LANDSRÉTTUR Úrskurður þriðjudaginn 10. maí 2022. Mál nr. 144/2022 : Þrotabú ACE Handling ehf. (Sveinn Andri Sveinsson lögmaður ) gegn Global Fuel Iceland ehf. ( Ólafur Eiríksson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Stefnubirting. Málshöfðun. Málshöfðunarfrestur. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að vísa frá dómi máli sem þrotabú A ehf. höfðaði gegn G ehf. þar sem við höfðun málsins var liðinn sex mánaða málshöfðunarfrestur 1. mgr. 148. gr. l aga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Úrskurður Landsréttar L andsréttardómararnir Jón Höskuldsson og Kristbjörg Stephensen og Kristinn Halldórsson , settur landsréttardómari, kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 15. mars 2022 . Greinargerð varnaraðila barst réttinum 5. apríl sama ár . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 3. mars 2022 í málinu nr. E - 4331/2021 þar sem máli sóknaraðila gegn varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j - lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 2 Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og að lagt verði fyrir héraðsdóm að taka málið til efnislegrar meðferðar. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar fyrir héraðsdómi og kærumálskostnaðar. 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar auk kærumálskostnaðar og álags á hann. Niðurstaða 4 Málsatvikum er lýst í hinum kærða úrskurði. Svo sem þar er rakið var stefna máls þessa birt á lögheimili Guðfinnu Magneyjar Sævarsdóttur 25. júní 2021 fyrir varastefnuvotti sem hittist þar fyrir. Guðfinna Magney er varamaður í stjórn varnaraðila og fer með prókúru fyrir félagið. Málið var þingfest 16. september sama ár og v ar þing þá sótt af hálfu varnaraðila. 2 5 Bú ACE FBO ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 21. október 2020 og skiptastjóri skipaður. Innköllun vegna þrotabúsins var birt í Lögbirtingablaði 26. sama mánaðar með tveggja mánaða kröfulýsingarfresti. Samhliða var boðað til fyrsta skiptafundar í þrotabúinu sem haldinn var 18. janúar 2021. Með bréfi 20. þess mánaðar lýsti skiptastjóri þrotabúsins yfir riftun á greiðslu félagsins á 11.300 evrum til varnaraðila 13. september 2019 og k rafðist þess að sú fjárhæð yrði greidd þrotabúinu. Með bréfi 24. febrúar 2021 hafnaði varnaraðili kröfunni. Á skiptafundi í þrotabúinu 1. júní sama ár bókaði skiptastjóri í fundargerð að hann hefði tilkynnt kröfuhöfum 12. maí 2021 að hann hygðist ekki hald a uppi hagsmunum þrotabúsins að því er varðaði kröfu búsins á hendur varnaraðila. Enn fremur var bókað að lögmaður sóknaraðila hefði tilkynnt skiptastjóra að sóknaraðili hygðist halda kröfunni uppi í eigin nafni til hagsbóta þrotabúinu með heimild í 130. g r. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. 6 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar er á það fallist með varnaraðila að héraðsdómsstefna hafi ekki verið löglega birt fyrr en þing var sótt af hálfu félagsins við þingfestingu málsins 16. september 202 1. Málið telst því höfðað á þeim degi, sbr. 4. mgr. 83. gr. og 93. gr. laga nr. 91/1991. 7 Kemur þá til skoðunar hvort málið hafi verið höfðað innan málshöfðunarfrests 148. gr. laga nr. 21/1991. Í ákvæðinu segir að ef höfða þurfi dómsmál til að koma fram rif tun skuli það gert áður en sex mánuðir séu liðnir frá því skiptastjóri átti þess kost að gera riftunarkröfuna. Fresturinn byrji þó aldrei að líða fyrr en við lok kröfulýsingarfrests. 8 Samkvæmt framansögðu lauk kröfulýsingarfresti í þrotabúi ACE FBO ehf. 26. desember 2020. Ljóst er að meira en sex mánuðir liðu frá lokum þess frests og þar til sóknaraðili höfðaði mál þetta 16. september 2021 samkvæmt áðursögðu. Varnaraðili hafnaði kröfu þrotabúsins með bréfi 24. febrúar 2021. Fyrir liggur að til úthlutunar ti l kröfuhafa í þrotabúið komu 6.769.536 krónur og var búið því ekki eignalaust. Átti skiptastjóri þess því kost strax í kjölfar þess að varnaraðili hafnaði kröfu þrotabúsins að gera riftunarkröfuna. Þá kemur skýrlega fram í 1. mgr. 148. gr. laga nr. 21/1991 að sex mánaða málshöfðunarfrestur ákvæðisins miðast við það tímamark. Samkvæmt öllu þessu verður staðfest sú niðurstaða hins kærða úrskurðar að frestur samkvæmt 148. gr. laga nr. 21/1991 til höfðunar málsins hafi verið liðinn er það var þingfest 16. septe mber 2021. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. 9 Með vísan til úrslita málsins verður sóknaraðila gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í úrskurðarorði greinir. Að málsatvikum virtum þykja ekki efni til að gera sóknaraðila að greiða álag á kærumálskostnað. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. 3 Sóknaraðili, þrotabú ACE Handling ehf., greiði varnaraðila, Global Fuel Iceland ehf., 300.000 krónur í kærumálskostnað. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 3. mars 2022 1. Mál þetta sem var höfðað með stefnu birtri 25. júní 2021 og þingfest 16. september s.á. var tekið til úrskurðar 10. febrúar 2022. Stefnandi er þrotabú ACE Handling ehf., Pósthússtræti 3, Reykjavík, en stefndi er Global Fuel Iceland ehf., Reykja víkurflugve lli, Skýli 1, Reykjavík. 2. Stefnandi krefst þess að rift verði með dómi greiðslu ACE FBO ehf. til stefnda að fjárhæð EUR 11.300 sem innt var af hendi 13. september 2019 og að stefnda verði gert að greiða stefnanda EUR 11.300 með vöxtum skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 13. september 2019 til 20. febrúar 2021, en með dráttar vöxtum skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, af hinni umkröfðu fjárhæð frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda og að málskostnaðurinn beri dráttarvexti frá dómsuppsögu til greiðsludags skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, sbr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. 3. Stefndi krefst þess aðallega að máli þessu verið vísað frá dómi. Til vara er þess krafist a ð stefndi verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda en til þrautavara að dómkröfur stefnanda verði lækkaðar verulega. Jafnframt er krafist málskostnaðar, auk álags á málskostnað á grundvelli 1. og 2. mgr. 131. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 4. Stef nandi krefst þess að frávísunarkröfu stefnda verði hafnað, auk málskostnaðar á þessu stigi málsins. Helstu málsatvik og ágreiningur málsins 5. Helstu málsatvik sem máli skipta í þessum þætti málsins eru þau að 13. desember 2018 var bú ACE Handling ehf. tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðs dóms Reykjavíkur og skiptastjóri skipaður. Þrotabúið, stefnandi máls þessa, höfðaði mál gegn stefnda máls þessa til riftunar greiðslu og var samhliða krafist endurgreiðslu sömu fjárhæðar. Var í dómi Héraðsdóms í má li nr. E - 4411/2019 m.a. fjallað um hlutdeild aðilanna í iðgjöldum vegna vátrygginga. Þrotabúið höfðaði einnig mál á hendur ACE FBO ehf. og krafðist þess að rift yrði með dómi afsali stefnanda til stefnda á nánar tilgreindu tæki og að stefnda yrði gert að g reiða stefnanda ákveðna fjárhæð að auki. Fallist var á dómkröfur stefnanda með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E - 4410/2019, en dómnum var áfrýjað af hálfu stefnda. Í kjölfar þess, eða 21. október 2020, var ACE FBO ehf. úrskurðað gjald þrota að beiðn i stefnanda og féll skiptastjóri þess bús frá áfrýjun. 6. Innköllun vegna þrotabús ACE FBO ehf. var birt í Lögbirtingablaði 26. október 2020 með tveggja mánaða kröfulýsingarfresti og var jafnframt boðað til fyrsta skiptafundar sem haldinn var 18. janúar 2021. 7. Með bréfi, dags. 20. janúar 2021, lýsti skiptastjóri fyrir hönd þrotabús ACE FBO ehf. yfir riftun á m.a. greiðslu félagsins til stefnda að fjárhæð EUR 11.300 sem framkvæmd var 13. september 2019 og krafðist greiðslu þeirrar fjárhæðar. Var tekið fram í bré finu að yrði því ekki svarað með greiðslu 4 eða samningaviðræðum væri þrotabúinu nauðugur einn kostur að höfða mál fyrir dómi til riftunar og inn heimtu. 8. Með bréfi, dags. 24. febrúar 2021, hafnaði stefndi kröfu þrotabúsins með vísan til þess að greiðslan hef ði verið vegna hlutar ACE FBO ehf. í skyldubundinni tryggingu sem hefði verið að fjárhæð USD 99.500 en skipst á fleiri aðila sem hefðu verið tryggðir með henni. 9. Á skiptafundi 1. júní 2021 vegna þrotabús ACE FBO ehf. var bókað að skiptastjóri hefði tilkynnt kröfuhöfum 12. maí s.á. að hann hygðist ekki halda uppi hags munum þrotabúsins að því er varðaði m.a. kröfu þess á hendur stefnda máls þessa. Þá var bókað að lögmaður skiptabeiðanda, þ.e. stefnandi þessa máls, hefði tilkynnt skiptastjóra um það að skiptab eiðandi hygðist halda kröfunni uppi í eigin nafni til hagsbóta þrotabúinu með vísan til 130. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. 10. Efniságreiningur máls þessa lýtur því að greiðslu að fjárhæð EUR 11.300 sem innt var af hendi af ACE FBO ehf. til hi ns stefnda félags 13. september 2019. Stefnandi heldur því fram að um gjöf hafi verið að ræða en stefndi bendir á að greiðslan hafi verið til komin vegna skyldubundinna tryggingaiðgjalda félaga í flugafgreiðslu. Hvað það varðar vísar stefnandi til þess að hlutur ACE FBO ehf. í iðgjöldunum hefði í mesta lagi verið USD 1.244 auk þess sem greiðsla hefði farið fyrr en eðlilegt hefði verið. Málsástæður og lagarök fyrir frávísunarkröfu stefnda 11. Stefndi krefst frávísunar með þeim rökum að stefnubirting hafi verið gölluð og að þegar mætt hafi verið af hálfu stefnda við þingfestingu málsins hafi máls höfðunarfrestur verið liðinn, sbr. 148. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrota skipti o.fl. Séu lög nr. 91/1991 um meðferð einkamála skýr um hvernig birta beri stefnu, sbr. dóm Landsréttar í máli nr. 6/2020, en ekki hafi verið farið eftir þeim reglum. 12. Samkvæmt 1. mgr. 82. gr. laga nr. 91/1991 beri að stefna fyrirsvarsmanni félags þegar um lögaðila sé að ræða. Í 4. mgr. 17. gr. sömu laga segi að stjórnendur félags komi fram einir eða fleiri í sameiningu sem fyrirsvarsmenn félaga eftir því sem leiði af almennum reglum. Samkvæmt 44. gr. laga nr. 138/1994 um einkahluta félög sé það félagsstjórn og framkvæmdastjóri sem fari með stjórn félagsins. Vara maður í stjórn stefnda teljis t því ekki fyrirsvarsmaður í skilningi áðurnefndra laga - ákvæða. Þá valdi prókúra því ekki að viðkomandi teljist fyrirsvarsmaður. Stefna hafi hins vegar verið birt varastefnuvotti fyrir utan heimili varamannsins, sem einnig sé prókúruhafi stefnda, án þess a ð tilraun hafi verið gerð til að birta fyrir fyrirsvarsmanni félagsins eða á stjórnstöð þess líkt og krafist sé í 85. gr. laga nr. 91/1991. Skýrt komi fram í gögnum um félagið hver sé fyrirsvarsmaður þess, að hann sé búsettur í Sviss og að aðsetur félagsin s sé að Reykjavíkurflugvelli. Fyrir svarsmaður hins stefnda félags eigi lögheimili á þekktu heimilisfangi í Sviss og ríki engin óvissa um dvalarstað hans, enda hafi hann sjálfur upplýst um hann á skiptafundi. Ekkert vottorð liggi fyrir um að reynt hafi ver ið að birta á lögheimili, sbr. áðurnefndan dóm Landsréttar. Starfsstöð stefnda sé í flugskýli 1 á Reykja víkurflugvelli eins og komi fram á birtingarvottorði. Haldlaust sé fyrir stefnanda að halda því fram að birting myndi ekki hafa tekist þegar það hafi e kki einu sinni verið reynt. 5 13. Áhersla sé lögð á að ekki megi birta fyrir varamanni nema hitt sé fullreynt, s.s. ef gögn beri með sér að enginn fyrirsvarsmaður eða stjórnarmaður sé til staðar. Ekki hafi verið um að ræða forföll fyrirsvarsmannsins, engin forfö ll geti talist nema birting hafi áður reynst árangurslaus. Þá geti fyrirsvarsmaðurinn vart talist forfall aður þegar hann hafi gefið skýrslu fyrir skiptastjóra um stöðu þess. Tilraunir stefnanda til að tengja varamann stjórnar við rekstur félagins séu hald lausar. Ekkert liggi fyrir um það að prókúruhafinn hafi komið að rekstri félagsins og sé alls ósannað að það sé innan hennar umboðs að taka á móti stefnu þegar ekki hafi verið reynt að birta eftir hefðbundnum leiðum. Ekki liggi fyrir dómaframkvæmd þar sem birting fyrir varamanni hafi verið tekin gild án þess að reynt hafi verið að birta fyrir fyrirsvarsmanni, á starfsstöð eða í Lögbirtingablaði. 14. Byggi hið stefnda félag á því að birting hafi fyrst átt sér stað við þingfestingu og teljist málið höfðað þá en ekki fyrr, sbr. 4. mgr. 83. gr. laga nr. 91/1991. Innköllun hafi verið birt 26. október 2020 og kröfulýsingarfresti því lokið 26. desember sama ár. Fyrsti skiptafundur þrotabús ACE FBO ehf. hafi verið haldinn 18. janúar 2021. Engu skipti hvort miðað sé við lok kröfulýsingarfrests eða fyrsta skiptafund enda hafi málið verið þingfest 16. september 2021 eða átta mánuðum frá fyrsta skipta fundi og tæpum níu mánuðum frá lokum kröfulýsingarfrests. Samkvæmt 148. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrot o.fl. sé málshöfðu narfrestur sex mánuðir frá því að skiptastjóri hafi átt þess kost að höfða mál. Samkvæmt lagaákvæðinu sé miðað við tímann frá því að skiptastjóri hafi átt þess kost að gera riftunarkröfuna, en laga greinin vísi ekki til kröfuhafa í þessu sambandi. Skiptast jóri hafi átt kost á máls höfðun inni fyrr, það að kröfuhafi sé tilbúinn seinna lengi ekki málshöfðunarfrest. Dómur Hæstaréttar í máli nr. 256/2003 sýni það eitt að frestur taki ekki endilega að líða við lok kröfulýsingarfrests heldur geti það gerst við fy rsta skiptafund. Skipta stjóri eigi á fyrsta skiptafundi að kanna fjármögnun vegna fyrirhugaðra dómsmála vegna riftunar og sé því hafnað að kröfuhafi geti komið löngu seinna og boðið það fram. Fyrsti skiptafundur sé fyrsti möguleiki skiptastjóra til að fá fjármagn og þá byrji frestur að líða. Beri að vísa málinu frá dómi, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 155/2006. 15. Til stuðnings kröfu sinni um frávísun byggir hið stefnda félag á því að stefnu birtingarvottorð sé ófullnægjandi þar sem ekki sé gerð grein fyrir birtingarstund, sbr. 1. mgr. 85. gr. laga nr. 91/1991. Verði að gera ríkari kröfur til skýrleika og upp lýs inga á birtingarvottorði í ljósi þess að birting hafi farið fram fyrir varastefnuvotti. 16. Álags á málskostnað sé krafist þar sem málshöfðunin hafi v erið tilefnislaus, auk þess sem stefnandi hafi ekki fellt niður málið eftir að honum hafi, við skil greinar gerðar stefnda, orðið ljósir ágallar á stefnubirtingu. Málsástæður og lagarök stefnanda gegn frávísunarkröfu stefnda 17. Við munnlegan málflutning kraf ðist lögmaður stefnanda þess að frávísunarkröfu hins stefnda félags yrði hafnað. 18. Tók lögmaðurinn fram að því sé lýst í 26. efnisgrein í stefnu að fyrirsvarsmaður sé með lögheimili í Sviss en óþekkt heimilisfang í Frakklandi og hafi því borið nauðsyn til b irtingar stefnu fyrir varamanni stjórnar og prókúruhafa. Fyrirsvars maður stefnda eigi vissulega lögheimili í Sviss, eins og fram komi í skráningar gögnum hins stefnda félags, en þar komi ekkert skráð aðsetur fram og hafi ekki tekist að finna það. Lögheimi li og dvalarstaður sé ekki einn og sami hluturinn. 6 Stefnuvottar hafi oft og árangurslaust reynt að birta fyrir fyrirsvarsmanni stefnda. Vísað sé til dóms Hæstaréttar í máli nr. 165/1998 um að varamaður getið tekið við ýmsum skuldbindandi gerningum í forföl lum aðalmanns. Sé á því byggt að í máli þessu hafi verið um að ræða forföll fyrirsvarsmanna stefnda í skilningi einka hlutafélagalaga, enda hafi t.a.m. áður þurft að birta fyrir honum fyrirkall í Lögbirtingablaði. Breyti engu í þessum efnum þótt fyrirsvars maðurinn hafi mætt á fund skiptastjóra í gegnum fjarfundabúnað. 19. Varamaður stjórnar hins stefnda félags sé jafnframt prókúruhafi, en þeir hafi víðtækt umboð, sbr. 25. gr. laga nr. 42/1903 um verslanaskrár, firmu og prókúru umboð. Taki umboðið til alls þess er snerti rekstur atvinnu þess sem viðkomandi hafi prókúru frá. Þar undir falli að höfða mál og taka við stefnu, a.m.k. ef málefnið falli innan umboðs hans. Um víðtæka starfsemi félagsins sé að ræða og varði málið venju lega starfsemi þess sem falli innan umboðs prókúruhafa, þ.e. greiðslu fjár - muna til stefnda fyrir veitta þjónustu. Varamaðurinn og prókúruhafinn hafi enn fremur verið prókúruhafi ACE FBO ehf. er greiðslan hafi verið innt af hendi. Loks hafi varamaðurinn ekki einungis verið prókúruhafi heldu r einnig starfsmaður félagsins. 20. Enginn í flugskýlinu á Reykjavíkurflugvelli kannist við að vera starfsmaður hins stefnda félags. Stefnuvottar geti ekki birt þar fyrir hverjum sem er heldur verði þeir að birta fyrir æðsta starfsmanni sem fyrirfinnist. Birti ng sé því ekki möguleg eftir þessum reglum á starfstöð hins stefnda félags. 21. Um málshöfðunarfrest bendir lögmaðurinn á að mætt hafi verið við þingfestingu málsins og teljist málið í öllu falli höfðað þá í síðasta lagi. Dómaframkvæmd sé ekki með þeim hætti a ð fresturinn byrji að líða frá fyrsta skiptafundi. Um þetta sé vísað til dóms Hæstaréttar í máli nr. 256/2003 en þar hafi skiptastjóri ekki fengið stuðning frá kröfuhöfum til að höfða mál fyrr en á fyrsta skiptafundi. Fundurinn sem slíkur hafi þó ekki skip t máli heldur geta til þess að höfða málið en dómurinn hafi ekki talið efni til þess fyrr en á fyrsta skiptafundi. Þá fyrst hafi viðkomandi skiptastjóri átt þess kost að höfða mál. Sé staðfest af skiptastjóra ACE FBO ehf. að það tímamark hafi ekki runnið u pp fyrr en á skiptafundi 1. júní 2021. Þá fyrst hafi frestur byrjað að líða en ekki fyrr, enda hafi stefnandi fyrst þá getað aðhafst sem kröfuhafi. Því hafi málshöfðunarfrestur ekki verið liðinn við þingfestingu málsins. Niðurstaða 22. Í III. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála er kveðið á um aðild og fyrirsvar í dómsmálum og segir í 4. mgr. 17. gr. að stjórnendur félaga, stofnana eða samtaka komi fram einir eða fleiri í sameiningu sem fyrirsvarsmenn slíkra aðila eftir því sem leiði af almennum reglum . Segir í athugasemdum með greindu ákvæði í frumvarpi því sem varð að nefndum lögum að m eð þessari tilvísun til almennra reglna sé nánar tiltekið átt við lagareglur sem varði hvert afbrigði þeirra lögaðila, sem hér um ræði, en eftir atvikum kunni slíkar la gareglur að hafa í för með sér að nánari ákvörðun um þetta forræði á hagsmunum lögaðila sé tekin í samþykktum eða öðrum reglum um innri málefni hvers og eins félags, stofnunar eða samtaka. Stefndi máls þessa er einkahlutafélag sem var stofnað 30. mars 2015 og gilda því um starfsemi þess lög nr. 138/1994 um einkahlutafélög. Samkvæmt 1. mgr. 44. gr. laganna fer félagsstjórn með málefni félagsins. Enn fremur að sé framkvæmdastjóri ráðinn fari félagsstjórn og framkvæmdastjóri með stjórn félagsins. Veitir félags stjórn prókúruumboð skv. 4. mgr. nefndrar 44. gr., en um prókúruumboð gilda lög nr. 7 42/1903 um verslanaskrár, firmu og prókúruumboð. Kemur fram í 25. gr. þeirra að prókúruhafi hafi vald fyrir umbjóðanda að annast allt það er snertir rekstur atvinnu hans og rita firmað. 23. Samkvæmt gögnum málins hefur einn og sami maður verið eini stjórnarmaður félagsins frá upphafi og önnur og sama manneskja gegnt hlutverki varamanns stjórnar frá sama tíma. Báðir aðilar hafa verið prókúruhafar frá upphafi og tók stjórnarmaðuri nn síðar einnig við framkvæmdastjórn félagsins. Í 16. gr. sam þykkt ar félagsins frá 30. nóvember 2018 kemur fram að stjórn félagsins skuli skipuð einum til þremur mönnum og skipi stjórnina einn maður skuli jafnframt kjörinn a.m.k. einn varamaður til sama tíma. Stjórn félagsins stýri öllum mál efnum félagsins milli hluthafafunda og gæti hagsmuna þess gagnvart þriðja manni. Sé stjórnin skipuð einum manni skuldbindi undirskrift hans félagið. Skipi einn maður stjórnina getur hann jafnframt verið framkvæmdastjó ri skv. 18. gr. samþykktarinnar, sbr. 41. gr. laga nr. 138/1994. Hefur framkvæmdastjóri með höndum stjórn á daglegum rekstri félagsins og kemur fram fyrir þess hönd í öllum málum sem varða venjulegan rekstur. Samkvæmt nefndri 18. gr. samþykktarinnar veitir stjórn félagsins prókúruumboð. Leiðir ekki annað af þessum gögnum málsins en að stjórnarmaður hins stefnda félags myndi almennt teljast í fyrirsvari fyrir það, sbr. 4. mgr. 17. gr. laga nr. 91/1991. Er og í meginmáli stefnu málsins fjallað um efni skýrslu er stjórnarmaðurinn, sem vísað er til með febrúar 2019. 24. Samkvæmt þeim lagaákvæðum sem áður eru rakin er það fyrst og fremst stjórn einkahlutafélags sem stjórnar því í skilningi 4. mgr. 17. gr. laga nr. 91/1991 og er venjuhelgað að stjórnarformaður eða framkvæmdastjóri komi fram sem fyrir svars maður vegna hagsmuna slíks félags ef einhver slíkur er til staðar, en öðrum kosti sá eða þeir sem hafi skrásetta heimild til að skuldbinda félag eða firma í samræmi við lög nr. 42/1903, sbr. t.d. dóm Hæstaréttar í kærumáli nr. 6/1949 sem birt er í dómasafni réttarins sama ár á bls. 50. Þótt prókúruhafi hafi víðtækt umboð til að skuldbinda félag það sem hann hefur pró kúru fyrir jafnast það ekki á við stjórnarsetu í félaginu, enda er það félagsstjórn sem veitir prókúruumboð eins og áður er komið fram. Fyrsti kosturinn hlýtur því að vera sá að stefna til fyrirsvars þeim aðila sem raunverulega er við stjórnvölinn í samræm i við það markmið reglna um stefnubirtingu að tryggja að stefndi hafi vitneskju um fyrirhugaða málssókn. 25. Meginreglan við stefnubirtingu er sú að stefnu skuli birta stefnda sjálfum, eða eftir atvikum fyrirsvarsmanni hans, skv. 2. mgr. 85. gr., sbr. og 1. m gr. 82. gr. laga nr. 91/1991. Í stofngögnum hins stefnda félags er lögheimili stjórnarmannsins til greint á ákveðnu heimilisfangi í Sviss. Er í sjálfu sér ekki ágreiningur um að lögheimilið sé þekkt en í stefnu málsins er tekið fram að mál sé höfðað gegn h inu stefnda félagi og að fyrirkalli í málinu sé beint að varamanni í stjórn og prókúru - hafa, þar sem stjórnarmaður sé með lögheimili í Sviss en óþekkt heimilisfang í Frakklandi. Í fyrirkalli er og tekið fram að varastjórnarmanninum sé stefnt fyrir dóm fyri r hönd hins stefnda félags. Byggir stefnandi á því að um forföll sé að ræða hjá stjórnarmanni hins stefnda félags, en sá er jafnframt fyrirsvarsmaður þess eins og áður greinir. Í 47. gr. laga nr. 138/1994 er tekið fram að forfallist stjórnarmaður vegna vei kinda, fjarveru o.þ.h. og valinn hafi verið varamaður, skuli honum veittur kostur á þátttöku í stjórnarfundum meðan forföllin vara. Þegar horft er til þess að í 1. mgr. 90. gr. laga nr. 91/1991 er sérstaklega gert ráð fyrir stefnubirtingu eftir ákveðnum re glum 8 í þeim tilvikum sem stefndi á þekkt heimili eða aðsetur erlendis, er ekki hægt að telja um forföll að ræða þótt stefnandi telji fyrirfram að erfitt geti reynst að birta fyrir stjórnarmanninum sem þannig háttar til um. Þá getur stefnandi ekki gert ráð fyrir því sér til hagræðis að fyrirsvar hvíli hjá varastjórnarmanninum og prókúruhafa fremur en stjórnarmanninum, enda er almennt ekki valkvætt hverjum er stefnt til fyrirsvars í máli og birt fyrir, sbr. hér til hliðsjónar dóma Hæstaréttar annars vegar í m áli nr. 165/1998 og hins vegar í máli nr. 337/1997. Breytir engu í þeim efnum hvort varastjórnarmaðurinn var starfsmaður félagsins eða ekki enda er í lögum nr. 91/1991 ekki að finna heimild til þess að birta fyrir starfsmanni félags á heimili hans eða fyri r þeim sem þar hittist fyrir. Af því sem að framan greinir leiðir að stefnubirtingu í máli þessu var áfátt, en birting stefnu máls þessa var hvorki reynd fyrir stjórnarmanni hins stefnda félags í samræmi við aðalreglu 2. mgr. 85. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 1. mgr. 82. gr., né á stjórnarstöð félagsins í samræmi við sérreglu 4. mgr. nefndrar 85. gr. Stefna máls þessa telst því ekki réttilega birt fyrr en þing var sótt af hálfu stefnda við þingfestingu þess 16. september 2021 og telst málið höfðað á þeim tíma. Þá var sá galli á birtingarvottorði að ekki var gerð grein fyrir því hvenær birting fór nákvæmlega fram, sbr. c - lið 1. mgr. 87. gr. laga nr. 91/1991. Kemur þá til skoðun ar hvort málshöfðunarfrestur hafi verið liðinn á þeim tíma, en aðra sjálfstæða þýðin gu hafa gallar á birtingu stefnunnar ekki samkvæmt 4. mgr. 83. gr. laganna. 26. Í XX. kafla laga nr. 21/1991 er fjallað um riftun ráðstafana þrotamanns o.fl. og kemur fram í 1. mgr. 148. gr. laganna að ef höfða þarf dómsmál til að koma fram riftun skuli það g ert áður en sex mánuðir séu liðnir frá því skiptastjóri átti þess kost að gera riftunarkröfuna, en fresturinn byrji þó aldrei að líða fyrr en við lok kröfulýsingarfrests. Málshöfðunarfrestur vegna þeirrar greiðslu sem deilt er um í máli þessu byrjaði því í fyrsta lagi að líða 26. desember 2020. Eins og áður segir var fyrsti skiptafundur haldinn 18. janúar 2021. Tveimur dögum síðar lýsti skiptastjóri fyrir hönd þrotabús ACE FBO ehf. yfir riftun á þeirri greiðslu sem dómsmál þetta snýst um og var tekið fram a ð yrði bréfi skiptastjóra ekki svarað með greiðslu eða samningaviðræðum væri þrotabúinu nauðugur einn kostur að höfða mál fyrir dómi til riftunar og innheimtu. Með bréfi, dags. 24. febrúar 2021, hafnaði hið stefnda félag kröfu þrotabúsins. 27. Eins og rakið e r í málsatvikalýsingu var s kiptafundur þrotabús ACE FBO ehf. haldinn 1. júní 2021 og segir í fundargerð að kröfuhöfum hafi verið tilkynnt 12. maí 2021 að skiptastjóri hefði ákveðið að halda ekki uppi hagsmunum þrotabúsins m.a. vegna þeirrar greiðslu sem dó msmál þetta snýst um. Þá segir í fundargerð að stefnandi hyggist halda uppi þeim hagsmunum, sbr. 1. mgr. 130. gr. laga nr. 20/1991. Fyrir dóminum liggur yfirlýsing skiptastjóra þrotabús ACE FBO ehf. frá 27. janúar 2022 þar sem segir að ekki hafi verið tali ð forsvaranlegt af skiptastjóra að höfða riftunarmál á hendur stefnda án þess að kröfuhafar ábyrgðust málskostn að og/eða stæðu straum af kostnaði við málareksturinn en ekki hafi hins vegar verið hljómgrunnur fyrir því meðal kröfuhafa. Það hafi ekki verið fyrr en á skiptafundi 1. júní 2021 sem stefnandi hafi tilkynnt um að hann vildi sjálfur halda uppi hagsmunum þrotabúsins. Kemur fram í yfirlýsingunni að fyrst þá, þegar samþykkt hafi verið að veita stefnanda heimild til að höfða mál í eigin nafni, en til h agsbóta fyrir þrotabú ACE FBO ehf., hafi verið tímabært að taka afstöðu til höfðunar riftunarmáls á hendur stefnda máls þessa. 9 28. Skiptum í þrotabú ACE FBO ehf. var lokið á skiptafundinum 1. júní 2021 og kemur fram í fundargerð að skiptakostnaður að meðtöldu m virðisaukaskatti sé 4.042.199 kr. og komi því 6.769.536 kr. til úthlutunar. Búið var því ekki eignalaust heldur hafði yfir að ráða fjármunum sem skiptastjóri hefði getað nýtt til mála reksturs gegn stefnda máls þessa teldi hann hagsmunum búsins borgið me ð þeim hætti. Í bréfi skiptastjóra til stefnda, dags. 20. janúar 2021, er og tekið fram að til málssóknar geti komið til riftunar og innheimtu. Hefði verið tímabært fyrir skiptastjóra að taka afstöðu til þess hvort mál skyldi höfðað um leið og afstaða hins stefnda félags lá fyrir 24. febrúar 2021, eftir atvikum þegar hann hefði ráðfært sig við stefnanda máls þessa sem lýst hafði hinni umdeildu kröfu í búið, sbr. 3. mgr. 124. gr. laga nr. 21/1991. Það kaus skiptastjóri hins vegar ekki að gera, þar sem hann t aldi það ekki forsvaranlegt, þótt hann hefði kost á því í skilningi 1. mgr. 148. gr. laga nr. 21/1991 þegar litið er til eignastöðu búsins. Skiptir ekki máli í skilningi nefndrar lagagreinar hvenær stefnandi telji sig hafa átt kost á málshöfðun, enda tekur ákvæðið samkvæmt efni sínu til skiptastjóra þess þrotabús sem á viðkomandi kröfu. Að framangreindu virtu verður að fallast á með stefnda að frestur til að höfða mál þetta hafi verið liðinn þegar það var höfðað v ið þingfestingu 16. september 2021. Verður þ ví fallist á frávísunarkröfu stefnda. 29. Eftir þessum úrslitum ber stefnanda skv. 2. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 að greiða stefnda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 450.000 kr. Með hliðsjón af aðdraganda máls þessa eru hins vegar ekki efni til að be ita 3. mgr. 131. gr. laganna um álag á málskostnað. Nanna Magnadóttir héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá dómi. Stefnandi, þrotabú ACE Handling ehf., greiði stefnda, Global Fuel Iceland ehf., 450.000 kr. í málskostnað.