið felld niður hvað hann varðar í skilningi 1. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008. Það getur engu um það breytt þó að stefndi hafi lagt fram gagn þar sem fram kemur að stefnandi hafi enn réttarstöðu sakbornings 7 í máli nr. 007 - 2018 - a án ökuréttinda undir áhrifum ávana - og fíkniefna, en sú háttsemi var ekki tilefni gæsluvarðhalds hans. Þá verður stefndi að bera hallann af óskýrleika hvað varðar meint brot stefnanda í því máli sem enn er til meðferðar hjá lögreglu. Eins og rakið hefu r verið sætti stefnandi gæsluvarðhaldi og einangrun frá 2. til 4. janúar 2018 eða í um tvo sólarhringa, sbr. XIV. kafla laga nr. 88/2008, en fram kom við munnlegan málflutning að tímalengd gæsluvarðhaldsins væri óumdeild. Bótaábyrgð samkvæmt 1. mgr. 246. g r. laga nr. 88/2008 er hlutlæg og verður réttur stefnanda til bóta ekki skertur þótt fullt tilefni hafi verið til aðgerða lögreglu gagnvart honum og lagaskilyrði fyrir þeim uppfyllt. Stefnandi á því rétt á bótum nema því verði slegið föstu að hann hafi val dið eða stuðlað að rannsóknaraðgerðum, sbr. 2. málslið 2. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008. Af hálfu stefnda hefur einkum verið vísað til þess að stefnandi hafi verið handtekinn þar sem hann ók stolinni bifreið án ökuréttinda og undir áhrifum ávana - og fíkni efna. Þá hafi hann neitað að upplýsa um hver hefði afhent honum bifreiðina og leynt upplýsingum sem vörðuðu málsatvik, en vegna þessa hafi hann sjálfur valdið því að honum var gert að sæta gæsluvarðhaldi. Að mati dómsins verður að líta til þess að þegar stefnandi var handtekinn ók hann bifreið sem hann vissi að hafði verið stolið fyrr um kvöldið án ökuréttinda og undir áhrifum vímuefna. Verður því að líta svo á að stefnandi hafi sjálfur stuðlað að handtöku sinni og þeirri frelsissviptingu sem henni fylgdi . Til þess er að líta að stefnandi viðurkenndi þessa háttsemi við fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu daginn eftir að hann var handtekinn. Þá tók hann jafnframt fram að maður sem hann vildi ekki nafngreina hefði beðið hann um að keyra bifreiðina í bílageymslu ákveðnu leyti frá aðkomu sinni að málinu, en neitaði aftur á móti að greina frá nafni þess manns sem hefði beðið hann um að færa bifreiðina umrætt sinn. Við skýrslutöku 4. janúar 2018 á meðan stefnandi sætti gæsluvarðhaldi skýrði hann með svipuðum hætti frá aðkomu sinni að málinu en gerði þó skýrari grein fyrir atburðarásinni. Þá nafngreindi stefnandi þan n mann sem hafði fengið hann til verksins og verður ekki annað séð en að hann hafi svarað öllum spurningum lögreglu. Líta verður til þess að lögregla hafði til rannsóknar mál sem varðaði þjófnað á þremur bifreiðum frá verkstæði að kvöldi 1. janúar 2018, au k þess sem þjófnaður á haglabyssum frá húsnæði í nágrenninu var talinn tengjast því máli. Stefnandi gat strax við skýrslutöku 2. janúar, áður en sett var fram krafa um gæsluvarðhald, upplýst lögreglu nánar um atvik og hver það hefði verið sem fékk hann til verksins. Hann kaus aftur á móti að veita ekki þær upplýsingar fyrr en við skýrslutöku hjá lögreglu 4. janúar og svaraði hann þá öllum spurningum sem fyrir hann voru lagðar, en að svo búnu var honum sleppt úr haldi. Þó að stefnanda hafi verið frjálst að n eita að svara spurningum lögreglu sem vörðuðu sakarefnið, sbr. 2. mgr. 64. gr. laga nr. 88/2008, þá mátti honum vera ljóst mikilvægi þess að veita lögreglu upplýsingar um málsatvik, þar með talið um þann aðila sem fékk stefnanda til þess að færa bifreiðina . Með vísan til framangreinds og að virtum öðrum atvikum málsins verður að líta svo á að stefnandi hafi stuðlað að því gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarhagsmuna sem hann sætti og hann krefst bóta fyrir í skilningi 2. málsliðar 2. mgr. 246. gr. laga nr. 88/20 08, sbr. til hliðsjónar dóma Hæstaréttar frá 16. júní 2010 í máli nr. 457/2009 og frá 12. október 2000 í máli nr. 175/2000. Stefnandi hefur jafnframt byggt á því að gæsluvarðhaldið hafi varað lengur en nauðsynlegt hafi verið. Svo sem áður greinir var ste fnanda sleppt úr haldi um leið og hann hafði svarað spurningum lögreglu við síðari skýrslutökuna 4. janúar 2018. Þá var útskýrt í skýrslum tveggja lögreglumanna fyrir dómi að unnið hefði verið með ýmsum hætti að rannsókn málsins á meðan á gæsluvarðhaldi st efnanda stóð. Að þessu virtu verður ekki fallist á að gæsluvarðhald stefnanda, sem varði í um tvo sólarhringa, hafi staðið yfir lengur en efni stóðu til og á hann ekki rétt til bóta á þeim grunni. Að þessu virtu verður hvorki fallist á aðalkröfu né vara kröfu stefnanda, sbr. 2. málslið 2. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008, og getur hún ekki heldur sótt stoð í 5. mgr. 67. gr. stjórnarskrárinnar sem ber að túlka í samræmi við almennar reglur skaðabótaréttar, þar með talið um eigin sök. Þá fær krafan ekki heldu r stoð í öðrum málsgreinum 67. gr., 70. eða 71. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 5. og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, eða öðrum reglum sem stefnandi hefur vísað til. Samkvæmt þessu verður stefndi sýknaður af kröfum stefnanda. Rétt þykir að málskostnaða r á milli aðila falli niður. Stefnandi nýtur gjafsóknar við rekstur málsins fyrir héraðsdómi samkvæmt 8 gjafsóknarleyfi útgefnu 5. mars 2019. Gjafsóknarkostnaður stefnanda, þar með talin þóknun lögmanns hans, Ómars R. Valdimarssonar, sem telst hæfilega ákveð in 700.000 krónur að teknu tilliti til virðisaukaskatts, greiðist úr ríkissjóði. Ásgerður Ragnarsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, íslenska ríkið, er sýkn af kröfum stefnanda, A. Málskostnaður fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hans, Ómars R. Valdimarssonar, að fjárhæð 700.000 krónur.