LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 22. október 2021. Mál nr. 395/2020 : Arnar Gústafsson ( Gestur Gunnarsson lögmaður Helga Björg Jónsdóttir lögmaður, 3. prófmál) gegn Hörgársveit ( Ásgeir Örn Blöndal lögmaður) Lykilorð Vörslur. Umráð. Eignarréttur. Sönnunarbyrði. Aðildarskortur. Frávísunarkröfu hafnað. Endurupptaka. Málskostnaður. Útdráttur H höfðaði mál á hendur A til greiðslu kostnaðar vegna geymslu og uppihalds tveggja graðhesta á nánar tilgreindu tímabili. Ágreiningur aðila laut að því hvort A v æri ábyrgur fyrir þeim kostnaði sem umráðamaður eða eigandi hrossanna. Í dómi Landsréttar kom fram að engin sönnunargögn lægju fyrir í málinu um að A hefði verið umráðamaður eða eigandi hrossanna á umræddum tíma. Var H látinn bera hallan af sönnunarskorti um að svo væri. Samkvæmt því var A sýknaður af kröfu H vegna aðildarskorts, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Málið hafði verið endurupptekið í héraði í kjölfar útivistar A og þótti með hliðsjón af því rétt að fella málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti niður, sbr. 3. mgr. 141. gr. laga nr. 91/1991. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson , Jón Höskuldsson og Ragnheiður Harðardóttir . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 29. júní 2020 að fengnu áfrýjunarleyfi. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra 30. apríl 2020 í málinu nr. E - 22/2019 . 2 Áfrýjandi krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá héraðsdómi en til vara sýknu af ö llum kröfum stefnda. Að því frágengnu krefst hann þess að kröfur stefnda verði stórlega lækkaðar. Í öllum tilvikum krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefndi lækkaði höfuðstól kröfu sinnar á hendur áfrýjanda um 1.000 krónur við upphaf aðalmeðferðar málsins hér fyrir dómi eða úr 1.051.275 krónum í 1.050.275 krónur. 2 Að öðru leyti krefst hann staðfestingar hins áfrýjaða dóms auk málskostnaðar fyrir Landsrétti. Málsatvik 4 Svo sem rakið er í hinum áfrýjaða dómi voru tveir graðhestar handsamaðir í landi Kjarna í Hörgársveit 16. ágúst 2017 og varðar sakarefni málsins kostnað sem af því hlaust og vegna geymslu þeirra og uppihalds á tímabilinu 16. ágúst til 3. nóvember 2017. Byggir stefndi á því að áfrýjandi beri sem eigandi eða umráðamaður hestanna ábyrgð á þeim kostnaði en áfrýjandi telur ósannað að um hafi verið að ræða hesta í hans eigu eða umráðum og beri af þeim sökum að sýkna hann af kröfum stefnda. Auk þess telu r áfrýjandi kröfur stefnda vera svo vanreifaðar og málatilbúnað óskýran að vísa beri málinu frá dómi. 5 Upphaf málsins er að rekja til þess að Davíð Jónsson, bóndi í Kjarna í Hörgársveit, hafði samband við sveitarstjóra stefnda 16. ágúst 2017 og greindi honu m frá því að fyrrgreindir graðhestar hefðu sloppið frá Skriðulandi sem á land að Kjarna. Samkvæmt gögnum málsins er áfrýjandi eigandi að 60% hlut í jörðinni Skriðulandi og bróðir hans, Kjartan Gústafsson, eigandi að 40% hlut. Óskaði Davíð eftir að hestarni r yrðu handsamaðir og fjarlægðir af landi Kjarna. Í framburði hans fyrir var að merkjagirðingu milli jarðanna. Er hann var spurður í skýrslutöku fyrir héraðsdómi um hvernig hann vissi að hrossin hefðu komið frá Skriðulandi sagðist hann hafa horft á þau í hvert skipti sem hann ætti leið hjá merkjagirðingunni og að komu náttúrulega sem folöld í heimsókn árið áður, ásamt þessu sama stóði. Og þá hringdi ég í oddvita og bað hann um að ger a ráðstafanir til þess að þetta yrði sótt. Og framburði hans má ráða að hann hafi talið áfrýjanda vera eiganda eða umráðamann hestanna þar sem þeir hefðu komið frá Skriðul andi og hann sótt þá árið áður er samskonar atvik átti sér stað. Annað hefði hann ekki fyrir sér um eignarhald og umráð þeirra. 6 Í aðilaskýrslu Snorra Finnlaugssonar, sveitarstjóra stefnda, fyrir héraðsdómi kom fram að strax eftir að Davíð hefði óskað eftir aðstoð hafi hann farið ásamt öðrum starfsmanni sveitarfélagsins á staðinn. Þangað hafi jafnframt komið dýralæknir og tveir lögregluþjónar en þeir síðarnefndu hefðu þó þurft frá að hverfa vegna annars máls. Þá hafi komið tveir menn frá Skriðuhestum ehf. se m hefðu veitt aðstoð við að ná hrossunum. Dýralæknir hafi í kjölfarið staðfest að hrossin væru ógelt en Skriðuhestar ehf. tekið að sér vörslu og uppihald þeirra þar til þau yrðu sótt af eiganda væru í eigu áfrýjanda. Hann hafi sótt sömu hross árið áður sem þá voru folöld. Sagði 3 hann að áfrýjandi hafi þá viðurkennt í símtali við sig að hann ætti þau og sótt þau í en að hann teldi ljóst að þetta væru sömu hross og áfrýjandi hefði sótt ári fyrr. 7 Með bréfi lögmanns stefnda 17. ágúst 2017 var skorað á áfrýjanda að leysa til sín fallið til dýralæknis við að staðfesta að hrossin væru ógelt, útkall og akstur 50.000 krónur. Akstur til geymslu 5.000 krónur og geymslukostnaður 10.000 krónur á dag. Loks lögmannsþóknun að fjárhæð 43.326 krónur eða samtals 148.326 krónur. Í bréfinu er u í eigu áfrýjanda. Samkvæmt málatilbúnaði stefnda var bréf þetta sent í ábyrgð en áfrýjandi hefur alfarið neitað því að hafa móttekið það. 8 Í framburði Árna Pálssonar, lögmanns stefnda, fyrir héraðsdómi kom fram að hugasemdirnar] hafi verið um eftir símtalinu, af því að maðurinn er sérstakur. Ég man að hann hringdi, held ég á yrt aftur í honum. 9 Lögmaður stefnda sendi annað bréf til áfrýjanda 28. ágúst 2017. Var þar vísað til fyrrgreinds bréfs og sagt frá því að til stæði að krefjast nauðungarsölu á hrossunum ef þeirra yrði ekki vitjað. Var áfrýjanda veittur frestur til 7. septe mber til að bregðast við bréfinu. Bréf þetta mun jafnframt hafa verið sent í ábyrgð en áfrýjandi kannast ekki við að hafa móttekið það. Við aðalmeðferð málsins hér fyrir dómi upplýsti lögmaður stefnda að gögn sem liggja fyrir í málinu um póstlagningu beggj a fyrrgreindra bréfa bæru ekki með sér að áfrýjandi hefði móttekið þau. 10 Samkvæmt gögnum málsins var beiðni um nauðungarsölu á hrossunum send til sýslumanns 13. september 2017. Gögn málsins bera með sér að sýslumaður hafi birt auglýsingu 25. október sama ár vegna fyrirhugaðs uppboðs á hrossunum 3. nóvember. Uppboðið fór fram síðastnefndan dag og var kaupandi hrossanna stefndi. Í fyrirliggjandi skilagrein sýslumanns kemur fram að kaupverðið hafi verið 20.000 krónur. Hrossunum var í framhaldi slátrað og fékk s tefndi greiddar 17.907 krónur fyrir þau 14. febrúar 2018 sem komu til frádráttar kröfu hans. 11 Stefndi höfðaði mál gegn áfrýjanda 16. febrúar 2019 og var það upprunalega dómtekið í héraðsdómi við þingfestingu 28. sama mánaðar. Stefna var árituð um aðfararhæf i 6. mars sama ár en málið endurupptekið 20. júní 2019. Kröfur stefnda voru svo teknar 4 til greina í hinum áfrýjaða dómi og áfrýjanda gert að greiða honum 1.051.275 krónur ásamt dráttarvöxtum og málskostnaði. Niðurstaða Frávísunarkrafa áfrýjanda 12 Frávísunar krafan er á því reist að krafa stefnda um aðild áfrýjanda sé verulega vanreifuð en auk þess sé málsgrundvöllurinn mjög óljós og krafan vanreifuð að öðru leyti með tilliti til þeirra gagna sem hún styðst við. 13 Af stefnu fyrir héraðsdómi verður ótvírætt ráði ð að stefndi byggi aðild áfrýjanda á því að sá síðarnefndi beri sem eigandi eða umráðamaður hrossanna ábyrgð á þeim kostnaði sem stefndi kveðst hafa orðið fyrir vegna þeirra. Um málsgrundvöllinn fyrir þeirri kröfu er í stefnu meðal annars vísað til 6. gr. laga nr. 38/2013 um búfjárhald þar sem meðal annars er fjallað um skyldu umráðamanna graðhesta til að halda þeim í vörslu. Er í stefnu skýrlega á því byggt að áfrýjandi hafi vanrækt þá skyldu með tilheyrandi kostnaði fyrir stefnda. Verður samkvæmt framangr eindu hvorki fallist á að stefndi hafi ekki gert á fullnægjandi hátt grein fyrir aðild áfrýjanda að kröfu hans né að málsgrundvöllurinn sé svo óljós að frávísun geti varðað. Sé litið til sundurliðunar kröfu stefnda í stefnu fyrir héraðsdómi og þeirra útský ringa sem þar eru færðar fram verður ekki heldur fallist á að forsendur séu til að vísa málinu frá vegna ósamræmis milli kröfugerðar hans og þeirra gagna sem lögð hafa verið fram henni til stuðnings. Varða athugasemdir áfrýjanda um þetta auk þess fremur ef ni máls en form. 14 Samkvæmt öllu framangreindu verður ekki fallist á frávísunarkröfu áfrýjanda. Sýknukrafa 15 Samkvæmt 3. tölulið 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2013 skal graðhestum, 10 mánaða og eldri, haldið í vörslu allt árið. Skal sveitarstjórn hlutast til um a ð graðpeningur, sem ekki er í öruggri vörslu, sé handsamaður og honum komið í örugga vörslu. Getur eigandi leyst til sín viðkomandi graðpening gegn greiðslu áfallins kostnaðar. Við ítrekuð brot skal graðhestur seldur nauðungarsölu samkvæmt lögum um nauðung arsölu en felldur verði hann ekki seldur. Öðrum graðpeningi skal slátrað og sölu - eða frálagsverð látið mæta áföllnum kostnaði. 16 Samkvæmt framangreindu hvílir sú skylda á umráðamönnum graðhesta að halda þeim í vörslu allt árið. Í þeirri skyldu felst einkum að halda þeim innan heldra girðinga og hliða. Vanhöld á því geta leitt til þess að umráðamönnum verði gert að greiða kostnað og eftir atvikum skaðabætur vegna tjóns sem af því hlýst. Forsenda slíkrar ábyrgðar er þó ávallt að fyrir liggi sönnun um að sá sem kröfu er beint að hafi verið umráðamaður viðkomandi graðhesta á þeim tíma sem um ræðir. Sönnunarbyrðin um að svo sé hvílir á þeim sem telur sig eiga slíka kröfu, í þessu tilviki stefnda. 17 Stefndi byggir á því að fullnægjandi sönnun liggi fyrir um að áfrýja ndi hafi verið eigandi eða umráðamaður umræddra graðhesta. Fyrir liggur að hrossin voru ekki örmerkt og var því ekki unnt að staðreyna eignarhald þeirra með skoðun á slíkri 5 merkingu. Engin skrifleg sönnunargögn liggja fyrir í málinu sem renna stoðum undir að áfrýjandi hafi verið eigandi eða umráðamaður hrossanna. Einu sönnunargögnin sem gefa slíkt til kynna er framburður Snorra Finnlaugssonar, Davíðs Jónssonar og Árna Pálssonar. Var framburður þeirra lagður til grundvallar niðurstöðu hins áfrýjaða dóms um a 18 Svo sem rakið er í málsgreinum 5, 6 og 8 hér að framan var það einungis Snorri sem fullyrti að áfrýjandi hefði greint sér frá því að hann væri eigandi þess ara hrossa. Í skýrslu hans fyrir héraðsdómi kom fram að það hafi hann gert í símtali við sig er þessi sömu hross hefðu sloppið frá Skriðulandi árið áður. Af framburði hans verður hins vegar ekkert ráðið um að hann hafi átt samskipti við áfrýjanda í kjölfar þess að hrossin sluppu 16. ágúst 2017. Í skýrslu Davíðs fyrir héraðsdómi kom eingöngu fram að hann hefði talið áfrýjanda vera eiganda hrossanna þar sem þau hefðu komið frá Skriðulandi og áfrýjandi sótt þau árið áður. Kom fram í skýrslu hans að hann hefði hins vegar ekki átt nein samskipti við áfrýjanda í það sinn um eignarhald eða umráð hrossanna. Í skýrslu Árna kom ekkert fram um eignarhald hrossanna eða umráð en sem fyrr greinir gat hann í raun ekkert staðfest um efni þess símtals sem hann átti við áfrýj anda í júlí 2017. 19 Samkvæmt framangreindu liggja engin sönnunargögn fyrir í málinu um að áfrýjandi hafi verið eigandi eða umráðamaður hrossanna 16. ágúst 2017. Fram kemur í gögnum málsins að áfrýjandi bjó ekki í Skriðulandi á þeim tíma heldur á Brimnesi. Þó tt lagt væri til grundvallar að hrossin hafi komið frá Skriðulandi og áfrýjandi hafi sótt þau árið áður er þau sluppu úr vörslu getur það eitt ekki dugað sem fullgild sönnun fyrir því að áfrýjandi verði talinn hafa verið eigandi eða umráðamaður hrossanna á þessum tíma. Í því sambandi er meðal annars til þess að líta að ekki verður ráðið af gögnum málsins að kallað hafi verið eftir afstöðu annarra sem fyrir liggur að voru með hross á jörðinni Skriðulandi á þessum tíma eða bróður áfrýjanda sem átti 40% hlut í jörðinni. Við mat á sönnunargildi fyrrgreindrar skýrslu Snorra fyrir héraðsdómi er til þess að líta að um aðilaskýrslu var að ræða sem fær ekki stoð í öðrum gögnum málsins. Auk þess varðaði hún samskipti hans við áfrýjanda vegna atviks sem átti sér stað á ri fyrr. Er af þessum sökum ekki tækt gegn eindregnum mótmælum áfrýjanda að leggja hana til grundvallar sem sönnun um eignarráð eða umráð hrossanna 16. ágúst 2017. 20 Samkvæmt öllu framangreindu verður stefndi látinn bera hallann af sönnunarskorti um að áfrýj andi hafi verið umráðamaður eða eigandi hrossanna. Verður áfrýjandi af þeim sökum ekki gerður ábyrgur fyrir þeim kostnaði sem stefndi varð fyrir og kröfugerð hans nær til. Samkvæmt því verður áfrýjandi sýknaður af kröfu stefnda vegna aðildarskorts, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 21 Með vísan til 3. mgr. 141. gr. laga nr. 91/1991 þykir rétt að málskostnaður í héraði og fyrir Landsrétti falli niður, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 30. mars 2006 í máli nr. 155/2006. 6 Dómsorð: Áfrýj andi, Arnar Gústafsson, er sýkn af kröfum stefnda, Hörgársveitar. Málskostnaður í héraði og fyrir Landsrétti fellur niður. Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra 30. apríl 2020 Mál þetta var dómtekið 6. mars. Það var höfðað 16. febrúar 2019 og dómtekið við þingfestingu þess 28. sama mánaðar. Stefna var árituð um aðfararhæfi 6. mars 2019 en málið var endurupptekið 20. júní. Frávísunarkröfu stefnda var hrundið með úrskurði 17. des ember. Stefnandi er Hörgársveit, Þelamerkurskóla, Hörgársveit. Stefndi er Arnar Gúst afs son, Brekkugötu 5, Hrísey, Akureyrarbæ. Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða sér 1.051.275 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. l aga nr. 38, 2001, frá 28. janúar 2018 til greiðsludags og málskostnað. Stefndi krefst þess að verða sýknaður af öllum kröfum stefnanda og máls kostnaðar, en til vara krefst hann þess að kröfur stefnanda verði lækkaðar og máls kostn aður felldur niður. I Davíð Jónsson, bóndi í Kjarna í Hörgársveit, varð var við tvo graðhesta og fleiri hross á landi sínu þann 16. ágúst 2017. Hann hafði samband við sveitarstjóra stefnanda og krafðist þess að graðhestarnir yrðu handsamaðir og fjarlægðir. Hlutaðist stefn andi til um þetta og var hestunum komið í hús. Daginn eftir var stefnda ritað bréf og honum gefinn kostur á að sækja hestana og greiða kostnað af að fanga þá. Ekki varð hann við því. Annað bréf var ritað til hans 28. ágúst 2017. Í báðum bréfunum var að vörun um nauðungarsölu ef ekki yrði orðið við áskorun um að greiða kostnað af að fanga graðhestana og hýsa þá. Beðið var um nauðungarsölu 13. september 2017 og voru hrossin boðin upp 3. nóvember. Stefnandi keypti þau á 20.000 krónur og lét lóga þeim í sl áturhúsi, sem greiddi honum 17.907 krónur fyrir þá. Stefnandi kveðst byggja kröfu sína á framlögðum reikningum vegna útlagðs kostnaðar við handsömun, geymslu, slátrun og þjónustu dýralæknis vegna tveggja graðfola í eigu stefnda sem stefndi hafi ekki haft í öruggri vörslu. Stefnandi sundurliðar kröfu sína þannig; 1. Föngun hrossa, 5 menn í 2 klst. Tímagjald kr. 4.000 pr. mann 40.000 2. Reikningur frá dýralækni 49.982 3. Akstur vörsluaðila 10.000 4. Kostnaður vegna geymslu hrossanna frá 16.8.2017 3.11.2017 alls 78 daga, kr. 5.000 pr. hross, pr. dag, m. vsk. 967.200 5. Uppboðskostnaður. 2.000 Samtals 1.069.182 Til frádráttar er greiðsla slátrarans, 17.907 krónur. Stefnandi kveðst hafa staðið straum af og greitt allan útlagðan kostnað sem af handsömun og umön nun graðhestanna hafi hlotist. Samkvæmt 3. tl. 1. mgr. 6. gr. laga um búfjárhald nr. 38/2013 sé vörsluskylda allt árið á graðhestum 10 mánaða og eldri, en veturgamlir folar skuli ætíð vera komnir í vörslu eigi síðar en 1. júní, þó þeir séu ekki orðnir ful lra 10 mánaða. Það hafi því hvílt skylda á stefnda sem eiganda graðhestanna að tryggja vörslu þeirra. Þá bendir stefnandi á 7. gr. samþykktar um búfjárhald í Hörgársveit þar sem kveðið er á um skyldu umráðamanna hrossa og nautgripa að tryggja að gripir þei rra valdi ekki ágangi í eignarlöndum annarra og í 8. gr. að heimilt sé að handsama búfénað sem sleppi úr vörslu og koma honum í örugga vörslu. Skuli eiganda þá gert viðvart og honum gefinn kostur á að sækja búfénaðinn gegn greiðslu áfallins kostnaðar. Ste fnandi kveður sér hafa verið skylt að bregðast við kröfu 7 um að hestarnir yrðu handsamaðir, sbr. 2. mgr., 6. gr. laga nr. 38/2013. Stefnda hafi tvívegis verið sent bréf og skorað á hann að sækja hestana og greiða áfallinn kostnað að því viðlögðu að þeir yr ðu seldir á nauðungarsölu. Ekki hafi borist viðbrögð við þessu og því hafi það farið svo að stefnandi hafi neytt heimildar sinnar samkvæmt 2. mgr., 6. gr. laga nr. 38, 2013 og óskað nauðungarsölu. II Stefndi byggir á því að kröfu í þessu máli sé beint a ð röngum aðila, því að ósannað sé að hann hafi átt þessi hross. Stefnandi byggi á því að ári áður hafi hestar í eigu stefnda sloppið frá Skriðulandi inn á land Kjarna. Stefndi og bróðir hans eigi Skriðuland og þessa hesta hafi stefndi átt, ólíkt þeim sem þ etta Ekkert þeirra sé skráð eign stefnda. Þá segir stefndi að stefnandi hafi ekki sýnt fram á að hann hafi greitt þá reikninga sem hann endurkrefji nú st efnda um. Þá sé misræmi milli framlagðra gagna og sundurliðunar í stefnu. Einnig telur stefndi að kostnaður vegna geymslu hestanna sé of hár og leggur því til stuðnings fram reikninga frá tamningamanni. Þá bendir stefndi á að ósamræmi sé í fjárhæðum reikn inga geymslumanns, auk þess sem ekki liggi fyrir að þeir hafi verið greiddir. III Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri stefnanda, gaf skýrslu fyrir dómi. Hann lýsti því að það hefði komið fyrir áður að hross eða naut hefðu sloppið frá Skriðulandi. Í þetta s inn hefði Davíð Jónsson tilkynnt um að hross væru komin í hólf til hans, þ.á m. tveir graðhestar. Hann hefði haft sambandi við lögreglu og Matvælastofnun. Ólafur Jónsson dýralæknir hefði komið, en ekki viljað hafa bein afskipti af málinu. Lögregla hefði hj álpað til að handsama hrossin, en síðan þurft að sinna öðrum verkefnum. Hann hefði þá kvatt til tvo menn aukalega til að ljúka verkinu. Síðan hefði hann fengið annan dýralækni á staðinn til að sannreyna að þetta væru graðhestar. Þann 16. júlí 2016 hefði ve rið hringt vegna hesta sem væru sloppnir frá Skriðulandi. Stefndi hefði í þetta sinn viðurkennt að eiga hestana og óskað eftir að fá að sækja þá. Á það hefði verið fallist. Þar á meðal hefðu verið þessir sömu tveir hestar, reyndar folar þá. Aðspurður sagði Snorri að reikningar sem lagðir hafa verið fram í málinu og stefndi sé krafinn um að endurgreiða hafi allir verið greiddir. Davíð Jónsson bóndi í Kjarna, kveðst vera alinn upp við hesta og vera búfræðingur af hrossaræktarbraut. Hann segir að hrossastóð hafi komið frá Skriðulandi. Þetta hafi verið stóð sem hafi komið í Skriðuland þegar stefndi hafi keypt það. Hann hafi séð þessa graðhesta áður, þeir hafi komið í heimsókn árið áður, þá folöld, ásamt stóðinu. Hann hafi þá haft samband við svei tarstjóra og stefndi hafi komið og sótt þá. Árni Pálsson lögmaður, sem ritaði stefnda bréfin tvö sem áður er minnst á, kvaðst muna eftir að hafa fengið símtal frá stefnda eftir að hann ritaði fyrra bréfið. Hann kvaðst þó ekki geta munað með vissu hvað þei m hafi farið á milli, en vegna þess hvernig eftirleikurinn hafi verið horfi það svo við sér að stefndi hafi verið að mótmæla fjárhæðum en ekki aðild. IV Mál þetta snýst mest um það hvort nægilegar sönnur hafi verið færðar á það að stefndi hafi átt graðhes tana tvo. Eftir því sem fram hefur komið voru þeir ómerktir, ómarkaðir og óskráðir. Stefnandi fangaði hestana og krafðist síðan nauðungarsölu á þeim, allt samkvæmt heimildum í lögum nr. 38/2013. Í því ferli var ætíð miðað við að stefndi ætti þá. Stefndi er meðeigandi að jörðinni Skriðulandi. Eftir því sem fram hefur komið af hálfu Snorra Finnlaugssonar og vitnisins Davíðs Jónssonar hefur hann haft þar stóð sem ítrekað hefur sloppið úr haldi. Báðir bera að þessir tveir hestar, þá folöld, hafi sloppið með st óði árið áður og hafi stefndi þá orðið við tilmælum um að sækja þá. Við þetta bætist framburður Árna Pálssonar um símtal frá stefnda eftir að fyrra áskorunarbréfið var sent. Þegar þessu er öllu til skila haldið verður að leggja til grundvallar að hestarnir hafi verið á vegum stefnda og á hans ábyrgð. Verður því ekki sýknað vegna aðildarskorts. 8 Fjallað verður í einu lagi um sýknukröfu stefnda vegna misræmis fjárhæða, þess að ekki sé sýnt að reikningar hafi verið greiddir og kröfur hans um lækkun fjárhæðar. S tefnandi krefur stefnda um 40.000 krónur vegna föngunar hrossanna. Hefur sú tala verið óbreytt frá öndverðu. Kveðst stefnandi hafa verið með tvo starfsmenn sína og Davíð Jónsson á sínum vegum við verkið. Reikningur liggur frammi frá Skriðuhestum ehf., þar sem krafist er 16.000 króna auk virðisaukaskatts, samtals 19.840 vegna föngunarinnar. Er því ljóst að ekki er krafist endurgreiðslu virðisaukaskattsins, heldur í heild greiðslu fyrir 5 menn í tvo tíma, 4.000 króna vegna hvers, samtals 40.000 króna. Var svo gert í öndverðu og í uppboðsbeiðni. Að þessu gættu verður þessi liður tekinn til greina. Fyrir liggur að dýralæknir gerði reikning á hendur stefnanda vegna skoðunar á hrossunum að fjárhæð 49.982 krónur. Stefnandi kveðst hafa greitt reikninginn og ekki ver ður við annað miðað en að honum hafi verið það skylt. Verður þessi kröfuliður tekinn til greina. og verður tekinn til greina. Tveir reikningar liggja frammi se m Skriðuhestar ehf. gerðu á hendur stefnanda vegna geymslu hestanna. Báðir eru áritaðir um greiðslu. Fyrri reikningurinn er vegna tímabilsins 16. ágúst til 13. september 2017. Segir í honum að magn sé 2, taxti 72.500 og heild sé 145.000. Við bætist virðisa ukaskattur. Er þarna, eftir því sem best verður séð, aðeins krafist 2.589 króna á hest á dag (145.000 krónur/28 dögum/2 hestum). Seinni reikningurinn er vegna tímabilsins 14. september til 3. nóvember 2017 og hljóðar um 635.000 krónur vegna tveggja graðhes ta. Við bætist virðisaukaskattur. Er þarna, eftir því sem best verður séð, krafist 6.350 króna á hest á dag (635.000 krónur/50 dögum/2 hestum). Sveitarstjóri stefnanda kvaðst ekki gera sér grein fyrir því hvað ylli þessu misræmi, en áréttaði að samið hefði verið um 5.000 krónur á hest á dag fyrir utan virðisaukaskatt. Fyrri reikningurinn er dagsettur 17. maí 2018 en sá síðari 26. nóvember 2018. Er ljóst að þeir hljóða í heild um 5.000 krónur fyrir hest á dag fyrir utan virðisaukaskatt, (78 dagar x 5.000 kr ónur x 2 hestar = 780.000 krónur). Að viðbættum virðisaukaskatti nemur fjárhæðin í heild 967.200 krónum sem gerð er krafa um í stefnu. Þrátt fyrir að þetta misræmi sé óútskýrt er samtala reikninganna í samræmi við dómkröfur stefnanda. Ekki þykir sýnt að þe ir séu bersýnilega ósanngjarnir, þrátt fyrir framlögð gögn um kostnað af þjónustu tamningamanns í öðrum landshluta. Verður þessi kröfuliður því tekinn til greina. Sölulaun í ríkissjóð námu 1.000 krónum. Í beiðni um nauðungarsölu var gjald í ríkissjóð tilgr eint 5.900 krónur, sem var lágmarksfjárhæð samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 88/1991, sbr. 25. gr. laga nr. Eftir þessu verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda stefnufjárhæð ina. Deilt er um upphafstíma dráttarvaxta. Stefnandi gerði stefnda reikning þann 17. desember 2017. Þar var uppboðskostnaður ekki tilgreindur og geymslukostnaðurinn tilgreindur án virðisaukaskatts. Reikningar fyrir geymslukostnaði, sem eru meginhluti dómkr öfunnar, eru ekki dagsettir fyrr en á árinu 2018. Er óútskýrt hvernig stefnandi gat krafið stefnda með réttu um endurgreiðslu þeirra fyrir þann tíma. Með það í huga verður beitt reglu 3. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 og dráttarvextir dæmdir frá þeim tíma er málið var höfðað þann 16. febrúar 2019. Málskostnaður ákveðst 600.000 krónur. Erlingur Sigtryggsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Gætt var ákvæðis 1. mgr. 115. gr. laga nr. 9 1/1991. Dómsorð: Stefndi, Arnar Gústafsson, greiði stefnanda, Hörgársveit, 1.051.275 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, frá 16. febrúar 2019 til greiðsludags og 600.000 krónur í málskostnað.