LANDSRÉTTUR Dómur fimmtudaginn 22. september 2022 . Mál nr. 205/2022 : A ( Þorgils Þorgilsson lögmaður ) gegn barnaverndarnefnd Reykjavíkur ( Dagmar Arnardóttir lögmaður) Lykilorð Börn. Barnavernd. Forsjársvipting. Frávísunarkröfu hafnað. Gjafsókn. Útdráttur Með dómi héraðsdóms 23. nóvember 2020, sem ekki var áfrýjað, var A sýknuð af kröfu BR um sviptingu forsjár dóttur sinnar, B. BR höfðaði á ný mál á hendur A og krafðist þess að A yrði svipt forsjá B á grundvelli a - og d - liða 1. mgr. 29. gr. barna verndarlaga nr. 80/2002. A krafðist þess að málinu yrði vísað frá dómi á grundvelli 2. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála en ellegar sýknu. Í dómi Landsréttar kom meðal annars fram að það gæfi auga leið að þótt kröfu um að svipta foreldra forsjá hefði áður verið hafnað fyrir dómi gætu aðstæður síðar breyst á þann veg að nauðsynlegt væri að gera sömu kröfu til verndar barni. Þá styddist krafa BR í málinu að verulegu leyti við gögn um það hvernig A hefði tekið á fíknivanda sínum eftir að héra ðsdómur gekk. Var kröfu A um frávísun málsins hafnað. Landsréttur tók fram að A glímdi við langvarandi fíknivanda og yrði ráðið af framlögðum gögnum að vímuefnaneysla hennar hefði valdið því að daglegri umönnun, uppeldi og samskiptum hennar og stúlkunnar v æri alvarlega ábótavant. A hefði ekki auðnast að taka á fíknivanda sínum þannig að hún væri í stakk búin til að fara með forsjá stúlkunnar. Væri A augljóslega vanhæf til að fara með forsjána og þær aðgerðir sem BR hefði ítrekað reynt að beita til að styðja við hana hefðu ekki skilað viðunandi árangri. Var niðurstaða héraðsdóms um að A skyldi svipt forsjá B því staðfest. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Ásmundur Helgason og Jóhannes Sigurðsson og Ragna Ólafsdóttir sálfræðingur. Má lsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 8. apríl 2022 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 7. apríl 2022 í málinu nr. E - /2021 . 2 Áfrýjandi krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá héraðsdómi en til vara krefst hún sýknu af kröfum stefnda. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir 2 Landsrétti eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. Einnig krefst áfrýjandi þess að ákvæði héraðsdóms um gjafsóknarkostnað hennar verði staðfest. 3 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms. Niðurstaða 4 Krafa áfrýjanda um að vísa beri máli þessu frá héraðsdómi byggist á 2. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Í ákvæðinu seg ir að krafa, sem dæmd hefur verið að efni til, verði ekki borin undir sama eða hliðsettan dómstól framar en segir í lögunum. Nýju máli um slíka kröfu skuli vísa frá dómi. 5 Með dómi héraðsdóms Reykjaness 23. nóvember 2020 var áfrýjandi sýknuð af kröfu stefnda um að hún yrði svipt forsjá dóttur sinnar, B , á grundvelli a - og d - liða 1. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Mál það sem hér er til meðferðar var höfðað 20. ágú st 2021. Þar gerir stefndi sömu kröfu á hendur áfrýjanda og í fyrra málinu. Fyrir héraðsdómi hafði áfrýjandi uppi kröfu um frávísun málsins á grundvelli 2. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991 en henni var hafnað með úrskurði 7. október 2021. Héraðsdómari færði munnlega rök fyrir þeirri niðurstöðu í samræmi við heimild í 3. málslið 3. töluliðar 112. gr. laga nr. 91/1991. Áfrýjandi leitar endurskoðunar á framangreindum úrskurði í samræmi við 2. málslið 1. mgr. 151. gr. laga nr. 91/1991. 6 Samkvæmt 2. gr. barnavernda rlaga er markmið laganna að tryggja að börn, sem búa við óviðunandi aðstæður, eða börn, sem stofna heilsu sinni og þroska í hættu, fái nauðsynlega aðstoð. Skal leitast við að ná markmiðum laganna með því að styrkja fjölskyldur í uppeldishlutverki sínu og b eita úrræðum til verndar einstökum börnum þegar það á við. Þegar tilteknum skilyrðum, sem lýst er í 1. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga, er fullnægt og stuðningur hefur ekki skilað árangri eða ekki er unnt að beita öðrum vægari úrræðum, er heimilt að krefjast þess fyrir dómi að foreldrar, annar þeirra eða báðir, skuli sviptir forsjá til að ná markmiðum laganna. Gefur auga leið að þótt kröfu um að svipta foreldra forsjá hafi áður verið hafnað fyrir dómi geta aðstæður síðar breyst á þann veg að nauðsynlegt sé að gera sömu kröfu til verndar barni, enda sé skilyrðum forsjársviptingar fullnægt. 7 Krafa stefnda í máli þessu styðst að verulegu leyti við gögn um það hvernig áfrýjandi hefur tekið á fíknivanda sínum eftir dómur var lagður á málið 23. nóvember 2020. Í kjöl far dómsins voru gerðar áætlanir um meðferð máls sem miðuðu að því að veita áfrýjanda frekari stuðning svo hún gæti gegnt forsjárskyldum sínum. Eftir að henni var vísað úr meðferð 27. maí 2021 og hún stöðvuð af lögreglu fimm dögum síðar, grunuð um akstur u ndir áhrifum vímuefna, ákvað stefndi að krefjast þess að nýju fyrir dómi að hún yrði svipt forsjá dóttur sinnar þar sem stuðningur við áfrýjanda væri fullreyndur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu mældust vímuefni í blóði, sem dregið var úr áfrýjanda eftir að hún hafði verið stöðvuð við akstur í umrætt sinn, þar á meðal 45 ng/ml af kókaíni. Í þessu ljósi og með hliðsjón af því sem að framan er 3 rakið um eðli barnaverndarmála er ekki efni til að vísa máli þessu frá dómi á grundvelli 2. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991. 8 Áfrýjandi glímir við langvarandi fíknivanda og hefur oft leitað meðferðar við honum. Vandi hennar hefur leitt til þess að dóttir hennar hefur ítrekað verið vistuð utan heimilis áfrýjanda að kröfu stefnda. Frá febrúar 2019 hefur stúlkan ekki verið í umsjá áfrýjanda nema í fáeina mánuði frá hausti 2019 til febrúar 2020. Af framlögðum gögnum, þar á meðal skýrslum talsmanna stúlkunnar og tilkynningum frá skóla, verður ráðið að vímuefnaneysla áfrýjanda hefur valdið því að daglegri umönnun, uppeldi og sa mskiptum hennar og stúlkunnar var alvarlega ábótavant, sbr. skilyrði a - liðar 1. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga. Forsenda þess að áfrýjandi geti sinnt forsjárskyldum sínum er að hún neyti ekki vímuefna. Meðferðaráætlanir sem gerðar hafa verið, bæði áður en d ómurinn 23. nóvember 2020 gekk og eftir það, hafa allar tekið mið af þeirri forsendu. Með þeim hefur áfrýjandi ítrekað samþykkt að vera edrú, undirgangast vímuefnapróf og leita sér meðferðar sem stefndi hefur aðstoðað hana við að komast í. Með vísan til þe ss sem rakið er í héraðsdómi þykir verða að leggja til grundvallar að áfrýjandi hafi ekki auðnast að taka á fíknivanda sínum þannig að hún sé í stakk búin til að fara með forsjá stúlkunnar. Að svo komnu máli þykir fullvíst að andlegri heilsu stúlkunnar og þroska sé hætta búin sökum þess að áfrýjandi sé augljóslega vanhæf til að fara með forsjána vegna vímuefnaneyslu sinnar, sbr. skilyrði d - liðar 1. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga. Þær aðgerðir sem stefndi hefur ítrekað reynt að beita til að styðja áfrýjanda h afa ekki skilað viðunandi árangri. Því stendur 2. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga ekki í vegi fyrir því að áfrýjandi verði svipt forsjá dóttur sinnar. 9 Með þessum athugasemdum en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur . 10 Málskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, sem ákveðin er án virðisaukaskatts eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óra skaður. Málskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda, A , greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, Þorgils Þorgilssonar, 1.300.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjaness 7. apríl 2022 Mál þetta, sem var höfðað með réttarstefnu útgefinni 18. ágúst 2021, var dómtekið 15. mars 2022. Stefnandi er Reykjavíkurborg, vegna barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Stefnda er A , , Hafnarfirði. 4 Dómkröfur stefnanda eru þær að stefnda verði svipt forsjá B , kt. , sbr. a - og d - lið 1. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Stefnda krefst þess að hún verði sýknuð af öllum kröfum stefnanda. Þá gerir stefnda kröfu um málskostnað úr hendi stefnanda, eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. Lögmaður stefnd u krafðist þess að máli þessu yrði vísað frá dómi. Var þeirri kröfu hafnað með úrskurði þann 7. október 2021. Aðalmeðferð, sem átti að fara fram 29. nóvember sl., var frestað að beiðni stefndu vegna veikinda móður hennar en hún lést í byrjun desember. Fyri r aðalmeðferð þann 15. mars sl. ræddi dómurinn við stúlkuna að beiðni stefndu en stúlkan var þá nýlega orðin ára. Fór aðalmeðferð fram þann 15. mars sl. og var málið dómtekið í kjölfarið. Málsatvik. Málsatvik eru þau að stefnda er móðir stúlkunnar B , sem er fædd . Stúlkan er með meðfæddan og gekkst undir aðgerð er hún var þriggja vikna gömul og aftur 2017. Þá hefur stúlkan verið greind með . Stúlkan lýtur forsjá beggja foreldra sinna, stefndu og C , en lögheimili stúlkunnar er hjá stefndu. Fyrirkomulag umgengni mun hafa verið viku og viku skipting en með frávikum þegar stúlkan hefur verið vistuð af barnaverndar yfirvöldum utan heimilis stefndu. S túlkan á tvö hálfsystkini og tvö stjúpsystkini. Stefn da á eldri dóttur sem er ára en mál þeirrar stúlku var til meðferðar hjá barnavernd Reykjavíkur með hléum frá 2002 til 2008 vegna vímuefnaneyslu stefndu þar til forsjáin fluttist til föður þeirrar stúlku árið 2008. Þá á faðir stúlkunnar yngri dóttur, s em er ára gömul, með núverandi sambýliskonu en hún á einnig tvö börn, ára gamlan dreng og ára gamla stúlku úr fyrra sambandi. Afskipti barnaverndaryfirvalda af stúlkunni hófust á árinu 2014 og hafa í heildina borist rúmlega fjörutíu tilkynning ar vegna vanrækslu og vímuefnaneyslu stefndu. Þá hefur stúlkan ítrekað verið vistuð utan heimilis stefndu vegna vímuefnavanda stefndu og þá dvalið alfarið hjá föður sínum/og eða stjúpmóður. Mál stúlkunnar var tekið til könnunar hjá barnavernd Reykjavíkur í tvígang á árinu 2014 og síðan aftur árin 2015 og 2018, sbr. 21., 22. og 43. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. F yrstu afskipti barnaverndar af máli stúlkunnar voru árið 2014 en það ár bárust ítrekaðar tilkynningar vegna vímuefnaneyslu stefndu. Árið 2015 bárust enn fleiri tilkynningar og upp komu ítrekuð tilvik tengd vímuefnaneyslu stefndu. Talið var nauðsynlegt að stúlkan yrði vistuð utan heimilis stefndu til sex mánaða og dvaldi hún hjá föður sínum en stefnda fór í meðferð á á vistunartíma í samræmi við meðferðaráætlun samkvæmt 23. gr. barnaverndarlaga. Málinu var síðan fylgt eftir með gerð nýrra meðferðaráætlana þar sem áhersla var lögð á að tryggja edrúmennsku stefndu. Sumarið 2018 fóru aftur að berast ítrekaðar tilkynningar um vímuefnaneyslu stefn du til barnaverndaryfirvalda og nýjar upplýsingar gáfu til kynna að stefnda hefði verið í neyslu í langan tíma. Þá bárust upplýsingar frá lögreglu sem staðfestu að stefnda hefði verið tekin undir áhrifum vímuefna og vímuefni fundist í hennar fórum. Stefnda gekkst sjálf við því að hafa neytt vímuefna en neitaði að vera fallin á vímuefnabindindi enda hefði neyslan verið óveruleg og hún orðin edrú á nýjan leik. Þar sem nýleg vímuefnapróf stefndu höfðu verið neikvæð og upplýsingar frá leikskóla voru nokkuð góða r var ákveðið að grípa ekki til íþyngjandi ráðstafana á þessum tímapunkti heldur látið nægja að svo stöddu að vinna nýja meðferðaráætlun samkvæmt 23. gr. barnaverndarlaga og fylgjast grandlega með edrúmennsku stefndu. Í febrúar 2019 fóru lögregla og starfs menn bakvaktar barnaverndar á heimili stefndu eftir að tilkynning hafði borist um vímuefnaneyslu stefndu. Stefnda var sjáanlega undir áhrifum vímuefna og áhöld til neyslu og vímuefni fundust á heimilinu. Stefnda neitaði að vera undir áhrifum en vímuefnapró f var jákvætt fyrir amfetamíni, MDMA, MDA, kókaíni, benzó og tetrahýdrókannabínólsýru. Í framhaldinu var stúlkan á nýjan leik vistuð utan heimilis stefndu til sex mánaða frá 5. mars 2019 til 5. september 2019 og dvaldi þá hjá föður sínum. Stefnda fór í með ferð á og og bjó síðan um tíma á áfangaheimili þar til hún flutti í leiguíbúð í Hafnarfirði. Þann 13. janúar 2020 lágu niðurstöður forsjárhæfnismats á stefndu fyrir en matið var unnið af D , sérfræðingi í klínískri sálfræði og réttarsálfræði. Í mat inu er rakin löng neyslusaga stefndu, sem hófst þegar stefnda var aðeins 18 ára gömul, og afbrotasaga en stefnda hefur í tvígang þurft að sitja af sér fangelsisdóm 5 vegna fíkniefnainnflutnings, fjárdráttar og fíkniefnabrota . Þegar stefnda undirgekkst forsjárhæfnismatið hafði hún farið fimm sinnum í meðferð við vímuefnavanda sínum. Í matinu er því lýst að fíknivandi stefndu sé mjög alvarlegur og alls óvíst hvað hún kæmi til með að halda lengi út edrúmennskuna. Matsmaður taldi að á meðan stefnda væri edrú og að stunda meðferð væri hún með nægjanlega hæfni til að fara með forsjá stúlkunnar. Á hinn bóginn taldi matsmaður að ef stefnda félli aftur þá væri ekki annað í stöðunni en að stefnda yrði svipt forsjá enda væri þá stuðningu r og meðferð fullreynd. Árið 2020 mældist stefnda ítrekað jákvæð á vímuefnaprófum sem voru framkvæmd. Þann 4. febrúar 2020 mældist stefnda á vímuefnaprófi hjá barnavernd jákvæð fyrir amfetamíni og kókaíni og samdægurs var hún handtekin af lögreglu vegna g runs um akstur undir áhrifum og var þvagsýni jákvætt fyrir amfetamíni, kókaíni og benzó og blóðsýni jákvætt fyrir amfetamíni. Tveimur dögum síðar, 6. febrúar 2020, mældist stefnda jákvæð fyrir kókaíni og benzó í vímuefnaprufu hjá Heilsugæslustöðinni . Þ ann 18. febrúar 2020 mældist stefnda í vímuefnaprófi hjá barnavernd jákvæð fyrir amfetamíni, kókaíni, benzó og tetrahýdrókannabínólsýru og niðurstaða lyfjaleitar staðfesti amfetamín og benzó í þvagi stefndu. Þann 7. mars 2020 mældist stefnda á vímuefnapróf i hjá barnavernd, í tengslum við umgengni, jákvæð fyrir kókaíni og benzó. Þá mældist stefnda á bráðamóttöku Landspítalans, þann 22. apríl 2020, jákvæð fyrir kókaíni, amfetamíni og benzó. Mál stúlkunnar var tekið fyrir á fundi stefnanda þann 5. maí 2020 og þá talið liggja nægjanlega ljóst fyrir að stefnda gæti ekki annast stúlkuna með viðunandi hætti og tryggt öryggi hennar og að frekari stuðningur gæti ekki megnað að breyta því. Var talið rétt að höfða dómsmál gegn stefndu og krefjast þess að hún yrði svipt forsjá dóttur sinnar á grundvelli a - og d - liða 1. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 og stefnandi úrskurðaði um vistun stúlkunnar utan heimilis í tvo mánuði sem framlengdist síðan á meðan dómsmálið var rekið. Dómsmál var í framhaldinu rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness og fór aðalmeðferð fram í málinu í nóvember 2020. Stefnda gaf í skýrslutöku fyrir dómi þær skýringar á hluta jákvæðra mælinga á vímuefnaprófum að þær mætti rekja til neyslu stefndu á ólöglegum brennslutöflum sem hafi sennilega innihal dið amfetamín án þess að stefndu hafi verið kunnugt um það. Stefnda viðurkenndi aðeins eina sinni meðferð að fullu. Stefnda dró í efa réttmæti vímuef naprófa sem framkvæmd hefðu verið af barnavernd og lagði fram sem dómskjöl í málinu fjölda neikvæðra vímuefnaprófa sem hún hafði undirgengist að eigin frumkvæði á árinu 2020. Dómur var kveðinn upp í málinu þann 23. nóvember 2020. Í niðurstöðum dómsins voru skýringar stefndu lagðar til grundvallar nánast að öllu leyti. Því var hafnað að - og meðferðarúrræði sem skyldi. Vísað var til þess að stefnda yn ni sem og væri í námi í við Háskóla Íslands, hefði sinnt vel og hefði ekki sýnt af sér andfélagslega hegðun nýlega. Að endingu var það niðurstaða dómsins að ekki hefði verið sýnt fram á að uppfyllt væru skilyrði barnaverndarlaga til að svipta s tefndu forsjá stúlkunnar og var stefnda sýknuð af kröfum stefnanda. Degi eftir uppkvaðningu dómsins barst ný tilkynning undir nafnleynd um að stefnda væri í neyslu. Þann 25. nóvember 2020 bárust þær upplýsingar frá lögreglu að veski með ætluðum fíkniefnu m hefði fundist í stigagangi stefndu og það talið í eigu stefndu og að kvartað hefði verið vegna ónæðis og partýstands frá íbúð stefndu. Samdægurs bárust einnig þær upplýsingar frá skóla stúlkunnar að stúlkan hefði verið ólík sjálfri sér frá uppkvaðningu d ómsins. Hún hafi leitað aðstoðar umsjónarkennara þar sem hún væri hrædd við að fara aftur til stefndu og vera ein með henni. Í framhaldinu var unnin ný meðferðaráætlun samkvæmt 23. gr. barnaverndarlaga í máli stúlkunnar þar sem m.a. var lagt upp með að stú lkan yrði áfram vistuð utan heimilis stefndu til 7. janúar 2021 á meðan unnið væri að aðlögun aftur inn á heimili stefndu og edrúmennsku stefndu fylgt eftir, s.s. með óboðuðu eftirliti og vímuefnaprófum. Þann 3. desember 2020 upplýsti stjúpmóðir stúlkunna r barnavernd um að faðir stúlkunnar hefði fallið í neyslu í kjölfar uppkvaðningar framangreinds dóms og væri að fara í innlögn á næsta dag í afeitrun. Samdægurs hafði stefnda samband við barnavernd og greindi frá því að hún hefði mögulega óvart tekið i 6 jákvæð á vímuefnaprófi hjá barnavernd fyrir benzó au k þess sem dauf jákvæð lína kom vegna oxycontin. Í desember 2020 barst ný tilkynning um að stefnda væri í neyslu og upp úr miðjum desembermánuði gekk mjög illa að ná í stefndu og sinna eftirliti. Stefnda boðaði forföll í umgengni við stúlkuna og bar fyrir sig veikindi en þegar eftirlit mætti á heimilið var stefnda ekki heima. Þá var stefnda þvoglumælt og drafandi í tali þegar það náðist í hana í síma og sagðist vera stödd úti á landi. Þann 21. desember 2020 mætti stefnda ekki í boðað viðtal. Þann 22. desem ber 2020 bárust þær upplýsingar frá lögreglu að stefnda hefði verið handtekin þremur dögum fyrr vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna en hún hafi verið illa áttuð, neitað að gefa þvagsýni og átt erfitt með að meðtaka að hafa verið handtek in. Yfir jólin fór stefnda síðan skyndilega til útlanda þrátt fyrir að hafa áður beðið um að hafa stúlkuna hjá sér yfir jólin. Stefnda kom aftur til landsins þann 27. desember 2020 en setti sig hvorki í samband við barnavernd né föður stúlkunnar. Ítrekaðar tilraunir voru gerðar til að ná tali af stefndu, m.a. í því skyni að fá hana til að samþykkja áframhaldandi vistun stúlkunnar utan heimilis, en þar sem þær tilraunir báru ekki árangur þurfti að vista stúlkuna utan heimilis með neyðarráðstöfun þann 7. janú ar 2021. Þann 12. janúar 2021 mætti stefnda til viðtals hjá barnavernd. Hún gaf þær skýringar að hún hefði farið til útlanda með kærasta sínum yfir jólin en síðan verið veik og farið í sjálfskipaða sóttkví. Hún fullyrti að hún væri búin að vera edrú. Stefn da samþykkti nýja meðferðaráætlun samkvæmt 23. gr. barnaverndarlaga og vistun stúlkunnar utan heimilis í tvo mánuði til viðbótar. Á þessum tímapunkti hafði stefnandi sent Landsrétti beiðni um leyfi til að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness, m.a. þar sem nýjar upplýsingar, sem borist hefðu að liðnum áfrýjunarfresti, gáfu til kynna að forsendur sem lagðar höfðu verið til grundvallar niðurstöðu héraðsdóms væru rangar eða brostnar. Þann 12. janúar 2021 barst höfnun Landsréttar við beiðni stefnanda um áfrý junarleyfi og var þá útséð að því máli var lokið fyrir dómstólum. Þessi niðurstaða var kynnt stefndu og degi síðar mætti hún aftur til viðtals og vildi þá, í ljósi höfnunar Landsréttar, koma hreint fram. Stefnda viðurkenndi að hafa verið í neyslu meira og minna allt síðastliðið ár og mikilli neyslu frá því um miðjan desember til fyrri hluta janúar. Stefnda upplýsti að hún væri búin að missa íbúðina og vildi komast í meðferð. Stefnda vildi samþykkja vistun stúlkunnar utan heimilis í fimm mánuði á meðan hún f æri í þriggja mánaða meðferð. Þá greindi stefnda frá því að hún hefði verið í sambandi með E en hún gæti ekki verið í sambandi með honum þar sem hún vildi vera edrú. Þann 14. janúar 2021 samþykkti stefnda vistun stúlkunnar utan heimils til 5. júní 2021. Ba rnavernd óskaði eftir forgangi fyrir stefndu á og fékkst samþykki fyrir innlögn hennar þann 27. janúar 2021. Dagana 21. - 25. janúar 2021 svaraði stefnda ekki símtölum frá barnavernd en hún svaraði símtali þann 26. janúar 2021 og viðurkenndi þá neyslu am fetamíns síðastliðna daga. Hún upplýsti um að hún kæmi ekki til með að hefja meðferð á tilsettum tíma. Í símtali dags. 3. febrúar 2021 sagðist stefnda ekki reiðubúin að undirgangast vímuefnapróf þar sem hún hefði verið að neyta vímuefna síðastliðna daga. Þann 5. febrúar 2021 mætti stefnda til fundar hjá barnavernd og undirritaði enn eina áætlun um meðferð máls samkvæmt 23. gr. barnaverndarlaga. Í áætluninni var lagt upp með að stefnda myndi leita sér vímuefnameðferðar, taka á móti óboðuðu eftirliti og undi rgangast vímuefnapróf ef þess væri óskað. Þá skyldi stefnda halda edrúmennsku. Samkvæmt skráningu barnaverndar var stefnda sjáanlega undir áhrifum vímuefna á fundinum, mjög drafandi í tali og neitaði að taka vímuefnapróf þar sem það yrði jákvætt. Þann 8. f ebrúar 2021 hafði stefnda samband við barnavernd og upplýsti um að hún hefði ekki farið inn á fyrr um morguninn líkt og staðið hafði til þar sem hún hafi þurft að klára að ganga frá íbúð sinni. Þann 9. febrúar 2021 óskaði ráðgjafi barnaverndar, að beið ni stefndu, eftir forgangi fyrir stefndu á . Stefnda fór í innlögn á dagana 15. febrúar til 2. mars 2021 og ætlaði í framhaldinu í meðferð á þann 7. mars 2021 en var vísað frá þar sem hún var enn á viðhaldsmeðferðarlyfjum sem brutu í bága við re glur . Innlögn frestaðist því til 15. mars 2021 og stefnda samþykkti framlengingu vistunar stúlkunnar utan heimilis til 6. október 2021 og nýja áætlun um meðferð máls samkvæmt 23. gr. barnaverndarlaga. Þann 27. maí 2021 var stefndu vísað úr meðferðinni á en samkvæmt upplýsingum 7 frá var stefnda grunuð um að vera undir áhrifum þar sem hún var sljó til augna og óskýr og samhengislaus í tali. Lyfjaprófun í þvagi stefndu hafði ekki skilað jákvæðri svörun en við lyfjaleit í herbergi stefndu höfðu fundi st sprautur og efni í tveim ampúlum sem ekki var vitað hvert væri. Þar sem stefnda hafði áður brotið reglur innan meðferðarheimilisins var ákveðið að vísa henni úr meðferðinni að þessu sinni. Sama dag og stefndu var vísað úr meðferðinni hafði hún samband v ið barnavernd og greindi þá frá því að hún ætti í engin hús að venda þar sem foreldrar hennar neituðu að taka við henni þar sem henni hefði verið vísað úr meðferðinni. Stefnda var boðuð til viðtals þann 1. júní 2021 en hún mætti ekki og svaraði ekki ítreku ðum símtölum frá barnavernd. Samdægurs fengust þær upplýsingar frá lögreglu að stefnda hefði fyrr um daginn verið stöðvuð vegna gruns um akstur undir áhrifum og þá verið með samandregin sjáöldur, virkað undir áhrifum vímuefna og neitað að gefa þvagsýni og því hafi blóðsýni verið tekið. Þann 2. júní 2021 náði barnavernd í stefndu í síma og var hún þá drafandi í tali og þvoglumælt. Hún viðurkenndi að hafa tekið inn of mikið magn af gabapentin deginum á undan en hafnaði annarri neyslu. Á þessum tímapunkti töld u starfsmenn barnaverndar rétt að leggja til að stefnda myndi afsala sér forsjá stúlkunnar en ef hún yrði ekki til samvinnu yrði það lagt fyrir stefnanda að úrskurða um vistun stúlkunnar utan heimilis í tvo mánuði og fela borgarlögmanni að krefjast þess á nýjan leik fyrir dómstólum að stefnda yrði svipt forsjá stúlkunnar. Í greinargerð starfsmanna barnaverndar frá 8. júní 2021 er vísað til þess að miðað við fyrirliggjandi upplýsingar væri það mat starfsmanna að stefnda væri ekki fær um að annast dóttur sín a og tryggja öryggi hennar vegna langvarandi vímuefnaneyslu, endurtekinna falla á edrúmennsku, húsnæðisleysis og óstöðugleika. Víðtækur stuðningur hefði verið reyndur fyrir stefndu, s.s. í formi ítrekaðra afeitrana og meðferða, en hann hefði ekki borið ára ngur til lengri tíma. Ellefu áætlanir um meðferð máls samkvæmt 23. gr. barnaverndarlaga hafi verið gerðar við stefndu sem hafi ekki skilað tilskildum árangri og samkvæmt forsjárhæfnismati taldi matsmaður ekki annað í stöðunni en að stefnda yrði svipt forsj á ef hún félli á ný enda væri þá stuðningur og meðferð fullreynd. Nú benti allt til þess að stefnda væri í virkri vímuefnaneyslu miðað við upplýsingar frá lögreglu, og samskiptum við starfsmenn. Þá lægi fyrir að stúlkan hefur verið vistuð utan heimilis í þrígang hjá föður sínum yfir löng tímabil. Vistun hafði þá staðið yfir samtals í rúmlega 24 mánuði og þar af samfellt síðastliðna 16 mánuði. Mál stúlkunnar var tekið fyrir á fundi stefnanda þann 15. júní 2021 og í kjölfarið kvað stefnandi upp úrskurð í málinu þann 22. júní 2021. Í úrskurðinum segir að ljóst sé að á þeim tveimur árum sem stúlkan hafi verið vistuð utan heimilis hafi staða stefndu ekki lagast og stelpan gæti ekki beðið lengur eftir því að stefnda tæki á vanda sínum og sýndi fram á stöðugle ika. Stefnda hefði takmarkað úthald og getu til að sýna fram á stöðugar og þroskavænlegar uppeldisaðstæður þrátt fyrir umfangsmikinn stuðning í gegnum árin. Var tekið undir mat starfsmanna barnaverndar um að stuðningur væri fullreyndur. Stefnda ætti langa vegferð fyrir höndum og það væru ekki hagsmunir stúlkunnar að vera í umsjá stefndu eða lúta forsjá hennar á þeirri vegferð. Stúlkan væri í þörf fyrir stöðugleika og fá að vita sinn framtíðardvalarstað. Var talið nægjanlega leitt í ljós að skilyrðum væri fu llnægt til að svipta stefndu forsjá stúlkunnar og beiðni um fyrirsvar og kröfugerð send borgarlögmanni. Eftir uppkvaðningu framangreinds úrskurðar hefur stefnda í þrígang breytt lögheimilisskráningu sinni og stúlkunnar. Þann 1. júlí 2021 sendi stefnda tilk ynningu til Þjóðskrár og óskaði eftir því að fá breytingu á lögheimili skráða og flutti hún lögheimili þeirra mæðgna þá frá , Reykjavík, að , Hafnarfirði, og óskaði eftir að skráning yrði færð afturvirkt miðað við lögheimilisflutning 18. júní 2021. Þ ann 1. ágúst 2021 tilkynnti stefnda síðan um tvær breytingar þar sem hún óskaði fyrst eftir því að lögheimili þeirra mæðgna yrði aftur skráð að en samdægurs sendi hún inn aðra tilkynningu og fékk því á nýjan leik breytt í . Stefnda upplýsti barnaver nd ekki um þessa lögheimilisflutninga en þar sem barnavernd Reykjavíkur hefur staðið og stendur að vistun stúlkunnar utan heimilis hefur barnavernd Reykjavíkur heimild til áframhaldandi vinnslu málsins auk þess sem óskað hefur verið eftir samþykki barnaver ndar Hafnarfjarðar fyrir áframhaldandi vinnslu. Að því er varðar vilja, líðan og afstöðu stúlkunnar sjálfrar þá liggur fyrir að stúlkan hefur notið aðstoðar skipaðs talsmanns í samræmi við ákvæði 46. gr. barnaverndarlaga undir meðferð málsins hjá barnaver ndaryfirvöldum til þess að koma á framfæri afstöðu sinni og vilja. F félagsráðgjafi hefur gegnt 8 hlutverki talsmanns og hefur hún unnið fimm skýrslur í málinu, dags. 3. mars 2019, 17. febrúar 2020, 25. júní 2020, 26. janúar 2021 og 14. júní 2021. Í talsmann askýrslu frá 26. janúar 2021 var stúlkan nokkuð afdráttarlaus í afstöðu sinni. Hún greindi talsmanni frá því að hún væri samþykk áframhaldandi vistun hjá föður sínum og stjúpmóður en vildi hvorki flytja aftur til stefndu að svo stöddu né vera í umgengni vi ð liðið vel þegar hún hafi hitt stefndu. Í talsmannaskýrslu frá 14. júní 2021 er afstaða stúlkunnar ekki skýr og sagðist hún þá ekki vita hver afstaða sín væri gagnvart tilhögun umgengni við stefndu en hún sæi fyrir sér að búa hjá föður sínum ef hún gæti ekki búið viku og viku hjá báðum foreldrum. Segir í skýrslunni að það virtist sem ákveðin þreyta væri komin í stúlkuna að ræða þessi mál. Nýlegar upplý singar frá listmeðferðarfræðingi sem stúlkan hefur verið í meðferð hjá og skóla stúlkunnar benda til þess að jákvæðar breytingar hafi orðið á stúlkunni síðustu misseri. Listmeðferðarfræðingurinn lýsir því í erindi sínu frá 19. febrúar 2021 að hann hafi orð ið var við að stúlkan væri orðin líflegri, glaðlegri og opnari hvað varðar vanda sinn, hugsanir og tilfinningar. Þá segir í erindi skólans frá 10. maí 2021 að stúlkan sé í mun betra jafnvægi en í fyrravetur, hún væri rólegri og ekki eins viðkvæm. Samkvæmt upplýsingum lögreglu hafði hún afskipti af stefndu þann 14. nóvember 2020 þar sem tilkynnt var um fund á veski í stigagangi þar sem stefnda bjó og var það talið í eigu stefndu en í því fundust ætluð fíkniefni í ziplockpoka, líklegast LSD. Stefnda hefur mótmælt því að hafa átt umrætt veski. Daginn eftir uppkvaðningu dóms eða þann 24. nóvember 2020 kl. 16:13 barst stefnanda nafnlaus tilkynning þar sem tilkynnt var að móðir væri i vímuefnaneyslu, mikill hávaði væri frá íbúð móður, mikill umgangur af fólki sem væri meðal annars í vímuefnaneyslu. Þá liggur fyrir tilkynning frá skóla stúlkunnar þann 25. nóvember þar sem fram kemur að hún hafi farið til umsjónarkennara mjög stressuð og talað hátt. Kvaðst hún vera hrædd af því að hún ætti að fara til móðu r sinnar aftur og kvaðst vera hrædd um að móðirin yrði svo ringluð aftur. Kvaðst hún ekki vilja fara ein til hennar. Þann sama dag fóru starfsmenn stefnanda í skóla stúlkunnar og ræddu við hana. Aðspurð hafi stúlkan sagst eiga að hitta móður sína eftir skó la en ekki vilja hitta hana einsömul þar sem hún væri svo ringluð. Þennan sama dag undirritaði stefnda áætlun um meðferð máls þar sem hún samþykkti vistun stúlkunnar utan heimilis til 7. janúar 2021, óboðað eftirlit, viðtöl við sálfræðing/fíkniráðgjafa, ví muefnapróf o.fl. Þann sama dag undirrituðu stefnda og stefnandi samning um umgengni við stúlkuna þann 25. nóvember í fjórar klukkustundir, þann 28. til 29. nóvember þar sem stúlkan átti að gista, 29. nóvember kl. 17.00, 1. desember í fjórar klukkustundir, 3. desember í fjórar klukkustundir, 5. til 7. desember og 8. desember í fjórar klukkustundir, 10. desember í fjórar klukkustundir, 11. til 14. desember þar sem stúlkan gisti, 15. desember í fjórar klukkustundir, 17. desember í fjórar klukkustundir og 18. t il 22. desember þar sem stúlkan gisti. Skilyrði fyrir umgengninni var að stefnda sýndi fram á að hún væri ekki í neyslu með fíkniefnaprófi áður en umgengni hæfist. Þann 3. desember 2020 hringdi stefnda í stefnanda og kvaðst óvart hafa tekið inn eina oxy 10 mg. Henni hafi verið boðin ein stesolit á heimili vinkonu sinnar og stefnda þegið vegna kvíða. Kemur fram í dagnótunni að starfsmanni hafi fundist stefnda drafandi í tali og kvað stefnda það geta stafað af því að hún væri nýbúin að setja tannlím í sig. Vi ð vitjun á heimili móður daginn eftir mældist stefnda jákvæð fyrir benzo og dauf lína sýndi oxy. Var stefnda upplýst um að hún gæti átt umgengni næsta dag. Kvaðst stefnda vera í prófum í skólanum og gæti hún því ekki tekið stúlkuna meira fyrr en að prófum loknum. Var stefnda upplýst um að hún gæti sótt stúlkuna til fósturmóður þann 5. desember kl. 16.00 og skilað henni kl. 20.00. Var stefnda sátt við það. Í gögnum málsins er samskiptaseðill frá Heilsugæslunni í , dagsettur 10. nóvember 2020, þar sem kem ur fram um sjúkrasögu að faðir stefndu hafi dáið þá nótt og hún sé að fara þangað til að sjá um jarðarför hans. Hún sé í fjarnámi í og þurfi að taka lyf með sér. Var skrifað upp á fyrir hana Rivotril og Gabapentin. Að auki vildi hún fá Mogadon G hefur gert þetta áður og planerað se - Í samskiptaferli, sem liggur fyrir í málinu frá G lækni og stefndu frá 24. ágúst 2020 til 10. desember s.á., eru samskipti við stefndu rakin og ósk hennar um und anþágu fyrir Mogadon og Imovane. Er henni tjáð að það sé óráðlegt og henni gefinn tími hjá lækninum sem hún mætir ekki í. Þess í stað óskar 9 hún eftir því að læknirinn skrifi upp á fyrir hana Imovane og Mogadon á 20 daga fresti. Hún kveðst lifa reglusömu lí fi, vera í krefjandi háskólanámi og vinni sem verktaki hjá og sé og . Hún sé nýbúin að láta jarða blóðföður sinn og hafi gleymt öllum snyrtivörum og lyfjum . Að auki sé hún ein með langveika dóttur sína þar sem barnsfaðir hennar hafi yfirgefi ð fjölskylduna og sé kominn í harða neyslu einhvers staðar úti í bæ. Stefnda sé í miðjum prófum auk þess að vera að . Þessu fylgi gríðarlegt álag og stress og dóttir hennar sakni föður síns mjög mikið. Hún hafi verið að taka þessi lyf í mörg ár og það s é ekki sanngjarnt að rífa þau af henni svona fyrirvaralaust. Bæði námið og vinnan krefjist stanslausrar setu og líkami hennar þoli ekki kyrrsetu án lyfjanna. Hún finni engin áhrif af þeim enda búin að vera á þeim lengi. Hún taki engin ólögleg vímuefni og h afi óbeit á verkjalyfjum. Þá lýkur samskiptunum þannig að hún segir að læknirinn muni kynnast henni og sjá hvernig kona hún sé. Hún biður hann um að hann setji ekki líf hennar á hliðina með því að svipta hana lyfjunum og leyfa því að standa sem hún og G ha fi ákveðið. Fyrir dóminum kvaðst stefnda ekkert kannast við þessi samskipti né þennan lækni. Stefnandi hafði samband við Háskóla Íslands en stefnda kvaðst stunda nám við skólann og væri í prófum í desember. Í svari skólans kom fram að stefnda var skráð í grunnnám í til 120 eininga og í til 60 eininga. Hún hafi skráð sig í vormisseri 2020 og hafi lokið 10 einingum. Hún sé núna skráð í eitt 10 eininga námskeið . Þá segir að í ætti að skila 9 heimaverkefnum og 1 miðmisserisverkefni. Stefnda haf i engu skilað. Þá hafi verið skyldumæting í smiðjutíma en stefnda ekki mætt. Í kjölfar Covid - 19 hafi tímar verið haldnir á Teams en stefnda ekki mætt í neinn tíma. Þá hafi engin samskipti verið við kennara skólans. Samkvæmt tilvísun heilsugæslunnar frá 10 . desember 2020 kemur fram að sjúkdómsgreining stefndu sé F41.1 og F19. Segir að um sé að ræða mikla og langvarandi notkun ávanalyfja (skapaða af læknum). Stefndu hafi verið neitað um frekari uppáskrift af Mogadon og Imovane en sé nú að fá fráhvarfseinkenn i. Barnsfaðir hennar sé horfinn af sjónarsviðinu, hún sé í þremur vinnum sem verktaki hjá , mastersritgerð o.fl. og mikið stress. Hún hafi tekið tvær Mogadon á dag og tvær Imovane og þrjár Gabapentin á kvöldin. Mikil fráhvarfseinkenni verði ef þetta br eytist og þurfi hún aðstoð við að trappa sig niður. Þann 4. desember 2020 upplýsti stúlkan að hún vildi ekki fara ein í umgengni við móður sína en henni liði vel að hafa afa og ömmu með í umgengni. Umgengni þann 5. desember gekk vel. Næsta umgengni var ák veðin 8. desember en þá hafi stefnda komið kl. hálfsjö í staðinn fyrir kl. fjögur og hafi stefnda gefið þá skýringu að dekk hafi sprungið á bílnum hennar. Kvað stjúpmóðir stúlkunnar stefndu hafa verið mjög sjúskaða og skringilega. Þann 16. desember 2020 b arst nafnlaus tilkynning til stefnanda um að stefnda væri í vímuefnaneyslu. Daginn eftir mældist benzó í henni en ekki önnur efni. Við óboðað eftirlit að kvöldi 17. desember svaraði stefnda ekki dyrabjöllu og kvaðst ekki vera heima. Daginn eftir svaraði st efnda ekki eftirliti í tvígang. Þann 18. desember sendi starfsmaður stefnanda stefndu tölvupóst og kvað erfitt að ná í hana en hún þyrfti að undirgangast vímuefnapróf eins og samið hafi verið um. Í svari stefndu segir að besta vinkona hennar hafi framið sj álfsvíg deginum áður og að hún þurfi að vera með systur hennar og móður og kvaðst geta komið á mánudeginum. Var stefndu bent á að ef hún kæmi ekki í vímuefnapróf yrði ekki af umgengni þá helgina. Við þessu brást stefnda illa. Þennan sama dag fór fram óboða ð eftirlit á heimili stefndu en eingöngu náðist í hana í síma. Segir að hún hafi verið þvoglumælt og drafandi í tali. Þann 19. desember hafði lögreglan afskipti af stefndu við akstur bifreiðar en hún hafi virst undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Hafi stefn da verið illa áttuð og átt erfitt með að meðtaka að hún hafi verið handtekin. Hún hafi neitað að gefa þvagsýni og hafi því blóðprufa verið tekin af henni. Með tölvupósti þann 21. desember var stefnda boðuð í viðtal þann sama dag, sem stefnda mætti ekki í né svaraði síma. Í tölvupósti daginn eftir kvaðst stefnda ekki hafa séð fyrri tölvupóst en hún hefði verið reiðubúin til að fara í vímuefnapróf deginum áður. Með tölvupósti þann 21. desember var stefnda boðuð í viðtal síðar þann sama dag. Stefnda mætti ekk i í það viðtal og var upplýst um að ekki gæti orðið af umgengni um jólin auk þess sem stefnda hefði upplýst um að hún væri erlendis. Daginn eftir upplýsti stefnda stefnanda um að hún myndi fara utan um jólin með vini sínum en kvaðst mundu verða í fullkomnu samstarfi eftir komu sína til landsins. 10 Dagana 2., 4., 5., 6. og 7. janúar 2021 var farið í óboðað eftirlit eða hringt í stefndu en hún lét ekki ná í sig. Var vistunarsamningur stúlkunnar að renna út 7. janúar en stefnda lét ekki ná í sig. Virtist sta stúlkan neyðarvistuð skv. 31. gr. barnaverndarlaga í allt að 14 daga. Var bæði lögmanni stefndu og stefndu tilkynnt með tölvupósti um neyðarráðstöfunina. Þ ann 11. janúar var stefnda boðuð í viðtal með tölvupósti en stefnda kvaðst ekki komast á boðuðum tíma en óskaði eftir því að koma degi síðar. Þann 12. janúar 2021 mætti stefnda til viðtals og kvaðst hafa verið veik og í sjálfskipaðri sóttkví og því ekki ge tað svarað í síma. Kvaðst stefnda hafa komið heim um áramót þrátt fyrir að hafa áður upplýst um að hún kæmi til landsins 27. desember. Samþykkti stefnda vistun stúlkunnar utan heimilis í tvo mánuði á þessum fundi. Þá kvaðst stefnda hafa verið erlendis með kærasta sínum, E , þrátt fyrir að hafa neitað því áður að vera í sambandi með honum. Var lagt til við stefndu að hún leitaði sér meðferðar vegna neyslu sinnar. Ætlaði stefnda að íhuga það. Stefnda mætti í viðtal til starfsmanns stefnanda þann 13. janúar 20 21 og sagðist vilja koma hreint fram fyrst mál hennar yrði ekki tekið fyrir í Landsrétti. Viðurkenndi hún að hafa verið í neyslu meira og minna allt sl. ár og að hafa verið í sambandi með E . Hafi hún verið í mikilli neyslu með kærasta sínum frá því um miðj an desember fram í byrjun janúar. Hafi stefnda ekki hitt stúlkuna á þeim tíma. Óskaði stefnda eftir aðstoð við að komast í meðferð en hún vildi helst fara á . Hún væri að missa íbúð sína um næstu mánaðamót og væri að fara með dóttur sína til læknis 4 . febrúar og gæti því ekki farið inn í meðferð fyrr en eftir það. Fyrir dóminum neitaði stefnda að hafa viðurkennt nefnda neyslu í umræddu viðtali en vitnið H , starfsmaður stefnanda, staðfesti fyrir dóminum að umrætt samtal hefði farið fram. Í sama viðtali óskaði móðirin eftir því að stúlkan yrði vistuð utan heimilis í fimm mánuði og hún tæki svo við stúlkunni um mánuði eftir að hún lyki meðferð. Undirritaði stefnda samkomulag um að stúlkan yrði vistuð í fimm mánuði utan heimilis. Þá undirritaði stefnda áæt lun um meðferð skv. 23. gr. laga nr. 80/2002 þar sem kemur fram að móðir fari í vímuefnameðferð og að foreldrar haldi edúmennsku, taki á móti óboðuðu eftirliti, þiggi sálfræðistuðning fyrir sig og stúlkuna, samvinna verði við meðferðaraðila og vímuefnapróf verði tekin eftir þörfum. Í óboðuðu eftirliti þann 21., 22. og 25. janúar 2021 náðist ekki í stefndu. Þá óskaði stefnandi eftir því að stefnda fengi forgang í meðferð á sem gekk eftir samkvæmt tölvupósti 21. janúar. Var upplýst um að skilyrði fyrir i nnlögn væri að stefnda hefði verið án vímuefna í sjö daga áður. Í símtali við móður þann 26. janúar kvaðst hún ekki komast í meðferð fyrr en í kringum 5. febrúar. Í því símtali kom fram að rætt hafi verið við móður um umgengni en stefnda kvaðst myndu mælas t með amfetamín þar sem hún hefði fengið sér það nokkrum sinnum til að ná betri fókus við að pakka og skipuleggja sig. Átti stefnda að losa íbúðina 1. febrúar 2021. Í símtali stefnanda við stefndu þann 3. febrúar kvaðst stefnda enn vera að pakka niður og ætti erfitt með að komast í viðtal. Þá ætti hún pantaðan tíma 8. febrúar á og hlakkaði til að komast inn. Þá ætlaði stefnda að mæta í viðtal 5. febrúar en kvaðst ekki vilja gangast undir vímuefnapróf þar sem hún væri að nota amfetamín. Þann sama dag undirritaði stefnda áætlun um meðferð máls þar sem stefnda átti að leita sér vímu efnameðferðar, fara í endurmat á forsjárhæfni, taka við óboðuðu eftirliti, taka vímuefnapróf ef þurfa þætti, þiggja sálfræðiviðtöl og listmeðferð fyrir stúlkuna og vera í samvinnu við skóla, heilsugæslu o.fl. Taldi stefnandi stefndu vera sjáanlega undir áh rifum þennan dag. Þann 8. febrúar hringdi stefnda í stefnanda og kvaðst ekki hafa farið inn á eins og ráðgert hafði verið þar sem hún hafi þurft að klára að ganga frá íbúð sinni. Þá hafi bíl stefndu verið stolið og hún þyrfti að fara í skýrslutöku lögr eglu vegna þess. Þann 9. febrúar óskaði stefnandi eftir forgangi fyrir stefndu á . Var stefnda í meðferð á frá 15. febrúar 2021 til 2. mars 2021. Þá mætti stefnda í meðferð á þann 8. mars 2021 en við komu þangað kom í ljós að hún var á lyfjum se m ekki voru leyfð í . Var henni boðið að koma aftur í næstu viku ef hún væri hætt á lyfjunum. Stefnda fór á 15. mars en var vísað úr meðferð 27. maí s.á. vegna gruns um fíkniefnaneyslu en hjá henni fundust ampúlur og sprautur. Kvað stefnda þetta ver a brúnkuefni sem hún sprautaði í sig. Engin rannsókn fór fram á efninu og ekki mældust fíkniefni í stefndu þann dag. Stefnda skrifaði undir nýja áætlun um meðferð máls þann 27. maí 2021 um sömu skilyrði og í 11 fyrri áætlunum. Við brottvísun frá var stefn da húsnæðislaus þar sem foreldrar hennar neituðu að taka hana inn á heimilið. Í framhaldi kvaðst stefnda ætla til vinkonu sinnar sem hún hafði kynnst í meðferð. Þann 1. júní 2021 var í tvígang óboðað eftirlit reynt hjá stefndu en hún svaraði ekki í sí ma. Þann sama dag var stefnda stöðvuð af lögreglu við akstur og talið að hún hefði verið undir áhrifum fíkniefna. Í niðurstöðum blóðrannsóknar segir að í blóðsýni hafi mælst díazepam, klónazepam, kókaín 45ng/ml, nítraxepam og nordíaxepam. Stefnda hafi því verið óhæf til að stjórna ökutæki þegar sýni var tekið. Í símtali stefnanda við stefndu þann 2. júní kemur fram að stefnda hafi verið drafandi í tali og þvoglumælt. Stefnda kvaðst ekki komast á fund þann sama dag þar sem hún væri stödd úti á landi. Neitað i hún neyslu. Stefnda kvaðst þá mögulega vilja fara inn á til að styðja við edrúmennsku sína en hún væri búsett hjá vinkonu sinni og væri á leið upp í sumarbústað. Þann 3. júní svaraði stefnda ekki í síma. Þann sama dag kvaðst stefnda í tölvupósti vera í sumarbústað. Þann 7. júní hafði stefnda enn ekki svarað beiðni frá stefnanda um að koma í fíkniefnaprufu. Í greinargerð stefnanda þann 8. júní 2021 lagði ráðgjafi hjá stefnanda til að stefnda afsalaði sér forsjá stúlkunnar, og ef hún gerði það ekki yrði úrskurðað að stúlkan yrði vistuð utan heimilis í tvo mánuði. Þá verði borgarlögmanni falið að krefjast þess að stefnda yrði svipt forsjá stúlkunnar. Þann 10. júní var stefnda boðuð til viðtals hjá stefnanda með símtali en stefnda kvað símann vera bat teríslausan og skellti á og mætti ekki í boðað viðtal. Í tölvupósti þann 11. júní kvaðst stefnda koma milli 9.00 og 10.00 daginn eftir í þvagsýni en mætti ekki og svaraði ekki í síma. Á þessum tíma breytti stefnda um lögheimili þannig að í febrúar 2021 flu tti hún lögheimili sitt frá í Hafnarfirði að í Reykjavík. Þann 18. júní 2021 flutti hún lögheimili sitt frá að í Hafnarfirði. Þann 1. ágúst 2021 flutti hún lögheimili sitt aftur frá í og sama dag flutti hún lögheimilið frá að ] . Fyrir dóminum kvaðst hún eiga lögheimili í dag að en hefði aðsetur hjá föður sínum að í Reykjavík. Þann 15. júní úrskurðaði stefnandi að stefnda skyldi svipt forsjá yfir stúlkunni. Í bókun stefnanda frá 11. ágúst 2021 kemur fram að stefnda hafi óskað eftir því að fá umgengni einu sinni í viku yfir nótt á heimili móðurafa og - ömmu stúlkunnar. Faðir stúlkunnar var ekki samþykkur því nema undir eftirliti og kvað stefndu hafa verið undir áhrifum í síðustu umgengni. Þær upplýsingar hafði hann frá móð urbróður stefndu og eldri dóttur hennar. Þá hafi stefnda verið drafandi í tali í símtali við föður þann sama dag. Í framhaldi var lagt til að umgengni færi fram aðra hverja viku í fjögur skipti undir eftirliti að , tvær klukkustundir í senn. Í viðtali þ ann 17. ágúst sagðist stefnda vera samþykk ofangreindu fyrirkomulagi. Óskaði stefnda því eftir umgengni við stúlkuna um næstu helgi. Umgengni fór fram undir eftirliti þann 20. ágúst og gekk vel. Mældist stefnda neikvæð fyrir öllum efnum. Þann 1. september upplýsti stefnda í tölvupósti að hún væri að fara með hóp úr skólanum, sem væri biblíuskóli, í fram að föstudagskvöldi svo að umgengni hennar í ætti að frestast fram að þarnæstu helgi en stúlkan yrði komin í umgengni til móðurafa síns og - ömmu helgina sem hún kæmi frá . Í símtali við móðurafa var rætt um að hann tryggði öryggi stúlkunnar í umgengninni ef stefnda yrði á heimilinu líka. Þá var honum leiðbeint með að koma stefndu að hjá sálfræðingi og um niðurgreiðslu kostnaðar vegna þess. Dagin n eftir eða þann 3. september hafði móðurafi stúlkunnar samband við stefnanda og tilkynnti að umgengni móðurforeldra gæti ekki farið fram við stúlkuna þann sama dag á heimili þeirra þar sem stefnda væri í alls engu standi. Þá staðfesti faðir stúlkunnar að hafa sótt hana á heimili ömmu hennar og afa þar sem stefnda hafi verið þar í slæmu ástandi. Umgengni við móðurömmu og - afa fór fram þann 5. september á heimili móðurbróður stúlkunnar en stefnda var ekki viðstödd. Þann 17. september 2021 skrifaði stefnda u ndir umgengnissamning þannig að umgengni færi fram í 20. ágúst milli kl. 13.00 og 15.00 og 19. september frá kl. 12.00 til 14.00. Skilyrði fyrir umgengni var að móðirin gengist undir fíkniefnapróf áður. Stefnda mætti í fíkniefnapróf 17. september vegna fyrirhugaðrar umgengni þann 19. september og mældist hún jákvæð fyrir BUP og BENZO og dauf lína fyrir kókaín. Neitaði stefnda að hafa neytt kókaíns en hún tæki Subaxone og Benzó. Niðurstöður úr efnamælingu í þvagi lágu fyrir 23. september þar sem staðfest var að benzóýlekgónin, umbrotsefni kókaíns, hefði mælst í þvagi. Varðandi tilkynningu móðurafa stúlkunnar frá 3. september kvað stefnda það hafa verið misskilning. Hún hafi komið heim og verið að borða eplaköku og sofnað í sófanum og dottið á gólfið og 12 þe ss vegna hafi þessi misskilningur orðið. Aðspurð fyrir dómi hvort hún hafi ekki farið í ferð með kirkjunni eins og hún hafi tjáð þeim sagðist hún ekki hafa farið. Með tölvupósti frá stefndu til stefnanda þann 25. september segir stefnda frá því að þær mæð gur hafi átt ánægjulegt kvöld. Stefnda hafi dottað og allt í einu hafi barnið farið að gráta og viljað fara til föður síns. Hafi stefnda átt mjög erfitt í kjölfar þess. Fyrrverandi kærasti hennar hafi boðið henni að koma til sín að vinna og hún ætli að þiggja það og verði þar í ca 10 daga. Það verði því engin umgengni næstu helgi í en hún fari vestur á morgun, sunnudag. Stúlkan sagði sjálf frá að henni hafi þótt móðir sín að dotta og muldra einhverjar setningar. Hafi stúlkan síðar sama kvöld leitað á náðir ömmu sinnar og sagt henni að hún vildi fara heim. Í símtali stefnanda við stefndu þann 27. september neitaði stefnda því að hafa verið með kókaín í sér og afþakkaði umgen gni næstu helgi þar sem hún væri að fara út á land næstu tíu daga. Var stefnda þá upplýst um að næsta umgengni færi fram 16. október undir eftirliti. Þann sama dag sendi stefnda tölvupóst til stefnanda og kvaðst verða í helgina sem umgengni ætti að far a fram og óskaði eftir umgengni á föstudegi í staðinn. Stefnda mætti í umgengni þann 15. október 2021 undir eftirliti og við fíkniefnapróf mældist hún jákvæð fyrir kókaíni í munnvatnsprufu. Stefnda neitaði því að hafa tekið kókaín. Fór umgengni fram í þrj ú korter eða þar til staðfest var að kókaín mældist einnig í þvagi stefndu. Var þá umgengni slitið. Var stefndu þá boðið far með ráðgjafa sem hún þáði ekki þar sem hún kvaðst vera sjálf á bíl. Í framhaldi var stefnda tekin af lögreglu vegna aksturs undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Samkvæmt niðurstöðum Rannsóknastofu mældist benzó í þvagi hennar og umbrotsefni kókaíns ásamt fleiri efnum. Stefnda átti að hafa umgengni föstudaginn 29. október undir eftirliti og átti að undirgangast fíkniefnapróf áður kl. 11.00 um morguninn. Rúmlega kl. tvö aðfaranótt 26. október kvaðst stefnda mæta en á fimmtudeginum kvaðst hún ekki komast þar sem hún væri með ælupest og gæti því ekki hitt stúlkuna daginn eftir. Þann 6. nóvember 2021 fór stúlkan í umgengni hjá móðurbróður sínum þar sem fjölskyldumyndataka átti að fara fram. Var stefnda þar einnig stödd. Næsta umgengni var fyrirhugðuð 13. nóvember kl. 11.00 til 13.00 í sem fór fram og gekk vel. Umgengni við móðurafa stúlkunnar var samþykkt á heimili hans þann 20. nóvember og ætlaði hann að vera viðstaddur umgengnina allan tímann en stefnda væri þar einnig. Umgengni var fyrirhuguð undir eftirliti þann 27. nóvember 2021. Lögmaður stefndu hafði þá samband við stefnanda og kvað að stefnda kæmist ekki í þá umgengni og að hún óskaði eftir því að engin umgengni færi fram í bili þar sem móðuramma stúlkunnar væri mikið veik og komin á líknardeild. Móðir stefndu lést sl. Fékk stúlkan að heimsækja ömmu sína á líknardeild og vera með ættingjum eftir lát hennar. Þá var óskað eftir umgengni á heimili móðurafa vegna undirbúnings jarðarfarar sem var veitt og gekk vel. Í gögnum málsins eru upplýsingar frá lögreglu um að stefnda hafi verið tekin fyrir þjófna ð í þann 18. desember sl. Þá var tilkynnt um árekstur rúmlega klukkan tvö þá sömu nótt og haft eftir vitnum að stefnda hafi skilið eftir miða með símanúmeri og að bílstjórinn hafi ekki verið hæfur til að aka bíl og verið mjög dónaleg í samskiptum. Lögr eglan hafði samband við stefndu sem neitaði að gefa upp hvar hún væri stödd og samkvæmt lögreglu hafi stefnda verið sljó í tali og samskipti við hana mjög ruglingsleg en hún hafi neitað því að vera undir áhrifum. Umgengni fór fram á heimili stefndu á jól adag og gisti stúlkan. Móðurafi hafi fullyrt við föður stúlkunnar að hann tæki ábyrgð á því að stefnda væri ekki undir áhrifum og að hún yrði edrú í umgengninni. Faðirinn hafi því samþykkt umgengnina en í framhaldi óskaði hann eftir því að öll umgengni fær i fram á vegum barnaverndar þar sem stefnda væri að koma inn skilaboðum til stúlkunnar um það hvað hún ætti að segja starfsmönnum barnaverndar. Móðurafi stúlkunnar óskaði aftur eftir umgengni helgina 15. eða 16. janúar 2022 í tengslum við afmæli stúlkunn ar. Var gert að skilyrði að stefnda undirgengist fíkniefnapróf áður. Stefnda kvaðst hafa verið búin að binda sig við annað og kæmist ekki á fund stefnanda. Hún kæmist hins vegar á mánudeginum. Stefnda kvaðst þá ætla að fresta þessu. Þann 1. febrúar sl. gre indist stúlkan með covid - 19. Í tölvupósti frá 13 stefnanda til lögmanns stefndu er lagt til að umgengni verði ákveðin 12. febrúar 2022. Þann 7. febrúar upplýsir stefnandi að umgengni hafi átt sér stað við móðurafa þann 13. janúar sl. Tölvupóstur hafi verið se ndur á móður þann 26. janúar og hún boðuð í viðtal og vímuefnapróf en hún engu svarað. Var lagt til að stefnda mætti kl. 10.00 þann 11. febrúar í viðtal og umgengni yrði skipulögð 12. febrúar. Í símtali við lögmanninn þann 11. febrúar kom fram að stefnda h efði ekki mætt í viðtalið kl. 10.00 eins og boðað var. Kvaðst lögmaðurinn þá hafa gleymt að upplýsa stefndu um það og óskaði hann eftir tíma síðar þann dag. Síðar þann dag upplýsti lögmaðurinn svo að móðurafi stúlkunnar hafi greinst með covid og væri mikil l covid - kvíði hjá þeim mæðginum. Fresta yrði því umgengni fram að næstu helgi. Þann 22. febrúar kvað lögmaður stefndu hana vilja hitta starfsmenn stefnanda næsta föstudag og að umgengni yrði þá um næstu helgi. Þann 2. mars hafði lögmaður stefndu samband vi ð stefnanda og óskaði eftir fundi fyrir stefndu á föstudeginum og umgengni um helgina. Var stefndu ætlaður tími til viðtals kl. 10.00 á föstudagsmorgni. Þann 4. mars upplýsti lögmaður stefndu um að hún væri að vinna föstudaginn og um helgina og því yrði hv orki fundur né umgengi þá helgi. Var þessu svarað með því að umgengni gæti farið fram mánudag, þriðjudag eða miðvikudag í næstu viku frá kl. 16:30 til 18:30 og óskað eftir því að fá svar við því sem fyrst. Engin gögn eru um að fyrirhuguð umgengni hafi fari ð fram. Þann 9. mars sl. kvað faðir stúlkunnar móðurafa hennar hafa beðið um að fá að sækja stúlkuna eftir skóla og fara með hana í vöfflukaffi til bróður stefndu. Hafi faðirinn leyft það. Stúlkan hafi eftir það sagt föður sínum að afi hennar hafi keyrt h ana beint í þar sem hann hafi skilið hana eina eftir með stefndu og þær verið þar tvær saman. Stúlkan skýrði einnig frá þessu í samtali við dóminn við upphaf aðalmeðferðar. Sagði hún skýrt frá að henni hafi ekki liðið vel í þessum aðstæðum þar sem hún hafi ekki Stefnda kvaðst í tölvupósti þann 9. mars sl. hafa veikst af covid og óskaði eftir umgengni í þá næstu helgi. Var stefnda beðin um staðfestingu frá Heilsuveru en þau gögn sem ligg ja fyrir í málinu og starfsmaður stefnanda kvaðst hafa fengið eru ólæsileg, þ.e. ekkert kemur fram í gagninu við hvern er átt. Stefnda svaraði ekki síma starfsmanns stefnanda þegar dró að fyrirhugaðri umgengni þann 12. mars sl. Var næsta umgengni fyrirhugu ð 18. eða 19. mars sl. Í gögnum málsins liggja fyrir upplýsingar um að stefndu hafi verið birt fyrirkall vegna ákæru fyrir umferðar - og hegningarlagabrot. Í vottorði frá þann 15. október 2021 segir að stefnda hafi útskrifast úr sinni 9. innlögn frá þann 2. mars 2021 og hafi verið um tíma á viðhaldsmeðferð. Hún mun hafa verið í um tíma en hætt að sækja Suboxone í maí 2021. Hún hafi aftur komið til innlagnar á 25. júní til 13. júlí 2021 og þá komið beint úr blandaðri vímuefnaneyslu og feng ið afeitrun. Þar hafi aftur verið hafin viðhaldsmeðferð með Suboxone sem hún hafi sótt reglulega frá útskrif af og einnig mætt í tvígang í reglubundin viðtöl hjá lækni. Hún hafi fengið góða umsögn áfengis - og vímuefnaráðgjafa í þessari síðustu innlögn, mætt í alla dagskrá og útskrifast með plön um að sækja göngudeild en þau hafi nú breyst og muni hún vera í einhvers konar jafningjastuðningi á eigin vegum. Málsástæður og lagarök stefnanda. Stefnandi byggir á að skilyrði a - og d - liða 1. mgr. 29. gr. barn averndarlaga séu uppfyllt í þessu máli þar sem daglegri umönnun, uppeldi eða samskiptum milli stefndu og stúlkunnar sé alvarlega ábótavant með hliðsjón af aldri hennar og þroska og fullvíst er að líkamlegri eða andlegri heilsu eða þroska stúlkunnar sé hætt a búin sökum augljóslegrar vanhæfni stefndu, þá fyrst og fremst vegna langvarandi vímuefnavanda stefndu sem henni hefur ekki tekist að vinna bug á. Hagsmunir stúlkunnar eru ekki tryggðir hjá stefndu. Líkt og þegar hefur verið rakið er tiltölulega stutt sí ðan sambærileg krafa var borin fyrir dómstóla. segja að stuðningsúrræði hefðu ekki borið árangur, góð og sterk tengsl væru milli þeirra mæðgna, þá væri st efnda með eigið húsnæði, væri í fullu námi og nyti ríks stuðnings fjölskyldu sinnar. Eftir uppkvaðningu dómsins hafa þó borist upplýsingar sem sýna að þessar forsendur voru rangar og eru í dag brostnar. Líkt og þegar hefur verið rakið hefur stefnda sjálf, á síðari stigum eftir að áfrýjunarfrestur leið í fyrra málinu, gengist við því að hafa verið í neyslu árið 2020 og fyrri hluta árs 2021. Þá telur stefnandi að þær ályktanir sem dregnar voru varðandi líðan og afstöðu stúlkunnar og tengsl þeirra mæðgna í nið urstöðu Héraðsdóms 14 Reykjaness hafi ekki notið fullnægjandi stoðar í fyrirliggjandi gögnum. Nýlegri upplýsingar varðandi líðan og afstöðu stúlkunnar renni frekari stoðum undir það. Nú liggur fyrir að stefnda er ekki lengur með eigið húsnæði. Eftir uppkvaðni ngu úrskurðar stefnanda flutti stefnda lögheimili sitt tímabundið aftur til Hafnarfjarðar, án þess að upplýsa barnavernd um þann flutning, og hefur síðan aftur flutt lögheimilið til Reykjavíkur á heimili foreldra sinna. Að því er varðar nám og atvinnu þá b árust þær upplýsingar frá Háskóla Íslands að stefnda hefði í raun aðeins verið skráð í nám en hún hvorki mætt í tíma né skilað verkefnum í því. Þá virðist sem dregið hafi verulega úr stuðningi fjölskyldu sem vildi a.m.k. ekki taka á móti stefndu þegar henn i var vísað úr meðferð . Þessu til viðbótar verður ekki framhjá því litið að nýleg gögn og upplýsingar í málinu bera með sér að forsendur þeirra meðferðaráætlana samkvæmt 23. gr. barnaverndarlaga sem hafa verið gerðar við stefndu í kjölfar dómsins hafi brostið enda hafi stefndu ekki tekist að viðhalda edrúmennsku til lengri tíma, vera til samvinnu um óboðað eftirlit og undirgangast vímuefnapróf í samræmi við óskir um slíkt. Að mati stefnanda liggur nú fyrir með óyggjandi hætti að stefndu hafi ekki tekis t að nýta sér þau víðtæku stuðnings - og meðferðarúrræði sem henni hafi boðist til að bæta forsjárhæfni sína. Í málinu hafa verið gerðar ellefu meðferðaráætlanir á grundvelli 23. gr. barnaverndarlaga. Í þessum áætlunum var það grundvallarskilyrði að stefnd a héldi sig frá vímuefnum og myndi viðhalda edrúmennsku, myndi fara í meðferð og sinna óboðuðu eftirliti og sæta vímuefnaprófunum. Stefnda hefur ítrekað brotið þessi skilyrði svo sem að framan greinir. Þá hefur víðtækur stuðningur verið reyndur fyrir stefn du í gegnum árin, án árangurs. Stefnda hefur farið í margar vímuefnameðferðir og fengið margvíslegan stuðning í formi eftirfarandi meðferðar - og stuðningsúrræða, s.s. , sálfræðiviðtöl og þjónusta frá þjónustumiðstöð. Stefnda hefur ekki tekið á vímuefnav anda sínum með viðunandi hætti og er þannig augljóslega vanhæf til að fara með forsjá stúlkunnar. Virðist innsæi stefndu í eigin vanda vera takmarkað og hún hefur ríka tilhneigingu til að gefa skýringar á jákvæðum mælingum prófa og hefur að jafnaði ekki vi ljað viðurkenna að vera í virki neyslu þótt hún hafi síðan á síðari stigum gengist við því. Frá því að niðurstaða forsjárhæfnismats lá fyrir í janúar 2020, þar sem fram kemur að falli stefnda á vímuefnabindindi sínu sé hún ekki fær um að fara með forsjá s túlkunnar, hefur stefnda mælst ítrekað jákvæð á vímuefnaprufum. Í fyrra dómsmáli voru skýringar stefndu lagðar til grundvallar þrátt fyrir að vera í ósamræmi við gögn sem sýndu fram á ítrekaðar staðfestar jákvæðar mælingar. Lagt var til grundvallar að stef hafi verið í neyslu árið 2020, þar af mikilli neyslu seinni hluta árs 2020 og fyrri hluta árs 2021. Þá benda gögn frá lögreglu, upplýsingar frá , nýjar tilkynningar og samskipti stefndu við barnavernd til þess að stefnda sé enn í virkri neyslu. Þar sem brýnt er að tryggja stúlkunni öryggi, stöðugleika og viðunandi uppeldisskilyrði, er það mat stefnanda að hagsmunum hennar sé best borgið með því að stefnda verði svip t forsjá hennar. Stúlkan hefur þegar ítrekað, líkt og rakið hefur verið, verið vistuð utan heimilis og hefur langtímum saman dvalið alfarið hjá föður sínum. Stúlkan hefur nú dalið hjá honum frá 4. febrúar 2020 og nýlegar upplýsingar gefa til kynna að staða stúlkunnar í dag sé góð og henni líði vel hjá föður sínum og stjúpmóður. Stefnda hefur fengið fjölmörg tækifæri til að taka á sínum málum en hvorki nýtt þau né boðinn stuðning. Hún hefur ekki verið í stakk búin til að sinna forsjárskyldum sem skyldi gagnv art dóttur sinni. Það eru grundvallarréttindi barna að búa við stöðugleika í uppvexti og þroskavænleg skilyrði. Stefnandi telur að það hafi sýnt sig að stefnda sé óhæf til að tryggja stúlkunni þá vernd og umönnun sem hún á skýlausan rétt á. Forsjárréttur foreldra takmarkast af þeim mannréttindum barna að njóta forsvaranlegra uppeldisskilyrða. Þegar hagsmunir foreldris og barns vegast á vega hagsmunir barnsins, hvað því er fyrir bestu, þyngra á vogarskálunum. Í því máli sem hér um ræðir er stúlkunni fyrir b estu að alast upp við stöðugleika og vega þeir hagsmunir því þyngra en hagsmunir stefndu. Þessi regla er grundvallarregla í íslenskum barnarétti og kemur einnig fram í þeim alþjóðlegu sáttmálum sem Ísland er aðili að. Hinu opinbera er og skylt að veita bör num vernd svo sem fyrir er mælt um í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, barnaverndarlögum og lögum um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins nr. 19/2013. Þá á reglan sér einnig stoð í 2. mgr. 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. 15 lö g nr. 62/1994, og í alþjóðasamningi Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi sem Ísland hefur fullgilt. Með skírskotun til alls framanritaðs, meginreglna í barnaverndarrétti, sbr. 4. gr. barnaverndarlaga, og gagna málsins, og með hagsmuni barnsins að leiðarljósi, gerir stefnandi þá kröfu að stefnda, A , kt. , verði svipt forsjá dóttur sinnar, B , sbr. a - og d - liði 1. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga , enda muni önnur og vægari úrræði ekki skila tilætluðum árangri. Málsástæður og lagarök st efndu. Stefnda krefst sýknu af kröfu stefnanda. Stefnda kveður að tilkynningar sem hafi borist stefnanda á árinu 2015 hafi stafað frá henni sjálfri. Þá hafi hún farið í meðferð á og gengið vel. Barnið hafi þá verið vistað hjá föður sínum í þrjá mánuði en ekki sex eins og segi í stefnu. Þá hafi tilkynningar sem bárust á árinu 2018 ekki átt við rök að styðjast. Stefnda kveður að þegar lögreglan hafði afskipti af henni fyrir utan húsn æði stefnanda í febrúar 2020 þá hafi mælst í henni amfetamín en áður hafði hún tekið brennslutöflur sem gátu hafa innihaldið amfetamín án hennar vitneskju. Þegar lögregla hafði afskipti af henni í febrúar 2020 hafi greinst í henni lyfseðilsskyld lyf sem hú n hafi fengið hjá lækni. Þá hafi stefnda sagt heiðarlega frá því að hún hafi fengið efni fyrir sig þegar hún var að taka til í búslóð sinni í . Stefnda kveðst byggja nú á sömu málsástæðum og í fyrra máli Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E - /2020 en þar hafi verið staðfest að ekki væri hægt að sýna fram á það með beinum hætti að stefnda væri í neyslu fíkniefna og ekki væri sýnt fram á að öll von væri úti er varðaði forsjárhæfni stefndu. Byggir stefnda nú á sömu sjónarmiðum og koma fram í forsendum fyr ri dóms. Ekki hafi liðið nema sex mánuðir frá uppsögu fyrri dóms og þar til stefnandi tók þá ákvörðun að höfða nýtt mál. Hafi stefnda því einungis fengið sex mánuði til að sýna fram á forsjárhæfni sína og þiggja af stefnanda aðstoð. Því er mótmælt að stefn du hafi verið vísað úr meðferð í vegna neyslu hennar. Rétt sé að hún hafi verið með efni sem heiti Melanotan II. Sé efnið hættulaust og mikið notað af almenningi. Fyrir það hafi stefndu gengið mjög vel og verið í samstarfi við barnavernd en eftir fráví sunina hafi hallað undan fæti. Stefnda hafi misst tímabundið það bakland sem hún hafði haft en fjölskyldan hafi tekið hana aftur í sátt. Þá mótmælir stefnda því að hún hafi viðurkennt neyslu á fundi stefnanda og að hún hafi verið í neyslu meira og minna al lt síðasta ár. Hún hafi sagt að síðastliðið ár hafi verið mjög erfitt fyrir hana. Stefnda byggir á því í greinargerð sinni að lítil sem engin aðstoð hafi verið frá stefnanda eftir að sýknudómur gekk í nóvember 2020. Telur stefnda að skilyrði a - liðar 1. m gr. 29. gr. barnaverndarlaga séu ekki uppfyllt. Liðurinn fjalli um að daglegri umönnun, uppeldi eða samskiptum foreldra og barns sé alvarlega ábótavant með hliðsjón af aldri þess og þroska. Fyrir liggi að stefnda sé í góðum tengslum við barnið sitt. Því sé ekki mótmælt að stefnda hafi átt við fíknisjúkdóm að stríða en henni hafi þó gengið það vel að barnaverndarnefnd hafi lokað málum hennar í gengnum tíðina þar sem henni hafi gengið vel að vera í samvinnu og reynt að standa sig. Þá komi fram í forsjárhæfnis mati frá 13. janúar 2020 að hæfni hennar til að annast dóttur sína sé með ágætum haldi hún edrúmennsku sinni. Þegar litið sé til þess að í þessi fáu skipti sem stefnda hafi sprungið á bindindinu þá hafi hún sjálf leitað sér aðstoðar og ávallt komið barninu í skjól. Um sé að ræða örfá skipti sem hún hafi fallið þrátt fyrir að hún hafi farið í fulla meðferð eins og henni bar. Þá verði að líta til þess að barnið hafi ávallt farið til föður síns meðan á því ástandi stóð. Það liggi ljóst fyrir að löggjafinn eigi við að greinin eigi einungis við þegar um mjög alvarleg tilfelli sé að ræða. Það sé mat stefndu að hugsunin á bak við þessa lagagrein sé ekki að stefnandi geti gefið staðar fyrir þau mál þar sem engin spurning er að daglegri umönnun barnsins sé alvarlega ábótavant. Því sé ekki til að dreifa í þessu máli. Þá verði að líta til þess að stefnda hefur verið í góðum samskiptum við föður stúlkunnar og hafi einnig mjög sterkt bakland. Hún hafi mjög góða innsýn í þarfir stúlkunnar og megi m.a. benda á bréf I læknis sem hafi sinnt stúlkunni vegna hennar. Þá liggja fyrir dómskjöl þar sem stefndu eru gefin mjög góð meðmæli. Að þessu virtu séu skilyrði a - liðar 1. mgr. 29. gr. ba rnaverndarlaga ekki uppfyllt. Þá byggir stefnda á því að skilyrði d - liðar 1. mgr. 29. gr. laganna séu ekki uppfyllt. Skilyrðin séu að fullvíst sé að líkamlegri og andlegri heilsu barns eða þroska sé hætta búin sökum þess að foreldrar séu 16 augljóslega vanhæ fir til að fara með forsjána. Stefnandi hafi ekki sýnt fram á að stefnda sé svo vanhæf að heilsu barnsins eða þroska sé hætta búin. Stefnda byggir einnig á því að skilyrði 3. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga séu ekki uppfyllt. Telur stefnda að vægari úrræðu m hafi ekki verið beitt utan að stúlkan hafi verið vistuð utan heimilis meðan stefnda hafi í fortíðinni leitað sér aðstoðar. Ógrynni séu til af úrræðum hjá stefnanda til að aðstoða stefndu. Staðreyndin sé sú að það eru engin vandamál hjá stefndu að meintri undanskildu. Í raun þá sé það svo að barnavernd hafi ekki séð þörfina til þess að gefa stefndu nein úrræði önnur en þau að aðstoða hana við að halda edrúmennsku sinni, sem einmitt ýti undir það að umræddar lagagreinar sé u ekki uppfylltar. Stefnda hafi hins vegar ætíð viljað vera í samvinnu við stefnanda og viljað fá hverja þá aðstoð sem stefnandi geti veitt hverju sinni. Stefnda byggir kröfu sína um sýknu einnig á því að beita megi vægari úrræðum en forsjársviptingu. St efnda hefur sjálf ítrekað sagt að hún myndi samþykkja vistun barnsins utan heimilis meðan hún sannaði edrúmennsku sína eins og hún hafi gert á meðan málið hefur beðið dómsmeðferðar. Hún hafi sjálf farið og gefið þvagprufur hjá heilsugæslu með reglubundnum hætti. Þá hljóti að vera til fleiri úrræði hjá stefnanda önnur en vistun utan heimilis og forsjársvipting. Forsjársvipting sé hugsuð sem lokaúrræði þegar bókstaflega ekkert annað sé í stöðunni; úrræði sem nota megi þegar málið er þannig úr garði gert að ba rninu standi hætta af því að vera í umsjá foreldra sinna. Því sé bara ekki til að dreifa í máli þessu. Þá verði að líta til þess að stefnda er með sameiginlega forsjá með föður stúlkunnar. Barnið hafi því alltaf skjól hjá öðru hvoru þeirra og því sé engin brýn nauðsyn í þessu máli. Staðreynd málsins sé sú að stefnandi hafi myndað sér ákveðna stefnu þar sem farið er í forsjársviptingu þegar stefnandi líti svo á að viðkomandi hafi fengið næg tækifæri. Lítið sé metið hvort slíkt alvarlegt úrræði sé nauðsynlegt eða tímabært. Þá hafi því ekki verið gefið tækifæri að málið fengi vinnslu líkt og dómur taldi rétt í fyrra máli. Þá telur stefnda að líta verði til 1. tl. 3. mgr. barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem kveður á um að ávallt skuli taka ákvarðanir sem eru b arninu fyrir bestu. Það sé mat stefndu að barninu sé best borgið í sinni umsjá, jafnvel þótt hún muni þurfa aðstoð frá barnaverndarnefndum. Þá vill stefnda benda á 5. og 7. gr. sáttmálans um rétt barnsins til að fá umönnun foreldra sinna. Þá má aftur benda á umsögn I læknis sem rætt er hér að ofan þar sem það sé bersýnilega hans mat að það sé ekki barninu fyrir bestu að hrófla við forsjártilhögun þess, og segir hann meðal annars í umsögn sinni að barnið leiti í öryggi sitt til móður sinnar. Þá bendir stefnd a á dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 382/2007. Þá sé horft fram hjá meðalhófsreglunni, sem sé að finna eins og áður segir í 2. mgr. 29. gr. og í 7. mgr. 4 gr. barnaverndarlaganna. Það eigi að beita vægustu úrræðum til að ná þeim markmiðum sem að er stef nt. Það skal ekki farið fram á forsjársviptingu ef hægt er að beita vægari úrræðum. Þá sé það eitt af meginreglum barnaverndarlaga að stuðla að því að börn búi við viðunandi aðstæður, ekki að börnin búi við bestu mögulegu aðstæður. Ef foreldrar geta boðið börnum sínum upp á viðunandi aðstæður þá eigi ekki að svipta þau forsjá barna sinna lögum samkvæmt. Í 2. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga sé tekið fram að kröfu um forsjársviptingu skuli aðeins gera ef ekki er unnt að beita öðrum og vægari úrræðum til úrbót a eða slíkar aðgerðir hafi verið reyndar án viðunandi árangurs. Það sé hægt að beita vægari úrræðum í þessu máli. Til að mynda óboðað eftirlit, úrræði á vegum sálfræðinga og geðlækna, uppeldisfræðinga, úrræðið Ylfa o.fl., sem enn sé óreynt, og ekki hafi ve rið gerð tilraun til þess að reyna það á stuttu sex mánaða tímabili. Markmið barnaverndarlaganna sé að styrkja uppeldishlutverk fjölskyldunnar og það almenna sjónarmið að hagsmunir barna séu að öllu jöfnu best tryggðir með því að þau alist upp hjá foreldr um sínum. Það sé í samræmi við almenna meðalhófsreglu, sbr. 7. mgr. 4. gr. og 2. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, sbr. 12. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Í þessu máli verði að teljast að meðalhóf sé hreinlega gert að engu. Það verði að teljast forsjársviptingu að málinu sé bara stefnt jafnóðum aftur inn til dóms. Verði að spyrja sig hvort stefnandi muni halda þessum hætti þá áfram allt þar til dómstóllinn verður sammála og s viptir stefndu forsjá. Í mannréttindasáttmála Evrópu, sem lögfestur var með íslenskum lögum nr. 62/1994, komi fram í 8. grein sáttamálans að sérhver maður eigi rétt til friðhelgi einkalífs síns, fjölskyldu og heimilis. Nokkuð mörg mál hafi farið í gegnum Mannréttindadómstól Evrópu vegna brota á 8. gr. sáttmálans vegna 17 barnaverndarmála, þá einna helst málið sem féll í yfirrétti Mannréttindadómstóls Evrópu frá því 10. september 2019, í máli nr. 37283/13, þar sem mannréttindadómstóllinn komst að því að barna verndin í Noregi hefði brotið gegn 8 gr. sáttamálans þegar foreldrar voru sviptir forsjá barna sinna og umgengnin var í algjöru lágmarki. Stefnandi hafi horft til barnaverndarnefnda í Noregi við þróun sinnar stofnunar. Þá sé það svo að ef foreldrar eru svi ptir forsjá þá sé það opinber stefna stefnanda að minnka öll tengsl barna við foreldra sína. Sé það gert með umgengni sem er í algjöru lágmarki, eins og til að mynda í þessu máli þar sem stefnda hefur bara fengið að hitta barnið sitt tvisvar sinnum í mánuð i, tvær klukkustundir í senn undir eftirliti stefnanda í húsnæði stefnanda. Þá hafi símtöl við barnið verið minnkuð frá átta sinnum í mánuði í tvisvar í mánuði. Sýni þetta hvað koma skal fái þessi krafa fram að ganga og sé það þvert á hagsmuni barnsins og skýrt brot á 8. grein sáttmálans. Þess beri að geta að stefnandi hafi gengið svo langt í þessu máli að minnka umgengni við barnið með þeim rökum að hún hafi til að mynda verið tekin á hraðamyndavél við of hraðan akstur. Stefnandi hefur nær einungis í mál inu lagt fram rökstuðning vegna meintrar sprungu á bindindi stefndu. Það sé óhjákvæmilegt að fjalla því örlítið um fíknisjúkdóm og hvernig hann virki. Það að falla á fíkniefnabindindi sé huglæg afstaða einstaklingsins hverju sinni. Einstaklingurinn ákveði að hann ætli að neyta efna og þannig springa á bindindi sínu. Sprungan er huglæg afstaða einstaklingsins til þess að hann ætli að neyta efna að fullu meðvitaður um að það þýði að bindindi hans hafi verið rofið. Það að taka inn fíkniefni fyrir mistök telst ekki sem fall á fíkniefnabindindi þar sem einstaklingurinn hefur ekki tekið huglæga afstöðu til þess að neyta efna. Það sé algengur misskilningur um fíknisjúkdóm að það eitt að taka fíkniefni fyrir mistök sé flokkað sem fall. Hafi einstaklingurinn ennþá hu g á því að vera edrú og heldur áfram í sínu prógrammi þrátt fyrir þessi mistök þá teljist hann ennþá edrú. Þá hefur stefnandi í þessu máli gert þau grundvallarmistök að horfa til þeirra lyfja sem stefnda fái ávísað frá lækni. Það sé ekki í verkahring stefn anda að hafa eftirlit með eða taka afstöðu til þeirra lyfja sem læknir ávísi henni, nema auðvitað ef stefnandi hefur gráðu í læknisfræði. Í þessu máli þá hafi stefndu gengið stórkostlega vel. Hún hafi líkt og áður segir verið nemandi í við Háskóla Ísl ands, og hefur líkt og gögn málsins beri með sér mætt í öll þau úrræði sem henni hafa staðið til boða, svo sem eins og , með virkilega góðum árangri og metnaði. Það sé því alveg ljóst að mati stefndu að þrátt fyrir það að hún hafi tekið megrunartöflur sem innihéldu amfetamín þá hafi hún ekki fallið á bindindi sínu. Hún hafi haldið áfram sinni edrúmennsku af krafti. Það sé því mat stefndu að hún hafi ekki fallið á bindindi sínu. Hins vegar skal það fært fram í málinu að í apríl sl. þá hafi stefnda sprung ið á bindindi sínu í einn dag. Það hafi hún viðurkennt og ekki reynt að leyna. Því sé gert að því skóna í stefnu að stefnda hafi með einhverjum hætti verið að reyna að flýja barnavernd. Það sé alrangt. Hið rétta sé að stefnda, vitandi um að hún hafi sprung ið í einn dag, hafi fengið ofsakvíðakast þar sem hún vissi að slík sprunga gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir líf hennar og dóttur hennar. Hún hafi þurft að fara á spítala, en vissi mæta vel að þar yrði hún prófuð. Þetta sé óumdeilt í málinu, en það ve rði að líta til þess að þessi tími hafi verið stefndu gríðarlega þungbær. Á covid - tímabili var stefnda ekki bara einungis einangruð frá dóttur sinni heldur líka fjölskyldu sinni. Þá hafi engir AA - fundir verið eða fundir hjá á tímabilinu, engin skóli og hreinlega engin úrræði. Stefnda réttlæti ekki þessi mistök sín, en hún hafi viðurkennt þau. Stefnda hafi ávallt borið hagsmuni barns síns fyrir brjósti. Hún sé mjög tengd stúlkunni og stúlkan er mjög tengd henni. Stefnandi sé hér að stíga mjög harkalega til jarðar og hlaupi til í úrræði sem séu til staðar fyrir neyðartilfelli. Stefnda sé góð móðir, sinni barninu sínu vel og hafi góða innsýn inn í þarfir þess. Stefnda hafi sterkt bakland frá fjölskyldu sinni sem sé tilbúið til að aðstoða hana eins og þörf sé á. Það liggi alveg ljóst fyrir stefndu í þessu máli að stefnandi sé að ganga hér langt út fyrir meðalhóf með kröfu sinni fyrir dómi. Stefnda telji að stefnandi hafi ekki gert neitt til að reyna að aðstoða hana þrátt fyrir að hún sé tilbúin til þess að þ iggja alla þá aðstoð sem völ er á. Skýrslutökur fyrir dómi. Við aðalmeðferð málsins gaf stefnda skýrslu og vitnin H , J , K , F , L , M og D . Verður vitnað til framburðar þeirra við úrlausn málsins eins og þörf þykir. Sálfræðilegt mat á forsjárhæfni. 18 Í málinu liggur fyrir forsjárhæfnismat sem D sálfræðingur vann á tímabilinu 20. september 2019 til 20. janúar 2020. Hefur því mati ekki verið hnekkt. Við gerð matsins fóru fram sjö viðtöl við móður, eitt viðtal við barnið og heimsókn á heimili móður og bar ns. Í matsgerðinni er saga og fortíð stefndu rakin sem ekki er þörf á að rekja frekar í máli þessu. Á þeim tíma var stúlkan viku og viku til skiptis hjá foreldrum sínum. Stefnda mætti of seint í viðtal þann 7. nóvember 2019 og aftur þann 20. nóvember s.á. Var ákveðið að matsmaður kæmi á heimili stefndu þann 5. desember 2019 en stefnda óskaði eftir fresti á þeirri heimsókn. Varð ekki af heimsókn matsmanns fyrr en 9. janúar 2020. Gaf matsmaður heimili stefndu góða einkunn og lýsti góðum samskiptum á milli ste fndu og barnsins. Haft er eftir stefndu í matinu að uppáhaldsefni hennar hafi verið amfetamín og kókaín og undir það síðasta kókaín. Neyslan hafi verið það slæm síðast að hún ætlaði aldrei að byrja aftur. Hún hafi sprautað sig, notað róandi lyf og skynvi llulyf ásamt kannabis. Hún hafi ekki mikið notað áfengi en hún hafi verið edrú frá því í mars. Stefnda hafi tvisvar setið í fangelsi. Í samantekt úr MINI 5 geðgreiningarviðtalinu segir að ekki komi fram mikil saga um þunglyndi utan neyslutíma og ekki komi fram þunglyndiseinkenni í dag. Þá segir að hún uppfylli viðmið fyrir F10.2 lyfjafíkn (fíkniefnaánetjun). Stefnda kemur vel út úr WASI - IS greindarprófi. Niðurstaða úr BPI persónuleikaprófi segir um styrkleika að stefnda virðist vera opin persóna og hafi ánæ gu af samvistum við annað fólk. Hún hafi gaman af að spjalla, þekki mikið af fólki og eyði miklum tíma með öðrum. Hún sýni sjálfsöryggi í samskiptum við annað fólk og sé ekki hrædd við að hitta ókunnuga. Hún tali af öryggi um ýmis umræðuefni og hafi trú á eigin hæfileikum til að framkvæma hluti. Hún taki hlutunum eins og þeir birtist án þess að vera með mikinn ótta eða áhyggjur. Um veikleika segir að stefnda sýni viðhorf sem víki talsvert frá hefðbundnum félagslegum gildum. Hún hafi tilhneigingu til að fara á svig við sannleikann og hegði sér á siðferðilega rangan og ótraustverðan hátt. Stefnda sé líklegri en aðrir til að finna ekki til sektarkenndar og geti hegðað sér á óábyrgan hátt, ólíkt því sem flestir geri. Úr öðrum prófum kemur stefnda vel út. Þá ligg ur fyrir að stúlkan hefur verið greind með og fór á árunum 2013 og 2017 í aðgerð vegna meðfædds . Í niðurstöðum sálfræðimatsins segir m.a. að stúlkan hafi fæðst með og einnig fengið ung. Stefnda hafi getað tekið sig á til að sinna veikindu m dóttur sinnar en þó í stuttan tíma í einu. Stúlkan hafi í nokkur skipti verið sett í umsjá foreldra stefndu eða föður síns til lengri eða skemmri tíma þar sem stefnda hafi verið í neyslu fíkniefna. Stefnda hafi áður farið í og önnur úrræði sem hafi h ingað til ekki borið árangur nema til styttri tíma. Stúlkan hafi verið tekin úr umsjá stefndu í janúar árinu áður þar sem stefnda hafði gleymt að ná í hana í leikskólann. Stefnda hafi lokið meðferð í júní 2019 og hafi í framhaldi farið á áfangaheimili en sé komin í íbúð í Hafnarfirði. Stúlkan sé viku og viku hjá foreldrum til skiptis og gangi í . Skólinn hafi áhyggjur af þroskastöðu stúlkunnar og námsgetu. Þá segir að matsferlið hafi gengið vel og stefnda allan tímann stundað sitt prógramm og geng ið vel með tilliti til edrúmennsku. Hún hafi yfirleitt gott jafnaðargeð en vegna erfiðleika í samskiptum við eldri dóttur sína hafi hún farið úr jafnvægi og viðhorfin breyst. Í viðtölum hafi stefnda verið opin um vanda sinn en virtist þó í ákveðinni vörn o g gerði minna úr neyslu sinni og afleiðingum hennar en kom fram í gögnum barnaverndar. Þá segir að stefnda uppfylli viðmið fyrir lyfjafíkn/fíkniefnaánetjun (F19.2) og hafi tilhneigingu til að sýna andfélagslega hegðun og viðhorf á neyslutímum, m.a. verið a ð selja fíkniefni, logið og stolið. Við skoðun á samskiptum móður og dóttur hafi ekkert komið fram sem benti til tengslavanda milli þeirra en ítrekaðar vistanir stúlkunnar og neysluhegðun móður hafi þó líklegast einhver áhrif á tengsl milli þeirra. Einni g segir að stefnda þurfi að stunda áfram edrúmennskuna með fundum og sporavinnu ásamt því að halda áfram í . Hún hafi ágæt plön varðandi framtíðina, vilji vinna og mennta sig. Hún sé í meðallagi greind og ætti að geta menntað sig en matsmanni hefði fund ist skynsamlegra hjá henni að velja sér aðra starfsstétt og forgangsraða dóttur sinni í efsta sæti. Ástæðan fyrir því sé að móðirin hafi verið inn og út úr meðferðum og einnig verið að vinna á og verið sjálf ráðgjafi. Oft virðist línan þunn og óskýr hj á móður, þ.e. hvenær hún sé ráðgjafi og hvenær hún sé skjólstæðingur. Mögulega hafi þetta óskýra hlutverk valdið því að stefnda hafi átt erfitt með að halda edrúmennskunni og því hafi matsmaður ráðlagt henni að sækja sér annan starfsvettvang. 19 Varðandi þa ð hvort móðir búi yfir nauðsynlegri og nægjanlegri hæfni til að veita dóttur sinni fullnægjandi uppeldisskilyrði í framtíðinni segir m.a. í matsgerðinni að barnavernd hafi haft afskipti af stefndu allt frá árinu 2002 vegna eldri dóttur stefndu og frá 2014 vegna yngri dótturinnar. Á tímabilinu hafi stefnda verið með langvinnan og alvarlegan fíknisjúkdóm. Á þeim tímum hafi viðhorf hennar verið neikvæð og hún hafi sýnt andfélagslega hegðun, ekki sagt satt frá og á tímabilum ekki verið til samvinnu. Misnotkun á sterum hafi einnig aukið á neikvæð viðhorf og hegðun hennar. Móðurina virðist ennþá skorta innsæi í áhrif neyslu sinnar á dótturina en það sé að breytast ásamt öðrum skekktum viðhorfum með lengri tíma í edrúmennsku. Stefnda hafi verið edrú frá júní sl. og hafi í raun sinnt öllu því sem eigi að sinna. Þá segir að áhættuþættir séu samskipti við dóttur hennar, bágur fjárhagur og húsnæði og almennt mótbyr í lífinu. Á þessum tímum sé hætta á að viðhorfin fari í sama horf og áður og að hún falli í fíkniefnaneysl u en hún sé með alvarlegan fíknivanda og alls óvíst hvað hún haldi lengi út edrúmennskuna. Á meðan hún sé að stunda meðferð og sitt prógramm þá sé hún talin með nægjanlega hæfni til að fara með forsjá stúlkunnar. Ef stefnda falli hins vegar aftur þá sjái m atsmaður ekki annað í stöðunni en að hún verði svipt forsjá enda væri þá stuðningur og meðferð fullreynd. Varðandi það hvort velferð og þroski stúlkunnar sé tryggt við þau uppeldisskyldi sem stefnda geti veitt segir að það séu ákveðnir áhættuþættir varða ndi fíkniefnaneyslu stefndu. Ef hún haldi áfram á sömu braut þá ætti velferð stúlkunnar að vera tryggð í umsjá móður en ef hún falli aftur þá sé ljóst að það muni hafa alvarleg neikvæð áhrif á hana og þá verði barnavernd að grípa skjótt inn í málið. Forse ndur og niðurstaða. Dómur gekk í máli stefndu þann 23. nóvember 2020 í Héraðsdómi Reykjaness þar sem stefnda var sýknuð af kröfum stefnanda um að hún yrði svipt forsjá dóttur sinnar, B . Í forsendum dómsins kemur m.a. fram að stefnda hafi sýnt að hún hafi átt góða edrúspretti og að barnavernd hafi ekki fullreynt öll þau stuðningsúrræði sem tiltæk voru til að stefnda gæti haldið áfram á sömu braut. Var sú niðurstaða ekki endurskoðuð af æðra dómi. Í því sálfræðimati á forsjárhæfni stefndu sem lá fyrir í því máli og byggt er einnig á í þessu máli segir afdráttarlaust að það sé forsenda fyrir forsjárhæfni móður að hún sé ekki í neyslu fíkniefna. Á þeim tíma var stúlkan vistuð utan heimilis. Stúlkan hefur verið í vistun utan heimilis hjá föður sínum og stjúpmóð ur frá því í febrúar 2020. Fyrir liggur í gögnum málsins að stefnda hefur átt við langvarandi fíknivanda að stríða allt frá því að hún var átján ára að hennar sögn. Þá er hún greind með F19.2 sem er samkvæmt Landlækni skráning um lyfjafíkn og eiturlyfjaf íkn. Stefnda dró ekki dul á vanda sinn við aðalmeðferð málsins en kvaðst hafa verið edrú frá því í október 2020 og þau skipti sem hún hafi tekið inn eiturlyf hafi ekki verið fall heldur rof í bata. Telur dómurinn ekki nauðsyn á að rekja sögu stefndu frekar en gert hefur verið að framan. Eins og rakið er ítarlega hér að framan á stefnda við mikinn lyfja - og fíknivanda að stríða. Gengst hún við því sjálf og kveðst berjast á hverjum degi fyrir því að vera edrú. Í niðurstöðum matsmannsins D sálfræðings kem ur afdráttarlaust fram að stefnda sé forsjárhæf, svo framarlega sem hún stundi sína edrúmennsku og sé án eiturlyfja. Við úrlausn þessa þáttar verður því að skoða þau skipti sem stefnda hefur sannanlega verið með fíkniefni í blóði eða þvagi og því talin und ir áhrifum ávana - og fíkniefna. Frá því að dómur var kveðinn upp þann 23. nóvember 2020 barst tilkynning um fíkniefnaneyslu á heimili stefndu eða þann 24. nóvember. Þann 3. desember mældist OxyContin í blóði en hún hafði upplýst deginum áður að hún hefði tekið þá töflu fyrir mistök. Þann 8. desember 2020 átti stefnda að sækja stúlkuna kl. 16.00 en kom 18:30 og bar við að sprungið hefði á bílnum hennar. Samkvæmt föður var hún sljó og undarleg í framkomu. Þann 19. desember 2020 var tilkynnt til lögreglu um árekstur af völdum stefndu og undarlegt ökulag og dónaskap. Lét stefnda ekki ná í sig. Á fundi með stefnanda þann 13. janúar 2021 viðurkenndi stefnda að hafa verið í mikilli neyslu allt árið 2020 og jafnframt með kærasta sínum, E , þegar þau voru erlendis u m jól. Þann 5. janúar 2021 viðurkenndi stefnda að hafa tekið amfetamín. Þann 8. mars 2021 var innlögn stefndu frestað þar sem í henni mældust lyf sem voru bönnuð þar. Þann 1. júní 2021 var stefnda stöðvuð af lögreglu vegna aksturs undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Í ágúst 2021 er haft eftir föður stúlkunnar, bróður stefndu og eldri dóttur hennar að stefnda hafa verið undir áhrifum við síðustu 20 umgengni. Þann 3. september 2021 aflýsti faðir stefndu umgengni þar sem stefnda væri ekki í ástandi til að hafa stúlkuna. Þann 17. september 2021 mældist kókaín í stefndu og aftur þann 15 október 2021. Samkvæmt þessum gögnum hefur stefnda sannanlega eða með miklum líkum verið í neyslu ávana - og fíkniefna allt að ellefu sinnum og verið staðin að því að mælast með fíkniefni í blóði eða þvagi og eða talin hafa verið sjáanlega undir áhrifum. Þá liggur fyrir að stefnda skrifaði ellefu sinnum undir áætlun um meðferð máls skv. 23. gr. laga nr. 80/2002 frá 11. nóvember 2015. Hefur grunnforsenda þeirra áætlana verið að st efnda sinnti edrúmennsku auk þess að sinna óboðuðu eftirliti o.fl. Stefnda hélt því fram við aðalmeðferð málsins að stefnandi hafi brotið þær áætlanir og ekki viðhaft meðalhóf í meðferð málsins, m.a. ekki veitt stefndu þau úrræði sem henni áttu að standa t il boða samkvæmt þeim áætlunum. Fram kom hjá vitninu H fyrir dóminum að úrræði sé ekki hægt að veita þegar skjólstæðingar eru í neyslu. Ekki sé hægt að veita sálfræðiþjónustu þegar skjólstæðingur er í innlögn á eða og ekki sé hægt að sinna öðrum úr ræðum á meðan stefna sé í neyslu. Stefnda hafi sinnt á árinu 2019 og það gengið vel. Þá hefur stefnda ekki sinnt fyrirfram ákveðinni umgengni nema í litlum mæli. Samningur var gerður við stefndu um umgengni 24. og 28. - 29. nóvember 2020, 1., 3., 5 - 7., 8., 10., 11. - 14., 15., 17. og 18. - 22. desember 2020 allt að uppfylltum þeim skilyrðum að ekki mældust fíkniefni í stefndu. Ekki varð af umgengni þann 3. desember þar sem oxy mældist í stefndu. Þá kvaðst stefnda ekki hafa getað sinnt frekari umgengni vegna þess að hún væri í prófum í háskólanum. Við eftirgrennslan hjá Háskóla Íslands kom í ljós að stefnda hafi aldrei mætt í neinn tíma í náminu né tekið próf úr áfanganum. Var því hér um hreinan tilbúnað stefndu að ræða. Þá samsvarar þessi hegðun hennar því a ð hún viðurkenndi í janúar 2022 að hafa verið í mikilli amfetamínneyslu í desember með kærasta sínum. Ítrekað hefur stefnda verið þvoglumælt í símtölum við stefnanda og ítrekað hefur hún ekki svarað óboðuðu eftirliti. Stefnda hefur borið því við að hún h afi verið nýbúin að setja tannlím upp í sig, hún hafi óvart fengið kókaínduft yfir sig þegar hún var að flytja húsgögnin sín, það hafi sprungið dekk á bílnum hennar, hún hafi ekki séð tölvupósta fyrr en of seint, besta vinkona hennar hafi framið sjálfsvíg, hún lét sig hverfa um jólin þegar hún hafði sjálf ráðgert umgengni, hún væri að fara með skóla út úr bænum, hún yrði í umgengnisdaginn, hún væri að pakka niður og losa íbúð sína, að síminn hennar væri batteríslaus, hún væri með ælupest, covid o.fl. Þá hafnaði stefnda umgengni þar sem hún ætlaði að fara á til vinar síns í tíu daga. Í nóvember og desember 2021 var umgengni stopul en móðir stefndu lá þá fyrir dauðanum. Gat stefnda ekki sinnt umgengni þann tíma vegna álags. Þá liggur fyrir að stefn da svífst einskis til þess að ná sínu fram er snýr að fíkn hennar. Við afleysingalækni fullyrðir stefnda að hennar læknir hafi ákveðið lyfjakokteil fyrir hana sem samanstandi af Mogadon og Imovane. Segir hún í tölvupóstum að hún lifi reglusömu lífi, hún sé í krefjandi háskólanámi og vinni sem verktaki hjá , sé , , sé í miðjum prófum og sé . Ekkert af þessu er staðfest utan að staðfest er að hún sótti ekki þetta háskólanám né var í prófum í desember 2020. Hún kvaðst hafa verið að láta jarða blóðf öður sinn og gleymt lyfjunum sínum þar. Fyrir dómi kannaðist hún ekkert við þennan lækni og kvað þetta eiga við einhvern annan sjúkling. Þá eigi hún eingöngu einn föður. Þá sé hún með langveika dóttur og barnsfaðir hennar hafi yfirgefið hana. Rétt er a ð dóttir stefndu fæddist með en hún gekkst fyrir nokkrum árum undir aðgerð og hefur sú aðgerð og ekki áhrif á hennar daglega líf. Þá var stúlkan líklega á fyrsta eða öðru ári þegar aðilar slitu samvistir. Þá kveðst hún ekki vera á neinum ólöglegum lyfjum og taki ekki verkjalyf. Eru þessi samskipti frá ágúst til desember 2020. Á þessum tíma er staðfest að stefnda var í neyslu fíkniefna. Er þessi háttsemi stefndu í samræmi við niðurstöður úr forsjárhæfnismati D þar sem fram kemur í niðurstöðum BPI p ersónuleikaprófsins að stefnda sýni viðhorf sem víki talsvert frá hefðbundnum félagslegum gildum, hafi tilhneigingu til að fara á svig við sannleikann og hegða sér á siðferðilega rangan - og ótraustverðan hátt. Hún sé líklegri en aðrir til að finna ekki til sektarkenndar og geti hegðað sér á óábyrgan hátt, ólíkt því sem flestir aðrir gera. Stefnda heldur því fram að stefnandi hafi ekki staðið við skyldur sínar og ekki stutt hana með nægjanlegum hætti í foreldrahlutverki sínu. Eins og gögn málsins bera með sér, ásamt því sem rakið er að framan og því sem kom fram í framburði þeirra vitna sem unnið hafa með mál stefndu undanfarin ár, er 21 ekki hægt að veita henni nein úrræði á meðan að hún er í neyslu. Stefnda hafi nýtt sér úrræði eins og og gengið vel og hún hafi sótt AA - fundi og farið nokkrum sinnum í meðferð. Hins vegar sé það ljóst að ekki sé hægt að veita úrræði sem kalla á viðveru annars staðar þegar stefnda er innilögð, s.s. í febrúar 2021 og frá mars og fram til 27. maí 2021. Þá sé ljóst að stefnda hafi ekki getað nýtt sér þau úrræði sem í boði voru þar sem hún hafi verið reglulega í neyslu og ítrekað ekki látið ná í sig. Forsenda þess að úrræði nýtist sé að skjólstæðingur sé ekki í neyslu og sinni skyldum sínum sem lagðar eru á þá til að sýna og sanna forsjárhæfni sína. Það sé alfarið á ábyrgð þess sem vilji nýta sér þjónustuna og úrræðin. Verður þessari málsástæðu stefndu því hafnað. Stefnda lagði fram fjölda gagna þar sem hún hafði farið á heilsugæslu og látið taka fíkniefnap róf sem öll reyndust neikvæð. Stefnda valdi sjálf þá tíma sem hún fór í testin og vissi fyrirfram að hún myndi greinast neikvæð. Það sannar hins vegar ekki að þess í milli hafi hún ekki verið í neyslu. Samkvæmt gögnum málsins hefur stefnda í níu skipti farið . Tvö síðustu skiptin voru frá 15. febrúar til 2. mars 2021 og 25. júní til 13. júlí 2021. Þá fór stefnda frá 15. mars til 27. maí 2021 en var vísað úr þeirri meðferð. Virðast þessar meðferðir ekki hafa gagnast stefndu til að halda sér frá fík niefnum. Að öllu ofangreindu virtu telur dómurinn sannað að stefnda hafi ekki haldið edrúmennsku sína telur dómurinn að líkur á að stefnda sé í raunv erulegum bata litlar sem engar. Hún hafi margoft fallið frá því að dómur gekk í fyrra máli hennar þann 23. nóvember 2020. Í 1. mgr. 1. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 segir að börn eigi rétt á vernd og umönnun. Þau skuli njóta réttinda í samræmi við ald ur sinn og þroska. Í 2. mgr. segir að allir sem hafi uppeldi og umönnun barna með höndum skuli sýna þeim virðingu og umhyggju og óheimilt sé með öllu að beita börn ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi. Þá segir að foreldrum beri að búa börnum sínum við unandi uppeldisaðstæður og gæta velfarnaðrar þeirra í hvívetna. Í 1. mgr. 2. gr. laganna segir að markmið laganna sé að tryggja að börn sem búi við óvinunandi aðstæður eða börn sem stofni heilsu sinni og þroska í hættu fái nauðsynlega aðstoð. Leitast skuli við að ná markmiðum laganna með því að styrkja fjölskyldur í uppeldishlutverki sínu og beita úrræðum til verndar einstökum börnum þegar það eigi við. Í 1. mgr. 29. gr. laganna segir að barnaverndarnefnd sé heimilt að krefjast þess fyrir dómi að foreldra r, annar þeirra eða báðir, skuli sviptir forsjá ef hún telur: a. að daglegri umönnun, uppeldi eða samskiptum foreldra og barns sé alvarlega ábótavant með hliðsjón af aldri þess og þroska og b. fullvíst sé að líkamlegri eða andlegri heilsu barns eða þroska þess sé hætta búin sökum þess að foreldrar séu augljóslega vanhæfir til að fara með forsjána, svo sem vegna vímuefnaneyslu, geðrænna truflana, greindarskorts eða að breytni foreldra sé líkleg til að valda barni alvarlegum skaða. Í 2. mgr. segir að kröfu um sviptingu forsjár skuli því aðeins gera að ekki sé unnt að beita öðrum og vægari úrræðum til úrbóta eða slíkar aðgerðir hafi verið reyndar án viðunandi árangurs. Í gögnum málsins liggja fyrir upplýsingar um stúlkuna sjálfa frá unga aldri. Þau gögn sem sk ipta máli við úrlausn málsins eru skýrslur talsmanns stúlkunnar, upplýsingar um listmeðferð hennar og upplýsingar úr skóla um líðan hennar og umhirðu. Stúlkunni var vísað í listmeðferð í júlí 2020 og skipaður talsmaður í febrúar 2020. Við talsmann í febr úar 2020, þá ára, segir stúlkan að henni líði vel í umsjá mömmu sinnar, þær séu oft í kósý og geri skemmtilega hluti saman. Spurð út í það kvað hún það vera leyndó. Síðar vildi hún ekki ræða um líðan sína hjá stefndu. Þá vissi hún að hún átti að vera h hjá föður sínum. Í skýrslu listmeðferðarfræðings frá 19. febrúar 2021 kemur fram að stúlkan hafi verið fremur dauf og lokuð í upphafi meðferðar. Hún hafi ekki viljað tala beint um vandann í fyrstu meðferðartímunum. Meðferðin hafi verið frá 23. október 2020 til og með 22. janúar 2021, sjö tímar sem stúlkan hafi mætt í. Segir að bæði listmeðferðarfræðingurin n og faðir stúlkunnar hafi tekið eftir jákvæðum breytingum á stúlkunni í kjölfar meðferðarinnar. Stúlkan hafi orðið líflegri, glaðlegri og opnari varðandi vanda sinn, hugsanir og tilfinningar. Það sé léttara yfir stúlkunni og hún ófeimnari við að tjá sig u m móður sína. 22 Í skýrslu listmeðferðarfræðings frá 25. október 2021 kemur fram að stúlkan sé í tíu tíma meðferð og sjö þeirra liðnir. Kemur þar fram að stúlkan sé opnari, öruggari og virðist líka eiga auðveldara með að opna sig heima gagnvart hlutum sem h enni þykja erfiðir. Meðferðin auki sjálfstraust hennar og létti af henni þungum áhyggjum. Í bréfi dagsettu í febrúar 2020 frá skóla segir um líðan stúlkunnar að hún sé yfirleitt glöð og auðvelt að gera henni til hæfis. Hún hafi áhyggjur af því að skólinn verði reiður út í mömmu og sé mjög meðvirk með móður sinni. Hún hafi haft áhyggjur af henni síðustu vikur og sakni hennar þá viku sem hún sé hjá föður sínum. Mikil reykingalykt sé af henni þegar hún sé hjá móður og bæði föt og taska angi. Föt séu þvæld og stundum götótt og virðist hún vera í sömu fötunum í nokkra daga þegar hún er hjá móður sinni. Mæting sé í lagi en námsleg staða sé mjög slök. Þá kemur fram að stúlkan sé greind með . Samskipti við móður hafi verið góð fram í nóvember en þá hafi orðið br eyting á hegðun hennar og skapi. Hún hafi sýnt örari hegðun og hafi ætt inn í skólastofur á morgnana með látum. Samskipti við föður og fósturmóður séu góð. Var uppákomu með móður í skólanum lýst og því að stefnda hefði verið að koma óviðeigandi skilaboðum til stúlkunnar sem starfsmenn skólans þurftu að stöðva. Á meðferðarfundi stefnanda 9. desember 2020 eru bókaðar upplýsingar frá skóla stúlkunnar frá 10. nóvember þar sem segir að hún komi mjög glöð í skólann, hún kvarti ekki lengur og sé hamingjusamt bar n. Stúlkan sé breytt að öllu leyti á mjög jákvæðan hátt. Hún sé rólegri, ekki eins viðkvæm og minnist ekki á móður sína. Þá er bókað að deildarstjóri skólans hafi haft samband þann 24. nóvember 2020 og lýst áhyggjum sínum þar sem stúlkan væri miður sín o g gréti í skólanum. Hún hafi talað um að hún ætti að hitta móður sína um helgina og hafi spurt kennarann hver myndi passa hana. Dagurinn hafi verið erfiður í skólanum. Daginn eftir hafi stúlkan sagt umsjónarkennara sínum að hún væri hrædd við að hitta móðu r sína. Þá hafi hana frá móður sinni og að hún myndi ekki hitta hana aftur fyrr en hún yrði 18 ára. Slíkt láti henni líða illa og hún fari að gráta. Þá legð i móðir hennar á hana þá kvöð að segja ekki frá atvikum og sem áttu að vera leyndó. Í bréfi dagsettu 10. maí 2021 frá skóla stúlkunnar segir að umhirða og aðbúnaður sé í mjög góðu lagi. Líðan barnsins hafi verið mjög góð síðustu mánuði og hún í mun betra jafnvægi en í fyrravetur. Hún sé róleg og ekki eins viðkvæm. Hún sé að glíma við erfiðleika í námi og sé henni til trafala. Engin samskipti hafi verið við móður þennan vetur. Í bréfi skóla stúlkunnar frá 29. september 2021 segir að stefnda hafi hringt í skólann vegna foreldraviðtals 4. október. Hafi hún verið mjög drafandi í tali og óskýrmælt í símann. Það hafi skilist illa það sem hún var að biðja um. Hún hafi hringt síðar um daginn og hafi þá verið skýrari í tali. Í bréfi skóla stúlkunnar frá 8. nóvember 2021 segir að líðan hennar sé góð á haustönn og ekki annað að sjá en að henni líði vel. Mæting sé góð en námsleg staða sé nokkuð slök. Samskipti séu mest við föður og hans h eimili. Þá segir að stúlkan sé í góðu jafnvægi, hún sé kát og glöð og leiki með öðrum krökkum. Í skýrslu talsmanns stúlkunnar frá 26. janúar 2022 kemur fram að henni líði vel hjá föður. Stúlkan kvaðst samþykk því að vera áfram hjá föður sínum en ekki til búin til að flytjast til móður eins og staðan sé núna. Þá kemur fram að henni líði ekki alveg vel þegar hún hitti mömmu sína og hún vilji helst hitta hana í því að þá sé hún ekki ringluð. Kvaðst stúlkan þrá það heitast að lífið yrði fullkomið aftur og það yrði þannig þegar mamma væri alveg hætt að vera ringluð og hún gæti búið hjá pabba og mömmu til skiptis. Þá kom fram hjá henni að hún teldi barnavernd bera ábyrgð á því að móðir hennar væri ringluð. Í skýrslu talsmanns stúlkunnar frá 12. október 2021 segir að þegar þær hafi hist fyrst hafi stúlkan sagst vera orðin þreytt á að tala alltaf um það sama. Sagði hún að henni liði mjög vel á heimili föður síns móður sína sem ekki hafi gengið vel og hafi henni liðið illa eftir það. Þá bað hún talsmanninn um að segja föður sínum ekki frá þessu en hún megi ekki segja neinum frá þegar mamma sé ringluð. Þá sagðist hún ekki vilja hitta mömmu sína nema þegar hún væri ekki ringluð, helst heima hjá afa og ömmu eða í (húsinu). 23 Í tölvupósti frá föður þann 7. mars 2021 lýsir hann vanlíðan stúlkunnar eftir umgengni og að móðir hennar sé en að segja stúlkunni leyndarmál sem láti henni líða illa. Þá hafi hún sagt að mamm a hennar hafi verið ringluð. Í tölvupósti frá föður þann 26. september 2021 fer hann yfir síðustu umgengni við móður þar sem stúlkan hætti við að gista og hafi verið keyrð heim. Henni hafi liðið illa eftir þá heimsókn og kennt sjálfri sér um hvernig móði r hennar hagaði sér og taldi hann stefndu hafa varpað ábyrgðinni á hegðun sinni yfir á stúlkuna. Í símtali stefnanda við föður frá 8. desember 2021 í tilefni kistulagningar móðurömmu stúlkunnar kemur fram að stúlkan vilji ekki gista á heimili afa síns og ömmu. Þá hafi stúlkan lýst því að í heimsókn til bróður stefndu hafi stefnda sagt stúlkunni að nú yrði það þannig að hún yrði viku og viku til skiptis hjá hvoru foreldri því að annars liði mömmu svo illa. Stúlkan hafi verið leið yfir þessu þegar hún kom t il baka til föður. Í símtali stefnanda við föður þann 5. janúar 2022 kemur fram að stúlkan hafi komið úr umgengni um jólin og þá verið með leyndarmál frá móður sinni sem hafi verið að ef kona kæmi frá barnavernd þá ætti hún að segja við þá konu að hún vild i búa hjá móður sinni en ekki föður sínum. Óskaði faðir eftir því að umgengni væri eftirleiðis undir eftirliti. Í símtali við föður þann 10. janúar 2022 kemur fram að stúlkan hafi farið í næturgistingu til móðurafa eftir jarðarför ömmu og aftur þann 25. de sember. Lýsti hann því að stúlkan væri byrjuð að sýna vanlíðan eftir umgengni við móður og að hún væri farin að sýna mikinn kvíða. Starfsmenn barnaverndar hittu stúlkuna í skólanum 9. mars sl. Lýsti stúlkan því að hún hefði farið og hitt móður sína í fyrir stuttu en afi hafi farið og keypt bollur og sótt þær svo í . Kvað stúlkan að henni fyndist best ef einhver væri með henni þegar hún hitti mömmu sína. Best væri að hitta hana í ingluð. Lét hún annars vel af sér. Dómurinn ræddi við stúlkuna við upphaf aðalmeðferðar. Var hún borubrött og glöð og virtist ekki stressuð yfir því að tala við ókunnugt fólk. Hún lýsti skólanum sínum, fjölskyldu og köttum. Þá kvaðst hún ekki vilja hitta . Henni hafi ekki liðið vel með henni þar. Kvaðst hún eindregið vilja búa hjá föður sínum. Þrátt fyrir að afstaða ára gamals barns hafi ekki mikla þýðingu við úrlausn forsjárs viptingarmáls þá má sjá af öllu því sem kemur fram um líðan stúlkunnar frá ársbyrjun 2020 að henni líður betur og betur eftir því sem hún þroskast og eldist og hún verður öruggari með sig hjá föðurfjölskyldu sinni. Hún virðist gera sér fulla grein fyrir þv í að móðir hennar er veik og henni líður illa þegar hún er með henni. Styður viðtal barnsins við dómendur það sem fram kemur frá skóla barnsins um framgang líðan hennar, listmunafræðings um árangur listmeðferðarinnar og upplýsingar talsmanns hennar um brey tta líðan eftir því sem tíminn líður. Eins og ítarlega er rakið að framan telur dómurinn einsýnt að stefnda ráði ekki við fíkn sína og hafi ítrekað verið undir áhrifum fíkniefna og lyfja á þeim tíma sem mest reið á fyrir hana að sýna fram á forsjárhæfni sína frá því að dómur gekk 23. nóvember 2020. Þá hefur ekki verið hægt að treysta á að hún mæti í umgengni á fyrirfram ákveðnum tímum og hún ítrekað brugðist og tekið eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni barnsins. Þegar allt er saman tekið þykir dóminum san nað að bæði líkamlegri og andlegri heilsu barnsins og þroska þess sé hætta búin í umsjá stefndu og að hún sé ófær um að veita stúlkunni þá daglegu umönnun og uppeldi sem barnið á kröfu til. Telur dómurinn að barninu sé hætta búin fari stefnda með forsjá þe ss áfram. Að öllu ofangreindu virtu eru skilyrði a - og d - liðar 1. mgr. 29. gr. barnalaga nr. 80/2002 uppfyllt. Er krafa stefnanda um að stefnda verði svipt forsjá dóttur sinnar, B , tekin til greina. Rétt þykir að málskostnaður falli niður. Stefnda h efur fengið gjafsókn í máli þessu. Skal allur gjafsóknarkostnaður, þar með talin málsvarnarlaun lögmanns hennar, Þorgils Þorgilssonar, sem þykja hæfileg 1.867.500 krónur, greiddur úr ríkissjóði. Dóm þennan kveða upp, Ástríður Grímsdóttir héraðsdómari, Hulda Árnadóttir héraðsdómari og Þorgeir Magnússon sálfræðingur. 24 Dómsorð. Stefnda, A , er svipt forsjá B . Málskostnaður fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður stefndu skal greiddur úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun lögmanns hennar, Þorgils Þorgilssonar, 1.867.500 krónur.