LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 11. desember 2020. Mál nr. 304/2019 : Ákæruvaldið (Hrafnhildur M. Gunnarsdóttir saksóknari ) gegn X (Jón Egilsson lögmaður, Ómar R. Valdimarsson lögmaður, 2. prófmál) (Þorbjörg Inga Jónsdóttir réttargæslumaður) Lykilorð Kynferðisbrot. Nauðgun. Sönnun. Ásetningur . Útdráttur X var sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við A án hennar samþykkis og vilja með því að beita hana nánar tilgreindu ofbeldi og hótunum. Talið var að ekkert í framburði A væri til þess fallið að valda vafa um sönnunargildi hans, auk þess sem framburður hennar samrýmdist öðrum sönnunargögnum. Hins vegar gæti frásögn X um að hann og A hefðu einungis rætt saman í bílferðinni og ekki snert hvort annað ekki samrýmst því sem álykta yrði af öðrum sönnunargögnum sem lágu fyrir í málinu. Var framburður X því talinn ótrúverðugur. Talið var sannað að X hefði viðhaft þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru og að hon um hefði hlotið að vera ljóst að kynferðismökin færu fram með ofbeldi og hótun af hans hálfu gegn vilja A. Við ákvörðun refsingar var meðal annars litið til 1., 2., 6. og 7. töluliðar 1. mgr. 70. gr. laga nr. 19/1940 sem og ungs aldurs X er brotið var fram ið. Þótti refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í 18 mánuði. Þá var honum gert að greiða A 1.000.000 króna í miskabætur . Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Ásmundur Helgason , Davíð Þór Björgvinsson og Ragnheiður Bragadóttir . Má lsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 10. apríl 2019 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjaness 21. mars 2019 í málinu nr. S - /2018 . 2 Ákæruvaldið krefst þess að refsing ákærða verði þyngd. 2 3 Ákærði krefst aðallega sýknu en til vara að refsing verði milduð og að hún verði skilorðsbundin að öllu leyti. 4 Brotaþoli, A , krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms um greiðslu skaðabóta. Málsatvik og sönnunarfærsla 5 Eins og greinir í hinum áfr ýjaða dómi er ákærða gefið að sök að hafa brotið gegn brotaþola, A , aðfaranótt fimmtudagsins 27. júlí 2017, í kyrrstæðri bifreið á tilgreindum stað í , með því að hafa, með ofbeldi og hótunum sem nánar er lýst í ákæru, haft við hana önnur kynferðismök e n samræði án samþykkis hennar og gegn hennar vilja. Er háttsemi ákærða þar lýst meðal annars með því að hann hafi þvingað brotaþola til þess að fróa sér með því að toga í hár hennar og halda svo með annarri hendi sinni þétt utan um háls hennar framanverðan þannig að þrengdi að öndunarvegi hennar og láta hönd brotaþola ítrekað á getnaðarlim sinn. Hafi ákærði hert hálstakið og fært hönd brotaþola aftur á getnaðarliminn í hvert sinn sem hún hafi hætt að fróa honum. Að lokum hafi ákærði þrýst höfði brotaþola af svo miklu afli að þaki bifreiðarinnar með hálstaki að hún hafi ekki náð andanum og kúgast en þá hafi ákærði látið af háttsemi sinni. 6 Ákærði hefur neitað sök. Hann kveður ekkert kynferðislegt hafa gerst milli hans og brotaþola umrædda nótt. Síðar verður ge rð nánari grein fyrir framburði hans fyrir dómi. 7 Í hinum áfrýjaða dómi er vikið að efni læknisvottorðs um komu brotaþola á bráðamóttöku slysadeildar 27. júlí 2017 klukkan 15.48. Eins og þar greinir mat læknir við skoðun að hún væri töluvert aum yfir framan verðan háls auk þess sem hún væri stíf vegna verkja og vöðvaspennu í hnakka og herðum. Þá væri hún með verki við þreifingu yfir vöðvum bæði framan og aftan á hálsi og væri hreyfigeta hennar skert vegna eymsla. Ekki væru hins vegar sjáanlegir áverkar á brot aþola eins og mar eða aflögun á hálsi, á hnakka eða herðum auk þess sem ekki væri unnt að greina mar eða blæðingar í munnholi. 8 Eftir skoðun á bráðamóttöku kom brotaþoli á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis um klukkan 17 sama dag. Í móttökuskýrslu hjúkru narfræðings er lýst frásögn brotaþola af atvikum. Þar er einnig tekið fram að hún hafi verið aum viðkomu á kjálkabörðum báðum megin og að þar hafi mátt sjá smá roða í húð en að ekkert mar væri sjáanlegt. Jafnframt er haft eftir brotaþola að henni finnist s árt að kyngja og að hún sé lystarlaus. Þá segir þar að greina megi örlitla háræðafyllingu fremst á hálsi en ekki mar. Brotaþoli sé hins vegar aum á því svæði. Ekki voru teknar ljósmyndir á neyðarmóttökunni þar sem þessir áverkar voru ógreinilegir. Brotaþol i var hins vegar hvött til þess að taka sjálf myndir ef mar kæmi fram. Með skýrslunni fylgdu teikningar þar sem merkt var hvar greina mætti roða og háræðafyllingu á hálsi og á kjálka brotaþola. 3 9 Brotaþoli afhenti lögreglu ljósmyndir sem teknar voru 27. og 2 9. júlí 2017 og liggja þær fyrir í málinu. Eins og greinir í héraðsdómi sýna þær roða á hálsi og kjálka brotaþola, einkum myndirnar sem teknar voru seinni daginn. 10 Í málinu liggja einnig fyrir vottorð sálfræðings 7. september 2017 og 24. apríl 2018. Í fyrra vottorðinu kemur fram að brotaþola hafi verið vísað í sálfræðilegt mat og áfallahjálp hjá sálfræðiþjónustu neyðarmóttökunnar. Þegar fyrra vottorðið var ritað hafði sálfræðingurinn hitt brotaþola tvisvar sinnum auk þess sem hún hafði rætt við hana í nokkur skipti í síma. Í vottorðinu kemur fram að auk greiningarviðtals hafi staðlaðir sjálfsmatskvarðar verið notaðir til þess að meta einkenni áfallastreituröskunar, depurðar, kvíða, streitu og svefnvanda. Í samantekt vottorðsins 7. september 2017 segir að sálr æn einkenni brotaþola svari til einkenna sem þekkt eru hjá fólki sem hafi upplifað alvarleg áföll. Hafi niðurstöður sjálfsmatsprófa samsvarað vel frásögn brotaþola í viðtölum. Ekki væri unnt að segja til um þróun einkenna og óljóst væri um meðferðarþörf br otaþola vegna afleiðinga ætlaðs brots. Þó væri ljóst að atburðurinn hefði haft víðtæk áhrif á líðan hennar. 11 Í síðara vottorði sálfræðingsins 24. apríl 2018 segir að brotaþoli hafi mætt í viðtal hjá henni 11. september 2017. Í því hafi brotaþoli sagt að líð an hennar hefði batnað. Samkvæmt vottorðinu bentu niðurstöður sjálfsmatsprófa, sem lögð voru fyrir brotaþola, til þess að dregið hefði úr áfallastreitueinkennum og að þunglyndis - , kvíða - og streitueinkenni hefðu minnkað. Þar greinir jafnframt frá því að br otaþoli hafi komið að nýju í viðtal 12. desember 2017 vegna sem brotaþoli hefði orðið fyrir í nóvember sama ár. Í því viðtali hafi brotaþoli greint frá því að líðan hennar í kjölfar brotsins 27. júlí 2017 hefði farið batnandi. Segir í vottorðinu að bro taþoli hafi átt erfitt með að nýta sér þjónustu sálfræðingsins, hún hafi mætt í eitt af fjórum bókuðum viðtölum en síðan ekki haft samband og verið útskrifuð. 12 Í málinu liggja jafnframt fyrir niðurstöður rannsóknar tæknideildar lögreglunnar meðal annars á p eysu sem brotaþoli var í þegar ætlað brot átti sér stað. Þar kemur fram að sýni hafi verið tekin úr þremur blettum á framhlið peysunnar og þau prófuð með AP - sæðisprófi. Mun einn bletturinn hafa gefið mjög hæga og veika svörun. Bletturinn hafi verið prófaðu r að nýju með p30 - staðfestingarprófi sem hafi gefið neikvæða svörun sem sæði. Leit með Lumatec - ljósgjafa í - bifreið brotaþola, þar sem hún kveður brotið hafa átt sér stað, gaf enga niðurstöðu. 13 Ákærði og brotaþoli gáfu skýrslu fyrir héraðsdómi sem og vit nin D , móðir brotaþola, E , faðir brotaþola, B , sem brotaþoli var í sambandi við í kjölfar ætlaðs brots, og C , vinkona brotaþola, auk I , föður ákærða. Þar gáfu einnig skýrslu læknirinn G , F hjúkrunarfræðingur og H sálfræðingur . Staðfestu þau framangreind vottorð og svöruðu spurningum sækjanda, verjanda og dómara um efni þeirra. Í aðalatriðum er vísað til hins áfrýjaða dóms um efni þeirra skýrslna sem þar voru gefnar fyrir dómi. Rétt er þó að gera hér nokkra grein fyrir meginatr iðum í framburði ákærða og 4 brotaþola um atvikið sem ákæran lýtur að en niðurstaða málsins ræðst einkum af mati á sönnunargildi framburðar þeirra. 14 Ákærði bar fyrir dómi að hann og brotaþoli hefðu verið mjög nánir vinir. Hann neitaði að svara því hvort þau h efðu sofið saman fyrir þetta kvöld. Lýsti hann því að brotaþoli vegna þess að hann vildi ekki byrja með henni í föstu sambandi. Um aðdraganda bílferðarinnar sagði hann að b rotaþoli hefði sótt hann við verslun í . Þau hafi síðan hún hafi lýst. Hann hefði einungis snert hana með faðmlagi og kossi þegar þau hittust fyrir bílferðina og síðan m eð faðmlagi þegar þau kvöddust. Hefðu þau spjallað í bílnum meðal annars um fíkniefnaneyslu hans og fjölskyldumál hennar. Þau hefðu komið við á að , tökum hægri beygju, vinstri beygju inn í gamla og þaðan hefði hún skutlað honum heim. Aðspurður sagði hann að í ökuferðinni hefðu þau stöðvað bifreiðina í um tvær mínútur til að skoða bíl auk þess sem hann kannaðist við að hafa farið út að pi ssa. Þegar hann hefði kvatt hana hefði þá ekki mátt greina neitt óvenjulegt í fari brotaþola. Lýsti hann því að brotaþoli hefði verið edrú en hann verið búinn að drekka um þr já bjóra um kvöldið og ekki verið ölvaður. 15 Brotaþoli greindi frá því fyrir dómi að hún og ákærði hefðu verið mjög nánir vinir. Hefðu þau einu sinni, stuttu fyrir umrætt atvik, haft samfarir, en þá hefði ákærði tekið þau hafi verið kærustupar. Brotaþoli lýsti tilefni þess að þau hittust aðfaranótt 27. júlí 2017 og fóru í bíltúr saman á bifreið hennar eins og þau hefðu oft gert áður. Hefðu þau spjallað saman og haft gaman. B ifreiðin hefði verið við það að verða bensínlaus - milli tveggja hópferðabifreiða. Hún hefði hallað ökumannssætinu aftur og bre i tt teppi yfir sig. Aðspurð kvað hún farþegasætinu, þar sem ákærði sat, einnig hafa verið hallað aftur. Lýsti brotaþoli því að ákærði hefði lagst með höfuðið á hægri öxlina á sér og þau byrjað að kyssast. Þegar henni hefði fundist hann vera orðinn æstur hefði hún sagt við hann að hún væri á túr ið séum ekki að fara að gera neitt meira en að Nánar spurð um þetta kvað brotaþoli að ákærði hefði ekki tekið fast um hálsinn á hefði jafnframt farið sjálf yfir til hans. Því næst hefðu þau haldið áfram að kyssast. Þá hefði ákærði reynt að setja hönd sína inn fyrir buxurnar hennar en hún komið í veg fyrir það með því að blása magann út og fæ ra sig undan með því að setja rassinn út. Hefði honum tekist að komast einu sinni inn fyrir buxurnar en ekki inn á nærbuxurnar. Brotaþoli lýsti því að þegar hún hefði setið klofvega á ákærða hefði hann einnig hneppt buxunum sínum frá, tekið þær niður fyrir mitti og sett aðra hönd hennar á 5 hún færst meira niður á gólf í bifreiðinni. Hefði á kærði þá tekið í hár hennar og þrýst henni að getnaðarlim sínum til að hún veitti honum munnmök. Hefði hún neitað að veita honum munnmök og sagt við hann að hann vissi ástæðuna fyrir því hvers vegna hún gæti ekki gert það. Síðan lýsir hún atvikum þannig að hún hafi verið komin aftur ofan á ákærða og hann tekið hana hálstaki með annarri hendinni og með hinni látið i hann þrengt að hálsinum á henni. Hefði hann þrengt svo fast að hún varð hrædd um að hann ætlaði ði ekki hætt fyrr en hún kúgaðist og gaf frá sér hljóð eins og hún væri að kafna. Hefði hann þá haldið henni þéttingsfast um hálsinn og höfuð hennar verið komið upp undir þak bifreiðarinnar. Í framburði brotaþola kom ítrekað fram að ákærði hefði verið orði nn pirraður og reiður. Aðspurð kvaðst hún hafa kysst ákærða eitthvað meðan hún þegar ákærði hætti hefði hún opnað gluggann þar sem henni hafi verið orðið mjög heitt, hún hef ði náð að príla yfir í ökumannssætið og farið að stilla útvarpið. Hún hefði innan, vissi ekk en ekkert getað gert. 16 Verjandi ákærða lagði fyrir Landsrétt ljósmyndir og gögn um sviðsetningu, sem verjandinn stóð fyrir, þar sem faðir ákærða og tengdamóðir hans munu hafa sviðsett atburðarás í sams konar bifreið og ætlað brot átti sér stað í. Enn fremur lagði verjandinn fram vottorð tengdamóður ákærða, J ráðgjafa, um áfallastreitueinkenni ákærða. Við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti voru spilaðar í heild upptökur af framburð i ákærða og brotaþola. Niðurstaða 17 Ákæruvaldið styður kröfu sína um að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur um sakfellingu ákærða samkvæmt ákæru einkum á framburði brotaþola sem hafi verið greinargóður og stöðugur við meðferð málsins. Þá sé framburður henn ar studdur framburði vitna sem brotaþoli hafi rætt við í kjölfar atburðarins. Jafnframt vísar ákæruvaldið til þess að gögn um komu hennar á bráða - og neyðarmóttöku renni stoðum undir framburð hennar. 18 Af hálfu ákærða er trúverðugleiki frásagnar brotaþola d reginn í efa. Í því sambandi er meðal annars bent á að brotaþoli hafi sjálf verið tvístígandi um það hvort ákærði hefði átt að gera sér grein fyrir því að kynferðislegt samneyti þeirra hefði ekki verið með hennar samþykki. Þá hafi brotaþoli viðurkennt að h afa beðið ákærða afsökunar á því 6 að hafa kært hann. Á neyðarmóttöku hefði brotaþoli jafnframt lýst því að ákærði hefði ef til vill haft sáðlát. Hefði hún hafnað því síðar en engu að síður hefði hún lýst því hjá lögreglu og fyrir dómi að eitthvað blautt hefði komið úr getnaðarlim ákærða. Ekki hefðu fundist nothæf sýni á peysu brotaþola eða í bifreið hennar til kennslagreiningar. Þá hefði atburðurinn ekki verið sviðsettur af hálfu lögreglu með tilliti til þess hvort háttsemin, sem brotaþoli hefði lýst, vær i gerleg í framsæti bifreiðarinnar. Í greinargerð ákærða er því haldið fram að það sé útilokað vegna þrengsla. Þá hafi ekkert komið fram sem rýri trúverðugleika framburðar ákærða. Ákæruvaldið hafi því ekki fært sönnur á sekt hans. 19 Frásögn brotaþola fyrir d ómi af atvikum og öðrum samskiptum við ákærða var nákvæm og skýr og virtist hún reiða sig á endurminningar sínar af því sem gerðist. Þar leitaðist hún ekki við að breiða yfir atriði sem kunna að valda vafa um ásetning ákærða. Enn fremur gekkst hún við því að hafa að eigin frumkvæði hitt ákærða nokkru eftir að hún lagði fram kæru á hendur honum og beðið hann afsökunar á að hafa gert það en gaf jafnframt ákveðnar skýringar á því sem síðar verður vikið að. Engra þversagna gætti í lýsingu brotaþola fyrir dómi á því sem gerðist í bifreiðinni aðfaranótt 27. júlí 2017. Þá virtist hún einlæg í frásögn sinni. Lýsing hennar fyrir dómi var í öllum aðalatriðum í samræmi við lögregluskýrslu sem tekin var af henni 2. ágúst 2017 þó að frásögn hennar þar hafi verið nákvæmar i um sumt. Þegar litið er til þeirra atriða, sem segir í 2. málslið 126. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála að huga beri meðal annars að við mat á sönnunargildi vitnisburðar, er ekkert í framburði brotaþola sem er til þess fallið að valda vafa um sön nunargildi hans. 20 Brotaþoli greindi frá því að eftir að ákærði yfirgaf bifreiðina hefði hún hringt í strák, B sem gerðist. Vitnið B kom fyrir dóm og staðfesti að brotaþoli hefð i hringt í sig um nóttina. Mundi hann lítið eftir samtali þeirra en kvaðst þó minnast þess að hún hefði þegar hann gaf skýrslu hjá lögreglu 15. ágúst 2017. Við þá skýrslugjöf lý sti hann því viljað lýsa þessu frekar fyrir vitninu. 21 Brotaþoli lýsti því einnig að morguninn eftir brotið hefði hún sagt móður sinni frá því sem gerðist. Móðir hennar, D , gaf skýrslu fyrir dómi. Þar greindi hún frá því að brotaþoli hefði sagt sér að hún og ákærði hefðu verið að kyssast í bifreiðinni, ákærði g að hann hafi þá tekið hana hálstaki og fengið vaðst síðan ekki muna þetta alveg. Taldi hún sig hafa munað þetta betur þegar hún gaf skýrslu hjá lögreglu 21. ágúst 2017. Við þá skýrslugjöf kvað hún brotaþola hafa lýst því að ákærði hefði tekið hana hálstaki og 7 hert að í hvert sinn sem hún hefði ætlað a á munnmök. Fyrir dómi greindi D frá því að hún hefði séð roða og mar á hálsinum á brotaþola og staðfesti einnig að brotaþoli hefði borðað minna sökum þess að henni hafi verið illt í kokinu eftir atvikið. Þá hefði b rotaþoli verið hrædd lengi á eftir og ekki treyst sér til þess að hitta fólk eftir þetta. 22 Vinkona brotaþola, C , gaf skýrslu fyrir dómi sem og hjá lögreglu. Kvað hún brotaþola hafa sagt sér frá því sem gerðist daginn eftir ætlað brot. Fyrir dómi lýsti hún þ ví sem hefði haldið um hálsinn á henni. Kvaðst hún hafa tekið eftir því að brotaþoli hefði verið rauð á hálsinum en hana minnti að mar hefði komið fram síðar. Þá sagði hún að 23 Framburður framangreindra vitna um það sem brotaþoli greindi þeim frá um atvik umrædda nótt getur einungis haft óbeina þýðingu við sönnunarfærslu í málinu, sbr. 2. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008. Gildir það sama um framlagt vottorð hjúkrunarfræðings á neyðarmóttöku að því leyti sem það hefur að geyma endursögn á því sem brotaþoli greindi henni frá um a tvik. Framangreind sönnunargögn gefa til kynna að brotaþoli hafi allt frá öndverðu lýst því með sama hætti hvernig ákærði hefði brotið gegn henni umrædda nótt. Þessi sönnunargögn samrýmast framburði brotaþola fyrir dómi. 24 Framangreindar lýsingar vitna, auk framlagðra vottorða læknis á bráðamóttöku og hjúkrunarfræðings á neyðarmóttöku, sem áður hefur verið lýst, auk ljósmynda sem brotaþoli afhenti lögreglu, gefa til kynna að hún hafi verið með áverka á hálsi og undir kjálkabörðum, sem hafi orðið greinilegri er frá leið. Eins og fram kemur í framburði læknisins fyrir dómi samrýmast þeir áverkar lýsingu brotaþola á því að ákærði hafi tekið fast um háls hennar. Styður það að því leyti við sönnunargildi frásagnar hennar. Enn fremur styðja frásagnir framangreindra vitna við þá niðurstöðu sálfræðings, sem rakin er í vottorði hans, að brotaþoli hafi orðið fyrir áfalli umrætt sinn og glímt við einkenni áfallastreitu í kjölfarið. 25 Í lögregluskýrslu sem var rituð í tilefni af komu brotaþola á lögreglustöð 27. júlí 2017, jafnframt lýst því að ákærði hefði tekið hana hálstaki og þrengt að hálsi hennar svo að kynlí f þó að það hefði ekki verið svona harkalegt. Samrýmist sú lýsing framburði hennar fyrir dómi eins og áður greinir. 8 26 Hvað sem líður vangaveltum brotaþola í öndverðu um ásetning ákærða er ljóst af rannsóknargögnum og framburði hennar fyrir dómi að hún telur að hann hafi brotið gegn sjálfsákvörðunarrétti sínum og kynfrelsi. Það er hlutverk dómsins að leggja mat á hvort huglægum skilyrðum refsiábyrgðar samkvæmt 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga sé fullnægt miðað við það sem fyrir liggur um atvik. Framang reindar vangaveltur brotaþola áður en hún lagði fram kæru á hendur ákærða eru ekki til þess fallnar að rýra sönnunargildi frásagnar hennar um þau atvik. 27 Eins og rakið hefur verið viðurkenndi brotaþoli fyrir dómi að hafa átt frumkvæði að því að hitta ákærða stuttu eftir að hún kærði atvikið. Þar hafi hún beðið hann afsökunar á því að hafa lagt fram kæru. Skýrði hún þessi óvenjulegu viðbrögð með því að hún hefði tekið orð meðferðaraðila hennar of bókstaflega um að það gæti hjálpað henni að að hún hefði sagt þetta við ákærða í fljótfærni. Hún hafnar því hins vegar að hafa lofað að afturkalla kæruna eins og ákærði hefur haldið fram og kvaðst ekki hafa sagt við hann að hún hefði borið á hann rangar sakir. Hafi hún jafnframt beðið á kærða um að biðjast afsökunar á hegðun sinni sem hann hafi gert en því neitar ákærði . Rétt er að geta þess að sálfræðingurinn H , sem hafði brotaþola til meðferðar í kjölfar ætlaðs kynferðisbrots, svaraði því neitandi þegar hún var spurð fyrir dómi hvort hú n kunni að hafa sagt eitthvað sem hafi gefið brotaþola tilefni til að biðja ákærða afsökunar eða leita eftir því að ákærði bæðist fyrirgefningar . Greindi hún frá því að við meðferðina væri þó oft talað um að það gæti verið gott á einhverjum tímapunkti að s leppa tökum á reiðinni. 28 Þó að ekkert liggi fyrir um að það sem fram kom við meðferð brotaþola vegna áfallsins hafi gefið tilefni til framangreindra viðbragða hennar er til þess að líta að hún hefur gefið þær skýringar á þeim sem að framan greinir. Sú lýsing er ekki ótrúverðug að hún hafi í fljótfærni talið að það gæti hjálpað henni að takast á við afleiðingar áfallsins að hitta ákærða, sem hafði verið trúnaðarvinur hennar í mörg ár, til að þau gætu fyrirgefið hvort öðru. Lýsing hennar á háttsemi ákærða tók engum breytingum eftir framangreind samskipti. Þvert á móti hefur framburður hennar í málinu verið stöðugur um brot ákærða auk þess sem hann fær stoð í öðrum sönnunargögnum eins og rakið hefur verið. Í þessu ljósi er ekki unnt að fallast á að samskipt i brotaþola og ákærða eftir að kæra var lögð fram séu fallin til þess að rýra sönnunargildi framburðar brotaþola um það sem gerðist í bifreiðinni. 29 Meðal málsgagna eru ljósmyndir af bifreiðinni sem um ræðir þar á meðal af innra rými hennar. Af þeim verður r áðið að farþegarýmið að framanverðu er eins og í hefðbundinni fólksbifreið. Brotaþoli hefur lýst því að þegar ákærði tók um háls hennar og dró hana yfir í farþegasætið hafi hún sjálf fært sig og sest klofvega yfir hann og þau haldið áfram að kyssast. Þegar jafnframt er litið til þess sem brotaþoli segir, að sætisbakið hafi verið lagt niður þar sem hún hafi setið ofan á ákærða, verður ekki á það fallist með honum að útilokað sé að frásögn brotaþola fái staðist vegna þrengsla. 9 30 Frásögn ákærða fyrir dómi um sam skipti hans við brotaþola í bifreiðinni aðfaranótt 27. júlí 2017 var í öllum aðalatriðum skýr og í samræmi við það sem fram kom hjá honum við skýrslugjöf hjá lögreglu. Við mat á trúverðugleika framburðarins verður þó jafnframt að líta til þess hvernig hann samrýmist öðru sem liggur fyrir í málinu. Í því efni skiptir máli að brotaþoli hringdi í uppnámi í vin sinn skömmu eftir að ákærði yfirgaf bifreiðina og greindi honum frá háttsemi ákærða. Þá taldi brotaþoli strax daginn eftir tilefni til þess að leita ráð a á lögreglustöð um hvernig hún ætti að bregðast við því sem gerðist milli hennar og ákærða um nóttina. Samkvæmt lögregluskýrslu sem rituð var af því tilefni var hún á þeim tíma ekki búin að ákveða að leggja fram kæru í málinu. Eftir það fór hún þegar í st að á bráða - og neyðarmóttöku Landspítalans þar sem hún var greind með áverka sem samrýmast frásögn hennar um að hún hafi verið tekin hálstaki. Frásögn ákærða um að þau hafi einungis rætt saman í bílferðinni og ekki snert hvort annað getur ekki samrýmst því sem álykta verður af framangreindum sönnunargögnum. Verður að meta framburð ákærða fyrir dómi ótrúverðugan að því leyti. 31 Þegar litið er til alls þess sem hér hefur verið rakið, einkum trúverðugs framburðar brotaþola sem samrýmist öðrum sönnunargögnum, er á það fallist með ákæruvaldinu að fram sé komin nægileg sönnun, sem ekki verður vefengd með skynsamlegum rökum, um að ákærði hafi látið brotaþola fróa sér í bifreið hennar aðfaranótt 27. júlí 2017 eins og hún hefur lýst. Getur það ekki breytt þeirri niðurs töðu þó að sýni sem lögregla tók af blettum á peysu brotaþola hafi gefið neikvæða svörun í sæðisprófi og að leit að sæði í bifreið brotaþola hafi ekki skilað árangri. Í því sambandi er til þess að líta að brotaþoli bar fyrir dómi og hjá lögreglu að ákærði hefði ekki fengið sáðlát þó að eitthvað hefði komið úr getnaðarlim hans sem fór í peysuna. 32 Á þeim tíma er atvik máls gerðust sagði í 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga að hver sem hefði samræði eða önnur kynferðismök við mann með því að beita ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung gerðist sekur um nauðgun og skyldi sæta fangelsi ekki skemur en eitt ár og allt að 16 árum. Með lögum nr. 16/2018, sem tóku gildi 12. apríl 2018, var ákvæðinu breytt og er 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ek ki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar forgrunn við skilgreiningu á nauðgun í stað þess að áherslan lægi á þeirri verknaðaraðferð að kynferðismökum væri náð fram með ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. 33 Í 1. mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga kemur fram að hafi refsilöggjöf breyst frá því að verknaður var framinn til þess er dómur gengur, skuli dæma eftir nýrri lögunum, bæði um refsinæmi verknaðar og refsingu. Aldrei megi þó dæma refsingu nema að 10 heimild hafi verið til þess í lögum þegar verk var framið og ekki þyngri refsingu en orðið hefði eftir þeim lögum. Í ljósi 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 7. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sem hefur lagagildi hér á landi, sbr. lög nr. 62/1994, verður að túlka ákvæði 1. mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga þannig að sé refsiákvæði breytt eftir að verknaður var framinn skuli einungis dæma um háttsemina eftir hinu nýja ákvæði að því leyt i sem inntak ákvæðanna er það sama eða ef lagabreytingin er sakborningi í hag. Leggja ber dóm á málið á þeim grundvelli. 34 Sú háttsemi ákærða að láta brotaþola fróa sér fellur undir þá verknaðarlýsingu í 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga að hafa önnur kynferðismök við brotaþola. Kemur þá til álita hvort ákæruvaldið hafi fært sönnur á að ákærði hafi af ásetningi, sbr. 18. gr. sömu laga, náð fram kynferðismökunum með því að beita ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung, eins og áskilið var í 1 . mgr. 194. gr. laganna fyrir gildistöku laga nr. 16/2018. Þarf ásetningur ákærða að hafa náð til þess að nota hina ólögmætu verknaðaraðferð til þess að eiga kynferðismök án samþykkis brotaþola. Í því sambandi verður að líta til þess hvernig atvik horfðu v ið ákærða á verknaðarstundu og meta hvort hann hafi haft réttmæta ástæðu til að ætla að brotaþoli væri samþykk kynferðismökunum, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar Íslands 11. desember 2014 í máli nr. 335/2014 og enn fremur dóma Landsréttar 3. apríl 2020 í máli nr. 565/2019 og 30. október 2020 í máli nr. 610/2019. Við það sönnunarmat er ekki við önnur sönnunargögn að styðjast í málinu en frásögn brotaþola fyrir dómi sem fær stuðning í fyrirliggjandi sönnunargögnum meðal annars um áverka á henni. Verður að meta þessi sönnunargögn í ljósi 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008 þannig að skynsamlegan vafa um hvert það atriði sem af þeim má ráða um sekt ákærða skuli meta honum í hag. 35 Af framburði brotaþola verður ekki annað ráðið en að hún hafi gert ákærða grein fyr ir því með orðum að hún vildi hvorki hafa samræði við hann né veita honum munnmök. Virðist ákærði hafa virt það meðal annars með því að láta af tilburðum um að fá hana til að hafa við sig munnmök. Lýsing brotaþola gefur til kynna að ákærði hafi ekki látið við það sitja. Með trúverðugum framburði hennar telst sannað að ákærði hafi tekið í hönd hennar og sett á getnaðarlim sinn til að láta hana fróa sér. Þó að ekki verði ráðið af framburði brotaþola að hún hafi sagt við hann að hún vildi ekki fróa honum verðu r að líta svo á að með því að fjarlægja höndina ítrekað af getnaðarlimnum hafi hún sýnt ákærða í verki að það vildi hún ekki gera. Þrátt fyrir það hélt ákærði áfram að setja hönd hennar á getnaðarlim sinn. Þó að ákærði hafi í ljósi viðbragða brotaþola ef t il vill mátt ætla að hún væri reiðubúin að kyssa hann þegar hér var komið sögu lét hann sér þannig í léttu rúmi liggja hvort hún væri samþykk því að fróa honum. Þegar hún hætti því þá herti hann tak sitt á hálsi hennar. Ekki er hægt að skýra þá háttsemi á annan veg en að vegna viðnáms af hálfu brotaþola hafi hann viljað tryggja að hún héldi áfram að fróa honum. Þá bar brotaþoli fyrir dómi að ákærði hefði hótað að þvinga hana til samræðis ef hún hætti því. Samkvæmt framansögðu hlaut ákærða að vera ljóst að k ynferðismökin færu fram með ofbeldi og hótun af hans hálfu gegn vilja 11 brotaþola . Með þessu er fram komin sönnun sem hafin er yfir skynsamlegan vafa um að ákærði hafi af ásetningi haft við brotaþola önnur kynferðismök en samræði í bifreiðinni aðfaranótt 27. júlí 2017 með því að beita ofbeldi og hótun eins og hann er borinn sökum um. Varðar það ákærða refsingu samkvæmt 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga. Hinn áfrýjaði dómur verður því staðfestur um sakfellingu ákærða. 36 Með vísan til forsendna hins áfrýja ða dóms um refsingu ákærða þykir hún hæfilega ákveðin fangelsi í 18 mánuði. Er þá einkum litið til ungs aldurs ákærða er brotið var framið. Tekið er undir með héraðsdómi að ekki sé efni til að skilorðsbinda refsinguna. Ákvæði héraðsdóms um einkaréttarkröfu brotaþola og sakarkostnað eru staðfest. 37 Ákærða verður gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, sem ákveðin eru að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í d ómsorði greinir. Dómsorð: Ákærði, X , sæti fangelsi í 18 mánuði. Ákvæði hins áfrýjaða dóms skulu að öðru leyti vera óröskuð. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, 1.654.000 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Jóns Egilssonar lögmanns, 1.147.000 krónur, og þóknun réttargæslumanns brotaþola, Þorbjargar Ingu Jónsdóttur lögmanns, 458.800 krónur. Dóm ur Héraðsdóms Reykjaness fimmtudaginn 21. mars 2019 Mál þetta, sem dómtekið var 26. febrúar 2019, er höfðað af héraðssaksóknara með ákæru 25. október 2018 á hendur X, kt. [...], [...], fyrir nauðgun, með því að hafa aðfaranótt fimmtudagsins 27. júlí 2017 , í kyrrstæðri bifreið við húsnæðið [...], haft önnur kynferðismök en samræði við A, án hennar samþykkis og vilja með því að beita hana ofbeldi og hótunum, en ákærði reyndi að fá hana til þess að hafa við sig munnmök með því að þrýsta höfði hennar að getna ðarlim sínum en hún streyttist (sic) á móti og mótmælti en ákærði lét ekki af háttseminni fyrr en hún ítrekaði mótbárur sínar með því að segja nei. Í framhaldi af því þvingaði ákærði A til þess að fróa sér með því að toga í hár hennar og halda svo með anna rri hendi sinni þétt utan um háls hennar framaverðan þannig að þrengdi að öndunarvegi hennar og láta hendi hennar ítrekað á getnaðarlim sinn, en í hvert skipti sem A hætti að fróa honum herti ákærði hálstakið og færði hendi hennar aftur á getnaðarlim sinn, en á meðan á því stóð hótaði ákærði að nauðga A fyrir utan bifreiðina ef hún héldi ekki áfram að fróa honum. Að lokum þrýsti ákærði höfði hennar af svo miklu afli að lofti bifreiðarinnar með hálstaki að A náði ekki andanum og kúgaðist, en þá lét ákærði af háttsemi sinni. Af þessu hlaut A töluverð eymsli yfir framanverðan hálsinn, stífleika vegna verkja og vöðvaspennu í hnakka og herðum, verki við þreyfingu yfir vöðvum bæði framan og aftan á hálsi og skerta hreyfigetu vegna eymsla í hálsi. Telst þetta varða við 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 12 Af hálfu A, kt. [...], er gerð krafa um að ákærða verði gert að greiða henni miskabætur að fjárhæð kr. 2.000.0 00, - auk vaxta skv. 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá 27. júlí 2017 þar til mánuður er liðinn frá því að ákærða er kynnt bótakrafa þessi, en dráttarvaxta skv. III. kafla vaxtalaga frá þeim degi til greiðsludags, sbr. 9. gr. sömu laga. Þá er krafist málskost naðar að mati dómara eða samkvæmt síðar framlögðum reikningi, auk virðisaukaskatts á málskostnað. Ákærði neitar sök og krefst aðallega sýknu, en til vara vægustu refsingar sem lög framast leyfa og að refsing verði þá að öllu leyti bundin skilorði. Þá krefs t hann þess að skaðabótakröfunni verði vísað frá dómi, en til vara krefst hann sýknu af bótakröfunni. Til þrautavara krefst hann þess að krafan verði lækkuð verulega. Loks krefst hann málsvarnarlauna að mati dómsins. Málsatvik Upphaf málsins er að brotaþol i, A, kom á lögreglustöðin á höfuðborgarsvæðinu, kynferðisbrotadeild, 27. júlí 2017, í því skyni að tilkynna og fá ráðleggingar um hugsanlegt kynferðisbrot sem hún sagðist hafa orðið fyrir aðfaranótt sama dags í bifreið í . Sagði hún að vinur hennar, ák ærði X, hefði brotið á henni beitt og þvingun en hún var á báðum áttum með það hvort hún ætti að kæra einn besta vin sinn eða ekki, kvaðst ekki vera vi ss hvort hann hefði vitað að hún vildi þetta ekki því hún hafi kannski ekki verið nógu skýr við hann. A talaði um að X hafi tekið hana hálstaki og þrengt að hálsi hennar svo hún hafi ekki náð ynlíf en ekki svona harkalega eins og að hugsa málið vel áður en hún legði fram kæru. Brotaþoli kom aftur á lögreglustöðina 2. ágúst 2017 og lagði þá formlega fram kæru á hendur ákærða. Í aðalatriðum lýsti hún atvikum þannig að hún hefði sótt ákærða á bifreið á tiltekinn stað í aðfaranótt fimmtudagsins 27. júlí 2017. Óku þau um bæinn og spjölluðu saman, en ákærði sat í framsætinu, farþegamegin. S agðist brotaþoli síðan hafa lagt bílnum milli tveggja rúta á bifreiðastæði, aftan við hús við . Hafi þau þar spjallað saman og kysst. Ákærði hefði þá tekið í hönd hennar og lyft henni upp fyrir höfuðið. Á meðan reyndi hann að fara með hina hönd sína að klofi hennar. Hafi brotaþoli þá sagt ákærða að hún væri á túr og því væri ekkert að fara að gerast. Ákærði hafi skömmu síðar togað hana með hálstaki yfir í farþegasætið og reynt að fá hana til að hafa við sig munnmök með því að þrýsta höfði hennar að getna ðarlim sínum. Brotaþoli hafi sagt ákærða að hún vildi þetta ekki og hafi ákærði þá hætt. Í framhaldi af því hafi ákærði þvingað hana til þess að fróa honum, en á meðan á því stóð hélt hann þétt utan um háls hennar að framanverðu þannig að þrengdi að önduna rvegi hennar. Í hvert skipti sem brotaþoli hætti að fróa honum herti ákærði takið um háls hennar, færði hönd hennar aftur að getnaðarlim sínum og hótaði að nauðga henni fyrir utan bifreiðina ef hún héldi ekki áfram. Að lokum þrýsti ákærði höfði hennar af s vo miklu afli í þak bifreiðarinnar með hálstaki að hún náði ekki andanum og kúgaðist. Lét þá ákærði af háttsemi sinni og ók brotaþoli ákærða að heimili hans. Í málinu liggur fyrir læknisvottorð vegna komu brotaþola á bráðamóttöku slysadeildar 27. júlí 201 7. herðum. Hún er töluvert aum yfir framanverðan hálsinn sjálfan og stíf vegna verkja og vöðvaspennu í hnakka og herðum. Það eru verkir við þreifing u yfir vöðvum bæði framan og aftan á hálsi og skert liggur einnig móttökuskýrsla hjúkrunarfræðings á neyðarmóttöku vegna komu brotaþola þangað sama dag. Í skýrslunni er haft eftir brotaþola að ákærði hafi ef til vill haft sáðlát, allavega hafi eitthvað blautt komið í peysu hennar. Loks liggja fyrir tvö vottorð sálfræðings, dagsett 7. september 2017 og 24. apríl 2018, vegna viðtalsmeðferðar brotaþola. Ákærð i gaf skýrslu hjá lögreglu 4. ágúst 2017 og neitaði sök. Framburður fyrir dómi 13 Ákærði sagði að brotaþoli hefði í umrætt sinn sótt hann á [...] - bifreið í [ ...], við verslun 10 - 11, en þau hafi um langt skeið verið mjög góðir vinir. Hafði hann þá verið búinn að drekka um þrjá bjóra, en taldi sig ekki hafa verið ölvaðan og kvaðst muna atvik vel. Hafi þau rúntað um bæinn og spjallað saman, m.a. um fíkniefnaneyslu hans. Hefði brotaþoli verið vonsvikin yfir því að hann hefði skömmu áður fallið á fíkniefnabindindi, en einnig þegar hann tjáði henni að hann vildi ekki taka upp fast samband við hana. Síðan hafi þau ekið að aðstöðu [...], þar sem tjónabílar eru geymdir, og hafi þau ekið þar hægt um svæðið og skoðað bílana. Að því loknu hafi brotaþoli ekið honum heim. A ðspurður sagði ákærði að brotaþoli hefði ekkert talað um að hún væri á blæðingum. Þá neitaði hann því að hafa sagt brotaþola að hann væri vonsvikinn yfir því að þurfa að fara ófullnægður heim til sín. Einnig neitaði hann því að hafa tekið um háls brotaþola , dregið hana yfir í farþegasætið, sagt henni að hafa við sig munnmök eða þvingað hana til að fróa sér. Jafnframt kannaðist hann hvorki við að hafa þrýst höfði brotaþola að þaki bílsins né að hafa hótað að nauðga henni færi hún ekki að vilja hans. Spurður um kossa sagði ákærði að hann hefði aðeins kysst og knúsað brotaþola þegar hann kom í bílinn og yfirgaf hann síðar. Neitaði hann með öllu að nokkuð kynferðislegt hefði gerst milli þeirra í umrætt sinn. Sérstaklega spurður um áverka á brotaþola sagðist ákær ði ekki hafa tekið eftir neinum slíkum, hvorki þegar hann settist inn í bílinn né þegar þau kvöddust umrætt sinn. Þegar ákærði var inntur eftir skýringum á lýsingu brotaþola á atvikum umrætt sinn, sagðist hann helst telja að brotaþoli hafi borið hann þessu m sökum þar sem hún hefði verið vonsvikin yfir því að hann hefði skömmu áður fallið í fíkniefnaneyslu og að hann hefði ekki viljað taka upp fast samband við brotaþola. Spurður um samskipti hans og brotaþola eftir umrætt kvöld sagði ákærði að brotaþoli hef ði einhverjum dögum síðar, en áður en hann var kallaður í skýrslutöku hjá lögreglu, beðið hann um að koma út að hjóla á mótorcrosshjóli, en af því hefði þó ekki orðið. Jafnframt kvaðst hann sjálfur á sama tíma hafa haft samband við brotaþola í sömu erindag jörðum, en ekkert hefði heldur orðið af því að þau færu þá saman út að hjóla. Fram kom einnig í máli ákærða að brotaþoli hefði um það bil viku eftir að hann gaf skýrslu hjá lögreglu hringt í hann og beðið hann um að hitta sig, og hefði hann orðið við því. Við það tækifæri hefði brotaþoli tekið utan um hann og beðið hann fyrirgefningar á því að hafa borið hann röngum sökum. Jafnframt hefði hún haft á orði að hún ætlaði að draga kæruna til baka. Sérstaklega aðspurður sagðist ákærði ekki hafa beðið brotaþola f yrirgefningar við það tækifæri. Ákærði neitaði að tjá sig þegar hann var að því spurður hvort hann og brotaþoli hefðu áður stundað kynferðismök. Hins vegar tók hann fram að hann hefði aldrei tekið um háls brotaþola. Brotaþoli sagðist hafa sótt ákærða á bíl aðfaranótt 27. júlí 2017 [...] í . Hafi þau ekið um bæinn, spjallað saman og haft gaman, en ákærði hafi setið í framsætinu, farþegamegin. Síðan hafi hún ekið að athafnasvæði [...], þar sem tjónabílar eru geymdir, og hafi þau verið að skoða bílana. Þar sem bíll hennar var að verða bensínlaus stoppaði hún bílinn skömmu síðar milli tveggja rúta í nágrenninu, hallaði bílstjórasætinu aftur og breiddi yfir sig teppi. Héldu þau áfram að spjalla, allt þar til ákærði hallaði sér að öxl hennar og þau fóru að kyssast. Þar sem henni fannst ákærði æstur hafi hún sagt honum að hún væri á túr og því væri ekkert að fara að gerast. Ákærði hefði þá dregið hana yfir í farþegasætið sem hann hafði hallað aftur og hún sest klofvega yfir hann. Hafi þau þannig haldið áfram að kyssast þar til ákærði tók í hönd hennar og lét hana fróa sér, en ákærði hafði þá verið búinn að taka niður buxur sínar. Á sama tíma hafi ákærði reynt að komast með hendinni inn fyrir buxur hennar til þess að snerta kynfæri hennar og hafi honum einu sin ni tekist það, en þó ekki inn fyrir nærbuxurnar. Í hvert sinn sem hún hætti að fróa honum sagði brotaþoli að ákærði hefði tekið í hönd hennar og látið hana aftur á getnaðarliminn. Kvaðst brotaþoli hafa reynt að víkja sér undan og hafi hún því mjakað sér á gólf bifreiðarinnar, við fætur ákærða. Ákærði hefði þá tosað í hár hennar, þrýst höfðinu að getnaðarlimnum og vildi að hún veitti honum munnmök. Kvaðst brotaþoli hafa neitað því og sagt ákærða að hann vissi ástæðu þess. Hafi hún þá aftur sest klofvega yfir ákærða og haldið áfram að fróa honum, en ákærði tekið um háls hennar og þrengt að í hvert sinn sem hún stoppaði til að hagræða sér. Brotaþoli sagðist þá hafa leyft ákærða að káfa á brjóstum sínum og taldi að þá myndi hann lina takið á hálsi hennar. Hafi á kærði sagt að ef brotaþoli fullnægði honum ekki myndi hann taka hana út úr bílnum og nauðga henni. Fram kom í máli brotaþola að ákærði hefði þrengt svo fast að hálsi hennar að hún hafi orðið hrædd og haldið að hann myndi drepa hana. Að lokum sagðist hún ek ki 14 hafa getað dregið andann og því kúgast, en við það hefði ákærði sleppt takinu. Eftir það kvaðst brotaþoli hafa sest í bílstjórasætið og skutlað ákærða heim þar sem þau kvöddust eins og ekkert hefði í skorist. Í kjölfarið sagðist brotaþoli hafa hringt í vin sinn, B, og sagt honum hvað hefði komið fyrir, en ekið heim að því loknu. Um morguninn hefði hún einnig sagt móður sinni frá atvikinu, og síðar jafnframt vinkonu sinni, C. Aðspurð sagði brotaþoli að ákærði hefði ekki fengið sáðlát, en taldi þó að eitth vað blautt hefði komið úr getnaðarlim hans. Brotaþoli var sérstaklega að því spurð hvort hún hefði gefið ákærða til kynna að hún væri mótfallin því sem hann gerði henni í umrætt sinn. Sagðist hún ekki vera viss um hvort hún hefði sagt honum það beint með sagðist hún hafa óttast viðbrögð ákærða, enda hafi hann verið reiður og æstur. Hún kvaðst heldur ekki hafa þorað að forða sér frá honum og út úr bílnum. Þá kom fram hjá brotaþola að hún hefði ekki sagt ákærða satt um að hún væri á túr, hún hefði hins vegar . Brotaþoli sagði að eftir atvikið hefði hún fundið til eymsla í hálsinum og ætti það enn til að finna fyrir köfnunartilfinningu við ýmsar athafnir. Að auki hefði henni lengi liðið illa andlega þar sem besti vinur hennar hefði brugðist trausti hennar. Aðspu rð um samband hennar og ákærða fyrir umrætt atvik sagði brotaþoli að hann hefði verið besti vinur hennar og þau reglulega haft samskipti. Hefðu þau einu sinni, stuttu fyrir umrætt atvik, stundað kynlíf saman og hefði ákærði þá tekið hana kyrkingartaki, þó ekki harkalega og án þess að henni yrði meint af. Eftir atvikið í bílnum kvaðst hún engin samskipti hafa haft við ákærða. Hann hefði þó reynt að senda henni - br otaþoli þó hafa hitt ákærða. Hafi hún þá verið í viðtölum hjá áfallateymi [...] og hafi sálfræðingur þar sagt að mikilvægt væri að geta fyrirgefið geranda. Kvaðst hún hafa tekið það bókstaflega og því hringt í ákærða og beðið hann um að hitta sig. Hafi þau farið í bíltúr og hafi hún beðið ákærða afsökunar á því að hafa kært hann og hafi henni ekki fundist það rétt af sér, en hún gæti fyrirgefið honum ef hann bæðist afsökunar á því sem hann gerði henni. Hafi ákærði þá beðið hana afsökunar. Hins vegar þvertók hún fyrir að hafa beðið hann fyrirgefningar á því að hafa borið hann röngum sökum eða sagt honum að hún ætlaði að draga kæruna til baka. Brotaþoli hafnaði þeirri skýringu ákærða að hún hefði lagt fram kæru á hendur honum þar sem hann hefði fallið á fíkni efnabindindi eða vegna þess að hann hefði ekki viljað taka upp samband við hana, og tók fram að hún hafi ekki verið hrifin af ákærða. Þau hafi hins vegar verið bestu vinir. Vitnið D, móðir brotaþola, staðfesti að dóttir hennar, brotaþoli, hefði greint henn i frá umræddu atvik að morgni 27. júlí 2017 og lýst því ítarlega sem þá gerðist. Brotaþoli hefði einnig sýnt henni roða á hálsinum, sem hún sagði eftir hálstak ákærða. Þá lýsti vitnið afleiðingum brotsins á andlega líðan dóttur sinnar. Vitnið E , faðir b rotaþola, sagði að dóttir hans hafi komið heim í sjokki og hafi í fyrstu ekki viljað segja honum hvað komið hefði fyrir. Minnti hann að daginn eftir hefði hún þó sagt honum að ákærði hefði beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Hafi ákærði skipað henni að fróa sér og tekið hana kverkataki. Hafi hún verið hrædd um líf sitt og því hafi hún ekki þorað annað en að hlýða honum. Staðfesti vitnið að hafa séð roða á hálsi hennar. Vitnið B gaf skýrslu í gegnum síma. Hann sagðist hafa verið góður vinur brotaþola á þeim tíma sem hér um ræðir. Hann minntist þess að brotþoli hefði hringt í hann eftir umrætt atvik, en kvaðst ekki muna vel lýsingu hennar á því sem gerðist, en tók fram að sér hefði fundist hún skelkuð. Borin var undir vitnið skýrsla þess hjá lögreglu 15. ágúst 2017 og sagði vitnið að þar væri rétt eftir sér haft, enda þá skammt um liðið frá samtali þeirra. Vitnið C sagði að hún og brotaþoli væru bestu vinkonur og hefði ákærði verið sameiginlegur vinur þeirra beggja. Eftir atvik þetta hefði hún þó engin samskipt i haft við ákærða. Spurð um meint brot ákærða sagði vitnið að brotaþoli hefði sagt henni frá því daginn eftir. Hefði brotaþoli þá lýst því þannig að hún og 15 ákærði hefðu verið saman í bíl og stoppað í iðnaðarhverfi. Þar hefði ákærði látið hana runka sér og haldið utan um hálsinn á henni og þrýst henni upp um leið. Sagðist vitnið hafa séð að brotaþoli var rauð á hálsinum, en minnti að mar hefði komið síðar. Aðspurt sagðist vitnið hafa skynjað miklar breytingar í fari brotaþola eftir þetta atvik. Hún hafi lok að sig af, treysti illa fólki og sé orðin skapstór. Vitnið F hjúkrunarfræðingur kvaðst hafa tekið á móti brotaþola á neyðarmóttöku LSH 27. júlí 2017 og ritað skýrslu um komu hennar og skoðun á henni. Staðfesti vitnið að brotaþoli hefði verið mjög aum viðk omu á kjálkabörðum báðum megin og hafi verið smá roði þar á húð, en mar ekki sýnilegt. Þá hafi eins og örlítil háræðafylling verið fremst í hálsi, en ekki mar. Þó hafi hún verið aum þar. Einnig hefði brotaþoli lýst kyngingarerfiðleikum. Vitnið G læknir st aðfesti að hafa skoðað brotaþola við komu hennar á bráðamóttöku 27. júlí 2017 og ritað það vottorð sem liggur frammi í málinu. Taldi læknirinn að lýsing brotaþola á atvikum og skoðun hans gæti vel samrýmst því að hún hefði verið tekin hálstaki og þrengt að öndunarvegi hennar. Vitnið H sálfræðingur staðfesti að hafa ritað vottorð um viðtalsmeðferð við brotaþola, en vottorðin liggja fyrir í málinu, dagsett 7. september 2017 og 24. apríl 2018. Vitnið neitaði því að hafa rætt við brotaþola um nauðsyn þess að b rotaþoli gæti fyrirgefið geranda eftir áföll sem þessi, en tók fram að vel gæti verið að hún hafi fjallað um að gott væri að þolendur slepptu tökum á reiðinni, bæði gagnvart sjálfum sér og geranda. Vitnið I, faðir ákærða, gaf loks skýrslu fyrir dóminum. S agði hann að sonur hans og brotþoli hefðu verið kærustupar á þeim tíma sem atvik áttu að gerast. Hefði sonur hans greint sér frá því að ekkert kynferðislegt hefði átt sér stað milli hans og brotaþola umrætt sinn. Vitnið lýsti einnig þeim áhrifum sem mál þe tta hefur haft á andlega líðan og heilsu ákærða. Niðurstaða Í máli þessu er ákærði sakaður um nauðgun, með því að hafa aðfaranótt 27. júlí 2017 haft önnur kynferðismök en samræði við brotaþola, án hennar samþykkis og vilja með þeim hætti sem í ákæru gre inir. Er háttsemi ákærða talin varða við 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga, en samkvæmt því ákvæði gerist hver sá sekur um nauðgun sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann með því að beita ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Ákærði neitar sök og krefst sýknu. Byggist krafa hans einkum á því að framburður brotaþola um málsatvik sé ótrúverðugur og tiltekur þá sérstaklega að meint háttsemi hans sé óframkvæmanleg við þær aðstæður sem lýst er í ákæru. Um leið átelur hann að verk naðurinn hafi ekki verið sviðsettur við rannsókn málsins. Einnig byggist krafa hans á því að meint brot sé ósannað, enda hafi engir sýnilegir áverkar verið á brotaþola. Eins og rakið er hér að framan kom brotaþoli á lögreglustöð 27. júlí 2017 í því skyni að tilkynna og fá ráðleggingar um hugsanlegt kynferðisbrot sem hún kvaðst hafa orðið fyrir af hálfu ákærða í bifreið í aðfaranótt sama dags. Í skýrslu sem rituð var af því tilefni segir að hún hafi verið á báðum áttum hvort hún ætti að kæra einn besta hálstaki og þrengt að hálsi hennar svo að hún náði ekki andanum og kúga ðist. Sagði hún þau áður hafa neyðarmóttöku fyrir brotaþola, svo og á bráðamóttöku slysadeildar til skoðunar. Þann 2. ágúst 2017 lagði brotaþoli síðan fram kæru á hendur ákærða, og hefur í aðalatriðum verið greint frá efni hennar hér að framan. Er frásögn hennar um málsatvik þar í öllum meginatriðum samhljóða og fyrir dómi. Ákærði kvaðst á hinn bóginn ekkert kannast við lýsingu brotaþola á atvikum og sa gði bæði í skýrslu sinni hjá lögreglu og fyrir dómi að ekkert kynferðislegt hefði átt sér stað milli hans og brotaþola umrætt sinn. Sagðist hann aðeins hafa kysst og knúsað brotaþola þegar hann kom í bíl hennar, og svo aftur þegar hann kvaddi hana og yfirg af bílinn nokkru síðar. Að öðru leyti kvaðst hann ekki hafa snert brotaþola. 16 Bæði ákærði og brotaþoli hafa borið að þau hafi verið mjög góðir vinir og átt í reglulegum samskiptum. Greindi brotaþoli frá því að hún hefði einu sinni, nokkru fyrir umrætt atvi k, stundað kynlíf með ákærða og hefði ákærði þá tekið hana kyrkingartaki, þó ekki harkalega, og án þess að henni yrði meint af. Fyrir dómi neitaði ákærði að tjá sig þegar hann var spurður hvort hann hefði fyrir umrætt atvik stundað kynlíf með brotaþola, en tók fram að hann hefði aldrei tekið um háls hennar. Í skýrslu sinni hjá lögreglu sagði ákærði hins vegar að þau hafi líklega tvisvar áður kysst og stundað munnmök, en það hefði örugglega gerst fyrir meira en tveimur árum. Síðar dró hann í land og kaus að tjá sig ekki frekar um þetta þar sem hann myndi þetta ekki. Brotaþoli greindi einnig frá því að eftir oftnefnt atvik hefði ákærði reynt að hafa - hafa hringt í ákærða um fjórum mánuðum síðar og beðið hann um að hitta sig. Hafi þau farið í bíltúr og hafi hún þá beðið ákærða afsökunar á því að hafa kært hann, en henni hafi ekki fundist það rétt af sér. Þá hafi hún sagt að hún gæti fyrirgefið honum ef hann bæðist afsökunar á því sem hann gerði og hefði ákærði þá beðið hana afsökunar. Hins vegar þvertók brotaþoli fyrir að hún hefði beðið hann fyrirgefningar á því að hafa borið hann röngum sökum eða sagt honum að hún ætlaði að draga kæruna til baka, en ákærði sagði fyrir dómi að brotaþoli hefði viðhaft þau orð í samtali þeirra. Við sama tækifæri neitaði ákærði því að hann hefði beðið brotaþola fyrirgefningar á því sem gerðist umrætt sinn. Í öllum meginatriðum stangast hér á framburður ákærða og brotaþola um málsatv ik. Við mat á sök verður því fyrst og fremst að líta til trúverðugleika framburðar þeirra, auk þess sem framburður vitna og önnur gögn geta stutt framburð hvors. Ákærði hefur bæði undir rannsókn málsins og fyrir dómi haldið því fram að ekkert kynferðislegt hafi átt sér stað milli hans og brotaþola umrætt sinn og kannaðist ekki að neinu leyti við lýsingar hennar á því sem hún heldur fram að gerst hafi og hann er ákærður fyrir. Taldi hann að kæru brotaþola mætti helst rekja til þess að hann hefði þá skömmu áð ur fallið á fíkniefnabindindi og að hann hefði ekki viljað taka upp samband við hana. Að áliti dómsins þykja þessar skýringar þó fráleitar, ekki aðeins vegna alvarleika ásakananna, heldur einnig í ljósi þess að brotaþoli og ákærði voru á sama tíma mjög góð ir vinir. Fyrir dómi bætti brotaþoli reyndar við að hún hafi ekki verið hrifin af ákærða, þau hafi hins vegar verið bestu vinir. Þá þykir dóminum ótrúverðugur framburður ákærða þess efnis að áður en hann var kallaður til skýrslutöku hjá lögreglu, 4. ágúst 2017, hafi hann og brotaþoli átt í samskiptum um að fara út að hjóla á mótorcrosshjóli. Er þá ekki aðeins litið til þess að brotaþoli hefur neitað því að hafa átt í samskiptum við ákærða á þessum tíma, heldur liggja einnig fyrir í gögnum málsins - chat A, hún bara svari engu sem hann sendi eða neitt. Framburður brotaþola, bæði undir rannsókn málsins og fyrir dómi, hefur verið greinargóður, stöðugur og einlægu r, hvort sem litið er til lýsinga hennar á því sem fram fór í bifreiðinni aðfaranótt 27. júlí 2017, sambands hennar og ákærða fyrir umrætt atvik eða samskipta hennar við ákærða eftir það. Þannig greindi hún lögreglu strax frá því að hún væri á báðum áttum hvort hún ætti að kæra einn besta vin sinn og tók fram að hún hefði kannski ekki verið nógu skýr við hann og var því ekki viss um hvort hann hefði vitað að hún vildi þetta ekki. Þá sagðist hún fyrir dómi ekki vera viss um að hún hefði sagt honum það beint með orðum að hún væri mótfallin því sem hann gerði, en bætti við að hún hefði haldið að nóg væri að hún hefði sagt honum að hún væri á túr og hún hafi streist á móti þegar hann vildi að hún fróaði honum. Að því er varðar atvik málsins og háttsemi ákærða e r framburður brotaþola einnig studdur framburði vitna sem brotaþoli ræddi við í kjölfar atburðarins, en lýsingar þeirra eru í öllum meginatriðum samhljóða frásögn hennar af því sem hún hefur borið um að gerst hafi umrædda nótt. Það eykur og á trúverðugleik a framburðar brotaþola að sama dag fór hún á slysadeild LSH til skoðunar, bæði hjá hjúkrunarfræðingi á neyðarmóttöku fyrir brotaþola kynferðisbrota og hjá lækni á bráðamóttöku. Fram kom í máli hjúkrunarfræðingsins að brotaþoli hafi verið mjög aum viðkomu á kjálkabörðum, báðum megin, og smá roði þar á húð. Þá hafi eins og örlítil háræðafylling verið fremst í hálsi, en ekki mar. Fyrir liggja einnig ljósmyndir af brotaþola, sem teknar voru 27. og 29. júlí 2017, og sýna þær töluverðan roða á hálsi og kjálka bro taþola. 17 Af hálfu ákærða er því haldið fram að framburður brotaþola sé ótrúverðugur, og þá sérstaklega lýsing hennar á því hvernig aðilar áttu að hafa athafnað sig í framsæti bifreiðarinnar. Telur ákærði að ógjörningur sé fyrir aðila að athafna sig með þei m hætti sem brotaþoli lýsir og haldið sé fram í ákæru. Meðal gagna málsins eru ljósmyndir af umræddri bifreið, sem er af gerðinni [...], og sýna þær meðal annars innanrými hennar. Þótt fallist sé á að ekki sé mikið rými frammi í bifreiðinni telur dómurin n engu að síður að ekki sé ósennilegt eða útilokað að atburðarásin í bifreiðinni hafi verið með þeim hætti sem brotaþoli hefur lýst, en minnt er á að brotaþoli sagði fyrir dómi að ákærði hefði hallað farþegasætinu aftur. Þegar allt framanritað er virt hei ldstætt er það álit dómsins að framburður brotaþola sé trúverðugur og að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi í greint sinn haft önnur kynferðismök en samræði við brotaþola, gegn vilja hennar og með þeim hætti sem lýst er í ákæru. Þótt brotaþoli hafi lýst því að hún hafi ekki verið viss um hvort hún hafi sagt ákærða berum orðum að hún væri mótfallin því sem hann gerði og lét hana gera umrætt sinn, er það engu að síður álit dómsins að ákærða hafi ekki getað dulist að brotaþoli var ekki samþykk því ofbeldi og nauðung sem ákærði beitti, enda streittist hún bæði á móti þegar ákærði vildi að hún fróaði honum og sagðist vera á túr. Með því braut ákærði gegn sjálfsákvörðunarrétti og kynfrelsi brotaþola. Verður ákærði sakfelldur fyrir brot sitt, sem réttil ega er heimfært til refsiákvæðis í ákæru. Ákærði er fæddur [...] og var því [...] ára gamall þegar hann framdi brot sitt. Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur hann tvívegis hlotið dóm í Héraðsdómi Reykjaness, annars vegar . júní 2017, en hins vegar ]. nóvember sama ár. Í fyrra skiptið var hann dæmdur til greiðslu sektar og ökuleyfissviptingar vegna brota á umferðarlögum, en í síðara skiptið var hann dæmdur í 30 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, auk sektar og ökuleyfissviptingar, vegna br ota á umferðarlögum og lögum um ávana - og fíkniefni. Að auki hefur hann tvívegis gengist undir sektargreiðslu hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, . október 2017 og . febrúar 2018, vegna brota á umferðarlögum og lögum um ávana - og fíkniefni. B rot það sem ákærði er nú sakfelldur fyrir var framið eftir uppkvaðningu dóms 8. júní 2017, en fyrir aðrar refsiákvarðanir, þar á meðal áðurnefndan dóm frá 2. nóvember 2017. Með vísan til 60. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 ber því að dæma honum hegn ingarauka við þann dóm og ákveða refsingu hans í einu lagi, sbr. 78. gr. sömu laga, sbr. og 77. gr. laganna. Þá ber við ákvörðun refsingar að hafa hliðsjón af eðli og alvarleika brotsins, sbr. 1., 2., 6. og 7. tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Til refsimildunar þykir rétt að horfa til aldurs ákærða, sbr. 4. tl. 1. mgr. 70. gr. tilvitnaðra laga, en eins og áður segir var ákærði ára gamall þegar brotið var framið. Að öllu þessu gættu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í t vö ár. Ekki þykja efni til að skilorðsbinda refsinguna. Af hálfu brotaþola er krafist miskabóta að fjárhæð 2.000.000 króna, auk vaxta og dráttarvaxta svo sem í ákæru greinir. Þar sem dómurinn hefur slegið því föstu að ákærði hafi brotið gegn brotaþola með þeim hætti sem þar er lýst verður hann dæmdur til að greiða brotaþola miskabætur, sbr. b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Bætur fyrir miska skulu ákvarðaðar eftir því sem sanngjarnt þykir og við mat á fjárhæð þeirra skal einkum líta til alva rleika brotsins, sakarstigs brotamanns, huglægrar upplifunar brotaþola og loks umfangs tjónsins. Í dómaframkvæmd hefur því verið slegið föstu að brot af því tagi sem hér um ræðir séu almennt til þess fallin að valda brotaþola andlegri vanlíðan og sálrænum erfiðleikum. Við mat á fjárhæð bótanna þykir mega líta til vottorða H sálfræðings, sem einnig gaf skýrslu fyrir dómi, en þar kemur fram að brotaþoli hafi þrívegis komið til viðtalsmeðferðar, 4. og 14. ágúst 2017 og 11. september 2017, en ekki nýtt frekari viðtalstíma. Hafi atburðurinn hafi haft víðtæk áhrif á líðan hennar og samsvari sálræn einkenni því sem þekkt sé hjá fólki sem hafi upplifað alvarleg áföll eins og líkamsárás, nauðgun, stórslys eða hamfarir. Jafnframt hafi brotaþoli glímt við svefnerfiðle ika, upplifað köfnunartilfinningu og skerta öryggiskennd. Á hinn bóginn þykir hér einnig rétt að taka tillit til þess að brotaþoli sagði hjá lögreglu við upphaf málsins að hún væri á báðum áttum hvort hún ætti að kæra einn besta vin sinn, svo og þess að no kkru eftir brot ákærða bað hún hann afsökunar á því að hafa kært hann, og hafi henni ekki fundist það rétt af sér. Í ljósi alls ofanritaðs þykja miskabætur hæfilega ákveðnar 1.000.000 króna, með vöxtum eins og í dómsorði greinir. 18 Samkvæmt 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála verður ákærði dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar. Er þar um að ræða málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Jóns Egilssonar lögmanns, 1.159.400 krónur, þóknun réttargæslumanns brotaþola, Elvu Daggar Ásudóttur Krist insdóttur lögmanns, 657.200 krónur, og annan sakarkostnað að fjárhæð 157.120 krónur. Við ákvörðun þóknunar lögmanna hefur verið tekið tillit til greiðslu virðisaukaskatts. Ingimundur Einarsson héraðsdómari kvað upp dóminn. D ó m s o r ð: Ákærði, X, sæti fangelsi í tvö ár. Ákærði greiði A 1.000.000 króna, auk vaxta samkvæmt 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá 27. júlí 2017 til 22. desember 2018, en dráttarvaxta samkvæmt 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs ve rjanda síns, Jóns Egilssonar lögmanns, 1.159.400 krónur, þóknun réttargæslumanns brotaþola, Elvu Daggar Ásudóttur Kristinsdóttur lögmanns, 657.200 krónur, og 157.120 krónur í annan sakarkostnað.