LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 18. júní 2021. Mál nr. 248/2020 : Ákæruvaldið (Guðrún Sveinsdóttir , settur saksóknari ) gegn Daniel Gidea (Gísli Tryggvaso n lögmaður) ( Agnar Þór Guðmundsson, lögmaður einkaréttarkröfuhafa) Lykilorð Líkamsárás. Neyðarvörn. Skilorð. Einkaréttarkrafa. Útdráttur D var sakfelldur fyrir líkamsárás samkvæmt 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa veitt A tvö hnefahögg í andlitið og slegið í hönd hans með þeim afleiðingum að A hlaut blóðnasir , bólgu í andliti og brot í kinnbeini. Ekki var fallist á þá vörn D að háttsemi hans hefði helgast af neyðarvörn. Við ákvörðun refsingar var litið til 1., 2. og 5. töluliðar 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga og þess að tafir hefðu orðið við meðferð má lsins sem voru D óviðkomandi. Þá var lagt til grundvallar að A hefði verið með ertingar í garð D og var það virt til refsilækkunar samkvæmt 3. mgr. 218. gr. c sömu laga. Var D gert að sæta fangelsi í tvo mánuði skilorðsbundið í eitt ár. Þá var D gert að gr eiða A 624.600 krónur í skaða - og miskabætur. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Ásmundur Helgason , Davíð Þór Björgvinsson og Símon Sigvaldason . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 23. mars 2020 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 20. febrúar 2020 í málinu nr. S - [...] /2019 . 2 Ákæruvaldið krefst þess að refsing ákærða verði þyngd. 3 Ákærði krefst aðallega sýknu af kröfum ákæruvaldsins, til var a að refsing hans verði felld niður en til þrautavara að honum verði dæmd eins væg refsing og lög leyfa. Þá krefst ákærði þess aðallega að einkaréttarkröfu brotaþola verði vísað frá dómi, til vara að hann verði sýknaður af henni en til þrautavara að krafan verði lækkuð verulega. 2 4 Brotaþoli , A , krefst þess aðallega að ákærði verði dæmdur til að greiða honum 1.524.600 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 18. september 2017 til 15. mars 2019 og með dráttarvöxt um samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags, en til vara að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur um einkaréttarkröfu hans . Brotaþoli krefst einnig málskostnaðar. Málsatvik og sönnunarfærsla 5 Um ákæru, málavexti og framburð ákærða og vitna fyrir héraðsdómi er vísað til hins áfrýjaða dóms. 6 Skýrsla sem ákærði gaf fyrir héraðsdómi var spiluð við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti. Ákærði gaf því næst viðbótarskýrslu fyrir Landsrétti. Þar kom meðal annars fram að brotaþoli, A , hefði fari ð úr peysu og lyft upp ermi á bol sem hann var í til að sýna hversu sterkur hann væri í aðdraganda þess að ákærði veitti honum fyrra hnefahöggið sem ákært er fyrir. Um seinna höggið bar hann á sama veg og í héraði, að brotaþoli hefði gengið að sér með eitt hvað í vasanum og tekið hlutinn upp án þess að ákærði sæi á hverju hann héldi. Hafi hann þá brugðist við með því að slá hlutinn úr höndum brotaþola og hafi þá hluturinn dottið í gólfið. Í sömu andrá hafi ákærði veitt brotaþola högg í andlitið. Lagði hann á herslu á að það hafi hann gert til að koma í veg fyrir að brotaþoli veittist að sér. 7 Við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti voru einnig spilaðar upptökur af skýrslum brotaþola, A , sem og vitnanna B og C , sem þeir gáfu fyrir héraðsdómi. Niðurstaða 8 Lýsing ákærða á aðdraganda þess að hann veitti brotaþola fyrra höggið sem ákært er fyrir fær ekki stuðning í framburði tveggja vitna sem voru á vettvangi. Vitnið B bar meðal annars fyrir dómi að ákærði og brotaþoli hefðu verið að ýta við hvor öðrum en brotaþoli sagt að hann vildi ekki slást við hann í vinnunni. Hafi ákærði þá veitt honum hnefahögg í andlitið. Vitnið lýsti síðan aðdraganda síðara höggsins þannig að ákærði hefði komið að brotaþola, slegið í síma sem hann hélt á þannig að hann datt úr höndum hans og veitt brotaþola því næst högg í annað sinn. Framburður vitnisins C fær betur samrýmst frásögn vitnisins B sem og lýsingu brotaþola af atvikum en lýsingu ákærða á þeim. Þegar litið er til þeirra atriða sem rakin eru í 126. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð s akamála er ekkert fram komið sem getur leitt til þess að sönnunargildi vitnisburðar vitna á vettvangi verði hafnað. Að þessu gættu er staðfest niðurstaða héraðsdóms um að ekki sé upplýst að refsileysisástæður 12. gr. almennra hegningarlaga séu fyrir hendi. 9 Með framangreindri athugasemd en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann um sakfellingu ákærða, refsingu hans og um einkaréttarkröfu brotaþola sem og um sakarkostnað. 3 10 Ákærða verður gert að greiða allan áfrýjunarkostn að málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, sem ákveðin verða með virðisaukaskatti eins og greinir í dómsorði. Þá verður ákærða gert að greiða brotaþola málskostnað vegna reksturs málsins fyrir Landsrétti eins og í dómsorði greinir. Dóm sorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Ákærði, Daniel Gidea, greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, 972.288 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Gísla Tryggvasonar lögmanns, 942.400 krónur. Ákærði greiði brotaþola, A , 350.00 0 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur fimmtudaginn 20. febrúar 2020 I. Ákæra og dómkröfur: Mál þetta, sem dómtekið var 30. janúar 2020, var höfðað með ákæru lögreglu stjórans á höfuð - borgarsvæðinu, dags. 25. júní 2019, á h endur Daniel Gidea, kt. [...] , [...] , aðfaranótt mánudagsins 18. sept ember 2017, utandyra við húsnæði [...] að [...] í Reykjavík, ráðist með ofbeldi á A , kt. [...] , kýlt hann tveimur hnefa höggum í andlit og slegið í hönd hans, allt með þeim afleiðingum að A hlaut blóð nasir, bólgu vinstra megin í andliti og brot í kinnbeini vinstra megin. Mál nr. 007 - 2017 - [...] Telst [þetta] varða við 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: Fyrir hönd A , kt. [...] , gerir Guðmundur Sæmunds son, lögmaður, þá kröfu að Daniel Gidea verði gert að greiða [...] skaða - og miska bætur samtals að fjárhæð kr. 1.524.600, ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr. [laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu], frá 18. september 2017 þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en síðan með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þe im degi til Ákæruvaldið gerir sömu dómkröfur og greinir í ákæru. Lögmaður bótakrefjanda gerir sömu dómkröfur og greinir í einkaréttar kröfu. Ákærði neitar sö k og krefst þess aðal lega að hann verði sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins en til vara að refsing verði látin niður falla. Til þrautavara krefst hann þess að hann verði dæmdur til vægustu refsingar sem lög leyfa. Þá krefst ákærði þess að einkarétt arkröfu verði vísað frá dómi, til vara að hann verði sýknaður af kröfunni og til þrautavara að hún verði stórlega lækkuð. Þessu til við bótar er krafist hæfilegra málsvarnarlauna skipaðs verjanda samkvæmt tíma skýrslu og að þau greiðist úr ríkissjóði ásamt öðrum sakarkostnaði málsins. 4 II. Málsatvik: Samkvæmt frumskýrslu barst lögreglu aðfaranótt mánudagsins 18. september 2017 tilkynning um meinta líkamsárás við starfsstöð hópbifreiðafyrirtækis við [...] í Reykjavík. Tveir lög reglumenn fóru á staðinn og hittu A , sem fékk réttarstöðu brota þola. Brotaþoli var með blóð nasir og bólgu við vinstra auga og greindi hann frá atvikum eins og þau horfðu við honum. Brota þoli lýsti meintri líkams árás og aðdraganda hennar á vinnustaðnum, auk þess sem upplýst var um deili á meintum geranda, samstarfs manni brotaþola, og hvar hann væri að finna. Á staðn um var einnig annar starfsmaður fyrirtækisins, B , sem fékk réttar stöðu vitnis, og afl aði lögregla upp lýsinga frá honum um hvað h efði gerst. Lögreglu menn fóru í beinu fram haldi á aðra starfsstöð fyrirtækisins við [...] og hittu þar meintan ger anda, ákærða í þessu máli, og fékk hann réttarstöðu sakbornings. Ákærði vildi hins vegar lítið tjá sig um málið við lögreglu en hafði á orð i að hann hefði verið að verja sig og hann kynni að verja sig. Rannsókn málsins var hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Brota þoli gaf kæru skýrslu á lögreglustöð 27. september 2017. Einkaréttarkrafa brotaþola, dags. 6. nóv ember 2017, ásamt fyl giskjölum, barst lögreglustjóra 8. sama mán aðar. Vott orð D , sérfræðilæknis á bráðamóttöku Land spítalans, dags. 5. febrúar 2018, barst 27. sama mánaðar. Fyrr greindur B og annar starfsmaður fyrirtækisins, C , gáfu framburðarskýrslu með réttarstöðu vitnis 1. febrúar 2019. Þá gaf ákærði framburðarskýrslu 15. sama mánaðar með sömu réttar stöðu og áður. Í framangreindu læknisvottorði greinir meðal annars að brotaþoli hafi fyrst komið á bráða móttöku fyrrgreinda nótt klukkan 02:44. Brotaþoli hafi við skoðun e kki verið met inn bráðveikindalegur. Hann hafi borið sig illa, verið bólginn vinstra megin í andlitinu og glóðar auga hafi verið byrjandi undir vinstra auga. Skoðun heilatauga hafi verið eðlileg og tennur verið taldar eðlilegar. Dálítið blóð hafi seytlað ú r vinstri nös en hann verið með eðlilegar hreyfingar á höfði og hálsi. Brotaþoli hafi verið útskrifaður sömu nótt og fengið ráðleggingar um endurkomu ef þess þyrfti. Brotaþoli hafi mætt til endurkomu 24. sept ember sama ár og þá hafi verið vísað til fyrrgr einds atviks 18. sama mánaðar. Hann hafi þá verið með vaxandi dofa í andliti og verki við að borða en ekki talið sig vera með tví sýni, höfuðverk eða ógleði. Tekin hafi verið tölvusneiðmynd af andlitinu og heila. Skoðun á innri hluta heilakúpu, heila o g líkamsvefjum umhverfis heila hafi verið eðlileg. Hann hafi hins vegar greinst með brot í kinnbeini vinstra megin (maxillu). Gólfbotn augn botns hafi verið niðurpressaður framan til en ekki hafi sést innklemmdir líkamsvefir í því. Brotaþola hafi verið ví sað til háls - , nef - og eyrnalækna og þeirra mat hafi verið að brotið lægi fremur vel, ekki þyrfti aðgerðar við og það ætti að gróa án inngripa. III. Skýrslur fyrir dómi: 1. Í framburði ákærða kom meðal annars fram að hann hefði verið að vinna og umrædd a tvik hefðu átt sér stað undir lok tólf tíma næturvaktar. Hann hefði verið undir talsverðu vinnu álagi á þessum tíma og verið að ljúka nokkurra daga vinnutörn. Um rædda nótt hefði hann verið að aka hópbifreið frá [...] til Reykjavíkur. Bifreiðin hefði þarf n ast viðgerðar vegna lausrar plasthlífar. Ákærði tók fram að hann hefði ekki orðið þess valdandi að hlífin var laus. Bifreiðin hefði verið í því ástandi þegar hann tók við henni. Á leiðinni til Reykjavíkur hefði vaktstjóri haft samband við ákærða og be ðið hann að fara með bifreiðina á verkstæði vegna téðrar plasthlífar. Ákærði hefði hlýtt fyrirmælum vaktstjórans og farið með bifreiðina á verkstæði fyrir tækisins. Sam - starfs maður hans, B [...] , hefði komið og rætt við hann og farið að skoða það se m þurfti að laga. Brota þoli hefði staðið framan við bif reið ina á sama tíma. Ákærði hefði sótt ökuritakort í bifreiðina en brotaþoli hefði þá farið að spyrja hann hvað hefði gerst með bifreiðina. Ákærði hefði svarað honum því að hann vissi það 5 ekki. Br ota þoli hefði þá borið það upp á hann að hann væri ljúga. Ákærði hefði svar að hon um á léttum nótum en ekki fengið álíka viðbrögð á móti. Brotaþoli hefði ekki verið að grínast og hann hefði viðhaft neikvæð ummæli um persónu ákærða og sagt að hann væri lé legur öku maður. Ákærði hefði orðið æstur og svarað brota þola á svip uð um nót um og sagt honum að hann ætti að taka við bifreiðinni og gera við hana. Sam talið hefði farið fram á ensku. Brotaþoli hefði orðið reiður út af þessu og hrækt framan í br ota - þola og ákærði hrækt á hann á móti. Brotaþoli hefði farið úr að ofan og sýnt honum hvað hann væri vöðva - stæltur, auk þess sem hann hefði haft á orði að ef hann myndi slá ákærða, þá færi illa fyrir honum. Ákærði tók fram í þessu sambandi að brota þoli væri mjög sterkur. Einnig hefði brotaþoli sagt að hann ætlaði að bíða eftir ákærða og ræða við hann eftir að vinnu tíma lyki. Brotaþoli hefði verið með hótanir gagnvart ákærða og gengið mjög ógnandi upp að honum og staðið með ennið þétt upp við hann. Á kærði hefði varað brotaþola við því að snerta sig en brotaþoli hefði þá farið að hlæja kald hæðnis lega og tekið um axlirnar á ákærða. Ákærði hefði verið mjög hræddur og ekki vitað hvað brotaþoli ætlaði að gera við hann en honum hefði ekki virst sem hann ætlaði að faðma hann. Hann hefði því ákveðið í skyndi að slá brotaþola högg í andlitið með krepptum hnefa. Höggið hefði lent á kinninni. Þegar brotaþoli hefði fengið höggið á sig hefði hann sleppt tak inu og ákærði þá tekið tvö skref aftur á bak. Ákærði h efði ekki séð neina áverka á brotaþola eftir höggið en hann hefði þó mögulega fengið blóðnasir. Þegar þarna var komið sögu hefði B komið að þeim og hindrað það að brota þoli réðist á ákærða á móti. Brota þoli hefði þó áfram verið með hótanir um ofbeldi í g arð ákærða. B hefði fært brota þola frá ákærða og reynt að róa hann niður. Ákærði hefði ekki verið hræddur en hann hefði engu að síður tekið hótanirnar alvarlega ef brotaþoli skyldi koma heim til hans og ráðast á hann þegar börn hans væru heima. Ákærði hef ði á þessum tíma punkti tekið upp skóflu og varað brotaþola við því að hann myndi nota skófl una gegn hon um ef hann myndi ráðast á hann. Ákærði hefði einhverju síðar sleppt skófl unni þegar hann sá að brota þoli settist niður. Þegar ástandið hefði farið að róast hefði ákærði þurft að fara á annan stað þar sem beðið hefði verið eftir honum. Þá hefði B vikið frá og farið að sinna sínum störf um. Reiði brotaþola í garð ákærða virtist þó ekki lægja. Um fimm eða tíu mínútum eftir fyr r greint hnefahögg hefði ákærði orðið þess áskynja að brotaþoli nálg aðist hann með aðra höndina ofan í vasa. Ákærði hefði ekki séð vel hvað var að ger ast vegna skærrar birtu sem kom inn um glugga. Ákærða hefði sýnst brota þoli taka eitt hvað upp úr vasan um þegar hann nálgaðist ákærða. Hann hefði talið að hann væri með hníf, skrúfjárn, lykil eða eitt hvað slíkt sem hann gæti notað til að valda honum skaða og hann hefði túlkað það svo að brotaþoli væri að fara að hefna sín á honum fyrir það sem á undan var gengið. Ákærði hefði því slegið með hendinni á hönd brota þola þegar hann dró einhvern hlut upp úr vasanum. Ákærði hefði verið mjög hræddur á þessum tímapunkti og óttast um líf sitt. Þá hefði hann í sömu andrá og af sömu ástæðu gefið brota þola annað högg í andlitið með kreppt um hnefa. Höggið hefði lent á sömu hlið andlitsins og hið fyrra högg en aðeins neðar. Brotaþoli hefði þá gengið aftur á bak og dottið á rassinn. B hefði komið aftur að þeim og brota þoli þá farið að öskra um að það þyrfti að kalla t il lög reglu. B hefði gripið um ákærða og haldið honum frá brotaþola og komið í veg fyrir að frekari átök yrðu á milli þeirra. Varðandi fyrra hnefahöggið þá kvaðst ákærði aðspurður ekki telja að hann hefði getað brugð ist við með vægari hætti gagnvart br ota þola þar sem hann hefði verið mjög ógn andi. Hið sama hefði verið uppi varðandi síðara hnefahöggið, ákærði hefði þá ekki vitað hvað brotaþoli var að taka upp úr vasanum. Ákærði hefði verið mjög hræddur og þess vegna hefði hann brugðist við eins og han n gerði. Ákærði tók fram að honum fyndist að bæði hann og brotaþoli hefðu átt að haga sam skiptum sínum með öðrum og betri hætti umrædda nótt. Ákærði væri leiður yfir því sem hefði gerst og hann teldi að hann hefði átt að bregðast öðruvísi við. Ákær ði tók fram að hann hefði á umræddum tíma verið undir miklu vinnuálagi og ekki verið búinn að fá nægjanlegan svefn á milli vakta. Hugsun hans hefði því ekki verið alveg skýr á þessum tíma. Þá hefði hann misst vinnuna hjá fyrir tækinu daginn eftir atvikið . 2. 6 Í framburði brotaþola kom meðal annars fram að hann hefði umrædda nótt verið við störf á verkstæði fyrirtækisins. Ákærði hefði komið í lok vaktar með bifreið þar sem stuð ari hefði losnað frá. Brotaþoli hefði verið að skoða skemmdirnar og hann spur t ákærða hvað hefði gerst. Brotaþoli hefði einnig verið að grínast í ákærða og þeir talað saman á ensku. Orðaskipti hefðu orðið á milli þeirra og ákærði farið að vera með illyrði við brota þola. Hann hefði sagt við ákærða að ef það væri eitthvert vandamá l á milli þeirra, þá gætu þeir leyst það utan vinnu. Nánar aðspurður um þau ummæli kvaðst brota þoli hafa viljað sættast við ákærða og hann því tekið svona til orða. Ákærði hefði hrækt á brotaþola en hann kvaðst ekki muna hvort hann hefði hrækt á móti á ákærða. Brotaþoli hefði snúið við og gengið að ákærða. Ákærði hefði gengið pirr aður á móti hon um og verið alveg uppi við hann. Brotaþola hefði fundist þetta vera ógn andi og hann ýtt eða reynt að ýta við ákærða. Ákærði hefði þá slegið hann hnef a högg vinstra megin í kinnina og blóð byrjað leka úr nefinu. Brotaþoli tók fram að hann hefði verið þreyttur á þessum tíma og hann hefði ekki búist við því að fá högg með þess um hætti frá ákærða. Brotaþoli kvaðst síðan hafa gengið frá, tekið upp síma og æ tlað að hringja í yfirmann. Starfsreglur fyrir tækisins hefðu verið með þeim hætti að til kynna skyldi um atvik af þessum toga. Brotaþoli hefði haldið á símanum, hallað sér fram og verið að slá inn símanúmerið. Ákærði hefði þá komið og slegið hann í hön dina svo hann missti frá sér símann. Því til viðbótar hefði ákærði slegið brotaþola annað hnefa - högg vinstra megin á kinnina. Brotaþoli kvaðst telja að skammur tími hefði liðið á milli fyrra höggs ins og hins síðara en hann kvaðst hins vegar ekki vita ná kvæmlega hversu langur. Hann hefði verið vank aður eftir fyrra höggið. Brotaþoli hefði ekki misst með vitund við það að fá á sig síð ara höggið. Hann hefði séð út undan sér að ákærði tók upp skóflu og gerði sig líklegan til að nota hana. Brotaþoli hefði k allað til starfsfélaga síns, B , og varað hann við því að ákærði væri kominn með skóflu í hendurnar. B hefði brugðist við og skipað ákærða að leggja skófluna frá sér og hann komið í veg fyrir að frek ari átök ættu sér stað. Brotaþoli hefði í framhaldi hring t eftir aðstoð lögreglu. Brota þoli kvaðst aðspurður ekki muna hvort hann hefði farið úr bolnum í aðdraganda atvika en sér fyndist að hann hefði ekki gert það en það gæti þó hafa gerst. Brotaþoli tók fram í þessu sambandi að þeir ákærði hefðu verið að rí fast og brotaþoli hefði verið að sýna ákærða að hann væri ekki hræddur og að hann væri stór. Þá hefði ákærði viðhaft um kannast við að hafa tekið um axlir ákærða eða að hann hefði hótað hon um lífláti. Ákærði hefði hins vegar hótað brotaþola lífláti. Þá kvaðst brotaþoli ekki muna eða ekki kannast við að B hefði haldið honum í einhvern tíma. 3. Í framburði vitnisins B kom meðal annars fram að vitnið væri [...] og hefði verið við störf umræd da nótt hjá fyrirtækinu. Vitnið hefði heyrt hávaða koma frá þvottahúsi. Ákærði og brotaþoli hefðu verið að veifa höndum og ein hver hávær orðaskipti farið á milli þeirra. Þeir hefðu verið að rífast en vitnið ekki vitað hvers vegna. Vitnið hefði beðið ákærð a og brotaþola að róa sig niður. Ákærði hefði verið mjög reiður og með ógnandi tilburði og hann virst vera búinn til árásar. Brotaþoli hefði svarað ákærða en ekki með ógnandi hætti. Brotaþoli hefði talað um að hann vildi ekki slást þar sem hann væri í vinn unni. Ákærði hefði slegið brotaþola eitt hnefa högg í andlitið. Höggið hefði verið tilefnislaust. Ákærði hefði einnig hrækt á brotaþola en vitnið hefði ekki séð að brotaþoli hrækti á ákærða. Brotaþoli hefði síðan tekið upp símann, gengið í áttina að þvotta stöðinni og ætlað að hringja í samstarfsmann. Ákærði hefði þá orðið brjálaður og slegið símann úr höndum brotaþola svo hann datt á jörð ina. Þá hefði ákærði í beinu framhaldi slegið brotaþola annað hnefahögg í andlitið svo brota þoli datt niður á jörði na. Ákærði hefði síðan tekið upp skóflu, lyft henni upp og gengið um gólf eins og hann vildi lemja einhvern með skóflunni. Vitnið kvaðst halda að hann hefði tekið skófluna af ákærða eða beðið hann um að leggja skófluna frá sér. Ákærði hefði svo farið burt og vitnið hefði reist brotaþola upp af gólfinu. Í fram haldi hefði lögregla og sjúkra bifreið komið á staðinn. Vitnið kvaðst aðspurður ekki vita hvort brota þoli hefði tekið um axlirnar á ákærða í aðdraganda þess að hann fékk á sig hnefa högg. Þá kvaðst vitnið ekki muna hvort brotaþoli hefði farið úr að ofan. Vitnið kvaðst ekki kannast við að erfiðleikar hefðu verið í samskiptum brotaþola við ákærða eða aðra samstarfsmenn hjá 7 fyrirtækinu. Þá kvaðst vitnið kannast við ummæli sín í lög reglu skýrslu um að ákærði og brotaþoli hefðu kallað ókvæðisorð hvor að öðrum í aðdrag anda þess sem gerðist. 4. Í framburði vitnisins C kom meðal annars fram að vitnið hefði verið að vinna á [...] umrædda nótt. Hann hefði orðið var við hávært samtal eða öskur á milli ákærð a og brotaþola. Þeir hefðu verið að rífast og það hefði eitthvað tengst tjóni á bifreið fyrirtækisins. Samtal þeirra hefði farið fram á ensku og vitnið hefði ekki skilið allt sem sagt var. Vitnið hefði fært sig frá þeim og verið að sinna sínum störfum en á fram fylgst með ákærða og brotaþola. Ákærði og brotaþoli hefðu staðið nálægt og á móti hvor öðrum. Vitnið hefði séð ákærða slá brotaþola hnefahögg í andlitið og brotaþola setjast niður á jörðina eftir að hafa fengið á sig höggið. Fjarlægð á milli vitnisins og ákærða og brotaþola hefði á þessum tíma verið um tuttugu til þrjátíu metrar. Vitnið hefði fært sig nær ákærða og brotaþola og þeir hefðu enn verið að tala saman. Vitnið hefði heyrt brotaþola tala um það að ákærði myndi ekki vinna lengur hjá fyrirtækinu . Vitnið kvaðst ekki hafa séð brota þola gera neitt líkamlegt við ákærða. Þá hefði vitnið séð að brota þoli var rauður í and litinu eftir höggið frá ákærða. 5. Lögreglumaður nr. [ E ] gaf skýrslu vitnis og staðfesti frumskýrslu sem hann ritaði vegna aðkomu lögreglu að málinu. Vitnið staðfesti að hafa komið umrædda nótt á starfs stöð hópbifreiðafyrirtækis á fyrrgreindum stað vegna tilkynningar um að maður hefði raknað úr roti eftir líka msárás og árásarmaðurinn væri farinn. Brotaþoli hefði verið á staðnum og lýst fyrir lög reglu atvikum eins og þau horfðu við honum. Í þeirri frá sögn hefði meðal annars komið fram að einhverjar erjur hefðu verið á milli brotaþola og árásar - mannsins og b rotaþoli hefði verið að stríða honum. Árásarmaðurinn hefði hrækt á brota þola og þeir farið að ýta hvor við öðrum og það hefði endað með því að árásar maður inn hefði kýlt brota þola. Þegar brotaþoli hefði ætlað að hringja hefði árásar maður inn slegið sí mann úr hönd unum á hon um og kýlt hann aftur. Brotaþoli hefði ekki munað hvað gerðist eftir það en þegar hann hefði rankað við sér eftir höggið hefði árásar maður inn verið farinn af staðnum. Brotaþoli hefði verið með blóð nasir og bólginn við vinstra aug a. Lögregla hefði einnig rætt við annað vitni á staðn um sem hefði sagst hafa séð meinta líkamsárás. Lög - reglumenn hefðu rætt við árásarmanninn síðar um nóttina á ann arri starfs stöð fyrirtækisins. Það hefði reynst vera ákærði en hann hefði ekki viljað r æða við lög reglu. Honum hefði verið heitt í hamsi og haft á orði að hann kynni að verja sig. 6. Lögregluvarðstjóri nr. [F] gaf skýrslu vitnis. Vitnið staðfesti að hafa komið um rædda nótt á starfsstöð hópbifreiðafyrirtækis vegna tilkynningar um meinta l íkamsárás. Starfs félagi vitnisins, lögreglumaður nr. [E] , hefði rætt við menn á staðnum og skráð niður upp lýsingar. Sjúkraflutningamenn hefðu einnig komið á staðinn en farið stuttu síðar. Vitnið hefði ekki verið í samskiptum við brotaþola og ekki séð hvort hann var með áverka. Lög regla hefði í framhaldi farið á aðra starfsstöð fyrirtækisins til að ræða við ákærða en hann hefði ekkert vilja ræða við lög reglu eða tjá sig um undangengin atvik. 7. D læknir gaf skýrslu vitnis símleiðis og staðfest i og gerði grein fyrir vottorði sem hann ritaði, dags. 5. febrúar 2018. Í framburði vitnisins kom meðal annars fram að vitnið hefði komið að frumskoðun brotaþola aðfaranótt 18. september 2017 á bráða móttöku Land spítalans. Brota þoli hefði um nóttina veri ð bólginn vinstra megin í andliti, með glóðar auga og blóð nasir. Áverkarnir hefðu verið ferskir og samrýmst frá sögn brota þola um hnefa högg í andlit. Grunur hefði verið uppi umrædda nótt um að brota þoli væri með brot í kinnbeini. Klínískt mat við l æknisskoðun hefði legið því til grund vallar en þar sem brota þoli hefði komið inn á bráðamóttöku um miðja nótt hefði ekki verið unnt að ganga úr skugga um brot með sneiðmyndatöku. Við útgáfu læknis vottorðs hefði hins vegar láðst að taka fram að grunur hefði verið uppi 8 um brot á þeim tíma. Þá væri þess ekki sér stak lega getið í læknanótu að grunur léki á broti í kinn beini en öllum hefði mátt vera ljóst að sá möguleiki væri fyrir hendi miðað við þær lýsingar sem voru gefnar um atvik. Um hefði verið að ræða högg á svæði neðan við vinstra auga og það væri líkleg orsök brotsins. Brot í kinnbeini hefði verið staðfest með sneiðmyndtöku við endur komu 24. sama mán aðar. Annar læknir hefði sinnt brota þola á þeim tíma. Þá kvaðst vitnið telja að rök rétt samh engi væri milli þess sem fram hefði komið við frum skoðun og þess sem fram kom við endurkomu. Brotið hefði verið á sama svæði í andliti brotaþola og hann hefði verið bólginn á umrædda nótt við frum skoðun. IV. Niðurstöður: Ákærði neitar sök. Sam kvæmt 10 8. gr. laga nr. 88/2008 hvílir á ákæruvaldinu sönnunar byrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag. Gerð hefur verið grein fyrir framburði ákærða, brotaþola og ann arra vitna fyrir dómi, sbr. III. kafla. Þá hefur verið gerð grein fyrir málsat vikum og sakar gögnum, sbr. II. kafla. Varnir ákærða til stuðn ings sýknukröfu byggjast á því að ekki hafi verið sýnt fram á að atvik hafi verið með þeim hætti sem greinir í ákæru og verkið hafi verið unnið í neyðar vörn. Ákærði hefur borið um það fyrir dómi að hafa um rædda nótt á fyrrgreindum vinnu stað kýlt brota þola tveimur hnefahöggum vinstra megin í andlitið. Hið fyrra hafi lent á kinn brotaþola og hið síðara aðeins neðar á andlitinu, en atvik hafi hins vegar verið með þeim hætti að fimm til tíu mí nútur hafi verið á milli fyrra og seinna höggs ins. Þá hefur ákærði jafnframt borið um það að hafa slegið í hönd brota þola sam hliða hinu síðara hnefa höggi. Fram burður ákærða fyrir dómi um fyrr greind atvik er í megin atriðum í sam ræmi við frambur ð brota þola og vitnisins B . Því til viðbótar hefur vitnið C lýst atvikum fyrir dómi þannig að helst samrýmist framburði ákærða, brotaþola og vitnisins B varðandi hið fyrra andlitshögg. Það sem helst skilur á milli fram burðar ákærða og annarra er hversu l angur tími leið á milli fyrra og seinna andlits höggs - ins. Miðað við það sem fram hefur komið við skýrslutökur af ákærða, brotaþola og vitninu B verður ráðið að einhver tími, mínúta eða fáeinar mínútur, hafi liðið á milli fyrra og seinna andlitshöggsins. T elst því sannað og verður lagt til grund vallar við úrlausn máls ins að ákærði hafi slegið brota þola tvö hnefa högg í andlitið en atvik hafi hins vegar verið með þeim hætti að stuttur tími hafi liðið á milli andlits högganna og þau hafi því ekki verið v eitt í einni samfellu. Þá telst einnig sannað, á grundvelli fyrr greinds framburðar ákærða og brotaþola, sem samrýmist framburði vitnisins B , að ákærði hafi slegið í hönd brota þola sam hliða hinu síðara hnefahöggi. Að mati dómsins rúmast framan greindir verknaðar þættir og röð þeirra nægjan lega innan verknaðar lýs ingar ákæru svo unnt sé að leggja þá lýs ingu til grund vallar við úrlausn málsins, sbr. c - lið 1. mgr. 152. gr. og 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008. Hvað varðar líkamlegar afleiðingar, ein s og þeim er lýst í ákæru, þá liggur fyrir, sam kvæmt áverkavottorði og framburði vitnisins D læknis, að brota þoli var umrædda nótt við frum skoðun á bráða - móttöku með blóðnasir og bólgu vinstra megin í andliti og voru áverkarnir ferskir. Þá kom fram hj á lækninum að þá sömu nótt var uppi grunur um að brota þoli væri jafn framt kinnbeinsbrot inn. Það hafi síðan verið staðfest með sneiðmyndatöku nokkrum dög um síðar. Brotið hafi verið á sama svæði í andliti og brotaþoli var bólg inn á við frum skoðun. Að f raman greindu virtu telst hafið yfir skyn sam legan vafa að ákærði hafi orðið valdur að þeim áverkum hjá brotaþola sem greinir í ákæru. Neyðarvörn er samkvæmt 12. gr. almennra hegningarlaga lögmæt réttarvörslu athöfn einstaklings, sem felur í sér nauð syn lega beina valdbeitingu gegn manni til þess að verjast eða afstýra ólögmætri árás á þann sem neyðarvörninni beitir, eða á einhvern annan mann. Þá ber við neyðar varnar verk að gæta þess að beita ekki vörnum sem séu aug sýni lega hættulegri en árásin og tjó n það sem af henni mátti vænta gaf ástæðu til. Gagnstætt fyrr greindri sönn unar reglu sam kvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 hvílir ekki á ákæru - vald inu að hnekkja stað hæfingu ákærða um atvik sem gætu horft honum til refsileysis, sbr. dóm Hæstaréttar í má li nr. 248/2000. Stendur þannig upp á ákærða við úrlausn málsins að sýna fram á að skilyrði neyðarvarnar séu uppfyllt svo leiði til sýknu. Varðandi fyrra and lits höggið þá hefur ákærði borið um það að brotaþoli hafi tekið um axlirnar á honum, auk þess se m brotaþoli hafi verið ógnandi með orðum og 9 athöfnum. Ákærði hafi því verið að verja sig gegn ólögmætri árás með því að slá brotaþola í andlitið. Brota þoli hefur borið um þessi atvik með talsvert öðrum hætti, nánar tiltekið að brotaþoli hafi fengið á sig hráka frá ákærða og hann því snúið við og gengið í áttina að honum. Ákærði hafi þá gengið pirr aður á móti honum og hann verið alveg uppi við hann. Brotaþola hafi fundist þetta vera ógnandi og hann ýtt eða reynt að ýta við ákærða sem þá hafi veitt honum fyrra hnefa höggið í andlitið. Framburður brotaþola um þessi atvik er í betra sam ræmi við fram burð vitn anna B og C en h vorugur þeirra hefur borið um það að brota þoli hafi tekið um axlirnar á ákærða eða verið ógnandi í hans garð. Að þessu virtu er ósann að að brotaþoli hafi gripið um axlirnar á ákærða, hótað honum eða verið ógn andi í hans garð í aðdraganda þess að ákærði kýldi hann fyrra sinnið í andlitið. Varð andi síðara andlits höggið og högg ákærða í hönd brotaþola, þá hefur ákærði borið um þa ð að hann hafi verið mjög hræddur og óttast það að brotaþoli væri með áhald í vas anum sem unnt væri að skaða hann með og hann hefði því brugðist við með þeim hætti sem hann gerði og slegið brotaþola högg á höndina og síðan fylgt því eftir með hnefahöggi í andlit brota þola. Brotaþoli hefur hins vegar borið um það að hafa haldið á síma og ætlað að hringja í samstarfsmann vegna þess sem á undan var gengið í sam skiptum við ákærða. Ákærði hafi þá veist að honum með því að slá símann úr hönd unum á honum og s lá hann síðan hnefa högg í andlitið. Vitnið B hefur borið um þessi atvik með áþekkum hætti og brota þoli. Að þessu virtu er ósannað að brotaþoli hafi í aðdraganda þessara atvika verið að ráðast á eða gera sig líklegan til að ráðast á ákærða með ólögmætum h ætti eða að ákærði hafi með réttu mátt draga þá ályktun að slík árás væri yfirvofandi. Að öllu framan greindu virtu er það mat dómsins að ákærða hafi ekki tekist sönnun fyrir því að skil yrði 1. og 2. mgr. 12. gr. almennra hegningarlaga eigi við í málinu. Samkvæmt öllu framangreindu verður ákærði sakfelldur fyrir þá háttsemi sem hon um er gefin að sök samkvæmt ákæru og er hún rétt heimfærð til laga. Samkvæmt sakavottorði, dags. 19. júní 2019, hefur ákærði ekki áður gerst brotlegur við refsilög og horfir það til málsbóta, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningar laga. Tafir hafa orðið á meðferð málsins sem eru ákærða óviðkom andi og verður litið til þess við ákvörðun refs ingar. Þá verður jafnframt tekið tillit til starfsmissis ákærða hjá um rædd u hóp bifreiða fyrirtæki í beinu fram haldi af umræddum atvikum. Varnir ákærða til stuðnings vara - og þrautavarakröfu, varðandi meintar hótanir, ógnandi hegðun, stór fellda móðgun brotaþola, samþykki og fleira í þeim dúr, byggjast fyrst og fremst á fram b urði ákærða og eiga sér ekki nægjanlega stoð í framburði brotaþola og vitna. Eru þau atvik því ósönnuð og verður ekki unnt að taka tillit til þeirra við refsiákvörðun. Af fram burði brota þola fyrir dómi verður hins vegar ráðið að hann kannist við að hafa verið að stríða ákærða og rífast við hann og farið úr að ofan til að sýna ákærða hvað hann væri sterkur. Getur það einnig samrýmst frumskýrslu og framburði lögreglumanns nr. [E] fyrir dómi, auk þess sem vitnin B og C hafa báðir borið um rifrildi á milli ák ærða og brotaþola í undanfara atvika. Verður því lagt til grundvallar að brotaþoli hafi verið með ertingar í garð ákærða og verður litið til þess við ákvörðun refsingar, sem máls bóta, sbr. loka málslið 3. mgr. 218. gr. c í almennum hegningarlögum, sbr. 12 . gr. laga nr. 20/1981 og 4. gr. laga nr. 23/2016. Brot ákærða beindist að mikilvægum verndar - hagsmunum og með tjóni fyrir brota þola og er tjónið varanlegt, eins og nánar greinir í umfjöllun um einka - réttar kröfu. Horfir þetta til refsiþyngingar, sbr. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 70. gr. almennra hegn ingarlaga. Að öllu framan greindu virtu þykir refsing ákærða hæfi lega ákveðin fang elsi í tvo mánuði en fresta skal fullnustu refs ingarinnar og falli hún niður að liðnu einu ári frá uppkvaðningu dóms þes sa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegn ingar laga, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Brotaþoli krefst skaða - og miskabóta að fjárhæð 1.524.600 krónur, auk vaxta og dráttar vaxta, en höfuðstól þeirrar bótakröf u sundurliðar brotaþoli nánar í tvo kröfuliði: 1. Miskabætur samkvæmt 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 1.500.000 krónur. 2. Sjúkrakostnaður samkvæmt 1. gr. laga nr. 50/1993 24.600 krónur. Þessu til viðbótar krefst brotaþoli málskostnaðar að álitum vegna vinnu lögmanns að með töldum virðis - aukaskatti. 10 Varðandi kröfulið nr. 1 þá liggur fyrir að ákærði hefur verið sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með því hefur ákærði verið fund inn sekur um að hafa valdið brotaþola líkamstjóni með ólögmætri og saknæmri hátt semi eins og áður greinir. Er því upp fyllt skil yrði a - liðar 1. mgr. 26. gr. laga nr. 50/1993, sbr. 13. gr. laga nr. 36/1999. Ákærði byggir meðal annars á því að þessi kröfu liður sé tölu lega of hár. Almennt má gera ráð fyrir miska v egna líkamstjóns af þeim toga sem hér um ræðir. Samkvæmt verknaðarlýsingu í ákæru, sem er studd áverka vottorði og liggur til grundvallar sakfellingu, hlaut brotaþoli blóðnasir, bólgu vinstra megin í andliti og brot í kinnbeini vinstra megin. Samkvæmt mats gerð, dags. 13. mars 2019, sem bótakrefjandi aflaði í tengslum við mat á tímabundinni og læknisfræðilegri örorku, glímir brotaþoli við varanlegar afleiðingar af háttsemi ákærða en varanleg læknis - fræðileg örorka hans hefur verið metin 8%. Var því um að ræð a talsverða röskun á högum hans þegar hann slas aðist með fyrrgreindum hætti. Að þessu virtu, og með vísan til almennrar dóma fram kvæmdar í málum af þessum toga, þykja miskabætur hæfilegar ákvarðaðar 600.000 krónur. Kröfuliður nr. 2 um tjón samkvæmt 1. gr. laga nr. 50/1993 vegna útlagðs kostnaðar á Landspítalanum er studdur gögn um og sætir tölulega ekki and mælum af hálfu ákærða. Verður þessi kröfuliður tekinn að fullu til greina. Að öllu framangreindu virtu verður ákærða gert að greiða brotaþola sk aða - og miska bætur, samtals að fjárhæð 624.600 krónur. Fyrir liggur að einkaréttarkrafa barst frá lögmanni brotaþola til embættis lög reglu stjórans á höfuðborgarsvæðinu 8. nóvember 2017. Krafan var fyrst kynnt fyrir ákærða við skýrslutöku hjá lö greglu 15. febrúar 2019. Að þessu virtu og með vísan til 1. málsl. 9. gr. laga nr. 50/1993 verður ákærða gert að greiða brota þola vexti og dráttar vexti af höfuð stól framangreindra skaða - og miskabóta eins og nánar greinir í dómsorði. Brotaþoli á tilkal l til máls kostnaðar úr hendi ákærða vegna bóta kröf unnar, sbr. 3. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008. Þá ber að taka tillit til þess að brotaþoli er ekki virðisauka skattsskyldur aðili í skilningi 3. gr., sbr. VII. kafla, laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, sbr. síðari breyt ingar. Þykir málskostnaður brotaþola hæfilega ákveðinn 350.000 krónur að teknu tilliti til virðisaukaskatts og verður ákærða gert að greiða brotaþola þann kostn að. Ákærða verður gert að greiða allan sakarkostnað málsins til ríkissjóðs, þar með talin málsvarnar laun skipaðs verjanda síns, Magnúsar Davíðs Norðdahl lögmanns, vegna vinnu á rannsóknarstigi og fyrir dómi, sem þykja hæfilega ákveðin 900.000 krónur að með töld um virðis aukaskatti. Þá verður ákærða gert að greiða 43.900 k rónur í annan sakar kostnað samkvæmt yfirliti ákæruvaldsins. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Kristmundur Stefán Einarsson aðstoðar saksóknari. Af hálfu ákærða flutti málið skipaður verjandi hans, Magnús Davíð Norðdahl lög maður. Af hálfu bótakrefjan da flutti málið Guðmundur Sæmundsson lögmaður í um boði Agnars Þórs Guðmundssonar lögmanns. Daði Kristjánsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómarinn tók við með ferð málsins 23. ágúst 2019 en hafði fram til þess engin afskipti haft af meðferð þess. D Ó M S O R Ð : Ákærði, Daniel Gidea, sæti fangelsi í tvo mánuði en fresta skal full nustu refs ingar innar og falli hún niður að liðnu einu ári frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði greiði A , kt. [...] , 624.600 krónur í skaða - og miskabætur, ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verð trygg ingu, frá 18. september 2017 til 15. mars 2019, en með 11 dráttarvöxtum sam kvæmt 1. mgr. 6. gr., s br. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags, auk 350.000 króna í máls kostnað. Ákærði greiði allan sakarkostnað málsins til ríkissjóðs, þar með talin málsvarnar laun skipaðs verjanda síns, Magnúsar Davíðs Norðdahl lögmanns, 900.000 krónur, og 43 .900 krónur í annan sakarkostnað.