LANDSRÉTTUR Úrskurður fimmtudaginn 25. nóvember 2021. Mál nr. 692/2021 : A (Garðar Steinn Ólafsson lögmaður ) gegn velferðarsviði Reykjavíkurborgar (Theodór Kjartansson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Nauðungarvistun. Sératkvæði. Útdráttur Sóknaraðili var nauðungarvistaður með ákvörðun sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu 8. nóvember 2021 og var sú ákvörðun staðfest með hinum kærða úrskurði héraðsdóms. Í úrskurði Landsréttar kom fram að nauðungarvistun á grundvelli lögræðislaga nr. 71/1997 fæl i í sér afdrifaríka takmörkun á rétti manns til frelsis sem njóti verndar 67. gr. stjórnarskrárinnar og 5. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Heimildir lögræðislaga til nauðungarvistunar yrðu því ekki skýrðar rýmkandi skýringu. Þá var á kvæði 2. mgr. 19. gr. lögræðislaga rakið sem og lögskýringargögn að baki því en af þeim yrði ráðið að geðhvarfasýki teldist ekki til alvarlegs geðsjúkdóms í skilningi laganna nema geðrofseinkenna yrði vart með þeirri geðhæð eða geðlægð sem sjúkdómnum fylgj a. Ekki yrði fullyrt af gögnum málsins að sóknaraðili hafi verið með geðrofseinkenni, í sjálfsvígshættu eða annarri nánar tiltekinni bráðri hættu þegar gripið var til nauðungarvistunar hans á sjúkrahúsi. Samkvæmt því yrði ekki talið að skilyrði 3. mgr., sb r. 2. mgr. 19. gr. lögræðislaga hefðu verið uppfyllt fyrir því að vista hann þar gegn vilja sínum til meðferðar í allt að 21 sólarhring. Var hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Arnfríður Einarsdóttir , Jóhannes Sigurðsson og Oddný Mjöll Arnardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 11. nóvember 2021 . Greinargerð varnaraðila barst réttinum 23. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 11. nóvember 2021 í málinu nr. L - /2021 þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að felld yrði úr gildi ákvörðun sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu 8. nóvember 2021 um nauðungarvistun sóknaraðila á sjúkrahúsi. Kæruheimild er í 1. mgr. 16. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. 2 2 Sóknaraðili krefst þess að fyrrgreind ákvörðun sýslumanns um nauðungarvistun verði felld úr gildi. Þá krefst hann þóknunar til handa skipuðum talsmanni sínum fyrir Landsrétti. 3 Varnaraðili krefst st aðfestingar hins kærða úrskurðar. Niðurstaða 4 Samkvæmt 3. mgr. 19. gr. lögræðislaga má með samþykki sýslumanns vista sjálfráða mann gegn vilja sínum í sjúkrahúsi til meðferðar í allt að 21 sólarhring ef fyrir hendi eru ástæður þær sem greinir í 2. mgr. sama ákvæðis og nauðungarvistun er óhjákvæmileg að mati læknis. Samkvæmt 2. mgr. eru skilyrði slíkrar nauðungarvistunar þau að maður sé haldinn alvarlegum geðsjúkdómi eða verulegar líkur eru taldar á að svo sé eða ástand hans er þannig að jafna megi til alvarlegs geðsjúkdóms. Sama gildi ef maður á við alvarlega áfengi sfíkn að stríða eða ofnautn ávana - og fíkniefna. 5 Í skýringum með ákvæði 2. mgr. 19. gr. í frumvarpi til lögræðislaga segir að reglur frumvarpsins um nauðungarvistun séu fyrst og fremst í þágu þess einstaklings sem á að vista og eigi þær að tryggja að veita megi honum nauðsynlega læknishjálp. Þá er samheiti yfir geðraskanir sem einkennast af verulegum hugsanatruflunum og dómgreindarbresti, samsvarar nokkurn veginn hugtakinu geðrof (ps ychosis) sem í aðsóknargeðrof (paranoid psychosis), geðlægð (depressio) með geðrofseinkennum, geðhæð (ma nia) með geðrofseinkennum og óráð (delirium) vegna fráhvarfs geðvirkra ljóst að lögræðislög gera ráð fyrir því að til grundvallar nauðungarvistun þurfi að liggja geðsjúkdómur se m lýsi sér þannig á þeirri stundu sem nauðungarvistun er ákveðin að tengsl sjúklings við raunveruleikann hafi rofnað. Fari nauðungarvistun fram á slíkum grundvelli verður jafnframt talið að áframhaldandi nauðungarvistun sé heimil á grundvelli 3. mgr. 19. g r. eða 29. gr. a laganna í því skyni að meðhöndla sjúkdóminn með fullnægjandi hætti, telji læknir það óhjákvæmilegt. 6 Eins og að framan greinir er í öðru lagi heimilt að nauðungarvista mann ef verulegar líkur er á því að hann sé haldinn alvarlegum geðsjúkd ómi í framangreindum skilningi en í því tilviki kemur fram í skýringum með 2. mgr. 19. gr. lögræðislaga að þegar um bráðageðveiki sé að ræða sé ógjörningur að koma við nákvæmri greiningu utan sjúkrahúss. Þyki því rétt að heimila nauðungarvistun til þess að unnt sé að framkvæma nauðsynlega rannsókn og veita viðkomandi þá meðferð sem brýn er að mati lækna. Í þriðja lagi er heimilt að beita nauðungarvistun þegar ástand einstaklings er þannig að jafna megi til alvarlegs geðsjúkdóms í framangreindum skilningi. S amkvæmt skýringum með ákvæðinu er því ætlað að ná til andlegs sjúkleika sem í hefðbundnum skilningi falli ekki undir hugtakið alvarlegur geðsjúkdómur en þar er lystarstol á 3 lífshættulegu stigi meðal annars nefnt sem dæmi. Er tekið fram að rík nauðsyn geti verið til að nauðungarvista einstakling í því ástandi til verndar lífi og heilsu hans. Í fjórða lagi er síðan heimilað að nauðungarvista þá sem eiga við alvarlegan fíknivanda að stríða en í skýringunum kemur fram að í þeim tilvikum sé heimilt að færa mann í sjúkrahús til afeitrunar. 7 Nauðungarvistun á grundvelli 19. gr. lögræðislaga felur í sér afdrifaríka takmörkun á rétti manns til frelsis sem nýtur verndar í 67. gr. stjórnarskrárinnar og 5. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Verða hei mildir lögræðislaga til nauðungarvistunar því ekki skýrðar rýmkandi skýringu. 8 Samkvæmt vottorði 7. nóvember 2021 frá B lækni var óskað nauðungarvistunar sóknaraðila í 21 dag á grundvelli 3. mgr. 19. gr. lögræðislaga með vísan til þess að hann væri haldinn alvarlegum geðsjúkdómi. Samkvæmt vottorðinu er hann með sögu sóknaraðili hafi viðurkennt Þá segir að sóknaraðili sýni bæði einkenni geðhæðar og geðlægðar en hvorki hafi komið fram geðrofseinkenni né sjálfsvígshugsanir. Sjúkdómsinnsæi sóknar aðila og meðferðarheldni væri aftur á móti ábótavant auk þess sem mögulegt væri að hann væri í neyslu. Þ annig hefði göngudeildarmeðferð ekki gengið og hætta á því að sjúkdómseinkenni ágerist ef hann verði útskrifaður. Fyrir héraðsdómi staðfesti B vottorðið. Greindi hún svo frá að hún hefði ekki hitt sóknar aðila síðan vottorðið var ritað og að ekki hefðu bein línis komið fram geðrofseinkenni hjá honum í viðtali hennar við hann. Þá staðfesti hún að ekki hefði verið óskað nauðungarvistunar á grundvelli fíknisjúkdóms enda hefði hún ekki getað staðreynt neyslu hjá sóknar aðila. Kvaðst hún hafa vitað að sóknar aðili h efði komið í margar innlagnir að undanförnu og hafa verið kunnugt um miklar áhyggjur meðferðaraðila í [...] af honum. Því hefði hún talið ástæðu til að grípa inn með nauðungarvistun á þessum tímapunkti. 9 Meðferðarlæknir sókna raðila, C , gaf einnig skýrslu í héraði. Kvað hún sókna raðila hafa verið óstöðugan vegna geðhvarfasýki lengi. Hann hefði bæði farið í mjög háar maníur og svartar þunglyndislotur með sjálfsvígshættu. Hann væri nú í sinni þriðju innlögn síðan í október síðastliðnum en hefði áður útskrifað sjálfan sig gegn læknisráði. Hann hefði ekki verið að taka lyfin sín og verið kominn í neyslu og því verið hratt versnandi af manískum einkennum. Hann hafi í raun ekki samþykkt að taka ráðlagðan lyfjaskammt fyrr en 10. nóvember síðast liðinn en sýni nú innsæi í að hann sé ör. Sóknara C sammála því mati hans. Hún kvað sókn araðila aftur á móti á viðkvæmum stað í meðferð sinni. Þar sem hann hefði sögu um djúpar þunglyndislotu r væru efni til að fylgjast vel með honum næstu daga og fylgja lyfjagjöf eftir. 10 Sóknaraðili er haldinn geðhvarfasýki sem kann að teljast til alvarlegs geðsjúkdóms í almennum skilningi. Samkvæmt skýringum með ákvæði 2. mgr. 19. gr. í frumvarpi 4 til lögræðisl laganna nema geðrofseinkenna verði vart með þeirri geðhæð eða geðlægð sem sjúkdómnum fylgja. Verður ákvæðið sem fyrr greinir ekki skýrt rýmkandi skýringu að þessu leyti. Ekki verður ful lyrt af gögnum málsins að sóknar aðili hafi verið með geðrofseinkenni, í sjálfsvígshættu eða annarri nánar tiltekinni bráðri hættu þegar gripið var til nauðungarvistunar hans í sjúkrahúsi. Samkvæmt því verður ekki talið að skilyrði 3. mgr., sbr. 2. mgr. 19. gr. lögræðislaga séu uppfyllt fyrir því að vista hann þar gegn vilja sínum til meðferðar í allt að 21 sólarhring. Verður hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi og fallist á kröfu sóknaraðila í málinu. 11 Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga greiðist úr r íkissjóði þóknun skipaðs talsmanns sóknaraðila sem ákveðin er að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í úrskurðarorði greinir. Úrskurðarorð: Ákvörðun sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu 8. nóvember 2021 um að vista sóknaraðila, A , áfram á Landspítala í al lt að 21 sólarhring er felld úr gildi. Þóknun skipaðs talsmanns sóknaraðila fyrir Landsrétti, Garðars Steins Ólafssonar lögmanns, 167.400 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Sératkvæði Jóhannesar Sigurðssonar 1 Ég er ekki sammála forsendum og niðurstöðu atkvæðis meirihluta dómenda. 2 Fyrir liggur læknisvottorð B yfirlæknis á móttökugeðdeild Landspítalans 7. nóvember 2021 sem unnið var að beiðni C meðferðarlæknis sóknaraðila. Í vottorðinu er því lýst að sóknaraðili eigi að baki sögu um margar innlagnir á geðdeild og að hann sé nú í sjöttu innlögn á geðdeild á þessu ári. Í niðurstöðu vottorðsins kemur fram að að sóknaraðili sé nú í með einkenni bæði maníu og depurðar á sama tíma. Hann hafi ekki sinnt lyfjameðferð að undanförnu auk þess sem hann hafi líklega verið í neyslu róandi lyfja og sveppa. Sóknaraðili er í vottorðinu greindur með alvarlegan geðsjúkdóm auk þess sem því er lýst a ð meðferð utan deildar hafi verið reynd en ekki gengið vegna lélegrar meðferðarheldni og hugsanlegrar neyslu. Jafnframt er tekið fram að mikil hætta sé á því að sjúkdómseinkenni hans muni ágerast með tilheyrandi hættu fyrir líf og heilsu ef hann útskrifast . Þá kemur fram í vottorðinu yfirlýsing læknis um að nauðungarvistun sé óhjákvæmileg þar sem meðferð utan deildar sé fullreynd og mikil hætta á því að sjúkdómseinkenni ágerist með tilheyrandi hættu fyrir líf og heilsu. 5 3 Í hinum kærða úrskurði kemur fram að framangreindir læknar hafi komið fyrir dóm og staðfest vottorðið. Fyrir héraðsdómi lýstu þeir sjúkdómseinkennum sóknaraðila og sögu hans nánar og staðfestu að þeir teldu nauðungarvistun nauðsynlega. Framburðir þeirra eru að nokkru raktir í hinum kærða úrs kurði og atkvæði meirihluta dómenda. 4 Svo sem rakið er í atkvæði meirihluta dómenda er skilyrði nauðungarvistunar, samkvæmt 2. mgr. 19. gr. lögræðislaga nr. 71/1997, að einstaklingur sé haldinn alvarlegum geðsjúkdómi eða verulegar líkur eru taldar á að svo sé eða ástand hans er þannig að jafna megi til alvarlegs geðsjúkdóms. Samkvæmt þessu verður að minnsta kosti að vera hægt að jafna ástandi þess sem er nauðungarvistaður við alvarlegan geðsjúkdóm. Í athugasemdum við 18. gr. í frumvarpi til lögræðislaga er t ekið fram að alvarlegur geðsjúkdómur í skilningi ákvæðisins sé samheiti yfir geðraskanir sem einkennast af verulegum hugsanatruflunum og dómgreindarbresti sem samsvari nokkurn veginn hugtakinu geðrof. Utan hugtaksins falli á hinn bóginn til dæmis hugraskan ir og streitukenndar raskanir sem einkennast af kvíða, fælni og þráhyggju svo og persónuleikaraskanir og þroskahefting. Þá er tekið fram í athugasemdunum við 18. gr. að við mat á því hvort jafna megi ástandi einstaklings til alvarlegs geðsjúkdóms sé fyrst og fremst átt við alvarlegt sjúklegt ástand einstaklings sem falli ekki undir hugtakið geðsjúkdómur. Eru þar rakin nokkur dæmi, meðal annars um meiriháttar geðshræringu og fleira. 5 Þótt læknarnir hafi staðfest að þeir hafi ekki greint geðrof hjá sóknaraðila eru ekki komin fram nein gögn í málinu eða röksemdir sem að mínu mati hnekkja því mati læknanna að ástand sóknaraðila sé að minnsta kosti þannig að jafna megi til alvarlegs geðsjúkdóms. 6 Með framangreindu læknisvottorði og framburði fyrir dómi hafa læknarn ir staðfest það mat sitt að sóknaraðili sé haldinn alvarlegum geðsjúkdómi og að óhjákvæmilegt sé að nauðungarvista hann og eru þannig uppfyllt skilyrði fyrir 21 sólarhrings nauðungarvistun samkvæmt 3. mgr. 19. greinar lögræðislaga sbr. 2. mgr. sömu greinar . Að framangreindu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar tel ég að staðfesta eigi hann. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 11. nóvember 2021 1. Með kröfu dagsettri 9. nóvember 2021, sem barst dóminum síðar sama dag, krefst sóknaraðili, A , kt. , , , nú með dvalarstað á , Landspítala, þess að felld verði úr gildi ákvörðun sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu frá 8. nóvember sl., um að vis ta hann áfram á Landspítala, í allt að 21 sólarhring. Krafa sóknaraðila er reist á því að skilyrði nauðungarvistunar séu ekki fyrir hendi, sbr. 2. mgr. 19. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Jafnframt krefst sóknaraðili þess að málskostnaður skipaðs talsmanns hans greiðist úr ríkissjóði sbr. 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga. 2. Varnaraðili krefst þess að ákvörðun sýslumannsins um áframhaldandi nauðungarvistun sóknaraðila verði staðfest. 6 3. Málið var þingfest í dag og tekið til úrskurðar samdægurs. Sóknaraðili sem er í einangrun á geðde ildinni vegna , gaf skýrslu gegnum fjarfundarbúnað í upphafi þinghaldsins. Þá var tekin símaskýrsla af vitninu B yfirlækni á á Landspítala og C yfirlækni og meðferðarlækni sóknaraðila. Skipaður talsmaður sóknaraðila kom fyrir dóminn til þess að mæla fyrir kröfum hans. 4. Um helstu málsatvik vísar varnaraðili til málsatvikalýsingu í fyrirliggjandi gögnum og framlögðu læknisvottorði. Málsatvik eru í stuttu máli þau að sóknaraðili var nauðungarvistaður á Landspítala í allt að 72 klukkustundir með á kvörðun yfirlæknis deildarinnar 5. nóvember sl., eftir að hann hafði sjálfviljugur lagst inn á sjúkrahúsið, þangað sem hann kom í fylgd lögreglu 4. nóvember sl. Hann hafi þá verið með einkenni maníu. Var sóknaraðili þá metinn í örlyndi. Við innlögn fundust hjá sóknaraðila sveppir og róandi lyf og þá mun hann hafa reynt að fá vin sinn til að smygla til sín lyfjum. 5. Í fyrirliggjandi beiðni um nauðungarvistun kemur fram að sóknaraðili sé ára karlmaður með sögu um [...] og fíknivanda. Hann búi einn og sé í þjónustu hjá LHS. Innlögn hans nú sé hin þriðja á stuttum tíma. Sóknaraðili eigi að baki margar innlagnir á geðdeild og þessi sé hin sjötta á árinu. Í innlögninni hafi borið á örlyndi, talþrýsingi, slæmum svefni og skorti á sjúkdómsinnsæi. Sóknaraðili hafi ekki tekið þau lyf sem hann hafi átt að taka samkvæmt fyrirmælum. Lyfjamælingar nú hafi sýnt að hann hafi ekki tekið Lithium sem hann sé á vegna sjúkdóms síns. Sömuleiðis kemur fram að sóknaraðili virðist ekki hafa leyst þau lyf út frá því í mars sl. Sóknaraðili sé með einkenni maníu og depurðar á sama tíma og mikil hætta á að þau einkenni ágerist ef hann úrskrifist nú. 6. Með ákvörðun sýslumannsins fylgdi læknisvottorð B geðlæknis, dags. 7. nóvember sl., þar sem farið var yfir sjúkdómsferil sóknaraðila og félagslegar aðstæður hans nánar. Þar kemur fram að við komu hafi fundist sveppir á sóknaraðila og róandi lyf. Hann hafi ekki skilað þvagi í fíkniefnaleit. Í ljós hafi ko mið að sóknaraðili hafi fengið útskrifað örvandi lyf frá lækni og móðir sóknaraðila talið að geðrænt ástand hans hefði þá versnað. 7. Um ástand sóknaraðila segir í nefndu vottorði að sóknaraðili kannist ekki við að vera ör, sé frekar leiður, hann segist hugl eiða fimm tíma á dag og hafi þjáðst af minnisleysi, fugue. Hann hafi verið í hugrofi sem lýsi sér m.a. með því að hann fari út úr líkamanum. Hann vilji alls ekki vera á sjúkrahúsi en viðurkenni að vera með bipolar geðsjúkdóm. Þá segir að sóknaraðili hafi e kki geðrofseinkenni á formi ranghugmynda eða ofskynjana. Hann sé ekki með sjálfsvígshugsanir, en sjúkdómsinnsæi sé mjög skert. Er það mat læknisins að sóknaraðili sé með alvarlegan geðsjúkdóm, meðferð utan deilda hafi verið reynd og ekki gengið vegna léle grar meðferðarheldni og hugsanlegrar neyslu. Mikil hætta sé á að sjúkdómseinkenni ágerist með tilheyrandi hættu fyrir líf og heilsu sóknaraðila ef hann útskrifist nú. Nauðungarvistun sé því óhjákvæmileg. 8. B yfirlæknir gaf skýrslu fyrir dóminum gegnum síma. Hún staðfesti framangreint læknisvottorð og það sem þar kemur fram. Hún kvað blóðprufur sem teknar voru af sóknaraðila við innlögn og upplýsingar ú lyfjagrunni Landlæknis sýna að sóknaraðili hefði ekki tekið lyf við sjúkdómi sínum. Hún kvað og ósennilegt að einkenni sjúkdómsins gengju til baka á skömmum tíma. Hún kvað sjúkdóm sóknaraðila vera alvarlegan geðsjúkdóm og að nauðungarvistun hefði verið nauðsynleg þegar hún hitti hann sl. sunnudag. Vitnið C , meðferðarlæknir sóknaraðila, greindi frá því í skýrsl u sinni fyrir dómi að sóknaraðili hefði verið mjög óstöðugur í sjúkdómi sínum um árabil. Hann hefði verið í langri endurhæfingu sem lauk í mars sl. þegar sóknaraðili hafi fallið í neyslu og verið útskrifaður. Hann hefði síðan ítrekað lagst inn á geðdeild e n útskrifi sig sjálfur eftir stutta legu. Nú síðast hefði ekki náðst í hann af sem væri reglulega í sambandi við hann og áhyggjur hafðar af sóknaraðila. Hún kvað það hafa verið sannreynt við innlögn með blóðprufu að sóknaraðili hefði ekki tekið nauðsyn leg lyf við sjúkdómi sínum og fyrst í gær hefði hann fallist á að taka lyfin í þeim skömmtum sem væru nauðsynlegir. Læknirinn kvaðst vera sammála sóknaraðila um að hann væri ekki í sinni verstu maníu nú, en kvað hann á mjög viðkvæmum stað þar sem hann gæti fallið í mjög djúpt þunglyndi nú þegar væri væri að ná lyfjunum upp aftur. Slíkt væri mjög vandasamt og sóknaraðili gæti ekki ráðið við það sjálfur. Taldi læknirinn að hætta samfara þessu væri meiri þar sem sóknaraðili væri veikur af sjúkdómi og brýnt að nauðungarvista hann til þess að koma meðferð hans í rétt horf. 9. Verjandi sóknaraðila kom fyrir dóminn og mótmælti kröfu varnaraðila um áframhaldandi nauðungarvistun 7 í allt að 21 sólarhring. Taldi verjandi að ekki væru uppfyllt skilyrði 2. mgr. 19. g r. lögræðislaga nr. 71/1997 til þess að verða við kröfunni. 10. Talsmaður sóknaraðila lagði á það áherslu við flutning málsins að sjúkdómur varnaraðila, geðhvarfasýki væri ekki meðal þeirra sjúkdóma sem taldir eru upp í skýringum með 19. gr. í frumvarpi að lö gum nr. 71/1997, er teljist til alvarlegra geðsjúkdóma. Af þeirri ástæðu verði sóknaraðili ekki nauðungarvistaður á þeim grunni, til þess að tryggja meðferð hans. Á það verður ekki fallist enda er upptalning sú sem vísað er til ekki tæmandi talning á þeim sjúkdómum talist geta alvarlegir geðsjúkdómar í skilningi 2. mgr. 19. gr. laganna. Þá liggur og fyrir að sóknaraðili er auk geðsjúkdómsins haldinn fíknisjúkdómi sem hefur haft áhrif á framgang og meðferð sjúkdómsins. 11. Með vísan til gagna málsins og vættis geðlæknanna B og C fyrir dómi og fyrirliggjandi vottorðs B þykir nægjanlega í ljós leitt að nauðsynlegt sé að sóknaraðili verði áfram nauðungarvistaður á sjúkrahúsi og fái þar viðeigandi lyfjagjöf, aðstoð, meðferð og eftirfylgni svo færa megi líðan hans t il betri vegar. Við lok núverandi nauðungarvistunar er geðrænt ástand sóknaraðila samkvæmt vætti læknis enn alvarlegt og fyrst í gær mun sóknaraðili verið til samvinnu um meðferð. Hefur því ekki tekist að ná nægjanlegum tökum á ástandi hans og ljóst að mei ri tíma þarf til að ná utan um vandann. Verður því ekki talið að við þessar aðstæður dugi önnur eða vægari úrræði til að tryggja heilsu og batahorfur sóknaraðila. 12. Er það niðurstaða dómsins að uppfyllt séu skilyrði 3. mgr., sbr. 2. mgr. 19. gr. lögræðislag a nr. 71/1997, til að verða við kröfu varnaraðila um framlengingu nauðungarvistunar varnaraðila í allt að 21 sólarhring. 13. Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. laga nr. 71/1997, sbr. 21. gr. sömu laga, ber að greiða úr ríkissjóði allan kostnað málsins, þar með talda þó knun skipaðs verjanda sóknaraðila, Garðars Steins Ólafssonar lögmanns, eins og nánar greinir í úrskurðarorði. Við ákvörðun þóknunar hefur verið tekið mið af virðisaukaskatti. Af hálfu varnaraðila flutti mál þetta Björn Atli Davíðsson lögmaður. 14. Bergþóra In gólfsdóttir héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu sóknaraðila, A , um að felld verði úr gildi sú ákvörðun sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu frá 8. nóvember 2021, um að nauðungarvista hann á deild á Landspítala í allt að 21 dag. Allur kostnaður af málinu greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun skipaðs talsmanns sóknaraðila, Garðars Steins Ólafssonar lögmanns, 186.000 krónur.