LANDSRÉTTUR Úrskurður miðvikudaginn 28. september 2022. Mál nr. 563/2022 : Ákæruvaldið (Eyþór Þorbergsson aðstoðarsaksóknari ) gegn X (Hilmar G . Þorsteinsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Hæfi dómara. Lögmæti sregla . Útdráttur Fallist var á kröfu X um að dómara yrði gert að víkja sæti í máli ákæruvaldsins á hendur honum með vísan til þess að ekki hefði verið heimilt að setja dómara við annan héraðsdómstól til starfa að málinu. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Arnfr íður Einarsdóttir , Ásmundur Helgason og Jóhannes Sigurðsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 9. september 2022 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 12. sama mánaðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 9. september 2022 í málinu nr. S - ] /2022 þar sem hafnað var kröfu varnaraðila um að Hildur Briem héraðsdómari viki sæti í máli sóknaraðila gegn varnaraðila. Kæruheimild er í a - lið 1 . mgr. 192 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. 3 Varnaraðili krefst þess að dómaranum verði gert að víkja sæti í málinu. Niðurstaða 4 Í málinu liggur fyrir að dómstjóri við Héraðsdóm Norðurlands eystra hafi óskað eftir því við dómstólasýsluna að setudómari tæki sæti í málinu. M eð bréfi dómstólasýslunn ar 13. júní 2022 var Hildi Briem, héraðsdómar a við Héraðsdóm Reykjavíkur, falið að taka sæti sem setudómari í málinu, með vísan til 6. mgr. 30. gr. laga nr. 50/2016 um dóms tóla . Ekki kemur fram í bréfinu á hvaða forsendum dómstjóri hafi beint framangreindu erindi til dómstólasýslunnar . A f málsgögnum verður ráðið að dómstjóri hafi litið til 4. mgr. 33. gr. laga nr. 50/2016, en varnaraðili var upplýstur með tölvubréfi frá héraðsdómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra 14. 2 júlí s íðastliðinn vegna aðkomu dómara við dómstólinn nyrðra að varnaraðila, þar sem meðal annars hafi verið tekin afstaða til ásakana á hendur varnaraðila . 5 Varnaraðil i byggir kröfu sína um að héraðsdómaranum í málinu verði gert að víkja sæti á því að setning hans í starfið hafi farið í bága við lög og því sé skipan dómstólsins ekki í samræmi við lög. Vísar hann þessu til stuðnings til 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög n r. 62/1994 og 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Samkvæmt stjórnarskrárákvæðinu ber öllum réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfi legs tíma og fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. Í hinum kærða úrskurði er rakið að varnaraðili byggi kröfu sína ekki á því að dómari málsins sé vanhæfur til meðferðar málsins á grundvelli 6. gr. laga nr. 88/2008. 6 Samkvæmt 59. gr. stjórnarskrárinnar ver ður skip a n dómsvaldsins eigi ákveðin nema með lögum. Með lögum nr. 50/2016 hefur í samræmi við framangreint stjórnarskrárákvæði verið mælt fyrir um skipan dómsvalds á Íslandi. Í 33. gr. laganna eru settar reglur um úthlutun mála til dómara og heimild dómst jóra til þess að leysa dómara undan úthlutun máls. Við setningu eldri laga um dómstóla nr. 15/1998 voru tekin upp nýmæli í 18. gr. um úthlutun mála við héraðsdómstóla. Sú skipan sem þar kom fram er nú að finna í 33. gr. núgildandi laga um dómstóla. 7 Í 2. m gr. 33. gr. laga nr. 50/2016 er mælt fyrir um þau grunnsjónarmið sem gilda við úthlutun mála til dómara. Þar kemur fram að dómstjóri skuli gæta þess við úthlutun mála til dómara að starfsálag þeirra dreifist svo jafnt sem auðið er og hann skal leitast efti r föngum við að koma því til leiðar að tilviljun ráði hvaða mál dómari fái til meðferðar. Í 1. mgr. 33. gr. kemur fram sú meginregla að einn héraðsdómari taki þátt í meðferð máls fyrir dómi. Í ákvæðinu er síðan mælt fyrir um hvernig standa skuli að úthlutu n mála ef dómur er fjölskipaður og heimild dómstjóra til að leita til dómstólasýslunnar ef þörf er á setningu héraðsdómara frá öðrum dómstóli til að sitja í fjölskipuðum dómi. Þessi heimild dómstjórans takmarkast við skipun í fjölskipaðan dóm svo sem nánar er rakið í athugasemdum við 18. gr. í frumvarpi til dómstólalaga nr. 15/1998. 8 Samkvæmt 4. mgr. 33. gr. laga nr. 50/2016 er dómara heimilt að biðjast undan úthlutun máls vegna tengsla hans, meðal annars við aðila þess, þótt hann verði ekki talinn vanhæfur til að fara með það, enda sé beiðni hans studd haldbærum rökum. Það er skilyrði fyrir því að dómstjóri geti orðið við beiðni af þessu tagi að völ sé á öðrum dómara við sama dómstól til að fara með málið. Í 5. mgr. 33. gr. er síðan mælt fyrir um heimildir dómstjóra til að draga úthlutun máls til baka ef dómari getur ekki lokið máli innan hæfilegs frests vegna veikinda eða hliðstæðra atvika. Þá er tekið fram í 6. mgr. greinarinnar að dómstjóri úthluti máli að nýju ef héraðsdómari víkur sæti í máli, enda full nægi annar dómari sérstökum hæfiskilyrðum til að fara með málið. Ef með 3 þarf getur dómstjóri leitað til dómstólasýslunnar um að hún feli dómara við annan dómstól að taka við úthlutun máls. Í þessu samhengi er rétt að geta þess að í 1. mgr. 34. gr. laganna er mælt fyrir um heimild til setningar varadómara í mál í þeim tilvikum þegar dómstjóri hefur úrskurðað að enginn dómari við dómstólinn fullnægi sérstökum hæfisskilyrðum. Af lögskýringargögnum verður ráðið að heimild dómstjóra samkvæmt 6. mgr. 33. gr. laga nna til að leita til dómstólasýslunnar til að fá dómara við annan dómstól til að taka við máli geti einungis átt við þegar enginn dómari við viðkomandi dómstól fullnægir sérstökum hæfisskilyrðum til að dæma í málinu. 9 Héraðsdómaranum í því máli sem hér er t il úrlausnar var falið af dómstólasýslunni að fara með málið á grundvelli heimildar í 6. mgr. 30. gr. laganna en sú heimild byggir á því að þörf hafi verið á því að fela dómara, sem á fast sæti við héraðsdómstól, til að starfa að tilteknu dómsmáli við anna n héraðsdómstól. Dómara sem er falið slíkt starf er skylt að hlíta ákvörðun dómstólasýslunnar. 10 Hér að framan hefur verið gerð grein fyrir þeim reglum sem gilda um úthlutun mála til dómara og það grunnsjónarmið að tilviljun skuli ráði úthlutun eftir því se m kostur er á. Dómara er almennt ekki heimilt að víkja sér undan úthlutun dómstjóra á sakamáli nema hann sé vanhæfur til að fara með málið samkvæmt ákvæðum 6. gr. laga nr. 88/2008. Undantekningarákvæði 4. mgr. 33. gr. laga nr. 50/2016 verður eingöngu beitt í þeim tilvikum þegar unnt er að úthluta málinu til annars dómara við sama dómstól. Þá liggur fyrir að ekki hefur verið kveðinn upp úrskurð ur um að allir dómarar við dómstólinn skyldu víkja sæti í málinu , sbr. 34. gr. sömu laga. Eins og málið liggur nú fy rir verður því að leggja til grundvallar að unnt hefði verið að fela öðrum dómara innan dómstólsins að fara með málið. Ekki var því heimilt að setja dómara við annan héraðsdómstól til starfa að málinu. 11 Þar sem setning Hildar Briem héraðsdómara til að far a með málið hefur samkvæmt framangreindu ekki lagastoð verður hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og henni gert að víkja sæti í málinu. Úrskurðarorð: Fallist er á kröfu varnaraðila um Hildur Briem héraðsdómari víki sæti í málinu. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9 . september 2022 Mál þetta var tekið til úrskurðar 9. september 2022 um þá kröfu ákærða, X , að dómari víki sæti í málinu. Krafa ákærða er á því reist að dómaranum hafi í bága við lög verið falið það starf að dæma í málinu. Með bréfi dómstólas ýslunnar, dags. 13. júní 2022, var undirrituðum héraðsdómara falið málið með 4 vísan til 6. mgr. 30. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla. Telur ákærði að dómstjóra Héraðsdóms Norðurlands eystra hafi ekki verið rétt að leita til dómstólasýslunnar með beiðni um a ð fundinn yrði héraðsdómari utan dómstólsins til þess að sitja í málinu. Byggir ákærði á því að ástæða þeirrar beiðni hafi í reynd verið vanhæfissjónarmið og að því hefði verið rétt að kveðinn yrði upp úrskurður um vanhæfi. Með því að slíkur úrskurður var ekki kveðinn upp hafi ákærði verið sviptur möguleikanum til þess að láta reyna á vanhæfi dómaranna fyrir Landsrétti, en hann telji fasta dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra ekki vera vanhæfa til þess að dæma í málinu þótt þeir hafi áður fjallað um eink amál sem rekið var milli hans og brotaþola í þessu máli. Kveðst ákærði hafa hagsmuni af því að um sakamál hans verði fjallað af dómurum sem þekki til hans og brotaþola. Réttindi til löglega skipaðs dómara séu hluti af réttlátri málsmeðferð. Vísar ákærði í þessu sambandi til 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 44/1944 og 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994 og kveðst telja brotið á mannréttindum sínum víki dómari ekki sæti. Ákvæði 6. mgr. 30. gr. laga um dómstóla nr. 50 /2016 verði ekki beitt af þeim sökum einum að dómarar telji hættu á að á vanhæfi þeirra reyni. Því ákvæði eigi samkvæmt orðanna hljóðan aðeins að beita þegar þörf er á og verði að ætla að því megi einkum beita vegna manneklu og álags, en ekki vanhæfissjóna rmiða. Af hálfu annarra sakflytjenda en verjanda ákærða hefur ekki verið tekið undir framangreinda kröfu. Niðurstaða: Við munnlegan málflutning staðfesti verjandi ákærða að krafan er ekki reist á neinum af ákvæðum 6. gr. laga nr. 88/2008, þar á meðal ekki á g - lið 1. mgr. greinarinnar. Samkvæmt 6. mgr. 30. gr. laga um dómstóla ákveður dómstólasýslan, ef þörf er á héraðsdómara, sem á fast sæti við héraðsdómstól, til að starfa að tilteknu dómsmáli við annan héraðsdómstól, þar á meðal í fjölskipuðum dómi, hverj um verði falið starfið. Dómara er skylt að hlíta slíkri ákvörðun dómstólasýslunnar. Á þessum grunni hefur undirrituðum héraðsdómara verið falið að taka sæti í málinu. Ákvörðun dómstólasýslunnar hefur ekki verið hnekkt og stendur hún óhögguð. Sú ákvörðun er ekki til umfjöllunar í þessu sakamáli. Standa engin rök til þess að dómarinn víki sæti í málinu, enda óumdeilt að engar ástæður eru fyrir hendi samkvæmt 6. gr. laga nr. 88/2008 sem valda vanhæfi dómarans. Kröfu ákærða um að dómari víki sæti er því hafnað. Hildur Briem héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Kröfu ákærða, X , um að Hildur Briem héraðsdómari víki sæti í þessu máli er hafnað.