LANDSRÉTTUR Úrskurður föstudaginn 12. nóvember 2021. Mál nr. 665/2021 : Lögreglustjórinn á Suðurnesjum (Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarsaksóknari ) gegn X og (Eva B . Helgadóttir lögmaður) Y ( Almar Þór Möller lögmaður) Lykilorð Kærumál. Matsgerð. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem fallist var á kröfu L um að dómkvaddir yrðu tveir matsmenn til að meta nánar tilgreind atriði í matsbeiðni L. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Arnfríður Einarsdóttir , Jón Höskuldsson o g Þorgeir Ingi Njálsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili X skaut málinu til Landsréttar með kæru 4. nóvember 2021 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag . Varnaraðili Y skaut málinu til réttarins með kæru 5. nóvember 2021, sem barst réttinum 8. sama mánaðar. Sóknaraðili skaut málinu til réttarins fyrir sitt leyti með kæru 5. nóvember 2021, sem barst réttinum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 4. nóvember 2021 í máli nu nr. R - [...] /2021 þar sem fallist var á kröfu sóknaraðila um dómkvaðningu tveggja matsmanna til að svara matsspurningum nr. 1, 2, 3, og 5 í matsbeiðni hans. Kæruheimild er í o - lið 1 . mgr. 192 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Sóknaraðili krefst þess að fallist verði á kröfu hans, að teknu tilliti til breytinga sem gerðar voru á henni við meðferð málsins fyrir héraðsdómi, þannig að dómkvaddir skuli tveir matsmenn til að svara matsspurningum nr. 1, 2, 3, 5 og 6. 3 Varnaraðil ar kref ja st þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og að synjað verði um dómkvaðningu matsmanna. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. 2 Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 4. nóvember 2021 framkvæma sérfræðilega skoðun/rannsókn vegna andláts A , kt. , með það að markmiði að leggja mat á skráðar upplýsingar úr sjúkraskrám hennar og fram komin gögn vegna skoðunar embættis landlæknis í eftirlitsmáli vegna andláts hennar og svara eftirtöldum spurningum; 1. Hver var dánarorsök A . 2. Voru til staðar forsendur til að hefja lífslokameðferð á A þann 1. ágúst 2019 og var verklagi við framkvæmd lík nandi/lífslokameðferðar fylgt. 3. Var lyfjagjöf til handa A eðlileg að teknu tilliti til ástands hennar og sjúkdómsgreiningar frá 1. ágúst til október 2019. [...]. 5. Var rétt staðið að sjúkdómsgreiningum A og þeim meðferðum sem ákveðnar voru vegna þeirra á árinu 2019. 6. Voru skráningar í sjúkraskrá A framkvæmdar Matsþolarnir Y , kt. , og X , kt. , krefjast þess að synjað verði um dómkvaðningu. Lögreglustjóri fór upphaflega fram á að lagt yrði fyrir matsmenn að svara sex matsspurningum en féll frá einni þeirra undir rekstri málsins. Málið var tekið til úrskurðar 21. 10. 2021. Í matsbeiðni sinni lýsir lögreglustjóri málavöxtum á þann hátt að hinn 10. 11. 2020 hafi framkvæmdastjóri læk ninga hjá [...] sent lögreglu tilkynningu vegna starfa læknisins Y , kt. , með vísan til 3. mgr. 10. gr. laga um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007. Með tilkynningunni hafi fylgt mat tveggja óháðra sérfræðinga vegna málsins, en hluti matsins hafi verið a fmáður, þ.e. nöfn og kennitölur sjúklinga af . Hafi lögregla litið svo á að tilkynnt væru mál vegna þriggja sjúklinga . Hinn 23. 2. 2021 hafi lögregla fengið kæru frá aðstandendum A á hendur þremur aðilum; Y , kt. , vegna brota á lögum um heilbrigðisstarfsmenn, einkum 1., 3., 4. og 5. mgr. 13. gr., 1. mgr. 19. gr., 21. gr. og 22. gr., allt sbr. 28. gr. og 211. gr., sbr. 138. gr. almennra hegningarlaga, X , kt. , fyrir brot gegn lögum um heilbrigðisstarfsmenn, eink um 1. og 4. mgr. 13. gr. og 22. gr., allt sbr. 28. gr. og 211. gr., sbr. 22. og 138. gr. almennra hegningarlaga, og nafngreindum hjúkrunarfræðingi fyrir brot gegn lögum um heilbrigðisstarfsmenn, einkum 1. og 4. mgr. 13. gr. og 22. gr., allt sbr. 28. gr. Þ á hafi lögregla ennfremur fengið upplýsingar frá aðstandendum þriggja sjúklinga sem dáið hefðu í kjölfar lífslokameðferðar á [...] á árunum 2018 - 2020, og aðstandendur verið ósátt við. Lögreglustjóri segir að með vísan til 52. gr. laga um meðferð sakamála , 3. mgr. 10. gr. laga um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007 og 5. tl. 1. mgr. 3. gr. laga um dánarvottorð, krufningar o.fl. nr. 61/1998, skuli lögregla rannsaka mannslát. Álit embættis landlæknis í eftirlitsmáli vegna andláts A hafi legið fyrir hinn 17. 2. 2021 og lögregla fengið aðgang að því ásamt öðrum gögnum málsins og vegna andláta tveggja annarra sjúklinga, sem embættið hafi haft undir höndum hinn 29. 3. 2021 að undangengnum úrskurði héraðsdóms nr. R - /2021. Í máli þessu liggi fyrir tvö álit óháð ra sérfræðinga sem gerð hafi verið að beiðni embættis landlæknis. Annars vegar í máli er varði störf Y [...] , í kjölfar athugasemda frá starfsfólki [...] vegna [...] sjúklinga, dags. 27. 10. 2020 og hins vegar álit óháðs sérfræðings vegna kvörtunar aðstand enda A um meint mistök og/eða vanrækslu í veitingu heilbrigðisþjónustu á [...] , dags. 10. 8. 2020. Óháðu sérfræðingarnir hafi gert margvíslegar athugasemdir við sjúkdómsgreiningar, ákvarðanir, umönnun og meðferð allra sjúklinganna [...] sem þau vörðuðu. Sé niðurstaða fyrrnefnda álitsins m.a. sú að sérfræðingarnir telji Y hafa sýnt alvarlegan brest í faglegri þekkingu sem ógnað hafi öryggi sjúklinga. Í síðarnefnda álitinu sé niðurstaða sérfræðings sú að vanræksla hafi átt sér stað í veitingu heilbrigðisþjónu stu á [...] til handa A . [...] 3 Í málinu sé verið að rannsakað andlát/mannslát sex einstaklinga sem ætla megi að hafi verið ótímabær og borið að með saknæmum hætti. Þá rannsaki lögregla einnig meðferð fimm annarra sjúklinga sem rökstuddur grunur sé um að ha fi verið skráðir í lífslokameðferð á [...] að tilefnislausu og með því hafi öryggi þeirra verið ógnað. Lögreglustjóri segir að ætluð brot séu talin varða við ákvæði almennra hegningarlaga nr. 19/1940, einkum ákvæði 211., 213., 215. og 220. gr., sem og við ákvæði laga nr. 34/2012 um heilbrigðisstarfsmenn. Við munnlegan málflutning var af hálfu lögreglustjóra tekið fram að ætluð háttsemi matsþolans X væri einungis talin varða við 220. gr. laga nr. 19/1940 og lög nr. 34/2012. Lögreglustjóri segir að ætla megi að ef ætluð brot sönnuðust, myndu þau geta varðað fangelsisrefsingu. Af þessum sökum skipti miklu fyrir áframhaldandi rannsókn málsins að dómkvaddir verði matsmenn til að framkvæma sérfræðilega skoðun/rannsókn líkt og grei ni í kröfugerð svo unnt sé að rannsaka málið nánar og upplýsa það. Þá telji lögreglustjóri jafnframt að ríkir almanna - og einkahagsmunir krefjist þess að mál þetta upplýsist. Lögreglustjóri kveðst vísa til 86. gr., sbr 1. mgr. 128. gr. laga nr. 88/2008 u m meðferð sakamála. Lögreglustjóri vísar til þess að rannsókn sakamála sé í höndum lögreglu og í sakamálum hvíli sönnunarbyrði á ákæruvaldinu. Ákæruvaldið afli sönnunargagna. Af hálfu matsþolans X er byggt á því að krafa lögreglustjóra uppfylli ekki la gaskilyrði. Í 128. gr. laga nr. 88/2008 komi skýrlega fram að rökstyðja þurfi þörfina á mati. Koma þurfi skýrlega fram hvað meta skuli og hvað sanna skuli með matinu. Óskýr matsbeiðni standist ekki. Af hálfu matsþolans segir að líta verði til þess tjóns s em málið valdi sakborningum og til þess hvort hægt sé að rannsaka málið án matsgerðar. Matsferli valdi miska og tjóni. Matsþolinn segir að ekki skuli dómkvatt nema dómari telji þörf á matinu. Hér hátti þannig til að fyrir liggi sérfræðiálit sem landlæknir hafi aflað. Sé matsþolinn ekki nefndur í álitinu. Landlæknir hafi ekki gripið til neinna aðgerða gagnvart matsþolanum. Matsþolinn segir að í matsbeiðni sé hvergi fjallað um hvað matsþolinn hafi gert. Hvergi sé vikið að því hverju eigi að svara, sem varði matsþolann. Matsþolinn segir að lögregla verði að gæta meðalhófs. Af hálfu matsþolans Y er tekið undir sjónarmið matsþolans X , eftir því sem við geti átt. Matsþolinn Y tekur fram að hann telji rétt að dómkveðja matsmenn, en það verði ekki gert samkvæmt þ eirri beiðni er fyrir liggi. Kveður matsþolinn skorta á að fram komi hvað matsbeiðandi hyggist sanna með matinu. Af hálfu matsþolans er síðustu matsspurningu sérstaklega mótmælt, þar sé spurt um lögfræðileg atriði en ekki atriði sem átt geti undir dómkvadd a matsmenn. Samkvæmt því sem fyrir liggur í málinu hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum, í framhaldi af kæru sem embættinu barst, hafið rannsókn á andláti A . Rannsakar embættið málið sem hugsanlegt brot á nánar greindum ákvæðum almennra hegningarlaga og la ga um heilbrigðisstarfsmenn. Rannsókn sakamála er, svo sem nánar greinir í 52. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, í höndum lögreglu. Markmið rannsóknar er að afla allra nauðsynlegra gagna til þess að ákæranda sé fært að ákveða að henni lokinni hvort sækja skuli mann til sakar, svo og að afla gagna til undirbúnings málsmeðferð fyrir dómi, sbr. 1 mgr. 53. gr. laganna. Í XIX. kafla laganna er fjallað um matsgerðir, þar á meðal matsgerð dómkvaddra matsmanna. Í 1. mgr. 128. gr. laganna segir meðal annars að í matsbeiðni skuli koma skýrlega fram hvað eigi að meta og hvað aðili hyggist sanna með mati. Í matsbeiðni sinni vísar lögreglustjóri meðal annars til álita sem sérfræðingar hafi lagt fram að beiðni landlæknis. Segir lögreglustjóri að fram komi í sérfr æðiáliti að vanræksla hafi átt sér stað í veitingu heilbrigðisþjónustu til A . [...] Í matsbeiðni segir meðal annars, að lögreglustjóri rannsaki andlát A og fleiri einstaklinga sem ótímabær og að þau hafi borið að með saknæmum hætti. Verður að telja ljóst a ð rannsókn lögreglu beinist að þeim atriðum sem lögreglustjóri reifar með þessum hætti í matsbeiðni sinni, og sem lögreglustjóri telji geta varðað við þau lagaákvæði sem rakin hafa verið. 4 Þær matsspurningar sem lögreglustjóri óskar að verði bornar undir ma tsmenn hafa verið raktar. Er þar spurt um dánarorsök sjúklingsins, hvort á nánar greindum tíma hafi verið forsendur verið fyrir því að hefja lífslokameðferð sjúklingsins, hvort lyfjameðferð hafi verið eðlileg með hliðsjón af ástandi og sjúkdómsgreiningu sj úklings, hvort rétt hafi verið staðið að sjúkdómsgreiningum og meðferð vegna þeirra og hvort skráningar í sjúkraskrá hafi verið framkvæmdar samkvæmt lögum og reglum. Að mati dómsins eru matsspurningar nr. 1, 2, 3 og 5 í eðlilegu samræmi við þau atriði sem ætla verður að rannsókn lögreglu beinist að og til þess fallnar að afla vitneskju um þau. Jafnframt verður að telja að þau atriði séu þess eðlis að lögreglu sé við rannsókn sína þörf að afla um þau sérfræðiálits, í því skyni að upplýsa um þau. Þótt fyrir l iggi sérfræðiálit sem landlæknir aflaði, sbr. 12. gr. laga nr. 41/2007, gerir það öflun matsgerða, samkvæmt beiðni lögreglustjóra sbr. XIX. kafla laga nr. 88/2008, ekki þýðingarlausa. Með hliðsjón af framanrituðu verður að telja að í matsbeiðni komi skýrle ga fram hvað meta skuli og að þörf sé á matinu. Leitað sé sönnunar um þau atriði sem spurt er um en tilgangur matsins sé að afla gagna til þess að ákæranda sé fært að ákveða að rannsókn lokinni hvort efni séu til saksóknar í málinu Samkvæmt 1. mgr. 27. gr . laga nr. 88/2008 er sakborningur sá maður sem borinn er sökum eða grunaður um refsiverða háttsemi. Í því máli sem hér er til rannsóknar lítur lögreglustjóri svo á að matsþolarnir Y og X hafi stöðu sakbornings. Þótt í matsbeiðni vegna rannsóknar málsins s é ekki sérstaklega tekið fram hvaða háttsemi matsþolinn X sé talinn hafa viðhaft, er varðað geti við tilgreind lagaákvæði, verður það ekki til þess að synjað verði um dómkvaðningu matsmanna. Það, að matsþolans sé ekki getið í áliti landlæknis og að embætti ð hafi ekki gripið til sérstakra aðgerða gagnvart honum, kann að skipta máli við úrlausn sakamáls, fari svo að slíkt verði höfðað á hendur matsþolanum, en verður ekki til þess að lögreglustjóra verði synjað um dómkvaðningu matsmanna vegna rannsóknar sinnar . Samkvæmt 3. mgr. 53. gr. laga nr. 88/2008 ber þeim sem rannsaka sakamál að gæta þess við rannsóknina að ekki verði gert meira tjón, óhagræði eða miski en óhjákvæmilegt er eftir því sem á stendur. Samkvæmt því á ekki að tefja mál eða íþyngja sakborningi á annan hátt með þarflausum rannsóknaraðgerðum eða aðgerðum þar sem fyrirsjáanlegur árangur er sáralítill sem enginn. Slíkt á ekki við hér heldur verður að telja að við rannsókn málsins sé þörf á öflun matsgerðar, sbr. það sem rakið hefur verið. Í matsspur ningu nr. 6 er gert ráð fyrir að matsmenn verði spurðir hvort skráningar í sjúkraskrá sjúklingsins hafi frá ágúst til október 2019 verið framkvæmdar samkvæmt lögum og reglugerðum. Verður að ætla að þar sé fyrst og fremst átt við lög nr. 55/2009. Í 1. mgr. 6. gr. þeirra kemur fram að í sjúkraskrá skuli færa með skipulegum hætti þau atriði sem nauðsynleg séu vegna meðferðar sjúklings. Eru því næst taldar upp í tíu liðum upplýsingar sem alltaf skuli færðar í sjúkraskrá, eftir því sem við eigi. Þótt telja verði að flest þeirra atriða séu þess eðlis að þörf sé sérfræðikunnáttu við mat þeirra, verður allt að einu að telja að það úrlausnarefni, hvort skráning sjúkraskrár sjúklings hafi á hverjum tíma verið framkvæmdar samkvæmt lögum, sé að lokum lögfræðilegt sbr. 2 . mgr. 127. gr. laga nr. 88/2008. Þótt ætla megi að það lögfræðilega mat muni seint fara fram án þess að því til undirbúnings verði aflað sérfræðilegs mats á einstökum atriðum sem færa ber í sjúkraskrá, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 55/2009, verður lögfræði lega matið sjálft ekki falið dómkvöddum matsmönnum. málið var fyrst tekið fyrir kvaðst lögreglustjóri óska eftir dómkvaðningu þriggja matsmanna en fram kom af hálf u lögreglustjóra síðar að hann óskaði dómkvaðningu tveggja matsmanna. Samkvæmt 1. mgr. 128. gr. laga nr. 88/2008 eru til að vinna mat dómkvaddir einn eða tveir matsmenn. Samkvæmt framanrituðu verður krafa lögreglustjóra um dómkvaðningu matsmanna tekin til greina og spurningar nr. 1, 2, 3. og 5. lagðar fyrir tvo matsmenn. Lögreglustjóri hafði áður fallið frá matsspurningu nr. 4 og spurning nr. 6 verður ekki lögð fyrir matsmenn. Af hálfu lögreglustjóra gerir kröfuna Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarsaksóknari , Almar Þ. Möller lögmaður er verjandi matsþola Y og Eva B. Helgadóttir lögmaður er verjandi matsþola X . Þorsteinn Davíðsson kveður upp úrskurð þennan. 5 Ú R S K U R Ð A R O R Ð Dómkvaddir skulu tveir matsmenn til að svara matsspurningum nr. 1, 2, 3 og 5 í matsbeiðni lögreglustjórans á Suðurnesjum.