LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 30. apríl 2021. Mál nr. 41/2020 : Ákæruvaldið ( Stefanía G. Sæmundsdóttir saksóknari ) gegn Jóhann i Rúnar i Sigurðss yni og Heiðar i Þór Guðmundss yni ( Gísli Tryggvason lögmaður) Lykilorð Þjófnaður. Ávana - og fíkniefni. Akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Ökuréttarsvipting. Lögsaga. Skilorðsrof. Reynslulausn. Útdráttur J og H voru sakfelldir fyrir þjófnaðarbrot með því að hafa farið inn á athafnasvæði fiskvinnslufyrirtækis og tekið ófrjálsri hendi 70 málmeiningar a f óþekktri tegund. Þá var H sakfelldur fyrir vörslur ávana - og fíkniefna, meðal annars í sölu - og dreifingarskyni, og J sakfelldur fyrir akstur bifreiðar í átta skipti undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Brotin voru framin í mismunandi lögsagnarumdæmum og l á ekki fyrir ákvörðun ríkissaksóknara um að fela einum lögreglustjóra saksókn í málinu, sbr. 4. mgr. 24. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Þótti það ekki koma að sök og var tilgreindum ákæruliðum ekki vísað frá dómi af þeirri ástæðu. Við ákvörðun r efsingar var meðal annars litið til þess að þjófnaðarbrotið var framið í samverknaði, sbr. 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, og einnig litið til 8. töluliðar 70. gr. og 77. gr. sömu laga. Með brotum þeim sem J var sakfelldur fyrir rauf ha nn skilorð eldri dóms sem var tekinn upp og refsing dæmd í einu lagi. Var J gert að sæta fangelsi í fjóra mánuði og var hann sviptur ökurétti í fjögur ár og tvo mánuði frá birtingu dómsins að telja. Með hluta brotanna sem H var sakfelldur fyrir rauf hann s kilyrði reynslulausnar og var honum gerð refsing í einu lagi fyrir brotin, sbr. 1. mgr. 82. gr. laga um fullnustu refsinga nr. 15/2016, sbr. 60. gr. hegningarlaga og þótti refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í 10 mánuði. Þá voru hin haldlögðu fíkniefni H gerð upptæk. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Ásmundur Helgason , Ragnheiður Bragadóttir og Símon Sigvaldason . 2 Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 14. janúar 2020 í samræmi við yfirlýsingu ákærðu um áfrýjun. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 16. desember 2019 í málinu nr. S - /2019 . 2 Ákæruvaldið krefst þess að hafnað verði kröfum ákærðu um að tilgreindum ákæruliðum verði vísað frá dómi og að hinn áfrýjaði dómur verði staðf estur um sakfellingu ákærðu, upptöku fíkniefna og sviptingu ökuréttar ákærða Jóhanns Rúnars. Loks krefst ákæruvaldið þess að refsing ákærðu verði þyngd. 3 Ákærðu krefjast þess aðallega að 1., 2. og 5. tölulið ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu 19. febrúar 2019 verði vísað frá héraðsdómi. Til vara að ákærðu verði sýknaðir af 1. tölulið sömu ákæru og að þeim verði að öðru leyti gerð vægasta refsing og önnur viðurlög sem lög leyfa. Málsatvik og sönnunarfærsla 4 Ákærðu var með ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu 19. febrúar 2019 gefinn að sök í 1. tölulið ákærunnar þjófnaður, með því að hafa í auðgunarskyni farið inn á athafnasvæði sunnudaginn 26. mars 2017 og tekið ófrjálsri hendi 70 málmeiningar af óþekktri tegund og loftpressu. Var brotið talið varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærðu neituðu báðir sök samkvæmt þessum tölulið. Í 2. til 4. tölulið ákærunnar va r ákærða Jóhanni Rúnari gefinn að sök akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Varðaði ætlað brot ákærða samkvæmt 2. tölulið akstur í Innri - Njarðvík. Brot samkvæmt 3. og 4. tölulið vörðuðu aftur á móti akstur í umdæmi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu . Ákærði viðurkenndi akstur í umrædd skipti og að hann drægi ekki í efa magn efna í blóði, en neitaði sök á þeim grundvelli að honum væri heimilt samkvæmt læknisráði að taka inn fíkniefnið amfetamín, sem mælst hafi í blóði hans. 5 Þá var ákærða Heiðari Þór í 5. til 7. tölulið ákærunnar gefnar að sök vörslur ávana - og fíkniefna, meðal annars í sölu - og dreifingarskyni. Fram kemur í ákærunni að brot samkvæmt 5. tölulið hafi átt sér stað í Reykjanesbæ en önnur í Reykjavík. Ákærði játaði sök samkvæmt þessum tölu liðum ákæru. 6 Einnig var ákærða Jóhann i Rúnari með ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu 1. október 2019 gefinn að sök akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna í þrjú tilgreind skipti. Voru öll brotin talin framin í umdæmi lögreglustjórans á höfuðbor garsvæðinu. Ákærði viðurkenndi akstur í umrædd skipti og að hann drægi ekki í efa magn efna í blóði, en neitaði sem fyrr sök á þeim grundvelli að honum væri heimilt samkvæmt læknisráði að taka inn fíkniefnið amfetamín, sem mælst hafi í blóði hans í umræ dd skipti . Niðurstaða 7 Ákærð u byggja frávísunarkröfu sína á því að í málinu liggi ekki fyrir ákvörðun ríkissaksóknara samkvæmt 4. mgr. 24. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála um 3 að fela lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu að höfða sakamál samkvæmt 1. , 2. og 5. tölulið ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu vegna ætlaðra brota ákærðu sem framin voru og rannsökuð í umdæmi lögreglustjórans á Suðurnesjum. Þar sem engin slík ákvörðun hafi verið tekin af ríkissaksóknara hafi lögreglustjórinn á höfuðbor garsvæðinu ekki verið bær til að höfða mál vegna ætlaðra brota samkvæmt þessum ákæruliðum. Það leiði til frávísunar umræddra ákæruliða frá dómi. 8 Samkvæmt 4. mgr. 24. gr. laga nr. 88/2008 höfðar lögreglustjóri sem stýrt hefur rannsókn brots sakamál vegna þ ess nema ríkissaksóknari eða héraðssaksóknari höfði mál eða annað leiði af reglum um varnarþing skv. VI. kafla. Í því tilviki tekur ríkissaksóknari ákvörðun um hvaða lögreglustjóri skuli höfða mál eða hvort héraðssaksóknari geri það. 9 Óumdeilt er að ríkiss aksóknari tók ekki ákvörðun um að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu skyldi höfða mál vegna ætlaðra brota ákærðu gegn 1., 2. og 5. tölulið ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 19. febrúar 2019. Ákærðu eiga báðir heimilisvarnarþing í umdæmi lö greglustjórans á höfuðborgarsvæðinu en samkvæmt meginreglu 1. mgr. 50. gr. laga nr. 88/2008 skal höfða mál gegn ákærðu á heimilisvarnarþingi þeirra . Þau mál er sættu rannsókn lögreglustjórans á Suðurnesjum framsendi hann lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæð inu 1. febrúar 2018 til meðferðar eins og eðlilegt var við aðstæður sem þessar. Til þess er jafnframt að líta að samkvæmt 1. mgr. 143. gr. sömu laga skal maður saksóttur í einu máli ef hann er saksóttur fyrir fleiri en eitt brot. Að baki því ákvæði búa sjó narmið um réttaröryggi fyrir sakaða einstaklinga, sem eiga ekki að þurfa að búa við að taka til varna fyrir tveim dómstólum á sama tíma, sem auk þess getur leitt til þess að ákærði njóti þess ekki við ákvörðun refsingar að refsingu sé steypt saman. Þegar f ramangreind ákvæði og rök að baki þeim eru virt eru ekki efni til að vísa umræddum ákæruliðum frá dómi þótt ekki hafi verið leitað atbeina ríkissaksóknara við framsendingu málanna samkvæmt 4. mgr. 24. gr. laga nr. 88/2008 til lögreglustjórans á höfuðborgar svæðinu sem fer með ákæruvald í málum af þeim toga samkvæmt 1. mgr. sömu greinar . 10 Til viðbótar þessu tefla ákærðu fram til grundvallar ákvörðun um frávísun málsins að ákæra, sönnunargögn og hinn áfrýjaði dómur séu of óljós að því er varðar andlag brots sam kvæmt 1. tölulið ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu 19. febrúar 2019. Ekki verður á þessi sjónarmið fallist og verður frávísunarkröfu ákærðu á þessum grundvelli einnig hafnað. Héraðsdómari leiðrétti tilvísun í brotavettvang samkvæmt 1. tölulið ákæ runnar, svo sem honum var heimilt eftir 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008. Þá kemur ekki að sök þó svo að héraðsdómari hafi á stöku stað talað um fyrirsvarsmann , þar sem hið rétta er . 11 Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfest ur um sakfellingu ákærðu fyrir brot samkvæmt 1. tölulið ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu 19. febrúar 2019. 4 12 Sem fyrr greinir byggjast varnir ákærða Jóhanns Rúnars á því hvað umferðarlagabrotin varðar að honum hafi að læknisráði verið heimilt að aka bifreið eftir að hafa neytt amfetamíns. Lagði ákærði fyrir Landsrétt nýtt gagn sem er umsókn ákærða um lyfjaskírteini frá árinu 2005 en þar kemur fram að amfetamín hafi verið samþykkt fyrir ákærða og væri það E - merkt. 13 Samkvæmt 8. mgr. 101. gr. umferða rlaga nr. 77/2019, sbr. áður 7. mgr. 102. gr. eldri umferðarlaga nr. 50/1987, skal ökumaður ekki beittur viðurlögum samkvæmt 1. mgr. ákvæðisins ef hann hefur meðferðis við stjórn ökutækis læknisvottorð sem sýnir að hann sé haldinn tilteknum sjúkdómi eða ás tandi og þurfi af þeim sökum að neyta þeirra efna sem í blóði hans mælast. Einnig ber honum að sýna fram á að hann hafi fengið útgefið lyfjaskírteini frá Sjúkratryggingum Íslands vegna neyslu þeirra efna sem í blóði hans mælast og að sýnt sé fram á, með ma ti læknis, að undangenginni læknisskoðun sem fram fer að beiðni lögreglu í framhaldi af stöðvun ökutækis, að hann hafi verið hæfur til að stjórna ökutæki örugglega. Skal tekið fram í ofangreindu vottorði læknis að viðkomandi sé þrátt fyrir sjúkdóm sinn og lyfjainntöku fullkomlega fær um að stjórna ökutæki. 14 Sem fyrr greinir var ákærði á árabilinu 2017 til 2019 alls átta sinnum stöðvaður við akstur ökutækis grunaður um akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Ákærði framvísaði í engu tilvikanna vottorði læ knis um að hann væri haldinn tilteknum sjúkdómi eða ástandi og þyrfti af þeim sökum að neyta þeirra efna sem í blóði hans kynnu að mælast, sem var forsenda þess að unnt væri að koma við læknisskoðun þar sem fram færi mat á því hvort ákærði væri fær um að s tjórna viðkomandi ökutæki örugglega. Verður ákærði því ekki sýknaður af akstri undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Er jafnframt til þess að líta að magn amfetamíns í blóði ákærða í umræddum tilvikum, utan eins, var langt yfir þeim mörkum að hann hafi getað verið hæfur til að stjórna ökutæki örugglega. Því til viðbótar mældust síðan einnig fíkniefnin kókaín og metýlfenídat í blóði ákærða í tveim þessara tilvika. Engu lyfjaskírteini hefur verið framvísað varðandi þau fíkniefni. Að þessu gættu og að öðru leyti með vísan til forsendna héraðsdóms verður hann staðfestur um sakfellingu ákærða fyrir umferðarlagabrot samkvæmt báðum ákærum. Brot ákærða verða nú heimfærð undir 1. mgr., sbr. 2. mgr. 50. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. laga nr. 77/2019. 15 Með vísan til forsendna héraðsdóms verður staðfest niðurstaða hans um refsingu ákærðu, ökuréttarsviptingu ákærða Jóhanns Rúnars, upptöku fíkniefna og greiðslu ákærðu á sakarkostnaði. 16 Skipaður verjandi ákærðu hefur greitt 23.473 krónur fyrir prentþjónustu í tengslum við varnir á kærðu, sem verður hluti af áfrýjunarkostnaði málsins. Ákærðu verða dæmdir til að greiða sameiginlega allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði grein ir. 5 Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Ákærðu , Jóhann Rúnar Sigurðsson og Heiðar Þór Guðmundsson, greiði sameiginlega 778.553 krónur í áfrýjunarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda þeirra , Gísla Tryggvasonar lögmanns, 706.800 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 16. desember 2019 Mál þetta, sem dómtekið var 28. nóvember 2019, er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 19. febrúar 2019, á hendur Jóhanni Rúnari Sigurðssyni, kt. [...] , [...] Reykjavík, og Heiðari Þór Guðmundssyni, kt. [...] í Reykjavík, f yrir þjófnað, með því að hafa: og tekið ófrjálsri hendi 70 málmeiningar til fiskvinnslu af óþekktri tegund og loftpressu fyrir kælikerfi af óþekktri tegund, allt að óþ ekktu verðmæti. Telst brot þetta varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Á hendur ákærða Jóhanni Rúnari fyrir eftirtalin umferðarlagabrot, með því að hafa: 2. Sunnudaginn 26. mars 2017 ekið bifreiðinni [...] óhæfur til að stjórn a henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 510 ng/ml) austur Reykjanesbraut, en lögreglan stöðvaði aksturinn skömmu síðar til móts við Innri Njarðvík. 3. Fimmtudaginn 19. október 2017 ekið bifreiðinni [...] óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 30 ng/ml og metýlfenídat 45 ng/ml) suður Geirsgötu í Reykjavík, þar sem lögreglan stöðvaði aksturinn. 4. Laugardaginn 4. ágúst 2018 ekið bifreiðinni [...] óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 465 ng/ml, í þvagi mældist amfetamín og metýlfenídat) um Fellsmúla í Reykjavík, þar sem lögreglan stöðvaði aksturinn. Teljast brot þessi varða við 1., sbr. 2. mgr. 45. gr . a., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Á hendur ákærða Heiðari Þór fyrir eftirtalin fíkniefnalagabrot, með því að hafa: 5. Sunnudaginn 26. mars 2017 haft í vörslum sínum 0,84 g af maríjúana sem lögregla fann við öryggisleit á ákærða á l ögreglustöðinni við Hringbraut 130 í Reykjanesbæ, í kjölfar afskipta af ákærða sem lýst er í ákærulið 1. 6. Miðvikudaginn 8. ágúst 2018, haft í vörslum sínum, í sölu - og dreifingarskyni, 16,05 g af maríjúana, 6,45 g amfetamíni og 7 stykki af ecstasy töflum sem fundust við leit lögreglu á ákærða fyrir utan veitingahúsið í Reykjavík. 7. Laugardaginn 8. september 2018 haft í vörslum sínum, í sölu - og dreifingarskyni, 5,42 g af amfetamíni sem fundust við leit lögreglu á ákærða við Laugaveg í Reykjavík. Te ljast brot þessi varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr., laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001 Þess er kr afist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess jafnframt krafist að gerð verði upptæk 0,84 g af maríjúana (ákæruliður 5), 16,05 g af maríjúana, 6,45 g af amfetamíni, 7 stykki af ecstacy töflum (ákæruliður 6) og 5 ,42 g af amfetamíni (ákæruliður 7) sem hald var lagt á, samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001. Loks er þess krafist 6 á ákærði Jóhann verði dæmdur til sviptingar ökuréttar skv. 101. og 102. gr. laga nr. 50/1987, sbr. 25. og Ný ákæra dagsett 1. október 2019 á hendur ákærða Jóhanni Rúnari var lögð fram í máli S - [...] /2019 í þinghaldi 4. nóvember 2019. Málin voru sameinuð. Í hinni nýju ákæru er ákærði ákærðu r: I. Þriðjudaginn 7. maí, ekið bifreiðinni [...] óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 840 ng/ml) um Norðurströnd við Sævargarða á Seltjarnarnesi, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst háttsemi þessi varða við 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. M: 007 - 2019 - [...] II. Fimmtudaginn 9. maí, ekið bifreiðinni [...] óhæfur til að st jórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 685 ng/ml) um Suðurhóla í Reykjavík, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst háttsemi þessi varða við 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 5 0/1987. M: 007 - 2019 - [...] III. Föstudaginn 17. maí, ekið bifreiðinni [...] óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 375 ng/ml) um Snorrabraut við Bergþórugötu í Reykjavík, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst háttsemi þessi varða við 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. M: 007 - 2019 - [...] IV. Sunnudaginn 26. maí, ekið bifreiðinni [...] óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 505 ng/ml) um Hverfisgötu í Reykjavík, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst háttsemi þessi varða við 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. M: 007 - 2019 - [...] V. Fimmtudaginn 20. júní, e kið bifreiðinni [...] óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 995 ng/ml og kókaín 55 ng/ml) um Barónsstíg við Egilsgötu í Reykjavík, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst háttsemi þessi varða v ið 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. M: 007 - 2019 - [...] Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 101. og 102. gr., sbr. 103. gr I. Ákæra dagsett 19. febrúar 2019 Ákærðu er gefið að sök að hafa staðið saman að broti því sem þeir eru ákærðir fyrir í ákærulið 1. Þeir neituðu báðir sök. Að auki eru ákærða Jóhanni Rúnari gefin að sök umferðarlagabrot samkvæmt ákæruliðum 2 4 en Heiðari Þór fíkniefnalagabrot samkvæmt ákær uliðum 5 7. Ákæruliður 1 7 Í frumskýrslu lögreglustjórans á Suðurnesjum frá 26. mars 2017 er atvikum lýst svo að lögreglu hafi borist tilkynning um þjófnað á vinnusvæði en tilkynnandinn, A , veitti meintum gerendum á bifreiðinni [...] eftirför austur ] . Lögreglan stöðvaði bifreiðina og reyndust ákærðu þar vera á ferð en ákærði Jóhann Rúnar ók bifreiðinni. Gáfu þeir skýringar á ferðum sínum við höfnina í . Segir í skýrslunni að í bifreiðinni hafi verið málmeiningar sem taldar hafi verið þýfi. Reyndus t það vera um 70 misstórar málmeiningar úr fiskvinnslu ásamt göfflum af lyftara og loftpressu fyrir kælikerfi. Voru ákærðu handteknir í kjölfarið. Ákærði Jóhann Rúnar var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og gaf hann viðeigandi sýni. Fram kemur í skýrslu lögreglu að rætt hafi verið við A á vettvangi og hafi hann lýst aðdraganda þess að hann fylgdi ákærðu eftir. Kvaðst hann vera eigandi og hefði aðili haft samband við hann er hann varð var við ferðir tveggja karlmanna á bifreiðinni [...] . Hafi þeir verið að taka hluti sem voru í geymslu í porti á bak við húsið að . Kvaðst hann hafa séð bifreiðina við tiltekið fyrirtæki og tvo karlmenna að bjástra við skipsskrúfu. Hafi hann reynt að gefa þeim merki um að stöðva bifreiðina en án árangurs. Þá se gir í skýrslunni að A hafi borið kennsl á þýfið og hafi hann í kjölfarið lagt fram formlega kæru. Áætlaði hann að verðmæti þýfisins væri 800.000 krónur. Ljósmyndir af þýfinu er að finna í skýrslunni. Teknar voru skýrslur af ákærðu 26. og 27. mars 2017. Ák ærði Jóhann Rúnar kvaðst hafa neytt fíkniefna kvöldið fyrir handtöku. Þá kannaðist hann við að hafa farið inn á athafnasvæði og tekið þaðan í óleyfi málmeiningar í því skyni að selja í brotajárn. Ákærði Heiðar kannaðist við framangreint og að hafa teki ð málmeiningarnar með meðákærða. Hafi hann talið að um væri að ræða nánast verðlaust drasl en ætlunin hafi verið að selja það í brotajárn. Verður nú gerð grein fyrir framburði ákærðu og annarra vitna við aðalmeðferð málsins, að því marki sem nauðsynlegt þykir til úrlausnar þess. Ákærði Heiðar Þór Guðmundsson lýsti atvikum svo að hann hefði farið með meðákærða á svæði við Tilgangurinn hafi verið að fara með þetta og selja sem brotajárn en þar fengju þeir 50 kr. fyrir hvert kíló. Ákærði kvaðst ekki muna atvik vel og kvaðst hann muna lítillega eftir manni sem hefði komið á lyftara. Taldi hann þó ekkert fát hafa komið á þá við það. Ákærði kvað þá hafa verið með brotajárn í bifreiðinni áður en þeir fóru niður að en það hefðu þeir hirt við Reykjavíkurhöfn. Taldi hann það hafa verið meirihluta þess sem í bifreiðinni var og sennilega hefði ekki nema um þriðjungur verið frá . Kvaðst hann ekki geta ger t grein fyrir því sem tekið var þar á svæðinu og að þeir hefðu ekki sérstaklega athugað það. Lýsti ákærði því að eftir að þeir fóru af svæðinu hefði bi Ákærði Jóhann Rúnar Sigurðsson kvaðst hafa verið ásamt meðákærða á sendibíl að tína hluti úti á Granda í Reykjavík. Hafi þeir ákveðið að aka á við kör og ofan í þeim. Taldi hann ekki hafa verið um merkilega hluti að ræða en ætlunin hefði verið að se lja þá í brotajárn í endurvinnslustöð. Hafi honum ekki virst sem um nein stór verðmæti væri að ræða. heldur megnið í Reykjavík. Hefði hann hugsanlega tekið 17 20 hluti. Kvað hann lofttjakka og gaffla sem þeir tóku hafa verið úr Reykjavík. Aðspurður kvaðst ákærði vissulega hafa verið á svæðinu í óleyfi og tekið hlutina þaðan án þess að fá heimild til þess. Hafi hann orðið var við mannaferðir og séð þar m ann sem þar var að vinna. Þeir hafi farið þegar hann kom enda hefðu þeir þá lokið sínum erindagjörðum. Þeir hafi þó ekki flúið vettvang. Ákærði kannaðist við að maður hefði veitt þeim eftirför. Hefði hann fengið að vita síðar að það hefði verið eigandinn. Hvað varðar umferðarlagabrot þau er ákærða eru gefin að sök kvaðst ákærði neita sök. Hann kvaðst þó ekki rengja þær mælingar sem lægju fyrir í málinu en gaf þá skýringu að hann þyrfti á fíkniefnunum að halda vegna alvarlegra veikinda sinna. 8 B kvaðst haf a verið að vinna á svæðinu við umrætt sinn. Hafi hann verið að landa fyrir og Lýsti hann hlutunum sem búnaði úr ryðfríu stáli sem væri notaður í sé rhæfða hluti tengda veiðum. Voru honum sýndar ljósmyndir og kvað hann hlutina þar vera úr sama efni og voru í portinu. Kannaðist hann við þá suma og taldi ekki hægðarleik að þekkja þessa hluti fyrir þá sem ekki þekktu til. Kvaðst vitnið hafa séð mennina hl aða hlutunum í bílinn en rennihurð bifreiðarinnar hefði staðið opin. Hafi hann þá hringt í A sem kannaðist ekki við að hafa veitt neinum leyfi til þess að vera á svæðinu. Hafi hann heyrt síðar að A hefði veitt þessum mönnum eftirför. Lögreglan hafi síðan k omið niður að höfn með hlutina. Hafi hann þá séð mennina og það hafi verið þeir sömu og hann sá í portinu. Kvað vitnið mennina hafa farið þegar þeir urðu hans varir. Hafi annar þeirra kallað á hinn og síðan hafi þeir ekið á brott. A , eigandi , kvaðst h afa fengið símtal og verið látinn vita af mannaferðum á athafnasvæði fyrirtækisins sem væri við en einnig ætti hann hús nr. . Hafi hann farið af stað, veitt mönnunum eftirför og síðan hringt á lögregluna. Kvað hann þá hafa tekið hluti úr ryðfríu stá li við hafnarbakkann. Hafi munirnir sem lögreglan sýndi honum allir verið hans eign. Hafi mikið af þeim verið sérsmíði sem hann noti við veiðar en þess á milli hafi hann geymt þá utanhúss áður en þeir voru fluttir í hús. Lýsti vitnið hlutunum frekar og kva kynni að hún væri ekki hans eign. Kvað hann hlutina hafa verið í körum og legið á jörðinni í portinu við hús . Taldi hann þetta hafa verið 30 40 hluti án þess að muna það nákvæmlega. Kvað hann ruslahaug vera á bak við húsið með afskurði en sá væri ekki aðgengilegur. Fyrir dóminn komu lögreglumenn og lýstu aðkomu sinni að málum er vörðuðu umferðarlagabrot ákærða og staðfestu eftir atvikum frumskýrslur sínar. Kváðu þeir all ir verklag hafa verið hefðbundið fyrir umferðarlagabrot af því tagi sem um ræðir. Niðurstaða ákæruliðar 1 Ákærðu hafa viðurkennt að hafa farið inn á athafnasvæði þann 26. mars 2017 og tekið málmeiningar sem þar voru. Í ákæru segir ranglega að athafnasvæðið sé en við aðalmeðferð kom í ljós að hann er nr. . Þrátt fyrir þetta er vörnum ákærðu í engu áfátt og vafalaust hvar umrætt athafnasvæði og meintur brotav ettvangur er. Krafa ákærðu um sýknu er reist á því að háttsemi þeirra sé ekki refsinæm þar sem skilyrði um fjártjón brotaþola skorti. Á það fellst dómurinn ekki. Ákærðu tóku hluti af athafnasvæði án þess að gera nokkurn reka að því að fá til þess leyf i eða kanna verðgildi þeirra. Mátti þeim vera ljóst að þess þyrfti enda, gátu þeir sjálfir ekki lagt mat á nota - eða fjárgildi þeirra. Vitnið A lýsti notagildi hluta sem hann bar kennsl á sem sína eign og er samkvæmt því vafalaust að þeir hafa fjárgildi fy rir . Þá er sýknukrafa ákærðu á því reist að taka hlutanna hafi ekki verið í auðgunarskyni og háttsemi ákærðu sé því ekki saknæm. Á það fellst dómurinn ekki, en ákærðu báru báðir að þeir hefðu ætlað að selja málmeiningarnar í brotajárn, sem telst vera gilt þjófnaðarandlag. Stóð ásetningur þeirra til þess frá upphafi. Gildir einu þó að ákærðu hafi talið verðmæti hlutanna minna en það raunverulega var, en samkvæmt verknaðarlýsingu í ákæru er miðað við að verðmæti málmeininganna hafi verið óþekkt. Þá þyki r hegðun ákærðu eftir að upp um þá komst bera vott um að þeim hafi verið ljóst að háttsemi þeirra væri saknæm. Fyrir liggur að atvikið átti sér stað að degi til er starfsemi var á hafnarbakkanum. Vitnið B staðfesti að hann hefði séð ákærðu og að þeir hefð u farið þegar þeir urðu varir við hann. Á sama veg báru ákærðu. Samkvæmt því sem hér er rakið verða ákærðu sakfelldir fyrir háttsemi sína og verður hún heimfærð undir 245. gr. almennra hegningarlaga sem gripdeild. . Taldi vitnið A sig ekki geta fullyrt að hann ætti þetta en hluturinn væri verðlaus. Verða ákærðu því sýknaðir af þeim hluta ákæru. Ákærðu báru einnig á móti því að um 70 málmeiningar hefði verið að ræða. Kváðust þeir fyrst hafa tekið málmeiningar í Reykjavík og síðan farið á athafnasvæði . Nánar spurðir um þetta voru ákærðu óljósir í svörum og tóku þau breytingum um magn. Liggur ekkert annað fyrir í málinu en framburður þeirra um að hluti málmeininganna hafi verið annars staðar frá. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu voru misstórar 70 9 málmeiningar í bifreiðinni [...] . Þá kemur fram í gögnum að vitnið A hafi borið kennsl á þýfið og gert grein fyrir því. Kvaðst hann vera eigandi þess að frátöldum tveimur hlutum. Að framangreind u virtu þykir sannað að ákærðu hafi stolið 70 málmeiningum en eins og áður segir komst þýfið til skila. Ekki var gerður reki að því að upplýsa um fjárgildi þeirra en hluti þeirra er, að sögn brotaþola og vitnisins B , sérsmíði frá fyrirtæki hér á landi. Tel st það því vera ósannað og verður það túlkað ákærðu í hag við refsiákvörðun. Ákæruliðir 2 - 4 Ákærði neitaði sök. Hann kvaðst ekki rengja þær mælingar sem liggja fyrir í málinu og gaf þá skýringu að hann þyrfti á fíkniefnunum að halda vegna alvarlegra veikinda sinna. Samkvæmt 1. mgr. 45. gr. a í umferðarlögum nr. 50/1987 má enginn stjórna eða reyna að stjórna vélknúnu ökutæki ef hann er undir áhrifum ávana - og fíkniefna sem bönnuð eru á íslensku yfirráðasvæði samkvæmt lögum um ávana - og fíkniefni og re glugerðum settum samkvæmt þeim. Þá segir í 2. mgr. ákvæðisins að mælist ávana - og fíkniefni skv. 1. mgr. í blóði eða þvagi ökumanns teljist hann vera undir áhrifum ávana - og fíkniefna og óhæfur til að stjórna ökutæki örugglega. Með vísan til gagna málsi ns, vitnisburðar lögreglumanna sem fyrir dóminn komu og skýrrar dómaframkvæmdar Hæstaréttar og Landsréttar telur dómurinn sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök samkvæmt I. V. kafla ákærunnar. Sakarmat er hlutlægt og er því ekki litið til þess að ákærði taldi sig vera færan eða jafnvel færari um að stjórna ökutæki örugglega þrátt fyrir neysluna. Brot ákærða eru rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákæruliðir 5 - 7 Ákærði Heiðar Þór játaði skýlaust sök. Með játningu hans sem er í samræmi við gögn málsins er sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæruliðum 5 7 og eru brotin rétt heimfærð til refsiákvæða. Ákæra dagsett 1. október 2019 Ákærði neitaði sök. Með vísan sömu röksemda og rak in eru í tengslum við ákærulið 2 - 4 hér að ofan telur dómurinn sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök samkvæmt I. V. kafla ákærunnar. Brot ákærða eru rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. II. Ákærði Jóhann Rúnar á að ba ki nokkurn sakaferil. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, uppkveðnum 21. maí 2014, var ákærða gert að sæta fangelsi í tvo mánuði, skilorðsbundið í tvö ár, fyrir brot gegn 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur uppkveðnum 24. febrúar 2016 var refsingin dæmd upp og ákærða gert að sæta fangelsi í tvo mánuði, skilorðsbundið í tvö ár, fyrir þjófnað. Með brotum þeim sem ákærði er sakfelldur fyrir í máli þessu hefur hann rofið skilorð þess dóms. Ber nú að dæma skilorðsdóminn upp og er ákærða dæmd refsing í einu lagi, sbr. 60. gr. laga nr. 19/1940. Ákærði hefur ekki áður gerst sekur um akstur undir áhrifum fíkniefna. Brot hans nú eru átta talsins, framin á tímabilinu frá 26. mars 2017 til 20. júní 2019 og varða sektum. Hefur ákærði ekki látið sér segjast þrátt fyrir að hann hafi ítrekað verið stöðvaður af lögreglu í akstri. Til þyngingar refsingu ákærða horfir að brot hans var framið í félagi við meðákærða. Vísast í þessu sambandi til 2. mgr. 70. gr. og 8. tl. 1. mgr. almennra hegni ngarlaga. Við ákvörðun refsingar er til þess litið að langt er liðið frá því að ákærði framdi brot sín samkvæmt ákæru dagsettri 19. febrúar 2019. Verður honum ekki kennt um þann drátt sem varð á málsmeðferð vegna þeirra. Með hliðsjón af framangreindu og 77 . gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þykir refsing ákærða Jóhanns Rúnars hæfilega ákveðin fangelsi í fjóra mánuði. Vegna sakaferils ákærða eru ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna. Með vísan til lagaákvæða í ákæru er ákærði Jóhann Rúnar sviptur ökurétti í fjögur ár og tvo mánuði frá birtingu dóms þessa að telja. 10 Með vísan til 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála skal ákærði greiða allan sakarkostnað samkvæmt yfirlitum sem liggja fyrir í málinu, alls 1.145.706 krónur. Þá skal ákær ði greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Magnúsar Davíðs Norðdahl lögmanns, 590.240 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti. Ákærði Heiðar Þór á að baki langan sakaferil fyrir ýmis brot á hegningarlögum, ávana - og fíkniefnalögum og umferðarlögum. Ákærði hefur ítrekað verið fundinn sekur um auðgunarbrot og brot á lögum um ávana - og fíkniefni. Ákærða var með dómi Héraðsdóms Reykja víkur, uppkveðnum 26. febrúar 2014, gert að sæta fangelsi í fimm mánuði fyrir að aka sviptur ökurétti. Þá var ákærða dæmdur hegningarauki með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þann 2. júlí 2014 við fyrrgreindan dóm, 26. febrúar 2014, sömuleiðis vegna umferðarlag abrota. Þann 20. nóvember 2015 var ákærða veitt reynslulausn í tvö ár á 280 daga eftirstöðvum fangelsisrefsingar samkvæmt átta dómum frá 2. júlí 2014, 26. febrúar 2014, 5. nóvember 2013, 26. júlí 2013, 18. september 2012, 21. nóvember 2011, 29. apríl 2011 og 23. október 2009. Með brotum þeim sem ákærði er sakfelldur fyrir samkvæmt ákæruliðum 1 og 5 í þessu máli hefur hann rofið skilorð reynslulausnarinnar sem honum var veitt og verður hún dæmd upp og refsing ákærða ákveðin í einu lagi, sbr. 1. mgr. 82. gr. laga um fullnustu refsinga nr. 15/2016, sbr. 60. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði játaði sök að hluta og verður það virt honum til málsbóta. Til þyngingar horfir að brotið var framið í félagi við meðákærða og vísast til 2. mgr. 70. gr. almen nra hegningarlaga. Við ákvörðun refsingar er til þess litið að langt er liðið frá því að ákærði framdi brot sín samkvæmt ákæru dagsettri 19. febrúar 2019. Verður honum ekki kennt um þann drátt sem varð á málsmeðferð vegna þeirra. Með hliðsjón af framangre indu og 8. tl. 1. mgr. 70. gr. og 77. gr. almennra hegningarlaga og sakarefni málsins þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í tíu mánuði. Vegna sakaferils ákærða eru ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna. Með vísan til lagaákvæða í ákæru eru g erð upptæk þau fíkniefni sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins eins og nánar greinir í dómsorði. Með vísan til 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála skal ákærði greiða allan sakarkostnað, sem er málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans , Ómars R. Valdimarssonar lögmanns, 527.000 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti. Við ákvörðun málsvarnarlauna beggja lögmanna er litið til reglna Dómstólasýslunnar nr. 11/2018, svo og eðlis og umfangs málsins, en vinna þeirra er einskorðuð við meðferð má lsins fyrir dómi. Sigríður Hjaltested héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Jóhann Rúnar Sigurðsson, sæti fangelsi í fjóra mánuði. Ákærði er sviptur ökurétti í fjögur ár og tvo mánuði frá birtingu dómsins að telja. Ákærði grei ði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Magnúsar Davíðs Norðdahl lögmanns, 590.240 krónur, og 1.145.706 krónur í annan sakarkostnað. Ákærði, Heiðar Þór Guðmundsson, sæti fangelsi í tíu mánuði. Ákærði sæti upptöku á 16,89 g af maríjúana, 11,87 g af amfeta míni og sjö stykkjum af ecstacy - töflum. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Ómars R. Valdimarssonar lögmanns, 527.000 krónur.