LANDSRÉTTUR Úrskurður föstudaginn 8. október 2021. Mál nr. 582/2021 : Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ( Daníel Reynisson aðstoðarsaksóknari ) gegn X ( Jóhannes Albert Kristbjörnsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Kæra. Frávísun frá Landsrétti. Útdráttur Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem staðfest var ákvörðun L um að X skyldi sæta nánar tilgreindu nálgunarbanni á grundvelli laga nr. 85/2011 um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Málinu var vísað frá Landsrétti þar sem kæran uppfyllti ekki áskilna ð 2. mgr. 193. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Jón Höskuldsson , Kristbjörg Stephensen og Þorgeir Ingi Njálsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 4. október 2021 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 4. október 2021 í málinu nr. R - [...] /2021 þar sem staðfest var ákvörðun sóknaraðila 27. september 2021 um að va rnaraðili skyldi sæta nánar tilgreindu nálgunarbanni. Kæruheimild er í 3 . mgr. 15 . gr. laga nr. 85/2011 um nálgunarbann og brottvísun af heimili. 2 Sóknaraðili krefst þess að allega að málinu verði vísað frá Landsrétti en til vara að hinn kærði úrskurður ver ði staðfestur. 3 Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hann þóknunar til handa skipuðum verjanda sínum. Niðurstaða 4 Samkvæmt 3. mgr. 15. gr. laga nr. 85/2011 má kæra til Lands réttar úrskurð héraðsdómara um hvort lagt verði á nálgunarbann eða um brottvísun af heimili. Um kæru gilda almennar reglur samkvæmt lögum nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 5 Við uppkvaðningu hins kærða úrskurðar á dómþingi 4. október 2021 var bókað eftir ver janda varnaraðil a að varnaraðili kærði úrskurðinn til Lands réttar. Ekki var bókað í 2 þingbók í hvaða skyni kært væri eins og áskilið er í 2. mgr. 193. gr. laga nr. 88/2008. Úr þessum annmarka var ekki bætt með skriflegri kæru til héraðsdóms innan kærufrests svo sem unnt hefði verið eftir sömu lagagrein. Breytir þar engu þótt varnaraðili hafi skilað greinargerð til Lands réttar með röksemdum fyrir kröfunni. Samkvæmt þessu verður málinu vísað frá Lands rétti. 6 Kærumálskostnaður úrskurðast ekki. Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá Landsrétti.