LANDSRÉTTUR Dómur fimmtudaginn 29. september 2022. Mál nr. 764/2021 : Ákæruvaldið (Jón H. B. Snorrason saksóknari ) gegn Ól a Þór Harðars yni (Gunnar Egill Egilsson lögmaður) ( Erlendur Þór Gunnarsson , lögmaður einkaréttarkröfuhafa) Lykilorð Brot gegn valdstjórninni. Ómerkingu héraðsdóms hafnað. Kröfugerð. Sönnun. Sýkna að hluta. Skilorð. Miskabætur. Sakarkostnaður. Útdráttur Ó var sakfelldur fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa ekki farið að fyrirmælum lögreglumanna um að víkja frá er þeir voru að handtaka meðákærða í héraði. Með því tálmaði hann handhafa lögregluvalds við skyldustörf sín. Niðurstaða héraðsdóms um að sýkna Ó af ákæru fyrir brot gegn 1. mgr. 111. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 var staðfest þar sem hvorki yrði ský rlega ráðið af upptökum úr búkmyndavélum né af framburði lögreglumannanna að það hafi verið Ó sem losaði meðákærða í héraði úr haldi þeirra eða frelsaði hann. Refsing Ó var ákveðin fangelsi í sex mánuði, en fullnustu refsingarinnar frestað skilorðsbundið í tvö ár. Þá var Ó gert að greiða lögreglumönnunum miskabætur. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson , Jón Höskuldsson og Kristbjörg Stephensen . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 26. nóvember 2021 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Málsgögn bárust réttinum 14. febrúar 2022. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjaness 22. október 2021 í málinu nr. S - [...] /2021 . 2 Ákæruvaldið krefst þess að staðfest verði niðurstaða h éraðsdóms um sakfellingu ákærða en þess er einnig krafist að ákærði verði sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 111. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með því að frelsa handtekinn mann úr haldi lögreglu innandyra í anddyri íbúðarhúss að [...] og koma ho num undan. Þá er þess krafist að refsing ákærða verði þyngd. 2 3 Ákærði krefst þess aðallega að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur og að málinu verði heimvísað til löglegrar málsmeðferðar. Til vara krefst hann þess að hann verði sýknaður en að því frágengnu krefst hann vægustu refsingar sem lög leyfa. Þá krefst hann sýknu af kröfum samkvæmt XXVI. kafla laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 4 Brotaþoli, A , krefst þess aðallega að ákærða verði gert að greiða honum miskabætur að fjárhæð 1.500.000 krónur auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 24. maí 2020 til 19. júní 2021 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Til vara er krafist staðfestingar hins áfrýjaða dóms. 5 Brotaþoli, B , krefst þess aðallega að ákærða verði gert að greiða henni miskabætur að fjárhæð 1.500.000 krónur auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 24. maí 2020 til 19. júní 2021 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Til vara er krafist staðfestingar hins áfrýjaða dóms. 6 Við aðalmeðferð málsins í Landsrétti kom ákærði fyrir dóm til viðbótarskýrslugjafar, en áður var spiluð upptaka af framburði hans við aðalmeðferð málsins í héraði og upptökur úr búkmyndav él lögreglumanns númer B á eðlilegum hraða og í hægri útgáfu. Einnig komu brotaþolar fyrir dóm til viðbótarskýrslugjafar en á undan voru spilaðir hlutar af framburðum þeirra við aðalmeðferð málsins í héraði. Málsatvik 7 Með ákæru 8. apríl 2021 var ákærða ge fið að sök brot gegn almennum hegningarlögum, með því að hafa ekki farið að fyrirmælum lögreglu um að víkja frá er lögreglumenn voru að handtaka [...] , meðákærða í héraði, og fyrir að hafa tálmað og reyna að losa hann úr tökum lögreglumannanna, frelsað hann síðan úr haldi lögreglu innandyra í anddyri ofbeldi að lögreglumanni númer B í anddyri hússins og ýtt henni um koll þannig að hún kastaðist aftur fyrir sig og skall á hnakkann með nánar tilgreindum afleiðingum. Er brotið heimfært í ákæru til 1. og 2. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga, 1. mgr. 111. gr. sömu laga og 19., sbr. 44. gr. lögreglulaga nr. 90/1996. 8 Í hinum áfrýjaða dómi var ákærði sakfelldur fyrir að hafa ekki farið að fyrirmælum lögreglu um að víkja frá er fyrrgreindir lögreglumenn voru að handtaka meðákærða í héraði og tálmað þar með störf lögreglunnar. Var háttsemin heimfærð til 1. og 2. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga og 19., sbr. 44. gr. lögreglulaga. Ákærði var hins vegar sýknaður af annarri háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru. 9 Við skýrslutöku fyrir Landsrétti kvaðst ákærði hafa gert sér grein fyrir því að lögregla n væri að handtaka [...] , meðákærða í héraði. Ákærði kannaðist við sig af upptöku úr búkmyndavél lögreglu fyrir utan húsið og í anddyri þess . Sagði hann að í anddyrinu hafi lögreglumaður reynt að ná taki á meðákærða. Svo hafi lögreglumaðurinn allt í einu legið á bakinu en þ á hafi meðákærði losnað og staðið 3 upp. Ákærði hafi þá dregið meðákærða í burtu og farið með hann úr forstofunni og inn í herbergi. Ákærði kvaðst ekki vita af hverju lögregla hefði ekki fundið meðákærða þegar viðbótarlið lögreglu kom á svæðið nokkru síðar , enda hefði þá verið búið að leiða ákærða út í lögreglubíl. Ákærði taldi sig vera að hjálpa til við að róa aðstæður og sagðist hafa verið að vernda lögreglumennina fyrir meðákærða. Ákærði kannaðist ekki við að hafa tekið þátt í að yfirbuga lögreglumenn í st örfum sínum. 10 Vitnið, lögreglumaður númer A , kvaðst ekki geta sagt með fullri vissu hver hefði gert hvað en hann sagði ákærða hafa haft sig mest í frammi. Vitnið sagði að inni í anddyrinu væri líklegast að hann hefði verið dreginn af meðákærða og á sama tí ma hefði meðákærði verið togaður upp. Vitnið kvaðst ekki geta sagt til um hvernig meðákærði hefði horfið úr anddyrinu eða hverjir hefðu farið með honum. Vitnið sagðist hafa starfað í lögreglunni síðan 2013. Atvikið hefði haft áhrif á hann bæði í persónuleg u lífi og starfi. Lengi vel hefði hann byrjað að titra þegar minnst hefði verið á atvikið. Núna geti hann talað um atvikið án þess að titra, en það sé ekki þægilegt. Hann hafi leitað til sálfræðings í kjölfar atviksins. 11 Vitnið, lögreglumaður númer B , kvaðs t ekki muna hver hefði ýtt henni en afstaða ákærða á upptöku úr búkmyndavél og fatnaður hans bendi til þess að það hafi verið ákærði. Hún kvaðst ekki hafa séð hvernig það hefði atvikast að meðákærði hefði staðið upp en í framhaldi hafi hún ekki séð hann . V itnið kvaðst hafa starfað í lögreglunni síðan 2016 og hafi hún aldrei lent í svipuðu atviki. Hafi það haft þau áhrif á vitnið að hún sé varari um sig. Niðurstaða 12 Ómerkingarkrafa ákærða er á því reist að ákærði hafi ekki notið réttlátrar málsmeðferðar fyri r dómi, sbr. 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Hann hafi ekki hlotið málsmeðferð fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómi þar sem dómara málsins í héraði hafi borið að segja sig frá málinu v egna sakamálarannsóknar sem hann hafi sætt og sæti hugsanlega enn. Um síðastnefnt er til þess að líta að í málinu liggja engar upplýsingar fyrir um ætlaða sakamálarannsókn og hvort og þá hver málalok hún hafi fengið. Þá hefur áfrýjandi ekki gert á viðhlíta ndi hátt grein fyrir hvernig hin ætlaða sakamálarannsókn geti leitt til vanhæfis dómarans en af gögnum málsins verður ekki ráðið að slík rannsókn kynni að hafa nein tengsl við það mál sem hér er til meðferðar. Verður kröfunni þegar af þessum ástæðum hafna ð. 13 Við meðferð sakamála verða ekki dæmdar aðrar kröfur á hendur ákærða en ákæruvald gerir. Samkvæmt a - lið 2. mgr. 203. gr. laga nr. 88/2008 skal í greinargerð málsaðila koma fram hvers krafist sé fyrir Landsrétti. Samkvæmt b - lið sömu lagagreinar skal þar j afnframt koma fram hvort hann felli sig við lýsingu málsatvika í héraðsdómi og röksemdir fyrir niðurstöðu en ef svo er ekki skal getið á stuttan og gagnorðan hátt í hverjum atriðum hann sé ósammála og hvernig hann rökstyðji í meginatriðum kröfur um breytin gar á niðurstöðu héraðsdóms. Af síðastnefndri lagagrein leiðir að felli 4 ákæruvaldið sig ekki við niðurstöðu héraðsdóms að hluta til eða í heild ber því að krefjast endurskoðunar á henni og rökstyðja á hvaða forsendum það sé gert. Er ákæruvaldið bundið af k röfugerð sinni í greinargerð, sbr. til hliðsjónar dóma Hæstaréttar 30. október 2008 í máli nr. 226/2008, 30. nóvember 2006 í máli nr. 163/2006, 31. maí 2001 í máli nr. 150/2001 og dóm Landsréttar 4. desember 2020 í máli nr. 492/2019. 14 Máli þessu var áfrýjað 26. nóvember 2021 í samræmi við yfirlýsingu ákærða þar um. bro t gegn 1. mgr. 111. gr. almennra hegningarlaga með því að hafa frelsað meðákærða í héraði úr haldi lögreglu innandyra í anddyri hússins og koma honum undan. Við aðalmeðferð málsins hér fyrir dómi kom fram að ákæruvaldið krefðist jafnframt endurskoðunar á þ eirri niðurstöðu héraðsdóms að sýkna ákærða af þeirri háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru að hafa veist með ofbeldi að lögreglumanni númer B í anddyri hússins og ýtt henni um koll þannig að hún kastaðist aftur fyrir sig og skall á hnakkann með nána r tilgreindum afleiðingum. Að þessu er hins vegar ekkert vikið í greinargerð ákæruvaldsins til Landsréttar eins og bar að gera samkvæmt a - og b - lið 2. mgr. 203. gr. laga nr. 88/2008 vildi ákæruvaldið ekki una niðurstöðu héraðsdóms. Af því leiðir óhjákvæmil ega að þessi hluti hins áfrýjaða dóms kemur ekki til endurskoðunar fyrir Landsrétti. 15 Hér fyrir dómi kannaðist ákærði við sig á upptökunni fyrir utan húsið og í anddyri þess. Sagðist hann jafnframt hafa gert sér grein fyrir að lögreglumennirnir væru að hand taka [...] . Með trúverðugum framburði lögreglumanna númer A og B og upptöku úr búkmyndavél er sannað að ákærði hafi ekki farið að fyrirmælum þeirra um að víkja frá er þeir voru að handtaka [...] fyrir utan íbúðarhúsið . Með því tálmaði hann handhafa lögregl uvalds við skyldustörf sín. Af upptökunum má jafnframt skýrlega ráða að ákærði átti þátt í alvarlegri og ógnandi atburðarás fyrir utan inngang íbúðarhússins sem leiddi til þess að lögreglumennirnir féllu gegn vilja sínum inn um aðaldyr þess með þeim afleið ingum að meðákærði losnaði skömmu síðar úr haldi þeirra. 16 Með framangreindri háttsemi gerðist ákærði sekur um brot gegn valdstjórninni, sbr. 1. og 2 . mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga, sbr. og 19. og 44. gr. lögreglulaga. Niðurstaða héraðsdóms um að sýk na ákærða af ákæru fyrir brot gegn 1. mgr. 111. gr. almennra hegningarlaga er staðfest þar sem hvorki verður skýrlega ráðið af upptökum úr búkmyndavél né af framburði fyrrgreindra lögreglumanna að það hafi verið ákærði sem losaði meðákærða í héraði úr hald i þeirra í anddyri hússins eða frelsaði hann. 17 Með framangreindum athugasemdum verður niðurstaða hins áfrýjaða dóms um sakfellingu ákærða fyrir brot gegn valdstjórninni staðfest. Að teknu tilliti til alvarleika þeirrar atburðarásar sem að framan getur þyki r refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi 5 í sex mánuði en niðurstaða héraðsdóms um skilorðsbindingu refsingarinnar verður staðfest með vísan til forsendna. 18 Krafa brotaþola um miskabætur byggir meðal annars á því að ákærði hafi með ólögmætri meingerð valdið þeim miska sem ákærði beri ábyrgð á samkvæmt b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Báðir brotaþolar leituðu sér aðstoðar í kjölfar atviksins en í niðurstöðu fyrirliggjandi vottorða meðferðaraðila kemur fram að þau hafi orðið fyrir andlegu áfalli vegna atviksins 24. maí 2020. Í framburði lögreglumannanna kom fram að þau hefðu óttast um velferð sína eftir að þau féllu inn um aðaldyr húsnæðisins. Fær þessi lýsing stoð í upptöku úr búkmyndavél en af henni má meðal annars ráða að þar hafi margir staði ð yfir þeim og mikill æsingur gripið um sig sem endaði með því að lögreglumanni númer B var ýtt um koll og meðákærði í héraði losnaði úr haldi þeirra. Þá kom fram í skýrslu ákærða hér fyrir dómi að hann hafi óttast að meðákærði myndi ráðast á lögreglumenni na eftir að hann losnaði og hafi hann af þeim sökum farið með hann frá til að reyna róa hann. Samkvæmt framangreindu er fallist á þá niðurstöðu hins áfrýjaða dóms að brotaþolar hafi við þessar aðstæður haft ástæðu til að óttast um velferð sína. Verður samk væmt því lagt til grundvallar að ákærði hafi með þeirri háttsemi sem hann er sakfelldur fyrir átt hlut í því að valda brotaþolum miska, sbr. b - lið 1. mgr. 26. skaðabótalaga. Verður því sú niðurstaða héraðsdóms staðfest að ákærða verði gert að greiða þeim m iskabætur sem þykja þar hæfilega ákveðnar. 19 Ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað og málskostnað brotaþola er staðfest. 20 Við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti breytti ákæruvaldið kröfu sinni um sakarkostnað á þann veg að ákærða verði eingöngu gert að greiða áfrýjunarkostnað að hluta samkvæmt mati réttarins. Að teknu tilliti til þess verður á kærð a gert að greið a 4/5 af áfrýjunarkostnað i málsins, þar með tali ð sama hlutfall af málsvarnarlaun um verjanda hans sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. Áfrýjunarkostnaður greiðist að öðru leyti úr ríkissjóði. Þá verður ákærða gert að greiða brotaþolum málskostnað fyrir Landsrétti svo sem nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, Óli Þór Harðarson, sæti fangelsi í sex mánuði e n fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Hinn áfrýjaði dómur skal að öðru leyti vera óraskaður. Ákærði greiði 4/5 hlut a áfrýjunarkostnaðar málsins sem samtals er 1.035.780 krónur, þar með talið 4/5 hluta málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns, Gunnars Egils Egilssonar lögmanns, sem nemur í heild 892.800 krónum. Áfrýjunarkostnaður greiðist að öðru leyti úr ríkissjóði. Ákærð i greiði A og B hvoru um sig 150.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti. 6 Dómur Héraðsdóms Reykjaness 22. október 2021 I. Mál þetta, sem dómtekið var 11. október sl., að lokinni aðalmeðferð, er höfðað af héraðssaksóknara með ákæru útgefinni 8. apríl 2021 á hendur Y , kt. , , og Óla Þór Harðarsyni, kt. , . Málið er höfðað á hendur ákærðu fyrir eftirtalin brot gegn a lmennum hegningarlögum og lögreglulögum, aðfararnótt sunnudagsins 24. maí 2020: I. Gegn ákærða Y fyrir að hafa veist með ofbeldi að lögreglumanni nr. B og ýtt við henni, hótað lögreglumanni nr. A líkamsmeiðingum og ráðist með ofbeldi á hann er lögreglum ennirnir hugðust handtaka hann fyrir utan heimili hans að , fyrir að hafa ekki farið að fyrirmælum lögreglu um að láta af mótþróa við handtökuna, tekið lögreglumann nr. A hálstaki með því að grípa um og halda í peysukraga hans þannig að þrengdi að öndun arvegi hans, haldið honum föstum, reynt að bíta í hönd lögreglumanns nr. B er hún reyndi að losa tak Y , og með aðstoð annarra dregið eða ýtt báðum lögreglumönnunum inn í anddyri hússins gegn vilja þeirra, hótað þeim líkamsmeiðingum og lífláti, látið loka og læsa útidyrahurð hússins, allt með þeim afleiðingum að lögreglumaður nr. A hlaut mar á úlnlið og mar og yfirborðsáverka á háls. Telst þetta varða við 1. mgr. 106. gr. og 1. mgr. 226. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 19. gr. sbr. 41. gr. lögre glulaga nr. 90/1996. II. Gegn ákærða Y fyrir að hafa tálmað störf neyðarvarða og lögreglu með því að hafa, í kjölfar ofangreindra atvika, á tímabilinu frá klukkan 02:59 til 06:41, hringt að tilefnislausu 76 sinnum í síma Neyðarlínunnar 112 þar sem 24 símt alanna voru send áfram til Fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Telst þetta varða við 2. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. III. Gegn ákærða Óla Þór fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, með því að hafa ekki farið að fyrirmælum lög reglu um að víkja frá er lögreglumenn voru að handtaka Y , svo sem lýst er í ákærulið I, og fyrir að hafa tálmað störf lögreglumanna þegar þeir voru að handtaka Y með því að halda í hann og reyna að losa hann úr tökum lögreglumannanna, frelsað hann síðan úr haldi lögreglu innandyra í anddyri hússins og komið honum undan. Einnig fyrir að hafa veist með ofbeldi að lögreglumanni nr. B í anddyri hússins og ýtt henni um koll þannig að hún kastaðist aftur fyrir sig og skall á hnakkann með þeim afleiðingum að hún h laut mar á hnakka, mar á framhandlegg og eymsli yfir hnúa 2 á hægri hendi. 7 Telst þetta varða við 1. og 2. mgr. 106. gr. og 1. mgr. 111. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 19. gr. sbr. 41. gr. lögreglulaga nr. 90/1996. Þess er krafist að ákærðu verð i dæmdir til refsingar og til greiðslu sakarkostnaðar. Einkaréttarkröfur: Af hálfu Sigurðar Freys Sigurðssonar, lögmanns, fyrir hönd A , kt. , er þess krafist að ákærðu verði in solidum gert að greiða A miskabætur að fjárhæð kr. 1.500.000 - , með vöxtum skv. 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr.38/2001 frá 24. maí 2020 þar til 30 dagar eru liðnir frá birtingu kröfunnar, en síðan með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. 9. gr. sömu laga, frá þeim d egi til greiðsludags. Af hálfu Sigurðar Freys Sigurðssonar, lögmanns, fyrir hönd B , kt. , er þess krafist að ákærðu verði in solidum gert að greiða B miskabætur að fjárhæð kr. 1.500.000 - , með vöxtum skv. 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr.38/2001 frá 24. maí 2020 þar til 30 dagar eru liðnir frá birtingu kröfunnar, en síðan með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. 9. gr. sömu laga, frá þeim d egi til greiðsludags. Kröfur ákærðu: Verjandi ákærða Y gerir aðallega þá kröfu að ákærði verði sýknaður en til vara, komi til sakfellingar, er krafist vægustu refsingar sem lög frekast heimila, og verði dæmd fangelsisrefsing að þá verði hún skilorðsbundin . Verjandinn krefst þess aðallega að ákærði verði sýknaður af miskabótakröfum en til vara að þær verði lækkaðar verulega frá því sem krafist er. Loks krefst verjandinn þess að allur sakarkostnaður verði felldur á ríkissjóð þ.m.t. hæfileg málsvarnarlaun ver jandans skv. málskostnaðarreikningi. Verjandi ákærða Óla Þórs gerir aðallega þá kröfu að ákærði verði sýknaður en til vara, komi til sakfellingar, er krafist vægustu refsingar sem lög frekast heimila, og verði dæmd fangelsisrefsing að þá verði hún skilorð sbundin. Verjandinn krefst þess aðallega að ákærði verði sýknaður af miskabótakröfum en til vara að þær verði lækkaðar verulega frá því sem krafist er. Loks krefst verjandinn þess að allur sakarkostnaður verði felldur á ríkissjóð þ.m.t. hæfileg málsvarnarl aun verjandans skv. málskostnaðarreikningi. II. Málavextir: Samkvæmt frumskýrslu lögreglu var aðfararnótt sunnudagsins 24. maí 2020 kvartað undan hávaða frá , heimili ákærða Y . Tveir lögreglumenn A og B hafi farið á vettvang og þegar þeir hafi komið þangað hafi ákærði Y og C , eiginkona hans, verið fyrir framan húsið. Lögreglumennirnir hafi gert þeim grein fyrir erindinu og hafi C sagt að þau myndu lækka en ákærði Y hafi strax neitað því. Ákærði Y , sem hafi verið áberandi ölvaður, hafi strax byrjað með leiðindi, sagt að þau myndu ekki lækka tónlistina og vísað lögreglumönnunum burt af lóðinni. Lögreglumaður A hafi fengið upplýsingar hjá C en átt eftir að fá símanúmer hjá henni en þá hafi ákærði Y ýtt í lögreglumann B þannig að hún hafi þurft að stíga aftur fyrir sig. Þá hafi lögreglumennirnir kveikt á búkmyndavélum sínum og C hafi reynt að fá ákærða Y í burtu, dregið hann að útidyrahurð hússins og reynt að halda aftur af honum. En hann hafi komist aftur að lögreglumön nunum og hótað að rota lögreglumann A ef lögreglumennirnir færu ekki af lóðinni. Þá hafi 8 lögreglumaður A ákveðið að handtaka ákærða Y fyrir að hafa hótað lögreglumönnunum ofbeldi. Hafi ákærða Y verið kynnt að hann væri handtekinn og lögreglumaður A tekið í vinstri hönd ákærða. Ákærði Y hafi brugðist illa við, tekið á móti lögreglumanninum og þeir lent upp að húsveggnum nálægt útidyrahurðinni. Þar hafi ákærði Y skipað C setja hendur aftur fyrir b ak en hann ekki orðið við þeim skipunum. Lögreglumaður B hafi þá óskað eftir aðstoð en lögreglumaður A ákveðið að nota piparúða á ákærða Y en áður hafi hann fengið þrjár viðvaranir þar um. Eftir að ákærði Y hafi fengið piparúða í andlitið hafi hann orðið æ stari og reynt að losa sig frá lögreglumönnunum og hann hafi m.a. náð góðu taki á kraga flíspeysu lögreglumanns A og þrengt að öndunarvegi hans í skamma stund. Þá hafi ákærði Y einnig reynt að bíta í hendi lögreglumanns B þegar hún hafi reynt að losa takið sem hann hafi verið með á lögreglumanni A . Skömmu seinna hafi komið að þeim þrír menn þ. á m. ákærði Óli Þór og hafi hann haft sig mest í frammi. Mennirnir hafi hópast að lögreglumönnunum og ákærða Y og þrengt að þeim. Lögreglumaður A hafi ítrekað skipað mönnunum að hjálpa lögreglumönnunum að koma ákærða Y í tök en þeir hafi ekki gert það. Þá hafi þeim verið skipað að fara frá en þeir hafi ekki heldur orðið við því. Útidyrahurðin hafi síðan verið opnuð og lögreglumönnunum og ákærða Y verið ýtt inn í húsið og við það hafi ákærði Óli Þór haft sig mest í frammi. Þegar þau hafi verið komin inn í húsið hafi lögreglumennirnir og ákærði Y verið öll á hnjánum en lögreglumennirnir haft tak á höndum hans. Í átökunum hafi ákærða Y tekist að ná í piparúðabrúsa lögregl umanns A en honum hafi tekist að endurheimta brúsann og ná hönd ákærða Y aftur fyrir bak. Meðan á þessu hafi staðið hafi ákærði Y kallað að það ætti að læsa útidyrahurðinni og hótað að drepa lögreglumann B . Ákærði Óli Þór hafi staðið yfir þessu og skipað l ögreglumanni A að sleppa ákærða Y og lögreglumaðurinn hafi heyrt að útidyrahurðinni hafi verið skellt í lás en hann hafi ekki séð hver hafi gert það. Hann hafi gefið skýr fyrirmæli um að það þyrfti að halda hurðinni opinni en á þessum tímapunkti kvaðst lög reglumaðurinn hafa verið orðinn virkilega hræddur og óttast um líf sitt og heilsu. Lögreglumaður A hafi endað á bakinu í anddyrinu og nokkrir karlmenn staðið yfir honum. Lögreglumaður B hafi skipað þeim að fara frá lögreglumanni A og ýtt þeim í burtu. Lögr eglumaður A hafi þá náð að standa á fætur og sagt við lögreglumann B að þau þyrftu að draga sig út því þau hafi verið algerlega ofurliði borin. Lögreglumennirnir hafi farið út en haldið útihurðinni opinni meðan þeir hafi beðið eftir frekari aðstoð. Ákærði Y hafi þá farið inn í húsið. Í aðkomuskýrslu lögreglumanns B segir að skömmu eftir að útidyrahurðinni hafi verið læst hafi lögreglumanninum verið hrint og hún lent á gólfinu með hnakkann. Hún hafi ekki séð hver hafi hrint henni. Þegar aðstoð barst var ákærði Óli Þór handtekinn bak við húsið en ákærði Y fannst ekki þrátt fyrir leit lögreglu í næsta nágrenni. Ekki leið á löngu þar til ákærði Y fór að hringja í fjarskiptamiðstöð lögreglu og var m.a. með hótanir. Lögregla fór þá aftur að en ákærði Y neitaði að opna húsið og hótaði í tvígang að skjóta lögreglumann O ef hann færi ekki af lóð hússins. Um nóttina hringdi ákærði Y 74 símtöl í Neyðarlínuna og 24 þeirra voru áframsend til lögreglu. Hann var handtekinn á heimili sínu dagin n eftir og færður til yfirheyrslu. Lögreglumennirnir A og B fóru á slysadeild daginn eftir og fengu áverkavottorð. Í áverkavottorði fyrir lögreglumann A segir að hann hafi verið með vægan roða á kinnum beggja vegna og þar hafi honum sviðið. Þá var hann með yfirborðs - og húðblæðingar hægra og vinstra megin, sem hafi verið bogadregnar þunnar línur, nokkrir sentimetrar hvoru megin. Geti samrýmst því að vera eftir flík sem hert hafi verið upp að hálsinum. Einnig hafi verið línulegur roði fremst á hálsi og væg bólga og eymsli yfir úlnlið litlafingursmegin. 9 Í áverkavottorði lögreglumanns B segir að hún hafi verið aum á hnakka og marin þar. Einnig með lítið mar á framhandlegg hægri handar og aum yfir hnúa tvö. Það skal tekið fram að í greinargerð verjanda ákærða Y segir að lögregluskýrslur og fyrirliggjandi gögn gefi ekki rétta mynd af málavöxtum. Þá segir að atvikalýsing í ákæru sé röng og hún eigi sér ekki st oð í gögnum málsins. Í greinargerðinni kemur þó fram að ákærði Y hafi hótað að rota lögreglumann ef hann færi ekki af lóðinni og þá hafi ákærði ekki farið að fyrirmælum lögreglu um að láta af mótþróa við handtökuna. Einnig viðurkennir ákærði í greinargerð að hafa hringt fjölda símtala í neyðarlínu/lögreglu um nóttina. Ákærði Y lýsti því í skýrslutöku hjá lögreglu að það hafi ekki virst fullnægjandi fyrir lögregluna að eiginkona hans hafi sagt að samkvæmið á heimili þeirra yrði stöðvað. Ákærði hafi hins ve gar sagt við lögregluna að hann væri ekki að fara að stöðva samkvæmið heldur myndi fólkið fara inn í húsið og síðan hafi hann sagt lögreglunni að snáfa út af lóðinni hans. Þá hafi honum verið tilkynnt að hann væri handtekinn en hann þá veitt mótspyrnu og g estir í samkvæminu hafi þá komið. Ákærði hafi síðan fengið ákærði Óli Þór hafi verið handtekinn hafi ákærði Y komið aftur á heimili sitt og farið að h ringja í 112 og haft í frammi blótsyrði og hótanir. En það hafi verið heimska að gera það. Ákærði neitaði því að hafa reynt að bíta lögreglumann eða taka í hálskraga hans. Hann kvaðst ekki heldur hafa hótað lögreglumönnunum og hann mundi ekki eftir því að hafa sagt að það ætti að loka útidyrahurðinni. Ákærði hafi ekki ýtt lögreglumönnunum inn í húsið. Ákærði Óli Þór sagði í skýrslutöku hjá lögreglu að hann hafi verið inn í hjólhýsi bak við húsið að þegar C , eiginkona ákærða Y , hafi komið og sagt að lögreglan væri komin. Þegar ákærði Óli Þór hafi komið fram fyrir húsið hafi lögreglumaður verið með ákærða Y í tökum. Ákærði Óli Þór kvaðst hafa beðið menn að slaka á og beðið um að ákærða Y yrði sleppt. Ákærði Óli Þór kvaðst þá hafa ætlað inn í húsið en ú tidyrahurðin hafi þá verið læst og lögreglan hafi sagt að það ætti ekki að opna en hann hafi samt opnað Y hafi lent þar í gólfinu en hann síðan losnað og ákærði Óli Þór þá farið með ák ærða Y inn í stofu. Ákærði Óli Þór kvaðst ekki hafa reynt að losa ákærða Y úr tökum lögreglunnar en beðið þá að slaka á. Ákærði Óli Þór kvaðst ekki hafa ýtt öðrum lögreglumanninum þannig að hún hafi fallið í gólfið í anddyri hússins. Hann hafi síðan verið kominn aftur út á pall bak við húsið þar sem hann hafi verið handtekinn og fluttur á lögreglustöð. III. Framburður ákærðu og vitna fyrir dómi: Ákærði, Y , sagði að það hafi verið afmæli á heimili hans í umrætt sinn og honum hafi verið sagt að lögr eglan væri komin. Það hafi reynst vera tveir lögreglumenn sem hafi tilkynnt að það hafi verið kvartað undan hávaða frá heimili ákærða. Eiginkona hans hafi verið búin að láta lækka og gestir að fara inn í húsið. Hún hafi síðan verið að gefa lögreglunni uppl ýsingar og í raun verið búin að því en lögreglumaður A hafi horft mikið á ákærða og honum hafi fundist lögreglumaðurinn vera ógnandi. Ákærði hafi ítrekað að búið væri að lækka og verið að reka lögreglumanninn af lóðinni en hann hafi ekki farið. Ákærði kvaðst hafa verið dónalegur og sagt lögreglumanninum að hy pja sig en þá hafi hann tilkynnt ákærða að hann væri handtekinn. Honum hafi fundist að það væri verið að brjóta á honum og hann hafi verið reiður og skelkaður. 10 Ákærði kvaðst ekki hafa ýtt í lögreglumanninn né ráðist á hann. Ákærði hafi hins vegar ekki vilj að láta handtaka sig og ekki sett hendur fyrir aftan bak þegar honum hafi verið skipað að gera það. Hann hafi hins vegar ekki sýnt frekari mótþróa fyrr en eftir að lögreglumaður hafi notað piparúða gegn ákærða en þá hafi hann orðið hræddur og komist í geðs hræringu. Ákærði kvaðst ekki vita hver hafi gripið í annan lögreglumanninn og ákærði hafi ekki reynt að bíta lögreglumann. Útidyrahurðin hafi síðan opnast og þau hrunið inn en það hafi ekki verið skipulagt af ákærða og hann hafi ekki hrint neinum inn. Hann kvaðst ekki heldur hafa látið loka og læsa útidyrahurðinni þegar þau hafi verið komin inn enda hafi hann ekki viljað fá lögregluna inn í húsið. Ákærði kvaðst ekki hafa hindrað lögreglumennina í því að fara út úr húsinu og útidyrahurðinni hafi ekki verið l æst. Ákærði kvaðst síðan hafa losnað úr þvögunni í anddyrinu, staðið upp og hlaupið inn á baðherbergi. Ákærði sagði að hafi hann hótað lögreglumönnunum hafi ekki verið meining í því. Þá hafi ákærði ekki haft ásetning til að frelsissvipta lögreglumennina. E ftir að ákærði hafi fengið piparúðann á sig hafi hann aðeins viljað komast inn í húsið til að þrífa sig. Ákærði viðurkenndi að hafa hringt oft í Neyðarlínuna um nóttina eftir að atvik urðu en hann myndi ekki nákvæmlega eftir því öllu. Hann gat ekki sagt til um hvað honum hafi gengið til með því nema hann hafi verið að leita eftir upplýsingum um [...] ákærða Óla Þór. Ákærði Y sagði að hringingarnar hafi verið til skammar (sjá II. ákærulið). Ákærði sagði að eftir atvikið hafi hann verið í mikilli geðshrærin gu og leiður yfir því. Þetta hafi verið ömurleg upplifun og hann iðrist þess sem hann sagði og finnist það leiðinlegt. Ákærði, Óli Þór Harðason, kvaðst hafa verið í hjólhýsi bak við húsið en þegar hann hafi komið fram fyrir húsið hafi hann komið inn í stj órnlausar aðstæður sem hafi endað inn á gangi hússins. Ákærði kvaðst aðallega hafa verið í því að stilla til friðar en hann kvaðst ekki hafa snert lögreglumann en hann hafi sagt ákærða að hjálpa sér við að setja ákærða Y í handjárn en ákærði Óli Þór kvaðs t ekki hafa verið að fara að ráðast á [...] . Hann sagði að lögreglumaður og ákærði Y hafi dottið inn í anddyri hússins og lögreglumaðurinn hafi haldið ákærða Y þar sem þeir hafi legið á gólfinu. Ákærði Óli Þór kvaðst ekki hafa verið tilbúinn til að gera al lt sem lögreglan hafi sagt við hann en hann hafi beðið lögreglumanninn að róa sig þegar hann og ákærði Y hafi legið í anddyrinu. Ákærði Óli Þór kvaðst muna eftir að ákærði Y hafi beðið um að útidyrahurðinni yrði læst en hann hafi síðan allt í einu staðið u pp og ákærði Óli Þór þá fylgt ákærða Y inn í herbergi. Ákærði Óli Þór kvaðst hafa óttast um öryggi [...] ákærða Y en ákærði Óli Þór kvaðst ekki minnast þess að lögreglumennirnir hafi beðið hann að víkja frá. Ákærði Óli Þór neitaði því að hafa ýtt við öðrum lögreglumanninum þannig að hún hafi dottið aftur fyrir sig og skollið á hnakkann. Ákærði Óli Þór kvaðst ekki hafa losað ákærða Y úr höndum lögreglunnar. Ákærði Óli Þór kvaðst hafa verið kominn aftur á bak við húsið þegar hann hafi verið handtekinn. Vitnið, lögreglumaður A , sagði að hann og lögreglumaður B hafi farið að sinna hávaðaútkalli á heimili ákærða Y . Þegar þau hafi komið á vettvang hafi karlmaður, ákærði í máli þessu, og eiginkona hans verið fyrir framan húsið og þau hafi verið beðin um að lækka. Konan hafi sagt að þau myndu gera það en ákærði Y hafi neitað því og skipað lögreglumönnunum að fara af lóðinni. Ef þeir gerðu það ekki myndi ákærði rota vitnið. Vitnið hafi síðan verið að taka niður upplýsingar hjá konunni þegar hann hafi séð ák ærða Y ýta við lögreglumanni B og vitnið hafi þá gengið að ákærða Y en konan hafi þá gengið á milli þeirra og beðið ákærða að ræða við sig. Ákærði hafi verið æstur og hótað vitninu sem hafi þá tilkynnt honum að hann væri handtekinn. Ákærði hafi veitt mótsp yrnu og hann og vitnið hafi lent upp að húsveggnum og lögreglumaður B hafi þá kallað eftir aðstoð. Vitnið hafi skipað ákærða að setja hendur fyrir aftan bak en hann hafi ekki hlýtt því. Vitnið hafi þá ákveðið að beita piparúða gegn ákærða Y og þá hafi færs t aukin harka í átökin. Vitnið og ákærði Y hafi verið að hnoðast og ákærði þá m.a. tekið í hálskraga vitnisins og þrengt að öndunarvegi þess. Þegar lögreglumaður B hafi verið að reyna að losa takið sem ákærði Y var með á lögreglumanni A hafi hann heyrt lög reglumann B segja við ákærða Y að hann skyldi ekki bíta sig. Síðan hafi nokkrir menn komið að þeim og vitnið hafi þá beðið þá um að aðstoða sig en þeir ekki gert það og þá hafi þeir verið beðnir um að víkja frá en þeir hafi ekki heldur gert það. Ákærði Y h afi ítrekað sagt 11 inn með lögguna og viljað ná lögreglumönnunum inn í húsið. Síðan hafi einhver opnað útidyrahurðina og vitnið og ákærði Y hafi fallið inn í anddyri hússins og vitnið lent þar á bakinu. Þar hafi ákærði Y náð piparúðabrúsanum af vitninu en vitnið náð honum aftur. Ákærði Y hafi síðan skipað fyrir um að útidyrahurðinni yrði læst en vitnið hafi mótmælt því en vitnið hafi síðan heyrt að einhver hafi læst hurðinni en vitnið vissi ekki hver hafi gert það. Vitnið hafi þá gefið skipun um að opna hurðina þar sem það var orðið hrætt um sig. Ákærði Y hafi síðan losnað og farið inn í húsið en vitnið vissi ekki hvers vegna hann losnaði. Vitnið sagði að ákærði Óli Þór hafi komið alveg að vitninu og ákærða Y þegar þeir vo ru í átökum. Ákærði Óli Þór hafi ekki reynt að stía þeim í sundur en hann hafi haldið í ákærða Y . Vitnið kvaðst ekki hafa séð hver ýtti lögreglumanni B í anddyrinu með þeim afleiðingum að hún féll aftur fyrir sig. Vitnið hafi síðan komist út úr húsinu og þ á hafi borist aðstoð og vitnið hafi ásamt fleiri lögreglumönnum farið bak við húsið og þar hafi ákærði Óli Þór verið og hann hafi verið handtekinn þar sem hann hefði haft sig mest í frammi þegar vitnið var í átökum við ákærða Y . Gerð hafi verið leit að hon um en án árangurs. Vitnið kvaðst hafa verið lengi að ná sér niður eftir atvikið og þegar hann hafi rætt um það hafi hann farið að titra. Vitnið kvaðst hafa leitað til sálfræðings í kjölfar atviksins. Vitnið, lögreglumaður B , kvaðst hafa farið ásamt lögre glumanni A í hávaðaútkall að heimili ákærða Y . Þegar þau hafi komið á vettvang hafi húsráðendur verið fyrir framan húsið og hafi þau verið beðin um að lækka en ákærði Y hafi ítrekað mótmælt því. Lögreglumaður A hafi verið að taka niður upplýsingar en ákærð i Y hafi ekki viljað gefa upplýsingar og skipað lögreglumönnunum að koma sér burt af lóðinni. Hann hafi síðan gengið að vitninu, sett hendur fram og ýtt á vitnið þannig að það hafi þurft að stíga aftur á bak líklega tvö skref. Eiginkona ákærða Y hafi reynt að róa hann en hann hafi mótmælt henni. Hann hafi síðan farið upp að lögreglumanni A og hótað því að rota hann en A hafi þá sagt við ákærða að hann væri handtekinn og tekið í hendur hans. Ákærði og lögreglumaður A hafi lent upp að húsveggnum en ákærði ekk i gefið sig. Lögreglumaður A hafi gefið ákærða skýr fyrirmæli um að fara að skipunum sínum annars yrði beitt piparúða gegn ákærða. Hann hafi ekki farið að skipunum og þá hafi lögreglumaður A beitt piparúða gegn ákærða. Í átökunum hafi ákærði reynt að bíta vitnið þegar vitnið hafi verið að reyna að losa tak ákærða á hálskraga lögreglumanns A . Lögreglumennirnir hafi verið með ákærða í tökum og verið að bíða eftir frekari aðstoð þegar nokkrir menn hafi komið að þeim. Lögreglumaður A hafi gefið mönnunum skipun um að aðstoða lögregluna en þeir hafi ekki gert það og þá hafi lögreglumaðurinn gefið þeim skipun um að víkja frá en þeir hafi heldur ekki gert það. Ákærði Y hafi þá gefið skipun um að opna útidyrahurð hússins og það hafi verið gert. Vitnið sagði að lögreg lumennirnir hafi ekki viljað inn í húsið en það hafi verið ýtt á eftir þeim inn í húsið en vitnið vissi ekki hverjir hafi gert það. Þegar inn hafi verið komið hafi ákærði Y öskrað að það ætti að læsa hurðinni og vitnið kvaðst hafa heyrt að hurðinni hafi ve rið læst en það vissi ekki hver hefði gert það. Í átökunum hafi lögreglumaður A m.a. misst piparúðabrúsann og ákærði Y hafi þá reynt að taka hann. Vitnið sagði að einhver hafi hrint því og það lent með hnakkann í gólfinu. Vitnið hafi síðan staðið upp og hu gsað að það yrði að opna hurðina og það hafi tekist en hún hafi þá verið læst. Þá hafi lögreglumaður A legið í gólfinu og nokkrir ofan á honum. Vitnið hafi skipað mönnunum að fara af lögreglumanninum og hann þá getað staðið upp og þau komist út úr húsinu. Vitnið sagði að ákærði Óli Þór hafi ekki aðstoðað lögregluna þrátt fyrir skipun um það og ekki heldur vikið frá. Vitnið kvaðst hafa verið hrætt og óöruggt þegar komið var inn í húsið. Eftir atvikið kvaðst vitnið hafa verið með höfuðverk, sem hafi leitt nið ur í háls, í um viku. Þá hafi vitnið hugsað mikið um þetta og það sé vart um sig þegar það fari í svipuð útköll. Ef vitnið ræði um þetta titri það og vitnið hafi farið í nokkra sálfræðitíma í kjölfar atviksins. Vitnið, C eiginkona ákærða Y , sagði að dótt ir þeirra hafi kallað á þau og sagt að lögreglan væri komin. Lögreglan hafi sagt að hún væri komin vegna kvörtunar yfir hávaða en þá hafi verið búið að lækka. Vitnið sagðist hafa verið búið að gefa lögreglunni nafn sitt og kennitölu en hún hafi einnig vilj að fá nafn og kennitölu ákærða Y . Vitnið hafi sagt lögreglunni að það væri húsráðandi og nafn þess og kennitala myndi duga. Vitnið hafi síðan beðið lögreglumennina að koma til hliðar til að ræða við vitnið og spurt lögregluna hvort það vantaði aðrar upplýs ingar. Lögreglumaður A hafi þá spurt ákærða Y hvort hann ætlaði að svara 12 eða vera með leiðindi. Vitnið kvaðst hafa reynt að róa ákærða en hann hafi sagt lögreglumanni A að drulla sér af lóðinni annars myndi ákærði rota lögreglumanninn. Það hafi verið eins og lögreglumaðurinn hafi verið að bíða eftir einhverju og hafi þá sagt við ákærða að hann væri handtekinn. Lögreglumaðurinn hafi hlaupið að ákærða, tekið upp piparúða og sprautað á ákærða. Vitnið kvaðst þá hafa farið bak við húsið og þar inn í húsið. Þegar vitnið hafi komið fram hafi það heyrt einhvern segja að það ætti að opna hurðina og þá hafi ákærði Y og lögreglumaður A dottið inn og lent á gólfinu í anddyri hússins. Vitnið kvaðst ekki hafa séð ákærða Óla Þór ýta lögreglumanni B en hún hafi síðan séð á kærða Y rísa á fætur og hann hafi ekki ráðist að lögreglunni. Vitnið, D dóttir ákærða Y , kvaðst hafa verið í afmæli móður sinnar og séð hvar lögreglan kom. Vitnið hafi látið foreldra sína vita, farið áleiðis út og staðið í dyragættinni. Foreldrar vitnisins hafi rætt við lögreglumennina sem hafi skrifað eitthvað niður. Lögreglumaður A hafi ve rið að ræða við ákærða Y en allt í einu hafi byrjað átök milli þeirra og þeir lent upp að húsvegnum. Síðan hafi lögreglan sprautað piparúða á ákærða Y . Móðir vitnisins hafi síðan tekið það frá og það ekki séð meira af því sem gerðist. Vitnið kvaðst ekki ha fa séð að lögreglumanni B hafi verið hrint úti og það sá ekki ákærða Y ráðast að lögreglumanni A . Vitnið kvaðst hafa heyrt að móðir þess hafi sagt lögreglumönnunum að ræða við sig en vitnið hafi ekki heyrt hvað ákærði Y hafi sagt. Vitnið, E , kvaðst hafa verið í afmæli á heimili ákærða Y og verið úti að dansa þegar vitninu hafi verið sagt að lögreglan væri komin. Vitnið hafi farið fram í anddyri hússins og þá hafi verið hrúga af fólki þar á gólfinu. Vitnið kvaðst hafa reist lögreglumann upp og farið með ha nn út í hurð sem hafi verið ólæst. Líklega hafi ákærði Óli Þór tekið ákærða Y og farið með hann á brott. Vitnið, F , kvaðst hafa komið að átökum í anddyri hússins en það hafi ekki séð að lögreglumanni B hafi verið ýtt. Vitnið kvaðst halda að ákærði Y haf i legið í gólfinu og lögreglumaður A hafi verið ofan á honum. Vitnið kvaðst ekki hafa séð að útidyrahurðinni hafi verið læst en vitnið hafi komið inn um hurðina. Vitnið kvaðst ekki hafa séð ákærða Óla Þór toga í lögreglumann eða reyna að frelsa ákærða Y úr höndum lögreglunnar. Vitnið, P , kvaðst hafa komið inn í forstofu og þar hafi verið ringulreið og erfitt að sjá hvað gekk á en einhver hafi legið á gólfinu. Vitnið kvaðst ekki hafa séð lögreglumanni B ýtt og það hafi ekki heldur séð hvernig ákærði Y hafi losnað frá lögreglunni. Vitnið, G , kvaðst hafa verið í afmælinu og orðið var við átök í anddyri hússins en lögreglan hafi verið að reyna að ryðjast inn í húsið. Vitnið gat ekki lýst atvikum nánar. Vitnið, H varðstjóri hjá Neyðarlínunni, sagði að þega r svona mörg símtöl berist þangað eins og frá ákærða Y umrædda nótt tefji það fyrir afgreiðslu. Um helgar séu þrír neyðarverðir á vakt og svona mikið álag þýði að þeir séu allir uppteknir við að svara símtölum. Þá geti margir lent á bið og þá jafnvel fólk í neyð eða sem er að tilkynna um slys. Á venjulegri helgi berist um 150 - 200 símtöl að nóttu til. Símtöl sem berist til Neyðarlínunnar en eigi ekki þar heima sé vísað frá. Vitnið, I hjá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, sagði að venjulega berist um 200 símtöl á sólarhring til Neyðarlínunnar. Það þurfi að svara öllum símtölum og það taki tíma en skipulagið geri ekki ráð fyrir þeim fjölda símtala úr sama númeri eins og frá ákærða Y umrædda nótt. Mikilvæg símtöl geti þurft að bíða við svona aðstæður. Ne yðarlínan sé ekki til þess að svara fyrir þjónustu eða gefa upplýsingar um einstök mál lögreglu. Læknarnir J , K og L staðfestu vottorð sín vegna áverka lögreglumannanna. 13 Lögreglumennirnir leituðu báðir til sálfræðings eftir atvikið. Í vottorði sálfræði ngsins M segir að lögreglumaður B hafi sótt sex viðtöl hjá sálfræðingnum frá mars til september 2021 vegna atviksins. Sálræn einkenni lögreglumannsins hafi samsvarað einkennum sem þekkt séu hjá fólki sem orðið hafi fyrir áfalli þar sem lífi þess og limum h afi verið ógnað. Hún finni fyrir auknum kvíða í aðstæðum sem minni á umrætt kvöld og þá eigi hún í erfiðleikum með einbeitingu og erfiðara með svefn en áður. Áleitnar endurminningar varðandi umrætt kvöld trufli hana og hún finni fyrir sálrænum og líkamlegu m óþægindum þegar það gerist. Um 10 mánuðum eftir atvikið hafi hún enn glímt við sálræn einkenni sem hún hafi fyrst fundið fyrir eftir umræddan atburð. Sálfræðingurinn staðfesti vottorð sitt fyrir dómi. N , sem veitir áfallahjálp og sálræna meðferð, segir í vottorði sínu að lögreglumaður A hafi verið í sex viðtölum í júní til september 2021. Allt viðmót hans hafi bent til þess að hann hafi upplifað mikla ógn, ofsaótta og talið líf sitt og limi í hættu. Upplifun og viðbrögð hans hafi endurspeglað þau viðmið sem lögð séu til grundvallar fyrsta viðmiðs í greiningu áfallastreituröskunar samkvæmt alþjóðlegum greiningarkerfum og hann uppfylli öll greiningarskilyrði áfallastreituröskunar. Einkenni lögreglumannsins hafi truflað hans daglega líf og starf og það sé l jóst að atburðurinn hafi haft víðtæk og djúpstæð áhrif á hann. Meðferðarfulltrúinn staðfesti vottorð sitt fyrir dómi. IV. Sjónarmið ákærða Y : Verjandi ákærða Y skilaði greinargerð. Í greinargerðinni kemur fram að ákærði viðurkenni að hafa hótað að rota annan lögreglumanninn ef hann færi ekki af lóðinni og að hafa ekki farið að fyrirmælum lögreglu um að láta af mótþróa við handtökuna. Þá viðurkennir ákærði að haf a hringt fjölda símtala í neyðarlínu/lögreglu um nóttina. Ákærði neitar að öðru leyti sök. Verjandinn fullyrðir að lögregla hafi brotið gegn grundvallarréttindum ákærða þ.e. friðhelgi persónu, einkalífs og heimilis með valdníðslu. Lögregla hafi farið off ari í málinu og það hafi orðið til atburðarás sem hvorki hafi verið eðlileg né réttlætanleg. Í raun hafi verið um einkamál að ræða þ.e. grenndarrétt. Ógnandi framkoma lögreglu og óréttmætar kröfur/skipanir til ákærða/húsráðenda hafi hrint af stað umræddri atburðarás. Ákærði og eiginkona hans hafi staðfest við lögreglu að þau myndu fylgja þeim fyrirmælum að lækka í tónlistinni og segja gestum að fara inn í húsið. Þar með hafi málið í raun verið leyst og lögreglan hafi því ekki haft ástæðu til að hafa frekari afskipti af ákærða. En í framhaldinu hafi lögregla brotið friðhelgi heimilisins og ekki hafi verið ástæða til að handtaka ákærða Y þó svo að hann hafi verið dónalegur í garð lögreglunnar en það geti ekki réttlætt handtöku. Verjandinn hafnar því að ákærð i hafi frelsissvipt lögreglumennina í skilningi 1. mgr. 226. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og þá segir verjandinn að það sé ósannað að hringingar ákærða hafi tálmað störf neyðarvarða og lögreglu. V. Við aðalmeðferð málsins leiðrétti sækjandi málsins tilvísun til refsiákvæðis lögreglulaga nr. 90/1996 í I. og III. tölulið ákæru. Þar er vísað til 41. gr. laganna en á að vera 44. gr. Vörn ákærðu varð ekki áfátt vegna þessa og þessi misritun hefur því ekki áhrif þegar komist verður að niðurstöðu í málinu, sbr. 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Niðurstaða: Ákæruliður 1: (þar sem ákærði er nefndur í þessum kafla er átt við ákærða Y ). 14 Ákærði Y hefur að hluta til játað sök. Hann hafi verið dónalegur við lögreglumennina, sagt þ eim að hypja sig af lóðinni hans og haft í frammi hótanir. En hann hafi ekki viljað láta handtaka sig og ekki orðið við því að setja hendur aftur fyrir bak þegar lögreglan hafi skipað honum það en ekki sýnt frekari mótþróa fyrr en piparúða hafi verið sprau tað á hann. Báðir lögreglumennirnir hafa lýst því að áður en til þess kom hafi ákærði ýtt við öðrum lögreglumanninum þannig að hún hafi þurft að stíga aftur á bak. Af upptökum úr búkmyndavélum lögreglumanna sést hvar ákærði Y skipar eiginkonu sinni að s ækja síma væntanlega til að taka upp samskipti hans við lögreglumennina. Síðan skipar ákærði Y lögreglumönnunum að fara út af lóðinni sinni og segir síðan við annan þeirra að þeir skuli fara áður en ákærði roti hann og segir að lögreglumaðurinnn sé ,,fokki ákærða að hann sé handtekinn og skipar honum að setja hendur fyrir aftan bak en ákærði hlýðir því ekki. Ákærða er þá sagt að það verði notaður piparúði gegn honum en ákærði lætur þrátt fyrir það ekki af mótþróanum og piparúða er sprautað á ákærða. Þá heyrist hann spyrja af hverju hann eigi að sleppa og þá er hann greinilega með tak á lögreglumanni A og lögreglumaður B heyrist segja ekki bíta. Þegar fleiri eru komnir á vettvang heyrist ákærði skipa fyrir um að útihurð hússins verði opnuð en lögreglumaður B segir að það eigi ekki að opna en það er samt gert. Ákærði segir þá ítrekað inn með lögguna og það endar með því að lögreglumönnunum er ýtt inn í anddyri hússins og þangað fylgja þeim nokkrir menn. Þegar inn er komið gefur ákærði skipun um að læsa hurðinni en lögreglumaður A segir að hurðin eigi að vera opin. Báðir lögreglumennirnir fullyrða að hurðinni hafa verið læst en gátu ekki sagt hver hafi gert það. Lögreglumennirnir hafa skýrt mjög á sama veg frá atvikum og framburður þeirra fær stoð í upptökum úr búkmyndavélum þeirra, sbr. ofanritað. Með vísan til þess og játningar ákærða að hluta til þykir ekki varhugavert að telja sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í I. ákærulið en þó telst ekki sannað að ákærði hafi tekið lögreglumann A hálstaki. Í átökum við ákærða hlaut lögreglumaður A þá áverka sem lýst er í ákæru en þeir voru min niháttar. Ákærði hefur þar með gerst brotlegur við 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 19. gr. lögreglulaga nr. 90/1996. En í ákæru er háttsemi ákærða einnig talin varða við 1. mgr. 226. gr. laganna. Það liggur fyrir að lögreglumennirn ir voru í stutta stund inn í anddyri hússins að eftir að þeim hafði verið ýtt þar inn af ákærða og fleirum. Ekki verður séð að þeim hafi verið haldið þar nauðugum fyrir tilstilli ákærða og því sviptir frelsi sínu í skilningi 1. mgr. 226. gr. hegningarl aganna. Af þeirri ástæðu verður ákærði Y sýknaður af broti gegn tilvitnaðri lagagrein. Ákæruliður II: (þar sem ákærði er nefndur í þessum kafla er átt við ákærða Y ). Ákærði hefur viðurkennt að hafa hringt oft í Neyðarlínuna nóttina, sem atvik urðu, en hann kvaðst ekki muna nákvæmlega eftir því öllu. Hluti símtalanna var áframsendur til lögreglu. Þessar hringingar voru algerlega að tilefnislausu þar sem ákærði átti ekke rt erindi við Neyðarlínuna og það er augljóst að þessar ástæðulausu hringingar urðu til þess að tefja fyrir störfum neyðarvarða og lögreglu og þar með tálmaði ákærði störf nefndra aðila. Með þessari háttsemi gerðist ákærði brotlegur við 2. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákæruliður III: (þar sem ákærði er nefndur í þessum kafla er átt við ákærða Óla Þór). Ákærði Óli Þór neitar sök og segir að hann hafi aðallega reynt að stilla til friðar. Báðir lögreglumennirnir hafa lýst því að ákærði hafi ekki farið að fyrirmælum þeirra um að víkja frá þegar legið hafi fyrir að hann hafi ekki ætlað að aðstoða lögregluna við að færa ákærða Y í handjárn. Þá má sjá af upptökum úr búkmyndavél að ákærði var í þeim hópi sem varð til þess að lögreglumennirn ir lentu inn í anddyri hússins. 15 Einnig má sjá að þar stóð ákærði yfir lögreglumönnunum og ákærða Y þar sem þau lágu á gólfinu í anddyrinu og því ljóst að hann fór ekki að fyrirmælum lögreglu um að víkja frá og tálmaði þar með í raun störf lögreglunnar. Lög reglumennirnir gátu ekki fullyrt hvers vegna ákærði Y losnaði frá þeim í anddyri hússins og komst undan. Það verður ekki heldur ráðið af upptöku úr búkmyndavélum Því verður ekki fullyrt, eins og lýst er í ákæru, að ákærði hafi reynt að losa ákærða Y úr tök um lögreglumannanna né frelsað hann úr haldi lögreglu í anddyri hússins og komið honum undan. Þá gátu lögreglumennirnir ekki fullyrt að það hafi verið ákærði sem hafi ýtt við lögreglumanni B með þeim afleiðingum að hún féll aftur fyrir sig og lenti með hna kkann í gólfinu með þeim afleiðingum sem lýst er í ákæru. Það er því einnig ósannað. Samkvæmt ofanrituðu hefur ákærði gerst brotlegur með því að fara ekki að fyrirmælum lögreglu í umrætt sinn og tálmað þar með störf hennar. Brot ákærða varðar við 1. og 2 . mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 19. gr. lögreglulaga nr. 90/1996. En þar sem ekki þykir sannað að ákærði hafi frelsað ákærða Y úr höndum lögreglu varðar brot hans ekki jafnframt við 1. mgr. 111. gr. hegningarlaganna eins og talið er í ákæru og er hann því sýknaður af broti gegn tilvitnaðri lagagrein. Refsingar: Ákærðu báðir hafa unnið sér til refsingar samkvæmt 1. og 2. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 44. gr. lögreglulaga nr. 90/1996. Samkvæmt sakavottorði ákær ða Y hefur hann ekki áður sætt refsingu. Hann var mjög dónalegur í garð lögreglu í umrætt sinn og veitti harkalega mótspyrnu þegar það átti að handtaka hann og hvatti í raun aðra einnig til þess að fara ekki að fyrirmælum lögreglu sem er alvarlegt brot. Ák ærði öskraði ítrekað að útidyrahurð hússins skyldi opnuð, lögreglumennirnir skyldu fara inn í húsið og þegar þangað kom vildi hann láta læsa útidyrahurðinni. Þetta allt hefur hann væntanlega viljað gera til þess að koma í veg fyrir að hann yrði handtekinn. Þá hringdi hann fjölmörg símtöl í Neyðarlínuna algjörlega að ástæðulausu. Framkoma Y var því mjög ámælisverð og verður honum gerð refsing í samræmi við það. Refsing hans verður ákveðin með hliðsjón af 1., 5. og 6. tölulið 1. mgr. 70. gr. og 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en tekið verður tillit til þess að hann hefur að hluta t il játað sök. Með vísan til alls þessa þykir refsing ákærða Y hæfilega ákveðin fangelsi í sex mánuði en þar sem hann hefur ekki áður sætt refsingu þykir mega ákveða að fresta skuli fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birt ingu dóms þessa að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Samkvæmt sakavottorði ákærða Óla Þórs hefur hann ekki sætt refsingu. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu og tálmað störf hennar sem er alvarlegt brot. Refsing ákærða Óla Þórs verður ákveðin með vísan til 1. og 5. töluliðar 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með vísan til þessa þykir refsing ákærða Y hæfilega ákveðin fangelsi í þrjá mánuði en þar sem hann hefur ekki áðu r sætt refsingu þykir mega ákveða að fresta skuli fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Einkaréttarkröfur: Ákærðu báðir hafa verið sakfelldur fyrir brot gegn valdstjórninni og lögreglulögum. Með þeirri háttsemi, sem báðir ákærðu hafa verið sakfelldir fyrir, brutu þeir gegn þeim lögreglumönnum sem ætluðu að handtaka ákærða Y í umrætt sinn. Á tímabili voru lögreglumennirnir ofurliði bo rnir og höfðu ástæðu til að óttast um velferð sína. Háttsemi ákærðu var því til þess fallin að hafa áhrif á andlega heilsu lögreglumannanna til hins verra og staðfesta vottorð sérfræðinga sem þeir leituðu til eftir atvikið það, sbr. framanritað. Af hálfu á kærðu var um ólögmæta meingerð að ræða gagnvart lögreglumönnunum. 16 Samkvæmt því eiga þeir rétt á miskabótum úr hendi ákærðu, sbr. b. - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Lögreglumennirir, A og B , gera hvor um sig kröfu til þess að ákærðu ver ði gert að greiða þeim miskabætur að höfuðstól 1.500.000 krónur auk vaxta og málskostnaðar, sbr. einkaréttarkröfur. Með hliðsjón af atvikum öllum þykir hæfilegt að ákærði Y greiði miskabætur til hvors lögreglumannanna um sig að fjárhæð 350.000 kr. en ákærð i Óli Þór Harðarson greiði með ákærða Y in solidum 150.000 kr. til hvors lögreglumannanna. Ekki verður séð að bótakröfurnar hafi verið birtar ákærðu fyrr en við birtingu ákæru 19. maí sl. Samkvæmt því skulu dæmdar miskabætur bera vexti samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 24. maí 2020 til 19. júní 2021 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Í einkaréttarkröfum brotaþola er gerð krafa um málskostnað, sbr. 3. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Með hliðsjón af umfangi málsins skulu ákærðu greiða in solidum A 300.000 krónur í málskostnað að meðtöldum virðisaukaskatti og B 300.000 krónur í málskostnað að meðtöldum virðisaukaskatti. Sakarkostnaður: Ákærði, Y , hefur verið sýknaður af broti gegn 1. mgr. 226. gr. hegningarlaganna og ákærði, Óli Þór Harðarson, hefur verið sýknaður af broti gegn 1. mgr. 111. gr. laganna. Með vísan til þess þykir rétt að þeir greiði 2/3 af málsvarnarlaunum skipaðra verjanda sinna en 1/3 greiðist úr ríkissjóði. Málsvarnarlaun, Jónasar Arnar Jónassonar lögmanns, skipaðs verjanda ákærða Y , þykja með hliðsjón af umfangi málsins og málskostnaðarreikningi h æfilega ákveðin 1.650.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Ákærði Y greiði því 1.100.000 krónur en 550.000 krónur greiðast úr ríkissjóði. Málsvarnarlaun, Gunnars Egils Egilssonar lögmanns, skipaðs verjanda ákærða Óla Þórs Harðarsonar, þykja með h liðsjón af umfangi málsins og málskostnaðarreikningi hæfilega ákveðin 1.550.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Ákærði Óli Þór greiði því 1.033.000 krónur en 517.000 krónur greiðist úr ríkissjóði. Ákærði, Y , greiði annan sakarkostnað 211.081 krónur . Ákærðu, Y og Óli Þór Harðarson, greiði in solidum annan sakarkostnað 92.822 krónur. Við aðalmeðferð málsins áskildi sækjandi sér rétt til að senda dóminum reikninga vegna sérfræðivottorða sem eru meðal gagna málsins og sendi sækjandi þá daginn eftir til dómsins. Samkvæmt 2. mgr. 234. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála skal ákærandi í síðasta lagi við upphaf aðalmeðferðar leggja fram yfirlit yfir sakarkostnað sem hefur fallið til eftir þingfestingu máls. Með vísan til þessa verða ákærðu ekki dæmdir til að greiða nefnda reikninga. Ingi Tryggvason héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð: Ákærði, Y , sæti fangelsi í sex mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 17 Ákærði, Óli Þór Harðarson, sæti fangel si í þrjá mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði, Y , greiði A miskabætur að fjárhæð 350.000 krónur og þar af greiði ákærði, Óli Þór Harðarson, in solidum með ákærða Y 150.000 krónur, auk vaxta skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 24. maí 2020 til 19. júní 2021 en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærðu g reiði A in solidum 300.000 kr. í málskostnað. Ákærði, Y , greiði B , miskabætur að fjárhæð 350.000 krónur og þar af greiði ákærði, Óli Þór Harðarson, in solidum með ákærða Y 150.000 kr., auk vaxta skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 24. maí 2020 til 19. júní 20 21 en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærðu greiði B in solidum 300.000 krónur í málskostnað. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða Y , Jónasar Arnar Jónassonar lögmanns, eru 1.650.000 krónur og skal ákærði Y greiða 1.100.000 krónur en 550.000 krónur greiðast úr ríkissjóði. Ákærði, Y , greiði annan sakarkostnað 211.081 kr. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða Óla Þórs Harðarsonar, Gunnars Egils Egilssonar lögmanns, eru 1.550.000 krónur og skal ákærði Óli Þ ór greiða 1.033.000 krónur en 517.000 krónur greiðast úr ríkissjóði. Ákærðu, Y og Óli Þór Harðarson, greiði in solidum annan sakarkostnað 92.822 kr.