LANDSRÉTTUR Úrskurður mánudaginn 26. september 2022. Mál nr. 582/2022 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu (Baldvin Einarsson aðstoðarsaksóknari ) gegn X (Skúli Hansen lögmaður) Lykilorð Kærumál. Farbann. Gæsluvarðhaldskröfu hafnað. Evrópsk handtökuskipan. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem X var gert að sæta farbanni til að koma í veg fyrir að X komi sér undan málsmeðferð samkvæmt lögum nr. 51/2016, sbr. 3. mgr., sbr. 1. mgr. 14. gr. laga nr. 51/2016, sbr. 1. mgr. 100. gr. laga nr. 88/2008 um meðf erð sakamála. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Arnfríður Einarsdóttir , Ásmundur Helgason og Jóhannes Sigurðsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 22. septemb er 2022 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 22. september 2022 í málinu nr. R - /2022 þar sem varnaraðila var gert að sæta farbanni, þó ekki lengur en til miðvikudagsins 30. nóvember 2022 klukkan 16. Kæruheimild er í l - lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála , sbr. 2. gr. laga nr. 51/2016 um handtöku og afhendingu manna til og frá Íslandi vegna refsiverðra verknaða á grundvelli handtökuskipunar . 2 Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og að fallist verði á kröfu sóknaraðila um að varnaraðila verði gert að sæta gæsluvarðhaldi til miðvikudagsins 19. október 2022 klukkan 16, en til vara að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. 3 Varnaraðili krefs t staðfestingar hins kærða úrskurðar en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. 2 Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 22. September 2022 Mál þetta var þingfest og tekið til úrskurðar 22. september 2022. Sóknaraðili er Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Varnaraðili er X , kt. . Dómkröfur Þess er krafist að X , kt. , sæti gæsluvarðhaldi með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, til miðvikudagsins 19. október 2022, kl. 16:00, en til vara að honum verði bönnuð för af landinu, allt til miðvikudagsins 30. nóvember 2022, kl. 16:00. Málsatvik Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur borist, fyrir mill igöngu ríkissaksóknara, evrópsk handtökuskipun (EAW) frá yfirvöldum í , dags. 3. febrúar 2022, hvar óskað er eftir handtöku og afhendingu á hinum eftirlýsta, X , til fullnustu á fangelsisrefsingu. Til grundvallar handtökuskipuninni er dómur dómstóls í ] frá 7. mars 2018, sem var staðfestur af áfrýjunardómstólnum í 21. maí 2019 og varð endanlegur 23. júní 2020. Þá liggur einnig til grundvallar þarlend handtökuskipun (e. imprisonment order) frá 24. júní 2020 sem gefin var út á skrifstofu saksóknara vi ð dómstólinn í . Hinn eftirlýsti var dæmdur til sex ára fangelsisrefsingar sem hann á eftir að afplána. Samkvæmt handtökuskipuninni var hinn eftirlýsti, með framangreindum dómi, sakfelldur fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn barnungri frænku sinni með því að hafa þrisvar sinnum í mars 2013 í neytt hana til samræðis með ofbeldi og hótununum. Afbrot þau, sem hinn eftirlýsti er dæmdur fyrir, eru því skilgreind sem nauðgun og þeim lýst nánar sem ítrekuðum kynferðisbrotum gegn barni (e. continuing offence of sexual violence against a minor) og brotin heimfærð undir nánar tilgreind ákvæði hegningarlaga. Verknaðurinn telst refsiverður samkvæmt 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Skilyrði 1. mgr. 8. gr. laga nr. 51/2016 um tvöfalt refsinæmi er því talið uppfyllt. Samkvæmt bréfi ríkissaksóknara til lögreglustjóra, dags. 25. apríl 2022, er talið að skilyrðum um form og innihald skv. 6. gr. laga nr. 5l/2016 sé fullnægt. Í sama bréfi er lögreglustjóra falið handtaka hinn eftirlýsta í þágu meðferð ar handtökuskipunarinnar. Jafnframt var lögreglustjóra í sama bréfi falið að krefjast farbanns í 70 daga sem er hámarkslengd málsmeðferðartíma skv. sömu lögum. Í bréfi ríkissaksóknara þann 28. júní 2022 var lögreglustjóra hins vegar, vegna alvarleika þeirr a brota er liggja til grundvallar hinni evrópsku handtökuskipun, hins vegar falið að krefjast þess fyrir héraðsdómi að hinum eftirlýsta verði gert að sæta gæsluvarðhaldi í fjórar vikur en til vara að honum verði bönnuð för af landinu í 70 daga, auk þess að afhenda lögreglu vegabréf sitt og sinna tilkynningarskyldu á lögreglustöð. Í dag var hinn eftirlýsti handtekinn og færður til skýrslutöku hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hvar hann var upplýstur um handtökuskipunina, innihald hennar og efni, og gefinn kostur á að samþykkja afhendingu. Var hinn eftirlýsti einnig upplýstur um þ ýðingu samþykkis og tilnefndur verjandi. Aðspurður 3 kvaðst hinn eftirlýsti kannast við málsatvik og að eftirlýsingin eigi við um hann. Hann neitar hins vegar sök í umræddu sakamáli. Þrátt fyrir það samþykkir hann afhendingu til . Lagarök Hinn eftirlý sti, sem er ríkisborgari, án lögheimilis og með lítil tengsl við Ísland, á samkvæmt gögnum málsins eftir að afplána langa fangelsisrefsingu fyrir mjög alvarlegt brot. Til að tryggja nærveru hans á meðan fyrirhuguð afhending á honum til Ítalíu er til me ðferðar hjá íslenskum stjórnvöldum þykir nauðsynlegt að honum verði gert að sæta gæsluvarðhaldi í fjórar vikur, en til vara gert að sæta farbanni í 70 daga eða þar til afhendingarmál þetta er til lykta leitt, enda má ætla að hann muni reyna að komast úr la ndi, leynast eða koma sér með öðrum hætti undan fullnustu þeirrar refsingar sem bíður hans á . Með vísan til framangreinds, framlagðra gagna og 1. mgr., sbr. 2. mgr. 14. gr. laga nr. 51/2016 um handtöku og afhendingu manna til og frá Íslandi vegna refsi verðra verknaða á grundvelli handtökuskipunar, sbr. b - lið 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála en til vara 3. mgr. sbr. 1. mgr. 14. gr. laga nr. 51/2016, sbr. 1. mgr. 100. gr., sbr. b - lið 1. mgr. 95. gr. laga nr. 99/2008, er þess beðist að krafan nái fram að ganga. Niðurstaða Krafa lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir varnaraðila er reist á evrópskri handtökuskipun frá 3. febrúar 2022 þar sem óskað var eftir handtöku og afhendingu varnaraðila til fullnustu á fangel sisrefsingu. Til grundvallar liggur dómur dómstóls í á frá 7. mars 2017, sem var staðfestur af áfrýjunardómstól í 21. maí 2019 og varð endanlegur 23. júní 2020. Samkvæmt gögnum málsins var varnaraðili, sem er ríkisborgari, sakfelldur fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn barni og dæmdur til sex ára fangelsisrefsingar sem hann á eftir að afplána. Eins og rakið er að framan hefur ríkissakóknari falið lögreglustjóra að krefjast þess að varnaraðili sæti gæsluvarðhaldi í fjórar vikur, en til vara far banni, sbr. 14. gr. laga nr. 51/2016, sbr. b - lið 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 og 1. mgr. 100. gr. sömu laga. Fallist er á að sá verknaður sem varnaraðili hefur verið dæmdur til fangelsisrefsingar vegna, teljist jafnframt refsiverður samkvæmt XXII. kafl a almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Skilyrði 1. mgr. 8. gr. laga nr. 51/2016 um tvöfalt refsinæmi er því uppfyllt. Rannsóknargögn málsins bera með sér að varnaraðili hafi við skýrslutöku hjá lögreglu 21. september sl. verið upplýstur um réttarstöðu sína og samþykkt að vera afhentur yfirvöldum vegna þess refsiverða verknaðar sem er grundvöllur handtökuskipunar, sbr. 2. mgr. 13. gr. laga nr. 51/2016. Þá staðfesti hann samþykki sitt við afhendingu fyrir dómi þegar mál þetta var tekið fyrir, sbr. 4. mgr. 14. gr., sbr. 2. mgr. 13. gr. laga nr. 51/2016. Jafnframt liggur fyrir að varnaraðili samþykkti við skýrslutöku að afhenda lögreglu vegabréf sitt. Þá hefur verið upplýst að eiginkona varnaraðila afhenti lögreglunni vegabréf hans í gær á heimili þeirra. S amkvæmt gögnum málsins hefur varnaraðili verið hér á landi frá febrúar 2014 og býr hér ásamt konu sinni. Þá hefur hann stundað atvinnu hér á landi. Að virtum atvikum verður fallist á með lögreglustjóra að ætla megi að varnaraðili muni reyna að komast úr la ndi eða forða sér með öðrum hætti undan fullnustu refsingar, sbr. b - lið 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Eins og atvikum er háttað telur dómurinn ekki sýnt fram á að nauðsynlegt sé að varnaraðili sæti gæsluvarðhaldi, sbr. 1. mgr. 14. gr. laga nr. 50/2016 og fyrrgreint ákvæði laga nr. 88/2008. Telja verður 4 farbann, sem er vægara úrræði, fullnægjandi til að koma í veg fyrir að varnaraðili komi sér undan málsmeðferð samkvæmt lögum nr. 51/2016, sbr. 3. mgr., sbr. 1. mgr. 14. gr. laganna, sbr. 1. mgr. 100. gr. laga nr. 88/2008. Þá liggur fyrir að varnaraðili fellst á kröfu lögreglustjóra um farbann eins og hún er fram sett. Verður því fallist á varakröfu sóknaraðila um að varnaraðila verði gert að sæta farbanni með þeim hætti sem nánar greinir í úrskurðarorði. Ásgerður Ragnarsdóttir héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð Kærði, X , kt. , skal sæta farbanni, þó ekki lengur en til miðvikudagsins 30. nóvember 2022, kl. 16:00.