LANDSRÉTTUR Úrskurður fimmtudaginn 22. september 2022. Mál nr. 93/2022 : A ( Stefán Karl Kristjánsson lögmaður ) gegn B ( Jónína Guðmundsdóttir lögmaður) Lykilorð Niðurfelling máls. Málskostnaður. Gjafsókn. Útdráttur Að kröfu A var mál hennar á hendur B fellt niður fyrir Landsrétti með vísan til c - liðar 1. mgr. 105. gr. og 166. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Með úrskurði Landsréttar var málskostnaður felldur niður en kveðið á um að gjafsóknarkostnaður B gre iddist úr ríkissjóði. Úrskurður Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Eiríkur Jónsson og Þorgeir Ingi Njálsson og Aðalsteinn Sigfússon sálfræðingur. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 22. febrúar 2022 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra 1. febrúar 2022 í málinu nr. E - /2020 . 2 Málið var þingfest fyrir Landsrétti 23. mars 2022 og lagði stefndi fram greinargerð 7. apríl sama ár. Í þinghaldi 16. september 2022 lýsti áfrýjandi því yfir að hún f élli frá áfrýjun málsins. 3 Stefndi krefst málskostnaðar úr hendi áfrýjanda án tillits til gjafsóknar sem honum hefur verið veitt. Niðurstaða 4 Með vísan til c - liðar 1. mgr. 105. gr., sbr. 166. gr., laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, er málið fellt niður. 5 Rétt þykir að málskostnaður fyrir Landsrétti falli niður. 6 Gjafsóknarkostnaður stefnda fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði eins og nánar greinir í úrskurðarorði. 2 Úrskurðar orð: Mál þetta er fellt niður. Málskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður stefnda fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans, Jónínu Guðmundsdóttur , 750.000 krónur.