LANDSRÉTTUR Úrskurður mánudaginn 26. júlí 2021. Mál nr. 493/2021 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ( Einar Laxness aðstoðarsaksóknari ) gegn X ( Sigurður Freyr Sigurðsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Gæsluvarðhald. C - liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli c - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson , Hervör Þorvaldsdóttir og Ragnheiður Harðardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 22. júlí 2021 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 22. júlí 2021 í málinu nr. R - /2021 þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 19. ágúst 2021 klukkan 16. Kæruheimild er í l - lið 1. mgr. 192 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Sóknaraðili krefst sta ðfestingar hins kærða úrskurðar. 3 Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur eins og í úrskurðarorði greinir. Úrskurðarorð: Varnaraðili, X , sæti gæsluvarðhaldi til fimmtudagsins 19. ágúst 2021 klukkan 16. 2 Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 22. júlí 2021 Krafa Þess er krafist að X, kt. [...], sæti gæsluvarðhaldi með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, til fimmtudagsins 19. ágúst 2021, kl. 16:00. Málsatvik Í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að kærði liggi undir grun um fjölda hegningarlagabrota, meðal annars auðgunarbrota og anna r ra brota framin á undanförnum vikum. Lögregla hafi nú haft margsinnis afskipti að kærða. Mál lögreglu nr. 007 - 2021 - [...]. Kærði hafi verið handtekinn í morgun 22. júlí, grunaður um tilraun til þjófnaðar, að [...]. Þar sem kærði sé grunaður um að hafa farið heimildarlaust inn í íbúð og reynt að stela verðmætum, en búið hafi verið að róta t il í íbúðinni. Lögregla hafi komið að kærða á vettvangi og handtekið hann, en kærði hafi verið í annarlegu ástandi. Kærði hafi neitað brotinu. Lögregla telji þetta varða við 244. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 1971940. Kærði sé undir rökstu ddum grun um eftirfarandi brot: Mál lögreglu nr. 007 - 2021 - [...]. Fjársvik og skjalafals, frá 18. júlí sl. framvísað umboði og reynt að svíkja út lyf í apótekinu [...]. Kærði hafi verið handtekinn á vettvangi. Kærði hafi neitað að tjá sig. Lögregla telji þetta varða við 248. og 155. gr. almennra hegningarlaga. Mál lögreglu nr. 007 - 2021 - [...]. Þjófnaður 17. júlí sl. í versluninni [...] að [...], þar sem kærði sé grunaður um að hafa stolið fatnaði í versluninni. Myndir bendi á kærða. Kærði neiti. Lögregla telji þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga. Mál lögreglu nr. 007 - 2021 - [...]. Tilraun til fjársvika 10. júlí, [...] að [...], framvísað greiðslukorti á nafni annars manns. Einnig hafi kærði verið á rafhlaupahjóli, sem lögregla telji vera þýfí. Við leit á kærða hafi fundust ökuskírteini, tengt innbroti 007 - 2021 - [...] og greiðslukort annars aðila. Lögregla telji þetta geta varðað við 248. gr. og 254. gr. almennra hegningarlaga. Mál lögreglu nr. 007 - 2021 - [...]. Þjófnaður frá 3. júlí á [...] í Reykjavík þar sem ýmsir munir hafi verið teknir. Þar játi kærði að hafa farið heimildarlaust inn á lager hótelsins og stolið ýmsum munum. Mál lögreglu nr. 007 - 2021 - [...]. Eignaspjöll 3. júlí sl., á bifreiðinni [...] við [...] hótel í Reykjavík. Kærði sjái st á myndum eiga við bifreiðina. Kærði neiti. Einnig hafi fundist í tösku sem kærði hafi haft greiðslukort á nafni annara aðila og fíkniefni. Lögregla telji brotið varðavið 257. gr., og 254. gr. almennra hegningarlaga og lög um ávana og fíkniefni. Mál l ögreglu nr. 007 - 2021 - [...]. Þjófnaður 2. júlí sl., í verslun [...], Laugavegi [...] þar hafi kærði farið inn heimildarlaust inn á lager verslunarinnar og stolið fatnaði. Kærði hafi þekkst á myndum og einnig hafði lögregla haft afskipti af kærða skömmu áður . Lögregla telji þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga. Mál lögreglu nr. 007 - 2021 - [...]. Þjófnaður 25. júní sl., á [...] Hótel á Hverfisgötu, stolið þaðan farsímum. Kærði hafi sést á myndum og neiti að tjá sig. 3 Mál lögreglu nr. 007 - 2021 - [...]. Þjófnaður og eftir atvikum hilming, en 24. júní sl. hafi verið tilkynnt um innbrot og þjófnað í bifreið við [...] í Kópavogi, en munir úr því innbroti hafi fundist á kærða, 3. júlí sl. Þar hafi veski verið stolið og kortum og kortin hafi verið notuð. K ærði hafi neitað að tjá sig. Mál lögreglu nr. 007 - 2021 - [...] og mál 007 - 2021 - [...]. Tilraun til þjófnaðar og eða húsbrots frá 23. júní sl. Þar sé kærði grunaður um að hafa reynt að fara inn um útidyrahurð að [...] og [...], en þurft frá að hverfa. En aðili að [...],hafi náð mynd af aðila sem svari til kærða. Kærði neiti broti. Mál lögreglu nr. 007 - 2021 - [...]. Tilraun til þjófnaðar eftir atvikum tilraun til húsbrots frá 25. júní sl. að [...], en þar hafi lögregla verið kölluð til að útaf aðila sem hafi verið að reyna fara heimildarlaust inn í íbúðir og hafi skemmt hurð. Lýsing vitnis hafi getað átt við kærða. En kærði hafi verið handtekinn skammt frá vettvangi. Kærði hafi ekki gefið trúverðugar skýringar á háttsemi sinni. Mál lögreglu nr. 007 - 2021 - [.. .]. Þjófnaður frá 22. júní sl., á pizzastaðnum [...] að [...], þar sem kærði sé grunaður um að hafa stolið kr. 30 þúsund. úr afgreiðslukassa. Kærði hafi sérst á myndum. Lögregla telji þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga. Kærði neiti að tjá sig. Mál lögreglu nr. 007 - 2021 - [...]. Þjófnaður 19. júní sl., að [...], þar sem farið hafi verið heimildarlaust inn á íbúðarhótel og ýmsum munum stolið. Kærði hafi þekkst á myndum og játi brotið. Mál lögreglu nr. 007 - 2021 - [...]. Eignaspjöll frá 19. júní sl. , á bifreiðinni [...] við [...] með því að hafa sparkað bílhurðbifreiðarinnar. Þegar lögregla hafi haft afskipti af kærða hafi hann verið með muni með sér úr innbroti nr. 007 - 2021 - [...]. Kærði hafi játað eignaspjöll og hafa sparkað í bílhurðina. Mál lögreglu nr. 007 - 2021 - [...]. Tilraun til þjófnaðar 17. júní sl., [...], grunaður um að hafa farið heimildarlaust inn íbúð og safnað þar saman munum en farið af vettvangi, en kærði hafi verið handtekinn skömmu síðar. Einnig hafi náðist mynd af kærða, þegar komið hafi verið að honum. Kærði neiti. Mál lögreglu nr. 007 - 2021 - [...]. Þjófnaður [...], 17. júní sl., og stolið með því að fara heimildarlaust þar inn. Kærði hafi þekkt á myndum. Kærði tjáir sig ekki. Mál lögreglu nr. 007 - 2021 - [...]. Tilraun til gripde ildar 13. júní sl., við [...], með því að hafa hrifsað heyrnartól af aðla, en aðilinnhafi þekkt kærða með nafni. Í atganginum hafi heyrnartólin eyðilagst. Lögregla telji þetta varða við 245. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga. Kærði neiti broti. Má l lögreglu nr. 007 - 2021 - [...]. Þjófnaður og eftir atvikum hilming, 6. júní sl., að [...], þar var spenntur hafi verið upp gluggi og ýmsum munum stolið, en á kærða hafi fundist m.a. annars greiðslukort sem tengist þessu innbroti. Kærði neiti sök. Mál lögre glu nr. 007 - 2021 - [...]. Þjófnaður 30. maí sl., að [...], Hótel [... ], herbergi [...]. Þar hafi ýmsum munum verið stolið, en kærði hafi sést á myndum við hótelið á sama tíma ásamt öðrum aðila. Kærði hafi játað að hluta brotið, en hluti af þýfinu hafi fundi st að [...] þar sem afskipti hafi verið höfð af kærða. Mál lögreglu nr. 007 - 2021 - [...]. Líkamsárás 30. maí að [...]. Veist með ofbeldi þar að aðila. Kærði hafi játað að hafa verið þar en neiti árás. 4 Mál lögreglu nr. 007 - 2021 - [...]. Þjófnaður í [...] 26. maí að [...]. Grunaður um að hafa stolið matvælum, en kærði hafi verið handtekinn fyrir utan verslunina. Vitni hafi séð til kærða. Mál lögreglu nr. 007 - 2021 - [...]. Þjófnaður 17. maí sl. á [...] hótel [...] og gám þar við hlið. Farið heimildarlaust baka til inn á hótelið og inn í gáminn og stolið í ýmsum munum. Kærði hafi játað brotið. Mál lögreglu nr. 007 - 2021 - [...]. Fjársvik frá 1. maí sl., stolið og framvísað korti/síma annars manns. Kærði hafi játað brotið. Mál lögreglu nr. 007 - 2021 - [...]. Eignaspj öll/tilraun til húsbrots og brot á vopnalögum frá 8. maí sl., að [...], þar hafi kærði reynt að fara inn í íbúð með því að sparka í hurð og hafi hann verið með kylfu í vörslum sínum. Mál lögreglu nr. 007 - 2021 - [...]. Þjófnaður á rafhlaupahjóli að [...], f rá 2. maí. sl. Kærði hafi játað brotið. Mál lögreglu nr. 007 - 2021 - [...]. Umferðarlagabrot 26. apríl sl. við [...], þar sem kærði hafi ekið undir áhrifum ávana - og fíkniefna og sviptur ökurétti, þar sem lögregla hafi stöðvað hann. Mál lögreglu nr. 007 - 2021 - [...]. Þjófnaður 19. apríl sl., að [...], [...] hótel, hárgreiðslustofa, brotist inn og stolið rakvélum og skærum. Kærði hafi þekkst á mynd. Kærði neiti brotinu. Mál lögreglu nr. 007 - 2021 - [...]. Hótanir, ofbeldi og vörslur á fíkniefnum frá 10. a píl. sl. að [...]. Grunaður um hafa veist að aðila með hótunum og ofbeldi ásamt öðrum aðila. Lögregla hafi handtekið kærða á vettvangi í mjög annarlegu ástandi. Kærandi hafi sagst hafa verið sleginn af kærða. Kærði hafi neitað brotunum. Mál lögreglu nr. 007 - 2021 - [...]. Húsbrot, brot á lögreglulögum og brot á ávana - og fíkniefnalögum frá 23. mars sl., en þar hafi kærði verið handtekinn, eftir að hafa farið heimildarlaust inn í bifreiðina [...] og sofnað þar. Þá hafi hann ekki hlítt fyrirmælum lögreglu og sýnt ofbeldisfulla hegðun við handtöku. Á kærða hafi fundist fíkniefni. Mál lögreglu nr. 007 - 2020 - [...]. Eldra mál frá 8. janúar 2020 sem bíði ákvörðunar, meðkærði erlendis. Þar sé kærði grunaður ásamt öðrum aðila um rán. Svo sem að framan sé rakið séu til meðferðar nokkur fjöldi mála hjá lögreglu þar sem kærði sé, að mati lögreglustjóra, undir rökstuddum grun um að hafa framið brot sem varða við., 155. gr. 233. gr., 217. gr., 1. mgr. 244. gr., 245. gr. 1. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga, auk brota gegn lögum um ávana - og fíkniefni, vopnalögum og umferðarlögum, sem varðað geta fangelsisrefsingu að lögum. Með vísan til brotaferils kærða að undanförnu sé það mat lögreglustjóra að yfirgnæfandi líkur séu á því að kærði muni halda áfram brotastarfsemi fari hann frjáls ferða sinna. Í ljósi fjölda þeirra brota sem kærði sé grunaður um og alvarleika þeirra telji lögreglustjóri nauðsynlegt að kærða verði gert að sæta gæsluvarðhaldi svo færi gefist til að ljúka þeim málum sem til meðferðar eru. Lögregla hafi undanfarið margoft haft afskipti af og því sé ljóst að vægari úrræði dugi ekki til að ná þeim markmiðum sem að sé stefnt. Þá telji lögregla ljóst að kærði muni ekki fá skilorðsbundinn dóm vegna fjölda þeirra mála sem um ræði. Af málsgögnum verði ráðið að kærði sé þar að auki heimilislaus, og í mikilli neyslu og án 5 atvinnu. Kærði hafi hlotið 5 refsidóma frá árinu 2014 og verið dæmdur fyrir auðgunarbrot m.a. annars rán. Með vísan til framangreinds, framlagðra gagna, c - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 u m meðferð sakamála sé þess krafist að krafan nái fram að ganga. Lagarök Með vísan til framangreinds, framlagðra gagna, c - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála er þess krafist að krafan nái fram að ganga. Niðurstaða Í greinargerð lögreglu kemur fram að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi til meðferðar fjölda mála þar sem kærði sé undir rökstuddum grun um að hafa gerst sekur um mikinn fjölda afbrota einkum auðgunarbrot, þjófnað og fjársvik, en einnig hótanir og ofbeldisbrot sem öll geta varðað fangelsisvist. Um er að ræða um þrjátíu númeruð mál lögreglu vegna brota frá 23. mars sl. og til dagsins í dag, flest þeirra þó frá júní sl. og í þessum mánuði. Kærði hefur játað eitthvað af þessum brotum en neitað á stundum að tjá sig eða neit að sök. Kærði á að baki þó nokkurn sakaferil og hlaut samkvæmt sakavottorði síðast 10 mánaða fangelsisdóm í apríl 2020 fyrir ýmis brot en þar áður í júní 2017, 2 ára fangelsi fyrir rán og önnur brot. Fallist er á það með lögreglu með vísan til þess sem rak ið hefur verið, greinargerðar lögreglu og með vísan til brotaferils kærða að undanförnu að nauðsyn beri til að kærða verði gert að sæta gæsluvarðhaldi svo unnt sé að ljúka þeim málum sem þegar eru til meðferðar en telja verður yfirgnæfandi líkur fyrir því að hann muni halda áfram brotastarfsemi fari hann frjáls ferða sinna, í ljósi brotahrinu undanfarnar vikur og sakaferils kærða. Með vísan til framangreinds, framlagðra gagna og c. - liðar 1. mgr. 95. gr. laga 88/2008 um meðferð sakamála er fallist á að krafa n skuli ná fram að ganga eins og hún er sett fram og nánar greinir í úrskurðarorði. Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari kveður upp þennan úrskurð. Úrskurðarorð Kærði, X, kt. [...], skal sæta gæsluvarðhaldi, þó ekki lengur en til fimmtudagsins 19. ágúst 2021, kl. 16:00.