LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 11. júní 202 1 . Mál nr. 82/2020 : 3 Skref ehf. ( Sævar Þór Jónsson lögmaður ) gegn Lögheimtunni ehf. ( Hannes J. Hafstein lögmaður) Lykilorð Málskostnaður. Útdráttur Ágreiningur aðila laut að ógreiddum reikningum, meðal annars vegna leigu og veitinga sem OP ehf. hafði veitt 3S ehf. Með dómi héraðsdóms var fallist á hluta krafna OP ehf. á hendur 3S ehf. og var félaginu gert að greiða OP ehf. 1.036.286 krónur en jafnframt var fallist á gagnkröfu 3S ehf. til skuldajafnaðar a ð fjárhæð 448.744 krónur. Þá var 3S ehf. gert að greiða OP ehf. 600.000 krónur í málskostnað. 3S ehf. áfrýjaði málinu og krafðist staðfestingar hins áfrýjaða dóms um annað en málskostnað. Síðar framseldi OP ehf. kröfu félagsins á hendur 3S ehf. til L ehf. sem tók við aðild málsins fyrir Landsrétti. Landsréttur taldi að í málinu væru fyrir hendi skilyrði fyrri málsliðar 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála en að líta bæri til þess að málið hefði verið sérstaklega flutt um frávísunarkröfu 3S ehf. Með hliðsjón af því var 3S ehf. gert að greiða hluta málskostnaðar L ehf. fyrir héraðsdómi, eða 200.000 krónur. Þá var L ehf. gert að greiða málskostnað 3S ehf. fyrir Landsrétti. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Jón Höskuldsson og Kristbjörg Stephensen og Hildur Briem, settur landsréttardómari . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 7. febrúar 2020 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 15. janúar 2020 í málinu nr. E - 2595/2018 . 2 Áf rýjandi krefst þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur um annað en málskostnað og aðallega að honum verði breytt á þá leið að málskostnaður falli niður en til vara að málskostnaður verði lækkaður. Þá krefst hann málskostnaðar fyrir Landsrétti. 3 Stefnd i krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms auk málskostnaðar fyrir Landsrétti. 2 4 Undir rekstri málsins hér fyrir dómi framseldi stefnandi málsins í héraði, Orange Project ehf., kröfu sína á hendur áfrýjanda til Lögheimtunnar ehf. 5 Áfrýjandi lagði fyrir Landsré tt ný gögn, þar á meðal afrit tölvupóstsamskipta milli lögmanna aðila í júlí 2018 um sáttaboð áfrýjanda í kjölfar birtingar stefnu í héraði. Niðurstaða 6 Gerð er grein fyrir málsatvikum í hinum áfrýjaða dómi. Stefndi höfðaði mál þetta með stefnu, sem þingfest var 6. september 2018, til greiðslu 1.432.794 króna ásamt nánar tilgreindum dráttarvöxtum og málskostnaði. Undir rekstri málsins lækkaði stefndi kröfu sína í 1.399.128 krónur. Áfrýjandi krafðist þess aðallega að málinu yrði vísað frá dómi, til vara sýknu en að því frágengnu lækkunar stefnukröfu, meðal annars á þeim grundvelli að hann ætti gagnkröfu á stefnda til skuldajafnaðar sem næmi 448.744 krónum au k dráttarvaxta. Með úrskurði 28. mars 2019 var frávísunarkröfu áfrýjanda hafnað og með hinum áfrýjaða dómi var hann dæmdur til að greiða stefnda 1.036.286 krónur auk dráttarvaxta eins og nánar greinir þar. Til frádráttar kæmi áðurgreind gagnkrafa áfrýjanda með nánar tilgreindum dráttarvöxtum. Þá var áfrýjanda gert að greiða stefnda 600.000 krónur í málskostnað. 7 Að virtri upphaflegri stefnufjárhæð málsins í samanburði við þá fjárhæð, sem stefndi var dæmdur til að greiða að teknu tilliti til gagnkröfu hans á hendur áfrýjanda og með hliðsjón af því sáttaboði sem áfrýjandi lagði fram en stefndi hafnaði, verður talið að ástatt sé fyrir aðilum eins og um ræðir í upphafi fyrri málsliðar 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Á hitt er að líta að á frýjandi hafði, eins og fram er komið, uppi frávísunarkröfu í málinu. Var málið sérstaklega flutt um þá kröfu hans. Að því gættu verður áfrýjanda gert að greiða stefnda hluta málskostnaðar fyrir héraðsdómi sem þykir hæfilega ákveðinn 200.000 krónur. 8 Samkvæ mt þessari niðurstöðu og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður stefndi dæmdur til að greiða áfrýjanda 200.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti. Dómsorð: Áfrýjandi, 3 Skref ehf., greiði stefnda, Lögheimtunni ehf., 200.000 krónur í máls kostnað í héraði. Stefndi greiði áfrýjanda 200.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 15. janúar 2020 Mál þetta, sem dómtekið var 20. nóvember sl., er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur með stefnu þingfestri 2. september 2018 af Orange Project ehf., Ármúla 6, 108 Reykjavík, á hendur 3 Skref ehf., Þarabakka 3, 109 Reykjavík. 3 I. Stefnandi krefst þe ss að hið stefnda félag verði dæmt til að greiða stefnanda skuld að fjárhæð 1.399.128,00 krónur , ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, af kr. 300.024,00 frá 1.4.2017 til 31.7.2017, af kr. 617.206,00 frá 31.7.2017 til 1.8.2017, af kr. 62 4.676,00 frá 1.8.2017 til 2.8.2017, af kr. 628.056,00 frá 2.8.2017 til 3.8.2017, af kr. 631.436,00 frá 3.8. 2017 til 16.8.2017, af kr. 634.816,00 frá 16.8.2017 til 18.8.2017, af kr. 638.496,00 frá 18.8.2017 til 24.8.2017, af kr. 643.111,00 frá 24.8.2017 ti l 30.8.2017, af kr. 646.491 frá 30.8.2017 til 31.8.2017, af kr. 954.107 frá 31.8.2017 til 6.9.2017, af kr. 957.487 frá 6.9.2017 til 7.9.2017, af kr. 960.867 frá 7.9.2017 til 8.9.2017, af kr. 964.847 frá 89. 2017 til 11.9.2017, af kr. 968.827 frá 11.9.2017 til 13.9.2017, af kr. 972.807 frá 13.9.2017 til 219.2017, af kr. 977.127 frá 21.09.2017 til 25.9.2017, af kr. 984.277 frá 25.9.2017 til 26.9.2017, af kr. 987.657 frá 26.9.2017 til 2.10.2017, af kr. 1.298.911frá 2.10.2017 til 31.10.2017, af kr. 1.309.312,00 frá 31.10.2017 til 30.11.2017, af kr. 1.399.128,00 frá 30.11.2017 til greiðsludags. Inn á skuldina hefur verið greidd innborgun 30.4.2018, 182.466,00 kr., og dregst hún frá skuldinni m.v. stöðu hennar á innborgunardegi. Innborgunum er fyrst ráðstafað til greiðslu áfallins kostnaðar af vanskilum, þá til greiðslu vaxta og að lokum til lækkunar höfuðstóls. Þá krefst stefnandi málskostnaðar samkvæmt mati dómsins, en málskostnaðarreikningur verði lagður fram við aðalflutning málsins ef til kemur. Stefndi krefst þess að hann verði sýknaður af kröfum stefnanda. Til vara krefst stefndi þess að kröfur stefnanda verði lækkaðar. Í öllum tilvikum er krafist málskostnaðar að skaðlausu úr hendi stefnanda að mati dómsins eða samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi. Verði stefnda gert að greiða stefnanda einhvern hluta krafna hans er höfð uppi gagnkrafa til skuldajafnaðar að fjárhæð 448.744 krónur auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, af 2 66.278 krónum frá 15. september 2017 til 16. október 2017, en af 448.744 krónum frá þeim degi til greiðsludags, og að viðurkenndur verði réttur stefnda til að skuldajafna kröfu sinni á móti kröfu stefnanda. Í greinargerð krafðist stefndi þess að málinu yrði vísað frá dómi, en með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þann 28. mars 2019 var kröfu stefnda um frávísun málsins hafnað. 4 II. Málsatvik Helstu atvik eru þau að stefnandi, sem rekur almenna ráðgjafarþjónustu og útleigu húsnæðis, byggir kröfur sínar á reikningum vegna leigu á fullbúnu skrifstofuhúsnæði og fyrir aðra þjónustu, svo sem veitingar. Alls nema kröfur stefnanda 1.399.128 krónum en til frádráttar kemur innborgun 30.4.2018 að fjárhæð 182.466 krónur. Stefndi, sem rekur alhl iða bókhaldsþjónustu, mun hafa byrjað að leigja húsnæði hjá stefnanda í júlí/ágúst 2016. Ekki liggur fyrir skriflegur leigusamningur en leiga var greidd skv. samkomulagi. Þá um sumarið kom upp sú staða að bókari, sem var aðili að rekstri stefnanda, veiktist og stefnandi samdi þá við stefnda um að hlaupa í skarðið og ganga frá uppgjöri fyrir nokkur fyrirtæki sem höfðu þegið bókhaldsþjónustu hjá stefnanda. Um haustið mun fyrirsvarsmaður stefnanda, Tómas Hilmar, hafa hreyft því við starfsmenn stefnda að stefndi tæki við bókhaldsþjónustu fyrir þau fyrirtæki sem verið höfðu í þjónustu hjá stefnanda. Í nóvember 2016 kom Tómas Hilmar að máli við starfsmenn stefnda og bauð til sölu viðskiptavild og viðskiptasambönd stefnanda við þau fyrirtæki sem notið höfðu bókhaldsþjónustu hjá stefnanda. Með tölvubréfi, dags. 21. nóvember 2016, lagði stefnandi fram þrjú verðtilboð og tveimur dögum síðar samþykkti stefndi verðtilboð nr. 1 miðað við uppgefnar forsendur. Í desember 2016 kom hins vegar í ljós að nokkur fyrirtæki yrðu ekki hluti af samkomulaginu og sendi stefndi tölvubréf þar sem hann lýsti því að hann teldi því rétt að lækka tilboðsverðið sem næmi hlutfallslegu umfangi fyrirtækjanna í þjónustu stefnanda síðustu sex mánuði. Með tölvubréfi, dags. 17. maí 2017, lagð i stefndi enn fram tillögu að uppgjöri miðað við framangreindar forsendur og yrði kaupverð þá 1.243.200 krónur eða 1.541.568 krónur með virðisaukaskatti. Hluti kaupverðs skyldi greiðast í formi afsláttar til stefnanda og annarra félaga í eigu Tómasar sem á ttu í viðskiptum við stefnda. Félög í eigu fyrirsvarsmanns stefnanda, Tómasar Hilmars, sem voru í viðskiptum við stefnda voru Caty Capital ehf., Lögfræðistofan Íslandslög ehf. og stefnandi sjálfur. Mismun kaupverðs og afsláttar átti síðan að greiða inn á r eikning stefnanda. Hinn 14. september 2017 átti að skrifa undir formlegan kaupsamning. Mismunur kaupverðs og afsláttar nam samtals 229.806 kr. með virðisaukaskatti. Stefnandi sætti sig ekki við þetta og ekkert varð af viðskiptum aðila. Stefnda var send innheimtuviðvörun, dags. 17. apríl 2018, vegna framangreindra reikninga og síðan innheimtubréf þann 30. maí 2018. Þá liggur fyrir að stefndi gaf út og sendi reikning á stefnanda, dags. 31. ágúst 2017, með eindaga 15. septem ber 2017 að fjárhæð samtals með vsk. 266.278 krónur vegna bókhaldsvinnu, og annan reikning, dags. 30. september 2017, með eindaga 16. október 2017 að fjárhæð samtals 182.466 krónur með vsk. Innheimtuviðvörun var síðan send dags. 1. mars 2018, og innheimtub réf, dags. 17. september 2018. 5 Mál þetta var síðan höfðað með stefnu þingfestri 6. september 2018. III. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi byggir kröfur sínar á reikningum vegna leigu á fullbúnu skrifstofuhúsnæði og fyrir aðra þjón ustu, svo sem veitingar. Með sókn sem stefnandi lagði fram við aðalmeðferð leiðrétti hann upphaflegar dómkröfur í stefnu. Í sókn kom fram að leiðrétta þyrfti dómkröfur þar sem reikningur með gjalddaga 30. september 2017 að fjárhæð 182.466 krónur væri rangl ega nefndur í stefnufjárhæð. Hann væri nr. 114 og væri réttilega tilgreindur í innborgunum. Þá leiðrétti stefnandi reikning með gjalddaga 1. október nr. 2561 þar sem hann væri vegna leigu í október 2016 að fjárhæð 148.000 krónur og kæmi ekki fram í stefnuf járhæð. Leigutrygging stefnda að sömu fjárhæð hefði verið nýtt til greiðslu á þessum reikningi og hann væri því greiddur og kæmi ekki til álita í málinu. Heildarkröfur stefnanda nemi því 1.399.128 krónum. Reikningar sem stefnandi byggi á séu sem hér segir: Nr. Útgáfudagur Gjalddagi Fjárhæð 1. 01.04.2017 01.04.2017 39.665,00 2. 01.04.2017 01.04.2017 260.359,00 3. 31.07.2017 31.07.2017 317.182,00 4. 01 .08.2017 01.08.2017 7.470,00 5. 02.08.2017 02.08.2017 3.380,00 6. 03.08.2017 03.08.2017 3.380,00 7. 16.08.2017 16.08.2017 3.380,00 8. 18.08.2017 18.08.2017 3.680,00 9. 24.08.2017 24.08.2017 4.615,00 10. 30.08.2017 30.08.2017 3.380,00 11. 31.08.2017 31.08.2017 307.616,00 12. 06.09.2017 06.0 9.2017 3.380,00 13. 07.09.2017 07.09.2017 3.380,00 14. 08.09.2017 08.09.2017 3.980,00 15. 11.09.2017 11.09.2017 3.980,00 6 16. 13.09.2017 13.09.2017 3.980,00 17. 21.09.2017 21.09.2017 4.320,00 18. 25.09.2017 25.09.2017 7.150,00 19. 26.09.2017 26.09.2017 3.380,00 20. 30.09.2017 30.09.2017 182.466,00 21. 02.10.2017 02.10.2017 311.254,00 22. 31.10.2017 31.10.2017 10.401,00 23. 30.11.2017 30.11.2017 89.816,00 Samtals nemi framangreindar fjárhæðir 1.399.128 krónum sem sé höfuðstóll dómkröfu auk dráttarvaxta og kostnaðar. Umsaminn gjalddagi í viðskiptum stefnda við stefnanda sé sá dagur sem fram komi hér að ofan og séu stefnufjárhæð og dráttarvextir miðaðir við það tímamark. Inn á skuldina hafi verið greidd innborgun þann 30. apríl 2018, 182.466,00 krónur, og dragist hún frá skuldinni m.v. stöðu hennar á innborgunardegi. Innborgunum sé fyrst ráðstafað til greiðslu áfallins kostnaðar af vanskilum, þá til greiðslu vaxta og að lokum til lækkunar höfuðstóls. Efti rstöðvar skuldarinnar hafi ekki fengist greiddar þrátt fyrir innheimtutilraunir og sé því nauðsynlegt að höfða mál til greiðslu hennar. Stefnandi hafi gert tilraunir til innheimtu krafna sinna hjá stefnda fyrir löginnheimtu, eins og framlagt yfirl it beri með sér. Því sé þess krafist að við ákvörðun málskostnaðar verði tekið tillit til kostnaðar stefnanda af innheimtuviðvörun og milliinnheimtu í samræmi við framlagt yfirlit. Stefnandi byggi kröfur sínar á reglum samninga - og kröfuréttar um loforð og efndir fjárskuldbindinga. Kröfur um dráttarvexti, þ.m.t. vaxtavexti, styðji stefnandi við lög um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. Krafa um málskostnað styðjist við 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Krafa um virðisaukaska tt af málflutningsþóknun sé reist á lögum númer 50/1988. Stefnandi sé ekki virðisaukaskattsskyldur og beri honum því nauðsyn til að fá dóm fyrir skatti þessum úr hendi stefnda. Varðandi varnarþing vísist til 33. gr. laga nr. 91/1991. IV. Málsástæður og lag arök stefnda Mál þetta varði innheimtu á kröfum vegna meintra viðskipta hins stefnda félags og stefnanda. Krafan sé sögð grundvallast á 23 útgefnum reikningum sem lagðir hafi 7 verið fram. Það athugist að allmargir reikningar séu gefnir út af hálfu f élagsins Samkvæmt þessu beri að sýkna stefnda vegna sóknaraðildarskorts stefnanda, sbr. ákvæði 2. mgr. 16. gr. eml. Kröfu sína um sýknu að svo stöddu byggir stef ndi á því að efndatími krafnanna sé ekki kominn. Hvorki hafi verið samið um verð fyrir hina meintu þjónustu né gjalddaga. Í þessu sambandi byggi stefndi á því að honum hafi ekki borist reikningar stefnanda fyrr en með fylgigögnum stefnu eftir þingfestingu málsins. Efndatími kröfu geti aldrei verið fyrr en eftir að krafið hafi verið sannanlega um greiðslu. Sú sönnun hvíli á stefnanda. Slík krafa hafi fyrst borist stefnda með innheimtubréfi dags. 17. apríl 2018 sem hafi komið stefnda í opna skjöldu. Með bréfi nu hafi þó engir reikningar fylgt. Þá liggi ekki fyrir í málinu undirritaður samningur milli aðila. Stefnandi hefði bæði með frekari gögnum sem og í stefnu getað sundurliðað og gert frekari grein fyrir fjárkröfu sinni á hendur stefnda. Svo hafi ekki verið gert og því beri að sýkna stefnda að svo stöddu. Verði ekki fallist á aðal - eða varakröfu stefnda sé þess krafist til þrautavara að kröfur stefnanda verði lækkaðar. Eins og áður greini varði mál þetta innheimtu á kröfum vegna viðskipta stefnda og stefnanda. Sé krafan meðal annars sögð grundvallast á tveimur reikningum, annars vegar reikningi nr. 4353, dags. 1. apríl 2017, upphaflega að fjárhæð 433.916 kr., nú 39.665 kr., og hins vegar reikningi nr. 4354, dags. 1. apríl 2017, að fjárhæð 260.359 kr. Stefndi hafni alfarið þessum reikningum. Í nóvember 2016 hafi Tómas Hilmar komið að máli við starfsmenn stefnda og sagt að hann hygðist selja viðskiptavild og viðskiptasambönd stefnanda. Nánar tiltekið hafi verið um að ræða nokkur fyrirtæki sem höf ðu þegið þjónustu hjá stefnanda. Með tölvubréfi, dags. 21. nóvember 2016, hafi stefnandi lagt fram þrjú verðtilboð. Tveimur dögum síðar hafi stefndi samþykkt verðtilboð nr. 1 miðað við uppgefnar forsendur. Í desember 2016 hafi hins vegar komið í ljós að no kkur fyrirtæki yrðu ekki hluti af samkomulaginu. Hafi stefndi því talið rétt að lækka tilboðsverðið sem næmi hlutfallslegu umfangi fyrirtækjanna í þjónustu stefnanda síðustu sex mánuði. Með tölvubréfi, dags. 17. maí 2017, hafi stefndi lagt fram tillögu að uppgjöri miðað við ofangreindar forsendur. Kaupverð hafi verið tilgreint í drögum 1.243.200 krónur eða samtals 1.541.568 krónur með virðisaukaskatti. Um hafi verið samið að kaupverðið skyldi greiðast í formi afsláttar til stefnanda og annarra félaga í eigu Tómasar sem áttu í viðskiptum við stefnda. Mismun kaupverðs og afsláttar skyldi greiða inn á reikning stefnanda. Þetta hafi verið í samræmi við fyrri samskipti aðila. Hinn 14. september 2017, þegar skrifa átti undir formlegan kaupsamning hafi soð ið upp úr þegar Tómasi hafi orðið ljóst að stefndi væri í raun búinn að greiða allt kaupverðið í formi afsláttar. Mismunur kaupverðs og afsláttar hafi numið samtals 229.806 krónum með virðisaukaskatti. Við það hafi stefnandi ekki getað unað, þrátt 8 fyrir að hafa boðað til kaupsamningsfundar og fengið sent afrit af uppgjörinu með fyrirvara, sbr. tölvubréf stefnda dags. 13. september 2017. Í stuttu máli þá hafi ekkert orðið af þessum viðskiptum aðila. Innheimtuaðgerðir stefnanda hafi því komið stefnda í opna skjöldu. Eftir því sem stefndi best viti séu tilgreindir reikningar tilkomnir vegna fyrrgreinds samnings sem aldrei verði gerður. Stefndi hafi upplýst stefnanda um að hann myndi ekki greiða reikninga vegna viðskiptanna fyrr en undirritaður samningur væri komin á milli aðila. Reikningarnir séu því tilhæfulausir þar sem ekkert hafi orðið af umræddum viðskiptum aðila. Engu að síður hafi stefnandi sent umrædda reikninga í innheimtu. Enn lengra hafi verið gengið af hálfu stefnanda, en svo virðist vera sem stefnandi hafi skuldajafnað reikningi stefnda nr. 114, sbr. hér síðar, á móti meintri kröfu samkvæmt reikningi nr. 4353. Þessu sé mótmælt, enda hafi engin gild krafa verið fyrir hendi svo að til skuldajafnaðar gæti komið. Verði ekki falli st á það með stefnda að víkja til hliðar reikningum nr. 4353 og nr. 4354, þá mótmæli stefndi engu að síður fjárhæð og grundvelli þeirra. Fjárhæðin sé óhóflega há að mati stefnda. Krafist sé samtals 694.275 króna með virðisaukaskatti, þar af 559.335 króna á sem sé ofar skilningi stefnda. Eins og mál þetta sé lagt fyrir verði að teljast upplýst að málsaðilar hafi ekki samið fyrir fram um verð fyrir þjónustu stefnanda. Í slíkum tilvikum ráðist fjárh æðin eftir almennum reglum, eftir atvikum meginreglu 45. gr. laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup. Beri þá að miða fjárhæðina við eðli þjónustunnar og gæði hennar að öðru leyti, en fyrir því beri stefnandi sönnunarbyrði Verði stefnda gert að greiða st efnanda einhvern hluta krafna hans sé höfð uppi gagnkrafa til skuldajafnaðar að fjárhæð 448.744 krónur auk dráttarvaxta. Verði fallist á ýtrustu kröfur stefnda samkvæmt framansögðu, þ.e. ef dómurinn hafnar reikningum nr. 4353 og nr. 4354, þá standi eftir s amtals 1.132.770 krónur af stefnufjárhæð (1.432.794 300.024 = 1.132.770). Þá sé eftir að taka tillit til gagnkröfu stefnda á hendur stefnanda vegna tveggja reikninga, þ.e. reiknings nr. 79, dags. 31. ágúst 2017 að fjárhæð 266.278 krónur, og áðurnefnds re iknings nr. 114, dags. 30. september 2017 að fjárhæð 182.466 krónur, sem stefnandi hafi skuldajafnað ólöglega, eða samtals 448.744 krónur m/vsk., sbr. dskj. 13 og 14. Frá stefnufjárhæð, 1.132.770 krónum, dragist þannig 448.744 krónur. Eftir standi þá 684.0 26 krónur sem sé endanleg stefnufjárhæð málsins að mati stefnda. Samkvæmt 1. mgr. 28. gr. eml. sé stefnda heimilt að hafa uppi gagnkröfu til skuldajafnaðar við kröfu stefnanda á hendur honum ef almennum skilyrðum fyrir skuldajöfnuði er fullnægt. Ga gnkrafa stefnda samkvæmt framansögðu byggist annars vegnar á framlögðum reikningi nr. 79, samtals 266.278 krónur með eindaga 15. september 2017, og hins vegar reikningi nr. 114, samtals182.466 krónur með eindaga 16. október 2017, eða samtals 448.744 krónur m/vsk. sem komi til skuldajafnaðar við 9 kröfu stefnanda. Krafan byggist á almennri bókhaldsþjónustu í þágu stefnanda. Innifalið í þeirri vinnu hafi meðal annars verið færsla bókhalds, launavinnsla og afstemmingar. Innheimtutilraunir hafi engan árangur bori ð, eins og framlögð innheimtubréf beri með sér, og sé því nauðsynlegt að hafa uppi gagnkröfu þessa. Því sé þess krafist að við ákvörðun málskostnaðar verði tekið tillit til kostnaðar stefnda af innheimtu. Eindagi í viðskiptum stefnda við stefnanda sé sá dagur sem fram komi hér að ofan og miðist gagnkröfufjárhæð og dráttarvextir við það tímamark. Um sönnun fyrir þjónustu og gagnkröfu stefnda vísist meðal annars í framlögð skjöl. Kröfu stefnanda um dráttarvexti í dómkröfu sé mótmælt með vísan til þess sem hér hefur verið rakið. Í þessu sambandi vísi stefndi meðal annars til 9. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Verði stefndi dæmdur greiðsluskyldur að öllu eða einhverju leyti sé þess krafist, með vísan til framangreinds, að dráttar vextir verði aðeins dæmdir frá dómsuppsögu og málskostnaður falli niður. Um heimild stefnda til að hafa uppi gagnkröfu sína á hendur stefnanda í málssókn þessari vísist til 1. mgr. 28. gr. sömu laga. Einnig sé vísað til almennra reglna kröfuréttarin s og meginreglu samningaréttarins um skuldbindingargildi loforða og skyldu til að efna samninga. Krafa um dráttarvexti af gagnkröfu styðji stefndi við ákvæði laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Málskostnaðarkrafa styðjist við ákvæði 129. gr . og 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. V. Niðurstaða Við aðalmeðferð gaf skýrslu Tómas H. Ragnarz, framkvæmdastjóri stefnanda. Aðspurður um Regus, þá kvað hann það vera vörumerki Orange Project ehf. skv. francise - samningi og því væri það sami aðili og stefnandi. Hann kvað stefnanda leigja út skrifstofuhúsnæði og fundarherbergi og selja síðan ýmsa þjónustu, svo sem símsvörun og bókhaldsþjónustu. Jafnframt ræki félagið kaffihús, Orange kaffi. Varðandi viðskipti við stefnda þá hafi félagi ð leigt skrifstofuhúsnæði af stefnanda og síðan hafi stefndi farið að sinna bókhaldsvinnu fyrir stefnanda. Stefndi hafi líklega byrjað að leigja húsnæði af stefnanda á árinu 2017 og verið með reikning á kaffihúsinu vegna viðskipta þar. Stefnda hafi verið g erður reikningur mánaðarlega fyrir alla þjónustu í ákveðu kerfi og reikningar sendir í heimabanka. Stefndi hafi í fyrstu farið að færa bókhald fyrir stefnanda og síðan farið að vinna bókhald fyrir viðskiptavini stefnanda og hafi hlaupið í skarðið þ egar starfsmaður hjá stefnanda sem sinnt hafði bókhaldi hafi veikst. Stefnandi hafi síðan boðið stefnda til sölu þann viðskiptagrunn í bókhaldsþjónustu sem stefnandi hafi verið með, það er að taka yfir þá bókhaldsþjónustu sem stefnandi hafði annast. Reikni ngar nr. 4354 og 10 4353 væru vegna yfirtöku stefnda á þjónustu við ákveðna viðskiptavini stefnanda. Samið hafi verið um verð fyrir þetta og framangreindir reikningar væru vegna þessara viðskipta. Hann kvað það rangt að þessi viðskipti hefðu ekki gengið eftir , viðskiptavinir hefðu farið yfir til stefnda og væru enn þar í viðskiptum. Hann kvað ekki hafa verið samið um gagnkvæman afslátt í þessum viðskiptum. Hann kvað alla reikninga frá stefnanda hafa verið senda út í gegnum gagnagrunn og kröfur jafnfram t verið stofnaðar í heimabanka, reikningar væru sendir út 35 dögum fyrir eindaga og á netfang viðskiptavinar samhliða stofnun í heimabanka. Ekki hafi borist athugasemdir við útsenda reikninga. Varðandi reikning dags. 15. sept. 2017 frá stefnda að fjárhæð 266.278 krónur, þá hafi honum verið skuldajafnað inn á reikning stefnanda nr. 4353. Varðandi yfirtöku stefnda á viðskiptamönnum, þá hafi verið um að ræða 22 fyrirtæki sem færu til stefnda og reikningur nr. 4353 hafi verið vegna þeirra. Stef nandi hafi verið að hætta í bókhaldi og verið að selja stefnda þessi viðskipti. Þessi reikningur hafi verið þóknun fyrir þau félög sem hafi verið afhent stefnda, enginn skriflegur samningur hafi verið um þessi viðskipti. Þá kvað hann engan skriflegan samni ng hafa verið um húsaleigu en stefndi hefði greitt leigu skv. samkomulagi í langan tíma. Varðandi reikninga vegna úttekta á mat og drykk hafi viðskiptavinir ekki þurft að kvitta fyrir úttekt, stefndi hafi verið að vinna hjá stefnanda og traust veri ð gagnkvæmt. Reikningum hafi aldrei verið mótmælt fyrr en eftir að stefndi fór úr húsnæðinu. Við aðalmeðferð gaf aðilaskýrslu Ingibjörg Þorsteinsdóttir, eigandi stefnda. Varðandi reikning nr. 4353 þá hafi strax og krafa kom í heimabanka verið gerð ar athugasemdir og tekið fram að ekki yrði greitt þar sem ekki lægju einu sinni fyrir drög að samningi og málið væri allt á umræðustigi. Þessir reikningar hafi átt að vera þóknun fyrir viðskiptavild við yfirtöku á fyrirtækjum í bókhaldsþjónustu sem höfðu v erið hjá stefnanda. Varðandi reikning nr. 4353 sem sagður sé vera fyrir fundarsetu og fjögur til fimm fyrirtæki sem hafi verið í þjónustu hjá stefnanda, þá hafi honum einnig verið mótmælt þar sem engin rök hafi verið fyrir honum. Ingibjörg kvað ste fnda hafa komið inn sem leigjanda og síðan hafi komið upp vandræði hjá stefnanda þar sem sá aðili sem séð hefði um bókhaldi hefði veikst skyndilega og aðeins verið hálfur mánuður til skila á virðisaukaskatti hjá 18 fyrirtækjum. Stefndi hafi gengið í að fær a þetta bókhald og stefnandi boðið stefnanda að taka við þessu verki þar sem ekki hafi legið fyrir hvort bókarinn kæmi til baka. Stefnandi hafi síðan rukkað sína viðskiptavini og stefndi rukkaði stefnanda. Fyrirsvarsmaður stefnanda hafi verið frekur og aðg angsharður og ekki viljað að viðskiptavinir hans vissu hvernig í öllu lá og stefndi hefði ekki verið í samskiptum við 11 þá nema í gegnum hann. Samskiptin hafi orðið erfiðari og þetta ekki gengið upp. Þá hafi verið farið að ræða það að stefndi tæki þetta yfir og rætt hafi verið um að gerður yrði einhvers konar samningur um greiðslu stefnda. Hún kvaðst hafa krafist þess að viðskipavinum stefnanda yrði gerð grein fyrir málum en það hefði ekki verið gert. Stefnandi hafi síðan sent tölvupóst á viðskiptavini og boð ið að þeim sem vildu væri velkomið að fylgja með til bókarans sem hafði veikst og hætt störfum hjá stefnanda. Það hafi aldrei verið gerður samningur en þau hafi hist á fundi. Rætt hafi verið um ákveðið verð sem greiða hafi átt með afslætti og peni ngum. Í samningsdrögum hafi verið tiltekið ákveðið verð sem hafi átt að greiðast með veittum afslætti og peningum. Sendar hafi verið uppfærðar fjárhæðir á stefnanda áður en þau hittust og þá hafi hann misst stjórn á sér. Í upphafi stefndi boðið að greiða í einhvers konar dreifingu, og en stefndi hafði aðgang að bókhaldi þessara fyrirtækja og vissi hvaða tekjur af þeim voru og setti fram ákveðnar forsendur, sem voru einhver prósenta af tekjum stefnanda. Stefnandi hafi hins vegar aldrei haft heimild til að s elja þessi viðskipti og því hafi aldrei komist á neinn samningur. Varðandi reikninga fyrir veitingar hafi starfsmenn stefnda nýtt sér að borða stundum í hádeginu og einnig fyrir viðskiptamenn í ýmsu formi á viðskiptafundum. Stundum hafi verið greit t og stundum fært í reikning. Hún kvaðst kannast við þessa reikninga en ekki hafa fengið þá á þeim tíma þegar þeir voru gefnir út. Hún hafi fyrst fengið þá þegar þeir voru komnir í innheimtu og þá alla í einu. Ekki komi fram hver hafi verið úttektaraðilinn . Ingibjörg kvað stefnda hafi leigt hjá stefnanda frá því í júlí 2017. Það hefði ekki verið gerður skriflegur leigusamningur en stefndi fengið reikninga í tölvupósti og í heimabanka, en hún kvaðst ekki muna þetta glöggt. Gerðar hafi verið athugasem dir við reikninga frá kaffihúsinu, bæði munnlega og í tölvupósti og eins á Facebook. Nánar aðspurð, þá kvað hún engar tölur hafa komið frá Tómasi varðandi færslu á viðskiptum en tölvupóstskeyti gengið á milli. Hún og starfsmaður hennar, Katla, haf i síðan sjálfar haft samband við umrædd fyrirtæki og tilkynnt þeim að stefndi væri ekki lengur að vinna fyrir stefnanda og þau gætu samið við stefnda án milligöngu stefnanda. Hún kvað það síðan hafa verið fimm fyrirtæki sem hefðu komið yfir til stefnda. St efnandi hafi ekki verið kominn með nein nöfn á fyrirtækjunum sem átt hafi að færa til stefnda. Varðandi reikninga nr. 4353 og 4354, þá hefðu þeir verið gefnir út í apríl 2017, án þess að nokkur samningur væri fyrir hendi og hún kvaðst ekki skilja fjárhæðirnar á þeim. 12 Katla Þorsteinsdóttir, systir Ingibjargar, sem var starfsmaður stefnda á þessum tíma, gaf vitnaskýrslu. Aðspurð kvað Katla stefnda hafi byrjað að leigja um mánaðamótin júlí ágúst 2016. Stefnandi hafi fengið afslátt sem átti að vera vegna þess að hann hafi ætlað að afla stefnda fyrirtækja til að þjónusta. Hún kvað hafa verið rætt um yfirfærslu viðskiptavildar frá stefnanda til stefnda. Hún kvaðst ekki hafa komið að samningsgerð en hún hefði aldrei séð neitt umboð stefn anda til að færa bókhald fyrirtækja til stefnda. Í upphafi hafi þær verið að bjarga málum hjá stefnanda þegar bókhaldari hjá honum veiktist. Þær hafi ekki mátt hafa beint samband við viðskiptavini og stefnandi hafi leynt því fyrir þeim að bókhaldarinn væri veikur. Þeim hafi hins vegar þótt óeðlilegt að viðskiptavinir vissu ekki hver væri að færa bókhaldið fyrir fyrirtæki þeirra. Upphaflega hafi stefnandi boðið að stefndi tæki við 18 fyrirtækjum en hann hafi ekki haft neitt umboð. Það hafi verið rædd drög sem lýst hafi einhverjum greiðslum og hluti greiðslna til stefnanda hafi átt að vera í formi afsláttur af bókhaldsþjónustu fyrir stefnanda og fyrirtæki í viðskiptum hjá honum. Þegar Tómas hafi tilkynnt fyrirtækjunum að Jón væri veikur hafi hann sagt þeim að þau gætu verið áfram hjá honum, mörg hafi viljað það og þá hafi aðeins verið eftir fjögur fyrirtæki og aðeins eitt hafi flutt sig til þeirra. Hún kvað reikninga stefnanda nr. 4353 og 4354 vera tilhæfulausa. Þær systur hafi ekki treyst Tómasi, sem e kki hafi verið með neitt umboð frá fyrirtækjunum. Þá hafi ekkert komið fram á reikningunum um það fyrir hvað væri verið að greiða og af hverju þeir væru með virðisaukaskatti. Þessum reikningum hafi því verið mótmælt. Varðandi reikninga fyrir mat og drykk á kaffihúsi stefnanda, þá hafi þær mótmælt þeim og þær ekkert komið þangað eftir að þær fóru að deila við Tómas. Viðskipti hafi verið færð í reikning og einhverja reikninga hafi þær greitt. Hún kvaðst ekkert kannast við þessa reikninga, þær hefðu st undum pantað mat, að minnsta kosti samþykkti hún ekki reikninga eftir 11. september, en þá hefðu þær verið farnar úr húsnæðinu. Varðandi framangreinda reikninga nr. 4353 og 4354 þá segi á reikningi 4353, að fjárhæð samtals 433.916 kr., að hann sé v egna þóknunar, ekki tiltekið fyrir hvað. Í stefnu komi síðan fram að hann sé að eftirstöðvum 39.665 krónur. Varðandi reikning nr. 4354 að fjárhæð 260.359 krónur, þá segi á honum að hann sé vegna þóknunar og fundarsetu. Í aðilaskýrslu lýsti fyrirsvar smaður stefnanda því að reikningar nr. 4354 og 4353 væru vegna yfirtöku stefnda á þjónustu við ákveðna viðskiptavini stefnanda og að reikningi dags. 15. sept. 2017 frá stefnda að fjárhæð 266.278 krónur hefði verið skuldajafnað inn á reikning stefnanda nr. 4353 vegna yfirtöku stefnda á viðskiptamönnum. Um hefði verið að ræða 22 fyrirtæki sem færu til stefnda og reikningar þessir væru vegna þessa. Stefnandi mótmælir því að þessi viðskipti hafi ekki gengið eftir. 13 Reikningum þessum er mótmælt af hálfu s tefnda. Báðir reikningarnir eru dags. 1. apríl 2017 og með eindaga 1. maí sama ár. Enginn samningur liggur fyrir í málinu um yfirtöku stefnda á þjónustu við viðskiptavini stefnanda. Þá þykja tölvusamskipti milli aðila málsins í nóvember og desembe r 2016 og síðan tölvubréf stefnda til stefnanda, dags. 13. september 2017, ekki benda til þess að samningar um slíkt hafi tekist. Stefnandi hefur ekki gert grein fyrir því hvaða fyrirtæki hafi verið um að ræða. Bæði eigandi stefnanda og vitnið Katla Þorste insdóttir bera á sama veg og mótmæla því alfarið að slíkur samningur hafi nokkurn tíma komist á. Dómurinn telur því að sýkna beri stefnda af kröfu stefnanda vegna framangreindra tveggja reikninga. Reikningum vegna húsaleigu hefur ekki verið mótmæl t. Ekki er fallist á að það leiði til sýknu vegna aðildarskorts að þessir reikningar séu tilgreindir frá félaginu ekki mótmælt af stefnda. Ekki þykir það geta leitt til sýknu þ ó húsaleigusamningur hafi ekki verið gerður milli aðila, en húsaleiga var greidd fram að þeim tíma er deilur risu á milli þeirra. Húsaleigureikningar eru reikningur nr. 3 í stefnu, að fjárhæð 317.182 krónur og á gjalddaga 4. september 2017, reikningur nr.1 1, að fjárhæð 307.616 krónur með gjalddaga 5. október 2017 og nr. 21 að fjárhæð 311.253 krónur með gjalddaga 6. nóvember 2017, reikningur nr. 22 að fjárhæð eftirstöðvum 10.401 króna með gjalddaga 5. desember 2017 og nr. 23 að fjárhæð 89.816 krónur með gjal ddaga 4. janúar 2018. Samtals nema þessir reikningar 1.036.268 krónum. Samkvæmt því sem rakið hefur verið ber að dæma stefnda til að greiða þessa reikninga vegna húsaleigu ásamt dráttarvöxtum skv. 1.mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001. Af hálfu stefnda e r því haldið fram í greinargerð að hann hafi fyrst haft vitneskju um þessa reikninga stefnanda er honum barst innheimtubréf, dags. 17. apríl 2018, sem hafi komið stefnda í opna skjöldu. Með bréfinu hafi þó engir reikningar fylgt. Við aðalmeðferð kvað Ingib jörg, fyrirsvarsmaður stefnda, ekki hafa verið gerðan skriflegan leigusamning en kvaðst telja að stefndi hefði fengið þessa reikninga vegna leigu í tölvupósti og heimabanka, en hún myndi þetta ekki. Í málinu liggja fyrir 15 reikningar vegna viðski pta á kaffihúsi stefnanda og samtals nema þessir reikningar 59.455 krónum. Þetta eru reikningar nr. 4 10 og nr.12 19. Af hálfu stefnda er því haldið fram að hann hafi fyrst haft vitneskju um þessa reikninga stefnanda er honum barst innheimtubréf, dags. 17. apríl 2018, sem hafi komið stefnda í opna skjöldu. Með bréfinu hafi þó engir reikningar fylgt. Ekki liggur fyrir í málinu staðfesting á því að þessir reikningar hafi verið sendir stefnda og á því er byggt af hans hálfu að hann hafi ekki fengið þá í hendur fyrr en við þingfestingu máls þessa. Í málinu liggur fyrir að fyrirsvarsmaður stefnda og vitnið Katla Þorsteinsdóttir staðfesta að þær hafi keypt veitingar á kaffihúsinu fyrir sig og viðskiptavini stefnda. Ekki liggja fyrir athugasemdir stefnda við einsta ka reikninga. Síðasti reikningurinn er vegna viðskipta 26. september 2017. Vitnið Katla hélt því 14 fram í skýrslu sinni við aðalmeðferð að þær Ingibjörg hefðu engin viðskipti átt í kaffihúsinu eftir 10. september 2017, er stefndi hafi flutt úr húsnæðinu. In gibjörg, fyrirsvarsmaður stefnda, byggir ekki á þessu, kvaðst kannast við þessa reikninga en ekki hafa fengið vitneskju um þá fyrr en með innheimtubréfi. Dómurinn telur, með hliðsjón af því að ágreiningslaust er að starfsmenn stefnda nýttu sér þjónustu á k affihúsi stefnanda, auk þess sem viðskiptamönnum hafi einnig verið boðið að nýta sér þjónustu þar, að þá verði að dæma stefnda til að greiða framangreinda reikninga ásamt dráttarvöxtum skv.1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, en upphafstími dráttarvaxta verði frá þingfestingu málsins þann 28. júní 2018. Samkvæmt 1. mgr. 28. gr. eml. er stefnda heimilt að hafa uppi gagnkröfu til skuldajafnaðar við kröfu stefnanda á hendur honum ef almennum skilyrðum fyrir skuldajöfnuði er fullnægt. Gagnkrafa stefnda bygg ist annars vegar á framlögðum reikningi nr. 79, að fjárhæð 266.278 krónur, með eindaga 15. september 2017, og hins vegar reikningi nr. 114, að fjárhæð 182.466 krónur, með eindaga 16. október 2017, eða samtals 448.744 krónur m/vsk. sem komi til skuldajafnað ar við kröfu stefnanda. Krafan byggist á almennri bókhaldsþjónustu í þágu stefnanda. Innifalið í þeirri vinnu hafi meðal annars verið færsla bókhalds, launavinnsla og afstemmingar. Innheimtutilraunir hafi engan árangur borið, eins og framlögð innheimtubréf beri með sér, og sé því nauðsynlegt að hafa uppi gagnkröfu þessa. Dómurinn lítur svo á að stefnandi fallist á að framangreindar kröfur komi til skuldajöfnunar, samanber kröfugerð stefnanda þar sem gengið er út frá því að kröfur þessar komi til frádráttar kröfum stefnanda og yfirlýsingum í aðilaskýrslu við aðalmeðferð. Dómurinn fellst því á að þessi krafa stefnda um skuldajöfnuð nái fram að ganga. Að fenginni þessari niðurstöðu ber að dæma stefnda til að greiða stefnanda málskostnað sem telst hæfile ga ákveðinn með hliðsjón af atvikum öllum eins og nánar er kveðið á um í dómsorði. Uppkvaðning dóms hefur vegna embættisanna dómara dregist umfram frest skv. 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991. Aðilar eru sammála dómara um að ekki sé þörf á endurflu tningi málins. Þórður Clausen Þórðarson héraðsdómari kveður upp dóminn. Dómsorð: Stefndi, 3 Skref ehf., greiði stefnanda, Orange project ehf., 1.036.286 krónur með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, af fjárhæð 317.182 krónum frá 4.9.2017 til 5.10.2017, af 624.798 krónum frá 5.10.2017 til 6.11.2017, af 936.051 krónu frá 6.11. 2017 til 5.12.2017, af 946.452 krónum frá 5.12.2 017 til 4.1.2018 og af 1.036.268 krónum frá þeim degi til greiðsludags. 15 Til frádráttar komi 448.744 krónur ásamt dráttarvöxtum, skv. 1. mgr. 6 gr. laga nr. 38/2001 af 266.278 krónum frá 15. september 2017 til 16. október 2017 og af 448.744 krón um frá þeim tíma til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 600.000 krónur í málskostnað.