LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 26. nóvember 2021. Mál nr. 433/2020 : Rakel Jóna Hreiðarsdóttir og Lína Sigríður Hreiðarsdóttir ( Ólafur Kjartansson lögmaður ) gegn Landsbank anum hf. ( Bjarni Þór Óskarsson lögmaður) Lykilorð Skuldabréf. XVII. kafli laga nr. 91/1991. Útdráttur L hf. krafði R og LS um greiðslu skuldar samkvæmt tveimur skuldabréfum sem þær gáfu út til L hf. Málið var höfðað sem skuldabréfamál á grundvelli 17. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Varnir R og LS voru einkum á því rei star að atvik væru með þeim hætti að ógilda bæri skuldbindingu þeirra með vísan til 32., 33. og 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga og óskráðra reglna um rangar og brostnar forsendur. L hf. hafnaði því að varnir R og LS kæm ust að þar sem þær væru ekki af þeim toga sem heimilað væri að kæmust að í skuldabréfamáli. Í dómi héraðsdóms, sem staðfestur var með vísan til forsendna í Landsrétti, kom fram að R og LS hefðu ekki með skriflegum gögnum aflétt þeirri sönnunarbyrði sem á þ eim hvíldi um að skilyrði væru til þess að ógilda skuldbindingu þeirra samkvæmt þeim skuldabréfum sem málið varðaði. Þá var ekki fallist á að krafan væri fyrnd þar sem kröfur samkvæmt skuldabréfum fyrnast á 10 árum, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda og L hf. krafðist aðeins greiðslu á gjaldfelldum höfuðstól skuldarinnar en ekki áfallinna samningsvaxta eða verðbóta eftir að skuldin var gjaldfelld. Kröfur L hf. voru teknar til greina en enginn tölulegur ágreiningur var um fjárhæð endanlegrar dómkröfu. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Jón Höskuldsson , Kristbjörg Stephensen og Þorgeir Ingi Njálsson . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýj endur skutu málinu til Landsréttar 13. júlí 2020 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 25. júní 2020 í málinu nr. E - 4171/2018 . 2 2 Áfrýjendur krefjast þess aðallega að kröfum stefnda verði vísað frá héraðsdómi en til vara að þær verði sýknaðar af þeim. Þá krefjast þær málskostnaðar í héraði og fyrir Land srétti. 3 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms með þeirri breytingu að áfrýjendur verði óskipt dæmdar til að greiða honum 8.794.451 krónu með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 4.950.355 krónum frá 17. apríl 2016 til 5. október 2017 en af 8.794.451 krónu frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar fyrir Landsrétti. Niðurstaða 4 Fallist er á þá niðurstöðu héraðsdóms samkvæmt úrskurðum hans 1. apríl og 26. júní 2019 að frávísun málsins verði ekki reist á því að dómkröfur stefnda á hendur áfrýjendum hafi ekki uppfyllt skýrleikakröfur d - liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þá verður ekki fallist á að stefndi hafi raskað upphaflegum málsgrundvelli með framlagningu n ánar tilgreindra gagna. Verður frávísunarkröfu áfrýjenda því hafnað. 5 Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur um fjárkröfu stefnda á þann hátt sem í dómsorði greinir. 6 Áfrýjendur verða dæmdar til að greiða stefnda í einu lagi málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Áfrýjendur, Rakel Jóna Hreiðarsdóttir og Lína Sigríður Hreiðarsdóttir, greiði óskipt stefnda, Landsbankanum hf., 8.794.451 krónu með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr . 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 4.950.355 krónum frá 17. apríl 2016 til 5. október 2017 en af 8.794.451 krónu frá þeim degi til greiðsludags. Áfrýjendur greiði stefnda óskipt 700.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Dómur Héraðsdómur Reykjavíkur 25. júní 2020 Mál þetta, sem dómtekið var 5. júní sl., er höfðað 19. nóvember 2018. Stefnandi er Landsbankinn hf., Austurstræti 11, Reykjavík, vegna Landsbankans hf. í Vestmannaeyjum. Stefndu eru Rakel Jóna Hreiðarsdóttir, Engjavö llum 5a, Hafnarfirði, og Lína Sigríður Hreiðarsdóttir, Klapparhlíð 20, Mosfellsbæ. Hinn 12. desember 2018 höfðaði stefnandi annað mál á hendur sömu stefndu og fékk það málsnúmerið E - 117/2019. Í þinghaldi 10. september 2019 voru málin sameinuð í eitt með ví san til a - liðar 1. mgr. 30. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, og er hið sameinaða mál rekið áfram undir málsnúmeri eldra málsins. Endanlegar dómkröfur stefnanda eru þær að stefndu verði dæmdar in solidum til að greiða stefnanda skuld að fjárhæð 8.818.519 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 3 38/2001, um vexti og verðtryggingu, af 4.974.423 krónum frá 17. apríl 2016 til 5. október 2017 en af 8.818.519 krónum frá 5. október 2017 til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostna ðar úr hendi stefndu. Stefndu krefjast sýknu af kröfum stefnanda auk málskostnaðar. Með úrskurðum, uppkveðnum 1. apríl og 26. júní 2019, var frávísunarkröfum stefndu hafnað. I Helstu málsatvik Mál þetta varðar innheimtu skuldar samkvæmt tveimur skul dabréfum sem stefndu gáfu út til stefnanda. Fyrra bréfið gaf stefnda Lína Sigríður út 14. janúar 2009, bréf númer 0189 - 36 - 093834. Samkvæmt skuldabréfinu viðurkennir stefnda Lína Sigríður að skulda Sparisjóði Suðurlands 3.000.000 króna. Þóra Bjarney Guðmund sdóttir og stefnda Rakel Jóna tókust á hendur in solidum sjálfskuldarábyrgð á láninu. Seinna bréfið gaf stefnda Rakel Jóna út 18. janúar 2009, bréf númer 0189 - 36 - 09833. Samkvæmt skuldabréfinu viðurkennir stefnda Rakel Jóna að skulda Sparisjóði Suðurlands 3 .000.000 króna. Þóra Bjarney Guðmundsdóttir og stefnda Lína Sigríður tókust á hendur in solidum sjálfskuldarábyrgð á láninu. Samhliða útgáfu skuldabréfanna undirrituðu báðar stefndu ásamt Þóru Bjarneyju skjal til ábyrgðarmanna þar sem m.a. kom fram að þær hefðu kynnt sér bækling stefnanda um sjálfskuldarábyrgð og óskuðu ekki eftir að greiðslugeta skuldara yrði metin. Andvirði framangreindra skuldabréfa var notað til að greiða upp tryggingarvíxl útgefinn af stefndu Rakel Jónu 1. febrúar 2007, upphaflega a ð fjárhæð 4.500.000 krónur. Víxillinn var samþykktur af Þóru Bjarneyju Guðmundsdóttur f.h. félagsins Karakters ehf. en stefnda Lína Sigríður var ábekingur. Víxillinn var gefinn út til tryggingar yfirdráttarskuld Karakters ehf. við Sparisjóð Suðurlands. Í j úlí 2008 ritaði sparisjóðurinn útgáfudag og gjalddaga á víxilinn og sendi til innheimtu. Framangreind skuldabréf voru gefin út í kjölfarið. Í þeim er meðal annars tilgreindur lánstími, fjöldi afborgana, fyrsti gjalddagi og fjöldi gjalddaga, vaxtaprósenta, verðtrygging og ábyrgðarmenn. S kuldab réfunum var skilmálabreytt, fyrra bréfinu einu sinni árið 2011 og síðara bréfinu þrisvar sinnum á árunum 2011 og 2012. Fólu þær skilmálabreytingar m.a. í sér að sjálfskuldarábyrgð Þóru Bjarneyjar Guðmundsdóttur var fell d niður. Fjármálaeftirlitið tók ákvörðun 29. mars 2015 þess efnis að Landsbankinn hf. tæki frá þeim degi við rekstri, eignum og skuldbindingum Sparisjóðs Vestmannaeyja ses., sem var í kjölfarið slitið. Stefnandi kveðst því vera eigandi að framangreindum skuldabréfu m og réttur aðili að málinu. Skuldabréfin séu í vanskilum. Elsti ógreiddi gjalddagi á bréfi útgefnu af stefndu Línu Sigríði sé 1. október 2015 og nemi gjaldfelldur höfuðstóll skuldarinnar alls 4.950.355 krónum. Á skuldabréfi útgefnu af stefndu Rakel Jónu s é elsti ógreiddi gjalddagi 1. júní 2013 og nemi gjaldfelldur höfuðstóll þeirrar skuldar alls 3.866.082 krónum. Þar sem innheimtutilraunir hafi ekki borið árangur sé stefnandi knúinn til að höfða mál þetta. Í þinghaldi 17. september 2019 lagði stefnandi f ram sókn þar sem fram koma endanlegar dómkröfur hans í hinu sameinaða máli. Þar hafa dómkröfur samkvæmt báðum stefnum verið lagðar saman, en um leið dró stefnandi úr kröfu sinni með því að falla frá kröfu um samningsvexti að fjárhæð 21.986 krónur. Við a ðalmeðferð málsins gáfu stefndu Rakel Jóna og Lína Sigríður aðilaskýrslu. Þá gaf skýrslu sem vitni móðir þeirra, Þóra Bjarney Guðmundsdóttir. II Málsástæður stefnanda Stefnandi byggir kröfu sína á meginreglum samningaréttar um skuldbindingargildi loforða og skyldu til að efna samninga en reglurnar fái m.a. stoð í lögum nr. 7/1936, um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Einnig reisir stefnandi kröfu sína á vanefndaákvæðum í bréfinu sjálfu. Stefnandi kveðst reka málið samkvæmt 17. kafla laga nr. 91/ 1991 um meðferð einkamála. Kröfur um dráttarvexti, þ.m.t. vaxtavexti, styður stefnandi við lög nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Krafa um málskostnað styðst við 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Krafa um virðisaukaskatt af málflu tningsþóknun sé reist á lögum númer 50/1988. Varðandi varnarþing vísast til 32. gr. laga nr. 91/1991. 4 III Málsástæður stefndu Stefndu hafna kröfu stefnanda og krefjast sýknu. Byggja stefndu sýknukröfu sína á því að skuldbinding þeirra vegna yfirdráttarskul dar Karakter ehf. sé ógildanleg með vísan til 36. gr. samningalaga nr. 7/1936, með síðari breytingum. Þá sé á því byggt að skuldbindingin sé ógildanleg á grundvelli 32. og 33. gr. sömu laga og reglna samningaréttarins um rangar og brostnar forsendur Stefnd u byggi í fyrsta lagi á því að ekki hafi stofnast fullgildur víxilréttur samkvæmt tryggingarvíxli að baki skuldabréfunum. Greiðandi hans hafi verið Þóra Bjarney Guðmundsdóttir. Hún hafi hins vegar ekki samþykkt víxilinn persónulega heldur fyrir hönd Karakt ers ehf. Þar sem greiðandi hafi ekki samþykkt víxilinn hafi ekki stofnast fullgildur víxill, sbr. þriðja kapítula víxillaga nr. 93/1933. Þá beri víxillinn með sér að gjalddagi hafi ekki verið fylltur út við útgáfu. Þegar gjalddagi sé ekki tilgreindur verði víxill gjaldkræfur við sýningu samkvæmt 2. mgr. 2. gr. víxillaga nr. 93/1933. Víxillinn hafi ekki verið sýndur til greiðslu. Breyting á víxli með útfyllingu gjalddaga breyti þar engu um og víxilréttur stofnist ekki við þá breytingu og hafi ekki áhrif á sk uldbindingu útgefanda eða ábekings, en víxillinn hafi verið sýningarvíxill þegar stefndu undirrituðu hann, sbr. 65. gr. víxillaga. Skuldbinding greiðanda og ábekings hafi því ekki stofnast eftir reglum víxilréttar. Þrátt fyrir að víxillinn hafi hvorki veri ð réttilega útfylltur né sýndur til greiðslu hafi sparisjóðurinn engu að síður haldið að stefndu að ganga frá skuldauppgjöri með útgáfu tveggja skuldabréfa. Þar sem ekki hafi verið fyrir hendi gild víxilskuldbinding sé skuldbinding samkvæmt skuldabréfinu ó gildanleg með vísan til 36. gr. laga nr. 7/1936, m.a. með vísan til hátternisskyldu sparisjóðsins eftir 19. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002. Þá hafi það jafnframt verið óheiðarlegt af sparisjóðnum og stefnanda, sem núverandi kröfuhafa sem leiði rétt sinn frá sparisjóðnum, að bera víxilinn, og skuldabréfin sem komu í hans stað, fyrir sig og skuldbindingin sé því ógildanleg með vísan til 33. gr. laga nr. 7/1936. Í annan stað hafi ekki farið fram greiðslumat á greiðanda víxilsins. Ljóst megi vera að stefndu hefðu aldrei undirgengist ábyrgð á skuldbindingum móður sinnar eða félagsins ef fyrir hefði legið greiðslumat. Félagið Karakter ehf. hafi orðið gjaldþrota 20. október 2008 og hafi Þóra Bjarney fengið greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara sem ha fi lokið með niðurfellingu skulda. Með vísan til samkomulags um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga frá 2001 hafi borið að greiðslumeta en það hafi ekki verið gert. Samkvæmt skilmálum sparisjóðsins skuli greiðslumat ávallt fara fram sé lánsfjárhæð hærri en 1.000.000 króna. Samkvæmt reglum sparisjóðsins sjálfs, eins og þær hafi birst á eyðublöðum hans, hafi sjóðnum borið að greiðslumeta. Það hafi ekki verið gert. Í skilmálunum sé ekki að finna fyrirvara um að aðeins skuli greiðslumeta vegna skulda einstakl inga. Þar sem greiðslumat hafi ekki farið fram og með vísan til framangreinds samkomulags, en einkum skilmála sparisjóðsins og hátternisskyldu hans skv. 19. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2001, sé óheiðarlegt og andstætt góðri viðskiptavenju að bera fyrir sig skuldbindingu stefndu skv. víxlinum. Því beri að ógilda skuldabréfin þar sem ekki hafi staðið gild ábyrgð að baki víxlinum. Ljóst sé að stefndu hefðu ekki undirgengist ábyrgð á skuldum félags sem hafi verið illa statt og orðið gjaldþrota í októb er 2008. Þá sé á því byggt að að skuldabréfin hafi verið gefin út í þeirri trú að fyrir hendi væri gild víxilskuldbinding. Kröfuhafi hafi vitað eða mátt vita að svo væri ekki og honum hafi jafnframt verið skylt að gæta sanngirni gagnvart stefndu. Skuldabr éfin séu því ógildanleg með vísan til 32. gr. laga nr. 7/1936, sem og meginreglna samningaréttar um brostnar og rangar forsendur. Ennfremur sé byggt á því að skuldin á þeim tékkareikningi sem að baki lá sé röng. Í febrúar 2008, þegar rekstur söluturns féla gsins Karakters ehf. var seldur, hafi skuld félagsins á reikningnum numið 2.526.431 krónu. Engin gögn hafi verið færð fram sem styðji réttmæti millifærslu stefnanda af reikningi félagsins 24. júní 2008, en sem fjármálafyrirtæki verði stefnandi að bera hall ann af því. Með vísan til alls framangreinds sé á því byggt að háttsemi sparisjóðsins fyrir útgáfu skuldabréfanna, staða samningsaðila og önnur atvik, sem og hátternisregla 19. gr. laga nr. 161/2002, leiði til þess að skuldbinding samkvæmt bréfunum sé ógil danleg í heild eða að hluta á grundvelli laga nr. 7/1936. Háttsemi upphaflegs kröfuhafa og kröfugerð stefnanda eins og hún sé sett fram samrýmist ekki skyldum stefnanda til að starfa í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur á fjármálam arkaði og 5 annast viðskipti sín af fagmennsku og kostgæfni með hagsmuni viðskiptamanna og trúverðugleika fjármálamarkaðarins að leiðarljósi. Stefnandi hafi með kröfugerð sinni, sem sé langt umfram réttmæta kröfu, krafið stefndu um greiðslu umfram skyldu. U pplýsingar um kröfuna hafi verið settar fram með misvísandi og blekkjandi hætti, m.a. hafi stefnandi haldið fram kröfu sem sé að hluta til fyrnd. Með hliðsjón af þessu og hátternisskyldu stefnanda beri að sýkna stefndu. Þá sé sérstaklega á því byggt að áb yrgðarskuldbinding hvorrar stefndu fyrir sig samkvæmt skuldabréfi hinnar sé ógildanleg með vísan til 36. gr. laga nr. 7/1936, þar sem ekki hafi farið fram greiðslumat vegna skuldabréfanna. Samkvæmt reglum sparisjóðsins hafi borið að greiðslumeta skuldara þ egar skuldbinding var umfram 1.000.000 króna. Ekkert greiðslumat hafi farið fram og með vísan til rökstuðnings hér að framan er varði ábyrgðarskuldbindingu skv. víxlinum, að breyttu breytanda, beri að ógilda sjálfskuldarábyrgð þeirra. Þá sé á því byggt að a.m.k. hluti kröfu stefnanda sé fyrndur. Samkvæmt stefnu sé elsti ógreiddi gjalddagi annars skuldabréfsins 1. júní 2013. Þó stefnandi hafi enga grein gert fyrir því í stefnu hvernig stefnufjárhæðin sé til komin sé ljóst að stefnufjárhæðin sé hærri en eftir stöðvar höfuðstóls við síðustu skilmálabreytingu. Þá liggi enn fremur fyrir að greitt hafi verið af bréfinu í eitt ár eftir þá skilmálabreytingu. Samkvæmt 3. gr. laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda sé almennur fyrningarfrestur fjögur ár. Sérákvæði 5. gr. laganna gildi ekki um vexti og verðbætur. Því sé á því byggt að gjaldfallnar afborganir hafi fyrnst á fjórum árum. Sé því ljóst að hluti kröfu stefnanda hafi verið fyrndur þegar mál þetta var höfðað. Stefndu geti ekki borið hallann af því að óljóst sé að hversu miklu leyti krafan sé fyrnd vegna vankanta á málatilbúnaði stefnanda þar sem enga sundurliðun sé að finna í stefnu á því hvernig stefnufjárhæðin sé tilkomin. Því beri að sýkna stefndu af kröfum stefnanda eins og þær séu settar fram. Stefndu ví si til ákvæða laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, einkum 80. gr. og 17. kafla laganna. Þá sé vísað til XXI. kafla laganna varðandi málskostnað. Loks sé vísað til ákvæða 32. gr., 33. og 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga , sem og 19. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 og annarra laga sem vísað sé til hér að framan. IV Niðurstaða Mál þetta er höfðað sem skuldabréfamál á grundvelli 17. kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, sbr. c - lið 117. gr. laganna. Í texta þeirra skuldabréfa sem deilt er um er ákvæði þess efnis að r Héraðsdómi Suðurlands samkvæmt málið sem skuldabréfamál þar sem heimild til þess sé bundin við að málið sé höfðað fyrir Héraðsdómi Suðurlands. Dómurinn telur augljóst að tilvitnað ákvæði skuldabréfanna feli í sér blöndu af tveimur sjálfstæðum heimildarreglum, þ.e. annars vegar heimild til að reka málið á tilteknu varnarþingi og hins vegar heimild til að reka það sem skuldabréfamál. Sú skýring blasi við s amkvæmt orðanna hljóðan og sé nærtækari hverjum sem les ákvæðið, fremur en sú þrönga merking sem stefndu byggja á að sé rétt skýring. Er því fallist á að málið sé réttilega rekið sem skuldabréfamál skv. reglum 17. kafla laga nr. 91/1991, þótt málið sé höfð að fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. E ngir ágallar eru á bréfunum sem koma í veg fyrir að mál til innheimtu þeirra verði rekið eftir reglum þess kafla. Stefnandi hafnar því að varnir stefndu komist að í málinu þar sem þær séu ekki af þeim toga sem heimilað er að komist að í skuldabréfamáli, sbr. 1. og 3. mgr. 118. gr. laganna. Í 1. og 3. mgr. 118. gr. laga nr. 91/1991 eru tilgreindar þær varnir sem stefndu geta haft uppi í máli af þessu tagi. Þau atriði sem talin eru upp í 1. mgr. greinarinnar eiga ekki við og er ekki á þeim byggt, samkvæmt því sem fram kom við munnlegan málflutning. Í 3. mgr. 118. gr. laga nr. 91/1991 segir að í skuldabréfamáli geti stefndi einnig komið að vörnum ef hann á ekki að sanna þær staðhæfingar sem varnirnar byggjast á eða unnt er að sanna staðhæfingarnar með skjölum sem hann hefur þegar lagt fram. Eins og að framan er rakið, í kafla III, eru varnir stefndu einkum á því reistar að atvik máls séu með þeim hætti að ógilda beri skuldbindingu þeirra með vísan til 32., 33. og 36. gr. laga nr. 7/1936 og óskráðra réttarreglna um rangar og brostnar forsendur. Fyrir því að svo hátti til bera stefndu sönnunarbyrði 6 og þurfa þær í máli þessu, sem rekið er sem skuldabréfamál, að sanna staðhæfingar sínar með vísan til skjala málsins. Stefndu hafa ek ki með vísan til gagna málsins sýnt fram á að ekki hafi verið um gilda víxilskuldbindingu að ræða að baki þeirri skuld sem skuldabréfin voru gefin út vegna. Víxillinn ber með sér að greiðandi hans og samþykkjandi sé félagið Karakter ehf. Þá hafa stefndu ek ki sýnt fram á það með gögnum málsins að skuldin að baki skuldbindingu þeirra sé röng. Loks verður skuldbinding stefndu ekki ógilt í heild af þeirri ástæðu einni að stefnandi lét ekki fara fram greiðslumat, hvorki við útgáfu tryggingarvíxilsins á árinu 200 7 né við útgáfu skuldabréfanna á árinu 2009, í samræmi við eigin reglu í orðsendingu til ábyrgðarmanna fjárskuldbindinga um að greiðslumat færi ávallt fram ef lánsfjárhæð væri hærri en 1.000.000 króna. Ef leysa á stefndu undan skuldbindingunni verður að fi nna slíkri ógildingu stoð í reglum samningaréttar. Hafa stefndu ekki með skriflegum gögnum aflétt þeirri sönnunarbyrði sem á þeim hvílir um að skilyrði séu til þess að ógilda skuldbindingu þeirra samkvæmt þeim skuldabréfum sem mál þetta varðar. Loks byggj a stefndu á því að krafan sé fyrnd, a.m.k. hluti hennar, þar sem gjaldfallnar afborganir fyrnist á fjórum árum samkvæmt 3. gr. laga nr. 150/2007, um fyrningu kröfuréttinda. Stefndu byggja þessa vörn á skjali þar sem fram kemur að elsti ógreiddi gjalddagi s kuldar samkvæmt skuldabréfi því sem stefnda Rakel Jóna gaf út sé 1. júní 2013. Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 150/2007 fyrnast kröfur samkvæmt skuldabréfi á tíu árum, en það á þó ekki við um vexti og verðbætur sem fyrnast á fjórum árum, í samræmi við alm ennan fyrningarfrest 3. gr. laganna. Samkvæmt ákvæðum skuldabréfsins sjálfs tekur höfuðstóll skuldarinnar breytingum á hverjum gjalddaga í samræmi við vísitölu neysluverðs. Fyrir liggur að stefnandi krefst í máli þessu aðeins greiðslu á gjaldfelldum höfuðs tól skuldarinnar en ekki áfallinna samningsvaxta eða verðbóta eftir að skuldin var gjaldfelld 1. júní 2013. Um fyrningu kröfunnar fer því eftir 1. mgr. 5. gr. laga nr. 150/2007 og var krafan því ófyrnd er mál þetta var höfðað í nóvember 2018. Með vísan ti l alls framanritaðs hefur stefndu ekki tekist að sanna með skjölum þær staðhæfingar sem varnir þeirra byggjast á. Frekari varnir komast ekki að í málinu gegn mótmælum stefnanda, sbr. 1. og 3. mgr. 118. gr. laga nr. 91/1991. Að þessu gættu ver ða kröfur stef nanda teknar til greina, en enginn tölulegur ágreiningur er um fjárhæð endanlegrar dómkröfu stefnanda og engar athugasemdir hafa verið gerðar við upphafstíma dráttarvaxta, sem miðast við það er mánuður var liðinn frá dagsetningu greiðsluáskorunar sem birt var við gjaldfellingu hvors skuldabréfs fyrir sig. Verða stefndu því dæmdar sameiginlega til að greiða stefnanda hina endanlegu stefnufjárhæð, með dráttarvöxtum eins og krafist er. Eftir þessum úrslitum ber að dæma stefndu sameiginlega (in solidum) til að greiða stefnanda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn eins og í dómsorði greinir. Við ákvörðun málskostnaðar er tekið tillit til virðisaukaskatts og þess að höfða hefði mátt eit t mál um sakarefnið í öndverðu, sbr. 4. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991. Af hálfu stefnanda flutti málið Fríða Thoroddsen lögmaður, en af hálfu stefndu flutti málið Ólafur Kjartansson lögmaður. Hildur Briem héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndu, Rakel Jóna Hreiðarsdóttir og Lína Sigríður Hreiðarsdóttir, greiði stefnanda, Landsbankanum hf., sameiginlega (in solidum) 8.818.519 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 af 4.974.423 krónum frá 17. apríl 2016 til 5. o któber 2017 en af 8.818.519 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Stefndu greiði stefnanda sameiginlega 900.000 krónur í málskostnað.