LANDSRÉTTUR Dómur fimmtudaginn 29. september 2022. Mál nr. 520/2021 : Ágúst Heimir Ólafsson ( Andri Árnason lögmaður ) gegn Deloitte ehf. ( Ólafur Eiríksson lögmaður) Lykilorð Ráðningarsamningur. Samkeppni. Skaðabætur. Skaðabótaábyrgð. Sönnun. Tjón. Trúnaðarskylda. Útdráttur Á höfðaði mál gegn D ehf. til greiðslu skaðabóta. Kröfur hans byggðu á því að ráðningarsamningsákvæði um samkeppnistakmarkanir hafi verið saknæmt og ólögmætt sem og beiting D ehf. á ákvæðinu eftir starfslok hans. Í dómi Landsrétt ar voru störf Á fyrir D ehf. rakin. Á hafi gegnt lykilstöðu hjá D ehf., verið einn eigenda móðurfélags þess og gegnt þar stjórnunarstarfi. Þá hafi hann verið í beinu sambandi við viðskiptamenn félagsins og á honum hvílt rík trúnaðarskylda. Staða Á væri ver ulega önnur en almennra starfsmanna og takmarkanir á atvinnuþátttöku hans eftir starfslok hans hafi ekki einungis leitt af ráðningarsamningi hans heldur hafi sams konar ákvæði verið að finna í samkomulagi annarra eigenda móðurfélags D ehf. Hið umdeilda ráð ningarsamningsákvæði hafi verið sett í því skyni að vernda ákveðna og lögmæta samkeppnishagsmuni og auk D ehf. hafi Á sjálfur, sem eigandi, haft ávinning af samkeppnistakmörkunum annarra eigenda og starfsmanna. Þegar litið væri heildstætt til allra atvika hefði Á ekki sýnt fram á að ákvæðið hafi verið víðtækara en nauðsynlegt var til að varna samkeppni né að atvinnufrelsi hans hafi verið skert með ósanngjörnum hætti. Auk þess var Á ekki talinn hafa uppfyllt lágmarksskilyrði til sönnunar á því að hann hafi o rðið fyrir því tjóni sem kröfur hans miðuðu við, vegna þeirrar háttsemi sem bóta væri krafist fyrir. Var hinn áfrýjaði dómur því staðfestur um sýknu D ehf. af öllum kröfum Á. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson , Eiríkur Jónsson og Hervör Þorvaldsdóttir . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 9. ágúst 2021 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjaness 14. júlí 2021 í málinu nr. E - 494/2021 . 2 2 Áfrýjandi krefst þess aðallega að stefndi verði dæmdur til að greiða honum 61.566.975 krónur en til vara 38.582.127 krónur, í báðum tilvikum með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu , frá 1. júní 2020 til 26. febrúar 202 1, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Að því frágengnu krefst áfrýjandi þess að stefnda verði gert að greiða honum lægri fjárhæð að álitum dómsins. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Land srétti. 3 Stefndi krefst aðallega staðfestingar hins áfrýjaða dóms en til vara lækkunar á kröfum áfrýjanda. Þá krefst stefndi málskostnaðar fyrir Landsrétti. Niðurstaða 4 Um málavexti og málatilbúnað aðila vísast til lýsingar í hinum áfrýjaða dómi. Líkt og þa r kemur fram krefur áfrýjandi stefnda um skaðabætur vegna tjóns sem hann telur sig hafa orðið fyrir sökum þess að stefndi hafi haldið upp á hann ráðningarsamningsákvæði um samkeppnistakmarkanir við starfslok hans. Í tti meðeigandi störfum hjá félaginu má hann ekki í 3 ár frá þeim tíma stunda endurskoðunar - eða ráðgjafarstörf, hvorki í eigin nafni né óbeint sem meðlimur eða starfsmaður í öðru samkeppnisfyrirtæki, né fyrir þá sem voru viðskiptavinir Deloitte hf. á þeim 5 Áfrýjandi hefur áður haft uppi kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu stefnda vegna framangreinds, sbr. dóm Landsréttar 5. júní 2020 í máli nr. 243/2019, sem laut að lögmæti uppsagnar áfrýjanda og tengdum atriðum. Í dóminum var kom ist að þeirri niðurstöðu að nánar tilteknar ávirðingar á hendur áfrýjanda hefðu verið lögmætur grundvöllur fyrir uppsögn hans hjá stefnda með skemmri fresti en sex mánuðum. Á hinn bóginn var ekki talið að næg efni hefðu verið til að segja áfrýjanda upp með eins mánaðar fyrirvara og var honum dæmd fjárhæð er svaraði til launatekna í tvo mánuði til viðbótar. Vísað var frá dómi kröfu áfrýjanda um viðurkenningu á skaðabótaskyldu egna fjártjóns vegna takmarkana á atvinnufrels i hans samkvæmt 19. gr. ráðning arsamnings og ákvæðið væri orðað virtist það hafa falið í sér allvíðtækar takmarkanir á atvinnufrelsi áfrýjanda. Hvað sem því liði hefði áfrýjandi ekki leitt nægar líkur að því að hann hafi orðið fyrir tjóni, gert grein fyrir því í hverju tjón hans fælist og hver tengsl þess væru við atvik máls. Þar sem hann hafi þannig ekki sýnt fram á að uppfylltur væri áskilnaður um lögvarða hagsmuni samkvæmt 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð ei nkamála bæri að vísa kröfunni frá héraðsdómi. 6 Áfrýjandi höfðaði í kjölfarið mál þetta þar sem krafist er nánar tiltekinnar fjárhæðar í skaðabætur. Aðalkrafa áfrýjanda miðar við að tjón hans svari til mismunar á þeim atvinnutekjum sem hann hefði haft, ef hann hefði í þrjú ár haldið sömu atvinnutekjum o g hann hafði á síðasta starfsmánuði sínum hjá stefnda, og þeim tekjum sem hann hafði í reynd á því tímabili. Varakrafan miðar við að tjón áfrýjanda nemi mismuninum á viðmiðunartekjum sérfræðinga samkvæmt viðmiðunarfjárhæðum skattyfirvalda og 3 þeim tekjum se m áfrýjandi naut í reynd fyrstu þrjú árin eftir starfslok hans. Að því frágengnu krefst áfrýjandi bóta að álitum. 7 Samkvæmt almennum reglum skaðabótaréttar verður sá sem krefst bóta meðal annars að sanna tjón sitt, að bótagrundvöllur sé fyrir hendi og að or sakatengsl séu á milli tjónsins og hinnar bótaskyldu háttsemi. Áfrýjandi byggir á því að fyrrnefnt samningsákvæði og beiting stefnda á því hafi verið saknæm og ólögmæt. Því til stuðnings er einkum vísað til 1. mgr. 37. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Þótt ekki sé krafist ógildingar í málinu má fallast á að þýðingu geti haft við sakarmat hvort skilyrðin sem ákvæðið setur fyrir ógildingu teljist uppfyllt . Í ákvæðinu segir að hafi maður, í því skyni að varna samkeppni, áskilið sér hjá öðrum manni að sá maður reki eigi verslun eða aðra atvinnu, eða hann ráði sig eigi til starfa við slíkt fyrirtæki, þá sé það loforð eigi bindandi fyrir þann mann ef telja verður, þegar litið er til allra atvi ka, að skuldbinding þessi sé víðtækari en nauðsynlegt er til þess að varna samkeppni eða hún skerði með ósanngjörnum hætti atvinnufrelsi þess manns sem tókst þessa skyldu á herðar. Við mat á hinu síðastnefnda atriði skal einnig hafa hliðsjón af því hverju það varðar rétthafann að þessi skuldbinding sé haldin. 8 Við úrlausn um hvort sú skuldbinding sem fólst í samningsákvæðinu teljist víðtækari en nauðsynlegt var til þess að varna samkeppni eða hafi skert svo ósanngjarnt sé atvinnufrelsi áfrýjanda verður að l íta til þess að hann gegndi lykilstöðu hjá stefnda. Þannig var hann einn eigenda móðurfélags stefnda, D&T sf., og hafði starfað þar í á þriðja áratug, meðal annars sem sviðsstjóri, og stýrði fjármálaráðgjöf stefnda. Hann var samkvæmt þessu eigandi og stjór nandi, auk þess sem hann var í beinu sambandi við viðskiptamenn og á honum hvíldi rík trúnaðarskylda. Staða hans var því verulega önnur en almennra starfsmanna og takmarkanir á atvinnuþátttöku hans eftir starfslok leiddu ekki einungis af ráðningarsamningi hans heldur var sams konar ákvæði að finna í samkomulagi eigenda, það er svonefndu samkomulagi A - félagsmanna D&T sf. Telja verður ákvæðið sem um ræðir hafa verið sett í því skyni að vernda ákveðna og lögmæta samkeppnishagsmuni og ljóst er að auk hagsmuna s tefnda af ákvæðinu hafði áfrýjandi, sem eigandi, ávinning af samkeppnistakmörkunum annarra eigenda og starfsmanna. Í ljósi framangreinds og þegar litið er heildstætt til allra atvika verður hvorki talið að áfrýjandi hafi sýnt fram á að hið umdeilda samning sákvæði hafi verið víðtækara en nauðsynlegt var til þess að varna samkeppni né að atvinnufrelsi hans hafi verið skert með ósanngjörnum hætti, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 20. nóvember 2014 í máli nr. 269/2014. Þá hefur áfrýjandi ekki sýnt fram á að skilyrðum 36. gr. laga nr. 7/1936 fyrir ógildingu hafi verið fullnægt þannig að sök teljist vera fyrir hendi af hálfu stefnda. 9 Þessu til viðbótar verður ekki talið að áfrýjandi hafi uppfyllt lágmarsskilyrði til sönnunar á því að hann hafi orðið fyrir því t jóni sem kröfur hans miða við vegna þeirrar háttsemi sem bóta er krafist fyrir. Þannig miðar aðalkrafa hans til að mynda 4 við að hann hefði haldið sömu launum í þrjú ár og hann hafði á síðasta starfsmánuði sínum hjá stefnda, ef samningsákvæðið og beiting þe ss hefði ekki komið til. Ótvírætt verður þó að telja að uppsögn áfrýjanda sem slík hafi haft talsvert um það að segja að hann naut í kjölfar hennar ekki sömu launa og áður. Að sama skapi miðar krafan við að samningsákvæðið hafi alls engin áhrif á laun áfrý janda og það jafnvel þótt hann byggi einkum á því að ákvæðið hafi gengið lengra en heimilt var, svo sem með því að taka til þriggja ára en ekki tveggja og taka til allra samkeppnisaðila fremur en eingöngu þeirra fjögurra stærstu. Þá styður takmarkað í fyri rliggjandi gögnum að stefndi hafi beitt samningsákvæðinu á þann hátt að það hafi valdið áfrýjanda því tjóni sem aðal - og varakrafa hans miða r við. B era fyrirliggjandi samskipti aðila um hugsanleg störf áfrýjanda eftir starfslok raunar með sér að stefndi ha fi að minnsta kosti að nokkru leyti samþykkt þau störf áfrýjanda sem þar komu til umfjöllunar. Þá liggja takmarkaðar upplýsingar fyrir um tekjur áfrýjanda, þar á meðal engar um tekjur hans eftir að þriggja ára tímabili ráðningarsamningsákvæðisins lauk, sem bregða myndu ljósi á stöðu hans eftir uppsögn án samkeppnistakmarkana. Í ljósi alls þessa verður ekki talið að áfrýjandi hafi sannað að stefndi hafi, með samningsákvæðinu og beitingu þess, valdið áfrýjanda því tjóni sem bóta er krafist fyrir í aðal - og va rakröfu , auk þess sem lágmarksskilyrðum til þess að bætur verði dæmdar að álitum, verður ekki talið fullnægt . 10 Samkvæmt framangreindu hefur áfrýjandi ekki sýnt fram á að fullnægt sé grunnskilyrðum skaðabótaábyrgðar. Verður hinn áfrýjaði dómur því staðfestu r, þar á meðal ákvæði hans um málskostnað. Áfrýjanda verður gert að greiða stefnda málskostnað fyrir Landsrétti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Ágúst Heimir Ólafsson, greiði stefnda, Deloitte ehf ., 700.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti. Dómur Héraðsdóms Reykjaness 14. júlí 2021 Mál þetta var höfðað með birtingu stefnu 11. febrúar 2021 og dómtekið 16. júní 2021. Stefnandi er Ágúst Heimir Ólafsson, , Reykjavík. Stefndi er Deloitte ehf., kt. , Kópavogi. Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda, aðallega, 61.566.795 krónur með vöxtum skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. júní 2020 til 26. febrúar 2021, en með dráttar vöxtum skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr., sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Til vara krefst stefnandi þess að stefnda verði gert að greiða stefnanda 38.582.127 krónur með vöxtum skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. j úní 2020 til 26. febrúar 2021, en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr., sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Til þrautavara er 5 þess krafist að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda aðra lægri fjárhæð að mati dómsins. Í öllum tilvi kum krefst stefnandi greiðslu málskostnaðar úr hendi stefnda samkvæmt framlögðu málskostnaðaryfirliti, að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda en til vara er þess krafist að krafa stefnanda verði lækkuð. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi stefnanda að skaðlausu samkvæmt mati dómsins. Málavextir og sönnunarfærsla: Með uppsagnarbréfi, dags. 13. febrúar 2017, var stefnanda sagt upp störfum hjá stefnda, þar sem hann hafði starfað frá 13. október 1993 sem endurskoð andi og lengst af sem einn af stjórnendum stefnda. Frá árinu 2001 var stefnandi jafnframt einn af eigendum stefnda eða svokallaður A - félagsmaður D&T sf., sem er móðurfélags stefnda. Síðasti ráðningarsamningur stefnanda var gerður 30. september 2009, á mill i stefnanda og Deloitte FAS ehf., félags í eigu stefnda. Deloitte FAS ehf. hefur nú verið slitið í kjölfar samruna við stefnda. Samkvæmt dómi Landsréttar nr. 243/2019 var litið svo á að ráðningarsamband stefnanda hafi bæði verið við Deloitte FAS ehf. og st efnda. Ástæða uppsagnar stefnanda var tilgreind sem atvik eða brot gegn starfsskyldum samkvæmt ráðningarsamningi, brot gegn siðareglum endurskoðenda og ákvæðum laga nr. 79/2008 um endurskoðendur, og um það vísað til 17. gr. ráðningarsamningsins. Í 19. gr. ráðningarsamningsins er að finna eftirfarandi ákvæði er kveður á um skerðingu á atvinnufrelsi stunda endurskoðunar - eða ráðgjafarstörf, hvorki í ei gin nafni né óbeint sem meðlimur eða starfsmaður í öðru samkeppnisfyrirtæki, né fyrir þá sem voru viðskiptavinir Deloitte hf. á þeim tíma sem hann hætti. Honum er þó heimilt að ráða sig til starfa sem launþegi hjá viðskiptavinum, leggi hann sig fram um að halda góðum tengslum við félagið og stuðli að því að vinna félagsins fyrir viðskiptavininn minnki ekki, - félagsmanna D&T sf., dags. 14. nóvember 2013. Í ágúst 2017 höfðaði stefnand i mál á hendur stefnda, Deloitte FAS ehf. og öllum A - félagsmönnum, sem og B - félagsmönnum í Deloitte, samtals 38 aðilum, og gerði kröfu vegna tapaðra launatekna, miskabóta, innlausnarhluta og hagnaðarhlutdeildar. Þá gerði hann kröfu um að viðurkennt yrði að framangreint ákvæði 19. gr. ráðningarsamningsins væri ógilt og óskuldbindandi gagnvart stefnanda. Í nefndum dómi Landsréttar, í máli nr. 243/2019, sem kveðinn var upp 5. júní 2020, kemur að umrætt ákvæði eins og það er orðað virðist hafa falið í sér allvíðtækar takmarkanir á atvinnufrelsi [stefnanda] þar sem hann mátti samkvæmt því ekki í þrjú ár stunda endurskoðunarstörf, hvorki í eigin nafni né óbeint sem meðlimur eða starfsmaður í öðru samkeppnisfyrirtæki, né fyrir þá sem voru viðskiptavinir stefnda Deloitte ehf. á þeim tíma sem hann Kröfum stefnanda um ógildingu ákvæðisins og viðurkenningu á skaðabótarétti af því tilefni var vísað frá dómi, og þá voru ekki talin efni til að hnekkja því mati að stefnandi hefði brotið gegn starfsskyldum sínum og að hann hefði mátt, sem reyndum endurskoðanda og einum meðeigenda og stjórnanda samstæðunnar, vera kunnugt um mikilvægi þess að fylgja reglum hennar og um hugsanleg viðurlög vegna frávi ka frá þeim. Varð niðurstaðan því sú að uppsögn stefnanda var talin lögmæt, og með hliðsjón af atvikum málsins fallist á að stefnandi hefði átt rétt á þriggja mánaða uppsagnarfresti í stað eins mánaðar uppsagnarfrests. Stefnandi leggur nú meðal annars fram greint uppsagnarbréf, ráðningarsamning hans við Deloitte FAS ehf., launaseðla janúar mars 2017, upplýsingar um tekjur í júní 2017 maí 2020, útreikning á kröfum málsins, upplýsingar um viðmiðunartekjur sérfræðinga, stefnu, greinargerð og dóm í máli Lan dsréttar nr. 243/2019 auk tölvupósta og bókunar. Stefnandi gaf aðilaskýrslu fyrir dómi. Stefndi lagði fram afrit tölvupósta. 6 Málsástæður og lagarök stefnanda: Stefnandi byggir á því að stefndi beri skaðabótaábyrgð á því fjártjóni sem stefnandi varð fyrir vegna 19. gr. í ráðningarsamningnum um skerðingu á atvinnufrelsi stefnanda. Vegna hinna víðtæku hamla á atvinnufrelsi stefnanda, sem í þessu ákvæði fólust, og sem stefndi hélt upp á stefnanda eftir starfslok hafi stefnanda ekki verið fært að starfa við þá atvinnugrein eða við þau störf sem hann hefur menntun, þekkingu og reynslu til, og sem hann hafði starfað við í á þriðja áratug er kom að starfslokunum. Samkvæmt tilvísuðu ákvæði tók takmörkunin til hvers konar endurskoðunar - og ráðgjafarstarfa, hvort sem stefnandi myndi starfslokum. Telur stefnandi að nefnd takmörkun hafi meðal annars verið verulega umfram það sem virðist hafa verið tíðkað hjá Deloitte við gerð starfslokasamninga við starfsmenn/eigendur, sem voru með sama ákvæði í sínum ráðningarsamningum, en í því sambandi sé vísað til nefnds dóms Landsréttar í máli nr. 243/2019, efnisgrein 30, þar sem meðal annars segi að við flutning málsins fyrir Landsré tti hafi komið framkvæmd aðeins verið miðað við fjögur stærstu endurskoðunarfyrirtækin í landinu (KPMG, PWC, E&Y, GT) en ekki smærri fyrirtæki á sviði endurskoðun ar. Þessi takmörkun á gildissviði ákvæðisins gilti ekki gagnvart stefnanda, sem átti þess því ekki kost að starfa sjálfstætt eða að ráða sig til starfa m.a. hjá smærri endurskoðunar - eða ráðgjafarfyrirtækjum. Leiddi þetta ljóslega til verulega aukins tjóns stefnanda á hinu greinda þriggja ára tímabili, og umtalsverðrar takmörkunar á raunverulegum möguleikum stefnanda til að verða sér úti um atvinnu af því tagi sem til mátti ætlast af stefnanda og eðlilegt sé að miða við við slíkar aðstæður, að teknu tilliti til allra atvika og aðstæðna. Voru möguleikar stefnanda til að takmarka tjón sitt því verulega takmarkaðir. Stefnandi telur sem fyrr segir að ákvæðið, og beiting þess gagnvart honum, hafi verið víðtækara og gengið miklum mun lengra en nauðsynlegt var til að varna samkeppni gagnvart stefnda og sem hér skiptir máli, og að með því hafi atvinnufrelsi stefnanda verið skert með ósanngjörnum hætti. Sé hér horft til umfangs þeirra byrða sem lagðar voru á stefnanda, án þess að séð verði að raunverulegir hagsmunir s tefnda hafi réttlætt svo víðtækar hömlur, sbr. áður, um framkvæmd sams konar ákvæða gagnvart öðrum fyrrverandi starfsmönnum og eigendum. Verði hér að líta til þess til hvaða starfa og fyrirtækja ákvæðið tók, sbr. framangreint um endurskoðunar - og ráðgjafar tímabilsins, sem tók til heilla þriggja ára. Ljóst sé að svo víðtæk skerðing á atvinnufrelsi, þar sem stefnanda, sem sérfræðingi á þröngu sviði endurskoðunar og ráðgjafar, hafi verið gert óheimilt að starfa se m endurskoðandi eða ráðgjafi, teljist afar íþyngjandi, og því bæði ósanngjarnt og andstætt góðri viðskiptavenju af hálfu stefnda að bera fyrir sig að fullu umræddar hömlur á atvinnufrelsi stefnanda og byggja á því, þ.m.t. fyrir dómi, sbr. dóm Landsréttar í máli nr. 243/2019, um að hömlurnar væru bindandi fyrir stefnanda. Varðandi framangreint vísast til 1. mgr. 37. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda ni, áskilið sér hjá öðrum manni að sá maður reki eigi verslun eða aðra atvinnu, eða hann ráði sig eigi til starfa við slíkt fyrirtæki, þá er það loforð eigi bindandi fyrir þann mann ef telja verður, þegar litið er til allra atvika, að skuldbinding þessi sé víðtækari en nauðsynlegt er til þess að varna samkeppni eða hún skerði með ósanngjörnum hætti atvinnufrelsi þess manns sem tókst þessa skyldu á herðar. Við mat á hinu síðastnefnda atriði skal einnig hafa hliðsjón af því hverju það varðar rétthafann að þes sé hér vísað til 1. mgr. 36. gr. sömu laga, er kveður á um að samningi megi víkja til hliðar, í heild eða að Te lur stefnandi að framangreind atvik falli undir skilgreiningu 1. mgr. 36. gr., að breyttu breytanda. Í þessu sambandi byggir stefnandi á því að með því að halda framangreindu ráðningarsamningsákvæði upp á stefnanda á nefndu tímabili, hafi stefndi borið fyr ir sig samningsákvæði sem ekki telst hafa verið bindandi og því ógilt gagnvart stefnanda, sbr. 1. mgr. 37. gr. og 1. mgr. 36. gr. laga nr. 7/1936. Beiting samkeppnisákvæðisins gagnvart stefnanda hafi því verið saknæm og ólögmæt af 7 hálfu stefnda í skilningi skaðabótaréttar, er veiti stefnanda rétt til bóta úr hendi stefnda, þ.e.a.s. vegna þess tjóns sem stefndi hefur valdið stefnanda. Stefnandi hafi gert allt það sem með sanngirni var unnt að ætlast til af honum til að takmarka tjón sitt, að teknu tilliti ti l 19. gr. ráðningarsamningsins. Stefnandi hafi á tímabilinu haft tekjur af stjórnarsetu í hlutafélögum og matsstörfum sem matsmaður, sem hann hafði verið dómkvaddur til fyrir starfslokin. Sótti stefnandi og háskólanám á hluta tímabilsins. Taka beri fram að í framangreindu máli, sem lauk með dómi Landsréttar í máli nr. 243/2019, hafi stefnandi gert kröfu um ógildingu umrædds ákvæðis í ráðningarsamningi en þar sem dómur féll ekki innan tilgreinds þriggja ára tímabils hafi verið talið að stefnandi hefði ekki l ögvarða hagsmuni af ógildingu ákvæðisins sérstaklega, og kröfunni því vísað frá dómi. Af því leiðir að stefnandi hafi nú ekki lögvarða hagsmuni af kröfu um ógildingu ákvæðisins sérstaklega. Eigi þetta jafnframt við um sambærilegt ákvæði í áðurgildandi samk omulagi A - félagsmanna í Deloitte sf., dags. 14. nóv. 2013, sem jafnframt hafi verið krafist ógildingar á í fyrrnefndu máli. Það athugast að síðastnefnt samkomulag féll úr gildi við gerð nýs samkomulags A - félagsmanna í júní 2017, sem stefnandi er eðli máls samkvæmt ekki aðili að. Í máli þessu geri stefnandi því eingöngu kröfu um greiðslu skaðabóta úr hendi stefnda vegna umrædds ákvæðis í ráðningarsamningnum. Stefnandi vísar til þess að af framangreindum sökum hafi stefnandi orðið fyrir fjártjóni sem hann tel ur sig eiga kröfu um greiðslu á úr hendi stefnda, þ.e.a.s. vegna þess tjóns stefnanda er hefur leitt af umræddu ákvæði ráðningarsamnings um skerðingu á atvinnufrelsi stefnanda, og sem stefndi hélt upp á stefnanda samkvæmt orðanna hljóðan. Af hálfu stefnand a er byggt á því að fjártjón hans felist í þeim atvinnutekjum sem hann hafði réttmætar væntingar um að hafa getað aflað sér á hinu tilgreinda þriggja ára tímabili, þ.e. frá lokum ráðningartíma (lok uppsagnarfrests) hinn 31. maí 2017 og í þrjú ár þar frá. Í aðalkröfu stefnanda sé miðað við þær atvinnutekjur sem stefnandi hafði á síðasta starfsmánuði sínum hjá stefnda, þ.e. í janúar 2017. Í janúar 2017 hafi heildarmánaðarlaun stefnanda verið samtals 1.943.410 krónur, en sú fjárhæð samanstandi af mánaðarlaunum , 1.398.163 krónum, föstum mánaðarlegum bílastyrk, 270.000 krónum, og mótframlagi í lífeyrissjóð, 275.247 krónum. Aðalkrafa stefnanda samanstendur af þeirri fjárhæð í 36 mánuði frá 1. júní 2017 að teknu tilliti til hækkana á mótframlagi í lífeyrissjóð á tí mabilinu, en að teknu tilliti til hækkana á mótframlagi hefðu heildarmánaðarlaun stefnanda numið 1.968.432 krónum á tímabilinu júlí 2017 til júní 2018 (12 mánuðir, samtals kr. 23.621.188) og 1.993.455 krónum (23 mánuðir, samtals kr. 45.849.460) á tímabilin u júlí 2018 til maí 2020. Þær atvinnutekjur sem stefnandi varð af samkvæmt þessu nemi því samtals 71.414.058 krónum. Frá þeirri fjárhæð dragist tekjur stefnanda á sama tímabili, vegna fyrrnefndra mats - og stjórnarstarfa, sem námu 9.847.263 krónum. Aðalkraf a stefnanda sé því 61.566.795 krónur. Sé aðalkrafa stefnanda því miðuð við rauntjón hans vegna þeirra takmarkana á atvinnufrelsi hans sem hér um ræðir, sbr. hér að framan. Til vara sé á því byggt af hálfu stefnanda að við afmörkun á fjártjóni hans verði a. m.k. að miða við viðmiðunartekjur sérfræðinga (flokkur A3) samkvæmt viðmiðunarfjárhæðum Skattsins vegna áranna 2017 - 2020 (reiknað endurgjald við staðgreiðsluskattsskil), auk mótframlags í lífeyrissjóði. Á árinu 2017 voru viðmiðunartekjur í flokki A3 1.091. 000 krónur á mánuði á árinu 2017 (7 mánuðir, 7.637.000 krónur), 1.167.000 krónur á árinu 2018 (12 mánuðir, 14.004.000 krónur), 1.245.000 krónur á árinu 2019 (12 mánuðir, 14.940.000 krónur) og 1.295.000 krónur á árinu 2020 (5 mánuðir, 6.475.000 krónur), eða samtals á umræddu þriggja ára tímabili, að viðbættu mótframlagi í lífeyrissjóði, kr. 48.429.390 (kr. 8.438.885 + kr. 15.684.480 + 16.956.900 + 7.349.125 krónur). Að frádregnum fyrrnefndum raunverulegum tekjum stefnanda á sama tímabili, 9.847.263 krónur, s é varakrafa stefnanda 38.582.127 krónum. Um nánari útreikninga og forsendur aðal - og varakröfu stefnanda vísast til framlagðra dómskjala. Til þrautavara sé þess krafist að stefnda verði gert að greiða stefnanda aðra lægri fjárhæð að mati dómsins. Er þá m iðað við að bætur verði metnar að álitum að teknu tilliti til aðstæðna allra, sbr. hér að 8 framan. Áskilur stefnandi sér rétt til að leggja fram launaviðmiðanir í þessu sambandi, m.a. niðurstöður kjarakannana Félags viðskipta - og hagfræðinga. Í öllum tilvikum er krafist vaxta og dráttarvaxta af umkrafinni fjárhæð. Krafist er vaxta skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 1. júní 2020, þ.e. frá þeim degi sem hinu þriggja ára tímabili takmarkana á atvinnufrelsi stefnanda lauk, og til 26. febrúar 2021, en þann dag var liðinn mánuður frá dagsetningu kröfubréfs stefnanda þann 26. janúar 2021. Frá þeim degi er krafist dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr., sömu laga, og til greiðsludags. Um lagarök vísast meðal annars til almennra reglna skaða bótaréttar, innan og utan samninga, og til almennra reglna samninga - og kröfuréttar, þ.á m. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, sbr. sérstaklega 36. og 37. gr. laganna. Einnig vísast til almennra reglna vinnuréttar. Þá vísast til laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Um málskostnaðarkröfu vísast til 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Málsástæður og lagarök stefnda: Stefndi vísar til þess að málatilbúnaður stefnanda í stefnu byggist á því að beiting stefnd a á samkeppnisákvæði í ráðningarsamningi stefnanda, sem reyndar hafi einnig verið í 2. mgr. 9. gr. samkomulags A - félagsmanna D&T sf., hafi verið saknæm og ólögmæt. Í stefnu sé hins vegar ekki að finna neina umfjöllun um það hvernig stefndi eigi að hafa bei tt þessu ákvæði gagnvart stefnanda. Sé málatilbúnaður stefnanda hvað grundvöll málsins varðar því vanreifaður. Stefndi bendir á að í stefnu sé fullyrt að stefnandi hafi gert allt það sem með sanngirni hafi verið unnt að ætlast til af honum til að takmarka tjón sitt. Þannig hafi hann haft tekjur af stjórnarsetu og af matsstörfum auk þess sem hann hafi sótt háskólanám á tímabilinu. Í stefnu sé hins vegar ekki að finna sundurliðun á tekjum vegna þessara starfa og ekkert fjallað um hversu lengi háskólanámið stó ð eða hvert hafi verið umfang þess. Við þingfestingu hafi ekki verið lögð fram nein gögn um að stefnandi hafi gert nokkuð til að takmarka tjón sitt, annað en að vinna fyrir aðila sem stefndi hafi samþykkt að stefnandi myndi vinna fyrir. Sé umfjöllun um afm örkun og þá takmörkun tjóns vanreifuð. Stefndi bendir á að stefnandi krefjist vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi sem hann segir að þriggja ára tímabili takmarkana á atvinnufrelsi stefnanda hafi lokið. Enga umfjöllun sé að finna í stefnu um það af hverju hið bótaskylda atvik hafi átt sér stað á þeim degi, sbr. skilyrði framangreindrar lagagreinar. Stefndi sjái heldur ekki hvernig það að stefnandi telji hið bótaskylda atvik hafa átt sér stað þann 1. júní 2020 rými við annan málatilbú nað stefnda. Stefndi hafi ekki verið í samskiptum við stefnanda á þeim degi og því sé ekki haldið fram í málatilbúnaði stefnanda. Sé þetta að auki vanreifað. Stefndi telur að framangreindir annmarkar brjóti gegn ákvæði d - og g - liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr . 91/1991 um meðferð einkamála. Stefndi leggi það hins vegar í hendur dómara að meta hvort annmarkarnir séu slíkir að vísa verði málinu frá dómi án kröfu. Kjósi héraðsdómur að vísa málinu ekki frá án kröfu þá byggir stefndi á framangreindu til stuðnings an nars vegar kröfu sinni um sýknu og hins vegar kröfu sinni um verulega lækkun dómkrafna. Stefnandi vísar til þess að það sé grunnregla samningaréttarins að samninga skuli halda. Í henni felist meðal annars heimild atvinnurekanda til að semja við starfsfólk sitt um að það ráði sig ekki í vinnu hjá öðrum í framhaldi af ráðningartímanum. Stefnandi hafi gert ráðningarsamning við stefnda, sem báðir höfðu ávinning af, og stefnandi fallist á að hafa samkeppnistakmörkun í samningnum, sbr. 19. gr. samningsins. Í þeir ri grunnreglu felist einnig heimild eigenda fyrirtækja til að semja sín á milli um að eigendur starfi ekki í samkeppni við það félag sem þeir eiga í sameiningu í ákveðinn tíma eftir starfslok og/eða sölu/innlausn eignarhluta. Einhverra hluta vegna, kannski vegna þess að heimildir eigenda fyrirtækja til 9 samninga um samkeppnistakmarkanir sín á milli kunna að vera ríkari en í tilfelli vinnuveitanda og starfsmanns, kjósi stefnandi að leggja eingöngu áherslu á samkeppnisákvæði ráðningarsamnings. Rétt sé þannig a ð leggja áherslu á að samhljóða ákvæði hafi verið að finna í 2. mgr. 9. gr. samkomulags A - félagsmanna í D&T sf. Það samkeppnisákvæði sé innbyrðis á milli eigenda en ekki á milli vinnuveitanda og starfsmanns. Í stefnu fullyrði stefnandi að samkeppnisákvæðin tvö, sem nefnd hafi verið, hafi ekki verið bindandi og því ógild gagnvart stefnanda samkvæmt 1. mgr. 37. gr. og 1. mgr. 36. gr. laga nr. 7/1936. Það sé hins vegar ljóst að umrædd lagaákvæði eiga ekki við í þessu máli, enda beinist dómkröfur stefnanda ekki að því að ógilda samkeppnisákvæði eða fá staðfestingu á því að slíkt ákvæði sé ekki skuldbindandi. Í málinu gerir stefnandi kröfu um skaðabætur, en niðurstaða um þá kröfu verði ekki byggð á fyrrnefndum ákvæðum, heldur á almennum reglum skaðabótaréttar. St efndi telji ljóst af stefnu að stefnandi telji að hin meinta bótaskylda háttsemi hafi átt sér stað 1. júní 2020, en frá þeim degi krefjist stefnandi skaðabóta og vaxta ofan á skaðabætur frá stefnda. Stefnandi hafi þó ekki verið í neinu sambandi við stefnda á þeim degi og ekkert sem stefndi hafi gert á þeim degi geti talist til skaðabótaskylds verknaðar gagnvart stefnanda. Beri því að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda, enda ljóst að ekki sé hægt að fara út fyrir málsástæður stefnanda í málinu. Það sé j afnframt ljóst að ákvæði 1. mgr. 37. gr. laga nr. 7/1936 geri ráð fyrir því að samkeppnisákvæði geti verið í ráðningar - og eigendasamningum, og af dómaframkvæmd leiði að það sé starfsmaðurinn/eigandinn sem beri sönnunarbyrðina fyrir því að aðstæður séu slí kar að samkeppnisákvæði sé óskuldbindandi fyrir hann. Þar sem þetta mál fjalli um kröfu stefnanda um skaðabætur, en ekki um ógildingu á samkeppnisákvæðinu, sé einnig ljóst að stefnandi beri sönnunarbyrðina fyrir því að stefndi hafi beitt ákvæðinu með saknæ mum og ólögmætum hætti. Þá byrði hafi stefnandi ekki axlað, en eins og áður hafi verið rakið sé ekkert fjallað um það í stefnu með hvaða hætti stefndi eigi að hafa beitt ákvæðinu gagnvart stefnanda. Allar fullyrðingar stefnanda hvað þetta varðar séu því ós annaðar. Að auki sé rétt að nefna að eigendur að félagi í samkeppnisrekstri, líkt og til að mynda eigendur Deloitte, hafi ríkari heimildir til að ákveða sín á milli samkeppnistakmarkanir, sem eigendur frekar en sem starfsmenn. Þar séu einstaklingar á jafnr éttisgrundvelli að vernda hagsmuni sem þeir sjálfir eiga. Sömu sjónarmið og rakin hafa verið í dómaframkvæmd varðandi samkeppnistakmarkanir milli vinnuveitanda og starfsmanns eigi því ekki að öllu leyti við í máli þessu. Stefndi byggir jafnframt á því að s amkeppnisákvæðin hafi hvorki verið víðtækari en nauðsynlegt var né ósanngjörn. Þannig byggir stefndi á því að ákvæðin hafi verið eðlileg með hliðsjón af stöðu stefnanda hjá stefnda. Eins og rakið hafi verið hér að framan hafi stefnandi verið eigandi að Del oitte ásamt fjölda annarra einstaklinga í sömu stöðu, lengi vel í stjórnunarstöðu hjá stefnanda, gegnt lykilstöðu í fyrirtækinu, verið í beinu sambandi við viðskiptamenn, og borið ríka trúnaðarskyldu. Vegna þessarar stöðu sinnar hafi stefnandi, sem eigandi Deloitte, og sem starfsmaður þess, jafnframt búið yfir grundvallarupplýsingum um starfsemi stefnda. Með hliðsjón af þessu telur stefndi að atvinnufrelsi stefnanda hafi ekki verið skert með ósanngjörnum hætti. Stefndi leggur mikla áherslu á, samanber fram angreint, að stefnandi hafi ekki einungis verið starfsmaður stefnda heldur einnig í eigendahópi Deloitte, en umrætt samkeppnisákvæði hafi verið í samræmi við þær skuldbindingar sem stefnandi hafði tekist á hendur með inngöngu í eigendahóp Deloitte, sem A - f élagsmaður. Þann tíma sem stefnandi var í eigendahópi stefnda hafi hann aldrei gert athugasemdir við slík samkeppnisákvæði, hvorki í sínum samningum né annarra eigenda eða starfsmanna stefnda. Stefnandi hafði þannig ávinning af samkeppnisákvæðum í eigenda - og ráðningarsamningnum og hafði fallist á þau til að vernda ákveðna og lögmæta samkeppnishagsmuni. Að lokum telur stefndi rétt að nefna að jafnvel þótt talið yrði að orðalag ákvæðisins hafi verið of víðtækt eða ósanngjarnt, þá liggi fyrir að því var ekki beitt með svo víðtækum hætti í framkvæmd. Staðreyndin sé sú að stefndi hafi samþykkt beiðnir um að s tefnandi kæmi að verkum, sem féllu undir 10 gildissvið ákvæðisins, í það minnsta í þremur tilvikum. Þannig hafi stefndi samþykkt að stefnandi tæki að sér verkefni fyrir Eskju hf., Orkuveitu Reykjavíkur og Föt og skó ehf., en allt hafi þetta verið viðskiptavin ir stefnda. Það sé í raun svo að í öll þau skipti sem stefnandi hafi óskað eftir því að starfa við ráðgjöf/endurskoðun, hvort sem er fyrir viðskiptavini stefnda eða aðra, hafi stefndi ekki staðið því í vegi heldur heimilaði hann stefnanda að gera það. Það liggi því ekkert fyrir um það í málinu að stefndi hafi hafnað slíkri beiðni stefnanda eða komið í veg fyrir að stefnandi aflaði sér tekna á annan hátt og byggir stefndi á því að það hafi hann aldrei gert. Afstaða stefnda til sambærilegra samkeppnisákvæða h afi enda verið að beita þeim aðeins fyrir sig vegna fjögurra stærstu endurskoðunar - og ráðgjafarfyrirtækjanna á Íslandi, en ekki vegna einstaklingsreksturs eða smærri fyrirtækja á sviði endurskoðunar og ráðgjafar, og hafi það einmitt komið til tals í starf slokaviðræðum við stefnanda. Stefndi mótmælir því að stefnandi hafi óskað eftir því gagnvart stefnda að hann gæti starfað sjálfstætt eða ráðið sig til starfa hjá smærri endurskoðunar - og ráðgjafarfyrirtækjum, sbr. ákvæði 4.3 í stefnu. Slík fyrirspurn hafi aldrei komið frá stefnanda og þess vegna geti stefndi ekki borið ábyrgð á meintu tjóni stefnanda, sem hann hafi reyndar ekki náð að sýna fram á að nokkru leyti. Það sé því rangt að beiting stefnda á samkeppnisákvæðinu hafi verið saknæm og ólögmæt eða að st stefnu. Það sé ekki nóg fyrir stefnanda að halda slíku fram heldur sé nauðsynlegt fyrir hann að leggja fram gögn því til sön nunar um að stefndi hafi með beinum hætti mótmælt því að hann sinnti störfum. Stefndi byggir jafnframt á því að ætlað tjón stefnanda sé ósannað. Stefnandi hafi ekki sýnt fram á að honum hafi staðið til boða að taka að sér störf eða verkefni á tímabilinu ef tir starfslok hans eða hvaða tekjur honum hefði staðið til boða ef ekki hefði verið fyrir samkeppnisákvæðið. Þá hafi stefnandi ekki sýnt fram á að stefndi hafi komið í veg fyrir að stefnandi tæki að sér tiltekin störf eða verkefni. Það sé því með öllu ósan nað að samkeppnisákvæðið hafi í raun valdið stefnanda einhverju tjóni. Í raun séu takmarkaðar upplýsingar um það í stefnu hvað stefnandi hafði fyrir stafni í kjölfar starfslokanna. Þar komi aðeins fram að hann hafi tekið að sér stjórnarsetu og matsstörf au k þess sem hann hafi sótt háskólanám á hluta tímabilsins. Ekki liggi hins vegar fyrir upplýsingar um umfang háskólanámsins. Eftir því sem stefndi komist næst hafi stefnandi lokið meistaranámi í hagnýtri siðfræði á tímabilinu, og því sé ljóst að stefnandi k aus að nýta starfsorku sína í annað en launaða vinnu á því tímabili sem um ræðir. Jafnframt liggi ekkert fyrir um að hvaða marki stefnandi reyndi að takmarka tjón sitt. Eins og áður segi samþykkti stefndi þær beiðnir sem komu um að stefnandi fengi að starf a við verkefni sem féllu undir samkeppnisákvæðið. Þá hafi engin gögn verið lögð fram um það hvort stefnandi hafi gert tilraun til að afla sér annarra verkefna eða starfa utan gildissviðs þess. Af þessu verði stefnandi að bera hallann. Það sé ljóst að stefn andi geti ekki krafist bóta vegna atvinnutaps á tímabili þar sem hann var annaðhvort í námi eða gerði ekki þær tilraunir, sem með sanngirni mátti ætlast til af honum, til að afla sér tekna. Þannig geti fyrrverandi eigandi endurskoðunar - og ráðgjafarfyrirtæ kis og starfsmaður þess, sem var með samkeppnisákvæði í ráðningarsamningi sínum og eigendasamningi, líkt og allir aðrir eigendur, ekki beðið þar til tímabil þess rennur út, án þess að láta á það reyna, og gert síðan kröfu um bætur vegna tekjutaps. Með hlið sjón af öllu framangreindu byggir stefndi á því að stefnandi hafi ekki sýnt fram á að hann hafi orðið fyrir tjóni vegna samkeppnisákvæðisins og að því verði að sýkna hann af öllum kröfum stefnanda. Stefndi bendir á að aðalkrafa stefnanda miðist við tekjur sem stefndi hafði á síðasta starfsmánuði sínum hjá stefnda. Stefndi byggir á því að stefnandi hafi ekki mátt hafa réttmætar væntingar til þess að þær tekjur myndu haldast óbreyttar í kjölfar starfsloka hans hjá stefnda, en í því sambandi verði að líta til þess að um var að ræða tekjur sem voru langt umfram það sem gengur og gerist á vinnumarkaði. Þá hafi stefnandi ekki rökstutt eða sannað hvernig hann hefði getað aflað slíkra tekna ef ekki hefði verið fyrir samkeppnisákvæðið. Beri því að sýkna stefnda af a ðalkröfu stefnanda. Stefndi telur sömu sjónarmið eiga við um varakröfu stefnanda, en hún byggist á viðmiðunartekjum sérfræðinga samkvæmt flokki A3 í viðmiðunartekjum Skattsins. Stefnandi hafi hvorki 11 rökstutt né sýnt fram á að hann hefði getað aflað slíkra tekna eftir starfslok hans hjá stefnda ef ekki hefði verið fyrir samkeppnisákvæðið. Verði því einnig að sýkna stefnda af varakröfu stefnanda. Hvað þrautavarakröfu stefnanda varðar áréttar stefndi að það sé í verkahring tjónþola að sanna fjártjón sitt. Frá þeirri meginreglu verði ekki vikið nema að slík sönnunarfærsla sé bundin sérstökum örðugleikum fyrir tjónþola. Í dómaframkvæmd hafi verið lagt til grundvallar að til þess að bætur verði dæmdar að álitum þurfi að sýna fram á bótagrundvöll og að bótakrefjand i hafi orðið fyrir tjóni. Auk þessa þurfi að sýna fram á að ekki verði ætlast til að tjónþoli geti fært fram nákvæm gögn um fjárhæð tjónsins. Þannig þurfi að sýna fram á að hann hafi gert allt það sem með sanngirni verði krafist af honum til að sanna fjárh æð tjóns síns. Í stefnu sé ekki að finna rökstuðning fyrir því hvers vegna þessi skilyrði séu uppfyllt. Stefndi byggir á því að þau skilyrði séu ekki fyrir hendi, enda hafi stefnandi ekki lagt fram gögn í málinu sem styðji fullyrðingar hans um ætlað tjón e ða umfang þess. Stefnandi hafi því ekki gert allt það sem með sanngirni verði krafist af honum til að sanna tjón sitt. Af því leiðir að ekki séu skilyrði til að dæma skaðabætur að álitum . Að auki, hvað þrautavarakröfu stefnanda varðar, þá verði ekki stuðst við almennan mælikvarða samkvæmt kjarakönnun stéttarfélaga meðal félagsmanna sinna. Á það hafi reynt fyrir dómi og verið hafnað af Hæstarétti. Að lokum sé mótmælt tilvísun stefnanda í grein 4.8.3 til nánari útreikninga og forsendna sem finna megi í dómskj ölum. Slíkt sé óheimilt, enda eigi eingöngu að byggja niðurstöðu dómsmáls á málsástæðum og forsendum sem sé að finna í stefnu. Verði ekki fallist á aðalkröfu stefnda um sýknu byggir stefndi á því að lækka verði kröfur stefnanda verulega. Byggist sú krafa á öllum sömu málsástæðum og fram hafi komið að breyttu breytanda. Áréttað sé að í dómaframkvæmd Hæstaréttar hafi verið staðfest að samkeppnisákvæði í ráðningarsamningum séu eðlileg, einkum þegar um stjórnendur og lykilstarfsmenn félaga sé að ræða, og að slí kar samheppnishömlur séu eðlilegar þegar þær séu settar á milli eigenda, það er aðila í sömu stöðu sem eru að vernda sömu og í raun eigin hagsmuni. Stefnandi hafi þannig ekki eingöngu verið einn af stjórnendum og lykilstarfsmönnum Deloitte heldur einnig me ðeigandi sem hafði samþykkt að slíkar hömlur yrðu lagðar á A - félagsmenn. Hann geti ekki komið eftir sín starfslok og sagt umrædd ákvæði enga þýðingu hafa þegar hann, sem eigandi, hélt sams konar ákvæðum upp á aðra fyrrverandi eigendur. Kröfu um dráttarvext i er hafnað frá fyrri tíma en dómsuppsögu, enda liggi ekki fyrir fyrr en þá hvort stefnandi eigi kröfu á hendur stefnda og hvort vanefndir verða á greiðslu sem heimila að dráttarvextir séu reiknaðir. Einnig sé mótmælt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. vaxtala ga sem vanreifuðum. Stefndi átti sig ekki á því hvernig hið bótaskylda atvik, sem væntanlega sé grundvöllur vaxtakröfunnar, geti átt sér stað eftir að tímabili samkeppnistakmarkana er lokið, sbr. framangreint. Krafa stefnda um að stefnandi greiði honum mál skostnað er byggð á 129 - 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Forsendur og niðurstaða: Að mati dómsins verður nægilega glöggt ráðið af málatilbúnaði stefnanda hverjar dómkröfur hans eru og hver helstu gögn eru sem hann leggur fram til sönnunar, og verður málinu því ekki vísað frá ex officio, með vísan til d - og g - liða 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Ágreiningur málsins varðar ákvæði 19. gr. ráðningarsamnings stefnanda, sem nánar er rakið í málavöxtum, og hvort efni þess ák væðis hafi falið í sér of víðtækar takmarkanir á atvinnufrelsi stefnanda, stefnanda til tjóns, sem stefndi beri bótaábyrgð á. Stefnandi vísar til forsendna í dómi Landsréttar nr. 243/2019 þar sem eftirfarandi kemur fram: eins og það er orðað virðist hafa falið í sér allvíðtækar takmarkanir á 12 hætti skert atvinnufrelsi hans, sbr. 1. mgr. 37. gr. og 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Stefndi bendir á að nefnd ákvæði laga nr. 7/1936 geti ekki átt við í málinu, og að umþrætt samningsákvæði sé ekki of víðtækt miðað við aðstæður, en hvað sem því líður hafi ákvæðinu ekki verið beitt eftir efni þe ss í framkvæmd, og þá sé ósannað að stefnandi hafi orðið fyrir tjóni, sem stefndi beri ábyrgð á. Stefnandi krefst ekki ógildingar á ákvæði 19. gr. ráðningarsamningsins. Til skoðunar kemur því ekki hvort skilyrði séu til að telja loforð stefnanda óskuldbind andi fyrir hann með vísan til ákvæða 37. gr. laga nr. 7/1936 og 36. gr. sömu laga. Dómurinn telur þó að líta megi til ákvæða 37. gr. laga nr. 7/1936 að því leyti að aðilum er almennt heimilt að semja um takmarkanir á atvinnufrelsi, og að það ráðist af virt um öllum atvikum hvort þær takmarkanir séu of víðtækar. Í umþrættu ákvæði 19. gr. ráðningarsamningsins, og reyndar í öllum ákvæðum hans, er stefnandi ávallt skilgreindur sem meðeigandi. Er þar vísað til þess að hann hafi verið meðeigandi D&T sf., eiganda s tefnda. Sambærilegt ákvæði var einnig að finna í samkomulagi svonefndra A - félagsmanna D&T sf., sem stefnandi gekkst undir með inngöngu sinni í eigendahóp Deloitte. Hafi ákvæðin með þeim hætti verið gerð á jafnréttisgrundvelli fyrir alla A - félagsmenn D&T sf ., og ávinningur stefnanda af samkeppnisákvæðunum því ekki síst sá að verja hagsmuni hans sjálfs, sem eiganda. Óumdeilt er að stefnandi hafi lengst af verið einn af stjórnendum Deloitte samstæðunnar. Sem eigandi, stjórnandi og einn af lykilstarfsmönnum ste fnda bjó hann yfir grundvallarupplýsingum um starfsemi stefnda, var í beinu sambandi við viðskiptavini félagsins og bar því ríka trúnaðarskyldu. Þótt fallast megi á að ákvæðið feli í sér allvíðtækar takmarkanir á atvinnufrelsi stefnanda, þá verður að virtu m framangreindum forsendum ekki talið að það hafi skert atvinnufrelsi stefnanda með ósanngjörnum hætti, og hafi það því ekki verið of víðtækt, svo sem um tímalengd. Þykir um það mega vísa til forsendna í dómi Hæstaréttar frá 20. nóvember 2014, í máli nr. 2 69/2014, sem telja verður sambærileg atvik og hér eru til úrlausnar. Málatilbúnaður stefnanda verður skilinn með þeim hætti að meint sök stefnda felist í því að umþrættu ákvæði hafi ekki verið beitt eftir orðanna hljóðan gagnvart öðrum en honum, og með þv í hafi verið gengið lengra en nauðsynlegt var til varnar samkeppni. Ósannað er um huglæga afstöðu stefnda. Þá verður af gögnum málsins ekki annað ráðið en að í reynd hafi ákvæðinu ekki verið beitt eftir orðanna hljóðan, nema um nánar tilgreind félög, svone endurskoðunarfélögum og verið neitað, og ósannað er að stefnandi hafi leitað eftir því við stefnda að ákvæðinu yrði beitt með sama hætti gagnvart honum og gert var gagnvart öðrum. Virðist sem stefnandi hafi ætlað að hann fengi neitun, þar sem fyrirsvarsmenn stefnda hefðu ekki haft orð á því að fyrra bragði að sama gilti um hann, en þó haft til þess næg tækifæri að mati stefnanda. Sú staðreynd að ste fndi tilkynnti stefnanda ekki að ákvæðinu yrði ekki beitt gagnvart honum eftir orðanna hljóðan verður ekki metin stefnda til sakar. Í því sambandi ber sérstaklega til þess að líta að stefnandi leitaði í einhverjum tilvikum samþykkis stefnda fyrir því að ta ka að sér verkefni, hvort sem um var að ræða viðskiptavini stefnda eða aðra, og hafi í öllum tilfellum fengið samþykki fyrir því. Með vísan til framangreinds hefur ekki verið á það fallist að samkeppnisákvæðið í 19. gr. ráðningarsamnings aðila hafi verið ó sanngjarnt gagnvart stefnanda og falið í sér of víðtækar samkeppnistakmarkanir. Þá er ósannað að stefndi hafi með einhverjum hætti sýnt af sér saknæma háttsemi gagnvart stefnanda um beitingu þess ákvæðis. Einnig er órökstutt hvaða meinta saknæma háttsemi a f hálfu stefnda hafi átt sér stað 1. júní 2020 eins og byggt er á í stefnu. Með vísan til alls þessa verður stefndi þegar 13 sýknaður af öllum kröfum stefnanda, og þykir þá ekki þörf á að rekja málsástæður er snúa að sönnun fyrir ætluðu tjóni stefnanda eða ta kmörkun stefnanda á því tjóni. Með vísan til niðurstöðu málsins og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála verður stefnanda gert að greiða stefnda málskostnað sem hæfilega er ákveðinn 744.000 krónur að meðtöldum virðisaukask atti. Bogi Hjálmtýsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Deloitte ehf., er sýkn af öllum kröfum stefnanda, Ágústs Heimis Ólafssonar. Stefnandi greiði stefnda 744.000 krónur í málskostnað.