LANDSRÉTTUR Úrskurður miðvikudaginn 13. júlí 2022. Mál nr. 448/2022 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu (Árni Bergur Sigurðsson aðstoðarsaksóknari ) gegn X ehf. (Ólafur Örn Svansson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Réttaraðstoð. Kærufrestur. Frávísun frá Landsrétti. Aðfinnslur. Útdráttur Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem fallist var á kröfu sóknaraðila um að varnaraðila yrði gert skylt að afhenda sóknaraðila nánar tilgreindar upplýsingar og afrit af nánar tilgreindum gögnum tengdum netþjóni. Má linu var vísað frá Landsrétti þar sem kæra hafði borist héraðsdómi eftir að kærufrestur samkvæmt 2. mgr. 193. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála var liðinn. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson , Jón Höskuldsson og Oddný Mjöll Arnardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 7. júlí 2022 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 11. sama mánaðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 14. júní 2022 í málinu nr. R - /2022 þar sem fallist var á kröfu sóknaraðila um að varnaraðila yrði gert skylt að afhenda sóknaraðila nánar tilgreindar upplýsingar og afrit af nánar tilgreindum gögnum tengdum netþjóni með IP - númerið . Kæruheimild er í g - og i - lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Sóknaraðili krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá Landsrétti en til vara að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. 3 Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Niðurstaða 4 Sóknaraðili gerði kröfu um að fyrrgreind rannsóknaraðgerð hlyti meðferð fyrir dómi án þess að varnaraðili yrði kvaddur á dómþing, sbr. 1. mgr. 104. gr. laga nr. 88/2008. Féllst héraðsdómari á þá kröfu með ákvörðun sem bókuð var í þingbók 14. júní 2022. Í þingbók héraðsdóms kemur jafnframt fram að varnaraðila hafi verið skipaður 2 tjáð sig um kröfuna áður en hún var tekin til úrskurðar. Hafi hann krafist þess a ð kröfunni yrði hafnað en til vara að henni yrði markaður skemmri tími. Ljóst er að með skipuðum talsmanni eða verjanda er í hinum kærða úrskurði átt við lögmann sem héraðsdómur skipaði á grundvelli 2. mgr. 84. gr. laga nr. 88/2008 til að gæta hagsmuna var naraðila. 5 Samkvæmt þingbók héraðsdóms lýsti skipaður lögmaður varnaraðila því yfir í kjölfar þess að úrskurðarorðið var lesið í heyranda hljóði að hann tæki sér lögbundinn frest til að ákveða hvort úrskurðurinn yrði kærður til Landsréttar. Fyrir liggur að kæra barst héraðsdómi 7. júlí 2022 og þá frá öðrum lögmanni en hafði verið skipaður til að gæta hagsmuna varnaraðila. 6 Samkvæmt upphafsmálslið 2. mgr. 193. gr. laga nr. 88/2008 er kærufrestur þrír sólarhringar og byrjar hann að líða frá því að aðili fékk vitneskju um úrskurðinn. Hefur í dómaframkvæmd verið talið að kærufresturinn byrji að líða strax við uppkvaðningu úrskurðarins ef verjandi sakbornings er viðstaddur, sbr. til dæmis dóm Hæstaréttar 6. maí 2016 í máli nr. 342/2016. Verður hið sama talið gild a þegar lögmaður hefur verið skipaður á grundvelli 2. mgr. 84. gr. laga nr. 88/2008 til að gæta hagsmuna þess sem aðgerð beinist að en samkvæmt lokamálslið þeirrar lagagreinar getur hann kært úrskurð dómara til æðra dóms eftir því sem kveðið er á um í 193. gr. sömu laga hafi krafa verið tekin til greina. Eins og áður segir var úrskurðurinn kveðinn upp 14. júní 2022. Kærufrestur var því liðinn þegar kæran barst héraðsdómi. Samkvæmt þessu verður málinu vísað frá Landsrétti. 7 Það athugast að eftir 1. mgr. 104. gr. laga nr. 88/2008 skal héraðsdómari að jafnaði ekki fallast á kröfu um að beiðni um rannsóknaraðgerð samkvæmt 1. mgr. 102. gr. laganna hljóti meðferð fyrir dómi án þess að sá, sem hún beinist að verði kvaddur á dómþing, nema dómari telji það nægilega rö kstutt að vitneskja um aðgerðina fyrir fram hjá honum geti spillt fyrir rannsókn. Í kröfu sóknaraðila um rannsóknaraðgerðina kemur fram að hann hafði áður haft samband við varnaraðila en hann neitað að afhenda umræddar upplýsingar og gögn án dómsúrskurðar. Var samkvæmt því ljóst að varnaraðila var þá þegar kunnugt um aðgerðina. Voru samkvæmt því ekki forsendur til að víkja frá meginreglunni um andmælarétt þess sem krafa beinist að og kveðið er á um í 105. gr., sbr. 2. mgr. 104. gr. laga nr. 88/2008. Er aðfi nnsluvert að svo hafi verið gert, en haggar ekki gildi hins kærða úrskurðar, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 30. maí 2012 í máli nr. 356/2012. Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá Landsrétti. 3 Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 14. Júní 2022 Mál þetta var þingfest og tekið til úrskurðar 14. júní 2022. Sóknaraðili er Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Varnaraðili er X ehf., kt. . Dómkröfur Þess er krafist að X ehf, kt. , verði með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur gert skylt að afhenda lögreglu afrit af netþjóni með IP - númerinu og öll öryggisafrit, sem og allar upplýsingar um skráningu netþjónsins (tengiliðaupplýsingar), greiðsluupplýsingar, innihald tölvupóstsreikninga tengdum þessu vefsvæði, öll lýsigögn netþjónsins og tengdra netþ jóna, vafrakökur, upplýsingar um netþjóna með sömu tengiliðum/greiðendum sem og allar aðrar upplýsingar sem geta varpað ljósi á hver eða hverjir séu raunverulegir stjórnendur og notendur vefsvæðisins eða vefsvæðanna. Málsatvik Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til meðferðar beiðni yfirvalda um réttaraðstoð, dags. 19. apríl 2022, sem barst lögreglu með bréfi ríkissaksóknara dags. 11. maí 2022. Um er að ræða lið í rannsókn þarlendra yfirvalda á ætlaðri hryðjuverka starf s emi á vegum og í gegnum vefsvæði samtakanna með birtingu og dreifingu áróðursefnis á í tengslum við hryðjuverkasamtökin . Í því efni, sem finna má á umræddu vefsvæði, er hvatning til fólks að stunda hryðjuverkastarfsemi, annað hvort með því að framkvæma ofbeldisverknaði í sínu heimalandi eða með því að dreifa áróðri um slíkt. Við rannsókn yfirvalda hefur komið í ljós að umrætt vefsvæði, sem er með IP - töluna , er hýst á netþjóni hjá X ehf. Ljóst er að hið meinta brot varðar fangelsisrefsingu bæði á og hér á landi. Ríkissaksóknari hefur ákveðið að verða við beiðninni og hefur falið lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu afla umbeðinna upplýsinga og ganga eftir því sem unnt er. Umræddar upplýsingar, sem yfirvöld óska ef tir að verði haldlögð hjá X ehf., eru taldar nauðsynlegar við rannsóknina m.a. til að bera kennsl á þá sem standa að baki vefsvæðinu. Tilgangurinn er annars vegar að afla sönnunargagna um meint hryðjuverk og hins vegar að draga úr líkum á að hryðjuverk verði framin. X ehf. hefur verið send beiðni um að varðveita umræddar upplýsingar en neitar að afhenda þær án dómsúrskurðar. Varðandi ítarlegri málsatvik vísast til réttarbeiðninnar og fylgiskjala en samkvæmt henni er talið afar mikilvægt fyrir rannsókn málsins að lögregla fái heimild til umbeðinnar rannsóknaraðgerðar enda snertir málið þjóðaröryggi og jafnvel annarra þjóða. Ríkissaksóknari hefur ákveðið að verða við beiðninni og hefur falið lögreglu að beita þeim úrræðum sem tiltæk eru lögum samkvæmt til öflunar umbeðinna upplýsinga og gagna. Lagarök Ætluð háttsemi talin varða við refsilöggjöf. Sama háttsemi telst einnig vera refsiverð hér á landi og varðar fangelsisrefsingu samkvæmt íslenskum lögum. Þannig er talið að upp lýsingar sem fást með þessum hætti skipti miklu fyrir rannsókn málsins. Með vísan til alls framangreinds, framlagðra gagna, 22. gr. laga nr. 13/1984 um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum, 1. mgr. og 2. mgr. 68. gr., sbr. 2. mgr. 69. gr. laga meðf erð sakamála nr. 88/2008, sbr. einnig 80., sbr. 1. mgr. 83. gr. sömu laga, er það mat lögreglu að fyrir hendi séu skilyrði til að verða 4 við beiðni yfirvalda á að afla upplýsinga er tengjast framangreindum brotum enda ástæða til að ætla að umrædd gögn h afi ekki einungis sönnunargildi heldur innihaldi einnig upplýsingar, sem skipt geta miklu fyrir rannsókn málsins. Þess er farið á leit að framangreind rannsóknarúrræði verði heimiluð eins og krafist er. Niðurstaða Farið er fram á að félaginu X ehf, kt. , verði með úrskurði gert skylt að afhenda lögreglu afrit af netþjóni með IP - númerinu og öll öryggisafrit, sem og allar upplýsingar um skráningu netþjónsins (tengiliðaupplýsingar), greiðsluupplýsingar, innihald tölvupóstsreikninga tengdum þessu vefsvæð i, öll lýsigögn netþjónsins og tengdra netþjóna, vafrakökur, upplýsingar um netþjóna með sömu tengiliðum/greiðendum sem og allar aðrar upplýsingar sem geta varpað ljósi á hver eða hverjir séu raunverulegir stjórnendur og notendur vefsvæðisins eða vefsvæðan na. Fyrir liggur beiðni stjórnvalda á um réttaraðstoð, dags. 19. apríl 2022, byggt á Evrópuráðssamningi, sem að framan greinir, en til rannsóknar þar er hvatning til hryðjuverkastarfsemi, sem lýst er að framansögðu. Umræddur aðili er með IP - töluna , er hýst á netþjóni hjá X ehf. sem er hér á Íslandi. En ljóst er að hið meinta brot varðar fangelsisrefsingu þá bæði á sem og hér á landi, sbr. 100. gr. c almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 2. gr. laga nr. 144/1998 um refsiábyrgð lögaðila vegna mútugreiðslna og hryðjuverka. Eins og útskýrt hefur verið af hálfu lögreglustjóra er staða málsins sú að X ehf. hérlendis er einungis hýsingaraðili og hýsir umrædd gögn en ekkert liggur fyrir hverjir eigi þessi gögn umræddra vefsvæða. Telur hýsingaraðilinn sig ekki geta afhent gögnin nema fyrir liggi dómsúrskurður sem hér er þá farið fram á. Er í þessu ljósi skipaður talsmaður til að gæta hér að hagsmunum þessara aðila þar sem fyrir liggur að ekki er gerlegt að kveða þá sjálfa fyrir dóm í þes su skyni. Eins og rakið er að framansögðu þá liggur fyrir að meint háttsemi er talin varða við refsilög á , sbr. hérlendis, eins og rakið er að framan, en krafan er reist á 22. gr. laga nr. 13/1984 um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum, sem og á 1. mgr. og 2. mgr. 68. gr., sbr. 2. mgr. 69. gr. laga meðferð sakamála nr. 88/2008, sbr. einnig 80., sbr. 1. mgr. 83. gr. þeirra sömu laga. Fyrir liggur að til rannsóknar er brot þar sem um er að ræða háttsemi sem kann að varða ákæru og fangelsisr efsingu m.t.t. laga á jafnt sem og á Íslandi. Enn fremur er á það fallist með lögreglu að upplýsingar, sem kunna að fást með þeim rannsóknaraðgerðum er farið er fram á, geti skipt miklu fyrir framangreinda rannsókn og augljósir rannsóknarhagsmunir séu fyrir hendi sem séu mun ríkari en að fjarskiptaleynd haldist. Skilyrðum 1., sbr. 2. mgr. 68. gr., 2. mgr. 69. gr., sbr. og. 80., sbr. 1. mgr. 83. gr. og 84. gr. laga nr. 88/2008, telst því vera fullnægt, svo og ákvæði 22. gr. laga nr. 13/1984, og verður krafa lögreglustjóra því tekin til greina eins og hún liggur hér fyrir og nánar greinir hér í úrskurðarorði. Þóknun skipaðs lögmanns, Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttur lögmanns, 25.000 krónur að teknu tilliti til virðisaukaskatts, greiðist úr ríkissjóði og er þá litið til þess að um er að ræða fleira en eitt samstofna mál sem tekin voru til meðferðar sama dag. Pétur Dam Leifsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. 5 Úrskurðarorð X ehf, kt. , er skylt að afhenda lögreglu afrit af netþjóni með IP - númerinu og öll öryggisafrit, sem og allar upplýsingar um skráningu netþjónsins (tengiliðaupplýsingar), greiðsluupplýsingar, innihald tölvupóstsreikninga tengdum þessu vefsvæði, öll lýsigögn netþjónsins og tengdra netþjóna, vafrakökur, upplýsingar um netþjóna m eð sömu tengiliðum/ greiðendum sem og allar aðrar upplýsingar sem geta varpað ljósi á hver eða hverjir séu raunverulegir stjórnendur og notendur vefsvæðisins eða vefsvæðanna. Þóknun skipaðs talsmanns varnaraðila, Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttur lögmanns 25. 000 krónur greiðist úr ríkissjóði.