LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 8. október 2021. Mál nr. 365/2020 : Harpa tónlistar - og ráðste fnuhús ohf. ( Heiðar Örn Stefánsson lögmaður ) gegn A ( Einar Gautur Steingrímsso n lögmaður ) og A ( Einar Gautur Steingrímsso n lögmaður ) gegn Hörpu tónlistar - og ráðstefnuhúsi ohf. og ( Heiðar Örn Stefánsson lögmaður ) Sinfóníuhljómsveit Íslands ( Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður) Lykilorð Skaðabætur. Viðurkenningarkrafa. Líkamstjón. Vinnuslys. Eigin sök. Skipting sakarefnis. Lögskýring. Gjafsókn. Útdráttur A krafðist þess að viðurkennd yrði sameiginleg skaðabótaábyrgð S og H ohf. vegna líkamstjóns sem hann hlaut í starfi sínu fyrir S í húsnæði H ohf.. Slysið varð þegar A leitaðist við að stíga upp á pall í hljómsveitargryfju í myrkvuðum sal H ohf. í því skyn i að koma boðum til ljósamanns um að kveikja ljós sem varð til þess að hann rann á brún efri pallsins og rak hnéð í hana. Í dómi Landsréttar kom fram að í áhættumati og öryggis - og heilbrigðisáætlun H ohf. hefði ekki með raunhæfum hætti verið fjallað um þá sérstöku hættu sem gæti skapast í hljómsveitargryfjunni vegna ónógrar lýsingar eða skyndilegrar myrkvunar og aðgerðir til úrbóta vegna þess. Því hefði framkvæmd við gerð áhættumatsins farið gegn ákvæðum 65. gr. og 65. gr. a laga nr. 46/1980 um aðbúnað, ho llustuhætti og öryggi á vinnustöðum og 2. mgr. 27. gr. reglugerðar nr. 920/2006 um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum. Þá var talið ósannað að á pöllum í hljómsveitargryfju hefðu verið merkingar sem væru til þess fallnar að draga úr þei rri hættu vegna myrkvunar sem fyrir lá að hefði skapast umrætt sinn og sannað þótti að væri meginorsök slyss A og því hefðu aðstæður á vinnustaðnum ekki með þeim hætti að gætt væri fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar í skilningi 42. gr. laga nr. 46/1980. Lan dsréttur taldi jafnframt leiða af fyrirmælum 17. gr. laga nr. 46/1980 og 22. gr. reglugerðar nr. 920/2006 að ábyrgð á því að huga að góðum aðbúnaði og öruggum starfsskilyrðum á vinnustað, þar sem fleiri en einn atvinnurekandi ættu aðild að starfsemi, hefð i hvílt bæði á H ohf. 2 og S og bæru þau því í sameiningu ábyrgð á þeirri hættu sem hefði skapast í hljómsveitargryfjunni umrætt sinn og vanrækslu við gerð áhættumatsins. Var það ekki talið leysa S undan ábyrgð sinni gagnvart A þótt samið hefði verið um það í húsaleigu - og þjónustusamningi að öryggismál væru í höndum H ohf. Voru S og H ohf. því talin bera sameiginlega skaðabótaábyrgð á líkamstjóni A. Ekki var talið að A hefði sýnt af sér svo stórkostlegt gáleysi að heimilt væri að skerða rétt hans til bóta s amkvæmt ákvæði 23. gr. a skaðabótalaga nr. 50/1993. Þá var ekki fallist á það að ákvæði 23. gr. a skaðabótalaga ætti ekki við gagnvart H ohf. vegna þess að G hefði ekki starfað fyrir H ohf. þegar slysið varð. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Arnfríður Einarsdóttir , Jóhannes Sigurðsson og Oddný Mjöll Arnardóttir . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Aðaláfrýjandi, Harpa tónlistar - og ráðstefnuhús ohf., skaut málinu til Landsréttar 15. júní 2020 . Áfrýjað er d ómi Héraðsdóms Reykjavíkur 19. maí 2020 í málinu nr. E - 2184/2019 . Aðaláfrýjandi krefst aðallega sýknu af öllum kröfum gagnáfrýjanda en til vara lækkunar á kröfum hans. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 2 Gagnáfrýjandi, A , skaut fr amangreindum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar fyrir sitt leyti 16. júní 2020. Hann krefst þess að viðurkennd verði óskipt bótaábyrgð aðaláfrýjanda og stefnd u vegna þess líkamstjóns sem hann hlaut 22. maí 2013. Þá krefst hann þess að aðaláfrýjand i og stefnd a verði dæmd óskipt til greiðslu málskostnaðar fyrir héraðsdómi og Landsrétti , án tillits til gjafsóknar sem gagnáfrýjandi hefur fengið fyrir Landsrétti . 3 Stefnd a , Sinfóníuhljómsveit Íslands, krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms auk málskostna ðar fyrir Landsrétti. 4 Dóm arar í málinu gengu á vettvang 20. september 2021 . Málsatvik og sönnunarfærsla 5 Eins og rakið er í hinum áfrýjaða dómi ákvað héraðsdómari við upphaf aðalmeðferðar að skipta sakarefni málsins með vísan til 1. mgr. 31. gr. laga nr. 9 1/1991 um meðferð einkamála þannig að fyrst yrði leyst úr ágreiningi um skaðabótaskyldu aðaláfrýjanda og stefndu . Með ste fnu í málinu krafðist gagnáfrýjandi þess að þau greiddu sér óskipt 16.449.172 krónur með nánar tilgreindum vöxtum. Í samræmi við skipti ngu sakarefnisins lýtur krafa gagnáfrýjanda í þessum þætti málsins að því að fá viðurkennda sameiginlega skaðabótaskyldu framangreindra aðila vegna líkamstjóns sem hann hlaut í hljómsveitargryfju í Eldborgarsal Hörpu tónleika - og ráðstefnuhúss að morgni 22 . maí 2013. Gagnáfrýjandi krafðist einnig málskostnaðar. Aðaláfrýjandi 3 og stefnda kröfðust aðallega sýknu í héraði en til vara að sök yrði skipt, auk þess sem bæði kröfðust málskostnaðar. 6 Með hinum áfrýjaða dómi var viðurkennd skaðabótaábyrgð aðaláfrýjand a á líkamstjóni gagn áfrýjanda á þeim grundvelli að umbúnaður Eldborgarsalar og hljómsveitargryfju hússins væri ekki með þeim hætti að öryggi starfsmanna væri tryggt, hvort sem um væri að ræða eigin starfsmenn hans eða annarra , en viðunandi lýsing væri á fo rræði hans. Þá var litið til þess að skort hefði á umfjöllun um sérstaka hættu vegna ónógrar lýsingar eða skyndilegrar myrkvunar í hljómsveitargryfjunni í skýrslu um áhættumat starfa vegna sviðsstjórnar í Eldborg frá mars 2012. Stefnda , Sinfóníuhljómsveit Íslands , var á hinn bóginn sýknuð með vísan til framangreindrar ábyrgðar aðaláfrýjanda og þess að stefnda hefði enga ástæðu haft til að ætla að lýsingu hefði verið ábótavant en engar ábendingar í þá veru hefðu borist henni. Þá taldi héraðsdómur að jafnvel þótt komið hefði fram að ekki hefði verið brugðist við slíkum ábendingum hefði það engu breytt um slysið. 7 Helstu málavöxtum er lýst í hinum áfrýjaða dómi. Eins og þar er rakið slasaðist gagnáfrýjandi 22. maí 2013 þegar hann var að störfum sem sviðsmaður og starfsmaður stefnd u í hljómsveitargryfju Eldborgarsalar á æfingu hljómsveitarinnar fyrir ballettsýningu á vegum Listahátíðar í Reykjavík. Mun æfingin hafa hafist klukkan 9.30 um morguninn . S lysið varð skömmu eftir kaffihlé en þá var gagnáfrýjandi kominn aftur niður í hljómsveitargryfjuna. Gagnáfrýjandi lýsti því í skýrslu sinni í héraði að þegar starfsmenn hefðu farið í kaffihlé hefði verið kveikt á ljósum sem fest eru á nótnastatíf hljóðfæraleikara í gryfjunni og jafnframt á ljósum sem staðsett eru yfir salnum sjálfum. 8 Gagnáfrýjandi kvað um það bil 20 til 25 hljóðfæraleikara hafa verið komna niður í hljómsveitargryfjuna á undan honum. Þá hefðu öll ljós í gryfjunni verið slökkt en ljós hafi þó borist úr herbergi þar sem gengið var inn í gryfjuna. Jafnfra mt hefðu ljós í Því hefði verið myrkur í gryfjunni . Hann hefði talið slysahætt u vegna ónógrar lýsingar, enda hefði verið mikið af búnaði og snúrum á gólfi gryfjunnar, a uk þess sem þröngt var um þann fjölda hljóðfæraleikara sem tók þátt í æfing unni. Þar sem það hefði verið í verkahring ljósamanns að stýra öllum ljósum, kvaðst gagnáfrýjandi hafa ákveðið að bregðast við hættunni með því að koma boðum til þess fyrrnefnda um að kveikja ljósin á nýjan leik. Í því skyni hefði hann ætlað upp á efri pall í gryfjunni til að ná sambandi við ljósamanninn en þegar hann hefði verið kominn upp á neð ri pall og ætlað að stíga upp á þann efri hefði hann ekki séð til vegna myrkurs og því re kið fótinn í og dottið. Hann hefði ekki sé neina borða á brún pallanna. 9 Lögregla og Vinnueftirlit ríkisins voru kölluð til og rannsökuðu þau vettvang samdægurs. Í skýrslu lögreglu er haft eftir gagnáfrýjanda að hann hafi dottið þegar hann hugðist fara upp á pall í hljómsveitargryfjunni. Vegna myrkurs hefði hann ekki séð lægri pall sem hann hefði ætlað að stíga upp á til þess að fara upp á hærri pall og 4 hefði hann trúlega rekið hægri fótinn í þann hærri. Loks er haft eftir gagnáfrýjanda að hann hafi verið á Í umsögn Vinnueftirlitsins er því lýst að gagnáfrýjandi hafi verið að vinna við uppsetningu búnaðar og vísað til þess að í lögregluskýrslu hafi komið fram að þegar hann hefði verið að fara upp á um það bil 60 cm háan pall af um það bil 25 til 30 cm háum palli hefði hann rekið hægri fótlegginn í brúnina á þeim hærri. Engar ljósmyndir voru teknar af aðstæðum á vettvangi. 10 Við skýrslutöku við aðalmeðferð í héraði tók gagnáfrýjandi fram að vinn u við uppsetningu palla í hljómsveitargryfjunni hefði verið lokið þegar slysið varð en vera hans á staðnum hefði falist í því að vera til staðar ef eitthvað kæmi upp á. Þegar hann fór upp á pallana hefði hann ekki verið á leiðinni til að aðstoða ljósamanni nn, heldur hefði hann einungis ætlað að koma boðum til hans um að kveikja ljósin . 11 Óumdeilt er að gagnáfrýjandi var að störfum sem sviðsmaður hjá stefndu þegar slysið varð ásamt Sigþóri J. Guðmundssyni. Í framburði vitnisins Eyþórs Árnasonar sviðstjóra aðal áfrýjanda í héraði kom fram að starfsmenn aðaláfrýjanda settu upp palla í hljómsveitargryfjunni í upphafi eftir forskrift frá starfsmönnum stefndu og fóru yfir hvort uppsetning þeirra væri ásættanleg. Á hinn bóginn hefðu starfsmenn aðaláfrýjanda ekki verið viðstaddir æfingar. Af skýrslu gagnáfrýjanda í héraði verður ráðið að sviðsmenn aðaláfrýjanda settu upp stærri pallana í gryfjunni en þeir Sigþór sviðsstjóri hafi átt að sjá um að raða minni pöllunum, þar með talið svonefndum i kvaðst hafa stigið upp á áður en hann hrasaði við að reyna að stíga upp á efri pallinn. 12 Dómarar málsins gengu á vettvang þar sem starfsmenn aðaláfrýjanda höfðu stillt upp umræddum pöllum í hljómsveitargryfju. Var salurinn rökkvaður og engin lýsing frá nótnastatífum. Nokkurt myrkur var í hljómsveitargryfjunni en skíma var frá inngangi og kastara í aðalsal, sem gagnáfrýjandi staðfestir að kveikt hafi verið á, gerðu það verkum að vel mátti greina palla, stóla og nótnastatíf í gryfjunni. Við vettvangsskoðun voru brúnir pallanna merktar með hvítum borðum en um það er deilt hvort slíkir borðar hafi verið á þeim þegar slysið átti sér stað. Þegar borði var tekinn af efri palli við vettvangsskoðun kom í ljós að brún hans var ekki vel sjáanleg. Málsástæður aðila Málsástæður aðaláfrýjanda 13 Aðaláfrýjandi, Harpa tónlistar - og ráðstefnuhús ohf. , byggir sýknukröfu sína á að ósannað sé að slys gagnáfrýjanda megi rekja til saknæmrar eða ólögmætrar háttsemi aðaláfrýjanda eða a nnarra sem hann geti borið vinnuveitendaábyrgð á . E kkert beint réttarsamband hafi verið á milli hans og gagnáfrýjanda. Aðaláfrýjandi hafi leigt öðrum aðilum salinn og búnað hans til afnota, þ ar á m eðal stefndu , Sinfóníuhljómsveit Íslands, og hafi gagnáfrýjandi verið starfsmaður hennar. Þá hafi aðaláfrý jandi ekki haft verkstjórnarvald yfir ljósamönnum en þeir hafi starfað á vegum Íslenska dansflokksins. Því sé ljóst að ábyrgð verði ekki felld á hann á grundvelli reglna um 5 vinnuveitendaábyrgð. Þá byggir hann á því að ekkert athugavert hafi verið við ástan d fasteignarinnar eða búnað hennar. Það hafi verið notkun starfsmanna stefndu, Íslenska dansflokksins og verktaka sem störfuðu undir verkstjórn þess síðarnefnda sem olli því að myrkur hafi verið í hljómsveitargryfjunni umrætt sinn. 14 Aðaláfrýjandi byggir ja fnframt á því að hann hafi staðið vel að öryggismálum. Til að tryggja sem best að búnaður væri viðunandi hafi hann ráðið sérfræðinga á sviði öryggismála til að vinna öryggis - og heilbrigðisáætlun og ítarlegt áhættumat á starfi sviðsstjóra. Þar hafi ekki ve rið fjallað nákvæmlega um þá aðstöðu sem kom upp enda hafi hún verið sérstök og hefðu hvorki aðaláfrýjandi né sérfræðingar í öryggismálum getað séð hana fyrir. Eini atvinnurekstur aðaláfrýjanda í Hörpu sé útleiga húsnæðis og það sé hlutverk hans að tryggja að fasteignin sem slík fullnægi kröfum laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og að búnaður sé fullnægjandi. Að því slepptu sé það í verkahring hvers og eins leigutaka að gæta ákvæða vinnuverndarlöggjafarinnar, sbr. einkum 65. og 37. gr. framangreindra laga. 15 Loks byggir aðaláfrýjandi sýknukröfu sína á því að slysið hafi verið óhappatilviljun eða að meginorsök þess sé háttsemi gagnáfrýjanda sjálfs. Á honum hafi hvílt sérstök aðgæsluskylda, hann sé lærður húsasmiður og hafði langa reynslu af því starfi sem hann sinnti. Þá hafi það verið meðal starfsskyldna hans að sjá til þess að starfssvæði stefnd u væri tilbúið til æfinga. 16 Kröfu sína um lækkun krafna gagnáfrýjanda byggir aðaláfrýjandi á reglum um eigin sök. Verði eigin sök gagnáf rýjanda ekki talin leiða til sýknu aðaláfrýjanda er byggt á því að gagnáfrýjandi verði að bera meginhluta tjónsins sjálfur. Þá hafnar áfrýjandi því að 23. gr. a skaðabótalaga nr. 50/1993 eigi við þar sem ákvæðið gildi eingöngu í réttarsambandi starfsmanns og vinnuveitanda. Málsástæður gagnáfrýjanda 17 Gagnáfrýjandi , A , byggir kröfu sína á því að aðaláfrýjandi og stefnda b eri ábyrgð á tjóni hans samkvæmt almennu skaðabótareglunni. Kröfu sína byggir hann á því að frágangi b únaðar í hljómsveitargryfju hafi verið ábótavant. Samkvæmt 17. gr. laga nr. 46/1980 sé sú skylda lögð á aðaláfrýjanda og stefnd u að þ au skuli tryggja sameiginlega að öryggiskröfum sé fullnægt en b æði hafi vanrækt þá skyldu sína, meðal annars með því að leg gja ekki mat á áhættuþætti samfara notkun hljómsveitargryfju og gera öryggisáætlun í því sambandi . Er í því sambandi vísað til þeirrar niðurstöðu í skýrslu Vinnueftirlitsins að vanrækt hafi verið að gera skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði um þennan v erkþátt, sbr. VIII. kafla reglugerðar nr. 920/2006 um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum, og að engin vinnutilhögun hafi legið fyrir um það verk þannig að sem minnst hætta stafaði af. Þá hafi hvorki aðaláfrýjandi né stefnd a farið eftir ákvæðum 6. gr. laga nr. 46/1980 um stofnun öryggisnefndar auk þess sem ekki hafi verið farið eftir ákvæðum III. kafla reglugerðarinnar um að tryggja starfsemi öryggisvarðar og öryggistrúnaðarmanna. 6 18 Að því er varðar aðaláfrýjanda byggir gagnáfrýjandi jafnframt á því að bæði ljósamaður og sviðsstjóri hafi starfað á ábyrgð aðaláfrýjanda og því beri hann ábyrgð á saknæmri háttsemi þeirra sem leiddi til tjóns gagnáfrýjanda. Að því er varðar stefnd u byggir gagnáfrýjandi jafnframt á því að um sé að ræða vinnuveitanda hans sem borið hafi að tryggja fyllsta öryggi starfsmanns síns, meðal annars með því að bregðast við vanrækslu aðaláfrýjanda varðandi öryggismál, sbr. m eðal annars 42. gr. laga nr. 46/1980. Þá h afi sviðsmaður á vegum stefndu kallað fólk inn í salinn þegar hann vissi eða mátti vita að ljósin væru slökkt og því verið ljóst að hætta gat steðjað að fólki vegna myrkurs. Stefnda beri sem vinnuveitandi hans ábyrgð á þeirri saknæmu og ólögmætu ákvörðun. 19 Gagnáfrýjandi mótmælir sjónarmiðum aðaláfrýjanda og stefnd u um eigin sök. Í öllu falli geti eigin sök hans ekki talist stórkostleg svo til greina komi að hann sæti lækkun skaðabóta á þeim grundvelli. Þá hafnar hann því að 23. gr. a skaðabótalaga verði ekk i beitt um aðaláfrýjanda þar sem ákvæðið taki til tjóns sem starfsmaður verður fyrir í starfi sínu og takmarkist ekki við kröfu á hendur vinnuveitanda hans. Málsástæður stefndu 20 Af hálfu stefndu, Sinfóníuhljómsveitar Íslands, er á því byggt að slys gagnáfrý janda sé ekki að rekja til saknæmrar háttsemi hennar. A ðaláfrýjandi hafi borið ábyrgð á öryggismálum í húsnæði samkvæmt leigusamningi stefndu við aðaláfrýjanda og auk þess haft með höndum sviðsstjórn. Aðaláfrýjandi hafi haft meginstarfsemi í húsnæðinu í sk ilningi 22. gr. reglugerðar nr. 920/2006 og á þeim grundvelli meðal annars látið framkvæma áhættumat um svið s stjórn í Eldborg í samræmi við 65. gr. laga nr. 46/1980, sbr. 4. mgr. 22. gr. reglugerðarinnar. Með vísan til leigusamningsins, skipulags starfsins og að teknu tilliti til þess að sviðsstjórn hefði verið áhættumetin hefði stefnda mátt vera í góðri trú um að öryggismál væru í lagi í umrætt sinn. 21 Stefnda byggir einnig á því að slysið sé að rekja til þess að ljósamaður á vegum aðaláfrýjanda hafi slökkt ljósin þegar hljómsveitin var að koma inn í hljómsveitargryfjuna. Ljósamál hafi verið á ábyrgð aðaláfrýjanda samkvæmt leigusamningi og hafi stefnda ekki haft verkstjórn yfir starfsmönnum sem önnuðust þau . Því geti stefnda ekki borið skaðabótaábyrgð vegna háttsemi ljósamanns. Sé saknæmri háttsemi til að dreifa sé hún í öllu falli ekki á ábyrgð stefndu. 22 Þá byggir stefnda á því að slysið sé að rekja til þess að gagnáfrýjandi hafi sýnt af sér stórkostleg gáleysi miðað við reynslu hans og þekkingu, sbr. 23. gr . a skaðabótalaga. Er í því sambandi vísað til starfsreynslu gagnáfrýjanda hjá stefndu við sviðsstjórn og starfs hans sem sviðsmaður þegar slysið varð. Gagnáfrýjandi hafi kosið að stíga upp á pall sem var ætlaður undir hljóðfæri og ekki átti að ganga um. H ann hafi í ljósi reynslu sinnar vitað að þetta væri ekki eðlileg leið upp úr gryfjunni og honum verið ljós slysahættan þar sem hann hafi sjálfur komið neðri pallinum fyrir. 7 23 Loks mótmælir stefnda málsástæðum gag n áfrýjanda um ætlaðan skort á öryggistrúnaðar mönnum og ætlaða sök sviðsmanns hjá stefndu sem of seint fram komnum, sbr. 5. mgr. 101. gr. laga nr. 91/1991. Niðurstaða 24 Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður staðfest niðurstaða hans um að sannað sé að slys gagnáfrýjanda hafi orðið þegar hann leitaðist við að stíga upp á um það bil 60 cm háan pall af um það bil 25 til 30 cm háum palli í hljómsveitargryfju í Eldborgarsal Hörpu í því skyni að kalla til ljósamanns sem varð til þess að hann rann á brún efri pallsins og rak hnéð í hana . Óumdeilt er að við slysið varð gagnáfrýjandi fyrir líkamstjóni. 25 Eins og fram kemur í 1. gr. laga nr. 40/1 9 80 e r með þeim l eitast við að tryggja öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi sem jafnan sé í samræmi við félagslega og tæknilega þróun í þjóðfélagi nu og að tryggja skilyrði fyrir því að innan vinnustaðanna sjálfra sé hægt að leysa öryggis - og heilbrigðisvandamál í samræmi við lög og reglur, ráðleggingar aðila vinnumarkaðarins og ráðleggingar og fyrirmæli Vinnueftirlits ríkisins. Lögunum og reglugerðu m sem settar hafa verið með heimild í þeim er þannig ætlað að tryggja öryggi starfsmanna. Eiga þeir því almennt að geta treyst því að ef ekki er farið eftir fyrirmælum vinnuverndarreglna, fái þeir bætt tjón sem af því hlýst ef ekki er um að ræða stórfellt gáleysi þeirra sjálfra . Ráða má af dómaframkvæmd í málum vegna vinnuslysa að ríkar kröfur eru gerðar til þess að fylgt sé lögum og reglum um vinnuvernd. 26 Samkvæmt 13. gr. laga nr. 46/1980 skal atvinnurekandi tryggja að gætt sé fyllsta öryggis, góðs aðbú naðar og hollustuhátta á vinnustað og er þar meðal annars vísað sérstaklega til VI. kafla um vinnustaði og XI. kafla um áhættumat, heilsuvernd og heilsufarsskoðanir . Í fyrrnefnda kaflanum segir í 42. gr. að vinnustaður skuli þannig úr garði gerður að þar s é gætt fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar og hollustuhátta. Þá er í 65. gr. laganna mælt fyrir um að atvinnurekandi beri ábyrgð á að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað og að hún eigi meðal annars að fela í sér mat á áhættu, sbr. 65. gr. a laganna, og áætlun um heilsuvernd, sbr. 66. gr. þeirra. Samkvæmt 65. gr. a ber atvinnurekandi ábyrgð á að gert sé sérstakt áhættumat þar sem meta skuli áhættu í starfi með tilliti til öryggis og heilsu starfsmanna og áhættuþátta í vinnuumhverfi. Við gerð áhættumatsins skuli sérstaklega litið til starfa þar sem fyrirsjáanlegt er að heilsu og öryggi þeirra starfsmanna sem sinna þeim sé meiri hætta búin en öðrum starfsmönnum. 27 Samkvæmt 41. gr. laga nr. 46/1980 er vinnustaður samkvæmt lög un um umhverfi inn an húss eða utan þar sem starfsmaður hefst við eða þarf að fara um vegna starfa sinna. Í 17. gr. laganna er mælt fyrir um að þar sem fleiri atvinnurekendur eigi aðild að starfsemi á sama vinnustað skuli þeir og aðrir sem þar starfi sameiginlega stuðla að þ ví að tryggja góðan aðbúnað og heilsusamleg og örugg starfsskilyrði á vinnustaðnum. Ákvæði 22. gr. reglugerðar nr. 920/2006, sem sett er með stoð í 8 framangreindum lögum, eru á sama veg en þar segir jafnframt að sérhver atvinnurekandi skuli sjá til þess að vinnuaðstæður hjá eigin fyrirtæki séu þannig að öryggi og heilsa starfsmanna annarra atvinnurekenda á sama vinnustað sé einnig sem best tryggð. 28 Framburður gagnáfrýjanda um að slökkt hafi verið á öllum ljósum í hljómsveitargryfjunni eftir að kaffihléi l auk að morgni slysdagsins fær stoð í framburði hljóðfæraleikara sem gáfu vitnisburð í héraði en þeir kváðu hafa verið slökkt þar á öllum ljósum og myrkur eða mjög dimmt. Eitt vitnanna tók jafnframt fram að e ngir borðar hefð u verið á köntum hljómsveitarpall anna umrætt sinn og annað vitni kvað enga glóborða hafa verið á þeim. Við úrlausn málsins verður því lagt til grundvallar að öll ljós hafi verið slökkt í gryfjunni þegar slysið varð en skíma hafi þó borist frá inngangi og kastaralýsingu í aðalsal. Því hafi verið dimmt í gryfjunni . Að þessu gættu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður fallist á þá niðurstöðu hans að meginorsök slyssins megi rekja til myrkvunar hljómsveitargryfjunnar. Þá verður jafnframt fallist á það með héraðsdóm i að líkamstjón gagnáfrýjanda geti ekki talist fjarlæg eða tilviljanakennd afleiðing slyssins. 29 Svo sem rakið er í hinum áfrýjaða dómi og staðfest er með framburði vitna var ekki óvenjulegt að ljósamenn nýttu hlé á æfingum til þess að prófa ýmis ljós og myr kvuðu þá bæði salinn og gryfjuna að meira eða minna leyti. Vitnin gátu á hinn bóginn ekkert frekar fullyrt um ástæður þess að slökkt var á ljósum í gryfjunn i þegar gagnáfrýjandi og hljóðfæraleikarar sneru aftur þangað . Verður því engu slegið föstu um ástæð u myrkvunarinnar . 30 Í málinu liggur frammi sérstakt áhættumat starfa vegna sviðsstjórnar í Eldborg frá því í mars 2012 sem aðaláfrýjandi lét vinna. Um hljómsveitargryfju er fjallað í kafla 4.3. Þar er gerð grein fyrir aðstæðum í gryfjunni og því lýst að þega r unnið sé þar að uppstillingu sé sviðspallurinn opinn að framanverðu þar sem fallhæð sé 5,5 metrar. Þá er rakið að á óperusýningum sé einnig opið niður í gryfjuna og að þegar verið sé að opna hana þurfi að flytja mjög þung hlið. Þar sem ekkert handrið sé við stiga upp á sviðið sé beint fall frá honum niður í gryfjuna. Til að lágmarka hættu vegna þessa eru í matinu gerðar tillögur að úrbótum. 31 Á hinn bóginn er í áhættumatinu hvorki að finna útlistun á mögulegri hættu vegna ónógrar lýsingar eða skyndilegrar myrkvunar í hljómsveitargryfjunni né ábendingar um úrbætur að því leyti. Hvergi er heldur fjallað sérstaklega um hættu af þessum völdum í öryggis - og heilbrigðisáætlun aðaláfrýjanda frá því í febrúar 2013. 32 Í framburði starfsmanna aðaláfrýjanda og stefndu í héraði kom fram að það væri þekkt vandamál að ljósamenn slökktu ljós í hljómsveitargryfju og sal þegar þeir væru að prófa annan ljósabúnað sem notaður er við sýningar og að þessar aðstæður sköpuðu hættu. Óhætt þykir að slá því föstu að við þær aðstæður þ egar engin eða lítil lýsing er í hljómsveitargryfju Eldborgarsalarins geti skapast sérstök hætta fyrir 9 hljóðfæraleikara, sviðsmenn og aðra þá sem eiga erindi þangað vegna vinnu sinnar. Þá liggur fyrir að í áhættumatinu var ekki að finna greiningu á þessari áhættu og að starfsmönnum hafði ekki verið kynntir verkferlar til þess að koma í veg fyrir hana. Að því gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður fallist á þá ályktun hans að í framangreindu áhættumati og öryggis - og heilbri gðisáætlun aðaláfrýjanda hafi ekki með raunhæfum hætti verið fjallað um þá sérstöku hættu sem getur skapast í hljómsveitargryfjunni vegna ónógrar lýsingar eða skyndilegrar myrkvunar og aðgerðir til úrbóta vegna þess. Fór framkvæmd við gerð áhættumatsins þv í gegn ákvæðum 65. gr. og 65. gr. a laga nr. 46/1980 en efni þeirra er rakið hér að framan. Þá voru ekki uppfyllt þau fyrirmæli 2. mgr. 27. gr. reglugerðar nr. 920/2006 um að sú aðferð sem valin er hverju sinni við gerð áhættumats skuli vera til þess falli n að greina þá hættu sem getur verið til staðar í fyrirtækinu. Standa líkur til þess að ef farið hefði verið að framangreindum lagaákvæðum við gerð áhættumats hefði komið til skoðunar hvaða öryggisráðstafanir væri unnt að gera til að draga úr slysahættu ve gna ónógrar lýsingar eða skyndilegrar myrkvunar og jafnframt leggja fram áætlun um úrbætur. 33 Samkvæmt grein 5.2 í áðurgreindum húsaleigu - og þjónustusamningi hefur stefnda sem leigutaki rétt til að nota og hefur aðgang að öllum innréttingum, húsbúnaði, tæ kjum og öðrum búnaði sem fylgja hinum leigðu rýmum. Virðist óumdeilt að þeir hljómsveitarpallar sem áður er getið voru hluti af búnaði í eigu aðaláfrýjanda. Í málinu liggja ekki fyrir myndir af vettvangi í kjölfar slyssins og nýtur því ekki fullnægjandi ga gna um það hvort borðar hafi verið á pöllum í gryfjunni. Verða aðaláfrýjandi og stefndu sem atvinnurekendur og umráðmenn húsnæðisins og búnaðar að bera hallann af skorti á upplýsingum um þennan útbúnað. Að þessu virtu telst ósannað að á pöllunum hafi verið merkingar sem voru til þess fallnar að draga úr þeirri hættu vegna myrkvunar sem fyrir liggur að skapaðist umrætt sinn og sannað er að var meginorsök slyss gagnáfrýjanda. Aðstæður á vinnustaðnum voru því ekki með þei m hætti að gætt væri fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar í skilningi 42. gr. laga nr. 46/1980. 34 Í málinu liggur fyrir að stefnda hafði á þeim tíma sem slysið varð aðal starfsstöð í Hörpu og nýtti Eldborgarsal og hljómsveitargryfju reglulega til æfinga og tón leikhalds. Svo sem áður greinir er í 17. gr. framangreindra laga mælt fyrir um að þar sem fleiri atvinnurekendur eigi aðild að starfsemi á sama vinnustað skuli þeir og aðrir, sem þar starfi, sameiginlega stuðla að því að tryggja góðan aðbúnað og heilsusaml eg og örugg starfsskilyrði á vinnustaðnum. Ákvæði 22. gr. reglugerðar nr. 920/2006 e r á sama veg en þar segir jafnframt að sérhver atvinnurekandi skuli sjá til þess að vinnuaðstæður hjá eigin fyrirtæki séu þannig að öryggi og heilsa starfsmanna annarra atv innurekenda á sama vinnustað sé einnig sem best tryggð. Af þessum fyrirmælum leiðir að ábyrgð á því að huga að góðum aðbúnaði og öruggum starfsskilyrðum hvílir bæði á aðaláfrýjanda og stefndu og bera þau því í sameiningu ábyrgð á þeirri hættu sem skapaðist í hljómsveitargryfjunni og vanrækslu við gerð áhættumats. Leysir það stefndu ekki undan ábyrgð sinni gagnvart gagnáfrýjanda 10 samkvæmt ákvæðunum þótt samið hafi verið um það í áðurnefndum húsaleigu - og þjónustusamningi að það væri í höndum aðaláfrýjanda að sjá til þess að öryggiskerfi húsnæðisins væri þannig úr garði gert að öryggi starfsmanna væri sem best. 35 Samkvæmt öllu því sem að framan er rakið bera aðaláfrýjandi og stefnda sameiginlega skaðabótaábyrgð á líkamstjóni sem gagnáfrýjandi varð fyrir í umrætt sinn. 36 Kemur þá til skoðunar hvort gagnáfrýjandi skuli bera hluta tjóns síns sjálfur vegna eigin sakar. Hvað sem líður reynslu gagnáfrýjanda af vinnu í þessari tilteknu hljómsveitargryfju verður að leggja til grundvallar að almenn reynsla hans af störfum s em sviðsmaður á vegum stefndu hafi nýst honum við störf hans umrætt sinn. Af þeim sökum verður gagnáfrýjandi sjálfur talinn hafa sýnt af sér gáleysi með því að stíga upp á ómerkta palla í myrkvaðri hljómsveitargryfju í stað þess að leita öruggari leiða til að koma boðum til ljósamann s. Á hinn bóginn verður með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms fallist á að gáleysi gagnáfrýjanda hafi ekki verið svo stór kostlegt að heimilt sé að skerða rétt hans til bóta samkvæmt ákvæði 23. gr. a skaðabótalaga. 37 Aðaláfrýj andi telur að ákvæði 23. gr. a skaðabótalaga eigi ekki við gagnvart honum þar sem gagnáfrýjandi hafi ekki starfað fyrir aðaláfrýjanda þegar slysið varð. Í 1. mgr. 23. gr. a segir að verði starfsmaður fyrir líkamstjóni í starfi sínu skerðist ekki réttur han s til skaðabóta vegna meðábyrgðar nema hann hafi af stórkostlegu gáleysi eða ásetningi átt þátt í að tjónsatburður varð. Ákvæðið kom nýtt inn í skaðabótalög með lögum nr. 124/2009 og í athugasemdum við það k emur fram að lagt sé til að lögfest verði almenn regla um meðábyrgð starfsmanns sem verði fyrir líkamstjóni. Þá segir meðal annars: líkamstjón starfsmanns, sem hann krefur vinnuveitanda sinn um skaðabætur fyrir. Vissulega yrði þó sú oft ast raunin, þ.e. ef um væri að ræða slys í starfi hjá vinnuveitanda sem vinnuveitandi bæri ábyrgð á. Það er samt ekki ástæða til að takmarka gildissvið frumvarpsins við þessi tilvik. Ástæða þess er sú að í ýmsum starfsgreinum þurfa starfsmenn að vinna utan eiginlegs vinnustaðar síns, t.d. á öðrum vinnustað eða í húsnæði sem aðrir eiga. Ef starfsmenn verða fyrir slysi í starfi sínu utan vinnustaðar og kunna af þeim ástæðum að eiga skaðabótarétt á hendur öðrum en vinnuveitanda sínum yrði ósanngjarnt ef þeir n ástæðum er reglan ekki bundin við tilvik þar sem skaðabótakröfu vegna slysa í starfi 38 Af framangreindum lögskýringargögnum verður ráðið að sérregla 23. gr. a skaðabótalaga um meðábyrgð starfs manns á eigin líkamstjóni skuli túlkuð það rúmt að hún nái til þeirra aðstæðna þegar starfsmaður verður fyrir tjóni í starfi sínu, óháð því hvort það er vinnuveitandi hans sem ber ábyrgð á tjóninu. Verður því ekki fallist á það með aðaláfrýjanda að ákvæði ð eigi ekki við um kröfu gagnáfrýjanda á hendur honum. 11 39 Með vísan til alls framangreinds verður viðurkenningarkrafa gagnáfrýjanda tekin til greina svo sem nánar greinir í dómsorði. 40 Aðaláfrýjanda og stefndu verður óskipt gert að greiða gagnáfrýjanda málskostn að í héraði eins og nánar greinir í dómsorði. 41 Allur gjafsóknarkostnaður gagnáfrýjanda fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði eins og nánar greinir í dómsorði , þar með talin þóknun lögmanns hans sem tilgreind er án virðisaukaskatts í samræmi við venju. 42 Að aláfrýjanda og stefndu verður óskipt gert að greiða gagnáfrýjanda málskostnað fyrir Landsrétti, eins og nánar greinir í dómsorði, sem renni í ríkissjóð. Dómsorð: Viðurkennd er sameiginleg skaðabótaskylda aðaláfrýjanda, Hörpu tónlistar - og ráðstefnuhúss ohf., og stefndu, Sinfóníuhljómsveitar Íslands, vegna líkamstjóns gagnáfrýjanda, A , vegna slyss í hljómsveitargryfju í Eldborgarsal Hörpu tónlistar - og ráðstefnuhús s að morgni 22. maí 2013. Aðaláfrýjandi og stefnda greiði óskipt gagnáfrýjanda 3.000.000 króna í málskostnað í héraði. Aðaláfrýjandi og stefnda greiði óskipt gagnáfrýjanda 1.178.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti sem rennur í ríkissjóð. Allur gjaf sóknarkostnaður gagnáfrýjanda fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hans , Einars Gauts Steingrímsssonar, 950.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 19. maí 2021 Mál þetta var höfðað með stefnu birtri 10. maí 2019 og dó mtekið að lokinni aðalmeðferð 12. maí sl. Stefnandi er A , , Reykjavík. Stefndu eru Harpa, tónlistar - Austurbakka 2 , Reykjavík. Við upphaf aðalmeðferðar málsins ákvað dómari, með vísan til 1. mgr. 31. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála eins og greininni var breytt með 4. gr. laga nr. 78/2015, að skipta sakarefni málsins þannig að fyrst yrði leyst úr skaðabótas kyldu stefndu, en í málinu krefst stefnandi þess að stefndu greiði sér óskipt 16.449.172 krónur með nánar tilteknum vöxtum. Í samræmi við þessa skiptingu sakarefnisins krefst stefnandi, í þessum þætti málsins þess að viðurkennd verði sameiginleg skaðabótas kylda stefndu vegna líkamstjóns sem hann hlaut í hljómsveitargryfju í Eldborgarsal Hörpu, tónleika - og ráðstefnuhúss, að morgni 22. maí 2013. Hann krefst einnig málskostnaðar. Stefndu krefjast aðallega sýknu, en til vara að sök verði skipt. Þau krefjast ei nnig málskostnaðar. Mál þetta var upphaflega einnig höfðað gegn fjármála - og efnahagsráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins en við fyrirtöku 31. október sl. féll stefnandi frá öllum kröfum gegn þeim aðila. Helstu ágreiningsefni og yfirlit málsatvika 12 Í þe ssum þætti málsins deila aðilar um skaðabótaskyldu stefndu vegna þess vinnuslyss sem vísað er til í kröfugerð stefnanda. Atvik viðvíkjandi aðdraganda slyssins eru í meginatriðum upplýst og óumdeild nú að lokinni aðalmeðferð málsins. Stefndu hafa haldið til streitu mótmælum sínum við matsgerð B læknis og C lögmanns þar sem stöðuleikapunktur stefnanda var talinn vera 1. júní 2014, tímabil tímabundins atvinnutjóns og þjáninga frá slysdegi til þess dags, varanlegur miski 18 stig, varanleg örorka 22% og læknisfr æðileg örorka 18%. Með hliðsjón af skiptingu sakarefnisins og kröfum aðila í þessum þætti málsins er ekki ástæða til að reifa frekar téða matsgerð eða önnur læknisfræðileg gögn sérstaklega, en ekki er dregið í efa af hálfu stefndu að umrætt slys stefnanda hafi haft í för með sér einhverjar varanlegar afleiðingar fyrir stefnanda og fjárhagslegt tjón. Stefnandi er fæddur árið og var því ára á slysdegi. Hann er lærður smiður og hóf árið störf hjá stefnda Sinfóníunni, fyrst sem ráðsmaður og síðar sem sviðsmaður eða sviðsstjóri. Slys stefnanda 22. maí 2013 varð á æfingu sinfóníuhljómsveitarinnar í hljómsveitargryfju undir stóra sviðinu í Eldborgarsal tónleika - og ráðstefnuhússins Hörpu sem rekið er af stefnda Hörpunni. Í málinu liggja fyrir nokkrar lýsingar á atvikinu, meðal annars lýsing Vinnueftirlitsins 23. maí 2013 og lögregluskýrsla 1. júní þess árs. Með hliðsjón af því að við aðalmeðferð málsins gáfu sjónarvottar að slysinu ítarlegar skýrslur og atvik málsins teljast nú upplýst í öllum atriðum sem máli skipta þykir ekki ástæða til að rekja sérstaklega þessi gögn málsins. Frásögnum sjónarvotta af slysinu ber í flestum atriðum saman við framburð stefnanda sjálfs. Stefnandi ber þó að upp á efri pall, sem mun hafa verið í 60 cm hæð og legið samfley tt við mörk gryfjunnar og fremstu áhorfendaraðar Eldborgarsalarins, hafi ekki verið tröppur og hafi þetta verið svo vegna plássleysis í gryfjunni. Vitni sem komu fyrir dóminn töldu hins vegar líklegast að tröppur hefðu verið upp á umræddan efri pall, sem e inkum var ætlaður stjórnanda og hljóðfæraleikurum fyrstu fiðlu. Enginn treysti sér þó til að fullyrða hvort slíkar tröppur hefðu verið fyrir hendi og hvar þær hefðu þá nákvæmlega verið. Skrifleg gögn málsins, þ.á m. fyrrnefndar skýrslur Vinnueftirlitsins o g lögreglu, hafa ekki að geyma ljósmyndir sem skera úr um þetta. Þá er enn fyrir hendi ágreiningur um það að hvaða marki stefnandi hafði áður starfað sem sviðsmaður í hljómsveitargryfjunni. Vitnið Jóhann Bjarni Pálmason ljósameistari staðfesti að hann hefð i stýrt ljósum í Eldborgarsal umræddan dag en mundi hins vegar ekki eftir nánari atvikum þegar slysið varð. Hann staðfesti einnig að hafa í umrætt sinn verið að störfum með Birni Bergsteini Guðmundssyni ljósameistara sem verktaki fyrir Íslenska dansflokkin n en téður Björn var ekki í Eldborgarsalnum þegar slysið varð. Umræddan dag var sinfóníuhljómsveitin við æfingu á undirleik við balletverk og mun þetta hafa verið fyrsta æfing hljómsveitarinnar í hljómsveitargryfjunni vegna þessa verks. Samkvæmt framburði stefnanda var hljómsveitin nokkuð stór í umrætt sinn, eða um 70 til 80 manns, og þurfti því að nýta pláss í gryfjunni vel. Hafði verið komið fyrir pöllum, misháum fyrir mismunandi hljóðfæri, þ.á m. áðurnefndum samfelldum palli í 60 cm hæð sem lá með fram m örkum gryfjunnar og fyrstu áhorfendaraðar Eldborgarsalarins. Ekki er um það deilt að helsta lýsingin í gryfjunni var af ljósum áföstum nótnastatífum. Umrædd ljós voru tengd með snúrum í rafkerfi hússins og því einnig stjórnað af ljósakerfi þess. Á vettvang i sáust blá öryggisljós en samkvæmt framburði sjónarvotta sem komu fyrir dóminn var ekki kveikt á þeim. í salnum. Þeir sem staðsettir voru í gryfj unni, þ.á m. stefnandi, voru ekki í fjarskiptasambandi við ljósamann en hins vegar bar skýrslum fyrir dómi saman um að yfirleitt hefði verið hægt að ná sambandi við ljósamann með köllum og hrópum. Munu slík samskipti við ljósamann hafa verið alvanaleg þega r um var að ræða æfingar hljómsveitarinnar á sviðinu. Í munnlegum skýrslum kom fram að starfsmenn stefnda Hörpunnar hefðu haft með höndum að koma hinum stærri pöllum fyrir, en sviðsmenn stefnda Sinfóníunnar, þ.á m. stefnandi, hefðu raðað upp stólum, nótnas tatífum og stökum pöllum fyrir hljóðfæraleikara, þ.á m. þeim palli sem stefnandi notaði fyrir uppstig þegar slysið varð og ætlaður var hörpuleikara. Slysið varð síðla morguns að loknu kaffihléi hljómsveitarinnar þegar stefnandi gekk inn í hljómsveitargryf juna ásamt hljóðfæraleikurum. Samkvæmt framburði vitna var þá nokkur hluti 13 hljóðfæraleikara þegar kominn inn í gryfjuna. Var því ekki um það að ræða að umferð hljóðfæraleikara væri sérstaklega stýrt inn í gryfjuna. Verður ráðið af framburði vitna að þetta hafi heldur ekki verið tíðkanlegt á æfingum hljómsveitarinnar heldur hafi hljóðfæraleikarar getað mætt í sal eftir eigin hentugleikum. Ekki er um það deilt að þegar stefnandi kom inn í gryfjuna voru ljós slökkt, bæði í salnum og í gryfjunni. Ástæða þess að salurinn var myrkvaður liggur ekki fyrir með vissu en vitni báru fyrir dómi salinn að meira eða minna leyti. Einhver skíma mun hafa borist út úr stigagangi þar sem gengið var inn í gryfjuna og smávægilegt birta mun einnig hafa borist úr Eldborgarsalnum sjálfum. Stefnandi kveðst hafa ætlað að bregðast við þessum aðstæðum með því að stíga upp á efri pall, næst fremstu áhorfendaröð Eldborgarsalarins, og koma ti l ljósamanns boðum um að kveikja tafarlaust ljós. Til þess hafi hann fyrst stigið upp á lægri pall sem ætlaður var hörpuleikara. Í stað þess að stíga upp á efri pallinn hafi hann runnið á brún pallsins og rekið hægra hné í brúnina. Samkvæmt munnlegum skýrs lum er hæð efri pallsins 60 cm, en hæð lægri pallsins, sem stefnandi reyndi að nota sem uppstig, liggur ekki fyrir með vissu. Skýrslum ber þó saman um að sá pallur hafi verið ætlaður hörpuleikara og það lágur að ekki hafi verið gert ráð fyrir sérstöku upps tigi á hann. Samkvæmt gögnum málsins var stefnandi fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar eftir slysið. Svo sem áður greinir er ekki, með hliðsjón af sakarefni þessa þáttar málsins, ástæða til að reifa frekar meðferð stefnanda eða önnur læknisfræðileg atriði þess. Við upphaf aðalmeðferðar málsins gekk dómari á vettvang ásamt lögmönnum aðila, stefnanda og að viðstöddum Eyþóri Árnasyni, sviðsstjóra stefnda Hörpu, tónleika - og ráðstefnuhúss ohf. Þá gáfu munnlega skýrslu stefnandi auk eftirfarandi: Una Eyþó rsdóttir, mannauðsstjóri stefnda Sinfóníunnar, Sigþór J. Guðmundsson, verkefnastjóri stefnda Sinfóníunnar, Björn Bergsteinn Guðmundsson ljósameistari, Jóhann Bjarni Pálmason ljósameistari, Eyþór Árnason, sviðsstjóri stefnda Hörpunnar, Lilja Valdimarsdóttir , hornleikari og fyrrverandi starfsmaður stefnda Sinfóníunnar, Kristján Matthíasson, fiðluleikari og starfsmaður stefnda Sinfóníunnar, og Jósef Ognibene, hornleikari og starfsmaður stefnda Sinfóníunnar. Helstu málsástæður og lagarök aðila Stefnandi byggir kröfu sína á því að vinnuveitandi hans, stefndi Sinfónían, annars vegar og húseigandi, stefndi Harpan, beri ábyrgð á tjóni hans samkvæmt almennu skaðabótareglunni. Krafan gegn stefnda Hörpunni er á því byggð að fyrirkomulagi búnaðar í Eldb orgarsal Hörpu og hljómsveitargryfju hafi verið ábótavant, vanrækt hafi verið að leggja mat á áhættuþætti samfara notkun hljómsveitargryfju og gera öryggisáætlun í því sambandi, sbr. lög nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og regl ur settar samkvæmt þeim. Einnig er á því byggt að stefndi Harpan hafi vanrækt skyldur sínar sem atvinnurekandi á vinnustað þar sem fleiri en einn atvinnurekandi eru með starfsemi, sbr. 17. gr. laga nr. 46/1980. Í þessu sambandi er bent á ónóga lýsingu í hl jómsveitargryfju og þá staðreynd að engir glóborðar hafi verið notaðir til að bregðast við lítilli lýsingu. Því er mótmælt að kveikt hafi verið á bláum ljósum þegar slysið varð. Þá er því einnig mótmælt að tröppur hafi verið fyrir hendi þannig að stefnandi hafi átt kost á öruggari leið upp á áðurlýstan pall. Vísað er til þeirrar niðurstöðu í skýrslu Vinnueftirlitsins að vanrækt hafi verið að gera skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði varðandi þennan verkþátt, sbr. VIII. kafla reglugerðar nr. 920/2006 og það að engin vinnutilhögun hafi legið fyrir varðandi verk sem þetta þannig að sem minnst hætta stafaði af. Að því er varðar stefnda Sinfóníuna byggir stefnandi á því að um sé að ræða vinnuveitanda stefnanda sem borið hafi að tryggja fyllsta öryggi starfs manns síns, meðal annars þannig að brugðist væri við vanrækslu stefnda Hörpunnar í því efni, sbr. m.a. 42. gr. laga nr. 46/1980. Stefnandi vísar til þess að þessi stefndi hafi ekki gripið til neinna sérstakra ráðstafana í þessu efni og vísi alfarið til áby rgðar stefnda Hörpunnar. Þá fari á milli mála hvort fyrir hendi hafi verið öryggisfulltrúi og öryggisnefnd af hálfu stefnda Sinfóníunnar. Samhæfing starfsmanna, svo sem þeirra sem komu að ljósamálum og höfðu umsjón með sviði, hafi verið engin, og hafi þess i stefndi þar af leiðandi einnig brotið gegn áðurnefndri 17. gr. laga nr. 46/1980. 14 Stefnandi telur að sakarmat eigi að vera strangt og liggi fyrir sök eigi að slaka á kröfum um orsakasamband eða snúa sönnunarbyrði í því efni við. Sjónarmiðum stefndu um eig in sök er mótmælt; í öllu falli bent á að eigin sök geti aldrei talist stórkostleg þannig að til greina komi að skerða bætur á þeim grundvelli. Hann vísar einkum til laga nr. 46/1980 og reglna settra á grundvelli þeirra, þ.á m. skyldu stefndu samkvæmt 42. gr. laganna. Af hálfu stefnda Sinfóníunnar er á því byggt að slys stefnanda verði ekki rakið til saknæmrar háttsemi stefnda eða starfsmanna sem hann beri ábyrgð á. Í fyrsta lagi er vísað til þess að slysið verði fyrst og fremst rakið til eigin sakar stefna nda sjálfs eða óhappatilviljunar. Er í því sambandi vísað til reynslu stefnanda sem sviðsmanns eða sviðstjóra, hlutverks hans við að stilla upp og hafa umsjón með sviði og einnig þess að stefnandi hafði unnið í hljómsveitargryfjunni áður. Í stað þess að hi nkra eftir að ljós yrðu kveikt og/eða biðja hljómsveitarmeðlimi að hinkra við í umrætt sinn hafi stefnandi reynt að klifra upp á pallinn. Er einnig á það bent að stefnandi hafi átt þess kost að nýta öruggari leið upp á pallinn og átt að vita um slíkar leið ir. Stefndi Sinfónían leggur í annan stað áherslu á að öryggis - og ljósamál séu í höndum stefnda Hörpunnar, bæði samkvæmt almennum reglum og leigusamningi þessara aðila. Ljósamaður hafi augljóslega ekki verið starfsmaður stefnda Sinfóníunnar eða lotið boðv aldi hans. Stefndi Harpan hafi gert áhættumat og hafi stefndi Sinfónían mátt treysta því að öryggismál væru í lagi, einnig með vísan til þess að stefndi Harpan hafi sérstakan sviðsstjóra í starfi. Sé saknæmri háttsemi til að dreifa sé hún þar af leiðandi í öllu falli ekki hjá stefnda Sinfóníunni eða mönnum sem hann beri ábyrgð á. Lýsingu og niðurstöðu í skýrslu Vinnueftirlitsins er mótmælt. Að lokum telur stefndi Sinfónían að ekki hafi verið sönnuð orsakatengsl milli ætlaðrar saknæmrar háttsemi og slyssins. Jafnvel þótt fallist væri á niðurstöðu Vinnueftirlitsins og talið að hún ætti við stefnda Sinfóníuna standi umrædd atriði í engu orsakasambandi við slys stefnanda. Varakröfu sína um skiptingu sakar byggir stefndi Sinfónían á því að um sé að ræða stórkostl egt gáleysi stefnanda í skilningi 23. gr. a í skaðabótalögum nr. 50/1993, með síðari breytingum. Stefnandi hafi þannig farið út fyrir starf sitt og jafnframt mátt gera sér vel grein fyrir hættunni. Af hálfu stefnda Hörpunnar er að meginstefnu vísað til söm u sjónarmiða og stefnda Sinfónían um að slysið verði ekki rakið til saknæmrar háttsemi yfirhöfuð heldur fyrst og fremst eigin sakar stefnanda eða óhappatilviljunar. Einnig er mótmælt fyrrgreindri niðurstöðu Vinnueftirlitsins og mögulegri þýðingu þeirra atr iða sem þar greinir sem orsaka fyrir slysi stefnanda. Þessi stefndi leggur þó áherslu á að hann hafi ekki haft boðvald yfir stefnanda og ekki heldur boðvald yfir þeim ljósamönnum sem störfuðu í salnum í umrætt sinn. Hafi þeir starfað sjálfstætt á vegum Ísl enska dansflokksins og því ekki verið á ábyrgð stefnda Hörpunnar. Starfsmenn stefnda Hörpunnar hafi komið að uppsetningu tiltekinna palla í hljómsveitargryfju en að því loknu hafi frekari uppsetning verið á ábyrgð sviðsmanna stefnda Sinfóníunnar, þ.á m. st efnanda sem sviðsmanns. Þessi stefndi mótmælir því að hann eigi að bera ábyrgð á slysinu sem eigandi fasteignar og vísar í því sambandi til þess að öryggismál fasteignarinnar hafi verið í lagi og stefnandi hafi ekki rökstutt það að reglur hafi verið brotna r í því sambandi eða þá að slík brot hafi verið orsakir slyssins. Er í því sambandi vísað til lokaúttektar byggingaryfirvalda, áhættumats verkfræðistofu, úttektar Vinnueftirlitsins og skriflegrar öryggis - og heilbrigðisáætlunar. Varakrafa stefnda Hörpunnar um skiptingu sakar er studd sömu sjónarmiðum og áður greinir um málatilbúnað stefnda Sinfóníunnar. Niðurstaða Óumdeilt er að þegar stefnandi gekk inn í hljómsveitargryfju í tónleikasalnum Eldborg, að afloknu kaffihléi hljómsveitarinnar morguninn 22. maí 2013, voru ljós í salnum og gryfjunni að langmestu leyti slökkt, þar á meðal ljós sem viðfest voru nótnastatíf hljóðfæraleikara. Dómurinn telur ósannað að logað hafi á bláum öryggisljósum eða að endimörk palla og stigfletir hafi verið auðkennd með glóborð um, svo sem hreyft hefur verið af stefnda Hörpunni. Fyrir liggur að í umræddri gryfju var búið að koma fyrir nótnastatífum, stólum og pöllum á mismunandi hæðum, þ.á m. einum samfelldum palli í 60 cm hæð næst fyrstu áhorfendaröð Eldborgarsalarins, fyrir a.m .k. 60 manna hljómsveit. Þá er ekki um það deilt að á gólfum lá fjöldi rafmagnssnúra, meðal annars fyrir ljós á nótnastatífum hljómsveitarinnar. Mátti því vera ljóst að einhver lýsing í hljómsveitargryfjunni, t.d. lýsing frá nótnastatífum, var nauðsynleg t il þess að 15 meðlimir hljómsveitarinnar og aðrir starfsmenn gætu gengið um gryfjuna og komið sér fyrir án hættu fyrir sig og hljóðfæri sín. Ekki er um það deilt að meðal starfa stefnanda var að sjá til þess að svið hljómsveitarinnar væri hverju sinni tilbúið til æfinga eða tónleikahalds. Var því eðlilegt að stefnandi brygðist við myrkvun gryfjunnar í umrætt sinn og leitaðist við að gera umsvifalaust ráðstafanir til þess að ljós væru kveikt. Er og ekki ástæða til þess að efast um að viðbrögð stefnanda hafi haf t það að markmiði að koma boðum til aftast í salnum. Með hliðsjón af því sem fram er komið um starfsskyldur stefnanda og venjulega starfshætti hljóm sveitarinnar verður stefnanda ekki heldur gefið að sök að hafa ekki stöðvað för hljóðfæraleikara inn í salinn. Að virtum framburði stefnanda og sjónarvotta, svo og aðstæðum á vettvangi, telur dómurinn sannað slysið hafi orðið þegar stefnandi leitaðist við að stíga upp á pall í u.þ.b. 60 cm hæð, sem lá við endimörk gryfjunnar að áhorfendasætum, í því skyni að geta kallað til ljósamanns. Nánar tiltekið telur dómurinn fram komið að stefnandi hafi runnið á brún pallsins þegar hann leitaðist við að stíga upp á hann af lægri palli, sem þar hafði verið settur fyrir hörpuleikara, nálægt hægra nærhorni gryfjunnar við fremstu áhorfendaröð Eldborgarsalsins, og rekið hnéð í brún pallsins með þeim afleiðingum sem áður hefur verið gerð grein fyrir. Er þetta í öllum atrið um sem máli skiptir í samræmi við frásögn stefnanda sjálfs fyrir dóminum. Samkvæmt þessu hefur lýsing slyssins í skýrslu Vinnueftirlitsins og lögreglu ekki þýðingu enda er fram komið að þessi gögn studdust ekki við frásagnir beinna sjónarvotta að slysinu. Að mati dómsins verður að leggja til grundvallar að slysið hefði ekki orðið ef gætt hefði verið að viðunandi lýsingu í hljómsveitargryfjunni. Eins telur dómurinn að lausatök við að tryggja viðunandi lýsingu í gryfjunni hafi almennt verið til þess fallin a ð valda hættu á falli fólks á þessum stað í tónleika - og ráðstefnuhúsinu. Er þá horft til þess að ljósamaður gat ekki greint hvort fólk væri á ferðinni í hljómsveitargryfjunni og eins er ljóst að gryfjan gat verið þéttsetinn og krefjandi vinnustaður fyrir stóra hljómsveit. Er meginorsök slyssins þar af leiðandi að finna í þeirri myrkvun salarins og gryfjunnar sem áður greinir. Getur líkamstjón stefnanda ekki talist fjarlæg eða tilviljanakennd afleiðing í því sambandi. Ekki er um það deilt að myrkvun salari ns í umrætt sinn stafaði af athöfnum ljósamanns sem stjórnaði ljósum úr sal og gildir þá einu þótt téður ljósamaður hafi ekki munað eftir því með nákvæmni að hafa slökkt ljós í umrætt sinn eða hvers vegna það var gert. Í framburði vitna, bæði ljósamanna og æfingahléum, til þess að prófa og stilla ljós fyrir sýningar og slökktu þá á öðrum ljósum þannig að salurinn væri meira eða minna myrkvaður. Þótt ekki teljist sannað að ástæða myrkvunar í umrætt sinn hafi verið slík prófun liggur samkvæmt þessu nægilega fyrir að myrkvunin var síður en svo einsdæmi. Líkt og áður greinir horfði slík myrkvun hins vegar með sérstökum hætti við aðstæðum starfsmanna í hljómsve itargryfjunni. Stefndi Harpan bar almennt ábyrgð á því að umbúnaður Eldborgarsalarins og hljómsveitargryfju væri þannig úr garði gerður að öryggi starfsmanna væri tryggt, og gildir þá einu þótt um væri að ræða starfsmenn annarra fyrirtækja. Af atvikum mál sins, svo og fyrirliggjandi leigusamningi stefnda Sinfóníunnar við stefnda Hörpuna, er einnig ljóst að viðunandi lýsing í sal og hljómsveitargryfju var á forræði hins síðarnefnda þótt tíðkanlegt væri að utanaðkomandi aðilar sæju einnig um lýsingu. Þrátt fy rir þetta liggur fyrir að í skýrslu um áhættumat starfa vegna sviðsstjórnar í Eldborg frá mars 2012 og öryggis - og heilbrigðisáætlun frá febrúar 2013 var ekki á neinn raunhæfan hátt fjallað um þá sérstöku hættu sem gæti skapast í hljómsveitargryfjunni með tilliti til ónógrar lýsingar eða skyndilegrar myrkvunar. Að frátöldum áðurlýstum bláum ljósum, sem ekki logaði á í umrætt sinn, verður heldur ekki séð að stefndi Harpan hafi á þessum tíma gert aðrar ráðstafanir til að tryggja öryggi fólks í gryfjunni með t illiti til lágmarkslýsingar. Hins vegar liggur fyrir að sviðsmenn hafa síðar fengið fjarskiptatæki þannig að þeir geti náð sambandi við ljósamann, meðal annars úr hljómsveitargryfju. Að mati dómsins verður áðurlýst slys stefnanda þar af leiðandi ekki aðein s rakið til mistaka ljósamanns við lýsingu í umrætt sinn heldur einnig til vanrækslu stefnda, Hörpu, tónlistar - og ráðstefnuhúss ohf., á því að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja fyllsta öryggi í hljómsveitargryfjunni, sbr. 1. mgr. 42. gr. laga n r. 46/1980 um aðbúnað, 16 hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Ber téður stefndi skaðabótaábyrgð á umræddu slysi stefnanda vegna þessarar vanrækslu. Við aðalmeðferð málsins var því hreyft af stefnanda að samstarfsmaður hans, Sigþór J. Guðmundsson sviðsmaður , hefði sýnt af sér gáleysi með því að kalla hljómsveitarmeðlimi úr kaffihléi án þess að kanna hvort ljós í sal og hljómsveitargryfju væru örugglega kveikt. Hvað sem líður ágreiningi aðila um það hvort þessi málsástæða stefnanda sé of seint fram komin telu r dómurinn ekki sannað að ljós hafi í reynd verið slökkt þegar nefndur Sigþór kallaði hljómsveit úr kaffihléi þannig að fyrir liggi saknæm háttsemi sem stefndi Sinfónían beri ábyrgð á samkvæmt reglum um vinnuveitandaábyrgð. Er þá einkum horft til þess að þ eir hljóðfæraleikarar sem gáfu munnlega skýrslu fyrir dóminum og vitni urðu að slysinu gátu ekki fullyrt að ljós hefðu verið slökkt þegar þeir gengu inn í hljómsveitargryfjuna. Verður því ekki fallist á kröfu stefnanda gegn stefndu á þessum grundvelli. Ein s og áður greinir bar stefndi Harpan almennt ábyrgð á því að lýsing í hljómsveitargryfju væri fullnægjandi til að tryggja öryggi starfsmanna, þ.á m. starfsmanna stefnda Sinfóníunnar. Þótt á það verði fallist að stefndi Sinfónían geti ekki alfarið firrt sig skaðabótaábyrgð gagnvart stefnanda með samningi við þriðja aðila, er til þess að líta að þessi stefndi hafði enga ástæðu til þess að ætla að lýsing í umræddri hljómsveitargryfju væri með þeim hætti sem áður er lýst. Er þannig ekkert fram komið um að stjór nendur þessa stefnda hafi vanrækt að bregðast við kvörtunum eða tilkynningum starfsmanna um óviðunandi starfsaðstæður í hljómsveitargryfju. Jafnvel þótt stefnandi hafi bent á hugsanlegar brotalamir í öryggis - og eftirlitsmálum stefnda Sinfóníunnar er þar a f leiðandi ekki komið fram að úrbætur í því efni hefðu neinu breytt um það slys sem stefnandi varð fyrir. Verður stefndi Sinfónían því sýknaður af kröfu stefnanda. Á það verður fallist með báðum stefndu að stefnandi hafi sjálfur sýnt af sér gáleysi með þv í að nota lágan hljóðfærapall sem uppstig í stað þess að nota tryggari leið upp á pallinn. Er þá ekki aðeins litið til áralangrar reynslu stefnanda sem sviðsmanns og sviðsstjóra heldur einnig þess að stefnandi átti þátt í því að stilla hljómsveitinni upp í téðri gryfju og átti sem sviðsmaður að vera þar öllum hnútum kunnugur, þ.á m. hvar öruggt væri að stíga upp á efri pallinn í gryfjunni. Þótt téð gáleysi stefnanda teljist samkvæmt þessu samverkandi orsök slyssins er hér þó ekki um að ræða svo stórkostlega sök að heimilt sé að skerða rétt hans til bóta samkvæmt 23. gr. a í skaðabótalögum nr. 50/1993, sbr. 1. gr. laga nr. 124/2009. Verður því ekki fallist á varakröfu um skiptingu sakar. Eftir úrslitum málsins verður stefndi, Harpa, tónleika - og ráðstefnuhús ohf., dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn, að teknu tilliti til útlagðs kostnaðar stefnanda, 3.000.000 krónur. Athugast í því sambandi að þá hefur verið tekið tillit til tímaskýrslu lögmanns stefnanda, þar sem ekki er að finna sundurliðun með hliðsjón af skiptingu sakarefnis málsins, og virðisaukaskatts. Að öðru leyti þykir rétt að málskostnaður falli niður. Af hálfu stefnanda flutti málið Einar Gautur Steingrímsson lögmaður. Af hálfu stefnda Sinfóníunnar flutti málið Si grún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður. Af hálfu stefnda Hörpunnar flutti málið Tómas Magnús Þórhallsson lögmaður. Skúli Magnússon héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Viðurkennd er skaðabótaábyrgð stefnda, Hörpu, tónlistar - og ráðstefnuhúss ohf., vegna líkamstjóns þess sem stefnandi, A , hlaut í hljómsveitargryfju í Eldborgarsal Hörpu, tónlistar - og ráðstefnuhúss að morgni 22. maí 2013. Stefndi, Sinfóníuhljómsveit Íslan ds, er sýkn af kröfu stefnanda. Stefndi, Harpa, tónlistar - og ráðstefnuhús ohf., greiði stefnanda 3.000.000 króna í málskostnað. Að öðru leyti fellur málskostnaður niður.