LANDSRÉTTUR Dómur fimmtudaginn 29. september 2022 . Mál nr. 754/2021 : A ( Áslaug Árnadóttir lögmaður ) gegn B ( Katrín Theodórsdóttir lögmaður) Lykilorð Börn. Forsjá. Málskostnaður. Gjafsókn. Útdráttur A og B deildu um forsjá dóttur þeirra, C. Samkvæmt hinum áfrýjaða dómi skyldu málsaðilar fara sameiginlega með forsjá C, lögheimili hennar skyldi vera hjá A og umgengni háttað með nánar tilgreindum hætti. Þá var B gert að greiða tvöfalt meðlag með C til fu llnaðs 18 ára aldurs hennar . Ágreiningur aðila fyrir Landsrétti laut aðallega að því hvort lagaskilyrði stæðu til þess að þau færu sameiginlega með forsjá C, sbr. 34. gr. barnalaga nr. 76/2003, en A byggði á því að svo væri ekki. Þá greindi aðila á um sönn unargildi matsgerðar sem lá fyrir í málinu. Í dómi Landsréttar var rakið að af 34. gr. barnalaga leiddi að niðurstaða um það hvort forsjá skyldi vera sameiginleg réðist einkum af mati á þeim atriðum sem vísað væri til í ákvæðinu. Þá var rakið að samkvæmt 2 . mgr. 66. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála legði dómari mat á sönnunargildi matsgerðar þegar leyst væri úr máli. Í dómi héraðsdóms hefðu dómendur í engu farið út fyrir þetta hlutverk sitt heldur tekið afstöðu til sönnunargildis fyrirliggjandi mat sgerðar. Mat þeirra hafi verið að vissir ágallar væru á matsgerðinni og að þeir væru til þess fallnir að rýra gildi hennar á þann veg að ályktanir um talsverðan mun á forsjárhæfni aðila, A í hag, ættu ekki rétt á sér. Niðurstaða matsmanns væri að báðir for eldrar væru hæfir til að fara með forsjá C. Þótt deilur hefðu staðið milli A og B, og sett nokkurt mark á samskipti þeirra, yrði ráðið af gögnum málsins að þau gætu sameiginlega í þágu barnsins tekið meiri háttar ákvarðanir er varða það og væru í stakk búi n að vinna saman að velferð og þroska þess. Að þessu gættu og með hliðsjón af atvikum og gögnum málsins að öðru leyti var hinn áfrýjaði dómur staðfestur. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Hervör Þorvaldsdóttir og Þorgeir Ingi Njáls son og Aðalsteinn Sigfússon sálfræðingur. 2 Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 9. desember 2021 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Vesturlands 16. nóvember 2021 í málinu nr. E - /2020 . 2 Áfrýjandi krefst þess að henni verði einni falin forsjá barnsins C og að lögheimili barnsins verði hjá henni. Áfrýjandi krefst einnig endurskoðunar á inntaki umgengnisréttar stefnda við barnið og staðfestingar á niðurstöðu hins áfrýjaða dóms um meðlag. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. 3 Stefndi krefst þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur. Þá krefst hann málskostnaðar fyrir Landsrétti. 4 Við aðalmeðferð málsins í Landsrétti gáfu aðilar skýrslu auk D sálfræðings, sem var dómkvaddur í héraði til að meta forsjárhæfni þeirra. 5 Nokkur ný gögn hafa verið lögð fyrir Landsrétt. Málsatvik og sönnunarfærsla 6 Málsatvikum og málsástæðum aðila er lýst með viðhlítandi hætti í hinum áfrýjaða dómi. Þá er þar gerð grein fyrir helstu niðurstöðum í matsgerð dómkvadds matsmanns. Eins og þar kemur fram var það niðurstaða matsmanns að báðir foreldrar væru hæfir til að far a með forsjá barnsins með hliðsjón af meginþáttum forsjárhæfni. Líkamleg umhirða, hugræn geta og hæfni á félags - og tilfinningasviði séu fullnægjandi hjá báðum aðilum, þeir séu metnaðarfullir fyrir hönd barnsins, sýni skólastarfi þess áhuga, séu reglusamir og búi við góðar heimilisaðstæður. Þá séu báðir foreldrar nægilega líkamlega og andlega heilbrigðir. Í matsgerðinni og svo sem nánar er rakið í hinum áfrýjaða dómi kemur þó skýrlega fram það mat að áfrýjandi sé hæfari en stefndi til að fara með forsjá bar ns þeirra og að sá munur sé nokkur með tilliti til tiltekinna matsþátta. Í niðurstöðukafla héraðsdóms er getið atrið a sem að mati dómsins rýra gildi matsgerðarinnar hvað þetta varðar og þá einkum vegna þess að þar skorti umfjöllun um niðurstöður úr persónu leikaprófi (MMPI - nokkuð afdráttarlausar og hljót[i] að draga nokkuð dregin sé upp af áfrýjanda um einstök atriði, en um áhrif þessa á niðurstöðu matsins í heild sé lítið fjallað í matsgerðinni. Að þessu gættu var það niðurstaða héraðsdóms að af skýrslum aðila og vitna fyrir dómi og gö gnum málsins yrðu dregnar þær ályktanir að ekki yrði gerður slíkur greinarmunur á forsjárhæfni aðila að áhrif hefði við úrlausn málsins. Niðurstaða matsmanns haggi ekki þessari niðurstöðu en staðfesti á hinn bóginn að ekkert bendi til annars en að báðir að ilar séu vel hæfir til að fara með forsjá barns og þar með einnig að fara sameiginlega með hana. Í ljósi þessa, atvika að öðru leyti og með vísan til 34. gr. barnalaga nr. 76/2003, var það niðurstaða héraðsdóms að viðhlítandi grundvöllur væri fyrir því að aðilar færu sameiginlega með forsjá barnsins og að lögheimili þess yrði hjá áfrýjanda. Þá var mælt fyrir um fyrirkomulag umgengni 3 og skyldu stefnda til að greiða tvöfalt meðlag með barninu til fullnaðs 18 ára aldurs þess. 7 Ágreiningur aðila fyrir Landsrétti lýtur aðallega að tveimur þáttum sem þó eru samtengdir. Annars vegar deila þau um hvort lagaskilyrði standi til þess að þau fari sameiginlega með forsjá dóttur sinnar, sbr. 34. gr. laga nr. 76/2003. Svo sem kröfugerð aðila ber með sér byggir áfrýjandi á þ ví að svo sé ekki en stefndi heldur hinu gagnstæða fram. Hins vegar greinir aðila á um sönnunargildi matsgerðar. 8 Fyrir Landsrétti hafnar áfrýjandi alfarið þeirri ályktun héraðsdóms um sönnunargildi matsgerðar sem að framan greinir. Er í því sambandi meðal annars vísað til þess að í skýrslu matsmanns fyrir héraðsdómi hafi skýrt komið fram að niðurstaða hans um forsjárhæfni aðila hafi byggst á mörgum þáttum. Séu engar forsendur til að líta framhjá matsgerðinni þótt þar hafi verið lítil umfjöllun um sálfræðile g próf. Matsgerðin hafi að öllu leyti verið unnin samkvæmt reglum IX. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, matsmaður hafi gætt réttra aðferða við matið, unnið það á grundvelli réttra forsendna og matsgerðin sé vel og ítarlega rökstudd. Þá hafi stef ndi ekki leitast við að hnekkja henni. Skjóti það skökku við að á grundvelli gagna málsins og skýrslna fyrir dómi telji héraðsdómur sig geta metið forsjárhæfni foreldra betur en matsmaður gerði með 17 viðtölum við aðila, heimsóknum á heimili þeirra beggja, viðtölum við ættingja og vini, viðtali við bróður barnsins og viðtölum við starfsmenn á leikskóla þess. Þá styðji gögn málsins þá niðurstöðu matsmanns að áfrýjandi sé mun nánari barninu en stefndi, enda hafi hún verið aðalumönnunaraðili barnsins frá fæðin gu þess. Því séu ekki forsendur til annars en að leggja matsgerðina til grundvallar við úrlausn málsins. Af því og atvikum að öðru leyti, en einnig með hliðsjón af dómaframkvæmd, leiði að ekki séu uppfyllt lagaskilyrði fyrir sameiginlegri forsjá. 9 Af hálfu stefnda er á því byggt að heimild dómara til að mæla fyrir um sameiginlega forsjá sé ekki undir því komin að foreldrar séu metnir jafn hæfir til að fara með forsjá barns eða óverulegur munur sé á forsjárhæfni þeirra. Skoða þurfi fleiri þætti. Telur stefndi að héraðsdómur hafi réttilega komist að þeirri niðurstöðu að lög standi til þess að aðilar fari sameiginlega með forsjá dóttur sinnar. 10 Í skýrslu sinni fyrir Landsrétti lýsti matsmaður sig ósammála þeirri niðurstöðu héraðsdóms að slíkir ágallar væru á ma tsgerð hans að ekki væri unnt að leggja hana alfarið til grundvallar við úrlausn málsins. Mat hans á forsjárhæfni aðila hafi byggst á mörgum þáttum. Tiltók hann í því sambandi ítrekuð viðtöl við málsaðila og önnur viðtöl, fyrirlögn sálfræðiprófa og útkomu úr þeim, önnur gögn málsins og mat sem byggi á beinu áhorfi. Hann staðfesti jafnframt það mat sitt, sem hann sagði koma skýrt fram í matsgerðinni, að áfrýjandi væri mun hæfari en stefndi til að fara með forsjá barnsins. Spurður um hvort eitthvað mælti gegn sameiginlegri forsjá, einkum í ljósi þeirrar niðurstöðu hans sem gerð er grein fyrir í upphafi efnisgreinar 6 hér að framan, svaraði hann því til að bæði hefðu þau nauðsynlega og nægilega hæfni til að annast barnið og þar af leiðandi gæti sameiginleg fors já komið til álita. Þá staðfesti hann þann 4 framburð sinn fyrir héraðsdómi að borið hafi á erfiðleikum í samskiptum aðila en tók ekki beina afstöðu til þess hvort þeir væru þess eðlis að sameiginleg forsjá gæti ekki talist farsæl niðurstaða. Loks áréttaði m atsmaður það álit sitt, sem fram kemur í niðurlagi matsgerðar hans, að þau muni bæði virða þá tilhögun á umgengni sem ákveðin verði. Niðurstaða 11 Samkvæmt 2. mgr. 34. gr. barnalaga nr. 76/2003 skal dómari kveða á um hvernig forsjá barns eða lögheimili s kuli háttað eftir því sem barni er fyrir bestu. Þá kemur fram að við mat á því skuli meðal annars litið til hæfis foreldra, stöðugleika í lífi barns, tengsla þess við báða foreldra og skyldu þeirra til að tryggja rétt barnsins til umgengni, hættu á að barn ið, foreldri eða aðrir á heimili barnsins hafi orðið eða verði fyrir ofbeldi og vilja barns að teknu tilliti til aldurs og þroska. Samkvæmt 3. mgr. sömu lagagreinar getur dómari ákveðið að annað foreldr a fái forsjá barns. Þá getur dómari ákveðið að kröfu f oreldris að forsjáin verði sameiginleg ef dómari telur þær aðstæður fyrir hendi að slíkt geti þjónað hagsmunum barnsins. Við mat á því hvort forsjáin skuli vera sameiginleg ber dómara, auk þeirra atriða sem nefnd eru í 2. mgr., að taka mið af því hvort for sjá hafi áður verið sameiginleg og aldri og þroska barns. Þá ber sérstaklega að líta til þess hvort ágreiningur eða samskipti foreldra séu líkleg til að koma í veg fyrir, hindra eða draga úr möguleikum barns til að alast upp við þroskavænleg skilyrði, sbr. 4. mgr. sömu lagagreinar. 12 Heimild dómara til að dæma sameiginlega forsjá foreldra var lögfest með 13. gr. laga nr. 61/2012, um breytingu á barnalögum, en tillaga um hana kom fram í meðförum Alþingis á frumvarpi til breytingalaganna. Í nefndaráliti kemur f ram að lögð sé áhersla á að dómara beri aðeins að dæma sameiginlega forsjá ef fyrir liggur að um jafnhæfa forsjárforeldra sé að ræða, ágreiningur þeirra á milli sé ekki svo djúpstæður að hann sé líklegur til að hafa áhrif á barnið, að foreldrarnir séu líkl egir til að geta unnið í sameiningu að velferð barnsins og síðast en ekki síst að í hverju tilfelli fari fram mat á því hvort sameiginleg forsjá sé barni fyrir bestu. Þótt líta beri til þess hvort forsjá hafi áður verið sameiginleg er í nefndarálitinu árét tað að það beri ekki að skilja þannig að sérstaklega ríka ástæðu þurfi til að sameiginlegri forsjá verði slitið heldur þurfi að fara fram heildstætt mat hverju sinni. Sé ágreiningur foreldra þannig að ætla megi að hann stríði gegn hagsmunum barns beri ekki að dæma sameiginlega forsjá. Þá megi raunar einnig telja að forsenda þess að dómara sé fært að dæma sameiginlega forsjá sé að ágreiningur foreldra lúti að tiltölulega veigalitlum atriðum. 13 Í þessu sambandi þykir einnig mega líta til þess að í lögskýringarg ögnum sem fylgdu frumvarpi því er varð að lögum nr. 61/2012 er viðurkennt að þótt ganga verði út frá því að gott samstarf sé alla jafna forsenda þess að sameiginleg forsjá verði dæmd, kunni slík forsjá engu að síður að eiga rétt á sér þótt foreldrar séu ek ki sammála um allt er viðkemur lífi barnsins og jafnvel þótt ágreiningur á milli þeirra sé slíkur að þeir þurfi á aðstoð að halda við að leysa úr honum. Er jafnframt tekið sérstaklega fram að 5 heimild dómara til að dæma sameiginlega forsjá kunni að hafa ják væð áhrif á samstarfsvilja foreldra og að sameiginleg forsjá sé almennt til þess fallin að hvetja til aukinnar samábyrgðar og þátttöku beggja foreldra og auka líkur á tengslum barns við þá báða. Má um þetta vísa til dóms Hæstaréttar 1. febrúar 2018 í máli nr. 514/2017. 14 Niðurstaða um það hvort dómari telji næg efni standa til þess að hann mæli fyrir um að forsjá skuli vera sameiginleg hlýtur samkvæmt framansögðu einkum að ráðast af þeim atriðum sem vísað er til í 34. gr. laga nr. 76/2003. Þar með getur það í öllu falli ekki eitt og sér staðið sameiginlegri forsjá í vegi að annað foreldra sé hæfara en hitt til að hafa forsjá með höndum. 15 Samkvæmt 2. mgr. 66. gr. laga nr. 91/1991 leggur dómari mat á sönnunargildi matsgerðar þegar leyst er úr máli. Í dómi héraðs dóms, sem skipaður var sérfróðum meðdómsmanni auk tveggja embættisdómara , fóru dómendur í engu út fyrir þetta hlutverk sitt heldur tóku afstöðu til sönnunargildis fyrirliggjandi matsgerðar í samræmi við framangreint lagaákvæði og meginreglu 1. mgr. 44. gr. sömu laga um frjálst sönnunarmat dómara. Svo sem fram er komið var það mat þeirra að vissir ágallar væru á matsgerðinni og að þeir væru til þess fallnir að rýra gildi hennar, nánar tiltekið á þann veg að ályktanir um talsverðan mun á forsjárhæfni aðila, á frýjanda í hag, ættu ekki rétt á sér. 16 Eins og áður er getið er það niðurstaða dómkvadds matsmanns að báðir foreldrar séu með hliðsjón af meginþáttum forsjárhæfni hæfir til að fara með forsjá dóttur þeirra. Þótt deilur hafi staðið milli málsaðila, sem sett hafa nokkurt mark á samskipti þeirra, verður ráðið af gögnum málsins að þau geti sameiginlega í þágu barnsins tekið meiri háttar ákvarðanir er varða það og séu í stakk búin að vinna saman að velferð og þroska þess. 17 Að öllu framangreindu virtu verður ekki hnekkt því mati héraðsdóms að málsaðilar skuli sameiginlega fara með forsjá barns þeirra . Að þessu gættu verður staðfest niðurstaða hin s áfrýjað a dóm s um skipan forsjár og að lögheimili barnsins skuli vera hjá áfrýjanda . 18 Ekki eru efni til að breyta því fy rirkomulagi um umgengni sem ákveðið var með hinum áfrýjaða dómi. Þá er enginn ágreiningur um skyldu stefnda til að greiða tvöfalt meðlag með barninu til fullnaðs 18 ára aldurs þess. 19 Samkvæmt öllu framansögðu verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur, þar á meðal ákvæði hans um mál s kostnað og gjafsóknarkostnað. 20 Rétt þykir að málskostnaður fyrir Landsrétti falli niður. 21 Um gjafsóknarkostnað áfrýjanda fyrir Landsrétti fer eins og segir í dómsorði. 6 Dómsor ð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, Áslaugar Árnadóttur, 1.200.000 krónur. Dómur Héraðsdómur Vesturlands 16. nóvember 2021 I. Dómkröfur og rekstur málsins 1 Mál þetta var höfðað með stefnubirtingu 2. október og þingfest 6. október 2020. Málið höfðar A , , gegn B , . 2 Stefnandi gerir þær kröfur að henni verði dæmd forsjá barnsins C , kt. ] . 3 Til vara krefst stefnandi þess að aðilar fari áfram með sameiginlega forsjá barnsins en að lögheimili þess verði hjá stefnanda. 4 Í báðum tilvikum er þess krafist að stefnda verði gert að greiða með barninu tvöfalt meðlag frá uppkvaðningu dóms til fu llnaðs átján ára aldurs þess. 5 Þá er þess krafist að ákvarðað verði með dómi inntak umgengnisréttar stefnda við barnið. 6 Loks krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. 7 Lögmaður stefnda lýsti því yfir við aðalmeðferð málsins að stefndi félli frá aðalkröfu sinni um að honum yrði einum dæmd forsjá. Krefst hann þess nú aðallega að forsjá barnsins verði sameiginleg og jafnframt kveðst hann fallast á þá kröfu að lögheimili verði hjá móður. Eðli máls samkvæmt fel lur hann jafnframt frá kröfu um meðlag úr hendi stefnanda. Hann krefst sem fyrr dóms um umgengnisrétt föður og barns, og málskostnaðar úr hendi stefnanda. 8 Dómsformaður tók við málinu 1. september sl. um leið og hann tók við starfi dómstjóra við dómstólin n af fyrrverandi dómstjóra sem til þess tíma fór með málið. Í málinu var kveðinn upp úrskurður til bráðabirgða 14. apríl 2021, þar sem úrskurðað var að lögheimili skyldi vera hjá móður á meðan málið væri rekið. Jafnframt var kveðið á um umgengnisrétt stefn da fjóra daga í senn aðra hverja viku. Þá var stefnda gert að greiða einfalt meðlag með barninu. 9 Meðdómsmenn tóku sæti í dómnum við upphaf aðalmeðferðar. Aðalmeðferð málsins, sem sætir flýtimeðferð, fór fram 21. október 2021 og var málið dómtekið að hen ni lokinni. 10 Stefndu gáfu bæði skýrslu við aðalmeðferð málsins. Þá gáfu skýrslur D , dómkvaddur matsmaður í málinu, E , vinkona stefnanda, F , systir stefnda, og G , móðir stefnda. Framburðar verður getið eins og þörf þykir í niðurstöðukafla málsins. II. Málsatvik 11 Aðilar hófu sambúð í desember 2014. Bjó sonur stefnanda, H , sem fæddur er , hjá þeim en stefnandi fer ein með forsjá hans. Er upplýst að engin samskipti eru við föður drengsins. Sambúð aðila lauk þegar stefnandi fór út af heimilinu nóv ember 2020. 12 Aðilar bjuggu á í eitt og hálft ár en fluttu á sumarið 2016. Í lok eignuðust þau saman dótturina C sem verður ára nk. 7 13 Eftir að aðilar fluttu á versnaði samband þeirra, m.a. að sögn stefnanda, vegna mikilla afski pta foreldra og systur stefnda af þeim, stjórnunarþarfar þeirra og stöðugrar viðveru foreldra hans á heimilinu og afskiptum af lífi þeirra. 14 Í bréfi frá yfirhjúkrunarfræðingi heilsugæslu 23. apríl 2019 kemur fram að foreldrar hafi mætt samviskusamlega me ð barnið í allar skipulagðar skoðanir, bólusetningar og ungbarnavernd og að barnið hafi dafnað vel og þroskast eðlilega. Jafnframt segir að foreldrarnir hafi sinnt barninu af ástúð gbarnaverndar hafa kemur fram að móðirin hafi mætt í viðtal hjá geðhjúkrunarfræðingi til mats vegna tilkynningarinnar til barnaverndar og að ekki hafi verið t alin ástæða til meðferðar. Þá má sjá af bréfinu að foreldrar hafa báðir rætt áhyggjur af velferð barnanna vegna erfiðleika í sambúð þeirra og vanlíðanar sem tengjast þeim. Var málinu sem hafði verið til meðferðar á grundvelli tilkynningar hjá barnavernd lo kað í kjölfarið, enda þótti ekki ástæða til að aðhafast neitt. Stefnandi telur að tilkynning þessi hafi borist frá foreldrum stefnda og sé til marks um óeðlileg afskipti þeirra. 15 Stefnandi fullyrðir að stefndi hafi beitt hana bæði andlegu og líkamlegu o fbeldi sem hafi aukist eftir því sem á sambúðina leið. Sálrænt ofbeldi hafi falist meðal annars í því að hann hafi stjórnað heimilinu með harðri hendi og hún þurft að biðja hann um leyfi fyrir öllu. Einnig hafi hann tekið af henni öll laun og skammtað henn i peninga til að kaupa mat. Hann hafi einnig tekið af henni vegabréf, reynt að stýra öllum hennar gerðum og gagnrýnt hana stöðugt. 16 Stefndi hefur átt við andlega erfiðleika að stríða undanfarin ár og hefur þurft að leita sér aðstoðar vegna þessa, bæði á heilsugæslu og á geðdeild Landspítala. Síðasta ár sambúðar aðila kveður stefnanda stefnda hafa verið í miklu andlegu ójafnvægi og hafi hún þurft m.a. að hringja í Neyðarlínuna vegna þunglyndis og kvíða stefnda, B , um haustið 2019. 17 Stefndi stundar vinnu í Reykjavík og eru vinnudagar hans oft langir. Þá var hann í - námi meðfram vinnu árin 2018 - 2020 og hefur lokið því námi. 18 Í nóvember 2019 kveður stefnandi ástandið á heimilinu hafa versnað að mun og hafi þá, að sögn stefnanda, félagsráðgjafi hjá talið rétt að grípa inn í og kom hann stefnanda og börnunum tveimur í . Stefndi telur það orðum aukið að ráðgjafi hafi gripið inn í eitthvert ástand heldur hafi hann aðstoðað stefnanda við að fara í . Þar dvöldu stefnandi og börnin dagana nóvemb er 2019. Í kjölfar dvalarinnar hafði félagsráðgjafi milligöngu um að útvega stefnanda og börnunum húsnæði á . Flutti hún í leiguíbúð að á þann 1. desember 2019. Eftir dvöl stefnanda í sótti hún ráðgjafar - og stuðningsviðtöl þangað. 19 Skömm u síðar opnaði barnaverndarmál vegna barnanna tveggja. Voru gerðar þrjár tillögur um umgengni stefnda við C , dagsettar 4. desember 2019, 20. desember 2019 og 10. janúar 2020. Var umgengni föður við barnið regluleg og í samræmi við áætlanir, nema þegar stefndi var erlendis. 20 Þann 9. janúar 2020 sendi lögmaður stefnda bréf til sýslumannsins á Vesturlandi og krafðist þess að lögheimili barnsins yrði hjá stefnda og að úrskurðað yrði um umgengni. Óskaði hann eftir því að úrskurðað yrði til bráðabirgða um u mgengni ef samkomulag næðist ekki og krafðist umgengni til jafns á við móður og vildi að barnið yrði í tvo til þrjá daga hjá hvoru foreldri. Stefnandi hafnaði þessum kröfum, m.a. vegna ungs aldurs stúlkunnar sem var þá nýorðin ára og að sögn stefnanda mjög háð móður sinni. 21 Þann 15. janúar 2020 óskaði stefnandi eftir því við sýslumann að fara ein með forsjá barnsins og að það hefði lögheimili hjá henni. 22 Þann 4. mars 2020 kvað sýslumaðurinn á Vesturlandi upp úrskurð um umgengni til bráðabirgða. Í ú rskurðinum kemur fram að við ákvörðun í málinu hafi m.a. verið horft til þess að óumdeilt væri, að 8 frá upphafi hefði barnið að mestu verið í umsjá móður en faðir notið reglulegrar umgengni við barnið. Varð það niðurstaða sýslumanns að ekkert væri því til f yrirstöðu að umgengni yrði smám saman aukin og yrði að lokinni aðlögun um aðra hverja helgi frá föstudagssíðdegi til mánudagsmorguns. Var umgengni föður við barnið í framhaldi í samræmi við úrskurðinn. 23 Frá því að stefnandi fór af heimili aðila kveður stefnandi stefnda og foreldra hans hafa elt hana og fylgst með ferðum hennar og ítrekað sýnt af sér ógnandi hegðun í hennar garð. Hefur stefnandi ítrekað tilkynnt lögreglu um þetta. 24 Í skýrslu frá leikskólanum , frá 24. janúar 2020, kemur fram að góð samvinna hafi verið við móður um fyrirkomulag aðlögunar. Einnig kemur fram að barnið hafi átt mjög erfiða aðlögun og hafi henni ekki liðið vel í langan tíma. Segir að barninu hafi farið að líða betur þegar líða tók á nóvember og að hún hafi verið merkjanle gt í meira jafnvægi og við betri líðan eftir að foreldrar hennar skildu. Þá hafi hún farið að njóta sín, verið glöð og farið að taka þátt í leik með öðrum börnum. Einnig kemur fram að tilfærslur á milli heimila séu barninu erfiðar þar sem það taki hana smá tíma að ná jafnvægi aftur, enda sé um ungt barn að ræða. Í bréfinu kemur fram að almenn umhirða og hreinlæti séu til mikillar fyrirmyndar og að vel sé hugað að öllum þörfum barnsins. 26 Í kjölfar umgengni hjá föður kveður stefnandi barninu hafa oft liðið m jög illa og hefur stefnandi ítrekað farið með barnið til læknis þegar það hefur komið aftur til hennar þar sem barnið sé óvært og kvarti yfir verkjum í maga. Hafi leikskólinn brugðist við þessu og fengið sálfræðing til að ræða við barnið. Í bréfi frá leiks kólanum , 4. september 2020, kemur m.a. fram að dagamunur sé á barninu og að suma daga sé meiri spenna í henni og stuttur þráður. Stefndi kannast við vanlíðan stúlkunnar á köflu m , en rekur hana fyrst og fremst til erfiðleika í samskiptum foreldra. III. Matsgerð 27 Á dómþingi 17. mars 2021 var D sálfræðingur dómkvaddur til að meta forsjárhæfni aðila og önnur atriði í tengslum við málið. Matsgerð er dagsett 25. maí sl. og barst aðilum strax, en var lögð fram formlega í þinghaldi 7. september sl. 28 Matið er umfangsmikið og hér verður einungis stiklað á stóru í niðurstöðum þess. 29 Matsmaður telur í niðurstöðum sínum að báðir foreldrar séu hæfir til að fara með forsjá barnsins með hliðsjón af meginþáttum for s járhæfni; líkamleg umhirða, hugræn geta og hæfn i á félags - og tilfinningasviði séu fullnægjandi hjá báðum aðilum. Báðir aðilar séu metnaðarfullir fyrir hönd stúlkunnar, sýna skólastarfi hennar áhuga. Báðir aðilar séu reglusamir og búi við góðar heimilisaðstæður. Báðir foreldrar séu nægilega líkamlega o g andlega heilbrigðir og metnaðarfullir fyrir hönd barnsins. 30 Matsmaður telur stefnanda vera framúrskarandi hæfa til að fara með forsjá barnsins og veita henni mjög góð uppeldisskilyrði. Hún hafi sterk jákvæð tengsl við stúlkuna og sé afar næm í samskip tum við hana, viti hvenær hún eigi að hlusta og hvenær að bíða með að svara henni og leyfa henni að tjá sig. 31 B metur matsmaður hæfan til að fara með forsjá barnsins og veita því viðunandi uppeldisskilyrði. 32 A er að mati matsmanns mjög tilfinningaleg a náin barninu og hafi hún mjög góða hæfni, sem sé yfir meðallagi, til að sýna skilning og ráða í hugsun og hegðun barns en einnig að sýna barni nánd og samúð. Hún viti oft hvað barnið sé að hugsa og hvernig það hegði sér í flestum aðstæðum. Hún njóti þess að verja tíma með barninu og hafi mjög góða hæfni til að hafa jákvæð áhrif á líðan þess. 33 B hafi viðunandi tilfinningatengsl við barnið og hæfni í meðallagi til nándar og samúðar og til að sýna skilning og ráða í hugsun og hegðun barnsins. 9 34 Niðurst öður á persónuleikaprófi sýni að A sé almennt heilsuhraust og tilfinningalega heilbrigð en gjörn á að fá höfuðverk. Hún sé yfirleitt ánægð, yfirveguð og sátt við aðstæður sínar. Hún sé félagslynd og örugg í félagslegum aðstæðum en geti átt það til að haga sér á ófyrirséðan hátt. Hún sé skynsöm og ábyrgðarfull og reyni að horfa á björtu hliðar lífsins og forðast erfiðleika og óþægindi. Hún sé grátgjörn og viðkvæm en hugsun hennar sé skýr og skapandi. A uppfyllir ekki greiningarskilmerki fyrir geð - eða persón uleikaröskun. 35 Niðurstöður á persónuleikaprófi sýni að B glími ekki við tilfinningavanda. Hann sé félagslyndur og eigi auðvelt með að hafa samskipti við fólk. Hann sé ófeiminn að segja frá skoðunum sínum og geti staðið fast á þeim. Hann trúi því að hann búi yfir góðri dómgreind, búi við gott sálrænt ásigkomulag og sé árangursríkur í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann hafi takmarkað innsæi í eigið tilfinningalíf og geti átt erfitt með að viðurkenna galla sína. B uppfylli ekki greiningarskilmerki fyr ir geð - eða persónuleikaröskun en hann hafi gengið í gegnum afar erfitt tímabil sem hann kalli lífskrísu. Þá hafi honum liðið afar illa og segi það vera vegna slæmrar framkomu A . 36 Matmaður rekur nokkuð heilsufarssögu stefnda og telur að komi til bakslags hjá honum, þá veiki það forsendur til að annast stúlkuna frá degi til dags. Þá sé mikilvægt að B finni til ábyrgðar og sæki viðeigandi aðstoð, ýmist fyrir sig, eins og hann hafi gert áður með því að leita til heilbrigðisstarfsfólks, en einnig að sækja aðstoð sem lúti beint að velferð stúlkunnar og daglegum venjum hennar. 37 Hvað varðar svar við matss purningunni hvort foreldra teljist hæfara til að sinna uppeldi barnsins og hver skilningur þeirra á þörfum barnsins sé segir matsmaður að A sé almennt mjög vel hæf til að sinna uppeldi barnsins, skilja þarfir þess og veita því þroskavænleg uppeldisskilyrði . Hún sé framúrskarandi næm á líðan barns, yrta og óyrta tjáningu þess og að svara líkamlegum og tilfinningalegum þörfum þess á hlýjan og góðlátlegan hátt. 38 B er talinn hæfur til að veita barninu þroskavænleg uppeldisskilyrði og veita því aðbúnað sem lúti að athöfnum daglegs lífs, örva það á viðeigandi hátt með því að tala við það og lesa fyrir það. Matsmaður telur að A sé hæfari til að sinna uppeldi barnsins. Hún hafi djúpan skilning á þörfum þess og framúrskarandi hæfni til tengsla, sterk örugg og já kvæð tilfinningatengsl við stúlkuna og mikið sjálfsöryggi í uppeldishlutverkinu. 39 Matsmaður lýsir jákvæðum atvinnuhögum og góðum heimilisaðstæðum hjá báðum foreldrum. 40 Umgengni er sögð hafa ávallt gengið eftir eins og samningar eða úrskurðir haf i sagt til um. Í einhver skipti hefur komið upp ágreiningur og A sagt að B hafi skilað stúlkunni of seint og reynt að tefja skil með því að segja stúlkuna veika en A hafi verið ákveðin og krafist af honum að standa við sitt og þá hafi gengið vel. 41 Matsm aður telur að báðir foreldrar muni framfylgja niðurstöðu dómsmáls og séu jafn líkleg til að viðhalda umgengni barns við hitt foreldri sitt til frambúðar. IV. Málsástæður og lagarök stefnanda 42 Stefnandi krefst þess aðallega að henni verði falin óskip t forsjá barns aðila og byggir kröfur sínar á 34. gr. barnalaga nr. 76/2003, sbr. VI. kafla laganna. 43 Í 2. mgr. 34. gr. barnalaga nr. 76/2003 séu rakin þau atriði sem líta ber til við mat á því hvernig forsjá barns verði skipað. Skuli þá horft til hæfis foreldra, stöðugleika í lífi barns, tengsla barns við báða foreldra, skyldna þeirra til að tryggja rétt barnsins til umgengni, hættu á að barnið, foreldri eða aðrir á heimili barnsins hafi orðið eða verði fyrir ofbeldi og vilja barns, að teknu tilliti til aldurs og þroska. 44 Stefnandi byggir kröfur sínar á því að barnið sé mun tengdara stefnanda en stefnda, enda hafi hún verið aðalumönnunaraðili þess frá fæðingu. Barnið búi við festu og öryggi hjá stefnanda og hafi hún 10 lengst af séð um öll samskipti við leikskóla, ungbarnaeftirlit, lækna og aðra vegna barnsins. Einnig vísar stefnandi til ungs aldurs barnsins. 45 Þá byggir stefnandi á því að hún sé hæfari en stefndi til að fara með forsjána. Stefnandi sé reglusöm og hafi borið aðalábyrgð á daglegri tilver u barnsins frá fyrstu tíð og geti skapað því góðar fjölskylduaðstæður. Stefnandi búi í góðu húsnæði og sé í föstu starfi sem sjúkraliði á á . Hún hafi lagt mikið á sig til að læra íslensku og myndað mjög góð félagsleg tengsl og komið sér vel fyrir á þar sem hún hafi í hyggju að dveljast áfram. Hún geti því boðið barninu öryggi hvað varði búsetu, fjárhag og stöðugleika auk tengsla við H , stóra bróður, sem hún sé mjög tengd, en hann búi alfarið hjá stefnanda. 46 Stefnandi kveðst vera ábyrg, traust , ástrík og góð móðir, sem veiti börnum sínum vernd og öryggi, hvatningu, örvun og stuðning. Bendir hún á að barninu líði vel þegar það sé í umsjón móður, en hegðun barnsins bendi til þess að því líði ekki nægilega vel hjá föður. Umgengni stefnda við barni ð stýrist öll af hans eigin forsendum frekar en af þörfum barnsins. Þá sé hann sjaldan einn með barnið, heldur hugsi foreldrar hans mikið um það þegar það sé hjá honum. Þá skorti hann innsæi í þarfir barnsins og leggi sig ekki fram við að kynna sér þarfir þess. 47 Stefnandi bendir á að við mat á hæfni foreldris verði að taka mið af geðrænni heilsu þess, og bendir stefnandi á að stefndi eigi sögu um geðræna erfiðleika og hafi beitt stefnanda ofbeldi að viðstöddu barni þeirra. Hafi þetta haft áhrif á samskip ti aðila. 48 Byggir stefnandi á því að það samræmist hagsmunum barnsins best að hún fari með forsjá þess, sbr. ákvæði 2. mgr. 34. gr. barnalaga nr. 76/2003. 49 Í 3. og 4. mgr. 34. gr. barnalaga sé fjallað um skilyrði þess að dæmd sé sameiginleg forsjá. Ve rði þær aðstæður þá að vera fyrir hendi að slíkt geti þjónað hagsmunum barnsins en þá beri sérstaklega að líta til þess hvort ágreiningur eða samskipti foreldra séu líkleg til að koma í veg fyrir, hindra eða draga úr möguleikum barns til að alast upp við þ roskavænleg skilyrði. 50 Stefnandi byggir á því að það þjóni ekki hagsmunum barnsins að forsjá verði sameiginleg þar sem ágreiningur aðila sé svo mikill að ljóst sé að þau geti ekki unnið í sameiningu að velferð barnsins. Hegðun stefnda og foreldra hans ha fi leitt til þess að stefnandi sé hrædd við þau og þori ekki að hitta stefnda til að afhenda eða taka við barninu nema á opinberum stöðum. Fari samskipti aðila nær eingöngu fram með símaskilaboðum og aðeins þegar nauðsyn beri til. 51 Stefndi hafi frá upphafi lagt mikla pressu á stefnanda um meiri umgengni en barnaverndarnefnd hafi lagt til í upphafi og sýslumaður svo úrskurðað um og hafi það skapað mikla togstreitu milli aðila sem hafi haft áhrif á samstarf þeirra varðandi uppeldi og u mönnun barnsins. Samskipti aðila séu slæm og því ljóst að sameiginleg forsjá stríði gegn hagsmunum barnsins. 52 Með hliðsjón af framangreindu telur stefnandi ljóst að það þjóni hagsmunum barnsins best að stefnandi fari ein með forsjá þess, sbr. einnig 2. mgr. 1. gr. barnalaga. ------- 53 Ef ekki verður fallist á að skilyrði séu til þess að stefnanda verði falin óskipt forsjá barns aðila krefst stefnandi þess til vara að aðilar fari áfram með sameiginlega forsjá barnsins en að lögheimili þess verði hjá stef nanda. 54 Um málsástæður til stuðnings þeirri kröfu er vísað til þeirra málsástæðna sem raktar eru til stuðnings aðalkröfu stefnanda. ------- 11 55 Stefnandi byggir kröfur um greiðslu tvöfalds meðlags á 5. mgr. 34. gr. barnalaga nr. 76/2003. Þá er vísað til ákvæða 1. mgr. 53. gr. sömu laga um framfærsluskyldu foreldra. Stefnandi styður kröfu um tvöfalt meðlag við 57. gr. laganna og leiðbeiningarreglur dómsmálaráðuneytisins um viðmiðunarfjárhæðir vegna krafna um meðlag umfram lágmarksmeðlag, en ljóst megi ver a að stefndi sé með mun hærri tekjur en stefnandi eins og sjáist á skattframtölum aðila fyrir 2018 og 2019. Þrátt fyrir þennan tekjumun hafi hann ekki greitt meðlag með barninu í það tæpa ár sem liðið sé frá því að sambúð aðila lauk. ------- 56 Stefnandi byggir á því að eins og málum sé komið sé nauðsynlegt að dómurinn ákveði inntak umgengnisréttar barns og foreldris þess sem ekki fari með forsjá barnsins eða barnið hefur ekki lögheimili hjá, sbr. 4. mgr. 34. gr. barnalaga nr. 76/2016. 57 Eftir dvöl hjá f öður líði barninu oft illa, það sé óvært, kvarti yfir verkjum í maga og sé háðara móður en ella. Þá liggi fyrir bréf frá leikskóla um að barnið eigi oft erfiða daga þegar það komi frá pabba sínum. 58 Stefnandi telur mikilvægt að barnið umgangist stefnda og haldi tengslum við hann, en í ljósi þess að barninu líði oft illa eftir að hafa dvalið hjá föður sínum telur stefnandi ekki forsendur til að auka umgengni föður sem standi og í raun ætti að draga úr henni miðað við hvernig hún hefur verið eftir bráðabirgð aúrskurð dómsins undir rekstri málsins. Eftir því sem barnið eldist megi lengja tímann ef aðstæður stefnda og líðan barnsins leyfi. Minnir stefnandi í því sambandi á ungan aldur barnsins og mun sterkari tengsl þess við móður en föður. ------- 59 Um frekar i lagarök, til stuðnings kröfu sinni um forsjá barnsins, meðlags - og umgengnisákvörðun, vísar stefnandi til ákvæða barnalaga nr. 76/2003, einkum 34. og 57. gr. laganna. Um málskostnaðarkröfu vísar stefnandi til XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkam ála, einkum 130. gr. V. Málsástæður og lagarök stefnda 60 Stefndi hefur fallið frá kröfu sinni um forsjá þrátt fyrir að hann telji sig að sumu leyti betur fallinn til að fara með forsjá stúlkunnar og lögheimili en móðir. Komi þar einkum til að hann sé heilsteyptari persónuleiki, í stöðugri vinnu, góðgjarn og sátt ur maður, sem eigi rætur og hafi ríkan stuðning frá fjölskyldu og vinum. 61 Einnig búi hann við betri fjárhagsstöðu en konan, búi í eigin húsnæði sem konan geri ekki, og gegni starfi með sveigjanlegum vinnutíma þar sem ekki sé þörf fyrir næturvinnu. 62 H ann sé barngóður, jákvæður og heilbrigður fyrrum afreksmaður í . Hann hafi metnað til að ná langt í lífinu og sýni það sig í því að hann hafi nýlega lokið ströngu - námi sem muni nýtast honum vel í framtíðinni. 63 Stefndi telur ýmsa þætti í sögu og pe rsónuleika konunnar síður til þess fallna að tryggja stúlkunni heilbrigðan uppvöxt. Komi þar til tilhneiging hennar til þess að gera sjálfa sig að fórnarlambi, skortur hennar á sveigjanleika til þess að semja um hagsmuni beggja barnanna og forðast dómsmál, tilhneiging til að taka ekki ábyrgð á eigin hegðun, tilhneiging til þess að setja eigin hagsmuni og tilfinningar framar þörfum barnsins, og skortur á hæfni til að aðgreina eigin tilfinningar frá þörfum barnsins. Helsti veikleiki konunnar kunni þó að vera ótti hennar við það að barnið eigi heilbrigt samband við föður sinn, sem sýni sig ekki síst í því að hún leitist við að búa til sögur um foreldra hans og leggi jafnvel fram lögreglukærur fyrir ímyndaða atburði. 12 64 Hvað varði líðan stúlkunnar hjá föður þá sé hún almennt mjög góð. Fyrir komi að hún eigi erfitt með að sofna á sunnudögum þegar hún sé á leið í leikskólann, og rétt sé að það hafi á köflum tekið hana tíma að aðlagast þegar hún fari á milli foreldra sinna. Sé það eðlilegt og mjög algengt að börn u pplifi slíkt. Mun minna hafi þó borið á þessu með tímanum samkvæmt vottorði leikskóla stúlkunnar og komi þar fram að barnið fari glatt með föður sínum þegar hann sækir hana. 65 Stefndi telur enga ástæðu til annars en að ætla að ef stúlkan eyddi meiri tíma hjá föður sínum myndi hún eiga hægara með að aðlagast aðstæðum hjá báðum foreldrum. 66 Undir rekstri málsins hefur stefndi komist að þeirri niðurstöðu að vænlegast sé fyrir stúlkuna að aðilar fari sameiginlega með forsjá eins og verið hafi og býður til sá tta að lögheimili verði hjá móður. 67 Kröfu móður um tvöfalt meðlag sé sérstaklega mótmælt. Eins og málum sé háttað nú eigi móðir engan rétt á meðlagi, en hún hafi sjálf tekið þá einhliða ákvörðun í bága við hagsmuni barnsins að takmarka mjög samvistir ba rns og föður og verði sjálf að taka fjárhagslega ábyrgð á þeirri ákvörðun. 68 Verði fallist á kröfu móður um lögheimili barnsins gerir faðir kröfu um ríka umgengni, þar sem regluleg umgengni verði ekki ákveðin minni en frá miðvikudagseftirmiðdegi til mánud agsmorguns aðra hverja viku. Sé alfarið mótmælt lýsingum móður á því að barninu líði á nokkurn hátt illa hjá föður sínum. Hið rétta sé að barninu líði ákaflega vel hjá föður sínum og njóti þess að vera samvistum við hann og föðurfjölskyldu sína. 69 Vísað e r til barnalaga nr. 76/2003 í heild sinni, einkum 34. og 35. gr. um þá þætti sem koma til skoðunar við mat á forsjá og lögheimili, auk meginreglna barnaréttar. Krafa um meðlag byggist á 57. gr. sömu laga. Krafa um málskostnað byggist á 129. gr. laga um með ferð einkamála. VI. Niðurstaða 70 Dómurinn telur, að virtum gögnum málsins og skýrslum aðila og dómkvadds matsmanns, í raun afar lítið komið fram sem mælir eindregið með því að þeirri skipan, að forsjá barnsins sé sameiginlega í höndum foreldra þess, þurf i að breyta eins og málum háttar í dag. 71 Ef foreldrar barns hafa verið í hjúskap eða sambúð þegar barn fæðist er í 29. gr. barnalaga nr. 76/2003 kveðið á um rétt barns á því að foreldrar fari sameiginlega með forsjá þess. Ef foreldrar barns skilja er ei nnig gengið út frá því í lögum að þau fari áfram með sameiginlega forsjá á börnum sínum, sbr. 31. gr. laganna, nema önnur skipan verði gerð með samkomulagi eða dómi. 72 Ekki verður að mati dómsins dregið almennt í efa að það hljóti að þjóna hagsmunum barns best að foreldrar taki því sem næst jafna ábyrgð á uppeldi og velferð barns. Framangreindar meginreglur byggjast ábyggilega enda á þeim grunni og eiga sér skírskotun í almennar reglur barnaréttar, þ.m.t. barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 73 Þess hefur gætt að horft er nokkuð eindregið til álits velferðarnefndar Alþingis þegar fjallað var um þær breytingar á barnalögum sem m.a. heimiluðu að dæma sameiginlega forsjá, sbr. nefndarálit á þingskjali 1427, 290. máli á 140. löggjafarþingi 2011 - 2012, þegar lagt er mat á hvort dæma eigi sameiginlega forsjá. Þar lagði nefndin m.a. áherslu á að dæma eigi sameiginlega forsjá ef fyrir liggur að um jafnhæfa foreldra sé að ræða. Byggt hefur verið á því að gagnálykta megi með þeim hætti að liggi fyrir að foreldrar séu mishæfir útiloki það slíka niðurstöðu. Dómurinn telur að varlega þurfi að fara í að beita ákvæðinu með afdráttarlausum hætti með tilliti til þessa atriðis, enda oftar en ek ki mjög vandasamt að slá einhverju föstu í þessum efnum, þ.e. að annað foreldri sé hæfara en hitt. Mikilvægara er þannig að huga að hagsmunum barnsins og velferð þess, sbr. skýrt orðalag 2. ml. 3. mgr. 34. gr barnalaga. Ef hagsmunir barn s ins af sameiginleg ri forsjá verða þannig taldir meiri en að forsjá verði skipt getur það ekki verið úrslitaatriði. Þótt finna megi því stað með einhverjum rökum að einhver 13 munur sé á forsjárhæfni foreldra, og jafnvel umtalsverður, verður hagsmunum barns ekki vikið til hliða r þegar af þeirri ástæðu. Rökin fyrir þessari nálgun málsins eru augljós og styðjast við mikilvægar meginreglur barnaréttar um það hvernig leysa beri úr málum barna. Má enda einnig túlka þau sjónarmið sem birtast í lögskýringargögnum þannig að alls ekki sé útilokað að dæma sameiginlega forsjá þótt fyrir liggi að foreldrar séu mishæf til forsjár yfir barni heldur sé einungis áhersla á að ef foreldrar eru sannanlega jafnhæf þá beri að dæma sameiginlega forsjá í stað þess að skipta henni. Er slík nálgun í mun meira samræmi við grunnreglur laganna um skipan forsjár og það hvað barni sé almennt fyrir bestu. 74 Í matsgerð dómkvadds matsmanns kemur fram að í grunninn verða aðilar málsins að teljast bæði ágætlega hæf til að fara með forsjá stúlkunnar. Þar vekur hin s vegar athygli að matsmaður telur ástæðu til að hefja stefnanda, móður barnsins, nokkuð upp í mati sínu og setur hana í nokkrum atriðum skör hærra en föður. Þannig lýsir matsmaður, sbr. framangreinda umfjöllun, móður sem framúrskarandi næmri á líðan barns , yrta og óyrta tjáningu þess og að svara líkamlegum og tilfinningalegum þörfum þess á hlýjan og góðlátlegan hátt. Á öðrum stað notar matsmaður svipað tungutak þegar hann telur móður vera framúrskarandi hæfa til að fara með forsjá barnsins og veita henni m jög góð uppeldisskilyrði. 75 Í ljósi þessarar nokkuð afdráttarlausu niðurstöðu matsmanns vekur það athygli dómsins að matsmaður greindi ekki frá því hvernig foreldrar skoruðu á viðamiklu persónuleikaprófi sem lagt var fyrir aðila. Var matsmaður því spurður sérstaklega út í prófið við aðalmeðferð málsins. 76 Fram kom hjá matsmanni býsna ákveðið að hann byggði mat sitt fyrst og fremst á persónulegum viðtölum og upplifun hans, en hafi þó stuðst einnig við hin ýmsu próf. Hann varð þó ekki skilinn öðruvísi en s málinu eins og matsmaður orðaði það fyrir dómi. 77 Fram kom að báðir foreldrar skoruðu hátt á viðmiðsgildi réttmætiskvarða á persónuleikaprófi. Meðaltal þar væri sett í 50 stigum og staðalfrávik 10 stig, en yfir 65 stig þættu orðið hátt. Faðir hafi skorað 74, 72 og 71 og móðir 90, 70 og 70 á ákveðnum réttmætiskvörðum í prófinu. Af svörum matsmanns varð ekki annað ráðið en að hann væri sammála dómnum um að niðurstaða bæri vott um mikla sjálfsfegrun og jafnvel umfram það sem almennt greinist hjá fólki sem á í forsjárdeilu. Niðurstaða sem sýndi 90 stig á lygakvarða prófsins hjá móður væri í rauninni á mörkum þess að prófið gæti talist gilt. 78 því til að þar vísaði hann í raun til meðaltals, þ.e. að faðir gæti talist þá meðalmaður miðað við karlmenn almennt. 79 Sú litla umfjöllun sem er í matsgerð dómkvadds matsmanns um þau sálfræ ðilegu próf, sem hann kallar svo, og lagði fyrir aðila málsins, eða fremur um niðurstöður úr þeim og áhrif þeirra á niðurstöðu matsins í heild, rýrir gildi matsgerðarinnar að mati dómsins. Á það einkum við skort á umfjöllun um möguleg áhrif framangreindra niðurstaðna úr persónuleikaprófinu MMPI - II sem telja verður nokkuð afdráttarlausar og hljóta að draga nokkuð úr trúverðugleika þeirrar myndar sem dregin er upp af stefnanda um einstök atriði. Er ýmislegt í matinu og í gögnum málsins sem bendir til afar ste rkrar sjálfsfegrunar móður, sem birtist einnig í skýrslu hennar fyrir dómi og að hún upplifi sig að því er virðist sem því næst gallalausa þegar kemur að uppeldi barnsins. 80 Af skýrslum fyrir dómi, bæði aðilaskýrslum og vitnaskýrslum, sem og öðrum gögnum málsins dregur dómurinn þær ályktanir að ekki verði gerður slíkur greinarmunur á forsjáhæfni aðila að afgerandi áhrif hafi við úrlausn málsins. Niðurstaða dómkvadds matsmanns haggar ekki þeirri niðurstöðu, en hún staðfestir á hinn bóginn að ekkert bendi t il annars en að báðir aðilar séu vel hæf til að fara með forsjá barns og þar með einnig til að fara sameiginlega með slíka forsjá. 14 81 Fyrir slíkri tilhögun gætu þó samskipti foreldra staðið í vegi, sbr. sjónarmið sem lögð hafa verið til grundvallar, eins og eðlilegt verður að teljast, sbr. og framangreinda umfjöllun, þegar til athugunar er hvaða fyrirkomulag sé heppilegt í forsjármálum barns. Við úrlausn þess getur aldrei verið úrslitaatriði að annað foreldri lýsi því yfir fyrirfram að sameiginleg forsjá m uni aldrei ganga vegna erfiðleika í samskiptum. Ef látið yrði við slíkt sitja væri það fyrirfram ávísun á að ekki yrði fallist á sameiginlega forsjá og foreldri, annað eða bæði, þá í raun stjórnað því. Um leið væri botninn þá dottinn úr því úrræði sem kveð ið er á um í 34. gr. barnalaga. Þannig verður að mati dómsins hverju sinni að framkvæma heildstætt mat, eins og hægt er af gögnum máls, á því hvaða leiðir séu færar og hagfelldastar barni og hvort tækifæri séu fyrir foreldra að bæta samskipti sín, sem hver nig sem á mál verður litið og hver sem niðurstaðan verður, hlýtur ætíð að vera barni til góðs. Augljóst er að 34. gr. barnalaga gengur út frá slíku heildarmati, sbr. 2. - 4. mgr. ákvæðisins. 82 Engan veginn er hægt að slá því föstu að samskipti foreldra bar nsins, aðila þessa máls, hafi verið slæm og fráleitt að draga megi þá ályktun að milli foreldra sé ágreiningur sem kalla mætti djúpstæðan. Enn fremur var ekki hægt að greina að heift ríkti í samskiptum þeirra. Hitt blasir við að samskiptin gætu vissulega v erið betri. Þar er um að ræða samskipti sem dómurinn telur aðila geta bætt með fremur lítilli fyrirhöfn eftir því sem best verður séð. 83 Ekki er hægt með sanngirni að líta svo á að stefnandi hafi ástæðu til að vantreysta stefnda fyrir barni aðila þótt hún hafi lýst því fyrir dómi. Það vantraust sýnist einkum beinast að því að stefndi fari ekki eftir því sem stefnandi segi honum varðandi uppeldi barnsins og aðbúnað, ef marka má framburð stefnanda fyrir dómi. Þar verða báðir aðilar væntanlega að bæta sig þót t vandamálið sýnist ekki stórt miðað við gögn málsins. Í því sambandi ber að hafa í huga að slík vandamál, ef þau eru sannanlega til staðar, hverfa ekki við það eitt að annað foreldri fái fulla forsjá því að eftir sem áður hvílir rík tilkynningar - og tilli tsskylda á foreldrum þegar kemur að uppeldi barns, um að mæta áherslum og þörfum hvort annars í þeim efnum ef nokkur kostur er. Gildir það hvort sem forsjá er sameiginleg eða hjá öðru foreldri þar sem rúmrar umgengni nýtur við. Verður ekki annað séð en að aðilar eigi að geta sýnt slíka tillitssemi gagnvart hvort öðru til að tryggja hagsmuni barnsins sem best eins og þau vilja sannanlega bæði gera. 84 Framburður stefnanda um að það valdi barninu kvíða að umgangast stefnda, föður sinn, byggist að mati dómsin s ekki á traustum grunni. Vitaskuld veldur það röskun á högum barnsins að fara á milli foreldra, undir þeim kringumstæðum sem ríkja, einkum þeirri spennu sem virðist á milli foreldranna. Það er ástand sem foreldrarnir sjálf geta ráðið bót á eða að minnsta kosti lagt sig fram um það, en slíkt myndi vafalaust einnig stuðla að betri líðan barnsins. Það verður hins vegar ekki stutt neinum gögnum að umgengni við föður og föðurfólk í sjálfu sér valdi barninu kvíða og styrkti framburður dómkvadds matsmanns þessa n iðurstöðu dómsins. Lýsti matsmaður því reyndar svo að hann hefði ekki greint kvíða hjá stúlkunni, en hana hitti matsmaður tvisvar og starfsmenn leikskóla hefðu sagt hlutina ganga vel og samskipti við báða foreldra í góðu lagi. 85 Í matsgerð lýsir matsmaðu r þeirri skoðun sinni að foreldrar muni una niðurstöðu dóms varðandi tilhögun forsjár, en einnig að jöfn umgengni ætti að ganga. Ekkert í persónugerð aðila eigi þannig að girða fyrir góð samskipti þeirra varðandi uppeldi barnsins þótt þau hafi um sumt og á stundum verið stirð. Aðilar hafa bæði einnig lýst jákvæðri afstöðu til samvinnu. Verður ekki annað séð en að ágætis grundvöllur sé því fyrir þeirri niðurstöðu að aðilar haldi áfram að fara sameiginlega með forsjá barnsins, þ.e. að fallist verði á aðalkröf u stefnda sem fellur saman við varakröfu stefnanda, einnig um þá kröfu stefnanda að lögheimili stúlkunnar verði hjá henni. Ástæða er til að árétta það sem kemur fram í lögskýringargögnum með barnalögum og frumvörpum til breytinga á þeim, að reynslan, einku m í nágrannalöndum okkar, hefur sýnt að foreldrum hafi í flestum tilvikum gengið vel að vinna saman í kjölfar dóms þótt sameiginlegri forsjá sé komið á með dómi, þótt vitaskuld séu dæmi um annað. 15 86 Dómurinn hlýtur að brýna fyrir aðilum málsins, foreldrum barnsins, mikilvægi þess að barnið njóti sameiginlegrar aðkomu og ábyrgðar beggja að uppeldinu. Slíkt kallar alltaf á samvinnu foreldra þar sem miklu skiptir að barnið, sérstaklega á unga aldri, upplifi ekki togstreitu milli foreldra. Þá verður ekki séð mi ðað við gögn málsins að ástæða sé til þeirrar miklu tortryggni sem gætir milli aðila, sem gætir þó mun meira hjá móður en föður. Engin ástæða er til að ætla annað en að báðir foreldrar beri mjög eindregið og skilyrðislaust hagsmuni barnsins fyrir brjósti, og njóti góðs stuðnings, m.a. frá því fólki sem að þeim stendur. Ásakanir stefnanda um að hún hafi sætt andlegu ofbeldi af hálfu aðstandenda stefnanda geta að mati dómsins ekki breytt þessari niðurstöðu málsins. 87 Ástæða er til að halda því til haga að ek kert bendir til þess að mati dómsins að tímabundnir andlegir erfiðleikar stefnda, einkum að því er virðist í kringum skilnað aðila, séu þess eðlis að þeir hafi nokkur áhrif á úrlausn málsins. Ef einhvers konar bakslag verður í þeim efnum, sbr. vangaveltur dómkvadds matsmanns, yrði brugðist við slíku vonandi með þeim hætti sem nauðsynlegt teldist þá, en engin efni eru hins vegar til að skerða rétt stefnda nú þegar á þessum grundvelli, sem fælu um leið í sér, miðað við aðrar forsendur þessa dóms, skerðingu á réttindum barnsins. Stefndi bar gæfu til að leita sér faglegrar aðstoðar þegar hann upplifði andlega erfiðleika í tengslum við sambúðarvanda og ef til bakslags kæmi má ætla að hann leitaði sér aðstoðar. 88 Dómurinn telur því að ekkert hafi komið fram í m álinu sem geti réttlætt að víkja frá þeirri skipan sem verið hefur um að foreldrar fari sameiginlega með forsjá stúlkunnar. Það er eins og sakir standa, og vonandi einnig til framtíðar litið, það sem telja verður að þjóni hagsmunum barnsins best. 89 Í samr æmi við þá niðurstöðu er ljóst að stefnda ber að greiða meðlag með barninu í samræmi við meginreglur barnalaga. Stefnandi gerir kröfu um tvöfalt meðlag með stúlkunni úr hendi stefnda og er skylt að taka afstöðu til þeirrar kröfu í málinu, sbr. 5. mgr. 34. gr. barnalaga. Af dómafordæmum sem taka mið af viðmiðunarreglum sem dómsmálaráðuneytið hefur gefið út á grundvelli þeirra sjónarmiða sem mælt er fyrir um í löggjöfinni, t.a.m. í 1. mgr. 53. gr. barnalaga og talið hefur verið eðlilegt að taka mið af, sem og að teknu tilliti til tekna aðila samkvæmt gögnum málsins, má ráða að skilyrði eru til að fallast á kröfur um tvöfalt meðlag. Verður stefnda því gert að greiða tvöfalt meðlag með barni aðila frá dómsuppsögu til fullnaðs 18 ára aldurs barnsins, að óbreyttu. 90 Þá ber með vísan til sama ákvæðis og með vísan til dómkrafna aðila, að ákvarða umgengnisrétt föður og barns. Horft til þeirrar þróunar, sem verið hefur í umgengni og niðurstöðu málsins, verður fallist á að hann verði í grunninn reglulega á svipuðum nót um og verið hefur, en engin ástæða er að mati dómsins til að stytta umgengnistíma líkt og stefnandi telur ráðlegt, heldur í raun þvert á móti. Skal faðir því hafa umgengni frá fimmtudagskvöldi til mánudagsmorguns aðra hverja viku. Skal miðað við að faðir s æki barn í skóla við upphaf umgengni og skili barninu á sama stað í lok hennar. Ef skólahald fellur niður skulu upphaf og lok miðast við sama tíma sólarhrings. Þá skal umgengni vera því sem næst jöfn í leyfum, sbr. nánar í dómsorði. 91 Stefnandi hefur lagt fram gjafsóknarleyfi vegna reksturs þessa máls fyrir héraðsdómi, útgefið 7. desember 2020. Rétt er að málskostnaður milli aðila falli niður. Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, sem telst, miðað við u mfang málsins og rekstur þess, hæfilega ákveðin 1.600.000 kr. 92 Áslaug Árnadóttir hæstaréttarlögmaður flutti mál þetta fyrir hönd stefnanda og Hilmar Garðars Þorsteinsson héraðsdómslögmaður fyrir hönd stefnda. Dóm þennan kveður upp Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari sem dómsformaður, sem fékk málinu úthlutað 1. september sl., ásamt meðdómsmönnunum Sigurði Gísla Gíslasyni héraðsdómara og Rögnu Ólafsdóttur sálfræðingi. D Ó M S O R Ð 16 Stefnandi, A , og stefndi, B , skulu fara sameiginlega með fors já barnsins C sem fædd er . Lögheimili stúlkunnar skal vera hjá móður. Umgengni skal hagað með þeim hætti að barnið skal vera hjá stefnda, B , aðra hverja viku frá fimmtudegi miðað við lok skóla og fram að skóla á mánudagsmorgni. Umgengni í sumarleyfum skal þannig háttað að stúlkan dvelji hjá stefnda í fjórar vikur á tímabilinu frá því að skóla lýkur að vori og þar til skóli hefst að nýju að hausti. Stúlkan skal dvelja annan hvern aðfangadag og jóladag hjá stefnda, annan hvern anna n dag jóla hjá stefnda og önnur hver áramót hjá stefnda, það er gamlársdag og nýársdag. Stefndi greiði meðlag með dóttur aðila til fullnaðs 18 ára aldurs stúlkunnar. Skal fjárhæð meðlagsins nema tvöföldum barnalífeyri eins og hann er ákveðinn hverju sinni . Málskostnaður fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun lögmanns hennar, 1.600.000 kr.