LANDSRÉTTUR Dómur fimmtudaginn 16. júní 202 2 . Mál nr. 534/2021 : Ákæruvaldið ( Óli Ingi Ólason saksóknari ) gegn X ( Bjarni Hauksson lögmaður) ( Gunnhildur Pétursdóttir réttargæslumaður) Lykilorð Brot í nánu sambandi. Barnaverndarlagabrot. Heimfærsla. Sakartæming. Sönnun. Útdráttur X var ákærður fyrir stórfelld brot gegn þáverandi sambýliskonu sinni og þremur börnum þeirra sem náðu yfir um tveggja ára tímabil, sbr. 1. mgr., sbr. 2. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 98. gr. barnaver ndarlaga nr. 80/2002. Í dómi Landsréttar var rakið að samkvæmt núgildandi ákvæði 218. gr. b almennra hegningarlaga verði ofbeldisbrot í nánum samböndum virt heildstætt og eftir atvikum án þess að sanna þurfi hvert og eitt tilvik fyrir sig. Sé ákvæðinu þann ig fyrst og fremst ætlað að ná yfir háttsemi sem staðið hafi yfir í lengri eða skemmri tíma, þótt því verði jafnframt beitt um einstök tilvik. Að virtum gögnum málsins og framburði ákærða og brotaþola í héraði væru ekki efni til að hrófla við mati héraðsdó ms á niðurstöðu um sakfellingu ákærða. Þá var, með hliðsjón af framburði brotaþolanna, tekið undir með hinum áfrýjaða dómi um að á heimili þeirra og ákærða hafi myndast ógnarástand þar sem búast hafi mátt við ofbeldi af hálfu ákærða næstum hvenær sem var. Með lögleiðingu ákvæðis 218. gr. b almennra hegningarlaga hafi verið lögð sérstök áhersla á það ógnarástand sem tilgreind tegund ofbeldis gæti skapað og þá langvarandi andlegu þjáningu sem því gæti fylgt. Trúverðug lýsing eins brotaþolanna á ógnarástandinu benti til mjög alvarlegs og langvinns heimilisofbeldis. Voru brot ákærða heimfærð undir 1. mgr., sbr. 2. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga, sem tæmi sök gagnvart þeim ákvæðum barnaverndarlaga sem ákært var fyrir. Var refsing X ákveðin fangelsi í eitt ár og sex mánuði og honum gert að greiða brotaþolum miskabætur. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Hervör Þorvaldsdóttir , Ragnheiður Harðardóttir og Símon Sigvaldason . 2 Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 7. júlí 2021 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Málsgögn bárust réttinum 25. febrúar 2022. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjaness 18. júní 2021 í málinu nr. S - /2020 . 2 Ákæruvaldið krefst þess að brot ákærða verði heimfærð undir 1. mgr., sbr. 2. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og að refsing hans verði þyngd. 3 Ákærði krefst aðallega sýknu af kröfum ákæruvaldsins en til vara að refsing hans verði milduð. Þá krefst ákærði þess að einkaré ttarkröfum brotaþola verði vísað frá héraðsdómi ellegar að þær verði lækkaðar. 4 Brotaþolar krefjast miskabóta úr hendi ákærða með eftirfarandi hætti. A krefst miskabóta að fjárhæð 2.500.000 krónur, B , miskab óta að fjárhæð 1.500.000 krónur, C , miskab óta að fjárhæð 1.000.000 krón a og D , miskab ó t a að fjárhæð 1.000.000 krón a. Allir brotaþolar krefjast þess að miskabætur beri vexti samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 29. júní 2019 til 17. október 2019, en dráttarvexti samkvæmt 1. m gr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. 5 Við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti voru spilaðar hljóð - og myndupptökur af framburði ákærða og brotaþolanna fyrir héraðsdómi. Málsatvik og sönnunarfærsla 6 Málsatvikum og framburði ákærða og vitna er skil merkilega lýst í hinum áfrýjaða dómi. Svo sem þar er nánar rakið var ákærða með ákæru lögreglustjórans á Suðurnesjum 6. maí 2020 gefið að sök ofbeldisbrot gegn þáverandi sambýliskonu sinni og þremur börnum þeirra, sem hafi átt sér stað í á árunu m 2017 til 2019. Voru brotin talin varða við 1., sbr. 2. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga. 7 Í ákæru voru brot ákærða gagnvart þáverandi sambýliskonu sinni rakin í A. kafla. Brotunum á tímabilinu var almennt lýst í inngangi kaflans, en síðan var þremu r nánar tilgreindum tilvikum lýst í I. til III. lið A. kaflans. Með samsvarandi hætti var brotum ákærða gagnvart börnum sínum lýst í B. kafla ákærunnar. Var háttseminni á tímabilinu lýst í almennum hluta í inngangi kaflans, en tilgreindum tilvikum sem öll áttu sér stað 9. júní 2019 gagnvart hverjum brotaþolanna fyrir sig síðan lýst í töluliðum 1 til 3 í V. lið kaflans. Þessu til viðbótar var í IV. lið B. kafla ákærunnar lýst brotum ákærða gagnvart börnum sínum, að því marki er þau urðu öll þrjú vitni að bro tum ákærða gagnvart sambýliskonu sinni samkvæmt I. lið í A. kafla. Að síðustu var broti hans gagnvart brotaþolanum B , að því marki sem brotaþolinn varð vitni að broti ákærða gagnvart sambýliskonu sinni samkvæmt III. lið A. kafla, lýst í VI. lið B. kafla ák ærunnar. 8 U ndir meðferð málsins fyrir héraðsdómi féll ákæruvaldið frá liðum I til III í B. kafla ákærunnar, auk þess að falla frá ákæruefni að því marki sem brot ákærða gagnvart brotaþolunum voru talin hafa átt sér stað í á árunum 2009 til 2017 . M eð hinum 3 áfrýjaða dómi var ákærði sakfelldur samkvæmt öllum liðum ákæru sem eftir stóðu að öðru leyti en því að hann var sýknaður af þeirri háttsemi samkvæmt 1. tölulið V. liðar B. kafla að hafa 9. júní 2019 hótað brotaþolanum B lífláti, gripið í föt hans og brjóstkassa og að hafa sveiflað annarri höndinni fyrir ofan höfuðið á honum og ógnað honum með reiðilegri háttsemi og að hafa sparkað í rúmdýnu. Var háttsemi ákærða samkvæmt öllum liðum ákæru talin varða við 1. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga. Þá var ákærði dæmdur til eins árs fangelsisrefsingar og til að greiða brotaþolunum miskabætur. Ákæruvaldið unir niðurstöðu um sýknu af hinni tilgreindu háttsemi hér fyrir dómi og kemur sú niðurstaða því ekki til endurskoðunar fyrir Landsrétti. Niðurstaða 9 Se m fyrr greinir krefst ákærði sýknu sér til handa. Í greinargerð hans til Landsréttar er vikið að ákæruskjalinu í málinu og því lýst að það samrýmist vart c - lið 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Lýsingar séu mjög opnar og almennar, skör un sé á milli ákæruliða, auk þess sem ákæran sé óskýr og til þess fallin að flækja varnir ákærða. Þessir annmarkar kunni að varða því að málinu verði vísað frá dómi. 10 Í ofan greindum liðum I til III í B. kafla ákæru var ákærða með almennum hætti gefið að sö k brot gegn hverjum brotaþolanna fyrir sig, en þeirri háttsemi var jafnframt lýst í inngangi B. kaflans. Var því um endurtekn a atvikalýsingu að ræða. Með því að falla frá greindum liðum var ákæran einfölduð til muna. Eftir stendur eigi að síður að ákærða e r gefið að sök annars vegar að beita brotaþola ofbeldi og hins vegar að ógna heilsu og velferð brotaþolanna með því að brotaþolar hafi orðið vitni að ofbeldi ákærða gagnvart öðrum brotaþolum. Tiltekin skörun er því óhjákvæmileg í lýsingu á háttsemi í ákæru nni. Þó svo að ákæran hefði mátt vera einfaldari um lýsingu atvika verður ekki talið að hún sé óskýr þannig að hamli vörnum ákærða eftir að fallið var frá hluta atvikalýsingar. Eru því ekki efni til að vísa málinu frá dómi án kröfu á þeim grunni . 11 Að þ ví er einstaka ákæruliði varðar er í almennum hluta hins áfrýjaða dóms gerð grein fyrir atvikum málsins og framburði ákærða og vitna. Í niðurstöðukafla dómsins er á ný gerð grein fyrir tilteknum framburði brotaþolanna og þá á þann veg hvernig hann samrýmis t verknaðarlýsingu ákærunnar með hliðsjón af því að ákærði neitaði sök að öllu leyti. Verður ekki annað ráðið af niðurstöðukafla dómsins en að héraðsdómur hafi með því að rekja tiltekna þætti úr framburði leitast við að leggja frekara mat á trúverðugleika framburða brotaþolanna. Að því er trúverðugleika framburðar ákærða varðar er einungis tekið fram, um tilvikið 29. júní 2019, sem fjallað er um í III. lið A. kafla og VI. lið B. kafla ákæru, að neitun ákærða á sök að því er það atvik varðar þyki ótrúverðug í ljósi trúverðugs framburðar brotaþolans A og vitnisins G . Allt að einu verður að miða við að héraðsdómur hafi lagt mat á framburð ákærða gagnvart einstökum ákæruliðum og talið að trúverðugur framburður brotaþolanna, öndvert 4 framburði ákærða, leiddi til þ ess að hafið væri yfir skynsamlegan vafa að ákærði væri sekur um þau brot er honum var gefið að sök í ákæru. 12 Ákærða er gefið að sök heimilisofbeldisbrot, sem náðu yfir um tveggja ára tímabil. Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi um breyting u á almennum hegningarlögum og leiddu í lög ákvæði núgildandi 218. gr. b almennra hegningarlaga segir að með ákvæðinu sé horfið frá því að líta á ofbeldi í nánum samböndum sem samansafn einstakra tilvika og athyglin færð yfir á þá viðvarandi ógn og andleg u þjáningu sem það hafi í för með sér. Með öðrum orðum verði ofbeldisbrot í nánum samböndum virt heildstætt og eftir atvikum án þess að sanna þurfi hvert og eitt tilvik fyrir sig. Sé ákvæðinu þannig fyrst og fremst ætlað að ná yfir háttsemi sem staðið hafi yfir í lengri eða skemmri tíma , þótt því verði jafnframt beitt um einstök alvarleg tilvik. 13 Að öllu framangreindu virtu eru ekki efni til að hrófla við mati héraðsdóms á niðurstöðu um sakfellingu ákærða og verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur að því leyti. 14 Sem fyrr g reinir eru brot ákærða í ákæru talin varða við 1., sbr. 2. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga. Samkvæmt 2. mgr. 218. gr. b getur brot varðað fangelsi allt að 16 árum sé það stórfellt. Við mat á grófleika verknaðar skal sérstaklega líta til þess hvort þ olandi hafi beðið stórfellt líkams - eða heilsutjón eða bani hlotist af. Enn fremur ber að líta til þess hvort brot hafi verið sérstaklega sársaukafull t eða meiðandi, hafi staðið yfir í langan tíma eða hvort gerandi hafi misnotað freklega yfirburðastöðu sína gagnvart þolanda. Ekki er í athugasemdum með 2. mgr. 218. gr. b að finna frekari leiðsögn um hvaða tilvik gætu fallið undir 2. mgr. greinarinnar. 15 Ekk ert af þeim tilvikum sem ákært er fyrir fól í sér sérstaklega hættulega aðferð eða leidd i af sér stórfellt líkams - eða heilsutjón fyrir brotaþola . Framburður brotaþolans B var einkar skýr um það ofbeldisástand er bræður hans og móðir bjuggu við vegna ákærð a, en hann lýsti því meðal annars fyrir héraðsdómi að þegar móðir hans hafi greint honum frá því að þau væru að flytja til Íslands og að þau myndu búa hjá ákærða hafi hann . Eftir komu til Íslands h afi ákærði margoft lamið móður hans , en ákærði hafi beitt hana líkamlegu ofbeldi í hverri viku. Ofbeldið hafi verið fólgið í því að rífa í hár hennar , sparka í hana, ýta henni og kalla hana öllum illum nöfnum. Hafi B grátið oft um nætur vegna þess a. Að því er varðaði B sjálfan hafi ákærði gripið í hár hans og lamið hann í andlitið. Þegar B hafi legið á gólfinu hafi ákærði sparkað í hann. Ofbeldið hafi byrjað fljótlega eftir að fjölskyldan flutti til Íslands. Ákærði hafi hótað því að ef fjölskyldan kærði hann til lögreglu myndi hann drepa þau . Brotaþolarnir hafi verið búnir að gera flóttaáætlun vegna ofbeldisins, en B hafi verið mjög hræddur heima hjá sér. Eftir að ákærði hafi verið fjarlægður af heimilinu hafi fjölskyldan áfram verið óttaslegin gagn vart því að hann kæmi heim. Ef einhvern bar að garði og knúið var dyra hefði ekki verið opnað fyrr en búið v ar að kíkja út og athuga hver væri á ferðinni. Einkum m eð vísan til þessa framburðar brotaþolans B er tekið undir með hinum áfrýjaða dómi 5 að þegar l itið sé til framburða r brotaþolanna verði að telja að á heimili þeirra með ákærða hafi myndast ógnarástand þar sem búast hafi mátt við ofbeldi af hálfu ákærða næstum hvenær sem er. 16 Með lögleiðingu ákvæðis 218. gr. b almennra hegningarlaga var lögð sérstök áhersl a á það ógnarástand sem tilgreind tegund ofbeldis gæti skapað og þá langvarandi andlegu þjáningu sem því gæti fylgt. Trúverðug lýsing brotaþolans B á ógnarástandinu bendir til mjög alvarlegs og langvinns heimilisofbeldis. Viðvarandi ógnarástand innan veggja heimilis í um tvö ár er langur tími fyrir þann sem ofbeldi er beittur. Ákærði misnotaði freklega yfirburðastöðu sína í ljósi þess að hann hélt þáverandi sambýliskonu sinni o g þremur börnum í þessu ógnarástandi. Þegar þessi atriði eru virt verður brot ákærða heimfært undir 1., sbr. 2. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga, sem tæmir sök gagnvart þeim ákvæðum barnaverndarlaga nr. 80/2002 sem ákært er fyrir. 17 Með vísan til þeir ra sjónarmiða sem tilgreind eru í hinum áfrýjaða dómi um ákvörðun refsingar og að því gættu að háttsemi ákærða er felld undir 1., sbr. 2. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga, er refsing ákærða ákveðin fangelsi í eitt ár og sex mánuði. 18 Ákvæði hins áfrýj aða dóms um miskabætur til brotaþola og sakarkostnað er staðfest. 19 Á kærða verður gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns og þóknun réttargæslumanns brotaþola nna sem ákveðin verða að meðtöldum virði saukaskatti eins og í dómsorði grein ir. Dómsorð: Ákærði, X , sæti fangelsi í eitt ár og sex mánuði. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um miskabætur til brotaþola og sakarkostnað er staðfest. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, 1.876.372 krónur, þar með t alin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Bjarna Haukssonar lögmanns, 1.116.000 krónur og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþolanna, Gunnhildar Pétursdóttur lögmanns, 697.500 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjaness 18. júní 2021 Mál þetta, sem dómtekið var að lokinni aðalmeðferð 23. apríl, er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Suðurnesjum, útgefinni 6. maí 2020, á hendur X , kt. stórfelld brot í nánu sambandi og brot gegn barnavern darlögum sem hér segir; A. árunum [...] 2017 til 2019 á Íslandi, með því að hafa, ítekað, endurtekið og á alvarlegan hátt og sérstaklega sársaukafullan og meiðan di hátt, ógnað lífi hennar, heilsu og velferð með líkamlegu og andlegu ofbeldi, slegið hana í andlitið og axlir, sparkað í hana, öskrað á hana, ýtt henni og togað í 6 hana, m.a. í hár hennar, og með því að hóta henni, m.a. lífláti og líkamsmeiðingum, m.a. se m hér nánar greinir: Með því að hafa þann 8. nóvember 2017, á alvarlegan - , sársaukafullan - og meiðandi hátt, ógnað lífi, heilsu og velferð A á þáverandi heimili þeirra að , slegið A með ferðatösku í höfuð og í framhaldi farið með ferðatöskuna in n í hjónaherbergi þeirra og haft þvaglát í töskuna. II.( ) Með því að hafa þann 9. júní 2019, á alvarlegan - , sársaukafullan - og meiðandi hátt, ógnað lífi, heilsu og velferð A á þáverandi heimili þeirra að , rifið 53 cm langa handklæðaslá úr keramiki af veggnum á baðherbergi og slegið A með handklæðaslánni í höfuðið þannig að handklæðasláin brotnaði og slegið A með flötum lófa vinstra megin í andlitið. Urðu afleiðingar árásar ákærða þær að A hlaut 4 cm kúlu á höfuðið III.( ) Með því að hafa þann [29 ]. júní 2019, á alvarlegan - , sársaukafullan - og meiðandi hátt, ógnað lífi, heilsu og velferð A á þáverandi heimili þeirra að , með því að hafa gripið harkalega í öxlina á henni en A tókst að rífa sig lausa og komast undan ákærða með því að hlaupa út úr húsinu eftir aðstoð. Telst framangreind háttsemi ákærða í lið A varða við 1., sbr. 2. mgr. 218. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. B. bæði andlega og líkamlega, og ítekað, endurtekið og á alvarlegan hátt og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt, ógnað lífi þeirra og móður þeirra, heilsu þeirra og velf erð með líkamlegu og andlegu ofbeldi og hótað þeim lífláti og líkamsmeiðingum, m.a svo sem hér nánar greinir: [...] IV.( ) Með því að hafa með háttsemi þeirri sem líst er í ákærulið A.I., á alvarlegan sársaukafullan - og meiðandi hátt, ógnað heilsu og ve lferð barna sinna, B , C og D , sem urðu vitni að framangreindri háttsemi sem líst er í ákærulið A.I, og með háttsemi sinni misboðið þeim svo andlegri heilsu þeirra var hætta búin. V.( ) 1. Með því að hafa, þann 9. júní 2019, á þáverandi heimili fjölskyldu hans að , misþyrmt og misboðið ólögráða syni sínum, B , bæði andlega og líkamlega og með þeirri háttsemi á alvarlegan - , sársaukafullan - og meiðandi hátt, ógnað lífi, heilsu og velferð han s, með því að kasta 400 gramma tebolla með heitu tei í átt að honum sem hafnaði í nálægum stiga, hótað honum lífláti, gripið í föt hans á brjóstkassa og sveiflað annarri höndinni fyrir ofan höfuðið á honum og ógnað honum með reiði sinni og háttsemi, sparka ð í rúmdýnu, rifið handkláðaslá af vegg á baðherbergi og slegið með henni í stigahandrið og í höfuð móður hans en jafnframt slegið móður hans í andlitið með höndinni, sbr. ákærulið A.II að honum ásjáandi og í framhaldi ráðist að bræðrum hans, C og gripið u m hár hans og sveiflað höfði hans til og frá og slegið D í höfuðið, sbr. ákæruliði B.V.2 og 3. 2. Með því að hafa, þann 9. júní 2019, á þáverandi heimili fjölskyldu hans að , misþyrmt og misboðið ólögráða syni sínum, C , bæði andlega og líkamlega og með þeirri háttsemi á alvarlegan - , sársaukafullan - og meiðandi hátt, ógnað lífi, heilsu og velferð hans, með því að grípa í hár hans og sveiflað höfði hans til og frá, en einnig ráðist að móður hans og bræðrum sbr. ákæruliði A.II og B.V.1. og 3. að honum ásjáa ndi. 3.Með því að hafa, þann 9. júní 2019, á þáverandi heimili fjölskyldu hans að , misþyrmt og misboðið ólögráða syni sínum, D , bæði andlega og líkamlega og með þeirri háttsemi á alvarlegan - , sársaukafullan - og meiðandi hátt, ógnað lífi, heilsu og velf erð hans, með því að hafa slegið D í höfuðið, en einnig ráðist að móður hans og bræðrum sbr. ákæruliði A.II og B.V.1. og 2. að honum ásjáandi. 7 VI.( ) Með því að hafa með háttsemi þeirri sem líst er í ákærulið A.III, á alvarlegan - , sársaukafullan - og meið andi hátt, ógnað heilsu og velferð ólögráða sonar síns, B , sem varð vitni að framangreindri háttsemi sem líst er í ákærulið A.III, og með háttsemi sinni misboðið honum svo andlegri heilsu hans var hætta búin. Telst framangreind háttsemi ákærða í lið B var ða við 1., sbr. 2. mgr. 218. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 1. mgr. 98. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkröfur: Af hálfu A , kt. , er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða henni miskabætur að fjárhæð kr. 2.500.000, - auk vaxta skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 8. nóvember 2017 til þess dags er mánuður er liðinn frá birtingu skaðabótakröfunnar en m eð dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Einnig er þess krafist að ákærði verði dæmdur til greiðslu þóknunar vegna réttargæslu að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum v irðisaukaskatti á réttargæsluþóknun. Af hálfu A , er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða ólögráða syni hennar, B , kt. , miskabætur að fjárhæð kr. 1.500.000, - ásamt vöxtum skv. 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá 9. júní 2019 þar til mánuður e r liðinn frá birtingu bótakröfunnar, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá er gerð krafa til þess að ákærði verði dæmdur til greiðslu þóknunar vegna réttargæslu að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögð um málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti á réttargæsluþóknun. Af hálfu A , er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða ólögráða syni hennar, C , kt. , miskabætur að fjárhæð kr. 1.000.000, - ásamt vöxtum skv. 8. gr. vaxtalaga nr. 3 8/2001 frá 9. júní 2019 þar til mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfunnar, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá er gerð krafa til þess að ákærði verði dæmdur til greiðslu þóknunar vegna réttargæslu að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti á réttargæsluþóknun. Af hálfu A , er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða ólögráða syni hennar, D , kt. , miskabætur að fjárhæð kr. 1.000.000, - ásamt vöxtum skv. 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá 9. júní 2019 þar til mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfunnar, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá er gerð krafa til þess að ákærði verði dæmdur t il greiðslu þóknunar vegna réttargæslu að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum Ákærði neitar sök og krefst sýknu. Einkaréttarkröfum verði vísað frá dómi. Til vara krefst hann vægustu refsingar og lækkunar bótakrafna. Sakarkostnaður verði allur greiddur úr ríkissjóði. Undir rekstri málsins varð brotaþolinn B átján ára gamall. Hann gerir nú bótakröfu sína í eigin nafni. Málavextir Ákærði, X , og brotaþolinn A voru í sambúð og e iga saman þrjá drengi, brotaþolana B fæddan , C fæddan og D fæddan . Fjölskyldan flutti til Íslands árið og átti heima á í en mun hafa flutt á í í nóvember . Samkvæmt lögregluskýrslu var óskað eftir lögregluaðstoð að kl. 02:07 hinn 8. nóvember 2017, vegna mikils hávaða sem bærist úr íbúð þar. Samkvæmt tilkynnanda væru þar barsmíðar og öskur. Lögregla fór þegar á vettvang og knúðu dyra á íbúð . Þar kom til dyra A og sagðist hafa verið að rífast við barnsföður sinn. Hefði hvort öskrað á annað. Spurð um líkamlegt ofbeldi sagði hún svo ekki hafa verið. 8 Ástæða rifrildisins væri að hann væri kominn með aðra konu. Lögregla ræddi við barnsföðurinn, X , og var frásögn hans á sömu lund. Samkvæmt skýrslunni voru engir sjáanlegi r áverkar á A og ákærða. Á heimilinu hafi verið þrír drengir, brotaþolarnir B , C og D . Starfsmaður barnaverndar hafi rætt við þá símleiðis með aðstoð túlks. Samkvæmt upplýsingaskýrslu ræddi lögregluþjónn við A á heimili hennar morguninn eftir. Samkvæmt ský A hefði viljað fá umhugsunarfrest áður en hún tæki ákvörðun um hvort hún gæfi lögreglu skýrs lu vegna málsins. Samkvæmt upplýsingaskýrslu lögregluþjóns, dags. 8. nóvember 2017 kl. 04:31 var lögregluþjónninn viðstaddur hluta A á því að mjög gjarnan væru foreldrar þeirra að rífast. Þeir sögðu [föður] þeirra vera mjög vondan við móður þeirra og stundum legði hann hendur á hana. Aðspurðir um það sem gerst hafi í kvöld, sögðu þeir að faðir þeirra hafi verið mjög vondur við mömmu þei rra og að þeir haldi að hann hafi lagt á hana hendur en þeir hafi ekki séð nákvæmlega hvað hafi gerst en heyrt hvað gekk á. Þeir sögðu [föður] þeirra hafa hótað móður þeirra að hann færi af heimilinu og myndi skilja þau ein eftir. Þeir sögðu að farið þeirr a hafi reynt að skemma mikilvæga pappíra en skýrðu það ekki nánar, kváðu hann meðal annars hafa reynt að kasta þvagi yfir þessi gögn. Þeir sögðu [föður] þeirra hafa kastað þvagi á rúm foreldra sinna. Þá sögðu þeir frá því að amma þeirra sem nú væri gestkom andi reyndi alltaf að gera lítið úr því stuttlega við A ásamt fulltrúa barnaverndar, henni var að hluta kynnt það sem drengirnir sögðu og án þess að viðurke Í skýrslunni kemur fram að á vettvangi hafi verið móðir ákærða. Hún hafi sagt sig vera gestkomandi á heimilinu en búsetta erlendis. Samkvæmt lögregluskýrslu óskaði A eftir því við lögreglu a ð rannsókn málsins yrði hætt og hinn 26. apríl 2019 var það gert. Rannsóknin hófst að nýju 4. október 2019 í kjölfar rannsóknar á öðru atviki. Við rannsókn þess máls hafi A sagt svo frá að umrædda nótt, 8. nóvember 2017, hafi ákærði tekið fram tvær ferðatö skur og byrjað að pakka í þær því hann ætlaði að flytja að heiman. Hún hafi reynt að róa hann og taka dót úr töskunum en hann hafi þá lamið hana þrisvar mjög fast ofan á höfuðið með annarri töskunni þegar hún hafi kropið á gólfinu. Í framhaldinu hafi hann farið með töskuna í hjónaherbergið og kastað af sér vatni ofan í hana, en í töskunum hafi verið dót þeirra beggja. Samkvæmt lögregluskýrslu var kl. 21:32 hinn 9. júní 2019 óskað eftir aðstoð vegna heimilisófriðar á . Í tilkynningu kom fram að þaðan heyr ðust mikil öskur og læti. Þegar lögregla kom á vettvang tók á móti henni tilkynnandinn F og benti á íbúð , þaðan bærust mikil læti og öskur. Samkvæmt skýrslunni er raðhús á tveimur hæðum. Lögregla knúði dyra og á móti henni tók A og sagði ekkert haf A B , C og D , sá fyrst ærði var sagður vera á efri hæð. Lögregla ræddi við hann og sagði hann ekkert hafa gengið á. Þau A ar ákærði handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Samkvæmt skýrslunni sagði A á vettvangi að ákærði hefði verið að skamma B og orðið mjög æstan. Hann hefði rifið handklæðaslá úr keramik af vegg baðherbergisins. A hafi þá orðið hrædd um öryggi drengjanna og b eðið þá um að fara niður og út. Því næst hafi ákærði lamið A í höfuðið með handklæðaslánni og hafi sláin brotnað við það. Eftir B er haft að ákærði hafi reynt að drepa hann. Ákærði drekki of mikið og hafi oft lamið bræðurna. B sé mjög hræddur við ákærða og þori ekki að vera einn heima með honum. Daginn eftir eigi A að fara til með yngri drengina tvo og B þori ekki að vera einn heima með ákærða. Á vettvangi C sagt sig mjög hræddan við ákærða. C hafi tekið í hár sitt til að sýna hvernig ákærði hefði tekið í það og kastað honum til. Væri þetta ekki í fyrsta sinn sem ákærði legði hendur á þá. Í skýrslunni segir að lögregla hafi flutt A á slysadeild. A hafi verið með stóra kúlu hægra megin á höfðinu. Læknir hafi sagt kúluna um 4 cm á breidd. 9 A gaf skýrslu á l ögreglustöð sama kvöld og hófst skýrslutakan kl. 23:19. Skal þess getið hér að samkvæmt samantekt um skýrslutökuna var A spurð út í ofbeldi af hálfu ákærða í garð drengjanna, og svo A segir það kannski hafa átt sér stað ef hann var mjög drukkinn og bendir á atvik sem lögregla kom að fyrir rúmlega ári síðan. Þá hafi hann eitthvað stjakað við börnunum, en A fór ekki nánar út í það. A viðurkennir að [ákærði] hafi beitt sig líkamlegu ofbeldi áður en vill meina að hann hafi ekki beitt sig ofbeldi í um A hafi verið gerð grein fyrir þeim úrræðum sem í boði séu fyrir þolendur og gerendur heimilisofbeldis. Eftir henni er haft að hún skilji þau en málið sé flókið og hún viti ekki hvað hún eigi að gera. Ákærði hafi, ve gna síðasta máls, spurt hvort hún hafi rætt við lögregluna. Hann hafi þá sagt henni að tala við lögreglu og óska eftir að rannsókn verði hætt. Hann hafi jafnframt hótað að fara frá henni. A var spurð hvort hún vildi halda málinu áfram með formlegri kæru og nýta sér þau úrræði sem til boða séu. Eftir henni er haft að hún viti ekki hvað gera skuli. Hún hafi ætlað til morguninn eftir með tvo yngri drengina en nú viti hún ekki hvað hún eigi að gera. Var hún í framhaldinu hvött til að ræða við fulltrúa félag sþjónustunnar og lögmann sinn og ákveða framhaldið með hagsmuni sína og barnanna í huga. Hugsanlegt sé að tekin verði skýrsla af drengjunum síðar. Svo segir: A spurði hvort hún kæmi til með að missa börnin sín, en réttargæslumaður og rannsakari útskýrðu f yrir afleiðingarnar ef ákærði komist að því að hún hafi gefið skýrslu hjá lögreglu. Hún er þá spurð hvort henni líði vel í sambandinu með ákærða og ef tir henni er haft að hún sé alltaf hrædd, hann viti að hún geti ekki ein staðið straum af afborgunum af íbúðinni og hafi sagt henni að ef hún missi húsið missi hún börnin. Í málinu liggur ljósmyndamappa lögreglu frá heimilinu. Kemur þar meðal annars fram a ð á efri hæð íbúðarinnar er herbergi B og baðherbergi. Á mynd af baðherbergi má sjá festingar fyrir handklæðaslá á vegg, gegnt baðkari. Samkvæmt mælingu lögreglu eru 53 cm milli festinganna. Á einni mynd má sjá hluta af handklæðaslá liggja á baðherberginu stiganum mil A hafi greint frá að sé sams konar og ákærði hafi kastað að B . Í gögnunum segir að bollinn hafi vegið 400g. Samkvæmt lögregluskýrslu var óskað eftir aðstoð lögreglu kl. 19:09 hinn 29. júní 2019 á . Tilkynnandi hafi verið G sem hafi sagt að B , sonur vinafólks, hafi komið hlaupandi og sagt föður sinn vera að ganga í skrokk á móður sinni. Lögregla hafi farið á v ettvang og þar verið ákærði einn heima og áfengisþefur frá vitum hans. Er haft eftir honum að A væri að vinna. Stuttu síðar hafi A ún hafi komið heim til sín úr vinnu ásamt B og þegar þau hafi gengið inn hafi ákærði tekið ógnandi á móti þeim svo B hafi hlaupið út af ótta. Þegar ákærði hafi gripið í öxlina á A hafi hún líka orðið hrædd og hlaupið út. B hafi staðfest frásögn A . Bæði haf i greint frá því að þau hafi verið búin að skipuleggja flóttaáætlun fyrir B ef ákærði væri ölvaður og ógnandi. Í skýrslu er haft eftir A að ákærði hafi rúmlega tveimur vikum áður gengið svo í skrokk á henni að hún hafi þurft að fara á sjúkrahús og væri það A sagði að þetta væri búið að vera langvarandi heimilisofbeldi af hálfu [ákærða] og börnin væru öll hrædd við Í skýrslunni segir að ákærði hafi verið fluttur á lögreglustöð og þar hafi hann blásið í áfengism æli A gaf skýrslu að nýju hjá lögreglu 30. september 2019 og kvaðst þá vilja bæta við fyrri framburð sinn. Í samantekt er haft eftir henni er haft að hún sé hrædd við ákærða. Þegar hann hafi slegið hana með stykkinu hafi h ún talið að hún myndi ekki lifa af. Í samantektinni er haft eftir henni að ákærði hafi lamið hana á efri hæðinni við innganginn að herbergi B . Einnig hafi hann beitt kastað tekönnu að B , togað mjög 10 fast í hárið á C sem hafi í kjölfarið grátið í tvær vikur og kvartað undan óþægindum í höfuðleðri. Einnig hafi ákærði gripið í D . Hún viti ekki hvort ákærði hafi gert meira við D þetta kvöld. Í sömu skýrslutöku ræddi A um atvikið 8. nóvember 2017. Í samantekt er haft eftir henni að ákærði hafi lamið hana í höfuði ð með stórri plastferðatösku, þrisvar eftir því sem hún haldi. Í töskunni hafi Í samantektinni kemur fram að A hafi verið spurð um ofbeldi ákærða í hennar garð á Íslandi. Eftir he nni er haft að tvö verstu atvikin séu þau sem hún hafi þegar greint frá, en fyrir utan þau séu hugsanlega þrjú sem ekki séu eins alvarleg, ákærði hafi ýtt henni og lamið og farið síðan. Eftir henni er haft að ákærði B , svo C o g minnst við D , hann hafi látið D vera en kvaðst ekki vita af Í málinu liggur vottorð um brotaþolann A , dags. 16. október 2019, undirritað af H lækni. Í vottorðinu kemur fram að læknirinn hafi ekki sjálfur séð brotaþolann en unnið vottorðið úr ra frænni sjúkraskrá Heilbrigðisstofnunar . Í vottorðinu er vísað til áverkaskoðunar sem fram hafi farið 9. júní 2019 að beiðni lögreglu. Í komunótu læknis komi fram að brotaþoli hafi að eigin sögn verið stödd heima hjá sér þegar maður hennar komi heim eft ir að hafa drukkið með vini sínum. Hann hafi byrjað að rífast við 1x með keramik hlut. Kemur sér út úr aðstæðunum og hringir á lögregluna. Missti ekki meðvitund eftir Ekki hruflun á húð. Ekki diplopia eða erfiðleikar með conjugate augnhreyfingar. Svimar aðeins og er með höfuðverk en hefur ekki kastað u na og hafa samband ef ástand versnaði. Ekki sé að sjá frekari komur brotaþola til lækna vegna umræddra áverka. Í málinu liggur greinargerð I sálfræðings dagsett 11. nóvember 2020. Greinargerðin er rituð á ensku en í málinu liggur þýðing lögg. skjalaþýðanda A reglulega allar götur síðan í mars 2020. Ég hef jafnframt haft syni hennar til meðferðar. Umbjóðandi minn og synir hennar urðu fyrir líkamlegu og andlegu ofbeldi á heimili sínu. Fyrrverandi eiginmaður A og faðir barna he nnar var mjög árásargjarn og stjórnsamur í daglegu lífi. A upplifði lífsógnandi áföll í samskiptum sínum við eiginmanninn. Hún vann á þeim hjá mér sem og á kvíðaköstum sem hún upplifir stundum við ákveðnar aðstæður og tengjast mögulegri hættu (að hitta fyr rverandi eiginmann). A vinnur mikið en hefur átt erfitt með afslöppun og að halda jafnvægi. Umbjóðandi minn á við svefnvanda að stríða og upplifir jafnframt martraðir og endurminningar um ofbeldi af hendi fyrrverandi eiginmanns. Ástand barnanna er svipað. A og börnunum gengur vel um þessar mundir. Umbjóðanda mínum líður miklu betur, er öruggari, afslappaðri, glaðari og einbeitir sér að eigin lífi. Hún er, engu að síður, hrædd við fyrrverandi eiginmann sinn. Að hitta hann í dómsal myndi vera mjög streituvald andi fyrir A og gæti orsakað áföll og afturför Skýrslur fyrir dómi Til hægðarauka verður framburði fyrir dómi að mestu skipt niður eftir því hvort fjallað er um málavexti almennt eða þá ákæruliði þar sem fjallað er um nánar greind tilvik. Í því verður þó ekki ætíð greint á milli og er sérstaklega rétt að geta þess hér að framburður drengjanna C og D verður reifaður sem almennur framburður þótt þar sé vikið að einstökum atvikum. Almennt Ákærði sagði þau brotaþola A hafa tekið saman árið 2002. Þau hefðu síðar skilið og hefðu ekki búið saman á árunum 2009 til 2017. Á þeim tíma hefði ákærði verið með annarri konu og brotaþolinn öðrum manni. Á þessum tíma hefði hann hitt drengina reglulega og þeir komið til hans um helg ar. Hefðu 11 A ngu ofbeldi beitt hana. Ákærði var spurður um samband sitt og brotaþola A á Íslandi 2017 til 2019. Hann sagði þau hafa ákveðið árið 2017 að vera saman. Árið 2016 hefði hann verið í og hún komið til sín þangað og beðið A á undan og farið að vinna á , líklega í apríl eða maí 2017, en ákærði þá verið með drengjunum í . Þeir hefðu svo komið til landsins, líklega í júlí og þau þá hafið sambúð í . Samsk iptin hefðu verið venjuleg, þau hefðu þurft að venjast hvort öðru upp á nýtt. Hefðbundin tilvera fólks sem flytti til nýs lands, atvinnuleit og daglegt basl. Ákærði sagði að af og til hefði orðið rifrildi milli þeirra, en kvaðst ekki vita hversu algengt þ að hefði verið. Hann hefði unnið mikið, en átt frí á laugardögum og þá daga hefðu getað komið upp einhver hefðbundin ágreiningsefni í daglegu lífi. Allir hefðu verið þreyttir. Ekkert ofbeldi hefði verið í sambandi þeirra. Hann hefði aldrei beitt brotaþolan n ofbeldi. Hann sagðist ekki hafa haft uppi ljót orð um brotaþolann og engu hótað henni. Sérstaklega spurður sagðist hann aldrei hafa hótað að yfirgefa brotaþolann. Ákærði sagðist hafa neytt áfengis í hófi, kannski einu sinni á nokkurra mánaða fresti. Vi ð þau tækifæri hefði hann orðið talvert ölvaður. Hann hefði unnið mikið, yfirleitt frá átta á morgnana til tíu á kvöldin. Eftir vinnu hefði hann yfirleitt farið í bílskúrinn og unnið þar, þangað til eitt eða tvö um nóttina. Ákærði sagðist jafnan muna það sem hann gerði undir áhrifum áfengis. Hann hefði aldrei beitt ofbeldi ölvaður. Ákærði var spurður um samband sitt við brotaþolann B . Ákærði sagði samband þeirra ekki sterkt þar sem hann hefði lengi unnið erlendis. Hann hefði sjaldan verið heima en oft á f erðalagi. Hann hefði alltaf reynt að bæta sambandið þegar hann hefði verið heima, svo sem með því að fara í kvikmyndahús eða ferðalög með honum. Komið hefði fyrir að hann ávítaði drenginn, en mjög sjaldan. Það hefði þá verið til að fá drenginn til að taka þátt í verkum á heimilinu. Hann hefði aldrei notað ljót orð við hann, aldrei hótað honum og aldrei beitt hann ofbeldi. Ákærði var spurður um samband sitt við brotaþolann C . Hann sagði það svipað og við B . Samband þeirra væri ekki mjög náið og stafaði það af fjarveru ákærða. Ákærði hefði aldrei ávítað C og aldrei notað við hann ljót orð. Hann hefði aldrei beitt drenginn ofbeldi og aldrei hótað honum. Ákærði var spurður um samband sitt við brotaþolann D . Hann sagðist eiga betra samband við hann en hina dren gina. D Þeir ættu einnig sameiginlegan áhuga á vélhjólum. Hefðu þeir gjarnan varið talsverðum tíma saman og átt góðar stundir. Ákærði sagðist aldrei hafa ávítað D og aldrei notað vi ð hann ljót orð. Hann hefði aldrei beitt hann ofbeldi og aldrei hótað honum. Ákærði var spurður um framburð brotaþolanna hjá lögreglu, þar sem þau bera um ofbeldi af hans hálfu. Hann ítrekaði að hann hefði engu ofbeldi beitt. Spurður hvers vegna brotaþola r bæru á annan veg sagðist hann eiga erfitt með að svara. Væri hann mjög sorgmæddur vegna framburðar þeirra, sem væri ósannur. Brotaþolinn A sagði þau ákærða hafa tekið upp samband árið 2001 í og hafið sambúð. Brotaþolinn hefði þá verið að ljúka háskó lanámi. Þau hefðu tekið upp sambúð sem hefði varað fram á árið 2009. Þau hefðu í sjálfu sér ekki slitið sambúðinni en ákærði hefði komið og farið eftir sínum hentugleikum. Síðan hefði ákærði flutt til vinkonu sinnar árið 2010 og verið þar í um tvö ár og he fðu drengirnir þá verið hjá honum um helgar. Það samband ákærða hefði runnið út í sandinn og hann þá byrjað að hitta brotaþolann aftur og hefði sagt að hún ætti að hlýða honum í einu og öllu. Hefði hann lengi óskað eftir að fá að koma aftur til brotaþola o g drengjanna en brotaþoli jafnan sett það skilyrði að hann leitaði 12 sér aðstoðar. Svo hefði ákærði flutt til til að starfa þar. Þau hefðu átt samskipti af og til, stundum hefði hún farið til og stundum hann komið til og hitt drengina. Árið 2016 hefði brotaþoli misst vinnu sína í og í framhaldi leitað starfs erlendis. Hún hefði fundið starf á . Hún hefði í framhaldinu sagt ákærða að hún hefði fengið starf á Íslandi og myndi flytja þangað með drengina. Ákærði hefði samþykkt það en viljað kom a með. Hann hefði í framhaldinu flutt til þeirra í með samþykki hennar. Brotaþoli hefði komið til Íslands 2017 en ákærði orðið eftir með drengjunum. Um sumarið hefðu þau svo öll verið komin. Brotaþoli sagðist hafa verið ákærða undirgefin og hann sk oðað síma hennar og tölvupóst. Ef þögul og þ óknast honum til að halda friði á heimilinu. Þetta ástand hefði varað allt frá komu þeirra til landsins árið 2017. Hún hefði beygt sig undir allar hans óskir. Drengirnir hefðu einnig þurft að þóknast ákærða og lúta vilja hans. Brotaþolinn sagði að ákærði hefði nær daglega verið orðljótur. Brotaþolinn sagði að ákærði hefði stundum lokað þau tvö af inni í herbergi, rætt um hvað það væri sem honum líkaði ekki, og lamið brotaþolann fast í andlitið með opnum lófa. Þetta hefði hugsanlega komið fyrir mánaðarlega . Brotaþoli sagðist oft hafa fengið marblett í andlit eftir þetta. Hún sagðist ekki eiga neinar myndir af slíku. Brotaþoli sagði að þegar ákærði hefði verið ölvaður hefði hann talað um að hann færi frá henni og hún gæti ekki spjarað sig án hans. Brotaþol i sagði að ákærði hefði drukkið bjór en maríhúana til að róa sig eftir bjórdrykkjuna. Spurð en yfirleitt hefði hann í lokin fengið sér maríhúana og orðið rólegri. Brotaþoli hefði yfirleitt náð að tala hann til með því að tala hann um að þau væru í öðru landi og hann ætti að róa sig. Brotaþoli sag ðist nýlega hafa séð lista yfir einkenni heimilisofbeldis og hefði niðurstaða sín orðið sú að allt á þeim lista ætti við um sig, annað en fjárhagslegt ofbeldi. Bæði hefðu þau unnið úti og tekið þátt í kostnaði við heimilishaldið. Fjármál heimilisins hefðu verið á hennar könnu og hennar ábyrgð, en hann lagt hluta af launum sínum til hennar. Brotaþolinn sagði að ákærði hefði reykt vindlinga og hefði það skapraunað henni og drengjunum, en ekkert þeirra reykti. B hefði kvartað yfir því að af honum væri tóbak slykt þegar hann færi í skólann. Brotaþolinn sagði að B hefði tekið sömu afstöðu og hún, að beygja sig undir vilja ákærða til að ipad - efði hann bannað C að nota ipad um fjögurra mánaða skeið. Brotaþoli sagði að ákærði hefði skammað B og notað ljót orð í samskiptum þeirra. Spurð hvers algengt það hefði verið sagði brotaþoli að það hefði verið um vikulega. Ákærði hefði oft beitt B líkamle gu ofbeldi, svo sem með því að rífa í hann. Brotaþoli var spurð hvort ákærði hefði slegið B og vísaði til þess að til væru atvik skráð hjá lögreglu og í þeim hefði ákærði lamið B . Brotaþoli sagði að sama ætti við um framkomu ákærða við C og D . Brotaþoli var spurð um það sem eftir henni er haft í lögregluskýrslu, sem tekin var 30. september 2019. Þar var hún spurð hversu oft ákærði hefði beitt D ofbeldi eftir flutninginn til Íslands og eftir henni kt við D . [Brotaþoli A ] sagði að [ákærði] hafi gert mest við hana, svo B , svo C og minnst við D , hann hafi látið D Brotaþoli sagði þetta rétt en tók fram að ákærði hefði ekki látið D alveg í friði, hann hefði til að mynda 13 bannað honum síma - og spjaldtölvunotkun. Þá hefði komið fyrir að ákærði rassskellti hann eða refsaði á D fékk minnsta skammt í öllu þessu ástandi. Væntanlega líka vegna þess D hefðu verið félagar og átt sameiginleg áhugamál. Spurð um góðar stundir drengjanna með ákærða sagði brotaþoli að D hefði átt flestar, þá C en B fæstar. Brotaþoli var spurð hvort drengirnir hefðu oft orðið vitni að því að ákærði beitti hana ofbeldi. Hún svaraði að oft hefðu vandmál og læti komið upp þegar hún hefði verið að hátta drengina. Hún hefði oft haldið og vonað að drengirnir væru sofnaðir en staðreyndin væri sú að börn vakni oft þega r slíkt gerist. Þeir hefðu því oft legið í rúmi og hlustað þegar hún hefði haldið þá sofa. Brotaþoli var sérstaklega spurð um ástandið á heimilinu frá nóvember 2017 til júní 2019. Brotaþoli sagði að það hefði ekki verið gott. Þar hefði verið dagleg spenna í lofti. Sambandið hefði verið niðurlægjandi fyrir sig. Hún hefði sífellt verið undir þeim þrýstingi að ef hún gerði ekki það sem hún ætti að gera, yrði henni refsað. Hún hefði einnig verið hrædd og ekki talið sig eiga val um neitt. Ákærði hefði oft talað um að hún myndi ekki bjarga sér án hans. Hún hefði alltaf verið hrædd um líf sitt og drengjanna. Þeir hefðu einnig verið hræddir. Ákærði hefði eyðilegt hluti sem hún átt, til að mynda hefði ákærði tekið kuldaskó hennar og skorið í tvennt. Hann hefði vilja ð haga kynlífi með hætti sem brotaþoli hefði ekki áhuga á og það hefði verið erfitt. Kynlífið hefði ekki veitt sér ánægju. Brotaþoli sagði að eftir að málið hefði komið upp hefði hún fengið aðstoð frá félagsþjónustu og barnavernd. Þá hefði hún farið í sálfræðimeðferð á vegum . Drengirnir hefðu fengið sömu aðstoð. Brotaþoli sagði að eftir að hún hefði losnað úr sambandinu við ákærða væri sem hún hefði fengið annað líf. Brotaþoli sagði að góðar stundir í sambandinu hefðu verið fáar og skammvinnar. Bro taþoli sagðist hafa lokið mastersgráðu í . Í væru störf fyrir ekki á hverju strái. Ákærði hefði oftast unnið . Brotaþolinn B sagði að fyrir flutningana til Íslands hefði ákærði ekki átt heima með þeim. Það hefði hann hins vegar gert allnokku ru áður. Brotaþolinn hefði vitað að ákærði væri vond manneskja. Þegar móðir brotaþola hefði sagt frá því að þau myndu flytja til Íslands og þar myndi ákærði eiga heima með þeim, hefði brotaþolinn farið að gráta. Á Íslandi hefði ákærði hagað sér illa og ver ið orðljótur. Ástand, eins og verið hefði þegar lögregla hefði komið á heimilið, hefði átt sér stað áður en þá hefði lögregla ekki verið kölluð á staðinn. eðlileg A en einnig drengjunum. Hann hefði oft verið orðljótur við A A . Spurður hvað hann ætti við með því að ákærði hefði verið ár ásargjarn gagnvart A A hefði alltaf verið til marks um árásargirni. Ákærði hefði lamið A enni. Brotaþolinn sagðist hafa séð ákærða slá A og hefði það verið líklega tvisvar eða þrisvar á þeim árum sem þau hefðu átt heima saman á Íslandi. Hann sagðist hafa séð ákærða sparka í A , hugsanlega þrisvar sinnum. Hann hefði oftar ýtt í hana, hugsanlega sex hefðu næstum allar setningar hann haft ljót orð að geyma. Hann hefði daglega notað ljót orð um A , þar á Brotaþolinn sagði að ákærði hefði aldrei verið inndæll við sig. Í samtölum þeirra hefði ákærði blótað í næstum hverri setningu. Ákærði hefði oft lamið brotaþolann og brotaþoli hefði oft grátið á nóttunni vegna þessa. Oft hefði það komið fyrir, ef brotaþoli nn hefði verið á snyrtingunni hefði ákærði komið inn í herbergið og reykt, en ákærði hefði vitað að brotaþolinn hataði það. Ef þetta hefði verið fyrir skóla, hefði 14 brotaþoli komið í skólann angandi af tóbakslykt. Ef brotaþolinn mótmælti hefði ákærði annað hvort niðurlægt hann með orðum eða lamið. Spurður um orðbragð ákærða í sinn garð sagði brotaþolinn að ákærði ofbeldi. Nánar spurður nefndi brotaþoli að e itt sinn þegar þeir tveir hefðu verið einir heima hefði ákærði sagt sér að sjóða súpu. Það hefði brotaþoli gert og þá í fyrsta skipti á ævinni. Honum hefðu orðið á mistök í eldamennskunni og ákærði byrjað að lemja hann. Ákærði hefði gripið í hár hans og la mið í andlit og þegar brotaþoli hefði legið á gólfinu hefði ákærði sparkað í hann. Brotaþoli sagðist ekki muna nákvæmlega hvenær þetta atvik hefði orðið en brotaþoli A hefði á þessum tíma verið í . Líklega hefði þetta verið áður en lögregla hefði komið í fyrsta skipti á heimilið. Atvik eins og þetta hefðu verið algeng á þeim árum þegar ákærði hefði átt heima á heimili þeirra á Íslandi. Brotaþoli var spurður hversu algengt það hefði verið iku, í sjálfu sér það er erfitt að segja, þetta byrjað hugsanlega einni eða tveimur vikum eftir komuna. Ákærði hefði einnig rifið í hár brotaþolans en sja ldnar. Hann hefði einnig sparkað í brotaþolann, hugsanlega þrisvar á umræddum tíma. Ákærði hefði oft hótað sér, hugsanlega vikulega, og gert það með hnefa. Oft hefði ákærði sagt að ef þau leituðu til lögreglu myndi hann drepa þau. Þetta hefði verið á einna Brotaþolinn var spurður um framkomu ákærða við C . Brotaþolinn sagði að ákærði hefði verið hefði kallað C C C . Þá hefði ákærði sparkað í C , einu sinni eða tvisvar. Ákærði hefði einnig hótað C , þar á meðal lífláti, en brotaþolinn sagðist ekki vita hversu oft. Brotaþolinn var spurður um framkomu ákærða við D . Brotaþolinn sagði að segja mætti að ákærði D svaraði hann: þriggja til fjögurra daga fresti. Spurður um líkamlegt ofbeldi í garð D sagði brotaþoli að sig grunaði það en vissi það ekki nákvæmlega. Brotaþolinn sagðist ekki muna eftir að hafa séð það, en þó hefði það örugglega komið fyrir. Brotaþolinn sagðist hafa heyrt ákærða hóta að drepa D . Þetta hefði verið hótun um þau öll, og þar með D . Brotaþolinn sagðist alltaf hafa verið hræddur á heimilinu þessi ár þe gar ákærði hefði verið heima. Tilfinningin hefði alltaf verið miklu verri ef ákærði hefði verið undir áhrifum áfengis. Brotaþoli hefði kvaðst stundum hafa verið hræddur um líf sitt og nefndi þar atvikið þegar hann hefði soðið súpuna, en bætti við að þau at Brotaþoli sagðist vera hræddur við ákærða en hugsa ekki um hann. A , C og D væru mjög hrædd við hann. Þegar knúið væri dyra hjá þeim litu þa u alltaf út um glugga til að vita hver væri kominn. Sjálfur væri hann varkár. alls þess sem gerðist. Brotaþoli sagðist hafa sagt satt og rétt frá um málið. Brotaþoli sagði að hann og A hefðu ekki borið saman bækur sínar um málið, nema hugsanlega fyrst eftir atvik. Bæði hefðu hins vegar gengið til sálfræðings. Brotaþola voru kynnta r sakargiftir á hendur ákærða sbr. inngangskafla ákæruliðar A. Brotaþoli sagði að miðað við það sem hann hefði sjálfur heyrt og séð væri lýsing ákæruliðarins að öllu rétt. Brotaþoli sagði að sakargiftar á hendur ákærða vegna brota gegn sér og bræðrum sínum , sbr. inngangskafla ákæruliðar B væru réttar. 15 Brotaþolinn D kom fyrir dóm við aðalmeðferð málsins. Honum var gerð grein fyrir að við skýrslugjöf í Barnahúsi hefði honum ekki verið bent á að hann þyrfti ekki að svara spurningum um sakarefnið. D sagði að þ ótt það hefði verið gert hefði hann engu að síður viljað svara. Það sem hann hefði sagt í Barnahúsi hefði verið satt og rétt. Brotaþolinn D gaf skýrslu fyrir dómi og fór skýrslutakan fram í Barnahúsi 17. september 2019. Í upphafi skýrslutökunnar sagði han D nefndi að ákærði hefði orðið. Nánar spurður sagði D hvað ákærði hefði gert við hann sagði D greip í mig, nei hann greip í mömmu og bróður minn og togaði þá í hárið. En þegar ég reyndi að hjálpa þeim þá kýldi hann mig með D Spurður hvort ákærði hefði gert eitthvað slíkt við aðra sagði D B ] var að fara niður þá fór hann að tala um að hann er án skyrtu og tók glasið frá honum og henti niður og glasið brotnaði og fór að ýta á D D sagði að þegar ákærði hefði rifið stykkið úr veggnum hefði hann dottið í baðkarið. D var spurður hvernig hann vissi að ákærði hefði ætlað að ráðast á bróður hans og svaraði að þegar ákærði hefði staðið upp mínum og hann vildi gera árás á bróður minn í herberginu hans en hann lamdi mömmu rétt fyrir utan D mamma ýtti hon D eins, en einu sinni þegar við bjuggum á einum stað í minna húsi á þá var hann, drakk hann sig fullan og tók ferðatösku og var að ýta ferðatösku í D var þá spurður hvort ákærði hefði gert eitthvað slíkt við hann og svaraði að hann teldi að ákærði hefði gert minnst við sig. Einhvern tíma, áður en fjölskyldan hefði flutt til Íslands, hefði ákærði lamið bræðurna alla með belti en þ að hefði hann líklega ekki gert á Íslandi. Hann hefði hins vegar stundum rætt um að hann myndi gera það. D var spurður hvort hann hefði séð ákærða lemja einhvern annan í fjölskyldunni og svaraði að hann hefði séð hann lemja A . Spurður hvort það hefði verið Brotaþolinn C kom fyrir dóm við aðalmeðferð málsins. Honum var gerð grein fyrir að við skýrslugjöf í Barnahúsi hefði honum ekki verið bent á að hann þyrfti ekki að svara spurningum um sakarefnið. Brotaþolinn sagði að þótt það hefði verið gert hefði hann engu að síður viljað svara. Það sem hann hefði sagt í Barnahúsi hefði verið satt og rétt. Brotaþolinn C gaf skýrslu fyrir dómi og fór skýrslutakan fram í Barnahúsi 17. september 2019. Um atvik 9. júní 2019, sem fjallað er um í ákærulið A - II, sagði C að vinur ákærða hefði verið í heimsókn og drukkið viskí með ákærða, sem hefði orðið drukkinn. A og ákærði hef ðu ekið vininum heim. Þegar þau hefðu komið aftur heim hefði B gert sér te. B hefði verið ber að ofanverðu og ákærði hent tekönnunni hans og hefði kannan brotnað. Ákærði hefði næst farið inn á bað og rifið eitthvað úr steypunni, eitthvað sem væri úr steypu eða keramik, og við að rífa þetta úr hefði ákærði dottið í baðkarið. Svo hefði hann komið fram og verið með stykkið í höndunum. Hann hefði gert það oddhvasst með því að slá því til svo brotnaði af endanum. B hefði talið að ákærði ætlaði að drepa sig með s tykkinu og A hefði reynt að verja hann. Ákærði hefði kastað stykkinu sem hefði lent á A og í framhaldinu hefðu nágrannar hringt á lögreglu sem hefði komið. Nánar spurður um stykkið sagði C C sagði að þau hefðu farið á neðri hæðina og þar hefði ákærði slegið D með krepptum hnefa og rifið í hár C og A Atvik eins og þessi yrðu þó aðeins þegar ákærði væri ölvaður. Eitt sinn hefðu þau búið í annarri íbúð, lítilli, 16 og þá hefði ákærði setið og talað um að hann myndi drepa drengina. Í það skipti eða eitth vað annað hefði hann tekið ferðatösku og sett á rúmið, opnað töskuna og kastað af sér vatni í hana. Í töskunni hefði verið dót frá A . Síðar í yfirheyrslunni var C spurður hvort ákærði hefði áður rifið í hár hans og neitaði hann því skipti. Í skýrslutökunni var C beðinn um að merkja á teikningu hvar ákærði hefði slegið hann og merkti hann á framanverðan líkama, á höfuð, aðra öxlina, annan upphandlegginn og út til hliðar á bringusvæði. C var spurður hvort hann hefði séð ákærða gera eitthvað við B hvað, en hann gerði eitthv C var þá spurður hvort ákærði lemdi aðra í C bætti svo við: C að hann hefði oft séð ákæ rða lemja A . Oft bæri C séð ákærða toga í hár A Vitnið J , móðir ákærða, sagðist hafa verið komið þrisvar í heimsókn á heimili ákærða og brotaþola á Íslandi, þar á meðal hefði vitnið verið á heimilinu í rúman mánuð síðla árs 2017. Þá hefði vitnið komið tvisvar á árinu 2018. Í fyrra skiptið hefði brotaþoli A beðið sig um að koma því drengirnir hefðu verið í leyfi en síðara skiptið hefði v erið í lok ársins. Hefði vitnið í bæði skiptin verið í tvo mánuði, raunar aðeins lengur en það í fyrra skiptið. Vitnið hefði aldrei séð ákærða beita líkamlegu ofbeldi. Ákærði og brotaþolinn A hefðu bæði unnið mjög mikið svo vitnið hefði ekki alltaf séð mik Vitnið sagðist hafa átt heima í frá árinu 2000 til 2017. Það hefði á þeim tíma oft rætt við ákærða í síma. Vitnið sa hefði verið í heimsókn, en ákærði hefði unnið mikið og verið sjaldan heima. Nánar spurt sagði vitnið að rangt væri að ákærði hefði drukkið mikið. Hugsanlega hefði hann fe ngið sér tvo bjóra eftir vinnuna en meira hefði ekki vitnið ekki séð. Vitnið sagði að samband ákærða og drengjanna hefði litið vel út. Ákærði hefði reynt að sinna föðurhlutverkinu. Hann hefði unnið mikið en þegar hann hefði verið heima hefði hann reynt að vera með drengjunum eins mikið og hann gat. Samskiptin hefðu verið róleg og eðlilegur andi á heimilinu. Ákærði hefði oft eldað mat. Í eitt skipti hefðu þau farið í ferðalag saman, öll sex. Það hefði gengið vel og góður andi verið. Þau hefðu öll verið sama n um jól og það verið mjög gott. Vitnið sagðist ekki hafa tekið eftir að á heimilinu væri nokkur hræddur við aðra heimilismenn. Vitnið sagðist hafa orðið náið drengjunum. Það hefði einkum verið mikið með C og D , farið með þeim í búðir og hjálpað við heim anám. Vitnið hefði verið minna með B en hann hefði lengst af verið í herbergi sínu í tölvunni. Drengirnir hefðu aldrei gefið til kynna við vitnið að eitthvað væri að á heimilinu. Allt hefði litið mjög venjulega út. Vitnið var spurt hvort það hefði skýringu á því að drengirnir tækju undir ásakarnir á hendur ákærða. Vitnið nefndi að það hefði lánað fjölskylunni tíu þúsund Bandaríkjadali árið 2018 vegna fasteignakaupa og hefði það farið að hafa andleg áhrif á brotaþola A og ákærða. Hún hefði orðið kvíðin og fa rið að tala um það við drengina að endurgreiða þyrfti lánið. Við það hefðu hugsanlega byrjað að myndast neikvæðar hugsanir í garð vitnisins. Drengirnir stæðu með móður sinni. Vitnið sagðist hafa reynt að vera í sambandi við drengina undanfarið án árangurs. Vitnið hefði skrifað brotaþola A og óskað eftir sambandi við þá. Vitnið I sálfræðingur kvaðst hafa haft alla brotaþola til meðferðar. Þegar vitnið hefði hitt þau fyrst A og D . C hefði verið lokaðari. Vitnið hefði náð minnstum tengslum við B 17 svefnleysi og einbeitningarskorti sem öll hefðu glímt við. Vitnið kvaðst fyrst hafa hitt alla fjölskylduna en síðan einungis A þar sem hún hefði þurft mesta hjálp. Síðast hefði A komið til hennar fyrir rúmlega þremur vikum. Vitnið sagði að allir brotaþolar hefðu í upph ná jafnvægi. Í hverju viðtali hefðu verið sjáanlegar framfarir. Drengjunum liði nú mun bet ur og gætu nú mun betur unnið á reiði sem áður hefði verið innibyrgð hjá þeim. Drengirnir væru nú rólegir og fyndu fyrir öryggi í lífi sínu. A væri einnig orðin rólegri. Það sem þau hefðu gengið í gegn um myndi hins vegar fylgja þeim áfram. Vitnið sagðist ekki hafa þekkt A áður. Vitnið staðfesti greinargerð sína. Vitnið kvaðst hafa tekið hana saman eftir fyrstu tíu viðtölin. Lögregluþjónn sagðist hafa verið staddur á lögreglustöðinni og séð að rannsakari væri hlaðinn verkefnum og hefði því tekið að sé r málið sem rannsóknarlögreglumaður. Brotaþoli A hefði komið á lögreglustöðina en ekki gefið formlega skýrslu, vegna þess að hún hefði verið á leið í flug, en vitnið hefði talað við hana og hún greint frá atburðum næturinnar. Í kjölfarið hefði vitnið tekið skýrslu af ákærða. Eftir það hefði stutt hlé orðið á málinu þar sem A hefði farið úr landi með tvo yngstu drengina og ekki var vitað hvað hún vildi gera. Þegar hún hefði komið til baka hefði komið upp nýtt mál og vitnið þá tekið af henni skýrslu 30. júní. Í framhaldinu hefði vitnið tekið skýrslu af drengjunum og svo af A aftur. Í þeirri skýrslutöku af A 30. september 2019. Í þeirri skýrslutöku hefði hún staðfest orð dre ngjanna. Vitnið sagðist hafa starfað sem rannsóknarlögregluþjónn í tæplega fimmtán ár eða svo. Vitnið staðfesti skýrslur sínar. Ákæruliður A - 1 ( , 8. nóvember 2017 ) Ákærði sagðist muna eftir atvikinu. Ákærði hefði verið búinn í vinnu og kominn heim. Hann hefði drukkið áfengi og setið í herbergi sínu, slappað af og hlustað á tónlist. Á þessum tíma hefði móðir sín verið í heimsókn hjá þeim og hefði umrætt sinn verið í s tofunni ásamt drengjunum. Ákærði hefði talað í síma við vinkonu sína og A þá komið í herbergið og tekið af sér símann. A hefði þarna verið árásargjörn, hefði sett persónulega hluti sína í töskuna. Hann hefði viljað fara út en A hvorki viljað hleypa sér úr húsinu né herberginu. Skyndilega hefði svo lögreglan verið komin. Ákærði sagðist ekki hafa slegið A með töskunni. Hann sagðist ekki hafa kastað af sér vatni í töskuna. Ákærði var spurður um framburð brotaþola, á þá leið að hann hefði notað ljót orð og slegið A í höfuðið með töskunni. Hann sagði þetta ekki rétt. Brotaþolar segðu ósatt um þetta en hann vissi ekki af hverju. Ákærði sagðist hafa verið búinn að drekka um fjóra bjóra þegar atvikið hefði orðið. Brotaþolinn A sagði þau öll fimm hafa verið heima og auk þeirra móðir ákærða. Íbúðin hefði verið lítil, tæplega fjörutíu fermetrar. Ákærði hefði drukkið bjór og orðið drukkinn. Brotaþoli hefði vitað að ástandið yrði þannig að erfitt yrði að róa ákærða. Hún hefði gert allt sem hún gat til að fá ákærða til að far a að sofa. Hann hefði farið í rúmið en svo staðið upp og farið í litla geymslu þar sem þau geymdu ferðatöskur og tekið eina. Við það hefðu einhverjir hlutir dottið niður og hann hefði farið að pakka niður í töskuna hinu og þessu, þar á meðal dóti brotaþola ns. Hún hefði beðið hann um að róa sig og hætta þessu. Þegar hún hefði verði að tína upp það sem dottið hefði á gólfið, hefði ákærði barið hana í í höfuðið með ferðatöskunni. Ákærði hefði næst farið með töskuna inn í herbergi og kastað af sér vatni í hana. Á sama 18 tíma hefði móðir hans sagt við brotaþola að hún ætti að fara að sofa, til einskis væri að rökræða við drukkinn mann. Mikill hávaði hefði orðið og drengirnir farið að gráta. Einhverjir nágrannar hefðu hringt á lögreglu. Ákærði hefði sagt brotaþola a ð opna ekki fyrir lögreglunni því þá lenti hann í vandræðum. ég var að tína, ég man ekki hvað það var, ég var að beygja mig og þá bara lamdi hann mig með ferða Brotaþoli var spurð hvers vegna hún hefði beðið lögreglu um að hafast ekkert að í málinu. Hún sagði að ákærði hefði lofað að hann myndi aldrei gera neitt í líkingu við þetta aftur. Þá hefði hún verið hrædd um að yfirvöld myndu taka af henni börnin. Hún sagði að þegar hún hefði ákveðið að flytja til Íslands hefði sér verið sagt að gæta sín vel, því á Norð urlöndum væru börn tekin af foreldrum. Brotaþoli hefði sagt við ákærða að ef hann gerði eitthvað þessu líkt aftur myndi hún ekki neita að tjá sig um það. Brotaþolinn B sagðist ekki muna mjög mikið frá atvikinu. Nær öruggt væri að ákærði hefði verið ölvað ur og verið árásargjarn við A . Ákærði hefði viljað flytja og hefði tekið ferðatösku og farið að pakka í hana. Það hefði hann gert af slíkri ákefð að hann hefði sett allt í ferðatöskuna. Tónlist hefði verið spiluð hátt. Ákærði hefði ýtt A út í horn og lamið hana. Ákærði hefði slegið A ofan frá. Nánar spurður sagði brotaþoli að ákærði hefði gert það með höndum. Ákærði hefði kastað af sér vatni á ferðatösku og á rúmið. Nánar spurður sagði brotaþoli að hann teldi ákærða hafa gert þetta, ákærði hefði snúið baki í brotaþola. A farið til dyra. Amma hans hefði talað Vitnið J , móðir ákærða, sagðist hafa verið í miklum samskiptum við ákærða og brotaþolann A á þeim tíma sem þau hefðu verið í samba ndi. Vitnið sagðist hafa verið á heimili þeirra í nóvember 2017. Atvik hefði komið upp 8. nóvember og lögregla komið á heimilið. Vitnið sagðist ekki hafa séð ákærða slá brotaþolann A með ferðatösku. Það sagðist ekki hafa séð hann kasta af sér vatni í ferða tösku. Vitnið hefði aldrei séð ákærða beita brotaþolann líkamlegu ofbeldi, hvorki þennan dag né aðra. Hún hefði verið á heimilinu í meira en mánuð en aldrei séð neitt slíkt. Vitninu var tjáð að brotaþolar bæru að ákærði hefði slegið A í höfuð með tösku og í framhaldinu kastað af sér vatni í töskuna. Vitnið sagði þetta ekki rétt, vitnið hefði ekki séð þetta gerast. Vitnið sagði rétt að það hefði sagt A að hún ætti að fara að sofa því til einskis væri að rífast við drukkna menn. Ákærði hefði þarna verið búi nn að fá sér nokkura bjóra. Hann hefði ekki verið með mikil læti. Spurt hvers vegna það hefði sagt þetta við A sagði vitnið að það hefði heyrt öskur og rifrildi milli þeirra. Ákærði og brotaþoli A hefðu verið í svefnherbergi sínu en vitnið og drengirnir he fðu verið í herbergi vitnisins. Vitnið hefði farið að svefnherberginu og þá séð ákærða og brotaþola A bæði liggjandi á rúminu. Ákærði hefði verið að tala við einhvern í símanum en brotaþoli A hefði rifið af honum símann. Ákærði hefði þá risið upp, tekið tö skuna og byrjað að pakka niður í hana. A hefði rifið af honum töskuna og ákærði A hefði þá byrjað að ýta á móti ákærða og rífa í hann. Ákærði hefði ýtt henni frá sér og hún hlaupið úr herberginu. Vitnið hefði þá farið að henni og sagt henni að láta hann í friði en fara að sofa í herbergi vitnisins. Brotaþoli hefði neitað því og farið aftur í svefnherbergið og byrjað að rífa í tösku ákærða. Eftir þetta hefði lögregla komið. Vitnið sagðist ekkert hafa tal að við ákærða á meðan á þessu hefði staðið. Atburðarásin hefði verið hröð. Vitnið sagðist ekki vita úr hvaða efni taskan var. 19 Vitnið K , nágranni ákærða og brotaþola á umræddum tíma, sagðist hafa heyrt brothljóð úr næstu óðum eins og glas eða glös eða eitthvað svona væri að detta í gólfið [...] brothljóð úr íbúðinni en það hefði Ákæruliðir A - II og B - V. ( , 9. júní 2019. ) Ákærði sagðist hafa þennan dag keypt vélhjól til viðgerðar og endursölu í framhaldi af henni . Hann og vinur hans hefðu komið með hjólið heim til ákærða. Í þakklætisskyni fyrir aðstoðina og til að fagna kaupum hjólsins hefði ákærði ákveðið að bjóða vininum bjór og grillaðan mat. Þeir hefðu setið með bjórinn úti á palli og yngri drengirnir hjá þeim og þar hefði verið grillað. Þarna hefðu þeir setið klukkustund eða rúmlega það en þá hefði vinur ákærða þurft að fara heim. Ákærði og A og einhver drengjanna hefðu farið saman og ekið vininum heim. Þegar þau hefðu komið aftur heim hefði ákærði farið inn í herbergi, hlustað á tónlist, horft á sjónvarp og talað við vini sína í síma. Einhver vinur sinn hefði þá sagt sér að A ætti sér vin á flugvellinum og þannig hefði ákærði frétt af ótryggð hennar við sig. Hann hefði farið og spurt A hvort þetta væri rétt. A við hann. Ákærði sagði samband þeirra hafa verið byrjað að versna á þessum tíma, þar sem hann hefði t saman þegar ég frétti af Ákærði sagðist ekki hafa kastað bolla í átt að B . Hann sagðist telja að enginn hefði kastað bolla umrætt sinn. Ákærði var spurður um framburð brotaþola, á þ á leið að við komuna aftur heim, hefði ákærði verið mjög reiður og hrópað ókvæðisorð að B og A og tekið fullan tebolla og kastað í áttina að B og bollinn brotnað á vegg. Ákærði sagðist ekki hafa gert neitt slíkt. Ákærði sagðist aðspurður hafa gengið á eftir B þegar hann hefði farið upp í herbergi sitt. Hann neitaði að hafa haldið honum föstum í rúmi, sveiflað hönd yfir höfði hans og hrópað ókvæðisorð að honum. Hann hefði ekki heldur slegið A . Spurður um skýrslu bro taþola sem bæru að þetta hefði hann gert ítrekaði ákærði að hann hefði ekkert slíkt gert. Ákærði sagðist hafa farið inn í herbergi B til að tala við hann en eftir það hefði hann farið inn á baðherbergi og í sturtu. Inni á baðherberginu hefði hann runnið ti l á sleipu gólfi og gripið í handklæðaslá og dottið þannig að sláin losnaði frá veggnum. Ákærði hefði dottið í baðkarið og rekið höfuðið í. A hefði komið hlaupandi og öskrað spurningu um hvað væri að gerast og að hann væri að eyðileggja eitthvað. Eftir þet ta hefði orðið rifrildi milli þeirra og bæði hækkað róminn. A hefði sagt hann ónýtan en hann sagt að hann vissi um ótryggð hennar. Fljótlega hefði lögregla komið. Ákærði sagðist telja að B hefði verið í herbergi sínu að spila í tölvu þegar atvikið hefði o rðið á baðherberginu. Hann kvaðst ekki vita hvar C og D hefðu verið. Ákærði var spurður um framburð brotaþola þess efnis að B hefði hlaupið niður stiga og út um framdyrnar ásamt C . Ákærði kvaðst ekki vita hvort þeir hefðu gert þetta. Ákærði sagðist ekki ha fa farið niður á jarðhæðina heldur verið á efri hæð þar til lögregla kom. Ákærði var spurður um þann framburð brotaþola að ákærði hefði farið niður á jarðhæðina og hrópað út til drengjanna að þeir skyldu koma inn aftur, þeir hefðu hlaupið inn en B svo aftu r út um bakdyr en ákærði gripið í hár C og haldið. Ákærði neitaði þessu. Hann sagðist ekki hafa skýringu á framburði þeirra. Ákærði sagðist ekki vita til þess að A hefði fengið áverka af neinum ástæðum þetta sinn. Hún ynni hins vegar við ræstingar og ræki st oft í hluti og hefði talað um það heima fyrir. Ákærði var spurður um áverka sem getið er um í læknisvottorði um A . Hann sagðist enga sök eiga á þeim. Væri óhugsandi að slá konu. Hann kvaðst ekki vita hvernig hún hefði fengið áverka. Ákærði sagðist muna eftir að hafa gefið skýrslu hjá lögreglu. Hann var spurður um það sem eftir honum er haft þar, á þá leið að hann muni ekki eftir atvikinu. Hann sagði að eftir sér væri skráð að hann 20 myndi ekki, en hann hefði átt við að hann myndi ekki eftir slíku atviki. Ákærði sagðist muna eftir öllum atburðum kvöldsins. Ákærði sagðist hafa verið ölvaður en ekki mjög. Brotaþolinn A sagði að þetta væri versta atvikið sem orðið hefði. Hún hefði verið búin að undirbúa sumarleyfi og ætlað með yngri drengina til en B hefð i verið kominn með vinnu á Íslandi og viljað verða eftir. Hinn 1. júní hefðu þau fengið greiddar barnabætur og hún reynt að fá ákærða til að greiða sér þann hlut sem honum hefðu verið greiddar, því hún hefði þurft að nýta féð í þágu drengjanna, meðal annar s vegna þess að C hefði þurft að fá . Ákærði hefði svarað að hann væri að safna fyrir einhverju sem hann ætlaði að kaupa og eftir viku hefði komið í ljós hvað það væri. Hann hefði, án þess að ræða það við aðst ekki vita hvað það hefði kostað, líklega rúmlega hálfa milljón króna. Hann hefði farið á sunnudegi að kaupa hjólið og hún frétt af því þegar hann hefði komið heim með hjólið. Hefði ákærði þá sagt að hann hefði boðið vini sínum heim um kvöldið. Vinurin n hefði komið og verið ölvaður. Hlýtt hefði verið í veðri og brotaþoli og drengirnir hefðu verið einhvers staðar úti í garði. Klukkan hefði verið orðin tíu eða ellefu og brotaþoli hefði sagt að daginn eftir yrði farið til og hún vildi hátta drengina og að heimsókninni lyki. Ákærði hefði svarað að áfengið væri búið og heimsókninni lokið. Hann hefði verið mjög ölvaður og sagt brotaþola að aka vininum heim. Brotaþoli hefði beðið ákærða um að verða eftir heima og fara að sofa, en hann hefði viljað fara með. Þau hefðu ekið vini ákærða heim og á heimleiðinni hefði hún beðið ákærða um að fara hljóðlega að sofa. Hefði hún talið líklegt að það myndi hann gera. Þegar þau hefðu komið heim hefði B verið að fá sér te og hinir drengirnir að koma sér í háttinn. B hefði verið á leiðinni upp stiga og ákærði hefði farið að öskra á hann. Allt í einu hefði ákærði tekönnuna úr höndum B og kastað yfir öxl hans á vegg, um metra frá honum. Drengirnir hefðu farið að öskra og brotaþoli beðið þá um að vera rólegir og fara inn í her bergi, hún myndi taka til og róa ákærða. Hún hefði beðið ákærða um að fara inn í herbergi og hann hefði gert það og lagt sig. Allt í einu hefði hann farið inn á baðherbergið og rifið handklæðaslá úr postulíni úr vegg af slíkum krafti að hann hefði sjálfur dottið ofan í baðkar. Brotaþoli hefði sagt drengjunum að klæða sig í hlý föt því hugsanlega þyrftu þau að yfirgefa húsið. Hún hefði sagt þeim að fara niður á neðri hæðina. Ákærði hefði komið fram g því hefði fylgt mikill hávaði. Drengirnir hefðu farið að öskra og þá hefði ákærði farið að B og ætlað að grípa í hann en brotaþoli hefði smeygt sér Brota þoli hefði ekki hugsað um neitt annað en að verja son sinn og ákærði hefði lamið brotaþola einu sinni í höfuðið með handklæðaslánni. Á sama tíma hefðu drengirnir hlaupið út en brotaþoli beygt sig niður og haldið um höfuðið. Hún hefði kallað til drengjanna að flýja. C og D hefðu hlaupið niður en ákærði á eftir og gripið þá fyrir utan húsið. Það hefði orðið þeim sársaukafullt. C hefði grátið í eina viku eftir þetta og talað um að skinn hefði rifnað af höfði hans. Lögregla hefði komið og brotaþoli hleypt henni inn. Í framhaldinu hefði ákærði verið færður í fangaklefa en brotaþoli á sjúkrahús. Hún hefði verið með risakúlu á höfði. Eftir þetta hefði brotaþoli farið í yfirheyrslu á lögreglustöðinni en fulltrúi barnaverndar verið heima með drengjunum á meðan. Brot Brotaþoli var spurður um þann framburð B að ákærði hefði elt sig inn í sitt herbergi og haldið sér niðri í rúminu. Brotaþoli sagðist ekki hafa orðið vitni af því, hún hefði v erið að þrífa. Hún sagðist ekki muna eftir að hafa komið að þeim í herbergi B en það gæti verið þó hún myndi það ekki. Hún hefði verið í miklu uppnámi. Brotaþoli var spurð hvort hún hefði verið hrædd um líf sitt á meðan á atburðarásinni hefði staðið. Hún sagði að hún hefði einungis hugsað um að bjarga drengjunum en hún hefði séð að ástandið var mjög slæmt. Brotaþoli sagði að um fulltrúar barnaverndar kom ið á sinn fund og sagt að B væri ekki öruggur á heimilinu. Brotaþoli hefði ekki viljað hætta við fyrirhugaða ferð með yngri drengina til og hefði sagt 21 vinkonum sínum hvernig komið væri. Þær hefðu hjálpað sér með því að skjóta skjólshúsi yfir B . Hefði h ann dvalið hjá þeim, fyrst G en því næst L . Brotaþoli sagðist hafa verið um tíu daga í en drengirnir tveir hefðu verið lengur. Þeir hefðu verið í sumarleyfi en brotaþoli þurft að fara aftur í vinnu sína. Móðir brotaþola hefði svo komið með drengjunum til Íslands. Drengirnir hefðu verið hræddir við ákærða en amma þeirra hefði góð áhrif á þá. Brotaþoli B sagði að þetta hefði verið frídagur, annað hvort laugardagur eða sunnudagur. Ákærði hefði verið með vini sínum og þeir svo komið í húsið og byrjað að d rekka viskí. Þegar þeir hefðu verið orðnir ölvaðir hefði ákærði sagt A að aka vininum heim. Þau hefðu farið og svo komið aftur og ákærði farið í rúmið. Brotaþoli hefði farið niður og hitað sér te og þegar hann hefði verið á leið upp á efri hæðina aftur hefði ákærði verið kominn fyrir aftan hann og farið að blóta. Ákærði hefð i sagt brotaþola að koma til sín og tekið af honum teið. A hefði sagt brotaþola að flýja inn í herbergi. Þegar brotaþoli hefði verið kominn í stigann hefði ákærði kastað tekönnunni í átt að honum. Kannan hefði lent við hlið brotaþola og brotnað. Þetta hefð i verið þung kanna með heitu tei. Brotaþoli hefði hlaupið upp í herbergi sitt og ákærði á eftir. Á sama tíma hefðu A baðherbergið og A A og bræður rið og hefði ákærði lamið í það með handklæðaslánni. Næst hefði ákærði farið inn í herbergi brotaþola og ýtt honum svo brotaþoli hefði fallið á dýnuna. Þegar brotaþoli hefði legið á dýnunni hefði ákærði staðið fyrir ofan hann og gripið í háls honum og hóta ð með hnefanum. A hefði ýtt honum frá og brotaþoli hefði hlaupið burt og út úr húsinu. Brotaþoli hefði staðið fyrir utan húsið og ákærði komið þangað og sagt honum að koma aftur inn. Brotaþoli hefði ákveðið að koma aftur inn en hlaupa út hinumegin. Ákærði hefði lokað útidyrunum og næst tekið í hár C og togað á gólfið. Brotaþoli hefði falið sig á pallinum bak við vegg og þá heyrt til lögreglu. Brotaþoli var spurður hversu langt frá honum ákærði hefði verið þegar hann kastaði tekönnunni. Brotaþoli svaraði að það hefðu hugsanlega verið sex metrar. Hann sagðist halda að hann hefði fengið eitthvað af teinu á sig. Kannan hefði farið um metra frá sér eða minna. Brotaþoli sagðist hafa verið hræddur um líf sitt í atburðarásinni. Brotaþoli sagðist ekki hafa séð atvi k milli ákærða og A D og C hefðu verið hjá henni. Vitnið F , nágranni á umræddum tíma, ar eins og það væri eitthvað í gangi, eins og það væri verið að ganga hugsanlega fimm mínútur, hefði liðið áður en vitnið hefði hringt til lögreglu. H verið í stundarfjórðung. Vit nið sagðist ekki muna eftir slíkum látum úr íbúðinni síðar. Vitnið H læknir staðfesti vottorð sitt dags. 16. október 2019. Læknirinn sagðist ekki hafa hitt brotaþola sjálfur, það hefði gert læknir sem þá hefði verið í sérnámi í heimilislækningum. Vottorð ið væri ritað eftir upplýsingum sjúkrahússins eins og vitnið vissi réttastar. Ákæruliðir A - III og B - VI ( , 29. júní 2019 ). 22 Ákærði sagði að ástandið hefð verið erfitt á þessum tíma. Hann hefði setið í herbergi sínu eftir vinnu og reynt að hvílast eftir e rfiða vinnuviku. Hann hefði hlustað á tónlist og reynt að slappa af. Svo hefði hann heyrt einhvern koma inn og hefðu þar verið A og B á ferð. Ákærði hefði ekki séð þau en vitað af þeim niðri. Ákærði hefði spilað tónlistina mjög hátt og um tuttugu mínútum s íðar hefði lögregla komið. Ákærði sagðist ekki hafa rifið í A . Ákærði sagðist hugsanlega hafa verið búinn að drekka tvo til fjóra bjóra. Hann hefði ekki verið mjög drukkinn. Ákærði neitaði aðspurður að hann hefði öskrað á A og B . Hann bætti því við að ha nn hefði sungið hátt með tónlistinni. Einnig hefði hann gengið um á efri hæðinni og farið á snyrtingu. Hann hefði ekki farið niður á jarðhæðina fyrr en lögreglan hefði komið. Hann hefði opnað fyrir henni og komið mjög á óvart að hún væri komin. Hann var sp urður hvers vegna hann hefði í lögregluskýrslu ekki talað um að hann hefði sungið og svaraði að hann myndi eftir því núna. Ákærði var spurður hvar A hefði verið frá atvikinu 9. júní 2019 til 29. júní 2019. Hann svaraði að eftir því sem hann myndi hefði hú n farið til með drengjunum til að heimsækja ömmu drengjanna í sumarleyfinu. Þetta hefði verið löngu ákveðin ferð og ótengd ástandinu á heimilinu. A hefði komið aftur heim um viku síðar, en ákærði tók fram að hann myndi ekki dagsetningar þessa nákvæmleg a. Drengirnir hefðu komið síðar. Spurður hvort drengirnir hefðu verið hræddir við hann sagði ákærði að hann skildi vel að þeir gætu orðið hræddir eftir að lögregla hefði komið á heimilið. Ákærði sagðist ekki vita hvers vegna B hefði farið að halda til hjá vinkonu A . Hugsanlega hefði það verið ákveðið í samráði við A , ákærði sagðist ekki hafa rætt mikið við hana um þetta leyti því mikil þögn hefði verið milli þeirra þá. Þetta hefði verið erfiður tími. Hann hefði unnið hörðum höndum til að bæta lífskjör fjöls kyldunnar, meðal annars með því að kaupa fasteign, og þegar hann hefði frétt af ótryggð A hefði hann misst vonina. Brotaþolinn A sagðist hafa verið komin frá og hafa náð í B sem verið hefði hjá L , vinkonu hennar. Þegar A hefði verið í hefði hún fengið fjölda sms - skeyta frá ákærða en ekki svarað. Í skeytunum hefði hann talað um að hann vantaði fé vegna einhvers sakarkostnaðar en einnig hótað að hún myndi missa drengina. Hann vissi að það væri hótun sem hún tæki alvarlega. Hann hefði ein nig sagt henni að frá sér fengi hún enga peninga. Brotaþoli sagði að eftir að hún hefði snúið heim hefði staðan verið erfið og þau hvorki talað saman né deilt rúmi. Þegar hún hefði þurft að fara af heimilinu hefði hún beðið B um að læsa að sér í herbergi sínu. Ákærði hefði á þessum tíma reynt mjög að koma þeim í uppnám. Þennan dag hefði hann drukkið mikið áfengi og brotaþoli og B hefðu ákveðið að ef eitthvað gerðist myndu þau flýja. Slík áætlun hefði alltaf verið í gildi. Brotaþoli hefði verið búin að segj a drengjunum að ef eitthvað gerðist ættu þeir ekki að rökræða við hana heldur flýja. Brotaþoli sagðist hafa verið í eldhúsinu og þegar hún hefði opnað kæliskáp hefði ákærði komið og gripið í öxl hennar og ýtt henni frá skápnum þar sem hann vildi fá sér bjó r úr skápnum. B hefði séð þetta og hlaupið hræddur heim til G sem hefði kallað á lögreglu. Brotaþoli hefði hlaupið úr húsinu og hefði hitt G á leiðinni og hefði hún sagt að lögregla væri á leiðinni og að brotaþoli ætti að vera róleg og bíða eftir henni. Lö gregla hefði svo komið og farið burt með ákærða. Brotaþoli var spurð um það sem segir í gær eða neitt slíkt, hann hafi ekki gert henni neitt líkamlegt við hana í gær en hann hafi niðurlægt hana. Ef lögreglan væri að halda því fram í skýrslu ripi í hana. Brotaþoli sagði að á þessum tíma hefði verið mikil spenna, hann mjög ölvaður en hún mjög lögreglu það sem eftir henni er haft í skýrslunn i. Brotaþoli sagðist hafa verið í mjög slæmu ástandi. Hún hefði verið betur á sig kominn þegar hún hefði gefið skýrslu í september. 23 Brotaþoli B sagði A hafa farið til daginn eftir atvikið 9. júní með bræðrum brotaþola en brotaþoli orðið eftir heima. Á kærði hefði verið væntanlegur heim eftir dvöl í fangaklefa og þau hefðu hugsað hvað gera skyldi. Þau hefðu ákveðið að brotaþoli myndi halda til hjá vinkonum A . Fyrst hefði hann verið hjá G og síðan L . Hann hefði ekki getað verið heima því ákærði hefði veri ð þar. Hann hefði hins ákærði sinnti þeim. Brotaþoli hefði vitað hvenær ákærði færi til vinnu. Þegar brotaþoli hefði farið til að sinna köttunum hefð i hann byrjað á að öskra til að athuga hvort ákærði væri heima. Að því búnu hefði Brotaþoli sagði að þau mæðgin he fðu fyrst gert flóttaáætlun á hefði gilt fyrir C og D . Þegar A hefði komið aftur hefði hún náð í brotaþola og þau farið heim. Áður en þau hefðu farið út úr bifreiðinni hefðu þau lagt á ráð um hvað gera skyldi ef eitthvað kæmi fyrir. Þau hefðu ákveðið að ef eitthvað gerðist myndi brotaþoli hlaupa út og beint til vinkonu A . Þau hefðu farið inn og verið í eldhúsinu o g heyrt tónlist spilaða mjög hátt. Það væri hættumerki. Ákærði hefði komið niður og brotaþoli haldið sig við bakdyrnar en A tíma hefði brotaþoli hlaupið úr húsinu og veri A , G , og vart getað andað þar fyrir hræðslu. Hann hefði ekkert getað sagt en G hefði grunað hvernig komið væri. Brotaþoli sagði að A lfur hefði brotaþoli ekki séð það. Vitnið G kvaðst vera vinkona A . Kynni þeirra hefðu orðið árið 2017 þegar þær hefðu orðið ð sagði að A hefði í fyrsta skipti talað með neikvæðum hætti um samband sitt við ákærða 10. júní 2019, samkvæmt því sem vitnið hefði skráð hjá sér. Þá hefði A A irnir hefðu átt að fara til en B A kæmi aftur. Vitnið sagði að B hefði sagt að hann væri hræddur við ákærða og vildi ekki vera heima. Vitnið sagði að B Vitnið sagðist ekki muna hvort B Niður staða Í máli þessu eru ákærða gefin að sök stórfelld brot í nánu sambandi og brot gegn barnaverndarlögum. Í ákærunni er annars vegar vísað til þriggja nánar greindra atvika, sem orðið hafi á nánar greindum stað og stund, og hins vegar brot sem lýst er með almennari hætti og framin hafi verið á árunum 2017 til 2019 á Íslandi. Ákærði neitar öllum sakargiftum og segir framburð brotaþolanna um sekt sína vera rangan. Atvikin þrjú, sem sérstaklega eru rakin, staðsett og tímasett í ákæru, eru sögð hafa orðið 8. nó vember 2017 á þáverandi heimili fjölskyldunnar, , og 9. og 29, júní 2019 á þáverandi heimili hennar, . Er lögregla kom á vettvang í fyrst greinda atvikinu sagði brotaþolinn A að ekkert ofbeldi hefði átt sér stað, þau ákærði hefðu verið að rífast. Sam kvæmt lögregluskýrslu var svipað uppi á teningnum fyrst þegar lögregla kom á vettvang 9. júní. Þá er haft eftir A 24 úrlausnar er ætluð líkamsárás getur fyrsti framburður brotaþola á þessa leið skipt mik lu máli og verið til þess fallinn að vekja umtalsverðan vafa um sakargiftir. Hér verður hins vegar að hafa í huga aðstæður allar. Framburður á þessa leið getur vissulega verið borinn fram af því að hann sé í raun réttur, en fleira getur þar komið til. Ætla má, að því nánari sem tengsl einstaklinganna eru, sé skrefið stærra að stíga að bera fram við lögreglu ásakanir um ofbeldi. Þegar í hlut á sambúðarfólk, sem auk þess á ung börn saman, koma fleiri atriði til skoðunar áður en ákvörðun í þá veru er tekin. Hé r liggur auk þess fyrir að brotaþoli var í til þess að gera sér framandi landi og virðist hafa talið raunhæfa hættu á að verða svipt forsjá barna sinna ef alvarleg mál kæmu upp á heimilinu. Horfa verður á fyrstu samskipti lögreglu og A í þessu ljósi. Bræð urnir C og D gáfu skýrslu fyrir dómi og fór skýrslutakan fram í Barnahúsi 17. september 2019. Var þeim þá ekki gerð grein fyrir rétti sínum til að skorast undan skýslugjöf. Báðir komu drengirnir fyrir dóm við aðalmeðferð málsins og báru að þeir hefðu svara ð spurningum allt að einu þótt þeim hefði verið kynntur réttur sinn. Staðfestu þeir framburð sinn í Barnahúsi sem réttan. Verður horft til framburðar þeirra og vísast um þetta atriði til dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 54/2019. Þeir einstaklingar sem á vettvangi hafa verið á þeim tíma sem einstök atvik eru sögð hafa orðið, eru nátengdir. Ákærði og A voru í sambúð og eiga saman drengina þrjá. J sem var á heimilinu í nóvember 2017 er móðir ákærða, amma drengjanna og fyrrverandi tengdamóðir A . Hafa verður allt þetta í huga við úrlausn málsins. Um atvikið 8. nóvember 2017 er það að segja að brotaþoli A sagði fyrir dómi að ákærði hefði lamið hana með ferðatösku. Eftir það hefði hann kastað af sér vatni í töskuna. B sagði að ákærði hefði ýtt A út í horn og lam ið hana. B hefði séð aftan á ákærða og hann verið eins og hann kastaði af sér vatni á töskuna og rúmið. Á eftir hefði B séð þvag á rúminu. D C sagði að ákærði hefði tekið ferðatösku og sett á rúmið, opnað töskuna og kastað af sér vatni í hana. Gegn þessu er neitun ákærða sem fær stuðning í framburði móður hans, J , sem var á heimilinu á umræddum tíma. J sagðist hvorki hafa séð ákærða slá A með tösku né kasta af sér vatni. V ið mat á framburði J verður að hafa í huga tengsl hennar og ákærða sem og það að hún kvaðst hafa farið að svefnherberginu þar sem þar hefðu verið öskur og rifrildi. Verður því að miða við að hún hafi ekki séð alla atburðarásina. Ljóst er að svo mikið gekk á að nágranni hafði samband við lögreglu. Að mati dómsins veitir framburður drengjanna framburði A verulega stoð. Þykir að öllu samanlögðu sannað að ákærði hafi umrætt sinn slegið A í höfuðið með tösku og eftir það kastað af sér vatni í töskuna. Um atviki ð 9. júní er það að segja að með vottorði H læknis, sem læknirinn staðfesti fyrir dómi, er sannað að A kom á sjúkrahús umrætt kvöld og var þá með þann áverka sem í vottorðinu greinir. Á þeim áverka hefur ekki komið önnur skýring en það högg sem A segist ha fa fengið frá ákærða. Fyrir dómi lýsti A því að ákærði hefði tekið tebolla af B og kastað yfir öxl hans og á vegg. Eftir það hefði hann rifið postulíns handklæðaslá af vegg og í framhaldinu barið með henni í handrið og því næst farið að B og ætlað að grípa hann. A hafi farið á milli, til að verja B og ákærði þá lamið hana í höfuðið með handklæðaslánni. D sagði að ákærði hefði tekið keramik stykki úr veggnum og reynt að ráðast á B en A ýtt ákærða frá og fengið sjálf stykkið í höfuðið. D sagði að ákærði hefði kýlt sig í höfuðið þegar hann hefði reynt að hjálpa móður sinni og bróður. C sagði að ákærði hefði tekið tebolla B og kastað svo bollinn hefði brotnað. C sagði að ákærði hefði rifið stykki úr veggnum og gert það oddhvasst. B hafi ta lið ákærða ætla að drepa sig með stykkinu en A reynt að verja B . Ákærði hefði kastað stykkinu sem hefði lent á A . C sagði að ákærði hefði og rifið í hár sitt og A og slegið D með krepptum hnefa. B sagði ákærða hafa hent tebollanum í átt að sér. B hefði hla upið upp í herbergi sitt og ákærði á eftir. Ákærði hefði farið inn á baðherbergi og A 25 Ákærði hafi eftir það viljað fara inn í herbergi B en A og bræðurnir reynt að stöðva hann. Ákærði hefði lamið í ha ndrið með handklæðaslá. Ákærði hefði farið inn í herbergi B og ýtt honum svo hann hafi fallið á dýnuna en svo staðið fyrir ofan hann og gripið í háls honum og hótað með hnefanum. A hafi ýtt honum frá og B hafi hlaupið niður og út. Eftir þetta hefði ákærði tekið í hár C og togað á gólfið. Ákærði neitar þessum sakargiftum. Hann kvaðst ekki vita hvernig A hefði fengið áverka sinn. Telja verður að með þeim framburði A og drengjanna sem rakinn hefur verið hafi ákæruvaldið fært fram lögfulla sönnun fyrir því að ákærði hafi umrætt sinn tekið tebolla B og kastað í vegg nálægt honum, svo bollinn hafi brotnað. Eftir það hafi ákærði tekið handklæðaslá af baðherberginu, slegið henni í handrið milli herbergja og því næst slegið henni svo komið hafi í höfuð A og hafi þa ð valdið umræddum áverka. Einnig verður talið sannað að ákærði hafi eftir þetta slegið D í höfuðið og rifið harkalega í hár C . Á hinn bóginn þykir ekki hafa komið fram lögfull sönnun, svo nægi gegn neitun ákærða, fyrir því að hann hafi inni í herbergi B ýt t honum niður á dýnu, gripið í háls honum og hótað með hnefa. Þá þykir ekki hafa verið færð full sönnun fyrir því að ákærði hafi sveiflað höfði C til og frá. Um atvikið 29. júní er það að segja að um það atriði hvort ákærði hafi gripið í öxl A stendur í ra un orð á móti orði, því B segist hafa hlaupið út og ekki séð það. Við mat á þessu verður að horfa til þess að ákærði neitar alfarið að hafa farið niður á neðri hæðina, þar sem A og B voru, fyrr en lögregla hafi komið. B og A eru hins vegar sammála um að þa r hafi ákærði verið og hafi B orðið svo hræddur við hann að hann hafi hlaupið út og heim til G vinkonu A . Sú frásögn fær stoð í framburði G fyrir dómi. Þegar á þetta er horft verður ótrúverðugur framburður ákærða um að hann hafi ekki komið niður á neðri hæðina umrætt sinn. Þykir neitun hans á sakargiftum ótrúverðug í þessu ljósi og í ljósi trúverðugs framburðar A telst sannað að ákærði hafi u mrætt sinn gripið í öxl hennar en A losað sig og hlaupið út. Í ákæru, sbr. almenna ákæruliði A og B, er ákærða gefið að sök að hafa á tímabilinu 2017 til 2019 endurtekið og á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað lífi, heilsu velf erð A og drengjanna með þeim hætti sem þar er rakið. Sem fyrr neitar ákærði sakargiftum öllum og fær auk þess stoð í framburði móður sinnar, J , sem sagði samband ákærða og drengjanna hafa litið vel út. Hann hefði reynt að vera með drengjunum eins mikið og hann hefði getað og ekki hefði verið að sjá að á heimilinu væri nokkur hræddur við annan. J mun hafa dvalið á heimilinu í samtals um fjóra mánuði af þeim tíma sem ákæran tekur til. Framburð hennar verður að meta í ljósi tengsla hennar og ákærða en einnig v erður að hafa í huga að hún fékk aðeins mynd af heimilislífinu í tiltölulega skamman tíma þegar hún var þar gestkomandi. Framburður drengjanna hefur verið rakinn. Auk þess sem rakið hefur verið um einstök tilvik bera þeir almennt um líkamsmeiðingar og hót anir sem ákærði hafi beitt þá og móður þeirra og veita framburði hennar verulega stoð. B sagðist hafa séð ákærða ítrekað lemja móður sína. Ákærði hefði stundum tekið í hár hennar og hugsanlega sparkað þrisvar í hana. Hann hefði ítrekað slegið B og einnig, en sjaldnar, rifið í hár hans. Hann hefði gert minna við C en lamið hann stundum og sparkað í hann einu sinni eða tvisvar. Minnst hefði ákærði gert D . Ákærði hefði hótað að drepa þau öll. C sagði að ákærði hefði slegið sig teikningu staði sem ákærði hefði slegið hann í. Ákærði lemdi A einnig C kvaðst telja að ákærði kæmi ekki við D . D sagðist hafa séð ákærða lemja A ð sjálfsögðu meira, A sagði ákærða hafa stundum lamið sig í andlitið fast með opnum lófa, hugsanlega mánaðarlega. Hann hefði öskrað á hana. Hann hefði notað ljót orð í samskiptum við hana og drengina. Ákærði hefði oft rifið í B . Þe gar á allt framanritað er horft verður að telja sannað að á þeim tíma sem fjölskyldan átti sameiginlegt heimili á Íslandi 2017 - 2019 hafi ákærði ítrekað beitt A og drengina alla líkamlegu ofbeldi. Hann hafi slegið þau öll, sparkað í A og C og rifið í hár A , B og C . Hann hafi hótað þeim öllum. Telja verður, með vísan til framburðar brotaþola, að A hafi oftast orðið fyrir þessum gjörðum ákærða og því næst B . Talsvert minna hafi snúið að C en til muna minnst að D svo sem brotaþolum ber öllum saman um. 26 Þó ekki v erði slegið föstu hversu mörg tilvikin voru verður, þegar á framanritað er horft í samhengi, að telja að á heimilinu hafi vegna þessara gjörða ákærða orðið til nokkurs konar ógnarástand þar sem búast mátti við slíku atviki næstum hvenær sem var. Þótt einst ök brot hafi snúið að einstökum brotaþola, og í einhverjum tilvikum hafi aðrir brotaþolar ekki orðið vitni að þeim, verður að miða við að ástandið á heimilinu hafi snúið að þeim öllum og þeim hafi öllum verið ljóst að ofbeldi væri beitt. Eins og áður segi r hlaut A kúlu á höfuð vegna eins atviksins og sjálf segir hún að það hafi verið alvarlegasta atvikið. Verður að miða við að umrædd kúla séu alvarlegustu líkamlegu afleiðingar háttsemi ákærða. Þegar á allt framanritað er horft verður sú háttsemi, er sanna ð er að ákærði hafi viðhaft, færð í heild undir 1. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga en einnig 1. mgr. 98. barnaverndarlaga vegna drengjanna þriggja. Ákærða hefur samkvæmt sakavottorði ekki verið gerð refsing áður. Brot hans beindust gegn sambýliskon u hans og þremur sonum og voru ítrekuð. Með því voru brotaþolar í raun að verulegu leyti svipt því öryggi sem þau áttu að njóta á heimili sínu. Þegar á allt framanritað er horft ákveðst refsing ákærða fangelsi í eitt ár og í ljósi alvarleika brotanna, sem meðal annars beindust gegn börnum hans, eru ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna. Ákærði hefur framið ólögmæta meingerð gagnvart brotaþolum og ber bótaábyrgð á. Bótakröfur hafa verið raktar. Í ljósi þess sem rakið hefur verið ákveðast bætur til A 1.20 0.000 krónur, til B 1.000.000 króna, til C 800.000 krónur og til D 600.000 krónur. Bótakrafa mun hafa verið birt 17. september 2019 og fer um vexti eins og í dómsorði greinir. Mál þetta er umfangsmikið og liggja fyrir tímaskýrslur verjanda og réttargæzluma nns. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Bjarna Haukssonar lögmanns, ákveðast 3.534.000 krónur með virðisaukaskatti og þóknun Gunnhildar Pétursdóttur lögmanns, réttargæzlumanns brotaþola 1.873.020 krónur með virðisaukaskatti. Aksturskostnaður verjanda nemur 22.800 krónum., Annar sakarkostnaður nemur samkvæmt yfirliti lögreglustjóra 38.130 krónum. Ákæra var í öndverðu umtalsvert víðtækari en þar var ákærði einnig sakaður um brot sem framin hefðu verið í á árunum 2009 til 2017. Undir aðalmeðferð féll ákæruvaldið frá þeim hluta. Þegar á þetta er horft þykir rétt að ríkissjóður beri sakarkostnað málsins að hálfu. Af hálfu ákæruvaldsins fór Ásmundur Jónsson saksóknarfulltrúi með málið. Gætt var 1. mgr. 184. gr. laga nr. 88/2008. Þorsteinn Davíðsson kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð Ákærði, X , sæti fangelsi í eitt ár. Ákærði greiði A 1.200.000 krónur ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 29. júní 2019 til 17. október 2019, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði B 1.000.000 króna ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 29. júní 2019 til 17. október 2019, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði C 800.000 krónur ásamt vöxtum samk væmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 29. júní 2019 til 17. október 2019, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði D 600.000 krónur ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr . laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 29. júní 2019 til 17. október 2019, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. 27 Sakarkostnað málsins, 3.534.000 króna þóknun og 22.800 króna aksturskostnað skipaðs verjanda ákærða, Bjarna Haukssonar lögmanns; 1.873.020 króna þóknun Gunnhildar Pétursdóttur réttargæzlumanns brotaþola, og 38.130 króna annan sakarkostnað, greiði ákærði að hálfu og ríkissjóður að hálfu.