LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 18. júní 2021. Mál nr. 71/2020 : Ákæruvaldið ( Stefanía G. Sæmundsdóttir saksóknari ) gegn Guðmund i Níels Erlingss yni ( Stefán Karl Kristjánsson lögmaður) Lykilorð Skipstjóri. Siglingalög. Ávana - og fíkniefni. Sekt. Svipting skipstjórnarréttinda. Útdráttur G var sakfelldur fyrir brot gegn 2. og 3. mgr. 238. gr. siglingalaga nr. 34/1985 með því að hafa sem skipstjóri nánar tilgreinds fiskiskips stjórnað skipinu óhæfur til að sinna skipstjórninni á fullnægjandi hátt ve gna áhrifa nánar tilgreindra fíkniefna sem mældust í blóði og þvagi hans. G neitaði sök og hafnaði því að hafa verið við skipstjórn í umrætt sinn. Í dómi Landsréttar kom fram að ekki yrði annað ráðið en að G hefði verið við skipstjórn þó svo að vera kynni að B yfirstýrimaður hefði einnig komið að siglingu skipsins undir handleiðslu G. Það væri og í samræmi við lögskráningu á skipið þar sem G var skráður sem skipstjóri og B sem yfirstýrimaður. Var því lagt til grundvallar að G hefði verið skipstjóri á skipin u í umrætt sinn og sem slíkur borið ábyrgð á stjórn þess. Var G gert að greiða 380.000 króna sekt til ríkissjóðs en ella sæta fangelsi í 24 daga. Þá var hann sviptur skipstjórnarréttindum í þrjá mánuði. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómarar nir Aðalsteinn E. Jónasson , Hervör Þorvaldsdóttir og Ragnheiður Harðardóttir . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 20. janúar 2020 í samræmi við yfirlýsingu ákærða og að fengnu áfrýjunarleyfi. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Norðurlands vestra 1. nóvember 2019 í málinu nr. S - [...] /2019. 2 Ákæruvaldið krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms um sakfellingu ákærða en að refsing hans og önnur viðurlög verði þyngd. 3 Ákærði krefst sýknu af lið II í ákæru. 4 Fyrir Landsrétti v oru spilaðar í heild mynd - og hljóðupptökur af framburði ákærða og vitnisins B fyrir héraðsdómi. 2 Niðurstaða 5 Eins og rakið er í héraðsdómi er ákærða gefið að sök brot á umferðarlögum og siglingalögum. Ákærði hefur játað umferðarlagabrot það sem honum er gefið að sök í I. lið ákæru og unir dómi vegna þeirrar háttsemi. Í II. ákærulið er ákærða gefið að sök brot á s iglingalögum með því að hafa, síðdegis þriðjudaginn 13. nóvember 2018, sem skipstjóri fiskiskipsins [...] , siglt skipinu um Skagafjörð og lagt því við bryggju í Sauðárkrókshöfn, óhæfur til að sinna skipstjórninni á fullnægjandi hátt vegna áhrifa tetrahýdró kannabínóls og metýlfenídats. Í ákæru er háttsemin heimfærð til 2. mgr., sbr. 3. mgr. 238. gr. siglingalaga nr. 34/1985. Ákæruvaldið krefst þess að ákærði verði dæmdur til refsingar og til sviptingar skipstjórnarréttinda samkvæmt 1. mgr. 238. gr. a sigling alaga. 6 Ákærði hefur neitað sök varðandi II. ákærulið og hafnað því að hafa verið við skipstjórn á fiskiskipinu [...] umrætt sinn. Samkvæmt lögskráningu Samgöngustofu var ákærði skráður á skipið sem skipstjóri og vitnið B sem yfirstýrimaður 13. nóvember 201 8. Framburður ákærða og vitna er nægilega rakinn í héraðsdómi. Eins og þar kemur fram ber ákærða og vitninu B saman um að ákærði hafi ekki verið við stjórn skipsins í umræddri veiðiferð heldur hafi hann lengstum verið í brúnni með vitninu og leiðbeint því, þar sem vitnið hafi tímabundið ætlað að taka við skipinu sem skipstjóri. Ákærði bar svo fyrir héraðsdómi að vitnið B hefði siglt bátnum úr höfn, siglt honum í land og lagt bátnum að bryggju. Ákærði hafi hins vegar verið hjá vitninu til leiðbeiningar um st jórn skipsins. Að þessu virtu verður ekki annað ráðið en að ákærði hafi verið við skipstjórn í umræddri veiðiferð þó svo að vera kunni að yfirstýrimaður hafi einnig komið að siglingu skipsins en þá undir handleiðslu ákærða. Samræmist það og lögskráningu á skipið. Samkvæmt því verður lagt til grundvallar að ákærði hafi verið skipstjóri á fiskiskipinu [...] þegar því var siglt um Skagafjörð 13. nóvember 2018 og bar hann sem slíkur ábyrgð á stjórn þess . Það varðar ákærða því refsingu samkvæmt 2. og 3. mgr. 238 . gr. siglingalaga að vera undir áhrifum ávana - og fíkniefna við stjórn skipsins , þar sem tilgreind fíkniefni mældust í blóði og þvagi hans. Verður héraðsdómur því staðfestur um sekt ákærða. 7 Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin í hinum áfrýjaða dómi og verður hann staðfestur um refsingu ákærða, sviptingu skipstjórnarréttinda og sakarkostnað. 8 Ákærði verður dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Landsrétti, sem ákveðin verða að meðtöld um virðisaukaskatti, allt eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. 3 Ákærði, Guðmundur Níels Erlingsson, greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, 377.828 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Stefán s Karls Kristjánssonar lögmanns, 352.400 krónur. Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra 1. nóvember 2019 A Mál þetta, sem tekið var til dóms 4. október sl. mánaðar, var höfðað af lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra 1. apríl sl. á hendur Guðmundi Níels Erl ingssyni, fæddum [...] , til heimilis að Hlíðarbraut 15, Blönduósi fyrir brot á umferðar - Með því að hafa, síðdegis sunnudaginn 4. nóvember 2018, ekið bifreiðinni [...], norður Þverárfjallsveg, suður Skagastrandarveg og vestur Ennisbra ut við Blönduós, óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa tetrahýdrólkannabínóls. Telst brot ákærða varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr. a., sbr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50,1987. II. með því að hafa, síðdegis þriðjudagsins 13. nóvember 2018, sem skipstjóri fiskiskipsins [...], siglt skipinu um Skagafjörð og lagt því við bryggju í Sauðárkrókshöfn, óhæfur til að sinna skipstjórninni á fullnægjandi hátt vegna áhrifa tetrahýdrólkannabínóls og metýlfenídats. Teljast brot ákærða varða við 2. mgr., sbr. 3. mgr. 238. gr., siglingalaga nr. 34,1985. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar ökuréttar skv. 101. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987 og til sviptingar skipsstjórnarrétti nda skv. 1. mgr. Ákærði krefst vægustu refsingar sem lög frekast heimila varðandi ákærulið I en sýknu af ákærulið II. Þá krefst hann þess að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði. B Atvik máls Í frumskýrslu lögreglunnar á Norðurlandi vestra er þess getið að lögreglu hafi borist upplýsingar um að skipstjóri á bátnum [...] væri í reglulegri neyslu kannabisefna og að hann sigldi nefndum bát oft undir áhrifum fíkniefna. Í skýrslunni kemur fram að vi tnið A lögreglumaður hafi séð þegar [...] er siglt inn í höfnina á Sauðárkróki kl. 17:40 13. nóvember 2018 og lagt við austari enda bryggjunnar við frystihúsið sem þar er. Hann hafi síðan ásamt vakthafandi lögreglumönnum farið um borð í bátinn eftir að búi ð var að binda hann við bryggjuna. Um borð í bátnum hafi hann hitt skipstjóra bátsins, ákærða í máli þessu. Ákærða hafi verið kynnt að lögregla hafi fengið áður greindar upplýsingar og þess óskað að ákærði gæfi þvagprufu sem hann hafi samþykkt. Haft er eft ir ákærða að hann telji líklegt að eitthvað komi fram á fíkniefnaprófinu sökum þess að hann hafi reykt kannabis helgina áður. Ákærði hafi síðan komið með lögreglu á lögreglustöðina og gefið þvagsýni sem reyndist jákvætt á THC. Að því framkomnu hafi ákærði verið handtekinn og kynnt réttarstaða sakbornings. Læknir hafi síðan komið og tekið blóð úr ákærða í þágu rannsóknar málsins. Að lokinni skýrslutöku var ákærði frjáls ferða sinna. Við rannsókn á blóð - og þvagsýnum kom í ljós að í þvagsýni mældist metýlfení dat og tetrahýdrókannabínólsýra en í blóðsýni mældist 9,3 ng/ml af tetrahýdrókannabínóli. Metýlfenídat var hins vegar ekki í mælanlegu magni í blóðsýninu. Samkvæmt gögnum málsins er [...] í flokki fiskiskipa, 59,03 brúttó lestir, 66,37 brúttó tonn með 249 kW vél. Þá má af gögnunum ráða að ákærði var lögskráður skipstjóri á [...] frá 28. ágúst 2017 til 19. nóvember 2018. Vitnið B var lögskráður á bátinn sem yfirstýrimaður frá 4. nóvember 2018 til 27. desember sama ár. Þá voru á bátinn skráðir tveir hásetar á þeim tíma sem ákæran tekur til. C Framburður fyrir dómi Ákærði bar að umræddan dag hafi hann farið á sjó til veiða með dragnót rétt fyrir birtingu en vitnið B hafi siglt bátnum úr höfn. Að sögn ákærða var hann vitninu B til aðstoðar með að ákveða hvar ve itt var og 4 fleira í þeim dúr. Hann hafi verið í stýrishúsi með vitninu B sem hafi stjórnað bátnum og líka á dekki við aðgerð á aflanum. B hafi síðan siglt bátnum í land þegar veiðum var hætt og hann hafi lagt bátnum að við norðurkant hafnarinnar, því sem n æst á móts við vigtarhúsið sem þar er. Ákærði bar að vitnið B hafi verið að undirbúa sig undir að taka við sem skipstjóri á bátnum og það hafi hann gert eftir þetta og verið skipstjóri á bátnum um tíma eða til loka árs 2018. Hann sjálfur hafi hins vegar ek ki verið á bátnum frá 19. nóvember 2018 og farið í [...] í byrjun desember 2018. Ákærði var spurður um það hvers vegna hann nefndi ekki við skýrslutöku hjá lögreglu að hann hafi ekki verið við stjórn skipsins. Kvað hann það hafa verið vegna þess að hann h afi ekki verið spurður að því. Ákærði bar að þegar hann sagði hjá lögreglu að hann hafi farið úr höfn hafi hann átt við að skipið hafi haldið úr höfn en ekki að hann hafi siglt skipinu úr höfn. Við skýrslutöku hjá lögreglu bar ákærði að hann hafi ekki fund ið til áhrifa við stjórn skipsins. Ákærði kvaðst með þessu orðalagi hafa átt við að hann hafi ekki fundið til áhrifa meðan hann var að sýna vitninu B hvernig átti að stýra skipinu og þá hafi hann þurft að sýna B hvernig tæki bátsins virka. Ákærði greindi f rá því að það hafi misfarist að breyta lögskráningu áður en haldið var til veiða þennan dag. Að sögn ákærða sér yfirstýrimaður um stjórn á dekki en á þessum bát sé ekki nauðsynlegt að hafa skráðan yfirstýrimann. Ákærði kannaðist aðspurður við að lögregla h afi fengið yfirstýrimann til að klára löndun úr bátnum. Ákærði kvaðst vera með [...] og taka lyf við því sem skýri hvers vegna metýlfenídat mældist í þvagsýni. Vitnið B greindi frá því að hann hafi verið skipstjóri í þessari veiðiferð og eitthvað áfram. Ha nn hafi siglt bátnum úr höfn en hann og ákærði hafi í sameiningu ákveðið hvar veitt var, en ákærði hafi verið að sýna honum hvar gott væri að veiða og hvernig átti að stjórna bátnum, enda hafi hann ekki áður verið í stýrishúsi. Þetta hafi verið gert vegna þess að hann var að fara að taka við bátnum um tíma meðan ákærði væri í leyfi. Vitnið kvaðst hafa siglt bátnum í land og lagt honum að bryggju. Í veiðiferðinni hafi ákærði verið yfirstýrimaður og sem slíkur haft stjórn á dekki. Vitnið greindi frá því að ha nn hafi verið í lest bátsins þegar lögregla kom á vettvang og hafði afskipti af ákærða. Vitnið kvaðst ekki hafa haft nokkra vitneskju um að ákærði kynni að hafa verið undir áhrifum ávana - eða fíkniefna í þessari ferð og bar að hefði hann haft slíka vitnesk ju hefði hann ekki farið í ferðina. Vitnið kvaðst ekki hafa orðið var við að lögregla kom um borð í bátinn en lögreglumenn hafi ekki rætt við hann og þá hafi hann ekki orðið var við að lögregla ræddi við aðra skipverja. Hann hafi ekki verið viðstaddur þega r lögregla bað ákærða um að koma með sér. Að sögn vitnisins var hann ekki beðinn um að haga framburði sínum með ákveðnum hætti fyrir dóminum. Vitnið A lögreglumaður greindi frá því að lögreglu hefðu borist tilkynningar þess efnis að ákærði neytti fíkniefna og réri frá Sauðárkróki. Vitnið kvaðst hafa verið niður við höfn þegar ákærði var að koma í land og hann hafi, vegna nefndra upplýsinga, farið á lögreglustöðina og sótt annan lögregluþjón og þeir farið út á bryggju í þeim tilgangi að kanna ástand ákærða. Að sögn vitnisins voru þeir komnir á bryggjuna um fimm til tíu mínútum síðar og báturinn þá lagstur að norðurbakka hafnarinnar. Hann hafi farið um borð og hitt ákærða fyrir í stýrishúsi þar sem honum var gerð grein fyrir ástæðu afskipta lögreglu af honum o g hann handtekinn. Vitnið bar að hann hafi ekki betur séð en að ákærði hafi verið við stjórn bátsins þegar honum var siglt inn í höfnina en hann hafi ekki séð aðra skipverja fyrr en bátnum hafi verið lagt að bryggju. Vitnið taldi að hann hafi verið um 100 metra frá bátnum þegar hann sá hann koma inn í höfnina. Að sögn vitnisins var ákærða gerð grein fyrir því að hann væri grunaður um að vera við stjórn skips undir áhrifum fíkniefna en ákærði hafi ekki nefnt að hann hafi ekki stjórnað bátnum og taldi vitnið að ákærði hefði við skýrslutöku Ákærði hafi verið beðinn um að gefa þvagsýni til að unnt væri að ganga úr skugga um hvort ákærði væri undir áhrifum fíkniefna en slík áhrif hafi ekki verið sýnileg. Ákærði hafi hins vegar ekki getað gefið sýni um borð í bátnum en hann hafi verið mjög samvinnuþýður og komið með lögreglu á lögreglustöðina. Vitnið kvaðst hins vegar ekki geta fullyrt að einungis einn maður hafi verið í brú bátsins þegar hann sá bátinn fyrst og sagðist ekki hafa þekkt þá sem hann sá að voru við vinnu í bátnum eftir að honum hafði verið lagt. Að sögn vitnisins var farið að rökkva. Vitnið C var starfandi lögreglumaður þegar atvik þessa máls át tu sér stað. Vitnið greindi frá því að vitnið A hafi greint honum frá því að [...] væri á leið inn í höfnina. A hafi sótt hann á lögreglustöðina og þegar þeir komu á bryggjuna hafi löndun verið hafin úr bátnum. Hann ásamt A hafi farið um borð og hitt 5 ákær ða í brú skipsins. Reynt hafi verið að fá ákærða til að gefa þvagsýni en það hafi ekki gengið. Skömmu síðar hafi hann vegna vaktaskipta farið af vettvangi en aðrir lögreglumenn komið í hans stað. Vitnið bar að ákærða hafi verið gerð grein fyrir því hvers v egna lögregla var að hafa afskipti af honum. Að sögn vitnisins var ákærði kurteis í samskiptum sínum við lögreglu og ekki sjáanlega undir áhrifum fíkniefna. Vitnið mundi ekki til þess að ákærði hafi andmælt því að hafa verið að stjórna bátnum. Vitnið bar a ð það hafi verið myrkur en lýsing þokkaleg. Vitnið D lögreglumaður bar að þegar hann kom á vettvang hafi verið búið að handtaka ákærða en bið var á því að ákærði gæti gefið þvagsýni og því hafi verið ákveðið að fá þvagsýni hjá ákærða á lögreglustöð. Áður en þangað var haldið hafi ákærði óskað eftir að fá að tala við stýrimann og ákærði hafi sagt honum hvar leggja ætti bátnum. Þvagsýni sem gefið var á lögreglustöðinni hafi síðan reynst jákvætt fyrir THC. Vitnið taldi víst að ákærða hafi verið ljóst að afski pti voru höfð af honum vegna gruns um að hann hafi verið við stjórn bátsins undir áhrifum fíkniefna. Vitnið mundi ekki hvar bátnum var lagt við höfnina en greindi frá því að það hafi verið komið myrkur þegar hann kom á vettvang. Vitnið E lögreglumaður kva ðst hafa verið kallaður um borð í bátinn og þegar hann kom þangað hafi ákærði verið í brú skipsins ásamt lögreglumönnum sem fyrstir komu á vettvang, en þeir hafi fljótlega farið af vettvangi. Ákærði hafi verið búinn að fallast á að gefa þvagsýni en það haf i gengið illa og því ákveðið að fara með hann á lögreglustöðina og afgreiða málið þar. Vitnið mundi ekki eftir orðaskiptum sínum við ákærða og mundi ekki til þess að ákærði hafi lýst því að hann hafi ekki verið skipstjóri í þessari veiðiferð. D Niðurstaða Ákærði hefur skýlaust játað háttsemi þá sem lýst er í ákærulið I. Með játningu ákærða telst sekt hans nægilega sönnuð enda er ákæran í samræmi við gögn málsins og brot hans þar réttilega fært til refsiákvæða. Ákærði neitar sök varðandi ákærulið II og byg gir kröfu sína um sýknu á því að vitnið B, sem lögskráður var sem yfirstýrimaður og með réttindi til að vera skipstjóri á [...], hafi stjórna bátnum þennan dag. Af hálfu ákæruvaldsins er á því byggt að leggja verði lögskráningu áhafnar bátsins til grundval lar en þar sé ákærði skráður skiptstjóri. Þá er að mati ákæruvaldsins komin fram lögfull sönnun þess efnis að ákærði hafi stjórnað bátnum í umrætt sinn. Að framan er gerð grein fyrir framburði ákærða og vitna fyrir dóminum. Ákærði og vitnið B bera báðir a ð ákærði hafi ekki verið við stjórn bátsins í þessari veiðiferð heldur hafi hann lengstum verið í brúnni með B og leiðbeint honum þar sem B var að fara að taka, tímabundið, við bátnum sem skipstjóri. Lögregla tók ekki skýrslur af öðrum en ákærða við rannsó kn málsins en vera kann að með framburði annarra meðlima áhafnarinnar hefði verið unnt að leiða í ljós hvort ákærði stjórnaði bátnum. Af þessum sönnunarskorti verður ákæruvaldið að bera hallann. Vitnið A taldi sig sjá ákærða við stjórn bátsins þegar honum var siglt inn í höfnina. Að teknu tilliti til þess hversu langt var í bátinn frá þeim stað sem A var á þegar hann sá bátinn og þess að ákærði og vitnið B eru áþekkir verður framburður A hvað þetta varðar ekki lagður til grundvallar við úrlausn málsins. Að þessu virtu verður að leggja til grundvallar að vitnið B hafi verið við stjórn bátsins í þessari veiðiferð en ákærði leiðbeint honum líkt og þeir báru báðir fyrir dóminum. Skýrsla ákærða hjá lögreglu fær þessu ekki breytt þó svo hún verði vart skilin á ann an hátt en þann að hann viðurkenni þar að hafa stjórnað bátnum. Samkvæmt vottorði um lögskráningu skipverja á [...] var ákærði skráður skipstjóri á bátnum frá 28. ágúst 2017 til 19. nóvember 2018 og var hann því skráður skipstjóri í þeirri veiðiferð sem mál þetta tekur til. Vitnið B var skráður yfirstýrimaður frá 4. nóvember 2018 til 27. desember 2018 og því yfirstýrimaður í sömu veiðiferð. Í 4. gr. laga nr. 35/2010 um lögskráningu sjómanna segir að áður en haldið er úr höfn skuli skipstjóri sjá til þess að allir skipverjar sem ráðnir eru til starfa um borð í skipi skráðu hér á landi séu lögskráði í skiprúm. Í 5. gr. sömu laga er mælt fyrir um að skipstjóri beri ábyrgð á því að lögskráning fari fram í gegnum lögskráningarkerfið með rafrænum hætti. Þá er sk ipstjóra heimilt að fela útgerðarmanni að annast lögskráninguna. Ákærði bar því ábyrgð á því að lögskráning áhafnarinnar væri rétt. Honum bar því, áður en umrædd veiðiferð hófst, að lögskrá vitnið B sem skipstjóra þar sem til stóð að hann annaðist stjórn s kipsins. Þar sem lögskráningu var ekki breytt og vitnið B skráður skipstjóri verður að líta svo á að ákærði hafi verið skipstjóri í þessari veiðiferð og borið þá ábyrgð sem skipstjóri ber hverju sinni. 6 Ekki er deilt um niðurstöðu rannsókna á blóð - og þvag sýnum sem tekin voru úr ákærða við rannsókn málsins. Í blóði ákærða mældust 9,3 ng/ml af tetrahýdrókannabínóli sem telst mikið magn. Í þvagsýni mældist tetrahýdrókannabínólsýra og metýlfenídat. Þar sem nefnd efni mældust í nefndum sýnum braut ákærði gegn 2 . og 3. mgr. 238. gr. siglingalaga nr. 34/1985. Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur ákærði einu sinni áður sætt refsingu en það brot hefur ekki áhrif á niðurstöðu máls þessa. Ákærði er sakfelldur fyrir að hafa ekið bifreið undir áhrifum kannabis en í ma tsgerð kemur fram að í blóðsýni hafi mælst 4,5 ng/ml. sem telst mikið magn. Þá er hann jafnframt sakfelldur fyrir að hafa stjórnað skipi undir áhrifum kannabisefna en magnsins sem mældist í blóði hans er getið hér að framan. Að þessu virtu þykir refsing ha ns hæfilega ákveðin 380.000 króna sekt til ríkissjóðs en 24 daga fangelsi komi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna. Með vísan til tilvitnaðra lagaákvæða í ákæru er ákærði sviptur ökurétti í eitt ár frá birtingu dómsins að telja. Líta verður svo á, að teknu tilliti til magns tetrahýdókannabínóls sem mældist í blóði ákærða, að sakir séu miklar í skilningi 238. gr. a. í ne fndum siglingalögum og eru því efni til að svipta ákærða réttindum til skipstjórnar. Að teknu tilliti til þess að ákærði fól vitninu B skipstjórnina í þessari veiðiferð þykir hæfilegt að svipta hann skipstjórnarréttindum í þrjá mánuði frá birtingu dómsins að telja. Með vísan til 1. mgr. 235. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 ber að dæma ákærða til greiðslu sakakostnaðar sem hlaust af máli þessu. Samkvæmt yfirliti sækjanda nam sakarkostnaður við rannsókn málsins hjá lögreglu 131.669 krónum vegna ranns óknar á umferðarlagabrotinu. Þar er að finna kostnað vegna leitar að etanóli en ákærða er ekki gefið að sök að hafa ekið bifreiðinni undir áhrifum áfengis og verður hann því ekki dæmdur til að greiða 11.498 króna kostnað sem hlaust af þessari leit. Samtals nam sakarkostnaður við rannsókn lögreglu á brotið því sem lýst er í fyrri lið ákærunnar því 120.171 krónu. Sakarkostnaðaryfirlit varðandi síðari lið ákærunnar sýnir að kostnaður við rannsókn málsins hjá lögreglu nam 184.637 krónum. Þar er líkt og varðandi fyrri lið ákærunnar að finna kostnað, 22.996 krónur vegna leitar að etanóli sem ekki fannst. Einnig er 10.043 króna kostnaður vegna leitar að kókaíni. Þar sem ákærði er ekki sakfelldur vegna ölvunar við stjórnun bátsins eða að hafa verið undir áhrifum kók aíns verður honum ekki gert að greiða þennan kostnað. Samtals nam sakarkostnaður við rannsókn lögreglu á brotið því sem lýst er í síðari lið ákærunnar því 151.598 krónum. Þessum kostnaði til viðbótar er þóknun verjanda ákærða, Kristjáns Stefánssonar lögman ns sem telst, að teknu tilliti til tímaskýrslu lögmannsins að meðtöldum virðisaukaskatti, hæfilega ákveðin eins og í dómsorði greinir. Loks telst til sakarkostnaðar ferðakostnaður vitnis að fjárhæð 37.200 krónur og ferðakostnaður verjanda að fjárhæð 94.830 krónur. Af hálfu ákæruvaldsins sótti mál þetta Jón Haukur Hauksson saksóknarfulltrúi lögreglustjórans á Vesturlandi. Halldór Halldórsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði, Guðmundur Níels Erlingsson, greiði 380.000 króna sekt til rí kissjóðs en 24 daga fangelsi komi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna. Ákærði er sviptur ökurétti í eitt ár frá birtingu dóms þessa. Ákærði er sviptur skipstjónarréttindum í þrjá mánuði frá birtingu dóms þessa. Ákærði greiði 909 .719 krónur í sakarkostnað, þar með talin 505.920 króna þóknun verjanda síns, Kristjáns Stefánssonar lögmanns.