LANDSRÉTTUR Úrskurður þriðjudaginn 8. júní 2021. Mál nr. 326/2021 : A (Saga Ýrr Jónsdóttir lögmaður ) gegn B ( Auður Björg Jónsdóttir lögmaður) Lykilorð Kærumál. Gjafsókn Útdráttur A og B kærðu úrskurð héraðsdóms og kröfðust þess að fjárhæð málflutningsþóknunar lögmanns þeirra vegna gjafsóknar í héraði yrðu ákveðnar hærri en gert var í hinum kærða úrskurði. Að teknu tilliti til yfirlits lögmanna aðila um unna tíma í málinu og umfangi þess að öðru leyti, var málflutningsþóknun lögmanna A og B hækkuð. Úrskurður Landsréttar L andsréttardómararnir Jón Höskuldsson og Kristbjörg Stephensen og Hildur Briem , settur landsréttardómari, kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili sk aut málinu til Landsréttar með kæru 19. maí 2021 en kærumálsgögn bárust réttinum 27. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 7. maí 2021 í málinu nr. E - /2020 þar sem leyst var úr ágreiningi aðila um málskostnað og kveðið á um gjafsóknarkos tnað í máli þeirra sem að öðru leyti var lokið með dómsátt. Kæruheimild er í g - lið 1. mgr. 143. gr . laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 2 Sóknaraðili krefst þess aðallega að hinum kærða úrskurði verði breytt á þá leið að úrskurðuð í samræmi við framlagða tímaskýrslu lögmannsins. Til vara krefst 2.300.000 krónur auk virðisaukaskatts. 3 Varnaraðili kærði úrskurð héraðsdóms til Landsréttar fyrir sitt leyti með kæru 19. maí 2021. Hún krefst þess að hinum kærða úrskurði verði breytt á þá leið að fjárhæð málskostnaðar lögmanns [ hennar vegna reksturs málsins í héraði verði úrskurðuð í samræ mi við framlagða tímaskýrslu lögmannsins. Til vara krefst varnaraðili þess að málskostnað a r lögmanns [ hennar í héraði verði úrskurð uð 2.300.000 krónur auk virðisaukaskatts. 2 Niðurstaða 4 Sóknaraðili höfðaði mál þetta 10. júní 2020 á hendur varnaraðila og krafðist þess að forsjá sonar þeirra yrði sameiginleg og að lögheimili hans yrði hjá sóknaraðila. Þá krafðist hann þess að varnaraðila yrði gert að greiða einfalt meðlag með barninu til 18 ára aldurs og að ákveðið yrði hvernig umgengni við það foreldri sem ekki færi með lögheimili barnsins yrði háttað. Varnaraðili krafðist þess aðallega að hún færi ein með forsjá barnsins og að sóknaraðila yrði gert að greiða henni einfalt meðlag með barnin u til 18 ára aldurs. Til vara krafðist varnaraðili þess að forsjá yrði sameiginleg, lögheimili barnsins yrði hjá varnaraðila og að sóknaraðila yrði gert að greiða einfalt meðlag með barninu. Loks var þess krafist að mælt yrði fyrir um inntak umgengnisrétta r við barnið fengi sóknaraðili lögheimilið. 5 Málinu lauk með dómsátt 5. maí 2021 um að forsjá barnsins yrði sameiginleg hjá aðilum og lögheimili þess yrði hjá varnaraðila. Þá er í sáttinni kveðið á um umgengni og meðlag. Ágreiningur um málskostnað var lagð ur í úrskurð héraðsdóms, sem felldi niður málskostnað milli aðila, en ákvað gjafsóknarkostnað þeirra úr ríkissjóði. 6 Meðal málsgagna eru tímaskýrslur lögmanna málsaðila sem bera það með sér að nokkur vinna liggur að baki fyrrgreindri niðurstöðu í málinu. Má lið var tekið fyrir fimm sinnum í héraði. Undir rekstri málsins voru sættir reyndar fyrir milligöngu lögmanna. Þá var dómkvaddur sálfræðingur til að leggja mat á forsjárhæfni aðila. Eftir framlagningu matsgerðar dómkvadds matsmanns 15. mars 2021 var aðalme ðferð ákveðin 29. apríl sama ár. Aðalmeðferðin fór ekki fram þá og varð sátt með aðilum sem fyrr segir í þinghaldi 5. maí 2021 og lauk málinu þann dag. 7 Aðilar, sem báðir nutu gjafsóknar í máli þessu, hafa lagt fram tímaskýrslur lögmanna þar sem gerð er gr ein fyrir vinnustundum þeirra við rekstur málsins. Aðilar styðja kröfur sínar um hækkun á málflutningsþóknun við tímaskýrslurnar. Að þeim virtum verður fallist á með málsaðilum að hækka beri málflutningsþóknun lögmanna svo sem greinir í úrskurðarorði en þó knunin er þar tilgreind án virðisaukaskatts. Úrskurðarorð: Gjafsóknarkostnaður sóknaraðila, A , í héraði greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hans, Sögu Ýrar Jónsdóttur, 1.430.000 krónur. Gjafsóknarkostnaður varnaraðila, B , í héraði gre iðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, Auðar Bjargar Jónsdóttur, 1.430.000 krónur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 7. maí 2021 Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar 5. maí sl. um ákvörðun málskostnaðar samkvæmt 1. mgr. 130. gr. laga 3 Þá var gerð kr afa um að dómurinn ákveði hvernig umgengni skuli vera við það foreldri sem ekki fer með lögheimili barnsins. Þá er gerð krafa um málskostnað eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. Féll stefnandi frá þeirri kröfu sinni að lögheimili barnsins yrði hjá honum. Stefnda gerir þær kröfur fyrir dóminum að hún fari áfram ein með forsjá drengsins og að stefnandi verði dæmdur til að greiða einfalt meðlag með drengnum til 18 ára aldurs hans. Þá er gerð krafa um málskostnað eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. Aðalm eðferð máls þessa átti að fara fram 29. apríl sl. en var frestað sökum veikinda dómara. Þann 5. maí sl. var haldið þinghald til að reyna sættir með aðilum. Varð niðurstaða þess þinghalds sú að aðilar gerðu dómsátt og lögðu hana fram sem dómskjal nr. 36. V ar niðurstaðan sú að forsjá aðila verður sameiginleg, lögheimili barnsins hjá móður og umgengni við stefnanda samkvæmt nánara fyrirkomulagi sem tekið er fram í sáttinni. Þá greiði stefnandi einfalt meðlag með barninu til 18 ára aldurs þess. Var ágreiningur um málskostnað lagður í úrskurð dómsins. Með hliðsjón af atvikum málsins og niðurstöðu þykir rétt að málskostnaður falli niður. Stefnandi hefur fengið gjafsókn í máli þessu samkvæmt bréfi dómsmálaráðuneytisins þann 16. september 2020. Skal allur gjafsókn arkostnaður stefnanda greiðast úr ríkissjóði, þar með talinn málskostnaður lögmanns stefnanda, Sögu Ýrar Jónsdóttur, sem þykir hæfilega ákveðinn 950.000 krónur. Hefur þá ekki verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Stefnda fékk gjafsóknarleyfi með bréfi dómsmálaráðuneytisins þann 8. október 2020. Skal allur gjafsóknarkostnaður stefndu greiðast úr ríkissjóði, þar með talinn málskostnaður lögmanns stefndu, Auðar Bjargar Jónsdóttur, sem þykir hæfilega ákveðinn 950.000 krónur. Hefur þá ekki verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Ástríður Grímsdóttir héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Málskostnaður fellur niður í máli þessu. Allur gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talinn málskostnaður lögmanns stefnanda, Sögu Ýrar Jónsdóttur, sem þykir hæfilega ákveðinn 950.000 krónur. Allur gjafsóknarkostnaður stefndu greiðist úr ríkissjóði, þar með talinn málskos tnaður lögmanns stefndu, Auðar Bjargar Jónsdóttur, sem þykir hæfilega ákveðinn 950.000 krónur. Hefur þá ekki verið tekið tillit til virðisaukaskatts.