LANDSRÉTTUR Dómur fimmtudaginn 22. september 2022. Mál nr. 204/2022 : A ( Þorgils Þorgilsson lögmaður ) gegn barnaverndarnefnd Reykjavíkur ( Dagmar Arnardóttir lögmaður) Lykilorð Börn. Barnavernd. Forsjársvipting. Gjafsókn. Útdráttur BR krafðist þess að A yrði svipt forsjá sonar síns á grundvelli a - og d - liða 1. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Með dómi héraðsdóms var fallist á kröfu BR. Í dómi héraðsdóms var skírskotað til forsjárhæfnismats og gagna sem fyrir lægju í málinu. Vísaði héraðsdóm ur til þess að vegna langvarandi vímuefnavanda A og erfiðleika hennar við að halda sig frá neyslu slíkra efna og sökum skorts á innsæi í eigin vanda og vanda drengsins væri afar ólíklegt að hún yrði um sinn fær um að vinna bug á þeim annmörkum sem drægju ú r hæfni hennar til að bera ábyrgð á barni. Þegar litið væri til þarfar sonar A fyrir stöðugt umhverfi taldi héraðsdómur enn fremur liggja fyrir að ekki væri unnt að beita tímabundinni vistun eða öðrum vægari úrræðum en forsjársviptingu til að tryggja velfe rð drengsins. Í dómi Landsréttar var rakið að A hefði um tíu mánaða skeið haldið sig frá vímuefnum, ef frá væri talið eitt skipti. Jafnframt lægi ekki annað fyrir en að A hefði sinnt umönnun nýfæddrar dóttur sinnar á fullnægjandi hátt. Þá hefði drengurinn, samkvæmt gögnum málsins, miklar sérþarfir og ætti við flókinn vanda að etja sem hann þyrfti hjálp við frá uppalendum og fagfólki. Með hliðsjón af forsögu A, langvarandi vímuefnaneyslu og sálræns vanda hennar þótti ekki komin nægileg reynsla á edrúmennsku hennar og frammistöðu við barnauppeldi til þess að raunhæft væri að fela henni hið vandasama og krefjandi verkefni að annast uppeldi sonar síns samhliða uppeldi og umönnun nýfæddrar dóttur sinnar. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms var því staðfest niðurstaða hans um að ekki væri forsvaranlegt að raska því mikilvæga jafnvægi sem nú hefði loks verið komið á í lífi drengsins og að hagmunir hans þyrftu að ganga framar óskum A, sbr. 1. mgr. 4. gr. barnaverndarlaga. Var staðfest niðurstaða héraðsdóms um að A var svipt forsjá sonar síns. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Jón Höskuldsson og Kristbjörg Stephensen og Gunnar Hrafn Birgisson sálfræðingur. 2 Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 8. apríl 2 022 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 28. mars 2022 í málinu nr. E - [...] /2021 . 2 Áfrýjandi krefst sýknu af kröfu stefnda um sviptingu forsjár barnsins B . Þá krefst hún málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. Jafnframt krefst hún þess að fjárhæð gjafsóknarkostnaðar í héraði verði hækkuð. 3 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms. 4 Fyrir Landsrétt hafa verið lögð nokkur ný gögn sem orðið hafa til eftir uppkvaðningu hins áfrýjaða dóms um stöðu áfrýjanda en á frýjandi fæddi stúlkubarn 2022. Kemur meðal annars fram í þeim gögnum að vel gangi hjá áfrýjanda og að starfsmenn stefnda hafi lokið könnun máls [...] 2022 á grundvelli 21. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 og telji að svo stöddu ekki þörf á frekari aðk omu barnaverndar að máli stúlkubarnsins. Niðurstaða 5 Eins og rakið er í hinum áfrýjaða dómi bera gögn málsins með sér að áfrýjandi glími við alvarlegan fíknivanda. Samkvæmt matsgerð sálfræðings, sem liggur fyrir í málinu, viðhal dið með undirliggjandi samslætti áfallastreitu - og fíkniröskunar, þunglyndi og samsettum a aðkallandi og mæli r sálfræðingurinn með fíknimeðferð samhliða meðferð við áfallastreitu. 6 Áfrýjandi hefur nú um tíu mánaða skeið haldið sig frá vímuefnum, ef frá er talið eitt skipti 26. janúar 2022 er hún mældist jákvæð fyrir bensódíazepíni. Þá liggur ekki annað fyrir en a ð hún hafi sinnt umönnun nýfæddrar dóttur sinnar á fullnægjandi hátt en starfsmenn stefnda töldu ekki tilefni til afskipta af áfrýjanda og dóttur hennar eins og áður er rakið. 7 , óstöðugleika og vanrækslu af hálfu áfrýjanda í rúm fimm ár, sem hefur haft áhrif á þroska hans o g líðan og að stöðugleiki hafi fyrst komist á í lífi hans eftir að hann fór í vistun til móðurömmu í júní 2020. Sýna málsgögn að síðan þá hafa orðið miklar framfarir hjá drengnum, sem án efa má rekja til þess að andlegum og líkamlegum þörfum hans og daglegri umönnun er nú sinnt vel og í samræmi við þarfir hans. Þrátt fyrir það er það álit starfsmanna þess skóla, sem drengurinn gengur í, að hann þurfi meira aðhald en hinn almenni skóli geti veitt honum og að þörfum hans verði betur mætt í sértæku skóla úrræði. 3 8 Þótt vel hafi gengið hjá áfrýjanda undanfarna mánuði við að halda sig frá áfengi og öðrum vímuefnum liggur fyrir að hún hefur ekki farið í langtíma fíknimeðferð en áfrýjandi hefur í gegnum tíðina verið fráhverf slíkri meðferð og ítrekað fallið í ne yslu eftir bindindi í skemmri tíma. Þá eru engin gögn í málinu um að hún hafi leitað sér viðeigandi aðstoðar við þeim sálræna vanda sem hún glímir við. Gögn sýna að hana hefur skort innsæi í samsettan vanda sinn sem greinst hefur og ítrekað komið sér hjá þ ví að nýta ýmiskonar faglegan stuðning og meðferð sem henni hefur staðið til boða. 9 Samkvæmt gögnum málsins hefur drengurinn miklar sérþarfir og á við flókinn vanda að etja sem hann þarf hjálp við frá uppalendum og fagfólki. Þar kemur fram að áfrýjanda hefu r skort innsæi í þroskastöðu drengsins og sálrænan vanda almennt, auk þess að hafa verið treg til að þiggja faglega ráðgjöf og sinna samvinnu við sérfræðinga og fleiri stuðningsaðila. Telja verður að úrvinnsla á flóknum vanda drengsins krefjist meiri færni og eljusemi af forsjáraðila en áfrýjandi hefur sýnt sig hafa til að bera. Fyrir liggur að eftir að drengurinn var vistaður utan heimilis á vegum stefnda og fékk stöðugleika í líf sitt hóf hann að sýna miklar framfarir. Mikilvægt er að raska ekki því ferli heldur hlúa að því og tryggja drengnum áfram öryggi og stöðugleika. 10 Telja verður reynslutímann frá því í janúar á þessu ári, sem áfrýjandi hefur verið óvirk í neyslu áfengis og annarra vímuefna, vera stuttan en fram kom í skýrslu matsmanns í héraði að lít a bæri til tveggja til fjögurra ára við mat á því hvort stöðugleiki væri kominn á vímuefnabindindi. Einnig telst stuttur sá tími sem áfrýjandi hefur sinnt umgengni við drenginn. Með hliðsjón af forsögu áfrýjanda, langvarandi vímuefnaneyslu og sálræns vanda hennar þykir ekki komin nægileg reynsla á edrúmennsku hennar og frammistöðu við barnauppeldi til þess að raunhæft sé að fela henni hið vandasama og krefjandi verkefni að annast uppeldi sonar síns samhliða uppeldi og umönnun nýfæddrar dóttur sinnar. 11 Með v ísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður því staðfest niðurstaða hans um að ekki sé forsvaranlegt að raska því mikilvæga jafnvægi sem nú er loks komi ð á í lífi drengsins og að hagsmunir hans þurfi að ganga framar óskum áfrýjanda, sbr. 1. mgr. 4. gr. ba rnaverndarlaga. 12 Samkvæmt framansögðu verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur um annað en gjafsóknarkostnað en um hann fer samkvæmt því sem í dómsorði segir. 13 Málskostnaður fyrir Landsrétti verður ekki dæmdur en um gjafsóknarkostnað fer samkvæmt því sem í dó msorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður um annað en gjafsóknarkostnað. Málskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður. 4 Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda, A , fyrir héraðsdómi greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, Áslaugar Láru Lárusdóttur, að fjárhæð 1.462.500 krónur. Þá greiðist úr ríkissjóði allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda fyrir Landsrétti, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, Þorgils Þorgilssonar, 1.125.000 krónur. Dómur Hérað sdóms Reykjavíkur 28. mars 2022 I. Mál þetta var þingfest 26. nóvember sl. en tekið til dóms 15. mars sl. að lokinni aðalmeðferð. Stefnandi í málinu, Barnaverndarnefnd Reykjavíkur, gerir þá kröfu að stefnda, A, verði svipt forsjá sonar síns, B, kt. sem nú er vistaður á heimili á vegum barnaverndarnefndar Reykjavíkur, sbr. a - og d - liði 1. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 Stefnda krefst þess að hún verði sýknuð af kröfu stefnanda, auk málskostnaðar úr hendi stefnda, eins og málið væri eigi gj afsóknarmál. II. Mál þetta varðar drenginn B sem er [...] gamall. Hann er greindur með einhverfu, málþroskaröskun og erfiðleika í félagslegu umhverfi. Stefnda fer ein með forsjá drengsins, en faðir hans er C. Faðirinn hefur lítið verið í lífi drengsins e n frá desember 2020 hefur hann verið að hitta drenginn með móður stefndu. Faðirinn á þrjú börn önnur auk drengsins. Fyrir liggur að faðir drengsins á langa sögu um vímuefnaneyslu en hefur leitað sér vímuefnameðferðar og sinnt vímuefnabindindi með góðum ára ngri. Hann hefur greint starfsmönnum barnaverndar frá því að hann sjái ekki fyrir sér að fá drenginn í sína umsjá en hann vilji fá umgengni við hann. Stefnda er [...] gömul og er drengurinn eina barn hennar. Stefnda hefur leigt á almennum markaði og hefur ein sinnt uppeldi drengsins en hún hefur lengst af ævi hans búið [...]. Stefnda var í góðum samskiptum við móður sína og bræður sem voru hennar helsta stuðningsnet en dregið hefur úr þeim samskiptum. Samkvæmt gögnum málsins liggur fyrir að stefnda á sér á sögu um vímuefnaneyslu og henni hefur gengið illa að halda vímuefnabindindi. Stefnda lauk meðferð á [...] 7. febrúar 2020. Hún var í endurhæfingu hjá [...] þangað til henni var vísað þaðan í júní 2020 vegna falls á vímuefnabindindi. Þá var sótt um fíkni - og áfallaráðgjafa fyrir stefndu í ágúst 2020 sem hún segir að hafi hjálpað sér. Í maí sl. var send tilvísun á [...]. Af gögnum málsins verður jafnframt ráðið að afskipti barnaverndaryfirvalda af málefnum drengsins hafi byrjað fyrir fæðingu hans, en í [.. .] var mál stefndu til meðferðar hjá Barnavernd [...] á grundvelli 30. gr. barnaverndarlaga vegna vímuefnaneyslu hennar á meðgöngu. Í gögnum málsins kemur fram að stefnda hafi mælst jákvæð á vímuefnaprófum [...] og [...] en barnaverndarnefnd [...] hafi ger t áætlun um meðferð máls á grundvelli 23. barnaverndarlaga. Stefnda fluttist með drenginn til [...] nokkrum vikum eftir að hann fæddist og voru málefni hans tilkynnt þangað og unnin á grundvelli barnaverndarlaga. Stefnda flutti frá [...] til [...] og unnu þarlend barnaverndaryfirvöld að máli drengsins. Í gögnum málsins kemur fram að barnaverndaryfirvöld hafi ítrekað haft afskipti af stefndu og uppeldisskilyrðum drengsins vegna vímuefnaneyslu hennar, heimilisofbeldis, vanrækslu og óreiðu í lífi drengsins. Stefnda fluttist aftur til Íslands í september 2018. Í nóvember 2018 fór B í sálfræðilegt mat þar sem áhyggjur voru af málþroska hans, samskiptum við aðra og tilfinningalegum erfiðleikum. Þá hafði drengurinn sýnt sjálfskaðandi hegðun og verið að slá höfði í borð, vegg eða gólf og rifið hár sitt. Stefndu mun hafa verið boðinn stuðningur á vegum Þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar til að aðstoða stefndu í uppeldishlutverki hennar. Samkvæmt gögnum málsins tók stefnda á móti starfsmanni þjónustumiðstöðvar 5 í 9 skipti en afboðaði þjónustu í 21 skipti. Mun þjónustunni þá hafa lokið án þess að tilsettum markmiðum væri náð. Tilkynning barst til Barnaverndar Reykjavíkur 4. mars 2019 um áhyggjur af drengnum í umsjá stefndu vegna vímuefnavanda hennar og vanrækslu af þeim sökum. Frá þeim tíma hefur Barnavernd Reykjavíkur unnið samfellt að máli drengsins á grundvelli barnaverndarlaga. Mál drengsins hafa verið tilkynnt alls sjö sinnum til Barnaverndar Reykjavíkur, en auk þess hafa verið gerðar tvær bakvaktarskýrslur. Í málinu liggja fyrir samtals átta áætlanir um meðferð máls samkvæmt 23. gr. barnaverndarlaga. Í niðurstöðu könnunar Barnaverndar Reykjavíkur 5. nóvember 2019 var lýst því mati starfsmanna að aðstæður drengsins í umsjá stefndu væru óviðunandi sökum vímuefna neyslu hennar. Stefnda gæti ekki eins og sakir stæðu búið drengnum tryggar og öruggar aðstæður en hann þyrfti mikinn stuðning og stöðugleika vegna frumgreiningar um þroskafrávik og einhverfu . Lagt var til að drengurinn yrði vistaður utan heimilis í tvo mán uði á meðan stefnda leitaði sér vímuefnameðferðar og sýndi fram á edrúmennsku. Auk þess þyrfti að afla upplýsinga frá barnaverndaryfirvöldum í [...] og [...] og fylgja drengnum eftir í greiningarferli í vistun hjá vistunaraðila og leikskóla. Með yfirlýsin gu dags. 8. nóvember 2019 samþykkti stefnda að drengurinn yrði vistaður utan heimilis í tvo mánuði. Þá undirritaði stefnda áætlun samkvæmt 23. gr. barnaverndarlaga 11. nóvember 2019 þar sem meðal annars kom fram að hún myndi leita sér meðferðar og viðhalda edrúmennsku en Barnavernd myndi aðstoða hana í því skyni. Var B í kjölfarið vistaður utan heimilis samkvæmt 1. mgr. 25. gr. barnaverndarlaga vegna vímuefnavanda stefndu. Á meðferðarfundi Barnaverndar 12. janúar 2020 kom fram að stefnda hefði byrjað í með ferð á [...] og að það væri mat starfsmanna að hún hefði staðið sig við þau skilyrði sem Barnavernd hefði sett henni og mikill munur væri á henni frá því áður. Stefnda undirritaði nýja meðferðaráætlun 13. janúar 2020 þar sem gert var ráð fyrir því að dreng urinn færi aftur í hennar umsjá en að henni yrði þar fylgt eftir og veittur stuðningur. Barnavernd barst hins vegar tilkynning undir nafnleynd 14. apríl um aðstæður drengsins og að mikil óregla væri á heimili stefndu. Starfsmenn Barnaverndar komu á heimil i stefndu sama dag og mátu það svo að hún væri undir áhrifum vímuefna en hún neitaði að gangast undir vímuefnapróf. Stefnda samþykkti þó að drengurinn færi til móðurömmu sinnar yfir nóttina en daginn eftir samþykkti hún vistun utan heimilis í 10 daga. Ger ð var ný meðferðaráætlun í máli stefndu 22. maí 2020. Barnavernd barst hins vegar tilkynning 1. júní 2020 um að stefnda væri fallin á vímuefnabindindi. Þegar hringt var í stefndu daginn eftir mun hún hafa greint frá því að hafa fallið á vímuefnabindindi en þó neitað að gangast undir vímuefnapróf. Mun móðuramma drengsins hafa sótt hann sama dag og drengurinn farið til hennar. Hefur drengurinn uppfrá því verið vistaður samfellt utan heimilis stefndu. Á meðferðarfundi Barnaverndar 16. júní 2020 var lagt til a ð drengurinn yrði vistaður utan heimilis í 2 mánuði til 15. ágúst 2020 á meðan stefnda sýndi fram á edrúmennsku. Stefnda samþykkti vistunina 16. júní 2020 og undirritaði meðferðaráætlun sama dag. Í júlí var tilkynnt um að stefnda sinnti ekki umgengni og 27 . júlí 2020 mældist hún jákvæð á vímuefnaprófi. Á meðferðarfundi 7. september 2020 var lagt til að drengurinn yrði vistaður í fjóra mánuði á meðan stefnda leitaði sér meðferðar. Af gögnum málsins verður ráðið að stefnda hafi samþykkt munnlega að drengurinn yrði vistaður hjá móðurömmu hennar en frá 31. ágúst til 20. október 2020 fékkst hún hvorki til að koma til viðtals né undirrita áætlanir um meðferð máls. Málefni drengsins fóru fyrir stefnanda 20. október 2020 með tillögu um fjögurra mánaða vistun utan h eimilis. Í bókun stefnanda kemur fram að stefnda samþykkti tveggja mánaða vistun utan heimilis. Af gögnum málsins verður aftur á móti ráðið að erfiðlega hafi gengið að fá stefndu til viðtals til þess að ganga frá yfirlýsingu og áætlun um meðferð máls. Ste fnda mætti loks til viðtals 6. nóvember 2020 og samþykkti vistun í tvo mánuði og áætlun um meðferð máls til fjögurra mánaða, sem rann út 10. febrúar 2021. Þar sem lítið hafði áunnist á tímabili vistunar var á meðferðarfundi þann 21. desember 2020 bókuð til laga um áframhaldandi vistun í tvo mánuði til viðbótar. Stefnda undirritaði yfirlýsingu um vistun drengsins til 20. febrúar 2021. 6 Mál drengsins var bókað á meðferðarfundi starfsmanna Barnaverndar Reykjavíkur 10. febrúar 2021 þar sem lagt var til að stefnd a samþykkti vistun í þrjá mánuði á meðan forsjárhæfnimat væri unnið. Ítrekað var reynt að ná í stefndu til þess að samþykkja vistun utan heimilis. Stefnda undirritaði yfirlýsingu 15. mars 2021 um vistun drengsins til 15. júní 2021 og áætlun um meðferð máls . Á meðan drengurinn var í vistun reyndu starfsmenn barnaverndar að framfylgja áætlun um meðferð máls og ná samvinnu við stefndu án þess að hafa erindi sem erfiði, meðal annars þar sem stefnda svaraði hvorki símtölum né heimsóknum á heimili hennar. Þá var sótt um meðferð á [...] fyrir stefndu. Þegar stefnda hafði sjálf samband við [...] og tilkynnti að hún ætti ekki við vímuefnavanda að stríða var henni bent á [...]. Tilvísun var send á [...] fyrir stefndu þann 10. maí 2021 og í samskiptum við teymisstjóra kom fram að stefnda fengi boð í matsviðtal. Samkvæmt upplýsingum frá [...]4. júní 2021 mætti stefnda hvorki í boðað matsviðtal né svaraði síma þegar reynt var að ná í hana. Erfiðlega gekk að ná sambandi við stefndu á tímabilinu fyrir utan það að hún mætti til viðtals með lögmanni sínum 16. mars 2021 þar sem hún m.a. undirgekkst vímuefnapróf. Í prófinu mældist stefnda jákvæð fyrir amfetamíni og var mælingin staðfest af rannsóknarstofu Háskóla Íslands. Málið var bókað á meðferðarfundi starfsmanna 4. júní 2021 og lögð var til áframhaldandi vistun í tvo mánuði þar sem enn var beðið eftir forsjárhæfnimati. Stefnda undirritaði 4. júní 2021 yfirlýsingu um vistun drengsins til 15. september 2021. Stefnda var hins vegar ekki til samvinnu um að undirrita áætlun um meðferð máls. apríl 2021, kemur fram að drengnum virðist almennt líða vel. Þá kemur fram að hann eigi vini og sé ræðinn um það sem hann upplifir heima við og í skólanum. Drengurinn sé vel klæddur og með gott nesti. Heimalærdómi sé sinnt og hann sé alltaf stundvís. Fram kemur að kennslustundum og fái oftast hvíld frá námi í lok dags. Hann sé áhugasamur um námið og vilji oftast vinna verkefnin sín. Þá hafi drengurinn tekið góðum fr amförum í skólafærni og skilji flestar almennar reglur varðandi vinnu og umgengni. Hvað félagsfærni varðar þá kemur fram að drengurinn fái að vera með og hann fylgi hópnum i frímínútum. Hann lendi ekki í útistöðum en skilji ekki alltaf leikreglur. Drenguri nn vilji ekki vera með í dansi og íþróttum og forðist óljósar aðstæður. Samkvæmt upplýsingum skólans voru engin samskipti milli skólans og stefndu á vorönn. Móðuramma hans væri hins vegar í reglulegum samskiptum við umsjónarkennara og hefðu samskipti allta f verið góð. Þá kemur fram að drengurinn hafi náð góðum framförum í skólafærni og virst vera ánægður í skólanum og í frístundastarfinu eftir skóla. Af gögnum málsins verður ráðið að á tímabilinu 23. janúar 2021 til 4. júní hafi stefnda ekki sinnt umgengni við drenginn þar sem hún ýmist afboðaði sig eða mældist jákvæð á vímuefnaprófi en hún hafi þó hitt barnið á heimili móður sinnar 17. mars 2021. Stefnda undirritaði ekki meðferðaráætlun sem lögð var fram 4. júní 2021 og samþykkti heldur ekki vistun drengsin s utan heimilis. Í niðurstöðu forsjárhæfnimats D sálfræðings, dags. 9. júní 2021, kemur fram að vandi stefndu sé alvarlegur og hafi verið í mörg ár. Það lýsi sér kannski best í því að málefni drengsins hafa verið til meðferðar hjá félagsþjónustu - og barna verndaryfirvöldum í [...] löndum, eða allt frá því drengurinn var í móðurkviði, og lítið hafi áunnist. Stefnda hafi mjög skert innsæi í vanda sinn og neiti að fara í afvötnun eða meðferð. Í ljósi alvarleika vandans verði því ekki séð að stefnda búi yfir na uðsynlegri eða nægjanlegri getu til að veita syni sínum fullnægjandi uppeldisskilyrði nú frekar en mörg undangengin ár og því sé mælt með áframhaldandi fósturvistun til frambúðar. Taki stefnda á vanda sínum og geti sýnt fram á lengri tíma stöðugleika sé mi kilvægt að tengslum stefndu og drengsins sé viðhaldið með reglulegri umgengni og búseta hans verði áfram hjá móðurömmu. Í upplýsingum frá talmeinafræðingi, dags. 21. júní 2021, kemur fram að drengurinn hafi sótt 26 þjálfunartíma þar sem aðaláhersla hafi ve rið lögð á útvíkkun orðaforða og málfræði. Málþroskapróf var lagt fyrir drenginn til þess að meta málþroska, þ.e. bæði málskilning og máltjáningu, og mældist hann með mjög slaka færni. Þá hafi drengurinn í tvö skipti farið í próf til þess að meta málhljóða myndun og hafi honum farið fram milli tíma. Í skýrslu talsmanns drengsins, dags. 19. september 2021, kemur meðal annars fram að drengurinn hafi verið spurður hvernig honum litist á að vera vistaður áfram utan heimilis eða hvort hann vildi vera hjá 7 móður si nni, stefndu. Svaraði drengurinn á þá leið að hann vildi vera áfram hjá ömmu sinni, þar sem hann er vistaður, og hann gæti ekki verið hjá stefndu þar sem hún væri veik. Þá kemur fram í skýrslunni að hann vilji heimsækja stefndu en ekki gista hjá henni. Í g reinargerð starfsmanna Barnaverndar Reykjavíkur, dags. 21. september 2021, kemur fram það mat að tilefni sé til að hafa miklar áhyggjur af getu stefndu til þess að annast son sinn. Áhyggjur starfsmanna eru þær hvort stefnda búi yfir vilja og getu til þess að halda vímuefnabindindi í ljósi þess að hún vilji ekki fara í afvötnun eða meðferð til þess að takast á við fíknivanda sinn. Stefnda eigi langa neyslusögu með ítrekuðum bakslögum. Hana skorti innsæi í fíknisjúkdóm sinn og þar með eigi hún mjög erfitt með að takast á við meðferð. Þá hafi stefnda glímt við félags - og tilfinningalegan óstöðugleika í mörg ár og endurtekið stofnað til sambanda með mönnum þar sem ofbeldi og vímuefnaneysla hafi verið í forgrunni. Í greinargerðinni er lýst því mati starfsmanna a ð miðað við stöðu stefndu þyki ljóst að hún eigi í miklum erfiðleikum með að mæta þörf drengsins fyrir umönnun. Drengurinn hafi verið vistaður utan heimilis í rúmlega eitt ár og á þeim tíma tekið miklum framförum, eins og upplýsingar frá talmeinafræðingi o g vistunaraðila beri með sér. Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar verði ekki annað séð en að hagsmunir drengsins séu þeir að hann verði vistaður utan heimilis til 18 ára aldurs. Vandi stefndu sé það alvarlegur og djúpstæður að hún geti ekki veitt syni sín um stöðugar og öruggar uppeldisaðstæður til frambúðar. Þá meti starfsmenn það þannig að frekari stuðningsaðgerðir megni ekki að bæta hæfni hennar til þess að sinna forsjár - og uppeldisskyldum sínum. Áframhaldandi tímabundin vistun sé andstæð hagsmunum og v elferð drengsins þar sem hann þurfi stöðugleika og að fá að vita sinn framtíðardvalarstað. Málið var tekið fyrir á fundi stefnanda 21. september 2021. Á þeim fundið var tekið undir mat starfsmanna. Var það niðurstaða stefnanda að með hliðsjón af öllum gögn um málsins og forsögu þess væru stuðningsúrræði á grundvelli barnaverndarlaga nr. 80/2002 fullreynd gagnvart stefndu og ekki væri unnt að beita öðrum og vægari úrræðum til úrbóta á uppeldisumhverfi drengsins hjá henni, sbr. 2. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Gögn málsins bæru með sér að drengurinn hefði frá fæðingu búið við óstöðugar uppeldisaðstæður í umsjá stefndu. Í niðurstöðu stefnanda segir að vandi stefndu sé djúpstæður og hún eigi langt í land með að vinna í sínum málum, sinna vímuefnabin dindi, sýna meðferðarheldni og skapa drengnum viðunandi uppeldisskilyrði í sinni umsjá. Samkvæmt því sé ljóst að skilyrði a - liðar 1. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga um sviptingu forsjár séu uppfyllt. Daglegri umönnun og uppeldi drengsins sé alvarlega ábótava nt með hliðsjón af aldri hans og þroska. Stefnda hafi ekki nýtt þau tækifæri sem henni hafi boðist til að bæta stöðu sína. Hún hafi ekki tekið á vímuefnavanda sínum með viðunandi hætti þrátt fyrir ítrekuð tækifæri og sé þannig augljóslega vanhæf til að far a með forsjá drengsins. Stefnandi telji því fullvíst að heilsu drengsins og þroska hans væri hætta búin vegna vímuefnaneyslu og breytni stefndu sé líkleg til að valda honum alvarlegum skaða, sbr. d - lið 1. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga. Drengurinn sé greind ur með einhverfurófs - og málþroskaröskun og eigi auk þess við erfiðleika í félagslegu umhverfi að etja. Hann sé á viðkvæmum aldri og í brýnni þörf fyrir stöðugleika. Með hagsmuni drengsins að leiðarljósi var það niðurstaða stefnanda að mikilvægt væri að f inna honum framtíðarheimili og umönnunaraðila þar sem öryggi hans og þroskavænlegar uppeldisaðstæður væru tryggðar. Með úrskurði stefnanda 29. september 2021 var kveðið á um að B skyldi vistaður á heimili á vegum stefnanda í tvo mánuði á grundvelli b - liðar 1. mgr. 29. gr. barnverndarlaga. Þá var borgarlögmanni falið að annast fyrirsvar og gera kröfu um að stefnda yrði svipt forsjá drengsins, sbr. a - og d - lið 1. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga. Málið var tekið til úrskurðar á grundvelli 1. mgr. 27. gr. laganna þar sem samþykki stefndu fyrir vistun drengsins utan heimilis lá ekki fyrir meðan forsjársviptingarmál var rekið fyrir dómstólum. Í læknisvottorði sem fyrir liggur í málinu kemur fram að stefnda hafi innritast í grunnmeðferð [...] 14. mars 2022 og hún haf i lokið meðferðinni 14. febrúar með 100% mætingu, auk þess sem gott samstarf hafi verið við áfengis - og vímuefnaráðgjafa. Stefnda hafi innritast í meðferðarhóp [...] 17. febrúar 2022 og mætt í það skipti en síðan fengið Covid 19. Þá kemur fram að stefnda h afi gengist undir vímuefnapróf 30. desember 2021, 12. janúar 2022 og 3. febrúar 2022 og mælst neikvæð á þeim prófum. 8 Í síðari skýrslu talsmanns drengsins, E, dags. 9. mars 2022, kom fram að honum þætti gott að vera hjá ömmu sinni og að hann vildi vera þar áfram en hann væri ánægður með að hitta mömmu sína. Stefnda gaf aðilaskýrslu fyrir dóminum við aðalmeðferð og kvaðst hafa verið edrú síðan í nóvember sl. Hún sé nú með barni og kveður hún það hafa verið ætlun sína að verða ófrísk en hún sé nú gengin 20 v ikur. Aðspurð hvort hana skorti innsæi í fíkniefnavanda sinn kveður hún rétt að svo hafi verið þegar hún fór í sína fyrstu vímuefnameðferð árið 2020. Það hafi hins vegar breyst og hún geri sér nú grein fyrir vanda sínum og að hún þurfi á aðstoð á halda. St efnda kvaðst enn fremur þiggja aðstoð Barnaverndar ef svo færi að ekki yrði fallist á forsjársviptingu. Stefnda kvaðst gjarnan vilja fá son sinn aftur, hún saknaði hans og vildi búa honum gott líf. Um húsnæðisaðstæður sínar sagði stefnda að hún hefði sliti ð sambandi við barnsföður sinn um miðjan janúar en hún byggi nú hjá [...]. Hún sæi ekki fyrir sér samband með föður barnsins sem hún gengur með þar sem hann væri ekki edrú. Stefnda kvaðst sækja dagsmeðferð hjá [...] en hún hefði aldrei látið leggja sig inn vegna meðferðar í langan tíma. Stefnda lýst því fyrir dómi að hún teldi sig ekki þurfa á slíkri meðferð að halda. Aðspurð um það hvað ylli því að hún hefði fallið ítrekað á vímuefnabindindi sagði stefnda að það mætti rekja til aðstæðna, fólks og tilfinni nga. Hún hefði þá upplifað sig vanmáttuga gagnvart umhverfinu, sem áreitti hana. Stefnda kvaðst hafa verið byrjuð í áfallameðferð hjá [...] en [...] hefði hætt meðferðinni þegar vitneskja barst um að stefnda væri aðili barnaverndarmáls. Um það hvers vegna hún hefði ítrekað neitað að taka vímuefnapróf sagði stefnda ástæðuna ef til vill vera þá að hún hefði verið hrædd um að mælast jákvæð. Stefnda kvaðst ekki vita hvaða úrræði myndu nýtast henni best. Hún teldi sig hins vegar vera góða móður þegar hún væri í lagi. Aðspurð hvers vegna umgengni við drenginn hefði fallið nokkrum sinnum niður kvaðst stefnda hafa verið kvíðin þar sem hún hefði átt að hitta drenginn undir eftirliti. Um styrkleika sína kvaðst stefnda vera kærleiksrík móðir og skipulögð í fjármálum. A ð því er varðaði veikleika sína sagðist stefnda hafa verið að fást við áfallastreituröskun þegar drengurinn fæddist og hún hefði átt erfitt með að vinna úr því. Vitnið F, starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur, lýsti því fyrir dómi að fyrsta tilkynningin se m Barnavernd barst um aðstæður drengsins hefði komið í mars 2019 en í kjölfarið hefðu borist fleiri tilkynningar um vímuefnaneyslu móður og vanrækslu drengsins. Vitnið kvaðst hafa brugðist við með því að ræða við Þjónustumiðstöð og leikskóla drengsins en s tarfsfólk þar hefði lýst miklum áhyggjum af drengnum og aðstæðum móður. Vitnið kvaðst hafa reynt að fá vímuefnapróf hjá stefndu en stefnda hefði neitað að gangast undir það. Síðan hefði komið tilkynning um vímuefnaneyslu stefndu sem hefði orðið til þess dr engurinn var tekinn af heimilinu. Stefnda hefði verið í afneitun og greint frá því að hún hefði aldrei átt við vímuefnavandamál að stríða og að tilkynningar mætti rekja til eineltis vinkonu í hennar garð. Þá hefði mikil óreiða verið á heimilinu og aðstæður hefðu ekki verið góðar fyrir barn. Starfsmenn [...], stuðningsúrræðis, hefðu heimsótt stefndu og greint frá því að drengurinn, sem þá var [...], hefði verið algerlega afskiptur á heimilinu og gert alla hluti sjálfur. Drengurinn hefði á þessum tíma verið i lla talandi og erfitt hefði verið að skilja hann. Leikskólinn hefði veitt honum stuðning en stefnda hefði hins vegar mætt seint og illa á leikskólann og drengurinn hefði því oft orðið af þessum stuðningi. Vitnið kvað leikskólann hafa greint frá því að mikl ar breytingar hefðu orðið á högum drengins eftir að hann fór í vistun hjá móðurömmu. Aðspurð hvers vegna stefnda hefði ekki undirritað tvær þeirra meðferðaráætlana sem fyrir liggja í málinu kvað vitnið það hafa verið vegna þess að hún hefði ekki viljað þi ggja stuðninginn. Vitnið kvað það vera mat starfsmanna Barnaverndar að stefndu skorti verulega innsæi í vímuefnavanda sinn. Hún hefði afneitað vanda sínum og ítrekað neitað langtímameðferð. Stefnda hefði veitt þær skýringar að hún væri ekki á sama stað og fólk á [...] og hún vildi ekki fara þangað. Stefnda hefði ekki heldur viljað þiggja sálfræðiviðtöl eða stuðning vegna áfallastreituröskunar. Hún hefði lítið komið til móts við viðleitni Barnaverndar til að halda umgengni og ítrekað neitað að gangast undir vímuefnapróf eða eiga umgengni undir eftirliti. Þetta hefði orðið til þess að frá janúar 2021 til september sama ár hefði stefnda aldrei hitt drenginn í umgengni. Vitnið kvað samskiptin við stefndu öðru fremur einkennast af því að hún væri ekki til samvinn u um stuðningsúrræði til að fá drenginn til sín. Frá því að drengurinn hefði verið vistaður frá henni í júní 2020 hefði stefnda hvorki sótt meðferð né nýtt sér stuðningsúrræði í boði. Stefnda hefði sinnt 9 drengnum vel þegar umgengni hefði átt sér stað undir eftirliti. Sú hefði hins vegar ekki verið raunin þegar umgengni hefði verið án eftirlits hjá móðurömmu. Vitnið kvað það vera mat sitt og annarra eftir að hafa annast meðferð málsins í þrjú ár að stefnda hefði skerta forsjárhæfni. Drengurinn hefði aftur á móti þörf fyrir umönnunaraðila með aukna forsjárhæfni og mjög varhugavert væri að drengurinn færi aftur til stefndu í ljósi hæfni hennar, fyrri sögu og þess að stefnda muni brátt þurfa annast ungbarn einnig. Vitnið G, starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur , kvaðst fyrst hafa komið að málinu í janúar á þessu ári. Vitnið kvað samskipti við móður að mestu leyti hafa gengið vel en þó hefði borið á ójafnvægi í tölvupóstsamskiptum. Vitnið kvaðst hafa sett fram beiðni um forgang í félagslegt húsnæði fyrir stefndu en málið hefði tafist þar sem stefnda hefði verið með ákveðnar kröfur um staðsetningu. Vitnið kvaðst hafa komið á heimili móðurömmu og lýsti aðstæðum þar góðum. E, talsmaður barnsins, lýsti því fyrir dóminum að eins og fram kæmi í skýrslum hennar frá 19. september 2021 og 9. mars sl., sem liggja fyrir í málinu, þá hefði drengurinn viljað vera áfram hjá móðurömmu sinni. Hann ætti við málerfiðleika að stríða og hann hefði teiknað sig inni í húsi ömmu sinnar. Að mati talsmannsins væri vilji drengsins skýr hva ð þetta atriði varðaði. Þá vildi drengurinn gjarnan umgangast stefndu meira en hann hefði gert hingað til. Vitnið D sálfræðingur, sem annaðist gerð forsjárhæfnimats í málinu, kvað stefndu hafa mætt stopult til sín en samskiptin hefðu verið góð þegar hún mæ tti. Hún hefði þó stundum verið illa áttuð og greinilega undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Vitnið kvað stefndu eiga sér langa sögu um neyslu og mikill óstöðugleiki hefði einkennt líf hennar. Styrkleiki hennar væri fólginn í því að henni þætti vænt um dre nginn og hún væri ágætlega greind þannig að hún gæti tileinkað sér nýja hluti. Ástæðu þess hversu illa það gengi mætti rekja til skorts á innsæi hennar í alvarleika fíknivanda og kvíða fyrir því að sækja sér aðstoð, meðal annars í formi inniliggjandi meðfe rðar. Vitnið kvað drenginn búa við tryggar aðstæður á heimili móðurömmu og að móðuramma hans hefði gott innsæi í þarfir drengsins. Aðspurður um þörf stefndu á stöðugleika til að geta axlað uppeldishlutverk sitt lýsti vitnið því þannig að hann teldi stefnd u þurfa að halda sig frá vímuefnum í tvö til þrjú ár og sinna umgengni við drenginn á þeim tíma. Í ljósi tíðra bakslaga stefndu og djúpstæðs fíkniefnavanda væru það algerlega hagsmunir drengsins að búa áfram við tryggt umhverfi hjá móðurömmu sinni. III. Málsástæður stefnanda Stefnandi byggir kröfu sína um forsjársviptingu á því að ákvæði a - og d - liða 1. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga séu uppfyllt í málinu. Það sé mat stefnanda, með hliðsjón af gögnum málsins og forsögu, að fullvíst sé að líkamlegri og and legri heilsu drengsins sé hætta búin fari stefnda með forsjá hans. Stefnandi telur að stuðningsaðgerðir á grundvelli laganna dugi ekki til að tryggja öryggi drengsins og fullnægjandi uppeldisskilyrði hans til frambúðar á heimili stefndu. Stefnda sé óhæf ti l að fara með forsjá drengsins og veita honum það öryggi, skjól og umhyggju sem ætlast sé til að foreldri veiti barni sínu og ætla verði að honum sé nauðsynlegt til að ná að þroskast og dafna með eðlilegum hætti. Ítrekað hafi verið reynt að aðstoða stefndu á víðtækan hátt, málefni drengsins hafi verið til meðferðar á grundvelli barnaverndarlaga með hléum frá árinu [...]. Nú hafi afskipti barnaverndaryfirvalda staðið samfellt frá mars 2019. Þá telur stefnandi að gögn málsins sýni svo ekki verði um villst að daglegri umönnun og uppeldi drengsins verði stefnt í verulega hættu fari stefnda með forsjá hans. Stefnandi telur fullvíst að líkamlegri og andlegri heilsu og þroska drengsins sé hætta búin fari stefnda með forsjá hans sökum þess að stefnda sé augljóslega vanhæf til þess, svo sem vegna djúpstæðs vanda stefndu og vímuefnaneyslu, auk þess sem breytni stefndu sé líkleg til að valda drengnum alvarlegum skaða. Drengurinn, sem hefur búið við alvarlega vanrækslu í umsjá stefndu í langan tíma og sætt vistun utan heimilis stefndu samanlagt í rúmt ár, er að mati stefnanda í brýnni þörf fyrir stöðugleika. Daglegri umönnun og uppeldi drengsins hafi verið alvarlega ábótavant um langt skeið. 10 Að mati stefnanda hafi verið leitast við að eiga eins góða samvinnu við stefnd u um málið og aðstæður hafi leyft. Þá hafi verið leitast við að beita eins vægum úrræðum gagnvart stefndu og unnt hafi verið hverju sinni. Stefnandi telur stuðningsaðgerðir fullreyndar í því skyni að bæta forsjárhæfni stefndu og ekki sé unnt að beita öðrum og vægari úrræðum til úrbóta á uppeldisumhverfi drengsins hjá stefndu, sbr. 2. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga. Stefnda eigi langa sögu um neyslu vímuefna og hafi ítrekað fallið á vímuefnabindindi. Þá hafi stefnda ekki nýtt þau tækifæri sem henni hafa boð ist til að bæta stöðu sína. Með vísan til niðurstöðu fyrirliggjandi forsjárhæfnimats og umfangsmikils stuðnings sem stefnda hefur fengið í gegnum árin, án þess að það hafi skilað tilætluðum árangri, telji stefnandi því fullvíst að heilsu drengsins og þrosk a hans sé hætta búin og að breytni stefndu sé líkleg til að valda honum alvarlegum skaða, sbr. d - lið 1. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga. Með hagsmuni drengsins að leiðarljósi og með tilliti til viðkvæms aldurs hans telur stefnandi að mikilvægt sé að finna d rengnum framtíðarheimili og umönnunaraðila þar sem öryggi hans og þroskavænlegar uppeldisaðstæður séu tryggðar. Þá verði ekki horft fram hjá afstöðu drengsins til framtíðardvalarstaðar en í störfum sínum skuli barnaverndaryfirvöld taka tillit til sjónarmið a og óska barna eftir því sem aldur þeirra og þroski gefur tilefni til, sbr. 2. mgr. 4. gr. barnaverndarlaga og 1. tl. 12. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Með vísan til alls þessa er það mat stefnanda að það þjóni hagsmunum drengsins best að þeim stöðugleika sem kominn er á verði ekki raskað enda sé það í fullu samræmi við meginreglu barnaverndarlaga, sbr. 3. mgr. 4. gr. laganna, um að barnaverndarstarf skuli stuðla að því að stöðugleiki ríki í uppvexti barna. Krafa stefnanda byggir á því að of mikil og óforsvaranleg áhætta felist í því að láta stefndu fara með forsjá sonar síns. Önnur barnaverndarúrræði en forsjársvipting séu því ekki tæk nú, en brýna nauðsyn beri til að skapa drengnum til frambúðar það öryggi og umönnun sem hann eigi rétt á að búa við lögum samkvæmt. Stuðningsúrræði sem stefnandi hefur yfir að ráða hafi ekki megnað að skapa drengnum þau uppeldisskilyrði sem hann eigi skýlausan rétt til hjá stefndu. Að mati stefnanda hafi vægustu ráðstöfunum ávallt verið beitt til að n á þeim markmiðum sem að er stefnt og er krafa stefnanda sett fram samkvæmt fortakslausu ákvæði 1. mgr. 4. gr. barnaverndarlaga. Meðalhófsreglunnar hafi verið gætt í hvívetna við meðferð málsins og ekki gripið til viðurhlutameiri úrræða en nauðsyn hafi veri ð. Stefnandi vísar til þess að það séu frumréttindi barna að búa við stöðugleika í uppvexti og þroskavænleg skilyrði. Það sé almenn skylda foreldra, sem lögfest er í 2. mgr. 1. gr. barnaverndarlaga, að sýna börnum virðingu og umhyggju, auk þess sem óheimil t sé með öllu að beita börn ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi. Forsjárréttur foreldra takmarkist af þeim mannréttindum barna að njóta forsvaranlegra uppeldisskilyrða. Þegar hagsmunir foreldris og barns vegast á vegi hagsmunir barnsins, hvað því er f yrir bestu, þyngra á vogarskálunum. Þessi regla sé grundvallarregla í íslenskum barnarétti og komi einnig fram í þeim alþjóðlegu sáttmálum sem Ísland er aðili að. Hinu opinbera sé og skylt að veita börnum vernd svo sem fyrir er mælt um í stjórnarskrá lýðve ldisins Íslands nr. 33/1944, barnaverndarlögum nr. 80/2002 og ákvæði samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sbr. lög nr. 19/2013. Þá eigi reglan sér einnig stoð í 2. mgr. 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, og í Alþjóðasamn ingi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, sbr. lög nr. 10/1979. Málsástæður stefndu Stefnda byggir sýknukröfu sína á því að skilyrði a - liðar 1. mgr. 29. gr. laga nr. 80/2002 séu ekki uppfyllt, þ.e. að daglegri umönnun, uppeldi eða samskiptum foreldra og barns sé alvarlega ábótavant með hliðsjón af aldri þess og þroska. Í gögnum málsins sé ekkert að finna sem bendi til þess að stefnda sé óhæf samkvæmt ákvæðinu. Einu rökin sem stefnandi byggi á séu áhyggjur Barnaverndar af þroskaframvindu drengsins, en ljóst sé að hann fékk greiningu fyrir aðeins tveimur árum, og stefnda hafi lítið fengið að annast hann og kynna sér þær greiningar sem hann sé með. 11 Það er mat stefndu að skilyrði a - liðar 1. mgr. 29. gr. laganna sé ekki uppfyllt í málinu þar sem það verði að teljast algjört skilyrði fyrir forsjársviptingu að það liggi fullkomlega ljóst fyrir að daglegri umönnun, uppeldi eða samskiptum foreldra og barns sé alvarlega ábótavant með hliðsjón af aldri þess og þroska og það séu engar líkur á því að það geti brey st, enda hafi stefnandi ekki gert svo mikið sem tilraun til þess að sýna að þetta skilyrði sé uppfyllt. Ef litið er til gagna málsins þá sé um að ræða getgátur af hálfu Barnaverndar, byggðar á vangaveltum tilkynnenda og forsjárhæfnimati. Þau fáu skipti sem hún hafi mælst undir áhrifum fíkniefna hafi hún viðurkennt fall sitt. Þá mótmælir stefnda því að hún hafi verið undir áhrifum þegar drengurinn hafi verið í hennar umsjá. Hún viðurkennir þó að hafa fallið þegar hann hafi verið í vistun, einkum vegna þess a ð það hafi verið henni ofraun að vera ekki með drenginn. Það verði því að teljast með ólíkindum ef nota á slík gögn til þess að réttlæta forsjársviptingu. Stefnda telur skilyrði d - liðar 1. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga heldur ekki uppfyllt í málinu. Ákvæð ið byggist á því að fullvíst sé að líkamlegri og andlegri heilsu eða þroska barns sé hætta búin sökum þess að foreldrar séu augljóslega vanhæfir til að fara með forsjána, svo sem vegna vímuefnaneyslu, geðrænna truflana, greindarskorts eða að breytni foreld ra sé líkleg til að valda barni alvarlegum skaða. Stefnda kveður ekkert af ofangreindu eiga við í dag. Hún neiti því ekki að hún hafi átt við vímuefnavanda að etja, en hún sé edrú í dag og að vinna í sjálfri sér. Hún mæti reglulega á fundi hjá [...] og þá sé hún á leið í meðferð á göngudeild [...]. Stefnda sé barnshafandi og vinni að edrúmennsku sinni og hafi tilkynnt meðgönguvernd um fíknisögu sína til þess að fá viðeigandi stuðning. Að mati stefndu megi vera ljóst að hún sé ekki augljóslega vanhæf til að fara með forsjána og það sé langt frá því að breytni hennar sé líkleg til að valda syni hennar skaða. Stefnda byggir kröfu sína um sýknu á því að beita megi vægari úrræðum en forsjársviptingu. Forsjársvipting sé hugsuð sem lokaúrræði þegar bókstaflega ek kert annað sé í stöðunni, úrræði sem nota megi þegar málið er þannig úr garði gert að barninu stafi hætta af því að vera í umsjá foreldra sinna. Því sé ekki til að dreifa í þessu máli. Nauðsynlegt sé að hafa í huga að forsjársvipting er verulega íþyngjand i ráðstöfun fyrir barn og foreldra, sem feli í sér skerðingu á grundvallarrétti sem varinn er af 71. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Það skuli því ekki svipta foreldri forsjá barns nema að brýn nauð syn krefjist þess. Stefnda sé edrú, hún sé með heimili og eigi von á öðru barni. Það sé því engin brýn nauðsyn til þess að svipta hana forsjá barns síns. Stefnda telur forsjársviptingu ekki samræmast meðalhófsreglu samkvæmt 2. mgr. 29. gr., sbr. 7. mgr. 4. gr. barnaverndarlaga, sbr. 12. gr. stjórnsýslulaga nr. 27/1993. Þá þurfi forsjársvipting samkvæmt 1. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga að vera studd nægjanle gum og jafnframt ótvíræðum rökum, en þeim skilyrðum sé ekki fullnægt. Í raun séu engin gögn sem styðji framkomna kröfu stefndu. Stefnda bendi á að mat á forsjárhæfni hennar geti ekki talist gilt sönnunargagn í ljósi þess að aðstæður hafi breyst verulega o g því sé ekki hægt að meta stöðu hennar í dag til jafns við stöðuna þegar matið fór fram. Þá telur stefnda að líta verði til 1. tölul. 3. mgr. barnasáttmála sameinuðu þ.jóðanna sem kveður á um að ávallt skuli taka ákvarðanir sem séu barninu fyrir bestu. Þ að er mat stefndu að drengnum sé best borgið í hennar umsjá, jafnvel þótt hann myndi þurfa aðstoð frá barnaverndarnefndum. Þá vill stefnda benda á 5. og 7. gr. sáttmálans um rétt barnsins á umönnun foreldra sina. Stefnda vísar einnig til þess að samkvæmt meginreglum barnaverndarlaga eigi að stuðla að því að börn búi við viðunandi aðstæður, ekki að þau búi við bestu mögulegar aðstæður. Ef foreldri getur boðið barni sínu viðunandi aðstæður eigi ekki að svipta það forsjá barna sinna. Markmið barnaverndarlaga sé að styrkja uppeldishlutverk fjölskyldunnar og það almenna sjónarmið að hagsmunir barna séu að öllu jöfnu best tryggðir með því að þau alist upp hjá foreldrum sínum. Það sé í samræmi við almenna meðalhófsreglu og þá meginreglu í íslenskum rétti að barni sé fyrir bestu að alast upp hjá kynforeldrum sínum. Mannréttindadómstóll Evrópu hafi margítrekað að grundvallarþáttur fjölskyldulífs lúti að gagnkvæmum rétti foreldra og barna til að vera saman. Það sé því engum vafa undirorpið að þær aðgerðir stjórnvald a sem lúta að forsjársviptingu og töku barns af heimili sínu séu aðgerðir sem takmarki réttinn til friðhelgi fjölskyldulífs samkvæmt 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Í slíkum tilvikum reyni því á 12 fráviksreglu 2. mgr. 8. gr. um það hvort þau ströngu skil yrði sem sett eru til að takmörkunin teljist heimil séu uppfyllt, en þá sé ávallt lögð á hersla á að velferð barnsins sé í fyrirrúmi. IV. Stefnandi hefur krafist þess að stefnda, A, verði svipt forsjá sonar síns, B . Krafa stefnanda að þessu leyti byggist á ákvæðum a - og d - liða 1. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Samkvæmt fyrrnefnda ákvæðinu er barnaverndarnefnd heimilt að krefjast þess fyrir dómi að foreldrar, annar þeirra eða báðir, skuli sviptir forsjá ef hún telur að daglegri umönnun, uppeldi eða samskiptum foreldra og barns sé alvarlega ábótavant með hliðsjón af aldri þess og þroska. Í síðarnefndu ákvæði d - liðar 1. mgr. 29. gr. er síðan kveðið á um að barnaverndarnefnd geti krafist forsjársviptingar fyrir dómi ef fullvíst er að líkamlegri eða andlegri heilsu barns eða þroska þess sé hætta búin sökum þess að foreldrar eru augljóslega vanhæfir til að fara með forsjána, svo sem vegna vímuefnaneyslu, geðrænna truflana eða greindarskorts eða að breytni foreldra sé líkleg til að valda barni alvarleg um skaða. Í ákvæði 2. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga er enn fremur mælt fyrir um að kröfu um sviptingu forsjár skuli því aðeins gera að ekki sé unnt að beita öðrum og vægari úrræðum til úrbóta eða slíkar aðgerðir hafi verið reyndar án viðunandi árangurs. Af þessu leiðir að úrlausn þessa máls veltur á því hvort þau skilyrði sem sett eru í ákvæðum 29. gr. barnaverndarlaga séu uppfyllt. Málatilbúnaður stefndu byggist á því að svo sé ekki. Í því sambandi er því í meginatriðum haldið fram af hálfu stefndu að e kki hafi verið sýnt fram á að hún séu vanhæf til að fara með forsjá B. Þá telur stefnda jafnframt að forsjársvipting á grundvelli ákvæðisins sé ekki vægasta úrræðið sem völ er á til að gæta hagsmuna barnsins heldur megi í stað hennar beita öðrum stuðningsú rræðum. Við mat á því hvort stefnandi hafi beitt vægasta úrræði sem völ er á til að gæta hagsmuna B í máli þessu verður eðli málsins samkvæmt að líta til þeirra úrræða sem barnaverndaryfirvöldum eru tæk samkvæmt barnaverndarlögum nr. 80/2002 og hvort önn ur úrræði en forsjársvipting séu betur til þess fallin að ná fram markmiðum barnaverndarlaga í ljósi þeirra atvika málsins sem rakin hafa verið hér að framan, svo og aðstæðna stefndu og sonar hennar. Í 1. mgr. 2. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 er sett fram það meginmarkmið barnaverndarstarfs að tryggja að börn sem búa við óviðunandi aðstæður eða börn sem stofna heilsu sinni og þroska í hættu fái nauðsynlega aðstoð. Þá segir þar jafnframt að leitast skuli við að ná markmiðum laganna með því að styrkja fj ölskyldur í uppeldishlutverki sínu og beita úrræðum til verndar einstökum börnum þegar það á við. Samkvæmt þeim meginreglum barnaverndarstarfs sem settar eru fram í 4. gr. barnaverndarlaga skal beita þeim ráðstöfunum sem ætla má að barni séu fyrir bestu o g hagsmunir barna skulu ávallt hafðir í fyrirrúmi í starfsemi barnaverndaryfirvalda, sbr. 1. mgr. 4. gr. laganna. Þá er mælt fyrir um það í 2. og 3. mgr. 4. gr. að barnaverndaryfirvöld skuli í störfum sínum taka tillit til sjónarmiða og óska barna eftir þv í sem aldur þeirra og þroski gefur tilefni til og að barnaverndarstarf skuli stuðla að stöðugleika í uppvexti barna. Skulu barnaverndaryfirvöld jafnframt leitast við að eiga góða samvinnu við börn og foreldra sem þau hafa afskipti af og ávallt sýna þeim fy llstu nærgætni og virðingu, sbr. 4. mgr. 4. gr. Í samræmi við ofangreind markmið laganna eru barnaverndaryfirvöldum fengnar ýmsar heimildir samkvæmt ákvæðum laganna til að hafa afskipti af högum foreldra þegar hagsmunir barna krefjast þess. Um þær heimildir og úrræði barnaverndaryfirvalda er fjallað í V I. kafla barnaverndarlaga nr. 80/2002. Er þar meðal annars gert ráð fyrir því að þegar mál hafi verið nægjanlega kannað að mati barnaverndarnefndar skuli barnaverndarnefnd taka saman greinargerð þar sem lýst er niðurstöðum könnunar, tiltekið hverra úrbóta sé þörf og settar fram tillögur að heppilegum úrræðum ef því er að skipta, sbr. 1. mgr. 23. gr. laganna. Í málinu liggja fyrir nokkrar greinargerðir af þessu tagi þar sem fjallað er um langvarandi vímuefnavanda stefndu, félagsleg vandamál hennar og ýmiss konar stuðning barnaverndarnefndar við stefndu, meðal annars til að leita sér viðeigandi meðferðar á meðferðarstofnunum á grundvelli d - liðar 24. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Í síðastnefnda ákvæðinu er gert ráð fyrir að barnaverndarnefnd geti beitt 13 ým sum úrræðum með samþykki foreldris, svo sem með því að aðstoða foreldra við að leita sér meðferðar vegna veikinda, áfengis - eða vímuefnaneyslu eða annarra persónulegra vandamála. Af gögnum málsins verður ráðið að frá og með því að stefnandi hóf afskipti sín af stefndu á meðgöngu B árið [...] og þar til að sú ákvörðun var tekin á fundi stefnanda 29. september sl. að gera kröfu fyrir dómi um að stefnda yrði svipt forsjá hafi ýmsum úrræðum verið beitt á grundvelli 24. gr. barnaverndarlaga til að styðja stefn du með það fyrir augum að hún geti veitt syni sínum fullnægjandi uppeldisaðstæður. Ljóst er að stefnda á langa sögu um vímuefnamisnotkun án þess að henni hafi tekist að halda sig alfarið frá vímuefnum eftir að sonur hennar fæddist. Þótt fram komi í gögnum málsins að stefnda hafi leitað sér meðferðar eftir að stefnandi höfðaði þetta mál þá verður ekki dregin fjöður yfir það að stefnda hefur glímt við djúprættan og alvarlegan fíkniefnavanda um árabil og ekki tekist að halda sig til frambúðar frá vímuefnum þrá tt fyrir ítrekaðar tilraunir. B er nú rúmlega [...] gamall. Af málsgögnum verður ráðið að hann hafi alla ævi búið við óstöðugleika sem rakinn verður að miklu leyti til vímuefnaneyslu stefndu, vanrækslu og óstöðugra heimilisaðstæðna. Ekki verður séð að stö ðugleiki hafi komist á líf drengsins fyrr en hann fór í vistun til móðurömmu, í júní 2020 fyrir tæplega tveimur árum, þar sem hann hefur verið síðan Í máli þessu liggur fyrir forsjárhæfnimat á stefndu. Með tilliti til þess mats og vitnaskýrslu D fyrir dóm i, sem gerð er grein fyrir hér að framan, og að virtum gögnum málsins, verður að fallast á að langvarandi og djúprættur vímuefnavandi stefndu geri það að verkum að hún sé, eins og sakir standa, ekki hæf til að sinna andlegum og líkamlegum þörfum B sem og d aglegri umönnun hans. Er jafnframt litið til þess að stefnda hefur í gegnum tíðina haft afar skert innsæi í vanda sinn. Með vísan til þess sem fram kemur í skýrslu D fyrir dómi, forsjárhæfnismati og öðrum gögnum verður ekki séð að stefnda búi yfir nauðsyn legri eða nægjanlegri getu til að veita syni sínum fullnægjandi uppeldisskilyrði nú frekar en mörg undanfarin ár. Að mati dómsins er einsýnt að stefnda þurfi langtímavímuefnameðferð ásamt verulegum félagslegum stuðningi og sálfræðimeðferð ef hún á að geta axlað ábyrgð sem foreldri og uppalandi. Forsjársvipting á grundvelli 29. gr. barnaverndarlaga er eðli málsins samkvæmt það lögmælta úrræði í barnaverndarstarfi sem gengur lengst í því að skerða friðhelgi fjölskyldulífs, en sú friðhelgi nýtur verndar 71. g r. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Af því leiðir að sérstaklega ríkar ástæður, sem taka mið af hagsmunum og þörfum barnsins, þurfa að réttlæta þá skerðingu. Í samræmi við 2. mgr. 29. gr. barnavern darlaga og almennar reglur um meðalhóf verður einnig að liggja fyrir að vægari úrræði hafi ekki dugað til að tryggja þá hagsmuni eða að augljóst sé að þau úrræði muni ekki koma að gagni. Ekki verður um það villst þegar litið er til gagna málsins að stefnandi hefur þegar gripið til þeirra vægari úrræða sem tiltæk voru í 23. og 24. gr. barnaverndarlaga í því skyni að styðja stefndu sem foreldri og búa syni hennar viðunandi uppeldisskilyrði. Af hálfu stefndu hafa ekki komið fram nein raunhæf áform um þa ð hvernig hún geti sinnt forsjárskyldum sínum. Þegar horft er til fyrirliggjandi gagna málsins verður ekki séð að þessi úrræði hafi skilað fullnægjandi árangri við að efla forsjárhæfni hennar og gera henni fært að búa syni sínum viðunandi uppeldisskilyrði. Í ljósi þessara atvika verður að telja alls óvíst hvort stefndu takist að ráða viðvarandi bót á persónulegum vandamálum sínum þannig að hún geti tryggt syni sínum þann stöðugleika í umhverfi sínu sem þroski hans og velferð þarfnast augljóslega. Með vísan til þeirra gagna sem fyrir liggja í málinu og þess aðdraganda sem verið hefur að málshöfðun barnaverndaryfirvalda er það niðurstaða dómsins að torvelt verði fyrir stefndu að vinna bug á fíkniefnavanda sínum þannig að forsjárhæfni hennar geti talist viðuna ndi. Í því sambandi verður að leggja áherslu á að stefnda á sér langa sögu um neyslu vímuefna og ótryggar félagslegar aðstæður. Þá verður ekki hjá því litið að félagslegar aðstæður stefndu eru afar veikar en þær valda jafnframt því að hún er í meiri hættu en ella á að falla á vímuefnabindindi. Stefnda er ófrísk af sínu öðru barni og viðbúið að það álag sem við bætist vegna uppeldis nýs barns skerði tíma hennar og orku til að sinna bæði sjálfri sér og drengnum. Þá verður heldur ekki horft fram hjá því að ste fnda hefur á löngum tímabilum lítið nýtt rétt sinn til umgengni við B eftir að hann fór í vistun til móðurömmu í júní 2020 og þannig ekki rækt tengsl sín við hann á viðkvæmum tíma á þroskaskeiði hans. 14 Sem fyrr segir er það meginregla í öllu barnaverndars tarfi að beita þeim ráðstöfunum sem eru barni fyrir bestu, sbr. 1. mgr. 4. gr. barnaverndarlaga. Ljóst er að B hefur undanfarin ár loks verið búinn nauðsynlegur stöðugleiki í lífi sínu eftir að hann fór í vistun til móðurömmu sinnar á vegum stefnanda. Stef nda hefur síðustu mánuði sýnt afar jákvæða viðleitni í þá veru að reyna að taka á vanda sínum, sem er mikilvægt með hliðsjón af því að hún er nú með barni. Engu að síður verður að telja að forsaga hennar um umönnun drengsins sé í þá veru að ekki geti talis t forsvaranlegt að raska nú því mikilvæga jafnvægi sem nú er loks komið á í lífi hans. Verða hagsmunir drengsins þar að ganga framar óskum móður Í ljósi alls þess sem rakið hefur verið hér að framan telur dómurinn að skilyrði a - og d - liða 1. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga fyrir sviptingu forsjár séu fyrir hendi. Þá þykir sýnt fram á með þeim gögnum sem lögð hafa verið fyrir dóminn að vegna langvarandi vímuefnavanda stefndu og erfiðleika hennar við að halda sig frá neyslu slíkra efna og innsæisskorts í eigin vanda og drengsins sé afar ólíklegt að hún verði um sinn fær um að vinna bug á þeim annmörkum sem draga úr hæfni hennar til að bera ábyrgð á barni. Með vísan til framangreinds og þegar litið er til þarfar sonar stefndu fyrir stöðugt umhverfi telur dómur inn enn fremur liggja fyrir að ekki sé unnt að beita tímabundinni vistun eða öðrum vægari úrræðum en forsjársviptingu til að tryggja velferð drengsins, sbr. 2. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga. Ber því að fallast á kröfu stefnanda. Rétt þykir að málskostnaðu r falli niður. Stefnda nýtur gjafsóknar í málinu og greiðist gjafsóknarkostnaður hennar úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, Áslaugar Láru Lárusdóttur. Við ákvörðun málskostnaðar þykir rétt að líta til umfangs og eðlis málsins að öðru leyt i og þess að lögmenn aðila eru sjálfstætt starfandi sérfræðingar sem ganga verður út frá að hafi þekkingu á og reynslu af barnaverndarmálum. Við þá ákvörðun verður heldur ekki hjá því litið að gögn málsins eru umfangsmikil. Að sama skapi er þó ekki unnt að horfa fram hjá því að einungis lítill hluti þessarar gagnaöflunar hefur farið fram á vegum stefndu, auk þess sem ágreiningur málsins afmarkast við það hvort grundvallarskilyrði barnaverndarlaga um sviptingu forsjár séu uppfyllt. Með vísan til alls framan greinds þykir þóknun lögmanns stefndu, Áslaugar Láru Lárusdóttur, hæfilega ákveðin 1.100.000 kr., en í samræmi við dómaframkvæmd er þóknunin ákveðin án virðisaukaskatts. Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari og dómsformaður og meðdómendurnir Pétur Dam Leifsson héraðsdómari og Oddi Erlingsson sálfræðingur kveða upp þennan dóm. Dómsorð: Stefnda, A Málskostnaður fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður stefndu greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögman ns hennar, Áslaugar Láru Lárusdóttur, að fjárhæð 1.100.000 krónur.