LANDSRÉTTUR Úrskurður fimmtudaginn 7. janúar 2021. Mál nr. 647/2020 : Lárus Sigurður Lárusson (sjálfur) gegn Idac ehf. og ( Grímur Sigurðsson lögmaður ) Ríkisútvarpi nu ohf. (Guðmundur H. Pétursson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Þrotabú. Skiptastjóri. Frávísun frá héraðsdómi að hluta. Úrskurður héraðsdóms felldur úr gildi. Útdráttur L kærði úrskurð héraðsdóms þar sem honum var vikið úr starfi skiptastjóra í þrotabúi FÞ ehf. á þeim grundvelli að hann hefði brotið alvarlega gegn starfs - og trúnaðarskyld um sínum. Í úrskurði Landsréttar var kröfum I ehf. vísað frá héraðsdómi þar sem ekki lá fyrir að félagið hefði átt kröfur á hendur þrotabúinu þegar það sendi héraðsdómara aðfinnslur sínar og gerði kröfu um að L yrði vikið úr starfi á fundi héraðsdómara. Þá var í úrskurði Landsréttar ekki fallist á röksemdir héraðsdóms sem meðal annars lutu að því að L hefði selt fasteignina að Skógarhlíð 22, stærstu eign þrotabúsins, langt undir markaðsverði og að söluþóknun sem greidd hefði verið vegna sölunnar hefði verið hærri en eðlilegt gæti talist. Taldi Landsréttur að þrátt fyrir að L hefði borið að kynna sér betur byggingarrétt fasteignarinnar hefðu ekki verið leiddar líkur að því að það hefði haft umtalsverð áhrif á söluverð hennar meðal annars með hliðsjón af ástan di hennar og kvöðum sem væru á byggingarréttinum. Á hinn bóginn taldi Landsréttur að L hefði mátt gera sér grein fyrir því að hann þyrfti að hafa sölugögn vegna sölu fasteignarinnar tilbúin til afhendingar á skiptafundi en að eðlilegt gæti talist að hann a fhenti þau ekki þeim kröfuhöfum sem áttu umdeildar kröfur í búið án þess að þeir tilgreindu hvaða hagsmuni þeir hefðu af því. Í úrskurði Landsréttar var einnig komist að þeirri niðurstöðu að ekki yrði fundið að störfum L hvað varðaði fundargerð skiptafunda r eða upplýsingagjöf á skiptafundi um veðhafafund vegna sölu fasteignarinnar enda hefði honum verið óskylt að halda veðhafafund af því tilefni. Enn fremur var ekki fallist á að L yrði alfarið kennt um að dregist hefði að taka skýrslu af fyrirsvarsmanni hin s gjaldþrota félags enda hefði fyrirsvarsmaðurinn boðað forföll í tvígang án skýringa. Á hinn bóginn var fallist á það með héraðsdómara að aðfinnsluvert væri að L hefði ekki boðað til ágreiningsfundar um umdeildar kröfur svo fljótt sem verða mátti. Að öllu m atvikum 2 virtum þótti framferði L ekki hafa verið slíkt að efni hefðu staðið til að víkja honum fyrirvaralaust úr starfi skiptastjóra og var hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Ásmundur Helgason , Daví ð Þór Björgvinsson og Ragnheiður Bragadóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 12. nóvember 2020 . Greinargerð ir varnaraðila b árust réttinum 3. desember 2020. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 30. október 2020 í málinu nr. Æ - 4431/2020 þar sem sóknaraðila var vikið úr starfi skiptastjóra í þrotabúi Fasteignafélagsins Þórodds ehf. Kæruheimild er í 1 . mgr. 179 . gr. laga nr. 2 1/1991 um gjaldþrotaskipti o. fl . 2 Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og að varnaraðilum verði gert að greiða honum kærumálskostnað. 3 Varnaraðili Idac ehf. krefst þess aðallega að kröfu sóknaraðila verði vísað frá Landsrétti en til vara að hinn kærði ú rskurður verði staðfestur. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. 4 Varnaraðili Ríkisútvarpið ohf. krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá Landsrétti en til vara að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. M álsatvik 5 M eð bréfi 9. júlí 2020 til Héraðsdóms Reykjavíkur fann varnaraðili Idac ehf. að störf um sóknaraðila sem skiptastjóra þrotabús Fasteignafélagsins Þórodds ehf. Með bréfi 24. ágúst sama ár til Héraðsdóms Reykjavíkur fann varnaraðili Ríkisútvarpið ohf. einnig a ð störf um sóknaraðila sem skiptastjóra þrotabúsins. Í báðum bréfunum kemur fram að varnaraðilar telji tilefni til þess að dómurinn víki sóknaraðila úr starfi skiptastjóra eða finni að störf um hans. 6 Á fundi héraðsdómara 28. ágúst 2020 var bókað eftir varna raðilum að þeir krefðust þess að sóknaraðila yrði vikið úr starfi skiptastjóra og hélt héraðsdómari í kjölfarið fjóra fundi. Á fundi 11. september sama ár lagði sóknaraðili meðal annars fram greinargerð sína um kröfur varnaraðila. Á fundi 21. október sama ár voru teknar skýrslur af Steinbergi Finnbogasyni lögmanni, Dröfn Teitsdóttur, starfsmanni varnaraðila Ríkisútvarpsins ohf., Margréti Ásu Eðvarðsdóttur, starfsmanni Íslandsbanka, Þorkeli Guðjónssyni, fyrirsvarsmanni varnaraðila Idac ehf., og Svan Gunnari Guðlaugssyni, fasteignasala hjá Mikluborg. Tekið var fram af dómara að reglur um vitnaskyldu og vitnaábyrgð giltu ekki fullum fetum en fyrrgreindir aðilar voru áminntir um sannsögli. Á fjórða fundi héraðsdómara, 30. sama mánaðar , var hinn kærði úrskurður k veðinn upp. Eins og fram kemur í hinum kærða úrskurði gerðu 3 varnaraðilar aðallega þá kröfu að sóknaraðila yrði vikið úr starfi á grundvelli 2. mgr. 76. gr. laga nr. 21/1991 en til vara að gerðar yrðu nánar tilgreindar aðfinnslur við störf hans. 7 Eins og rak ið er í hinum kærða úrskurði var bú Fasteignafélagsins Þórodds ehf. tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 17. apríl 2020 og sóknaraðili skipaður skiptastjóri þess sama dag. Sóknaraðili boðaði fyrirsvarsmann hins gjaldþrota félags, Hörð Harðarson, til skýrslugjafar 30. apríl 2020 klukkan 13 með bréfi 20. apríl sama ár. Var þess óskað í bréfinu að Hörður hefði bókhald félagsins vegna síðustu þriggja ára meðferðis og önnur gögn sem kynnu að skipta máli, til dæmis samninga sem vörðuðu r áðstafanir á eignum búsins. 8 Í málinu liggur fyrir verðmat frá 20. apríl 2020 fyrir fasteignina að Skógarhlíð 22 í Reykjavík sem Sævar Þór Jónsson , lögmaður og löggiltur fasteignasali , gerði að beiðni sóknaraðila. Sævar Þór er jafnframt eiginmaður sóknaraði la og eigandi lögmannsstofu nnar þar sem hann vinnur. Samkvæmt verðmatinu var áætlað hæfilegt söluverð fyrir eignina 130 - 150 milljónir króna. Sóknaraðili gerði samning við Sævar Þór um sölu fasteignarinnar 25. apríl 2020. Samkvæmt samningi um söluþjónustu v ar samið um að eignin yrði í almennri sölu. Í málinu liggur fyrir tölvupóstur Guðmundar Sigurjónssonar, fyrirsvarsmanns Fjölhæfni ehf., til Sævars Þórs 27. apríl 2020 þar sem hann segist tilbúinn að greiða lágmarksverð fyrir eignina sökum þeirrar óvissu se m sé uppi í samfélaginu vegna veirunnar og áhrifa verðbólgu á lán til kaupanna. 9 Innköllun vegna skiptanna var birt 22. apríl 2020 og fyrsti skiptafundur var haldinn 30. júní sama ár. Í innkölluninni kemur fram að kröfulýsingafrestur sé tveir mánuðir frá bi rtingu innköllunar og að á skiptafundi verði fjallað um skrá um lýstar kröfur í búið og ráðstöfun á eignum og réttindum þess. 10 Samkvæmt tölvupósti Héraðsdóms Reykjavíkur til sóknaraðila 24. apríl 2020, sem er meðal gagna málsins, hafði fyrirsvarsmaður hins gjaldþrota félags, Hörður Harðarson, samband við dóminn og hugðist leggja fram endurupptökubeiðni vegna skiptanna. Var þess ós kað af dómstólnum að skiptastjóri héldi að sér höndum á meðan það ferli væri í gangi. Með tölvupósti til sóknaraðila 28. apríl 2020 áréttaði lögmaður Harðar , Sigurgeir Valsson, að til stæði að leggja fram endurupptökubeiðni vegna skiptanna. Einnig segir í tölvupóstinum að Sigurgeiri skiljist að af hálfu dómstólsins hafi þess verið óskað að sóknaraðili héldi að sér höndum á meðan. 11 Meðal gagna málsins eru tölvupóstsamskipti sóknaraðila og Þorkels Guðjónssonar, fyrirsvarsmanns varnaraðila Idac ehf. , 28. apríl og 6. maí 2020. Óskaði Þorkell eftir því að ótilgreindir aðilar, sem hefðu haft afnot af herbergi á neðstu hæð hússins að Skógarhlíð 22 og af bílastæðum þar fyrir bílaleigubíla, gætu komið við hjá sóknaraðila og sótt lykla að húsinu þar sem þeir þyrftu að nálgast lykla að b ifreiðunum . Þeir gætu sinnt húsvörslu eða eftirliti með húsinu gegn notkun á geymslunni á meðan húsið væri tómt. Sóknaraðili tjáði Þorkeli í kjölfarið að Hörður Harðarson hefði veitt þær 4 upplýsingar að engin starfsemi væri í húsinu. Sókna raðili spurði einnig hvort greitt væri fyrir þessi afnot og hvort leigusamningur væri fyrir hendi. Einnig spurði hann Þorkel hver aðkoma hans væri að málinu. Því svaraði Þorkell að Herði h efði líklega ekki verið kunnugt um að þeir nýttu herbergi í húsinu s em geymslu en að þeir hefðu samið við þessa aðila um að þeir gætu geymt b ifreiðar og dót í og við húsið á meðan það væri ekki í notkun og myndu í staðinn hafa eftirlit með því. Ekki væri um að ræða leigusamning eða greiðslur. Þá sagði Þorkell að hann hefði komið þessum aðilum (bílaleigunni) og Herði saman auk þess sem bókhald hins gjaldþrota félags hefði verið hjá Virtus, þar sem Þorkell virðist starfa samkvæmt netfangi hans . Sóknaraðili tjáði þá Þorkeli að hann gæti ekki afhent lykla að húsinu eð a muni úr búinu án þess að skýlaus eignarheimild lægi fyrir og spurði hvaða bílaleiga þetta væri. Því svaraði Þorkell á þá leið að viðkomandi hefði enn ekki getað nálgast eignir sínar, verið væri að vinna í því að selja þessa bíla en það gengi ekki. Einnig spurði Þo rkell hvort þeir kæmust mögulega í húsið og áréttaði að engin verðmæti væru í húsinu fyrir utan eigur þessara aðila. 12 Einnig eru tölvupóstsamskipti meðal gagna málsins sem sýna að 30. apríl kl. 11:27 upplýsti sóknaraðili lögmann Harðar Harðarsonar um að Hör ður hefði verið boðaður til skýrslugjafar hjá sóknaraðila síðar þann sama dag og innti lögmanninn eftir því hvort búast mætti við komu hans. Var sá tölvupóstur áframsendur á Hörð sem aftur áframsendi hann á Þorkel Guðjónsson. Einnig sendi Hörður sóknaraðil a tölvupóst þennan sama dag og tjáði honum að hann kannaðist ekki við að hafa verið bókaður til skýrslugjafar hjá honum. Hann kæmist ekki klukkan 13. Þá spurði hann hvort þeir gætu hist eftir helgi. 13 Kauptilboð vegna fasteignarinnar að Skógarhlíð 22 var und irritað af hálfu Fjölhæfni ehf. 8. maí 2020 með fyrirvara um samþykki lánastofnunar um flutning og veitingu lána samkvæmt tilboðinu og var söluverð tilgreint 130.000.000 króna. Þann sama dag spurði sóknaraðili starfsmann Héraðsdóms Reykjavíkur hvort enduru pptökubeiðni hefði borist vegna skiptanna og var honum tjáð að svo væri ekki. Með tölvupósti 11. maí 2020 óskaði sóknaraðili eftir afstöðu Íslandsbanka til tilboðsins. Í tölvupóstsamskiptum sóknaraðila og starfsmanns bankans, Ágústs Stefánssonar, 13. sama mánaðar s agði Ágúst að 130 milljónir króna væri talsvert lægra söluverð en kauptilboð sem bankanum h efði verið sýnt í október árið áður en að ekki yrðu gerðar athugasemdir við söluna ef allar áhvílandi kröfur bankans yrðu greiddar. Sóknaraðili tjá ði Ágústi að honum h efði ekki verið kunnugt um þetta kauptilboð og sp urði hvort hann vi ss i af hverju þau kaup hefðu ekki veri leidd til lykta . Því svara ði Ágúst að honum hefði skilist að ekki hefði fengist fjármögnun og sp urði hvort sóknaraðili væri með upplýsingar um lögveð og sölulaun og hvort bankinn f engi veðskuldabréf að andvirði um 115 milljónir króna greitt að fullu . Sóknaraðili svara ði því til að kauptilboðið nægði til að greiða kröfu bankans, lögveðskröfu r og sölulaun. Sóknaraðili samþykkti kauptilboðið með undirritun þess 14. maí 2020. 5 Kaupsamningur sama efnis og framangreint kauptilboð var undirritaður 10. júní sama ár. 14 Í málinu liggur fyrir beiðni Íslandsbanka til sýslumanns u m nauðunga r sölu eignarinnar dags ett 30. mars 2020. Með tölvupósti sóknaraðila til starfsmanns sýslumanns 9. júní 2020 sagði sóknaraðili að honum hefði þann dag borist tilkynning um nauðungarsölu eignarinnar og fór hann fram á að gerðin yrði stöðvuð. 15 Með tölvupósti til sóknaraðila 12. júní 2020 greindi Sig urgeir Valsson lögmaður, fyrir hönd varnaraðila Idac ehf., frá því að fasteignin að Skógarhlíð 22 væri eign félagsins samkvæmt kaupsamningi 28. desember 2016 og tjáði sóknaraðila að hann myndi gera kröfu í þrotabúið samkvæmt 109. gr. laga nr. 21/1991. Sókn araðili svaraði með tölvupósti 17. sama mánaðar og tjáði honum að hann hefði undirritað kaupsamning vegna eignarinnar og að Íslandsbanki hefði ekki kannast við framangreindan kaupsamning. 16 Með bréfi 19. júní 2020 lýsti Sigurgeir Valsson lögmaður, fyrir hönd varnaraðila Idac ehf. , sértökukröfu í búið um afhendingu fasteignarinnar að Skógarhlíð 22 og útgáfu afsals eða andvirði söluverðs fyrir fasteignina. 17 Af tölvupóstsamskiptum sem liggja fyrir í málinu má ráða að áður en fyrsti skiptafundur var haldinn 30. jú ní 2020 hafi Sigurgeir Valsson lögmaður beðið sóknaraðila um afrit af undirrituðu kauptilboði, upplýsingar um söluþóknun, afrit af boðun fyrirsvarsmann s í skýrslutöku eftir að fyrirsvarsmaður afboðaði sig í kjölfar fyrstu boðunar og afrit af samskiptum við Héraðsdóm Reykjavíkur. Í kjölfarið óskaði sóknaraðili eftir upplýsingum frá lögmanninum um hver umbjóðenda hans hefði uppi kröfu um framangreindar upplýsingar og gögn og hvaða lögvörðu hagsmuni þeir hefðu af afhendingu þeirra. Svaraði lögmaðurinn á þá lei ð að gagnabeiðnin væri send fyrir hönd varnaraðila Idac ehf. 18 Hinn 29. júní 2020 var Sigurgeiri Valssyni lögmanni sendur tölvupóstur af hálfu sóknaraðila og umbjóðandi hans Hörður Harðarson boðaður til skýrslugjafar 10. júlí sama ár klukkan 14. Með tölvupós ti sama dag til Þorkels Guðjónssonar var þess krafist af hálfu sóknaraðila að hann afhenti bókhald hins gjaldþrota félags vegna síðustu fjögurra ára með vísan til 1. mgr. 81. gr. laga nr. 21/1991. 19 Samkvæmt kröfuskrá sem lögð var fram á fyrsta skipta fundi 3 0. júní 2020 námu lýstar kröfur í þrotabúið 150.557.743 krónum, þar af námu veðkröfur samtals 116.248.006 krónum. Fram kemur á kröfuskránni að sóknaraðili hafi hafnað sértökukröfum varnaraðila Idac ehf. á þeim grundvelli að fylgigögn sty ddu ekki kröfurnar, með vísan til 1. mgr. 109. gr. laga nr. 21/1991. Einnig var kröfu Holtsins fasteignafélags ehf. hafnað á sama grundvelli. Sóknaraðili sendi kröfuskrána með framangreindum upplýsingum til kröfuhafa 23. júní 2020. Af hálfu varnaraðila Idac ehf. var afstöðu skiptastjóra mótmælt með tölvupósti þann sama dag . 6 20 Samkvæmt fundargerð skiptafundarins 30. júní 2020 mættu á fundinn auk sóknaraðila Sigurgeir Valsson lögmaður , fyrir hönd varnaraðila Idac ehf., Landslaga og BlackSheepCampers ehf., sem samkvæmt fyrirliggjandi tölvupóstum lýsti kröfu í búið eftir að kröfulýsinga r fresti lauk, Steinbergur Finnbogason lögmaður , fyrir hönd Holtsins fasteignafélags ehf., ásamt fyrirsva rsmanni félagsins Þorkeli Guðjónssyni, Jóna Margrét Harðardóttir lögmaður og Dröfn Teitsdóttir , fyrir Ríkisútvarpið ohf. , og Margrét Ása Eðvarðsdóttir , starfsmaður Íslandsbanka. Lagt var fram afrit innköllunar, kröfulýsingar með fylgiskjölum og kröfuskrá o g samþykkti sóknaraðili að senda þeim gögnin með tölvupósti. Samkvæmt fundargerðinni upplýsti sóknaraðili að kröfum varnaraðila Idac ehf. og Holtsins fasteignafélags ehf. væri hafnað þar sem fylgigögn styddu þær ekki og að afstöðu hans hefði verið mótmælt af hálfu beggja félaga. Kvaðst hann myndu boða til sérstaks fundar um ágreining þar að lútandi. Sóknaraðili upplýsti einnig um sölu fasteignarinnar að Skógarhlíð 22, kaupverð og söluþóknun. Þá upplýsti hann um eignastöðu félagsins að öðru leyti. Greindi ha nn frá því að fyrirsvarsmaður félagsins hefði ekki mætt til skýrslugjafar en að forföll hefðu verið boðuð og að bókhald h efði ekki verið afhent en lögmaður fyrirsvarsmannsins hefði boðað að það yrði sent þrotabúinu innan skamms. Þá var farið yfir skiptakos tnað. Bókað var meðal annars að Steinbergur Finnbogason lögmaður gerði athugasemdir við skort á samskiptum af hálfu sóknaraðila, að fundarmenn krefðust aðgangs að sölugögnum vegna sölu fasteignarinnar að Skógarhlíð 22 og að þess hefði verið krafist að sölu gögnin yrðu lögð fram á fundinum en að sóknaraðili hefði ítrekað að hann myndi senda þau fundarmönnum og boða til sérstaks fundar af því tilefni. Einnig var bókað að þess hefði verið krafist að fundargerð veðhafafundar yrði lögð fram og að skiptastjóri yrð i ekki við þeirri ósk að svo stöddu. Jafnframt var bókað að sóknaraðili myndi taka saman umbeðnar upplýsingar og sölugögn og boða til nýs fundar af því tilefni. Steinbergur Finnbogason lögmaður hafi óskað eftir því að fundinum yrði ekki slitið , heldur fres tað í því skyni að leggja fram umbeðin gögn og að fram færi atkvæðagreiðsla og hafi sóknaraðili fallist á þá tillögu sem og aðrir fundarmenn. Var fundi frestað ótilgreint. 21 Síðar sama dag sendi sóknaraðili kröfuhöfum eða umboðsmönnum þeirra fundargerð skipt afundarins og bauð þeim að gera athugasemdir. Í kjölfarið gerði Steinbergur Finnbogason athugasemdir og sagði allnokkur atriði vanta í fundargerðina. Sagðist hann áskilja sér rétt til að koma með athugasemdir og viðbætur við upphaf framhaldsskiptafundar. Í framhaldi af því sendi Sigurgeir Valsson lögmaður ítarlegar athugasemdir sem lutu að því að í fundargerðinni kæmu ekki fram upplýsingar um það sem fram hefði komið á skiptafundinum um fyrrgreindan veðhafafund, um boðun fyrirsvarsmanns hins gjaldþrota féla gs í skýrslugjöf, um verðmat fasteignarinnar og samskipti við fasteignasala Mikluborgar, um nauðsyn þess að selja fasteignina hratt vegna yfirvofandi nauðungarsölu, um raunverulegt eignarhald fasteignarinnar, um samskipti sóknaraðila við starfsmann Héraðsd óms Reykjavíkur, um ósk fundarmanna um afhendingu sölugagna, um rekstur lögmannsstofu og fasteignasölu Sævars Þórs 7 Jónssonar og um að sóknaraðili hygðist afhenda BlackSheepCamper eignir félagsins 1. júlí 2020. Þá svaraði Jóna Margrét Harðardóttir lögmaður að hún tæki undir framkomnar athugasemdir, að hún áskildi sér rétt til að gera frekari athugasemdir og bregðast við athugasemdum annarra þegar hún hefði kynnt fundargerðina umbjóðanda hennar. Einnig svaraði Margrét Ása Eðvarðsdóttir , starfsmaður Íslandsban ka , og sagðist taka undir framkomnar athugasemdir og áskilja sér rétt til að gera frekari athugasemdir. 22 Í tölvupósti Sigurgeirs Valssonar lögmanns til Margrétar Ásu Eðvarðsdóttur 1. júlí 2020 segir hann að hún hafi upplýst um það í kjölfar skiptafundarins að enginn veðhafafundur hefði verið haldinn af hálfu sóknaraðila og að hann hefði ekki borið söluna eða söluþóknunina undir Íslandsbanka. Daginn eftir svaraði Margrét Ása með tölvupósti og staðfesti að Íslandsbanki hefði ekki verið boðaður eða verið viðsta ddur veðhafafund vegna þrotabúsins en sóknaraðili hefði sent bankanum upplýsingar um tilboðið í fasteignina og óskað eftir afstöðu bankans sem veðhafa. 23 Þá liggja fyrir í málinu tölvupóstsamskipti fundarmanna í vikunni eftir skiptafundinn þar sem þess var ó skað af hálfu kröfuhafa að sóknaraðili sendi þeim gögnin sem óskað hafði verið eftir á fundinum og að hann boðaði hið fyrsta til framhaldsfundar. Sóknaraðili upplýsti 2. júlí 2020 að hann ynni í því að finna tíma fyrir framhaldsfund sem fyrst. Hann lofaði því ekki að það næðist í vikunni á eftir en sagði að það næðist í síðasta lagi í vikunni þar á eftir. Upplýsti Sigurgeir Valsson lögmaður þá að fyrirsvarsmaður hins gjaldþrota félags hefði verið boðaður til skýrslugjafar hjá sóknaraðila 10. júlí 2020 og að hann gæti hliðrað til í dagskránni hjá sér og frestað skýrslugjöf til þess að koma fyrir framhaldsskiptafundi. Sóknaraðili svaraði því til að hann vildi ekki fresta skýrslutökunni meira en þegar hefði verið gert. Steinbergur Finnbogason lögmaður ítrekaði í kjölfarið athugasemdir sínar og velti upp þeirri spurningu hvort hagsmunir skiptastjóra færu saman við hagsmuni kröfuhafa. Með tölvupósti 9. júlí 2020 upplýsti Margrét Ása Eðvarðsdóttir að Íslandsbank i st yddi sameiginlegt bréf frá kröfuhöfum um aðfinnslur við störf sóknaraðila og, eftir atvikum, kröfu um að honum yrði vikið frá störfum. 24 Sigurgeir Valsson lögmaður sendi sóknaraðila tölvupóst 9. júlí 2020 þar sem hann boða ði forföll Harðar Harðarsonar, fyrirsvar smann s hins gjaldþrota félags, í skýrslugjöf daginn eftir, 10. júlí, án skýringa. Sóknaraðili svaraði því til að hann g æ ti ekki samþykkt forföll. Hann ger ð i ráð fyrir að fyrirsvarsmaðurinn mæt t i og óska ði þess að bókhaldi búsins y rði skilað á sama tíma. Up plýs ti Sigurgeir þá sóknaraðila um að af hálfu varnaraðila Idac ehf. h efðu aðfinnslur við störf h ans verið sendar til héraðsdóms. Sóknaraðili s agðist þá ekki sjá hvernig kröfuhafi í búið g æ ti staðið því í vegi að fyrirsvarsmaður g æ fi skiptastjóra skýrslu. Sp urði hann hvort það væri réttur skilningur að fyrirsvarsmaðurinn nei taði að mæta. Sigurgeir sagði Hörð því miður þurfa að afboða og að hann ósk að i eftir nýrri tímasetningu. Sóknaraðili árétta ði þá að hann væri ekki reiðubúinn að fresta skýrslutökunni nem a fyrir því l ægju veigamikil 8 rök. Sóknaraðili spurði einnig hvar bókhald félagsins væri og hvenær því y rði skilað . Bætti hann því við að ekki ætti að þurfa að taka það fram að óheimilt væri að vinna í bókhaldinu eða breyta því. Samtímis sendi Sigurgeir töl vupóst á sóknaraðila og aðra kröfuhafa og upplýs ti að fyrirsvarsmaður hins gjaldþrota félags h efð i boðað forföll í skýrslugjöf daginn eftir og hann s æi því ekki betur en að skiptastjóri h efði lausan tíma fyrir skiptafund. Jafnframt svar aði hann sóknaraðila í öðrum tölvupósti og s agð ist geta agðist sóknaraðili þá sjá sig nauðbeygðan til að leita atbeina dómstóla til þess að fá bókhaldið afhent og fyrir svarsmanninn til að gefa skýrslu. Loks svara ði Sigurgeir því að umbjóðandi hans g æ ti afhent bókhald þegar skiptastjóri h efð i tíma í dagskrá sinni. 25 Ekki liggja fyrir frekari samskipti í málinu önnur en þau sem lúta að meðferð málsins hjá héraðsdómara sem hé lt, sem fyrr greinir, fyrsta fund vegna málsins 28. ágúst 2020. 26 Með bréfi 20. október 2020 lýsti Sigurgeir Valsson lögmaður, fyrir hönd varnaraðila Idac ehf., bótakröfu í búið vegna sölu fasteignarinnar að Skógarhlíð 22 og var þeirri kröfu lýst sem búskröf u á grundvelli 3. töluliðar 110. gr. laga nr. 21/1991, sbr. 5. tölulið 118. gr. sömu laga. Byggði st krafan á sömu sjónarmiðum og sértökukrafan áður. Ekki verður ráðið af fyrirliggjandi gögnum að tekin hafi verið afstaða til búskröfunnar. Niðurstaða 27 Varnara ðilar byggja kröfu sína um frávísun málsins frá Landsrétti á því að ekki sé fyrir hendi heimild í 1. mgr. 179. gr. laga nr. 21/1991 til að kæra ákvörðun dómara um að víkja skiptastjóra frá störfum. Nýr skiptastjóri hafi verið skipaður til að fara með skipt i þrotabús Fasteignafélagsins Þórodds ehf. og verði þeirri skipan ekki hnekkt, sbr. 7. mgr. 75. gr. sömu laga. 28 Með hinum kærða úrskurði var sóknaraðila vikið úr starfi skiptastjóra samkvæmt 2. mgr. 76. gr. laga nr. 21/1991. Í athugasemdum um ákvæðið í frum varpi að lögum nr. 21/1991 segir að reglurnar séu efnislega þær sömu og komi fram í 47. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. og er vísað til athugasemda við frumvarp að þeim lögum um skýringar á einstökum atriðum sem telja megi að eigi við. Í a thugasemdum við 47. gr. í frumvarpi að lögum nr. 20/1991 segir að telji héraðsdómari efni til að víkja skiptastjóra úr starfi vegna starfshátta hans, hvort sem veitt hafi verið áminning eða ekki, verði hann að kveða upp rökstuddan úrskurð um frávikninguna sem sé kæranlegur til æðri dóms. Að því virtu og með vísan til 1. mgr. 179. gr. laga nr. 21/1991 er ekki fallist á frávísunarkröfu varnaraðila. Breytir það ekki framangreindri niðurstöðu þótt skipaður hafi verið annar maður í stað sóknaraðila samkvæmt fyri rmælum 4. mgr. 75. gr. sömu laga. 29 Í 76. gr. laga nr. 21/1991 er mælt fyrir um hvernig staðið skuli að því að víkja skiptastjóra úr starfi telji héraðsdómari tilefni til þess. Samkvæmt 1. mgr. þeirrar 9 lagagreinar er þeim sem eiga kröfu á hendur búi heimilt að bera upp skriflegar aðfinnslur um störf skiptastjóra við héraðsdómara. Komi slíkar aðfinnslur fram eða berist héraðsdómara með öðrum hætti vitneskja um að framferði skiptastjóra í starfi kunni að vera aðfinnsluvert sk u l i hann kveðja skiptastjóra og þann sem kann að hafa haft aðfinnslur uppi á sinn fund til að tjá sig um málefnið. Héraðsdómara er heimilt að kveðja fleiri á fund sinn af slíku tilefni. Í 2. mgr. 76. gr. laganna segir að telji héraðsdómari aðfinnslur á rökum reistar geti hann gefið skiptastj óra kost á að bæta úr innan tiltekins frests. Verði skiptastjóri ekki við því eða framferði hans í starfi hefur verið slíkt að ekki verði talið réttmætt að gefa honum kost á að bæta úr starfsháttum sínum getur héraðsdómari vikið honum úr starfi þegar í sta ð með úrskurði. Í 3. mgr. 76. gr. laga nna segir enn fremur að fallist héraðsdómari ekki á að víkja skiptastjóra úr starfi samkvæmt 2. mgr. sömu greinar geti sá sem hafði uppi aðfinnslur um störf hans krafist úrskurðar héraðsdómara um hvort skiptastjóranum verði vikið frá. Með sama hætti geti sá sem eigi kröfu á hendur búinu og telji skiptastjóra ekki fullnægja skilyrðum 2. mgr. 75. gr. laganna krafist þess að héraðsdómari kveði á um það með úrskurði hvort skiptastjóra verði vikið frá störfum af þeim sökum. 30 Eins og rakið er í úrskurði Landsréttar 5. apríl 2019 í máli nr. 81/2019 eru þeim sem lýsa kröfum á hendur þrotabúi tryggð tiltekin réttindi gagnvart búinu á meðan skorið er úr um réttmæti krafna og leyst úr ágreiningi um þær, svo sem í 125., 126. og 130. gr. laga nr. 21/1991. Samkvæmt þeim ákvæðum gera lögin ráð fyrir að þeir sem ekki hafi fengið samþykktar kröfur á hendur þrotabúi hafi ekki sömu réttarstöðu og þeir sem hafa fengið kröfur sínar samþykktar. Varð það niðurstaða Landsréttar að þeir sem ekki h afi fengið samþykktar kröfur á hendur þrotabúi geti ekki haft uppi skriflegar aðfinnslur samkvæmt 1. mgr. 76. gr. laganna eða krafist þess að skiptastjóra verði vikið úr starfi samkvæmt 3. mgr. sömu lagagreinar. 31 Líkt og að framan greinir hefur ekki verið l eyst úr ágreiningi um kröfur varnaraðila Idac ehf., sem lýst var í þrotabú Fasteignafélagsins Þórodds ehf. 19. júní 2020, í samræmi við reglur 120., 121. og, eftir atvikum, 171. gr. laga nr. 21/1991. Samkvæmt því hefur varnaraðili Idac ehf. ekki sýnt fram á að hann hafi átt kröfu á hendur búinu þegar hann sendi héraðsdómara aðfinnslur sínar með bréfi 9. júlí 2020 og gerði kröfu um að sóknaraðila yrði vikið úr starfi á fundi héraðsdómara 28. ágúst sama ár, eins og áskilið er í 1. og 3. mgr. 76. gr. laga nr. 21/1991. Á þeim tíma hafði hann ekki lýst öðrum kröfum í þrotabúið en gerði það síðar, með bréfi 20. október 2020. Sú krafa kom fram eftir lok kröfulýsinga r frests og er reist á sama grunni og sértökuk rafan frá 19. júní sama ár. Ekki liggur fyrir hvort tekin hafi verið afstaða til þeirrar kröfu. Með hliðsjón af framangreindu verður ekki hjá því komist að vísa kröfu varnaraðila Idac ehf. frá héraðsdómi. 32 Þrátt fyrir framangreinda niðurstöðu verður að telja að varnaraðila Idac ehf. hafi verið heimilt að upplýsa héraðsdóm um aðfinnslur sínar eins og hann gerði með f yrr greindu bréfi og þarf héraðsdómari að taka afstöðu til þeirra upplýsinga telji hann tilefni til. 10 Þá liggur einnig fyrir, samkvæmt fyrirlig gjandi gögnum, að varnaraðili Ríkisútvarpið ohf. á kröfu á hendur þrotabúinu og hefur í sama máli gert kröfu um að sóknaraðila verði vikið úr starfi skiptastjóra en til vara að gerðar verði nánar tilgreindar aðfinnslur við störf hans. 33 Af hinum kærða úrskur ði og þingbók málsins í héraði verður ráðið að farið hafi verið að öðru leyti að framangreindum ákvæðum 76. gr. laga nr. 21/1991 við meðferð málsins. 34 Í úrskurði héraðsdóms er vikið að aðfinnslum sem hafðar hafa verið uppi við störf sóknaraðila sem skiptast jóra þrotabús Fasteignafélagsins Þórodds ehf. og tekin afstaða til hverrar og einnar. Verður nú fyrst vikið að þeirri aðfinnslu að fasteignin að Skógarhlíð 22 hafi verið seld langt undir markaðsverði og að söluþóknun sem greidd var Sævari Þór Jónssyni, lög manni og löggiltum fasteignasala, hafi verið hærri en samkvæmt verðskrá fasteignasölu hans og að með því hafi sóknaraðili hagnýtt sér aðstöðu sína til eigin hagsbóta með óeðlilegum hætti á kostnað almennra kröfuhafa. 35 Skiptastjóri annast öll störf sem lúta að meðferð þrotabús og er heimilt á kostnað þess að leita sér aðstoðar eða þjónustu til að leysa af hendi einstök verk á sína ábyrgð, sbr. 1. mgr. 77. gr. laga nr. 21/1991. Meðan á gjaldþrotaskiptum stendur fer skiptastjóri með forræði þrotabúsins og er ei nn bær um að ráðstafa hagsmunum , svara fyrir skyldur þess og gera samninga og aðra löggerninga í þess nafni, sbr. 1. mgr. 122. gr. sömu laga, en kröfuhafar geta þó einnig haldið uppi hagsmunum búsins samkvæmt ákvæðum 130. gr. laganna. Skiptastjóri skal ein kum gæta þess í störfum sínum að skiptum verði lokið án ástæðulauss dráttar, að allar eignir og réttindi þrotabúsins komi fram og verði ráðstafað á sem hagkvæmastan hátt, að kröfu r þess og innstæður verði heimtar inn, að engin réttindi fari forgörðum og að gripið verði til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar verða taldar til að varna tjóni, sbr. 2. mgr. 122. gr. laganna . Skiptastjóri skal svo fljó t t sem tök eru á eftir skipun hans hefjast handa um ráðstöfun á þeim eignum og réttindum sem telja má sýnt að tilhey ri þrotabúinu enda þyki honum ekki hagkvæmara fyrir hagsmuni þess að ráðstöfun verði frestað um sinn, sbr. 1. mgr. 123. gr. laganna. Í síðastnefndu ákvæði er ekki gerð krafa um að skiptastjóri þurfi að halda skiptafund áður en hann byrjar þær aðgerðir sem þar er mælt fyrir um. Með hliðsjón af ákvæðum 124. gr. laganna er við það miðað að hann hafi mjög frjálsar hendur að þessu leyti. Í 1. mgr. þeirrar lagagreinar er kveðið á um að skiptastjóri taki ákvarðanir um hvernig eignum og réttindum þrotabús verði ráð stafað, þar á meðal hvernig og hverjum þær verði seldar og gegn hverju verði, sbr. þó 129. gr. sem kveður á um skyldu skiptastjóra til að boða til veðhafafundar. Þá segir í 3. mgr. 124. gr. að þótt skiptastjóri boði ekki til skiptafundar um einstakar ráðst afanir sé honum rétt að ráðfæra sig áður en þær verða gerðar við kröfuhafa sem þær varða sérstaklega eða hafa annars hagsmuni umfram aðra. 36 Samkvæmt framangreindum ákvæðum hafði sóknaraðili forræði á ráðstöfun fasteignarinnar að Skógarhlíð 22 sem var í eig u hins gjaldþrota félags samkvæmt 11 þinglýstu afsali. Var sóknaraðila því heimilt og skylt að selja eignina til hagsbóta fyrir kröfuhafa eins fljótt og hann hafði tök á en fyrir lá að e ngar tekjur voru af fasteigninni. Ekkert í lögum kom heldur í veg fyrir að s óknaraðil i leitaði til Sævars Þórs Jónssonar, lögmanns og löggilts fasteignasala, um að annast sölu fasteignarinnar. S óknaraðila var aftur á móti ekki skylt að halda skiptafund áður eða ráðfæra sig við aðra kröfuhafa en Íslandsbanka sem átti einn veð í e igninni og var auk þess stærsti kröfuhafi í búið. Fyrir liggur að sóknaraðili ráðfærði sig við starfsmenn Íslandsbanka sem gerðu ekki athugasemdir við sölu eignarinnar samkvæmt kauptilboði sem þá lá fyrir ef veðkrafa bankans fengist greidd að fullu. 37 Eins o g fram kemur í hinum kærða úrskurði var fasteignin nánast eina eign búsins og bar sóknaraðila að leitast við að fá sem hæst verð fyrir hana til hagsbóta fyrir sem flesta kröfuhafa. Í málinu liggur fyrir fyrrgreint verðmat Sævars Þórs Jónssonar , lögmanns og löggilts fasteignasala, frá 20. apríl 2020, sem segir að áætlað söluverð sé 130 - 150 milljónir króna, verðmat Baldurs Jezorski , löggilts fasteignasala , frá 28. ágúst 2020, sem segir áætlað söluverð 145 milljónir króna og verðmat Hlyns Bjarnasona r , löggilts fasteignasala , frá 19. október 2020 sem segir áætlað söluverð 230 milljónir króna. V erðmat Hlyns ber með sér að fasteignasalinn hafi skoðað eignina en þó er ekkert minnst á ástand hennar. Segir hann eignina jafnframt mikið endurnýjaða en tiltek ur ekki hvaða endurbætur haf i verið gerðar. Í verðmati Sævars Þórs kemur fram að eignin sé í slæmu ástandi og hafi hann við skoðun hennar orðið var við leka í þaki og illa farið gólfefni. Einnig hafi innréttingar að mestu verið ónýtar. Miklar og kostnaðars amar endurbætur og viðhaldsráðstafanir séu nauðsynlegar. Í málinu liggja fyrir ljósmyndir af fasteigninni sem benda til þess að eignin sé mjög illa farin. Þá hafa verið l agðir fram tölvu póstar Guðmundar Sigurjónssonar , fyrirsvarsmanns kaupanda eignarinnar, Fjölhæfni ehf., til sóknaraðila 2. september 2020 þar sem ástandi eignarinnar er lýst enn frekar og þeim viðgerðum sem hann telur nauðsynlegt að fara í til þess að verja eignina frekari skemmdum. Kemur þar meðal annars fram að þak eignarinnar hafi verið ó nýtt, gluggar hafi víða verið fúnir og grindverkið að hruni komið. Einnig segir að þörf sé á miklum múrviðgerðum, steinvirki sé byrjað að molna víða, veggir séu bólgnir af rakaskemmdum, gólfefnin mygla. Einnig upplýsti Guðmundur í tölvupósti til sóknaraðila 7. október sama ár að samkvæmt mælingum teiknara væri eignin 429 fermetrar en ekki 510 eins og tilgreint væri hjá Fasteignamati ríkisins og í kaupsamningi og afsali. Er það í samræmi við það sem fram kemur í kröfulýsingu varnaraðila Idac ehf. 19. júní 2020 um að kaup á eigninni hefðu fallið niður árið 2018 þar sem eftir undirritun kaupsamnings hefði komið í ljós að fasteignin væri minni en opinber skráð stærð hennar. 38 Í má li varnaraðila hefur verið vísað til þess að í verðmati Sævars Þórs Jónssonar hafi ekki verið tekið tillit til byggingarréttar sem fylgi fasteigninni. Í verðmati Sævars Þórs frá 20. apríl 2020 kemur fram að eigninni fylgi skilyrtur byggingarréttur. Í verðm ati Baldurs Jezorski virðist ekki gengið út frá því að byggingarrétturinn sé skilyrtur og 12 sérstaklega er tekið fram í verðmati Hlyns Bjarnasonar að byggingarrétturinn hafi verið samþykktur. Samkvæmt samkomulagi Reykjavíkurborgar og hins gjaldþrota félags f rá 10. desember 2018 um fyrirhugaða uppbyggingu á lóðinni var byggingarréttur á lóðinni að Skógarhlíð 22 háður samþykki deiliskipulags. Byggingarrétturinn var enn fremur háður ýmsum kvöðum sem lutu meðal annars að því að 15% íbúða skyldu vera leiguíbúðir, að Félagsbústaðir skyldu hafa kauprétt að einni íbúð og um 5.000.000 króna framlag til listskreytinga. Þá er tekið fram í samkomulaginu að Þóroddsstaðir séu hverfisverndaðir og að skylt sé að vinna tillögur að breytingum í samráði við Borgarskipulag og Ár bæjarsafn. Samkvæmt 3. gr. samkomulagsins skuldbatt lóðarhafi sig til að greiða Reykjavíkurborg sérstakt gjald vegna aukins byggingarréttar á lóðinni, sem bundið skyldi byggingarvísitölu, auk gatnagerðargjalda. Þá var í 9. gr. kveðið á um að lóðarhafa væri óheimilt að framselja lóðarréttindi samkvæmt samkomulaginu áður en greiðsla samkvæmt 3. gr. yrði innt af hendi nema að fenginni staðfestingu Reykjavíkurborgar á nýjum framsalshafa. Upplýst hefur verið að miðað við gengi byggingarvísitölu í desember 2020 n am greiðsla vegna byggingarréttarins 17.411.546 krónum og gatnagerðargjöld 16.124.195 krónum. 39 Fallast má á að það sé aðfinnsluvert að sóknaraðili hafi ekki kynnt sér hvort deiliskipulag hefði verið samþykkt í samræmi við skilyrði áðurgreinds samkomulags þr otamanns og Reykjavíkurborgar . Hins vegar er til þess að líta að ástand fasteignarinnar var slæmt og að eignin er að öllum líkindum minni en opinber skráning gefur til kynna. Einni g er að líta til verðmats Hlyns Bjarnasonar og Baldurs Jezorski og þeirra fo rsendna sem mat þeirra byggist á sem og þeirra kvaða sem eru á byggingarrétti á lóðinni. Þá ber einnig að hafa hliðsjón af því að eignin hafði áður verið á söluskrá hjá fasteignasölunni Mikluborg í nokkurn tíma og þar áður um nokkurt skeið hjá fasteignasöl unni Lind án þess að seljast en ráða má af kröfulýsingu varnaraðila Idac ehf. að tilraunir til að selja eignina hafi staðið yfir frá því í janúar 2018 og að ekki hafi fengist fjármögnun fyrir tilboð í eignina árið 2019 að fjárhæð 200 milljónir króna. Að þv í virtu hefur ekki verið sýnt fram á að byggingarrétturinn hafi haft þau áhrif á verðmæti eignarinnar að söluverð hennar í júní 2020 hafi verið umtalsvert lægra en eðlilegt hafi verið eins og varnaraðilar halda fram. 40 Í úrskurði héraðsdóms er byggt á því að sóknaraðila hafi borið að afla annars verðmats fyrir fasteignina en verðmats Sævars Þórs Jónssonar , lögmanns og löggilts fasteignasala, áður en hann seldi fasteignina að Skógarhlíð 22. Slík skylda verður á hinn bóginn ekki leidd af lögum nr. 21/1991 og ekki hefur verið byggt á því eða gögn lögð fram um að það sé venjan við ráðstöfun fasteigna sem tilheyra þrotabúum . 41 Í niðurstöðu hins kærða úrskurðar segir einnig að sala fasteignarinnar að Skógarhlíð 22 hafi verið ákveðin áður en sóknaraðili h a fði tekið s kýrslu af fyrirsvarsmanni hins gjaldþrota félags, sem hefði getað varpað ljósi á verðmæti byggingarréttarins og þar með söluverð eignarinnar, og að bókhaldsgögn hefðu enn fremur getað leitt í ljós að 13 eignarhald fasteignarinnar hafi verið umdeilt. Eins og a ð framan greinir hafði sók naraðili boðað fyrirsvarsmanninn til skýrslugjafar nokkru áður en hann ákvað sölu fasteignarinnar og jafnframt óskað eftir bókhaldi félagsins en fyrirsvarsmaðurinn boðað forföll án skýringa. Enn fremur er ljóst af fyrirliggjandi g ögnum að fyrirsvarsmaðurinn var ekki samvinnufús og að þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir var sóknaraðila ekki afhent bókhald félagsins. Loks verður að telja að sóknaraðili hafi mátt ætla að eignarhald fasteignarinnar væri óumdeilt þar sem fyrir lá þinglýst eig narheimild hins gjaldþrota félags. Af hálfu varnaraðila Idac ehf. hefur því síðar verið haldið fram að félagið hafi verið raunverulegur eigandi fasteignarinnar en tölvu póstar fyrirsvarsmanns félagsins til sóknaraðila í apríl og maí 2020 gáfu ekkert slíkt t il kynna. Þá hafa ekki verið lögð fram gögn í málinu sem leiða líkum að því að varnaraðili Idac ehf. hafi í raun verið eigandi fasteignarinnar þegar sóknaraðili seldi hana Fjölhæfni ehf. í júní 2020. 42 Í hinum kærða úrskurði er enn fremur byggt á því að sókn araðili hafi ekki brugðist á nokkurn hátt við ábendingum um að hugsanlega væri áhugasamur kaupandi um fasteignina að Skógarhlíð 22 í samskiptum við fasteignasöluna Mikluborg. Í málinu liggur hins vegar ekki annað fyrir en frásögn Svans Gunnars Guðlaugssona r fasteignasala um að sóknaraðila hafi verið kunnugt um þennan ótilgreinda áhugasama kaupanda sem styðja þá frásögn og óumdeilt virðist vera að þegar sóknaraðili tók eignina úr sölu hj á Mikluborg lá ekki fyrir tilboð í eignina. 43 Þá er í úrskurði héraðsdóms byggt á því að söluþóknun fyrir sölu fasteignarinnar að Skógarhlíð 22, sem r unnið hafi til eiginmanns sóknaraðila, hafi verið ákveðin 2,5% af kaupverði hennar og hafi það verið 0,5% hæ rra hlutfall en söluþóknun s amkvæmt fyrirliggjandi verðskrá fasteignasölunnar. Í samningi um söluþjónustu vegna eignarinnar milli sóknaraðila og Sævars Þórs Jónssonar, sem lagður var fram fyrir Landsrétti, kemur fram að eignin sé sett í almenna sölu. Samkv æmt verðskrá fasteignasölunnar er söluþóknun fyrir almenna sölu á atvinnuhúsnæði 2,5% og er það í samræmi við það sem almennt tíðkast . Þrátt fyrir að fasteignin að Skógarhlíð 22 hafi ekki verið í sölu hjá öðrum fasteignasölum á þeim tíma þegar hún var seld hefði sóknaraðila, samkvæmt framangreindum samningi um söluþjónustu, verið heimilt að leita annað um söluna. Er því ekki fallist á að sóknaraðili hafi ákveðið hærri söluþóknun en eðlilegt hafi verið. 44 Verður því næst vikið að þeirri aðfinnslu að sóknaraðil i hafi synjað að leggja fram gögn um sölu fasteignarinnar að Skógarhlíð 22 á skiptafundi 30. júní 2020. Af ákvæðum 2. mgr. 124. gr. laga nr. 21/1991 leiðir að skiptastjóra ber á skiptafundi að kynna kröfuhöfum ráðstafanir sem hann hefur gert. Af fundargerð skiptafundar fyrrnefndan dag og tölvupóstsamskiptum fundarmanna dagana á eftir má ráða að sóknaraðili hafi kynnt fundarmönnum sölu fasteignarinnar í samræmi við framangreint ákvæði. Í 2. mgr. 80. gr. sömu laga er mælt fyrir um að sá sem sýni 14 skiptastjóra fram á að hann hafi lögvarinna hagsmuna að gæta geti krafist þess að fá aðgang að skjölum þrotabús til skoðunar og eftirrit af þeim á eigin kostnað meðan skiptastjóri hefur þau í vörslum. Lagt er í vald skiptastjóra að meta hagsmuni þess sem óskar aðgangs að gögnum og hefur hann í því mati til leiðsagnar önnur ákvæði laganna. Sigurgeir Valsson lögmaður bað um gögn um sölu fasteignarinnar fyrir skiptafundinn 30. júní 2020. Þar sem lögmaðurinn hafði komið fram fyrir hönd bæði fyrirsvarsmanns hins gjaldþrota f élags og kröfuhafa í búið óskaði sóknaraðili eftir upplýsingum um hverjir umbjóðendur hans væru og hver þeirra bæði um framangreindar upplýsingar. Í kjölfarið tjáði lögmaðurinn sóknaraðila að umbjóðendur hans væru fyrirsvarsmaður hins gjaldþrota félags og varnaraðili Idac ehf. sem gert hefði kröfu í þrotabúið og þá lá fyrir að hefði verið hafnað . Innti sóknaraðili lögmanninn þá eftir því hver óskaði upplýsinganna og hvaða lögvörðu hagsmuni þeir hefðu af þeim. Svaraði lögmaðurinn 29. júní 2020 að beiðnin vær i send fyrir hönd varnaraðila Idac ehf. Samkvæmt fundargerð skiptafundarins 30. sama mánaðar kröfðust fundarmenn þess að fá aðgang að sölugögnum vegna sölu fasteignarinnar en skiptastjóri hafnaði því. Sagðist hann ætla að senda fundarmönnum gögnin og boða til sérstaks fundar af því tilefni. Var krafa fundarmanna ítrekuð með tölvu póstum dagana á eftir. 45 Sóknaraðila mátti vera ljóst að hann þyrfti að afhenda kröfuhöfum gögn um sölu fasteignarinnar á skiptafundinum 30. júní 2020 og var honum í lófa lagið að ver a með gögnin tilbúin þá þegar. Einnig mátti honum vera ljóst að almennt hafa kröfuhafar lögvarða hagsmuni af upplýsingum um sölu stærstu og jafnvel einu eignar þrotabús og var framangreind háttsemi hans því aðfinnsluverð. Á hinn bóginn má einnig sjá af fyr rgreindum tölvupóstsamskiptum sóknaraðila og lögmanns varnaraðila Idac ehf. að ekki var ávallt ljóst hvort lögmaðurinn kæmi fram fyrir hönd varnaraðila Idac ehf. eða fyrirsvarsmanns hins gjaldþrota félags. Jafnframt lá fyrir á fyrrgreindum skiptafundi að s óknaraðili taldi kröfur varnaraðila Idac ehf. og Holtsins fasteignafélags ehf. ekki eiga sér stoð í fylgigögnum með kröfunum og verður þar af leiðandi að teljast eðlilegt að sóknaraðili afhenti þeim ekki gögnin án þess að þeir tilgreindu hvaða hagsmuni þei r hefðu af því í samræmi við fyrrgreint ákvæði 2. mgr. 80. gr. laga nr. 21/1991. 46 Verður þá vikið að þeirri aðfinnslu að sóknaraðili hafi veitt rangar upplýsingar um að ákv arðanir um sölu fasteignarinnar að Skógarhlíð 22 og söluþóknun hafi verið te knar á ve ðhafafundi. Í 1. og 2. mgr. 129. gr. laga nr. 21/1991 er kveðið á um að telji skiptastjóri að eign þrotabús sem bundin sé veðréttindum verði ekki seld gegn því verði að allir veðhafar fái fullnustu krafna sinna skuli hann boða þá til veðhafafundar þar sem hann skal kynna ráðgerðir sínar um ráðstöfun eignarinnar. Eins og að framan er rakið var það mat sóknaraðila að söluverð samkvæmt fyrirliggjandi kauptilboði í fasteignina nægði til að greiða kröfu Íslandsbanka, eina veðhafa í eigninni, lögveðskröfu r og sölulaun. Sóknaraðili bar kauptilboðið undir Íslandsbanka og voru ekki gerðar athugasemdir af hálfu bankans. Sóknaraðila var því ekki skylt að halda veðhafafund í samræmi við framangreind ákvæði . Honum bar hins vegar að ráðfæra 15 sig við Íslandsbanka áðu r en hann seldi fasteignina samkvæmt 3. mgr. 124. gr. sömu laga og er ljóst samkvæmt fyrirliggjandi tölvupóstsamskiptum að hann gerði það. 47 Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er ljóst að fundarmönnum skiptafundarins 30. júní 2020 og sóknaraðila ber ekki saman u m hvort sóknaraðili hafi fullyrt á fundinum að haldinn hefði verið veðhafafundur en fram kemur í fundargerð skiptafundarins að fundarmenn hafi óskað eftir því að fundargerð veðhafafundarins yrði lögð fram. Verður ekki önnur ályktun dregin af fundargerðinni en að veðhafafundur hafi verið til umræðu á fundinum. Þar sem ekki liggur skýrt fyrir hvað sóknaraðili upplýsti um á skiptafundi um veðhafafund sem honum var óskylt að halda vegna sölu fasteignarinnar verður ekki talið að sú upplýsingagjöf gefi tilefni ti l að finna að störfum skiptastjóra. 48 Einnig var fundið að því að sóknaraðili hefði veitt rangar upplýsingar á skiptafundi um að hafa rætt við starfsmenn Mikluborgar fasteignasölu um verðmat fasteignarinnar að Skógarhlíð 22. Hvað þetta atriði varðar ber fund armönnum og sóknaraðila heldur ekki saman en fyrir liggur yfirlýsing Sævars Þórs Jónssonar frá 6. nóvember 2020 þar sem hann lýsir því yfir að hafa rætt verðmat fasteignarinnar við Svan Gunnar Guðlaugsson , fasteignasala hjá Mikluborg. Einnig liggur fyrir í málinu tölvupóstur Svans Gunnars til Þorkels Guðjónssonar, fyrirsvarsmanns varnaraðila Idac ehf., og Sigurgeirs Valssonar lögmanns 26. júní 2020 þar sem hann fullyrðir að enginn hafi ráðfært sig við hann um verðmat eignarinnar. Þetta staðfesti Svan Gunnar á fundi hjá héraðsdómara. Með hliðsjón af því að aðilum ber ekki saman um þetta atriði og af framangreindri niðurstöðu um að sóknaraðila eða fasteignasala á hans vegum hafi ekki borið skylda til að leita annað um verðmat eignarinnar verður ekki fundið að störf um sóknaraðila hvað þetta atriði varðar. 49 Jafnframt var fundið að því að sóknaraðili hefði látið fyrir farast að boða til framhaldsskiptafundar eins og hann hafði boðað á skiptafundi 30. júní 2020. Samkvæmt fyrirliggjandi tölvupóstsamskiptum varð ekki úr því að sóknaraðili gæti boðað til framhaldsfundar áður en fundið var að störfum hans 13. júlí sama ár. Í niðurstöðu hins kærða úrskurðar er í þessu sambandi vísað til ákvæða 2. mgr. 124. gr. laga nr. 21/1991 en fyrir liggur að sóknaraðili hafði þá þegar kynnt kröfuhöfum sölu fasteignarinnar á skiptafundi. Var framhaldsfundur einvörðungu fyrirhugaður vegna beiðni kröfuhafa um afhendingu gagna samkvæmt 2. mgr. 80. gr. sömu laga sem ekki kveður á um skyldu skiptastjóra til að halda fund þar að lútandi. Verð ur því ekki talið að sóknaraðila hafi borið að boða til framhaldsfundarins innan svo skamms tíma og verður ekki fundið að störf um hans hvað þetta atriði varðar en þegar hefur verið fjallað um drátt á afhendingu umræddra gagna af hálfu sóknaraðila. 50 Verður þ ví næst vikið að þeirri aðfinnsl u að sóknaraðili h af i ekki brugðist við kröfum fundarmanna um úrbætur á drögum að fundargerð skiptafundarins 30. júní 2020. Samkvæmt 5. mgr. 79. gr. laga nr. 21/1991 færir skiptastjóri fundargerð á skiptafundum og skal hann gæta þess að fundarmönnum sé kynnt efni hennar áður en 16 fundi er slitið og gefinn kostur á að hafa uppi athugasemdir við það. Í kjölfar skiptafundarins 30. júní 2020 sendi sóknaraðili fundarmönnum tölvupóst með fundargerðinni og bauð þeim að gera athugasemd ir líkt og þegar hefur verið rakið . Af framangreindum tölvupóstsamskiptum má ráða að þrír fundarmanna áskildu sér rétt til að gera frekari athugasemdir við fundargerðina, meðal annars á framhaldsskiptafundinum sem til stóð að halda , og mátti sóknaraðili þv í ætla að hann ætti von á frekari athugasemdum í samræmi við það. Aðeins einn fundarmanna, Sigurgeir Valsson lögmaður, innti sóknaraðila eftir uppfærðri fundargerð 2. júlí 2020. Af þeim sökum verð ur ekki fundið að því að sóknaraðili hafi ekki uppfært funda rgerðina áður en aðfinnslur um störf hans voru sendar héraðsdómara 9. júlí 2020. Þá er að líta til þess að athugasemdir Sigurgeirs Valssonar lögmanns lutu meðal annars að umræðu um veðhafafund en fundarmönnum og sóknaraðila kemur sem fyrr segir ekki saman um hvernig sú umræða fór fram. Einnig gerði lögmaðurinn athugasemd við að ekki hefði komið fram í fundargerðinni að hann hefði krafist þess að sölugögn vegna sölu fasteignarinnar yrðu lögð fram á fundinum en bókað var í fundargerðina að fundarmenn hefðu kr afist þess að fá aðgang að sölugögnunum og verður ekki talinn stórvægur munur þar á. 51 Loks var af hálfu varnaraðila Idac ehf. fundið að því að sóknaraðili hefði ekki tekið skýrslu af fyrirsvarsmanni hins gjaldþrota félags og að ekki h efði verið boðað til skýrslutöku fyrr en 10. júlí 2020 með tölvupósti 29. júní sama ár. Í hinum kærða úrskurði er fallist á að sá tími sem leið frá því að sóknaraðili boðaði fyrirsvarsmann hins gjaldþrota félags fyrst á fund 30. apríl 2020, með bréfi 20. sama mánaðar, og þar til hann var boðaður að nýju, um tveimur mánuðum síðar, hafi verið allt of langur. Til þess er hins vegar að líta að sóknaraðili boðaði fyrirsvarsmanninn á fund 30. apríl 2020 en fyrirsvarsmaðurinn boðaði forföll án skýringa. Jafnframt kemu r fram í fyrirliggjandi gögnum að lögmaður varnaraðila Idac ehf. í héraði, sem bar upp framangreinda aðfinnslu, var einnig lögmaður fyrirsvarsmanns hins gjaldþrota félags og afboðaði hann fyrirsvarsmanninn á fundinn sem boðaður var 10. júlí 2020 daginn áðu r, án skýringa. Þegar sóknaraðili innti þá lögmanninn eftir bókhaldi hins gjaldþrota félags svaraði lögmaðurinn því til að hann gæti komið bókhaldinu til skiptastjóra þegar boðað yrði til framhaldsskiptafundar eins og hann h a fði þegar krafist sem lögmaður varnaraðila Idac ehf. Með hliðsjón af framangreindu verður ekki fallist á að sóknaraðila verði alfarið um það kennt að dregist hafi að taka skýrslu af f yrirsvarsm anni hins gjaldþrota félags. 52 Í hinum kærða úrskurði eru enn fremur gerðar athugasemdir við að sóknaraðili hafi ekki boðað til ágreiningsfundar varðandi þær kröfur í þrotabúið sem hann hafði hafnað. Fallist er á að skiptastjórar geti ekki vikið sér undan því að boða til ágreiningsfundar um umdeildar kröfur þótt kröfuhafar hafi uppi aðfinnslur við st örf hans hjá héraðsdómara. Var sóknaraðila skylt samkvæmt 2. mgr. 120. gr. laga nr. 21/1991 að boða varnaraðila Idac ehf. og Holtið fasteignafélag ehf. á ágreiningsfund 17 sem fyrst til þess að jafna ágreining um kröfur þeirra. Er fallist á aðfinnsluvert sé a ð skiptastjóri hafi ekki sinnt þeirri skyldu svo fljótt sem verða mátti. 53 Eins og áður greinir hefur verið komist að þeirri nið urstöðu að sóknaraðila hafi borið að kynna sér betur byggingarrétt sem þinglýst hafði verið á stærstu eign búsins, fasteignina að Skógarhlíð 22, en þó hafa ekki verið leiddar líkur að því að það hefði haft umtalsverð áhrif á söluverð eignarinnar. Einnig hefur verið komist að þeirri niðurstöðu að sóknaraðili hefði mátt gera sér grein fyrir því að hann þyrfti að hafa sölugögn vegna sö lu fasteignarinnar tilbúin til afhendingar á skiptafundinum 30. júní 2020 og að honum hafi borið að halda ágreiningsfund um umdeildar kröfur í búið eins fljótt og honum var unnt. Á hinn bóginn verður ekki talið eins og atvikum máls þessa er háttað að framf erði sóknaraðila hafi verið slíkt að efni hafi staðið til að víkja honum fyrirvaralaust úr starfi skiptastjóra . Verður hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi. 54 Eftir framangreindum úrslitum verður varnaraðil um Idac ehf. og Ríkisútvarpinu ohf. gert að gre iða sóknaraðila kærumálskostnað eins og í úrskurðarorði greinir. Úrskurðarorð: Kröfum varnaraðila Idac ehf. er vísað frá héraðsdómi. Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi. Varnaraðilar, Idac ehf. og Ríkisútvarpið ohf., greiði sóknaraðila, Lárusi Sigurði Lárussyni, óskipt 496.000 krónur í kærumálskostnað. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 30. október 2020 Með bréfi Sigurgeirs Valssonar lögmanns, f.h. sóknaraðila Idac ehf., sem móttekið var í Héraðsdómi Reykjavíkur 13. júlí 2020., var athygli dómsins vakin á starfsháttum Lárusar Sigurðar Lárussonar, lögmanns og skiptastjóra í þrotabúi Fasteignafélagsins Þóro dds ehf., kt. [...] . Í bréfinu eru lagðar fram kvartanir yfir störfum skiptastjórans og lagt til að héraðsdómari grípi til aðgerða samkvæmt 76. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. og víki skiptastjóra úr starfi. Idac ehf., Skipholti 50d, var bókað sem sóknaraðili í málinu og Lárus Sigurður Lárusson lögmaður sem varnaraðili. Síðar var Ríkisútvarpinu bætt við aðildina sóknarmegin, með samkomulagi aðila. Sóknaraðilar krefjast þess að varnaraðila verði vikið úr starfi skiptastjóra þb. Fasteignafélagsins Þórodds ehf., kt. [...] , þegar í stað með úrskurði skv. 2. mgr. 76. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Sóknaraðilar krefjast þess til vara að gerðar verði aðfinnslur við störf skiptastjóra sem lúta að eftirfarandi: a) synjun á að leggja fram umbeðin gögn v egna sölu fasteignarinnar að Skógarhlíð 22, b) sölu fasteignarinnar langt undir markaðsverði, c) synjun á að boða til framhaldsskiptafundar, d) hafa ekki brugðist við kröfum um úrbætur á drögum að fundargerð skiptafundar, e) hafa veitt rangar upplýsingar um að ákv örðun um sölu og söluþóknun hafi verið tekin á veðhafafundi. 18 Af hálfu sóknaraðila Idac ehf. er þess einnig krafist að gerðar verði aðfinnslur við eftirfarandi: a) ekki hafi verið tekin skýrsla af fyrirsvarsmanni þrotamanns og ekki hafi verið boðað til skýrs lutöku fyrr en með boðun 29. júní 2020. b) veita kröfuhöfum rangar upplýsingar á skiptafundi um að hafa rætt við starfsmenn Mikluborgar fasteignasölu um verðmat sem þeir kannast ekki við og að hafa ekki brugðist við þegar starfsmaður Mikluborgar kvaðst vera í samskiptum við áhugasaman aðila. Loks krefjast sóknaraðilar úrskurðar, fallist héraðsdómari ekki á að víkja skiptastjóra úr starfi skv. 2. mgr. 76. gr. laga nr. 21/1991, sbr. 3. mgr. 76. gr. laganna. Varnaraðili krefst þess að öllum kröfum sóknaraðila verði hafnað. II Fyrirtaka kröfu sóknaraðila Idac ehf. fór fram 28. ágúst 2020 og gögn málsins voru þá lögð fram. Varnaraðili óskaði eftir fresti til að leggja fram greinargerð og var boðað til fundar í málinu þann 11. september 2019 í samræmi við 1. mgr. 76. gr. laga nr. 21/1991. Þar sem athugasemdir höfðu einnig borist frá Ríkisútvarpinu vegna starfa skiptastjóra þótti rétt að sameina mál þetta því máli, enda byggist það á svipuðum sjónarmiðum. Mál Ríkisútvarpsins gegn varnaraðila er merkt nr. Æ - 4879/2020. Aðilar gerðu engar athugasemdir við þetta og eru málin rekin undir málsnúmerinu Æ - 4431/2020. Á fundi 11. september sl. lagði varnaraðili fram greinargerð ásamt fylgiskjölum. Ákveðið var að hittast að nýju 25. september 2020. Á fundi þann 25. september sl. var ekki óskað eftir því að leggja fram frekari gögn en sóknaraðilar fóru fram á að tilteknir aðilar yrðu boðaðir til fundarins og voru engar athugasemdir gerðar við það af hálfu varnaraðila. Ákveðið var að hittast að nýju 21. október sl. Á f undinum 21. október 2020 reifuðu sóknaraðilar og varnaraðili sjónarmið sín, auk þess sem rætt var við Margréti Ásu Eðvarðsdóttir sem var fulltrúi Íslandsbanka á skiptafundi, Steinberg Finnbogason sem var fulltrúi Holts á skiptafundi, Dröfn Teitsdóttur frá RÚV, Þorkel Guðjónsson f.h. IDAC hf. og Svan Guðlaugsson hjá fasteignasölunni Mikluborg. Var málið að því búnu tekið til ákvörðunar dómara, eftir að lögmenn höfðu fengið að tjá sig um ágreiningsefnið og reifa sjónarmið sín þar að lútandi. III Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þann 17. apríl 2020 var bú fasteignafélagsins Þórodds ehf. tekið til gjaldþrotaskipta. Sama dag var varnaraðili skipaður skiptastjóri búsins. Innköllun vegna skiptanna var birt fyrra sinni 22. apríl 2020 og fyrsti skiptafundur var h aldinn 30. júní 2020. Í innkölluninni kemur fram að á skiptafundi verði fjallað um skrár um lýstar kröfur og ráðstöfun á eignum og réttindum búsins. Samkvæmt kröfuskrá sem lögð var fram á fundinum námu lýstar kröfur í þrotabúið 150.557.743 krónum, þarf af námu veðkröfur samtals 116.248.006 krónum. Á skiptafundinum var, samkvæmt fundargerð sem varnaraðili tók saman, fjallað um lýstar kröfur og eignastöðu félagsins og upplýst að fasteignin að Skógarhlíð 22 hefði verið seld fyrir 130.000.000 króna. Þá var uppl ýst um 2,5% söluþóknun fasteignasala af söluverði, kostnað við skiptin fram að skiptafundi og tímagjald. Á fundinum var m.a. bókað af hálfu þeirra sem mættir voru f.h. kröfuhafa að þeir gerðu kröfu um að fá aðgang að sölugögnum vegna sölu þrotabúsins á fas teigninni að Skógarhlíð 22. Einn kröfuhafi vildi reyndar að umrædd sölugögn yrðu lögð fram á fundinum en skiptastjóri hafnaði því og ítrekaði að hann myndi senda fundarmönnum gögnin og boða til sérstaks fundar af því tilefni. Fundarmenn óskuðu einnig eftir fundargerð veðhafafundar en skiptastjóri bókaði að hann yrði ekki við þeirri ósk að svo stöddu. Í bókun skiptastjóra kemur fram að eignin hafi verið á sölu í tvö ár án þess að hafa selst og því hafi hann talið rétt í ljósi aðstæðna, yfirvofandi nauðungars ölumeðferðar og upplýsinga frá fasteignasala um söluhorfur o.fl. að selja fasteignina til að þoka fram skiptunum. Í fundargerðinni er jafnframt bókað að skiptastjóra hafi verið kunnugt um að 200 milljóna króna tilboð hefði borist í fasteignina frá endanleg um kaupanda, sem hafi fallið niður áður en hann 19 samþykkti tilboð frá sama aðila sem varð grundvöllur að endanlegum kaupsamningi. Loks er bókað að fundinum verði ekki slitið heldur frestað í því skyni að leggja fram umbeðin gögn. Þessi tillaga var samþykkt af öllum fundarmönnum. Þá er bókað að varnaraðili muni senda fundargerðina til fundarmanna í viðhengi með tölvuskeyti, sem hann gerði kl.18:22 þann 30. júní 2020. Steinbergur Finnbogason sendi töluskeyti kl. 18:41 sama dag þar sem hann vísaði til þess að i nn í fundargerðina vantaði allnokkur atriði og áskildi sér rétt til að koma með athugasemdir og viðbætur við upphaf framhaldsskiptafundar sem samkvæmt samtali yrði haldinn innan viku. Í tölvuskeyti lögmanns sóknaraðila Idac ehf. sem sent var þennan sama da g kl. 21:41 var tekið undir að fundargerðin hefði ekki endurspeglað nægjanlega það sem fram fór á fundinum og sérstaklega óskað eftir því að það yrði bókað sem haft hefði verið eftir skiptastjóra á fundinum, svo sem að hann hefði skýrt frá veðhafafundi þar sem hefði verið rituð fundargerð og upplýst um sölu eignarinnar og 2,5% söluþóknun til Sævars Þórs Jónssonar. Þá var óskað eftir að bókað yrði að skiptastjóri hefði upplýst um það að boðun fyrirsvarsmanns þrotamanns í skýrslutökur eftir að fyrirhugaðri sk ýrslutöku var frestað 30. apríl sl. hefði ekki átt sér stað fyrr en 29. júní sl. Jafnframt var óskað eftir að bókað yrði að skiptastjóri hefði talið nauðsynlegt að selja fasteignina vegna fyrirhugaðrar nauðungarsölu og verið upplýstur um að þinglýst skilyr ði sem lyti að deiliskipulagi hefði verið samþykkt 2019. Í tölvuskeytinu er einnig óskað eftir því að í fundargerðinni verði bókað að lögmaðurinn hafi ítrekað óskað eftir afhendingu gagna vegna sölunnar fyrir skiptafundinn. Þá var óskað bókunar á því að sk iptastjóri hefði lýst því yfir að hann hefði strax yfirfarið ársreikninga og skattagögn félagsins sem sóknaraðili Idac ehf. sendi til hans, þar sem fram kæmi að eignin væri ekki lengur í eigu búsins. Þá hafi verið rætt um að fundarmenn teldu þörf á því að kanna hvort fasteignin hefði verið seld á undirverði og valdið almennum kröfuhöfum tjóni sem eðlilegt væri að bóka um. Loks var tekið undir að framhaldsfundur yrði haldinn eins fljótt og mögulegt væri. Margrét Ása Eðvarðsdóttir, lögmaður hjá Íslandsbanka h f., sendi tölvuskeyti strax morguninn eftir, þar sem hún tók undir þær athugasemdir sem höfðu borist og óskaði eftir því að fá tímasetningu á framhald fundarins sem allra fyrst. Verulegur ágreiningur er á milli aðila um það hvað fór fram á fundinum. Sók naraðilar telja að fundinum hafi einungis verið frestað að hámarki um sjö daga á meðan varnaraðili segist hafa tekið sérstaklega fram að boðun á framhaldsfund væri háð önnum á skrifstofu hans. Varnaraðili hafi síðan ákveðið að fresta fundinum þar til leyst yrði úr umræddum aðfinnslum. Sóknaraðilar halda því fram að varnaraðili hafi ítrekað fullyrt á skiptafundinum að veðhafafundur hefði verið haldinn þar sem kauptilboðið hefði verið kynnt og 2,5% söluþóknun vegna sölunnar og sérstök fundargerð haldin vegna fundarins. Varnaraðili heldur því fram að þetta sé hreinn tilbúningur. Hann hafi aldrei haldið því fram að veðhafafundur hefði verið haldinn, hins vegar hafi veðhafanum verið tilkynnt um hvort tveggja í símtali. Sóknaraðilar halda því fram að fundargerð fu ndarins endurspegli ekki það sem fram kom á fundinum. Varnaraðili hafnar því og bendir á að fundinum sé ekki lokið og ekki sé hægt að ganga frá endanlegri fundargerð fyrr en að honum loknum. Sóknaraðilar halda því fram að varnaraðili hafi veitt rangar uppl ýsingar um símtal við Svan Guðlaug Guðlaugsson fasteignasala um að eignin væri ofmetin. Þessu hafnar varnaraðili. Til þess að reyna að varpa skýrara ljósi á þennan ágreining óskuðu lögmenn sóknaraðila eftir því að aðrir þeir sem voru viðstaddir skiptafun dinn 30. júní sl. myndu mæta til aðfinnslufundarins, svo og Svan Guðlaugur Guðlaugsson fasteignasali. Á þetta var fallist enda gerir 76. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. ráð fyrir því að heimilt sé að kveðja fleiri en sóknar - og varnaraðila t il fundarins. Rætt var við Steinberg Finnbogason og Dröfn Teitsdóttur í síma, en Margrét Ása Eðvarðsdóttir, Þorkell Guðjónsson og Svan Guðlaugsson mættu til fundarins 21. október sl. og verður hér á eftir rakið það helsta sem kom fram hjá þeim á fundinum. Steingrímur Finnbogason lögmaður mætti á umræddan skiptafund fyrir kröfuhafann Holt fasteignafélag ehf. Hann sagði að fundinum hefði verið frestað og síðan hefði átt að halda framhaldsfund í kjölfarið, sem ekki hefði verið gert þrátt fyrir ítrekaðar kröfu r hans og annarra kröfuhafa. Steingrímur var sérstaklega 20 tilbúningur sem varnaraðili kannist ekki við að hann hafi lýst því á skiptafundi að ákvörðun um sölu Skiptastjóri hafi lýst því yfir á skiptafundinum oftar en einu sinni að sérstakur veðhafafundur hefði verið haldinn þar sem bæði hefði verið rætt um söluna og söluþóknun vegna hennar og að sérstök fundargerð hefði verið rituð á fundinum. Steingrímur sagðist hafa krafist þess á skiptafundinum að það yrði bókað í fundargerð að þessi veðhafafundur hefði verið haldinn, en það hefði ekki verið gert. Hann hafi þá l átið bóka athugasemd um að leggja ætti fram fundargerð veðhafafundarins. Fulltrúi Íslandsbanka hafi verið á staðnum og ekki vitað af þessum veðhafafundi. Á skiptafundinum hefði verið mikið rætt um söluna á fasteigninni sem hefði verði seld fyrir 130 milljó nir aðila sem áður hafði gert 200 milljóna króna tilboð í eignina. Á fundinum hafi komið fram að skiptastjóri hefði haft upplýsingar um þetta fyrra tilboð. Steingrímur sagðist ekki muna eftir umfjöllun um það hvort skiptastjóri hefði strax í upphafi skoðað skattgögn og hvort einhver áhöld væru um það að félagið ætti fasteignina. Hann segist margsinnis hafa kallað eftir þeim gögnum sem óskað var eftir á skiptafundinum, án árangurs. Tölvuskeytum sé ekki svarað og ekki staðfest að slík skeyti hafi verið móttek in. Hann viti ekki til þess að neinn hafi fengið þessi gögn. Þrátt fyrir að kröfu hans hafi verið hafnað sé hvorki búið að halda ágreiningsfund né vísa ágreiningi um kröfuna til héraðsdóms. Dröfn Teitsdóttir lögfræðingur mætti til skiptafundarins sem a nnar af tveimur fulltrúum RÚV. Hún skýrði frá því að skiptastjóri hefði gefið litlar upplýsingar um skiptin, heldur hefði fundurinn einkennst af því að aðrir fundarmenn hefðu þurft að kalla eftir upplýsingum um einstök atriði sem hann staðfesti. Hann hefði svarað því til að hann hefði vitað um byggingarréttinn en að hann væri skilyrtur. Hann hefði vitað að endanlegur kaupandi hefði áður gert tilboð og sérstaklega tiltekið að veðhafafundur hefði verið haldinn, þar sem hann hefði upplýst um söluverð og 2,5% s öluþóknun. Hann hafi skýrt frá því að fundargerð hefði verið rituð á þessum veðhafafundi og hafi þá verið óskað eftir því að hann myndi leggja hana fram, sem hann hefði ekki fallist á þrátt fyrir að þau væru stödd á starfsstöð hans. Eftir fundinn hafi full trúi Íslandsbanka haft samband við samstarfsmann sinn og skýrt fundarmönnum frá því að þessi veðhafafundur hefði aldrei verið haldinn. Loks skýrði hún frá því að efni fundargerðarinnar væri ekki í samræmi við það sem fram hefði farið á fundinum. Margrét Ása Eðvarðsdóttir lögmaður mætti á skiptafundinn fyrir Íslandsbanka hf. Hún sagðist hafa verið í samskiptum við skiptastjóra fyrir þann fund. Enginn veðhafafundur hefði verið haldinn, en skiptastjóri hefði upplýst bankann um að kauptilboð hefði borist, sem hún og samstarfsmaður hennar hefðu skoðað áður en það var samþykkt af skiptastjóra. Þau hafi látið skiptastjóra vita að annað tilboð hefði legið fyrir frá sama aðila sem væri umtalsvert hærra og sent þetta tilboð til skiptastjórans. Bankinn hafi ekki gert aðrar athugsemdir þar sem tilboðið hefði falið í sér fullnaðargreiðslu á kröfum bankans. Hún sagði að þau hefðu ekki fengið neinar upplýsingar um söluþóknun og hefði skiptastjóri fyrst upplýst um hana á skiptafundi. Margrét sagði að skiptastjóri hefði lýs t því yfir á skiptafundinum að veðhafafundur hefði farið fram og upplýsingar um söluna og söluþóknunina hefðu legið fyrir á þeim fundi og fundargerð verið rituð. Margrét sagðist hafa leitað staðfestingar hjá samstarfsmanni sínum varðandi þetta strax eftir fundinn, og hann staðfest að enginn veðhafafundur hefði verið haldinn. Margrét sagði að engin gögn um þetta eða söluna yfirleitt hefðu verið afhent á fundinum og Íslandsbanki hefði ekki fengið nein gögn afhent. Skiptastjóri hafi skýrt frá því að fundinum y rði frestað og gögnin lögð fram síðar á framhaldsfundi. Margrét sagði að efni fundargerðarinnar væri ekki í samræmi við það sem fram fór á fundinum og vantaði töluvert upp á. Hún sagðist ekki muna eftir því hvort skiptastjóri hefði kallað eftir einhverjum upplýsingum vegna þessarar nauðungarsölu. Honum hafi verið bent á sex mánaða frestinn í lögunum, en hann hafi aldrei nefnt að hann hygðist nýta sér þá heimild. Á þessum tíma hafi ekki verið komin dagsetning á fyrstu fyrirtöku nauðungarsölunnar, en hún hafi síðan verið ákveðin í ágúst. Þorkell Guðjónsson, fyrirsvarsmaður Idac ehf., mætti á umræddan skiptafund. Hann sagði að lýsing 21 lýst því á skiptafu ndi að ákvörðun um sölu fasteignar búsins og söluþóknun hafi verið tekin á haldinn veðhafafundur þar sem söluþóknun hefði verið borin undir veðhafann og haldin fundargerð. Á skiptafundinum hafi verið óskað eftir því að hann legði fram þessa fundargerð og einnig önnur gögn, eins og kauptilboð og sölumat. Skiptastjóri hafi tekið fram að þessi gögn væru til og á starfsstöð hans þar sem skiptafundurinn var haldinn, en hann væri ekki tilbúinn til þess að afhenda þau. Eftir að fundinum var frestað hafi fulltrúi Íslandsbanka haft samband við samstarfsmann sinn sem hafi staðfest að enginn veðhafafundur hefði verið haldinn. Þorkell sagðist hafa verið í sambandi v ið skiptastjóra fyrir skiptafundinn til að fjarlægja muni úr fasteigninni sem ekki tilheyrðu þrotabúinu. Hann hafi ekki upplýst um eignarhaldið á eigninni í þessu samtali. Þorkell skýrði frá því að skipulagsferlið á fasteigninni hefði tekið langan tíma. Þe ir hafi látið teikna hús sem skipulagsyfirvöld hafi tekið vel í en það hafi misfarist að auglýsa samþykki byggingarréttarins í Lögbirtingablaðinu. Hann hafi síðan verið samþykktur og tilheyri lóðinni og hafi á endanum verið samþykktur í deiliskipulagi. Rey kjavíkurborg hafi síðan leitað til þeirra á nýjan leik um breytingar vegna hjóla - og göngustíga. Eigi fé í þessu verkefni hafi verið mikið og áður hafi verið greitt inn á verkefnið til að koma í veg fyrir nauðungarsölu. Mikill áhugi hafi verið á fasteignin ni og nokkur tilboð borist. Í eitt skipti hafi það fallið á því að gamla húsið sem, sem sé skráð 510 fermetrar í fasteignamati, sé einungis 450 fermetrar og önnur tilboð hafi ekki gengið eftir vegna erfiðleika við fjármögnun og fyrirvara um samþykki deilis kipulags sem hafi borist síðar. Hæsta tilboðið, sem var tekið, hafi numið 227 milljónum króna og hafi það verið í samræmi við kostnaðarverð verkefnisins, en eignin hafi verið keypt á 182 milljónir á árinu 2016 og síðan hafi byggingarrétturinn bæst við. Þor kell sagðist ekki kannast við að ástand glugga og þaks væri bágborið. Þeir hefðu óskað eftir verðmati á eigninni og væri hún metin á 230 milljónir króna. Svan Gunnar Guðlaugsson, hjá fasteignasölunni Mikluborg, skýrði frá því að hann hefði verið með fasteignina að Skógarhlíð 22 í sölumeðferð í nokkra mánuði, sennilega frá áramótum 2020. Skiptastjóri hafi beðið hann um að taka eignina úr sölu, sem hann hafi gert en jafnframt tilkynnt skiptastjóra að hann hefði verið í sambandi við áhugasaman aðila um kaup á eigninni. Hann hafi ekki átt nein frekari samskipti við hann að öðru leyti en því að skiptastjóri hafi sent honum tölvuskeyti um miðjan júní þar sem hann hafi óskað eftir afriti af söluumboði. Hann hafi ekki fundið þessi gögn hjá sér enda eignin farin formlega úr sölu og líklegt að þessum gögnum hafi verið fargað. Einnig hafi verið óskað eftir kauptilboðum og öðru sem tengdist því en ekki hafi verið beðið u m sölulýsingu. Sérstaklega aðspurður sagðist hann ekki kannast við að hann hefði rætt við skiptastjóra um það að eignin væri ofmetin. Engin slík samskipti hafi átt sér stað. Hann sagði að fasteignasalan hefði ekki vilja taka við eigninni á sölu nema að mið a ásett verð eða viðmiðunarverð við 200 milljónir, en óskað hefði verið eftir tilboðum í eignina. Þetta hafi verið nokkuð lægra verð en það verð sem eigendur eignarinnar höfðu í huga. Nokkuð margir hefðu haft samband við hann og sýnt eigninni áhuga. Hann s agðist hafa frétt af því að eignin hefði verið seld á 130 milljónir, sem væri gjöf. Þetta væri allt of lágt verð að hans mati og það sama teldu þeir sem störfuðu með honum á fasteignasölunni, sem hefðu farið yfir þetta. Verð eignarinnar væri a.m.k 180 til 190 milljónir að öllu jöfnu. III Sóknaraðilar byggja á því að varnaraðili hafi valdið þeim tjóni þegar hann seldi Fjölhæfni fasteignina að Skógarhlíð 22 tugum milljóna króna undir markaðsvirði eignarinnar. Með því hafi hafi hann valdið þeim og öðrum almen num kröfuhöfum umtalsverðu tjóni enda dugi söluverðið nánast einungis til þess að greiða áhvílandi veðskuldir, söluþóknun til samstarfsmanns varnaraðila og kostnað varnaraðila sjálfs sem skiptastjóra. Sóknaraðilar vísa til þess að varnaraðila hafi verið k unnugt um að Fjölhæfni hefði nokkru áður skuldbundið sig til þess að kaupa sömu fasteign fyrir 200.000.000 króna en það hafi síðan ekki gengið eftir þar sem kaupin fengust ekki fjármögnuð. Varnaraðili hafi skýrt lækkun söluverðs með vísan til yfirvofandi n auðungarsölu og ástands fasteignarinnar, þ.m.t. þakjárns. Hann hafi talið byggingarrétt skilyrtan og á ábyrgð og áhættu kaupanda að tryggja sér þann rétt. Þetta fái ekki staðist, enda hafi deiliskipulag lóðarinnar 22 verið samþykkt haustið 2019 og byggingarré tturinn sé verulega stór hluti af verðmæti fasteignarinnar. Þá fái skýring um yfirvofandi nauðungarsölu ekki staðist þar sem fyrsta fyrirtaka vegna nauðungarsölu hafi verið fyrirhuguð í ágúst, auk þess sem skiptastjóri hafi heimild til að stöðva nauðungars öluna, sbr. 4. mgr. 116. gr. laga nr. 21/1991. Sóknaraðilar vísa til þess að varnaraðili hafi upplýst að ákvörðun um sölu fasteignarinnar hafi verið tekin á veðhafafundi með eina veðhafa eignarinnar og getið hafi verið um ákvörðunina í fundargerð. Söluve rðið hafi byggst á verðmati Sævars Þórs Jónssonar lögmanns og fasteignasala sem og starfsmanna Mikluborgar. Sóknaraðilar vísa til fyrirliggjandi staðfestingar veðhafans um að enginn veðhafafundur hafi farið fram og söluþóknun hafi aldrei verið borin undir hann. Auk þess hafi hann sérstaklega bent á að söluverð eignarinnar væri of lágt. Þá væri 2,5% söluþóknun til eiginmanns varnaraðila 0,5% hærri en fyrirliggjandi gjaldskrá gerði ráð fyrir. Með því hefði varnaraðili afhent eiginmanni sínum 700.000 krónur á kostnað almennra kröfuhafa. Þá vísa sóknaraðilar til þess að varnaraðili hefur ekki afhent gögn sem varða söluna, þ.m.t. kauptilboð, verðmat, sölulýsingu, samskipti við fasteignasala, fundargerð veðhafafundar o.fl., þrátt fyrir að hafa upplýst að þau y rði lögð fram á skiptafundi. Kröfuhafar hafi samþykkt að fresta skiptafundi í stuttan tíma til að gefa varnaraðila færi á að boða strax í kjölfarið til framhaldsfundar og leggja fram umbeðin gögn. Þrátt fyrir ítrekanir hafi varnaraðili hvorki boðað til fra mhaldsfundar né lagt fram umbeðin gögn. Þá hafi varnaraðili ekki orðið við kröfu um úrbætur á drögum að fundargerð skiptafundar eftir að sóknaraðilar og aðrir kröfuhafar gerðu alvarlegar athugasemdir við fundargerðina. Sóknaraðili Idac ehf. hefur lýst sértökukröfu í eignina og upplýsti hann skiptastjóra áður en til kröfulýsingar kom um að umrædd fasteign væri ekki í eigu þrotabúsins og vísaði til ásreikninga og skattframtala þrotabúsins því til stuðnings. Endanlegur kaupandi hafi verið grandsamur um eig narrétt Idac ehf. Þá hafi varnaraðili ekki tekið skýrslu af fyrirsvarsmanni þrotabúsins og ekki boðað til slíkrar skýrslutöku fyrr en 29. júní 2020. IV Varnaraðili mótmælir því að hann hafi gefið sóknaraðilum og öðrum kröfuhöfum rangar upplýsingar. Það s é hreinn tilbúningur að hann hafi haldið því fram að ákvörðun um sölu fasteignarinnar að Skógarhlíð 22 og söluþóknun fasteignasala hefði verið tekin á veðhafafundi. Kauptilboðið hafi verið borið undir veðhafann sem hafi ekki gert athugasemdir við söluna. Varnaraðili vísar til þess að boðun veðhafafundar samkvæmt 1. mgr. 129. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. sé eingöngu bundin því að söluandvirðið hrökkvi ekki fyrir öllum áhvílandi veðum, sem hafi ekki verið raunin í þessu tilviki. Þá fullyrð ir varnaraðili að starfsmaður fasteignasölunnar Mikluborgar hafi tjáð sér í símtali að eignin væri ofmetin, enda þótt hann vilji ekki lengur gangast við þeim orðum. Varnaraðili mótmælir því að hann hafi neitað að halda framhaldsskiptafund. Hann hafi hins vegar ekki getað boðað til hans innan viku frá fyrsta fundi vegna anna og sumarleyfa, enda hafi skiptafundurinn verið haldinn 30. júní sl., við upphaf helsta sumarleyfistímans. Aðeins níu dögum seinna hafi verið búið að senda aðfinnslur til héraðsdóms og hafi það verið mat varnaraðila að rétt væri að fá fram afstöðu dómara til þeirra áður en boðað yrði til framhaldsfundar. Varnaraðili vísar til þess að sóknaraðili Idac ehf. hefur ekki fengið kröfu sína viðurkennda og telur það hvorki sanngjarnt né réttlætanlegt gagnvart öðrum kröfuhöfum að aðilar, sem ekki hafa viðurkenndar kröfur, geti haft veigamikil áhrif á búskiptin. Krafa um frávikningu skiptastjóra sé einungis á forræði kröfuhafa samkvæmt 1. mgr. 76. gr. laga nr. 21/1991. 23 Varnaraðili mótmælir því að hann hafi hafnað því að afhenda gögn heldur hafi afhending dregist vegna anna og sumarleyfa. Með framlagningu fylgiskjala í þessu máli hafi varnaraðili afhent sóknaraðilum öll umbeðin gögn. Varnaraðili vísar jafnframt til þess að ekki sé aðgangur a ð gögnum búsins, samkvæmt 2. mgr. 80. gr. laga nr. 21/1991, og því sé brýnt að þau rati ekki í hendur óviðkomandi aðila og mikilvægt að skorið verði úr um réttmæti krafna. Varnaraðili vísar til þess að athugasemdir sóknaraðila við fundargerðina séu frále itar. Fundinum hafi ekki verið slitið heldur frestað og því sé ekki um það að ræða að fundargerð sé lokið, þaðan af síður að kröfuhafar eigi rétt á því að tiltekin drög að fundargerð liggi fyrir. Þá sé hvergi í lögum nr. 21/1991 áskilið að kröfuhafar samþy kki fundargerð. Samkvæmt ákvæði 5. mgr. 79. gr. laga nr. 21/1991 sé það skiptastjóri sem ritar fundargerð skiptafundar, en fundarmenn geti látið færa til bókar tilteknar athugasemdir eða mótmæli og hafi verið orðið við óskum fundarmanna um þetta á skiptafu ndinum og athugasemdir þeirra færðar til bókar. Eftir fundinn hafi drögin, eins og þau litu út þá, verið send fundarmönnum og þeir hafi í kjölfarið sent frekari bókanir til varnaraðila. Endanleg fundargerð verði síðan afgreidd með venjubundnum hætti þegar fundi verði slitið og þá geti fundarmenn komið frekari athugasemdum á framfæri. Varnaraðili vísar til þess að hann hafi fyrst boðað forsvarsmann þrotabúsins á fund 30. apríl 2020. Hann hafi ekki kannast við að hafa fengið fundarboðunina en hafi boðist til að hitta varnaraðila strax eftir helgina. Varnaraðili byggir á því að fasteignin hafi verið seld á raunvirði eða að minnsta kosti á ásættanlegu verði. Eignin hafi verið til sölumeðferðar í tvö ár án árangurs. Fyrri fasteignasali hafi tjáð varnaraðila sí mleiðis að eignin væri ofmetin. Það veki sérstaka athygli varnaraðila að í fskj. nr. 9 með erindi sóknaraðila Idac ehf. sé að finna samskipti milli félagsins og fyrrgreinds fasteignasala. Með tölvupósti sem fasteignasalinn sendi 26. júní sl. láti hann sölu yfirlit fylgja, enda þótt hann hafi þann 29. júní sl. svarað tölvuskeyti varnaraðila sem sent var 12 júní sl. á þá leið að engin gögn væru til og hann hefði líklega hent þeim. Varnaraðili vísar til þess að hann hafi í kjölfar athugasemda kröfuhafa óskað e ftir verðmati fasteignasala á fasteigninni og hafi Baldur Jezorski, löggiltur fasteignasali, metið eignina að nýju þann 28. ágúst sl. og þá metið söluverð eignarinnar 145.000.000 króna. Varnaraðili byggir á því að þetta sýni að söluverð fasteignarinnar haf i ekki verið undir markaðsverði eða a.m.k. ásættanlegt miðað við aðstæður í heild. Varnaraðili vísar til þess að Íslandsbanki hafi sent beiðni um nauðungarsölu á fasteigninni þann 30. mars 2020, sem varnaraðili hafi einungis getað varist í sex mánuði sam kvæmt 4. mgr. 116. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Varnaraðili hafi ekki getað treyst því að fá annað tilboð í eignina á þeim tíma, sérstaklega í ljósi þess hve illa hafði gengið að selja fasteignina undanfarin ár. Í ofanálag hafi verið miki ð óvissuástand í þjóðfélaginu vegna Covid - 19 faraldursins og mikill efnahagslegur samdráttur fyrirsjáanlegur og það hafi ekki gefið væntingar um aukna sölumöguleika. Með því að ganga að kauptilboðinu hafi verið hægt að fá töluverða fjármuni inn í búið og r áðstafa þeim upp í allar veð - og forgangskröfur og að einhverju leyti almennrar kröfur. Varnaraðili hafi ekki verið tilbúinn til þess að taka þá áhættu að missa eignina á nauðungarsölu með þeim afleiðingum að engir fjármuni myndu skila sér inn í búið. Va rnaraðili byggir á meginreglu skiptaréttarins um ákvörðunarvald skiptastjóra, sbr. 122. og 124. gr. laga nr. 21/1991. Þannig sé til dæmis tekið fram berum orðum í 1. mgr. 124. gr. að skiptastjóri taki ákvarðanir um það hvernig eignum og réttindum þrotabúsi ns verði ráðstafað, þar á meðal hvernig og hverjum þær verði seldar og gegn hverju verði. Þá beri skiptastjóra að gæta þess að skiptum verði lokið án ástæðulauss dráttar skv. 2. mgr. 122. gr. og hann skal, svo fljótt sem tök eru á, hefjast handa um ráðstöf un á eignum og réttindum þrotabúsins skv. 1. mgr. 123. gr. Af lagareglum þessum leiði að skiptastjóri getur hafið sölu 24 eigna um leið og hann tekur við búinu og þarf ekki að leita eftir afstöðu kröfuhafa til þess, að undanskildum veðhöfum ef söluandvirði hr ekkur ekki fyrir veðkröfum. Varnaraðili hafi. skv. þessu haft heimild að lögum til þess að selja fasteignina með þeim hætti sem hann gerði. Varnaraðili vísar til þess að 2,5% söluþóknun fasteignasala sé gangverð í fasteignaviðskiptum með atvinnu - og iðnað arhúsnæði og því sé ekkert óeðlilegt við hana. Varnaraðili sé ekki löggiltur fasteignasali og hafi leitað til Sævars Þórs Jónssonar sem sé bæði eigandi Lögmannsstofunnar, sem varnaraðili starfar hjá, og eiginmaður varnaraðila. Varnaraðili sé hins vegar ein ungis starfsmaður lögmannsstofunnar og hann njóti ekki beins fjárhagslegs ávinnings af tekjum eða hagnaði hennar. Varnaraðili vísar til þess að ágreiningur um réttindaröð krafna verði ekki borinn undir dómstóla samkvæmt 76. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþ rotaskipti o.fl. Rétt sé þó að taka fram að gögn benda til þess að kaupverð hafi aldrei verið innt af hendi auk þess sem kaupsamningur sé skilyrtur og skilyrði ekki fullnægt. Þá hafi afsal heldur ekki verið gefið út og ekki hafi fengist veðleyfi frá veðhaf a fyrir kaupunum. Kaupin hafi því aldrei gengið í gegn. Á sama tíma hafi búið komið fram sem eigandi eignarinnar, m.a. í samningum við Reykjavíkurborg vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni í desember 2018. Þar hafi m.a. verið samið um tilteknar hömlur á framsali lóðarleiguréttinda og fleiri atriði. Varnaraðili vísar einnig til þess að sóknaraðili Idac ehf. kunni að vera nátengdur aðili í skilningi 3. gr. laga nr. 21/1991. Þannig sé 90% eigandi þess félags eiginkona Þorkels Guðjónssonar, en hann sé bæ ði fyrirsvarsmaður Idac ehf. og fyrrum bókari búsins. Eignarhald Gígju í Idac ehf. sé í gegnum félagið Factus ehf. en samkvæmt umræddum kaupsamningi hafi stór hluti kaupverðsins átt að greiðast með yfirtöku skulda búsins við Factus ehf., móðurfélag sóknara ðila Idac ehf. Loks vísar varnaraðili til þess að þegar komi að því að skera úr um kröfu um frávikningu skiptastjóra skv. 76. gr. og um aðrar aðfinnslur, þá geri ákvæðið ráð fyrir því að beitt sé meðalhófi við úrlausn slíkra mála og skiptastjóra gefinn ko stur á að bæta úr innan tiltekins frests, sbr. 2. mgr. ákvæðisins, telji héraðsdómari að aðfinnslur séu á rökum reistar. Þá hafi í dómaframkvæmd einnig verið tekið tillit til þess að frávikning kunni að tefja búskipti. IV ákveða kröfu sem er umdeild atkvæði til bráðabirgð að njóta í eigin nafni til hagsbóta fyrir búið. Samkvæmt þessum ákvæðum er ljóst að lögin gera ráð f yrir því að á meðan ágreiningur er um kröfuna og henni hefur ekki endanlega verið hafnað hafi slíkir kröfuhafar ákveðin réttindi þótt þeir hafi ekki stöðu aðila sem á samþykkta kröfu á hendur búinu. Þótt varnaraðili hafi hafnað kröfu sóknaraðila Idac ehf. var honum allt að einu heimilt að upplýsa héraðsdóm um þær aðfinnslur sem hann hefur við störf skiptastjóra, eins og hann raunar gerði með bréfi sínu 9. júlí 2020. Héraðsdómari þarf samkvæmt 1. mgr. 76. gr. laga nr. 21/1991 að taka afstöðu til slíkra upplý singa ef hann telur tilefni til, sbr. einnig Lrd. 81/2019. Þá liggur fyrir í kröfuskrá búsins að krafa sóknaraðila Ríkisútvarpsins ohf. var samþykkt, en Ríkisútvarpið hefur gert að miklu leyti sambærilegar aðfinnslur við störf skiptastjóra. Varnaraðili boðaði til skiptafundar 30. júní sl. sem hófst kl. 13:00 þann dag samkvæmt drögum að fundargerð. Á skiptafundinum fóru kröfuhafar fram á að fá afhent ýmis gögn um sölu fasteignarinnar, þ.á m. gögn sem sóknaraðili Idac ehf. hafði óskað eftir í tölvuskeyti v iku fyrir skiptafundinn. Í tölvuskeytinu er vísað til þess að beiðni um afhendingu gagna sé ítrekuð frá fundi kröfuhafans með varnaraðila föstudaginn19. júní sl. Varnaraðili féllst ekki á að leggja fram umrædd gögn á fundinum, enda þótt fundurinn væri hald inn á starfsstöð hans. Kröfuhafar féllust ekki á að slíta fundinum, heldur lögðu fram tillögu um að honum yrði frestað í því skyni að leggja fram umbeðin gögn. Ástæður þess að fundinum var 25 frestað vörðuðu varnaraðila sjálfan og lutu að framlagningu gagna s em hann hafði í sínum vörslum og hafði verið óskað eftir með rúmlega viku fyrirvara að yrðu lögð fram á fundinum. Umrædd gögn voru til þess fallin að varpa ljósi á ráðstafanir varnaraðila við sölu á langstærstu eign búsins og skiptu máli fyrir kröfuhafa, m .a. við mat á því hvernig ætti að bregðast við þeim ráðstöfunum. Það var því fyllsta ástæða fyrir varnaraðila að leggja þessi gögn fram á fundinum, óháð því hvort krafa um það hefði komið fram fyrir fundinn, og hluti af starfsskyldum hans samkvæmt 2. mgr. 124. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Skiptastjóra er skylt samkvæmt lögum að halda skiptafund til að fjalla um skrá um lýstar kröfur, innan mánaðar frá lokum kröfulýsingarfrests, sbr. 5. tl. 1. mgr. 85. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotask ipti o.fl. Þá er í 2. mgr. 124. gr. laganna mælt fyrir um skyldu skiptastjóra til að fjalla um ráðstöfun á hagsmunum þrotabúsins á skiptafundi sem er haldinn til þess að fjalla um kröfuskrá. Komi fram mótmæli á fundinum gegn afstöðu skiptastjóra til viðurk enningar á kröfu skal skiptastjóri reyna að jafna ágreininginn, en annars boða þá sem hlut eiga að máli sem fyrst til sérstaks fundar í því skyni, sbr. 2. mgr. 120. gr. laganna. Þá er skiptastjóra skylt að boða til skiptafundar ef þeir sem fara með að minn sta kosti fimmtung atkvæða á fundinum krefjast þess skriflega, sbr. 2. mgr. 124. gr. laganna. Varnaraðili boðaði til skiptafundar þann 30. júní 2020 í innköllun vegna skiptanna sem birt var í Lögbirtingablaðinu í fyrra sinni þann 22. apríl 2020. Þar kemu r fram að á skiptafundi verði fjallað um skrár um lýstar kröfur og ráðstöfun á eignum og réttindum þrotabúsins. Sú lagaskylda hvílir á skiptastjóra að halda skiptafund samkvæmt 5. tl. 1. mgr. 85. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti innan mánaðar frá l okum kröfulýsingarfrests. Í lögunum er hvergi að finna heimild fyrir varnaraðila til þess að fresta slíkum fundi á grundvelli þess að borist hafi aðfinnslur við störf hans. Með sama hætti getur varnaraðili ekki dregið að boða til ágreiningsfundar til að ja fna ágreining um kröfur samkvæmt 120. gr. laganna með vísan til þess að ágreiningur sé uppi um störf hans. Sóknaraðilar halda því fram að varnaraðili hafi lofað að halda fundinn innan sjö daga og í tölvuskeyti til varnaraðila frá einum kröfuhafa sem liggu r frammi í málinu er vísað til samtals um að boðað verði til framhaldsfundar innan viku. Ekki verður séð að varnaraðili hafi gert neinar athugasemdir við þetta, en hvað sem því líður þá gáfu ástæður frestunarinnar varnaraðila fullt tilefni til þess að boða til framhaldsfundar svo fljótt sem auðið væri og að sá frestur væri talinn í dögum en ekki vikum. Þá verður ekki séð að varnaraðili hafi leitað upplýsinga hjá lögmönnum kröfuhafa um sumarleyfistíma þeirra og í beiðni um afhendingu umræddra gagna fólust ek ki þær tímafreku skyldur sem réttlæta drátt á því að halda framhaldsfundinn. Sú skýring varnaraðila að hann hafi ekki getað boðað til fundarins vegna anna og sumarleyfistíma er því haldlaus. Þá liggur fyrir að þeir sem fóru með meira en fimmtung atkvæða hö fðu krafist framhaldsfundar, bæði á skiptafundinum sjálfum og í tölvuskeytum í framhaldi af fundinum. Með því að draga að boða til og halda framhaldsfundinn gekk skiptastjóri því gegn starfsskyldum sínum samkvæmt 2. mgr. 124. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþ rotaskipti o.fl. Skiptastjóri færir fundargerðir á skiptafundum, sbr. 5. mgr. 79. gr. laganna, sem honum er skylt að kynna fundarmönnum áður en fundi er slitið. Krafan um að mikilvægar ákvarðanir séu bókaðar í fundargerð á ekki einungis að trygg ja að öllum megi vera ljóst hvaða ákvarðanir voru nákvæmlega teknar á umræddum fundi, heldur einnig að gera kröfuhöfum kleift að mótmæla þeim og eftir atvikum bera þær undir héraðsdóm í sérstöku ágreiningsmáli, sbr. 3. mgr. 128. gr. laganna. Varnaraðili hélt fundargerð á fundinum sem hann sendi til fundarmanna og óskaði eftir athugasemdum ef þeir teldu þörf á þeim. Ljóst er af athugasemdum fundarmanna að fundargerðin endurspeglar að þeirra mati ekki það sem fram fór á fundinum og því er fullt tilefni til þess að taka tillit til þeirra. Slíkar leiðréttingar eða viðbætur á fundargerðinni eru jafnframt til þess fallnar að auka skilvirkni og stytta fundartíma framhaldsfundarins. Heppilegast hefði verið að ganga frá breytingum á fundargerðinni strax í 26 kjölfar a thugasemdanna, en eftir því sem lengri tími leið frá því að fundinum var frestað og þar til boðað var til framhaldfundarins var ríkari ástæða fyrir varnaraðila til að ganga frá fundargerðinni í samræmi við þær athugasemdir sem höfðu borist og hann hafði ka llað eftir. Þó að umræddum skiptafundi 30. júní sl. hafi ekki verið slitið getur varnaraðili ekki komið sér hjá því að ganga frá fundargerð með því að draga að boða til framhaldsfundar af ástæðum sem hann ber einn ábyrgð á. Slík háttsemi er ekki í samræmi við þá starfshætti sem gera verður kröfur til og er því aðfinnsluverð. að ákvörðun um sölu fasteignar búsins hafi verið tekin á veðhafafundi, ein s og haldið sé fram af hálfu sóknaraðila. Í drögum varnaraðila að fundargerð skiptafundarins þann 30. júní sl. voru sex einstaklingar bókaðir mættir til fundarins. Allir þessir sex einstaklingar mættu á aðfinnslufund 21. október sl. í héraðsdómi þar sem þe ir fullyrtu að varnaraðili hefði lýst því yfir á skiptafundinum oftar en einu sinni að haldinn hefði verið sérstakur veðhafafundur þar sem bæði hefði verið rætt um söluna á fasteigninni að Skógarhlíð 22 og söluþóknun vegna þeirrar sölu, og sérstök fundarge rð hefði verið rituð á veðhafafundinum. Í drögum að fundargerð skiptafundarins sem varnaraðili sendi til sóknaraðila og annarra fundinum. Óskað var eft athugasemdum sóknaraðila Idac ehf. við fundargerðina nokkrum klukkustundum eftir að hann hefur móttekið drög að henni og eru send í tölvuskeyti er óskað eftir því að það sé bókað sem haft var eftir Íslandsbanka sem er eini veðhafinn í búinu í aðdraganda sölu fasteignarinnar og á þeim fundi hafi verið rituð fundargerð þar sem m.a. k om fram að greidd yrði 2,5% söluþóknun til Sævars Þórs Jónssonar Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið liggur skýrt fyrir af hálfu allra þeirra sem bókaðir eru mættir til skiptafundarins 30. júní sl. um að varnaraðili hafi ítrekað greint frá því á skiptafundinum að hann hefði haldið veðhafafund með eina veðhafa eignarinnar þar sem veðhafanum hefði verið kynnt ákvörðun u m sölu eignarinnar og greiðsla á 2,5% söluþóknun til Sævars Þórs Jónssonar lögmanns. Sérstök fundargerð hafi verið rituð á þeim fundi. Þetta fær stoð í drögum að fundargerð skiptafundar sem útbúin er af varnaraðila sjálfum, en þar kemur fram að hann muni e kki verða við ósk fundarmanna um að leggja fram fundargerð veðhafafundar. Þessi afgreiðsla varnaraðila sjálfs sem birtist með þessum hætti í fundargerðinni verður ekki skilin öðruvísi en að þessi veðhafafundur hafi komið til umfjöllunar á fundinum og á þei m fundi hafi verið rituð fundargerð sem varnaraðili hafi ekki verið tilbúinn til að afhenda fundarmönnum að svo stöddu. Varnaraðili mótmælti ekki þeim athugasemdum sóknaraðila Idac ehf. sem honum bárust í tölvuskeyti strax eftir að drög að fundargerðinni v oru send kröfuhöfum þar sem er fullyrt að varnaraðili hafi á skiptafundinum upplýst um veðhafafundinn og það sem þar fór fram. Ef umfjöllun um fundinn var fram í þeim drögum að fundargerð sem hann sendi til fundarmanna. Það gerði hann ekki, heldur gefur þvert á móti til kynna að hann hafi undir höndum fundargerð veðhafafundarins sem hann sé ekki tilbúinn að afhenda að svo stöddu. Þá hefði verið fullt tilefn i fyrir varnaraðila að mótmæla athugasemdum sóknaraðila í tölvuskeyti við drögum hans að fundargerðinni, ef ummæli hans um veðhafafund voru hreinn tilbúningur. Með vísan til þessa verður lagt til grundvallar að skiptastjóri hafi upplýst á skiptafundinum að hann hefði haldið veðhafafund, þar sem ákvörðun um sölu eignarinnar og söluþóknun var kynnt, og að á þeim fundi hefði verið rituð fundargerð. Skiptastjóri telst vera opinber sýslunarmaður samkvæmt 3. mgr. 77. gr. laga nr. 21/1991 meðan hann gegnir st arfanum. Á honum hvíla eðlilegar trúnaðarskyldur við hagsmuni þrotabúsins sem felast m.a. í því að koma heiðarlega fram og veita kröfuhöfum réttar upplýsingar. Með þeirri háttsemi sem hér hefur verið lýst hefur varnaraðili brotið alvarlega gegn þessum trún aðarskyldum. 27 Samkvæmt 75. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991 skal héraðsdómari alltaf skipa skiptastjóra til að sjá um skiptin. Samkvæmt 77. gr. skal skiptastjóri annast öll störf sem lúta að meðferð þrotabús. Í því felst að skiptastjóri teku r við umráðum eigna og ákveður hvernig þeim skuli ráðstafað. Samkvæmt 1. mgr. 122. gr. fer skiptastjóri með forræði bús á meðan á gjaldþrotaskiptum stendur og er einn bær um að ráðstafa hagsmunum þess og svara fyrir skyldur þess. Hann kemur fram fyrir hönd búsins fyrir dómi og gerir löggerninga í þess nafni og fer almennt með ákvörðunarvald yfir öllum hagsmunum þrotabúsins, sbr. 1. mgr. 124. gr. laganna. Þó ákvörðunarvaldið sé í höndum skiptastjóra ber honum að starfa með það að markmiði að tryggja að sem mestar eignir séu til ráðstöfunar sem hægt sé að úthluta til kröfuhafa. Valdi skiptastjóra eru því nokkur takmörk sett. Þótt skiptastjóri boði ekki til skiptafundar um einstakar ráðstafanir sínar er honum rétt að ráðfæra sig áður en þær verða gerðar við k röfuhafa sem þær varða sérstaklega eða hafa annars hagsmuni umfram aðra af þeim, sbr. 3. mgr. 124. gr. laganna. Fari skiptastjóri ekki með hagsmuni þrotabús eins og kröfuhafar telja rétt geta þeir borið ákvörðun hans undir héraðsdóm í sérstöku dómsmáli, sb r. 3. mgr. 128. gr., eða beint aðfinnslum um störf hans til héraðsdómara, sbr. 76. gr. laganna. Skiptastjóri telst vera opinber sýslunarmaður samkvæmt 3. mgr. 77. gr. laganna meðan hann gegnir starfanum eins og áður hefur verið rakið. Á honum hvíla eðlilegar trúnaðarskyldur við hagsmuni þrotabúsins sem felast m.a. í því að koma heiðarlega fram, sýna eðlilega sanngirni og hagnýta sér ekki með óeðlilegum hætti aðstöðu sína til eigin hagsbóta. Fasteignin að Skógarhlíð 22 var nánast eina eign búsins og skipti því miklu máli að vanda til sölunnar og freista þess að fá sem hæst verð fyrir eignina. Varnaraði li gerði það með því að taka hana úr sölu hjá stórri fasteignasölu sem hafði verið með eignina á sölu frá áramótum og fela fasteignasölu eiginmanns síns að selja eignina. Þótt varnaraðila væri kunnugt um tilboð hafi verið gert að fjárhæð 200 milljónir krón a gekk hann að tilboði frá sama aðila upp á 130 milljónir króna. Þetta gerði varnaraðili án þess að ræða við aðra kröfuhafa en Íslandsbanka hf., sem höfðu verulega hagsmuni af því að fá sem hæst verð fyrir eignina, og án þess að afla verðmats óháðs aðila, t.d. frá þeirri fasteignasölu sem hafði verið með eignina til sölumeðferðar, heldur lagði hann eingöngu verðmat eiginmanns síns til grundvallar. Miðað við fyrirliggjandi gögn málsins og framburð Svans Guðlaugssonar, fasteignasala hjá Mikluborg, óskaði varn araðili ekki eftir neinum gögnum frá fasteignasölunni um eignina fyrr en eftir að kaupsamningurinn við Fjölhæfni ehf. var frágenginn. Þá er ekkert í gögnum málsins sem bendir til þess að varnaraðili hafi rætt verðmat eignarinnar við starfsmenn Miðborgar, e ins og hann upplýsti um á skiptafundi, eða brugðist á nokkurn hátt við ábendingum um að hugsanlega væri áhugasamur kaupandi um eignina í samskiptum við fasteignasöluna. Þá hafði varnaraðili ekki tekið skýrslu af forsvarsmanni félagsins þegar salan var ákve ðin, en það hefði a.m.k. getað varpað ljósi á verðmæti byggingarréttarins og þar með söluverð eignarinnar. Skoðun á skattskýrslum og bókhaldsgögnum félagsins hefði auk þess hugsanlega getað leitt í ljós að eignarhald fasteignarinnar var a.m.k. umdeilt og s kuldastaða félagsins með þeim hætti að líkur væru til þess að allar kröfur búsins fengjust greiddar. Þær upplýsingar sem varnaraðili hafði varðandi sölu eignarinnar gáfu honum fullt tilefni til að fara varlega og ráðfæra sig við kröfuhafa um hana og við að ra fasteignasala ef hann ætlaði að víkja að verulegu leyti frá kauptilboði sem áður hafði borist í eignina. Hvorki skýringar varnaraðila um yfirvofandi nauðungarsölu né hugsanlega verðlækkun vegna Covid veirunnar breyta neinu um það. Umrædd nauðungarsala h afði ekki verið þingfest þegar kaupsamningurinn var undirritaður auk þess sem skiptastjóri hefur heimild til þess að fresta henni í allt að sex mánuði, sbr. 4. mgr. 116. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Hugsanlegar lækkanir á fasteignaverði v egna Covid veiru, byggðar á tilfinningu varnaraðila sjálfs, réttlæta það ekki að eignin yrði seld í einhverjum flýti aðila sem nokkrum vikum áður var tilbúinn að greiða 70.000.000 krónum hærra verð fyrir hana. Með þessu verklagi gekk skiptastjóri gegn því markmiði að tryggja að sem mestar eignir yrðu til ráðstöfunar sem hægt væri að úthluta til kröfuhafa og er það aðfinnsluvert. 28 Varnaraðili ákvað að taka eignina úr sölumeðferð hjá fasteignasölunni Mikluborg hf. og fela hana eiginmanni sínum til sölumeðfer ðar. Fasteignasalan Miklaborg er ein af stærri fasteignasölum landsins með hundruð eigna á söluskrá. Eiginmaður varnaraðila, sem fyrst og fremst starfar sem lögmaður, rekur fasteignasölu sem er með örfáar eignir auglýstar á söluskrá. Í trúnaðarskyldum varn araðila felst að hann á að gæta að hagsmunum þrotabúsins og hagnýta sér ekki með óeðlilegum hætti aðstöðu sína til eigin hagsbóta. Verður ekki séð að neinir aðrir hagsmunir en hagsmunir varnaraðila sjálfs hafi ráðið þessari ákvörðun, sem fól í sér að trygg ja að þóknun vegna sölu fasteignarinnar rynni til eignmannsins. Sú söluþóknun var auk þess ákveðin 2,5% af kaupverði eignarinnar, sem er 0,5% hærra hlutfall en sú söluþóknun sem kemur fram í fyrirliggjandi verðskrá fasteignasölunnar. Heildarsölulaunin án v irðisaukaskatts námu því 3.250.000 krónum í stað 2.600.000 króna. Með þessu voru eiginmanni varnaraðila greidd umframsölulaun miðað við verðskrá fasteignasölunnar að fjárhæð 650.000 krónur á kostnað almennra kröfuhafa búsins. Þessi háttsemi varnaraðila er brot á starfs - og trúnaðarskyldum hans sem skiptastjóra. Samkvæmt 81. gr. laga nr. 21/1991 er forsvarsmanni gjaldþrota félags skylt að verða við kvaðningu skiptastjóra um að mæta á fund hans og veita honum upplýsingar og afhenda gögn sem hann krefst vegn a gjaldþrotaskiptanna. Í málinu liggur fyrir að varnaraðili boðaði forsvarsmann félagsins á sinn fund með bréfi 20. apríl 2020 sem skyldi haldinn klukkan 13:00 fimmtudaginn 30. apríl á starfsstöð varnaraðila. Varnaraðili sendi tölvuskeyti til lögmanns sókn araðila Idac ehf. og lögmanns forsvarsmanns þrotabúsins kl. 11:37 þann 30. apríl sl. Lögmaður forsvarsmanns þrotabúsins áframsendi það skeyti kl. 12:00 sama daga til fyrirsvarsmannsins, sem svaraði með tölvuskeyti 12:23 að hann kannaðist ekki við að vera b ókaður á þessum tíma en gæti hitt skiptastjóra eftir helgina. Næst boðaði skiptastjóri fyrirsvarsmanninn til fundar þann 10. júlí 2020 með tölvuskeyti sem sent var þann 29. júní sl. Verður að fallast á með sóknaraðila Idac ehf. að sá tími sem leið frá því að ljóst var að fyrirsvarsmaður sóknaraðila gæti ekki mætt til fundarins í apríl, hugsanlega vegna þess að boðun hafði misfarist, og þar til hann var boðaður að nýju er allt of langur, enda geta upplýsingar fyrirsvarsmanns skipt máli fyrir búið varðandi rá ðstöfun eigna og fyrirkomulag skiptanna að öðru leyti. Er þessi háttsemi varnaraðila aðfinnsluverð. Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið hefur varnaraðili brotið alvarlega gegn starfs - og trúnaðarskyldum sínum samkvæmt lögum og er framferði ha ns með þeim hætti að ekki þykir réttmætt að gefa honum kost á að ráða bót á starfsháttum sínum. Honum verður því vikið úr starfi skiptastjóra. Helgi Sigurðsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Lárusi Sigurði Lárussyni lögmanni er vi kið úr starfi skiptastjóra í þrotabúi Fasteignafélagsins Þórodds ehf., kt. [...] .