LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 18. nóvember 2022. Mál nr. 750/2021 : Ákæruvaldið (Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir saksóknari ) gegn Björgvini Sigmari M. Ómarssyni (Sveinn Andri Sveinsson lögmaður) Lykilorð Brot í nánu sambandi. Heimfærsla. Svipting ökuréttar. Upptaka . Útdráttur B var meðal annars ákærður fyrir brot í nánu sambandi samkvæmt tveimur ákæruliðum með því að hafa veist að sambýliskonu sinni C á sameiginlegu heimili þeirra með nánar tilgreindum hætti og afleiðingum. Með dómi héraðsdóms vo ru brotin heimfærð til 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í dómi Landsréttar var skírskotað til athugasemda í frumvarpi til laga sem varð að 218. gr. b almennra hegningarlaga og var það mat réttarins að háttsemi B gagnvart C skyldi heimfæ rð undir 1. mgr. ákvæðisins í báðum ákæruliðum. Með hinum áfrýjaða dómi var B jafnframt sakfelldur fyrir valdstjórnarbrot, þjófnað, tilraun til þjófnaðar, nytjastuld og umferðarlagabrot. Refsing B var ákveðin fangelsi í 18 mánuði. Þá var hann sviptur ökuré tti og gert að sæta upptöku á hnífi . Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Kristinn Halldórsson , Ragnheiður Bragadóttir og Þorgeir Ingi Njálsson . 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 30. nóvember 202 1. Málsgögn bárust réttinum 8. júní 2022. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 4. nóvember 2021 í málinu nr. S - 2064/2021 . 2 Ákæruvaldið krefst þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur að því er sakfellingu ákærða varðar en að hann verði auk þess sakfel ldur fyrir það ákæruatriði sem hann var sýknaður af í 2. lið ákæru 27. apríl 2021 og að háttsemi hans samkvæmt 1. og 2. lið ákærunnar verði heimfærð til 1. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá krefst ákæruvaldið þess að refsing ákærða ver ði þyngd. Loks krefst ákæruvaldið staðfestingar ákvæðis héraðsdóms um sviptingu ökuréttar ákærða og upptöku á hnífi. 3 Ákærði krefst aðallega sýknu af 1. og 2. lið ákæru, en til vara að refsing verði milduð. Að því frágengnu krefst hann staðfestingar hins áf rýjaða dóms. 2 Málsatvik og sönnunarfærsla 4 Í lýsingu málavaxta í hinum áfrýjaða dómi vegna atvika sem greinir í 1. lið ákæru 27. apríl 2021 hefur misritast að læknirinn R hafi skoðað brotaþola vegna atvika sem lýst er í 2. lið ákærunnar en hið rétta er að umræddur læknir skoðaði brotaþola vegna atvika sem greinir í 1. lið ákærunnar. 5 Að því er varðar lýsingu á málavöxtum vegna atvika sem greinir í 2. lið sömu ákæru er í hinum áfrýjaða dómi í tví gang gerð grein fyrir vottorði O læknis frá 17. júní 2020 án þess þó að lýsing hans á skoðun brotaþola sé reifuð en hún fór fram skömmu eftir að atvikin áttu sér stað. Í vottorðinu er frá því greint að brotaþoli hafi verið með eymsli á enni og aftan á hnak ka, án sjáanlegs mars, og eymsli á vinstra kinnbeini og niður á kinn en þar hafi hugsanlega verið byrjandi mar. Þá hafi brotaþoli verið bólgin á efri vör hægra megin en þeim megin hafi tannréttingarteinn einnig verið laus. Eymsli hafi verið framanvert yfir hálsi, sérstaklega aftan við hægra kjálkabarð og yfir hálsvöðvum utanvert vinstra megin. Segir í vottorðinu að dreifing eymsla gæti samrýmst því að vera eftir kverkatak. Þá hafi verið eymsli yfir bringubeini sem talið var að gætu verið eftir högg sem brot aþoli hefði lýst fyrr sama morgun. Loks hafi verið væg eymsli í kviði. Jafnframt hafi brotaþoli verið með marbletti á útlimum en einnig undir hægra herðablaði, á hægri mjöðm og aftanvert á hægri öxl. Á vinstri handlegg hafi verið marblettir og dreifðir mar blettir á upphandleggjum. Innanvert á hægri framhandlegg hafi verið marblettir en óvíst væri um aldur þeirra. Þá hafi stórir og dreifðir marblettir á lærum og fótleggjum verið misgamlir af útliti þeirra að dæma. Sumir þeirra hafi augljóslega verið eldri en einhverjir þeirra ferskir. Þannig hafi allstór marblettur framanvert á vinstra læri hugsanlega verið ferskur. 6 Að öðru leyti er málsatvikum lýst með viðhlítandi hætti í hinum áfrýjaða dómi. 7 Ákærði gaf viðbótarskýrslu við aðalmeðferð málsins í Landsrétti. F yrir skýrslutökuna var spiluð upptaka af framburði hans fyrir héraðsdómi. Þá var spiluð upptaka af framburði brotaþola C . 8 Í skýrslu sinni fyrir Landsrétti kvaðst ákærði standa við framburð sinn í héraði og hafa engu við hann að bæta. Að því er varðaði atvi k í 1. lið í ákæru 27. apríl 2021 neitaði hann því aðspurður að hafa tekið brotaþola kverkataki. Í hans huga þýddi kverkatak að haldið væri um háls með báðum höndum en það hefði hann ekki gert. Varðandi þá áverka sem tilgreindir væru í ákæruliðnum sagði ák ærði að mikið hefði gengið á en hann gæti ekki sagt til hvort einhver tiltekin högg eða þrýstingur hefðu valdið nánar tilgreindum áverkum. Að því er báða ákæruliðina varðaði fyndist honum að hann hefði fremur verið að verjast árás brotaþola en að ráðast á hana. Ákærði staðfesti að hann hefði farið í meðferð á í ágúst og fram í september 2021. Fljótlega eftir að meðferðinni þar lauk hefði honum verið gert að sæta síbrotagæslu og eftir að hann losnaði úr varðhaldinu í desember sama ár hefði hann farið aft ur í neyslu. Hann hefði ákveðið að fara á ný í meðferð og þá í og lokið henni í febrúar síðastliðnum. Eftir það hefði hann sótt áfalla - og streitunámskeið hjá til að vinna úr áföllum. Ákærði 3 kvaðst vera smiður og vinna sem slíkur af og til en vera nú á . Kvaðst hann búa á áfangaheimili og eiga góð samskipti við börn sín. Niðurstaða 9 Með ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu 27. apríl 2021 voru ákærða gefin að sök í ákæruliðum 1 og 2 brot í nánu sambandi með því að hafa annars vegar 21. mars 2021 og hins vegar 17. júní sama ár veist að sambýliskonu sinni á sameiginlegu heimili þeirra með nánar tilgreindum hætti og með þeim afleiðingum sem þar greinir. Eru ákæruliðirnir ítarlega raktir í hinum áfrýjaða dómi ásamt málavöxtum að öðru le yti. Þá er þar skilmerkilega rakinn f ramburð ur ákærða , brotaþola og annarra vitna fyrir héraðsdómi . 10 Í hinum áfrýjaða dómi var talið sannað að ákærði hefði haft í frammi þá háttsemi sem greinir í ákærulið 1. M eð vísan til forsendna dómsins verður sú niðurst aða staðfest. 11 Að því er varðar ákærulið 2 var sömuleiðis talið sannað að ákærði hefði gerst sekur um þá háttsemi sem þar greinir að því undanskildu að ósannað þótti að ákærði hefði slegið brotaþola í andlitið. 12 Samkvæmt vottorði O læknis, sem skoðaði brotaþ ola um tveimur tímum eftir að átökum ákærða og brotaþola lauk, var brotaþoli með eymsli á vinstra kinnbeini og niður á kinn og talið var hugsanlegt að þar væri mar að myndast. Þá hafi brotaþoli verið bólgin á efri vör hægra megin og sömu megin hafi tannrét tingarteinn verið laus. Ljóst þykir samkvæmt framangreindu að brotaþoli varð fyrir hnjaski á andlitinu í átökum við ákærða. Engin ummerki sáust á hinn bóginn um mar eða aðra áverka á andliti brotaþola við skoðun réttarmeinafræðings tveimur dögum síðar. 13 Á m eðal gagna málsins eru tvær skýrslur lögreglu um aðkomu á vettvangi, annars vegar útkallsdeildar lögreglu og hins vegar tiltekins rannsóknarlögreglumanns. Báðar skýrslurnar hafa að geyma stutta lýsingu brotaþola á því sem gerðist en í hvorugu tilvikinu er haft eftir brotaþola að ákærði hafi slegið hana í andlit. Í fyrri skýrslunni er haft eftir brotaþola að á einhverjum tímapunkti hafi hún að öllum líkindum fengið tekið fra m að heyra hafi mátt á tali brotaþola að hún átti erfitt með mál þar sem hún hafi fundið til í munni og talið að tennur væru lausar. Í framburðarskýrslu brotaþola hjá lögreglu laust eftir hádegi sama dag og atvik gerðust minntist brotaþoli heldur ekki á að ákærði hefði slegið hana í andlit. Hún tók þó fram að sér fyndust tennur vera lausar en það hefði gerst annað hvort í sófanum eða inni í svefnherbergi. Þegar brotaþoli var innt eftir því hvort ákærði hefði slegið hana sagðist hún ekki alveg geta svarað þv í. Var það fyrst í skýrslu sinni fyrir héraðsdómi sem brotaþoli bar um að ákærði hefði slegið hana í andlit með þeim afleiðingum að tannréttinga rt einn losnaði. Þegar verjandi ákærða innti hana nánar út í þetta sagði brotaþoli að áverkarnir sýndu að ákærði hefði slegið hana ítrekað í höfuðið. Af framburði num verður ráðið að brotaþoli dró þá ályktun af áverkum sínum og því að tannréttingarteinn losnaði að 4 ákærði hefði slegið hana ítrekað í andlitið en greindi ekki skýrt frá atvikinu sjálfu. Framburður brotaþo la um áðurgreinda háttsemi ákærða er því óskýr og hefur ekki verið stöðugur. Verður af þeim sökum ekki á honum byggt í málinu. Samkvæmt áðurgreindu læknisvottorði var brotaþoli með eymsli yfir bringubeini og væg eymsli í kvið við þreifingu. Styður það fram burð brotaþola um að ákærði hafi sparkað í maga hennar og bringu. Að framangreindu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður staðfest sú niðurstaða hans að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem greinir í 2. lið ákærunnar að því undanskildu að ósannað er að ákærði hafi veitt brotaþola högg í andlit, eins og það er orðað í ákæru. Með vísan til matsgerðar F réttarmeinafræðings og skýrslu hans fyrir héraðsdómi telst einnig ósannað að afleiðingar árásarinnar hafi verið mar á h öfði, hálsi, brjóstkassa og öxl en aftur á móti þykir sannað með fyrrgreindu læknisvottorði að brotaþoli kenndi eymsla á höfði, hálsi og brjóstkassa við skoðun læknis sama dag og árásin átti sér stað. 14 Í málinu greinir aðila á um hvort ákærði hafi með þeir ri háttsemi sem lýst er í 1. og 2. lið ákæru 27. apríl 2021 gerst sekur um brot í nánu sambandi samkvæmt 1. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga, þar sem því er meðal annars lýst sem refsiverðu að ógna lífi, heilsu og velferð sambúðaraðila með ofbeldi. Í hinum áfrýjaða dómi voru brotin heimfærð til 1. mgr. 217. gr. sömu laga. 15 Í ákæru er verknaði ákærða lýst sem líkamsárás með tilgreindum áverkum á líkama brotaþola án þess að vísað sé sérstaklega til þess að ákærði hafi ógnað lífi, heilsu eða velferð henn ar eins og rétt hefði verið að gera með hliðsjón af verknaðarlýsingu 1. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga. Ljóst er þó af ákæru hvaða brot ákærða er gefið að sök í 1. og 2. lið ákærunnar og var vörn ákærða ekki áfátt vegna framsetningar hennar, sbr. 1 . mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 30. mars 2022 í máli nr. 47/2021. 16 Ótvírætt er að ákærði og brotaþoli voru sambúðaraðilar og heyra því tengsl þeirra undir 1. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga. Í at hugasemdum með 4. gr. frumvarps, sem varð að 218. gr. b, segir að með ákvæðinu sé lögð áhersla á að ofbeldi í nánum samböndum feli ekki einungis í sér samansafn einstakra tilvika heldur megi virða slíka háttsemi sem eina heild. Samkvæmt 1. mgr. ákvæðisins sé það gert að skilyrði að háttsemi sé endurtekin eða alvarleg en með því sé vísað til þess að hún hafi staðið yfir í lengri eða skemmri tíma þannig að telja megi að viðvarandi ógnarástand hafi skapast. Þó sé ekki útilokað að einstakt brot geti fallið undi r ákvæðið ef það nær tilteknu alvarleikastigi. Í 1. mgr. séu sérstaklega taldar upp verknaðaraðferðir sem nú þegar geti falið í sér sjálfstæða refsiverða háttsemi samkvæmt hegningarlögum, meðal annars ofbeldi, sbr. 217. og 218. gr. almennra hegningarlaga. Ofbeldi í nánum samskiptum geti á hinn bóginn birst á fleiri vegu, svo sem í andlegu ofbeldi af ýmsu tagi. Í því ljósi sé lagt til að refsinæmi ákvæðisins verði ekki bundið við verknað i sem þegar get i falið í sér refsiverða háttsemi samkvæmt almennum hegningarlögum heldur taki það jafnframt til þess ef lífi, heilsu eða velferð þolanda er ógnað á annan hátt sem 5 ekki feli í sér sjálfstæða refsiverða háttsemi samkvæmt gildandi lögum. Í athugasemdunum segi r á hinn bóginn um 2. mgr. ákvæðisins, sem fjallar um stórfellt brot af þessu tagi, að við mat á grófleika og þar með hvort brotið teljist stórfellt skuli sérstaklega litið til þess hvort stórfellt líkams - eða heilsutjón eða bani hafi hlotist af. 17 Samkvæmt framangreindu er það ekki gert að skilyrði samkvæmt 1. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga að stórfellt líkams - eða heilsutjón hafi hlotist af ofbeldisbroti eins og gengið er út frá í hinum áfrýjaða dómi heldur á það við um stórfelld brot af þessu tagi samkvæmt 2. mgr. ákvæðisins. 18 Eftir atlögur ákærða voru áverkar víðs vegar um líkama brotaþola þótt hver um sig hafi ekki talist verulegur. Voru báðar árásirnar til þess fallnar að vekja ógn hjá brotaþola en hún hefur borið um að eftir atlögur ákærða hafi hún verið kvíðin og hrædd og átt erfitt með að sofa og vera ein. Í báðum tilvikum var brotaþoli varnarlaus gagnvart harkalegum árásum ákærða á sameiginlegu heimili þeirra þar sem ákærði tók brotaþola hálstaki í bæði skiptin. Þá sló hann hana ítrekað í andl itið með krepptum hnefa í fyrra skiptið og sparkaði í maga hennar og bringu í síðara skiptið. Árásir ákærða voru keimlíkar og áttu sér stað með stuttu millibili. Með árásunum ógnaði ákærði þannig heilsu brotaþola og velferð á alvarlegan hátt með ofbeldi og var um endurtekna háttsemi að ræða í síðara skiptið. Telst há ttsemi ákærða samkvæmt 1. og 2. lið ákærunnar því réttilega heimfærð til 1. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga . 19 Með hinum áfrýjaða dómi var ákærði einnig sakfelldur fyrir valdstjórnarbrot, þ jófnað, tilraun til þjófnaðar, nytjastuld og umferðarlagabrot. Unir hann sakfellingu að því leyti og sætir hún því ekki endurskoðun fyrir Landsrétti. 20 Að framangreindu gættu en að öðru leyti með vísan til þeirra sjónarmiða sem í héraðsdómi eru færð fyrir ák vörðun refsingar þykir hún hæfilega ákveðin fangelsi í 18 mánuði. Í ljósi sakarferils ákærða eru ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna. 21 Eftir uppkvaðningu hins áfrýjaða dóms var ákærði með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 30. júní síðastliðinn dæmdur í 18 m ánaða fangelsi, meðal annars fyrir brot í nánu sambandi gagnvart brotaþola í ágúst 2019 og júlí 2020, sem og tilraun til sérstaklega hættulegrar líkamsárásar, auk fjölda annarra smærri brota. Til frádráttar refsingu þess dóms kom gæsluvarðhald sem ákærði s ætti eftir uppkvaðningu hins áfrýjaða dóms eða frá 5. nóvember 2021 til 10. desember sama ár. Til frádráttar refsingu í þessu máli komi á hinn bóginn með fullri dagatölu gæsluvarðhald sem ákærði sætti frá 17. september 2021 til 4. nóvember sama ár eins og ákveðið var í hinum áfrýjaða dómi. 22 Ákvæði hins áfrýjaða dóms um sviptingu ökuréttar ákærða, upptöku á hnífi og sakarkostnað eru staðfest. 6 23 Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns sem ákveðin eru að me ðtöldum virðisaukaskatti, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, Björgvin Sigmar M. Ómarsson, sæti fangelsi í 18 mánuði. Til frádráttar refsingunni komi gæsluvarðhald sem ákærði sætti frá 17. september 2021 til 4. nóvember sama ár. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um sviptingu ökuréttar ákærða, upptöku á hnífi og sakarkostnað skulu vera óröskuð. Ákærði greiði áfrýjunarkostnað málsins, 1.032.197 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Sveins Andra Sveinssonar lögmanns, 976.500 krónur . Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 4. nóvember 2021 Mál þetta, sem dómtekið var 18. október sl., var höfðað með ákæru héraðssaksóknara, dags. 8. apríl 2020 á hendur: Björgvini Sigmari M. Ómarssyni , kennitala , , Reykjavík , fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að hafa laugardaginn 21. mars 2020, við á Kjalarnesi, ógnað lögreglumönnum A og B með dúkahnífi er lögreglumennirnir voru á vettvangi við skyldustörf. Telst þetta varða við 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er krafist upptöku á hnífi sem notaður var við framningu brotsins með vísan til 1. tl. 1. mgr. 69. gr. a Þann 27. a príl 2021 gaf lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu út ákæru á hendur ákærða og var meðferð málanna sameinuð, sbr. 1. mgr. 169. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 1. Brot í nánu sambandi með því að haf a laugardaginn 21. mars 2020 veist að sambýliskonu sinni C á heimili þeirra að í Reykjavík, hrint henni, skellti henni í rúmið þar sem hann settist ofan á hana, rifið í hár hennar, kýlt hana ítrekað í andlitið með krepptum hnefa og tekið hana kverkatak i, allt með þeim afleiðingum að C hlaut mar á hægra hvirfilsvæðinu, enninu, vinstra augnsvæðinu, nefinu, vinstra eyrasvæðinu, vinstri kinninni, hálsinum, hægri upphandleggnum, vinstri úlnlið, vinstri framhandleggnum, vinstri upphandleggnum, sár á neðri vör unni, innanverðum vörunum og hægri hendinni, punktalaga litabreytingar í slímhúð augnanna, litabreytingu á hægra lærinu og litabreytingu á vinstri þumalbungunni. M: 007 - 2020 - Telst brot þetta varða við 1. mgr. 218. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/ 1940. 2. Brot í nánu sambandi með því að hafa miðvikudaginn 17. júní 2020 veist að sambýliskonu sinni C á heimili þeirra að í Reykjavík, hrint henni í rúm, ýtt henni í sófa, tekið hana kverkataki, sparkað í maga hennar og bringu þannig að hún datt og veitt henni högg í andlitið, allt með þeim afleiðingum að C hlaut mar og yfirborðsáverka á höfði, mar á hálsi, mar á brjóstkassa, mar á öxl og upphandlegg, mar á olnboga og framhandlegg, mar á baki, mar á mjöðm og læri og mar á hné og fótlegg. 7 M: 007 - 2020 - Telst brot þetta varða við 1. mgr. 218. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 3. Þjófnað með því að hafa föstudaginn 3. júlí 2020 á , Reykjavík, stolið jakka, leðurhönskum, tóbakshorni og vegabréfi í eigu D . M: 007 - 2020 - Telst þetta varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 4. Nytjastuld og umferðarlagabrot með því að hafa mánudaginn 14. desember 2020 tekið bifreiðina heimildarlaust við í Kópavogi og ekið henni sviptur ökurétti um ýmsar götur á höfuðborgarsvæðinu. M: 007 - 2020 - Telst þetta varða við 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 5. Umferðarlagabrot með því að hafa mánudaginn 14. desembe r 2020 ekið bifreiðinni sviptur ökurétti, utan í bifreiðarnar og við í Reykjavík og ekki sinnt skyldum sínum við umferðaróhapp heldur ekið á brott frá vettvangi. M: 007 - 2020 - Telst brot þetta varða við 1. mgr. 14. gr. og 1. mgr. 58. gr. , sbr. 1. mgr. 94. gr. og 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 6. Umferðarlagabrot með því að hafa mánudaginn 21. desember 2020 ekið bifreiðinni sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og slævan di lyfja (í blóði mældist alprazólam 87 ng/ml, amfetamín 595 ng/ml, klónazepam 6,9 ng/ml, kókaín 22 ng/ml, metamfetamín 35 ng/ml og tramadól 120 ng/ml) um í Reykjavík, til móts við hús nr. , þar sem akstri lauk með umferðaróhappi. M: 007 - 2020 - T elst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 48. gr., 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., allt sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 7. Umferðarlagabrot með því að hafa miðvikudaginn 23. desember 2020 ekið bifreiðinni sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 350 ng/ml) vestur Suðurfell í Reykjavík, að bensínstöð Orkunnar, þar sem lögregla hafði afskipti af ákærða. M: 007 - 2020 - Telst brot þetta varða við 1. , sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 8. Tilraun til þjófnaðar með því að hafa laugardaginn 26. desember 2020 í félagi við E í heimildarleysi og auðgunarskyni brotist inn í geymslu að í Reykjaví k þar sem komið var að ákærða. M: 007 - 2020 - Telst brot þetta varða við 244. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu Ákærði krefst þess aðallega að hann verði sýknaður af þeirri háttsemi sem honum er gefin að sök í 1., 2. og 8. ákærulið ákæru frá 27. apríl 2021, en til vara, verði hann sakfelldur, að honum 8 verið dæmd vægasta refsing er lög leyfa og þá einnig vegna ákærunnar að öðru leyti og ákæru frá 8. apríl 2021. Þá krefst verjandi ákærða hæfilegra málsvarnarlauna að mati dómsins sem greiðist úr ríkissjóði. I Málsatvik samkvæmt 1. ákærulið ákæru dagsettri 27. apríl 2021 Sam kvæmt frumskýrslu lögreglu var hún 21. mars 2020 kölluð á vettvang að vegna heimilisofbeldis sem þá var sagt yfirstaðið og gerandi farinn af vettvangi. Brotaþoli, C , var í miklu uppnámi og mátti sjá áverka á andliti hennar, sprungna neðri vör, mikið bl óð bæði á efri og neðri vör, áverka á hægra auga og á hálsi auk þess sem hún kvaðst vera með mikið suð í eyra. Þá var sýnilegt að mikið hafði gengið á í íbúðinni, tvær hurðar voru farnar af lömunum, brotið sófaborð var á hvolfi í stofunni, stóll á rúmi, sj ónvarpsskjár í stofu var brotinn og ýmsir smámunir og matvæli lágu um öll gólf. Einnig sáust blóðdropar á stofugólfi og blóðugur hráki í vaski á baðherbergi. Rætt var við brotaþola á vettvangi eftir að henni höfðu verið kynnt viðeigandi réttarfarsákvæði en ákærði hafði þá verið sambýlismaður hennar til þriggja ára. Sagði hún þau hafa dottið í það í gær og í morgun hefði hún sagt eitthvað sem ákærði hefði ekki verið ánægður með og hann þá gengið í skrokk á henni. Hann hefði tekið hana kverkataki og rústað íb úðinni, brotið sjónvarpið og tölvu, kastað stofuborðinu á hvolf og kastað hlutum um alla íbúð. Var brotaþoli flutt á slysadeild til skoðunar. Fyrir liggja ljósmyndir af áverkum brotaþola og aðstæðum á vettvangi. Þá liggur fyrir skýrsla rannsakara um aðkom u sína að málinu. Kemur þar fram að hann tók skýrslu af brotaþola á slysadeild. Fram hafi komið hjá henni að hún og ákærði hefðu verið að drekka kvöldið áður og fram á nótt. Kvaðst hún hafa sagt eitthvað við ákærða sem honum hefði fundist óviðeigandi og or ðið sár og reiður og þau farið að rífast en hún síðan sofnað. Þegar hún vaknaði var ákærði að skoða símann hennar og hann farið að ásaka hana en hann hefði upplifað að hún hefði henni og hún hrint honum. Síðan hefði hún farið inn í svefnherbergi og ákærði á eftir henni. Þar hefði hann rifið í hár hennar og hrint henni á rúmið, sest ofan á hana, tekið hana hálstaki og kýlt hana ítrekað með krepptum hnefa í andlitið. Á meðan ákærði segði frá ofbeldinu. Hann hafi einnig brotið sófaborð, sjónvarp, tölvu og tvær hurðar. Taldi hún ákærða hafa kýlt sig 6 - 7 sinnum en ekki muna hvort hún hefði misst meðvitund. Sagði hún þau hafa verið saman í þrjú ár og hefði ákærði beitt hana ofbeldi áður og hún í einu tilviki leitað á slysadeild. Sjálf hefði hún nokkrum mánuðum áður fallið eftir um fjögurra ára bindindi. Einnig komi fram í skýrslunni að brotaþoli hefði verið með áverka á augum, vinst ri vanga, hálsi, á innan - og utanverðum vörum, eymsli í hársverði og á eyra sem einnig var bólgið, verk vinstra megin á bringu, maga og hægra herðablaði, mar á báðum upphandleggjum og vinstri úlnlið, og punktblæðingu, án þess að staðfesting hennar væri til tekin, og suð í eyra. Skýrsla var tekin af ákærða daginn eftir að atvik gerðust. Þar kemur fram að þá hafi sést klórför á andliti og höfði hans. Sagði hann að hann og brotaþoli hefðu farið að rífast og beita hvort annað ofbeldi. Hún hefði slegið hann í and litið og klórað á höfuðið. Staðfesti ákærði að hann og ofbeldinu. Þá neitaði hann að tjá sig um það hvort hann hefði hrint henni á rúmið, sest ofan á hana, kýlt ha na ítrekað með krepptum hnefa, tekið hana hálstaki og að hafa ítrekað rifið í hár hennar. og hafi hann setið klofvega yfir henni og haldið henni niðri í rúmin u af því hún var að reyna að slá hann. Þá vildi ákærði ekki tjá sig um þá áverka sem brotaþoli reyndist vera með en kvaðst ekki minnast þess að hafa kýlt hana í magann. Ákærði staðfesti að hafa brotið tölvu, sjónvarp, borð og hurð umrætt sinn og kvaðst haf a gert þetta þegar hann gekk út. Kvaðst hann vera 178 cm á hæð og 93 kg á þyngd. Fyrir liggur matsgerð F réttarmeinafræðings, dagsett 14. apríl 2020, ásamt ljósmyndum sem teknar voru við skoðun hans á brotaþola 21. mars 2020. Í niðurstöðu hans er rakið að brotaþoli 9 hafi reynst vera með eftirfarandi áverka; Mar á hægra hvirfilsvæði, enni, vinstra augnsvæði, nefi, vinstra eyrasvæði, vinstri kinn, hálsi, hægri og vinstri upphandlegg, vinstri úlnlið og vinstri framhandlegg. Þá hafi hún verið með sár á neðri vör og innanverðum vörunum og hægri hendi. Punktlaga litabreytingar hefðu verið í slímhúðum augna, litabreyting á hægra læri og vinstri þumalbungu. Um tilurð áverkanna segir eftirfarandi: að tilliti teknu til punktlaga litabre ytinganna í bendir sterklega til þess að þeir hafi orðið fyrir sljóan kraft í formi þrýstings gegnt hálsinum. Útlit áverkanna og staðsetning, ásamt hinum trúlegu punktblæðingum, bendir til þ ess að þeir hafi orðið við tak annars manns um hálsinn, sem haldið hefur verið nokkra stund. sterklega til þess að þeir hafi orðið fyrir sljóan kraft í formi höggs gegnt hör ðu eða tregeftirgefanlegu yfirborði og bendir til þess að krafturinn hafi beinst að svæðunum, sem við högg annars manns með, t.d. eigin krepptum hnefa. sljóan kraf t í formi höggs yfir eyrað, eða mögulega togs í eyrað af krafti. Staðsetning og eðli áverkans bendir til þess að þeir hafi verið veittir henni af öðrum manni. orðið fyri r sljóan kraft og bendir til þess að þau hafi orðið fyrir högg eða þrýsting yfir munnsvæði. Staðsetning og eðli áverkanna getur bent til þess að þeir hafi verið veittir henni af öðrum manni. lega til þess að það hafi komið til fyrir sljóan kraft í formi þrýstings gegnt hörðu yfirborði. Það mynstur sem birtist í áverkanum í formi endurtekinna, samsíða, bogadreginna lína bendir til þess að yfirborðið hafi haft upphleypt yfirborðsmynstur mótsvara ndi því, eða t.d. klæðisfellingar myndast á milli kraftsins og húðarinnar með kjölfarandi mynstrun á húðinni. Útlit og staðsetning áverkans bendir til þess að ennin eða tregeftirgefanlegu yfirborði. Áverkinn getur skýrst af jafnframt eigin falli á hart gólf eða innréttingu, eða höggi veittu af öðrum manni. Útlit sársins á n skröpunar eða steyts gegnt hörðu, grófu yfirborði. dir sterklega til þess að þeir hafi orðið fyrir sljóan kraft í formi höggs eða þrýstings gegnt hörðu yfirborði með afmarkaðan ákomuflöt. kraft í formi skröpunar gegnt hörðum kanti. sem komið hafi til við sljóan kraft í formi höggs eða þrýstings á þumalhelft lófans. að hún sé yfirborðskennd skráma sem hafi orðið fyrir skáhalla skröpun gegnt hörðu og grófu eða stömu yfirborði. Í niðurstöðu réttarmeinafræðingsins segir að útlit áverkanna samræmist því að þeir hafi komið til sama dag og rannsóknin var framkvæmd, þ.e. 21. mars 2020. Voru áverkanir ekki lífshættulegir en ef mögulegt hálstak hefur valdið brotaþola meðvitundarleysi megi segja að hún hafi verið sett í lífshættulegt ástand. Þá liggur fyrir læknisvottorð, dagsett 5. maí 2020, vegna komu brotaþola á bráðamóttöku 21. mars 2020. Þar kemur fram að brotaþoli hafi lýst því að ákærði hafi setið ofan á henni, barið hana ítrekað og tekið hana kyrkingartaki, dregið hana á hárinu og kastað henni til. Hún hafi ekki gert sér grein fyrir því hvort hún hafi misst meðvitund. Vi ð skoðun hafi brotaþoli reynst vera með mikið mar á vinstri hluta andlits og kinnum upp í hársvörð vinstra megin og aftur fyrir eyra. Vinstra 10 bæði efri og neðri v ör innanverðri. Brotaþoli var með teina á tönnum og eru sárin innan á vörum í a vinstra megin og á vinstri upphandlegg. Þá reyndist hún vera með eymsli yfir neðstu rifbeinum vinstra megin, nokkur samrýmdust vel lýsingu hennar á ofbeldi og að hún hefði orðið fyrir andlegu áfalli. Málsatvik samkvæmt 2. ákærulið ákæru dagsettri 27. apríl 2021 Samkvæmt frumskýrslu lögreglu barst henni tilkynning að morgni 17. júní 2020 um heimilisofbeldi og var ákærði flúinn af vettvangi. Brotaþoli tók á móti lögreglu og var hún spennt og nokkuð brugðið en annars róleg. Hafi heimilið verið snyrtilegt utan þess að vatn var á gólfi í svefnherbergi og lak þar vatn frá ofni. Þá var flaska með spíra á stofuborði. Rætt var við brotaþola á vettvangi eftir að henni hö fðu verið kynnt viðeigandi réttarfarsákvæði en ákærði var sambýlismaður hennar. Sagði hún þau hafa farið að rífast og ákærði sakað hana um að sýna öðrum sófann í stofunni og tekið hana kverkataki. Sagði brotaþoli að þetta hefði verið vont en ekki staðið yfir svo lengi að það hefði verið henni lífshættulegt. Gat hún ekki sagt til um hve lengi ákærði hélt henni kverkataki. Átökin hefðu síðan færst yfir í eldhúsið og þaðan í svefnherbergið. Ákærði hefði sparkað í hurðina á svefnherberginu með þeim afleiðingum að ofninn fyrir aftan hurðina brotnaði og byrjaði að leka. Hafi hún þá sagt ákærða að fara út og hafi hann gert það. Hún hefði síðan staðið í dyragættinni að í búðinni að ræða við neyðarlínuna þegar ákærði kom aftur og sparkaði í magann á henni og fór síðan í burtu. Brotaþoli kvaðst vera með eymsli í hálsinum og í framtönnum í efri góm. Kvaðst hún telja að hún hafi fengið högg á sig sem hafi valdið því að tennurn ar losnuðu. Þá sagði hún að blætt hefði úr efri gómi. Ákærði var handtekinn skömmu síðar. Meðal framlagðra gagna eru ljósmyndir af vettvangi, myndir af áverkum ákærða og brotaþola. Þá liggur fyrir skýrsla rannsakanda um aðkomu hans að málinu. Er vettvangi lýst þar á sama hátt og fram kemur í frumskýrslu lögreglu. Þá er þar bókaður framburður brotaþola sem er í samræmi við það sem lýst er í frumskýrslu utan þess að hún sagði ákærða hafa sparkað í maga hennar eða bringu þegar hún var í anddyri íbúðarinnar og við það hefði hún kastast inn. Fyrir liggur læknisvottorð vegna komu brotaþola á bráðamóttöku í kjölfar atvika. Kemur þar fram að brotaþoli hafi lýst atvikum svo að hún og ákærði hefðu verið að rífast og hefði hann slegið hana, hún slegið hann til baka og hann þá tekið hana kverkataki, og lyft henni upp og haldið henni upp við vegg. Síðan hefði ákærði kastað henni í sófa þar sem hann hefði aftur tekið hana kverkataki. Sé hún ekki viss hvort ákærði hefði þá slegið hana en hann hefði farið út úr húsinu og hú n þá hringt í lögreglu. Ákærði hefði síðan hlaupið að henni og sparkað í bringuna á henni þannig að hún kastaðist aftur fyrir sig og lenti á flísalögðu gólfi. Kvaðst brotaþoli hafa orðið fyrir endurteknu ofbeldi af hálfu ákærða, a.m.k. þrisvar sinnum á sei nustu tíu dögum. Við skoðun var hún með dreifða marbletti víðsvegar um líkamann en ekki sé ljóst hvað af þessu var nýtt og hvað gamalt. Samkvæmt vottorðinu var brotaþoli með eftirfarandi greiningar: Mar og yfirborðsáverka á höfði, mar á hálsi, brjóstkassa, öxl og upphandlegg, olnboga og framhandlegg, á baki, mjöðm og læri, hné og fótlegg. Þá segir í vottorðinu að brotaþoli hafi ekki lýst því að hún hefði misst meðvitund og ekki væru sjáanleg merki um að lokast hefði fyrir blóðrás til höfuðs. Skýrsla var te kin af brotaþola sama dag og atvik gerðust. Lýsti hún atvikum svo að hún og ákærði hefðu farið að rífast þar sem ákærði hefði verið afbrýðisamur. Þau hefðu bæði verið pirruð og hefði þetta leiðst út í slagsmál. Þau hefðu verið inni í svefnherbergi og þar h afi hann hrint henni á rúmið og hún ýtt honum. Síðan hefðu þau færst yfir í eldhúsið og þaðan í stofuna. Ákærði hafi þá verið orðinn reiður, tekið hana hálstaki og skellt henni í sófann. Vatnslögnin við ofninn í svefnherberginu hefði síðan sprungið og hún sagt honum að fara út og laga hana og skrúfa fyrir vatnið. Hann hafi þá farið út og svo komið aftur og þau farið að kýta og hún sagt honum að fara en 11 hann ekki viljað það. Á meðan hún var að tala við lögregluna hefði ákærði hlaupið að henni og sparkað í ma gann á henni eða bringuna og hún þá kastast inn. Brotaþoli sagði að hún og ákærði væru kærustupar. Sagði hún líðan sína vera slæma og að hún væri greind með og og hefði fengið stuðning frá . Finnist henni eins og tennur hennar séu lausar eftir þetta en einnig hafi hún fengið áverka á fætur, hendur, háls, bak og síðu. Skýrsla var tekin af ákærða sama dag. Hann sagði brotaþola vera unnustu sína og hefðu þau verið saman á þriðja ár. Sagði hann lögreglu hafa haft afskipti af þeim umrætt sinn vegna deilna milli þeirra og væri hann bólginn á báðum augum, með bitfar og mar eftir brotaþola. Brotaþoli væri í burtu. Var ákærða kynnt að brotaþoli teldi sig vera með lausar tennur eftir átök þeirra og kvaðst hann ekkert vita um það. Hann hefði ekki veitt henni nein högg heldur einungis ýtt henni þegar hann vildi komast út og hafi þá notað báðar hendurnar og hrint henni frá sér. Þá neitaði hann að hafa sparkað í brotaþola, tekið hana hálstaki, hrint eða skellt henni. Sagði ákærði að þau hefðu skollið utan í hurði na á svefnherberginu þegar hann var að reyna að komast út og hafi hurðin farið í ofninn og vatnslögn farið í sundur. Fyrir liggur matsgerð F réttarmeinafræðings, dagsett 14. júlí 2020, ásamt ljósmyndum sem teknar voru við skoðun hans á brotaþola 19. júní 2 020. Í niðurstöðu hans er rakið að brotaþoli hafi reynst vera með eftirfarandi áverka: Mar á innanverðum hægri framhandlegg, utanverðum hægri framhandlegg og aftanverðum hægri upphandlegg, vinstri framhandlegg og utanverðum vinstri upphandlegg, framanverðu brjósti og brjóstbaki, efst á úthluta hægri mjaðmar, á úthluta hægri mjaðmar, hægra læri, framanverðu hægra læri, innanverðu hægra læri, hægri fótlegg og aftan á hægri fótlegg, vinstra læri, ofarlega á úthlið vinstra læris, neðarlega á úthlið vinstra læri sins, innanverðu vinstra hné, vinstri fótlegg og innanverðum vinstri ökkla. Þá var brotaþoli með skrámur á hægri hendi, hægri og vinstri olnboga, á mjóbaki og á hægra hné, sár á vinstri baugfingri og vinstri upphandlegg og slímhúðarsár á innanverðum vörum. Hvað varðar tilurð áverkanna segir í niðurstöðu réttarmeinafræðingsins: framanverðu hægra lærinu, innanverðu hægra lærinu, aftan á hægri fótleggnum og vinstra lærinu hörðu eða tregeftirgefanlegu yfirborði. Útlit og staðsetning áverkanna getur bent til þess að krafturinn hafi beinst að viðkomandi svæðum, sem við t.d. högg annars manns eða tök með hendi. Útlit slímhúðarsáranna á innverðum(sic) vörunum bendir til þess að þau hafi orðið fyrir sljóan kraft yfir munnsvæðið, þar sem innra byrði varanna hefur þrýstst(sic) að . Útlit maranna á utanverðum hægri framhandleggnum og aftanverðum hægri hlið vinstra lærisins, neðarlega á þrýstings gegnt hörðu eða tregeftirgefanlegu yfirborði. krafti í formi snertingar við harðan kant eða odd. yfirborði með hrjúfa áferð eða hörðum hlut. Þá taldi hann að útlit ef tirfarandi áverka samræmist því að þeir hafi komið til að morgni 17. júní 2020, eins og rakið er í sjúkraskrá: Mar á hægra læri, aftan á hægri fótlegg, á úthluta hægri mjaðmar, vinstra læri, vinstri fótlegg, innanverðum vinstri ökkla, skráma á hægri hendi, hægri 12 olnboga, vinstri olnboga, mjóbaki og hægra hné. Sár á vinstri baugfingri og vinstri upphandlegg. Aðrir áverkar sem sáust við skoðun séu a.m.k. sólarhring eldri. Fyrir liggur vottorð vegna komu brotaþola á slysadeild 17. júní 2020. Þar er rakið að br otaþoli hafi lýst atvikum svo að hún og ákærði hafi farið að rífast og hafi rifrildið stigmagnast og endað með því að ákærði sló hana. Hún hafi þá slegið hann til baka og ákærði þá tekið hana kverkataki og haldið henni upp við vegg og síðan kastað henni í sófa þar sem hann hafi aftur tekið hana kverkataki. Hugsanlega hafi hann síðan slegið hana. Loks eftir að hann var farinn og hún stóð í anddyri hússins og var að hringja í lögreglu hafi hann hlaupið aftur að henni og sparkað í bringuna á henni þannig að hú n kastaðist aftur fyrir sig og lenti á flísalögðu gólfi. Hafi brotaþoli við skoðun reynst vera með mar og yfirborðsáverka á höfði, mar á hálsi, brjóstkassa, öxl og upphandlegg, olnboga, framhandlegg, baki, mjöðm, læri, hné og fótlegg. Þá segir í vottorðinu að brotaþoli hafi ekki lýst meðvitundarleysi og ekki séu augljós sjáanleg merki um að lokast hafi fyrir blóðrás til höfuðs. Við rannsókn málsins var tekin skýrsla af G , föðurbróður brotaþola, en ekki er talin ástæða til að rekja efni hennar sérstaklega. Málsatvik samkvæmt 8. ákærulið ákæru dagsettri 27. apríl 2021 Samkvæmt frumskýrslu lögreglu var ákærði handtekinn 26. desember 2020 grunaður um að hafa ásamt vitninu E brotist inn í geymslu í kjallara fjölbýlishúss að . Þegar lögregla kom á vettvang vo ru ákærði og E að róta í geymslu innst á geymslugangi til hægri sem tilheyrði íbúð á fyrstu hæð. Ákærði hélt á kúbeini í hægri hendi og verksummerki mátti sjá á hurð geymslunnar. Benti E lögreglu á muni sem tilheyrðu geymslunni og var þeim komið aftur inn í hana. Kvaðst hún hafa verið að vitja eigna sinna sem hún taldi að komið hefði verið fyrir í geymslunni. Ákærði kvaðst hafa farið með E til að vitja munanna. Þau hefðu, í því skyni, farið til vinar E í íbúð á þriðju hæð en hann hefði ekki getað afhent þá. Hafi þau þá grunað að munirnir væru í geymslu og því brotið sér leið inn í geymsluna en ákærði kvaðst þó ekki hafa tekið þátt í því. Tilkynnandi kvaðst hafa fylgst með myndavélum og séð tvo aðila brjóta sér leið inn á geymsluganginn og inn í eina geymslu sem hann taldi tilheyra íbúð á fyrstu hæð. Ákærði gaf skýrslu vegna málsins síðar sama dag. Kvaðst hann hafa hitt E daginn áður og hún sagt honum að strákur sem hún þekkti hefði tekið dót sem hún átti en hún ekki þorað að ná í það. Hann hefði farið með henni í partí hjá þessum strák og hún ekki séð dótið þar. Taldi hún sér trú um að dótið væri niðri í geymslu. Síðan sa gði ákærði: Ein hurð var opin sem hún ákvað að kíkja inn í og hinar hurðarnar voru opnar. Það var opnuð þessi hurð sem leiddi inn á gang. Síðan þessi hurð að geymslunni hans var opin. Kvaðst hann hafa þvingað hurðina að geymslunni upp með litlu járni. Staðfesti ákærði að hafa verið með kúbein og hafa valdið skemmdum á hurðarkarmi og hurð. E hefði einungis verið að fara yfir og skoða muni en ekki verið búin að taka til muni sem hefðu ver ið í geymslunni. Hún hafi átt að eiga föt þarna og eitthvað fleira. Kvaðst ákærði umrætt sinn hafa verið klæddur í svarta og hvíta skó, svartar buxur, rauða og svarta Adidas - peysu en einnig hefði hann verið í annarri peysu og svartri úlpu. Við rannsókn mál sins var tekin skýrsla af E en ekki er talin ástæða til að rekja efni hennar sérstaklega. Af hálfu ákærða var lögð fram staðfesting á því að ákærði hefði lokið meðferð á og á göngudeild á árinu 2021 og vottorð um dvöl ákærða þar sumarið 2021. II Framburður ákærða og vitna fyrir dómi Verður nú gerð grein fyrir framburði ákærða og vitna fyrir dómi að því marki sem nauðsynlegt er til úrlausnar málsins. Ákærði kveðst, hvað varðar atvik er greinir í 1. ákærulið ákæru frá 8. apríl 2020, hafa verið me ð börnin sín hjá sér. Hann og brotaþoli séu bæði óvirkir fíklar og hefðu verið fallin. Þessa nótt 13 hefðu þau ekkert sofið og bæði neytt áfengis og kókaíns og hafi verið komið undir morgun þegar þeim lenti saman en börnin voru þá sofandi. Brotaþoli hefði vei st að honum og sagt við hann ljóta hluti. Þau hefðu rifist og hún sparkað í punginn á honum og brá honum við það og hrinti henni á rúmið. Síðan hafi hann lagst ofan á hana og reynt að róa hana niður. Hún hefði síðan staðið upp og gripið í punginn á honum þ annig að hann datt á lampa. Hann hefði þá náð að hrinda henni frá sér og við það slegið í sjónvarpið svo það brotnaði. Brotaþoli hefði síðan stokkið á hann aftur og hann síðan aftur haldið brotaþola niðri og sett þá framhandlegg upp að hálsinum á henni. Hú n hefði reynt að hrækja á hann og bíta hann en hann náð að róa hana aðeins niður og sagt að hann væri að fara í burtu með börnin. Síðan hefði hann farið í anddyrið en brotaþoli þá kastað einhverju að honum og tekið upp annan hlut en hann þá hlaupið að henn i og þau tekist á og endað á rúminu og þar hefði hann reynt að róa hana niður. Síðan hefði sameiginleg vinkona þeirra komið og sótt hann og börnin. Hann hefði haft samband við móður sína til að biðja hana um að sækja börnin. Móður hans hefði verið brugðið þegar hann sagði henni frá því sem gerðist. Ákærði kvaðst ekki hafa rifið í hárið á brotaþola eða kýlt hana í andlitið. Brotaþoli hefði fengið einhverja áverka en hann geti ekki lýst þeim nema því sem hann hefði séð á myndum í málsgögnum, mar á kinn og há lsi. Taldi hann þá mögulega hafa komið þegar hann datt ofan á hana í anddyrinu. Hún hafi verið með spangir og fengið högg þegar þau duttu. Sagði ákærði að brotaþoli hefði ekki verið með neina áverka áður en þetta gerðist. Sjálfur hefði hann verið með mar á hálsi og bitfar á maga eftir þetta. Þá hefði brotaþoli beðið hann um að láta sig í friði þegar hann lá ofan á henni. Hann viti að vörin á henni sprakk og það blæddi úr henni. Hann hafi verið að verjast henni og reyna að koma börnunum út. Viðurkenndi ákærð i að hafa velt við borði og slegið í sjónvarp. Ákærði sagði að hann og brotaþoli hefðu kynnst í AA - starfi en byrjað að drekka áfengi aftur í ferð erlendis. Þegar þau komu heim varð fjandinn laus og þau fóru beint í fíkniefni, kókaín, og árásir, kýtingar og orðaskipti milli þeirra urðu sífellt sárari. Þau voru búin að vera saman í hátt í þrjú ár þegar þau atvik gerðust sem greinir í 1. og 2. ákærulið. Hefði brotaþoli þá verið mjög æst og nánast í og verið með ranghugmyndir og ásakanir. Borið var undir ák ærða að í skýrslu brotaþola hjá lögreglu, vegna atvika er greinir í 1. ákærulið, hefði hún sagt að ákærði hefði rifið í hár hennar og hrint henni í rúmið. Sagði ákærði að þetta væri ekki rétt, hann hefði ýtt henni frá sér og á rúmið þegar hún sparkaði í pu nginn á honum. Þá hefði hún einnig hrækt á hann og reynt að kýla hann þegar hann ýtti henni. Hún hefði verið fljót að rísa upp aftur og halda áfram. Einnig sagði ákærði það rangt sem haft væri eftir brotaþola í læknisvottorði að hann hefði dregið hana á há rinu, kastað henni til, kastað höfði hennar utan í hluti og sparkað í hana liggjandi. Þá var ákærða kynnt að samkvæmt framlögðum gögnum hefði brotaþoli verið með mar og ýmsa yfirborðsáverka eftir þetta. Sagði ákærði þá að brotaþoli hefði verið í . Þetta feli t.d. í sér og fái brotaþoli auðveldlega mar. Hún gæti hafa stundað slíkt kynlíf um það leyti sem atvik gerðust en hann geti ekki bent á tiltekið tilvik. Þá viti hann ekki til þess að brotaþoli sé með sjúkdóm sem valdi því að hún merjist auðveldleg a. Hvað varðar 1. ákærulið þá kvaðst ákærði ekki hafa hrint og skellt brotaþola í rúmið en hafa ýtt við henni þannig að hún datt á rúmið. Þá hafi hann ekki sest ofan á hana heldur lagst ofan á hana og haldið henni og þá beitt framhandlegg eins og hann hefu r áður lýst. Hann neitaði því að hafa rifið í hár hennar og kýlt hana eins og lýst er í ákæru og að hafa veitt brotaþola þá áverka sem þar greinir. Hvað varðar þau atvik er greinir í 2. ákærulið þá sagði ákærði að áður en þetta gerðist hefði brotaþoli og vinkona hennar logið því hjá lögreglu að hann hefði ráðast á brotaþola og hún fengið á hann nálgunarbann þó að þau byggju saman. Honum var sleppt eftir handtöku og hefðu þau þá farið saman niður í bæ og fagnað . Þar hefðu þau borðað, drukkið áfengi og n eytt kókaíns og farið síðan í samkvæmi hjá H , vini ákærða, og hafi þau bæði verið undir áhrifum. Þar hafi brotaþoli verið mikið í kringum H bæði farið heim og brotaþoli þá verið orðin öskuil l, hrækt á hann og sparkað hnéspark í punginn á honum og hann síðan hrint henni. Svona hefði þetta gengið um stund og hafi hún ítrekað slegið 14 hann í andlitið og hann ýtt henni frá sér og sagt henni að láta sig í friði. Hann hefði síðan farið inn í svefnher bergið en hún elt hann og hann á endanum sagt að hann væri farinn. Hún hefði þá ekki viljað hleypa honum fram hjá sér og hafi hann því ruðst fram hjá henni og hurðin á herberginu þá spennst upp og farið á ofninn. Við það hefði leiðsla sprungið og vatn leki ð úr henni. Brotaþoli hefði fyrir ofninn og farið út í kompu þar sem lagnakerfið er og skrúfað fyrir vatnið og þá farið á hnén til að lesa af mælum. Á meðan hefði brotaþoli sparkað í hnakkann á honum og hrækt á hann og verið í bræðiskasti. Síðan hefði hann farið aftur inn í anddyrið þangað sem brotaþoli var kominn og sagt henni að hann væri farinn. Hún hefði þá sagt að hún ætlaði að hringja í lögreglu og rifið í hann og hafi hann þá spyrnt fæti í hana og ýtt henni frá sér til að loka hurðinni og komast í burtu. Síðan hefði hann gefið sig fram við lögreglu. Ákærði kvaðst hafa þurft að halda brotaþola niðri í svefnherberginu en ekki tekið hana hálstaki. Hafi han n sett hægri framhandlegg upp að hálsi hennar svo hún gæti ekki bitið hann í framhandlegginn og sett höndina til hliðar á hálsinn á henni. Þá sagði ákærði ekki rétt að hann hefði sparkað í hana heldur spyrnt henni frá sér og þá ýtt á magann á henni. Hafi h ann við það ýtt henni inn og hún misst tak á bolnum sem hann var í og fallið aftur fyrir sig á skógrind. Hann hefði ekki veitt henni högg í andlitið. Viti hann ekki til þess að hún hefði verið með áverka eftir þetta en hann hefði m.a. verið með klórför í a ndliti og mar á vör og síðu og viti að lögregla tók myndir af áverkunum. Þá sagði hann brotaþola aldrei hafa beðið hann um að hætta. Ákærði sagði að brotaþoli hefði verið með marbletti áður en þetta gerðist en hann viti ekki eftir hvað. Kvaðst ákærði vera stærri og sterkari en hún en hann hefði þurft að beita miklu afli til að yfirbuga hana. Hvað varðar þau atvik er greinir í 2. ákærulið þá kvaðst ákærði aldrei hafa slegið brotaþola eða tekið hana kverkataki. Hann hefði einungis ýtt henni þegar hún var að b eita hann ofbeldi. Hún hefði slegið hann nokkrum sinnum í andlitið en hann ýtt henni frá til að losna undan höggunum. Ákærði kvaðst ekki hafa hrint brotaþola á rúmið, ýtt í sófa og tekið hana kverkataki. Hann hefði haldið henni niðri á sama hátt og í fyrra tilvikinu, með framhandleggnum. Ákærði kvaðst ekki kunna skýringar á þeim áverkum sem raktir eru í ákæru og eru taldir vera afleiðingar háttsemi hans. Hann viti ekki hvenær áverkarnir komu og vísaði, eins og hvað varðar 1. ákærulið, til þess að brotaþoli eigi auðvelt með að fá mar og hafi verið að stunda . Hvað varðar þau atvik er greinir í 8. ákærulið þá kvaðst ákærði hafa farið með vitninu E í samkvæmi í . Þar hefðu þau neytt fíkniefna en síðan ákveðið að fara. E hafi farið á undan og sagt að hún ætlaði að fara niður í geymslu en þar ætti hún dót. Þegar hann kom niður hefði E verið búin að opna geymslu, en hann viti ekki hvernig hún gerði það, og var að taka þaðan kvenmannsdót. Hún hefði rétt honum kúbein og beðið hann að halda á því. Á meðan hafi lögreglan komið að. Kvaðst ákærði ekki hafa brotist inn í geymsluna. Borinn var undir ákærða framburður sem hafður var eftir honum í skýrslu sem hann gaf hjá lögreglu að E hafi ekki þorað að fara ein og ná í dótið og þess vegna hefði hann farið með henni í . Kvaðst ákærði ekki muna eftir þessu en sagði þetta vel geta staðist. Þá sé ekki rétt sem haft er eftir honum í skýrslunni að hann hefði þvingað upp hurðina að geymslunni með litlu járni og að hann hefði með því vald ið skemmdum. Hann hefði verið í slæmu ástandi þegar hann gaf skýrsluna og gæti hafa sagt þetta en muni þetta ekki svona í dag. Kvaðst ákærði telja að E hefði fundið dótið sem hún var að leita að og hafi hún verið að róta í dóti á gólfi og hann þá séð tösku með kvenmannsdóti. Hann hefði ekkert tekið úr geymslunni og einungis staðið þarna þegar lögregla kom. Ákærði kvaðst hafa farið í fangelsi til að klára að afplána dóm árið 2020 og var tekinn úr þessum aðstæðum. Þá hafði hann ekki brotið af sér í mörg ár. H ann var edrú þegar hann kláraði afplánunina og hefði ætlað til Svíþjóðar til föður síns að vinna en Covid hefði stoppað það. Það hefði því ekkert beðið hans og hann fljótlega fallið. Hann hefði síðan fengið húsnæði hjá , farið í meðferð á og verið á fram í meðferð í eftir það. Hann hefði síðan fengið Covid og dvaldist þá í sóttvarnarhúsi þar sem hann féll eftir að hafa fengið lyf. Það fall hefði enst stutt þar sem hann 15 braut sóttvarnarreglur og var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Ákærði k vaðst hafa starfað sem smiður þegar þau atvik gerðust sem greinir í 1. og 2. ákærulið og eigi hann lítið eftir til að klára sveinspróf í iðninni. Brotaþoli, C , sagði hvað varðar þau atvik er greinir í 1. ákærulið, að hún og ákærði hefðu fengið sér í glas e n ekki neytt fíkniefna. Það hafi verið komið undir morgun þegar hún sagði ákærða, og ára, verið á heimilinu þegar þetta gerðist. Ákærði hefði hrint henni, tekið hana kverkataki, rifið í hár hennar, brotið hluti, slegið hana ítrekað í höfuðið, sérstaklega vinstra megin og hafi vörin sprungið hægra megin og hún misst heyrn á vinstra eyra. Börn ákærða hefðu vaknað við lætin og hann farið með þau út en k omið aftur inn og hefði ofbeldið þá haldið áfram. Síðan hafi ákærði komið aftur með börnin inn til að kveðja hana og einhver síðan sótt hann og börnin. Á þessum tíma hefði hún verið með spangir á tönnunum. Kvaðst hún ítrekað hafa beðið ákærða um að hætta. Þá hafi hún ekki verið með neina áverka áður en atvik gerðust og hefði hún verið mjög illa farin eftir þetta, sérstaklega í framan. Hún og ákærði hefðu byrjað saman á árinu 2018 og hafi samband þeirra verið orðið erfitt á þessum tíma en þau hefðu búið sama n í íbúðinni þar sem atvik gerðust. Brotaþoli sagði þau hafa rifist en hún hefði ekki sparkað eða slegið í ákærða og eina ofbeldið sem hún beitti hann var þegar hún beit hann þegar hann var ofan á henni og hrinti honum af sér og ýtt honum. Engir áverkar h afi verið á ákærða eftir þetta. Kvaðst hún hafa verið mjög óttaslegin þegar þetta gerðist og ekki vita hvort hún hefði misst meðvitund þegar hún lá í rúminu. Þá kvaðst hún ekki hafa kastað munum að ákærða þegar hann var að fara. Sagði hún ákærða hafa ógnað henni með alls konar hlutum, t.d. þungum lampa, og ýmsir hlutir hefðu brotnað vegna þessara atvika. Hafi ákærði lamið hana svo illa að hún missti heyrnina á vinstra eyra. Þá hafi hann hótað henni og sparkað í hana. Hann hefði beitt hana miklu ofbeldi og á ttu atvik sér stað í svefnherbergi, stofu, anddyri og eldhúsi. Brotaþoli sagði ákærða hafa staðið yfir henni, tekið hana kverkataki og kastað henni til og frá. Hann hefði dregið hana á hárinu, setið ofan á henni, sparkað í hana liggjandi en hún muni ekki hvort hann kastaði höfði hennar til. Nánar spurð sagði hún ákærða hafa haldið henni fastri í rúminu og tekið hana kverkataki og þá tekið um háls hennar með báðum höndum og þrýst að svo fast að hún hafi átt mjög erfitt með að anda. Var brotaþola kynnt að ák ærði hefði sagt fyrir dómi að hann hefði haldið framhandlegg að hálsi hennar og haldið henni þannig og sagði brotaþoli að það hefði þá verið til viðbótar takinu með báðum höndum. Brotaþoli staðfesti að ákærði hefði veist að henni eins og lýst er í ákæru en kvaðst ekki vita hversu oft hann hefði kýlt hana en það varð til þess að hún missti heyrn á vinstra eyra. Þá hafi kverkatakið verið þannig að ákærði tók um háls hennar með báðum höndum. Staðfesti brotaþoli að hafa vegna árásarinnar hlotið þá áverka sem gr einir í ákæru. Hvað varðar 2. ákærulið þá sagði brotaþoli að hún og ákærði hefðu verið heima hjá vini þeirra. Ákærði hafi orðið afbrýðisamur og fundist hún horfa mikið á vin þeirra og vegna þess hefðu þau farið heim og byrjað að rífast á leiðinni heim. Vo ru þau þá undir áhrifum áfengis. Ofbeldið hefði byrjað þegar þau komu heim. Kvaðst hún hafa beðið ákærða um að fara en hann ekki viljað það og hún því hringt í lögreglu. Ákærði hafi ekki verið sáttur við það og hlaupið að henni og sparkað í efri hluta líka ma hennar og farið síðan af vettvangi. Kvaðst hún ekki minnast þess að hann hefði hrint henni á rúmið. Hann hefði tekið hana kverkataki og lamið hana í andlitið þannig að spangargrindin losnaði. Þegar ákærði sparkaði í hana hafi hún skotist aftur á bak. Kv aðst hún halda að hún hefði hrint ákærða og gæti hafa bitið hann í maga eða síðu þegar hann var ofan á henni, annað hvort í þessu tilviki eða því sem greinir í 1. ákærulið. Kvaðst hún sífellt hafa verið að biðja ákærða að hætta. Brotaþoli kvaðst ekki minn ast þess að hafa hrækt á ákærða eða sparkað í hann eða að hafa farið með hné í punginn á honum. Né heldur að hún hafi hrint honum eða sparkað í fætur hans og hafi hann ekki beðið hana um að láta sig í friði. Ákærði hefði farið inn í svefnherbergi en ekki s agt við hana að hann ætlaði að fara. Þar hefði hann sparkað upp hurð við lögn, sem sprakk og vatn fór 16 að leka úr henni, eða sparkað í lögnina. Hún hafi beðið hann um að laga þetta og hann þá farið út í kompu og hún á eftir honum. Séu lagnirnar ekki svo neð arlega að hann hafi þurft að krjúpa við þær. Hafi hún ekki sparkað í hann þegar hann var þar en þau verið að ýta í hvort annað. Hann hafi ekki farið inn í íbúðina aftur. Sjálf hefði hún síðan farið inn og hringt á lögreglu og hann þá hlaupið að henni og sp arkað í hana. Brotaþoli sagði að hún ætti ekki auðvelt með að fá mar. Þeir áverkar sem hún var með þetta kvöld hefðu ekki verið eftir og hafi hún ekki verið að stunda slíkt. Þá sagði hún að ákærði hefði slegið hana ítrekað í höfuðið og vísaði til ljósmy nda hvað það varðar. Þá var borið undir brotaþola að samkvæmt læknisvottorði vegna þeirra atvika er greinir í 2. ákærulið hafi hún sagt að hún væri ekki viss um hvort ákærði hefði slegið hana. Sagði hún þá að teinarnir hefðu losnað og það gerist ekki nema við högg. Ákærði hefði slegið hana og viti hún ek ki hvers vegna hún hefði sagt þetta hjá lækninum og muni ekki hvort hann bar undir hana það sem hann skráði niður eftir henni. Þá var borið undir brotaþola að samkvæmt skýrslu lögreglu hafi hún sagt sama dag og atvik gerðust að hún gæti ekki svaraði því hv ort ákærði hefði slegið hana. Sagði brotaþoli þá að hún hefði aldrei ætlað að kæra og talið að ástandið myndi lagast. Brotaþoli staðfesti að ákærði hefði veist að henni eins og lýst í ákæru og sagði hún ákærða hafa tekið hana kverkataki með báðum höndum á sama hátt og hún hefur þegar lýst hvað varðar 1. ákærulið. Þá sagði hún ákærða hafa, þegar hún var að hringja á lögreglu, sparkað eitt högg á svæðið við maga og bringu og hafi hún þá dottið. Einnig hafi ákærði veitt henni högg á andlitið og við það hefðu teinarnir farið en það hafi verið áður en hún datt niður. Hvað varðar afleiðingar þessarar árásar ákærða þá kvaðst hún nú ekki muna eftir öllum þeim áverkum sem tilgreindir eru í ákæru en muna eftir að hafa fengið mar víða. Kvaðst hún kannast við að hafa, við skoðun réttarmeinafræðings, verið með áverka sem voru eldri. Hafi hún verið með áverka eftir samskipti þeirra dagana á undan en muni ekki hvaða. Brotaþoli sagði að henni hefði liðið illa eftir þessi atvik, verið með mikinn kvíða, átt erfitt með að sofa og vera ein og óttast allt. Kvaðst brotaþoli hafa verið búin að vera á árinu 2019 og þá hefði ákærði byrjað að beita hana ofbeldi. Lögreglumaður nr. I kvaðst hafa farið á vettvang vegna þeirra atvika er greinir í 1. ákærulið, ásamt lögreglumanni nr. J , vegna tilkynningar um heimilisofbeldi sem þá var yfirstaðið og gerandi farinn af vettvangi. Hafi vitnið ritað skýrslu vegna málsins. Vitnið sagði að brotaþoli hefði sjáanlega verið í miklu uppnámi, verið grátandi og mjög brugðið. Lýsti hún því að sambýli smaður hennar hefði gengið í skrokk á henni og tekið hana kverkataki og rústað íbúðinni. Hafi brotaþoli verið með sjáanlega áverka á auga, sprungna efri vör og mikið blóð á báðum vörum, og áverka á hálsi. Í íbúðinni voru ummerki um átök, sófaborð á hvolfi inni í stofu, tvær hurðar voru farnar af lömum, blóðdropar á gólfi, smáhlutir og matvæli á gólfi og stóll á rúmi. Sagði vitnið að henni hefði fundist brotaþoli vera trúverðug. Taldi hún að tvö börn ákærða hefðu verið í pössun. Lögreglumaður nr. I kvaðst ha fa farið í útkall vegna tilkynningar um heimilisofbeldi vegna þeirra atvika er greinir í 2. ákærulið. Árásaraðili var flúinn af vettvangi og hefði brotaþoli tekið á móti þeim. Var hún uppspennt og nokkuð brugðið en samt róleg. Íbúðin hefði verið snyrtileg utan þess að vatn var á gólfi í svefnherbergi þar sem lögn var brotin. Þá var spíri á stofuborði. Hann hefði rætt við brotaþola sem sagði ákærða hafa ráðist á hana og tekið hálstaki og sparkað í magann á henni þegar hún hringdi í lögreglu, og að á einhverj um tímapunkti hefði hún fengið einhver högg. Teinar á spöng sem hún var með á tönnum hefðu losnað og einnig tennur. Brotaþoli sagði ákærða hafa tekið hana kverkataki í sófa í stofu og átökin hefðu borist inn í eldhús og síðan inn í svefnherbergi. Þar hefði ákærði sparkað í hurð og sprakk þá lögn við ofn sem var fyrir aftan hurðina og var vatn á gólfi í svefnherbergi. Sagði vitnið að honum hafi fundist frásögn brotaþola vera trúverðug. Brotaþoli sagði að hún hefði verið tekin kverkataki en vitnið kvaðst ekki hafa séð roða á hálsi hennar en hún hefði sýnt þeim að tennurnar voru lausar. K sagði að brotist hefði verið inn í geymslu í fjölbýlishúsinu að þann 26. desember 2020. Hafi hann þá hringt í lögreglu sem hefði komið og gripið konu og mann og tekið af þeim dót. Konan hefði komið aftur daginn eftir og afsakað innbrotið en var þá að heimsækja íbúa í húsinu, L . Vitnið kvaðst ekki muna eftir að hafa séð ákærða með konunni en bæði hún og maður sem var með 17 henni þegar þau brutust inn í geymsluna hefðu verið m eð grímur fyrir vitum sér og hettu þannig að hann sá bara augu þeirra. Var vitninu kynnt að samkvæmt skýrslu lögreglu hefði hann verið að fylgjast með atvikum í öryggismyndavél og staðfesti vitnið það. Kvaðst hann hafa opnað fyrir lögreglu sem hafi farið i nn á ganginn þar sem þau voru að brjótast inn í geymslu. Þau hefði farið niður tröppurnar með langa tösku og tekið upp kúbein eða spennujárn og fóru þar auðveldlega í ni og voru byrjuð á næstu við hliðina þegar lögregla kom. Hafi það verið karlmaðurinn sem notaði kúbeinið. F réttarmeinafræðingur kvaðst hafa skoðað brotaþola tvisvar sinnum, í fyrra skiptið 21. mars 2020, og gert um það skýrslur. Staðfesti vitnið að brot aþoli hefði verið með þá áverka sem að framan eru raktir úr niðurstöðukafla skýrslu hans vegna skoðunar hans 21. mars. Hvað varðar tilurð áverka á hálsi, sem eru marblettir, sagði vitnið að ef tekið er tillit til punktblæðinga sem sjást í slímhúð augna ben di það til þess að tekið hafi verið um hálsinn. Útlit áverkanna sé dæmigert fyrir tak með hendi um hálsinn þar sem fingur fara um hálsinn og klemma að. Ekki sé gott að segja hvort það hafi verið gert með annarri eða báðum höndum. Marblettir á hálsi hafi ek ki verið þesslegir að þrýst hefði verið að hálsinum með framhandlegg heldur hafi þetta verið gert með meira Þá sagði vitnið hvað varðar áverka á vinstra augnsvæði, nefi og kinn, að útlit þeirra bendi til þess að þeir hafi orðið til fyri r högg. Þeir séu þannig staðsettir að vitnið telji þá vera eftir högg sem veitt er af öðrum manni. Áverkar á vinstra eyra bendi til þess að þeir séu til komnir vegna höggs á eyra eða mögulega vegna þess að togað hafi verið í eyrað af krafti. Áverkar á vöru m, slímhúðarsár, og sár á neðri vör hægra megin hefðu verið þannig að útlit áverkanna benti til þess að þeir hefðu komið við högg eða þrýsting yfir munnsvæði. Bendi það einnig til þess að sá kraftur sem olli áverkunum hafi komið frá öðrum manni en gæti ein nig komið fyrir slysni eða steyti. Brotaþoli hafi verið með réttispangir á tönnum sem auki mjög hættu á alls konar slímhúðaráverkum við ólíka krafta. Mar á innanverðum hægri upphandlegg bendi til þess að það hafi komið fyrir þrýsting, sljóan kraft. Áverkin n minni á gripför og detti vitninu helst í hug að gripið hafi verið um handlegg. Einnig kom fram hjá vitninu að áverkar á hægra hvirfilsvæði og enni væru sljóir áverkar, sem bendi til þess að þeir séu tilkomnir fyrir sljóan kraft, frekar högg en þrýsting. Áverkarnir væru staðsettir þannig og hafi þannig eðli að þeir geti skýrst af eigin slysförum eða höggi sem veitt er af öðrum en ekki sé hægt að segja nákvæmlega til um þetta. Útlit áverka brotaþola á hægri upphandlegg, vinstri úlnlið, vinstri framhandlegg og vinstri upphandlegg bendi til höggs eða þrýstings. Þeir hafi ósértækt útlit og gætu hafa komið til fyrir eigin slysni eða í stympingum eða átökum við annað fólk. Þá hafi brotaþoli verið með smásár á hendi sem bendi til þess að það hafi komið til við slj óan kraft og í formi skröpunar, skrapast upp af kanti eða hörðu yfirborði. Hvað varðar litabreytingar á vinstri lófa og hægra læri þá sé ekki alveg víst að um áverka sé að ræða en líklegt að annars vegar sé um að ræða mar og hins vegar skrámu. Vitnið sagði að áverkarnir hefðu verið ferskir og miðað við útlit gætu þeir hafa komið til þennan dag en ekki sé útilokað að brotaþoli hafi jafnvel hlotið þá allt að tveimur dögum fyrir skoðun. Í heildina beri áverkarnir þess merki að hún hafi orðið fyrir árás. Áverka mynd geti samrýmst því að hún hafi fengið högg á höfuðið og tak um hálsinn eins og brotaþoli hefur lýst. Ekkert í áverkunum sé lífshættulegt en hvað varðar hálsinn þá skipti máli hversu lengi var haldið og hvort það hefði stöðvað blóðflæði eða valdið meðvi tundarleysi. Hefði hún t.d. fengið krampa eða tapað þvagi gæti hún hafa verið í lífshættu. Áverkarnir, marblettir og skrámur, eru minni háttar að því leyti að þeir gróa af sjálfu sér. Þeir voru ekki lífshættulegir og munu ekki leiða til varanlegra meina. S kilja þurfi þetta frá því hvort háttsemin sjálf hafi verið hættuleg. Þá benti vitnið á að sé átt við áverka sem tilkomnir eru fyrir ytri kraft. Ákoman eða árekstur hefur annað hvort sljótt eða skarpt eðli. Skarpir áverkar eru stungur með hnífi, skurðir og slíkt. Sljóir áverkar eru þrýstingur, 18 klemma og tog, og getur þetta haft alls konar mynd. Sljór kraftur er ekki veikari og hafi þetta ekkert Áverkar geti samrýmst því að brotaþoli hafi verið kýld, áverkar á vinstra augnsvæði, nefi og kinn, feli í sér a.m.k. þrjár aðskildar aðgerðir af sljóum krafti sem beindust a ð andliti. Vanalegur áverki eftir hnefahögg í andlit sé marblettur. Hvað varðar atvik 17. júní þá sagði vitnið að margar ljósmyndir hefðu verið teknar af áverkum brotaþola þegar hún kom á bráðamóttöku og áverkar listaðir upp í sjúkraskrá. Hann hefði skoða ð brotaþola 19. júní og gert skýrslu um þá skoðun. Staðfesti vitnið að brotaþoli hefði þá reynst vera með þá áverka sem að framan eru raktir úr niðurstöðukafla skýrslu hans. Hvað varðar tilurð áverkanna sagði vitnið að hægt væri að horfa á áverka á framan verðu brjósti og brjóstbaki, á vinstri framhandlegg, innanverðum hægri framhandlegg, efst á úthluta hægri mjaðmar en þar var marblettur, á hægra læri, á framanverðu hægra læri, innanverðu hægra læri, aftanverðum hægri fótlegg og vinstra læri en þeir hafi o rðið til fyrir sljóan kraft í formi steyta eða þrýstings og sé ekki gott að skilja þar á milli. Staðsetning og útlit geti bent til þess að þeir séu komnir til fyrir tilverknað annars manns, annað hvort högg eða tök en séu ekki sértækir fyrir það. Einnig ha fi þeir þannig útlit og dreifingu að ekki er útilokað að þeir hafi komið til fyrir eigin slysni þó allt bendi frekar í hina áttina. Slímhúðarsár á innanverðum vörum bendi til þess að það hafi verkað kraftur yfir munnsvæðinu, högg eða þrýstingur, og þrýst v örunum upp að réttiteinum. Marblettir á utanverðum hægri framhandlegg, aftanverðum hægri upphandlegg, vinstri framhandlegg, utanverðum vinstri upphandlegg, á hægri mjöðm, hægri fótlegg, vinstra læri, innanverðu vinstra hné, vinstri fótlegg og innanverðum v instri ökkla eru tilkomnir fyrir sljóan kraft og túlki vitnið það ekki neitt meira. Áverkarnir séu ekki nógu sértækir til að hann geti fullyrt að þeir séu tilkomnir fyrir tilverknað annarra en útiloki það ekki. Áverkarnir geti verið tilkomnir fyrir eigin s lysni eða fyrir verk annars manns. Skrámur á hægri hendi, vinstri olnboga, á vinstri baugfingri og vinstri upphandlegg hafa orðið til fyrir skröpun gegnt rispandi eða hörðum kanti eða oddi. Útlit skráma á hægri olnboga, vinstri olnboga, á mjóbaki og hægra hné bendi til þess að þeir hafi orðið til fyrir sljóan kraft í formi skröpunar gegnt hörðu yfirborði með hrjúfa áferð eða hörðum hlut. Hvað varðar útlit áverka þá bendir það til þess að þeir séu af ólíkum aldri. Sumir áverkarnir hefðu komið til 17. júní e n aðrir eru trúlega eitthvað eldri. Vitnið sagði að engir áverkar hefðu verið á höfði brotaþola eða hálsi. Spurður hvort það að ekki séu áverkar á andliti geti samrýmst því að hún hafi verið slegin í andlitið sagði vitnið að ekkert hefði fundist sem styður það en þó sé ekki hægt að útiloka það. Það sé ekki ófrávíkjanleg regla að sá sem er sleginn í andlitið hljóti af því áverka. Þá staðfesti vitnið að engir áverkar hefðu verið á hálsi og sagði vitnið það benda til þess að kverkatak hefði verið veikt eða bro taþoli hefði ekki verið tekin kverkataki. Einnig taldi vitnið að ekki væri útilokað að áverkar á brjóstkassa brotaþola hefðu orðið til fyrir 17. júní en það sé þó ólíklegra. Ekki hefðu fundist áverkar sem bendi til þess að sparkað hefði verið í brjóstkassa brotaþola en þeir áverkar sem fundust þar hefðu verið annars eðlis. Þá staðfesti vitnið að áverkar á slímhúð í munni gætu bent til höggs í andlitið. Vitnið kvaðst hafa verið með vottorð þess læknis sem skoðaði brotaþola 17. júní og ljósmyndir sem þá voru teknar. Var vitninu kynnt að í vottorðinu hefði komið fram að það væri spurning hvort brotaþoli væri með byrjandi mar yfir vinstra kinnbeini og niður á kinn og eymsli á hálsi og andliti. Kvaðst vitnið ekki hafa séð þetta við skoðun og þetta hefði ekki end urspeglast á myndefni. Geti hann því ekkert sagt til um þetta. Mar hefði átt að vera enn sýnilegt 19. júní og einnig bólga á vör. Slímhúðarsár á vör hefði sést á mynd en hann sá það ekki lengur við skoðun. Myndirnar sýndu ekki mar á hálsi en ekki er útilok að að um hafi verið að ræða sérstaka tegund af mari eða húðblæðingu sem komi á háls við þrýsting og eru mjög fíngerðar og hafa tilhneigingu til að hverfa. Ekki væri útilokað að það hefði verið farið þegar hann skoðaði brotaþola 19. júní. Þá sagði vitnið að auðveldara væri að særa slímhúð í munni þegar viðkomandi er með teina en samt þurfi kraft til. 19 M , móðir ákærða, sagði ákærða hafa hringt í hana snemma morguns 21. mars 2020 og spurt hvort hún gæti komið. Hafi hann síðan hringt í hana aftur og var þá komin n til vina sinna með börnin. Ákærði hafi svo komið heim til hennar og hafi hann virst vera reiður þannig að hún varð skelkuð og hefði ekki hleypt honum inn. Ákærði hefði sagt henni að þau hefðu verið að fá sér í glas og farið að rífast en hún viti annars e kki hverjir málavextir voru. Hvað varðar atvik 17. júní 2020 þá hefði hún komið við hjá ákærða og brotaþola á . Hafi hún séð á þeim báðum að ekki var allt í lagi. Seinna um kvöldið hafi hún svo heyrt í ákærða og voru þau þá bæði hjá vini þeirra og hafi hún heyrt að hann var undir áhrifum. Þau hefðu bæði rætt við hana um þetta kvöld en frásögn þeirra af kvöldinu hefði stangast á og vissu hún ekki hvoru þeirra hún átti að trúa. Ákærði sagði brotaþola hafa verið æsta og ráðist á hann og hann reynt að halda henni frá sér. Hann hafi sagt að vatnsrör hefði sprungið og hann farið út í kompu til að skrúfa fyrir vatnið. Brotaþoli hafi hins vegar sagt henni frá því að hann hefði ráðist á hana og tekið hana kverkataki. N , rekstraraðili , kvaðst hafa kynnst ákærða fyrir um tuttugu árum og fylgst með honum síðan þá og viti að þegar hann er edrú standi hann sig vel. Hann hefði komið á um miðjan júlí og hafði þá sjálfur látið renna af sér. Það hefði sýnt þeim hversu mikið hann vildi verða edrú og breyta lífi sínu. Hann hafi verið byrjaður í dagdeildarmeðferð hjá og staðið sig vel á og náð miklum árangri á stuttum tíma. Það hefði tekið á ákærða þegar annar íbúi á lést og hafi hann í kjölfarið sótt sér áfallahjálp. Síðan hefði komi ð upp Covid - smit hjá þeim og ákærði þurft að fara í sóttkví sem hefði reynst honum erfitt. Ákærði sé ofvirkur og mikil félagsvera og hafi það endað með því að hann datt í það. O , sérfræðilæknir á slysadeild LSH, kvaðst hafa skoðað brotaþola 17. júní 2020 vegna árásar sem hún varð fyrir um morguninn. Reyndist hún vera með marbletti dreifða um líkamann, meiðsl í andliti og á hálsi og dreifða marbletti á brjóstkassa framanverðum og á baki og svo aðallega á útlimum. Áverkarnir geti samrýmst því að hún hafi orð ið fyrir árás. Hún hefði verið í miklu uppnámi og sagði ákærða hafa ráðist á hana eftir að þau byrjuðu að rífast. Þau hefðu slegið hvort annað og ákærði tekið hana kverkataki og lyft upp að vegg og kastað í sófa. Hann hefði síðan tekið hana aftur kverkatak i. Eftir það var atburðarásin eitthvað óljós en hún hefði síðan hringt í lögreglu og hann þá komið inn aftur og sparkað í hana þannig að hún datt aftur fyrir sig og lenti á flísalögðu gólfi. Margir áverkar hefðu verið sjáanlegar á brotaþola en enginn þeirr a alvarlegur. Þá hefðu sumir þeirra virst vera eldri og ekki ferskir en erfitt sé að meta marbletti eftir aldri. Einnig sagði vitnið að eymsli á hálsi hefðu verið þannig staðsett að þau gætu verið eftir kverkatak með hendi. Hún hafi einnig verið með svolit la marbletti þar sem eymslin á hálsinum voru en ekkert augljóst en þar undir gæti einnig verið marblettur svo djúpt að hann sé ekki kominn fram. Tiltölulega stutt var síðan brotaþoli hlaut áverkana þegar hann skoðaði hana. Þá hefðu ekki verið sjáanlegir mi klir áverkar í andliti en eymsli þegar hann þreifaði. Hafi hann mögulega getað séð byrjandi áverka og bólgu í andliti vinstra megin en einnig voru aðrir áverkar í andliti, lausir teinar og kubbar dottnir af tönnum og sár innan í munni. Kvaðst hann reikna m eð því að ef maður slær konu ítrekað með krepptum hnefa í andlitið valdi það meiri áverkum, sé það gert af fullu afli, en ef höggin eru lausari sé ekki víst að það sjáist neitt. Lögreglumaður nr. P kvaðst hafa farið á vettvang vegna tilkynningar um innbrot í geymslu í . Hafi tilkynnandi vísað þeim niður í kjallara og þurftu þau að fara í gegnum inngang og þaðan inn um hurð inn á geymslugang. Í kjallaranum hefðu þau heyrt umgang og hafi ákærði og E verið þar og ákærði haldið á kúbeini þegar vitnið kom að. Var ákærða gert að leggja það frá sér og var hann síðan handtekinn. Hurðir inn í geymslurnar reyndust vera skemmdar. Hafi ákærði og E verið að róta í dóti í geymslu innst til hægri þegar þau komu að. Ákærði sagði að E væri að ná í muni sem hún ætti en ekk i hafi komið fram hvort þau hefðu fundið þá. Þau voru bæði fyrir utan geymsluna og búin að draga muni út á geymsluganginn. E kvaðst hafa verið sofandi við geymsluna í þegar lögreglan kom en hafi ekki verið búin að taka neitt úr geymslunni. Ákærði hefð i verið með henni og var hann sjálfsagt einnig sofandi þegar lögreglan kom. Þau hefðu verið í samkvæmi hjá L , íbúa í húsinu. Kvaðst hún ekki vita hvers 20 vegna þau fóru þarna niður og minnist þess ekki að þau hefðu tekið neitt úr geymslunni eða að hafa sjálf átt eitthvað þarna niðri. Þá hefði ekki verið neitt þarna sem hún ásældist. Kvaðst hún halda að hurðin inn á geymsluganginn hefði verið opin og einnig hurðin inn í fjórðu geymsluna en hún sat á gólfinu við þá geymslu þegar lögreglan kom. Viti hún ekki hve rs vegna geymslan var opin og muni ekki hvort geymslan við hliðina hafi einnig verið opin. Þá efaðist hún um að þau hefðu verið með kúbein með sér en muni þetta ekki. Hún viti ekki hvort þau skemmdu hurðirnar en telji að þau hafi ekki eyðilagt neitt. Vitni ð kvaðst lítið muna eftir atvikum en muna eftir að hafa vaknað þegar lögreglan kom og sakaði hana um að hafa brotist inn í geymsluna. Minnist hún þess ekki að þá hefðu einhverjir munir verið á gólfinu. Vitninu var kynnt skýrsla sem hún gaf hjá lögreglu veg na málsins og að hún hafi þá sagt að þau hefðu borist inn en ekki tekið neitt og kvaðst vitnið ekki muna eftir þessum framburði sínum. R , sérfræðingur í heila - og taugaskurðlækningum, kvaðst hafa skoðað brotaþola vegna þeirra atvika er greinir í 2. ákæruli ð. Brotaþoli hefði sagt henni að hún hefði orðið fyrir árás og lýst því að ákærði hefði kastað henni, tekið hana hálstaki, setið ofan á henni, barið hana og fleira. Hafi hún verið með áverka sem samrýmdust þessu, mest vinstra megin á höfðinu og á hálsi og voru áverkarnir ferskir. Staðfesti vitnið að þeir áverkar sem brotaþoli reyndist vera með samræmdust lýsingu hennar á ofbeldinu. Vegna áverka á höfði telji hún ekki möguleika á að áverkarnir hafi orðið öðruvísi en við ofbeldi þar sem áverkarnir voru dreifð ir á höfðinu, fyrir aftan eyra og á höfuðkúpunni. Erfitt sé að fá svona áverka t.d. með falli. Þá sagðist brotaþola hafa verið tekin kyrkingartaki og var hún með maráverka á hálsi. Var vitninu kynnt að ákærði hefði sagt að hann hefði þrýst handlegg að háls i hennar þegar þau lágu á rúmi og sagði vitnið þá að teknar hefðu verið myndir af áverkunum. Minni hana að þeir hefðu verið eins og fingraför, ekki eitt stórt mar heldur mörg minni. Þá þurfi meiri háttar þrýsting til að teinar á tönnum valdi sári. Brotaþol i hefði verið með sár innan á vörunum þar sem teinarnir voru og til þess að fá þau þurfi viðkomandi að fá högg í sjokkástandi. Slíkt sé eðlilegt miðað við frásögn hennar af atvikum. III Niðurstaða 1. og 2. ákæruliðar ákæru,dagsett 27. apríl 2021 Ákærði er í 1. og 2. ákærulið ákærður fyrir brot í nánu sambandi og eru þau í ákæru talin varða við 1. mgr. 218. gr. b í almennum hegningarlögum nr. 19/1940, sbr. 4 . gr. laga nr. 23/2016. Ákærði neitar sök hvað báða þessa ákæruliði varðar. Samkvæmt málsgögnum og lýsingu bæði ákærða og brotaþola á atvikum þá kom í báðum tilvikum upp ágreiningur á milli þeirra sem leiddi til þessara atvika. Þá liggur fyrir að þau höfðu verið í sambandi í um þrjú ár þegar atvik gerðust og bjuggu þá saman. Í ljósi þess metur dómurinn atvik svo að þau hafi verið sambúðaraðilar í skilningi 1. mgr. 218. gr. b þegar atvik gerðust. Samkvæmt 1. mgr. 218. gr. b skal h ver sá sem endurtekið eða á alvarlegan hátt ógnar lífi, heilsu eða velferð núverandi eða fyrrverandi maka síns eða sambúðaraðila, niðja síns eða niðja núverandi eða fyrrverandi maka síns eða sambúðaraðila, áa síns, eða annarra sem búa með honum á heimili e ða eru í hans umsjá, með ofbeldi, hótunum, frelsissviptingu, nauðung eða á annan hátt, sæta fangelsi allt að sex árum. Ef brot er stórfellt getur það varðað fangelsi allt að sextán árum. Í athugasemdum með frumvarpi til laga nr. 23/2016 segir um 4. gr. lag anna að við mat á grófleika verknaðar skuli sérstaklega líta til þess hvort þolandi hafi beðið stórfellt líkams - eða heilsutjón eða bani hlotist af. Enn fremur ber að líta til þess hvort brot hafi verið framið á sérstaklega sársaukafullan eða meiðandi hátt , hafi staðið yfir í langan tíma eða hvort gerandi hafi misnotað freklega yfirburðastöðu sína gagnvart þolanda. Með því að háttsemi sé endurtekin er vísað til þess að hún hafi staðið yfir í lengri eða skemmri tíma þannig að telja megi að viðvarandi ógnarás tand hafi skapast. Þó sé ekki útilokað að einstakt brot geti fallið undir ákvæðið ef það nær tilteknu alvarleikastigi. Minni háttar brot sem ekki nái því stigi geti eftir sem áður varðað við vægari refsiákvæði eins og 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlag a. 21 Sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag hvílir á ákæruvaldinu og metur dómari hverju sinni hvort nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, sé fram komin um hvert það atriði sem varðar sekt og ákvörðun viðurla ga við broti, sbr. 108. og 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Samkvæmt 111. gr. sömu laga skal dómur reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi. Ákærði er í 1. ákærulið ákærður fyrir að hafa laugardaginn 21. mars 202 0 veist að sambýliskonu sinni, brotaþola, á heimili þeirra, hrint henni, skellt henni í rúmið þar sem hann settist ofan á hana, rifið í hár hennar, kýlt hana ítrekað í andlitið með krepptum hnefa og tekið hana kverkataki, allt með þeim afleiðingum er grein ir í ákæru. Ákærði neitar sök og krefst þess að hann verði sýknaður af háttseminni. Byggir ákærði sýknukröfu sína á því að hann hafi ekki ráðist á brotaþola eins og lýst er í ákæru heldur hafi hann verið að verjast árás hennar. Þá byggir ákærði á því að e kki séu uppfyllt skilyrði 218. gr. b í almennum hegningarlögum. Telur ákærði að um gagnkvæmar ryskingar hafi verið að ræða milli ákærða og brotaþola og að framburður brotaþola um atvik hafi verið mjög á reiki og verði niðurstaða málsins því ekki á honum by ggð. Ákærði og brotaþoli eru ein til frásagnar um atvik. Ákæran byggist í meginatriðum á þeim framburði sem brotaþoli gaf hjá lögreglu. Í samtali við lögreglu á vettvangi sagði hún ákærða hafa gengið í skrokk á henni, tekið hana kverkataki og rústað íbúðinni. Þá var tekin skýrsla af brotaþola á slysadeild. Sagði hún þá að ákærði hefði hrint henni og hún honum. Hann hefði síðan rifið í hár hennar, hrint henni á rúmið, og sest ofan á hana, tekið hana hálstaki, kýlt hana ítrekað með krepptum hnefa í andlitið, að hún taldi 6 - 7 sinnum, hótað því að stúta henni og brot ið húsmuni. Fyrir dómi sagði hún ákærða hafa hrint henni, tekið hana kverkataki þar sem hún lá á rúminu og brotið hluti, ítrekað slegið hana í andlitið, sérstaklega vinstra megin og hefði vörin sprungið og hún misst heyrn á vinstra eyra, og rifið í hár hen nar. Einnig kom fram hjá henni að hún hefði verið með spangir á tönnunum. Þá hefði hann setið ofan á henni, hótað henni, sparkað í hana og hótað henni með þungum hlutum. Lýsti hún kverkatakinu svo að ákærði hefði tekið með báðum höndum utan um háls hennar og þrýst að þannig að hún átti erfitt með að anda. Verður ekki talið að takmörkuð frásögn brotaþola af atvikum í frumskýrslu eigi að leiða til þess að framburður hennar teljist vera á reiki. Þá verður heldur ekki litið svo á að lýsing læknis í vottorði tel jist vera framburður brotaþola enda ekkert fram komið sem staðfestir að sú bókun hafi verið borin undir brotaþola. Samkvæmt framangreindu er það mat dómsins að framburður brotaþola hjá lögreglu og fyrir dómi sé í samræmi við verknaðarlýsingu í ákæru en jaf nframt samrýmist hann að mestu öðrum ofangreindum gögnum svo langt sem þau ná. Skýrsla var tekin af ákærða daginn eftir að atvik gerðust. Sagði hann þau hafa rifist og beitt hvort annað ofbeldi. Hann ýmist neitaði þeirri háttsemi sem brotaþoli sakaði hann um eða neitaði að tjá sig. Þó kvaðst hann hafa þurft að halda brotaþola niðri þegar hún var að slá hann og hafi þá setið klofvega á henni í rúminu og haldið henni niðri. Einnig staðfesti hann að hafa brotið húsmuni. Fyrir dómi kvaðst ákærði hafa verið að v erjast brotaþola. Hann viðurkenndi að hafa hrint brotaþola þannig að hún datt á rúmið og lagst þar ofan á hana til að róa hana niður og lagt framhandlegg upp að háls hennar og haldið henni þannig eftir að hún sparkaði í punginn á honum. Þá hafi hann hrint henni á ný eftir að hún greip í punginn á honum. Að öðru leyti neitaði hann háttseminni og sagði áverka brotaþola skýrast af því að hún fái auðveldlega mar, hún hafi verið að stunda skömmu áður og að áverkarnir gætu einnig hafa komið í þeim ryskingum s em urðu á milli þeirra. Framburður ákærða hefur verið nokkuð stöðugur hvað varðar þá háttsemi sem hann hefur viðurkennt utan þess að hann sagði fyrir dómi að hann hefði legið ofan á brotaþola í rúminu, en kvaðst hjá lögreglu hafa setið á henni, og sagði b rotaþola hafa sparkað í hann og lamið. Þá verður framburður hans ekki túlkaður öðruvísi en svo að hann sé að gera hlut brotaþola stærri fyrir dómi en hann gerði hjá lögreglu þar sem hann nefndi ekki spörk hennar. Kom hann þá einnig fyrst fram með skýringar á áverkum tengdar hegðun og heilsu brotaþola en ekkert er fram komið sem styður 22 þær varnir ákærða. Er ekkert fram komið sem skýrir breyttan framburð ákærða. Í ljósi framangreinds metur dómurinn framburð ákærða ótrúverðugan og verður niðurstaða málsins ekk i á honum byggð að því marki sem hann er í andstöðu við önnur gögn. Sama dag og atvik gerðust var brotaþoli skoðuð bæði af lækni á slysadeild og af réttarmeinafræðingi. Í vætti þeirra fyrir dómi kom fram það mat þeirra að þeir áverkar sem brotaþoli reyndis t vera með samræmdust frásögn hennar af atvikum. Þá hafa ekki komið fram gögn sem styðja þær röksemdir ákærða að hann hafi verið að verjast atlögu brotaþola. Reyndist ákærði vera með klórför á andliti og höfði þegar hann gaf skýrslu hjá lögreglu skömmu eft ir að atvik gerðust. Verður af gögnum ráðið að brotaþoli hafi reynt að verjast atlögu ákærða með því að ýta honum frá sér og biðja hann um að hætta. Eru þannig ekki uppfyllt skilyrði 12. gr. almennra hegningarlaga hvað varðar háttsemi ákærða. Framburður br otaþola fær ákveðinn stuðning í þeim framburði ákærða að hann hafi ýtt henni, lagst ofan á hana og lagt framhandlegg að hálsi hennar. Þá verður af málsgögnum og lýsingum þeirra lögreglumanna sem komu á vettvang ráðið að hún var í uppnámi eftir atvikið og f ær það einnig stuðning í framburði læknis er skoðaði hana skömmu eftir að atvik gerðust. Einnig voru ummerki um átök á vettvangi og blóðslettur. Loks er það mat dómsins að vottorð og vætti þess læknis er skoðaði brotaþola í kjölfar atvika og ljósmynda sem hann tók þá og vætti og matsgerð réttarmeinafræðings, sem að framan er rakin, styðji framburð hennar. Er það mat dómsins að framburður brotaþola sé trúverðugur og verður niðurstaða málsins á honum byggð. Að öllu þessu virtu telur dómurinn nægilega sannað, sbr. 108. og 109. gr. laga um meðferð sakamála, að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem lýst er í ákæru. Hvað varðar meint kverkatak ákærða þá liggur fyrir samkvæmt matsgerð og vætti réttarmeinafræðings að brotaþoli var með litabreytingar í slímhúð a ugna sem bendir til þess að þrengt hafi verið að hálsi hennar. Þá kvaðst brotaþoli hafa átt erfitt með andardrátt en ekki muna hvort hún hefði misst meðvitund. Í ljósi þessa er það mat dómsins að vafi leiki á um hættueiginleika þessarar háttsemi ákærða. Ve rður sá vafi metinn ákærða í hag við heimfærslu brotsins til refsiákvæða. Eins og atvikum er háttað verður ekki á það fallist að brotaþoli hafi hlotið stórfellt líkams - eða heilsutjón af háttsemi ákærða eða að háttsemi ákærða hafi að öðru leyti verið þanni g að hún falli undir framangreinda skilgreiningu á þeirri háttsemi sem 218. gr. b er talin taka til, þ.m.t. framangreint kverkatak. Þar með er heldur nægilega sannað að atburðarásin feli í sér endurtekna háttsemi. Þar sem vörnum ákærða varð í engu áfátt þó tt háttsemi hans hafi í ákæru verið talin varða við annað hegningarlagaákvæði ber að sakfella hann fyrir líkamsárás samkvæmt 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga enda var málflytjendum gefinn kostur á að flytja málið með hliðsjón af því að háttsemin gæt i varðað við þá lagagrein í stað 218. gr. b. E r brot ákærða því talið varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði er í 2. ákærulið ákærður fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa miðvikudaginn 17. júní 2020 veist að sambýliskonu sinni, br otaþola, á heimili þeirra, hrint henni á rúm, ýtt henni í sófa, tekið hana kverkataki, sparkað í maga hennar og bringu þannig að hún datt og veitt henni högg í andlitið, allt með þeim afleiðingum er greinir í ákæru. Ákærði neitar sök. Byggir hann sýknukrö fu sína á því að sú verknaðarlýsing sem fram kemur í ákæru sé ósönnuð. Þá séu ekki uppfyllt skilyrði 218. gr. b. Byggir ákærði sýknukröfu sína einnig á því að brotaþoli hafi veist að honum og hann verið að verjast árás hennar. Loks hafi framburður brotaþol a í gegnum meðferð málsins verið mjög á reiki og verði niðurstaða málsins því ekki á honum byggð. Framburður ákærða hafi hins vegar verið stöðugur og beri að byggja niðurstöðuna á honum. Í frumskýrslu lögreglu er það rakið að brotaþoli hefði lýst því að ák henni í sófann og tekið hana kverkataki, sparkað í magann á henni auk þess sem hún hafi fengið högg sem hefðu valdið því að tennur hennar losnuðu. Í skýrslu sem tekin var af brotaþola sama dag og atvik gerðust sagði hún þau hafa rifist. Ákærði hefði hrint henni á rúmið og hún ýtt honum. Hann hefði tekið hana hálstaki og skellt henni á sófann, sparkað í magann á henni eða bringuna þannig að hún kastaðist til. Þá séu tennur hennar lausar eftir þetta og hafi hún einnig fengið áverka á fætur , 23 hendur, háls, bak og síðu. Fyrir dómi sagði brotaþoli að ákærði hefði sparkað í efri hluta líkama hennar, tekið hana kverkataki og lamið hana ítrekað í andlitið. Neitaði hún því alfarið að hafa veist að ákærða og sparkað í hann. Skýrsla var tekin af ákær ða sama dag. Sagði hann þau hafa verið að deila og hafi hann og með bitfar og mar eftir brotaþola. Hann hefði einungis hafa ýtt brotaþola þegar hann vildi k omast út og sagði að þau hefðu þá skollið utan í herbergishurð og við það hefði vatnslögn farið í sundur. Neitaði hann að öðru leyti þeirri háttsemi sem brotaþoli bar á hann, m.a. að hafa sparkað í hana. Fyrir dómi sagði ákærði að brotaþoli hefði verið ösk uill og veist að honum m.a. með því að sparka í hann og slá hann í andlitið og hafi hann ýtt henni frá sér. Þá hefði hann ruðst fram hjá brotaþola við herbergishurð sem varð til þess að lögn við ofn sprakk. Loks hefði hann spyrnt fæti í brotaþola til að lo sa sig frá henni. Þá hafi hann haldið brotaþola niðri en ekki tekið hana hálstaki og kvaðst hann hafa sett framhandlegg upp að hálsi hennar. Samkvæmt þessu hefur framburður ákærða ekki að öllu leyti verið stöðugur um þau atriði sem máli skipta. Þannig viðu rkenndi hann fyrir dómi að hafa spyrnt í brotaþola og haldið framhandlegg við háls hennar þrátt fyrir að hafa ekki lýst þessu hjá lögreglu. Þó ekki hafi komið fram nein trúverðug skýring á breyttum framburði ákærða er til þess að líta að framburður ákærða fyrir dómi fær fremur stuðning í öðru sem fram er komið í málinu. Er það mat dómsins að framburður ákærða hafi verið á reikni og metur dómurinn hann ótrúverðugan. Verður niðurstaða málsins ekki á honum byggð að því marki sem hann er í andstöðu við önnur gö gn. Af því sem fram hefur komið við meðferð málsins má ráða að brotaþoli hafi ýtt eða hrint ákærða frá sér þegar hann veittist að henni en samkvæmt framburði ákærða veittist hún einnig að honum með höggum og spörkum. Fyrir liggja myndir sem teknar voru af ákærða eftir að hann var handtekinn og má þar sjá að hann var með áverka á andliti og höfði og blóð á vinstri hendi. Er ekkert annað fram komið en framburður ákærða sem styður það að brotaþoli hafi veist að ákærða á annan hátt en með því að reyna að verjas t atlögu ákærða. Í ljósi þess verða framangreindir áverkar ákærða ekki taldir styðja þennan framburð hans. Eru ekki uppfyllt skilyrði 12. gr. almennra hegningarlaga hvað varðar háttsemi ákærða. Fyrir liggur að við læknisskoðun í kjölfar þessara atvika rey ndist brotaþoli bæði vera með ferska áverka og eldri sem brotaþoli rakti til atvika er áður höfðu átt sér stað milli hennar og ákærða auk þess sem hún var, samkvæmt vætti læknis, í miklu uppnámi. Af málsgögnum verður ráðið að brotaþoli hlaut högg á andliti ð í átökunum og verður hvað þetta varðað litið til vottorðs læknis sem skoðaði brotaþola í kjölfar atvika. Áverkar á andliti hennar og hálsi voru hins vegar horfnir þegar hún var skoðuð af réttarmeinafræðingi tveimur dögum síðar en hann gat þó ekki útiloka ð að þeir hefðu verið sýnilegir í kjölfar atvika. Framburður brotaþola hvað varðar áverka á andliti hefur hins vegar ekki verið stöðugur. Á vettvangi kvaðst hún hafa fengið áverka á andlit eftir högg en nefndi það ekki í framburði sínum hjá lögreglu. Fyrir dómi sagði hún ákærða hafa lamið hana ítrekað í andlitið. Er því hvorki lýst í ákæru né framburði brotaþola með hvaða hætti ákærði er talin hafa veitt henni högg á andlitið. Ákærði hefur neitað þessari háttsemi. Framburður brotaþola hefur að öðru leyti v erið stöðugur og trúverðugur um meginatriði málsins, þ.m.t. að ákærði hafi tekið hana kverkataki og sparkað í maga eða brjóst hennar. Fær þessi framburður brotaþola stuðning í vottorði, matsgerð og vætti læknis og réttarmeinafræðings er skoðuðu hana í kjöl far atvika. Samkvæmt vottorði læknisins reyndist brotaþoli vera bæði með mar og eymsli á hálsi og brjóstkassa. Kemur fram í vætti hans að áverkar á hálsi brotaþola hafi verið staðsettir þannig að þeir gætu verið eftir kverkatak með hendi auk þess sem hann bar um að brotaþoli hafi verið í miklu uppnámi er hann skoðaði hana. Af gögnum málsins verður ekki ráðið að brotaþoli hafi fengið tiltekna áverka við spark ákærða á bringu eða maga þó af vottorði verði ráðið að brotaþoli hafi verið bæði með mar á brjóstkas sa og eymsli á maga. Bar læknirinn um að áverkar á brjóstkassa brotaþola samræmdust ekki því að sparkað hefði verið í hana þar heldur væru þeir annars eðlis. Einnig fær framburður brotaþola ákveðinn stuðning í framburði ákærða fyrir dómi 24 sem kvaðst hafa ýt t eða spyrnt á maga hennar með fætinum til að losa sig og haldið henni niðri með því að setja handlegg að hálsi hennar. Í ljósi framangreinds er það mat dómsins að framburður brotaþola sé trúverðugur og verður niðurstaða málsins á honum byggð að því marki sem hann fær stuðning í öðrum gögnum. Með framburði brotaþola sem fær stuðning í framburði ákærða telur dómurinn sannað að ákærði hafi sparkað eitt högg í kvið hennar eða brjóstkassa þrátt fyrir að ekki teljist sannað að brotaþoli hafi við höggið fengið t iltekna áverka á þau svæði líkamans. Einnig lýsti brotaþoli því í kjölfar atvikanna, bæði við lögreglu og við skoðun hjá lækni, að ákærði hefði ráðist á hann. Þá telur dómurinn sannað að ákærði hafi tekið brotaþola kverkataki og annars veist að henni eins og greinir í ákæru utan þess að ósannað er á hvern hátt ákærði veitti henni högg á andlitið. Þrátt fyrir að áverkar á andliti brotaþola bendi til þess að hún hafi orðið fyrir höggum á andliti verður ákærði að njóta þess vafa sem uppi er um það á hvern hátt brotaþoli hlaut þau högg og verður hann því sýknaður af þeirri háttsemi. Þá verður ekki af gögnum ráðið að ákærði hafi þrengt mjög að hálsi brotaþola er hann tók hana kverkataki. Eins og atvikum er háttað verður ekki á það fallist að brotaþoli hafi hlotið stórfellt líkams - eða heilsutjón af háttsemi ákærða eða að hún hafi að öðru leyti verið þannig að hún falli undir framangreinda skilgreiningu á þeirri háttsemi sem 218. gr. b er talin taka til, þ.m.t. framangreint kverkatak eða að atburðarásin hafi falið í sér endurtekna háttsemi. Eins og hvað varðar 1. ákærulið ber að sakfella ákærða fyrir líkamsárás samkvæmt 217. gr. almennra hegningarlaga. Er vörn ákærða í engu áfátt þótt háttsemi hans hafi verið heimfærð undir annað hegningarlagaákvæði í ákæru en málið var flutt með hliðsjón af því. Niðurstaða 3. - 7. ákæruliðar og ákæru, dagsett 8. apríl 2021 Ákærði hefur skýlaust játað þá háttsemi sem honum er gefin að sök í 3. - 7. ákærulið ákæru dagsettrar 27. apríl 2021 og ákæru dagsettri 8. sama mánaðar. Farið var m eð mál þetta, hvað þá ákæruliði varðar, samkvæmt 164. gr. laga um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu. Um málsatvik er vísað til ákæru. Ákærði hefur skýlaust játað þessi brot sín. Játning ákærða fær fulla stoð í gögnum máls ins. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er þar gefin að sök og teljast brot ákærða vera réttilega heimfærð til refsiákvæða í ákærunum. Niðurstaða 8 . ákæruliðar ákæru dagsett 27. apríl 2021 Ákærði er í 8. ákærulið ákæru frá 27. apríl 2021 ákærður fyrir tilraun til þjófnaðar með því að hafa laugardaginn 26. desember 2020 í félagi við E í heimildarleysi og auðgunarskyni brotist inn í geymslu að í Reykjavík þar sem komið var að ákær ða. Er háttsemi ákærða talin varða við 244. gr., sbr. 20. gr., almennra hegningarlaga. Ákærði neitar sök. Byggir hann sýknukröfu sína á því að ósannað sé að hann hafi brotist inn í geymsluna og að það hafi verið í auðgunarskyni. Við rannsókn málsins viður kenndu bæði ákærði og E að hafa farið inn í geymsluna og sögðu tilganginn hafa verið að sækja muni sem E ætti hjá vini sínum. Kom þá fram hjá þeim báðum að ákærði hefði þvingað upp hurðina. Fyrir dómi neitaði ákærði að hafa gert það en E mundi ekkert eftir atvikum. Tilkynnandi, vitnið K , staðfesti fyrir dómi að hann hefði fylgst með í gegnum eftirlitsmyndavél þegar ákærði braut upp dyr geymslunnar og tók þaðan muni. Þá staðfesti lögreglumaður nr. P , sem kom á vettvang umrætt sinn, að ákærði hefði verið með kúbein í höndum þegar lögregla kom að og að munir úr geymslunni hefðu verið á ganginum fyrir framan hana. Bera gögn málsins ekki með sér að ákærði eða E hafi haldið því fram á vettvangi að það væru munirnir sem E ætti. Þá liggur fyrir að sú geymsla sem um er að ræða tilheyrði ekki vini E . Telur dómurinn, með vísan til framangreinds, sannað að ákærði hafi brotist inn í geymsluna eins og lýst er í ákæru og að búið hafi verið að taka dót úr geymslunni þegar lögreglu bar að. Hefur því verið sýnt fram á auðgunar tilgang af hálfu ákærða, sbr. 243. gr. almennra hegningarlaga. Verður ákærði því sakfelldur samkvæmt ákæru og telst brot hans vera réttilega heimfært til refsiákvæða ákæru. 25 IV Ákærði er fæddur í júní 1986 . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 20. apríl 2021, á ákærði að baki nokkurn sakarferil á árunum 2003 til 2014. Á þessu tímabili var ákærði sex sinnum sakfelldur fyrir þjófnað, sbr. 244. gr. almennra hegningarlaga, þar af einu sinni einnig fyrir brot gegn 106. og 217. gr. sömu laga. Með dómi héraðsdóms 12. apríl 2013 var ákærði sakfelldur fyrir þjófnað og akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna og dæmdur í sex mánaða fangelsi. Ákærði lauk afplánun dómsins 5. ágúst 2020. Þá var ákærði með dómi héraðsd óms 12. nóvember 2014 dæmdur í þriggja mánaða fangelsi vegna brots gegn valdstjórninni. Lauk hann afplánun dómsins 3. nóvember 2020. Í ljósi þess hvenær afplánun þessara tveggja dóma lauk teljast þeir hafa ítrekunaráhrif við ákvörðun refsingar nú, sbr. 3. mgr. 71. gr. almennra hegningarlaga. Telst akstur ákærða undir áhrifum ávana - og fíkniefna nú því ítrekaður í fyrsta sinn. Við ákvörðun refsingar ákærða verður, auk framangreinds, litið til skýlausrar játningar ákærða hvað hluta brotanna varðar, sbr. 8. tl . 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga, en til þyngingar til 1. og 2. tl. lagaákvæðisins en árásir ákærða beindust að þáverandi sambýliskonu hans og ollu henni töluverðu líkamstjóni og vanlíðan. Með því rauf ákærði trúnað gagnavart brotaþola og svipti ha na því skjóli sem heimili hennar á að vera. Þá verður ekki á það fallist með ákærða að samskipti ákærða og brotaþola réttlæti á nokkurn hátt árás ákærða eða forsendur séu til þess að líta til þeirra til refsilækkunar. Ekki eru fram komin gögn til sönnunar á því að ástand ákærða hafi verið sambærilegt því er greinir í 75. gr. almennra hegningarlaga, er hann framdi þau brot er greinir í 1. og 2. ákærulið ákæru frá 27. apríl 2021. Verður því ekki litið til lagaákvæðisins við ákvörðun refsingar. Með hliðsjón af framangreindu, 77. gr. almennra hegningarlaga og sakarefni málsins þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í tíu mánuði. Í ljósi sakarferils ákærða eru ekki efni til að skilorðsbinda dæmda refsingu. Til frádrá ttar refsivistinni skal, sbr. 76. gr. almennra hegningarlaga, draga óslitið gæsluvarðhald ákærða eins og í dómsorði greinir. Með vísan til þeirra lagaákvæða er greinir í ákæru frá 21. apríl 2021 er ákærði sviptur ökurétti í fjögur ár og sex mánuði frá birt ingu dómsins að telja og til lagaákvæða er greinir í ákæru frá 8. sama mánaðar er gerður upptækur til ríkissjóðs hnífur sem haldlagður var við rannsókn málsins. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Jónasar Arnar Jónassonar lögmanns, 2.000.00 0 króna, að meðtöldum virðisaukaskatti. Þá greiði ákærði 701.125 krónur í sakarkostnað samkvæmt framlögðu yfirliti ákæruvaldsins. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Elín Hrafnsdóttir aðstoðarsaksóknari. Sigríður Elsa Kjartansdóttir héraðsdómari kveður up p dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Björgvin Sigmar M. Ómarsson , sæti fangelsi í tíu mánuði. Til frádráttar refsivistinni skal draga óslitið gæsluvarðhald ákærða frá 17. september 2021 til dagsins í dag að telja, með fullri dagatölu. Ákærði er sviptur ökurétti fjögur ár og sex mánuði frá birtingu dómsins að telja. Ákærði sæti upptöku á hníf. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipað verjanda síns, Jónasar Arnar Jónassonar lögmanns, 2.000.000 króna að meðtöldum virðisaukaskatti, og 701.125 krónur í annan í sakarkostnað.